Greinar laugardaginn 18. september 1999

Forsíða

18. september 1999 | Forsíða | 245 orð

99% samþykktu friðaráætlunina

FRIÐARÁÆTLUN Abdelaziz Bouteflikas, forseta Alsírs, var samþykkt með tæpum 99% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrradag, samkvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. Abdelmalek Sellal, innanríkisráðherra landsins, sagði að 85% atkvæðisbærra Alsírbúa hefðu greitt atkvæði og 98,63% hefðu samþykkt friðaráætlunina. Meira
18. september 1999 | Forsíða | 267 orð

Eichel hvetur til málamiðlunar

HANS Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands, skoraði í gær á stjórnarandstöðuna að leggja fram tillögur sem gætu stuðlað að málamiðlun í deilunni um sparnaðaráform hans. Eichel sagði eftir þriggja daga umræður á þinginu um sparnaðaráformin og frumvarp stjórnarinnar til fjárlaga næsta árs að stjórnarandstaðan hefði ekki enn lagt fram neinar raunhæfar tillögur. Meira
18. september 1999 | Forsíða | 225 orð

Höfuðpaurinn nafngreindur

RÚSSNESKIR rannsóknarlögreglumenn nafngreindu í gær höfuðpaur hryðjuverkahóps sem er talinn hafa gert mannskæðustu árásirnar í hrinu sprengjutilræða í Rússlandi síðasta hálfa mánuðinn. Tilræðin hafa kostað hartnær 300 manns lífið. Meira
18. september 1999 | Forsíða | 407 orð

Seinkun á komu friðargæslusveita

NOKKUR þúsund indónesískra hermanna fóru frá Austur-Tímor í gær vegna væntanlegrar komu alþjóðlegs friðargæsluliðs þangað. Að sögn yfirmanna indónesíska heraflans á eyjunni verða um 6.000 hermenn eftir til að gæta öryggis íbúanna þangað til friðargæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna ganga þar á land. Meira

Fréttir

18. september 1999 | Innlendar fréttir | 485 orð

16,6% útlánaaukning innlánastofnana á árinu

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans í viðskiptum hans við lánastofnanir um 0,6% eða 60 punkta. Vaxtahækkunin tekur gildi 20. og 21. september. Vaxtahækkun bankans nú er hin fjórða á liðlega einu ári en alls hafa vextirnir hækkað um 1,8% frá því snemma í september á síðasta ári. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

29 íbúða hús á 7 hæðum

HAFIST verður handa við byggingu nýs stúdentagarðs Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri í næstu viku, en hann verður við Drekagil. Um er að ræða sjö hæða hús með 29 íbúðum alls, 14 þeirra eru þriggja herbergja, jafnmargar tveggja herbergja og ein einstaklingsíbúð. Þá er einnig kjallari í húsinu. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

80 grömm af hassi gerð upptæk

LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði í fyrradag hald á 80 grömm af hassi. Fjórir gistu fangaklefa um nóttina vegna málsins. Hass fannst þegar bíll var stöðvaður og leiddi það af sér víðtæka leit í öðrum bíl og tveimur íbúðarhúsum þar sem nokkurt magn efnisins fannst. Þá leiddu ábendingar frá fjórmenningunum til þess að hass fannst einnig falið á víðavangi. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Alvarleg bilun í GSMkerfinu

LAGFÆRINGUM á GSM-kerfi Landssímans lauk um áttaleytið í gærkvöldi, en truflana í símasambandi hafði gætt frá því á hádegi. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, segir Landssímann líta málið alvarlegum augum og þegar sé búið að óska eftir að kerfið verði yfirfarið. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Athygli beint að börnum í umferðinni

NÚ er starfsemi grunnskólanna komin í fullan gang og má ætla að liðlega 40 þúsund börn fari í og úr skóla daglega. Sum þeirra eru að hefja skólagöngu og verða í fyrsta sinn sjálfstæðir þátttakendur í umferðinni. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Aurskriður valda milljónatjóni

AUR- og grjótskriða úr fjallinu Tó hreif með sér skemmu og bar upp að íbúðarhúsinu á bænum Tóarseli í Breiðdal. Skriðan bar einnig með sér litla rútu og dráttarvél sem lenti á fjósinu og braut þar gat á vegg. Hörður Gilsberg bóndi í Tóarseli telur að skemman hafi bjargað íbúðarhúsinu og orðið íbúum til lífs. Eins og sjá má hreif flóðið með sér heyrúllur, en þær eru meira og minna ón?tar. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 548 orð

Ákvæði Mannréttindasáttmálans um sönnunarbyrði var notað í Hæstarétti

Í FRÉTT um ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg þess efnis að tækt væri til meðferðar mál íslenskrar konu, sem sett var í gæsluvarðhald árið 1989 vegna gruns um aðild að smygli og sölu kókaíns hér á landi og síðar var sýknuð, var rangt haft eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni konunnar, að hann hefði spurt "hvers vegna konan hefði ekki verið ákærð fyrir það, Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ásakanir í borgarstjórn um tvískinnung

Í BÓKUN borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögu borgarfulltrúa R-listans um almenna atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld, segir að tillagan lýsi ótrúlegum tvískinnungi. Borgarráð hafi fyrir tveimur vikum samþykkt samhljóða framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á flugvellinum. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Bíll út af veginum við Gljúfurá

LAND ROVER bílaleigubíll, sem í voru níu skiptinemar, fór út af veginum við Gljúfurá í Borgarfirði í gær. Engin alvarleg slys urðu á fólkinu sem var á norðurleið, en tvennt var þó flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari athugunar vegna bakmeiðsla. Mikil mildi er að ekki fór verr, en bíllinn staðnæmdist skammt frá gljúfrinu, sem er mjög djúpt. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Einn fluttur á slysadeild

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir árekstur tveggja bifreiða á Bæjarhálsi á fimmta tímanum í gær. Aðrir sem voru í bifreiðunum fundu til eymsla að sögn lögreglu en ekki þurfti að flytja þá með sjúkrabifreið á slysadeild. Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt á vettvang til að ná hinum slasaða út með klippum þar sem bifreiðin klesstist mikið. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ekið á gangandi mann

ELDRI maður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Breiðholtsbrautinni klukkan átta í gærkvöldi. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur og eru meiðsl hans talin alvarleg. Slysið átti sér stað til móts við Select-bensínstöðina á Breiðholtsbraut. Ökumaður var á austurleið og virðist að sögn lögreglu ekki hafa séð manninn sem kom gangandi yfir götuna. Meira
18. september 1999 | Landsbyggðin | 211 orð

Endurbætur og gjafir til Sjúkrahúss Húsavíkur

Húsavík-Miklar endurbætur hafa verið gerðar í sumar á húsnæði sjúkradeildar og fæðingardeildar heilbrigðisstofnunarinnar á Húsavík sem hafa verið lokaðar um tíma í sumar vegna endurbótanna en voru formlega opnaðar á ný í síðustu viku. Á síðasta ári voru samskonar endurbætur gerðar á öldrunardeildinni á 3. hæð. Meira
18. september 1999 | Miðopna | 119 orð

Fast að 700 skátar hafa hlotið þjálfun

Gilwell-skátaþjálfun á Íslandi í 40 ár Fast að 700 skátar hafa hlotið þjálfun Skátar halda upp á það við Úlfljótsvatn í dag að Gilwell-skólinn hefur verið starfræktur á Íslandi í 40 ár. Í skólanum fer fram efsta stig foringjaþjálfunar innan skátahreyfingarinnar. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Fræðslukvöld um þroskaferil barna

FRÆÐSLUKVÖLD verður í Foreldrahúsinu, Vonarstræti 4b, mánudaginn 20. september kl. 20.30. Fjallað verður um "Þroskaferil barna." Einkenni, styrkleika og erfiðleika. Fyrirlesari er Magnea B. Jónsdóttir sálfræðingur. Aðgangseyrir 500 kr. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fullorðinsfræðslan lækkar gjöld um 17%

FULLORÐINSFRÆÐSLAN í Gerðubergi fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli. Af því tilefni hefur verið ákveðið að lækka námsgjöld um 17% á haustönn í tungumálum almennt og íslensku fyrir útlendinga í námskeiðum og námsáföngum lækkuð sem nemur 17%. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fyrirlestrar um jarðhita

GESTAFYRIRLESARI Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Michael Wright, flytur fyrirlestra á sal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, dagana 20.-22. september. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10 og verða tveir fyrirlestrar fluttir hvern dag. Efni fyrirlestranna er: Mánudagur 20. september: Kl. 10 Worldwide geothermal resources og kl. 11 Sustainability of geothermal production. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Fyrirlestur á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði HÍ

JANE Robinson, PhD, RN, FAAN, prófessor og ritstjóri Journal of Advanced Nursing flytur fyrirlestur sem fjallar um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Alþjóðabankann og ólíkar hugmyndir þeirra um stefnu í heilbrigðismálum. Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 28. september kl. 17 í Hátíðasal háskólans, aðalbyggingu HÍ, 2. hæð. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Gult og gott

KÝRNAR hans Þorláks Aðalsteinssonar í Baldursheimi í Arnarneshreppi í Eyjafirði eru hrifnar af sumarrepjunni sem þeim er boðið upp á eftir mjaltir. Sumarrepja er kjarngott fóður sem kýrnar kunna vel að meta og ekki skemmir hinn skærguli litur ánægjuna af velheppnaðri máltíð. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Gönguferð í Kristrúnarborg og Óttarsstaðasel

FERÐAFÉLAG Íslands og Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar efna til síðustu sameiginlegu gönguferðar sinnar á árinu næstkomandi sunnudag, 19. september, kl.10.30. Að þessu sinni er gengið um og skoðað svæði suðvestan Straumsvíkur, en um er að ræða 4 klst. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 437 orð

Hádegisstundir í flestum einsetnum skólum

FLESTIR einsetnir grunnskólar í borginni bjóða nemendum 1.­4. bekkjar nú hádegisstundir. Í hádegisstund snæða nemendur hádegismat undir eftirliti kennara. Sex einsetnir skólar tóku upp þessa nýbreytni í fyrra og nú bættust sjö við en sjö sitja enn eftir þar sem ekki er mannafli eða aðstaða í skólunum til að takast á við verkefnið, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. Meira
18. september 1999 | Landsbyggðin | 262 orð

Heyi rúllað og pakkað í fyrsta sinn

Vestmannaeyjum-Magnús Kristinsson, útvegsbóndi í Eyjum, ruddi nýja slóð í heyskaparháttum Eyjabænda fyrir skömmu er hann fékk verktaka af fastalandinu til að koma til Eyja og rúllubinda og pakka heyjum sínum. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 355 orð

Himmler reyndi að selja gyðinga í skiptum fyrir hæli

BRESKA leyniþjónustan, MI5, létti í gær leyndinni af skjölum, þar sem fram kemur að nasistaforinginn Heinrich Himmler hafi reynt að semja við Svisslendinga um að 3.500 gyðingar yrðu fluttir til Sviss í skiptum fyrir fimm milljónir svissneskra franka og pólitískt hæli fyrir 200 háttsetta nasista. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 104 orð

Hnökrar en ekki meir

ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær, að hugsanlega gætu orðið einhverjir hnökrar á efnahagsstarfseminni í landinu vegna aldamótavandans en mjög ólíklegt væri, að þeir yrðu miklir. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Hvað eru mörg s í því?

