Greinar föstudaginn 24. september 1999

Forsíða

24. september 1999 | Forsíða | 481 orð

Minni líkur á að finna fólk á lífi

TALAN yfir þá, sem létust í jarðskjálftanum á Taívan fyrir fjórum dögum, var í gær komin í 2.109 að sögn Reuters-fréttastofunnar og þá var talið, að 306 manns væru enn grafnir í húsarústum. Áður hafði allt að 2.000 manns verið saknað. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sendifulltrúa Rauða kross Íslands, minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi með hverri klukkustund sem líður. Meira
24. september 1999 | Forsíða | 119 orð

Olíuverð rýkur upp

VERÐ á hráolíu hækkaði mikið í gær eða um rúmlega 80 bandarísk sent olíufatið. Stafar hækkunin af þeirri ákvörðun OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, að halda framleiðslunni í skefjum a.m.k. út mars á næsta ári. Meira
24. september 1999 | Forsíða | 276 orð

Pútín segir innrás ekki á döfinni

RÚSSNESKAR orrustuflugvélar létu sprengjum rigna yfir flugvöllinn í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær og réðust einnig á önnur skotmörk í borginni. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að ekki væri þó fyrirhugaður meiriháttar hernaður gegn Tsjetsjníju. Með árásunum væri aðeins verið að verjast "glæpamönnum". Meira
24. september 1999 | Forsíða | 175 orð

Raísa kvödd

MIKHAÍL Gorbatsjov virtist óhuggandi er Raísa Gorbatsjova, eiginkona hans í fjörutíu ár, var borin til grafar að viðstöddu fjölmenni í Novodevítsjí- grafreitnum, sem skartaði sínu fegursta í haustsólinni í miðborg Moskvu í gær. Raísa lést sl. mánudag úr sjaldgæfum blóðsjúkdómi eftir langa sjúkralegu í þýsku borginni M¨unster. Meira

Fréttir

24. september 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

40-50 innlausnaríbúðir á markaði

40-50 innlausnaríbúðir frá húsnæðisnefnd Reykjavikur hafa verið seldar á frjálsum markaði í Reykjavík frá því í vor og um 15 íbúðir eru á sölulista sem stendur. Að sögn Arnalds Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, hefur verið mikil eftirspurn eftir íbúðunum enda eru þær í góðu ástandi og hafa þær selst á eðlilegu markaðsverði á við aðrar íbúðir. "Þær fá góða dóma á markaði. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 521 orð

Athugasemd vegna umfjöllunar um togarann Erlu

HRÓBJARTUR Jónatansson, lögmaður Sjóvár-Almennra trygginga, hefur sent Morgunblaðinu yfirlýsingu vegna umfjöllunar blaðsins 21. september sl. um togarann Erlu sem nú bíður uppboðs á Nýfundnalandi. Hann segir að þar séu höfð röng og meiðandi ummæli eftir Borgþóri Kjærnested, starfsmanni alþjóðaflutningaverkamannasambandsins, ITF, um einn af veðhöfum skipsins, Sjóvá-Almennar tryggingar. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Daglega deyr einn Íslendingur af völdum reykinga

Á HVERJUM degi deyr einn Íslendingur að meðaltali af völdum reykinga. Út frá því má áætla að fimmta hvert dauðsfall á Íslandi sé vegna reykinga og meðal fólks á aldrinum 35 til 69 má rekja þriðja hvert dauðsfall til reykinga. Þetta kemur fram í niðurstöðum Hjartaverndar í rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma sem hefur staðið yfir hér á landi í 30 ár og náð til 20. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Doktorspróf í stjórnmálafræði

BALDUR Þórhallsson varði nýverið doktorsritgerð við stjórnmálafræðideild háskólans í Essex á Englandi. Ritgerðin, sem heitir á ensku: "The role of smaller states in the decision-making process of the Common Agricultural Policy and the Regional Policy of the European Union", Meira
24. september 1999 | Miðopna | 1512 orð

Dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins Tekjumunur hefur aukist í þjóðfélaginu vegna breytinga á

TEKJUSKATTSKERFIÐ hefur tekið umtalsverðum breytingum á síðustu árum þar sem skattleysismörk hafa dregist mjög aftur úr launaþróun. Slík breyting þyngir skattbyrðar hinna lægst launuðu hlutfallslega mest og eykur því tekjumun í samfélaginu. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð

Eiðfaxi í 40.000 eintökum

NÝJASTA tölublaði Eiðfaxa, tímariti um hesta og hestamennsku, verður dreift í 40.000 kynningareintökum, um 27.000 á þýsku og um 16.000 á ensku, og verður þeim dreift til eigenda íslenska hestsins úti um heim. Að kynningarátakinu standa auk Eiðfaxa ehf. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Ekið á hjólreiðamann

EKIÐ var á hjólreiðamann á Kaupangsstræti á móts við Hótel KEA á Akureyri laust fyrir kl. 19.30 í gærkvöld. Maðurinn mun ekki vera mikið slasaður. Lögreglan lokaði götunni í um hálfa klukkustund vegna þessa. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ellen Kristjáns með tónleika

ELLEN Kristjáns heldur tónleika í Kaffileikhúsinu laugardagskvöldið 25. september. Ellen mun syngja lög af geisladiskinum "Ellen Kristjáns læðist um" og henni til aðstoðar á tónleikunum verða Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eyþór Gunnarsson á kóngaslagverk og píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 651 orð

Erindi um framlag Þjóðverja til rannsókna hér

Í TILEFNI af tuttugu ára afmæli Alexander von Humboldt-félagsins á Íslandi heldur félagið fund í dag klukkan 14.00 í stofu 103 í Lögbergi. "Á fundinum verða annars vegar kynntir rannsóknarstyrkir Humboldt-stofnunarinnar í Bonn og hins vegar munu þrjú stutt erindi verða haldin um sögulegt framlag þýskra vísindamanna til rannsókna á Íslandi og íslenskum málefnum," sagði Sigfús A. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 530 orð

Fallið frá hugmyndum um heimilissafn

FALLIÐ hefur verið frá hugmyndum um að koma upp heimilissafni á Laufásvegi 43 en húsið var innanstokks og utan að mestu í sama ásigkomulagi og það hafði verið frá árinu 1915. Reykjavíkurborg keypti húsið árið 1995 í því skyni að þar yrði komið upp safni. Kaupverðið var 8,5 milljónir króna. Það var nýlega selt fyrir 14 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 180 orð

Farþegar í Madríd ganga af göflunum

TVÖ hundruð ævareiðir farþegar sem urðu síðla kvölds strandaglópar á flugvellinum í Madríd, höfuðborg Spánar, reyndu í vikunni að brjótast inn í flugvél til að leggjast þar til hvílu. Farþegarnir hugðust fljúga með Iberia-flugfélaginu frá Madríd til Barcelona. Flugvél þeirra átti að taka á loft klukkan ellefu að kvöldi sl. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 1028 orð

Fimmta hvert dauðsfall á Íslandi má rekja til reykinga Árlega deyja um 370 Íslendingar af völdum reykinga, sem svarar einum á

Niðurstöður hóprannsóknar Hjartaverndar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma kynntar Fimmta hvert dauðsfall á Íslandi má rekja til reykinga Árlega deyja um 370 Íslendingar af völdum reykinga, sem svarar einum á dag. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 785 orð

Fjárfesting í umhverfisstefnu skilar arði

Ísland á eftir nágrannaríkjunum á sviði umhverfismenntar og þátttöku atvinnulífs Fjárfesting í umhverfisstefnu skilar arði Ísland er 10­15 árum á eftir nágrannalöndunum á sviði umhverfismála, bæði hvað varðar kennslu í skólum og þátttöku atvinnulífsins. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fjórða skógarganga haustsins

Í HAUST standa Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 123 orð

Framhaldsskólinn í Eyjum 20 ára

Vestmannaeyjum-Framhaldsskólinn í Eyjum fagnar nú tuttugu ára starfsafmæli. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum tíma og nemendum við hann hefur sífellt farið fjölgandi. Í tilefni 20 ára afmælisins var haldin afmælisveisla og afmælisgjafir færðar. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Gekkst við ránstilrauninni

ÁTJÁN ára piltur, sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu, hefur gengist við því að hafa gert ránstilraun í söluturninn Tvistinn við Lokastíg fyrr í þessum mánuði. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík liggur málið nokkuð ljóst fyrir að því er varðar málsatvikin og mun málið hljóta viðeigandi málsmeðferð. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Góð aðsókn í sumar

AÐSÓKN að sýningum Minjasafnsins á Akureyri var góð í sumar, mun betri en undanfarin ár. Safnið var opnað að nýju 19. júní síðastliðinn eftir hátt í tveggja ára lokun vegna viðgerða á húsnæði og uppsetningar á nýjum sýningum. Opnaðar voru í sumarbyrjun tvær nýjar sýningar á safninu, báðar hannaðar af Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 441 orð

Gróðasjónarmið ekki sett ofar velferð barna

FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur fjallað nokkuð um hátíðina Halló Akureyri, sem haldin var um verslunarmannahelgina. Mikill fjöldi gesta á ýmsum aldri sótti Akureyri heim þessa helgi og var ástand fjölmargra ungmenna ekki alltaf upp á það besta, auk þess sem mikill fjöldi fíkniefnamála kom upp í tengslum við hátíðina. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 500 orð

Gæti hugsanlega frestað tíðahvörfum

BANDARÍSKIR og breskir læknar tilkynntu í gær að þeir hefðu þróað aðferð til að græða vef úr eggjastokkum í konur. Þannig væri konum sem gangast þurfa undir meðferð við krabbameini gert kleift að eignast börn síðar, og jafnvel er hugsanlegt að í framtíðinni verði hægt að fresta eða afstýra tíðahvörfum. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Hafnarframkvæmdir í Hrísey ganga vel

