Greinar laugardaginn 25. september 1999

Forsíða

25. september 1999 | Forsíða | 523 orð

Andreotti sýknaður í morðmáli

GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var sýknaður af ákæru um aðild að morðsamsæri í gær þegar dómur var kveðinn upp í einu stórbrotnasta dómsmáli í sögu landsins. Dómsforsetinn, Giancarlo Orzella, sagði að Andreotti og fimm aðrir sakborningar væru saklausir af morði á ítalska blaðamanninum Mino Pecorelli árið 1979. Meira
25. september 1999 | Forsíða | 424 orð

Friðargæsluliðar gera áhlaup í Dili

FIMMTÁN hundruð hermenn úr sveitum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor gerðu í gær áhlaup á húsaþyrpingu í miðborg Dili, höfuðstað A-Tímor, þar sem liðsmenn vígahópa stuðningsmanna stjórnvalda í Jakarta höfðu komið sér fyrir. Skipst var á skotum. Meira
25. september 1999 | Forsíða | 197 orð

Um 300 sagðir hafa fallið

TSJETSJENAR sögðu í gær að um 300 manns, aðallega konur og börn, hefðu beðið bana í tveggja vikna loftárásum Rússa á Tsjetsjníu. Maírbek Vatsjagaev, fulltrúi Aslans Maskhadovs, forseta Tsjetsjníu, varaði einnig við því að átökin myndu breiðast út yfir landamæri Tsjetsjníu ef árásunum yrði ekki hætt. Meira

Fréttir

25. september 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

13 fá milljónavinning

DREGNIR voru út 10 milljón króna vinningar, úr seldum miðum, í seinni útdrætti septembermánaðar hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Auk þess var dregið úr Heita potti Happdrættis Háskólans og þar fengu þrír tæplega þrjár milljónir í sinn hlut. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Aðstæður kannaðar við El Grillo KÖFUNARAÐGERÐIR

Aðstæður kannaðar við El Grillo KÖFUNARAÐGERÐIR við birðgaskipið El Grillo hófust í fyrradag og í gær bárust fyrstu myndirnar frá skipinu þar sem það liggur utan við Seyðisfjörð. Að sögn Kjartans Haukssonar, annars umsjónarmanna köfunarinnar, var í gær unnið við að hreinsa frá skipinu þannig að unnt væri að hefjast handa. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Alþjóðlegur dagur heyrnarlausra

ALÞJÓÐLEGUR dagur heyrnarlausra verður haldinn á morgun, sunnudaginn 26. september. Á þessum degi nota heyrnarlausir um allan heim tækifærið til að vekja athygli á samfélagi heyrnarlausra og hagsmunamálum sínum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Áformað að flytja út 200.000 gærur

KJÖTUMBOÐIÐ Goði hefur að undanförnu leitað eftir sölu erlendis á gærum sem hefur skilað þeim árangri að fyrirtækið er tilbúið að kaupa að minnsta kosti 200 þúsund gærur til útflutnings. Kjötumboðið Goði skilar til sláturhúss 120 krónum fyrir gæruna. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 838 orð

Ákveðið að selja Önfirðingafélaginu húsið Sólbakka 6 á Flateyri

Flateyri-Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur ákveðið að ganga að tilboði Önfirðingafélagsins í húsið Sólbakka 6 á Flateyri. Önfirðingafélagið bauð andvirði 2.000 almanaka í húsið. Áður hafði bæjarstjórnin ákveðið að ganga að tilboði fyrri tilboðsaðila, en ákvað síðan að fresta málinu vegna viðbragða heimamanna við áætlunum fyrri tilboðsaðila um að rífa húsið og flytja til Ísafjarðar. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Álandseyjar hljóta umhverfisverðlaun

UMHVERFISVERÐLAUN Norðurlandaráðs eru veitt í fimmta sinn í ár og kom dómnefnd með fulltrúum allra Norðurlanda saman í Reykjavík í gær til að ákveða hver hlyti þau að þessu sinni. Verkefni Náttúru- og umhverfissamtaka Álandseyja hlaut meirihluta dómnefndarinnar. Verkefnið í ár var sjálfbær þróun samfélaga og var þar vísað í eitt af ákvæðum Rio sáttmálans. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 598 orð

Áminntir að fara eftir útgefnu leyfi

FORSVARSMENN Rauða ljónsins á Eiðistorgi hafa verið áminntir um að fara í hvítvetna eftir gildandi leyfisveitingum að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Ingimundur Helgason, aðalvarðstjóri í lögreglunni á Seltjarnarnesi, segir ljóst að leyfið heimilar vínveitingar innan veggja staðarins en ekki fyrir utan, þ.e. á Eiðistorgi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ástand vinnulyftna kannað

NOTKUN vinnulyftna í byggingarvinnu hefur stóraukist á undanförnum árum og hefur að sama skapi dregið úr notkun vinnupalla og lausra stiga. Vinnueftirlit ríkisins mun á næstu dögum gera átak í að kanna ástand vinnulyftna um land allt. Markmið átaksins eru þau að draga úr hættu á slysum og óhöppum og að hjálpa þeim sem bera ábyrgð á vinnulyftum til að hafa öryggisbúnaðinn í lagi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Bíórásin öllum opin

BÍÓRÁSIN fagnar um þessar mundir eins árs afmæli og af því tilefni er hún opin öllum allan sólarhringinn til kynningar frá 24. september til 4. október. Til að ná útsendingum Bíórásarinnar þarf örbylgjuloftnet. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 37 orð

Boeing 747 í ógöngum

BOEING 747 þota ástralska flugfélagsins Quantas lenti í ógöngum á flugvellinum í Bangkok í gær er hún rann af flugbrautinni og út á nærliggjandi golfvöll í miklu rigningaveðri. Engan sakaði við óhappið. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Danskur skólakór

SKÓLAKÓR Sankt Annæ skólans í Valby, útborg Kaupmannahafnar, syngur á tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 15 á sunnudag, 26. september. Kórinn mun einnig koma fram, í Skálholti á þriðjudagskvöld og í Hallgrímskirkju og Menntaskólanum í Hamrahlíð síðar. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

Danskur þingmaður tekur upp eftirnafn íslenskrar eiginkonu

DANSKI þingmaðurinn René Skau Johansen kvænist í dag Lóu Björnsson, sem er, eins og nafnið bendir til, af íslenskum ættum. Í vikunni sagði Politiken frá því að René Skau tæki upp nafn konunnar. Í samtali við Morgunblaðið henti Lóa gaman að því að fréttin hefði flogið víða og sagt hefði verið í gríni að líklega hefði eiginmaðurinn lotið í lægra haldi fyrir konunni. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Ekki hlutverk þeirra að segja sveitarstjórnum fyrir verkum

STJÓRN Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, gagnrýnir framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga harðlega í bókun sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar nýlega. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 569 orð

Ekki verði gerður munur á uppruna tekna við ákvörðun bóta

Í SKÝRSLU stjórnsýsluendurskoðunar Ríkisendurskoðunar á lífeyristryggingasviði Tryggingastofnunar ríkisins kemur fram að lífeyrissparnaður leiðir til mun minni réttinda úr bótakerfi lífeyristrygginga en annar sparnaður. Ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega fara því vaxandi eftir því sem fjármagnstekjur verða hærra hlutfall af heildartekjum hans. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Evrópukeppni taflfélaga 1999

TAFLFÉLAG Reykjavíkur og Hellir efna til skákmóts um þessa helgi í félagsheimili Hellis í Þönglabakka 1. Þá munu 8 sveitir skákmanna frá Íslandi, Danmörku, Írlandi, Rússlandi, Wales og Englandi etja kappi um eitt laust sæti í úrslitakeppni bestu sveita Evrópu síðar á árinu. Íslensku sveitirnar sem þátt munu taka eru sveitir Hellis, Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélags Akureyrar. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 113 orð

Fellibylur gerir usla í Japan

AÐ minnsta kosti 26 manns létust í suðurhluta Japans í gær, er fellibylurinn Bart gekk yfir eyjarnar. Um 500 manns slösuðust og lá flug niðri í stærstum hluta landsins. Að sögn lögreglu létust tólf manns er öflugar öldur brutu öldubrjót á Kyushu, stærstu eyjunni í japanska eyjaklasanum. Einn maður lést er glerbrot, sem fauk með kröftugum vindinum, stakkst inn í brjóstkassa hans. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 633 orð

Ferð utanríkisráðherra ekki frestað

FULLTRÚAR Úkraínu á Evrópuráðsþinginu fóru nýverið fram á það við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formann ráðherraráðs Evrópuráðsins, að hann frestaði fyrirhugaðri ferð sinni og framkvæmdastjóra Evrópuráðsins til Úkraínu í næsta mánuði, sem þeir sögðu að mætti túlka sem stuðning við Leoníd Kuchma, forseta landsins, sem á undanförnum misserum hefur verið sakaður um mikla einræðistilburði. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fjölþrepaskattur ekki áhugaverður

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, segir að það sé jákvætt að Alþýðusamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja komi fram með hugmyndir sínar og athugasemdir um skattkerfið, en samtökin kynntu á fimmtudag skýrslu um launamanninn og skattkerfið. Geir sagðist telja að ekki kæmi margt nýtt fram í skýrslunni sem ekki hefði áður komið fram af hálfu þessara samtaka eða annarra. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 180 orð

Forðum stóð Péturskirkja í Gunnarsholti

Hellu-Þess var minnst fyrir stuttu með afhjúpun minnisvarða í Gunnarsholti á Rangárvöllum, að þar stóð kirkja í rúmar sex aldir. Kirkjan var byggð í Gunnarsholti um árið 1200 og var hún í kaþólskri tíð helguð Pétri postula. Í ávarpi sóknarprests Oddaprestakalls, sr. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Framkvæmdatími

Nú er mikill framkvæmdatími í borginni, ekki síst í gatnakerfinu þar sem víða er verið að ganga frá nýframkvæmdum. Nú er búið að opna nýju brúna yfir Miklubraut við Réttarholtsveg en verktakar eiga ýmsum frágangi ólokið og verða að vinna á svæðinu fram í nóvember. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð

Fræðslumiðstöð við Hakið kynnt í Ráðhúsinu

NÚ STENDUR yfir sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á tillögum sem bárust í arkitektasamkeppni vegna fræðslumiðstöðvar á Þingvöllum, sýningin stendur til 29. september. Í fréttatilkynningu segir: "Í júnímánuði síðastliðnum tók ríkisstjórnin ákvörðun um að efna til opinnar samkeppni um nýbyggingu fræðslumiðstöðvar við Hakið á Þingvöllum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Fyrirlestur með Brendan Martin

BRESKI fræðimaðurinn Brendan Martin heldur fyrirlestur mánudaginn 27. september kl. 13 um leiðir til að bæta opinberan rekstur og greiða götu framfara á því sviði. Fyrirlesturinn, sem er í boði BSRB, verður haldinn á Hótel Loftleiðum og verður boðið upp á túlkun. Fyrirlesturinn verður öllum opinn. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 735 orð

Fyrri reynsla ætti að nýtast vel

HINN fyrsta október næstkomandi tekur Ingimundur Einarssonar við starfi varalögreglustjóra í Reykjavík af Georg K. Lárussyni. Ingimundur hefur m.a. verið bæjarstjóri á Siglufirði, starfað hjá Sýslumanninum í Keflavík, var bæjarlögmaður í Hafnarfirði um fjögurra ára skeið auk þess sem hann hefur um árabil starfað sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fyrrum for- ingi á Kefla- víkurvelli kærður fyrir kynferðisafbrot

FORINGI þyrlusveitar í bandaríska flughernum hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisafbrot og er hluti afbrotanna sagður hafa verið framinn meðan hann var við störf í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Lögfræðingur hans segir ásakanirnar upplognar og tengjast erfiðu skilnaðarmáli. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 270 orð

Fyrstu bæturnar til fórnarlamba ófrjósemisaðgerða

Sænska ríkið er nú farið að afgreiða umsóknir fórnarlamba þvingaðra ófrjósemisaðgerða. Fyrstu skaðabæturnar hafa þegar verið greiddar, en alls liggja um 1.200 umsóknir fyrir nefndinni, sem afgreiðir þær. Á sínum tíma er reiknað með að um 63 þúsund manns hafi verið látnir ganga undir aðgerðir, sem stóðu fram til 1975, en margir þeirra eru nú látnir. Meira
25. september 1999 | Miðopna | 784 orð

Fær stuðning til að stækka

GÍSLI Geirsson, nautgripabóndi á Byggðarhorni í Flóa, mun nota stuðning Sláturfélagsins til að hraða uppbyggingu holdastofns síns. Með fjölgun gripa telur hann sig geta dregið úr vinnu utan heimilis og lifað á búskapnum. Gísli býr á Byggðarhorni með konu sinni, Ingibjörgu Ingadóttur, og börnum þeirra. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 103 orð

