Greinar laugardaginn 2. október 1999

Forsíða

2. október 1999 | Forsíða | 126 orð

Barnfóstra dæmd

FJÖRUTÍU og fjögurra ára gömul barnfóstra, Manjit Basuta, var í gær dæmd í 25 ára hið minnsta og allt að lífstíðar fangelsi í Kaliforníu fyrir að bera ábyrgð á dauða 13 mánaða gamals drengs sem hún gætti. Meira
2. október 1999 | Forsíða | 141 orð

Gíslataka í sendiráði Burma í Bangkok

TÓLF vopnaðir menn réðust inn í sendiráð Burma í Bangkok í gær og halda nú starfsmönnum og öðru fólki sem þar var statt í gíslingu. Mennirnir, sem segjast tilheyra samtökum námsmanna í Burma, hafa krafist þess að pólitískir fangar í Burma verði látnir lausir úr fangelsi og að lýðræðislegar kosningar verði haldnar í landinu. Meira
2. október 1999 | Forsíða | 105 orð

Hátíðahöld á Torgi hins himneska friðar

Risavaxinn fáni Kínverska alþýðulýðveldisins líður fram hjá aðalhliði Torgs hins himneska friðar þar sem mikil skrúðganga var haldin í gær í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Meira en 500.000 hermenn og óbreyttir borgarar tóku þátt í hátíðahöldunum, þeirra á meðal fjöldi barna. Meira
2. október 1999 | Forsíða | 101 orð

Jafnaðarmenn í Danmörku vilja evru

JAFNAÐARMANNAFLOKKUR Danmerkur lýsti því yfir í gær að hann hygðist í þessum mánuði hefja baráttu fyrir því að Danir taki upp evruna, samkvæmt fréttum AFP fréttastofunnar. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er nú meirihluti Dana því fylgjandi að Danir gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Meira
2. október 1999 | Forsíða | 291 orð

Obuchi biðst afsökunar

ÞEIM rúmlega 300.000 manns, sem búa í nágrenni við japönsku kjarnorkueldsneytisverksmiðjuna þar sem alvarlegt óhapp varð á fimmtudag, var í gær tilkynnt að þeim væri óhætt að athafna sig utandyra. Rannsókn var hafin á orsökum slyssins, sem olli því að á tímabili mældist geislun utan verksmiðjunnar 15.000 sinnum meiri en eðlilegt er. Meira
2. október 1999 | Forsíða | 315 orð

Rússneskur her gerir innrás í Tsjetsjníu

ÞÚSUNDIR rússneskra hermanna réðust í gær inn í Tsjetsjníu í kjölfar yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu þess efnis að hún viðurkenni ekki lengur stjórn Aslans Maskhadovs, forseta landsins. Meira en eitt þúsund brynvagnar og skriðdrekar tóku þátt í innrásinni sem náði um 15 kílómetra inn í landið. Meira

Fréttir

2. október 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

290 hundar á alþjóðlegri hundasýning

ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Í fréttatilkynningu frá Hundaræktarfélaginu kemur fram að dómararnir Marit Sunde frá Noregi og Paul Stanton frá Svíþjóð séu báðir mjög virtir um allan heim og með langa starfsreynslu. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

75 ára afmælissýning Félags íslenskra gullsmiða

FÉLAG íslenskra gullsmiða fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gullsmiðir en fyrsti formaður félagsins var Jónatan Jónsson. Félagið hefur áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta sýning gullsmiða var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1969 á 45 ára afmæli þess. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Aðgerðir í umferðarmálum

Borgarráð Reykjavíkur hefur staðfest samþykktir skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar um úrbætur í umferðarmálum á nokkrum stöðum í borginni. Samþykkt var að Seljabraut milli Jaðarsels og Engjasels verði gert að 30 km svæði ásamt aðliggjandi götum. Þá var staðfest stöðvunarskylda á Starhaga gagnvart umferð á Suðurgötu. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 299 orð

AÐ minnsta kosti 22 létust í Mexíkó

EKKI færri en 22 létu lífið vegna jarðskjálftans sem reið yfir Mexíkó á fimmtudag, flestir í héraðinu Oaxaca, skammt frá upptökum sjálftans undan Kyrrahafsströndinni. Í gær var hlúð að særðum og reynt að lagfæra skemmdir, sem þykja ótrúlega litlar miðað við hve öflugur skjálftinn var. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Afgreiðslu bankans á Eyrarbakka lokað

AFGREIÐSLA Landsbanka Íslands á Eyrarbakka verður sameinuð svæðisútibúi bankans á Selfossi og tekur sameiningin gildi 25. október. Tveir af þremur starfsmönnum afgreiðslunnar munu hefja störf við svæðisútibúið á Selfossi og sá þriðji mun starfa í afgreiðslu bankans á Stokkseyri. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Alfa námskeið Biblíuskólans

ALFA námskeið Biblíuskólans verður haldið á Holtavegi 28 á þriðjudögum frá 5. október til 30. nóvember kl. 19.15­22. Kennarar verða Kjartan Jónsson, kristniboði og Guðlaugur Gunnarsson. Fjallað verður um lykilatriði kristinnar trúar, reynt að svara spurningum þátttakenda og einnig hópumræður. Kennslan hefst öll kvöldin með léttum kvöldverði kl. 19.15. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Alþingi Íslendinga sett

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti 125. löggjafarþing Íslendinga í gær að aflokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Á þessum fyrsta þingfundi var Halldór Blöndal endurkjörinn forseti þingsins og einnig var kosið um fjóra varaforseta, auk þess sem kjörnir voru fulltrúar í fastanefndir þingsins. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 421 orð

Aukin framlög til háskóla

ÁÆTLAÐ er að heildargjöld málefnaflokksins Háskólar og rannsóknir hækki um rúman milljarð og verði 7.743 milljónir króna. Sé leiðrétt fyrir flutning myndlistarnáms á háskólastig er hækkunin 875 milljónir á milli ára. Til málefnaflokksins teljast m.a. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 502 orð

Átján sagt upp störfum

SKELFISKUR ehf. hættir starfsemi eftir eina til tvær vikur, en þegar hefur 18 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp störfum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jóhann Þór Halldórsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem sagði jafnframt að í bígerð væri að sameina fyrirtækið kúfiskvinnsludeild Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Bifhjóli ekið á stúlku

BIFHJÓLI var ekið á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut við Suðurver um miðjan dag í gær. Var vegfarandinn, sextán ára stúlka, flutt á slysadeild með mar á höfði og mjöðm. Nokkur fjöldi árekstra milli bifreiða varð í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær, en frá því snemma í gærmorgun fram til kvölds var tilkynnt um 18 árekstra. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Bingó hjá Baldursbrá

ÁRLEGT októberbingó Kvenfélagsins Baldursbrár verður í Glerárkirkju sunnudaginn 3. október og hefst það kl. 15. Allur ágóði rennur til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Góðir vinningar í boði. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bílvelta á Fljótsheiði

BÍLVELTA varð á Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu um klukkan 17 í fyrradag, en ökumaður missti stjórn á fólksbifreið sinni og lenti utan vegar með þeim afleiðingum að bifreiðin valt, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Í bifreiðinni var einn farþegi ásamt ökumanni og sluppu þeir báðir án meiðsla, að sögn lögreglu, en bifreiðin skemmdist nokkuð og var dregin af slysstað með kranabíl. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Bílvelta í morgunumferðinni

BIFREIÐ valt á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í gærmorgun um klukkan átta eftir árekstur þriggja bifreiða. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru allir í bifreiðunum í bílbeltum og urðu engin slys á fólki. Tvær bifreiðanna skemmdust hins vegar nokkuð og þurfti að draga þær á brott með kranabifreið, þar á meðal bifreiðina sem valt. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 165 orð

Breytt fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu og almannatrygginga

REKSTRARKOSTNAÐUR í heilbrigðiskerfinu umfram heimildir fjárlaga er helsti vandi á útgjaldahlið ríkissjóðs í ár. Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins var unnið að greiningu þessa vanda og gerðar tillögur um 1,4 milljarða viðbótarframlög til að styrkja rekstur heilbrigðisstofnana. Einnig verður lögð til veruleg hækkun á framlögum þessa árs í frumvarpi til fjáraukalaga. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Brúin yfir Miklubraut formlega opnuð

SAMGÖNGURÁÐHERRA og borgarstjóri opnuðu í gær formlega nýja brú yfir Miklubraut við gatnamót Skeiðarvogs, sem og síðari áfangann í tvöföldun Suðurlandsbrautar milli Grensásvegar og Skeiðarvogs og undirgöng við Skeiðarvog. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Búr hf. hefur áhuga á Ágæti

BÚR hf., innkaupafyrirtæki Kaupáss og kaupfélaganna, hefur áhuga á að kaupa grænmetis- og kartöflufyrirtækið Ágæti hf. og hafa viðræður farið fram um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræðurnar hafa ekki skilað niðurstöðu enn sem komið er og óljóst hvenær það verður. Búnaðarbanki Íslands á meirihluta í Ágæti hf. eftir kaup á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu í júní í sumar. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans

FYRSTA opna bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans verður haldin í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi, laugardaginn 2. október. Meginumræðuefni ráðstefnunnar verða bæjarmálin, gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga og helstu áherslumál Kópavogslistans á komandi vetri. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Dagur námsbrautar í hjúkrunarfræði við HÍ

DAGUR námsbrautar í hjúkrunarfræði verður haldinn hátíðlegur í dag. Hátíðin fer fram í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykjavík, og hefst kl. 14 en lýkur um kl. 16. Hátíðardagskráin hefst með ávarpi formanns stjórnar Hollvinafélagsins, Vilborgar Ingólfsdóttur. Birna Flygenring fjallar um námsbraut í hjúkrunarfræði 1999-2000. Dr. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Dansað innan um málverk

Nýstárleg kynning á vetrardagskrá Íslenska dansflokksins Dansað innan um málverk ÍSLENSKI dansflokkurinn kynnti vetrardagskrá sína með nokkuð nýstárlegum hætti í gær. Dansarar flokksins sýndu úr verkum komandi haustsýningar í Galleríi Sævars Karls að viðstöddum fjölda gesta. Fyrsta sýning vetrarins verður frumsýnd 14. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 122 orð

Dregur úr hagvexti og verðhækkunum

SPÁÐ er rúmlega 2,5% hagvexti á næsta ári og er það töluvert minna en 5-6% hagvöxtur undanfarinna fjögurra ára. Talið er að þjóðarútgjöld muni aukast um 2,5% samanborið við 4,5% aukningu á þessu ári og tæplega 12% í fyrra. Sama spá gerir ráð fyrir 2-2,5% aukningu einkaneyslu, samneyslu og fjárfestinga á næsta ári. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 156 orð

Dregur úr hækkun á kaupmætti ráðstöfunartekna

MIÐAÐ við verðlagshorfur má gera ráð fyrir 5% hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á þessu ári. Kaupmátturinn hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 1995. Það má meðal annars þakka umsömdum launahækkunum og lækkun tekjuskatts einstaklinga. Ástand á vinnumarkaði hefur einnig hvatt til launaskriðs. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Dæmdur fyrir Netviðskipti

RÚMLEGA tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að hafa keypt geislaspilara í gegnum Netið með greiðslukorti fullorðinnar konu. Upphæðin nam rúmum 35 þúsund krónum og sagði ákærði fyrir dómi að greiðslukortanúmer konunnar hefði legið á glámbekk hjá fyrirtæki sem hann vann hjá sem og kortanúmer annarra viðskiptavina fyrirtækisins. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Eins og hellt væri úr fötu

ÚRHELLISRIGNING hefur verið á Akureyri síðustu daga og var sérlega mikil úrkoma í gær og fyrradag svo á köflum var hægt að grípa til hinnar gamalkunnu líkingar að hellt væri úr fötu. Það var einmitt það sem systkinin Sólveig og Ari gerðu í úrhelli gærdagsins, settust út í poll á leikskólanum sínum, Flúðum, og sulluðu duglega. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Engin merki þess að ný ísöld sé í uppsiglingu

GOLFSTRAUMURINN hefur breytt um stefnu í Norður-Atlantshafi en stefnubreytingin þarf þó ekki að tákna að ný ísöld sé í aðsigi. Kemur þetta fram í frétt Reuters-fréttastofunnar sem vitnar í frásögn danska verkfræðiritsins Ingeniøren af niðurstöðum rannsókna sem danski haffræðingurinn Erik Buch hjá dönsku veðurfarsstofnuninni hefur tekið þátt í. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

Fimm fréttatímar á morgnana

STÖÐ 2 og Bylgjan munu í sameiningu hefja útsendingu á morgunsjónvarpi 1. nóvember og verður dagskrá Stöðvar 2 því samfelld frá klukkan 7 á morgnana fram yfir miðnætti alla daga vikunnar. Hreggviður Jónsson, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, sagði að ákveðið hefði verið að ráðast í verkefnið, þar sem kannanir hefðu sýnt fram á aukinn áhuga fólks á morgunsjónvarpi. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 29 orð

Fjárlagafrumvarpið kynnt

Fjárlagafrumvarpið kynnt Geir H. Haarde fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2000 fyrir fréttamönnum í gær en því var einnig dreift á Alþingi og það kynnt sérstaklega fyrir fjárlaganefnd í gærmorgun. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fjölmenni við formlega opnun stórhýsis B&L

MIKIÐ fjölmenni var við formlega opnun hins nýja stórhýsis B&L á Grjóthálsi 1 síðdegis í gær. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður B&L, bauð gesti velkomna og Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, gerði grein fyrir hinni nýju byggingu. Séra Þórir Stephensen blessaði húsið, starfsmenn fyrirtækisins og viðskiptavini þess. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fjölskylduhátíð á Garðatorgi

HALDIN verður fjölskylduhátíð að Garðatorgi, Garðabæ, í dag, laugardaginn 2. október, kl. 13­16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og fyrirtæki og stofnanir á torginu verða opin almenningi til sýnis. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Fjörfiskar í Kompaníinu

VETRARSTARF Fjörfiska verður kynnt í Kompaníinu á morgun, sunnudag, kl. 14. Fjörfiskar eru hópur fatlaðra ungmenna á Akureyri og hefur hann aðstöðu í Kompaníinu. Skipulögð dagskrá verður í boði fyrir hópinn á miðvikudögum frá kl. 18 til 22 og á sunnudögum frá kl. 14 til 18. Aðstaðan er opin fyrir 16 ára og eldri. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 316 orð

Forgangsreglur í leikskóla samþykktar

MEIRIHLUTI skólanefndar Akureyrar samþykkti á fundi sínum nýlega forgangsreglur í leikskóla bæjarins. Jafnframt var ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar um leið og nýr leikskóli tekur til starfa við Gránufélagsgötu. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 245 orð