ÞESSA dagana er unnið að framkvæmdum við hafnargarðinn í Hrísey. Verið er að lengja garðinn um sjötíu metra og að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, mun þetta bæta innsiglinguna í höfnina og auka öryggi sjófarenda til muna. Verkinu skal lokið 30. september og sagðist Pétur Bolli ekki vita annað en að það myndi standast enda hefðu framkvæmdirnar gengið vel. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hagvöxtur óvíða meiri en á Íslandi

NÝ spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, gerir ráð fyrir að hagvöxturinn á Íslandi á næsta ári verði 4,7%. Aðeins þrjú ríki í hópi tæknivæddustu ríkja heims geta búist við meiri hagvexti, en það eru Írland, S-Kórea og Singapúr. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur á þessu ári verði 5,6% á Íslandi. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en í löndum Evrópusambandsins. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Handtekinn fyrir misþyrmingar

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 23 ára gamlan mann í fyrradag, sem sagður var hafa misþyrmt ungum manni ásamt félaga sínum vegna innheimtu fíkniefnaskuldar. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar, m.a. fyrir fjársvikabrot, var látinn laus eftir yfirheyrslur hjá lögreglunni þar sem ekki var talinn grundvöllur til þess að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hausthátíð í Breiðholtsskóla

HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla á vegum Foreldra- og kennarafélags skólans laugardaginn 25. september kl. 12-15. Þessi hátíð verður mjög vegleg í tilefni þess að þetta er 30 ára afmælisár skólans. "Boðið verður upp á leiktæki bæði í íþróttasal skólans og fyrir utan. Andlitsmálun jafnt fyrir fullorðna sem börn. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Hausthátíð varnarliðsmanna

VARNARLIÐSMENN halda árlega hausthátíð sína með "karnival"-sniði laugardaginn 25. september nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 15 til 20.30 síðdegis. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 79 orð

Hátíð undirbúin Reuters

HEITTRÚAÐUR bókstafsgyðingur notar stækkunargler til að grannskoða sítrónu, til að ganga úr skugga um að hún sé hæf til notkunar í trúarlegum tilgangi, í Tel Aviv í gær. Sítrónur gegna ásamt pálmablöðum, myrtu og pílviði mikilvægu táknrænu hlutverki í Sukkoth, eða laufskálahátíð gyðinga, sem hefst í kvöld. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Héraðsfundur

HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðarprófastsdæmis hefst með messu í Grundarkirkju á morgun, laugardaginn 25. september kl. 10.30 þar sem sr. Birgir Snæbjörnsson predikar. Minnisvarði um Hrafnagilskirkju að Hrafnagili verður vígður kl. 13, en þangað sóttu m.a. Akureyringar kirkju til ársins 1863. Sr. Svavar A. Jónsson flytur ritningarorð og bæn við afhjúpunina. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 707 orð

Hvernig læra börn í leikskóla?

Í dag hefst á Grand Hóteli í Reykjavík ráðstefna undir yfirskriftinni: Hvernig læra börn í leikskóla? Ráðstefnan er haldin á vegum Félags íslenskra leikskólakennara og Félags leikskólafulltrúa. Jóhanna Einarsdóttir dósent heldur inngangserindi á ráðstefnunni. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 457 orð

IMF spáir meiri hagvexti í heiminum

HAGVÖXTURINN í heiminum verður mun meiri á næsta ári en búist var við, eða 3,5%, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), sem varar þó við því að skyndilegur samdráttur í Bandaríkjunum eða afturkippur í Japan geti sett strik í reikninginn. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 532 orð

Indónesar gera skotárás á friðargæsluliða

EINN yfirmanna friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur- Tímor sakaði í gær hersveitir Indónesa á eyjunni um að hefja skothríð nærri friðargæsluliðum sem voru við störf í Dili, höfuðstað A- Tímor. Hefur atvikið orðið til þess að áhyggjur manna af vaxandi ofbeldisverkum hafa aukist og hefur yfirmaður gæsluliðsins brugðist harðlega við. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 241 orð

Indverjar og Pakistanar deila um kjarnorkumál

ÞAÐ andaði köldu á milli fulltrúa Pakistans og Indlands á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag er þeir settu hverjir öðrum skilyrði um að ríkin þyrftu að undirrita sáttmála um bann við tilraunir á kjarnavopnum. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Íbúasamtök stofnuð á þriðjudag

ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæjarins í Kópavogi verða stofnuð á þriðjudag. Hverfið afmarkast af Gjánni að vestan, Bröttubrekku að austan, Kópavogslæknum að sunnan og Nýbýlavegi að norðan. Fundurinn verður haldinn í sal Kópavogsskóla og hefst kl. 20. Í fréttatilkynningu segir að aðdragandi stofnunar samtakanna sé sá að sl. Meira
24. september 1999 | Miðopna | 1565 orð

Jafnaðarmenn skortir ímynd í augum kjósenda Niðurstöður kosninganna í Saxlandi í Þýskalandi um síðustu helgi voru mikið áfall

SÍÐASTLIÐINN sunnudagur var sá þriðji í röð sem kosið var til landsþings í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Að þessu sinni var kosið í fjölbýlasta sambandslandi fyrrverandi Austur-Þýskalands, Saxlandi. Þótt einungis 63% hafi nýtt kosningarétt sinn í landsþingskosningunum í Saxlandi að þessu sinni, jókst þátttakan um 5% frá því í kosningunum 1994. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Kafað niður að El Grillo

Kafað niður að El Grillo HAFIST var handa við að kanna aðstæður við birgðaskipið El Grillo í gær og er það fyrsta skref til að koma í veg fyrir olíulekann í flakinu. Skipið hefur legið utan við Seyðisfjörð síðan í lok síðari heimsstyrjaldar með umtalsvert magn af olíu innanborðs og hefur þó nokkuð borið á leka nú í sumar. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 113 orð

Kartafla með reisn lítur dagsins ljós

Flateyri-Þeim var mikið skemmt starfsstúlkum Íslandspósts á Flateyri, þegar póstmeistarinn Alla Gunnlaugsdóttir sýndi þeim frekar óvenjulega kartöflu sem kom upp úr kartöflugarði í sveitinni. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Svalbarðskirju á sunnudag, 26. september, kl. 14. Væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur þeirra hvött til að koma. Stuttur fundur verður með fermingarbörnunum eftir messu. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. Væntanleg fermingarbörn komi í kirkjuna á stuttan fund kl. 20. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 68 orð

Koss er ekki nóg

MAÐUR, sem sakaður er um að hafa slegið til lögregluhests í New York, kom fyrir rétt í vikunni, eftir að boði hans um að kyssa hestinn og sættast þannig við hann var hafnað. Maðurinn er sagður hafa kýlt hestinn er lögregla reyndi að stilla til friðar á mómælafundi verkalýðsfélags á síðasta ári. Hann á yfir höfði sér eins árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Lagt hald á eitt kíló af hassi

ÁRVEKNI tveggja lögregluþjóna úr Hafnarfjarðarlögreglunni, sem voru við hefðbundið umferðareftirlit aðfaranótt miðvikudags varð til þess að upp komst um langstærsta fíkniefnamál, sem komið hefur inn á borð til Hafnarfjarðarlögreglunnar. Lögregluþjónarnir komu að kyrrstæðri bifreið við Reykjanesbrautina, sem í voru þrír piltar um tvítugt. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í FRÉTT á bls

Í FRÉTT á bls. 10 í gær var sagt frá nýju textasímaforriti sem tekið hefur verið í notkun hérlendis. Rangt var farið með föðurnafn Hugrúnar Reynisdóttur, þjónustufulltrúa í Ármúla og er beðist velvirðingar á því. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Leikskóli til framtíðar

LEIKSKÓLARNIR Sólbrekka og Mánabrekka hafa fyrstir leikskóla tekið í notkun nýtt upplýsinga- og fagforrit fyrir leikskólastarfið. Ætlunin er að nota forritið til að gera starf leikskólanna markvissara og árangursríkara. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 185 orð

Lifandi og skemmtilegur garður

Blönduósi-Hjónin Birna Lúkasardóttir og Ellert Guðmundsson, Hlíðarbraut 8 á Blönduósi, fengu fyrir skömmu viðurkenningu fegrunarnefndar Blönduóssbæjar fyrir fjölbreyttan, lifandi og skemmtilegan garð. Jafnframt fékk gatan sem þau hjón búa við, Hlíðarbraut, viðurkenningu fyrir fallega og heilsteypta götumynd. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Lítið hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi

LÍTIÐ hlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi í fyrradag að sögn Snorra Zóphóníassonar, jarðfræðings á Orkustofnun. Vatnsmagn í ánni var þá tvöfalt eða þrefalt á við það sem það var í gær. Snorri segir að þetta sé ekki óvenjulegt hlaup og líklega séu smáhlaup í ánni tíðari en vísindamenn hafi almennt gert sér grein fyrir. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 197 orð

Loftur augnlæknir kveður eftir 27 ár

Húsavík-Loftur Magnússon, augnlæknir, Akureyri, sem hefur þjónað sem augnlæknir við heilbrigðisstofnunina á Húsavík í 27 ár hefur nú látið af störfum og var kvaddur með viðhöfn af starfsfólki stofnunarinnar um síðustu helgi. Við heilbrigðisstofnunina eru nú aðeins tveir starfsmenn sem þar voru þá Loftur hóf störf, þeir Gísli G. Auðunsson og Ingimar Hjálmarsson læknar. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Malarflutningabíll brann

NÝR malarflutningabíll frá fyrirtækinu Klæðningu hf. varð eldi að bráð á Tjörnesi, um 7 km austan við Húsavík, seinni partinn á miðvikudag. Bíllinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur en ekki er talið að sjálfur malarvagninn hafi skemmst. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Málið enn í vinnslu

JAKOB Björnsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks vakti á fundi bæjarráðs í gær máls á tillögu Odds Helga Halldórssonar, L-lista, sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar. Í tillögu Odds Helga kom fram að bæjarstjórn gæti ekki tekið jákvætt í að nota gám undir börn við Þrekhöllina við Strandgötu. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 869 orð