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar eignast nýtt tölvuver

Fáskrúðsfirði-Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar hefur eignast nýtt tölvuver sem samanstendur af 10 tölvum auk þess að tölva er hjá skólastjóra, kennurum og á bókasafni. Tölvurnar eru samtengdar við netþjón sem tengdur er við Netið og við það lengist úreldingartími þeirra en vélarnar keyra allar á Windows NT. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 451 orð

Grunur um ólöglegt samráð sögð ástæða rannsóknar

ÓLÖGLEGT samráð er ástæða sú sem starfsmenn Samkeppnisstofnunar gáfu fyrir rannsókn á þremur fyrirtækjum sem annast dreifingu á grænmeti og ávöxtum, að sögn Matthíasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ágætis, eins af fyrirtækjunum þremur. Starfsmenn stofnunarinnar gerðu húsleit í fyrirtækjunum og nutu aðstoðar lögreglu. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Hart barist í skákinni

MARGEIR Pétursson bar sigurorð af fjórða stigahæsta skákmanni heims, Rússanum Alexander Morozevich, í undanúrslitum Evrópukeppni taflfélaga í gærkvöld. Það dugði þó ekki til því sveit Síberíu sigraði Taflfélag Reykjavíkur með fjórum vinningum gegn tveimur. Keppnin var mjög spennandi og tvísýnt með úrslit fram á síðustu stundu. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Haustlitaferð á sunnudaginn

ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 26. september. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og ekið að Gljúfri í Ölfusi. Þaðan er gengið um Kringluvatnsdal og Kjóavelli að Grafningsrétt við Selflatir. Frá Grafningsrétt verður gengið að Fossá og með Úlfljótsvatnsfjalli að Skátamiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Miðasala í dagsferðir fer fram á Umferðarmiðstöðinni við brottför. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Haustlitir á Þingvöllum

ÞINGVELLIR eru nú komnir í haustbúning. Laugardaginn 25. september er boðið upp á gönguferð með leiðsögn á vegum þjóðgarðsins og verður nú gengin gömul þjóðleið um Langastíg. Langistígur var að sumarlagi aðal póstvegurinn austur um Þingvallahraun og vafalaust gömul þingleið þeirra sem komu Kjósarheiði eða Leggjabrjót. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Haustlitir og hellaferð

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til dagsferða um Þingvelli og nágrenni sunnudaginn 26. september og er farið kl. 13 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Annars vegar er um að ræða um 3 klst. göngu á milli eyðibýla á Þingvöllum, en hins vegar er hellaskoðun í Gjábakkahrauni. Í báðum ferðum er notið fallegra haustlita á Þingvallasvæðinu. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Haustnámskrá Endurmenntunarstofnunar HÍ er komin út

ÚT er komin námskrá Endurmenntunarstofnunar fyrir haustmisseri 1999. Í námskránni er að finna á þriðja hundrað námskeiða. Námskeið stofnunarinnar sem getið er í námskránni eru þríþætt. Í fyrsta lagi eru það kvöldnámskeið fyrir almenning en þau hefjast strax í byrjun október. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Há meðalvigt en fáir ofurboltar

VEIÐI er lokið í Þistilfjarðaránum og einhverjar tölur orðnar opinberar. Lakari veiði var t.d. í Svalbarðsá, en betri í Sandá en á síðasta sumri í báðum tilvikum, munar þar þó litlu. Langvarandi þurrkar settu mark sitt á veiðiskap á þessum slóðum er líða tók á sumarið og kom það sjálfsagt verr niður á Svalbarðsá þar eð hún er talsvert vatnsminni heldur en Sandá. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Hraðskákmót

VETRARSTARF Skákfélags Akureyrar er að hefjast og verður fyrsta mótið á morgun, sunnudaginn 26. september. Það er startmót þar sem tefldar verða hraðskákir og hefst taflið kl. 14. Skákfélag Akureyrar hefur selt húsnæði sitt við Þingvallastræti og flutt starfsemina yfir í Íþróttahöllina. Gengið er inn að vestanverðu. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 176 orð

Hreindýraveiðum lokið

Vaðbrekka, Jökuldal- Hreindýraveiðitímabilinu lauk 15. september síðastliðnn og náðist að veiða upp í flestar veiðiheimildirnar en alls voru leyfðar veiðar á 404 hreindýrum á þessu hausti. Ekki náðist að veiða um 40 dýr sem leyfi var fyrir á Borgarfirði og Suðurfjarðarsvæði en öll dýr sem leyfi var fyrir á Snæfellssvæði náðust. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hrein svik segja erfingjar

SIGURÐUR Guðmundsson, barnabarn Vigfúsar Guðmundssonar, eiganda Laufásvegar 43, segir að það séu hrein svik af hálfu Reykjavíkurborgar að hafa hætt við að gera húsið að safni. Erfingjar Vigfúsar og eiginkonu hans gáfu borginni innbúið til þess að það yrði varðveitt en að innan og utan var húsið að mestu leyti í upprunalegu ástandi frá 1915. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Hættuástand vegna bensínleka

HÆTTA skapaðist í Hvalfjarðargöngunum á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar bíll lenti utan í bergvegg ganganna og leki kom að bensíntanki hans. Ung stúlka, sem ók bílnum, var flutt á slysadeild og var talin slösuð á hálsi og baki. Loka þurfti göngunum í rúmar tvær klukkustundir. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 439 orð

Indónesíustjórn dregur í land

RÍKISSTJÓRN Indónesíu tilkynnti í gær að hún myndi fresta gildistöku umdeildra öryggislaga er hafa valdið blóðugum uppþotum síðustu daga í Jakarta, höfuðborg landsins, sem dregið hafa fjóra menn til dauða. Kemur ákvörðunin á óvart því indónesísk stjórnvöld hafa sjaldan áður brugðist við mótmælaaðgerðum almennings. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Innheimtumenn fíkniefnaskuldar lausir úr haldi

LÖGREGLAN í Reykjavík sleppti í gær úr haldi seinni manninum, sem hún handtók, grunaðan um að hafa misþyrmt ungum manni vegna fíkniefnaskuldar, sem nam nærri hálfri milljón króna. Upplýst er að innheimtumennirnir fóru mannavillt. Lögreglan handtók tvo menn vegna málsins og hefur þeim nú báðum verið sleppt úr haldi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Íbúasamtök stofnuð

ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæjarins í Kópavogi verða stofnuð á fundi, sem haldinn verður í sal Kópavogsskóla klukkan 20 á þriðjudag. Hverfið afmarkast af Gjánni að vestan, Bröttubrekku að austan, Kópavogslæknum að sunnan og Nýbýlavegi að norðan. Undirbúningsnefnd hefur unnið að stofnun samtakanna í sumar í kjölfar íbúafundar. Sá fundur leiddi m. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Ísland freistandi fyrir erlenda dreifingaraðila

JÓN H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að Ísland sé freistandi fyrir erlenda dreifingaraðila fíkniefna þar sem kaupgeta fólks sé mikil hérlendis og verðlag almennt hátt. Að mati Jóns segir sú staðreynd til um fíkniefnaverðið. "Þótt fíkniefnamarkaðurinn á Englandi sé t.d. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Keppst við í Kringlunni

Keppst við í Kringlunni YFIR fjögur hundruð iðnaðar- og verkamenn, þar af um eitt hundrað erlendir iðnaðarmenn, vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum í og við um tíu þúsund fermetra nýbyggingu Kringlunnar sem formlega verður tekin í notkun 14. október nk. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Hjónanámskeið frá kl. 20 til 22.30 um kvöldið þar sem fjallað verður um samskipti hjóna, leiðir til að auka tjáskipti og auðga samverustundir í daglegu lífi. Kennarar eru prestar við Akureyrarkirkju. Innritun og upplýsingar eru í kirkjunni. Morgunbæn kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgun í Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Kynningarfundur um sjálfboðastarf Rauða krossins

REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins heldur kynningarfund um sjálfboðastarf í Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105, mánudaginn 27. september kl. 20. "Hjá Rauða krossinum koma sjálfboðaliðar að margskonar verkefnum. Sum eru í gangi árið um kring og önnur standa yfir í skamman tíma, frá nokkrum tímum upp í nokkrar vikur. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Kærur vegna áreitni í SMS-skilaboðum

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist nokkrar kærur vegna áreitni og hótana í SMS-skilaboðum GSM- símanna. Björgvin Björgvinsson lögreglufulltrúi segir að ýmist sé um að ræða skilaboð sem særi blygðunarkennd fólks eða þá hótanir. Björgvin segir nokkur tilvik hafa komið inn á borð lögreglunnar um að krakkar séu að senda miður skemmtileg skilaboð, t.d. "Þú ert fífl" eða eitthvað álíka. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 449 orð

Landsbyggðin mikilvæg vegna tækifæranna sem hún geymir

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við unga og aldna Austfirðinga er hann heimsótti Borgarfjörð eystri og Seyðisfjörð í gær á ferð sinni um Austurland. Magnús Þorsteinsson, oddviti hreppsnefndar Borgarfjarðar, tók á móti forsetanum við komuna til Borgarfjarðar eystri, en þar var byrjað á að koma við í grunnskóla staðarins. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Landspítalinn eignast nýtt fjölsneiðatæki Miki

Landspítalinn eignast nýtt fjölsneiðatæki Mikil breyting í röntgenmyndatöku NÝTT tölvusneiðmyndatæki, svokallað fjölsneiðatæki, var tekið formlega í notkun á röntgendeild Landspítalans síðdegis í gær að viðstöddum heilbrigðismálaráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, stjórnendum Landspítalans, forráðamönnum Heklu hf. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

LEIÐRÉTT Höfðinn heitir Bringa ATHUGUL

ATHUGULL lesandi Morgunblaðsins hafði samband við ritstjórn í gær og benti á að rangt var farið með kennileiti í myndatexta um smölun á bls. 12 í blaðinu í gær. Þar var sagt að sjá mætti fé rekið undir Gaukshöfða í Þjórsárdal. Hið rétta er, að sjá mátti féð rekið undir Bringu, sem er næsti höfði norðan við Gaukshöfða í Þjórsárdal. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 404 orð

Læra stærðfræði og nota tölvur

Læra stærðfræði og nota tölvur ÞÓ BÖRN í leikskóla sitji ekki í sérstökum raungreinatímum læra þau ýmislegt tengt greinunum í gegnum leik sinn og athafnir. Þetta kom m.a. fram í fyrirlestrinum Raungreinar í leikskóla, sem Jónína Bjarnadóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir, leikskólakennarar í Hálsakoti í Reykjavík, fluttu. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 117 orð

Menningarmálanefnd skotið á frest

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings ákvað í gær að fresta áformum um að setja á fót sérstaka nefnd er hefur bandarísk menningarmál á sinni könnu og koma í stað þess á mun valdaminni sérfræðinganefnd er mun ekki hafa neitunarvald. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Mótmæla nýrri ríkisrekinni sjónvarpsrás

SAMBAND ungra jafnaðarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á fundi framkvæmdastjórnar Sambands ungra jafnaðarmanna 22. september sl.: "Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna furðar sig á hugmyndum forsvarsmanna Ríkisútvarpsins Sjónvarps um að koma á fót nýrri sjónvarpsrás. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 572 orð

Námið samofið leik barnanna

FÉLAG íslenskra leikskólakennara og Félag leikskólafulltrúa stóðu fyrir ráðstefnu á Grand Hótel í gær, en meginmarkmið ráðstefnunnar var annars vegar að auðvelda leikskólakennurum að byggja upp skólanámskrá í samræmi við nýja aðalnámskrá og hins vegar að upplýsa þá sem fjalla um leikskólamál í sveitarfélögum. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 167 orð

Noregur síðasta Sovétlýðveldið?

