Greinar föstudaginn 1. október 1999

Forsíða

1. október 1999 | Forsíða | 516 orð

Geislavirkni hefur minnkað verulega

JAPANSKIR sérfræðingar sögðu í gærkvöldi að geislun væri að minnka verulega í kjölfar slyssins í úraníumvinnslustöð í bænum Tokaimura í gærmorgun og að allt benti til að tekist hefði að stöðva keðjuverkun í stöðinni. Um er að ræða versta kjarnorkuslys í sögu Japans. Meira
1. október 1999 | Forsíða | 186 orð

Günter Grass fær bókmenntaverðlaun Nóbels

SÆNSKA akademían tilkynnti í gær, að Günter Grass, þekktasti núlifandi rithöfundur Þjóðverja sem hlaut frægð í einu vetfangi fyrir skáldsöguna "Blikktrommuna" árið 1959, hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Meira
1. október 1999 | Forsíða | 337 orð

Innrás Rússa í Tsjetsjníu er yfirvofandi

RÚSSNESKI herinn hóf í gær takmarkaðar aðgerðir innan landamæra Tsjetsjníu. Ekki hafa borist fregnir af bardögum, en innrás Rússa í landið virðist vera yfirvofandi. Rússar vísa áhyggjum erlendra ríkja á bug á þeim forsendum að um sé að ræða innanríkismál. Meira
1. október 1999 | Forsíða | 280 orð

Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

AÐ minnsta kosti átta manns létu lífið er öflugur jarðskjálfti reið yfir mið- og suðurhluta Mexíkó í gær. Skjálftinn mældist 7,4 stig á Richters-kvarða, en upptök hans voru í Kyrrahafinu, skammt undan strandbænum Puerto Angel. Svo virðist þó sem skjálftinn hafi ekki valdið verulegum skemmdum. Meira

Fréttir

1. október 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

30 ára afmælis Menntaskólans við Sund minnst

MENNTASKÓLINN við Tjörnina tók til starfa 1. október 1969. Skólinn var til húsa í gamla Miðbæjarskólanum fyrstu árin. Eftir að hann flutti í Vogahverfi, þar sem hann er nú, fékk hann nafnið Menntaskólinn við Sund. Í tilefni af þrítugsafmæli skólans verður afmælishátíð í skólanum laugardaginn 2. október nk. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Alvarlegt umferðarslys í Eyjafjarðarsveit

ALVARLEGT umferðarslys varð við Kristnes í Eyjafjarðarsveit um klukkan níu í gærkvöld er fólksbifreið var ekið aftan á dráttarvél sem búin var skóflu að aftan- og framanverðu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist ökumaður bifreiðarinnar mikið við áreksturinn og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ökumann dráttarvélarinnar sakaði ekki. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Alþingi sett í dag

ALÞINGI Íslendinga verður sett í dag. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30. Prestur er sr. Skúli Ólafsson, prestur á Ísafirði. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið frá Dómkirkjunni í Alþingishúsið. Þar les forseti Íslands forsetabréf og lýsir því yfir að þing sé sett. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Alþjóðastómadagur á laugardag

STÓMASAMTÖK Íslands hafa opið hús laugardaginn 2. október kl. 14­18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Tilefnið er alþjóðastómadagur sem stómasamtök um allan heim halda hátíðlegan. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur dagur er haldinn og ber hann að þessu sinni yfirskriftina: Sameinuð inn í nýja öld! Umboðsaðilar stómavara kynna vörur sínar á sérstökum sýningarborðum. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Alþjóðlegur dagur aldraðra í dag

FRAMKVÆMDASTJÓRN Árs aldraðra býður til hátíðar fyrir fólk á öllum aldri í Borgarleikhúsinu í dag, föstudaginn 1. október, sem er alþjóðlegur dagur aldraðra. Hátíðin hefst kl. 14.30 og eru allir velkomnir. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 791 orð

Á krossgötum!

Ámánudagskvöld verður haldin námstefna um breytingaskeið kvenna í Norræna húsinu og hefst hún klukkan 20. Fyrir námstefnunni standa þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingur og auk þeirra heldur þar fyrirlestur kvensjúkdómalæknirinn Anna Inger Eydal. Álfheiður var spurð hvort eitthvað nýtt kæmi þarna fram. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 472 orð

Á sérstaklega við um kransæðasjúkdóma

STERK tengsl eru á milli þunglyndis og hjarta- og æðasjúkdóma, að því fram kemur í grein í nýjasta hefti Lyfjatíðinda. Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans, segir þar að í allmörg ár hafi verið vitað að sjúklingum sem eru þunglyndir er hættara við hjarta- og æðasjúkdómum og sérstaklega eigi þetta við um kransæðasjúkdóma. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 442 orð

Beatty með stefnuræðu en óvíst um framboð

BANDARÍSKI leikarinn Warren Beatty gerði í fyrrakvöld grein fyrir pólitískum stefnumálum sínum án þess þó að lýsa yfir því afdráttarlaust, að hann hygðist taka þátt í forkosningabaráttunni innan Demókrataflokksins. Al Gore varaforseti hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Washington til Nashville í því skyni að hressa upp á staðnaða kosningabaráttu sína. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Bensín hækkar um 90 aura

BENSÍNLÍTRINN hækkaði um 90 aura á miðnætti hjá Skeljungi, Olís og Esso, og hefur því hækkað um 18,40 krónur á þessu ári, en þann 1. september sl. hækkaði lítrinn um 5,30 krónur. Að sögn Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélagsins hf., má rekja hækkunina til hækkandi olíuverðs á heimsmarkaði og sagði hann að ekki væri útlit fyrir að verð á heimsmarkaði lækkaði í bráð. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

B&L með hátíðaropnun

B&L, Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., halda upp á formlega opnun fyrirtækisins í nýjum húsakynnum á Grjóthálsi 1 dagana 2. og 3. október. Í tilefni þess verður fyrirtækið opið almenningi, en B&L á einnig 45 ára afmæli um þessar mundir og er því um hátíðaropnun að ræða. Hinar ýmsu deildir fyrirtækisins verða opnar almenningi og má m.a. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 270 orð

Bæklingur um kristna trú inn á hvert heimili

VERIÐ er að bera um þessar mundir inn á heimili allra landsmanna bækling sem heitir "Verða tímamót í lífi þínu? ­ Úr mínus í plús" en útgáfa hans og dreifing er samstarfsverkefni nær allra kristinna safnaða í landinu. Verkefnið er alþjóðlegt og á vegum kristinna safnaða í mörgum löndum. Efni bæklingsins er hnitmiðuð framsetning á kjarnaatriðum kristinnar trúar. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 68 orð

Eiturefni í dósamat

SAMKVÆMT rannsóknum í fimm Evrópulöndum er megnið af dósamat mengað af efnum sem notuð eru til að húða dósirnar. Af 400 mismunandi tegundum af dósamat, sem prófaður var í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal, reyndust 70% innihalda leifar af efnunum BADGE og BFDGE, sem talin eru krabbameinsvaldandi. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Ekki móðgandi auglýsingar

BRESKA auglýsingaeftirlitið segist ekki sjá ástæðu til að kanna frekar auglýsingar Flugleiða með slagorðinu "Varist Englendingana". Auglýsingaherferðinni verður haldið áfram, samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum. Flugleiðir reka um þessar mundir auglýsingaherferð í Skotlandi þar sem boðið er upp á flug til Bandaríkjanna og flogið er í gegnum Reykjavík. Meira
1. október 1999 | Miðopna | 1059 orð

Er tími vondu stelpunnar framundan?

Í þessari viku eru nákvæmlega 25 ár síðan séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til prests, fyrst kvenna á Íslandi. Af því tilefni bauð Kvennakirkjan til umræðu um framtíð kvennahreyfingarinnar í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöld. Arna Schram fylgdist með umræðunum ásamt um 90 öðrum konum og tveimur karlmönnum. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Fá sérleyfi til hagnýtra rannsókna á 28 svæðum

ÍSLENSKAR hveraörverur ehf. fá sérleyfi til hagnýtra rannsókna á 28 hverasvæðum landsins. Svæðin eru 60 og auk Íslenskra hveraörvera fær Bláa lónið hf. sérleyfi á tveimur svæðum en öðrum svæðum verður ekki úthlutað að sinni. Jakob Kristjánsson, forstjóri Íslenskra hveraörvera ehf. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð

Fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skóla aukið

ÞAÐ er í höndum og á ábyrgð hvers og eins grunnskóla hvernig þeir nýta það fjármagn sem borgarráð hefur veitt þeim til eflingar skólastarfsins. Þetta kom fram á ársþingi SAMFOK, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi, sem haldið var í Grandaskóla í gær. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Forstjórinn settur tímabundið í eitt ár

FALLIÐ hefur verið frá því að skipa í embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á grundvelli auglýsingar um embættið frá 30. mars síðastliðnum að svo stöddu og hefur setning Ómars Kristjánssonar, núverandi forstjóra, í embættið verið framlengd um eitt ár, til 1. október árið 2000. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 418 orð

Frestun framkvæmda við Fjarðargötu hafnað

ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur hafnað kröfu um að framkvæmdir við byggingu hússins Fjarðargötu 19 verði stöðvaðar meðan nefndin leggur efnislegt mat á kæru 16 Hafnfirðinga vegna málsins. Nokkrir nágrannar og eigendur nálægra húsa kærðu ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 29. júní sl. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fyrirlestur um stjórnunarfræðin og lýðræðið

RICHARD H. Franke, prófessor í stjórnun og alþjóðlegum viðskiptum við Sellinger-skólann, sem er hluti af Loyola-háskóla í Baltimore, heldur opinberan fyrirlestur við félagsvísindadeild Háskóla Íslands í dag kl. 15 í stofu 201 í Odda, byggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn heitir "Hawthorn and Democracy: A Problem for American Social Science and Management" og verður fluttur á ensku. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Fær ekki aðgang að rannsóknargögnum

SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, fær verjandi eins sakbornings, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna stóra fíkniefnamálsins, ekki aðgang í bili að mikilvægum rannsóknargögnum, sem lögreglan og verjandinn hafa tekist á um fyrir dómstólum og varða mikilvæga hagsmuni beggja aðila. Meira
1. október 1999 | Landsbyggðin | 38 orð

Gámatorfhús

Gámatorfhús Árneshreppi-Fyrir allnokkru rakst fréttaritari á sérkennilega geymslu við sumarhúsið Storð í Trékyllisvík. Þetta er allstór gámur og er tyrft yfir hann og kemur þetta vel út í landslaginu. Húsið er notað fyrir ljósavél og geymslu. Morgunblaðið/Jón G. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 517 orð

Glæðist í Grenlæk og nágrenni

FYRIR nokkru gerðist það að það glæddist mjög veiði í Grenlæk fyrir landi Seglbúða. Raunar fundu menn fyrir veiðibata á fleiri svæðum, bæði í Grenlæk og öðrum ám í nágrenninu. Til marks um aflabrögðin var tveggja daga holl á Seglbúðasvæðinu með 33 birtinga á fjórar stangir. Það er ekki langt frá kvótanum, sem er 40 birtingar. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Göngferðir og skemmtun í Kópavogi

TVÆR göngur á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi, Hana-nú og félagsheimilanna Gjábakka og Gullsmára verða farnar laugardaginn 2. október. Farið verður frá Félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10 og frá Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, á sama tíma. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 741 orð

Handtakan ólögmæt og mönnunum haldið of lengi

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um greiðslu skaðabóta til manna, sem handteknir voru á Austurvelli í maí 1997, þegar þeir höfðu í frammi mótmæli á meðan á beinni útsendingu sjónvarpsþáttarins Good Morning America til Bandaríkjanna stóð. Hæstiréttur segir að ekki hafi verið lögmæt skilyrði til handtöku mannanna. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Haustlitaferð sjálfstæðismanna

REYKVÍSKIR sjálfstæðismenn efna til árlegrar haustlitaferðar laugardaginn 2. október í Skálholt. Ekið verður um Þingvelli og Laugarvatn og áð í Skógrækt ríkisins í Haukadal þar sem sr. Egill Helgason, sóknarprestur í Skálholti, tekur á móti ferðalöngum. Þaðan verður haldið að Skálholti og mun sr. Sigurður Sigurðarson víglubiskup fræða menn um staðinn. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 449 orð