Málinu verður vísað til dómstóla

Úrskurðarnefnd almannatrygginga hefur staðfest synjun siglinganefndar á endurgreiðslu kostnaðar vegna ungrar stúlku sem gekkst undir aðgerð á baki í London í júní í fyrra. Málinu verður vísað til dómstóla. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 505 orð

Menningar- og sögulegar áherslur

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt í gær áfram ferð sinni um Austurland. En hann er nú í opinberri heimsókn í Norður- Múlasýslu og Fjarðabyggð og voru Fellabær, Norður-Hérað, Bakkafjörður og Vopnafjörður heimsótt að þessu sinni. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 325 orð

Misstu fjarskiptasambandið við Mars-farið

VÍSINDAMENN Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA, misstu í gær fjarskiptasambandið við rannsóknargeimfarið Mars Climate Orbiter þegar það átti að fara á sporbraut umhverfis Mars og óttast var að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Norðurlönd fá menningarverðlaun í S-Afríku

SHUTTLE 99, tveggja ára menningarskiptaverkefni Norðurlanda og Suður-Afríku var heiðrað í gær og hlaut menningarverðlaun í Suður-Afríku. "Við hátíðlega athöfn í Höfðaborg hlaut Shuttle 99 nafnbótina Menningarverkefni ársins (International Cultural Sponsor of the Year) á vegum sjóðs í eigu einkaaðila sem nefnist Arts and Culture Trust. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 726 orð

Nýr samningur gerður á sviði ferðamála

SAMSTARFSSAMNINGUR á milli Íslands og Færeyja á sviði ferðamála var undirritaður í gær í Þórshöfn. Samningurinn, sem gengur undir nafninu FITUR, var undirritaður af ráðherrum landanna, þeim Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, og Finnboga Arge, atvinnumálaráðherra og ráðherra ferðamála í Færeyjum. FITUR-samningurinn nær til þriggja ára og tekur gildi frá og með 1. janúar á næsta ári. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Óskar rannsóknar á ólöglegum lundaveiðum

VEIÐISTJÓRAEMBÆTTIÐ á Akureyri hefur óskað eftir rannsókn á veiðum þriggja manna á lunda í Borgarey í Ísafjarðardjúpi þar sem grunur leikur á um að þeir hafi ekki haft veiðikort til veiðanna. Fjallað var um veiðarnar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins og var greinarhöfundur einn veiðimannanna. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 91 orð

Pinochet í læknisskoðun

AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fór í gær í læknisskoðun á sjúkrahús, væntanlega í síðasta sinn áður en réttarhöld hefjast í London í næstu viku um hvort hann verði framseldur til Spánar. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 362 orð

Reynir að uppræta víðfeðm öfgasamtök

HERSVEITIR úr röðum herafla Kirgistans réðust á miðvikudag með flugskeytum á vígi múslímskra skæruliða í suðurhluta landsins og felldu, að talið var, um þrjátíu skæruliða. Skæruliðasveitirnar hafa haldið fjórum japönskum jarðfræðingum föngnum um margra vikna skeið og hefur ríkisstjórn fyrrverandi Sovétlýðveldisins Kirgistans reynt að fá þá lausa með samningum og hernaðaraðgerðum. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Safnkassar afhentir leik- og grunnskólum

EINANGRAÐUR safnkassi fyrir endurvinnslu lífræns úrgangs var afhentur Síðuskóla á Akureyri í vikunni, en það var Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs, sem afhenti Ólafi B. Thoroddsen skólastjóra safnkassann. Samskonar safnkassar fyrir lífrænan úrgang verða afhentir um 30 leikskólum og grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu á næstu dögum. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sjaldgæfir flækingsfuglar undir Eyjafjöllum

Sjaldgæfir flækingsfuglar undir Eyjafjöllum MARGIR sjaldséðir flækingsfuglar sáust undir Eyjafjöllum um helgina. Yann Kolbeinsson sem var á staðnum og festi þá á filmu segir fuglana hafa komið með austanáttinni sem ríkt hefur undanfarið. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Sjálfstæðisfélag Seltirninga 40 ára

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Seltirninga heldur upp á 40 ára afmæli félagsins á morgun, laugardaginn 25. september. Af því tilefni verður móttaka í húsakynnum félagsins á Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, 3. hæð kl. 17­19 á sjálfan afmælisdaginn. Sérstakur hátíðargestur verður Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sjúkrahús Reykjavíkur dæmt til greiðslu skaðabóta

SJÚKRAHÚS Reykjavíkur hefur verið dæmt til að greiða sjúklingi sem gekkst undir aðgerð á St. Jósefsspítala í Landakoti 1991 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna gáleysis starfsmanna sjúkrahússins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað sjúkrahúsið af kröfum mannsins sem skaut málinu til Hæstaréttar í febrúar sl. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sjö sóttu um Garðaprestakall

UMSÓKNARFRESTUR um embætti prests í Garðaprestakalli rann út 20. september sl. Sr. Bjarni Þór Bjarnason hefur gegnt því embætti frá 16. júní 1997 en hefur sagt því lausu þar sem hann hefur farið til starfa erlendis. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 29 orð

Sjötti maðurinn tekinn

Stóra fíkniefnamálið Sjötti maðurinn tekinn LÖGREGLAN handtók í gærkvöld sjötta manninn sem talinn er tengjast stóra fíkniefnamálinu. Samkvæmt heimildum blaðsins verður hann yfirheyrður í dag. Maðurinn er fæddur árið 1972. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Sjö ungmenni hljóta viðurkenningu

Á HÁTÍÐARSAMKOMU á Vopnafirði í gærkvöld var sjö ungmennum veitt viðurkenning forseta Íslands, "Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga", en hún var fyrst veitt haustið 1996. Á Vopnafirði fór afhendingin fram á héraðssamkomu í íþróttahúsi staðarins. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Skriðjöklar og Húfan í Sjallanum

HLJÓMSVEITIN Skriðjöklar og dægurlagapönkhljómsveitin Húfan leika á stórdansleik í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 25. september. Báðar hljómsveitirnar eiga rætur að rekja til Akureyrar og verður vafalítið glatt á hjalla á heimavígstöðvunum. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Smalað í misjöfnum veðrum

Smalað í misjöfnum veðrum NÆR öllum stærstu réttum landsins lauk um síðustu helgi. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar hjá Bændasamtökunum hafa göngur og réttir gengið eðlilega fyrir sig, þrátt fyrir að víða hafi menn lent í misjöfnum veðrum. Nokkuð kalt var á Norðurlandi og víða á hálendinu hefur snjóað og gránað í fjöll. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

Stórkostlegt heilbrigðisvandamál

OFFITA hefur aukist mikið meðal Íslendinga á undanförnum áratugum ef marka má nýja rannsókn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur sem hún kynnti í gær þegar hún varði meistaraprófsverkefni sitt í matvælafræði við Háskóla Íslands. Lýsti hún vandamálinu sem faraldri og einu mesta heilbrigðisvandamáli framtíðarinnar. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Sumarnótt í Aðaldal

"SUMARNÓTT í Aðaldal," er yfirskrift sýningar Þorra Hringssonar í Ráðhúsi Dalvíkur. Þorri sýnir þar olíu- og vatnslitamyndir. Sýningin verður opnuð á laugardag, 25. september, og stendur til 31. október næstkomandi. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar. Meira
24. september 1999 | Erlendar fréttir | 255 orð

Tóbaksfyrirtækin ætla ekki að semja

BANDARÍSK tóbaksfyrirtæki segjast ætla að verjast málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem stefndi þeim í fyrradag með það að markmiði að ná til baka milljörðum dala sem sjúkdómar tengdir reykingum hafa kostað bandaríska ríkissjóðinn. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Tveir í gæsluvarðhaldi

ÍSLENSKUR karlmaður og hollensk kona, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á tilraun til smygls á 969 e-töflum til landsins, sem upp komst um hinn 7. júlí, voru úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

DÓMARI við Héraðsdóm Reykjaness varð í gær við kröfu lögreglunnar í Kópavogi um að úrskurða tæplega þrítugan mann í gæsluvarðhald vegna aðildar að ráninu í versluninni Strax við Hófgerði í Kópavogi hinn 18. september sl. Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. október, en fyrir er annar maður í gæsluvarðhaldi til 5. október, grunaður um aðild að ráninu. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 443 orð

Útlit fyrir mjög jákvæðar niðurstöður

NIÐURDÆLINGARVERKEFNI Hita- og vatnsveitu Akureyrar og fleiri aðila á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit er formlega lokið en þó á eftir að ganga frá rannsóknarniðurstöðum. Franz Árnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagði að allt það sem fram hefði komið til þessa benti til að niðurstöður yrðu eins jákvæðar og menn hefðu reiknað með í upphafi. Meira
24. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Vaglaskógur vel sóttur í sumar

VAGLASKÓGUR í Fnjóskadal var vel sóttur í sumar en gistinætur á tjaldsvæðunum í skóginum urðu liðlega 12.000 talsins. Þetta er svipaður fjöldi gistinátta og árið 1997 en í fyrra voru gistinæturnar aðeins um 5.000. Meðalfjöldi gistinátta síðustu ár er um 10.000 gistinætur en árið 1990 voru gistinæturnar liðlega 15.000. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 91 orð

Viðurkenningar fyrir hús og garða í Reykjanesbæ

Keflavík-Skipulags - og byggingarnefnd í Reykjanesbæ stóð nýlega að afhendingu viðurkenninga fyrir falleg hús og garða í bænum fyrir árið 1999. Á myndinni f.v. eru: Svala og Sunna Garðarsdætur. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 355 orð