Framkvæmdum frestað fyrir tvo milljarða

FRESTA á ýmsum framkvæmdum á næsta ári sem nemur ríflega tveimur milljörðum króna. Stærsti hluti þeirrar upphæðar er vegna framkvæmda á vegum samgönguráðuneytisins eða kringum einn milljarður. Í greinargerð frumvarpsins segir að komi ekki til frestunar muni stofnkostnaður aukast milli ára vegna markaðra tekjustofna til vegagerðar og áforma sem voru uppi um að ljúka umfangsmiklum byggingaráformum. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Friðarfræðsla rædd á barnadegi SÞ

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) halda opinn fund þriðjudaginn 5. október kl. 20 á Vatnsstíg 10, MÍR sal. Yfirskrift vetrarstarfsins er Friður. Fyrsti fundur verður haldinn á Alþjóðlegum barnadegi Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni þess verður efnið friðarfræðsla tekið til umræðu. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fyrirlestur um viðskipti, verslun og markað

HELGI Þorláksson, prófessor við sagnfræðiskor Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 5. október sem hann nefnir: Viðskipti, verslun og markaður. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Háfell bauð lægst í Hafravatnsveg

HÁFELL ehf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í fyrsta áfanga Hafravatnsvegar, en tilboð voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Tilboðið hljóðaði upp á 47 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir að framkvæmdin kostaði rúmar 58,7 milljónir. Næstlægsta tilboðið átti Völur hf. sem bauð tæpar 47,9 milljónir í verkið. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Herða þarf aðgerðir gegn fákeppni

NEYTENDASAMTÖKIN lýsa yfir vanþóknun á framferði fyrirtækja sem misnota aðstöðu sína til þess að forðast eðlilega samkeppni og halda þannig uppi óeðlilega háu verði á grænmeti og ávöxtum. Neytendasamtökin fagna rannsókn Samkeppnisstofnunar á heildsölufyrirtækjum á grænmetismarkaði og telja hana löngu tímabæra. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hvolfdi á Ölfusárbrú

JEPPABIFREIÐ valt á Ölfusárbrú um klukkan 19 í gær, en í bílnum var kona og ungt barn hennar. Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á mæðgunum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Jafnréttisnefnd HÍ með heimasíðu

JAFNRÉTTISNEFND Háskóla Íslands hefur opnað heimasíðu, en nefndin tók til starfa árið 1998. Slóð heimasíðunnar er: http: //www.hi.is/stjorn/nefndir/jafnrettis Í fréttatilkynningu frá nefndinni segir m.a.: "Á heimasíðu jafnréttisnefndar er að finna upplýsingar um starfsemi nefndarinnar, aðgerðir og fræðslu á hennar vegum. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Karlar selja kaffi

ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfélags karla í Reykjavík verður haldin næstkomandi sunnudag, 3. október, í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut. Hefst hún kl. 14.30 og stendur fram til kl. 18. Félagið er eitt af elstu kristniboðsfélögum landsins, stofnað 1920, og hefur um árabil staðið fyrir kaffisölu á haustin til fjáröflunar fyrir kristniboðið. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 352 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa kl. 14 sama dag. Prófastur Eyfirðinga, sr. Hannes Örn Blandon, setur sr. Svavar A. Jónsson í embætti sóknarprests og sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur í embætti prests í Akureyrarprestakalli. Kór Akureyrarkirkju syngur. Kaffisala Kvenfélags Akureyrarkirkju eftir messu. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 1195 orð

Kínverjar fagna þjóðhátíðardeginum ­ heima í stofu

KÍNA ­ eða réttar sagt Kínverska alþýðulýðveldið ­ fagnaði í gær þjóðhátíðardegi sínum í 50. sinn. Það er rétt hálf öld liðin frá því kommúnistaleiðtoginn Maó Tse- tung heitinn lýsti hinn 1. október 1949 á Torgi hins himneska friðar yfir með hátíðlegum hætti, að "hið nýja Kína" væri fætt. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 679 orð

Koma má í veg fyrir 90% slysa

SLYS eru alvarleg ógnun við heilbrigði barna og koma má í veg fyrir allt að 90% tilfella af minni háttar og sumum alvarlegum slysum, með því að sýna aðgæslu og átta sig á hverjir helstu slysavaldarnir eru. Þetta er niðurstaða Kristínar Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra á Heilsugæslustöðinni á Sólvangi í Hafnarfirði. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Konur gefa rannsóknarbúnað

TIL að bæta aðstöðu til rannsókna á konum vegna þvaglekavandamála hefur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verið færður vandaður rannsóknarbúnaður að andvirði rúmlega tvær milljónir króna. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Köfunaraðgerðum lokið

AÐGERÐASTIGI 2 vegna olíuleka úr El Grillo er lokið og munu kafarar skila umhverfisráðherra skýrslu um ástand skipsins á mánudag. Köfunaraðgerðum við birgðaskipið lauk á fimmtudag, en komið hefur verið í veg fyrir olíuleka sem vart varð úr einum af hliðartönkum skipsins. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Leiðrétt

UMFJÖLLUN í blaðinu um leikritið Glanni glæpur í Latabæ var Valdís Gunnarsdóttir sögð Vigdís heita Vigdís. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin list við Geysi um helgina RANGLEGA var fullyrt á baksíðu Morgunblaðsins í gær að bandaríski myndlistarmaðurinn Robert Dell myndi sýna listaverk sitt við Geysi í Haukadal um helgina. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 324 orð

Leitað leiða til lækkunar um milljarð

ÚTGJÖLD sjúkratrygginga eru áætluð rúmir 9 milljarðar á næsta ári og segir í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu að útgjöld málaflokksins á þessu ári verði um 730 milljónum króna hærri en heimild fjárlaga 1999 veitir. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 521 orð

Leita upplýsinga hjá lögreglu og biðja um sakavottorð

KRISTINN Þór Geirsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs innlendrar starfsemi Samskipa, segir aðspurður hvort félagið kanni sakaferil manna við nýráðningar með tilliti til þess hvort þeir hafi verið dæmdir fyrir smygl, að hjá félaginu sé m.a. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 375 orð

Litið vel til beggja hliða

LÖGREGLAN í Reykjavík og SVR standa þessa dagana fyrir umferðarfræðslu fyrir nemendur í 3. bekk grunnskólanna í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Nemendur eru sóttir á strætisvagni og þeim ekið á athafnasvæði SVR við Kirkjusand, þar sem sett hefur verið upp æfingasvæði fyrir krakkana. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

"Línur" úr fiski ekki kartöflum

KARTÖFLUVERKSMIÐJU Þykkvabæjar hf. er skylt að láta af notkun merkisins "Kartöflu- Lína" á framleiðsluvörum sínum, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ástæðan er sú, að Bakkavör hf. á vörumerkið "Lína" og notar það sem auðkenni fyrir tilteknar matvælaafurðir, "Laxa-Línu", "Síldar- Línu" og "Túnfisk-Línu". Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 1099 orð

Lítil hætta sögð á varanlegum spjöllum

JAPÖNSK stjórnvöld afléttu í gær skipun um að þúsundir íbúa næsta nágrennis kjarnorkueldsneytisverksmiðjunnar í bænum Tokaimura, þar sem alvarlegt kjarnorkuslys varð í fyrradag, skyldu halda sig innandyra vegna geislunarhættu. Að sögn sérfræðinga er lítil hætta á að slysið valdi varanlegum skaða á umhverfinu eða heilsufari fólks. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Lýsa ábyrgð á hendur ríkisstjórn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur: "Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, stuðningsfélags Samfylkingarinnar, lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vegna þeirrar verðbólguskriðu og skuldasöfnunar heimila og þjóðarinnar allrar sem teflir stöðugleika efnahagslífsins og afkomu heimilanna í tvísýnu. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 170 orð

Lækkun og samræming eignarskatta

STEFNA íslenskra stjórnvalda í skattamálum hlýtur í vaxandi mæli að taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á alþjóðavettvangi, að því er segir í fjárlagafrumvarpinu. Þar er vísað til þess að frelsi í viðskiptum hefur víða leyst af hólmi höft, boð og bönn. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Málþing lagadeildar til heiðurs Ármanni Snævarr áttræðum

LAGADEILD Háskóla Íslands efnir til málþings laugardaginn 2. október kl. 14­17, í Hátíðasal Háskólans, og verður þar fjallað um réttarþróun á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Málþingið er haldið til heiðurs dr. Ármanni Snævarr prófessor, sem varð áttræður 18. september sl. Dr. Gunnar G. Schram prófessor stýrir málþinginu. Aðgangur að málþinginu er öllum opinn. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 504 orð

Meðvituð um slaka stöðu miðbæjarins

MIÐBÆJARSAMTÖK hafa verið stofnuð á Akureyri og var fyrsti formaður þeirra kjörinn Ingþór Ásgeirsson verslunarstjóri Bókvals. Um 60 manns sátu stofnfundinn í vikunni og þar á meðal bæjarstjórinn á Akureyri og bæjarfulltrúar, svo og atvinnurekendur í miðbænum, eigendur fasteigna, íbúar og aðrir hagsmunaaðilar. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 221 orð

Miðstöð stjórnarandstæðinga umkringd

SERBNESKA lögreglan umkringdi höfuðstöðvar stjórnarandstæðinga í Belgrad í gær, er hún reyndi að handtaka Cedomir Jovanovic, einn forystumanna Lýðræðisflokksins. Óeinkennisklæddir lögreglumenn mynduðu hring um skrifstofur regnhlífarsamtaka stjórnarandstæðinga, Bandalags um breytingar, sem hefur skipulagt mótmælin í Belgrad undanfarna daga. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 192 orð

Misjafn kostnaður á hvern framhaldsskólanema

MJÖG er misjafnt hversu mikill kostnaður er við nemendur hinna ýmsu framhaldsskóla landsins. Er hann einna hæstur á hvern nemanda Listdansskólans eða 1.536 þúsund krónur en lægstur er hann í Verslunarskóla Íslands eða 301 þúsund krónur. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 187 orð

Náttúruverndaráætlun kynnt

ÞRIÐJI ársfundur Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaganna hófst á Akureyri í gær en honum lýkur í dag, laugardag. Ýmis mál eru til umræðu á fundinum, fræðsla um náttúruvernd í grunnskólum, þátttaka í skipulagsvinnu, umhverfisþættir í aðalskipulagi Akureyrar voru kynntir og fjallað var um landslagsvernd. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Norsk ævintýramynd í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga. Sunnudaginn 3. október kl. 14 verða sýndar þrjár norskar brúðumyndir í fundarsal. Myndirnar eru Ásbjörn í öskustónni og hjálparhellurnar, Drengurinn sem lék á tröllkarlinn og hin sívinsæla saga um Karíus og Baktus, eftir sögu Torbjörns Egners. Sýningartíminn er tæpur klukkutími. Myndirnar eru með norsku tali. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

Ný heimasíða Akureyrarbæjar

AKUREYRARBÆR hefur tekið í notkun nýja heimasíðu á Netinu. Veffangið er www.akureyri.is en þar er að finna upplýsingar um starfsemi og þjónustu bæjarins auk annars fróðleiks og skemmtunar. Gunnar Frímannsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, sagði að kappkostað væri að hafa síðuna létta, svo notendur fældust síður frá henni. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Nýir starfsmenn Sjálfstæðisflokksins

HANNA Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún gengdi áður starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hefur Gréta Ingþórsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokksins í stað hennar. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Nýr oddviti kjörinn

NÝR oddviti var kjörinn á aukafundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs í fyrrakvöld. Kjörinn var Arnór Benediktsson, efsti maður H-lista, með atkvæðum fulltrúa H-lista og fulltrúa F-lista sem var í minnihluta. Ekki hefur verið myndaður formlegur meirihluti. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Ofn 3 kominn í gang

FYRSTI formlegi afhendingardagur á orku fyrir nýja ofninn í verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins, samkvæmt orkukaupsamningi við Landsvirkjun, var í gær. Stjórn Járnblendifélagsins samþykkti fjárfestingu í nýjum ofni, ofni 3, í mars í fyrra og hófust byggingaframkvæmdir í byrjun apríl sama ár. Áætlaður kostnaður nam tæplega 3 milljörðum króna. Meira
2. október 1999 | Landsbyggðin | 43 orð

Ráðherrar í heimsókn á Snæfellsnesi

ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ferðuðust á mánudag um Snæfellsnes. Fóru þeir víða um Nesið, heimsóttu vinnustaði og ræddu við heimamenn. Um kvöldið var almennur stjórnmálafundur í Ólafsvík og sóttu um 100 manns þann fund. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Ráðsfundur 1. ráðs ITC á Íslandi

RÁÐSFUNDUR 1. ráðs ITC á Íslandi verður haldinn á Hótel Húsavík í dag, laugardag, 2. október. Alls starfa nú 11 deildir innan alþjóðlegra samtaka sem nefnast International training in communication eða ITC. Markmið samtakanna er að vinna að þjálfun í forystu og málvöndun í þeirri von að með betri tjáskiptum takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 464 orð

Rekstrarafgangur ríkissjóðs áætlaður 15 milljarðar

VAXTAGJÖLD ríkissjóðs verða einum milljarði króna lægri á næsta ári samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Verða þau 14 milljarðar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir vaxtagjöld hafa lækkað úr 16 milljörðum frá árinu 1998 vegna markvissrar niðurgreiðslu skulda ríkisins. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 741 orð

Róttækar breytingar á fyrirkomulagi þinghalds til umræðu

ALÞINGI Íslendinga, 125. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti þingið og ítrekaði í ræðu sinni mikilvægi Alþingis sem æðstu stofnunar í lýðræðisskipan Íslendinga. Að því loknu tók Páll Pétursson félagsmálaráðherra, við stjórn þingsins, en hann hefur lengsta þingreynslu þingmanna. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 306 orð

Rúmir 5,8 milljarðar í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu

KOSTNAÐUR við landbúnaðarráðuneytið og verkefni þess verður 8,9 milljarðar á næsta ári og breytist lítið frá yfirstandandi ári. Mest fer í málaflokkinn greiðslur vegna búvöruframleiðslu eða 5,8 milljarðar, rúmir 1,4 milljarðar eru framlög og sjóðir í þágu landbúnaðar og rúmar 800 milljónir fara til landbúnaðarstofnana. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Safnað fyrir leikskólakennara í Árborg

OPNAÐUR hefur verið söfnunarreikningur til stuðnings þeim ellefu leikskólakennurum sem sagt hafa upp störfum hjá leikskólum Árborgar, en þeir hættu störfum um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Árborgar vísaði uppsögnunum til Félagsdóms. Lögð var fram frávísunarkrafa, en Félagsdómur hafnaði kröfunni. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem er enn með málið til athugunar. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samruni fyrirtækja samþykktur