Hópar skæruliða halda til byggða og afhenda vopn

SKÆRULIÐAR úr röðum sjálfstæðissinna á Austur-Tímor héldu til byggða í gær og afhentu alþjóðlega friðargæsluliðinu vopn sín. Breskir hermenn handtóku tvo menn úr vopnuðum hópum sem hafa barist gegn því að Austur- Tímor fái sjálfstæði frá Indónesíu. Mennirnir voru í hópi sem hélt rúmlega 4.000 manns föngnum í hafnarbænum Com. Meira
1. október 1999 | Landsbyggðin | 48 orð

Hreindýrshaus rekur á land

Hreindýrshaus rekur á land Egilsstaðir-Hreindýrshaus fannst við Norðurdalsá í Breiðdal nýlega. Þangað barst hann með vatnavöxtum og þeim flóðum sem urðu á fjöllum og ollu m.a. aurskriðum í dalnum. Hreindýrshausinn hefur eflaust verið skilinn eftir af veiðimönnum uppi í fjalli áður en honum skolaði niður í Breiðdalinn. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Hættir allri pökkun á mjólk

MJÓLKURSAMLAGIÐ á Búðardal hætti nú nýlega að pakka mjólk og sneri sér þess í stað alfarið að framleiðslu sérvöru. Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri segir þetta til aukinnar hagræðingar bæði fyrir neytendur og Mjólkursamlagið. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, en hún sé liður í hagræðingu og sérhæfingu mjólkuriðnaðarins. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 344 orð

Írakar hóta að svara innrás Tyrkja

STJÓRNVÖLD í Írak hótuðu í gær að ráðast til atlögu gegn tyrkneskum hersveitum sem fyrr í vikunni héldu um tíu kílómetra inn í norðurhluta Íraks, þar sem talið er að skæruliðar Kúrda hafist við. "Íraska ríkisstjórnin fordæmir þessa innrás og áskilur sér rétt til að kjósa sér stað og stund til að svara henni," var haft eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Bagdad í gær. Meira
1. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 447 orð

Ítarleg byggðasaga í 7 bindum

SAMNINGUR um útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar milli Sögufélags Skagfirðinga og útgáfunefndar og Ásprents/Pob var undirritaður á Akureyri í vikunni. Um er að ræða viðamikið og vandað verk þar sem fjallað er um alla bæi í Skagafirði í alls sjö bindum. Það fyrsta kemur út í nóvember næstkomandi. Meira
1. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 189 orð

Kaupa um 11 þúsund gúmmíhellur

GENGIÐ var frá samningum um kaup Keflavíkurverktaka á miklu magni af öryggishellum úr gúmmíi frá Gúmmívinnslunni á Akureyri nú nýlega. Keflavíkurverktakar eru alhliða viðhalds- og þjónustuverktaki og sjá m.a. um framkvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Hellurnar fara á leikvelli fyrir börn varnarliðsmanna. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Keypti tækið á Netinu

PÉTUR Þorvaldsson, garðyrkjumaður á Laugarvatni, flutti sjálfur inn í vor sérstakt tæki til að taka upp tré, en tækið er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og nýttist afar vel við upptöku og flutning trjáa í sumar. Meira
1. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn í Svalbarðskirkju byrjar á morgun, laugardag kl. 11. Nýtt og spennandi fræðsluefni. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjuskólinn í Grenivíkurkirkju byrjar á sunnudag, 3. október, kl. 13.30 (ath. breytingu á dagsetningu). Þegar kirkjuskólanum lýkur um kl. 14.30 verður farið í heimsókn í Grenilund og sungið fyrir fólkið þar. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kostnaður Íslands tæpar sextíu milljónir

RÁÐSTEFNAN um konur og lýðræði við árúsundamót sem haldin verður í Reykjavík 8. til 10. október nk. kostar ríkissjóð um 59 milljónir, að sögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns framkvæmdanefndar ráðstefnunnar. Ráðstefnan er haldin í boði ríkisstjórnar Íslands í samstarfi við ríkisstjórn Bandaríkjanna og Norrænu ráðherranefndina. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Kvikmyndin Grandrokk frumsýnd í kvöld

KVIKMYND Þorfinns Guðnasonar, Grandrokk, verður frumsýnd á Grandrokk við Smiðjustíg í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Í myndinni, sem er tæplega klukkustund að lengd, er fylgst með viðskiptavinum og starfsmönnum staðarins í starfi og leik. Tónlist, sem er í höndum Geirfuglanna, skipar veigamikinn sess og sama máli gegnir um hið líflega skákfélag staðarins. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kynning á hjólbörðum á Langjökli

HJÓLBARÐAFRAMLEIÐANDINN Continental stendur fyrir umfangsmikilli kynningu á nýrri gerð vetrarhjólbarða hér á landi næstu daga. Alls taka þátt í kynningunni um 400 erlendir blaðamenn og fer hún fram á Langjökli. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Langur laugardagur á Laugavegi

LANGUR laugardagur verður á Laugaveginum á morgun, 2. október. Í miðborginni eru um 300 verslanir og fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Frítt er í öll bílastæðahús á laugardögum og frítt í stöðu- og miðamæla eftir klukkan 14. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Leiðrétting Rangur myndatexti

Í myndatexta í blaðinu í gær á bls. 2 um einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák var skákdómari sagður vera Þráinn Guðmundsson. Þetta er ekki rétt heldur var þetta Ólafur Ásgrímsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
1. október 1999 | Landsbyggðin | 152 orð

Lóðsinn flutti féð í land

Réttað í ElliðaeyLóðsinn flutti féð í land Vestmannaeyjum-Rollubændur í Elliðaey í Vestmannaeyjum smöluðu eyna um helgina og fluttu fé sitt til lands. Nálægt 220 fjár var í Elliðaey og var það allt flutt til lands en bændurnir ráðgera að flytja út aftur eitthvað af fé sem mun ganga úti í vetur. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Málfundur um kvenfrelsi

MÁLFUNDUR verður haldinn um kvenfrelsismál í bóksölunni Pathfinder, Klapparstíg 26, 2. hæð til vinstri, föstudaginn 1. október kl. 17.30. Rætt verður um kjör kvenna, af hverju misréttið sprettur og hvernig konur standa að vígi nú til að taka þátt í efnahagslegri og þjóðfélagslegri baráttu. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Minnkandi skjálftavirkni

JARÐSKJÁLFTAVIRKNI suðvestan við Hestvatn í norðanverðum Flóa hefur minnkað mikið undanfarna sólarhringa, en sérfræðingar á Veðurstofu Íslands útiloka þó ekki enn að skjálftavirknin færist í aukana og höfðu þeir vakt með svæðinu í nótt. Um 40 litlir skjálftar höfðu mælst á svæðinu síðdegis í gær, en þeir voru allir undir 1 á Richter-kvarða og í fyrradag mældust um 170 litlir skjálftar. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 863 orð

Mjög pólitískur höfundur með ögrandi tungutak

MEÐ útkomu "Blikktrommunnar" árið 1959 varð Günter Grass frægur í einu vetfangi. En þó varð þessi fyrsta skáldsaga hans jafnframt strax mjög umdeild. Sumir gagnrýnendur lýstu sögunni sem nýrri byrjun fyrir þýzkar bókmenntir eftir áratuga niðurlægingarskeið þýzkrar tungu og bókmennta. Aðrir hneyksluðust á lýsingum í bókinni á borð við þá, þar sem háll áll liðast í gegn um afhöggvinn hestshaus. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Morgunblaðið/Árni SæbergGeysir látinn syngja? Bandaríski myndlistarmaðurinn Robert Dell var önnum kafinn í gær við að setja upp listaverk sín við Geysi í Haukadal en um helgina getur almenningur barið þau augum. Dell fékk sérstakt leyfi Náttúruverndarráðs til að geta hrundið þessu verkefni í framkvæmd. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Námskeið í notkun GPS- staðsetningartækja

BJÖRGUNARSKÓLI Slysavarnafélagsins Landsbjargar, landssambands björgunarsveita stendur fyrir námskeiði í notkun GPS-gervihnattastaðsetningartækja fyrir almenning í Reykjavík, dagana 4. og 5. október. Námskeiðið verður haldið í húsnæði skólans að Stangarhyl 1, Reykjavík. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Námskeið um Jónas Hallgrímsson

NÁMSKEIÐ um Jónas Hallgrímsson, samtíð hans og samferðafólk, í umsjá Matthíasar Johannessen hefst mánudaginn 4. október hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Í bók sinni "Um Jónas" fjallar Matthías um ýmsa þætti í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, ættjarðarvitund hans og þá einkum með tilliti til trúar og arfleifðar. Um þessi efni hefur hann flutt fyrirlestra í íslenskudeild Háskólans. Meira
1. október 1999 | Landsbyggðin | 93 orð

Nýr skáli rís við Húsavík eystri

Egilsstaðir-Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur hafið byggingu á fjallaskála í Húsavík eystri. Skálinn er smíðaður eftir sömu fyrirmynd og fjallaskálinn í Breiðuvík við Borgarfjörð eystri og er um 54 fm að flatarmáli með svefnlofti og getur hýst 33 manns. Stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun næsta sumar. Meira
1. október 1999 | Miðopna | 1606 orð

"Nýtt velmegunarskeið er að hefjast í Kína"

"FYRIR 50 árum var Kína markað af stórhörmungum, vanþróað, fátækt land, og þjóðfélagið mótað af nýlendustjórn og lénsveldi. En nú, hálfri öld síðar, er Kína að byrja að blómstra, nýtt velmegunarskeið er hafið." Þessi orð Wangs Ronghua, sem verið hefur sendiherra Kína á Íslandi í rúmlega eitt og hálft ár, eru mælt af mikilli sannfæringu. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 82 orð

Næturvinna á vínekrunum

Um þessar mundir stendur uppskerutíminn sem hæst á vínekrunum í Evrópu og hér er verið að tína þrúgur í Beaujolais-héraði í Frakklandi. Hafa þær orðið fyrir nokkrum skemmdum af völdum hagléls eins og stundum vill verða þótt heitt sé í veðri og því ákvað bóndinn, Francois Tournassus, að lesa þær af vínviðnum að næturlagi. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

ORG-ættfræðiþjónustan á Netið

ORG ­ ættfræðiþjónusta ehf. hefur opnað heimasíðu á Netinu. Slóðin er www.simnet.is/org og er þar að finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, tilgang þess og starfsemi. "ORG ­ ættfræðiþjónustan ehf. er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ættrakningum og söfnun allra þeirra ættfræðigagna sem Íslendinga varðar, þar með taldir Vestur- Íslendingar. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Póstkort í tilefni Reykjavíkur menningarborgar Evrópu

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Litbrá ehf. í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, hefur gefið út 6 póstkort með ljósmyndum frá Reykjavík eftir Rafn Hafnfjörð og alþjóðlegu merki menningarborganna árið 2000. Þrjú kortanna bera einnig mynd Reykjavíkur menningarborgar eftir myndlistarmanninn Sigurð Árna Sigurðsson. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Rannsókn á banaslysi ábótavant

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað 28 ára mann af ákæru um manndráp af gáleysi, vegna árekstrar sem varð á Vesturlandsvegi í Kjós í maí á síðasta ári. 25 ára kona lést í slysinu. Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram, að rannsókn slyssins hafi ekki verið sem skyldi, Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 178 orð

Ráðamenn vilja kanna málið

VARNARMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjanna, William Cohen, lýsti því yfir í gær að bandarísk hermálayfirvöld mundu taka til skoðunar allar "efnislegar sannanir" fyrir því að bandarískir hermenn hefðu framið fjöldamorð á óbreyttum kóreskum borgurum í Kóreustríðinu. Hann sagði þó að hann hefði ekki séð nýjar sannanir fyrir því að svo hefði verið. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ráðstefna um safnamál og fræði

RÁÐSTEFNA um safnamál og fræði verður haldin í Viðeyjarstofu laugardaginn 2. október á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga, í samvinnu við staðarhaldara í Viðey. Í fréttatilkynningu segir: "Á síðustu árum hafa orðið mikil umskipti í fræðastarfi og umfangi safna. Fræðimönnum hefur fjölgað og viðhorf innan fræðanna hafa breyst. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 266 orð