ÞAÐ er til saga um lögregluþjón sem fann lík í Fischersundi en dró það niður í Aðalstræti til að forðast vandræði við skýrslugerð; hann kunni ekki að stafsetja Fischersund. Þessum laganna verði er nokkur vorkunn því við þessa fáförnu götu í hjarta borgarinnar er að finna götuskilti með þrenns konar stafsetningu á götunafninu. Við Garðastrætishornið er skilti með götunafninu á húsvegg. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Lesmessa kl. 11 á morgun, sunnudag. Altarisganga, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messar. Morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun, 21. september. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu kl. 10 til 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 420 orð

Kynnast skólaumhverfi barnanna

LINDASKÓLI í Kópavogi stendur um þessar mundir fyrir námskeiði fyrir foreldra sex ára barna í skólanum, en tilgangurinn er m.a. að kynna þeim það skólaumhverfi sem bíður barna þeirra, að sögn Gunnsteins Sigurðssonar skólastjóra. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn býður upp á námskeið af þessu tagi og hefur það hlotið nafnið "Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera". Meira
18. september 1999 | Landsbyggðin | 195 orð

Kynningarfundur um byggingu nýs hótels á Tálknafirði

Tálknafirði-Nýverið var haldinn kynningarfundur á Hópinu á Tálknafirði, þar sem Gunnar Egilsson veitingamaður kynnti hugmyndir sínar um hótelbyggingu á Tálknafirði. Hann bauð jafnframt fyrirtækjum og einstaklingum að gerast hluthafar í félagi sem áætlað er að stofna um byggingu og rekstur hótels. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Kynningarog fræðslufundur

Í TILEFNI af alþjóðlega Alzheimer-deginum á ári aldraðra, þriðjudaginn 21. september, verður haldinn kynningar- og fræðslufundur hjá FAASAN, Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimer-sjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. september kl. 20.30 í Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri í salnum vestan við aðalinnganginn. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Kynning á starfsemi þýskrar listastofnunar

KYNNING á starfsemi Stiftung Kunstlerdorf Schöppingen, sem er listastofnun í bænum Schöppingen í Þýskalandi, verður í Listasafninu á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 20. september, kl. 21. Stofnunin býður myndlistarmönnum og rithöfundum að dvelja nokkra mánuði og vinna að list sinni í björtum og rúmgóðum vinnustofum í tveimur húsum, Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 904 orð

Kæruefnum nágranna öllum hafnað

ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur hafnað kröfum nágranna um að byggingarleyfi vegna barnaspítala á lóð Landspítalans verði ógilt. Nefndin telur að heimilt hafi verið að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu að undangenginni grenndarkynningu óháð því hvort fyrir lá staðfestur deiliskipulagsuppdráttur af lóðinni eða ekki. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Lokaáfangi í raðgöngu Útivistar

ÚTIVIST hefur sl. tvö sumur staðið fyrir raðgöngum í slóð Friðriks VIII Danakonungs þegar hann heimsótti Ísland árið 1907. Sumarið 1998 var gengið frá Reykjavík austur að Gullfossi og leið konungs fylgt að mestu. Þessi raðganga var nefnd "Kóngsvegurinn". Í sumar var farin leiðin sem konungur fór til baka, það er frá Gullfossi að Þjórsárbrú og þaðan til Reykjavíkur um Flóa, Ölfus og Hellisheiði. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Meðlimur Rauðu herdeildanna felldur

MEÐLIMUR þýsku hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildanna var felldur í skotbardaga í Vínarborg á miðvikudag og var annar meðlimur samtakanna tekinn höndum. Austurríska lögreglan hefur skýrt frá því að konan sem náðist væri Andrea Klump, háttsettur meðlimur í Rauðu herdeildunum. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Mikil vonbrigði

"Ég lýsi miklum vonbrigðum með þennan úrskurð og forsendur hans," segir Ólafur Ísleifsson, talsmaður kærenda í nágrenni Landspítalans. "Hann kemur þó ekki að öllu leyti á óvart í ljósi þess þunga sem stjórnvöld hafa lagt á mál þetta. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 925 orð

Mildi að ekki varð manntjón

FJÖLMARGAR aur- og grjótskriður féllu úr fjallinu Tó í Norðurdal um 20 km inn af Breiðdalsvík í gær. Stærsta skriðan féll rétt ofan við bæinn Tóarsel og þykir mesta mildi að ekki hafi orðið manntjón, en mannvirki skemmdust mikið og eyðilagðist um 100 fermetra skemma sem stóð um 20 metra fyrir ofan íbúðarhúsið, en hún bjargaði líklega lífi ábúendanna. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Mússa/Moussa sýnir vatnslitamyndir

MÚSSA/Moussa opnar á hádegi í dag sýningu á vatnslitamyndum sínum í eigin sýningarsal, Selvogsgrunni 19 (bakhúsi), 104 Reykjavík. Á sýningunni, sem er undanfari sýningar á stærri myndum, er 21 lítil mynd máluð á þessu ári. Þetta er 5. einkasýning hennar heima og erlendis, en tuttugu ár eru liðin frá fyrstu sýningu hennar. Síðast sýndi hún myndir sínar árið 1988. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 489 orð

Nágrannar Óttuðust "tryllings glampa" í augum morðingjans

LÖGREGLAN í Texas hefur ekki fundið neina eina ástæðu fyrir því, að Larry Gene Ashbrook varð sjö manns að bana í kirkju babtistasafnaðar í bænum Fort Worth á miðvikudag. Ljóst er hins vegar, að hann var alvarlega veikur á geði og hafði lengi verið. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 702 orð

Norræn jaðarsvæði

Á sunnudag hefst í Reykholti ráðstefnan Periferien í Centrum sem haldin er að tilhlutan Norrænu æskulýðsnefndarinnar (NUK) og Norrænu stjórnarnefndarinnar um barna- og unglingamenningu (BUK). Verkefnisstjóri á Íslandi er Þorvaldur Böðvarsson. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Norræn ráðstefna um barna- og unglingamenningu

HALDIN verður á Hótel Reykholti, Borgarfirði, norræn ráðstefna um menningar- og frístundastarf barna og unglinga á jaðarsvæðum Norðurlanda dagana 19.­20. september. Það eru Norræna æskulýðsnefndin og stjórnarnefnd um Norræna barna- og unglingamenningu sem standa að ráðstefnunni, ásamt Norrænu ráðherranefndinni. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Norskir dagar á Seyðisfirði

NORSKIR dagar verða haldnir á Seyðisfirði dagana 19. til 24. september nk. Á Seyðisfirði er starfandi norskur konsúll, Birgir Hallvarðsson, sem ásamt nokkrum öðrum hefur haft veg og vanda af dagskrá Norskra daga 1999. Dagskráin hefst sunnudaginn 19. september í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Skaftfell var fyrr á öldinni rekið sem Norsk Fiskarheim í eigu Norsk misjonen. Meira
18. september 1999 | Miðopna | 1017 orð

Ný aðferð við leit á litningagöllum

STEFNT er að því að bjóða barnshafandi konum nýja tegund ómskoðunar sem getur gefið ábendingar um litningagalla í fóstrum. Nýja aðferðin mun líklega leiða til þess að litningagallar verði greindir í um tveimur þriðju þeirra fóstra sem þá bera en með núverandi aðferðum eru þeir aðeins greindir í um þriðjungi þeirra. Meira
18. september 1999 | Landsbyggðin | 278 orð

Ný íslensk kvikmynd forsýnd í Ólafsvík

Ólafsvík-Forsýning verður á nýrri íslenskri kvikmynd í félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík á morgun. Kvikmyndin heitir "Ungfrúin góða og húsið" og er byggð á sögu Halldórs Laxness. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Óbyggðablús í Kaffileikhúsinu

Óbyggðablús í Kaffileikhúsinu KK og Magnús Eiríksson verða með tónleika í Kaffileikhúsinu laugardaginn 18. september kl. 21. Tónleikarnir eru þeir síðustu í sumartónleikaferð þeirra félaga en þeir hafa verið spilandi um allt land nú í sumar í ferð undir yfirskriftinni: Óbyggðirnar kalla Í fréttatilkynningu segir: "Þeir Kristján og Magnús gera lítið af þ Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

RAGNAR ÞORSTEINSSON

RAGNAR Þorsteinsson, fyrrverandi kennari á Reykjaskóla, er látinn, 85 ára að aldri. Ragnar stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum við Leeds University í Bretlandi. Hann hóf kennslustörf á Skagaströnd og síðan kenndi hann við grunnskólann á Ólafsfirði í ellefu ár. Meira
18. september 1999 | Miðopna | 1172 orð

Skátar þjálfaðir til forystu

SKÁTAHREYFINGIN byggist á hugmyndum um hópstarf barna eða unglinga oftast úti í náttúrunni eða í sterkum tengslum við hana. Orðið skáti er þýðing á enska orðinu scout, sem merkir njósnari, útsendari eða eftirlitsmaður. Meira
18. september 1999 | Miðopna | 984 orð

Skátastarfið er ævintýri

BJÖRGVIN Magnússon gerðist skáti árið 1938 og hefur starfað með skátahreyfingunni síðan. Hann dvaldi í Gilwell Park í Englandi í tvígang árin 1948 og 1949 og gekkst undir Gilwell-foringjaþjálfun þar. Þá var þjálfuninni miðstýrt frá Englandi. Björgvin er þriðji íslenski Gilwell-skátinn. Sigurður Ágústsson og Frank Mikkelsen höfðu áður tekið Gilwell-próf í Danmörku. Meira
18. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Skemmdir urðu á aðveituæð

SKEMMDIR urðu á aðveituæð Hita- og vatnsveitu Akureyrar í Naustabrekku ofan skautasvellsins við Krókeyri þegar hjólaskófla ók á æðina. Magnús Finnsson, tæknifræðingur hjá Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagði að aðveituæðin hefði laskast nokkuð og færst til á undirstöðum. Gert var við æðina til bráðabirgða í gær, en viðgerð fer fram á næstunni. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 539 orð

Stærsti flugulaxinn

HJÖRLEIFUR Brynjólfsson veiddi um 26 punda hæng, 12,9 kg, á Iðunni í gærmorgun. Þetta er stærsti lax sem veiðst hefur á flugu á Íslandi á þeirri vertíð sem nú er senn á enda. Næststærsti laxinn, sem áður hafði veiðst, var 27 punda lax á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sýning á teikningum og sögum eftir börn í Kringlunni

SÝNING á teikningum og sögum eftir börn er haldin í Kringlunni þessa dagana undir yfirskriftinni "Eflum sköpunargleði barna okkar í máli og myndum". Sýndar eru um 160 teikningar og sögur eftir börn, sem tóku þátt í teikni- og sögusamkeppni sl. sumar. Mörg hundruð teikningar og sögur bárust og verða nokkrar þeirra verðlaunaðar. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 748 orð

Tengsl Íslands og Rússlands á alþjóðavettvangi verði efld

ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, kom í gær í opinbera heimsókn til landsins og fundaði með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra auk þess sem hann ræddi við nefndarmenn utanríkismálanefndar Alþingis. Heimsókn Ívanovs er fyrsta opinbera heimsókn utanríkisráðherra Rússlands til Íslands. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Timburhús brann illa

EITT elsta timburhúsið á Blönduósi skemmdist mikið í eldi í gærkvöldi. Íbúar hússins voru ekki heima svo engan sakaði en eignatjón er að öllum líkindum verulegt. Húsið var tvílyft timburhús og stóð í elsta hluta bæjarins. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 21.30 í gærkvöld og gekk slökkvistarf vel en það stóð í um tvær klukkustundir. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 450 orð

Tjónið talið skipta milljónum

FJÖLDI aurskriðna féll í fyrrinótt á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, sú stærsta tæpur hálfur kílómetri á breidd, en þær minnstu nokkrir tugir metra á breidd. Þjóðvegurinn fór ekki í sundur en yfir hann flæddi, meðal annars hjá Selárbrú, þannig að loka þurfti honum. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð

Tveggja Íslendinga leitað í Danmörku

DANSKA lögreglan leitar nú tveggja Íslendinga á þrítugsaldri í Danmörku vegna málsins og að auki hafa tveir lögreglumenn frá Lögreglunni í Reykjavík verið sendir út í sama skyni. Handtökuskipun á hendur mönnunum hefur þá verið komið á framfæri við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sem hefur lýst eftir mönnunum í allri Evrópu í gegnum Interpol. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tveimur trompetum stolið

BROTIST var inn í bifreið sem stóð við vestanverðan Laufásvegi aðfaranótt fimmtudags og stolið úr henni tveimur trompetum ásamt fylgihlutum. Að sögn eigandans átti innbrotið sér stað milli kl. 1 og 7 um nóttina. Stórum steini var kastað inn um hliðarúðu farþegamegin og voru glerbrot úti um alla bifreiðina. Tekin var trompettaska sem lá í aftursætinu með tveimur trompetum. Meira
18. september 1999 | Landsbyggðin | 197 orð

Unnið að endurbótum á Tryggvaskála

Selfossi-Unnið er að endurbótum á Tryggvaskála við Ölfusárbrú á Selfossi. Endurbætur á húsinu hófust í fyrra með því að þakið var tekið upp og endurbætt. Nú er unnið við að taka upp vesturgafl hússins sem veit að Ölfusárbrú en einnig verður á þessu hausti unnið við suðurhliðina. Skipt er um timburklæðninguna undir bárujárninu og fúi fjarlægður úr stoðum. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Úrsögn úr BSRB samþykkt

FÉLAG íslenskra leikskólakennara hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu að segja sig úr BSRB og sækja um aðild að nýju kennarasambandi. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, segir ljóst af þessari niðurstöðu að félagið mun ganga úr BSRB. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 51 orð

Útför í Kosovo

Ættingjar, vinir og félagar 18 fallinna liðsmanna Frelsishers Kosovo voru við útför þeirra í bænum Gnjilane í Kosovo gær en þeir féllu í átökum við serbneska herinn fyrr í sumar. Voru þeir þá huslaðir í einni gröf en nú voru þeir bornir til grafar að siðvenju síns fólks. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vetrarstarf Samkórs Selfoss að hefjast

VETRARSTARF Samkórs Selfoss er senn að hefjast og er fyrsta æfing mánudagskvöldið 20. september kl. 20.30 í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Á söngskrá eru fjölbreytt viðfangsefni. Stjórnandi kórsins er Edit Molnár og undirleikari Miklos Dalmay. Þeir sem hafa áhuga á blönduðum kórsöng og skemmtilegum félagsskap eru velkomnir í kórinn. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Viðbygging Vesturbæjarskóla í notkun