HLUTHAFAFUNDUR í Borgey hf. á Höfn samþykkti í gær sameiningu við Skinney hf. og Þinganes hf. Félögin sameinast í Borgey en nafni félagsins er jafnframt breytt í Skinney-Þinganes hf. Hluthafar Skinneyjar hf. og Þinganess hf. hafa áður samþykkt sameininguna. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Sálfræðinámskeið

DR. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur heldur nú í október námskeið byggt á bók hans "Stattu með þér". Námskeiðið er haldið mánudagana 4. og 11. október, kl. 17­18.50 og kl. 19­20.50 í húsi Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162. Kennd eru grundvallaratriði kenningar dr. Alberts Ellis, það er rökrænnar tilfinningalegrar atferlishyggju (REBT). Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Sigurveig í Samlaginu

KYNNING á verkum Sigurveigar Sigurðardóttur, Veigu, hefst í Samlaginu í Grófargili á laugardag, 2. október, og stendur hún til 23. október næstkomandi. Sigurveig útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1998. Verkin á kynningunni eru olíumálverk, máluð á árunum 1996 til 1999. Sigurveig er starfandi læknaritari og hefur myndlistina sem krydd í tilveruna. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 501 orð

Skipt um 1.200 netföng í fyrrinótt

NÝNEMA í Verslunarskóla Íslands tókst að brjótast inn í tölvukerfi skólans fyrir skömmu og komast þar yfir aðgang að netföngum og fleiri þáttum. Innbrotið uppgötvaðist á fimmtudag og í fyrrinótt var skipt um öll aðgangsorð í skólanum, alls um 1.200 netföng, þannig að þegar menn mættu í vinnu í gærmorgun voru þeir komnir með ný nöfn í tölvukerfinu. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 177 orð

Skuldabyrðin léttist og minni lántökur

MIKIÐ hefur áunnist í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Í lok síðasta árs voru skuldirnar 238 milljarðar króna og gert ráð fyrir að þær verði um 229 milljarðar í lok yfirstandandi árs. Á næsta ári verður haldið áfram að greiða skuldir og gert ráð fyrir að skuldabyrðin verði 211 milljarðar í lok ársins 2000. Tekið er tillit til endurmats skulda með tilliti til verðlags og gengis. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Skyttan ­ ný rússnesk kvikmynd í MÍR

NÝ rússnesk kvikmynd, Skyttan (Voroshilovskíj strelok), verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 3. október kl. 15. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli og umtal í Rússlandi m.a. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Stefnt að því að ná "mjúkri lendingu" í efnahagslífinu

Í ÞJÓÐHAGSÁÆTLUN fyrir árið 2000, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði fram við upphaf Alþingis í gær, er komist að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt sé að hægja á efnahagsstarfseminni til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum. Meira
2. október 1999 | Landsbyggðin | 618 orð

Sterkasta steypa sem til er notuð við viðgerðir

Borgarnesi-Nú stendur yfir viðgerð á stöplum Borgarfjarðarbrúarinnar sem hafa orðið fyrir miklum skemmdum í tímans rás. Brúin var opnuð árið 1980 og að sögn Ingva Árnasonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi, var hún byggð úr besta fáanlega hráefni á þeim tíma. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sunnudagsgöngur Útivistar

ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 2. október. Ekin verður Nesjavallaleiðin austur fyrir fjall að Hagavík við Þingvallavatn. Frá Hagavík verður gengið um Ölfusvatnsvík og farið í Hellisvík og litið á gamlan fjárhelli sem nýttur var frá bænum Villingavatni. Farið verður undir Björgunum upp á Dráttarhlíð og komið við í Skinnhúfuhelli en sagnir herma að þar hafi eitt sinn búið tröllskessa. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 779 orð

Söngur eykur lífsgleði!

Unnið er að því að stofna blandaðan kór á höfuðborgarsvæðinu sem á að heita Þingeyingakórinn. Kári Friðriksson kórstjóri hefur veg og vanda af undirbúningi þessarar kórstofnunar. En hvers vegna Þingeyingakór? "Sjálfur er ég Þingeyingur, frá Helgastöðum í Reykjadal. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Talning og skoðun á alþjóðlegum fugladegi

ALÞJÓÐLEGIR fugladagar eru 2. og 3. október nk. Fólk um allan heim mun fara út og skoða og telja fugla þessa daga. Slíkir dagar hafa verið haldnir þrisvar áður. Fuglaverndarfélag Íslands skipuleggur fuglaskoðun í Fossvogi sunnudaginn 3. október frá kl. 15.30­17. Fuglaskoðarar verða fólki til aðstoðar við botn Fossvogs, Kópavogsmegin. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 646 orð

Tekjuafgangur ráðgerður 15 milljarðar

TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs verður á næsta ári 15 milljarðar króna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs nemi 205 milljörðum króna og heildargjöldin eru áætluð 190 milljarðar. "Er það mikill afkomubati frá fjárlögum og áætlaðri útkomu þessa árs og undanfarinna ára. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 1833 orð

Tollar endurgreiddir af kví Keikós

TOLLAR, vörugjöld og virðisaukaskattur verða endurgreidd af flotkví og öðrum búnaði sem fluttur hefur verið eða verður fluttur til landsins vegna rannsókna á háhyrningnum Keikó í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Tveir heildstæðir skólar verða í Grafarholti

Tveir heildstæðir skólar verða í Grafarholti Grafarholt BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að stefna að því að byggðir verði tveir heildstæðir grunnskólar, þ.e. skólar með nemendur frá 1.-10. bekk, í nýja hverfinu í Grafarholti. Meira
2. október 1999 | Fréttaskýringar | 297 orð

Um 6,5 milljörðum króna varið til rannsókna

FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ hefur nú að geyma í fyrsta sinn sérstakt yfirlit yfir útgjöld ríkisstofnana til rannsókna og þróunarstarfs en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru áform um að auka veg menntunar og rannsókna sem forsendu nýsköpunar í atvinnulífinu. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Umræðuhópur um klám UMRÆÐUHÓPUR um klám á vegum Stígamóta verður haldinn mánudaginn 4. október kl. 20 hjá Stígamótum, Vesturgötu

UMRÆÐUHÓPUR um klám á vegum Stígamóta verður haldinn mánudaginn 4. október kl. 20 hjá Stígamótum, Vesturgötu 3. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að klámbylgjan sem skollið hafi yfir landið undanfarin misseri hafi vakið litla umræðu. Hvorki opinberir aðilar, kvennahreyfingin eða almenningur hafi haldið uppi andófi svo mark sé á takandi. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 288 orð

Uppreisnarmenn slitu samningaviðræðum

HÓPUR vopnaðra ungra manna frá Búrma tók um þrjátíu starfsmenn sendiráðs landsins í Bangkok, höfuðborg Taílands, í gíslingu í gær. Kröfðust mennirnir þess að allir pólitískir fangar í heimalandi þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi og að þar yrðu haldnar lýðræðislegar kosningar, en herforingjastjórn ræður ríkjum í Búrma. Meira
2. október 1999 | Miðopna | 2863 orð

Úrslitin réðust þegar kvótinn fór

Flutningur pökkunarstöðvar Snæfells úr Hrísey er aðeins lokaaðgerðin í flutningi á starfseminni til Dalvíkur, endalok baráttu sem staðið hefur í fimmtán ár. Fyrst fór útgerðin og kvótinn í framhaldinu, síðan var fiskvinnslu hætt og pökkunarstöð sett upp í staðinn en henni hefur nú einnig verið lokað. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 200 orð

Var ákaflega skelkuð

ELLEN Gunnarsdóttir sagnfræðingur býr ásamt eiginmanni sínum og syni í Mexíkóborg. Hún sagðist hafa orðið ansi skelkuð er skjálftinn reið yfir, en haldið ró sinni. "Við vorum heima hjá okkur þegar jarðskjálftinn reið yfir og húsið riðaði fram og aftur, það var eins og að vera á bát í öldusjó. Okkur fannst þetta standa ansi lengi," sagði Ellen í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
2. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Vegggígjur á Karólínu

SÝNING á Vegggígjum eftir Kristján Pétur Sigurðsson verður opnuð í dag, laugardaginn 2. október, á Kaffi Karólínu. Þetta er í annað sinn sem Kristján sýnir á "Línunni", en í haust eru fjögur ár frá því hann sýndi þar. Vegggígjurnar sem Kristján Pétur sýnir í þetta sinn eru allar splunkunýjar og unnar með tiltölulega blandaðri tækni í tré, ljósmyndir, málma og gler. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Vetrarstarf Hana-nú hafið

VETRARSTARF Hana-nú er hafið af fullum krafti. Mánudaginn 4. október munu Smellarar í Hana-nú standa fyrir Smellhátíð í Gjábakka kl. 20 til ágóða fyrir landsreisu leikverksins Smellsins en verkið verður á fjölunum enn um sinn hér sunnanlands. Boðið verður upp á Smelli frá Nóa Siríus, Smellkex frá Fróni, leikin verða atriði úr Smellinum og dansleikur á eftir. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 463 orð

Viðskiptin við Kína hafa dregist saman

VIÐSKIPTI Íslands og Kína hafa ekki þróast eins hratt og búist hefur verið við á undanförnum árum. Viðskiptajöfnuður hefur ætíð verið neikvæður á milli landanna, Íslandi í óhag, og hafa viðskipti Kínverja heldur dregist saman að undanförnu. Þá hefur lítið ræst úr yfirlýsingum ráðamanna beggja landa um aukin samskipti, t.d. uppsetningu álvers í Kína. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 491 orð

Vilja bæta slysavarna- og björgunarstarfið

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, verða formlega sameinuð í dag. Stofnþing nýja félagsins sem ber nafnið Slysavarnafélagið Landsbjörg. Þingið hefst klukkan 9 á Seltjarnarnesi og þar verður nýja félaginu kosin stjórn og lög þess staðfest. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 400 orð

Vilja efla viðskiptaog hagfræðideild

FIMM af öflugustu fyrirtækjum landsins hafa sameinast um að styðja þau áform Háskóla Íslands að tengja nýjar diplóma-námsleiðir við viðskipta- og hagfræðideild, íslensku atvinnulífi. Fyrirtækin eru Íslandsbankasveitin, Landssíminn hf., Marel hf., Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. og VÍS, Vátryggingafélag Íslands. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Vilja sigla á Þingvallavatni

FORSVARSMENN Lagarfljótsormsins ehf. hafa sent hreppsnefnd Þingvallahrepps og Þingvallanefnd bréf, þar sem óskað er eftir leyfi til siglinga á Þingvallavatni. Að sögn Bjarna Björgvinssonar, stjórnarformanns Lagarfljótsormsins, er hugsunin að vera með svipaða þjónustu og boðið hefur verið upp á í Lagarfljótsorminum, sem siglt hefur um Lagarfljót í sumar. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 421 orð

Villandi upplýsingar í auglýsingabæklingi

SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarfyrirtækið Ármannsfell hafi með yfirlýsingum í auglýsingabæklingi um fasteignir á Kirkjusandi 1, 3 og 5 veitt tilvonandi kaupendum fasteignanna rangar og villandi upplýsingar og þannig brotið gegn ákvæðum 21. greinar samkeppnislaga. Meira
2. október 1999 | Erlendar fréttir | 398 orð

Vígamenn hóta árás um yfir landamærin

ALÞJÓÐLEGU friðargæslusveitirnar, sem reyna nú að ná Austur- Tímor á sitt vald, hófu í gær erfiðasta hluta verkefnisins til þessa með sókn í vesturhluta landsins, þar sem vopnaðir hópar andstæðinga sjálfstæðis hafa verið öflugastir. Foringi um 12.000 austur-tímorskra vígamanna, sem hafa safnast saman á Vestur-Tímor, varaði við því að þeir myndu hefja sókn yfir landamærin á mánudag. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 916 orð

Yfir 100 íbúar mótmæla byggingaráformum við Skógarhlíð

YFIR 100 manns, flestir íbúar við Eskihlíð, hafa mótmælt áformum um að reisa 5­6 hæða skrifstofuhús á byggingarlóð við Skógarhlíð 12. Rífa á gamalt, niðurnítt og yfirgefið hús, Hjarðarholt, sem stendur á lóðinni, en hún er í eigu Ísarns hf. Upphaflega samþykktu borgaryfirvöld byggingu á lóðinni 1994 en þá var ekki ráðist í framkvæmdir. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 867 orð

Yfirlýsing tilbúin en strandaði á ágreiningi um þjálfara

NÁÐST hefur samkomulag í megindráttum um að hópur íslenskra fjárfesta eignist ráðandi hlut í enska knattspyrnufélaginu Stoke City, sem í upphafi verði 51% en fari upp í 75%, og hafði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið gengið frá yfirlýsingu þess efnis á fimmtudag þegar strandaði á því að núverandi eigendur vildu fá yfirlýsingu um að hvorki yrðu seldir leikmenn né skipt um þjálfara. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 517 orð

Þrír bæir eiga jafnan hlut í Háfsfjöru

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að Háfsfjara í Rangárvallasýslu, þar sem flutningskipið Víkartindur strandaði í mars 1997, tilheyrir jörðunum Háfi, Hala og Háfshóli að jöfnu. Eigendur Háfs höfðuðu málið til að fá viðurkenndan rétt sinn yfir öllu svæðinu. Í málinu var deilt um tæplega 1.100 hektara strandlengju, sem fram yfir miðbik aldarinnar var að mestu leyti nær ógróinn sandur. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Þróun heimsmála

NÁMSKEIÐ um þróun heimsmála í ljósi Biblíunnar verður á vegum Biblíuskólans í október. Kennt verður á Holtavegi 28 á mánudögum 4.­25. október kl. 20­22. Kennari verður Skúli Svavarsson. "Endatímarnir og endalok heimsins. Meira
2. október 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ökumaður lagður inn á gjörgæsludeild

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem fluttur var alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrrakvöld eftir bílslys við Kristnes í Eyjafjarðarsveit liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins og er haldið þar sofandi í öndunarvél að sögn læknis. Hann fór í aðgerð við komu á sjúkrahús og var síðan lagður inn á gjörgæsludeildina. Meira

Ritstjórnargreinar

2. október 1999 | Leiðarar | 653 orð

FJÁRLÖG GEGN VERÐBÓLGU

SJALDAN HEFUR fjárlagafrumvarpsins verið beðið af jafnmikilli eftirvæntingu og að þessu sinni. Ástæðan er sú, að efnahagssérfræðingar telja aðgerðir í ríkisfjármálum hafa úrslitaáhrif á verðbólguþróun næstu missera. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár síðdegis í gær. Það gerir ráð fyrir 15 milljarða króna rekstrarafgangi ríkissjóðs árið 2000. Meira
2. október 1999 | Staksteinar | 366 orð

KR-ingar skynja breytta tíma

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að KR, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, hafi nýtt sér gerbreytt ástand íþróttamála og virkjað keppnisanda ungs fólks. Ágúst segir: "Íþróttir skipa stóran sess í lífi margra. Varla er til betri aðferð í uppeldi en hlúa að íþróttastarfsemi barna og unglinga. Meira

Menning

2. október 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Akrílmyndir í sýningarsal B&L

Akrílmyndir í sýningarsal B&L HANNES Scheving opnar myndlistarsýningu í sýningarsal B&L, Grjóthálsi 1­3, í dag, laugardag. Á sýningunni eru 30 akrílmyndir og er þetta fjórða einkasýning Hannesar. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 184 orð

Andlaus eftirherma Ég veit enn hvað þú gerðir síðasta sumar (I Still Know What You Did Last Summer)

Leikstjóri: Danny Cannon. Handrit: Trey Callaway. Aðalhlutverk: Jennifer Love Hewitt og Mekhi Phifer. (100 mín) Bandaríkin. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. FLJÓTLEGA eftir útkomu hinnar vinsælu en stöðluðu hryllingsmyndar Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar var hafist handa við framhaldið og þannig reynt að vinda síðustu blóðdropana úr þurrausinni hryllingstískubylgju. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 437 orð

Angar aftur af kryddi

ENDURBÓTUM á húsinu í Amsterdam sem Anna Frank faldist í meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð er lokið eftir tíu ára framkvæmdir. Beatrix Hollandsdrottning og Claus prins, Richard von Weizsaecker, fyrrverandi forseti Þýskalands, og Miep Gies, konan sem hjálpaði Önnu og sjö öðrum að felast, voru á meðal gesta. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 539 orð

Áskorun aldarinnar?

