Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Ó, þú sveitasæla, sorgarlækning bezt, værðarvist indæla, veikum lækning mest, lát mig lúðan stríðum, loks er ævin dvín, felast friðarblíðum faðmi guðs og þín.
Meira