BJÖRN Rosengren, iðnaðarmálaráðherra Svíþjóðar, baðst í gær opinberlega afsökunar á ummælum sínum um frændur sína Norðmenn sem hann lét falla er hann hélt að sjónvarpsupptöku sænskrar ríkissjónvarpsstöðvar væri lokið. Rosengren hafði setið fyrir svörum um hvernig Norðmenn og Svíar náðu að leysa deilu sína um fyrirhugaðan samruna símafyrirtækja ríkjanna, Telenor og Telia. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Nýr Engidalsskóli í notkun

BÆJARSTJÓRI Hafnarfjarðar, Magnús Gunnarsson, afhenti Hjördísi Guðbjörnsdóttur, skólastjóra Engidalsskóla, formlega nýja byggingu við skólann. Engidalsskóli er nú annar einsetni grunnskóli bæjarins. Í dag er húsnæði skólans 4.789 fermetrar, þar af er viðbyggingin 2.547 fermetrar. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Nýr framkvæmdastjóri Alliance Française

DENIS Bouclon hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni af Colette Fayard hjá Alliance Française í Reykjavík, sem hýsir m.a. franska bókasafnið. Bouclon er 28 ára gamall bókmenntafræðikennari og hefur kennt við kennaraháskólann í Versölum, ásamt því að stunda rannsóknir, aðallega á bókmenntaverkum frá 18. öld. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Nýr samningur fjölgar leikskólakennurum

GJALDSKRÁ Seltjarnarneskaupstaðar vegna leikskólavistunar hækkar um 20% um mánaðamótin. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, segir að hækkunin sé vegna samnings, sem gerður var við leikskólakennara fyrr á árinu og færi þeim allt að 15% launahækkanir. Starfandi leikskólakennurum í bænum hefur fjölgað um 11­12 síðan samningurinn var gerður. Seltjarnarnes rekur tvo leikskóla með samtals 10 deildum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Olísstöðin, Álfheimum, 40 ára

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Olís við Álfheima er 40 ára um þessar mundir en hún var opnuð árið 1959. Álfheimastöðin hefur frá upphafi verið ein söluhæsta þjónustustöð landsins og um tíma var hún sú stöð í Skandinavíu sem hvað mest seldi af eldsneyti, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 345 orð

Opinskáar endurminningar vekja athygli í Svíþjóð

ENDURMINNINGAR Thage G. Peterssons, fyrrum ráðherra og frammámanns í sænska Jafnaðarmannaflokknum, hafa sett allt á annan endann í stjórnmálalífi Svíþjóðar. Petersson hófst handa við bókarskrifin daginn eftir að hann dró sig í hlé eftir þingkosningarnir í haust og bókin nær fram yfir þær. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 285 orð

Óttast að Mars-farið hafi splundrast

VÍSINDAMENN NASA, Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna, óttast að veðurrannsóknafarið Mars Climate Orbiter hafi splundrast í fyrradag þegar það átti að fara á sporbraut um Mars. Fjarskiptasambandið við geimfarið rofnaði eftir að það hafði gangsett vélar sínar til að komast á sporbraut um Mars eftir 670 milljón kílómetra ferð frá jörðu. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Raftækjum stolið úr sýningarglugga

SJÓNVARPSTÆKI og myndbandstæki var stolið úr glugga raftækjaverslunar við Skútuvog í fyrrinótt. Rúða í glugganum hafði verið brotin og tækin numin á brott. Hjá lögreglunni vöknuðu grunsemdir í gær um hver hefði verið að verki og leiddu vísbendingar til þess að farið var í íbúð í austurborginni. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 181 orð

Réttarstemmning í Ölfusi

Hveragerði-Veðrið lék við bæði fólk og fénað á þriðjudaginn þegar réttað var í Ölfusréttum. Sól og hlýja setti mark sitt á daginn sem jafnan er mikill hátíðisdagur í Ölfusi jafnt og í Hveragerði en þar er gefið réttarfrí í Grunnskólanum til að börnin geti farið í réttir en kennarar nota daginn jafnan til náms. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 378 orð

Rússar herða loftárásir á Grozní

RÚSSAR héldu áfram loftárásum á Grozní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær, sprengdu meðal annars upp sjónvarpsmastur og létu sprengjum rigna yfir bílalest. Tsjetsjensk yfirvöld segja, að þá hafi átta manns týnt lífi og alls skipti tala látinna mörgum tugum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sameining samþykkt

SAMEINING stéttarfélaganna Eflingar og Iðju hefur verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta eða rúmlega 90% atkvæða. 93,2% félaga í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, greiddu atkvæði með sameiningu, 2,9% voru andvíg og 3,9% atkvæða voru auð eða ógild. Atkvæði greiddu 723 eða 32,8% þeirra, sem voru á kjörskrá í Iðju. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 303 orð

Sex ára dreng bjargað úr rústum

SEX ára dreng var í gær bjargað undan húsarústum í bænum Tali á Taívan, þar sem hann hafði legið fastur í rúmlega þrjá sólarhringa eftir jarðskjálftann á mánudag. Björgun drengsins, sem heitir Chang Chin-hung, gaf björgunarmönnum kraft til að halda áfram leitarstarfi í gær, en von um að finna fleiri fórnarlömb á lífi fer þó dvínandi. "Það er í lagi með hann. Hann þarf bara ... Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sjaldséður hvítur hrossagaukur

Sjaldséður hvítur hrossagaukur HVÍTUR hrossagaukur sást í Vestmannaeyjum nú í vikunni og þykir slíkur fugl frekar sjaldgæf sjón. Að sögn Ævars Pedersen fuglafræðings sjást hvítir fuglar eða svokallaðir albinóar hjá flestöllum fuglategundum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Sjálfstæði skóla aukið

NÝR samningur er nú í bígerð hjá bæjaryfirvöldum og skólum í Hafnarfirði. Samingurinn miðast að því að færa fjárhagslega ábyrgð yfir á skólana og skólastjórana, en veitir þeim jafnframt meira frelsi til athafna í skólastarfinu. Reiknað er með að einn til tveir skólar hefji næsta fjárhagsár með slíkum samningi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Sjö ungmennum veitt hvatningarverðlaun

SJÖ ungmenni frá Seyðisfirði tóku í gærkvöld við "Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga". Forsetinn afhenti viðurkenningarnar á kvöldhátíð í íþróttahúsi Seyðisfjarðar. Viðurkenninguna hlutu að þessu sinni: Birkir Pálsson, 16 ára, sem er nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Skagafjörður til selur FBA

GENGIÐ var frá sölu á helmingi þess hlutafjár sem sveitarfélagið Skagafjörður átti í Fiskiðjunni Skagfirðingi í gær. Um var að ræða tæpan 5% eignarhlut Skagafjarðar að nafnverði rúmar 35 milljónir. Sölugengi var 4,4 og söluverð því tæpar 155 milljónir. Kaupandi er Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og umsjón með sölunni hafði Kaupþing Norðurlands. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 1127 orð

Skattlagning ómerkt vegna annmarka á málsmeðferð

YFIRSKATTANEFND hefur fengið til umfjöllunar nokkra tugi kæra vegna skattlagningar slysabóta frá tryggingafélögum og hefur í mörgum tilfellum ómerkt úrskurði skattstjóra um endurákvörðun opinberra gjalda vegna þess að annmarkar hafa verið á málsmeðferðinni, þ.e. ákvæða stjórnsýslulaga hefur ekki verið gætt svo sem hvað varðar rannsóknarreglu 10. Meira
25. september 1999 | Miðopna | 1245 orð

Skipulögð starfsemi eins og hjá mafíu Rannsókn á fjármálahlið stóra fíkniefnamálsins er nú forgangsmál hjá efnahagsbrotadeild

Rannsókn á fjármálahlið stóra fíkniefnamálsins er nú forgangsmál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Mikilvægt er að kalla hlutina réttum nöfnum, segir Jón H. Snorrason, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við Örlyg Stein Sigurjónsson. Hann segir við að eiga starfsemi sem hagi sér eins og hjá mafíu. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 137 orð

Sonur Murdochs blandar sér í pólitískar deilur

SONUR og væntanlegur erfingi fjölmiðlakóngsins ástralska Ruperts Murdochs blandaði sér á dögunum í deiluna um stjórnskipunarlega framtíð Ástralíu er hann sagði í ræðu að Englandsdrottning ætti ekki að setja ólympíuleikana sem halda á í Sydney á næsta ári. Meira
25. september 1999 | Miðopna | 135 orð

SS VEITIR TVEIMUR BÆNDUM ÞRÓUNARSTYRKI

Sláturfélag Suðurlands tilkynnti fyrir skömmu um veitingu þróunarstyrkja til að stuðla að framförum í sauðfjár- og nautgriparækt. Tvær bændur, Ísleifur Jónsson, sauðfjárbóndi í Kálfholti, og Gísli Geirsson, sem framleiðir nautgripakjöt í Byggðarhorni, voru valdir úr hópi umsækjenda. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Stjórnarmenn í KEA funda með Hríseyingum

FULLTRÚAR í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga halda til Hríseyjar nk. þriðjudag, þar sem til stendur að halda fund með heimamönnum um kvöldið. Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður KEA sagði að Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri Snæfells og Eiríkur Jóhannsson kaupfélagsstjóri KEA myndu einnig sitja fundinn. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Strókur gýs á sunnudögum í vetur

VEGNA framkvæmda við nýtt ventilhús Orkuveitunnar í Öskjuhlíð mun Strókur einungis gjósa á sunnudögum, í vetur frá kl. 13 til 17. Strókur, gosvirkið í Öskjuhlíð hannað af Ísleifi Jónssyni verkfræðingi, líkir eftir hegðun goshvera. Boruð var 30 metra djúp hola og í hana sett stálrör með inntaki fyrir heitt vatn. Enginn vélrænn búnaður stýrir gosvirkinu. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUM í Byggðasafni Hafnarfjarðar í Smiðjunni, gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar við Strandgötu lýkur 30. september. Í Ásbjarnarsal er leikfangasýningin "Og litlu börnin leika sér" þar sem sjá má leikföng frá hinum ýmsu tímum. Í stærri salnum er sýningin "Þannig var...", sögu- og minjasýning á munum og myndum í eigum safnsins. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sýnir verk úr leir og járni

GUÐRÚN Jónasdóttir (gjonas) opnar sýningur í Gallerí Hár og list við Strandgötuna í Hafnarfirði í dag,laugardag kl. 16. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verkin eru unnin á þessu ári og eru unnin úr leir og járni. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sölusýning á málverkum

Sölusýning á málverkum SÖLUSÝNING á verkum gömlu meistaranna stendur yfir í Kirkjuhvoli, Kirkjustræti 4. Þar eru á boðstólum málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jónsson, Svein Þórarinsson, Mugg, Gunnlaug Blöndal og Snorra Arinbjarnar. Sölusýningin er opin daglega milli kl. 14 og 18. Meira
25. september 1999 | Erlendar fréttir | 231 orð

Thule-búarnir áfrýja dómi

Thule-búar ákváðu á fundi á miðvikudagskvöldið í Qaanaaq á Norðaustur-Grænlandi að áfrýja dómi Eystri landsréttar í máli þeirra gegn danska ríkinu. Í dómnum var því slegið föstu flutningur íbúanna í Thule 1953 hefði verið nauðungarflutningur, en ekki verið með samþykki íbúanna eins og danska stjórnin hafði haldið fram. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Tjörnin í botni sigketils Kötlu stækkar TJÖRNIN sem myndaðist

Tjörnin í botni sigketils Kötlu stækkar TJÖRNIN sem myndaðist í botni sigketils Kötlu hefur stækkað og er orðin tvisvar sinnum stærri en hún var fyrir tveimur vikum. Hlýtt hefur verið í veðri undanfarið og mikil úrkoma og því er talið að stækkun tjarnarinnar stafi frekar af leysingavatni en bráðnun að neðan. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Tvíburar Skírðir á afmælisdegi langalangömmu

Tvíburar Skírðir á afmælisdegi langalangömmu TVÍBURARNIR Nökkvi Þeyr og Þorri Mar, sem fæddust 13. ágúst síðastliðinn, voru skírðir á afmælisdegi langalangaömmu sinnar, Birnu Jóhannsdóttur, 12. september síðastliðinn. Foreldrar drengjanna eru Hugrún Felixdóttir og Þórir Áskelsson knattspyrnumaður. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Ungfrúnni vel tekið

KVIKMYNDIN Úngfrúin góða og húsið, sem Guðný Halldórsdóttir gerði eftir sögu föður síns, Halldórs Laxness, var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi. Myndinni var vel tekið á frumsýningunni. Upptökur fóru fram í Flatey á Breiðafirði, Svíþjóð og Danmörku. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 517 orð

Úrskurður ráðherra brýtur gegn vernd eignarréttar

EIGANDI fyrirtækisins Stjörnugríss hf. íhugar að höfða mál á hendur umhverfisráðherra til þess að fá hnekkt úrskurði hans um að bygging og rekstur svínabús að Melum í Leirár- og Melahreppi séu háð mati á umhverfisáhrifum. Umhverfisráðherra úrskurðaði fyrir skömmu að bygging og rekstur allt að 8.000 dýra svínabús sem Stjörnugrís hf. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Útgáfu- og prentfyrirtæki styrkja nám í HÍ í hagnýtri íslensku

Útgáfu- og prentfyrirtæki styrkja nám í HÍ í hagnýtri íslensku HÁSKÓLI Íslands hefur fengið til liðs við sig sjö íslensk fyrirtæki á sviði útgáfu og prentunar til þátttöku í fagráði diplómanáms í hagnýtri íslensku við skólann. Fagráðið hélt sinn fyrsta fund á dögunum. Leitað var til fyrirtækjanna Fróða hf., Vöku- Helgafells hf. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Varahlutir á víð og dreif

ELÍAS B. Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri, og Hjalti Finnsson umhverfisfulltrúi komu úr úttektarferð af hálendinu í vikunni og var farangursgeymsla bíls þeirra full af ýmiss konar drasli, einkum varahlutum úr bílum sem ferðalangar höfðu skilið eftir. Meira
25. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Vetrarstarfið hefst

VETRARSTARF kórs Akureyrarkirkju er að hefjast. Inntaka nýrra félaga fer fram í kapellu Akureyrarkirkju næstkomandi mánudag, 27. september, frá kl. 17 til 18.30. Æfingar hefjast á þriðjudag, 28. september, kl. 20. Björn Steinar Sólbergsson, stjórnandi kórsins, gefur nánari upplýsingar. Meira
25. september 1999 | Landsbyggðin | 169 orð