VEITINGAMAÐURINN Jóhannes Stefánsson hjá Múlakaffi hefur staðið í ströngu undanfarið við undirbúning að veislu sem haldin er í tilefni af stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem varð til við sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar. Búist er við um 2. Meira
2. október 1999 | Myndlist | 373 orð

Bárujárn og gaddavír

Til 10. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12­18. Aðgangur kr. 300. KRAFTUR og áræði hafa einkennt vinnubrögð Ólafs Lárussonar frá því hann fór að sýna um miðjan áttunda áratuginn. Ólíkt svo mörgum löndum sínum sem velja yfirvegun frekar en óbeislaðan hamagang hefur hann gefið sig út fyrir að vera maður hendingar, stundlegra athafna og útrásar. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 635 orð

Borðað í Sri Lanka

DAGSKRÁRGERÐ fjölmiðla og skrif blaða eru öll mótuð af fólki, ýmist þolendum eða gerendum. Þegar samræmi er á milli viðhorfs og tilfinningar þjóðar og efnisflutnings fjölmiðla, ríkir einskonar sálarfriður í andrúmsloftinu. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 84 orð

Bowie sýnir umdeild listaverk

MJÖG ER nú deilt vestanhafs um sýningu á verkum ungra breskra listamanna úr Saatchi- safninu. Gengur svo langt að borgarstjóri New York-borgar hefur beitt sér fyrir því að af sýningunni verði fjarlægð verk sem ekki falla að almennum smekk. David Bowie tók fréttum af þessu illa og brást hart við með því að fá leyfi hjá listamönnunum til að setja sýninguna upp á Netinu. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 719 orð

EINELTI TEKUR Á SIG ÝMSAR MYNDIR Einelti er þema sýningarinnar Ber sem Dansleikhús með Ekka frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld,

Einelti er þema sýningarinnar Ber sem Dansleikhús með Ekka frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld, laugardag. RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR spjallaði við tvo meðlimi dansleikhússins, þær Ernu Ómarsdóttur dansara og Hrefnu Hallgrímsdóttur leikara, sem sögðu henni að markmiðið með sýningunni væri að gera fólk sér meðvitandi um einelti. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Engin fuglafælni

Engin fuglafælni "ÞAÐ vilja allir heyra mig segja að ég þoli ekki fugla, alveg eins og ætlast er til að Janet Leigh játi að hún geti ekki hugsað sér að fara í sturtu," segir Tippi Hedren í nýlegu viðtali. Hún fór með aðalhlutverk í Fuglum hrollvekjumeistarans Alfreds Hitchcocks. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 144 orð

Enn eitt lögguparið Spillandinn (The Corruptor)

Leikstjórn: James Foley. Aðalhlutverk: Chow Yun Fat og Mark Wahlberg. 110 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Sögur um félaga í lögreglunni, gjarnan einn gamalreyndan og einn nýliða, eru ákaflega vinsælt efni í hasarmyndir og hafa skapað mikla fræðilega umræðu um eðli slíkra vináttusambanda. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 216 orð

Franski herinn blæs til sóknar gegn Apple

EITT AF því sem vakti hvað mesta hrifningu í kynningu á nýju Apple- fartölvunni, iBook, var að hægt verður að kaupa við hana þráðlausa tengingu sem Apple kallar AirPort. Ekki eru þó allir eins hrifnir, því franski herinn hefur beitt sér gegn því að leyft verði að selja tengibúnaðinn þar í landi. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð

Fríðir fótboltamenn

Fríðir fótboltamenn ÞESSIR föngulegu piltar eru allir leikmenn ítalska landsliðsins í amerískum fótbolta. Þeir eru senn að fara að keppa á heimsmeistaramótinu og voru svo góðir að sitja fyrir á mynd fyrir auglýsingu á þvottaefni. Þeir virðast ekki vitund feimnir, enda Ítalía með sterkt lið og fullt sjálfstrausts. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 145 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

ÞORVALDUR Þorsteinsson heldur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi, stofu 024, kl. 12.30 á mánudag. Þar segir Þorvaldur frá nýjum verkum og er fyrirlesturinn í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hans sem nú stendur yfir í Gerðubergi. Erla Þórarinsdóttir flytur fyrirlestur um eigin verk og myndlistarferil í LHÍ í Skipholti, stofu 113, kl. 12.30 miðvikudaginn 6. október. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Fyrirlestur um leikhús á Húsavík

Fyrirlestur um leikhús á Húsavík JÓN Viðar Jónsson leikhúsfræðingur heldur fyrirlesturinn Sambúð áhuga- og atvinnumennsku í íslensku leikhúsi, í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 3. október kl. 15. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 826 orð

Fyrirtaks ferðatölva Enn eru framleiðendur að kynna fartölvur sem keyra Windows CE. Árni Matthíasson skrapp til útlanda með IBM

ÞRÁTT fyrir einbeittan vilja Microsoft til að gera veg Windows CE sem mestan gengur hvorki né rekur að selja tölvur sem keyra það stýrikerfi. Ýmsir hafa orðið til að setja á markað Windows CE-lófatölvur og farið flatt á því, en heldur virðist ganga betur með stærri tölvur, eins konar smáferðatölvur, sem eru með sæmilegum skjá og lyklaborð í fullri stærð. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 133 orð

Hringrás í Listasetrinu Kirkjuhvoli

HRINGRÁS er yfirskrift sýningar Jónínu Guðnadóttir sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag kl. 16. Á sýningunni eru ýmis verk unnin í leir, málm, gler og plast. Jónína er fædd 1943 og nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík, Konstfackskolan í Stokkhólmi. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 178 orð

Kátir krakkar á frumsýningu

BARNALEIKRITIÐ Glanni glæpur í Latabæ var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Leikritið er sjálfstætt framhald Áfram Latibær sem sýnt var í Loftkastalanum við miklar vinsældir fyrir tveimur árum. Höfundar eru Magnús Scheving, þolfimikappi og íþróttaálfur, og Sigurður Sigurjónsson sem jafnframt er leikstjóri. Meira
2. október 1999 | Kvikmyndir | 203 orð

Kennari tekinn í kramhúsið

Leikstjórn og handrit: Kevin Williams. Aðalhlutverk: Marisa Coughlan, Jeffrey Tambour, Vivicia A. Fox, Katie Holmes, Michael McKean, Molly Ringwald og Helen Mirren. SÖGUKENNARINN er sannkölluð norn sem þrammar eftir skólagöngunum. Öllum stendur ógn af framkomu hennar, illmennsku og tilveru almennt. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð

Konur með augum Adams

Konur með augum Adams KANADÍSKI tónlistarmaðurinn Bryan Adams brosir breitt með tvær ljósmyndir í bakgrunni í nýrri myndabók sinni "Made In Canada" er hann flytur fyrirlestur í háskóla í Toronto í vikunni. Bókin byggist upp á portrettum af kanadískum konum og rennur ágóði af sölu hennar til rannsókna á brjóstakrabbameini. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 114 orð

Leikaraskipti og leikferð

SÚ breyting hefur orðið á leikaraskipan í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fegurðardrottningunni frá Línakri, eftir Martin McDonagh, að Halldór Gylfason hefur tekið við hlutverki Ray, sem Jóhann G. Jóhannsson lék áður. Aðrir leikendur eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 405 orð

Linux á Raunvísindastofnun

Linux á Raunvísindastofnun LINUX-stýrikerfið nær sífellt meiri útbreiðslu og þó flestir líti sjálfsagt til þess hvernig stýrikerfinu farnist á borðtölvum manna um heim allan, sækir það sífellt í sig veðrið á stofnunum og fyrirtækjum. Á Raunvísindastofnun hefur Linux komið í góðar þarfir. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 196 orð

Listasalurinn Man opnaður á Skólavörðustíg

NÝR sýningarsalur verður opnaður á Skólavörðustíg 14 í dag, laugardag, kl. 14 með sýningu Hjartar Marteinssonar, Myrkurbil. Salurinn er rekinn í tengslum við Man kvenfataverslunina og verður leigður út þrjár sýningarhelgar í senn. Hann er 62 fm rými í kjallara með 2,94 m lofthæð. Aðkoma í salinn er í gegnum verslunina Man, nema um helgar, þá er farið um inngang frá Skólavörðustíg. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 462 orð

Menningarnámskeið njóta vaxandi vinsælda

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst í vetur fyrir kvöldnámskeiðum fyrir almenning ásamt ýmsum öðrum námskeiðum eins og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið hefst á mánudaginn kl. 20 í Endurmenntunarstofnun, Dunhaga 7 og nefnist það Jónas og umhverfi hans, en í því fjallar Matthías Johannessen skáld og ritstjóri um ýmsa þætti í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 94 orð

Niðursoðin tíska

Niðursoðin tíska FÁTT er skemmtilegra en tilbreytingin; þegar einhver hefur fyrir því að ganga gegn viðteknum venjum. Hönnuðurinn líflegi Gattinoni er í þeim hópi eins og glöggt mátti sjá á sýningu hans á tískuvikunni í Mílanó. Meira
2. október 1999 | Tónlist | 606 orð

Norrænar rómönsur

Solveig Faringer söng norræn lög; Gustav Djupsjöbacka lék með á píanó. Fimmtudagskvöld kl. 20.30. UPPHAFLEGA voru sungnar rómönsur langir strófískir sagnaljóðabálkar, hetjusöngvar og ástarsöngvar. Sungna rómansan á rætur að rekja til miðalda, jafnvel lengra aftur, en þróaðist í ýmsar áttir allt til nítjándu aldar. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 260 orð

Ný útgáfa af Communicator

ÞÓTT SEGJA megi að stríðinu sé lokið á milli Microsoft og Netscape með sigri Microsoft er enn verið að þróa Communicator-vafrann. Nokkuð er um liðið síðan 4.6-útgáfa hans kom út og þótt ekki bóli á 5.0 kom 4.7 út á fimmtudag. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 579 orð

Óljós framtíð DVD-hljómdiska

Óljós framtíð DVD-hljómdiska GEISLADISKURINN var plötufyrirtækjum mikil himnasending, því ekki var bara að framleiðsla hans er mun auðveldari og ódýrari en vínylplötunnar, heldur þurftu allir að kaupa upp á nýtt gömlu plöturnar og mikill kippur kom í sölu á áður óútgefinni tónlist. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Pennateikningar í kaffihúsi

BRYNJA Árnadóttir opnar sýningu á pennateikningum í Kaffi- Krús á Selfossi í dag, laugardag. Þetta er hennar ellefta einkasýning. Hún hefur áður sýnt í Hafnarfirði, Reykjavík, Keflavík, Siglufirði, Húsavík, Skagafirði og í Hrísey. Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin á afgreiðslutíma kaffihússins. ÁHRIF, ein pennateikninga Brynju í Kaffi-Krús á Selfossi. Meira
2. október 1999 | Leiklist | 713 orð

Sigur rógberanna

Höfundur: Jean Racine. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikmyndar- og búningahönnuður: Elín Edda Árnadóttir. Ljósahönnuður: Ásmundur Karlsson. Hljóðvinnsla: Sigurður Bjóla. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir. Föstudagur 1. október. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Sjö myndlistarkonur í Sparisjóði Garðabæjar

SJÖ myndlistarkonur opna sýningu í Sparisjóði Garðabæjar, Garðatorgi 1, á morgun, laugardag, kl. 13. Það eru þær Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og Sesselja Tómasdóttir sem sýna grafíkmyndir og málverk. Allar hafa þær myndlistarnám að baki og hafa tekið þátt í fjölda sýninga. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | -1 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Daða Guðbjörnssonar í Listasafni ASÍ lýkur á sunndag. Á sýningunni eru 20 olíumálverk öll unnin á síðustu tveimur árum. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga kl. 14­18. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Sýningu Kolbrúnar S. Kjarval lýkur nú á sunnudag. Gallerí Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14­18. Meira
2. október 1999 | Menningarlíf | 97 orð

Tilraunarotta í Þverholtinu

MYNDLISTARMAÐURINN Erling Þ.V. Klingenberg opnar sýningu í galleriÊhlemmur.is, Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 16. Í fréttatilkynningu segir að listamaðurinn geri tilraun til að skilgreina bilið milli minnimáttar og meiriháttar. Hann veltir fyrir sér hver drifkraftur listamannsins sé í raun, hvað knýi tilraunir hans áfram til fullkomnunar. Meira
2. október 1999 | Fólk í fréttum | 1132 orð

Tómleiki og æðri máttarvöld Dagur Kári tekur smáatriði fram yfir atburðarás, hengir ekki persónur upp á söguþráð og vill fyrst

Í DAG hefjast í Háskólabíói sýningar á tveimur stuttmyndum; Old Spice og Lost Weekendeftir Dag Kára Pétursson, sem unnu til verðlaun á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Sýningarnar verða fjórar; í dag og á morgun kl. 20 og á mánudag og þriðjudag kl. 22, og er miðaverð 400 krónur. Meira
2. október 1999 | Margmiðlun | 287 orð

