Greinar föstudaginn 8. október 1999

Forsíða

8. október 1999 | Forsíða | 149 orð

Ný "fjallkona" Frakka

FRANSKIR borgarstjórar vilja, að "fjallkonan" sé fríð og því ákváðu þeir á fundi í París í gær, að fyrirsætan Laetitia Casta skyldi vera fyrirmyndin að henni. Verður hún tákn franska lýðveldisins í upphafi næstu aldar. Meira
8. október 1999 | Forsíða | 359 orð

Rússar sakaðir um árás á flóttamenn

EMBÆTTISMENN í Tsjetsjníu sögðu í gær að rússneskar hersveitir hefðu á þriðjudag gert árás á langferðabifreið sem flutt hefði flóttamenn og fullyrtu að tugir manna hefðu látið lífið í árásinni, aðallega konur og börn, í þorpi um 65 km suðaustur af Grozny, höfuðborg Tsjetsjníu. Meira
8. október 1999 | Forsíða | 364 orð

Tilboðinu lýst sem "gríðarlegum vonbrigðum"

ÞÝSK sendinefnd, sem staðið hefur í samningaviðræðum um skaðabætur til handa fólki sem gert var að starfa í þrælkunarbúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari, lagði í gær fram tilboð sitt sem hljóðaði upp á 3,3 milljarða Bandaríkjadala, eða andvirði tæplega 235 milljarða íslenskra króna, og er ætlast til að upphæðinni verði skipt á milli um tveggja milljóna manna. Meira
8. október 1999 | Forsíða | 153 orð

Vajpayee hrósar sigri

LJÓST var í gær að samsteypa þjóðernissinnaðra þingflokka á indverska þinginu hafði hlotið þann meirihluta atkvæða í þingkosningunum sem staðið hafa undanfarnar vikur í Indlandi. Talningu atkvæða er enn ekki lokið en nú þykir ljóst að Atal Behari Vajpayee, hófsamur leiðtogi Janata-flokksins, verði fyrsti sitjandi forsætisráðherra er hlýtur endurkjör síðan Indira Gandhi lék sama leik árið 1971. Meira
8. október 1999 | Forsíða | 43 orð

Öskuský í Ekvador

MIKLAR hræringar urðu í Guagua Pichincha-eldfjalli í Ekvador í gærmorgun, en þar hófst gos í vikunni. Eldfjallið er staðsett aðeins um tólf km frá höfuðborg Ekvador, Quito, og bjuggu íbúar borgarinnar sig undir mikið öskufall, þriðja daginn í röð. Meira

Fréttir

8. október 1999 | Erlendar fréttir | 284 orð

Aðskilnaðarsinnar virða hæstarétt að vettugi

FYLKISSTJÓRNIN í Quebec í Kanada þarf ekki að taka neitt tillit til niðurstöðu Hæstaréttar Kanada frá í fyrra um aðskilnað fylkisins og getur lagt hvaða spurningu sem er fyrir Quebecbúa. Einnig getur stjórnin lýst yfir sjálfstæði Quebec þótt mjög naumur meirihluti samþykki aðskilnað í atkvæðagreiðslu. Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Arnarneshreppur með áheyrnarfulltrúa

SVEITARSTJÓRNIR Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps hafa þegið boð sveitarstjórnar Glæsibæjarhrepps um sameiningarviðræður hreppanna þriggja og skipað fulltrúa í viðræðunefnd. Þá mun Arnarneshreppur eiga áheyrnarfulltrúa á fundum viðræðunefnda hreppanna en tekur að öðru leyti ekki þátt í sameiningarviðræðunum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 441 orð

Atvinnurekendur vilja efla fyrirtækjasamninga

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnuveitendur hafi fullan hug á að efla fyrirtækjasamninga og í komandi kjaraviðræðum verði án efa skoðaðar leiðir til að gera það. Á kjaramálaráðstefnu ASÍ var nokkuð gagnrýnt að fyrirtækin hefðu sýnt lítið frumkvæði og lítinn áhuga á að gera fyrirtækjasamninga. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Árekstrar og bílveltur í hálkunni

MIKIL hálka myndaðist á Suðurlandsvegi í gærmorgun á Hellisheiðinni, í Svínahrauni og Þrengslunum með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar lentu í hörðum árekstri við Litlu kaffistofuna skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Alvarleg slys urðu ekki á fólki en einn ökumaður sat fastur í bifreið sinni og varð að kalla til tækjabifreið Slökkviliðsins í Reykjavík til að losa hann úr flakinu. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð

Ástæða til mikils aðhalds í peningamálum

FULL ástæða er fyrir Seðlabanka Íslands að viðhalda miklu aðhaldi í peningamálum til að sporna gegn verðbólgu, því ennþá sé mikill þrýstingur á verðlag í landinu, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem út kom í gær. Meira
8. október 1999 | Miðopna | 940 orð

Brýn þörf er fyrir heimili af þessu tagi

HEIMILIÐ Dvöl í Kópavogi, sem er athvarf fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða, hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Dvöl var stofnað að fyrirmynd heimilisins Vinjar í Reykjavík. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Dvalar, segir að reynsla þessa árs hafi sýnt að brýn þörf sé fyrir heimili af þessu tagi í Kópavogi. Um 1. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Dansari slasast á frumsýningu

Á FRUMSÝNINGU Dansleikhússins með Ekka á verkinu Ber, í Tjarnarbíói 2. október slasaðist einn leikaranna, Richard Kolnby, og getur hann því ekki verið með á næstu sýningum. Ákveðið var að æfa ekki nýjan leikara inn í sýninguna, þar sem ómögulegt er að fylla spor hans. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 714 orð

Dánartíðni hækkar verulega næstu áratugina

FÓLKSFJÖLGUN og aukin dánartíðni mun á næstu árum setja Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í viðamikil verkefni við stækkun og uppbyggingu kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 1990 hafa tekjur kirkjugarðanna hins vegar minnkað um rúm 40%, sem leiðir til þess að erfitt verður að standa undir þessum framkvæmdum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 782 orð

Deilt um hvort sættir séu mögulegar í málinu

MIKLAR umræður urðu um fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun á Alþingi í gær en þá var tekin til fyrri umræðu þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Deildu menn um hvort líklegt sé að sættir séu mögulegar í málinu úr því sem komið er. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 339 orð

Doktorsvörn við tannlæknadeild

ÞÓRARINN Sigurðsson tannlæknir ver laugardaginn 9. október doktorsritgerð sína, "Endurnýjun stoðvefja tanna og tannplanta" (Regneration in periodontal and peri- implant defects) við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Vörnin mun fara fram í sal 3 í Háskólabíói og hefjast kl. 13:15. Þetta er fyrsta doktorsvörnin við deildina síðan 1979. Fyrsti andmælandi verður dr. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 92 orð

Donald Trump í framboð?

MILLJÓNAMÆRINGURINN og spilavítaeigandinn Donald Trump sagðist í gær vera að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN sagði Trump að hann myndi ráðfæra sig við Jesse Ventura, ríkisstjóra Minnesota, um málið en Ventura hefur lagt hart að Trump að bjóða sig fram fyrir Umbótaflokkinn. Meira
8. október 1999 | Miðopna | 1294 orð

Ekki átaksverkefni heldur eilífðarverkefni

Ríkistollstjóri og ríkislögreglustjóri undirrituðu í vor er leið samning um samstarf í baráttunni gegn fíkniefnum. Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri segir að samningurinn leggi m.a. grunn að markvissari miðlun upplýsinga um fíkniefnamál milli embættanna tveggja og auki þar með líkur á árangri í baráttunni gegn ólöglegum innflutningi á fíkniefnum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fá ekki að vera viðstaddir skýrslutökur annarra skjólstæðinga

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð héraðsdómara þess efnis að verjanda eins sakbornings í stóra fíkniefnamálinu væri ekki heimilt að vera viðstaddur skýrslutökur lögreglu fyrir dómi af öðrum skjólstæðingum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Fékk uppáhalds leikmanninn í heimsókn til sín