NÝ viðbygging við Vesturbæjarskóla var formlega afhent skólastjóra við athöfn í gær. Með viðbyggingunni verður Vesturbæjarskóli einsetinn og eru nú 75% skóla í borginni einsetin. Um 300 nemendur eru í 15 bekkjardeildum í 1.-7. bekk í Vesturbæjarskóla. Viðbyggingin er 900 fermetrar, áföst eldra skólahúsinu, sem tekið var í notkun 1988 og miðað við tvísetinn skóla. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 470 orð

Virða ber grundvallarforsendur Afar mikil neyð mun skapast í Serbíu á næstunni ef einangrunarstefnu verður haldið til streitu,

RÚSSNESK stjórnvöld hafa að undanförnu leitast við að bæta samskipti sín við Vesturlönd í kjölfar missættis um leiðir og aðgerðir til lausnar átökunum á Balkanskaga fyrr á árinu. Á meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu stóð slitu Rússar samskiptum sínum við bandalagið, sem þeir sögðu hafa farið sínu fram á Balkanskaga í trássi við alþjóðalög. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 364 orð

Víða neyðarástand enn vegna flóða

FELLIBYLURINN Floyd, sem nú er flokkaður sem hitabeltisstormur, lagði í gær leið sína út yfir hafið eftir að hafa valdið verulegu tjóni víða á austurströnd Bandaríkjanna. Að sögn Reuters-fréttastofunnar týndu sjö manns lífi, aðallega vegna gífurlegs úrfellis og flóða, og rafmagnslaust var á stórum svæðum. Ekki þykir líklegt, að Floyd eða leifar hans komi neitt við sögu hér við land. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 811 orð

Vígamenn stela öllu steini léttara á A-Tímor Á hverjum degi sjást raðir flutningabíla streyma frá hinni stríðshrjáðu A-Tímor. Á

NÚ bíða aðeins um ellefu þúsund íbúar Dili, höfuðstaðar Austur- Tímor, eftir því að geta farið úr landi, að sögn starfsmanna Rauða krossins hér í Atambua á Vestur- Tímor, sem liggur um tíu km frá landamærum Austur- og Vestur- Tímor. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Vímuvarnavika á Seltjarnarnesi

ÝMSIR aðilar, s.s. félagasamtök og stofnanir á Seltjarnarnesi ,standa fyrir sérstakri vímuvarnaviku á nesinu vikuna 18.­25. september. Ástæðan er sú að frá árinu 1996 hefur verið starfandi samráðshópur um vímuvarnir og í samvinnu við ýmsa aðila hrundið af stað vímuvarnaráætlun til fjögurra ára eða fram til ársins 2002, Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 733 orð

Voru í fastasvefni í skálanum í Hrafntinnuskeri

EFTIR víðtæka leit við Landmannalaugar í fyrrakvöld að kennara og níu 15 ára nemendum úr Breiðholtsskóla, fannst hópurinn í fastasvefni í skálanum í Hrafntinnuskeri kl. 2 um nóttina. Hópurinn skilaði sér ekki á tilsettum tíma í skála Ferðafélagsins við Landmannalaugar eftir gönguferð og kallaði skálavörður út björgunarsveitir um kl. 21. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Yfirlýsing frá Ragnheiði Ólafsdóttur

RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu vegna umræðna um atvinnumál staðarins. "Að gefnu og sárgrætilegu tilefni verð ég að svara fyrrum félögum mínum í stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri vegna dapurlegrar yfirlýsingar þeirra vegna almenns borgarafundar á Þingeyri 12. Meira
18. september 1999 | Erlendar fréttir | 814 orð

Ýmsar samsæriskenningar á lofti

SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild rússneska þingsins, lýsti í gær yfir stuðningi við fyrirhugaðar aðgerðir forsætisráðherrans Vladímírs Pútíns til að stemma stigu við öldu hryðjuverka, sem gengið hefur yfir í Rússlandi. Sambandsráðið sendi hins vegar Borís Jeltsín Rússlandsforseta viðvörun með því að fella með naumindum tillögu um að hann yrði hvattur til að segja af sér. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Þarft framtak

Þarft framtak Íris Pálsdóttir foreldri sat að snæðingi inni í skólastofu við skólaborð ásamt nokkrum öðrum foreldrum er blaðamaður settist hjá þeim, en þá var sameiginlegur kvöldverður. Aðspurð sagðist hún vera mjög ánægð með þetta framtak. "Það sem stendur helst upp úr er fyrirlesturinn um eineltið," sagði Íris. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Þenslan neikvæð fyrir samkeppnisstöðuna

AUKIN þensla í þjóðfélaginu, með tilheyrandi kostnaðarhækkunum, hefur neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu útflutningsgreina og þann stöðugleika sem hefur hefur afkomu atvinnurekstrar og verið grundvöllur bættra lífskjara hér á landi á undanförnum árum. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldin var í gær. Meira
18. september 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Þriggja manna leitað

RÁN var framið í matvöruversluninni Strax í Hófgerði í Kópavogi á fjórða tímanum í gær. Þriggja manna, sem réðust inn í verslunina, var enn leitað af lögreglunni í Kópavogi og nærliggjandi svæðum þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Meira

Ritstjórnargreinar

18. september 1999 | Staksteinar | 316 orð

Staðsetning Listaháskólans

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra gerir umræðuna um staðsetningu Listaháskóla Íslands að umræðuefni í síðasta pistli sínum á vefsíðu sinni. Þar segir hann m.a.: BJÖRN segir: "Í nýútkomnu Stúdentablaði ræða Hrannar B. Meira

Menning

18. september 1999 | Fólk í fréttum | 108 orð

159 myndir á 14 dögum

EVRÓPUFRUMSÝNING á gamanharmleiknum "American Beaty", umtalaðri kvikmynd sem leikstýrt er af Sam Mendes, verður lokapunkturinn á Kvikmyndahátíðinni í Lundúnum 18. nóvember næstkomandi. Hátíðin hefst 3. nóvember með mynd Ang Lee "Ride With the Devil" og verða 159 kvikmyndir sýndar á tveimur vikum. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 75 orð

50. sýningin

ABEL Snorko býr einn eftir Eric- Emmanuel Schmitt var frumsýnt 27. nóvember 1998 á Litla sviði Þjóðleikhússins og gekk þar fyrir fullu húsi langt fram á sumar. Verkið hefur nú verið tekið aftur til sýninga, og laugardagskvöldið 18. september verður það sýnt í fimmtugasta sinn. Leikendur eru Arnar Jónsson og Jóhann Sigurðarson. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Ástalíf norna Nornafár (Witch Way Love)

Leikstjórn: René Manzior. Aðalhlutverk: Vanessa Paradis, Jean Reno, Gil Bellows og Jeanne Moreau. 102 mín. Bandarísk. Háskólabíó, ágúst 1999. Öllum leyfð. GOÐSAGNIR um nornir ganga meðal annars út á að göldrótt tálkvenndi tæli til lags við sig grunlausa karla með fulltingi djöfulsins. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 198 orð

Costner í deilum við Universal

ÞAÐ á ekki af Kevin Costner að ganga. Þótt hann hafi leikið í nokkrum vel heppnuðum stórmyndum í gegnum tíðina hefur hann ekki hitt á rétta tóninn undanfarin ár og eru margir minnugir dýrustu myndar allra tíma "Waterworld" sem kolféll í aðsókn. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 193 orð

Furðuleikhúsið með tvö verk á nýju leikári

TVÖ verk verða á dagskrá Furðuleikhússins á nýju leikári. Annars vegar er það sýning frá fyrra ári, Sköpunarsagan, sem sýnd var 50 sinnum vítt og breitt um landið. Hins vegar verður sett upp nýtt leikrit, Frá goðum til Guðs, í tilefni af 1000 ára afmæli kristni. Leikritið er eftir Ólöfu Sverrisdóttur og leikhóp Furðuleikhússins. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 287 orð

Fær ekkert hlutverk

KVIKMYNDIN Cop Land átti að verða ærleg endurkoma kappans Sylvesters Stallones, hann lagði ýmislegt á sig fyrir myndina, bætti til að mynda á sig tuttugu kílóum líkt og Robert De Niro gerði forðum daga. En allt kom fyrir ekki. Hann hefur ekki fengið eyri síðan hann lék í þeirri mynd. Meira
18. september 1999 | Margmiðlun | 239 orð

Gallaður þjónustupakki

ÞAÐ ER til að æra óstöðugan að henda reiður á öllum öryggisholum í stýrikerfum og helsta hugbúnaði Microsoft og heldur virðist böggum fjölga en fækka. Fram að þessu hafa gallarnir helst verið í Windows 9x-stýrikerfinu, en fyrir stuttu komst upp um galla í Windows NT með þjónustupakka 4 upp settan, en það mun algengasta uppsetning á NT í dag. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 323 orð

Gamanmál og reynslusögur

MEÐAL bóka Hörpuútgáfunnar á þessu ári er Glott í golukaldann eftir Hákon Aðalsteinsson. Höfundurinn er kunnur hagyrðingur og sagnamaður. Endurminningar hans, Það var rosalegt, sem Sigurdór Sigurdórsson skráði, varð metsölubók 1997. "Í þessari nýju bók nýtur sín vel frásagnargáfa höfundar, hagmælska hans og góðlátleg glettni", segir í kynningu. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 372 orð

George Michael semur við djöfulinn

POPPSTJARNAN George Michael hét því á fimmtudag að bera sálu sína í breskum slúðurblöðum ef þau veittu honum lið í að kynna tónleika á Netinu sem ætlað er að hamla gegn fátækt í heiminum og vekja athygli almennings á málstað Kosovo-flóttamanna. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

Golfarinn Jordan

MICHAEL Jordan er ekki alveg jafn lunkinn í golfinu og í körfuboltanum forðum daga en samt hefur honum tekist að ná ágætis árangri í íþróttinni. Hann keppti sem áhugamaður á opnu móti atvinnumanna LaSalle- bankans í Chicago og var það fyrsta atvinnumannamótið sem hann tekur þátt í. Eins og sjá má á myndinni var hann ekki sáttur við að missa marks í sjöttu holu. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 973 orð

HAL HARTLEY

VIÐ Íslendingar höfum stundum hlaupið á okkur þegar til stendur að erlendir kvikmyndagerðarmenn noti landið okkar í kvikmyndatökur. Man einhver The Quest For Fire eða Enemy Mine. Síðast greip þessi glímuskjálfti um sig í sumar þegar spurðist út að nú ætti að taka upp stórmyndina Mars einhvers staðar uppi á hálendinu, með sjálfum Val Kilmer í aðalhlutverki. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 729 orð

Í sjöunda himni þegar dansinn dunar

Í gær var hann á Langjökli en í kvöld mun hann lokka gesti veitingastaðarins Astró út á gólf í trylltan dans. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti plötusnúðinn George Morel frá New York sem hefur aldrei áður farið jafn norðarlega á hnöttinn og til Íslands. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 311 orð

Íslenskt landslag í Sviss

SVISSLENDINGARNIR Serge Clapason og Heide Mittelmeyer voru stödd hér á landi nýlega, en þau eru áhugaljósmyndarar og höfðu nýlokið við að skipuleggja sýningu á íslenskum vetrarmyndum sem fara mun hringferð um Sviss. Íslandsmyndirnar má rekja til fyrstu heimsóknar Clapasson til landsins 1986. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 217 orð

List og tíska saman

SÍÐASTI dagur tískuvikunnar í New York er í dag og þá verður kynnt sumarlína SVO, hönnuð af Lindu Björg Árnadóttur sem íslenska tískufyrirtækið Crylab framleiðir. Sýningin verður haldin í 5.000 fermetra húsnæði Fantastic Planet og skipulögð í samvinnu við Steven Allen, umboðsaðila SVO í Bandaríkjunum og Japan. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 746 orð

Ljóðræn lýsing hins flókna nútíma

Á SÝNINGUNNI eru tuttugu olíumálverk unnin á síðastliðnum tveimur árum. Daði segir að myndlist hans sé þannig að það verði einfaldlega að skoða hana. "Myndin er þarna á striganum og þú getur lesið hana þar. Það væri hægt að skrifa helling í kringum hana, það er viðbót sem er af hinu góða en hún er ekki bráðnauðsynleg. Meira
18. september 1999 | Bókmenntir | 516 orð

Njósnarinn Tanner í nýjum heimi

eftir Lawrence Block. Signet Mistery 1999. 295 síður. Lawrence Block heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem skrifar sakamálasögur í gamansömum og þægilegum tón um Matthew Scudder eða Bernie Rhodenbarr eða Evan Tanner eftir því í hvernig skapi hann er. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Nýjar plötur NÚ ljómar vorsins ljó