Vafri sem gatasigti

VARLA hefur það farið framhjá neinum að Internet Explorer vafri Microsoft er eins og gatasigti þegar öryggismál eru annars vegar. Frá því fimmta útgáfa hans kom út hefur ekki linnt sögum af því hversu mikið sé af öryggisgöllum í vafranum, þó fæstir þeirra geti talist hættulegir. Þannig er með nýjustu villurnar sem komið hafa í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um hversu hættulegar þær séu. Meira

Umræðan

2. október 1999 | Bréf til blaðsins | 536 orð

28 ára Norðmaður leitar að föður sínum

ÞETTA er í annað skipti sem ég leita til Morgunblaðsins til að reyna að hafa uppi á íslenskum föður mínum. Að þessu sinni hef ég ítarlegri upplýsingar undir höndum frá því síðast, sem var í janúar á þessu ári, og vona því að mér verði betur ágengt. Ég veit að þú starfaðir á togara sem kom til Egersund á suðvesturströnd Noregs í lok nóvember 1970. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 1087 orð

Draumaþingmaður

Auk þess legg ég til, segir Erlingur Sigurðarson, að boðað verði til stjórnlagaþings. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 278 orð

Fé tryggt í næsta áfanga barnaspítalans

Ríkisstjórnin stendur einhuga að baki ákvörðuninni, segir Ingibjörg Pálmadóttir, um að verja 300 milljónum króna til byggingarinnar á næsta ári. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 1051 orð

Fljótsdalsvirkjun er óarðbær fjárfesting

Með því lága orkuverði sem Landsvirkjun fær frá stóriðju, segir Þorsteinn Siglaugsson, er einfaldlega tap á sölunni. Meira
2. október 1999 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Gamli Nói

FÖSTUDAGINN 10. september skrifaði Árni Björnsson eina af sínum ágætu greinum í Dagblaðið og vil ég nota tækifærið og þakka honum greinar hans. Þar vitnar hann í fyrstu Mósebók, að maðurinn megi drottna yfir jörðinni og öllu sem á henni er eins og hann lystir. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 584 orð

Grace Quek (Annabel Chong) svarar íslenskum femínistum

Ég hvet félaga í Bríeti til að reyna frekar að skilja og greina slíka ramma, segir Annabel Chong, svo að hin sanna rödd kvenna heyrist. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 395 orð

Háskólinn og Öskjuhlíðin Háskólahverfi

Ég sé fyrir mér framtíð þar sem háskólaahverfið tengist Öskjuhlíðinni, segir Agnar Þórðarson, óskalandi menningar og fagurra lista, með fögrum byggingum. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 708 orð

Hjálpartæki fatlaðra, afhending og notkun

Aðalatriðið er að fötluðum sé kynnt hvaða möguleika þeir hafa, segir Jóhannes Þór Guðbjartsson, með hjálpartækjum og eftirlit haft með að það fé sem fer í kaup á tækjum nýtist sem best. Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 795 orð

Tónninn gefin á Sjávarútvegssýningunni

Hvað þarf til að þessi atvinnugrein, spyr Ingólfur Sverrisson, eflist að mun og útflutningur margfaldist? Meira
2. október 1999 | Aðsent efni | 901 orð

Um flugvöll, háskólasjúkrahús og betri borg Skipulagsmál

Kannski eiga nú við orð skáldsins Steins Steinars, segir Auðólfur Gunnarsson, fyrir munn Hallgaríms Péturssonar: "Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir". Meira

Minningargreinar

2. október 1999 | Minningargreinar | 341 orð

GUÐJÓN GUÐMUNDUR MAGNÚSSON

Guðjón eða Gaui eins og afi var oftast kallaður var fæddur á Hóli í Bolungarvík 29. september árið 1899. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir frá Gilsbrekku í Súgandafirði og Magnús Guðmundsson, f. á Hjöllum í Þorskafirði. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en ungur fór hann í sveitavinnu á ýmsum bæjum eins og algengt var á þeim tíma. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 381 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana. Við njótum allra fallegu haustlitanna, kvöldsólarinnar og kyrrðarinnar. Sjáum hlíðina speglast í vatninu og stöldrum við eitt andartak til að undrast yfir logninu og litunum. Mér leið vel í kyrrðinni uppi í Heiðmörk þennan dag, en var engan veginn búin undir þær slæmu fréttir sem biðu mín þegar heim kom. "Hún Gurrý er dáin. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Elsku Gurrý. Ég á mjög erfitt með að skilja af hverju dauðann ber fyrirvaralaust að höndum hjá fólki í blóma lífsins. Mig langar að kveðja þig með nokkrum minningum liðinna ára sem koma ljóslifandi fram á þessari erfiðu stundu og eru okkur dýrmætar og munu fylgja okkur í minningunni um þig. Ég hélt að þú myndir vinna þetta stríð, ég trúði því fram á síðustu mínútu að þú mundir vakna. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Það er alveg rosalega erfitt að hugsa út í það að ég eigi aldrei eftir að faðma þig aftur og segja þér hve mikið mér þykir vænt um þig og finna fyrir gleðinni og hamingjunni innra með mér þegar þú segir mér hve mikið þú elskir mig. Eða bara að sjá fallega brosið þitt og hlýjuna og góðvildina í augunum þínum þegar ég kem í heimsókn til Noregs eða þú hingað heim. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

"Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran.) Elsku Gurrí okkar. Þú ert farin. Haustið þitt er komið og litirnir þínir sem birtast í náttúrunni umvefja okkur ásamt minningum um þig. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 715 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Elsku Gurrý frænka. Þú féllst með haustlaufunum, svo alltof fljótt. Hvers vegna ung kona í blóma lífsins? Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og að þörf sé fyrir fólk á æðri sviðum, en hvar væri meiri þörf fyrir þig en hjá Helga og dætrunum. Hvers vegna frá ástkærum manni og tveim ungum dætrum? Ég spyr en fátt er um svör ef stórt er spurt. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Við fyrrverandi starfsfélagar Gurrýar hjá Selfossveitum vorum harmi slegnir er við fréttum af alvarlegum veikindum hennar í síðustu viku. Héldum í þá von að úr gæti ræst eða að veikindin væru ekki eins alvarleg og virtist. Hvorugt gekk eftir. Guðríður Erna kvaddi þetta ríki okkar dauðlegra með snörpum aðdraganda, í blóma lífs síns, allt of, allt of snemma. Hún er okkur harmdauði. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 150 orð

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðríður Erna Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. mars 1963. Hún lést í Tönsberg í Noregi 24. september síðastliðinn. Foreldrar Guðríðar eru Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, mjólkurfræðingur, f. 31.7. 1944, og Ágústa Traustadóttir, f. 12.2. 1943. Bræður Guðríðar eru Trausti, f. 24.3. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Það eru sjö ár síðan við hjónin kynntumst Guðrúnu Aðalsteinsdóttur fyrst, eða um það leyti er hilla fór undir að hún yrði tengdamóðir sonar okkar. Enda þótt við byggjum á sitt hvorum enda landsins, áttum við eftir að hitta hana oft og eiga með henni góðar samverustundir. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Jæja, Guðrún. Þá er okkar allt of stuttu kynnum lokið. Ég hafði reyndar alltaf vonast til að þau yrðu mun lengri, enda of snemmt að yfirgefa okkur öll nú. Auðvitað er það alltaf þannig að þegar ástvinur yfirgefur þessa veröld sitja eftirlifendur eftir, nagandi sig í handarbökin yfir því að hafa ekki notið samvistanna lengur og betur. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 697 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Þegar fólk giftir sig, þá er það að taka saman við fleiri en makann sem valinn var. Það er líka að taka saman við fjölskyldu hans eða hennar, fólkið sem þekkir forsöguna, fólkið sem hefur verið nátengdast nýja makanum. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 416 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Elsku Guðrún amma. Ekki gat ég ímyndað mér þegar ég kvaddi þig í lok ágúst að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Það mætti samt halda að þú hafir haft það á tilfinningunni, því þér var það svo mikilvægt að ég kæmi að hitta þig. Auðvitað var það sjálfsagt mál og sé ég eftir því núna hvað ég sinnti þér lítið í sumar. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 473 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Sláttumaðurinn slyngi heggur oft fyrirvaralaust. Fregnin um lát Guðrúnar Aðalsteinsdóttur frá Vaðbrekku kom mér á óvart þótt hún væri orðin roskin og farin að láta sig. Með henni er gengin kona sem setti mark sitt á samfélagið á Fljótsdalshéraði frá ungum aldri og kom ótrúlega víða við. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 597 orð

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Þó að Guðrún frænka mín byggi mörg síðustu ár ævi sinnar á Egilsstöðum þá verður hún í mínum augum alltaf Guðrún í Klausturseli. Þar kynntist ég henni fyrst og þekkti hana árum saman í tengslum við þann stað. Ég kom oft í Klaustursel, dvaldi þar jafnvel dögum saman, og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gestur. Þeim hjónum, Guðrúnu og Jóni heitnum, var gestrisni eðlileg. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 364 orð

GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR

GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR Guðrún Aðalsteinsdóttir fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 25. maí 1923. Hún lést 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalsteinn Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir á Vaðbrekku. Eiginmaður Guðrúnar var Jón Jónsson, f. 18. janúar 1912, d. 31. júlí 1992, bóndi í Klausturseli, Jökuldal, 1955­69. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Herdís Sigtryggsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minanst ömmu minnar Herdísar Sigtryggsdóttur. Þegar afi og amma hættu búskap fyrir aldurssakir fluttust þau úr Reykjadalnum til Húsavíkur fyrir ríflega aldarfjórðungi. Amma var hlý kona og mátti ekkert aumt sjá. Heimili hennar og afa var ávallt opið fyrir ættingjum og vinum og þar var mikill gestagangur. Mér eru minnisstæðar heimsóknir okkar systkinanna á Túngötuna. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 154 orð

HERDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR

HERDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR Herdís Sigtryggsdóttir fæddist á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu 13. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir og Sigtryggur Helgason. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir

Elsku amma mín. Þessi dagur sem þú valdir til að kveðja þennan heim verður alltaf sérstakur í mínum huga. Það var mér mikils virði að fá að vera hjá þér síðustu klukkustundirnar og rifja upp allar yndislegu stundirnar sem við höfðum átt saman. Það eru mikil forréttindi og dýrmæt reynsla að fá að alast upp með ömmu sér við hlið. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 250 orð

HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir fæddist að Sæbóli í Aðalvík 17. ágúst 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Sveinsdóttir, f. 14.7. 1882, d. 25.1. 1981, og Magnús Dósóþeusson, f. 20.8. 1879, d. 15.12. 1924. Hrefna var þriðja í röð sjö systra. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 421 orð

HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Systir mín Hrefna er látin. Hún andaðist 21. sepember sl. á Sjúkrahúsi Ísafjarðar þar sem hún hafði dvalið sem sjúklingur lengi. Þar hafði hún einnig starfað í mörg ár, síðast sem saumakona. Margs er að minnast þegar maður kveður hinsta sinni konu í hárri elli. Konu sem maður hefur elskað og dáð frá ungdómsárum. Þessi systir mín var mér alla tíð fyrirmynd í dyggðum. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Hörður Zophaníasson

Hörður bróðursonur minn er liðinn. Ég vil með örfáum orðum og litlu ljóði þakka honum samfylgdina á allt of stuttri æfi hans. Ég bið góðan Guð að vernda dætur hans, foreldra, systkini og fjölskyldur þeirra. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Hörður Zophaníasson

Hann Hörður frændi minn er látinn. Það var faðir hans sem tilkynnti mér lát hans. Eðli lífsins er að afkvæmin lifi foreldrana. Þegar því jafnvægi er raskað er missirinn meiri, söknuðurinn sárari. En Drottinn ræður. Mig setti hljóða þó svo ég hafi vitað tvo síðustu mánuði að brugðið gæti til beggja vona. Góðar fréttir á stundum vöktu þó alltaf bjartsýni. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 524 orð

Hörður Zophaníasson

Hann Hörður er dáinn. Fallinn frá langt fyrir aldur fram eftir stutt en erfið veikindi. Þegar ég hitti Hörð fyrst hafði ég sjálfur ekki náð að fylla fyrsta tuginn í árum. Hann tók að venja komur sínar á heimilið til að hitta Solveigu systur mína. Upp frá því var Hörður einn af þeim sem ég gat ávallt leitað til. Ósjaldan leitaði ég til hans með ýmiskonar leiðsögn og ráð. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 27 orð

HÖRÐUR ZOPHANÍASSON

HÖRÐUR ZOPHANÍASSON Hörður Zophaníasson fæddist í Reykjavík 12. maí 1955. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 19. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. september. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Ingunn Ólafsdóttir

Elsku Inga frænka. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir erfið veikindi. En eftir sitja minningarnar og þær eru margar. Þegar við komum í heimsókn til ykkar Bjargar á Brávallagötuna með pabba og mömmu kepptumst við alltaf um að fá að sitja í tröppunum við vaskinn. Alltaf var til eitthvert dót í skápnum og ósjaldan eitthvað sætt sem gott var að maula. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Ingunn Ólafsdóttir

Elsku nafna mín. Það er svo sárt að kveðja þig, en samt svo sætt að þú skulir vera búin að fá hvíldina og lausn frá þjáningum þínum síðastliðin ár, elsku nafna mín. Ég, systkini mín og fjölskyldur okkar höfum fyrir svo margt að þakka. Alltaf varst þú vakin og sofin yfir velferð okkar og alltaf áttum við athvarf hjá þér og Björgu. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Ingunn Ólafsdóttir

Ingunn Ólafsdóttir Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Ingunn Ólafsdóttir

Vagninn þinn er kominn, elsku Inga frænka. Mér finnst vanta svo mikið að geta ekki farið á Brávallagötuna að heimsækja þig. Maður kom aldrei að tómu húsi þar því að alltaf var einhver hjá þér. Þú varst alltaf að bralla eitthvað í eldhúsinu og ég settist alltaf í tröppuna í horninu og horfði á þig mauka marmelaði, búa til kæfu eða smyrja brauð handa mér og pabba. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 110 orð

Ingunn Ólafsdóttir

Hinsta kveðja til Ingu frænku Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 160 orð

INGUNN ÓLAFSDÓTTIR

INGUNN ÓLAFSDÓTTIR Ingunn Ólafsdóttir fæddist á Bakkagerði í Borgarfirði eystra 15. júlí 1918. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gíslason, skósmiður og Anna Jónsdóttir, saumakona. Systkini Ingunnar voru: Björgvin, dó barn; Gyða, dó barn; Björg, f. 1905, d. 1989; Aðalsteinn, f. 1906, d. 1970. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 562 orð