Rík áhersla lögð á stöðugleika

YFIRVÖLD í Kína hertu enn öryggisviðbúnaðinn í landinu í gær vegna mikilla hátíðahalda sem ráðgerð eru í dag í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því að kínverski kommúnistaflokkurinn komst til valda. Zhu Rongji forsætisráðherra sagði að stöðugleiki væri lykillinn að framförum í landinu á næstu öld. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 290 orð

Rúma 2,4 milljarða vantar í rekstur þessa árs

TALIÐ er að halli sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík og sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana út um landið verði á árinu rúmlega 2,4 milljarðar króna. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að launahækkanir skýri um 80% af þessum halla. Fjárhagsvandi sjúkrahúsanna er nú til skoðunar og vinnslu í heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 405 orð

Samstarf Íslands og Kanada um kvikmyndagerð

"NORÐURLÖNDIN og Kanada eiga vel saman þegar kemur að kvikmyndaframleiðslu. Við eigum margt sameiginlegt, bæði varðandi innihald kvikmynda og fjármögnun. Við vissum það ekki fyrirfram og þetta er mjög jákvæð niðurstaða" sagði Jan Miller að lokinni ráðstefnu sem haldin var á Atlantic kvikmyndahátíðinni í Halifax í síðustu viku. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Síðasta bílferðin um Sultartangaskurðinn

FIMM jeppar frá ferðskrifstofunni Add Ice óku um 3,4 km langan aðrennslisskurð Sultartangavirkjunar nýlega, en með í för voru erlendir gestir Landsvirkjunar og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Síðasta skógarganga haustsins

Í HAUST standa Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Skapar á annan tug ársverka

Í GÆR undirrituðu fulltrúar íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Landsteina, Adidas AG í Þýskalandi, Hagkaupsverslananna á Íslandi og Navision Software AS í Danmörku samning um smíði hugbúnaðarkerfis, en samningurinn er metinn á um 300 milljónir króna. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Skemmtiatriði í Mörkinni

VEGNA formlegrar opnunar á brúnni yfir Miklubraut við Skeiðarvoginn verður hátíð í Mörkinni föstudaginn 1. október og laugardaginn 2. október. Það verður sannkölluð fjölskyldustemmning þegar gestum og gangandi er boðið upp á veitingar og skemmtiatriði. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Skrautmunum stolið

EIGENDUR veitingastaðarins Sólons Íslandusar lýsa eftir skrautmunum sem stolið var af stétt veitingahússins aðfaranótt laugardagsins 4. september. Nemur verðmæti þess sem stolið var um 40 þúsund krónum. Stolið var mannhæðarháu gervitré í stóru og þungu keri, grænu að lit, sem í öryggisskyni var hlekkjað við húsvegginn. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 92 orð

Skuldir fátækustu ríkjanna afskrifaðar

"Í dag hef ég beint þeim tilmælum til stjórnarinnar að gera okkur kleift að gefa eftir 100% skulda þessara landa við Bandaríkin þegar ­ og þetta er mjög mikilvægt ­ þegar þau þurfa á hjálp að halda til að fullnægja frumþörfum þegnanna og munu nota féð til þess," sagði Clinton á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. Meira
1. október 1999 | Landsbyggðin | 111 orð

Slökkviliðið brennir hús

Hvammstanga-Slökkvilið Hvammstanga hefur fengið tvö sérstök verkefni nú á haustdögum. Það felst í að brenna gömul bæjarhús á jörðum, sem löngu eru komnar í eyði. Annars vegar var brennt íbúðarhús á Ytri-Kárastöðum, skammt norðan Hvammstanga og hins vegar íbúðarhús á Bjargarstöðum í Austurárdal. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Stangast á við dóm Hæstaréttar

TÚLKUN skrifstofustjóra Alþingis á fæðingarorlofslöggjöfinni brýtur í bága við dóm Hæstaréttar og veikir stöðu foreldra á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu jafnréttismála og skorar jafnréttisráð á skrifstofu Alþingis að falla frá framangreindri túlkun. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 416 orð

Starfsemi dómsdagssafnaðarins hætt

FÉLAGI í japönskum dómsdagssöfnuði, sem sleppti banvænu taugagasi í lestargöngum í Tókýó fyrir fjórum árum, var dæmdur til dauða i gær. Talsmaður safnaðarins sagði í fyrradag, að útibúum hans yrði lokað, hætt að afla nýrra félaga og nafninu breytt. Hann baðst þó ekki afsökunar á ódæðisverkum félagsskaparins eins og við hafði verið búist. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Stórfelld lækkun á lengri og burðarmeiri línum

HJÁ Landssíma Íslands hf. gengur í gildi í dag, 1. október, ný verðskrá fyrir leigulínur, þ.e. grunnlínur sem símakerfi byggjast á. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af gildistöku nýju verðskrárinnar kom fram hjá Þórarni V. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Svanhildur Kaaber framkvæmdastjóri VG

SVANHILDUR Kaaber hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs og þingflokks VG. Hún tekur formlega til starfa um næstu mánaðamót en hefur verið virk í starfi Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs frá upphafi og er varaformaður hennar. Svanhildur var um árabil formaður Kennarasambands Íslands. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Sveigjanleika vantar í fæðingarorlof

Í FRÉTT í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði frá því að þingmaður sem er í barneignarfríi gæti ekki mætt við þingsetningu, ellegar ætti hann á hættu að glata fæðingarorlofsgreiðslum. Forseti Alþingis og tveir þingflokksformenn voru inntir álits á málinu. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tónleikar í 12 tónum

DÚETTINN Helvík mun halda tónleika í versluninni 12 tónar, á horni Barónsstígs og Grettisgötu, í dag, föstudag, kl. 17. Í dúettinum Helvík eru þeir Samuli Kosminen sem leikur á rafrænt slagverk og Risto Tulirauta sem handleikur gítara og fótleikur skælifetla. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar í næstu viku tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi Íslands að sjá til þess að fram fari umhverfismat vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Úr málflutningi til sjós á níræðisaldri

VILHJÁLMUR Árnason hæstaréttarlögmaður kom í land í fyrradag eftir fimm daga veiðiferð með togaranum Gullveri frá Seyðisfirði. Vilhjálmur, sem er 82 ára gamall, kveðst hafa farið á sjó sér til ánægju og yndisauka en hann reri sem formaður á vertíðarbátnum Magnúsi í sjö ár á fjórða og fimmta áratugnum. Meira
1. október 1999 | Erlendar fréttir | 478 orð

Úrskurðar að vænta 8. október

RÉTTARHÖLDUM vegna kröfu spænskra lögfræðinga um framsal Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, lauk í gær. Úrskurðar í málinu er að vænta 8. október næstkomandi en niðurstaðan veltur á því hvort dómurinn telji fullnægjandi líkur til þess að Pinochet sé ábyrgur fyrir pyntingum sem áttu sér stað á lokaskeiði valdatíma hans í landinu, á árunum 1988­ 1989. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 445 orð

Úrskurði kaupskrárnefndar mótmælt

SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli mótmæla harðlega nýjum úrskurði Kaupskrárnefndar varnarsvæða og lýsa vantrausti á störfum hennar í ályktun sem fundur í deild Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Keflavíkurflugvelli samþykkti í gær. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vann ferð í Notting Hill- leik á mbl.is

GÍFURLEGA góð þátttaka var í Notting Hill-leik á Netinu en um 10.000 innsendingar bárust. Hafa yfir 52.000 manns séð myndina hér á landi. Dregið hefur verið í Notting Hill-leiknum sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Háskólabíói, Nýja bíói, Laugarásbíói, Vero Moda, Max Factor, Hard Rock, Adidas, Coca Cola, Stjörnupoppi og Mónó. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Verkfræðideild vill ræða við Samtök iðnaðarins

STOFNUN tækniháskóla var rædd á opnum fundi í gærmorgun, en ekki ríkir sátt um hvernig staðið skuli að rekstri skólans. Fram kom þó á fundinum að á deildarráðsfundi verkfræðideildar var nýlega samþykkt að rætt yrði við Samtök iðnaðarins um rekstur skólans. Námsbrautir, staðsetning og rekstrarform tækniháskólans voru tekin fyrir á fundinum í gær. Meira
1. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Vetrarstarfið að hefjast

VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst á sunnudag, 3. október, en við messu þann dag kl. 14 setur prófastur Eyfirðinga, sr. Hannes Örn Blandon, presta kirkjunnar í embætti. Þeir eru báðir nýir, sr. Svavar A. Jónsson sem sóknarprestur og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir sem prestur. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með kaffisölu í Safnaðarheimili eftir athöfnina. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Villi Þór á Hár Class

Á HÁRSNYRTISTOFUNNI Hár Class, Skeifunni 7, er Villi Þór farinn að hafa hendur í hári viðskiptavina sinna á nýjan leik. Hársnyrtistofan er opin frá kl. 10­18 alla virka daga og frá kl. 10­14 á laugardögum. Villi Þór ásamt viðskiptavini að störfum á ný á Hár Class, Skeifunni 7. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Viss hætta á brotlendingu hagkerfisins

MÁR Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að "viss hætta sé á brotlendingu íslenska hagkerfisins". Ef það gerist geti bæði verið hætta á gengisfellingu og verulegum samdrætti í atvinnulífinu. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð

Vitanlega hrekkur fólk við, segir bæjarstjóri

FORELDRAR á leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi héldu fund í gær til að mótmæla 20% hækkun leikskólagjalda, sem taka gildi í dag. Í ályktun fundarins er þess krafist að hækkunin verði dregin til baka. "Þessi hækkun er að mati fundarmanna úr öllum tengslum við eðlilega þróun verðlags hér á landi síðastliðin misseri," segir í ályktuninni. Þá segir m.a. Meira
1. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Þátttaka fór fram úr björtustu vonum

LEIKFÉLAG Akureyrar stóð fyrir klukkustrengjasamkeppni í tengslum við sýningu félagsins á leikritinu Klukkustrengir eftir Jökul Jakobsson sem frumsýnt verður í kvöld, föstudagskvöld. Dómnefndin var skipuð þeim Þráni Karlssyni leikara og Valgerði Hrólfsdóttur, formanni LA. Meira
1. október 1999 | Innlendar fréttir | 533 orð

Þótti fáránlegt í upphafi

Leikskólarnir Sólbrekka og Mánabrekka frumkvöðlar í tölvuvinnu barna Þótti fáránlegt í upphafi SeltjarnarnesÁ LEIKSKÓLUNUM Sólbrekku og Mánabrekku hefur á undanförnum misserum verið unnið að þróun verkefnis sem kallast "Skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi. Meira

Ritstjórnargreinar

1. október 1999 | Leiðarar | 680 orð

LÝÐRÆÐI NÝRRAR ALDAR

FYRIR rúmum tveimur árum gaf Morgunblaðið út sérblað með greinaflokki, sem birtist í brezka tímaritinu The Economist, þar sem fjallað var um lýðræði 21. aldarinnar. Í greinaflokki þessum voru færð rök fyrir því, að tímabært væri að fulltrúalýðræðið þróaðist áfram og að lýðræði næstu aldar einkenndist í ríkara mæli af beinu og milliliðalausu lýðræði, Meira
1. október 1999 | Staksteinar | 382 orð

Stjórnmálaflokkur eða ekki stjórnmálaflokkur

Á VEFBLAÐINU Vef-Þjóðviljinn eru bollaleggingar um það hvort Samfylkingin sé stjórnmálaflokkur eða ekki. Vef-Þjóðviljinn nálgast spurninguna frá nokkuð nýjum sjónarhóli, sem sagt, hvort Samfylkingin sé stjórnmálaflokkur í skilningi skattalaga, en þá væru framlög til hennar frádráttarbær á skattframtali gefandans. Meira

Menning

1. október 1999 | Fólk í fréttum | 159 orð

Aldamótalína Spaksmannsspjara

Í KVÖLD fer fram fyrirsætukeppni Metropolitan í Íslensku óperunni og meðal þess sem er á dagskránni er tískusýning frá versluninni Spaksmannsspjarir. Tveir íslenskir hönnuðir, Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir, reka verslunina og þar fást eingöngu föt sem þær hanna. "Fyrirtækið hefur starfað í sjö ár," segir Vala. Meira
1. október 1999 | Kvikmyndir | 226 orð