NÚ ljómar vorsins ljós er með söng Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík. Heiti plötunnar er fengið að láni úr ljóði Jóns frá Ljárskógum sem heitir Stúlkan mín, en lagið er eftir söngstjóra kórsins, Björgvin Þ. Valdimarsson. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 414 orð

Nýjung í tónlistarútgáfu

QUARASHI ásamt Morgunblaðinu á Netinu, mbl.is, og Japis gaf út smáskífu sveitarinnar á Netinu í gær og fór atburðurinn formlega fram á Hard Rock Café. Lagið Stick'em Up er gefið út á MP3-sniði, sem er vinælasta dreifingarform tónlistar á Netinu í dag. Gestir mbl.is geta því endurgjaldslaust sótt sér lagið, spilað á eigin tölvu og jafnvel brennt á disk með geisladiskabrennara. Meira
18. september 1999 | Margmiðlun | 1016 orð

Ný kynslóð skjáhraðla Slagurinn á skjákortamarkaðnum stendur sem hæst og umskipti eru hröð. Árni Matthíasson sótti kynningu á

ÞRÓUN Í skjákortatækni hefur verið ótrúlega hröð á síðustu misserum og svo er komið að flækjustig skjáhraðla slagar upp í fullkomnustu örgjörva. Til að standast samkeppni er síðan ekki nóg að vera búinn að ná yfirburðum á markaði, því hlutirnir gerast hratt. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð

Óbyggðirnar kalla í kvosinni

LOKATÓNLEIKAR þeirra félaga KK og Magnúsar Eiríkssonar í tónleikaröðinni Óbyggðirnar kalla verða haldnir í Kaffileikhúsinu í kvöld og er með tónleikunum smiðshöggið rekið á ferðalag þeirra félaga um landsbyggðina. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 143 orð

Óheppinn fjárhættuspilari Phoenix

Leikstjórn: Danny Cannon. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Anthony LaPaglia, Daniel Baldwin og Angelica Huston. 101 mín. Bandarísk. Háskólabíó, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
18. september 1999 | Margmiðlun | 232 orð

PlayStation 2 í mars

PlayStation er vinsælasta leikjatölva heims þó að hún sé komin til ára sinna. Sega, sem var í eina tíð helsti keppinautur Sony á leikjatölvumarkaði, sendir frá sér á næstunni Dreamcast-leikjatölvu sína, en Sony bregst við með því að lækka verulega verð á PlayStation og kynna nýja vél, PlayStation 2. Meira
18. september 1999 | Margmiðlun | 89 orð

Risadiskur frá Sharp

ÞAÐ ER rétt svo að notkun á DVD-diskum sé orðin almenn að nýr gagnavistunarstaðall lítur dagsins ljós. Á DVD-disk má koma hálfu fimmta gígabæti af gögnum, en 40 sinnum meira á diskana nýju. Nýju gagnadiskarnir eru upp runnir í tilraunastofum Sharp og fyrirhugað að tæknin verði markaðshæf á næstu tveimur árum eða svo. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 29 orð

Síðasta sýningarhelgi Textílfélagsins í Gerðarsafni

Síðasta sýningarhelgi Textílfélagsins í Gerðarsafni TEXTILFÉLAGIÐ stendur að viðamikilli sýningu í öllum sölum Gerðarsafns í Kópavogi. Sýningin er opin alla daga frá 12-18 og er síðasti sýningardagur sunndaginn 19. september. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 628 orð

Sofið í Pearl Harbor

Á MÁNUDAGSKVÖLD sýndi sjónvarpsstöðin Sýn hina frægu og gamalkunnu mynd: Árásin á Pearl Harbor, sem gerð var um þann atburð þegar Japanir réðust óvænt á Bandaríkin í Kyrrahafi og hófu sinn þátt í heimsstyrjöldinni síðari á þann hetjulausa hátt að læðast að andstæðingum þeim að óvörum. Meira
18. september 1999 | Margmiðlun | 646 orð

Til höfuðs Office

VINSÆLASTI hugbúnaðarvöndull heims er Office-vöndull Microsoft. Ýmsir hafa reynt að etja kappi við Office en ekki haft erindi sem erfiði. Sum fyrirtæki hafa þó náð bærilegri stöðu, til að mynda Star Office-hugbúnaðarfyrirtækið sem náði á síðasta ári 30% markaðshlutdeild í Þýskalandi með Star Office- vöndul sinn. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 478 orð

Tilraun um viðtal

Breski poppsöngvarinn Robbie Williams hélt tónleika í Höllinni í gærkvöldi. Hann á miklum vinsældum að fagna í Bretlandi og verður fróðlegt að sjá hvernig hann fellur í kramið hjá íslenskum ungmennum. Pétur Blöndalátti símaviðtal við hann sem fékk óvæntan endi. Meira
18. september 1999 | Menningarlíf | 690 orð

Trúarleg tónlist úr ýmsum áttum

BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari hafa verið á ferð um landið að undanförnu og haldið ljóðatónleika, bæði á Norðurlandi, Austurlandi og síðast í gær í Stykkishólmskirkju á Snæfellsnesi. Á morgun sunnudag, sækja þau höfuðborgarsvæðið heim og halda ljóðatónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 17.00. Meira
18. september 1999 | Fólk í fréttum | 115 orð

Vilja Connery og Zeta- Jones á nýársdag

SKOSKI leikarinn Sean Connery hefur löngum verið talinn meðal kynþokkafyllstu kvikmyndaleikara en í nýrri könnun meðal breskra kvenna völdu þær Connery sem þann sem þær vildu helst vakna með sér við hlið á nýársdag. Meira

Umræðan

18. september 1999 | Aðsent efni | 630 orð

Að hafa skoðun á...

Það sem ég vil leggja áherslu á, segir Jóhann Kristjánsson, er að fólk tileinki sér gagnrýna hugsun. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 283 orð

Afkoman er betri en ársreikningar sýna

HINN 1. september s.l. birti Fjármálaeftirlitið greinargerð um athugun sína á iðgjaldahækkunum í lögboðnum ökutækjatryggingum. Greinargerðin hefur nokkuð komið til umræðna á opinberum vettvangi, án þess að nægilega hafi verið bent á þýðingarmikið atriði sem þar kemur fram og sýnir að afkomutölur sem félögin birta í ársreikningum sínum um ökutækjatryggingarnar eru rangar. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 910 orð

Austfirðingar velja kertaljós

Hugmyndir um ýmsa hagvaxtarmöguleika bíða nú í hugskotum þúsunda ungra Íslendinga, segir Barði Bogason, en þeir hafa ekki nægan aðgang að fjármagni til að hrinda málum í framkvæmd. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 925 orð

Ástand og þróun rafmagnsöryggismála

Rafverktakar eru vel í stakk búnir, segir Egill B. Hreinsson, til að axla aukna ábyrgð sem felst í nýju fyrirkomulagi. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 1143 orð

Dagur menningarminja

18. september hefur verið valinn minjadagur, segir Hjörleifur Stefánsson, og kynningarefnið er íslenskar fornleifarannsóknir. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 707 orð

Er vit í velli?

Ef eins væri í pottinn búið og Svanfríður Jónasdóttir heldur, segir Einar Karl Haraldsson, yrði þá nokkurt vit í rekstri Reykjavíkurflugvallar? Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 555 orð

Fáfræði og fordómar

Það er með ólíkindum að ríkisrekin þjóðkirkja sem bæði skírir og fermir, segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, skuli síðan draga það sama fólk í dilka eftir því hvort kynið það elskar. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 452 orð

Fánavilla

Kirkjusalur dómkirkjunnar í Reykjavík er slíkt fágæti og svo hefðarríkur, segir Björn Th. Björnsson, að þar eiga engir aðskotahlutir heima. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 210 orð

Fiskihagfræði Ragnars Árnasonar

Hugarflugi um að hugsanlega höfum við grætt á því að veiða ekki úthlutaðan aflakvóta, segir Kristinn Pétursson, er hafnað. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 1366 orð

Greinargerð frá Reykjagarði hf.

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Bjarna Ásgeiri Jónssyni, framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf: "Hjálagt er bréf sem lögmaður Reykjagarðs hf. sendi Heilbrigðisnefnd Suðurlands 19. ágúst sl. Meira
18. september 1999 | Bréf til blaðsins | 575 orð

Hvar eru öryrkjarnir?

ÞAÐ er sama hvað ég fletti og fletti hvergi er að sjá nein skrif um málefni öryrkja. Fyrir kosningar fletti maður varla svo dagblaði eða kveikti á sjónvarpi að ekki væri verið að fjallað um málefni þeirra og þau ömurlegu kjör sem flestir öryrkjar búa við. En núna er allt hljótt. Ég spyr, hafa kjör öryrkja lagast það mikið að ekki sé lengur ástæða til að fjalla um þau? Ég hef ekki trú á því. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 550 orð

Má eitra fyrir börnum?

Íslensk börn, segir Þorgrímur Þráinsson, búa við mestu óbeinar reykingar allra barna á Norðurlöndum á heimilum sínum. Meira
18. september 1999 | Bréf til blaðsins | 687 orð

Nauðsyn þekkingar

ÉG HEF um nokkurt skeið fengið birtar eftir mig lesendabréfsgreinar í Morgunblaðinu um málefni tengd nýalskri hugmyndafræði. Ég er ákaflega þakklátur ritstjórn blaðsins að gefa þessu málefni rúm á síðum þess. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 623 orð

Sjávarafurðir og fiskeldi

Fisk-, krabba- og skjeljaeldi er sú mataruppspretta, segir Guðmundur Valur Stefánsson, sem mætir vaxandi þörf heimsins fyrir sjávarfang í dag. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 276 orð

Skyndihjálp við Elliðaárnar

Vil ég gera það að tillögu minni, segir Rafn Hafnfjörð, að sleppt verði auknum fjölda gönguseiða í árnar næsta vor Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 682 orð

Staðreyndir um tekjuskerðingu sveitarfélaganna

Það er skylda sveitarstjórna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að ráðstafa fjármunum sveitarfélaganna með skynsamlegum hætti. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 866 orð

Sögukennsla í framhaldsskólum

Sagnfræðin hefur þann stóra kost, segir Margrét Gestsdóttir, að ekkert mannlegt eða ómannlegt er henni óviðkomandi. Meira
18. september 1999 | Aðsent efni | 23 orð

Þessar duglegu stúlkur héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.659 til styrktar

Þessar duglegu stúlkur héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.659 til styrktar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Þær heita Birta Bæringsdóttir, Hjördís Bogadóttir og Edda Lúthersdóttir. Meira

Minningargreinar

18. september 1999 | Minningargreinar | 303 orð

Álfheiður Sigurðardóttir

Kær vinkona mín er látin, Álfheiður Sigurðardóttir frá Gljúfri í Ölfusi. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Guðnýjar Einarsdóttur og Sigurðar Benediktssonar er þar bjuggu í eina tíð. Heiða var hún ávallt kölluð af vinum og vandamönnum. Heiða var glaðsinna, rík af léttu skopskyni, dugleg, samviskusöm og umfram allt trygglynd. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 656 orð

Álfheiður Sigurðardóttir

Nú þegar frænka mín, hún Heiða frá Gljúfri, eins og hún var kölluð í daglegu tali, hefur lokið sinni vegferð get ég ekki annað en sett fáeinar línur á blað. Ekki kannski til að rekja æviferil hennar, fyrst og fremst til að þakka fyrir að hafa átt hana að vini um margra áratuga skeið. Ég man ekki fyrr eftir mér en Heiða tilheyrði þeim hópi fólks, sem voru sjálfsagður hluti og traust minnar bernsku. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 129 orð

Álfheiður Sigurðardóttir

Það sem við vildum sagt hafa elskulegri ömmu okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Álfheiður Sigurðardóttir

Áfram streymir lífsins þungi niður. Enn hefur söngfélagi í Kór Landakirkju misst kæran maka og við góðan vin. Það var oft glatt á hjalla í Breiðfirðingabúð og Gúttó er við Eyjapeyjar áttum þar leið um um miðja öldina. Ingvar vakti snemma athygli á dansgólfum landsins og í einni landsreisu var hann svo heppinn að bjóða Heiðu upp ­ og örlögin voru ráðin. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Álfheiður Sigurðardóttir

Elsku amma Heiða. Nú er þér batnað og þú komin til Guðs og englanna sem passa þig alltaf. Ykkur Ingvari afa á ég svo margt að þakka. Það varst þú sem gafst mér fyrstu spariskóna, rauðu lakkskóna, fyrstu skautana og núna síðast, pening til að kaupa fyrstu skólatöskuna. Mamma mín geymir kjólinn sem þú heklaðir handa mér og "bleikustu" peysuna sem þú prjónaðir handa mér. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 165 orð

ÁLFHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Álfheiður Sigurðardóttir fæddist að Gljúfri í Ölfusi 6. nóvember 1921. Hún andaðist 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin er þar bjuggu, Guðný Einarsdóttir frá Kotströnd, f. 9.11. 1888, d. 3.8. 1971, og Sigurður Benediktsson frá Einholti, f. 19.4. 1878, d. 25.4. 1961. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 443 orð

ÁRNI ANTONÍUS GUÐMUNDSSON

ÁRNI ANTONÍUS GUÐMUNDSSON Árni Antoníus Guðmundsson fæddist á Þorbjargarstöðum í Skefilsstaðahreppi á Skaga 8. júlí 1927. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 11. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristínar Árnadóttur frá Mallandi á Skaga, f. 29.6. 1901, d. 27.12. 1981 og Guðmundar Árnasonar frá Víkum á Skaga, f. 19.8. 1897, d. 5.12. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Árni Guðmundsson

Ég velti við steini í Sævarlandsvík, skoða sandkorn minninganna sem birtast í farinu. Leik mér í huganum að legg og skel endurminninganna. Þannig leið mér þegar ég frétti af andláti Árna frænda. Hugurinn hvarflaði út í Dal, til Þorbjargarstaða, æskustöðva Árna. Þar ólst hann upp elstur ásamt bræðrum sínum þremur, Ingólfi föður mínum, Hauki og Ásgrími. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 691 orð

Árni Guðmundsson

Vinur minn Árni er látinn. Ég kynntist honum fyrir tæpum 30 árum, það var sumarið 1970. Ég kom á skrifstofu hans á eyrinni ásamt öðrum mætum manni sem nú einnig er látinn, Adólf Björnssyni, sem var þá rafveitustjóri hér á Sauðárkróki. Erindi okkar á skrifstofu Árna var um loðdýrarækt, en þá var hér í undirbúningi að flytja inn minka frá Noregi og reka minkabú hér á Sauðárkróki. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson á Áka er farinn í ferðina löngu. Í hálfa öld sem kynni okkar Árna stóðu bar aldrei skugga á vináttu okkar. Árni var einstakur drengskapar- og dugnaðarmaður sem hvarvetna lagði góðum málum lið. Ég sendi Gígju, börnum þeirra og öllum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Og þá er huggun að vita að minningin um góðan dreng lifir. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 1241 orð

Árni Guðmundsson

Á sjöunda áratugnum urðu nokkur þáttaskil hér á Krók. Þá hófst mikil uppbygging, sem staðið hefur sleitulítið allt til þessa. Einn þeirra sem lögðu drjúga hönd á plóg í því starfi var Árni Guðmundsson frá Þorbjargarstöðum á Skaga, sem í dag verður borinn til hvílu í kirkjugarðinum hér á Nöfum. Þaðan er útsýni fagurt yfir Skagafjörðinn. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Árni Guðmundsson

Mikill og merkur félagi okkar og drengur góður, Árni Guðmundsson, er horfinn frá okkur, hefur lagt upp í ferðalag á æðri staði. Hann fer sannarlega ekki nestislaus, því hann er lífsreyndur maður, hefur tekið að sér mörg störf á ýmsum vettvangi og skilað þeim með afbrigðum vel. Hann sýndi öllum hlutum áhuga og var allt í öllu og alls staðar. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 750 orð

Árni Guðmundsson

Ég kveð Árna Guðmundsson, frænda minn, með miklum söknuði. Hann reyndist mér alltaf afar vel í margvíslegum samskiptum. Árni var um margt ótrúlega öflugur maður. Hann var einn af máttarstólpum Sauðárkróks og um langt skeið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í bænum. Hann sat í bæjarstjórn fyrir flokkinn árum saman og kom mjög að uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 273 orð

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson gekk ungur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og tók virkan þátt í starfi hans um áratuga skeið. Hann var í stjórn FUS Víkings og formaður um skeið og tók virkan þátt í störfum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann sat í mörg ár í stjórn Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks og var formaður þess félags með nokkrum hléum í mörg ár og mun enginn hafa lengur gengt formannsstarfi í því félagi. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 382 orð

Dröfn Bergsdóttir

Elsku Dröfn. Leiðin þín með okkur varð ekki löng mín kæra, en sporin sem þú skildir eftir verða aldrei máð út og sporin þín eru óvenju létt einn morgun þegar þú kemur til mín inn í skólastofuna, dálítið feimnisleg, með eitthvað falið í hendinni þinni. Og þú laumar til mín mynd af þér og nýfædda frænda þínum og ömmubarni mínu honum Sindra Má. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Dröfn Bergsdóttir

Elsku Dröfn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum, orðum sem mega síns lítils þegar við stöndum frammi fyrir þeirri sorg og erfiðu staðreynd að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Minningarnar streyma fram, ég man eftir lítilli mömmu- og pabbastelpu sem ég kenndi í 1. og 2. bekk. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Dröfn Bergsdóttir

Við viljum með þessum orðum votta Agnesi og Bergi og fjölskyldu þeirra allri okkar innilegustu samúð og hluttekningu við sviplegt fráfall Drafnar. Agnes hefur verið félagi okkar í stjórn samtakanna í þrjú ár. Það var mikill fengur í að fá til starfa, móðurina, bóndann og reyndan sveitarstjórnarmanninn. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 269 orð

Dröfn Bergsdóttir

Síminn hringir að kvöldi. Bergur er í símanum og segir okkur að Dröfn, dóttir hans og vinkona mín, hafi látist í hörmulegu slysi fyrr um daginn. Og minningarnar frá síðustu árum hrannast upp. Við Dröfn kynntumst fyrir þremur árum þegar ég kom fyrst í sveit á Hólmahjáleigu. Við urðum strax ágætis vinir og áttum mörg sameiginleg áhugamál, t.d. hestamennsku, hjólreiðar o.m.fl. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 25 orð

DRÖFN BERGSDÓTTIR

DRÖFN BERGSDÓTTIR Dröfn Bergsdóttir, Hólmahjáleigu, Austur-Landeyjum, fæddist 17. september 1988. Hún lést 7. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum 14. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku Frikki. Minningarnar hvolfast yfir mig, þær fyrstu eru úr Eyjabyggðinni í Keflavík. Árið 1981 fluttuð þið Didda til Eyja, gladdi það engan meira en hana mömmu að fá litlu systur aftur heim. Mikill og ánægjulegur samgangur hefur alltaf verið milli heimilanna. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku Frikki. Þegar Holla systir hringdi og sagði mér að þú værir dáinn, hugsaði ég að nú væri þjáningum þínum lokið. Við kynntumst þér árið 1973 þegar þú hittir Hollu þína, sem fór til Keflavíkur þegar gaus í Eyjum og fór að vinna á dvalarheimili aldraðra á Faxabrautinni. Þú áttir heima beint á móti og var afi þinn dvalargestur þar. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

FRIÐRIK INGVARSSON

FRIÐRIK INGVARSSON Friðrik Ingvarsson fæddist í Keflavík 16. desember 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 27. ágúst. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 842 orð

Haukur Jósefsson

Við kveðjum góðan dreng, mann sem var trúr hugsjónum sínum allt til enda. Haukur Jósefsson var samvinnumaður gegnheill og efaðist aldrei um gildi samvinnuhugsjónarinnar. Hann var starfsmaður Sambandsins alla tíð og að sjálfsögðu framsóknarmaður. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

HAUKUR JÓSEFSSON

HAUKUR JÓSEFSSON Haukur Jósefsson fæddist á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 11. nóvember 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 3. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 10. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Hulda Ingibjörg Pálsdóttir

Hvítabandið vill minnast látinnar félagskonu, Huldu Ingibjargar Pálsdóttur, sem í dag hefði orðið 82 ára, ef hún hefði lifað. En Hulda lést þann 30. ágúst síðastliðinn og fór jarðarförin fram 8. september frá Fossvogskirkju. Hulda gekk í Hvítabandið 10. nóvember 1975 og var því félagi í nærfellt 24 ár. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 537 orð

Hulda Ingibjörg Pálsdóttir

Hulda var fædd í Reykjavík árið 1917 og tilheyrði því þeirri kynslóð sem hefur fylgst með þeim breytingum sem orðið hafa á Reykjavík frá því á kreppuárunum til þeirrar borgar sem við þekkjum í dag. Hún var mikið borgarbarn og alin upp á Skólavörðuholtinu. Foreldrar hennar, þau Júlíana Sigurðardóttir og Páll Jónsson, voru frá Álftanesinu en settust að í Reykjavík og bjuggu síðast á Haðarstíg 16. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 144 orð

HULDA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR

HULDA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR Hulda Ingibjörg Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1917. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíana Sigurðardóttir frá Deild í Bessastaðahreppi, Álftanesi, f. 18.1. 1891, d. 16.2. 1935, og Páll Jónsson frá Tröð í Bessastaðahreppi, Álftanesi, f. 5.1. 1890, d. 15.2. 1968. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Ingibjörg Halldóra Tómasdóttir

Elsku amma mín. Það togast á í huga mínum bæði sorg og gleði. Sorg yfir því að vera búin að missa þig, en gleði yfir því að þú skulir ekki þurfa að líða kvalir lengur. Minningin um þig, amma mín, er minning um afskaplega duglega, ósérhlífna og yndislega konu. Konu með sterkar en vinnulúnar hendur. Svo lengi sem þú mögulega gast hjálpaðir þú við þau verk sem þurfti að vinna. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 147 orð

INGIBJÖRG HALLDÓRA TÓMASDÓTTIR

INGIBJÖRG HALLDÓRA TÓMASDÓTTIR Ingibjörg Halldóra Tómasdóttir fæddist á Spáná í Skagafirði 28. október 1911. Hún lést 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas Björnsson, bóndi á Spáná, og kona hans Ingileif Jónsdóttir. Systkini Ingibjargar eru: Sigríður, Helga, Guðrún, en þær eru látnar. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON Jón Árni Guðmundsson, vélfræðingur, fæddist í Reykjavík 20. desember 1951. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 463 orð

Jón Vigfússon

Það kemur alltaf illa við mann þegar maður fær slæmar fréttir. Frétt af andláti, sérstaklega einhvers nákomins, er eitt það allra versta sem maður getur hugsað sér. Ég get ekki neitað því að ég grét þegar pabbi hringdi og sagði að afi hefði fallið frá þennan sama dag. Minningarnar streymdu fram, og ekki leið á löngu þar til ég var farin að brosa í gegnum tárin. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Jón Vigfússon

Farsælli ævi lauk með fráfalli Jóns Vigfússonar frá Holti, er kvatt hefur á 93. aldursári. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð... segir í sálmi Jóns Magnússonar. Íslendingar hafa alla tíð dáð og virt þá, sem borið hafa gæfu til að bjarga mannslífum úr greipum hafsins eða annarri vá. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Jón Vigfússon

Afi minn í Eyjum, Nonni afi eins og við systkinin kölluðum hann, er farinn frá okkur. Þó að við værum ef til vill viðbúin að sá dagur kæmi að hann myndi kveðja okkur vegna þess hversu aldraður hann var orðinn er það þó sárt. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin alla okkar bernsku. Þegar við áttum heima í Vestmannaeyjum borðaði hann alltaf kvöldmat með okkur. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 772 orð

Jón Vigfússon

Látinn er í Vestmannaeyjum tengdafaðir minn Jón Vigfússon eftir langa og viðburðaríka ævi. Jón var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann varð þjóðhetja er hann kleif Ofanleitishamarinn í Vestmannaeyjum til að bjarga félögum sínum er bátur þeirra brotnaði í spón undir bjarginu. Hann kleif upp á bjargbrún og gekk til byggða eftir hjálp. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 326 orð

JÓN VIGFÚSSON

JÓN VIGFÚSSON Jón Vigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 22. júlí 1907. Hann lést á dvalarheimili aldraðra í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson, formaður og útgerðarmaður í Holti í Vestmannaeyjum, f. 14. júní 1872, d. 26. apríl 1943. Móðir hans var Guðleif Guðmundsdóttir, f. 10. október 1880, d. 19. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 556 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Elsku Sigrún Sólbjört mín, svo ljúft um þig mig dreymi. Alltaf mun ég sakna þín, og aldrei þér ég gleymi. Elsku besta Sigrún mín. Mér finnst svo erfitt að trúa því að þú sért farin héðan, ég sakna þín svo ógurlega mikið. Ég kynntist þér fyrst sumarið 1997 eftir 1. bekk og við urðum strax mjög góðar vinkonur. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Með nokkrum orðum viljum við minnast Sigrúnar Sólbjartar sem hefði orðið 19 ára í dag, 18. september. Sem litil stúlka varð hún vinkona dóttir okkar, Sólrúnar Ásu. Hún var prúð stúlka, svolítið feimin en bros hennar og augu lýstu sem sól. Þetta var alltaf hennar einkenni ásamt einstakri ljúfmensku. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR

SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1980. Hún varð bráðkvödd á Spáni 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 31. ágúst. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum frænku minnar og nöfnu, Sólveigar Snæbjörnsdóttur, sem andaðist 6. september sl. Hún hefur fylgt mér eins og rauður þráður í gegnum lífið. Við fæddumst báðar í Tálknafirði hvor sinn daginn í desember, vorum systradætur og vorum báðar skírðar í höfuðið á Sólveigu ömmu okkar. Það verður skrítið að fá ekki hringingu á afmælisdaginn, því það brást aldrei. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR Sólveig Snæbjörnsdóttir fæddist að Tannanesi í Tálknafirði 19. desember 1915. Hún lést á heimili sínu hinn 6. september síðastliðinn. Útför Sólveigar fór fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 10. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Steindór G. Leifsson

Nú er 23ja ára átakanlegri baráttu lokið. Steini var í blóma lífsins, 19 ára gamall grannur rauðhærður strákur og glettnin skein úr augnaráðinu. Hann gat verið mjög ákveðinn í skoðunum og verið fastur fyrir, en oftast var stutt í spaugið. Oftast klæddur gallajakka og með gítar í hendinni, semjandi og spilandi lög með Sveinbirni, enda fæddust mörg lög á þessum tíma. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Steindór G. Leifsson

Það var hlý og tær birtan mánudagsmorguninn 13. september, þegar við komum frá dánarbeði bróður okkar. Leiðin lá yfir Hellisheiði stuttu eftir sólarupprás. Þetta var einn af þeim morgnum þar sem tíminn virðist standa kyrr. Leiftur minninga þjóta hjá, minningabrot raðast saman, heillegar myndir koma upp í hugann, minningar úr bernsku á Selfossi. Útileikir barnanna við Kirkjuveginn. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 366 orð

Steindór G. Leifsson

Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elskulegur systursonur minn er látinn 43 ára að aldri. Æviskeiðinu er lokið. Dauðinn er stundum líknandi en veldur um leið mikilli sorg. Ég staldra við, minningarnar streyma fram. Ég man lítinn snáða með fallegt bros og mikið rautt hár. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 39 orð

Steindór G. Leifsson

Kæri Steini. "Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini ­ jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur." (P. Brown.) Kveðja. Vinnufélagar á VISS. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 447 orð

Steindór G. Leifsson

Leiftur minninga um athafnir unglinga og uppátektir þeirra með glæstar vonir um framtíðina, eru tilefni uppgjörs við æðri máttarvöld á stundum sem þessari. Hver veit sína framtíð við upphaf lífsbaráttunnar og hver getur séð hana í glaum líðandi stundar, þegar allir vegir sýnast færir. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Steindór G. Leifsson

Kæri vinur. Þá er kveðjustundin runnin upp. Ég vissi innst inni að hún kynni að verða fyrr en síðar og ég vissi einnig að þú þráðir frelsið sem í henni fælist. En ég hefði samt viljað lengri frest. Því sjáðu til, ég hef alltaf beðið eftir kraftaverkinu mikla sem myndi leysa þig úr læðingi og færa mér aftur gamla góða Steina. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Steindór G. Leifsson

Elsku Steini. Það er sárt að vita að þú ert farinn frá okkur, þótt við vitum að þú vildir fá þessa hvíld og vonandi ertu nú sestur með gítar í góðum hópi, þar sem engar fatlanir hindra og engir hjólastólar eru til. Okkur langar að kveðja þig með tilvitnun í einræður Starkaðar sem okkur finnst eiga vel við þig. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 498 orð

Steindór G. Leifsson

Vinur okkar og félagi er fallinn frá. Svo veikbyggður, svo ljúfur, svo þrjóskur, en samt svo sterkur. Steini veiktist að morgni laugardagsins 11. september. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hann lést að morgni mánudagsins 13. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 133 orð

STEINDÓR GUÐMUNDUR LEIFSSON

STEINDÓR GUÐMUNDUR LEIFSSON Steindór Guðmundur Leifsson fæddist á Bjargi við Selfoss 3. september 1956. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Laufey Steindórsdóttir og Leifur Guðmundsson, Kirkjuvegi 29, Selfossi. Systkin hans eru 1) Gunnar Rúnar Leifsson, sjúkraþjálfari, f. 23. maí 1958. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Unnur Fjóla Jóhannesdóttir

Nú er íbúðin að Framnesvegi 63 tómleg, æskuheimili Oddfríðar Höllu eða Offý vinkonu minnar. Fjóla er dáin og Þorsteinn lést fyrir fáum árum. Þakklæti og stolt koma fram í hugann þegar ég minnist þeirra. Við Offý kynntumst haustið 1973 og stuttu seinna var ég orðin heimagangur á heimili hennar, hlustaði á plöturnar hans Jóa bróður og heyrði um fjarlæg lönd þar sem Þorgeir bróðir dvaldist. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Unnur Fjóla Jóhannesdóttir

Allir eiga sér sínar fyrirmyndir. Oft eru það frægir leikarar og söngvarar. Ég er engin undantekning í þeim efnum nema að því leytinu að á mínum lista var að finna Fjólu frænku. Ég dáðist að Fjólu frænku fyrir marga hluti. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 34 orð

UNNUR FJÓLA JÓHANNESDÓTTIR

UNNUR FJÓLA JÓHANNESDÓTTIR Unnur Fjóla Jóhannesdóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 11. desember 1922. Hún lést í Landsspítalanum í Reykjavík 11. september síðastliðinn. Útför Unnar Fjólu var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 17. september. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Viola Pálsdóttir

Hugurinn leitar norður til Siglufjarðar þegar ég sest niður til að minnast góðrar vinkonu, Violu Pálsdóttur, sem lést fyrir aldur fram aðeins fjörutíu og níu ára gömul. Viola fæddist árið 1950 á Siglufirði, elst sex alsystkina. Árið 1955 fékk hún lömunarveikina sem olli því að hún þurfti að dvelja langtímum saman í Reykjavík til lækningar. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 504 orð

Viola Pálsdóttir

Með fáeinum kveðjuorðum langar mig til að minnast mágkonu minnar, vinkonu og spilafélaga, Violu Pálsdóttur, sem lést fyrir aldur fram hinn 11. september sl. Kynnin hófust þegar bróðir hennar, maðurinn minn, Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Viola Pálsdóttir

Elsku Viola. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum línum. Það var sárt þegar Siggi Már hringdi í mig á laugardaginn og sagði mér að þú værir dáin. Það varð allt svo tómt. Svo varð svo óralangt til Siglufjarðar. Ég get huggað mig við það að ég fékk að vera í samvistum við ykkur Kidda fyrir mánuði þegar þið komuð til barnanna okkar á Akranesi. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Viola Pálsdóttir

Í dag er jarðsett langt fyrir aldur fram, systir mín, Viola. Við systkinin, móðir okkar, makar og börn syrgjum hana af heilum hug. Við syrgjum örlög hennar sem voru henni svo grimm. Að þurfa að fá lömunarveiki sem barn og svo þennan ömurlega sjúkdóm sem MND er. En þrátt fyrir þetta sem flestum þætti nú nóg bar hún höfuðið hátt. Hún var stolt og hélt virðingu sinni til síðasta dags. Meira
18. september 1999 | Minningargreinar | 134 orð

VIOLA PÁLSDÓTTIR

VIOLA PÁLSDÓTTIR Viola Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 8. ágúst 1950. Hún lést á heimili sínu, Hlíðarvegi 44, Siglufirði, 11. september síðastliðinn. Foreldrar hennar: Páll G. Jónsson, f. 12. október 1917, d. 26. mars 1988, og Eivor Jónsson, f. 24. maí 1927. Viola giftist 24. júlí 1972 Kristni Rögnvaldssyni, f. 21. júní 1945. Meira

Viðskipti

18. september 1999 | Viðskiptafréttir | 1056 orð

Aukin áhersla á virðisauka til hluthafa

ÐGreining FBA á rekstri olíufyrirtækjanna þriggja á fyrri árshelmingi Aukin áhersla á virðisauka til hluthafa Góður hagnaður var af samanlögðum rekstri olíufyrirtækjanna þriggja, Skeljungs, Olíuverslunar Íslands og Olíufélagsins, fyrstu sex mánuði ársins. Meira
18. september 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Engar forsendur til þess að taka málið upp á ný

HINN 16. september sl. sendu Neytendasamtökin fjölmiðlum skriflegar athugasemdir við greinargerð Fjármálaeftirlitsins, dags. 31. ágúst sl., vegna athugunar stofnunarinnar á iðgjaldahækkunum lögboðinna ökutækjatrygginga. Meira
18. september 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Gengi dollars gagnvart jeni styrkist

HÆKKUN varð á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær eftir að gengi dollarsins gagnvart evru og jeni styrktist. Staða jens gagnvart dollar og evru varð veikari í gær en fjárfestar virðast óttast inngrip vegna gengismála í Japan. Meira
18. september 1999 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Hæsta gengi 37,5% hærra en lágmarksgengi

HLUTAFJÁRÚTBOÐI í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. lauk í gær en alls bárust 215 tilboð í tilboðsflokki. Lágmarksgengi var 24 en tilboðin hljóðuðu upp á gengi allt að 33, frá Hávöxtunarfélaginu ­ Sjóði 1 og sjóði á vegum Kaupthing Luxembourg. Hæsta gengi sem boðið var er 37,5% hærra en lágmarksgengi. Meira
18. september 1999 | Viðskiptafréttir | 507 orð

Staða krónunnar áfram sterk

ÚTLIT er fyrir að staða íslensku krónunnar verði sterk á næstu mánuðum ef aðstæður í efnahagslífinu verða áfram jafn hagstæðar og nú. Hins vegar ef verðbólga verður viðvarandi hér á landi mun það veikja stöðu gjaldmiðilsins til lengri tíma litið. Meira

Daglegt líf

18. september 1999 | Neytendur | 116 orð

Athugasemd við verðkönnun

Samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu vill koma eftirfarandi á framfæri: Í Morgunblaðinu 16. september sl. segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að matvöruverðskönnun Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmd var 14. Meira
18. september 1999 | Neytendur | 924 orð

Íslendingar nýjungagjarnir í spriklinu Áhugi á heilsufari, heilbrigði og alls kyns líkamsrækt er nánast í algleymingi þessi

RAMMT verðstríð hefur geisað á milli líkamsræktarstöðva landsins síðastliðin ár sem auk sívaxandi aðsóknar endurspeglast í verðlagningu á þjónustu þeirra til neytenda, sem virðist hækka sáralítið á milli ára og vera álíka eða jafnvel lægri en á meginlandinu. Meira

Fastir þættir

18. september 1999 | Fastir þættir | 203 orð

Áfall á meðgöngu eykur líkur á stúlkubarni

KONUR sem verða fyrir sálrænu áfalli um það leyti sem þær verða barnshafandi eru líklegri til að eignast stúlkubarn en dreng, samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar. Af öllum konum, sem eignuðust börn í Danmörku á árunum 1980­1992, eignuðust þær, sem urðu fyrir alvarlegu áfalli um það leyti sem þær urðu barnshafandi, færri drengi en aðrar konur, eða 49%, samanborið við 51,2 af hundraði. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 643 orð

Blóðskortur nema blóðgjöfum fjölgi

HORFUR eru á að skortur verði á blóði til blóðgjafa í Bandaríkjunum á næsta ári ef ekki tekst að fá Bandaríkjamenn til að gefa blóð í auknum mæli. Blóðþegum þar vestra fjölgar um 1% á ári hverju en blóðgjöfum fækkar aftur á móti jafnmikið á sama tímabili. Meira
18. september 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Sveinbjörg Ágústsdóttir og Sveinn Sigurðsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
18. september 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

KEE ljósmyndastofa Seltjarnarness. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars sl. í Bústaðakirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni á Hvammstanga Kristín Hrönn Þorbjörnsdóttir og Gunnar Freyr Sverrisson. Meira
18. september 1999 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn í Mjódd. BRÚÐKAUP. Gefin voru sdaman 10. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Vala Guðnadóttir og Jóhann S. Ingimundarson. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 1276 orð

Casablanca ­ Mynd allra tíma Meðan á tökum kvikmyndarinnar Casablanca stóð spurði Ingrid Bergman leikstjórann: "Hvorn manninn á

Kvikmyndin Casablanca, sem gerð var árið 1942, hefur þótt með betri myndum og menn hafa horft á hana með ánægju í annað, þriðja og jafnvel fjórða sinn. Það er fróðlegt að lesa dómana sem birtust á prenti eftir frumsýninguna. Margir töldu hana miðlungsmynd, ósköp venjuleg sögðu sumir, efnið margþvælt sögðu aðrir. Þeir hinir sömu sáu hvorki fyrir vinsældir Casablanca né langlífi. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 744 orð

Draumar að hausti

Í RÁS tímans sýnist flest tíðum bundið. Að loknu sumri kemur haust, það kólnar, náttúran hægir á sér, laufin gulna, roðna, verða brún og brátt kemur grár kuldinn og hvítur vetur. Ætla mætti að draumarnir hefðu svipuð viðmið en svo virðist ekki vera því þar haustar ekki, vetur gengur ekki í garð frekar en annað það er tíminn heldur í greip sinni og við tökum sem sjálfsögðum hlut. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 674 orð

Er sumum hættara en öðrum?