Jónína Guðný Helgadóttir

Margar minningar sækja á hugann þegar við hugsum til hennar ömmu okkur, Jónínu Guðnýjar Helgadóttur sem nú er látin. Við bræðurnir urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp með ömmu og afa í sama húsi, en afi lést árið 1981. Allt frá fæðingu þar til við fluttumst að heiman sem ungir menn bjuggum við undir sama þaki og amma. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Jónína Guðný Helgadóttir

Óvissuferðir eru í tísku þessa dagana. Þátttakendur vita ekki hvert förinni er heitið en vita að þeir eiga í vændum skemmtilegan dag. Ég get samglaðst tengdaömmu minni með að komast í sitt ferðalag nú þegar hún hafði notið góðra ævidaga og ekki var hægt að búast við öðru fyrir hennar hönd en að heilsan og lífsgæðin færu heldur niðurávið. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 418 orð

Jónína Guðný Helgadóttir

Að heilsast og kveðja er lífsins saga. Það eru orð að sönnu og koma í huga minn er ég minnist í nokkrum fátæklegum orðum hennar Ninnu, fyrrverandi tengdamóður minnar. Og þegar ég set þessar línur á blað, naga ég mig í handarbökin fyrir hversu ódugleg ég var að líta inn hjá henni. Maður þykist alltaf vera svo önnum kafin í brauðstritinu, að ekki sé tími til að rækta vina- og ættartengslin. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 694 orð

Jónína Guðný Helgadóttir

Látin er móðursystir mín, Jónína Guðný Helgadóttir, alltaf kölluð "Ninna" af fjölskyldu sinni og vinum. Níræð varð hún á síðasta afmælisdegi sínum og hafði átt því láni að fagna að vera tiltölulega vel heilsuhraust allt sitt líf þó dálítið hafi hún verið farin að þreytast síðustu árin. Lát hennar bar þó snöggt að, kvöldið 25. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 213 orð

JÓNÍNA GUÐNÝ HELGADÓTTIR

JÓNÍNA GUÐNÝ HELGADÓTTIR Jónína Guðný Helgadóttir fæddist í Dalbæ í Vestmannaeyjum 27. janúar 1909. Hún lést á Selfossi 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir, húsmóðir, f. 17. júní 1868, d. 11. mars 1965, ættuð úr Reynishverfi í Mýrdal, og Helgi Guðmundsson útgerðarmaður, f. 1.7. 1870, d. 11. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Júlíus B. Jónsson

Í dag, þegar þessi orð eru skrifuð, er til moldar borinn kunnur og vinsæll borgari á Akureyri, Júlíus B. Jónsson, fyrrv. bankaútibússtóri. Hann var sonur þeirra sæmdarhjóna Maríu Hafliðadóttur ljósmóður og Jóns Guðmundssonar byggingameistara. Við fráfall þessa hægláta heiðursmanns er enn höggvið stórt skarð í raðir hinna gömlu KA- félaga. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 32 orð

JÚLÍUS B. JÓNSSON

JÚLÍUS B. JÓNSSON Júlíus B. Jónsson fæddist á Akureyri 31. maí 1915. Hann lést á heimili dóttur sinnar á Akureyri 23. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. september. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 167 orð

Magnús Már Björnsson

Það fallegasta sem minningin um þig segir mér er það að þar átti ég góðan frænda. Þegar ég var að koma í heimsókn í Birkihlíð þá mætti mér lítill frændi minn með sinn fótbolta og þá tók ég þátt í þeim leik. Þá var minn litli vinur, bæði frændi og ekki síst vinur. Magnús var yndislegur og fallegur drengur og það sem prýddi Magga var hvað hann var góður við alla, bæði menn og málleysingja. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 28 orð

MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON

MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON Magnús Már Björnsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1978. Hann lést af slysförum 9. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 19. apríl. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 718 orð

Ólafía Kristín Kristjánsdóttir

Fyrstu haustdagarnir hafa verið mildir og kyrrir en hjá Ollu vinkonu minni reyndust þeir strangir. Hún varð að lúta ofurefli krabbameins eftir áralanga baráttu og lést að morgni 25. sept. sl. Vinátta hefur löngum verið mikilvæg á vegferð okkar um lífið. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Ólafía Kristín Kristjánsdóttir

Elsku amma, það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að hitta þig meir, fá ekki lengur að heyra þinn ljúfa hlátur og sjá þitt indæla og traustvekjandi bros. Þinn persónuleiki var svo sterkur. Þú hafðir áhrif á flesta sem í kringum þig voru. Ef erfiðleikar komu upp þá gafst þú þig alla í að aðstoða og hugga. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 302 orð

Ólafía Kristín Kristjánsdóttir

Kæra frænka. Það er erfitt að ætla sér að setja minningar á blað, þegar þær eru svo margar. Ég bjó í næsta húsi við ykkur frá 7 ára aldri þangað til ég var 25 ára og flutti í burtu. Á þínu heimili var ég eins og heima hjá mér, bankaði aldrei, labbaði bara inn, og það þótti allt í lagi, svo mikill var samgangurinn á milli heimilanna. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 257 orð

ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Ólafía Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Pálshúsum í Grindavík hinn 10. desember 1940. Hún lést á Landspítalanum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson, Móum á Skagaströnd, f. 12.12. 1908, d. 28.12. 1996, og Margrét Sigurðardóttir, Akrahóli í Grindavík, f. 28.2. 1909, d. 13.10. 1994. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 639 orð

Sigríður Finnbogadóttir

Okkar hinsta kveðjustund er runnin upp, amma mín. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég kom fyrst til þín og varð eftir eina helgi eða svo en ég efast um að ég hafi verið meira en 4-5 ára. Ég var nefnilega fljót að finna hvað það var gott og gaman að vera hjá ömmu á Fossi. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 505 orð

Sigríður Finnbogadóttir

Kæra amma. Hve mörg er sú leið sem maðurinn ratar og margt er lagt á þann sem fer um langan veg. Mér finnst ekki vera langt um liðið síðan þú svæfðir mig í herberginu okkar á Fossi, fórst með bænirnar með mér og kenndir mér þær í leiðinni. Það var öruggt skjól sem þú veittir, alltaf var hægt að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 326 orð

SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR

SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR Sigríður Finnbogadóttir fæddist að Reyni í Mýrdal 4. janúar 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Einarsson frá Þórisholti, síðar bóndi í Presthúsum, f. 28.12. 1889, d. 17.4. 1985 og kona hans Kristín Einarsdóttir frá Reyni, f. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Stefán Þórarinn Gunnlaugsson

Það er með djúpri sorg og sárum söknuði sem við kveðjum ástkæran bróður, mág og frænda, Stefán Þórarin Gunnlaugsson. Stebbi var einstakur maður, glaðvær, félagslyndur, hjálpsamur og umfram allt tryggur. Sem barn leit litla systir mjög upp til síns hávaxna og glæsilega bróður og fannst hún sem því næst snerta skýin þegar hann tók hana í faðminn. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 27 orð

STEFÁN ÞÓRARINN GUNNLAUGSSON

STEFÁN ÞÓRARINN GUNNLAUGSSON Stefán Þórarinn Gunnlaugsson fæddist á Búðum, Fáskrúðsfirði, 17. ágúst 1918. Hann lést 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 21. september. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 839 orð

Sæmundur Jónsson

Látinn er tengdafaðir minn, Sæmundur Jónsson, á Siglufirði. Hann var á 85. aldursári er hann lést. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Hann ól allan sinn aldur á Siglufirði og lagði gjörva hönd á margt, verklaginn með afbrigðum, vandvirkur, iðjusamur og afkastamikill. Gleðimaður, léttur og ljúfur í lund og kom sér hvarvetna vel. Slík er reynsla mín af okkar kynnum. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 379 orð

Sæmundur Jónsson

Hann afi Sæmi er dáinn. Það er hlýjan haustmorgun 21. sept. síðastliðinn að minn elskulegi móðurafi kvaddi þennan heim, 84 ára að aldri. Á stundum sem þessum streyma fram minningar og af ótalmörgu er að taka. Ég átti því láni að fagna á mínum yngri árum að fá að dvelja hjá ykkur ömmu Ninnu á Hólaveginum, nokkrar vikur á sumrin og stundum sumarlangt. Meira
2. október 1999 | Minningargreinar | 304 orð

SÆMUNDUR JÓNSSON

SÆMUNDUR JÓNSSON Sæmundur Jónsson var fæddur 11. maí 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson frá Lambanesi í Fljótum, f. 21.4. 1890, d. 26.6. 1969, og Stefanía Guðrún Stefánsdóttir frá Grafargerði í Siglufirði, f. 14.7. 1890, d. 1.5. 1936 af barnsförum. Meira

Viðskipti

2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 476 orð

Algjör miðstýring óæskileg

FINNUR Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskiptabanka, segir umræðu síðustu daga um greiðslumiðlunarkerfið hér á landi, ekki snúast um greiðslumiðlunina í heild, heldur um tiltekinn þátt hennar, þ.e. innheimtu reikninga frá fyrirtækjum. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Deutsche í bandalag með Sakura

SAKURA-bankinn í Japan og Deutsche Bank í Þýzkalandi hafa gengið í verðbréfabandalag, sem mun fela í sér að bankarnir taka að sér að vera ábyrgðaraðili á skulda- eða verðbréfaútgáfu viðskiptavina víða um heim. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 318 orð

ÐSamkaup hf. hefur keypt Vöruval í Bolungarvík

SAMKAUP hf. hefur keypt verslunina Vöruval í Bolungarvík af Benedikt Kristjánssyni kaupmanni og hafa nýir eigendur þegar tekið við rekstrinum, en Benedikt mun verða stjórnandi verslunarinnar fyrir þeirra hönd. Verslunin verður rekin með óbreyttu sniði fyrst um sinn, en síðar í vetur mun hún bætast í hóp Sparkaupsverslana sem þá verða einnig á Suðurnesjum, Austfjörðum og í Reykjavík. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Fimmtán starfsmönnum sagt upp hjá SH og Sæmarki

UPPSAGNIR 15 starfsmanna hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. tóku gildi nú um mánaðamótin, og að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, er um að ræða átta starfsmenn SH hf. og sjö starfsmenn dótturfélagsins Sæmarks sem hefur verið lokað, en það annaðist kaup á hráefni frá öðrum en SH-framleiðendum. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Fjárfestingar fjármagnaðar í erlendri mynt

GENGI krónunnar hefur styrkst nokkuð í vikunni og á fimmtudag rauf vísitalan viðnám sem verið hefur við 112. Lækkandi gildi vísitölunnar þýðir að gengi krónunnar styrkist. Meginskýringin á styrkingu krónunnar er nýleg vaxtahækkun Seðlabankans en sú hækkun jók mjög við vaxtamun milli Íslands og annarra landa. Í markaðsyfirliti Landsbanka Íslands hf. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Lífeyrissjóðir kaupa Safnbréf fyrir 1.150 milljónir

GENGIÐ hefur verið frá sölu fyrstu skuldabréfa Verðbréfunar hf. til lífeyrissjóða, að upphæð 1.150 milljónir króna. Skuldabréfin hafa verið kölluð Safnbréf og reiknað er með að fyrir árslok hafi verið gengið frá sölu á Safnbréfum fyrir tvo milljarða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Fyrirtækið Verðbréfun hf. var stofnað í ágúst sl. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Met í hlutabréfaviðskiptum í september

HEILDARVELTA með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands í september nam 4.715 milljónum króna og er hann þar með veltuhæsti mánuður þingsins frá upphafi. Velta með hlutabréf fyrstu níu mánuði ársins á VÞÍ er orðin 26,8 milljarðar sem er tæplega tvöfalt meira en veltan var allt árið í fyrra en þá nam hún um 13,3 milljörðum króna. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Vaxtaótti veikir stöðu evrópskra bréfa

VAXTAÓTTI greip aftur um sig á mörkuðum í gær. Evrópsk hluta- og skuldabréf lækkuðu í verði vegna hagtalna, sem óttazt var að gætu leitt til vaxtahækkunar í Evrópu og Bandaríkjunum í næstu viku. Dollar lækkaði gegn jeni því að japanskar hagtölur juku vonir um að næststærsta þjóðarbú heims væri á batavegi. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Verðstríðið í Bretlandi harðnar enn

TVEIR helztu stórmarkaðir Bretlands hafa boðið verulegar verðlækkanir, þær síðustu í harðnandi verðstríði, sem sérfræðingar segja að muni hafa í för með sér minnkandi afrakstur. Tesco Plc. tilkynnti að keðjan mundi verja 250 milljónum punda á ári til viðbótar til "mestu verðlækkana, sem um getur í Bretlandi," til að lækka verð á um 1.000 mikilvægum vörutegundum um tíu af hundraði. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Viðurkenning í Skotlandi

INGVAR Karlsson, eigandi heildsölunnar Karl K. Karlsson, mun í næstu viku taka við viðurkenningu frá samtökum skoskra viskýframleiðenda, fyrir störf fyrirtækisins á íslenskum markaði. Heildsalan hefur um árabil flutt inn viský og fleiri áfengistegundir hingað til lands. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Volvo spáir ekki í meiri kaup

AB VOLVO hefur sagt að fyrirtækið hyggi ekkki á fleiri kaup í vörubíla- og almenningsvagnageiranum fyrr en samruni þess og Scania sé "vel á veg kominn". Áður höfðu hluthafar samþykkt á sérstökum aukaaðalfundi að Volvo yfirtæki Scania fyrir 60,7 milljarða sænskra króna. Meira
2. október 1999 | Viðskiptafréttir | 329 orð

Vöruskiptin óhagstæð um 2,2 milljarða í ágúst

Í ÁGÚSTMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 10,6 milljarða króna og inn fyrir 12,8 milljarða. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 2,2 milljarða en í ágúst í fyrra voru þau hagstæð um 500 milljónir króna á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 95,6 milljarða króna og inn fyrir 110,6 milljarða. Meira

Daglegt líf

2. október 1999 | Neytendur | 377 orð

Íslenskt grænmeti ekki eftirbátur þess erlenda

STOFNUNIN Matvælarannsóknir Keldnaholti, sem er samstarfsvettvangur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar, kynnti niðurstöður ítarlegs verkefnis um gæði grænmetis á málþingi síðastliðinn fimmtudag. Meira
2. október 1999 | Neytendur | 122 orð

Vörur frá Plastprenti hækka um 9%

HINN 10. október næstkomandi hækka allar framleiðsluvörur Plastprents um 9%. Að sögn Sigurðar Braga Guðmundssonar framkvæmdastjóra Plastprents hefur plasthráefni hækkað um 50­60% en það kemur aðallega frá Hollandi og frá Noregi. Hann segir að helmingur af vöruverði sé hráefniskostnaður og því deginum ljósara að full þörf sé á umræddri hækkun. Meira

Fastir þættir

2. október 1999 | Í dag | 45 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 3. október, verður áttræður Sveinbjörn Sigurðsson, byggingameistari, Miðleiti 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Kristinsdóttir. Þau eru með opið hús í salnum á jarðhæð Miðleitis 7, frá kl. 16­19. Sveinbjörn afþakkar gjafir en bendir fólki á að styðja byggingarsjóð Reykjalundar. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 899 orð

Blint tjáningarfrelsi "Þá hlýtur að vakna spurningin um hlutverk ríkisvaldsins, hve langt það eigi að ganga í að tryggja að

FÓLK ryðst ekki óboðið inn á heimili bláókunnugra, það væri rakinn dónaskapur og beinlínis lögbrot. Þótt mig langi til að skoða fallegt listaverk í eigu nágrannans eða fá staðfest að hann sé endemis sóði laumast ég ekki inn hjá honum með myndavél. Innan veggja heimilisins erum við húsbændur, það er kastalinn okkar. Meira
2. október 1999 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júní sl. í Hallgrímskirkju af sr. Erni Bárði Gyða Dan Johansen og Þorlákur Ómar Einarsson. Meira
2. október 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. maí sl. í Árbæjarsafnskirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Helga Pálína Sigurðardóttir og Bjarni Haraldsson. Heimili þeirra er að Fýlshólum 3. Meira
2. október 1999 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Barna- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. mars sl. hjá sýslumanni Anita Migda og Halldór Guðmundsson. Heimili þeirra er að Þórufelli 6, Reykjavík. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 602 orð

Draumasamfélagið

DRAUMAR margra snúast um þjóðfélag án glæpa, mengunar, eiturlyfja eða hvers konar spillingar af völdum mannsins. Samfélag þar sem maðurinn er innsæisrík hugsandi vera og lifir í samræmi við þann tíu boðorða boðskap sem honum var færður í vöggugjöf. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 1533 orð

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur?