Allt í flækju

Leikstjórn og handrit: Robert Benabib. Aðalhlutverk: Jon Bon Jovi, Annabella Sciorra, Penelope Ann Miller, Josh Charles og JoBeth Williams. Bandeira Entertainment 1998. ÞAÐ ER vandlifað í henni vessu þegar maður er kominn á fertugsaldur og kynlífs- og ástarmálin eru enn að flækjast fyrir manni. En Adam og Nina hætta saman því hún heldur við Kevin. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 449 orð

Ástin grípur unglingana

KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó í Keflavík og Nýja bíó á Akureyri hafa tekið til sýninga bandarísku unglingagamanmyndina "American Pie" í leikstjórn Paul Weitz. Ástin grípur unglingana Frumsýning Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 139 orð

Á vit náttúrunnar Menntun Litla trés (The Education of Little Tree)

Á vit náttúrunnar Menntun Litla trés (The Education of Little Tree) DramaLeikstjórn: Richard Freidenberg. Aðalhlutverk: James Cromwell, Joseph Ashton, Tantoo Cardinal og Graham Green. 112 mín. Bandarísk. CIC-myndbönd, september 1999. Öllum leyfð. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 907 orð

Draumur um öðruvísi líf

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, leikritið Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson. Margrét Þóra Þórsdóttir kynnti sér þessa nýju uppsetningu á verkinu og segir frá því og höfundi þess. Meira
1. október 1999 | Leiklist | -1 orð

Einföld átök góðs og ills

eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson. Höfundur söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Kjartan Guðjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Magnús Ólafsson, Magnús Scheving, Ólafur Darri Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Vigdís Gunnarsdóttir og Örn Árnason. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 276 orð

Erum ekki að reisa skýjaborgir

ÞAÐ stendur mikið til á Rás 2 í vetur sem hefur tekið þrjá nýja tónlistarþætti á dagskrá. Eru það þættirnir Vélvirkinn, Skýjum ofar og Sýrður rjómi sem áður voru á X-inu. "Við ætlum að efna til öflugrar tónlistarveislu í útvarpi fyrir ungt fólk á kvöldin," segir Ólafur Páll, umsjónarmaður Rokklands. "Þetta byrjaði með Party Zone á föstudagskvöldum sem stílar inn á danstónlist. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 1984 orð

Fjölbreytt útgáfa hjá Máli og menningu

HLAÐHAMAR eftir Björn Th. Björnsson er meðal skáldsagna frá Máli og menningu. Hún er byggð á þjóðsögunni um Árna á Hlaðhamri sem myrti tengdason sinn. Sama og síðast eftir Börk Gunnarsson segir frá þremur ólíkum mönnum sem óvænt flækjast inn í líf hver annars, konunum þeirra, fjölskyldum, skrautlegu sambýlisfólki. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 217 orð

Indversk gleðisprengja

SKRÆKJANDI stelpur, brjáluð trommuslög, hrossahlátur og mikið stuð. Þetta er safndiskurinn "Doob doob o'rama" með kvikmyndalögum frá Indlandi. Í því fjarlæga og fallega landi er blómlegasti kvikmyndaiðnaður heims. Yfir 800 dýrar og stórar myndir eru framleiddar þar á ári. Flestar myndanna eru dans- og söngvamyndir með ósköp innhaldslausum söguþræði en glysið er þeim mun meira. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 262 orð

Kínversk kvikmyndavika og ljósmyndasýning

KÍNVERSK kvikmyndavika og ljósmyndasýning verða haldnar í Reykjavík dagana 2.­5. október í tilefni af því að í dag, 1. október, eru liðin fimmtíu ár frá því að lýst var yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Lágreist drama Þegar vonin ein er eftir (A Face to Kill For)

Leikstjórn: Michael Ono. Aðalhlutverk: Crystal Bernard, Doug Savant og Billy Dean. 87 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, september 1999. Aldurstakmark: 12 ár ÞETTA er óskaplega dæmigerð sjónvarpsmynd gerð eftir einhverjum óskaplega dæmigerðum reyfara í ætt við sögur Sydneys Sheldons, bara verri. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 350 orð

LÁTINNA TÓNLISTARSTJARNA MINNST

DANS- og dægurlög 20. aldarinnar eru rifjuð upp á veitingahúsinu Broadway í vetur og hóf fjöldi tónlistarmanna dagskrána með sýningunni Laugardagskvöldið á Gili í byrjun september þar sem einsöngvurum, kvartettum og dúettum fyrstu ára aldarinnar eru gerð góð skil. Sýningin hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda enda mikið í hana lagt og vandað til allra þátta. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | -1 orð

Leikendur og listrænir stjórnendur

KLUKKUSTRENGIR eftir Jökul Jakobsson. Leikendur:Ari Matthíasson, Aðalsteinn Bergdal, Árni Pétur Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir, María Pálsdóttir, Sigurður Karlsson og Sunna Borg. Lýsing:Ingvar Björnsson. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Leikendur og listrænir stjórnendur

FEDRA eftir Jean Racine (1639-1699). Leikendur: Tinna Gunnlaugsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfssson. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 298 orð

Lifandi ryð og brenndur leir

GUÐRÚN Jónasdóttir, gjonas, opnaði um síðustu helgi sýningu í Galleríi Hári og list, Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru verk úr leir, járni og steinsteypu, öll unnin á þessu ári. "Þetta er sumarvinnan mín," segir hún. Meira
1. október 1999 | Myndlist | 651 orð

Ljósmyndin er líkust ástinni

Til 24. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12­18. Aðgangur kr. 300. TILFINNINGAHYGGJA hefur stundum þótt vera helsti takmörkuð í samtímalist og því er oft haldið fram nú til dags að listin sé orðin mönnum framandi sökum þess hve rökræn hún er og ópersónuleg. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar bækur

ÍSLENSKI fjárhundurinner eftir Gísla Pálsson. Texti er á íslensku, ensku og þýsku. Rakinn er ferill íslenska fjárhundsins frá fornri tíð til vorra daga og baráttu við endurreisn stofnsins þegar hann var í sögulegu lágmarki. Sagt er frá 45 aðilum sem standa í dag að ræktun íslenska fjárhundsins. Meira
1. október 1999 | Tónlist | 714 orð

Organísk eðlisfræði

Reynir Jónasson lék verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Marcel Dupré og Jón Ásgeirsson. Miðvikudagskvöld kl. 20.00. ENSKUMÆLANDI nota sama orð yfir orgel og líffæri. Vissulega er samlíking þessara fyrirbæra rökrétt; orgelið dregur andann í vissum skilningi, nærist á loftinu sem leikur um það, og notar það til að framkvæma það sem því er ætlað, ­ að búa til margvísleg hljóð. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 330 orð

Pottþétt 17 beint á toppinn

NÝJASTA safnplatan úr Pottþétt- seríunni fer beint á topp listans en á þeirri plötu eru flest vinsælustu lögin sem heyrst hafa á öldum ljósvakans undanfarið. Pottþétt 16 er í 8. sæti listans eftir 16 vikna setu á listanum þannig að ljóst er að vinsældir þessarar seríu eru umtalsverðar enda finnst mörgum ágætt að nálgast öll vinsælustu lögin á einum stað. Á Pottþétt 17 eru m.a. Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Snuðra og Tuðra aftur í Möguleikhúsinu

SÝNINGAR á barnaleikritinu Snuðra og Tuðra hefjast að nýju í Möguleikhúsinu við Hlemm laugardaginn 2. október kl. 14, en sýningarnar eru nú þegar orðnar rúmlega 140 talsins. Snuðra og Tuðra eru leiknar af þeim Drífu Arnþórsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur, leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, Meira
1. október 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Söngskemmtun í Víðistaðakirkju

KÓR eldri borgara á Akureyri heldur söngskemmtun í Víðistaðakirkju kl. 17 í dag, föstudag, ásamt Gaflarakórnum, en kórinn er í heimsókn í Hafnarfirði dagana 1.-3. október. Kórinn mun m.a. heimsækja vistfólk á Hrafnistu og syngja fyrir það föstudaginn 1. október og skoða Álverið í Straumsvík laugardaginn 2. október og syngja þar fyrir starfsfólk. Meira
1. október 1999 | Fólk í fréttum | 457 orð

Ævintýri smábarnanna

KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir um helgina bandarísku teiknimyndina "Rugrats" sem leikstýrt er af Norton Virgien og Igor Kovalyov Ævintýri smábarnanna Frumsýning Meira

Umræðan

1. október 1999 | Bréf til blaðsins | 482 orð

Aftaka

EINS og svo margur annar hef ég lesið fréttir um hundahald og það hvernig ein manneskja getur haft einræðisvöld um það hvort einhver getur haft hund á sínu heimili eður ei. Í þessu lýðræðisríki, sem svo hefur verið kallað, er einvaldið ráðandi í þeim málaflokki sem snertir mjög mörg heimili, og hefur fyrir fjölda fólks og dýra mikið tilfinningalegt gildi. Meira
1. október 1999 | Bréf til blaðsins | 246 orð

Er álver á Reyðarfjörð allt sem þarf?

NÚ ER orðið nokkuð lágt lagst hjá virkjunarsinnum, þegar þeir hafa fengið til liðs við sig bónda sem segist skilja fuglamál, hann skrifar í Morgunblaðið 23. sept. undir fyrirsögninnni "Opin skilaboð til Landsvirkjunar frá heiðagæsum". Formanni Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar er beitt í þessari deilu, hann látinn krefjast þess að Hrafnkell Jónsson víki úr A. SA. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 1120 orð

Fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins Samfylkingin

Hvað og hver er samnefnari vinstrimanna? spyr Ari Skúlason í svari til Árna Þórs Sigurðssonar. Meira
1. október 1999 | Bréf til blaðsins | 204 orð

Gefið blóð, gefið blóð!

UNDANFARIÐ höfum við, sem hlustum að staðaldri á útvarp, veitt athygli auglýsingum frá Blóðbankanum í Reykjavík, þar sem fólk er hvatt til að gefa blóð. Stundum er meiri skortur á einum blóðflokki en öðrum. Enginn vafi leikur á því, að mikil þörf muni oft vera á blóðgjöf vegna aðgerða á sjúkrahúsum. Að vísu neita Vottar Jehóva blóðgjöf, jafnvel þótt líf liggi við. Þeir um það. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 606 orð

Handvaldir menn

Og eftir sem áður verður til staðar sundruð þjóð, segir Guðjón A. Kristjánsson, sem gæti orðið forskrift að meiri háttar þjóðfélagsátökum í framtíðinni. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 656 orð

Hvað er klám?