Viðgerð á fjósi á vegum Húsfriðunarsjóðs

Hnausum í Meðallandi-Á vegum Húsfriðunarsjóðs hefur verið unnið að viðgerð á fjósinu hér á Hnausum. Þórður Tómason, safnvörður á Skógum, sá um þetta og verkstjóri var Viðar Bjarnason, Ásólfsskála. Meira
25. september 1999 | Miðopna | 833 orð

Vil vera í fullri vinnu við búskapinn

ÉG ákvað strax að stækka búið og setti mér það markmið að fjölga fénu í 700 og sjá hvernig gengi að reka það þannig. Þróunarstyrkur Sláturfélagsins hjálpar mér við uppbygginguna," segir Ísleifur Jónasson, sauðfjárbóndi í Kálfholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Ísleifur er frá Kálfholti. Hann tók við búinu af foreldrum sínum fyrir þremur árum, fljótlega eftir að hann lauk stúdentsprófi. Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Vinnulag stuðlar ekki að trausti

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði: Meira
25. september 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Æska landsins er þess mesta auðlind

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, minntist sögu Seyðisfjarðar í ræðu sem hann flutti í íþróttahúsi Seyðisfjarðar í gærkvöldi, en beindi þó athyglinni ekki síður að þeim fjársjóði sem væri æska landsins. Í ræðu sinni sagði forsetinn m.a. að upphaf þess nútíma sem Íslendingar þekki megi um margt rekja til Seyðisfjarðar, en þar hafi t.d. fyrsta símstöð landsins risið. Meira

Ritstjórnargreinar

25. september 1999 | Staksteinar | 389 orð

Framtíðin er ekki einkamál forustu og þingflokks

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, segir m.a. á vefsíðu sinni: "Ný skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna þar sem Samfylkingin er með 17% er verulegt áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn hennar. Það hefur allt gengið Samfylkingunni í óhag frá kosningum. Það er eitthvað að hjá stjórnmálaafli sem var með 37% fylgi fyrir ári, fékk 27% í kosningum og mælist nú með 17%." Meira
25. september 1999 | Leiðarar | 647 orð

HAGSÆLD SPÁÐ ÁFRAM

HAGSÆLD SPÁÐ ÁFRAM ÍSLENDINGAR munu búa áfram við mikla hagsæld á næsta ári samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hagvöxtur verður 4,7% og árið 2000 því það fimmta í röð, sem landsmenn búa við hagvöxt um og yfir 5%. Sjóðurinn spáir því og að hagvöxtur í ár muni verða 5,6%, sem er 0,5% meira en endurskoðuð þjóðhagsspá gerði ráð fyrir í júnímánuði sl. Meira

Menning

25. september 1999 | Menningarlíf | 1510 orð

AÐ BOGNA EÐA BROTNA

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld eitt af tímamótaverkunum úr leiklistarsögu 20. aldarinnar, Vorið vaknar eftir þýska leikskáldið Frank Wedekind. Hávar Sigurjónsson rifjaði upp efni og bakgrunn verksins og ræddi við leikara í tveimur aðalhlutverkanna, Friðrik Friðriksson og Ingu Maríu Valdimarsdóttur. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 408 orð

Ástarflækjur fertugsaldursins

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó tekur myndina "Little City" til sýninga um helgina með Annabella Sciorra, Jon Bon Jovi og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum undir leikstjórn Roberto Benabib. Ástarflækjur fertugsaldursins Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 340 orð

Börnin ráða sér sjálf

KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir um helgina dönsku barnamyndina Ein heima eða "Når mor kommer hjem" eftir Lone Scherfig Börnin ráða sér sjálf Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 321 orð

Enn segir af ævintýrum Línu langsokks

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó frumsýnir um helgina barnamyndina Línu í Suðurhöfum sem er framhald teiknimyndarinnar um Línu langsokk, sem bíóið sýndi fyrir nokkrum misserum. Enn segir af ævintýrum Línu langsokks Meira
25. september 1999 | Tónlist | 480 orð

Fágaður teknódjass frá Helvík

Kristján Eldjárn gítar, Samuli Kosminen slagverk auk söngkonunnar Onu Kamu. Miðvikudagskvöldið 22. september kl. 21.00 KRISTJÁN Eldjárn hefur bæði ræktað tónagarð sinn í djassi og klassík og nú bauð hann uppá íslenskfinnskan teknódjass, en hann dvaldi um hríð í Finnlandi við tónlistariðkan og vann þar ma. með samplaranum og slagverksleikaranum Samuli Kosminen. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 643 orð

Fékk að hitta Íslendinga Í gærkvöldi var kvikmyndin Ungfrúin góða og húsið frumsýnd. Af því tilefni kom norski stórleikarinn

Í gærkvöldi var kvikmyndin Ungfrúin góða og húsið frumsýnd. Af því tilefni kom norski stórleikarinn Björn Floberg til landsins og Hildur Loftsdóttir spjallaði stuttlega við hann. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Fiðlu- og píanómaraþon í Ráðhúsinu

FIÐLU- og píanómaraþon verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum Allegro Suzuki Tónlistarskólans í dag, laugardag, kl. 13­15. Maraþon Suzuki-barna felst í því að spila saman þau lög og æfingar sem börnin hafa verið að vinna að til lengri eða skemmri tíma. Einnig verður bók Kristins Arnar Kristinssonar, Suzuki-uppeldi, kynnt. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 100 orð

Fjölskyldudagar á Kjarvalsstöðum

Í VETUR verður bryddað upp á þeirri nýjung að efna til fjölskyldudaga á Kjarvalsstöðum, síðasta sunnudag í mánuði. Þá verður sérstök leiðsögn fyrir börn og fullorðna sem byggð er upp á leikjum og þrautum sem gaman er að taka þátt í en hafa þó ríkt fræðslugildi, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. september 1999 | Leiklist | 970 orð

Fyrirgefning syndanna

eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Byggð á sögu eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir. Kvikmyndataka: Per Källberg. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmynd: Tony Zetterström. Búningar: Vytautas Narbutas. Klipping: Lárus Ýmir Óskarsson. Framleiðendur: Halldór Þorgeirsson og Snorri Þórisson. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 251 orð

Fyrsti eiginlegi Netbankinn

FYRSTI eiginlegi Netbankinn á Íslandi var opnaður í vikunni, nb.is, en hann er banki sem hefur engin útibú nema á Netinu. Netbankinn var settur upp af SPRON og verkefnisstjóri Netbankans, Kristinn Tryggvason, segir að stofnun bankans eigi sér tveggja ára aðdraganda. "Við byrjuðum á að skoða það sem var að gerast á Netinu í bankaviðskiptum og spáðum í hver þróunin yrði. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 99 orð

Innsetningar og skúlptúrar í Gerðarsafni

INGA Rósa Loftsdóttir og Ólafur +Lárusson opna sýningar í sölum Gerðarsafns í dag kl. 15. Í Vestursal sýnir Ólafur Lárusson skúlptúra og teikningar auk innsetninga og á neðri hæð opnar Inga Rósa Loftsdóttir sýningu með yfirskriftinni Ævisaga Ingu Rósu +Loftsdóttur og er um að ræða innsetingu. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 275 orð

Kennedy Íri aldarinnar vestanhafs

JOHN F. Kennedy, sem varð fyrsti kaþólikkinn til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna, var valinn írskættaði Bandaríkjamaður aldarinnar í nýlegri könnun vestanhafs. "Öldin hófst á kröfuspjöldum með áletruninni "Írar eiga ekkert erindi hingað" og henni lauk með Írum í ótal valdastöðum og það var John F. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 228 orð

Kveikt á kertum og stemmning í lofti

ELLEN Kristjánsdóttir heldur tónleika í kvöld í Kaffileikhúsinu þar sem rómantíkin mun ráða ríkjum. Með Ellen koma fram þeir Tómas R. Einarsson sem spilar á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eyþór Gunnarsson sem spilar á slagverk og píanó. "Þetta eru gömul, rómantísk lög sem ég gaf út á geisladiski í fyrra og hafa öll verið sungin af söngkonunni Juliu London. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 73 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

Vorið vaknar eftir Frank Wedekind í þýðingu Hafliða Arngrímssonar. Leikendur: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann G. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 102 orð

Margt smálegt í Galleríi Sævars Karls

MYNDLISTARMAÐURINN Magnús Kjartansson opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti 7 í dag, laugardag, kl. 14. Verkin sem Magnús sýnir nú eru uppstillingar frá árunum 1990­1991 og er myndefnið margt smálegt frá vinnustofunni, diskar, bollar, eldspýtur, vindlar, aska og fleira. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 113 orð

Málverk og teikningar í Galleríi Fold

SIGURÐUR Eyþórsson opnar sýningu á málverkum og teikningum í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, í dag, laugardag, kl. 15. Sigurður útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Ísland árið 1971. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 916 orð

Mp3 leggur undir sig heiminn Tónlistarútgáfa á Íslandi komst á nýtt stig með útgáfu á smáskífu Quarashi á Netinu fyrir viku.

VARLA hefur það farið fram hjá neinum sem inn á Netið ratar á annað borð að mp3-gagnasniðið nýtur sífellt meiri vinsælda við vistun og dreifingu á tónlist. Útgáfufyrirtæki og höfundaréttarsamtök standa ráðþrota frammi fyrir útbreiðslu sniðsins og gera má því skóna að með ráð- og dáðleysi hafi þau nánast misst af lestinni. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 127 orð

Mp3-skrár verða að plötu

EINS og getið er er mp3 sérstakt gagnasnið og talsvert frábrugðið því sniði sem er á venjulegum geisladiskum. Til að brenna tónlistardisk í geisladiskabrennara þarf því að byrja á að breyta tónlistinni í svonefndar wav-skrár. Til þess eru ýmsar leiðir færar, en ein sú algengasta er að nota mp3-spilarann Winamp til að breyta skjölunum. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 610 orð

Nýja rás í stað dagskrár

Þær fréttir berast nú úr herbúðum ríkiskassans, að í hyggju sé að koma annarri rás á fót við hliðina á sjónvarsprásinni, sem fyrir er. Er þar valinn sá kosturinn að bæta við annarri rás í stað þess að reyna að ritstýra þeirri, sem fyrir er. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 200 orð

Pétur Örn sýnir í GUK

SÝNING Péturs Arnar Friðrikssonar tekur á sunnudag við af sýningu Gjörningaklúbbsins í EXHIBITION place ­ Garður Udhus Küche, sem er sýningarstaður fyrir myndlist í þremur löndum; í húsgarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 459 orð

Prinsinn hugprúði í Camelot

KVIKMYNDIR/Sagabíó frumsýnir um helgina ævintýramyndina Prins Valíant með Stephen Moyer, Katherine Heigl, Thomas Kretschmann og Edward Fox í aðalhlutverkum. Frumsýning Prinsinn hugprúði í Camelot Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 145 orð

Rithöfundur og fíkill Viðvarandi miðnætti (Permanent Midnight)

Leikstjórn: David Veloz. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Elizabeth Hurley og Maria Bello. 90 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár ÞETTA er sannsöguleg frásögn rithöfundarins Jerry Stahl um hrottalega eiturlyfjaneyslu hans sem handritahöfundar í Hollywood. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 228 orð

Samdráttur hjá Sierra

LEIKJAFYRIRTÆKIÐ Sierra var brautryðjandi í grafískum leikjum á sínum tíma, meðal annars með Kings Quest-leikjunum byltingarkenndu. Sierra-stjórar náðu þó ekki að fylgja þróuninni og eftir að hafa gert nokkra slaka leiki tók að halla undan fæti hjá fyrirtækinu. Fyrir skemmstu greip það til mikilla sparnaðarráðstafana, sagði upp fólki og hætti við nokkra leiki. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 246 orð

Stafrænt vasadiskó

SONY náði á sínum tíma frumkvæði í ferðatækjum sem almennt kallast vasadiskó og aðrir framleiðendur fylgdu í kjölfarið. Enn stefna þeir Sony-menn að nýjungum, því fyrir jól verður settur í sölu í Japan stafrænn vasaspilari. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Svöl glæpamynd Montana (Montana)

Framleiðandi: Sean Cooley, Cindy Cowan, Zane W. Levitt, Mark Yellen. Leikstjóri: Jennifer Leitzes. Handritshöfundur: Erich Hoeber, Jon Hoeber. Kvikmyndataka: Ken Kelsch. Tónlist: Cliff Eidelman. Aðalhlutverk: Kyra Sedgwick, Stanley Tucci, Robin Tunney, Robbie Coltrane, John Ritter, Ethan Embry, Philip Seymour Hoffman.(95 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Meira
25. september 1999 | Menningarlíf | 53 orð