Spurning: Er fólki með sérstakar persónugerðir hættara en öðrum við að fá geðræn einkenni, svo sem streitu, kvíða og þunglyndi? Hvaða persónugerðum er hættast við geðsjúkdómum? Svar: Það fer ekki svo mikið eftir persónugerð hvort fólk fær geðsjúkdóm eða ekki. Meira
18. september 1999 | Í dag | 357 orð

Eyjabakkar ÞAð hef

ÞAð hefur trúlega ekki farið framhjá neinum umræðan um fyrrnefnda Bakka. Ég er í þeim hópi er finnst að eigi að láta þetta svæði í friði og ég held að álver á Reyðarfirði skapi ekki þær aðstæður að það hefti brottflutning af þessum landshluta. Ég hefi þá trú á Austfirðingum að þeir skapi sér önnur atvinnutækifæri til að fást við. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 1203 orð

Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain.

Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7). ÁSPRESTAKALL: ÁSKIRKJA:Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir messar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
18. september 1999 | Dagbók | 578 orð

Í dag er laugardagur 18. september, 261. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 18. september, 261. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. ( Jóhannes 17, 21.) Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Ostankino fór í gær. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 924 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1023. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1023. þáttur Sigurbjörn Einarsson biskup sendir mér afskaplega vandað og fróðlegt bréf, og þótti mér betur fengið en ófengið. Það birtist hér með kærri þökk, að slepptum ávarps- og kveðjuorðum: "Vegna fyrirspurnar í þættinum um íslenskt mál í Mbl. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 898 orð

Klofning umfram allt? "En auðvitað er það stundum illþolandi að á Akureyri skuli orðið sólskin í reynd merkja rigning, þetta

ELDSPÝTA er lítill, nettur og gagnlegur hlutur úr viði með hnúð á öðrum endanum. Hún er því ekki lurkur sem auðvelt er að kljúfa í margar flísar. Samt er það vafalaust hægt ef einhverjum finnst það alveg bráðnauðsynlegt. Meira
18. september 1999 | Dagbók | 124 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 syfjuð, 4 fánýti, 7

Kross 1LÁRÉTT: 1 syfjuð, 4 fánýti, 7 gröf, 8 afla, 9 læsing, 11 fréttastofa, 13 þari, 14 fugl, 15 strítt hár, 17 veisluréttur, 20 óræsti, 22 leynibrall, 23 sjúga, 24 kveðskapur, 25 afrennsli. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 297 orð

Líkamsrækt góð fyrir krabbameinssjúklinga

FLESTIR krabbameinssjúklingar gætu notið góðs af líkamsrækt, jafnvel á meðan lyfja- eða geislameðferð stendur, samkvæmt könnun á birtum niðurstöðum 24 rannsókna. "Það fyrsta sem fólk segir er að það sé fráleitt að stinga upp á þessu," sagði Kerry S. Courneya, höfundur könnunarinnar og prófessor í líkamsræktarfræðum við Háskólann í Alberta í Kanada. Meira
18. september 1999 | Í dag | 26 orð

Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu me

Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.470 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Íris Hrund Sigurðardóttir, Sólrún Anna Guðrúnardóttir og Nína Birna Þórsdóttir. Meira
18. september 1999 | Í dag | 164 orð

SKORTUR á in

SKORTUR á innkomum í blindan takmarkar möguleika suðurs í sex gröndum. Suður gefur; allir á hættu. KG G3 DG1093 D1092 Á1094 ÁKD Á62 ÁG6 ­ ­ ­ 2 laufPass 2 tíglar Pass 2 gröndPass 6 grönd Allir pass Útspil: Hjartatía. Meira
18. september 1999 | Í dag | 56 orð

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem fram fór í Besancon í sumar. A. Vaisser (2.564) hafði hvítt og átti leik gegn J. Degraeve(2.542). 27. Hxe4! - Hxe4 28. Rf6+!og svartur gafst upp, því 28. - gxf6 er svarað með 29. Dg3+ - Bg7 30. Meira
18. september 1999 | Í dag | 334 orð

Subject: stjörnuspá sunnudagsins 19. september Þú ert vandlátur og velur aðeins það besta. Snyrtime

Subject: stjörnuspá sunnudagsins 19. september Þú ert vandlátur og velur aðeins það besta. Snyrtimennskan er þér eðlislæg á öllum sviðum. Kastaðu ekki til höndum við störf þín því þá færðu á þig illt orð sem getur dregið dilk á eftir sér. Vel unnin verk afla þér hins vegar vinsælda. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 787 orð

TR mætir Rússum í fyrstu umferð

24.­26.9. 1999 TAFLFÉLAG Reykjavíkur mætir hinni gríðarsterku sveit Síberíu frá Tomsk í fyrstu umferð Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Hellisheimilinu um næstu helgi. Eins og fram kom í síðasta skákþætti teflir fjórði stigahæsti skákmaður heims, Alexander Morozevich (2.758), á fyrsta borði sveitar Síberíu. Meira
18. september 1999 | Í dag | 1751 orð

Vetrarstarf Árbæjarkirkju

EFTIR ágæta hvíld sumarsins er óðum að færast líf í Árbæjarkirkju. Safnaðarstarfið er að hefja göngu sína inn í óræðan tíma vetrarins. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína sunnudaginn 19. september. Hann verður kl. 13, hefur sá tími mælst vel fyrir hjá mörgum. Kirkjuprakkarar, börn á aldrinum 7­9 ára, verða á ferðinni seinni part mánudags 16­17 og í kjölfarið á þeim er starf með 10­12 ára börn. Meira
18. september 1999 | Í dag | 541 orð

VÍKVERJI er þjóðhollur Íslendingur og sannfærður um að við stöndum öð

VÍKVERJI er þjóðhollur Íslendingur og sannfærður um að við stöndum öðrum þjóðum á sporði á fjölmörgum sviðum. Þó örlar enn á sveitamennskunni hjá landanum og aulaháttur og vanþroski skýtur af og til upp kollinum við ólíklegustu aðstæður. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 2259 orð

Þjófadalir og næsta nágrenni Þeir sem unna og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru geta alltaf fundið í henni fegurð og unað í

RÉTT sunnan við hábungu Kjalar og spölkorn austan Langjökuls er alldjúpur dalur í faðmi fjalla. Hann er nefndur Þjófadalir þó hann sé aðeins einn, en fyrrum kunna fleiri dalir á þessu svæði að hafa borið það. Meira
18. september 1999 | Dagbók | 3763 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
18. september 1999 | Fastir þættir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Blóðsöfnun Blóðþegum vestra fjölgar um 1% á ári en blóðgjöfum fækkar jafnmikið. Krabbamein Rólegheitin ýta undir vítahringinn og auka þreytuna. A eða B? Persónugerðin hefur áhrif á það hvaða geðsjúkdóm fólk fær. Kynferði Meira

Íþróttir

18. september 1999 | Íþróttir | 216 orð

Auðvelt hjá Fylki

Fylkir lagði Skallagrím í Borgarnesi, 3:0, og náði þar með markmiði sínu að setja stigamet í deildinni, fékk 45 stig. Annars bar leikurinn þess nokkur merki að hann skipti ekki miklu máli fyrir hvorugt liðið. Fylkir hafði þegar unnið í deildinni og Skallagrímur var ekki í fallhættu. Fylkismenn höfðu yfirhöndina fyrsta hálftímann og sóttu ákaft. Á 9. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 167 orð

Birgir Leifur áfram

BIRGIR Leifur Hafþórsson er komin áfram í undankeppni að lokaúrtökumóti fyrir aðalmótaröð kylfinga í Evrópu. Hann komst áfram úr forkeppni á Five Lakes-vellinum í Essex í Englandi sem lauk í gær. Lokahringinn lék hann á 77 höggum, fimm yfir pari, sem var langlakasti hringur hans í mótinu. Fyrri þrjá hringina lék hann á 67, 69 og 72 höggum. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 55 orð

Fylkismaður til Spánar

Handknattleikslið Fylkis hefur selt Rey Gutierrez, kúbverskan markvörð þess, til Alecante á Spáni. Gutierrez gerði tveggja ára samning við Fylki á síðasta tímabili og átti því eitt ár eftir er hann fór til spánska liðsins. Hermann Erlingsson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, vildi ekki segja hve hátt verð spánska liðið greiddi fyrir kúbverska markvörðinn. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 135 orð

Fögnuður í Garðabæ

STJÖRNUMENN fögnuðu ákaft í gær er þeir unnu Víði, 2:1, og tryggðu sér um leið 2. sætið í 1. deild sem gaf þeim sæti í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu að vori. Stjarnan fékk 29 stig, einu stigi meira en FH sem lagði KVA 3:1 og endaði í þriðja sæti. Tap Víðis þýddi hins vegar að það féll í 2. deild með KVA. Víðir fékk 21 stig, jafnmörg stig og Þróttur, sem náði janftefli við Dalvík. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 483 orð

Garðbæingar báru meiri hlut frá borði

Hlutskipti Stjörnunnar í Garðabæ og Víðis frá Garði var ólíkt þegar leikmenn liðanna gengu af velli í Garðabæ í gærkvöld. Stjarnan, sem var fyrir leikinn í þriðja sæti 1. deildar, þurfti að sigra leikinn og treysta að önnur úrslit yrðu þeim hliðholl til þess að liðinu tækist að vinna sér sæti í efstu deild á ný. Það gekk eftir því með 2:1-sigri tryggði liðið sér 2. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 103 orð

Helgi Jónas og félagar unnu

HELGI Jónas Guðfinnsson gerði ellefu stig fyrir Telindus Antwerpen er liðið lagði Basket Sparta frá Lúxemborg 95:57 á útivelli í forkeppni evrópsku Korac-keppninnar á fimmtudag en það er sama keppnin og sameinað lið Njarðvíkur og Keflavíkur tekur þátt í. Helgi Jónas lék í 13 mínútur. Síðari leikurinn fer fram í Belgíu 21. september. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 318 orð

ÍR situr eftir

Mikil spenna og taugaveiklun einkenndi lokamínúturnar í leik KA og ÍR í rökkrinu á Akureyrarvelli. Staðan var 0:0 þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þau úrslit hefðu nægt KA til að forðast fall en ÍR-ingar þurftu eitt mark til að komast upp í efstu deild. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 307 orð

Líklega beint í byrjunarliðið

Lárus Orri Sigurðsson, sem keyptur var frá Stoke City til 1. deildar liðsins West Bromwich Albion fyrir um 35 milljónir ísl. króna, verður í leikmannahópi þess er það mætir Blackurn Rovers á heimavelli í dag. Lárus Orri, sem skrifað hefur undir samning er gildir út keppnistímabilsins árið 2002, sagði að kaup WBA hefðu átt sér skamman aðdraganda. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 294 orð

Of gjafmildir

Guðjón Guðmundsson, þjálfari Víðis frá Garði, sagði það gríðarleg vonbrigði að liðið væri fallið úr 1. deild. "Við fengum gott tækifæri til þess að jafna leikinn í síðari hálfleik og áhorfendur segja boltinn hefði farið yfir marklínu. Það eru ansi margir sem eru á þeirri skoðun. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 537 orð

Sigurður bjagvættur Þróttara

"ÉG byrjaði að æfa fyrir þremur vikum því það voru svo margir meiddir eða farnir, komst strax í hópinn og kom inn á á móti Fylki, brá mér svo til sólarlanda í viku, kom til baka á þriðjudag og sjáið bara hvað gerist," sagði Sigurður Hallvarðsson Þróttari eftir 1:1-jafntefli við Dalvík í Laugardalnum í gærkvöldi. Markið skoraði hann á 80. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 185 orð

Sigur nægði FH ekki

FH-ingum nægði ekki 3:1-sigur á KVA til þess að vinna sér sæti í efstu deild að vori þar sem Stjörnumenn unnu sinn leik og enduðu einu stigi ofar í deildinni. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum því vellirnir á Eskifirði og Reyðarfirði voru ónothæfir vegna rigninga. Lið KVA var þegar fallið í 2. deild áður en að þessum leik kom. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 1307 orð

Skiptir öllu að hafa heppnina með sér Sumri er tekið að halla og í knattspyrnu karla er þegar ljóst að KR hampar

KNATTSPYRNAGífurlega spenna á botni efstu deildar karla í lokaumferðinni í dag Skiptir öllu að hafa heppnina með sér Sumri er tekið að halla og í knattspyrnu karla er þegar ljóst að KR hampar Íslandsmeistaratitlinum eftirsótta í fyrsta sinn í 31 ár. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 266 orð