Okkur í Bríeti varð hreint og beint óglatt þegar við sáum þessa auglýsingu, segir Hildur Fjóla Antonsdóttir , firran og skynleysið er svo algjört. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 877 orð

Hví alkóhólistar eru sjúkir

Þótt alkóhólistar séu vissulega sjúkir í vissum skilningi þá geti einn þáttur þess sem tíðum er flokkað undir alkóhólisma við íslensk eldhúsborð, þ.e. drykkjan sjálf, segir Kristján Kristjánsson, naumast fallið undir sjúkdómshugtakið. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 541 orð

Hættulegar afleiðingar tannvegssýkinga Tannheilsa

Þó að einkenni langvarandi tannvegssýkinga eins og andremma, tannlos og tannmissir séu slæm, segir Þórður Birgisson, hefur komið í ljós að afleiðingar hennar geta verið víðtækari. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 799 orð

Innanlandsflugið á 21. öld

Í raun tel ég þróun síðustu 50 ára vera nægjanleg rök fyrir því, segir Hjálmar Árnason, að innanlandsflugi okkar til sv-hornsins verði fundinn nýr staður. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 411 orð

Íslensk stjórnvöld og réttindi barna

Íslensk stjórnvöld, segir Gréta Gunnarsdóttir, vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættri stöðu barna utan Íslands. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 768 orð

Kyrrðarsetur á Íslandi

Í draumi mínum um kyrrðarsetur sé ég fyrir mér, segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, að kirkjan eigi og reki slíkt setur og bjóði dvöl á því á verði sem allir geta borgað. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 886 orð

Lögbrot vegna gleymsk· u? KærunefndÞví er slegið föstu

Því er slegið föstu, segir Hrefna Kristmannsdóttir, að kærunefnd jafnréttismála hafi brotið lög. Meira
1. október 1999 | Bréf til blaðsins | 588 orð

Mannfræðiflokkur óskast

NÚ Á dögum upplýsingaþjóðfélagsins, þegar hvers konar sérþekking verður æ þyngri á metunum; og meira áberandi; virðist mér ráð að stofna stjórnmálaflokka sem kannast við að draga lærdóma af sumum sérsviðum frekar en öðrum. Slíkt er líklega þegar raunin bak við tjöldin. T.d. Meira
1. október 1999 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Með kærleikann að leiðarljósi

ÉG VAR að hlusta á þátt í útvarpinu sem heitir Samfélagið í nærmynd. Þar var viðtal við séra Ragnar Fjalar Lárusson. Hann dró til baka ummæli um að samkynhneigð væri sjúkdómur og brenglun. En hann var á móti því að samkynhneigðir yrðu vígðir í hjónaband. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þessi prestur fordæmir fólk. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 232 orð

Ríkisútgjöld til landbúnaðar fara lækkandi

Það virðist oft gleymast þegar verð á matvörum ber á góma, segir Erna Bjarnadóttir, að Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem leggja virðisaukaskatt á matvæli. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | -1 orð

Til þess eru vítin að varast þau

Auðlegð okkar felst einnig í gjöfulum fiskimiðum og ekki síst í gæðum landsins, segir Guðmundur Jón Mikaelsson, og hinum mörgu ósnortnu náttúruperlum sem okkur ber að vernda og varðveita Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 665 orð

Tjáum kærleikann sem réttlæti

Er ekki kominn tími til þess nú að við förum að tjá kærleikann sem réttlæti á Íslandi, spyr Ólafur Oddur Jónsson. - Svari hver fyrir sig. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 1375 orð

Umræða um "Samræður við söguöld"

Vænta má, að þessi vandaða ritsmíð Vésteins Ólasonar muni standa sem einn helsti hyrningarsteinninn, segir Bjarni Bragi Jónsson, í hátimbraðri höll íslenskra og norrænna fornaldar- og miðaldafræða. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 799 orð

Um skóla fyrir Víkur- og Staðahverfi

Vanda þarf til verka við byggingu skóla og Aðalsteinn Símonarsontelur einnig mikilvægt að samráð sé haft við foreldra. Meira
1. október 1999 | Aðsent efni | 867 orð

Um útlendinga á Íslandi

Hver og einn má líta í eigin barm, segir Einar Skúlason, og spyrja sjálfan sig hvort hann sé haldinn fordómum í garð innflytjenda á Íslandi. Meira

Minningargreinar

1. október 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Halla Tulinius

Elsku amma. Nú ert þú farin. Þrátt fyrir að ég hef verið mér meðvitandi um að lífsdögum þínum yrði brátt lokið er erfitt að átta sig á því að þú ert ekki lengur hjá okkur. Ég veit að þú hefur það betra núna þar sem veikindi þín gerðu þér erfitt fyrir að undanförnu. Ég sakna þín mikið en ég veit að afi hefur tekið á móti þér. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Halla Tulinius

Elsku amma Halla. Nú ertu farin frá okkur og ósjálfrátt fer maður að hugsa um allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. En við vitum að þar sem þú ert núna líður þér vel. Í hvert sinn sem við komum til þín þegar við vorum litlir, sastu með handavinnuna þína og sáum við það á brosi þínu hvað þú varst glöð að sjá okkur. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Halla Tulinius

Elsku amma, þú hefur nú fengið hvíldina sem þú beiðst svo lengi eftir, þín verður sárt saknað en þú lifir í góðri minningu hjá okkur sem eftir erum. Mikið fannst mér gott að koma til þín upp í Víðilundinn og fá mér sítrónute og spjalla. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 137 orð

HALLA TULINIUS

HALLA TULINIUS Halla Tulinius (skírð Kristín Halldóra) fæddist að Næfranesi í Dýrafirði 17. október 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri og bóndi á Næfranesi, og kona hans, Guðmunda Kristjana Benediktsdóttir. Systkini Höllu: Ólöf Benedikta; Guðmundur Þ. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Halldór Jón Jónsson

"Okkar maður er farinn." Þannig hljóðuðu orð frænda míns og tippfélaga, Þórðar, er hann tilkynnti mér lát Dóra Ben. Við frændurnir þrír höfum komið saman í hádeginu á laugardögum, heima hjá Dóra, undanfarin ár og tippað á ensku leikina. Oftar en ekki var mikið fjör þegar mönnum samdi ekki um á hvaða leiki skyldi veðjað og var "klúðrari" síðustu viku heldur betur látinn heyra það. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 680 orð

Halldór Jón Jónsson

Í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Halldór Jón Jónsson, fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, títt nefndur Dóri Ben meðal ættingja og vina. Ágæti tengdafaðir minn: Í þessari minningargrein ætla ég ekki að fara djúpt í gegnum þrautagöngu lífs þíns, heldur steyta á því sem þér var kærast og eðlislægt, það er glaðværð þinni, uppátækjum og skopskyni. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Halldór Jón Jónsson

Móðurbróðir okkar Halldór Jónsson eða Dóri Ben, eins og hann var alltaf kallaður, lést sl. sunnudag. Margs er að minnast og fyrstu minningar okkar um Dóra frænda tengjast Sæfaxa, bátnum sem hann gerði út í samvinnu með föður sínum og mági. Dóri var vélstjóri um borð þangað til hann þurfti að fara í land sökum heilsubrests. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 330 orð

Halldór Jón Jónsson

Í dag kveðjum við vin okkar til margra ára, Halldór Jónsson, útgerðarmann. Manni bárust ótrúlegar fréttir á sunnudagsmorgun þegar okkur var tjáð að Dóri Ben vinur okkar væri látinn. Manni varð brugðið, hvernig gat svona hress maður kvatt svo skjótt. Fyrstu kynni okkar af Dóra og fjölskyldu voru þegar þau fluttu á neðri hæðina hjá okkur á Ásaveginum. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 290 orð

HALLDÓR JÓN JÓNSSON

HALLDÓR JÓN JÓNSSON Halldór Jón Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður og vélstjóri, fæddist í Stakkholti í Vestmannaeyjum 6. júní 1926. Hann andaðist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Karítas Valdadóttir, f. 21.2. 1898 á Steinum, A-Eyjafjallahreppi, d. 20.9. 1938, og Jón Benónýsson, f. 7.5. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 170 orð

HJÖRTUR HAUKSSON

HJÖRTUR HAUKSSON Hjörtur Hauksson fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1951. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 21. september síðastliðinn. Foreldrar Hjartar voru Brynhildur Olgeirsdóttir, f. í Bolungarvík 19. janúar 1921, ættuð frá Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp og Valabjörgum í Helgafellssveit, og Haukur Sigurðsson, f. í Reykjavík 21. september 1918, d. 30. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Nú er hún Fríða frænka, systir pabba, búin að yfirgefa þennan heim. Hún sofnaði sitjandi í stól heima á Búrfelli, nýbúin að leggja á borð og tilbúin með matinn handa Helga sínum. Þannig var Fríða, alltaf að hugsa um aðra og þjóna þeim sem henni þótti vænt um. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Jæja, þá er hún Fríða okkar farin. Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar Búrfellinga. Ég kynntist Helga árið 1966 þegar ég hóf nám í Vélskóla Íslands, en Fríðu ekki fyrr en sumarið 1975 þegar ég vann sem afleysingamaður við Búrfellsvirkjun. Árið 1980 fluttist ég svo með fjölskyldu mína að Búrfelli og þá hófust hin virkilegu kynni okkar af þeim hjónum. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Haustlitirnir í allri sinni dýrð og laufin að falla af trjánum. Á þessum árstíma leit hún Fríða, eins og við kölluðum hana, dagsins ljós og hún kvaddi lífið á sama tíma árs. Kallið kom óvænt og það tekur sinn tíma að átta sig á því að hún sé horfin, svo samofin var hún byggðinni við Búrfellsvirkjun eftir 30 ára búsetu hér. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 587 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Með trega í hjarta kveð ég æskuvinkonu mína, Hólmfríði Haraldsdóttur, sem andaðist 23. september sl. Langri samfylgd er lokið og því er margs að minnast. Margar stundir höfum við setið og rifjað upp gamlar minningar og þá helst frá þeim tíma, þegar við vorum að alast upp í Skerjafirði. Þar slitum við barnsskónum í áhyggjuleysi og öryggi góðra foreldra. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 491 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Um miðjan dag 23. september barst okkur sú sorgarfrétt að Fríða væri dáin. Við slíkar fréttir setur mann hljóðan, tár falla af hvarmi en svo fer hugurinn að reika og ljúfar minningarnar streyma fram. Eftir nær sex áratuga vináttu og góð kynni er vitaskuld af mörgu að taka. Fyrstu kynnin tengjast litla skátahópnum okkar sem hittist svo oft í skálanum okkar, Bæli. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 494 orð

Hólmfríður G. Haraldsdóttir

Fríða hefur alltaf verið hluti af lífi okkar og skrýtið til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að sjá hana framar. Hvorki Helgi né Fríða voru skyld okkur en hafa samt alltaf tilheyrt fjölskyldu okkar og voru efst á gestalistunum þegar bjóða átti í afmæli, fermingar, brúðkaup og skírnir. Ömmur okkar eru báðar látnar en alltaf áttum við Fríðu að og hún var svona eins og amma. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 88 orð

HÓLMFRÍÐUR G. HARALDSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR G. HARALDSDÓTTIR Hólmfríður G. Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 12. september 1926. Hún lést á heimili sínu á Skeljastöðum við Búrfellsvirkjun 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson, f. 24.8. 1894, d. 6.5. 1987, og Signý Margrét Eiríksdóttir, f. 28.3. 1886, d. 26.6. 1960. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Hólmfríður Haraldsdóttir

Sex dagar eru ekki langur tími í lífi okkar flestra. En þegar fregn berst um fráfall góðs vinar getur síðasta vika skyndilega orðið að fjarlægri fortíð. Svo sterk er vitundin um að leiðir hafi skilið og samvera gærdagsins verði aldrei endurtekin að taktur dagatalsins riðlast og tímalengdir verða afstæðar. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Hólmfríður Haraldsdóttir

Okkur langar til að minnast kærrar vinkonu okkar með nokkrum orðum. Fríða kom inn í líf okkar þegar Helgi var ráðinn aðstoðarstöðvarstjóri við Búrfellsvirkjun 1969, og fluttust þau í hús 3 á Sámsstöðum, en við vorum í húsi 1. Þar með hófst 30 ára vinátta, sem aldrei bar skugga á. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Hólmfríður Haraldsdóttir

Góð vinkona hefur verið kölluð á braut og óneitanlega verða það mikil viðbrigði fyrir okkur hér í Búrfelli að eiga ekki lengur von á að hitta hana Fríðu með góða skapið sitt og hlýlega viðmótið. Fríða átti stóran hlut í því að gera líf okkar hér skemmtilegt með spaugsyrðum sínum og hnyttinni frásagnargáfu. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Hólmfríður Haraldsdóttir

Elsku Fríða, nú ert þú horfin okkur yfir móðuna miklu og ert orðin engill á himnum eins og börnin segja, falleg og fín eins og þú varst hér hjá okkur. Söknuður okkar er mikill en mestur hjá eiginmanni þínum, honum Helga, sem þú varst ekki bara eiginkona heldur og besti vinur og félagi. Við viljum þakka þér öll árin okkar í Búrfelli sem teljast nú í haust 30. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 88 orð

Jóhannes Benediktsson

Jóhannes Benediktsson Þegar um nætur þögla stund, ég þreyi einn og felli tár og hjartað slegið und við und um öll sín hugsar djúpa sár. Þá er sem góður andi þrátt að mér því hvísli skýrt, en lágt: "Senn er nú gjörvöll sigruð þraut, senn er á enda þyrnibraut." (Kristján Jónsson. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Jóhannes Benediktsson