Sýning á málverkum og ljóðum

LISTAMENNIRNIR Gabríela Friðriksdóttir og Magnús Sigurðarson (Maggogabb ehf.) opna sýningu sína Listir í oneoone gallerí á Laugavegi 48b í dag, laugardag. Sýningin saman stendur m.a. af málverkum og ljóðum og stendur til 12. október. Galleríið er opið mánudaga til föstudaga kl. 12­19, laugardaga kl. 11­16 og sunnudaga kl. 14­17. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 204 orð

Tekist á um myndasöfn

MEÐAL þess sem Willam Gates hefur eytt aurum sínum í er myndasöfn. Með skipulögðum kaupum á ýmsum söfnum hefur hann myndað eitt umfangsmesta myndasafn heims og kallast Corbis. Hann á sér þó skæðan keppinaut þar sem er Mark Getty af olíuættinni frægu. Meira
25. september 1999 | Margmiðlun | 236 orð

Varist Trójuhesta

MÖRG tilefni verða illvirkjum hvatning til dáða, nú síðast æsingur manna yfir næstsíðustu áramótum aldarinnar, 1999/2000. Þannig hafa ýmsir um allan heim fengið póst sem sagður er frá Microsoft og hafi að geyma hugbúnað sem auðvelda eigi fólki niðurtalninguna til áramóta. Hrekklausir sem reyna að keyra hugbúnaðinn fá engan teljara upp, en í hans stað smitar skráin tölvuna af ormi. Meira
25. september 1999 | Fólk í fréttum | 877 orð

Þrár og einþykkur afbragðsleikari

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN George C. Scott, rámi og harðgerði leikarinn sem naut sín best þegar hann túlkaði viðkvæmnina undir harðri skel persóna sinna, lést á heimili sínu í Westlake Village, norður af Los Angeles, á miðvikudag. Hann var 71 árs. Meira

Umræðan

25. september 1999 | Aðsent efni | 968 orð

Að sökkva virkjun

Ég held að eina sáttin í þessu máli verði sú, segir Friðrik Erlingsson, að Austfirðingar fái sitt álver og því verði stungið í samband við hafstraumavirkjun sem sökkt verði út af Reyðarfirði. Meira
25. september 1999 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Athygli karlmanna vakin af Nike

NIKE sækist eftir athygli og hana eiga þeir skilið frá öllum íslenskum karlmönnum. Í grein minni til Nike í Morgunblaðinu þann 11.9. spurði ég um tilgang feitletraðrar setningar í vönduðum auglýsingabæklingi fyrirtækisins og hvaða skilaboð fælust í henni. Spurningu minni svaraði Björn L. Þórisson, sölu- og markaðsstjóri Austurbakka hf. þann 17.9. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 735 orð

Bætum samfélagsþjónustuna

Fyrir BSRB vakir að stofna til umræðu um leiðir, segir Ögmundur Jónasson, til að veita notendum sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Meira
25. september 1999 | Bréf til blaðsins | 677 orð

Dagvistarmál í Danmörku Öll börn fá pláss fyrir eins árs og frítt fyrir lágtekjufólk

ÉG get nú ekki orða bundist þegar ég les um það ófremdarástand sem ríkir í dagvistarmálum á Íslandi þessa dagana og langar mig til að segja aðeins frá þeim málum í Árósum í Danmörku. Við hjónin ásamt 2 börnum fluttumst hingað út fyrir ári, þar sem ég byrjaði í námi í hjúkrunarfræði. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 454 orð

Eitthvað fyrir alla

Félögin í Reykjavík hafa eitthvað í boði fyrir alla, segir Sigurbjörn Þorkelsson, hvar í flokki sem menn kunna að standa og á hvaða aldri sem er. Meira
25. september 1999 | Bréf til blaðsins | 414 orð

Er Fljótsdalsvirkjun góð fjárfesting?

GREIN Þorsteins Siglaugssonar um tap á Fljótsdalsvirkjun, sem birtist í Morgunblaðinu 4. september, kallar á skilmerkilegri svör en Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar gefur í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrir utan upphrópanir ("fráleitt" ... "[þessu hefur] margoft verið svarað að hálfu fyrirtækisins" ... "hver maður getur séð að það er út í hött") eru nokkur efnisatriði í máli Friðriks. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 300 orð

Erlend fyrirtæki ala verðbólgu á Íslandi HagfræðiOrsök

Orsökin er nefnilega milljarða króna halli á viðskiptareikningi við útlönd, sem er kominn til vegna þess, segir Magni Guðmundsson, að allt fæst að láni. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 376 orð

Eru læknar náttúruauðlind?

Gagnagrunnsmálið snýst um siðgæði annarsvegar, fjárglæfra hinsvegar, segir Jóhann Tómasson, og spyr: Hverjir eiga svo að borga milljarðana sex? Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 976 orð

Heilsa, öryggi og skipulag

Stjórn Samtaka um betri byggð þakkar ráðherranum aftur fyrir skjót og greinargóð svör, segja Jóhann J. Ólafsson og Örn Sigurðsson, í athugasemdum við svör samgönguráðherra í Mbl. 21. sept. sl. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 525 orð

Hverjir eru kúgaðir?

Ég vona að skoðanafrelsi verði áfram virt á Íslandi, segir Þórður Sigurðsson, og fólk sleppi við persónulegar ófrægingarherferðir fyrir skoðanir sínar. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 968 orð

Leigusamningur á greiðslumarki í mjólk

Bændur landsins, segir Friðjón Guðmundsson, hafa nú frjálsar hendur með að gera samninga sín á milli um leigu á greiðslumarki í mjólk, tímabundið. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 1513 orð

Með kveðju til Hríseyinga

Hríseyingar, segir Svanhildur Daníelsdóttir, látið ekki hvarfla að ykkur eitt augnablik að leggja árar í bát og alls ekki yfirgefa eyna ykkar. Meira
25. september 1999 | Aðsent efni | 1040 orð

Robbie Williams er skemmtilegur fýr

Flestallir tónleikagestir, sem vel að merkja voru á öllum aldri, segir Guðrún Kristjánsdóttir, skemmtu sér býsna vel. Meira
25. september 1999 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Röng notkun orðsins tvítyngdur

Í FRÉTTUM undanfarna daga hefur nokkuð verið rætt um vandamál "tvítyngdra" barna á Íslandi. Þar virðist fyrst og fremst vera um að ræða börn af vietnömskum uppruna. Þau tala móðurmál sitt, en hafa ekki (enn) náð tökum á íslenzku og eiga þess vegna í ýmiss konar erfiðleikum í samskiptum við "innfædda". Meira

Minningargreinar

25. september 1999 | Minningargreinar | 166 orð

Eiríkur Sigurjónsson

Mín fyrstu kynni af Eiríki Sigurjónssyni voru haustið 1995 þegar ég og unnustan bjuggum á Lýtingsstöðum í smátíma. Eiríkur var stór og mikill. Ég sat inni í eldhúsi með honum og hann horfði á mig og rannsakaði mig með sínu sérstaka augnaráði. Ég var nú svolítið smeykur við þennan mann en svo fórum við að tala um vinnuvélar og pólitík sem hann hafði mjög sérstakar skoðanir á. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Eiríkur Sigurjónsson

Á dánardegi Eiríks föðurbróður míns sagði Silla föðursystir mín mér eftirfarandi sögu um atvik sem átti sér stað í bernsku þeirra systkina: "Dag einn þegar ég var átta ára og Eiríkur fjögurra vorum við einhvers staðar úti að leika okkur. Þá kom ég kom auga á risastóran svepp, þann stærsta sem ég hafði nokkurn tímann séð. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Eiríkur Sigurjónsson

Elsku pabbi. Nú er þinni þrautagöngu loksins lokið. Margar minningar hrannast upp í hugann við þessi tímamót. Þið mamma fóruð oft með okkur krakkana í ferðalög þegar við vorum lítil, til dæmis á Kýlinga, inn í Lambhaga, upp á Þingvelli og fleira og fleira. Ferðir sem manni eru minnisstæðar frá því við krakkarnir vorum smá peð. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 321 orð

EIRÍKUR SIGURJÓNSSON

EIRÍKUR SIGURJÓNSSON Eiríkur Sigurjónsson fæddist á Lýtingsstöðum í Holtum 16. september 1934. Hann lést á Lýtingsstöðum 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson, bóndi frá Lýtingsstöðum, f. 1899, og kona hans, Arndís Eiríksdóttir, ljósmóðir, f. 1906. Eiríkur var þriðji í röðinni af sjö systkinum og eru fjögur þeirra á lífi. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 559 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Beta frænka mín hefur kvatt okkur. Gítarinn hennar og fallega röddin mun ekki gleðja okkur meir á þessari jörðu. Hún er sennilega komin í "Englakórinn" hjá Edda bróður. Ég sé þau fyrir mér, bæði há og grönn, standandi með annan fótinn uppi á stól, gítarnum til stuðnings, að halda uppi fjörinu, og að sjálfsögðu alltaf með íslenskum lögum. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 472 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Það var ekki hægt annað en að kveðja þig, elsku Beta, með ljóðlínum eftir Davíð. Það var haustið 1986, sem allstór hópur fólks, aðallega konur, var samankominn í Menntaskólanum á Ísafirði, innritaður í öldungadeild skólans, með eitt markmið og eina þrá, að læra meira. Beta var ein þeirra, glæsileg kona sem allir tóku eftir. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 502 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Oft um ljúfar ljósar sumarnætur læðist kvæði fram í skáldsins önd. Yfir dal er draumabjarmi nætur djúpur friður gjörvallt sveipað lætur. Báran andar létt við lága strönd. Og um þessar yndislegu stundir er ég fullu sáttur heiminn við. Sest ég niður húsvegg mínum undir hægur nætursvalinn kyssir grundir. Andvarp breytist blítt í kvæðaklið. (H. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 498 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Á okkar ísa kalda landi eru sumrin stutt og hið fölnandi haust tekur völdin fyrr en varir. Grösin hníga að velli og sameinast móður jörð. Þá er einnig ferðbúin liljan hringa. Þá hneigir hún höfuð sitt að fölbleikri grund. Það eru ekki bara sumrin sem okkur þykja stutt, sjálft lífið er oft styttra en nokkurn varir. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Það var einn af fegurstu dögum septembermánaðar árið 1993. Vatnsfjörður baðaður í geislum sólarinnar, vestfirsku fjöllin á hvolfi á spegilsléttum sjónum og haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Hópur fólks kom saman í Hótel Flókalundi til að hefja nám í leiðsögn um Vestfirði. Fólkið kom alls staðar að af Vestfjörðum; Dýrafirði, Ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík, Patreksfirði og víðar. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 712 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Sjaldan er ein báran stök. Þau orð hafa sannast með átakanlegum hætti hjá okkur starfsmönnum sýslumannsembættisins í Bolungarvík. Á haustdögum á liðnu ári var skyndilega brottkvaddur ágætur starfsmaður embættisins til margra ára, Einar Þorsteinsson lögregluvarðstjóri. Þá voru liðin um fjögur ár frá því að Guðrún Ólafsdóttir, sem annaðist ræstingar, hafði fallið frá á besta aldri. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 852 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Mamma, mamma mín. Ó hve sorgin er sár. Ég reyni að hugsa um hvað þér líður vel núna, í faðmi allra þeirra sem biðu eftir þér með opinn faðminn. Hönd í hönd með pabba þínum sem leiðir þig til Guðs. Stríðið loks búið. Ég kreisti hönd þína svo fast þegar þú skildir við. Ég vona að þú hafir heyrt í mér þegar ég sagðist elska þig svo heitt, og í okkur öllum sem elskuðum þig svo heitt. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Á viðkvæmri kveðjustund langar okkur systkinin að þakka Betu frænku okkar fyrir ljúfa vináttu og ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Við eigum bara bjartar minningar um þessa frænku. Hún var traust og sterk og svo hafði hún þessa sérstöku góðu kímnigáfu. Í dag er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu Betu frænku okkar. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 345 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Hún Beta frænka er dáin, langt um aldur fram. Þetta er mér harmafregn mikil. Þessi lífsglaða stúlka, sem alltaf var til í að taka gítarinn sinn og syngja fyrir mig. Þegar hún söng þá söng hún um land sitt og þjóð. Landinu sínu ann hún og ræktaði við það frændsemi líkt því sem hún og gerði við okkur frændfólk sitt. Aldrei var að tómum kofunum komið hjá henni ef rætt var um landið. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Þegar menn eru lengi saman á sjó kynnast þeir hver öðrum nánar en þeir sem vinna saman í landi og fara heim að loknu dagsverki. Eins er með vinabönd sem myndast milli sjómannskvenna sem langtímum saman eru einar heima með börn og bú, jafnvel langt frá sinni fjölskyldu. Við leitum hver til annarrar og bindumst styrkum böndum. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Elísabet Alda Kristjánsdóttir Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænum mínum, en guð vildi fá þig, og hafa með englum sínum. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 654 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Hún syngur ekki oftar fyrir okkur. Hún leikur ekki oftar á gítarinn. Hún stígur ekki lengur dans. Við heyrum ekki sögurnar hennar aftur. Hún hlær ekki lengur með okkur. Fætur hennar takast ekki meira á við vestfirsku fjöllin. Mamma er dáin. Það er aðeins rúmt ár síðan hún bar mig á langabaki á heiðinni heima, af því að allir hinir voru með börnin sín á bakinu. Þá var hún full af krafti og fjöri. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Ég sé orð þín í spegli hafsins. Finn þau í nið aldarinnar. Þau umlykja mig með stoltum söknuði. Þú stendur á ströndinni íklædd bernskunni. Hjarta þitt er hjarta næturinnar. Augu þín eru sljó en opin. Heimur þinn bíður eftir þér. En minning þín verður eftir hjá mér. (Kristín Gerður. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Elsku Beta okkar. Nú hefur þú kvatt þennan heim og heilsað öðrum. Við vitum að nú líður þér vel eftir þær þjáningar sem þú máttir þola. Afi hefur örugglega tekið á móti þér með sínum hlýja faðmi og umvafið þig ást og umhyggju. Álfrún Perla litla sagði eftir að þú fórst, að þegar við erum á jörðinni erum við sofandi og þegar við kveðjum vöknum við og við tekur annað sem við þurfum ekki að hræðast. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Elskulega Beta mín, ó, hve ég sakna þín sárt. Þú varst okkur öllum sem móðir, gerðir allt til að láta okkur líða vel, varst til staðar þegar okkur leið illa, þá komstu og kysstir tár okkar burtu og okkur leið strax betur við að finna fyrir nálægð þinni. Þú varst svo vandvirk, ég man hvernig þú hengdir út á snúru, það varð að vera þráðbeint og það fauk í þig ef aðrir gerðu það ekki líka. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Nú haustar að og sumarfuglar kveðja. Margs er að minnast. Elísabet Alda Kristjánsdóttir eða Beta, eins og hún var kölluð, var litríkur sumarfugl sem söng allra fugla fallegast. Hún var nátturubarn sem hafði yndi af fegurð fjalla, ljóða og góðra bókmennta. Í faðmi stórbrotinna vestfirskra fjalla undi hún sér best. Beta fékk í vöggugjöf góðar gáfur og mikla persónutöfra. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Elísabet Alda Kristjánsdóttir