Vilja fá skorið úr um gildi og tilgang ökurita

BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir hefur sent íslenskum stjórnvöldum og Eftirlitsstofnun EFTA bréf þar sem beðið er um svör við spurningum um tilgang og gildi ökurita í bifreiðum. Telur félagið að ekki virðist vera regla á því hvort lögregla taki mark á upplýsingum úr ökuritunum að því er varðar hraðamælingar. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Vopnfirðingar áminning um mikilvægi menningar

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði söguna og bókmenntir að umræðuefni sínu á héraðssamkomu í íþróttahúsinu á Vopnafirði í gærkvöld. Þar sagði hann m.a. að þakka bæri Vopnfirðingum sinn þátt í íslenskri bókmenntasögu og sagði menningaráhuga þeirra þarfa áminningu fyrir Íslendinga. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Yfirbókað í prófstofur hjá HÍ

MISBRESTUR er á því að að allur sá fjöldi háskólastúdenta sem skráður er í einstök námskeið mæti til prófs og hefur prófstjóri Háskóla Íslands oft þann háttinn á að yfirbóka í prófstofur í ljósi lakrar mætingar. Haldið verður próf í þjóðhagfræði nk. laugardag og eru 10% fleiri stúdentar skráðir í prófið en húsakynni rýma. Meira
24. september 1999 | Landsbyggðin | 203 orð

Ætla að bæta umhverfið fyrir 80 milljónir

Keflavík-"Þetta er beint framhald af áætlun okkar um markaðssetningu Voga fyrr í sumar," sagði Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum, eftir að hún hafði nýlega fyrir hönd hreppsins undirritað viljayfirlýsingu við Nesafl og VSÓ- Ráðgjöf um stórátak í að bæta umhverfi staðarins. Meira
24. september 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Örorkubótamáli áfrýjað til Hæstaréttar

LÍFEYRISSJÓÐURINN Framsýn hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar. Dómurinn dæmdi Framsýn til að greiða 49 ára gamalli verkakonu 900 þúsund krónur í bætur vegna vefjagigtar sem olli því að hún varð óvinnufær. Konan hefur nú beðið í fjögur ár eftir úrlausn sinna mála. Meira

Ritstjórnargreinar

24. september 1999 | Leiðarar | 622 orð

ÁRANGUR LÖGREGLU OG TOLLGÆZLU

MIKILL árangur hefur náðst hjá lögreglu og tollgæzlu í baráttu gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna. Lögreglan í Reykjavík lagði nýlega hald á 24 kg af hassi, 6 þúsund e-töflur, 4 kg af amfetamíni og 1 kg af kókaíni. Fjórir menn sitja í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins og tveggja er enn leitað erlendis. Meira
24. september 1999 | Staksteinar | 469 orð

Einokunarstaða fyrirtækja

VEF-Þjóðviljinn fjallar um hræðslu manna við að fyrirtæki komist í einokunaraðstöðu á mörkuðum og tekur til umfjöllunar m.a. mál bandaríska tölvurisans Mocrosoft. VEF-Þjóðviljinn segir: "Mál bandaríska ríkisins gegn Microsoft er til umfjöllunar hjá National Taxpayers Union Foundation í Bandaríkjunum. Meira

Menning

24. september 1999 | Menningarlíf | 1651 orð

Alt fyrir heiður Hússins "Í þeirri fjölskyldu gat aldrei komið fyrir neitt hneykslanlegt," segir í sögu Halldórs Laxness,

HALLDÓR Laxness skrifaði söguna um ungfrúna góðu og húsið árið 1933 og birtist hún það sama ár í smásagnasafni hans, Fótataki manna. Í formála að bókinni segir hann að sögurnar sem hún geymi eigi eftir að skrifa út og gera að stórum skáldsögum. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 631 orð

Ákveðnar skoðanir í leigubílum

Kosninganótt er ein mynda Nordisk Panorama en hún hlaut Óskarsverðlaun í flokki stuttmynda á þessu ári. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti leikstjórann Anders Thomas Jensen og Kim Magnusson sem hefur framleitt allar myndir Anders. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 87 orð

Ár í Ólympíuleikana í Sydney

ÞEIR sem muna eftir Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 muna sjálfsagt vel eftir fimleikadrottningunni Mary Lou Retton sem fór á kostum og vann til fjölda gullverðlauna. Nú þegar ár er þar til Ólympíuleikarnir í Sydney í Ástralíu hefjast var haldin sérstök kynning á leikunum. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 237 orð

Eitthvað að hjá Brando Fundið fé (Free Money)

Framleiðandi: Nicholas Clermont. Leikstjóri: Yves Simoneau. Handritshöfundur: Anthony Peck og Joseph Brutsman. Kvikmyndataka: David Franco. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Charles Sheen, Thomas Haden Curch, Donald Sutherland, Mira Sorvino, Martin Sheen. (91 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira
24. september 1999 | Myndlist | 461 orð

Engin menning án rimla

Til loka september. Opið daglega frá kl. 10­23:30, en sunnudaga frá kl. 14­23:30. LJÓSMYNDIR hafa ekki öðlast þann sess sem þeim ber hér heima og stafar það væntanlega af þeim leiða misskilningi að ljósmyndun sé létt verk og löðurmannlegt og geti þar af leiðandi ekki verið list í sama skilningi og sú myndgerð sem krefur menn um ákveðið handverk og mæðu samfara því. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Fiðla og píanó í Stykkishólmskirkju

HALDNIR verða tónleikar í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 26. september kl. 20.30. Flytjendur eru Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Leikin verður sónata eftir Janacek, fjögur rómantísk lög eftir Dvorák, Fantasía eftir Schönberg og loks sónata op. 96 fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 86 orð

Ford tilbúinn í slaginn

HARRISON Ford segist reiðubúinn að leika í nýrri mynd um Indiana Jones - ef honum líkar handritið. "Ef mér líkar það á ég alveg áreiðanlega eftir að slá til, og nei, ­ það þarf ekki að vera minna um hasar en í hinum myndunum," sagði leikarinn, sem er 57 ára. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Friðrik sýnir í Listahorninu á Akranesi

FRIÐRIK Jónsson heldur nú málverkasýningu í Listahorninu, Kirkjubraut 3 á Akranesi og stendur hún til 4. október. Sýndar eru vatnslitamyndir og olíumálverk, sem flest eru ný. Friðrik hefur verið við nám í Myndlistaskóla Kópavogs frá 1992 í teikningu, módelteikningu og síðar í vatnslitun og olíumálningu. Kennarar hans hafa verið Erla Sigurðardóttir, Ingiberg Magnússon, Kristinn G. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 63 orð

Gunnlaugur sýnir á Hótel Héraði

NÚ STENDUR yfir myndlistarsýning Gunnlaugs S. Gíslason á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Þar sýnir hann 14 landslagsmyndir unnar með vatnslitum. Allar eru myndirnar úr íslenskri náttúru, sumar af austfirsku landslagi. Myndirnar eru málaðar á sl. 2-4 árum en eru þó flestar nýjar. Þetta er fjórtánda einkasýning Gunnlaugs en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð

Heimsmeistari plötusnúða

21 ÁRS plötusnúður frá Miami, DJ Craze, varði heimsmeistaratitil sinn í flokki plötusnúða þegar keppnin fór fram í New York á laugardag. Craze, sem hefur eytt drjúgum tíma við hljómtækin undanfarin átta ár, gaf keppinautum sínum ekkert eftir frekar en í fyrra og bar sigur úr býtum. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð

Jackson í gamanmynd

SÖNGKONAN Janet Jackson ætlar sér að taka nýja atrennu að frægð og frama í Hollywood með því að leika gegn Eddie Murphy í gamanmyndinni "The Nutty Professor 2: Klumps", að því er Hollywood Reporter greinir frá. Hún reyndi fyrst fyrir sér í mynd Johns Singletons Poetic Justice á móti rapparanum Tupac Shakur; mynd sem féll miður vel í kramið hjá bíógestum. Meira
24. september 1999 | Myndlist | 736 orð

Kom, sá og sigraði

Til 17. október. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9­21, föstudaga frá kl. 9­19 og um helgar frá kl. 12­16. ÞORVALDUR Þorsteinsson er einhver fjölhæfasti listamaður okkar. Á örskömmum tíma hefur hann skapað sér nafn innan myndlistarinnar og leikbókmenntanna með óvenjulegum efnistökum. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Kynning á Kalevala

NÁMSKEIÐ hjá Endurmenntunar stofnun sem heitir "Kalevala: Upphaf finnskrar þjóðernisvitundar og bókmennta" hefst mánudaginn 27. september. Í námskeiðinu mun Aðalsteinn Davíðsson, cand.mag. í íslenskum fræðum, kynna goðsagna- og hetjukvæðaflokkinn Kalevala, finnska samsvörun við íslenskar fornbókmenntir, Hómerskviður og grískar goðsögur. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 91 orð

Kynnir nýjustu myndina

LEIKKONAN Sigourney Weaver var á dögunum stödd á Kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni þar sem hún var að kynna nýjustu mynd sína, "A Map of the World", en leikstjóri hennar er Scott Elliott. Weaver var í góðu formi á hátíðinni en hún virðist alltaf halda sér jafn vel þrátt fyrir að árin færist yfir. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Laus úr fangelsi

HIN svokallaða maddama Hollywood, eða Heidi Fleiss, var látin laus úr fangelsi á þriðjudaginn var. Fleiss var dæmd til 36 mánaða fangelsisvistar fyrir samsæri, skattasvindl og peningaþvætti, en var látin laus eftir rúmlega tveggja ára fangelsisvist vegna góðrar hegðunar. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 148 orð

Mamma hrifin af fötunum

BRESKA tískuvikan heldur áfram fatasælkerum til mikillar ánægju enda glæsilegar flíkur á hverri strámjórri fyrirsætu. Á meðal þeirra sem athygli hafa vakið er breski hönnuðurinn Amanda Wakely sem er undir austurlenskum áhrifum þótt hætt sé við að litur myndi hlaupa í kinnarnar á japönsku geisunum ef þær sæju buxurnar sem virðast að skapi Wakely og hylja varla rasskinnarnar. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 106 orð