Með Jóhannesi Benediktssyni er genginn góður drengur og grandvar. Leiðir okkar lágu saman í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi á áttunda áratugnum, en Jóhannes var þá kominn í vaska sveit forystumanna flokksins í Dalasýslu. Fann ég fljótt að þar fór traustur maður og vel gerður, sem hafði sérlega góða nærveru. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Jóhannes Benediktsson

Elsku Jói-pabbi. Ef þú bara vissir hversu sárt ég sakna þín Jói minn. Því þó svo kynni okkar hafi verið stutt þá gafst þú mér og okkur svo margt af visku þinni, kærleika og trú á lífið sjálft á þessu eina ári sem við þekktumst sem tekur aðra mörg ár að gefa. Þú munt halda áfram að gefa með minningum um þig. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Jóhannes Benediktsson

Haustdagarinir líða hver af öðrum. Skuggarnir lengjast er sólin lækkar á lofti. Þetta eru skuggarnir sem við sjáum. Aðrir skuggar eru til sem myndast í mannssálinni og eru ekki öðrum sýnilegir en þeim sem þeir falla á. Stundum verða þessir skuggar svo dökkir að ekkert sést og viðkomandi sér engin úrræði til að komast út úr dimmunni og tóminu. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 133 orð

Jóhannes Benediktsson

Jóhannes Benediktsson Skuggar hópa sig saman hverfult er lífið. Svo dimmt og svo tómt þó dagur sé enn bjartur. Ég fálma í viðjum trega teygi út hendurnar sópa burt þessum skuggum til að sjá ­ til að sjá handan skilanna þar sem birtan umvefur glaðar minningar um fallegt bros, Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Jóhannes Benediktsson

Illur grunur læddist að mér þegar Óli Sveins hringdi í mig á sunnudaginn fyrir rúmri viku og tjáði mér að Jói Ben væri týndur. Grunurinn var staðfestur daginn eftir þegar mér var tilkynnt um andlát hans. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Jóhannes Benediktsson

Elsku frændi. Það var þungt högg þegar hringt var til mín þar sem ég var staddur utan heimilis míns og mér tilkynnt að Jói frændi minn væri látinn. Mér fannst eins og eitthvað innra með mér brysti og það tók mig nokkurn tíma að ná áttum á ný. Nóttina sem á eftir fór flugu í gegnum huga mér allar þær ánægjustundir sem við höfðum átt saman allt frá blautu barnsbeini. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 238 orð

Jóhannes Benediktsson

Vinur minn, Jóhannes Benediktsson, er látinn. Síðustu daga jarðvistarinnar var hann sárþjáður og því var dauðinn honum líkn. Jói Ben var um margt einstæður maður. Hann var afar hlýr og örlæti hans og gjafmildi voru engin takmörk sett. Hann hugsaði stórt og framkvæmdi stórt. Jafnframt var hann maður andstæðna. Yfir honum hvíldi yfirbragð rósemis og stillingar. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 495 orð

Jóhannes Benediktsson

Eitthvað var ekki eins og það átti að vera á mánudagsmorgni. Næstliðin vika var erfið, þrungin sálarstríði. Eftir miðjan mánudag setti mig hljóðari en fyrr, síminn hringir og mér er tjáð að Jóhannes sé látinn. Sl. vor var ég kynnt fyrir Jóa eins og ég kýs að kalla hann, þannig kynnti hann sig fyrir mér og meira að segja sagði "kallaðu mig bara Jóa Ben. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 399 orð

Jóhannes Benediktsson

Þessar ljóðlínur Jóns Helgasonar koma upp í huga mínum þegar ég kveð vin minn Jóhannes Benediktsson. Þó að trú hans væri að sönnu önnur en vitnað er til í kvæðinu, þá veit ég að Jóhannes trúði því, að þegar lokið væri baráttunni við Bröttubrekkur þessa heims, þá tækju við önnur og þægilegri svið, með nýjum áherslum. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 310 orð

Jóhannes Benediktsson

Á viðkvæmri kveðjustund langar mig að þakka fyrir það að hafa verið samtíða Jóa Ben. í yfir 30 ár. Þakka fyrir ljúfa vináttu og trygglyndi er aldrei bar skugga á. Við kynntumst fyrst að einhverju marki fyrir u.þ.b. tveimur áratugum er við vorum saman í sveitarstjórn í Búðardal ungir að árum fullir af áhuga og bjartsýni og dalirnir heilluðu. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Jóhannes Benediktsson

Að skrifa minningargrein um kæran vin er óbærilegt, vin sem alltaf hugsaði um alla aðra en sjálfan sig, og var fullur af manngæsku. Þú varst yndislegur, Jói. Þú kallaðir mig alltaf ljósengilinn þinn, en hvorki ég né neinn annar gat vísað þér réttu leiðina. Þvílíkur missir fyrir okkur öll, vonandi líður þér vel núna. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Jóhannes Benediktsson

Hugsjónir mannúðar og réttlætis voru efst í huga Jóhannesar Benediktssonar þegar við áttum síðast tal saman. Hann rifjaði upp eins og oft áður hugsjónir flokksins okkar og þá hugmyndafræði þar sem byggt er á því að efla einstaklinginn til góðra verka í þágu fjöldans. Og það bar margt á góma. Þá ríkti bjartsýni og vongleði þess sem vænti góðrar uppskeru eigin verka og vina sinna. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 160 orð

JÓHANNES BENEDIKTSSON

JÓHANNES BENEDIKTSSON Jóhannes Benediktsson fæddist á Saurum í Dalasýslu 6. mars 1950. Hann lést hinn 18. september síðastliðinn. Foreldrar Jóhannesar eru Benedikt Jóhannesson, smiður á Saurum, f. 4.1. 1914, d. 25.10. 1983, og Steinunn Gunnarsdóttir frá Grænumýrartungu, f. 28.6. 1919. Systur hans eru: Melkorka, f. 9.7. 1945, og Jófríður, f. 23.6. 1952. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Jón Á. Gissurarson

Jón Á. Gissurarson er látinn. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Hann var skólastjóri minn þegar ég var í landsprófi 1971­1972. Ég minnist hans fyrir að hafa miðlað okkur af reynslu sinni, t.d. sagt okkur staðreyndir eins og að ef við værum með 8 á unglingaprófi færum við niður um 2 í aðaleinkunn nema við legðum mun meiri vinnu á okkur. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 38 orð

JÓN Á. GISSURARSON

JÓN Á. GISSURARSON Jón Ástvaldur Gissurarson fæddist í Drangshlíð undir A-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hinn 13. febrúar 1906. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. september. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 303 orð

Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir

Rannveig ólst upp í stórum systkinahópi, við almenn sveitastörf. Ung að aldri fór Rannveig í vist, fyrst fyrir norðan, síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún var í vist og svo norður aftur, þar sem hún vann við síldarsöltun í nokkur sumur. Síðan vann hún við almenn fiskvinnslustörf eða til ársins 1986, en þá fór heilsan að bila. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 152 orð

RANNVEIG INGIBJÖRG SIGURVALDADÓTTIR

RANNVEIG INGIBJÖRG SIGURVALDADÓTTIR Rannveig Ingibjörg Sigurvaldadóttir fæddist á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 11. febrúar 1928. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Hallgrímsdóttir ættuð frá Víðivöllum í Fnjóskadal og Sigurvaldi Óli Jósefsson ættaður frá Enniskoti í Víðidal. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 1343 orð

Trausti Hauksson

Látinn er ástkær bróðir minn Hjörtur Hauksson garðyrkjumeistari. Hjörtur fæddist í Reykjavík og ólst upp í sex systkina hópi á Grettisgötu 69. Við Hjörtur vorum mjög samrýndir í æsku en hann var aðeins árinu eldri en ég. Þegar Hjörtur kveður okkur rifjast upp margar minningar frá æskuárunum. Þá var Hjörtur drifkrafturinn í leikjum okkar bræðranna og vina okkar á Grettisgötunni. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Þorgrímur Kjartansson

Þó að árin séu orðin mörg og tíminn hafi ef til vill verið kominn er alltaf sárt að kveðja. Sérstaklega ef um jafn góðan mann og hann Togga afa okkar er að ræða. Minningarnar um stundirnar með afa eru ótalmargar. Þær fyrstu að norðan, frá Þórshöfn þar sem þau Día amma bjuggu. Það var erfitt og þreytandi fyrir okkur ungar að sitja í bíl og bíða eftir að komast á áfangastað, til ömmu og afa. Meira
1. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÞORGRÍMUR KJARTANSSON

ÞORGRÍMUR KJARTANSSON Þorgrímur Kjartansson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 26. september 1920. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þórshafnarkirkju 28. ágúst. Meira

Viðskipti

1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Bill Gates kaupir hlut í silfurfyrirtæki

BILL GATES, forstjóri Microsoft, hefur keypt 10,3% hlut í námafélaginu Pan American Silver Corp. og fer þannig að dæmi vinar síns, fjárfestisins Warren Buffett, sem hefusr einnig f járfest í silfri. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Campari kaupir Cinzano af Diageo

BREZKA matar- og drykkjarvörufyrirtækið Diageo Plc ætlar að selja Cinzano vermút vörumerki sitt einkarekna, ítalska drykkjarvörufyrirtækinu Campari fyrir ótiltekna upphæð. Þar með hefur Diageo selt fjórar síðustu evrópsku áfengistegundir sínar fyrir um 255 milljónir punda nettó. Cinzano er næstvinsælasti vermút heims á eftir Bacardi Martini. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Chase kaupir Hambrecht & Quist

CHASE Manhattan bankinn, annar stærsti banki Bandaríkjanna, ætlar að kaupa Hambrecht & Quist bankann í San Francisco fyrir 1,35 milljarða dollara til að auka ítök sín í hinum ábatasama geira bandarískra fjárfestingabanka. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 487 orð

ÐNýherji annast hugbúnaðargerð Schengen-upplýsingakerfisins

AÐ undangengnu forvali og útboði á vegum dómsmálaráðuneytisins hefur verið samið við Nýherja hf. um að taka að sér hugbúnaðargerð vegna upplýsingakerfis, sem sett verður upp vegna þátttöku Íslands í Schengen-samkomulaginu, en kerfið tengist miðlægum gagnagrunni og eftirlitskerfi, sem rekið er sameiginlega af aðildarríkjum Schengen-samkomulagsins. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 705 orð

ÐSamruni og stækkun fyrirtækja kallar á stærri bankaeiningar

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að samruni ÍS og SÍF beini sjónum manna vafalítið að því að bankaeiningar þurfi að stækka svo þær geti þjónað íslenskum fyrirtækjum, því eftir því sem fyrirtækin verði stærri verði litlar bankastofnanir í vaxandi erfiðleikum með að þjóna þeim vegna aukinna krafna um eiginfjárhlutfall bankanna. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 389 orð

ÐSH kaupir 20% hlut í sænska fyrirtækinu Scandsea AB

STJÓRN SH samþykkti á fundi sínum í gær að veita forstjóra félagsins heimild til að ganga frá samningum við Scandsea AB um kaup á 20% hlut í fyrirtækinu. Í tilkynningu til VÞÍ um kaupin kemur fram að með þeim renni SH enn fleiri stoðum undir hráefnisöflun fyrir markaðskerfi sitt og öðlist tengsl við mikilvæg útgerðarsvæði þar sem íslensk fyrirtæki hafi hingað til ekki náð umtalsverðum árangri. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Evrópsk bréf hækka vegna hagtalna vestra

EVRÓPSK bréf hækkuðu lítillega í gær því að nýjar bandarískar hagtölur drógu úr ugg um að bandaríski seðlabankinn hækki vexti í næstu viku. Dollar stóð höllum fæti, þótt fréttir hermdu að landsframleiðsla hefði hækkað á öðrum ársfjórðungi um 1,6%, sem er minnsta aukning síðan 1995 og 0,2% minni en spáð var. Dow hefur lækkað um 10% síðan í ágúst vegna vaxtaótta. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 112 orð