JÓNA Dagbjört Pétursdóttir, 12 ára KR-ingur, fékk skemmtilega heimsókn á dögunum. Einar Þór Daníelsson, leikmaður KR, kom til hennar á Barnaspítala Hringsins og færði að gjöf KR-treyjuna og verðlaunapening Íslandsmeistaramótsins í fótbolta. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Félagsleg tengsl á miðöldum

PRÓFESSOR Eva Österberg mun halda minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands í hátíðarsal í Aðalbyggingu laugardaginn 9. október kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir hún: "Trust and kinship ­ premodern man in perspective". Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Flytur borinn Jötun til Azor-eyja

REYKJAFOSS, eitt af gámaskipum Eimskips, fer í dag, fimmtudag, í sína síðustu ferð fyrir félagið en skipið hefur verið selt til Malasíu. Reykjafoss var smíðaður í Sietas Verft í Hamborg árið 1979 og hefur verið í þjónustu Eimskips frá árinu 1984, eða í 15 ár. Skipið hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir félagið og undanfarið verið í innanlandssiglingum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 439 orð

Framsýni að halda ráðstefnuna hér

STROBE Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við komuna til Íslands frá Bretlandi skömmu eftir miðnætti í nótt að Íslendingar hefðu sýnt örlæti og framsýni með því að taka að sér að halda ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót, sem hefst í Borgarleikhúsinu í dag. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fyrirlestrar um Brecht og Krítarhringinn í Kákasus

LEIKHÚSNÁMSKEIÐ Endurmenntunarstofnunar í samvinnu við Þjóðleikhúsið hefst þriðjudaginn 12. október. Á námskeiðinu verða fyrirlestrar um leikritið Krítarhringinn í Kákasus og leikskáldið Bertolt Brecht. Þátttakendur fara einnig í heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu um miðjan æfingatímann og sjá svo sýninguna fullbúna, rétt fyrir frumsýningu. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fyrirlestur um einhverfu

PRÓFESSOR Christopher Gillberg heldur í dag fyrirlestur á vegum Umsjónarfélags einhverfra. Fyrirlesturinn ber nafnið Einhverfurófið ­ þróunin í dag og verður fluttur síðdegis í dag, föstudag, á Grand Hóteli, Sigtúni 38, milli klukkan 16 og 18. Í fréttatilkynningu segir að Gillberg standi framarlega í rannsóknum á sviði taugageðlæknisfræði barna og þá sérstaklega á sviði einhverfu. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Gagnrýnt að Frjálslyndir eigi ekki fulltrúa

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu í utandagskrárumræðum í gær hvernig Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra stóð að skipun nefndar um endurskoðun á lögum um fiskveiðar nýverið. Taldi Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem frumkvæði átti að umræðunni, í hæsta máta óeðlilegt að Frjálslynda flokknum skyldi ekki hafa verið gefið tækifæri til að eiga fulltrúa í nefndinni. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 639 orð

Gefur út yfirlýsingu á Þingvöllum

HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, kemur til Íslands frá Ítalíu með flugvél frá Bandaríkjaher síðdegis í dag ásamt fylgdarliði og von var á Strobe Talbott aðstoðarutanríkisráðherra seint í gærkvöldi frá London. Meira
8. október 1999 | Landsbyggðin | 243 orð

"Gott er að komast í sveitasæluna um helgar"

Stykkishólmi- Það nýtur alltaf meiri og meiri vinsælda hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins að eignast afdrep úti á landi til að komast frá skarkala stórborgarinnar og njóta hvíldar og útivistar. Margar jarðir á landsbyggðinni hafa fengið nýtt hlutverk. Ein af þeim jörðum er Innri- Kóngsbakki í Helgafellssveit. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Gönguferð um Gufunes

FÉLAGS- og tómstundamiðstöðin Gufunesbær stendur fyrir gönguferð um jörðina Gufunes laugardaginn 9. október. Lagt verður af stað kl. 10 frá Gufunesbæ við Gufunesveg. Fjallað verður um sögu staðarins og helstu örnefni í nágrenninu. Skoðaðir verða minjastaðir og annar fjársjóður sem saga Gufuness geymir. Að lokinni göngu verður boðið upp á kaffi og vöfflur í Gufunesbæ. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Haustlitaferð í Borgarfjörð

SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands og Ferðafélag Íslands gangast sameiginlega fyrir dagsferð í Borgarfjörð laugardaginn 9. október nk. Farið verður í hópferðabifreið frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 9. Ekið verður um Borgarfjörð og fjölbreytilegir skógar héraðsins skoðaðir í einstöku litskrúði haustsins. Verð ferðarinnar, akstur og leiðsögn er 3.000 kr. á mann. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hrossarétt á Melgerðismelum

RÉTTAÐ verður í nýju hrossaréttinni á Melgerðismelum laugardaginn 9. október kl. 11 en hún tók við hlutverki Borgarréttar og var vígð í fyrra. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga reka nú umfangsmikla starfsemi á Melgerðismelum og í haust er mest áhersla lögð á markaðsmálin og félagsmenn efna til sölusýningar á réttardaginn kl. 15. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Húnvetningafélagið á ári aldraðra

Í TILEFNI árs aldraðra mun Húnvetningafélagið í Reykjavík standa fyrir dagskrá í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 10. október nk. kl. 14 í minningu Halldóru Bjarnadóttur. Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal árið 1873 og lést árið 1981, segir í fréttatilkynningu. Hún starfaði lengst af sem kennari og ráðunautur Búnaðarfélags Íslands um heimilisfræði. Meira
8. október 1999 | Landsbyggðin | 191 orð

Húsvískt leikhús öðrum til fyrirmyndar

Húsavík-Það er orðinn fastur liður í starfsemi Safnahússins á Húsavík að bjóða öðru hverju upp á erindaflutning fræðimanna um hin ýmsu málefni. Um síðustu helgi flutti dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur fyrirlestur sem hann nefndi "Sambúð áhuga- og atvinnuleikhúsa í íslensku leikhúsi". Hann rakti í stuttu máli sögu leiklistarinnar á Íslandi. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 447 orð

Jafnaðarmönnum spáð öruggum sigri

ALLT bendir til, að jafnaðarmenn vinni öruggan sigur í þingkosningunum í Portúgal á sunnudag en minnihlutastjórn þeirra og landsmönnum öllum hefur gengið flest í haginn á síðasta kjörtímabili. Skoðanakannanir síðustu daga sýna, að jafnaðarmenn muni fá yfir 40% atkvæða en helsti keppinautur þeirra, Sósíaldemókrataflokkurinn, um 30%. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Karlmaður fulltrúi VR

GYLFI Dalmann Aðalsteinsson er fulltrúi Verslunarmannafélags Reykjavíkur á ráðstefnu um konur og lýðræði við árþúsundamót. "Það var óskað eftir því að fulltrúi VR myndi skýra frá því sem VR hefur verið að gera á undanförnum mánuðum og árum í jafnréttismálum og þau mál hefur Gylfi Dalmann séð um," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kaupverðið rúmur 1,1 milljarður

BURÐARÁS hf. er nú stærsti hluthafinn í Haraldi Böðvarssyni hf. en félagið hefur keypt 16% hlutabréfa í fyrirtækinu að nafnverði 176 milljónir króna á genginu 6,45. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að kaupverð bréfanna hafi því verið 1.135,2 milljónir króna. Fyrir átti Burðarás hf. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Keppendur í samkvæmisdansi á leið til Englands

ÍSLENSKIR keppnisdansarar taka þátt í þremur danskeppnum á Englandi dagana 9.­13. október nk. Fyrsta keppnin, London Open, fer fram í Brentwood á laugardaginn, önnur keppnin, Imperial, fer fram sunnudaginn 10. október og síðasta og stærsta og sterkasta keppnin, International, fer fram í Brentwood þriðjudag og miðvikudag. Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á morgun, laugardaginn 9. október, kl. 11. Kyrrðarstund í Grenivíkurkirkju í kvöld, föstudagskvöldið 8. október, kl. 21. Kirkjuskóli á laugardag kl. 13.30 og guðsþjónusta verður í kirkjunni á sunnudag, 10. október, kl. 11. Ræðuefni er: Skólinn og kristindómsfræðslan. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kynna viðhorf til gagnagrunns