Margfaldur meistari sigraði

ÞÆR brosa sínu blíðasta, Jill Matthews frá Bandaríkjunum og Regina Halmich frá Þýskalandi þrátt fyrir að þær hafi barist harkalega í tíu lotur í hringnum. Bardaginn endaði með sigri Halmich sem er aðeins 22 ára gömul en Matthews er orðin 35 ára. Uppselt var á bardagann sem fór fram í Stuttgart í Þýskalandi. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 559 orð

Nýtt leikrit um kynlífsfræðslu

STOPPLEIKHÓPURINN frumsýnir leikritið Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi í dag. Leiksýningin er unnin í samráði við Landlæknisembættið og er ætlað til fróðleiks og upplýsingar unglingum um kynlíf og kynhegðun. Leikendur í sýningunni eru tveir, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir, og leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 68 orð

Ronaldo skorar utan vallar

BRASILÍSKA fyrirsætan Milene Domingues, unnusta brasilíska knattspyrnugoðsins Ronaldos, sýnir listir sínar á tískusýningarpalli í Sao Paolo nýverið en hún er kvenna fimust í að halda knetti á lofti. Ronaldo gaf út yfirlýsingu á 23. afmælisdegi sínum 22. september síðastliðinn, að Milene væri ófrísk og að barnsins væri að vænta í apríl eða maí. Meira
24. september 1999 | Tónlist | 922 orð

Rússnesk töfrabrögð

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék Píanókonsert nr. 1 eftir Pjotr Tsjaíkovskíj og Scheherazade eftir Nikolaí Rimskíj-Korsakov. Einleikari var Kun Woo Paik og stjórnandi Rico Saccani. Fimmtudagskvöld kl. 20. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 401 orð

Samvinnuverkefni Svía og Íslendinga

SÆNSKT bein í íslenskum sokki/íslenskt bein í sænskum sokki er heiti á sýningu sem verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík. Sýningin er annar hluti samvinnuverkefnis Nýlistasafnsins og Galleri 54 í Gautaborg. Fyrri hluti sýningarinnar fór fram sl. vor, en þá sýndu níu íslenskir listamenn í Gautaborg. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 184 orð

Shania Twain tók af skarið

KANADÍSKA "kántrý"-söngkonan Shania Twain var valin tónlistarmaður ársins þegar "kántrý"-verðlaunin voru afhent á miðvikudag og er hún fyrsta konan til að vinna til þeirra verðlauna. Twain, sem er frá Timmins í Ontario, sló í gegn árið 1995 þegar breiðskífan "The Woman in Me" seldir í 6,6 milljónum eintaka. Þriðja breiðskífa hennar "Come On Over" hefur selst í ríflega 13 milljónum eintaka. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 321 orð

Síðasti söngur Mifune

KVIKMYNDIR/Góðar stundir í samvinnu við Háskólabíó frumsýna um helgina nýjustu kvikmynd Sörens Kragh-Jacobsens, Síðasta söng Mifune. Síðasti söngur Mifune Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 333 orð

Slysalegt ferðalag til stórborgarinnar

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó frumsýnir um helgina gamanmyndina "The Out of Towners" með Steve Martin og Goldie Hawn í aðalhlutverkum undir leikstjórn Sam Weismans Meira
24. september 1999 | Kvikmyndir | 460 orð

Spennandi kosningar

eftir Anders Thomas Jensen. DANSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Anders Thomas Jensen hlaut Óskarsverðlaunin í flokki stuttmynda á síðasta ári fyrir hina snjöllu gamanmynd Kosningakvöld eða "Valgnatten" en Jensen er kunnur stuttmyndahöfundur og var þessi mynd sú þriðja í röð frá honum sem hlaut tilnefningu til Óskarsins. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 472 orð

Stríð kennara og nemenda

KVIKMYNDIR/Regnboginn hefur tekið til sýninga myndina Drepum frú Tingle eftir Kevin Williamson með Helen Mirren, Katie Holmes, Barry Watson og Marisa Coughlan í aðalhlutverkum. Meira
24. september 1999 | Fólk í fréttum | 185 orð

Suðrænir tónar á toppnum

LÖG Harry Kalapana frá Hawai eru á toppi safnplötulistans þessa vikuna og eflaust eru einhverjir að treina sér geisla sumarsins fyrir vetrarbyrjun. Pottþétt plata með vinsælum lögum frá níunda áratugnum er í öðru sæti og Skólaplatan í því þriðja. Meira
24. september 1999 | Menningarlíf | 235 orð

Vísnatónleikar í Norræna húsinu

TÓNLEIKAR verða haldnir í fundarsal Norræna hússins laugardaginn 25. september kl. 16 þar sem fram koma vísnasöngvarinn og textahöfundurinn Geirr Lystrup og Hege Rimestad fiðluleikari. Dagskráin er unnin í samvinnu við norska sendiráðið. Aðgangur er 1.000 kr. Í fréttatilkynningu segir: "Geirr Lystrup hefur starfað sem trúbadúr í aldarfjórðung. Meira

Umræðan

24. september 1999 | Aðsent efni | 497 orð

Auk þess legg ég til að Eyjabakkasvæðið verði lagt í eyði

Þetta er, segir Percy B. Stefánsson, færibandalausn sem svarar ekki lengur köllun tímans og bræðir fljótt úr sér. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 386 orð

Breytt fyrirkomulag örorkumats hjá Tryggingastofnun

Með breyttu fyrirkomulagi örorkumats, segja Sigurður Thorlacius, Halldór Baldursson og Haraldur Jóhannsson, er stefnt að því að það verði samræmdara og betur skiljanlegt en áður. Meira
24. september 1999 | Bréf til blaðsins | 444 orð

Bréf til stjórnar knattspyrnudeildar Vals

JÆJA, þá kom að því. Liðið mitt er fallið í fyrsta sinn. Auðvitað var þetta aldrei spurning um hvort, heldur hvenær liðið myndi falla. Ef satt skal segja þá er mér bara nokkuð létt. Eftir að hafa rétt tollað í úrvalsdeildinni síðastliðin árá er loksins komið að því að nú verður ekki komist undan því að taka félagið í algera naflaskoðun og athuga hvað má betur fara í rekstri þess. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 740 orð

Börnin mín, börnin þín

Það er sorglegt að sjá og upplifa það, segir Lilja Eyþórsdóttir, að góðærið bitnar á börnunum okkar. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 318 orð

Jörðin er flöt

Margir kirkjunnar menn, segir Haukur F. Hannesson, hafa gegnum aldirnar haldið í bábiljur um lífið og tilveruna, löngu eftir að þjóðfélagið hefur séð að þær standast ekki. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 907 orð

Meira en bara sumarbúðir

Á veturna, segir Sigurbjörn Þorkelsson, bjóða félögin upp á þroskandi starf fyrir börn og unglinga á mismunandi aldri í um 40 deildum á 15 stöðum. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 1009 orð

Norræn ráðstefna um hugverkaréttindi í þágu atvinnulífsins

Vaxandi mikilvægi fyrir vöxt, segir Ólafur Ragnarsson, nýsköpun og verðmætaaukningu í hagkerfinu. Meira
24. september 1999 | Bréf til blaðsins | 519 orð

Óíþróttamannsleg framkoma?

Í MORGUNBLAÐINU í fyrradag sér Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og endurskoðandi, sig knúinn til að rita nokkur orð um óíþróttamannslega framkomu. Gerir hann þar að umtalsefni atvik sem á að hafa átt sér stað í lokaleik Fram og Víkings í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Meint atvik snýr að ummælum sem leikmaður Víkings á að hafa látið falla í garð útlendings í liði Fram. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 757 orð

Reynslan af Samfylkingunni

Staðreyndin er hins vegar sú, segir Sverrir Jakobsson, að Samfylkingin er útvötnuð gerð af Alþýðuflokknum. Meira
24. september 1999 | Aðsent efni | 1123 orð

SCHEN· GEN ­ nei takk ! LandamæriÍsland hefur frá nát

Ísland hefur frá náttúrunnar hendi einhver bestu landamæri í heimi, segir Baldur Ágústsson. Því megum við alls ekki klúðra. Meira

Minningargreinar

24. september 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Hörður Zophaníasson

Elsku Lolli, stóri bróðir. Fyrir einhverjum árum sagði Úmus dóttir þín við ömmu sína, þegar þær voru bensínlausar á miðjum gatnamótum og allir í kring lágu á flautunni: "Þetta er bara draumur, mig dreymir stundum svona, en svo bara vakna ég." Þótt ég viti, sjái og skilji að þetta sé ekki draumur finnst mér samt þetta bara vondur draumur og ég vakni bráðum, hvorki reiður, hissa né dapur. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Hörður Zophaníasson

Kæri Hörður. Nú er stuttum en erfiðum veikindum þínum lokið, þar sem þú barðist hetjulega en varðst að lokum að lúta í lægra haldi. Mig langar að þakka þér fyrir árin sem við áttum saman og þó leiðir hafi skilið reyndist þú dætrum okkar alltaf hlýr og góður faðir. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Hörður Zophaníasson

Elsku pabbi minn. Ef þú bara vissir hvað ég elska og sakna þín mikið. Ekki veit hvernig ég á að fara að þessu án þín en ég veit að þú vilt ekki að ég gefist upp og vilt að ég sé sterk. Ég veit að þetta á eftir að verða erfitt, því þú varst ekki bara besti pabbi í heimi heldur líka besti vinur minn. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér og allar góðu minningarnar. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Hörður Zophaníasson

Gamall vinur og fyrrum starfsfélagi er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, og okkur félagana langar að minnast hans í fáeinum orðum. Hörður, þessi ljúfa sál, hafði sína kosti og galla eins og við öll en við ætlum ekki að minnast hans hér með einhverri væmni. Það hefði ekki verið í hans anda og við gætum eins átt von á því að hann myndi vitja okkar fyrir tiltækið. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Hörður Zophaníasson