James Murdoch fær stöðuhækkun

NEWS Corp. fjölmiðlafyrirtækið hefur skýrt frá því að það hafi skipað James Murdoch, yngsta son Ruperts Murdoch aðalforstjóra, varaaðalstjórnanda og við það eykst ábyrgð hans á netumsvifum fyrirtækisins um allan heim. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 151 orð

M&S rekur tvo stjóra í viðbót

MARKS & Spencer Plc, sem hefur sent frá sér nýja hagnaðarviðvörun, hefur ennfremur skýrt frá uppstokkun í stjórn fyrirtækisins, sem felur í sér að tveir framkvæmdastjórar láta af störfum, til að gera stjórn fyrirtækisins kleift að taka skjótari ákvarðanir. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 1549 orð

Ólíkar áherslur um úrbætur

Talsmenn banka og sparisjóða hér á landi eru allir á einu máli um að þörf sé á endurbótum og auknu hagræði í greiðslumiðlunarkerfinu. Í samantekt Elmars Gíslasonarkemur fram að þeir eru þó ekki á einu máli um hvaða leið sé best til þess fallin að ná þeim marmkiðum. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 593 orð

Samningurinn metinn á um 300 milljónir

Í GÆR undirrituðu fulltrúar íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Landsteina, Adidas AG í Þýskalandi, Hagkaupsverslananna á Íslandi og Navision Software AS í Danmörku, samning um smíði hugbúnaðarkerfis en samningurinn er metinn á um 300 milljónir króna. Meira
1. október 1999 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Umboðssala á gagnaflutningsþjónustu

GAGNALAUSNIR Símans og Nýherji skrifuðu nýverið undir umboðssölusamning, sem felur í sér að Nýherji annast sölu á Frame Relay-tengingum við ATM-net Landssímans. Með samningum sem þessum vill Landssíminn efla tengsl sín við ráðgefandi fyrirtæki á sviði gagnafjarskipta og leita hagræðingar í sölu á Frame Relay-gagnaflutningsþjónustu. Meira

Fastir þættir

1. október 1999 | Í dag | 29 orð

65 ÁRA afmæli.

65 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. október, verður sextíu og fimm ára Daníel Stefánsson, Þverási 18, Reykjavík. Eiginkona hans er Karen Kristjánsdóttir. Þau eru stödd í Orlando á afmælisdaginn. Meira
1. október 1999 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. október, verður sjötug Þórdís Jónsdóttir, blómaskreytingarkona, Efstalandi 18, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð, eftir kl. 20 í kvöld. Meira
1. október 1999 | Í dag | 40 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 2. október, verður áttræður Haraldur Leó Hálfdánarson, Hábæ 33. Eiginkona hans er Ragnhildur Oddný Guðbjörnsdóttir. Þau hjón taka á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 65 orð

AV:

Spilaður var tvímenningur í Gullsmára 13 mánudaginn 27. september. Tuttugu pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Beztum árangri náðu: NS: Bragi Salomonsson - Valdimar Lárusson220 Sigurþór Halldórsson - Viðar Jónsson190 Einar Magnússon - Sverrir Gunnarsson184 AV: Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 38 orð

Bridsfélag Hreyfils Tuttugu og þrjú pör tóku þátt í hausttvímennin

Tuttugu og þrjú pör tóku þátt í hausttvímenningi og varð lokastaða efstu para þessi: Guðlaugur Nielsen - Anna G. Nielsen250Erla Sigurjónsd. - Sigurður Sigurjónss.249Friðrik Egilss. - Friðbjörn Guðmundss.243Guðm. Friðbjörnss. - Kristinn Ingvason235Kári Sigurjónss. - Guðm. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Lítið batnaði mætingin annað spilakvöld starfsársins og er ljóst að við svo búið má ekki una. Hefur stjórn félagsins enda verið bent á að tvær súlur eru í sal þeim, sem félagið hefur til afnota á spilakvöldum sínum, sem því er kjörinn vettvangur fyrir súlumeyjar af því tagi, sem víða opinbera list sína á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir, við góða aðsókn. Kvað málið vera í athugun. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 943 orð

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn hafið

29. sept. ­ 3. okt. STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson tefldu fyrstu einvígisskák sína um Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudag. Hannes hafði hvítt og upp kom slavnesk vörn. Helgi Áss beitti uppbyggingu sem hann hefur notað nokkuð á síðustu árum. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 144 orð

Frestur til að skila tillögum rennur út í dag

LANDSSAMBAND hestamannafélaga heldur ársþing sitt í Borgarnesi 29.­30. október nk. Allar tillögur sem leggja á fyrir þingið þurfa að hafa borist skrifstofu LH í dag. Að sögn Sigrúnar Ögmundsdóttur á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga áttu öll kjörbréf að hafa borist fyrir 25. september sl. en einhver misbrestur er á því. Meira
1. október 1999 | Í dag | 34 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 1. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Erla Auðlín Bótólfsdóttir og Guðmundur Kristleifsson, Rofabæ 47, Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, sjö barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Þau eru að heiman í dag. Meira
1. október 1999 | Dagbók | 736 orð

Í dag er föstudagur 1. október, 271. dagur ársins 1999. Remigíusmessa. Orð dags

Í dag er föstudagur 1. október, 271. dagur ársins 1999. Remigíusmessa. Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (2. Tím. 3, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn, Tore Lone og Jan D. fóru í gær. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 402 orð

Íslenski hesturinn sjónvarpsstjarna víða um heim

Íslenski hesturinn sjónvarpsstjarna víða um heim ÍSLENSKI hesturinn er í aðalhlutverki í nokkrum sjónvarpsmyndum sem nú er verið að taka bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Auk þess er nú hér á landi ljósmyndari á vegum Gabrielle Boisell sem meðal annars hefur gefið út dagatöl með myndum af íslenska hestinum. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 32 orð

Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Skagfirskt stóð á hei

Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Skagfirskt stóð á heimleið af fjalli. Réttað verður í tveimur vinsælum stóðréttum fyrir norðan á morgun, laugardag. Réttin í Víðidalstungu í V-Húnavatnssýslu hefst kl. 10 og Laufskálarétt í Skagafirði kl. 13. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 79 orð

Ný útflutningsog markaðsnefnd

Landbúnaðarráðherra hefur skipað nýja útflutnings- og markaðsnefnd íslenska hestsins. Allir nefndarmenn eru nýir. AÐ sögn Hákons Sigurgrímssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu sem er formaður nefndarinnar er það algjör tilviljun að allir sem störfuðu með nefndinni áður séu hættir og aðrir teknir við. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 372 orð

Samninganefnd um eflingu hrossaræktar

Fyrsti fundur nefndar sem landbúnaðarráðherra hefur skipað til að semja við fagfélög í hestamennsku um eflingu hrossaræktar í landinu var haldinn á miðvikudaginn. Ráðherrann hefur einnig farið fram á að Byggðastofnun kanni raunverulega veltu hrossaræktarinnar.Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Hákon Sigurgrímsson, formann nefndarinnar. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 909 orð

Svigrúm og einkalíf

Svigrúm og einkalíf Ekkert hefur gerst í lífi Ólafs Ragnars Grímssonar sem kemur almenningi á Íslandi sérstaklega við. FORSETI Íslands hefur farið þess á leit við þjóðina að hún veiti honum "tilfinningalegt svigrúm" til að þróa fram samband sitt við tiltekna konu. Meira
1. október 1999 | Í dag | 517 orð

Vetrarstarf Sauðárkrókskirkju

Í VETUR verður ýmislegt á döfinni í safnaðarstarfi Sauðárkrókskirkju. Stubbar. Í Safnaðarheimilinu er starfræktur klúbbur fyrir 4., 5. og 6. bekk. Klúbburinn verður með starfsemi alla fimmtudaga frá kl. 17­18.30 í safnaðarheimilinu. Umsjón er í höndum þeirra Heiðu Láru, Selmu, Styrmis og Guðbjargar. Sunnudagaskólinn verður hvern sunnudag til vors kl. 11. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 142 orð

Vilja halda samstarfinu áfram

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands og fyrirtækin sem voru með sölubása í sameiginlegu sýningartjaldi á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi hafa áhuga á að halda samstarfinu áfram. Þetta kom fram á fundi þeirra að loknu mótinu. Að sögn Vilhjálms Guðmundssonar hjá útflutningsráði þótti samstarf útflutningsráðs og fyrirtækjanna, sem voru tæplega 20 talsins, takast vel. Meira
1. október 1999 | Í dag | 523 orð

Þáttur um vímuvarna- og uppeldismál

ÉG ER hjartanlega sammála Sigríði Kristjánsdóttur, sem skrifar í "Bréf til blaðsins" í dag, miðvikudaginn 29. september, um forvarnir vímuefna. Þar segir hún m.a.: "Hvers vegna eru ekki vikulegir pistlar í dagblaði allra landsmanna um hversdagslegt uppeldi, ráðleggingar og stuðningur þar sem fyrirspurnum foreldra væri svarað?" Ég held að það væri mjög gott fyrir foreldra, og alla, Meira
1. október 1999 | Dagbók | 3765 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
1. október 1999 | Í dag | 588 orð

(fyrirsögn vantar)

Víkverji ræddi nýlega við unga konu sem sagðist nota strætisvagna Reykjavíkur mikið einfaldlega vegna þess að hún á ekki bíl. Og ekki var hún að kvarta yfir því að ferðast með strætisvagni, öðru nær. Það væri mjög þægilegur ferðamáti, hægt að láta hugann reika og velta fyrir sér tilverunni án þess að hafa áhyggjur af umferð eða heilsufari farartækisins svo eitthvað sé nefnt. Meira
1. október 1999 | Fastir þættir | 101 orð

(fyrirsögn vantar)

Besta skor í AV: Geirlaug Magnúsdóttir ­ Torfi Axelsson284 Soffía Daníels ­ Frímann Stefánsson268 Valdimar Sveinsson ­ Þorsteinn Berg249 Mánudaginn 4. okt. nk. hefst Hausttvímenningur 99 (aðaltvímenningur). Það fer eftir þátttöku hve mörg kvöld hann stendur yfir og hvaða fyrirkomulag verður á keppninni. Meira
1. október 1999 | Í dag | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Ó, þú sveitasæla, sorgarlækning bezt, værðarvist indæla, veikum lækning mest, lát mig lúðan stríðum, loks er ævin dvín, felast friðarblíðum faðmi guðs og þín. Meira

Íþróttir

1. október 1999 | Íþróttir | 66 orð

Aron með 5 mörk

ARON Kristjánsson skoraði 5 mörk þegar lið hans, Skjern, vann nágrannaliðið Tvis KFUM með einu marki, 22:21, á útivelli í gærkvöldi. Aron sagði í samtali við Morgunblaðið að yfir 2.000 áhorfendur hefðu verið á leiknum og gríðarleg stemmning ríkt. "Lið Tvis kom upp í úrvalsdeildina síðastliðið vor og er nokkuð sterkt og því var mjög gott að vinna það á útivelli," sagði Aron. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 115 orð

Birkir til Lustenau

BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið leigður til austurríska 1. deildarliðsins Lustenau um tíma, en að sögn Jóhannesar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV, er óvíst hversu lengi Birkir verður hjá Lustenau. Þetta er sama lið og Helgi Kolviðsson, landsliðsmaður, lék með áður en hann flutti sig yfir landamærin til þýska liðsins Mainz. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 109 orð

Bjarki reiðubúinn að bíða

BJARKI Gunnlaugsson, sem kominn er til liðs við enska 2. deildarliðið Preston North End frá KR, kveðst reiðubúinn að bíða eftir tækifæri í aðalliðinu. Fjórir framherjar bítast um sæti í byrjunarliðinu. "Ég veit að sæti í byrjunarliðinu er ekki sjálfsagður hlutur, en ég hyggst bíða eftir tækifærinu og grípa það þá," segir Bjarki á heimasíðu félagsins. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 70 orð

Bjarni þjálfar Fylki

KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur ráðið Bjarna Jóhannsson þjálfara meistaraflokks karlaliðsins til tveggja ára. Bjarni, sem þjálfaði ÍBV síðastliðin þrjú ár, sagði það ögrandi verkefni að taka við Fylkisliðinu, sem hefur þrívegis farið upp í efstu deild en jafnharðan fallið niður, og koma liðinu í fremstu röð. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 139 orð