NEFND á vegum Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), hefur tekið afstöðu til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Forsvarsmenn WMA verða gestir á aðalfundi Læknafélags Íslands dagana 8.­9. október nk. þar sem niðurstaða nefndarinnar verður kynnt. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kynnir aðferð við meðferð húðvanda

GERÐUR Benediktsdóttir, sjúkranuddari, kynnir aðferð sem nefnist Dui Clinique og byggist hún á kínverskri jurtafræði og norrænni tækni í meðferð húðvandamála á borð við valbrá, hrukkur, fæðingarbletti, alls kyns ör, slitrákir og fílapensla, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Lágmarkslaun miklu hærri í Danmörku

EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé svigrúm til almennra launahækkana metið 4­5%, en hún telur að það sé lágmarkstala því taka verði tillit til fleiri þátta í mati á þessu svigrúmi. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Leikskólabörn send heim

EKKI hefur tekist að halda uppi fullri þjónustu á öllum leikskólum í sveitarfélaginu Árborg, en 11 leikskólakennarar hættu þar störfum um síðustu mánaðamót. Að auki hafa fjórir leikskólastjórar sagt upp störfum og þrír leikskólakennarar til viðbótar og taka flestar uppsagnirnar gildi um áramót. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 496 orð

Lestafyrirtækjum gert að greiða reikninginn

STJÓRN Bretlands sagði í gær að járnbrautafyrirtækjum landsins yrði gert að greiða kostnaðinn af því að auka öryggi breska lestakerfisins eftir lestaslysið í London á þriðjudag. Að minnsta kosti 70 manns fórust í slysinu og um 57 til viðbótar var enn saknað í gær. Er þetta mannskæðasta lestaslys í Bretlandi í tæpa hálfa öld. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Listaverk á leið til Ástralíu

LISTAVERK barna í leikskólanum Nóaborg eru á leið til Ástralíu. Þar verða verkin sett upp á sýningu í Adeleide, ásamt verkum barna frá 45 löndum. Það eru 11 börn sem senda 11 verk á sýninguna. Þema verkefnisins var ár aldraðra og unnu börnin margvísleg verk sem á einn eða annan hátt tengdust eldri borgurum. Meira
8. október 1999 | Landsbyggðin | 167 orð

Líf og fjör á bryggjumóti í Eyjum

Líf og fjör á bryggjumóti í Eyjum Vestmannaeyjum-Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja, SJÓVE, hélt árlegt bryggjumót félagsins fyrir skömmu. Bryggjumótið er dorgveiðikeppni barna og fer fram á bryggjunum en krakkar í Eyjum stunda margir bryggjudorg. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 1148 orð

Líklegt að 458 til 624 börn alist upp hjá samkynhneigðum á Íslandi

Ekki eru vísbendingar um að börn sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum séu líklegri en önnur til að verða samkynhneigð. Þetta kom fram á fundi um réttindi samkynhneigðra og einnig það að félagsleg tengsl barna samkynhneigðra við jafnaldra hafi reynst eðlileg. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 269 orð

Lokun banka veldur reiði

EYRBEKKINGAR eru reiðir vegna lokunar útibús Landsbankans á staðnum. Frá 25. október næstkomandi verður Eyrbekkingum vísað til Selfoss í bankaviðskipti. "Þetta kemur ansi illa við marga. Á Eyrarbakka býr mikið af eldra fólki, sem hefur hvorki farartæki né aðstöðu til að komast á Selfoss," sagði Árni Hjálmarsson á Eyrarbakka í samtali við Morgunblaðið. Árni sagði m.a. Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Lyklaveski seld um helgina

LYKLAVESKI til ágóða fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verða seld nú um helgina, eða dagana 8. til 10. október. Selt verður á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Grenivík, í Hrísey, Grímsey og nágrannasveitum. Þessi fjáröflun er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins, en að öðru leyti aflar félagið tekna með sölu minningarkorta og að sjálfsögðu með félagsgjöldum. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Læknir og heilsugæslustöð dæmd ábyrg

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli sjúkraflutningamanns, sem slasaðist í ágúst 1990 þegar hann var að bera sjúkrabörur niður tröppur. Slysið var rakið til þess að læknir, sem fór niður þröngan stigann meðfram börunum til að opna útidyr, hefði ekki gætt nægilegrar varúðar. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Málið í athugun

STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í byrjun mánaðarins að vísa erindi um 60 íbúa í Bústaðahverfi, þar sem breytingum á strætisvagnaleiðum var mótmælt, til nánari athugunar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, en hún sagði að ákvörðun í málinu yrði tekin á stjórnarfundi í byrjun næsta mánaðar. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ

RANNSÓKNIR, nýbreytni, þróun er yfirskrift málþings sem haldið verður á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands (RKHÍ) laugardaginn 9. október næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem málþing af þessu tagi er haldið. Menntamálaráðuneytið og Leikskólar Reykjavíkur mun bera hluta af kostnaði. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Með vinnutímatilskipun ESB þyrfti að fjölga læknum um 20­30%

FJÖLGA þyrfti læknum um 20­30% eða um 200­300 ef fylgja ætti eftir vinnutímatilskipan Evrópusambandsins en stefnt er að því að taka þá tilskipan upp hér á landi, að sögn Arnórs Víkingssonar læknis og fulltrúa í vinnutímaskipunarnefnd. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 659 orð

Myndasýning fyrir almenning

Íkvöld hefst ráðstefna um fjallamennsku á vegum Björgunarskólans. Á ráðstefnunni verður breskur fjallaleiðsögumaður aðalfyrirlesari, Alun Richardson. Ráðstefnan stendur frá klukkan 20 í kvöld og fram á sunnudag. Að sögn Sigurðar Ólafs Sigurðssonar, starfsmanns Björgunarskólans, er ráðstefnan hugsuð fyrir björgunarsveitarmenn, svo og fjallamenn almennt. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 746 orð

Mælikvarði á íslensk vísindaverk Gagnagrunnurinn Science Citation Index sýnir að oftast er vitnað í verk Sigurðar Helgasonar

VÍSINDAVINNA er einn af meginþáttunum í verðleikamati fræðimanna, t.d. lækna og raunvísindamanna. Gildi vísindavinnu er hægt að meta eftir á og telja margir notkun vísindaverka í vinnu og ritstörfum annarra vísindamanna, Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Námskeið gegn reykingum

NÆSTA vikunámskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefst 18. október nk. Gert er ráð fyrir því að 10 manns verði saman í hópi og er enn hægt að bæta við þátttakendum. Gestafyrirlesari á þessu námskeiði verður Gyða K. Jónsdóttir ráðgjafi í "neuro-linguistic programming", en það er aðferð til þess að hjálpa fólki að finna sér markmið og að ná þeim. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Námskeið í skjalastjórnun

"NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. "Inngangur að skjalastjórnun" og "Skjalastjórnun 2; skjöl í gæðaumhverfi" verða endurtekin í október vegna mikillar eftirspurnar. Í inngangsnámskeiðinu (haldið 25. og 26. okt. mánudag og þriðjudag) er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Námskeið um börn og Netið, fíkniefni og sjónvarp

HJÁ Endurmenntunarstofnun hefjast innan skamms þrjú námskeið um börn og unglinga í nútíma samfélagi. Þar er fyrst að nefna námskeiðið "Börn og foreldrar á Netinu", en þar verður fjallað um þá fjölmörgu möguleika sem Netið opnar og börn og foreldrar geta skoðað og fengist við saman. Sýnt verður hvernig foreldrar geta stuðlað að öryggi barna sinna í Netnotkun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 14. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Norrænir blaðamenn þinga

NORRÆN ráðstefna um framtíðarhlutverk blaðamanna stendur nú yfir í Reykholti í Borgarfirði. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Þorbjörn Broddason prófessor, sem fjallar um sérstöðu íslenskrar blaðamennsku, og Gunnar Bodahl-Johansen og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sem fjalla munu um hver hafi valið fjórða valdið. Umræður verða m.a. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ný húsgagna- og gjafavöruverslun