Ég var svo heppinn að komast í sveit sem strákur. Ég fór vestur í Önundarfjörð og var á Brekku hjá Öddu og Kitta úti á Ingjaldssandi. Þar kynntist ég yndislegu fólki og lærði margt sem ég bý að enn í dag. Þetta var skyldfólk mitt og fékk ég að finna að þarna væri ég velkominn enda allir ein stór fjölskylda á Brekku. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 251 orð

ELÍSABET ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR

ELÍSABET ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR Elísabet Alda Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri 23. febrúar 1951. Hún lést í Reykjavík 16. september síðastliðinn. Faðir hennar var Kristján Guðmundsson, f. 27. september 1918, d. 28. mars 1988, bóndi á Brekku á Ingjaldssandi. Móðir hennar er Árilía Jóhannesdóttir, f. 20. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Elísabet Kristjánsdóttir

"Hún Beta er alltaf svo skemmtileg," ­ "já, hún er alltaf að spila og syngja." Svo mæltist börnum mínum í síðustu viku þegar þeim var sagt frá því að e.t.v. fengi Beta föðursystir þeirra ekki að lifa nema nokkra daga til viðbótar. Víst er að í huga margra er þetta myndin sem fyrst birtist þegar Elísabetar Kristjánsdóttur er minnst. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 913 orð

Guðrún Karlsdóttir

Athygli vakti okkar systkina, þegar Sigurður Gunnarsson, sem gegnt hafði skólastjórastöðu við Barna- og unglingaskólann á Húsavík um eins árs skeið, kom á heimili foreldra okkar, Framnesi á Húsavík, sumarið 1941 og kynnti þar hina glæsilegu eiginkonu sína, Guðrúnu Karlsdóttur frá Seyðisfirði. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 127 orð

GUÐRÚN KARLSDÓTTIR

GUÐRÚN KARLSDÓTTIR Guðrún Karlsdóttir fæddist á Seyðisfirði 29. maí 1917. Hún lést í Landspítalanum 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Finnbogason, skólastjóri á Seyðisfirði, og Vilhelmína Ingimundardóttir. Guðrún var elst sex barna þeirra hjóna en systkini hennar eru: Helga, f. 8. júlí 1918; Þóra Hlín, f. 6. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 401 orð

Hermína Marinósdóttir

Hermína Marinósdóttir verkakona sem dvelst á hjúkrunarheimilinu Seli, áður til heimilis í Aðalstræti 4 á Akureyri, varð 80 ára 24. september. Hermína fæddist á Siglufirði árið 1919. Hún er dóttir Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur og Marinós Jónssonar. Hermína ólst upp hjá fósturmóður sinni, Sigríði Hannesdóttur á Hólum í Fljótum í Skagafirði. Hún giftist Víglundi Jóhannesi Arnljótssyni 14. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 798 orð

Hólmfríður Einarsdóttir

Að kvöldi 13. september hringdi Elínborg systurdóttir mín frá Egilsstöðum og sagði okkur að Hólmfríður systir mín hefði látist þá fyrr um kvöldið. Þetta kom okkur ekki mjög á óvart, þar sem við vissum að hún hafði nokkrum dögum áður verið flutt fárveik á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Jóhanna B. Þórarinsdóttir

Elsku amma mín. Þá hefur þú kvatt okkur og þennan heim og ert komin við hlið afa á ný. Þið afi voruð mér mikils virði í minni æsku og dekruðuð við mig eins mikið og þið gátuð. Það var alltaf vinsælt að koma til þín í eldhúsið hvort sem var heima hjá ykkur í Álfaskeiðinu eða á Sólvangi í vinnuna til þín. Alltaf fékk maður eitthvað gott í munninn og aldrei fór maður svangur frá þér. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 721 orð

Jóhanna B. Þórarinsdóttir

Elsku amma mín, núna ertu farin til hans afa, ekki þurftuð þið að bíða lengi hvort eftir öðru en þetta rúma ár var örugglega löng og erfið bið fyrir þig. Ykkar hjónaband var mjög farsælt og langt, þið hefðuð einmitt átt 60 ára brúðkaupsafmæli 10. desember nk. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Jóhanna B. Þórarinsdóttir

Elsku amma, núna ertu farin og komin til hans afa. Við vitum að þú saknaðir hans sárt síðan hann fór þannig að það er gott að núna getið þið verið saman. Það var eftir þér að sofna og láta þannig sem minnst hafa fyrir þér. Þú varst þessi hæga manngerð sem vannst allt í hljóði en áorkaðir samt alltaf miklu. Seinustu viku hafa minningarnar streymt fram í hugann, t.d. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Jóhanna B. Þórarinsdóttir

Ein af fögru rósunum í tengdadætrahópi hennar ömmu minnar, Magnfríðar Ívarsdóttur, er fallin frá. Jóhanna Þórarinsdóttir, kona Ingimundar Halldórssonar móðurbróður míns, Hanna hans Munda, eins og við í fjölskyldunni sögðum gjarnan var einstaklega væn kona eins og hún átti kyn til. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 273 orð

JÓHANNA B. ÞÓRARINSDÓTTIR

JÓHANNA B. ÞÓRARINSDÓTTIR Jóhanna Breiðfjörð Þórarinsdóttir fæddist í Melhúsum á Seltjarnarnesi 25. september 1915. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kristján Ólafsson frá Múla í Gufudalssveit og Guðmundína Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauðeyjum. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Ragnar Þorsteinsson

Með Ragnari Þorsteinssyni er genginn einn af eftirminnilegustu mönnum, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni. Til þess liggja fleiri en ein ástæða. ­ Ég hefi líklega verið 12 ára gamall, þegar ég kynntist Ragnari fyrst í vegavinnu vestur í Dölum. Ég var þá "kúskur" en það var atvinnuheiti strákanna, sem teymdu vagnhest í vegavinnunni. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 421 orð

Ragnar Þorsteinsson

Haustið 1956 kom til starfa við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði hópur starfsmanna. Það gerist að vísu oft að nýtt fólk hefur vinnu en að þessu sinni var ekki um það eitt að ræða. Um nokkurt skeið hafði kennsla við skólann legið niðri en hafði verið hafin á ný árinu áður, en það fólk hafði snúið til annarra starfa svo alger endurnýjun varð. Meira
25. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

RAGNAR ÞORSTEINSSON

RAGNAR ÞORSTEINSSON Ragnar Þorsteinsson fæddist í Ljárskógaseli 28. febrúar 1914. Hann lést í Reykjavík 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. september. Meira

Viðskipti

25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Athugasemd frá Landsbanka Íslands hf.

VEGNA athugasemdar starfsmanns SPRON og verkefnisstjóra Netbankans sem birtist í Morgunblaðinu í gær, föstudag, vill Landsbanki Íslands hf. koma eftirfarandi á framfæri: "Sparisjóður Reyjavíkur og nágrennis var ekki fyrstur íslenskra banka til að stofna "banka án útibúa" eins og fram kemur í athugasemd frá Kristni Tryggva Gunnarssyni, verkefnisstjóra Netbankans. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Búnaðarbankinn með 1,55% hlut í Eimskipi

GENGI hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 1,5% í gær, en þá voru 17,9 milljóna króna viðskipti með bréf félagsins á Verðbréfaþingi Íslands. Lokagengi bréfanna var 10,1. Samtals voru viðskipti með bréf Eimskips fyrir tæplega 200 milljónir króna þessa viku, en veruleg viðskipti hafa átt sér stað með bréf í félaginu undanfarnar vikur og hefur gengi þeirra hækkað úr um 8, Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 856 orð

Engin sérkjör í boði

FULLYRÐINGAR forsvarsmanna Lyfjabúða hf., sem eru að 81% hlut í eigu Baugs hf., um samhliða innflutning lyfja, m.a. að Baugur ætli sér að vinna gegn alþjóðlegu verðmyndunarkerfi lyfjaframleiðenda, lýsa vankunnáttu stjórnenda fyrirtækisins á þessum málum, að mati Inga Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lyfju hf. Hann segir fullyrðingar um að Lyfjabúðir hf. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Hagnaðurinn nam fjórar milljónir króna

HAGNAÐUR samstæðu Hólmadrangs hf., sem myndaður er af Hólmadrangi hf. og dótturfélaginu Gunnbjörgu ehf., nam 4 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, en engar óreglulegar tekjur eða gjöld voru á tímabilinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Velta tímabilsins nam tæpum 359 milljónum króna, borið saman við 710 milljónir allt árið 1998. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Little Caesars pizzastaður opnaður á Íslandi

Little Caesars pizzastaður opnaður á Íslandi LITTLE Caesars pizzastaður verður opnaður í dag í Fákafeni 11. Er það fyrsti staðurinn í keðjunni sem er opnaður í Norður- Evrópu en Little Caesars er alþjóðleg pizzakeðja með rúmlega 4.600 afgreiðslustaði víða um heim. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Lækkanir í Wall Street og Evrópumörkuðum

LOKAGENGI lækkaði á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær vegna uggs um að meira tap sé næsta leiti, þar sem Dow Jones náði sér ekki á strik eftir mikla dýfu á fimmtudag. Dalurinn mjakaðist upp á við gegn jeni vegna möguleika á alþjóðlegu samkomulagi um að halda hækkun jens í skefjum. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Ríkissjóður endurfjármagnar lán í Sviss

SEÐLABANKI Íslands hefur falið svissneska bankanum Credit Suisse First Boston að annast skuldabréfaútgáfu fyrir ríkissjóð á skuldbréfamarkaði í Sviss. Fjárhæð útgáfunnar er 100 milljónir svissneskra franka eða liðlega 4,7 milljarðar íslenskra króna. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Skoðum heildarmyndina

"Í athugasemd sem birt var í Morgunblaðinu í gær frá Netbanka SPRON er gefið í skyn að undirritaður hafi hallað réttu máli í viðtölum við fjölmiðla. Ég sé mig því knúinn til að svara nokkrum orðum. Netbanki SPRON hefur lagt áherslu á að auglýsa þá vexti sem þeir telja hagstæðari hjá sér en keppinautunum. Minni athygli hefur verið vakin á þjónustugjöldum og skilmálum. Meira
25. september 1999 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Xerox kaupir deild í Tektronix

XEROX Corp. hefur keypt Printing/Imaging-deild Tektronik fyrirtækisins fyrir 950 milljónir punda, sem er mesta fjárfesting í sögu fyrirtækisins. Kaupin eru talin bein ögrun við Hewlett-Packard, sem hefur forystu á litprentaramarkaði. Trektonix seldi lit- og leysiprentara fyrir 725 milljópnir dollara í fyrra og Xerox mun tryggja sér 30% hlutdeild á litprentaramarkaði með kaupunum. Meira