Broddi og Árni Þór hættir

ÁRNI Þór Hallgrímsson, TBR, sem hefur verið annar helmingurinn í fremsta tvíliðaleikspari landsins í badminton karla til margra ára, hefur lagt keppnisspaðann að mestu á hilluna. Árni Þór og félagi hans, Broddi Kristjánsson, hafa verið ósigrandi í tvíliðaleik á Íslandi í mörg ár og margoft orðið Íslandsmeistarar. Þá hafa þeir einnig náð góðum árangri á mótum erlendis, en m.a. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 432 orð

Flugeldasýning í jómfrúrleik

LEIKMENN Hamars frá Hveragerði efndu til flugeldasýningar í tilefni af fyrsta leik félagsins í úrvalsdeild. Nýliðarnir unnu stórsigur á Snæfelli í slag nýliðanna í fyrstu umferð deildarkeppninnar Hveragerði í gærkvöldi, 88:59. Bæjarbúar fjölmenntu í íþróttahúsið og var þétt setið á áhorfendapöllunum ­ mikil og skemmtileg stemmning. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 179 orð

Grétar og Ármann til Lillestrøm

LÍKLEGT er að tveir íslenskir knattspyrnumenn til viðbótar bætist í leikmannahóp norska úrvalsdeildarfélagsins Lillestrøm. Grétar Hjartarson, sem leikið hefur með Grindvíkingum, hefur samþykkt þriggja ára tilboð norska liðsins. Þá hefur Lillestrøm boðið Ármanni Smára Björnssyni, leikmanni 2. deildarliðs Sindra, að æfa með því í vetur. Grétar fer í læknisskoðun á þriðjudag. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 59 orð

Helgi skoraði

HELGI Sigurðsson skoraði fyrra mark gríska liðsins Panathinaikos í 2:0 sigri á Gorica frá Slóveníu í síðari leik liðanna í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Aþenu í gær. Helgi gerði mark sitt á 38. mínútu. Helgi og félagar unnu einnig fyrri leikinn, þá 1:0, og eru þar með komnir áfram í aðra umferð keppninnar. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 86 orð

Hermann ekki á tombóluverði

RON Noades, eigandi og knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Brentford, hefur lýst því yfir að Hermann Hreiðarsson sé svo sannarlega til sölu frá liðinu ­ en aðeins fyrir rétt verð. Hermann hefur í vikunni verið bendlaður við úrvalsdeildarliðin Tottenham og Wimbledon, Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 278 orð

KR-ingar fögnuðu

KR-ingar fögnuðu sigri í sínum fyrsta leik í deildinni í vetur þegar að þeir lögðu KFÍ með 83 stigum gegn 66 í hinu nýja glæsilega íþróttahúsi sínu við Frostaskjól. Það var fátt sem reyndist KR-liðinu ofviða í leiknum en leikmenn liðsins voru fullir sjálfstrausts frá fyrstu mínútu þrátt fyrir að þeir Ólafur Ormsson og Jónatan Bow væru utan vallar, Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 526 orð

Körfuknattleikur Haukar - UMFT88:70

Íþróttahúsið í Strandgötu; fyrsta umferð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fimmtudaginn 30. september 1999. Gangur leiksins: 3:0, 3:3, 9:3, 15:9, 22:13, 33:19, 41:30, 50:33, 58:38, 64:48, 72:57, 81:65, 88:70. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 306 orð

Lama mun verja mark Frakka gegn Íslendingum

HEIMSMEISTARAR Frakka gera nokkrar breytingar á leikmannahópi sínum fyrir lokaleikinn í 4. undanriðli EM í knattspyrnu ­ gegn Íslendingum í París annan laugardag. Markvörðurinn reynslumikli, Bernard Lama, kemur í stað Fabien Barthez sem er í leikbanni og framherjinn David Trezeguet kemur í stað Nicolas Anelkas, sem ekki hefur enn fundið sig í upphafi leiktíðar á Spáni. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 238 orð

Létt hjá Grindavík

Við vissum náttúrlega að við værum betri en það þarf að sýna það í leiknum og það gerðum við. Það er búið að taka broddinn úr Skagaliðinu en þeir mega eiga það að þeir héldu áfram allan tímann og með þessari baráttu munu þeir uppskera sigra. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 121 orð

Newcastle hættir við Eið Smára

SVO virðist sem enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hafi hætt við að reyna að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Bolton Wanderers. Á spjallsíðu beggja liða á Netinu er haft eftir Bobby Robson, stjóra Newcastle, að hann hafi reynt að kaupa framherja fyrir helgina, en þeir sem til greina komi séu annað hvort of dýrir eða alls ekki á lausu. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 517 orð

Nýir leikmenn Hauka gerðu gæfumuninn

Haukar mættu til leiks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með talsvert breytt lið frá fyrra keppnistímabili. Ef marka má leikinn gegn Tindastóli í gærkvöld má ætla að liðið sé til alls líklegt í vetur og geti gert tilkall til efstu sæta deildarinnar. Haukar höfðu talsverða yfirburði gegn Tindastóli og sigruðu örugglega, 88:70. Haukar höfðu frumkvæði í leiknum frá fyrstu mínútum þess. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 190 orð

Stórsigur hjá Keflvíkingum

Íslandsmeistarar Keflvíkinga unnu stórsigur á Skallagrími frá Borgarnesi í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 107:76 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 60:39. Leikurinn bauð ekki upp á mikla spennu, til þess voru yfirburðir heimamanna of miklir. Ekki er hægt að segja með sanni að leikurinn hafi fangað huga áhorfenda. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 325 orð

SÆVAR Sigursteinsson, fyrrverandi

SÆVAR Sigursteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í júdó úr KA, hefur skrifað undis samning við Ármann sem þjálfari meistaraflokks Ármenninga. GARY Megnson, knattspyrnustjóri Stoke City, hefur verið útnefndur stjóri septembermánaðar. Meira
1. október 1999 | Íþróttir | 588 orð

Þrír stefna á Syndey

ÞRÍR íslenskir badmintonmenn stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum í Sydney næsta haust. Það eru Brynja Pétursdóttir, Sveinn Sölvason og Tómas Viborg, en til þess að eiga möguleika verða þau að keppa á alþjóðlegum stigamótum sem gefa stig inn á heimslista badmintonmanna sem gildir frá 1. maí á þessu ári til og með 30. apríl á næsta ári. Staða á heimslistanum 1. Meira

Úr verinu

1. október 1999 | Úr verinu | 207 orð

Demantssíldina vantar

SÍLDARSKIPIN Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF lönduðu um 500 tonnum af síld á Hornafirði í gær. Aflinn fékkst á Papagrunni í fyrrinótt en þar voru þá 4 skip að veiðum. Að sögn Jóns Axelssonar, skipstjóra á Húnaröst SF, var nokkuð meira að sjá af síld á miðunum en áður en síldin væri fremur blönduð. "Síldin var hinsvegar talsvert dreifð og skipin að fá að jafnaði um 40-80 tonn í kasti. Meira
1. október 1999 | Úr verinu | 779 orð

Vegur hins pólitíska neytanda mun aukast

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hvatti Fiskifélag Íslands til að útfæra siðareglur fyrir íslenskan sjávarútveg í ávarpi sínu á Fiskiþingi sem hófst í gær. Þá gerði ráðherra skilvirkt eftirlit að umtalsefni og tilkynnti skipan nefndar sem ætlað er að skoða að nýju hvernig hlutverk skiptast milli Fiskistofu og skoðanastofa. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð

Eyrnabólga og matarofnæmi úr sögunni

SMÁSKAMMTALÆKNINGAR hafa reynst Jónínu Gunnarsdóttur og fjölskyldu afar vel. Drengurinn hennar, Friðrik Brynjar sem nú er 11 ára, hefur frá ungum aldri verið með vökva í eyrunum og fengið slæma eyrnaverki og -bólgur. "Fjórum sinnum hefur hann farið í svæfingaraðgerðir vegna þess og tvisvar fengið rör í eyrun en án árangurs. "Ég var orðin svartsýn á að hann myndi nokkurn tímann ná sér. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 569 orð

Gekk þvert á vísindalegar aðferðir lækna

UM MIÐJA 19. öldina hófu menn að stunda smáskammtalækningar hér á landi, að sögn Sigríðar Svönu Pétursdóttur sem skrifaði BA-ritgerð árið 1995 í sagnfræði við HÍ um smáskammtalækningar á Íslandi á árunum 1850­1888. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1812 orð

Ísland í ítölskum hillingum Það hlýtur að teljast til tíðinda að hitta ungan Ítala sem dáir Bubba Morthens og saknar skyrs og

Það hlýtur að teljast til tíðinda að hitta ungan Ítala sem dáir Bubba Morthens og saknar skyrs og soðinnar ýsu. Í hafnarborginni La Spezia á Ítalíu hafði Sigurbjörg Þrastardóttir uppi á Tiziano Saccani sem var skiptinemi á Íslandi fyrir sex árum og tengdist landi og þjóð óvenju sterkum böndum. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 690 orð

Myrkrinu slegið á frest

Um leið og sumarblómin hengja haus og haustkvíði sest að smáfuglunum hlýtur myrkrið að vera á næsta leiti. En í stað þess að bíða aðgerðalaus eftir sólinni á ný finnst Sigurbjörgu Þrastardótturþjóðráð að framlengja líðandi sumar með því að lífga upp á umhverfið með litum. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 16 orð

MYRKRINU SLEGIÐ Á FREST MEÐ LITADÝRÐ/2SMÁSKAMMTALÆKNINGAR

MYRKRINU SLEGIÐ Á FREST MEÐ LITADÝRÐ/2SMÁSKAMMTALÆKNINGAR - VÍSINDI EÐA TÓM VITLEYSA?/4ÍSLAND Í ÍTÖLSKUM HILLINGUM/6UMSKIPTI ERU ÖGRANDI V Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð

Óhefðbundnar lækningar túlkaðar sem skottulækningar

MATTHÍAS Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir læknalög á Íslandi að sumu leyti strangari en víða í nágrannalöndunum. "Samkvæmt íslenskum lögum hefur sá einn rétt til að stunda lækningar sem hefur til þess leyfi heilbrigðisráðherra. Smáskammtalækningar eru því túlkaðar sem skottulækningar þar sem aðferð þeirra er ekki viðurkennd. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1075 orð

Smáskammtalækningar Vísindi eða tóm vitleysa?

Íslenskum smáskammtalæknum fer ört fjölgandi en meðferð þeirra gengur út á að lækna líkt með líku. Hrönn Marinósdóttir ræddi við nokkra sem til þekkja en náði ekki tali af Elísabetu Englandsdrottningu sem ku vera ákafur stuðningsmaður þessarar lækningahefðar. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 488 orð

Sparkað og kýlt í þágu heilsunnar

NÝJA líkamsræktarformið tae bonýtur mikilla vinsælda á Íslandi og sækja allt upp í 90-100 manns suma tímana segir Hrafn Friðbjörnsson leiðbeinandi hjá líkamsræktarstöðinni World Class. Einhverjir kunna að hafa séð tae bo kynningar í Sjónvarpinu þar sem forvígismaður þess, bandaríska karate-stjarnan Billy Blanks, Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1208 orð

Umskipti eru ögrandi verkefni Eftir 25 farsæl ár á Egilsstöðum ákvað hún að breyta til í lífinu með því að skipta um starf og

Eftir 25 farsæl ár á Egilsstöðum ákvað hún að breyta til í lífinu með því að skipta um starf og búsetu. Gunnar Hersveinn mætti frétta- og ferðamanninum Ingu Rósu Þórðardóttur sem storkaði sjálfri sér með því að stíga ný skref. Meira
1. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 356 orð

Viðhorf í Bretlandi mjög jákvætt

LANGALANGAFI Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur hét Sigurður Jónsson og var bóndi í Lambhaga í Borgarfirði um síðustu aldamót. Hann ákvað að læra þýsku til þess að geta lesið sér til um smáskammtalækningar og pantað smáskammtalyf frá Þýskalandi. Að því loknu ferðaðist hann um sveitir og hjálpaði fólki en starfaði síðustu æviárin í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.