OPNUÐ hefur verið húsgagna- og gjafavöruverslun með vörur frá m.a. Indónesíu og Mexíkó. Verslunin ber heitið Mosó og er staðsett í Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Eigandi verslunarinnar er María Lára Atladóttir. Opnunartími er mánudaga kl. 11­18, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10­18, fimmtudaga kl. 10­20, föstudaga kl. 10­19 og laugardaga kl. 11­16. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 923 orð

Ráða þyrfti 200­ 300 lækna til að uppfylla skilyrðin

LÆKNAFÉLAG Íslands gengst fyrir málþingi á morgun um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins og störf lækna í ljósi tilskipunarinnar. Svo virðist sem vinnutímatilskipunin snerti mest heilbrigðisstarfsmenn. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ráðstefnan sett í dag

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra setur ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót í Borgarkringlunni kl. 13 í dag og verður sýnt frá opnuninni í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Sex lykilræðumenn flytja ávörp að lokinni formlegri setningu en þeir eru: Vaira Vike-Freiberga forseti Lettlands, Valentina Ivanovna Matvienko aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ráðstefna um fjallamennsku

BRESKI fjallaleiðsögumaðurinn Alun Richardson heldur myndasýningu í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 laugardagskvöldið 9. október. Sýningin nefnist "Natural High" og fjallar um hvatann að baki fjallmennskunni og um það hversvegna fólk fer til fjalla. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Reykingabanni í Alþingishúsinu fagnað

VIÐ upphaf þingfundar í gær kvaddi Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sér hljóðs í því skyni að fagna fyrir hönd heilbrigðis- og trygginganefndar þeirri ákvörðun forseta Alþingis að frá og með deginum í gær skyldi ríkja reykingabann í Alþingishúsinu. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 430 orð

Sakar Blair um lygar og hræsni

WILLIAM Hague, formaður breska Íhaldsflokksins, lýsti því yfir í ræðu á flokksþingi íhaldsmanna í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, væri lygari og hræsnari. Hann sakaði einnig Blair um að vilja sterlingspundið feigt og að vilja fórna sjálfstæði ríkisins. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 627 orð

Segir áætlunina byggða á bandarískum upplýsingum

SUÐUR-afríski læknirinn Wouter Basson, sem hefur verið sóttur til saka fyrir að skipuleggja sýkla- og efnavopnahernað gegn blökkumönnum, kveðst hafa byggt hernaðinn á upplýsingum sem hann hafi aflað sér í Bandaríkjunum. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 182 orð

Segja bréf frá Sawimbi falsað

TALSMAÐUR skæruliðahreyfingarinnar Unita í Angóla sagði í gær, að leiðtogi hennar, Jonas Sawimbi, hefði ekki farið fram á vopnahlé við stjórnina í Luanda og viðræður um frið. Bréf, sem stjórnvöld segðust hafa undir höndum þessa efnis, væri því falsað. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sekt fyrir að kaupa smygl

HÁLFSEXTUGUR öryrki var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa keypt smyglvarning á hafnarbakkanum við Hafnarfjarðarhöfn. Hafði maðurinn keypt 28 lengjur af sígarettum og tvær vodkaflöskur sem gerðar voru upptækar með dómi. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Síðasta haftið sprengt

SÍÐASTA haftið milli Sultartangalóns og ganganna sem vatnið verður leitt um að virkjuninni var sprengt í fyrrinótt. Sprengingin gekk að óskum en alls voru sprengdir um 2.000 rúmmetrar af jarðvegi. Vinna er hafin við að fjarlægja jarðveginn og við verkið er notuð stærsta vélskófla landsins sem tekur fimm rúmmetra í skófluna. Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÍÐASTA sýningarhelgi á verkum Hlyns Hallssonar og japanans Makoto Aida verður á Listasafninu á Akureyri um helgina. Á sýningunni eru ljósmyndir, málverk og vídeóverk sem gefa áhorfendum innsýn í ólíka menningarheima sem byggja á eða vísa til nýrra og fornra hefða heimalands listamannanna. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Síðdegisboð um lýðræði í Hlaðvarpanum

Í TILEFNI ráðstefnunnar Konur og lýðræði sem haldin er í Borgarleikhúsinu um helgina, verður í Hlaðvarpanum - menningarmiðstöð kvenna, Vesturgötu 3, samkoma kvenna sem að standa konur úr ýmsum kvennasamtökum í tengslum við ráðstefnuna Konur og lýðræði og Hlaðvarpann. Föstudaginn 8. október kl. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð

Steypa í stað sprengiefnis BANDARÍSKAR orrustuþotur sem gæta flugbannssvæðisins yfir norðurhluta Íraks eru nú vopnaðar sprengjum

BANDARÍSKAR orrustuþotur sem gæta flugbannssvæðisins yfir norðurhluta Íraks eru nú vopnaðar sprengjum fylltum af steinsteypu í stað sprengiefnis svo koma megi í veg fyrir manntjón meðal almennra borgara í sprengjuárásum á hernaðarlega mikilvæg mannvirki í þéttbýli, að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times í gær. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Styrktartónleikar í Skálholtskirkju

SKÁLHOLTSKÓRINN heldur á sunnudag kl. 16 styrktartónleika í Skálholtskirkju og verður þar flutt efni, sem kórinn hyggst flytja í ferð til Frakklands og Ítalíu á næstunni. Kórnum var ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu boðið til Rouffach í Frakklandi til að syngja í tengslum við alþjóðlega læknaráðstefnu nú í október. Um 50 manna hópur mun halda af landi brott 13. október. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Telja að sýnt verði frá þinginu í 70 löndum

GESTIR á ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót streymdu í gær til landsins. Ráðstefnan verður sett í dag og á sunnudag flytur Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, sem kemur til landsins síðdegis í dag, ávarp. Fjöldi sjónvarpsstöðva víða um heim hefur óskað eftir efni frá ráðstefnunni og má búast við að sýnt verði frá henni í um 70 löndum. Meira
8. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Tilboðin öll yfir kostnaðaráætlun

ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu skrifstofuhúss fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar á Rangárvöllum. SS Byggir ehf. átti lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á 62,6 milljónir króna, sem er tæplega 106% af kostnaðaráætlun. Katla ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir 68,2 milljónir króna, eða rúmlega 115% af kostnaðaráætlun og Páll Alfreðsson ehf. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tollum um að kenna

TOLLAR á innfluttu grænmeti eru aðalástæða mikils verðmunar á íslensku og innfluttu grænmeti að mati forsvarsmanna nokkurra matvælaverslana, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. "Ef við gætum boðið verð, sem væri sambærilegt við Norðurlöndin t.d., er alveg borðleggjandi að neysla á grænmeti og ávöxtum myndi aukast," segir Jón Þorsteinn Jónsson, markaðsstjóri Nóatúns. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Tugir eða hundruð manna hafa týnt lífi

GÍFURLEG úrkoma hefur valdið miklum flóðum og skriðuföllum í mið- og suðurhluta Mexíkós. Hafa um 140 manns týnt lífi eða er saknað og tugþúsundir manna hafa orðið að yfirgefa heimil sín. Rigndi enn mikið í gær. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ungan mann, Ingimund Loftsson, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga 15 ára stúlku. Maðurinn réðst að stúlkunni í stigagangi fjölbýlishúss á Suðurnesjum, þegar hún var við blaðburð. Auk fangelsisvistarinnar var hann dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur, 100 þúsund krónum hærri upphæð en Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Úthlutað úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

NÝVERIÐ var í fjórða sinn úthlutað úr styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrk hlutu að þessu sinni Maggý Magnúsdóttir félagsráðgjafi, til námsdvalar í Utah í Bandaríkjunum þar sem hún mun kynna sér þjónustu við ung, fötluð börn og fjölskyldur þeirra, svo og iðjuþjálfarnir Þóra Leósdóttir og Snæfríður Þ. Meira
8. október 1999 | Erlendar fréttir | 302 orð