Hvers son er Kristur? (Matt. 22). ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ólafur Skúlason biskup messar. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Sóknarnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 246 orð

Hár blóðþrýstingur tengist beingisnun

KONUM með háan blóðþrýsting er hættra við beingisnun er líður á ævina, en geta dregið úr hættunni með því að minnka saltneyslu, að sögn lækna. Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum komust að þessum tengslum eftir að hafa rannsakað rúmlega 3500 eldri konur á fjórum stöðum í Bandaríkjunum á þriggja ára tímabili. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 788 orð

Helgi Áss nær forystunni

29. sept. ­ 3. okt. ÞAÐ dró heldur betur til tíðinda í annarri einvígisskák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar sem tefld var á fimmtudaginn. Hannes sofnaði á verðinum eitt augnablik og stundum þarf ekki meira til þess að viðunandi staða breytist í rjúkandi rúst. Helgi Áss nýtti sér tækifærið sem gafst og sigraði örugglega. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 617 orð

Hvað er "borderline" persónuleikaröskun?

Persónuleikaröskun Spurning: Í niðurstöðum geðrannsókna, sem gerðar eru af ýmsu tilefni, m.a. fyrir dómstóla, kemur stundum fram að viðkomandi einstaklingur sé haldinn persónuleikaröskun. Ef slík röskun er nánar skilgreind sem "borderline" þykir það bera vott um alvarlegt geðrænt ástand, sem svari illa meðferð. Meira
2. október 1999 | Dagbók | 616 orð

Í dag er laugardagur 2. október, 275. dagur ársins 1999. Leódegaríusmessa. Orð

Í dag er laugardagur 2. október, 275. dagur ársins 1999. Leódegaríusmessa. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. tím. 3, 15. Meira
2. október 1999 | Í dag | 1177 orð

Krýsuvíkurhátíð

SUNNUDAGINN 3. október verður haldin guðsþjónusta í Krýsuvíkurkirkju. Hefst guðsþjónustan kl. 14. Er það orðin hefð að halda þar guðsþjónustu að vori, þegar kirkjan er tekin í notkun fyrir sumarið, og eins að hausti, en þá er altaristaflan sem Sveinn Björnsson málaði tekin niður og færð til Hafnarfjarðarkirkju. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 967 orð

Kökur og konditorí Konditoríhefðin á sér langa hefð í Danmörku og er aftur að festa rætur hér á Íslandi. Steingrímur

KONDITORÍ, sem kannski mætti kalla kökugerðarhús þótt það nái nú ekki inntaki orðsins að fullu, hafa ekki verið fyrirferðarmikil hér á landi. Á síðustu árum hefur hins vegar mátt sjá greinilegt afturhvarf til þessarar skemmtilegu hefðar í íslenska kökugerðarheiminum. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 252 orð

Margir óttast ranga lyfjagjöf

SJÚKLINGAR hafa meiri áhyggjur af því að þeir fái röng lyf á sjúkrahúsunum en af verkjum eða meðferðarkostnaðinum, ef marka má nýja bandaríska könnun. Félag lyfjafræðinga í bandaríska heilbrigðiskerfinu (ASHP), samband lyfjafræðinga sem starfa flestir á sjúkrahúsum, stóð fyrir könnuninni. Hún byggðist á símaviðtölum við 1. Meira
2. október 1999 | Í dag | 180 orð

Millifærsla

Fimm hjörtu eru borðleggjandi í AV, en þrátt fyrir fimmlitinn er ekki auðvelt fyrir austur að fara upp í ellefu slaga samning með svo flata skiptingu. En hvað um það. Gegn fjórum spöðum leggur vestur af stað með hjartaás, Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 432 orð

Skyndimatur framyfir hollt fæði

KALIFORNÍUBÚAR velja skyndimat æ oftar framyfir mat sem samsettur er úr öllum fæðuflokkunum, þ.e.a.s. korni, mjólkurmat, kjöti og fiski og grænmeti og ávöxtum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var kunn fyrir skömmu af heilbrigðisyfirvöldum Kaliforníuríkis. Meira
2. október 1999 | Í dag | 86 orð

STÖÐUMYND D Hvítur leikur og vinnur.

STÖÐUMYND D Hvítur leikur og vinnur. Staðan kom upp í undanrásariðli Evrópukeppni taflfélaga í Reykjavík um síðustu helgi. Karl Þorsteins(2.493) Helli, hafði hvítt og átti leik gegn Ólafi Kristjánssyni (2.245) Skákfélagi Akureyrar. 19. Rxf7! ­ Kxf7 20. Bc4+ ­ Re6 21. Hxe6! ­ Hxe6 22. Meira
2. október 1999 | Í dag | 661 orð

VÍKVERJI varð fyrir talsverðu áfalli nú í vikunni eftir að hafa lesið

VÍKVERJI varð fyrir talsverðu áfalli nú í vikunni eftir að hafa lesið frétt í DV þess efnis að svokallað "Íslandstorg" í Tallin, höfuðborg Eistlands, væri bara ómerkileg umferðareyja. Þjóðarstoltið var sært og sú óþægilega tilfinning gróf um sig í hjarta Víkverja að hann hefði verið hafður að fífli. Meira
2. október 1999 | Í dag | 574 orð

Þekkir einhver fólkið á myndinni?

ÉG er með 3 smábörn á heimilinu og er ég með fyrirspurn til dagskrárstjóra Stöðvar 1 um hvort ekki sé hægt að bæta við barnaefni fyrir yngstu börnin. Ég hef verið að skoða þetta síðustu vikur og séð að barnaefnið sem boðið er uppá er aðallega fyrir börn eldri en 6 ára, það er nær ekkert efni fyrir yngstu börnin í miðri viku, en eitthvað um helgar. Meira
2. október 1999 | Í dag | 187 orð

ÞEKKT stef

Útspil: Hjartafjarki. Hvernig er best að spila? Að öllum líkindum er spaðaásinn í austur, svo það verður að fríspila tígulinn án þess að hleypa vestri inn til að spila spaða í gegnum kónginn. Sem tekst alltaf ef austur á a.m.k. annað litlu hjónanna í tíglinum. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 408 orð

Þreyttir táningar þurfa meiri svefn

TÁNINGURINN fullyrðir að hann geti ekki sofnað fyrr en eftir miðnætti. Á hverjum morgni þarf hróp og köll til að vekja hann svo hann verði ekki of seinn í skólann. Honum finnst mannkynssögutímarnir skemmtilegir, en það eru fyrstu tímarnir og hann á til að sofna í þeim. Svona er tilvera milljóna skólabarna og foreldra þeirra. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Lyfjataka Rúmlega 60% sjúklinganna höfðu "miklar áhyggjur" af því að fá röng lyf. Unglingar Á unglingsárum breytist dægursveiflan sem stjórnar svefnvenjum fólks. Mataræði Helmingur bandarísku þjóðarinnar of feitur innan fárra ára. Háþrýstingur Meira
2. október 1999 | Í dag | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn. Rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn. Drjúgur verður síðasti áfanginn. Þei, þei, þei, þei, þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Meira
2. október 1999 | Fastir þættir | 955 orð

(fyrirsögn vantar)

ENN eitt ágætisbréfið hefur mér borist, og nú frá Þór Magnússyni þjóðminjaverði: "Góði Gísli. Fyrir nokkrum vikum gerðir þú að umtalsefni í pistli þínum orðatiltækið: Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fannst þú jafnframt tilsvarandi orðatiltæki í þýzku, en hins vegar minntist þú ekki á hvað liggja kynni á bak við að þannig væri tekið til orða. Meira

Íþróttir

2. október 1999 | Íþróttir | 90 orð

Atli velur fyrir Frakkaleikinn

ATLI Eðvaldsson, þjálfari 21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið 16 leikmenn fyrir leikinn gegn Frökkum, sem fram fer í Blois í Frakklandi 9. október. Markverðir eru Ólafur Þór Gunnarsson, ÍA, og Fjalar Þorgeirsson, Þrótti R. Aðrir leikmenn eru: Valur F. Gíslason og Stefán Gíslason, Strømgodset. Indriði Sigurðsson, Arnar Jón Sigurgeirsson og Edilon Hreinsson, KR. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 166 orð

Enginn frá Íslandi til Parísar

ENGINN leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir heimsmeisturum Frakka eftir viku, heldur frá Íslandi til Parísar. Héðan fara aðeins Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, og þrír aðstoðarmenn og þrír fararstjórar. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 41 orð

Eysteinn til Emmen

EYSTEINN Hauksson, leikmaður Keflvíkinga, fer til hollenska liðsins Emmen í næstu viku og verður ytra um tíma til reynslu hjá félaginu. Þá kemur til greina að Magnús Þorsteinsson, 17 ára leikmaður með yngri flokkum félagsins, fari til hollenska liðsins. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 203 orð

Fjórir á HM í Birmingham

FJÓRIR íslenskir júdómenn hafa sett stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu 2000. Gísli Magnússon, Ármanni, Vernharð Þorleifsson og Friðrik Blöndal, KA og Bjarni Skúlason, Selfossi, sem taka allir þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Birmingham 7. til 10. október. "Við ætlum okkur að gera atlögu að farseðlinum til Sydney. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 105 orð

Goran áfram með Stjörnuna

Goran Kristófer Micic, þjálfari Stjörnunnar, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Goran hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár og undir hans stjórn komst liðið í efstu deild í sumar. Pétur B. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 447 orð

Halldór reif upp Haukana

EINHVER varð að gera eitthvað því sóknin var orðin mjög bitlaus ­ það varð að rífa leikinn upp og við náðum að komast inn í hann af fullum krafti," sagði Halldór Ingólfsson úr Haukum, sem tók af skarið þegar sóknarleikur var orðinn heldur tilþrifalítill hjá liði hans er leið að leikslokum á móti Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 40 orð

Helsingborg vill fá Snorra

SÆNSKA úrvalsdeildarliðið Helsingborg hefur óskað eftir að fá Snorra Birgisson, 15 ára markvörð með 2. og 3. flokki Keflavíkur í knattspyrnu, til reynslu í vikutíma. Þá hefur 2. deildarliðið Brentford í Englandi óskað eftir upplýsingum um hann. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 92 orð

Hermann til sölu eftir leikinn við Frakka

Ron Noades, knattspyrnustjóri Brentford, segist ekki ætla að taka neinu tilboði í Hermann Hreiðarsson fyrr en leikmaðurinn hafi leikið með íslenska landsliðinu gegn því franska í undankeppni Evrópumótsins 9. október í Frakklandi. Wimbledon og Tottenham eru sögð hafa sýnt leikmanninum áhuga og haft er eftir Noades á spjallsíðu Brentford að leikmenn liðsins séu falir fyrir rétta fjárhæð. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 66 orð

Hörður hætti við

HANDKNATTLEIKSMENN Harðar á Ísafirði hafa ákveðið að draga sig út úr keppni í 2. deild karla á Íslandsmótinu á síðustu stundu. Því hefur fyrstu umferð deildarinnar verið frestað um óákveðinn tíma og einnig verður að raða keppninni niður á nýjan leik. Stefnt er að því að því ljúki strax eftir helgi og þá verði ljóst hvenær handknattleiksmenn í 2. deild karla geta hafið leik. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | -1 orð

KA-sigur í kraftaleik

Handknattleikstímabilið á Akureyri hófst í gær þegar KA-menn tóku á móti HK og má segja að byrjunin lofi góðu fyrir heimamenn því KA sigraði örugglega, 28:21, eftir mikinn baráttuleik. Þar með hefur KA sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum með talsverðum mun og ljóst að liðið mun blanda sér í toppbaráttuna enda með sterka menn í hverri stöðu og það yfirleitt fleiri en einn. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 67 orð

Landsbyggðin hafði betur

ÚRVALSLIÐ landsbyggðarinnar vann úrvalslið Reykjavíkur 3:2 í knattspyrnu á gervigrasvellinum í Laugardal í gær og var sigurinn síst of stór. Staðan í hálfleik var 3:1. Til leiksins var flautað í tilefni af 80 ára afmæli Knattpsyrnuráðs Reykjavíkur. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 193 orð

ROBBIE Fowler leikur ekki me

ROBBIE Fowler leikur ekki með Liverpool næstu tvo mánuði eftir að læknar sögðu að hann yrði að fara tafarlaust í uppskurð vegna endurtekinna meiðsla í ökkla. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 100 orð

Tottenham og Nott. Forest vilja Eið Smára

ÚRVALSDEILDARLIÐIÐ Tottenham og 1. deildarliðið Nottingham Forest hafa bæst í þann hóp sem hefur sýnt áhuga á að kaupa Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Bolton, ef marka má spjallsíður liðanna á Netinu. Segir að Forest sé tilbúið að borga um 120 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn en að því hafi verið snarlega hafnað. Segir að Bolton vilji fá tæpar 200 milljónir fyrir hann. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 152 orð