Tryggvi er eftirsóttur

FIMM lið frá Englandi, Ítalíu og Spáni hafa fylgst með Tryggva Guðmundssyni, leikmanni norska úrvalsdeildarliðsins Tromsø, í sumar. Von er á útsendurum til þess að fylgjast með Tryggva er lið hans leikur um helgina. Meira
18. september 1999 | Íþróttir | 326 orð

Vissi sigur færði okkur upp

Vissi sigur færði okkur upp "Ég er sérlega ánægður með að okkur tókst að tryggja okkur sæti í efstu deild. Sumarið hefur verið verulega spennandi en leikmenn lögðu sig alla fram í dag til þess að ná sigri," sagði Goran Kristófer Micic, þjálfari Stjörnunnar. Meira

Úr verinu

18. september 1999 | Úr verinu | 707 orð

Mikill kraftur í útveginum en víða eru blikur á lofti

ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskiðnaðarins, sagði á aðalfundi Samtakanna, sem var haldinn í skíðaskálanum í Hveradölum í gær, að þó nýjar mælingar Hafrannsóknastofnunar staðfestu að seiðavísitala þorsks hér við land væri sú langhæsta frá því mælingar hófust fyrir tæpum þremur áratugum og gæfu tilefni til bjartsýni á aukinn þorskafla á Íslandsmiðum á næstu árum, Meira
18. september 1999 | Úr verinu | 281 orð

Ráðherra skipar nefndir

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði m.a. á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær að hann vildi skoða stöðu fiskvinnslunnar í samvinnu við hagsmunaaðila, sjá hvar sóknarfærin liggja á næstu öld og hafa stöðumat og stefnumörkun greinarinnar sjálfrar í upphafi næsta árs. Meira
18. september 1999 | Úr verinu | 546 orð

"Sóknarfærin í landvinnslu"

SÓKNARFÆRI í fiskvinnslu virðast um þessar mundir falla vel að landvinnslu, að mati Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í gær. Ráðherrann benti meðal annars á að á síðasta ári óx landvinnsla meira en sjóvinnsla í fyrsta skipti frá því að sjófrysting hófst. Meira

Lesbók

18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

EF ENGILL...

Ef engillinn sæti á öxlinni þinni og hvíslaði, myndirðu heyra? Ef engillinn blakaði vængjunum sínum um hjartað þitt, myndirðu finna? Ef engillinn kyssti augnlokin þín og kitlaði, myndirðu sjá? Ef engillinn syngi þér hamingjuljóð svo angurvært, myndirðu brosa? Höfundurinn býr á Blönduósi. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 301 orð

efni 18. sept

Meltorfan er opin bók og fróðleg heita dagbókarslitur af heiðum og hálendi eftir Matthías Johannessen. Þar segir m.a. af heimsókn að Skriðuklaustri, en einnig er í ljóðrænum náttúrumyndum og leiftrandi mannlífsmyndum fjallað um ferð skáldsins og ritstjórans um Eyjabakka og að Kárahnjúkum. ... Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

FIMM LJÓSMYNDARAR

GLUGGALANDSLAG, smálönd, uppstillingar, söguleg ljósmyndun og sitthvað fleira verður á sýningu á ljósmyndaverkum sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í nýjum sal félagsins Íslensk grafík í Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Þeir sem sýna verk sín eru Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson, Ívar Brynjólfsson, Spessi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 295 orð

FLÆÐARMÁL

1 Hvarmaskúr. Regnskuggi Kærkominn kjóll Ég vil ekki vakna fyrr en hún kemur og dregur frá. Hún getur það Svo varlega gerð og örugg Opnar annað augað fyrst og svo hitt Dregur frá djúpinu. Opnar allar dyr Dregur frá allt sem er þungt. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

FORSPJALLSORÐ

I. Undra fram á eyðilöndum eru lindir, sem hrjóstur binda, óþrotlegar, svo aldri slítur efni hvers, er betr má stefna, ­ kvistir og fræ, er kólgu og frosta kaldan þoldu og langan aldur, ­ kjarni sá, er ­ ef eldar orna andans ­ þróast, svo hölknin gróa. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1243 orð

GUÐRÚN Á GRÆNHÓLI EFTIR EIRÍK JÓNSSON Texti Halldórs Laxness og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar til Elísabetar fela í sér

Texti Halldórs Laxness og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar til Elísabetar fela í sér hliðstæður. Ólafur Kárason skynjar Guðrúnu á Grænhóli sem nokkurskonar ljósbrigði í óveruleika landslagi en Magnús leiki þeirra Elísabetar í landi Efrabóls sem "töfrahilling ljóss með lit". Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2335 orð

HRUNAMENN OG BÆIR Í YTRIHREPP Blaðað í nýrri bók um ábúendur á jörðum í Hrunamannahreppi frá því um 1700, sem um leið er

Blaðað í nýrri bók um ábúendur á jörðum í Hrunamannahreppi frá því um 1700, sem um leið er ættfræðirit og geymir verulegan fjársjóð gamalla ljósmynda. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1446 orð

"HUGARFLUGSGÁFUÐ VÉL" OG HIMNARÍKI EFTIR JÓN THOR

Hér segir af tveimur myndlistarsýningum í Dusseldorf; sýningu í Listasafninu, sem ber yfirskriftina "Brúður, líkamar, vélmenni/hugarburður módernistanna", og sýning á samtímalist í Listaskálanum beint á móti. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 4884 orð

Í MINNINGU AFREKSMANNS

Óhætt mun að fullyrða að vart nokkur maður annar hafi unnið meir að því að opna fyrir Íslendingum bókmenntir og sögu þjóðar sinnar en Jón Þorkelsson forni. Ekki er hægt að segja að hann hafi að öllu leyti notið sannmælis og er mál að linni. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1008 orð

KRISTIN DULVÍSI EFTIR HEIMI STEINSSON

DULVÍSI er hjartarót trúar. Hana er hvarvetna að finna um heimskringluna og á öllum æviskeiðum mannkyns. Kristin dulvísi er jafn gömul átrúnaði vorum. Kristnir ljómhugar skipta þúsundum í aldanna rás. Frá þeim er runnin fjölþætt bókmenntagrein, sem tekur til allra þátta hugljómunar. Jesús frá Nazaret Jesús Kristur er leyndardómsfyllsti einstaklingurinn í sögu mannanna. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2724 orð

LITLA STÚLKAN OG STRÍÐIÐ SMÁSAGA EFTIRÖNNU FR. KRISTJÁNSDÓTTUR

LÍTIL stúlka skokkaði inn túnið, beygði sig niður öðru hverju og strauk fingrunum létt við sóleyjarblað eða nýútsprunginn fífil. Hún gekk í sveigum; lagði leið þar sem grasið var minnst, reyndar ekki af því að hún væri að hugsa um grasið, heldur til að passa að nýju skórnir yrðu ekki votir í grasinu. Því þetta voru afskaplega fallegir skór sem pabbi hafði keypt. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

LÍTILLÁTINN

Ég stend í stríði við sjálfan mig. Ég stend fyrir framan okkur og ota mínum geirum sem eru hjákátlegir í samanburði við herstyrk þann er þú býður uppá. Efnavopn þín eitra huga minn með æskilegum sem og óæskilegum hugmyndum um stakið okkur. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 4173 orð

MELTORFAN ER OPIN BÓK OG FRÓÐLEG...

HELGI Hallgrímsson, náttúrufræðingur hér á Egilsstöðum, sendi mér dálitla lesningu í sumar og nú hef ég verið að glugga í ritling sem heitir Fljótsdals grund. Það er hnýsileg lesning áður en við förum uppá hálendið. Þar eru margvíslegar upplýsingar um landið hér í kring og sögu þess, t.a.m. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 192 orð

MIKILVÆG TÓNVERK Í RÉTTRI TÍMARÖÐ

Í UPPHAFI 43. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins leikur Cuvilliés-kvartettinn frá München í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Kvartettinn er skipaður Florian Sonnleitner, 1. fiðla, Aldo Volpini, 2. fiðla, Roland Metzger, lágfiðla og Peter Wöpke, knéfiðla. Kvartettinn flytur Strengjakvartett í B- dúr, op. 33,4 eftir Joseph Haydn, Strengjakvartett í G-dúr, K. 387 eftir W.A. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð

NÝTT HÚS ALÞJÓÐA VEÐURFRÆÐISTOFNUNARINNAR

Alþjóða Veðurfræðistofnunin, eða World Meteorological Organization eins og hún heitir á ensku, er í Genf og hefur nýlega fengið til umráða nýtt stórhýsi. Það er í hæsta máta nútímalegt hús og sker sig nokkuð úr í nágrenni við hefðbundnar byggingar. Þessi útgáfa af módernisma er stundum nefnd techno, þ.e. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 175 orð

RAUÐHÓLAR Í LESBÓK 31. júlí sl. var myndafrásögn af Rauðhól

RAUÐHÓLAR Í LESBÓK 31. júlí sl. var myndafrásögn af Rauðhólunum, sem eru þekkt kennileiti innan við Reykjavík. Svo sem kunnugt er var megnið af þeim tekið og sett undir flugbrautir í Vatnsmýrinni á stríðsárunum. Enda þótt myndrænt landslag, sumpart uppgróið, hafi orðið til í Rauðhólum, er gjarnan sagt að þeir hafi verið eyðilagðir. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 651 orð

SAGNAÞJÓÐ FREMUR EN VÍSINDAÞJÓÐ

Alltaf er verið að skilgreina Íslendinga eins og þeir séu furðufyrirbæri gjörólíkir öðru fólki í heiminum og í þeim skilgreiningum ber mest á andstæðum fullyrðingum um hæfileika eða hæfileikaleysi þessarar þjóðar, oftast í fyrstu persónu fleirtölu. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

Sigfús enn og aftur

TÓNLEIKAR í minningu Sigfúsar Halldórssonar í Salnum í Kópavogi verða endurteknir í sjötta og sjöunda sinn, mánudagskvöldið 27. og fimmtudaginn 30. september kl. 20.30 Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem flytja ýmsar af þekktustu perlum Sigfúsar en auk þess leika þau og syngja ýmis atriði úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd-Webber, Jerome Kern, Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

SKÓPAR TIL SÖLU

STARFSMAÐUR Christies-uppboðsfyrirtækisins í London sýnir síðasta eintakið af skóparsmálverkum Vincents Van Goghs sem enn er í einkaeigu. Þetta tiltekna verk verður selt á uppboði í desember og er reiknað með að söluverðið verði um 1,6 milljónir punda, eða um 180 milljónir ísl. króna. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1228 orð

SÝNING Á VERKUM HELGA ÞORGILS FRIÐJÓNSSONAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

Listasafn Íslands opnar í dag sýningu á olíumálverkum Helga Þorgils Friðjónssonar listamanns. Sýningunni er ætlað að gefa yfirlit yfir tveggja áratuga listferil hans og draga fram helstu höfundareinkenni. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti Helga í vinnustofu hans í Þverholtinu og hann sagði henni að málverkið lifði góðu lífi. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1038 orð

TÝNDUR HLEKKUR

W.A. Mozart, J.B. Henneberg, B. Schack, F. X. Gerl & E. Schikaneder: Vizkusteinninn eða Töfraeyjan. Singspiel í 2 þáttum við texta e. E. Schikaneder. Kurt Streit (Astromonte), Alan Ewing (Eutifronte), Chris Pedro Trakas (Sadik), Paul Austin Kelly (Nadir), Judith Lovat (Nadine), Kevin Deas (Lubano), Jane Giering- De Haan (Lubanara), Sharon Baker (andi). Kór og hljómsveit Boston Baroque u. stj. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1847 orð

VÍNLAND ER ELDRA EN ÍSLANDS BYGGÐ EFTIR HERMANN P

Hvergi í sögunum er þess minnst að Vínlandsfarar gerðu sér vín af öllum þeim vínberjum sem þeir lásu á Vínlandi. En ef Vínland dregur heiti sitt af víni fremur en vínberjum eða vínviði, verður að leita vitneskju utan íslenskra fornrita.1. Landafundir og landanöfn Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

YTZHAK RABIN

Þú féllst sem margir fleiri sem fremstir þurfa að standa og reyna að ryðja vegi og ráða fram úr vanda. Í stríði þinnar þjóðar þunga og hita barstu, því hollur henni í öllu til hinstu stundar varstu. Þú féllst því hatri fyrir sem fyllir hjörtu manna sem enga elsku geyma og allar sættir banna. Meira
18. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 722 orð

ÆVISAGA NELSONS MANDELA

Anthony Sampson: Mandela: the authorised biography. Harper-Collins, 585 s., London, maí 1999. ISBN 0-00- 255829-7. FÓLKI er enn í fersku minni stórbrotin sjálfsævisaga Nelson Mandela, The long walk to freedom, sem kom út fyrir fimm árum og var gefin út á íslensku 1996 undir heitinu Leiðin til frelsis. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.