Verst ásökunum um að sóknin sé of hæg

YFIRMAÐUR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum um að hersveitir hans hefðu sótt of hægt inn í landið. Hjálparstofnanir hafa kvartað yfir því að sókn friðargæsluliðsins hafi gengið of hægt og það hafi torveldað þeim að koma hundruðum þúsunda flóttamanna til hjálpar. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vísað frá með 11 atkvæðum gegn 3

TILLÖGU Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að borgarstjórn skori á Alþingi að sjá til þess að fram fari umhverfismat vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar var vísað frá á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 720 orð

Ýtusögunni gerð skil

Á laugardag og sunnudag verða Ýtudagar á Hvanneyri í Borgarfirði. Við köllum þetta í spaugi "Ýtur í lífi þjóðar," sagði Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, en hann hefur haft forystu í áhugamannahópi um þetta mál. Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 620 orð

Þátttakendur streymdu til landsins í gær

ERLENDIR þátttakendur á ráðstefnunni um Konur og lýðræði við árþúsundamót sem hefst kl. 13 í Borgarleikhúsinu í dag streymdu til landsins í gærdag og í gærkvöldi. Samtals taka þátt í ráðstefnunni sem haldin verður um helgina um 300 konur og karlar frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi, Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Þeyttist tugi metra af bifhjóli

ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur fótbrotinn með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að bifreið var ekið í veg fyrir hann við Miðdal á Vesturlandsvegi í Hvalfirði um klukkan 22 í gærkvöld. Ökumaður hjólsins, sem var á vesturleið þegar áreksturinn varð, Meira
8. október 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Þorbjörn kaupir Sléttanesið

ÞORBJÖRN hf. í Grindavík hefur gert samkomulag við Ingimund hf. í Reykjavík um kaup á frystitogaranum Sléttanesi ÍS, ásamt 719 tonna aflahlutdeild í þorskígildum. Þá mun Ingimundur hf. kaupa ísfisktogarann Skúm GK af Þorbirni hf. án aflahlutdeildar. Meira

Ritstjórnargreinar

8. október 1999 | Staksteinar | 529 orð

Suður-Afríka

BJÖRN Bjarnason er kominn heim úr heimsókn til Suður- Afríku. Hann skrifar á vefsíðu sína og segir frá ferðinni. BJÖRN segir: "Suður-Afríka er heillandi og fallegt land, þar sem unnt er að sjá hina mestu náttúrufegurð til lands og sjávar. Hitt er ekki síður heillandi og forvitnilegt að komast í nokkur tengsl við þjóðina eða þjóðirnar, sem byggja landið. Meira
8. október 1999 | Leiðarar | 570 orð

VERÐ Á GRÆNMETI

ENN kemur á daginn að grænmetisverð á Íslandi er svo hátt að líkja má við okur, þegar verðsamanburður er gerður milli landa. Það er með ólíkindum að verðmismunur á einni lítilli grænni papriku sé 403% eftir því hvort hún er keypt í Reykjavík eða Barcelona. Meira

Menning

8. október 1999 | Fólk í fréttum | 282 orð

Björk tilnefnd fyrir besta myndband

MYNDBAND Chris Cunningham við lag Bjarkar "All is Full of Love" er tilnefnt til MTV-tónlistarverðlaunanna og keppir þar við lagið "Coffee and TV" með Blur, "Praise You" með Fatboy Slim, "As" með George Michael og Mary J. Blige og loks "Windowlicker" með Aphex Twin, sem einnig er leikstýrt af Cunningham. Meira
8. október 1999 | Leiklist | 492 orð

Dansað með Ekka

2. sýning, miðvikudagur 6. október 1999. Listrænn stjórnandi: Árni Pétur Guðjónsson. Leikarar og dansarar: Aino Freyja Jarvela, Erna Ómarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Elías Knudsen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Karen María Jónasdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir. Tónlistarstjóri: Frank Pay. Lýsing: Sigurður Kaiser. Framkvæmdastjóri: Guðrún Ösp Pétursdóttir. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 488 orð

Drungaleg vist í draugahúsi

KVIKMYNDIR/Bíóhöllin og Háskólabíó frumsýna um helgina hryllingsmyndina "The Haunting" með Liam Neeson og Catherine Zeta- Jones undir leikstjórn Jan De Bont. Fyrir hundrað og þrjátíu árum byggði textílbaróninn Hugh Crain sannkallað stórhýsi fyrir eiginkonu sína og börnin sem þau svo aldrei eignuðust. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 208 orð

Hvað felur framtíðin í skauti sér?

RÍFLEGA 100 þátttakendur frá 12 löndum munu taka þátt í ráðstefnu um popptónlist í Norræna húsinu og tónleikum á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu um helgina. Koma þátttakendurnir frá Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og St. Pétursborg. Á ráðstefnunni, sem hefst í dag kl. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 692 orð

Í jógastellingu um aldamótin

ÞEIR Per Kalenius og Jens Bjurman úr sænsku hljómsveitinni Yoga voru kátir og hressir er blaðamaður hitti þá, enda nýkomnir til landsins og fullir tilhlökkunar að spila á tónleikum á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. "Við spiluðum á Jazzhátíð Reykjavíkur hér í fyrra og fannst það svo gaman að við þáðum það með þökkum að koma aftur hingað," sagði Jens og brosti sínu blíðasta. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 106 orð

Leiðsögn listamanns

BENEDIKT Gunnarsson listmálari mun veita gestum leiðsögn um sýningu sína í Listasafni Kópavogs ­ Gerðarsafni milli kl. 15 og 18 á sunnudaginn kemur sem jafnframt er síðasti sýningardagur. Mun listamaðurinn einnig svara fyrirspurnum sýningargesta um fagurfræðilega og tæknilega þætti myndgerðar sinnar, til dæmis um túlkun trúarlegra viðfangsefna. Sýningin, sem er 25. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 34 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

FRANKIE OG JOHNNY eftir Terrence McNally í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Leikarar: Halldóra Björnsdóttir, Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Framleiðandi: Leikfélag Íslands. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 267 orð

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar

PRÓFESSOR Eva Österberg heldur Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands í Hátíðarsal í Aðalbyggingu laugardaginn 9. október kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir hún: "Trust and kinship ­ premodern man in perspective." Í fréttatilkynningu segir að Evu Österberg megi telja meðal þekktustu sagnfræðinga á Norðurlöndum. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 304 orð

Rocco Schamoni Gallerie tollerance

ÞAÐ er erfitt að gera fyndna tónlist. Oftar en ekki verða slíkar tilraunir tóm leiðindi. Eftir tvær hlustanir fæ ég hroll og set "fyndna" geisladiskinn í dimman botn á stórri skúffu. En sumir eru heppnir og tekst að vera enn fyndnir eftir 30 hlustanir. Slíkur maður er hinn þýski Rocco Schamoni. Meira
8. október 1999 | Tónlist | 665 orð

Rússnesk gullöld

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék ballettinn Gullöldina eftir Dimitri Sjostakovitsj, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Prokofijev og ballettinn Petrúska eftir Ígor Stravinskíj. Einleikari var Tatjana Lazareva og hljómsveitarstjóri Alexander Lazarev. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 374 orð

Staðist vel tímans tönn

EFST á listanum yfir gamlar og góðar plötur er Pottþétt 80s og líklegt að nostalgían hafi gripið margan nú þegar, enda aldamótin óðum að nálgast. Hljómsveitin Bone Symphony á eitt lag á plötunni, lagið "It's a Jungle Out There" en Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður var einn aðalmaðurinn í sveitinni. "Þetta var nú bara hópur sem ég átti þátt í að setja saman á sínum tíma. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Sýning í Alliance Française

Sýning í Alliance Française Í SALARKYNNUM Alliance Française, Austurstræti 3, opnar og kynnir forstöðumaður Alliance Française, Denis Bouclon, sýningu á skáldsögum/leiðbeiningum í dag, föstudag kl. 18. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 24 orð

Sýningu lýkur

Sýningu lýkur Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg SÝNINGU Helgu Magnúsdóttur í Listhúsi Ófeigs lýkur 13. október. Á sýningunni eru vatnslitaverk. Listhús Ófeigs er opið á almennum verslunartíma. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 206 orð