Elsku stóri bróðir, elsku Lolli minn, hvernig gat þetta gerst? Hvernig gátum við látið bera okkur svona ofurliði? Manstu þegar við fórum á landsleiki og töpuðum, þá sagðist ég aldrei fara aftur á landsleik, það væri til þess eins að pirrast og eiga ónýtan dag. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 393 orð

Hörður Zophaníasson

Mér er minnisstætt þegar ég sá Hörð mág minn í fyrsta skipti. Ég var á leiðinni að heimsækja Kristján bróður hans í Hraunbæinn. Herði mætti ég á leiðnni upp stigann og ekki virðist ég nú hafa þekkt Kristján meira en það, eða þeir bræður svona sláandi líkir, að ég ruglaði þeim saman og heilsaði Herði eins og um Kristján væri að ræða. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 1004 orð

Hörður Zophaníasson

Elskulegur vinur minn, Hörður, eða Haui eins og ég kallaði hann alltaf, er látinn langt um aldur fram. Hann var fluttur fársjúkur á sjúkrahús í ágústmánuði þar sem hann sofnaði síðan svefninum langa sunnudaginn 19. september. Hvenær eða hvernig kynni okkar hófust man ég ekki nákvæmlega. Það hefur verið upp úr 1970 eða fyrir hartnær þrjátíu árum. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 131 orð

HÖRÐUR ZOPHANÍASSON

HÖRÐUR ZOPHANÍASSON Hörður Zophaníasson fæddist í Reykjavík 12. maí 1955. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 19. september síðastliðinn. Foreldrar Harðar eru Zophanías Kristjánsson, blikksmiður, f. 27.7. 1931 og Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 11.8. 1927. Þau slitu samvistum. Bræður Harðar eru Kristján, f. 19.4. 1957 og Viðar, f. 5.6. 1963. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 133 orð

Hörður Zophoníasson

Þegar um nætur þögla stund ég þreyi einn og felli tár og hjartað slegið und við und um öll sín hugsar djúpu sár, þá er sem góður andi þrátt að mér því hvísli skýrt, en lágt: "Senn er nú gjörvöll sigruð þraut, senn er á enda þyrnibraut." (Kristján Jónsson) Hörður, minn kæri vinur. Ég mun ávallt sakna þín. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Hörður Zophoníusson

Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég hélt þú myndir vinna þetta stríð, ég trúði fram á síðustu mínútu að þú myndir vakna og brosa til okkar og segja: "Hvað er það sem ég get ekki gert?". En þetta var of mikið, meira að segja fyrir þig, sterki pabbi minn. Þú ert núna laus eftir allar þessar hræðilegu vikur og það er það eina sem huggar mig að þér líður ekki illa núna. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 566 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku Kristín. Í Prédikaranum stendur m.a. "Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma, að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa upp það sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma." Það er auðvelt að skilja þennan texta og gera hann að sínum þegar rætt er um fæðingu. Þá er gleðin allsráðandi. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

KRISTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR

KRISTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR Kristín Sólborg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1954. Hún lést 14. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. september. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 625 orð

Ragnar Þorsteinsson

Þeim fækkar ört góðu vinunum, nú hefur Ragnar Þorsteinsson kennari kvatt eftir frekar erfiða sjúkralegu. Ég kom oft til hans og vissi að hverju stefndi og hann vissi allt um það sjálfur. Fyrsta setningin sem mér datt í hug þegar hann var allur var: "Hratt flýgur stund." Þá var liðið 61 ár frá því að við sáumst fyrst. Það var haustið 1938. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 668 orð

Ragnar Þorsteinsson

Þeir hníga í valinn einn af öðrum, sem á langri ævi hafa verið vinir og nánir samstarfsmenn. Nú síðast Ragnar Þorsteinsson, kennari, sem andaðist eftir stranga sjúkdómslegu hinn 17. þ.m. Haustið 1931 komu til náms í Héraðsskólanum á Reykjum rúmlega 30 ungmenni úr nágrannabyggðum til þess að leita sér nokkurrar meiri menntunar en farskólar sveitanna gátu veitt. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 771 orð

Ragnar Þorsteinsson

Því er einhverra hluta vegna svo farið að þegar fólk deyr er svo margt ósagt, svo margar spurningar óspurðar og svo mörg orð ósögð. Þetta á kannski aldrei betur við en nú þegar Ragnar afi okkar hefur yfirgefið þennan heim. Við þekktum hann svo vel en þó svo lítið, eða vissum svo margt um hann sem við hefðum viljað fá tækifæri til að spyrja hann nánar um. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 373 orð

Ragnar Þorsteinsson

Hann Ragnar Þorsteinsson kennari og kunningi minn er látinn eftir langt stríð við ólæknandi sjúkdóm. Ég ætla mér ekki að rekja lífsferil hans með þessum línum. Til þess eru aðrir færari en ég. Kynni mín af honum hófust ekki fyrr en hann hafði yfirgefið kennarapúltið og hafið starf hjá rannsóknarlögreglunni. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 345 orð

Ragnar Þorsteinsson

Ragnar Þorsteinsson kennari hefur kvatt þennan heim og mig langar að segja nokkur orð. Ég hafði tvær vetursetur á Ólafsfirði sem unglingur og bjó þá hjá Sigursveini og Ólu í Garðshorni. Garðshorn var hús sem Sigursveinn byggði og stóð þá eitt og sér yst í bænum. Og í þessu húsi gerðust ótrúlega margir hlutir og ólíkir. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 510 orð

Ragnar Þorsteinsson

Ragnar kennari, mágur minn og vinur, er farinn frá okkur. Ljúfar minningar fylla hugann. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup hans, það gera aðrir. Öll sumur sem ég man, er ég var að alast upp, var hann í vegavinnu í sinni heimabyggð, Dalasýslsu. Þá kom hann oft á heimili foreldra minna. Ragnar var smáglettinn og kallaði sig alltaf svarta karlinn, enda dökkur á brún og brá. Tíminn leið. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 585 orð

Ragnar Þorsteinsson

Það var á þungbúnum septemberdegi sem Ragnar Þorsteinsson föðurbróðir minn kvaddi þennan heim. Hann hafði átt við veikindi og elli kerlingu að stríða og því var andlátið líkn fyrir lúinn líkama. Samt er það svo að á stundum sem þessum vefst tilgangur lífs og dauða fyrir okkur sem eftir erum. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Ragnar Þorsteinsson

Með þessum ljóðlínum Jóns frá Ljárskógum kveðjum við kæran mág og frænda. Hann er farinn í ferðalag, en ferðalög voru líf hans og yndi. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá kort og vísu úr hinum ýmsu ferðum með upplýsingum um mannlíf og veður. Nú verður breyting á. Við þökkum vináttu í meira en hálfa öld og segjum góða ferð. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 285 orð

RAGNAR ÞORSTEINSSON

RAGNAR ÞORSTEINSSON Ragnar Þorsteinsson fæddist í Ljárskógaseli 28. febrúar 1914. Hann lést í Reykjavík 17. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, bóndi í Ljárskógaseli og síðar í Þrándarkoti í Laxárdal, f. 25.11. 1873, d. 9.11. 1940, og Alvilda Bogadóttir, f. 11.3. 1887, d. 22.3. 1955. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Reynir Einarsson

Reynir Einarsson var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi árið 1972. Hann starfaði í klúbbnum alla tíð og gegndi öllum trúnaðarstörfum þar. Á sjötugsafmæli sínu var hann kjörinn heiðursfélagi Eldeyjar. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 123 orð

Reynir Einarsson

Okkur langar að kveðja afa okkar með nokkrum orðum. Hann hefur verið fastur punktur í öllu okkar lífi, eins og óhagganlegur klettur, sem alltaf var gott að leita til. Undir það síðasta sátum við oft saman og sögðum fátt, en nærvera hans var góð og styrkjandi. Við munum sakna þess að hafa ekki þennan fasta punkt í tilveru okkar. Meira
24. september 1999 | Minningargreinar | 301 orð

REYNIR EINARSSON

REYNIR EINARSSON Guðmundur Reynir Einarsson fæddist í Reykjavík 19.11. 1917. Hann lést í Reykjavík 17. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Kristinn Guðmundsson múrari í Reykjavík, f. 24.1. 1886, d. 19.5. 1956, og Una Guðmundsdóttir húsfrú, f. 26.11. 1886, d. 29.7. 1966. Systkini Reynis eru: Guðrún, f. 12.4. 1919, d. 21.11. Meira

Viðskipti

24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 761 orð

Athugasemd frá Netbankanum

VEGNA fullyrðingar Jóns Þórissonar, talsmanns Íslandsbanka hf., í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, vill undirritaður koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Í viðtalinu er haft eftir Jóni: "Í einhverjum tilfellum eru vaxtakjör Netbanka SPRON hagstæðari og í öðrum tilfellum eru okkar kjör hagstæðari, það er eins og gengur og gerist á samkeppnismarkaði. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Evrópsk bréf ná sér aftur á strik

EVRÓOPSK verðbréf náðu sér aftur á strik í gær þrátt fyrir lélega byrjun Wall Street og hækkuðu bréf í fjarskiptageiranum mest í verði. Dollar komst aftur í yfir 104 jen, þar sem dregið hefur úr vonum um að fundur sjö helztu iðnríkja, G7, leiði til sameiginlegra aðgerða til að binda enda á hækkun jens. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Góð ávöxtun á fyrri helmingi ársins

ÁVÖXTUN sameignardeildar Lífeyrissjóðs Norðurlands var góð á fyrri helmingi þessa árs, eða 19,32% nafnávöxtun. Raunávöxtun var 13,04%, en sameignardeildin veitir viðtöku iðgjöldum vegna skyldutryggingar lífeyrisréttinda. Í fréttatilkynningu frá Lífeyrissjóði Norðurlands kemur fram að nafnávöxtun á Safni I í séreignardeild sjóðsins var 20,77% á fyrri helmingi ársins og raunávöxtun 14,42%. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Horfið frá samruna BGB og Hólmadrangs