Daglegt líf

25. september 1999 | Neytendur | 99 orð

BT og Tal opna í Kringlunni

BÓNUSTÖLVUR og Tal opna nýja verslun á neðri hæð Kringlunnar í dag. Í tilefni dagsins verður boðið upp á ýmis tilboð. Fyrstu fjögur hundruð gestirnir fá frítt á sérstaka forsýningu á "South Park the Movie", sem sýnd verður klukkan eitt eftir hádegi í Kringlubíói. Meira
25. september 1999 | Neytendur | 1311 orð

Lesið í skammstafanir Tölvuheimurinn er upp fullur með skammstafanir sem vefjast fyrir mörgum, MHz, RAM, MB, DIMM, SDRAM og svo

STANDI TIL að kaupa tölvu borgar sig að byrja á að gera sér grein fyrir í hvað nota eigi tölvuna. Ritvinnsla og Netnotkun gerir aðrar kröfur til vélbúnaðar en nýjustu tölvuleikir. Um 90% af öllum einmenningstölvum eru svonefndar PC-samhæfðar tölvur, um 4-6% Macintosh og annað er tölvur af ýmsum gerðum. Meira

Fastir þættir

25. september 1999 | Í dag | 19 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. september, verður sextugur Alfreð Hjaltalín, Skipasundi 5, Reykjavík. Sambýliskona hans er Kolbrún Valdimarsdóttir. Meira
25. september 1999 | Í dag | 46 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í gær, föstudaginn 24. september, varð áttræð Hermína Marinósdóttir verkakona, Hjúkrunarheimilinu Seli, áður til heimilis í Aðalstræti 4, Akureyri. Hermína verður stödd á heimili sonar síns í Þórunnarstræti 87, Akureyri í dag, laugardaginn 25. september, frá kl. 15­18. Eru ættingjar og vinir hjartanlega velkomnir. Meira
25. september 1999 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Danmörku 29. maí sl. Helle Bogder Petersen og Jóhannes Hergils Valdimarsson. Heimili þeirra er í Dragør í Kaupmannahöfn. Meira
25. september 1999 | Í dag | 41 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí sl. í Stokkseyrarkirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Dolores Mary Foley og Guðjón Þór Pálsson. Með þeim á myndinni eru synir þeirra, Jón Páll og Ásgeir James. Heimili þeirra er á Selfossi. Meira
25. september 1999 | Í dag | 30 orð

BRÆÐRABRÚÐKAUP.

BRÆÐRABRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Hagakirkju á Barðaströnd af Sveini Valgeirssyni Haraldur Bjarnason og María Úlfarsdóttir, Haga, Barðaströnd, og Gunnar Ingvi Bjarnason og Regína Haraldsdóttir, búsett á Patreksfirði. Meira
25. september 1999 | Í dag | 1431 orð

Enn eitt hjónanámskeiðið að hefjast

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 26. september næstkomandi verður hjónanámskeið á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar haldið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Leiðbeinendur verða prestar kirkjunnar, þau sr. Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Á námskeiðinu er hugað að grundvelli og tilgangi hjónabandsins. Ennfremur er samskiptum innan þess sérstakur gaumur gefinn. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 577 orð

E- og c-vítamín minnka hættuna á meðgöngueitrun

BARNSHAFANDI konur geta minnkað hættuna á að fá meðgöngueitrun með því að taka daglega inn e- og c-vítamín, samkvæmt rannsókn sem gerð var við King College í London. Meðgöngueitrun, sem er hættuleg bæði móður og ófæddu barni hennar, getur gert vart við sig frá 20. viku meðgöngu. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 1557 orð

Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi.

Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI VESTRA: Sameiginleg kvöldsamvera starfsfólks og sóknarnefnda í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í Langholtskirkju kl. 20. ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ólafur Skúlason biskup messar. Sóknarnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 299 orð

Heilaprótín talið tengjast fíkn

PRÓTÍN, eða eggjahvítuefni, sem safnast upp í heilanum þegar músum er gefið kókaín reglulega kann að útskýra líffræðilegar orsakir fíknar, að því er bandarískir vísindamenn segja. Takist að finna út hvernig hindra megi að prótínið safnist upp kunna að gefast nýir möguleikar á að þróa meðferð við kókaínfíkn og annarri lyfjafíkn, að sögn lækna. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 621 orð

Hvað er ristilerting?

Uppþemba Spurning: Mér dettur í hug að hafa samband við þennan þátt sem ég minnist að hafa séð í Morgunblaðinu, en einhvern tímann hefi ég lesið einhvern vísdóm í honum. Ástæðan fyrir þessu tilskrifi mínu er sú að nýlega hafði ég mig upp úr rúmlega mánaðarflensu til læknis. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 471 orð

Hvíldu vináttuna í tvo tíma Knattspyrnumenn geta verið perluvinir þótt þeir leiki ekki með sama liðinu. Það á til dæmis við um

Sjálfsagt verður allt fallið í ljúfa löð á Meistaravöllum 11 þegar þessar línur birtast, en loft var þar lævi blandið vikuna sem Breiðablik og Skagamenn leiddu saman hesta sína í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Meira
25. september 1999 | Dagbók | 531 orð

Í dag er laugardagur 25. september, 268. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 25. september, 268. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. (Sálmarnir 119, 105.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Mælifell, Arnarfell, Selfoss, Maiemaid Eagle og Snorri Sturluson fóru í gær. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 951 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1024. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1024. þáttur BRÉF Haralds Sigurðssonar. Lokakafli. "14. Óþarfa þýðingar. Lundúnaborg (er London ekki alveg kappnóg og styttra?), Björgvin (Bergen), Öxnafurða (Oxford), Stóðgarðar (Stuttgart) og einna verst og svakalegast er þó Þarmastaðir (Darmstadt). Kambabryggja (Cambridge). Meira
25. september 1999 | Í dag | 452 orð

Lýst eftir myndum Ásgríms Jónssonar

úr Vestur- og Austur- Skaftafellssýslum vegna sýningar í Listasafni Íslands. VEGNA fyrirhugaðrar sýningar á myndum Ásgríms Jónssonar listmálara úr ferðum hans um Vestur-Skaftafellssýslu, Öræfi og Hornafjörð sumrin 1910­1912 og 1927, sem haldin verður í Listasafni Íslands 20. október til 28. nóvember nk., leitar Listasafnið eftir upplýsingum um myndir þessar í einkaeign. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 642 orð

NORÐURLÖNDIN Í UPPÁHALDI

Ragnar Ómarsson, matreiðslumaður á Hótel Holti, sigraði í keppninni matreiðslumaður ársins fyrir skömmu. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Ragnar um fyrri störf og framtíðaráform. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 590 orð

Psoriasis hefur áhrif á lífsgæði

FÓLK með húðsjúkdóminn psoriasis þjáist af tilfinningalegum og líkamlegum vandamálum, sem gjarnan hrjá þá sem haldnir eru mun alvarlegri sjúkdómum. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Baptist-heilsugæslunavið Wake Forest-háskólann í Winston-Salem í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum en þeir rannsökuðu 317 psoriasis-sjúklinga sem þangað leituðu. Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 864 orð

Stólinn fyrir dyrnar "Ýmiss konar sýndarmennska og tildur í tengslum við forsetaembættið hér á síðari áratugum hefur annars

EIGUM við Íslendingar eftir að sigla þöndum seglum á vit lágkúrunnar með sælubros á vör? Verðum við þá að hlýða á stjórnmálamenn og æðstu embættismenn segja okkur ávallt allt af létta um sín nánustu einkamál og sjá þá bera allt á torg, ástamálin, skuldabaslið, Meira
25. september 1999 | Fastir þættir | 886 orð

Uppspretta drauma

H2O, þetta undarlega efnasamband sem myndar formið vatn er uppspretta drauma og alls lifandi efnis, þar með er það andi Guðs og tæki til sköpunar. Vatnið speglar Jave og verk hans í verund okkar og gjörðum sem byggjast á fornum hefðum en með gleymdu upphafi og tilgangi. Meira
25. september 1999 | Í dag | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æsku draumalönd. Beggja skaut byr bauðst mér ekki fyr. Brunaðu nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum, fyrir stafni haf og himinninn. Magnús Stefánsson. Meira

Íþróttir

25. september 1999 | Íþróttir | 205 orð

Afturelding efst og neðst

ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik kvenna hefst með heilli umferð í dag. Íslandsmeistarar Stjörnunnar mæta bikarmeisturum Fram, en liðin mættust í meistarakeppni HSÍ síðastliðinn miðvikudag. Þá höfðu Framstúlkur sigur. FH-ingar mæta ÍR í Kaplakrika, sameiginlegt lið Gróttu og KR leikur gegn Víkingi, Haukastúlkur taka á móti KA og Afturelding mætir Val. Allir leikirnir hefjast kl. 16.30. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 99 orð

Á förum til Kína

FJÓRIR fimleikamenn frá Íslandi taka þátt í heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fer fram í Tienjan í Kína 9. til 16. október. Það eru Elva Rut Jónsdóttir, Björk, Jóhanna Sigmundsdóttir, Gróttu, Dýri Kristjánsson, Gerplu, og Rúnar Alexandersson, Gerplu. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 128 orð

Baldvin skoraði sex mörk

BALDVIN Baldvinsson vann það afrek 1966 að hann skoraði sex mörk í bikarleik gegn ÍA í 8-liða úrslitum. Skagamenn ætluðu þá að stöðva sókndjarfa KR-inga með því að leika rangstöðuleikaðferð. Ekki gekk sú leikaðferð upp ­ KR-ingar unnu 10:0 og voru Skagamenn heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk. Hin mörkin fyrir KR skoruðu Eyleifur Hafsteinsson 2, Ellert B. Schram og Gunnar Felixson. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 896 orð

Draumaviðureign í Laugardal

ÞEGAR flautað verður til leiks á Laugardalsvellinum á morgun kl. 15 er löng bið á enda ­ 36 ár eru síðan KR-ingar og Skagamenn léku til úrslita um bikarinn á snæviþöktum gamla Melavellinum. Leikmenn liðanna háðu margar sögulegar rimmur á árunum 1950 til 1964. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 1266 orð

Fjórir eiga möguleika á heimsmeistaratitli

Langt er síðan jafn mikil spenna hefur verið í stigakeppninni í Formula 1 kappakstri, þ.e. fjórir ökumenn eiga enn möguleika á heimsmeistaratitlinum þegar þeir hafa í besta falli verið tveir á hverju ári undanfarinn áratug. Ágúst Ásgeirsson veltir hér vöngum yfir framhaldinu, en hann er í Nürburgring þar sem keppnin fer fram í dag og á morgun. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 124 orð

Flestir á leiki KR

ALLS komu 80.762 áhorfendur á leikina 90 í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar, sem er að meðaltali 897 áhorfendur á leik. Þetta er mikil aukning frá því í fyrra, en þá komu 65.517 áhorfendur á leikina, eða að meðaltali 728 á leik. 1997 voru áhorfendurnir 68.099, eða að meðaltali 646 á leik. Flestir áhorfendur komu á leik KR og ÍBV, eða 5. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 115 orð

Jafnar Guðmundur 38 ára met Gunnars?

GUÐMUNDUR Benediktsson getur orðið fyrsti KR-ingurinn til að skora mark í öllum umferðum bikarkeppninnar í 38 ár, eða síðan Gunnar Felixson vann það afrek 1961. Guðmundur tekur þátt í bikarúrslitaleik KR og ÍA á Laugardalsvellinum á morgunm kl. 15. Gunnar skoraði fimm mörk í þremur leikjum ­ eitt gegn ÍBH, tvö gegn Fram og tvö í úrslitaleik gegn ÍA, sem KR vann, 4:3. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 317 orð

LARS Bohinen, norski miðvallarlei

LARS Bohinen, norski miðvallarleikmaðurinn sem leikur með Derby County í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, auglýsir nú eftir nýju liði til að leika með á Netinu eftir að knattspyrnustjóri hans hjá Derby, Jim Smith, tjáði honum að hann léki ekki framar með liðinu. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 122 orð

Leikið til styrktar flogaveikum

MEISTARAKEPPNI kvenna í körfuknattleik fer fram í dag, en í henni taka þátt Íslands- og bikarmeistarar KR á móti liði ÍS, sem komst í úrslit bikarkeppninnar fyrr á árinu. Leikurinn fer fram í nýju íþróttahúsi KR í Frostaskjóli kl. 17. KR-ingar geta því unnið þriðja bikar sinn á árinu með sigri á Stúdínum í dag. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 175 orð

Óskabyrjun Evrópu

EVRÓPUBÚAR hafa fengið fjórum vinningum meira en gestgjafar þeirra í Ryder-keppninni í golfi, sem fram fer nærri Boston í Bandaríkjunum, eftir fyrsta keppnisdag af þremur. Sveit Evrópu hefur fengið sex vinninga, en Bandaríkjamenn aðeins tvo. Heimamenn hafa aðeins unnið sigur í einum leik af átta. Það var í fjórmenningsleik Jeffs Maggerts og Hals Suttons gegn Bretunum Lee Westwood og Darren Clarke. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 73 orð