Textaverk á Rekagranda 8

NÍELS Hafstein opnar sýningu í Ganginum Rekagranda 8 kl. 17 í dag, laugardag. Á sýningunni eru textaverk sem lýsa ákveðnu hugarástandi, upphafningu, leiðslu og rómantík og eiga sér tilvísun í myndræna texta, allt frá árinu 1971 sem Níels útbjó og kynnti í fyrstu bókverkum sínum. Meira
8. október 1999 | Fólk í fréttum | 454 orð

Timothy gengur menntaveginn

Bandaríska gamanmyndin Út úr kortinu eða "Outside Providence" er byggð á fyrstu skáldsögu Peter Farrellys en hann og bróðir hans, Bobby, hafa sem kunnugt er getið sér gott orð sem gamanmyndasmiðir, nú síðast með "There's Something About Mary". Myndin segir þroskasögu ungs manns í verkamannabænum Pawtucket á Rhode Island. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 28 orð

Tónleikar endurteknir

TÓNLEIKAR með Ellen Kristjánsdóttur söngkonu, Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara, Guðmundi Péturssyni gítarleikara og Eyþóri Gunnarssyni kóngaslagverks- og píanóleikara verða endurteknir í kvöld, föstudagskvöld, í Kaffileikhúsinu kl. 23. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Vatnslitamyndir og grafík í Stöðlakoti

PÉTUR Behrens opnar sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 í dag, laugardag, kl. 15. Pétur sýnir vatnslitamyndir og grafík en verkin eru flest unnin á síðustu tveimur árum. Pétur Behrens nam í Hamborg og Berlín. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hann kenndi á Reykjavíkurárum sínum við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Meira
8. október 1999 | Menningarlíf | 1022 orð

Von um væntumþykju og ást

Í Iðnó verður frumsýnt í kvöld leikritið Frankie og Johnny eftir bandaríska leikritahöfundinn Terrence McNally. Þar segir frá tveimur einmana sálum sem rekast saman í hafi stórborgarinnar og reyna að höndla tilfinningar eins og ást og væntumþykju. Hávar Sigurjónssonleit inn á æfingu og ræddi við leikarana og leikstjórann. Meira
8. október 1999 | Leiklist | 801 orð

Örlögin kosta sitt ­ álög eru ókeypis

Hugmynd: Bjarni Haukur Þórsson. Höfundur: Hallgrímur Helgason. Leikstjórn: Jóhann Sigurðarson. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Ljósahönnun: Lárus Björnsson. Búningar: Ásta Guðmundsdóttir. Leikgervi: Kolfinna Knútsdóttir. Dansar: Jóhann Örn Ólafsson. Meira

Umræðan

8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Blóðpeningar Flugleiða Frá Ásgeiri R. Helgasyni:

ÞEGAR Júdas Símonarson Ískariot sveik frelsarann fékk hann 30 silfurpeninga að launum. Aldrei hefur nokkur maður fengið jafn lítið fyrir að svíkja jafn mikið. Það verður þó að segja honum til málsbóta að hann þjáðist af svo svíðandi samviskubiti að hann hengdi sig í kjölfarið. Á mótum árþúsunda leitar hugur Íslendinga í útlegð heim. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 572 orð

Ekki fleiri ríkisfjölmiðla

Ríkið á ekki að standa í rekstri þjónustufyrirtækja eins og fjölmiðla, segir Björgvin Guðmundsson, þegar einkaaðilar hafa sýnt það og sannað að þeir eru mun betur til þess fallnir. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 772 orð

Er fiskveiðistjórnin verðbólguhvati?

Það kann að þykja einföldun, segir Kristinn Pétursson, að tengja uppspennt verð á aflaheimildum og verðbólgu. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 916 orð

Ertu hættur að berja konuna þína?

Þetta háttalag félagshyggjuaflanna í Háskólanum, segir Þórlindur Kjartansson, er í besta falli tepruháttur en angar þó sterklega af ríkri tilhneigingu til skoðanakúgunar. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 969 orð

Fleinn í hold Reykjavíkur!

GETUR verið ætlun Borgarskipulags (Bsk.) að leyfa risabyggingu við Skógarhlíð 12 án tillits til öryggis Reykvíkinga, óhagræðis nágranna og velsæmissjónarmiða? Á fundi íbúa fjölbýlishúsa við Eskihlíð með fulltrúum Bsk. voru andmæli um slysahættu, umferðaröngþveiti, útsýnisspillingu, mengun, hávaðaáreiti o.fl. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 393 orð

Hvers vegna byrja flestir grunnskólar í kringum klukkan 8 á morgnana?

Hvers vegna, spyr Ásdís Ólafsdóttur, reynum við ekki að láta grunnskólana byrja um kl. 9? Öngþveiti í umferðinni á morgnana Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 792 orð

Listaháskóli í Hafnarfirði

Hafnarfjörður, segir Jóhann Guðni Reynisson, er af mörgum ástæðum hagkvæmur valkostur fyrir Listaháskóla. Meira
8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Með Biblíuna að leiðarljósi

ERFITT átti ég með að bæla niður hláturinn við lestur bréfs sem birtist í Bréfum til blaðsins föstudaginn 1. október. Í bréfi þessu býsnaðist Sigrún Ármanns Reynisdóttir yfir því hversu þjóðkirkjan, og þá sérstaklega einn nafngreindur prestur hennar, væri vond við samkynhneigða og miðla. Síðast þegar ég vissi var Guð nefnilega sjálfur á bandi þessa ágæta prests. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 998 orð

Óábyrg bankaumræða

Hlutverk stjórnmálamanna er ekki að móta leikreglur, segir Margrét Frímannsdóttir, sem tryggja einhverjum útvöldum aðilum forræði yfir stofnunum og fyrirtækjum í eigu ríkisins. Meira
8. október 1999 | Aðsent efni | 665 orð

Störf og búseta erlendis, hvað þarf að hafa í huga?

Íslenskir lífeyrisþegar sem dvelja erlendis í fríum, segir Hildur Sverrisdóttir, halda sjúkratryggingu sinni hér á landi. Meira
8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 538 orð

Tónlistarviðburður í Skálholti

UM áratuga skeið hafa verið haldin á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar námskeið fyrir kirkjukóra og organista í Skálholti. Í lok hvers námskeiðs er svo fjölbreyttur tónlistarflutningur í Skálholtskirkju ásamt guðsþjónustu. Meira
8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Tölvunefnd víki

EFTIRFARANDI bréf hefur verið sent Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og umboðsmanni Alþingis. Fyrirtækið deCode (Íslensk erfðagreining) hefur starfað að heita má eftirlitslaust á Íslandi sl. 3­4 ár. Meira
8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Veiðileyfin á Davíð og umræðan

TVEIR ágætir pistlahöfundar, þeir Illugi Jökulsson og Guðmundur Andri Thorsson, fara oft mikinn í skrifum sínum um Davíð Oddsson og þeir mikið hleraðir og lesnir enda stílistar á ferð. Áhugi þeirra á orðum, gjörðum og hugsanlegum hugsunum forsætisráðherra er mikill og virðist sem þeir hafi veiðileyfi á hann nema öfugt við slík leyfi þurfa þeir þurfa ekkert að borga heldur fá borgað fyrir. Meira
8. október 1999 | Bréf til blaðsins | 445 orð

Þjónusta við farþega á Keflavíkurflugvelli mætti vera betri

VIÐ VORUM fimm eldri konur sem lögðum upp í ferðalag með Boeing 747-flugvél á vegum Atlanta og lentum á flugvelli í Stansted (London/Stansted) að morgni dags, hinn 9. sept. sl. Þar höfðu verið pantaðir þrír hjólastólar fyrir þær sem áttu erfitt með gang. Meira