STJÓRN BGB hf. á Árskógsströnd hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum samruna við Hólmadrang hf. á Hólmavík eins og stefnt var að samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í júní síðastliðnum. Markmiðið með fyrirhuguðum samruna var að styrkja rekstur félaganna og þar með atvinnu á starfssvæði þeirra. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Ísoport fjárfestir í Samvinnusjóðinum

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Ísoport ehf. hefur keypt hlutabréf í Samvinnusjóði Íslands fyrir 30 milljónir að nafnvirði og er eignarhlutur Ísoports nú 11,73%, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Eignarhlutur Ísoports ehf. var áður 7,92% eða 68.598.589 krónur að nafnvirði. Framkvæmdastjóri og eigandi Ísoports er Hafliði Þórsson. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 421 orð

Kaupverð alls hússins 375 milljónir króna

SAMEINAÐA líftryggingarfélagið hf., Samlíf, hefur undirritað samning um kaup á helmingi hússins sem hýsir aðalstöðvar Íslenskra sjávarafurða hf., ÍS, við Sigtún 42 í Reykjavík. Hyggst Samlíf flytja starfsemi sína í húsið á fyrri hluta næsta árs, en um er að ræða nyrðri álmu hússins. Almenna málflutningsstofan sf. keypti hinn helming hússins í lok seinasta mánaðar. Alls er húsið um 2. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Námstefna um beina markaðssetningu

DAGANA 30. september og 1. október nk. mun ÍMARK í samstarfi við Íslandspóst og Norðurlandadeild Xplor standa fyrir námstefnu um beina markaðssetningu. Um er að ræða eins og hálfs dags námstefnu þar sem mikil áhersla er lögð á hópavinnu þar sem farið er yfir raunhæf verkefni. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Pizza 67 í Madrid

FYRSTI Pizza 67 veitingastaðurinn á Spáni verður opnaður í Madrid á laugardag. Þar með eru veitingastaðir keðjunnar orðnir 26 talsins í fimm löndum utan Íslands, en fyrir eru staðir í Færeyjum, Danmörku, Tékklandi og Kína. Að sögn Ragnars Bragasonar, undirsérleyfishafa Pizza 67 á Spáni, þá stendur jafnvel til að opna staði á Mallorca og Benidorm síðar á þessu ári ef vel gengur. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 509 orð

Spáð 4,7% hagvexti hér á landi á næsta ári

ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN, IMF, hefur kynnt nýjar hagvaxtarspár sínar á heimsmarkaði og væntir sjóðurinn 3,5% hagvaxtar í hagkerfum heimsins samanlagt á næsta ári, en spár þessa árs miðast við 3% vöxt. Meira
24. september 1999 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Staðlað vinnulag sparar

SKIPULÖGÐ skráning upplýsinga og staðlaðar vinnuaðferðir sem starfsmenn geta gengið að spara mikinn tíma, auðvelda starfsþjálfun og að starfsmenn geti gengið hver í annars störf. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Hópvinnukerfa ehf. á miðvikudag þar sem notendur FOCAL-kerfa skýrðu frá reynslu sinni af slíkum kerfum. Kjörorð fundarins voru "Tímasparnaður í sölu- og markaðsstjórnun". Meira

Fastir þættir

24. september 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 27. september, verður sextugur Karl Valur Karlsson, Vallholti 22, Ólafsvík. Eiginkona hans er Anna Elísabet Oliversdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugardaginn 25. september eftir kl. 19. Meira
24. september 1999 | Í dag | 25 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. september, verður sjötug Jóhanna Guðlaugsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 17. Meira
24. september 1999 | Í dag | 30 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi sunnudag, 26. septembeer, verður sjötug Brynja Borgþórsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 25. september í húsi Slysavarnafélagsins, Hjallahrauni 9, Hafnarfirði, frá kl. 15-19. Meira
24. september 1999 | Í dag | 91 orð

Blátt drengjahjól týndist BLÁTT drengjahjól týndist frá Laug

BLÁTT drengjahjól týndist frá Laugarásvegi um síðustu helgi. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 5538483. Tól af þráðlausum síma týndist TÓL af Samsung þráðlausum síma týndist 14. september frá Háaleitishverfi að Hlemmi. Finnandi vinsamlega hringið í síma 6950697. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 140 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þriðjudaginn 14. sept. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason282Albert Þorsteinss. - Björn Árnason249Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss.221Lokastaða efstu para í A/V: Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson261Jón Stefánss. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 359 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarf Bridsfé

Nú er vetrardagskrá Bridsfélags Reykjavíkur byrjuð og er helsta breytingin sú að aðalspilakvöld félagsins er á þriðjudögum í stað miðvikudaga undanfarin ár. Á miðvikudögum og föstudögum verða spilaðir einskvölds tvímenningar með forgefnum spilum. Mitchell og Monrad Barómeter til skiptis. Fyrsta keppni félagsins á þriðjudögum var 3ja kvölda haust-Monrad Barómeter. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 529 orð

Discovery kvikmyndar íslenska hestinn

Sjónvarpsstöðin Discovery vinnur nú að heimildarmynd um íslenska hestinn. Myndin verður sýnd á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og nær útsendingin til a.m.k. 76 milljóna manna. Ásdís Haraldsdóttir var í Skagafirðinum um síðustu helgi og fylgdist með kvikmyndatökumönnunum að störfum. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 235 orð

Hafsteinsstaðabændur flytja til Bandaríkjanna

SKAPTI Steinbjörnsson og Hildur Claessen, bændur á Hafsteinsstöðum í Skagafirði, eru að hætta búskap og flytjast til Bandaríkjanna. Þau munu starfa hjá Dan Slott á Mill Farm í New York-fylki með Kristjáni Kristjánssyni og Jóhönnu Guðmundsdóttur sem þar hafa búið í áratug. Meira
24. september 1999 | Í dag | 747 orð

Helgiganga frá Garðakirkju að Hafnarfjarðarkirkju

ÞEGAR rétt ár er liðið frá blessun Hásala Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju, sem þar með var að fullu tekið í notkun, verður efnt til helgigöngu frá Garðakirkju að Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 26. september. Komið verður við í Fríkirkjunni. Eftir stutta helgistund í Garðakirkju, sem hefst kl. 16 og sr. Meira
24. september 1999 | Dagbók | 774 orð

Í dag er föstudagur 24. september, 267. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er föstudagur 24. september, 267. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. (Jóhannes 17, 21. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 650 orð

Margeir gegn Morozev· ich í dag

24.­26.9. 1999 SKÁKÁHUGAMENN eru hvattir til að fjölmenna á Evrópukeppni taflfélaga sem hefst í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, í dag klukkan 16. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa sameiginlega að skipulagningu keppninnar. Mjög góðar aðstæður verða fyrir áhorfendur og sjaldan hefur gefist tækifæri til að fylgjast með jafn athyglisverðu skákmóti og hér er á ferðinni. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 828 orð

Til saman- burðar

AF einhverjum sökum hefur náttúran gert manninn þannig úr garði að honum er eðlislægt að gera samanburð. Vísast hefur frummaðurinn tekið að bera helli sinn saman við gjótu nágrannafjölskyldunnar um leið og hann náði því þróunarstigi að fá skilið séreignarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Meira
24. september 1999 | Fastir þættir | 318 orð

Upplýsingar um kynbótadóma sífellt aðgengilegri

Hrossaræktendur og áhugafólk geta svo sannarlega glaðst yfir því að upplýsingar um dóma á kynbótahrossum verða sífellt aðgengilegri. Sérstaklega fyrir þá sem hafa aðgang að Netinu. Frá því í sumar hafa þeir sem hafa aðgang að Netinu getað fylgst með kynbótadómum hvar sem er á landinu nánast í beinni útsendingu. Meira
24. september 1999 | Í dag | 727 orð

Vestfirskur hnoðmör

Á MARKAÐI hefur verið hér í Reykjavík það sem kallað er hnoðmör en á ekkert skylt við þann hnoðmör er má kalla "vestfirskan hnoðmör". Þessi mör er ekki á neinn hátt líkur hinum ekta mör er hefur verið notaður sem viðbit við soðningunni, hvort heldur nýrri eða saltaðri öldum saman þar vestra og má ætla að framleiðsluferlið sé ekki eins og að flýtirinn sé slíkur að ekki auðnist að gera góða vöru. Meira
24. september 1999 | Í dag | 638 orð

VÍKVERJI telur sig hafa þokkalega sjón, að minnsta kosti miðað við aldur,

VÍKVERJI telur sig hafa þokkalega sjón, að minnsta kosti miðað við aldur, þótt hann þurfi að vísu að nota lesgleraugu við lestur á smærra letri. Allt hefur það gengið ágætlega fram að þessu og væri ekki í frásögur færandi undir eðlilegum kringumstæðum. Meira
24. september 1999 | Í dag | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Geng ég fram á gnípur og geigvæna brún. Djúpan lít ég dalinn og dáfögur tún. Kveður lítil lóa. En leiti gyllir sól. Í hlíðum smalar hóa. En hjarðir renna' á ból. Bær í björtum hvammi mér brosir á mót. Manstu vin þinn, mæra, munblíða snót. Matthías Jochumsson. Meira

Íþróttir

24. september 1999 | Íþróttir | 146 orð

Afturelding lagði FH-inga að Varmá

AFTURELDING hafði betur í leik við FH um titilinn meistarar meistaranna í handknattleik karla að Varmá í gærkvöldi, 29:26, eftir framlengingu. Leikurinn var frekar slakur, mikið var um mistök á báða bóga. FH hafði undirtökin lengst af og hafði mest fimm marka forystu í lok fyrri hálfleiks. Afturelding jafnaði snemma í seinni hálfleik og seig framúr. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 143 orð

