SÝNING Jöfurs hf., umboðsaðila Kia á Íslandi, var vel sótt um síðustu helgi og bárust pantanir í á milli 30-40 bíla, mest Sportage jepplinginn og Clarus fólksbílinn, að sögn Sigurðar P. Sigfússonar, sölustjóra Kia. Einnig vakti stóri fjölnotabíllinn Carnival athygli sýningargesta. Hann er með rennihurðum á báðum hliðum og boðinn með fjögurra strokka, 2,9 lítra dísilvél, og V6 bensínvél.
Meira