Minningargreinar

8. október 1999 | Minningargreinar | 74 orð

Ása Sigurðardóttir

Nú ertu farin, elsku amma, þangað sem við vitum að þér líður vel. Við höfum allar minningarnar um þig og hugurinn hvarflar að svo mörgu sem við fáum að geyma í huga okkar. Látlaust fas og falslaust hjarta, fannst ei annað betra skraut. Með þessu réð hún skrúði skarta, skírt var yfirlitið bjarta, hið ytra þar hins innra naut. (G. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 194 orð

Ása Sigurðardóttir

Elsku amma mín er dáin. Ég trúi því varla að hún sé ekki lengur hjá okkur. Það var svo gott að geta labbað til hennar eftir skóla. Í fyrravetur fórum við stelpurnar í bekknum oft til ömmu eftir fótboltaæfingu og þá fengum við mjólk, djús og kex. Núna í sumar var ég að föndra hjá ömmu og að laga til í barnaspólunum hennar meðan hún var að sauma. Síðan fórum við í langar ferðir saman í strætó. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Ása Sigurðardóttir

Okkur vini og kunningja setti hljóða er við fréttum andlát Ásu Sigurðardóttur. Hún var töfrandi kona og auðugum gáfum búin. Metnaður hennar stóð á yngri árum til að ganga menntaveginnn sem aðstæður leyfðu ekki í þá daga. Segja má að þess í stað hafi hún aflað sér sjálfsmenntunar í lífinu. Ása var vakandi gagnvart samfélaginu og hafði samúð með þeim sem áttu um sárt að binda. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Ása Sigurðardóttir

Elsku amma Ása. Þrátt fyrir að við búum svo langt frá, vorum við heppin að kynnast þér betur þegar við heimsóttum Ísland og þegar þú heimsóttir okkur til Arizona. Sérstaklega vorum við ánægð að fá þig til okkar í gleðina og hamingjuna í brúðkaupi Eriks. Við eigum ljúfar minningar um þig gangandi með ensk-íslensku orðabókina þína, í viðleitni þinni við að tala við okkur. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Ása Sigurðardóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Ásu Sigurðardóttur, með nokkrum orðum. Ég kynntist henni fyrst þegar þau Sveinn bjuggu enn á Tjarnarbakka. Það var gott að koma út á Álftanes í róna og kyrrðina sem þar ríkti. Ása tók vel á móti gestum eins og margra kvenna af hennar kynslóð er siður. Ekki varð komist hjá kaffi og kökum þegar farið var út á nes. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 657 orð

Ása Sigurðardóttir

Nokkrum dögum eftir andlát Ásu, móðursystur minnar, var ég stödd í húsi dóttur skáldkonu þessa ljóðs. Hún var að segja mér frá vinnu sinni við undirbúning útgáfu ljóðabókar með ljóðum móður sinnar. Ég tók handritið, opnaði það af handahófi og við mér blasti þetta ljóð um trúna. Inntak þess greip mig og ég fékk leyfi til að láta það fylgja minningu um frænku mína. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Ása Sigurðardóttir

Hún Ása er farin, horfin burt úr þessum heimi. Eftir sitjum við með minningarnar um ljúfa konu sem reyndist okkur eins og besta mamma þótt við værum ekkert skyldar henni. Við kynntumst Ásu í gegnum börnin hennar, en við tókum út vaxtarverki unglingsáranna með þeim og þá var oft glatt á hjalla og margt brallað á nesinu. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Ása Sigurðardóttir

Að heilsast og kveðjast, ­ það er lífsins saga. Við heilsuðum henni, þessari lífsglöðu, fallegu konu, þegar hún kom til okkar í orlofsdvöl, sem Bergmál stóð fyrir í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Systur hennar tvær, Guðdís og Ragna María, voru með í för og saman fengu þær stærsta herbergi hússins, sem upp frá þessu nefndist "systrasvítan". Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 129 orð

Ása Sigurðardóttir

Elsku frænka. Að vita þig dána, vina mín, það veldur mér sárum harmi. Á leiði þitt sólin sæla skín og signir það ljóssins armi. En þegar ég hugsa heim til þín, þá hrynja mér tár af hvarmi. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Ása Sigurðardóttir

Amma mín var góð kona. Frá því að ég var lítill strákur hefur hún komið og passsað mig þegar mamma og pabbi hafa þurft á því að halda. Hún tók oft á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum og einnig var hún hjá mér þegar ég var veikur og komst ekki í skólann. Stundum fór hún með mig út í göngutúr og í strætó. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 394 orð

ÁSA SIGURÐARDÓTTIR

ÁSA SIGURÐARDÓTTIR Ása Sigurðardóttir fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1927. Hún lést á Landspítalanum laugardaginn 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Ásmundsson sjómaður, f. 1. feb. 1894, d. 1. feb. 1985, og Mikkelina Pálína Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1894, d. 28. maí 1971. Systkini Ásu eru: Guðbjartur Bergmann, f. 18. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Birgir Þór Högnason

Biggi vinur minn er farinn. Ég vil með örfáum orðum og litlu ljóði þakka honum samfylgdina á allt of stuttri ævi hans. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína, og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að elífu minningu þína. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Birgir Þór Högnason

Elsku Biggi frændi. Við frændsystkinin viljum kveðja frænda okkar með nokkrum orðum. Biggi var alltaf svo hlýr og góður við okkur, og finnst okkur svo skrýtið að Guð skuli taka hann svona fljótt frá okkur, og skiljum við ekki af hverju. En núna er Biggi kominn til Guðs, sem hugsar vel um hann. Við erum svo þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum með honum. Bless, elsku Biggi okkar. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 379 orð

Birgir Þór Högnason

Við vöknum á óvenjulega fögrum haustdegi og víðs fjarri er hugsun um að eitthvað geti komið fyrir hjá þeim sem okkur þykir vænt um. En aldrei getum við verið viss um að okkar nánustu séu með okkur að kvöldi hvers dags. Það er eins og allir litir haustsins hverfi og við neitum að trúa. "Ó, góði Guð, láttu þetta ekki vera satt." En við verðum að sætta okkur við orðinn hlut. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Birgir Þór Högnason

Yndislegur frændi okkar er látinn langt fyrir aldur fram. Það eru fá orð sem er hægt að segja á svona stundu. Elsku Biggi okkar, takk fyrir að vera alltaf til staðar ef eitthvað þurfti að gera við bílana okkar eða annað þess háttar. Við vitum að amma í Kópí og afi taka vel á móti þér og taka þig í faðm sér. Við verðum að trúa því að englar himinsins hafi þurft á fagmanni eins og þér að halda. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Birgir Þór Högnason

Elskulegur frændi minn, Birgir Þór Högnason, hefur verið kallaður frá okkur svo allt, allt of fljótt. Hvers vegna? spyrjum við en fáum víst engin svör. Hvernig eigum við að skilja þegar ungur maður sem á alla framtíðina fyrir sér er tekinn frá okkur í blóma lífsins? Við höfum engin svör, við getum ekki skilið það. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Birgir Þór Högnason

"Vinir okkar hurfu eins og grasið, sem fölnar á einni frostnótt. Eins og lauftré, sem felldu blöð sín í stormum og næðingum haustsins. Í minningunni eru þeir sem sígræn tré, sem ekki fölna og ekki fella barr sitt. Þau ilma um sólheita daga og döggvast í svala næturinnar." (Óðurinn til lífsins, Gunnþór Guðmundsson) Elsku Biggi okkar, þín verður sárt saknað. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 89 orð

Birgir Þór Högnason

Mig langar til að kveðja þig Biggi með örfáum orðum. Ég man þegar ég kynntist þér fyrir rúmlega tveimur árum. Mér fannst þú strax alveg frábær strákur. Þú varst alltaf að gera grín að þér og okkur hinum. Ég gleymi því ekki þegar þú komst að skoða litla krílið og fórst strax að gera grín að Gumma, að þetta gæti hann, en svona varstu alltaf spaugandi. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 110 orð

Birgir Þór Högnason

Hvernig get ég skrifað minningargrein um einn besta vin minn þegar ég get alls ekki náð því að hann sé farinn. Ég ætla ekki að kveðja þig, því að Biggi minn, þú verður alltaf hjá mér þegar mig langar til að tala við þig eða er ég horfi á enska boltann. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 101 orð