Úkraína fær liðsstyrk frá erkifjendum

ÞRÍR leikmenn úkraínsku meistaranna í Dynamo frá Kænugarði, sem fæddir eru í Rússlandi, hafa ákveðið að gerast úkraínskir ríkisborgarar, að sögn talsmanns knattspyrnusambands Úkraínu. Serhiy Kormiltsev, Serhiy Serebrennikov og Artyom Yashkin eru þegar gjaldgengir í landslið Úkraínu í fjórða riðli undankeppni Evrópumóts landsliða, þeim sama og Íslendingar leika í. Meira
25. september 1999 | Íþróttir | 607 orð

Yfirlýsing frá Víkingi

"VEGNA meints atviks í leik Fram og Víkings í síðustu umferð Landssímadeildarinnar og ásakana í fjölmiðlum af hálfu forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fram um meinta kynþáttafordóma í röðum Víkings vill stjórn knattspyrnudeildar Víkings taka eftirfarandi fram: Stjórn knattspyrnudeildar Víkings harmar þá aðför sem forsvarsmenn Fram hafa gert að félaginu í fjölmiðlum nú síðustu daga þar sem Meira

Úr verinu

25. september 1999 | Úr verinu | 243 orð

Fyrsta síldin til vinnslu á Hornafirði

JÓNA Eðvalds SF landaði tæpum 150 tonnum af síld á Höfn í Hornafirði í gær. Aflinn fékkst á Papagrunninu. Er þetta í annað sinn í haust sem síld er landað á Hornafirði en Húnaröst SF landaði um 50 tonnum þar fyrir skömmu. Síldin sem landað var í gær er nokkuð blönduð en þykir gott hráefni og verður öll flökuð í salt. Er það fyrsta síldin sem fer til vinnslu á Hornafirði þetta haustið. Meira
25. september 1999 | Úr verinu | 104 orð

Sóley Sigurjóns GK frá Póllandi

BENÓNÝ Guðjónsson skipstjóri fór með ístogarann Sóleyju Sigurjóns GK á veiðar í gærkvöldi eftir gagngerar breytingar á skipinu í Póllandi í sumar en það kom heim í Garðinn fyrir helgi. Að sögn Ingibergs Þorgeirssonar útgerðarstjóra Njáls ehf., voru gerðar miklar breytingar á skipinu og tóku þær rúmlega þrjá mánuði. Meira
25. september 1999 | Úr verinu | 263 orð

Verðmæti fiskaflans jókst um 2 milljarða

HEILDARVERÐMÆTI fiskaflans á fyrri hluta ársins 1999 jókst um rúma tvo milljarða króna borið saman við verðmætið á sama tímabili síðasta árs, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfisktegunda hefur almennt aukist á tímabilinu en aftur á móti dregist saman í uppsjávar- og skelfisktegundum. Verðmæti fiskaflans í júní sl. var um einum milljarði lægra en í sama mánuði á síðasta ári. Meira

Lesbók

25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 899 orð

AÐLAÐANDI OG FJÖLBREYTT UMHVERFI MYNDIR OG TEXTAR: GÍSLI SIGURÐSSON

Í Vestmannaeyjum verða flest hús, mannvirki og útilistaverk að mæla sig við Heimaklett sem alltaf bregður stórum svip yfir þetta fagra umhverfi. Húsin í Vestmannaeyjum eru eins og náttúran, afar fjölbreyttrar gerðar. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð

AU.Þ.H.BB.BH.

Syngur nafn hennar mjúkraddaður, titrandi í byrjun, þrisvar sinnum út um glugga. Adidasklæddu löngunarhandleggirnir, handarbökin, hvíla volg undir hökuljósinu sem færist upp leikmjúkan dapurleikann. Veit af nærveru hennar hjá enn mýkri dapurleik. Eyrun örlitlu, útstæðu, hlustandi á birtusögu, fyrir svefninn. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

BÓKMENNTAFERÐ TIL ÍSLANDS

SÆNSKA bókaforlagið En bok för alla og norrænu fullorðinsfræðslusamtökin FNV standa fyrir bókmenntaferð hingað til lands. Símennt sér um allan undirbúning fyrir þessa ferð í samvinnu við íslensku ferðaskrifstofuna Northern Lights Tours í Bretlandi. Leiðsögumaður hópsins er Þórarna Jónasdóttir, hópstjóri Solweig Mononen, starfsmaður hjá En bok för alla. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð

BREZK NÚTÍMALIST VELDUR UPPNÁMI Í NEW YORK

BORGARSTJÓRINN í New York, Rudolph W. Giuliani, hefur að sögn The New York Times hótað að fella niður styrki til Brooklyn- listasafnisns, nema hætt verði við brezku sýninguna "Sensation", sem á að opna í safninu 2. október. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 265 orð

efni 18. sept

Sólskinsdagar í París. Svo nefnir Halldór Þorsteinsson endurminningar frá námsárum í París á árunum eftir stríðið, þegar listamenn töldu nauðsynlegan þátt í menntun sinni að dvelja þar um skeið. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 865 orð

ERFIÐARA AÐ SKRIFA FYRIR BÖRN EN FULLORÐNA Ritþing Guðrúnar Helgadóttur verður í Gerðubergi í dag, laugardag. Í samtali

RITÞING Guðrúnar Helgadóttur verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 13.30-16.00. Stjórnandi þingsins verður Illugi Jökulsson. Spyrlar verða þau Hildur Hermóðsdóttir og Eyþór Arnalds. Þá mun Guðrún Gísladóttir lesa valda kafla úr verkum nöfnu sinnar. Ritþingið er öllum opið. Aðgangur er 500 krónur. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 951 orð

ÉG HANNAÐI EINU SINNI GERVITUNGL Listin, trúin og vísindin mætast í hugarheimi og verkum Benedikts Gunnarssonar listmálara.

Listin, trúin og vísindin mætast í hugarheimi og verkum Benedikts Gunnarssonar listmálara. Ljósið er þó rauði þráðurinn í myndverkum hans á nýrri sýningu í Gerðarsafni; Listasafni Kópavogs. Þóroddur Bjarnason ræddi við Benedikt. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 675 orð

FIMM KYRRÐARMÍNÚTUR VIÐ KERTALJÓS Á ÞRÖSKULDI ÁRÞÚSUNDSINS

Á SENATSTORGINU í miðborg Helsinki verða öll ljós slökkt klukkan fimm mínútur fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Allir þeir sem þangað leggja leið sína til þess að fagna komu ársins 2000 fá í hendur kerti, sem verða tendruð um leið og rafmagnsljósin slokkna, Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1021 orð

FORN SPJÖLL FIRA

Edda: Myths from Medieval Iceland. Tónlistarhópurinn Sequentia (Barbara Thornton, Lena Susanne Norin, söngur; Elizabeth Gaver, miðaldafiðlur; Benjamin Bagby, söngur/lýra). Deutsche Harmonia Mundi DHM 05472 77381 2. Upptaka: DDD, Skálholti 5.­9. nóv. 1996. Útgáfuár: 1999. Lengd: 76:50. Verð (Japis): 2.099 kr. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

FOSSANIÐUR

Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússaunginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka; aungvir hérna, utan við, eftir þessu taka. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

FRANZ MIXA OG PÁLL ÍSÓLFSSON

Brjóstmynd af Franz Mixa hefur nú verið komið fyrir í húsakynnum Tónlistarskólans í Reykjavík, en hann var einn af aðalhvatamönnum þess að skólinn yrði stofnaður 1930 og síðan einn af aðalkennurum skólans á fyrstu árum hans. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 682 orð

FYRSTA MENNINGARBORGIN SEM SETUR SÁNU Á DAGSKRÁNA

ÓHÆTT er að segja að ótalmarga áhugaverða atburði verði að finna á dagskrá Helsinki, menningarborgar Evrópu árið 2000. Fjölbreytnin er gífurleg og verður hér aðeins tæpt á nokkrum verkefnum sem framkvæmdastjórar hinna fimm sviða menningarborgarinnar kynntu alþjóðlegum hópi blaðamanna nýverið. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

HUGARFLUG

Ég sé hvernig hafið bylgjast við blýgráan sandinn og beittir hnífar klettanna rista í sundur brimið hvítt af löðri í loga frá sól. Í landi er margur sem finnur sér hvergi skjól og þar er líka á reiki óhreinn andinn sem engu lífi þyrmir heims um ból. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2257 orð

KATLA OG KÖTLUGOS EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON

Tvær systur Í manna minnum eru tvö eldfjöll allra eldstöðva þekktust á Íslandi: Hekla og Katla. Ástæður þessa eru einkum þær að bæði eldfjöllin eru nærri byggð og bæði hafa gosið í kringum tuttugu sinnum á sögulegum tíma. Hekla hefur sent frá sér meira af gosefnum í rúmkílómetrum talið en Katla, en sú síðarnefnda hefur líklega gosið heldur oftar en hin sl. 4.000-5.000 ár. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

KOLBEINSEY

Sá klettur nefnist Kolbeiney, sem klakaböndin þjarma' að. Aldrei hafa þar mjúkhentri mey mjallahvít lömbin jarmað. Dularfull hún úr djúpi sást, djarfmenni sigldu þangað. En mörgum atgervið mikla brást, þó mjög svo þá hafi langað. Af vatni og frosti fer hún verst, fæst ekki þyrlupallur. Kletturinn harði berst og berst, en bráðum verður þó allur. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

KONA FRÁ SKÓGLAUSU LANDI

IHaustar í hugahúmar í garðihulda fortíðar vakirmeðan "blómin sofa" ­undir iljumannar heimurAðeins ein rósangar meðal runnarjóð sem roði sólará rústrauðum himni"fölnar og bliknar"á frostnóttu IIEitt sinn undií föðurgarðivið ást og yndiuxu hugsjónireikum hærriEitt sinn unniungum mönnumátti draumaum Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2624 orð

"LEIKSTJÓRI DJÖFULSINS"

Riefenstahl braut allar reglur í kvikmyndaheiminum og gerðist leikstjóri. Í ofanálag sýndi hún og sannaði með fyrstu mynd sinni, Bláa ljósinu (Das Blaue Licht) að hún hafði meira til brunns að bera á þessu sviði en flestir starfsbræður hennar. Einn af þeim sem létu heillast af myndinni var Adolf Hitler. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

LOFTSLAGSBREYTINGAR OG GRÓÐUR

ÁRIÐ 1988 voru gefnar út í tveimur bindum niðurstöður af viðamikilli athugun á áhrifum loftslags á landbúnað. Það var stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna til rannsókna á nytjastarfsemi (International Institute for Applied Systems Analysis) sem hóf þetta verk árið 1982 undir forustu Martins L. Parrys. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

SCHOLA CANTORUM Í VERÐLAUNASÖNGFERÐ TIL FRAKKLANDS

KAMMERKÓRINN Schola cantorum er nú að hefja fjórða starfsár sitt og er fyrsta verkefnið tónleikaferð til Frakklands. Fyrir ári bar kórinn sigur úr býtum í fjölþjóðlegri keppni í Noyon í Picardie og fékk í framhaldi af því boð um að halda ferna tónleika ­ dagana 23. til 26. september ­ í nokkrum hinna stóru dómkirkna héraðsins, þ.e. í Péronne, Beauvais, Rue og Noyon. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð

SEX TILNEFNDIR TIL BOOKER-VERÐLAUNANNA

TILKYNNT hefur verið um nöfn þeirra sex rithöfunda sem etja munu kappi um bresku Booker-bókmenntaverðlaunin. Það sem mest þótti koma á óvart, var sú ákvörðun dómaranna að sniðganga rithöfunda líkt og Salman Rushdie, Vikram Seth og Roddy Doyle, sem líklegir þóttu til að hreppa hnossið. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 4568 orð

SÓLSKINSDAGAR Í PARÍS EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Greinarhöfundurinn var í París um og eftir miðja öldina þegar hópur íslenskra

Greinarhöfundurinn var í París um og eftir miðja öldina þegar hópur íslenskra myndlistarmanna var þar við nám, en auk þeirra komu í heimsókn Þórbergur Þórðarson og Margrét kona hans og sagt er frá kaffiboði Halldórs Laxness og Auðar konu hans á Coupole. . Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1534 orð

SUNDURLEIT DÆGUR

Þetta eru auðskilin ljóð en skondin, margt sýnt frá óvenjulegum hliðum, skrifar ÖRN ÓLAFSSON um ljóðasafn danska skáldsins Per Aage Brandt. Einnig segir Örn frá bók danska rithöfundarins Peters Asmussens. Meira
25. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2245 orð

VÍNLAND Í ÍRSKUM FORNRITUM EFTIR HERMANN PÁLSSON Merkasti umróður Íra er kenndur við Meldún og talinn vera saminn á áttundu eða

Merkasti umróður Íra er kenndur við Meldún og talinn vera saminn á áttundu eða níundu öld, en hann stendur djúpum rótum í ævafornum jarðvegi írskrar menningar. Kristnu efni er þar stillt í hóf. Skemmtilegt er til þess að vita að Umróður Meldúns var orðinn lesefni með Írum áður en íslensk þjóð varð til. 4. Írskar fornsögur Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.