UEFA-dráttur

Í gær var dregið um hvaða lið mætast í annari umferð UEFA-bikarkeppninnar. Steaua Búkarest - West Ham MTK Búdapest - AEK Aþena Arnar Grétarsson leikur með AEK. Levski Sofía (Búlgaríu) - Juventus La Coruna (Spáni) - Montpellier Leeds - Lokomotiv Moskva Aris Salonika (Grikkl. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 365 orð

Úrbætur nauðsynlegar á fimm völlum í efstu deild

Fimm félög, sem leika í efstu deild í knattspyrnu karla næsta sumar, hafa ekki fullnægt skilyrðum Knattspyrnusambands Íslands um skipulögð áhorfendastæði við velli sína. Félögin sem um ræðir eru ÍBV, Grindavík, Leiftur, Stjarnan og Fylkir. Þau eru misjafnlega langt á veg komin að vinna að úrbótum. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 282 orð

Viðurkenning fyrir Eyjarnar

TVEIR leikmenn ÍBV eru leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu 1999 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins ­ Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður og Ívar Ingimarsson miðvallarleikmaður sem voru efstir í einskunnagjöf Morgunblaðsins. Aldrei áður hafa tveir menn frá sama liði verið í efsta sæti. Leikmenn Eyjaliðsins hafa þrjú ár í röð verið útnefndir leikmenn mótsins. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 315 orð

"Þeir voru farnir að naga neglurnar"

"ÞAÐ var orðin mikil taugaspenna hér í herbúðum Lustenau í dag [í gær], þegar beðið var eftir leikheimild fyrir mig. Það má með sanni segja að menn hafi verið byrjaðir að naga neglurnar ­ svo lyftist brúnin á mönnum. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 179 orð

ÞRÓTTUR hefur gert þriggja ára samning við

ÞRÓTTUR hefur gert þriggja ára samning við David Griffith, 35 ára enskan þjálfara, um að hann verði yfirþjálfari yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Griffith hefur þjálfað undanfarin ár í Bandaríkjunum. Meira
2. október 1999 | Íþróttir | 240 orð

Öruggt hjá Njarðvík

UMFN sótti Þórsara heim á Akureyri í gærkveldi og fór með sigur af hólmi, lokatölur leiksins urðu 103:86. Sigurinn var mjög sanngjarn og í raun aldrei í hættu eftir fyrri hálfleik, en UMFN leiddi í hálfleik, 45:30. Meira

Úr verinu

2. október 1999 | Úr verinu | 229 orð

Endurspeglar hreinleika

SÍF kynnti í gær nýtt merki fyrirtækisins. Nýja merkið er hannað af Hany Hadaya og auglýsingastofunni Yddu, og á að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra SÍF, rætur í gamla merkinu, enda hlýtur fyrirtæki sem byggir verslun sína á sjávarfangi að þurfa merki sem minnir á hafið. Meira
2. október 1999 | Úr verinu | 396 orð

Pétur áfram formaður

PÉTUR Bjarnason var endurkjörinn formaður stjórnar Fiskifélags Íslands með lófaklappi á aðalfundi félagsins í gær og tillaga um sömu stjórn með einni breytingu vegna starfsreglna var samþykkt samhljóða. Pétur flutti skýrslu stjórnar og byrjaði á því að kynna starfsmenn Fiskifélagsins og verksvið þeirra en síðan greindi hann frá margvíslegum verkefnum félagsins. Meira
2. október 1999 | Úr verinu | 451 orð

Samstaða um umhverfismál

ALÞJÓÐASAMNINGAR og umhverfismál voru til umræðu á Fiskiþingi sem lauk í gær. Formaður Fiskifélags Íslands segir ljóst að mikil samstaða sé innan sjávarútvegsins um að fylgjast með og taka þátt í umræðu um umhverfismál. Meira

Lesbók

2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1841 orð

ARKITEKT Í RAFHEIMUM

Þrívíddarhönnun í sýndarveruleikanum er nýtt svið innan hönnunargeirans sem komið hefur fram á síðustu árum. Rafheimar Netsins eru orðnir gífurlega stórir og íbúar þeirra fjölmargir. ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON ræddi við Sigrúnu Guðjónsdóttur arkitekt en hún hefur að undanförnu fengist við að hanna sýndarháskóla sem starfræktur verður inni á Netinu. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2739 orð

BÍLAR, FÓLK OG UMFERÐ

Ekkert töfratæki 20. aldar er eins umtalað og bíllinn. Hin svífa í háloftum, fela sig í jörðu eða sitja bara inni í hýbýlum sem sjálfsagðir hlutir. Bíllinn er úti á almannafæri, veldur aðdáun, mengun, hættum. Hin eiginlega bílaöld hófst ekki fyrr en að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni og bíllinn breyttist úr leikfangi yfirstéttarfólks í almenningsfarartæki. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1453 orð

DÁSAMLEGT ÓHAPP AÐ HAFA ÞÝTT LAXNESS

ÞÚ VERÐUR að afsaka en íslenskan mín er ómöguleg," segir José Antonio Fernández Romero þegar við höfum heilsast á umferðamiðstöðinni í heimaborg hans Vigo í Galisíu sem er sjálfstjórnarhérað á norð-vesturströnd Spánar. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 369 orð

efni 2. okt.

Bílar, fólk og umferð Björn Ólafs arkitekt í París lítur á þetta fyrirbæri, bílinn, sem var í upphafi leikfang yfirstétttarfólks, en varð almenningsfarartæki eftir fyrri heimsstyrjöld. Svo hljóp ofvöxtur í bílaflotann og ofvöxtur í hraðbrautir sem mynda sumstaðar óleysanlega flækju. Björn ber einnig saman akstursmáta, t.d. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 514 orð

FRÆÐASETUR OG LIFANDI SAMKOMUTORG

Mikið verður lagt í hið spánnýja margmiðlunarbókasafn sem opnað verður í gamalli hallarbyggingu í hjarta Bologna á næsta ári. Höllin var eitt sinn kauphöll en hefur í gegnum aldirnar hefur hýst ýmiss konar viðskipta- og menningarstarfsemi. Á síðustu mánuðum hefur húsnæðið verið rýmt svo fyrir komist bókasafn sem mætir þörfum allra kynslóða upplýsingasamfélagsins. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

GULLSMIÐIR Í TJARNARSALNUM

FÉLAG íslenskra gullsmiða opnar sýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 16. Tilefnið er 75 ára afmæli félagsins á þessu ári, en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gullsmiður en fyrstu formaður félagsins var Jónatan Jónsson. Í fréttatilkynningu segir að félagið hafi áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

HAUSTBRÁÐ

Hann gekk einn á móti haustinu og sólin sendi hlýja geisla niður til hans og hann þræddi jökulröndina og droparnir vættu haustgróðurinn. Og hann hlustaði á veikt gjálfur dropanna sem féllu úr jökulröndinni og urðu að seitlandi smásprænum sem runnu í lindina. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

HUGHRIF ÚR FYRSTU EYJAFERÐ MINNI

Í Vestmannaeyjum ótal fuglar fljúga og fylla björgin kliði radda sinna á meðan fiskinn hvíta vélar vinna þá vinnsluhljóðin blandast ómi hinna. Hraun og vikur jaðar þorpsins þekur mér þessa spurning augnablikið vekur: Hvert er það afl sem viðnám þetta veitti, viljans múr, Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 969 orð

Hver á?

Í SUMAR sendu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði samtökum kennara og menntamálaráðuneytinu gögn vegna hugsanlegs útboðs á kennslu í hafnfirskum grunnskóla. Á sama tíma var bygging hans boðin út til einkaaðila sem eiga þá að byggja og reka húsið næstu áratugi. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1187 orð

HVERS VEGNA SNERI GUNNAR Á HLÍÐARENDA AFTUR? EFTIR ÞORVALD SÆMUNDSSON

Ef hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi var ástæðan fyrir því að Gunnar sneri aftur heim, hver er þá skýringin á hegðun hans? Þeirri spurningu verður líklega seint svarað á óyggjandi hátt, en benda má á, að í þessum punkti sögunnar rís stílsnilld og listfengi höfundar Njálu einna hæst. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

HVÍTASUNNUMORGUNN

Allt iðar af lífi eldsnemma morguns dádýrin að leik og sleikja saltið af asfaltinu. Reisa höfuðin, sperra löng eyrun og taka á rás grönn, spengileg, háfætt. Taka stökk yfir skurðinn til graslendisins ekkert sérlega hrædd. Dýrin eru hvít að aftan, fögur í ró sinni. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð

HÖRPUSKEL

Ég man hvað ég gladdist og fór um þig fagnandi höndum í fyrsta sinn, afdaladrengur, ókunnur sævarins ströndum, alinn við fallsins kinn, en þú varst mér teiknið frá djúpsins dunandi söndum og dýrgripur minn. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2492 orð

LAUGARVATNSSKÓLINN 70 ÁRA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Allur sá fjöldi Íslendinga sem verið hefur í Laugarvatnsskóla frá stofnun hans 1928 ætti erfitt með að hugsa sér Laugarvatn án húss héraðsskólans sem brugðið hefur stórum svip á staðinn í 70 ár. Margar byggingar, sumar stórar, hafa síðan risið á Laugarvatni, en þær eru yfirleitt lítt eftirminnilegar. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð

LÍFIÐ, ORKAN OG ÁRIN

LÍFIÐ, ORKAN OG ÁRIN VERÐLAUNAMYNDIR ÚR LJÓSMYNDASAMKEPPNI Í tilefni af ári aldraðra var efnt til ljósmyndasamkeppni á síðastliðnu vori, sem kynnt var í Lesbók og var skilafrestur til 15. september. Titill samkeppninnar var: Lífið, orkan og árin. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 854 orð

LJÓÐIÐ HOLDI KLÆTT ÖRSAGA EFTIR EYSTEIN BJÖRNSSON

Yndislegasti dagur í lífi mínu var nótt. Anita Ekberg. Ljóðið holdi klætt! Já, hvað skyldi það nú vera, lesendur góðir? Þið megið geta þrisvar. Konur í svörtu, konur í rauðu, konur í grænu, konur í engu. Konur. Tólf ára gamall fékk ég vinnu nokkrar vikur að sumri til sem sendill á skrifstofu fyrirtækis úti á landi. Þetta var ekki erfið vinna. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 325 orð

LJÓSDÆGUR KRISTÍNAR

ALLS eru um 80 vatnslitamyndir, stórar og smáar, á sýningu Kristínar Þorkelsdóttur í Sverrissal, Apótekinu og kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin ber yfirskriftina Ljósdægur og er meginuppistaða hennar myndir af íslensku landslagi, málaðar á vettvangi. Þar eru ennfremur myndir úr norskri strandnáttúru og portrettmyndir, sem hún kallar "nokkrar ásjónur á veggjum". Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1145 orð

MENNINGARHJARTAÐ DÆLIR BLÓÐI UM BORGINA

Íbúar og yfirvöld ítölsku borgarinnar Bologna vinna nú ötullega að undirbúningi menningarársins 2000. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR kynnti sér fjölbreyttar hugmyndir sem innan fárra mánaða taka á sig mynd í borg matar, náms og listar. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 588 orð

MYNDLIST

Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Sigurður Eyþórsson. Til 10. okt. GalleriÊhlemmur.is. Þverholti 5 Erling Þ.V. Klingenberg. Til 24. okt. Gallerí Stöðlakot Kolbrún Sveinsdóttir Kjarval. Til 3. okt. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3340 orð

NÚ DRUKKNAR HINSTA DAGSINS LJÓS EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR

NÚ DRUKKNAR HINSTA DAGSINS LJÓS EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Í upphafi þessarar aldar sáu nokkur íslensk skáld sér þann kost vænastan að yfirgefa Ísland og starfa erlendis. Einn úr þessum hópi var JÓNAS GUÐLAUGSSON, sem skrifaði bæði skáldsögur og ljóð á dönsku við góðar undirtektir. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

OKKAR ER LANDIÐ

Eitt vil ég segja sem aldrei má gleyma okkar er landið sem forsjónin gaf hér vil ég búa og hér á ég heima hjá hrauni og jöklum við ólgandi haf. Íslenska vorið með albjartar nætur iðandi líf er þá hvarvetna um frón íslenskir synir og íslenskar dætur aldrei fá gleymt þeirri dýrlegu sjón. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 545 orð

PÉTUR GUNNARSSON

Þetta er lífið. Þú áttar þig eki á því rétt á meðan, álítur alltaf að það sé rétt í vændum, handan við hornið, innan seilingar. Fyrir bragðið gefurðu ekki gaum að augnablikinu nema eins og annars hugar samtali á næsta borði. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð

ROSSINI OG SCHUBERT Á FYRSTU TÓNLEIKUNUM

TRÍÓ Reykjavíkur hefur sína árlegu tónleikaröð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Þetta er tíunda árið sem Tríó Reykjavíkur og Hafnarborg hafa samvinnu um tónleikaröð og af því tilefni verða tónleikarnir alls fimm á þessum vetri í stað fjögurra áður. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

"Sensation" opnar á heimasíðu Bowies

DAVID Bowie ætlar að skáka borgarstjóra New York, Rudolph W. Guiliani, og öðrum andstæðingum "Sensation"-sýningarinnar á breskri samtímamyndlist í listasafninu í Brooklyn með því að sýna verk hennar á heimasíðu sinni. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

TÓMATAR TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI

Fólk heldur að ég sé mannæta En þú veist hvernig fólk talar. Það segir að ég hafi rauða góma. En hver hefur svo sem hvíta góma? Lifi tómatarnir! Fólk segir það það komi ekki nærri eins margir ferðamenn núna. En þú veist að þetta er ekki Ameríka og að enginn hér á peninga. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 213 orð

UNDUR SKÖPUNARVERKSINS

FRÁ Skeiðará til Sahara er yfirskrift sýningar Jóhönnu Bogadóttur í aðalsal Hafnarborgar. Þar eru 23 olíumálverk unnin á síðastliðnum þremur árum. Heiti nokkurra verkanna; Tilvera undir sólu, Hugsað í suður, Tilvera við jökul, Heitur gróandi og Ísjakar í Sahara, geta gefið nokkra hugmynd um viðfangsefni listakonunnar. Meira
2. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

VATNSLITAMYNDIR KRISTÍNAR OG OLÍUMÁLVERK JÓHÖNNU Í HAFNARBORG

VATNSLITAMYNDIR KRISTÍNAR OG OLÍUMÁLVERK JÓHÖNNU Í HAFNARBORG Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.