Beint á RÚV

SJÓNVARPIÐ sýnir beint frá öllum þremur keppnisdögum Ryder-keppninnar. Útsending hefst kl. 11.30 í dag og stendur til 17.20. Þá verður gert tuttugu mínútna hlé vegna annarra dagskrárliða og stendur önnur lota sendingarinnar til kl. 19, vegna fréttatíma. Aftur verður sýnt frá keppninni í kvöld, eða frá 19.40 til 22. Á morgun verður sent út frá kl. 12.15 til 17.35, aftur frá 17. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 2349 orð

Kannast við þá yngri í Val út á föðurnöfnin

"Ég er alls ekkert hættur að leika handknattleik," segir Júlíus Jónasson, sem lék á sunnudagskvöld í Skopje sinn síðasta leik fyrir Íslands hönd. Í spjalli við Björn Inga Hrafnsson kemur fram að Júlíus er kominn í raðir Vals til að vinna titla eftir farsælan áratug í atvinnumennsku erlendis. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 219 orð

Riðlakeppni ÍRB hefst í Sviss

SAMEINAÐ körfuknattleikslið Reykjanesbæjar, sem komst áfram í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða, Korac-bikarsins, er það lagði London Leopards, leikur fyrst gegn Lugano í Sviss hinn 6. október nk. Hin tvö liðin í riðli Suðurnesjamannanna eru Nancy frá Frakklandi, sem þurfti ekki að taka þátt í forkeppni, og Huima frá Finnlandi. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 116 orð

Rússneskur þjálfari hjá SR

OLGA Baranova hefur verið ráðin listskautaþjálfari Skautafélags Reykjavíkur. Baranova, sem er 36 ára og þjálfaði sex ár í Finnlandi, hefur gert samning við félagið til eins árs. Hún mun sjá um þjálfun allra flokka ásamt öðrum þjálfurum hjá félaginu. Að sögn Önnu Kristínu Einarsson, hjá Skautafélagi Reykjavíkur, er margt framundan hjá því. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 1058 orð

Tekst Evrópubúum hið ómögulega?

KEPPNIN um Ryder-bikarinn í golfi hefst á Brookline-vellinum nærri Boston í Massachusetts- ríki í Bandaríkjunum í dag. Sveitir Bandaríkjanna og Evrópubúa bítast um bikarinn í þriggja daga keppni, sem fram fer annað hvert ár. Meira
24. september 1999 | Íþróttir | 180 orð

Tutschkin er illa farinn

Rússnesku handknattleiksmennirnir Igor Lavrow og Alexander Tutschkin, eru að jafna sig af meiðslum sínum eftir umferðarslys á dögunum. Horst Brademeyer, framkvæmdastjóri Minden, segir að Tutschkin vilji ekki ræða við fréttamenn. Hann segir jafnframt að meiðsli Tutschkin séu meiri en haldið var í fyrstu. Meira

Úr verinu

24. september 1999 | Úr verinu | 89 orð

Aðalfundur hjá NAMMCO

ÁRLEGUR aðalfundur Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, verður haldinn á Akureyri 5. til 8. október nk. Þetta er níundi aðalfundur ráðsins sem Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar stofnuðu 1992 í þeim tilgangi að vinna saman að rannsóknum, viðhaldi sjávarspendýrastofna og stjórnun í Norður-Atlantshafi. Meira
24. september 1999 | Úr verinu | 371 orð

Heildaraflinn sá sami á þessu ári

STJÓRN rækjuveiða og skipting veiðiheimilda á Flæmingjagrunni var meðal þess sem rætt var á ársfundi Norðvestur-Atlantshafsveiðistofnunarinnar, NAFO, sem haldinn var í Dartmouth, Nova Scotia, dagana 13.­17. september sl. Ákveðið var að heildaraflinn yrði sá sami og á þessu ári, þ.e. 30.000 tonn. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 890 orð

Augliti til auglitis

"FLESTIR sem standa augliti til auglitis við aðra manneskju taka fyrst eftir augunum ­ eða gleraugnaumgjörðunum," fullyrðir Alain Bekaert sölustjóri, hönnuður og einn þriggja eigenda belgíska fyrirtækisins theo eyewear. Fyrirtækið settu þremenningarnir á laggirnar fyrir tólf árum vegna þess að þeim þóttu umgjarðir, sem þeir sáu á sýningum víða um heim harla óspennandi. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1259 orð

Brjóstagjöf vari helst í tólf mánuði Móðurmjólk er besta næring sem hægt er að gefa barni með tilliti til vaxtar og þroska og

Móðurmjólk er besta næring sem hægt er að gefa barni með tilliti til vaxtar og þroska og vilja samtök barnalækna víða um heim að barn sé á brjósti eingöngu í hálft ár og fái móðurmjólk til jafns við aðra næringu í ár. Helga Kristín Einarsdóttir hlustaði á tíu erindi um brjóstagjöf, mataræði, tengslamyndun og næringu ungbarna á afmælisráðstefnu Barnamáls. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 455 orð

Byrjaði með ósk um eina saumavél

PFAFF hf. hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki, en Magnús Þorgeirsson, faðir Kristmanns, hóf starfsemina árið 1929. "Þetta byrjaði nú þannig að systir pabba bað hann um að panta fyrir sig saumavél frá útlöndum. Hún hafði heyrt af góðri vél af tegundinni Pfaff og bað pabba að skrifa fyrir sig út sem hann og gerði. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 497 orð

Festa ogsjálfstraust

KRÖFUR umhverfisins gera foreldra oft óörugga því allir eru með sína uppskrift að því hvernig maður eigi að vera sem móðir eða barn," segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. "Við konur erum duglegar við að segja reynslusögur: "Mín/minn var svona, gerðu bara svona eða hinsegin, það dugði mér. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Frekar til skrauts en brjóstagjafar

Brjóst eru oftast höfð tilskrauts eða örvunar og eigaað sumra mati helst að veraí felum þegar þau eru nýtt ímegintilgangi sínum. Stöðugumræða um brjóst kvenna ogbreyttar tískuáherslur látafáar konur ósnortnar en þærsem ekki vilja fara í "lýta"-aðgerð geta breytt náttúrulegu sköpulagi sínu með platfyllingum eða vatnshaldara. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 767 orð

Glaðbeittur saumafugl í glerbúri

ÞEGAR arkað er inn í verslunina Pfaff og spurt um "útsaumsmanninn" er umsvifalaust kallað á Kristmann sem hefur brugðið sér út úr búrinu sínu sem snöggvast. Og vissulega hefur hann leyfi til þess að valsa að vild um Pfaff-húsið enda er maðurinn eigandi fyrirtækisins og forstjóri þess til margra áratuga. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 712 orð

Guðmundur Þorvarðarsonathafnamaður GUÐMUNDU

GUÐMUNDUR er með uppáhaldsgleraugun sín frá L.A. eyework. Af fimm gleraugum sínum segir hann þau vera í mestu uppáhaldi. Þótt hann hafi þurft að ganga með gleraugu í rúma þrjá áratugi, lét hann sér nægja að eiga ein þar til fyrir tíu árum. "Gleraugun eru hluti af persónuleika mínum og skipta mig jafn miklu máli og klæðnaðurinn. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 562 orð

Hávaðarok kringum vetrartískuna

EITT vinsælasta ljósmyndastúdíó landsins er hvorki búið kösturum né fölskum bakgrunni. Þar eru þó fjölbreytt birtuskilyrði og bakgrunnurinn er síbreytilegur, en allt er það frá náttúrunnar hendi. Hið umfangsmikla stúdíó er svæðið milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls, en þangað leita æ fleiri ljósmyndarar sem vilja finna fyrirsætum og flíkum magnað svið. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 502 orð

Íslenskbrjóstamjólknæringarrík

MATARÆÐI íslenskra kvenna með börn á brjósti er almennt gott og næringargildi íslenskrar brjóstamjólkur mikið, samkvæmt rannsókn Önnu Sigríðar Ólafsdóttur næringarfræðings á mataræði og tengslum þess við samsetningu brjóstamjólkur. "Næg vítamín voru í flestum tilfellum í fæðu kvenna með börn á brjósti, með fáum undantekningum á borð við D- og E-vítamín og fólasín. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1240 orð

Íspokalampi, stóll í fjaðraham og annar sem líkist lilju Á húsgagnasýningunni í Bella Center gaf m.a. að líta verk þriggja

Á húsgagnasýningunni í Bella Center gaf m.a. að líta verk þriggja íslenskra hönnuða. Sigrún Davíðsdóttir spjallaði við þá um fjörlegar hugmyndir og fallegar útfærslur. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 539 orð

Stuðningur ein forsenda brjóstagjafar

SKORTUR á stuðningi er oft ástæða þess að brjóstagjöf tekst ekki sem skyldi," segir Steina Þórey Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur um tilhneigingu til ábótargjafar, það er gjafar á annarri næringu en móðurmjólk. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 432 orð

Suðræn sveifla í tónum

Í TAKT við suðræna og seiðandi tónlist dilla Íslendingar sér sem aldrei fyrr. Mögulega gerir sólarleysið í sumar þetta að verkum. Og þó. Það sama virðist eiga sér stað víðar og í mun sólríkari löndum. Latnesk áhrif eru greinileg í dægurtónlist og dansi. Meira
24. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 87 orð

UMGJARÐIR AUGNANNAGleraugu til ga

UMGJARÐIR AUGNANNAGleraugu til gagns og gamans Gleraugnaumgjarðir virðast lúta lögmálum tískunnar í ríkari mæli en áður og bjóðast nú í alls konar frumlegum útgáfum. Valgerður Þ. Meira

Lesbók

24. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

ÖRSÖGUR EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR

Það var einu sinni hjá okkur mállaus stúlka. Við lögðum hana í rúmið hjá lömuðu stúlkunni og lamaða stúlkan sagði henni sögur svo að einn daginn fékk mállausa stúlkan röddina og söng fyrir lömuðu stúlkuna sem fékk máttinn í fæturna og varð með tímanum frægur dansari. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.