Birgir Þór Högnason

Þetta litla ljóð lýsir svo vel því sem okkur langar til að segja við þig, Biggi okkar. Við geymum ljúfar minningar um þig sem munu með tímanum hrekja burtu sorgina sem fyllir huga okkar þessa dimmu daga. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja mömmu þína, pabba, systur og aðra ástvini. Guð geymi þig, elsku frændi. Elín, Hanna og Rúnar. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 102 orð

BIRGIR ÞÓR HÖGNASON

BIRGIR ÞÓR HÖGNASON Birgir Þór Högnason fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1974. Hann lést 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hadda Halldórsdóttir, f. 10. júní 1947, og Högni Björn Jónsson, f. 4. ágúst 1942. Systur Birgis eru 1) Esther Gerður, f. 13. ágúst 1966, gift Marteini Karlssyni og eiga þau tvær dætur, Höddu Rakel og Magneu Rut. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 100 orð

Daníel Ragnar Faber

Ég vil með þessum orðum láta ykkur, fjölskyldu Dan Faber, vita hversu jákvæð áhrif Dan hafði á mig og reyndar alla þá sem hann starfaði með. Hann var okkar leiðandi afl í að skrifa þessa bók [bæklunarskurðlækningar fyrir börn] en þó enn meira færði hann okkur sterkan vilja og áræðni þegar á þurfti að halda. Hann dró alltaf fram það besta í okkur og erum við honum ævinlega þakklát fyrir það. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 588 orð

Daníel Ragnar Faber

Eins og sagan er sögð í dag var móðir mín mjög ummálsmikil þegar hún var ófrísk í fyrsta sinn og hafði pabbi gantast með það að ef hún eignaðist tvíbura mundi hann kaupa handa henni loðfeld. Öllum að óvörum ól hún tvíbura, þá Daníel Ragnar og Donald Guðmund. Þegar Daníel og Donald voru fimm ára fluttist fjölskylda mín til Saudi-Arabíu þar sem hún bjó í litlu þorpi í eyðimörkinni. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 92 orð

DANÍEL RAGNAR FABER

DANÍEL RAGNAR FABER Daníel Ragnar Faber fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1948. Hann lést á sjúkrahúsi í Flórída 17. september síðastliðinn. Móðir Daníels var Bjarnheiður Guðmundsdóttir Faber, f. 9. febrúar 1924, d. 10. júlí 1994, en eftirlifandi faðir er Gilbert B. Faber, f. 18. nóvember 1915. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 255 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Ekkert ljós? Æ, ég ætlaði að kveikja ljósið en hringdi hjá nýja nágrannanum sem kom til dyra og reyndist vera glaðleg fullorðin kona. Ég afsakaði mig og kynnti og fljótlega upp úr því tókust góð kynni með fjölskyldu minni og Þóru okkar sem hefur verið hluti af lífinu í rúm tíu ár. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Elsku amma Þóra, þá er komið að kveðjustundinni. Hún var ansi ljúf og góð síðasta heimsóknin sem við komum til þín í Víðines. Þú varst algjör hetja, barst þig ávallt svo vel og sýndir aldrei nein veikleikamerki, sama hversu veik þú varst. Þegar við komum síðast spurðir þú Sigurgeir hvort hann ætti ekki tyggjó að gefa þér, því þú varst svo þurr í munninum. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 98 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Elsku hjartans langamma Þóran, nú er okkur sagt að þú sért komin til Guðs og þar sé gott að vera. Við viljum þakka kærlega fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við gátum kvatt þig með kossi er við komum til þín í Víðines rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Elsku langamma Þóra, megi Guð varðveita þig alla tíð og tíma. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 417 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Elsku Þóra amma og langamma, eða amma í Reykjó eins og þú hefur alltaf verið kölluð hjá okkur. Nú ert þú horfin á braut og laus við allar þínar þjáningar og farin á stað þar sem þér mun líða miklu betur. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og segja þér að við munum alltaf minnast þín í hjarta okkar. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Það er erfitt að sætta sig við missi ættingja og náins vinar, þrátt fyrir að sjá mætti fyrir að hverju dró þegar amma Þóra greindist með banvænan sjúkdóm fyrr á þessu ári. Ég mun alltaf minnast ömmu Þóru með hlýhug en við áttum margar góðar stundir saman sem aldrei munu gleymast. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 735 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Það var föstudagsmorguninn 24. september. Ég var á leið til vinnu og sem oftar var ég hjólandi. Leið mín lá niður Skipholt og framhjá gatnamótum þess og Stangarholts. Í neðsta húsinu, númer 2 við Stangarholt, var heimili Guðfinnu Þóru, Tótu frænku eins og við frændfólkið kölluðum hana ávallt, meirihluta búskapartíðar hennar. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Elskulega amma okkar, um leið og laufin fóru að falla eitt og eitt af trjánum, fjaraði líf þitt út. Þín nærvera er ekki lengur aðnjótandi en yndislegar minningar um þig sitja eftir í hugum okkar um ókomin ár. Við vitum að þú ert komin á hlýjan og góðan stað þar sem þér líður vel í faðmi elskulega afa okkar sem fór svo alltof fljótt frá þér og okkur. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 268 orð

Guðfinna Þóra Þórðardóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar, Guðfinnu Þóru Þórðardóttur, sem lést 24. september síðastliðinn. Það eru tæplega 32 ár liðin síðan ég kom í Stangarholtið með Þórði syni hennar í fyrsta sinn. Ég gleymi aldrei þeim hlýju móttökum, sem ég fékk hjá þeim Þóru og Sigurgeir. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 273 orð

GUÐFINNA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐFINNA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR Guðfinna Þóra Þórðardóttir fæddist í Eskiholti, Borgarhreppi, Mýrasýslu, 20. október 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Loftveig Kristín Guðmundsdóttir og Þórður Oddsson, bóndi í Eskiholti. Systkini Guðfinnu Þóru voru fimm og eru þau öll látin. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 498 orð

Ingibjörg Soffía Pálsdóttir Hjaltalín

Haustið er tími uppskerunnar, en einnig tími saknaðar eftir liðið sumar. Fegurð haustsins hefur líka sína töfra. Þeir sem upplifað hafa töfra haustsins við Breiðafjörð munu aldrei gleyma því og vera bundnir honum órjúfandi böndum. Það er ólýsanleg fegurð að líta sólina setjast í hafflötinn og eyjarnar bera við gullroðinn himin. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 313 orð

INGIBJÖRG SOFFÍA PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN

INGIBJÖRG SOFFÍA PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN Ingibjörg Soffía Pálsdóttir Hjaltalín frá Brokey var fædd á Böðvarshólum í Vestur-Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1918. Hún lést 25. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Páls Guðmundssonar, f. 29. mars 1885, d. 26. maí 1979, og konu hans Önnu Halldórsdóttur, f. 21. október 1886, d. 10. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Jóhannes Benediktsson

Það er ekki oft á lífsleiðinni að maður kynnist manni eins og Jóa Ben. Þegar ég hitti Jóa fyrst vissi ég að þarna færi góður maður. Í kringum Jóa Ben var alltaf kátt fólk og mikið hlegið. Ég vil þakka þér fyrir þetta ár vinur minn og megi guð geyma þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 1278 orð

Jóhannes Benediktsson

Elsku Jói Ben., nú vona ég að þér líði betur en mér, en ég ætla að rífa mig upp úr þungbærum hugsunum liðinna daga og minnast þín og samstarfs okkar og stofnunar fyrirtækisins Tak sf. sem síðar varð hf. Skrifin ætla ég að hafa í þeim anda sem einkenndi samskipti okkar á hinum mörgu góðu samverustundum. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

JÓHANNES BENEDIKTSSON

JÓHANNES BENEDIKTSSON Jóhannes Benediktsson fæddist á Saurum í Dalasýslu 6. mars 1950. Hann lést hinn 18. september síðastliðinn og fór útför hans fram í Dalabúð í Búðardal 1. október. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 476 orð

MAGNÚS STEFÁN SÍMONARSON

Í dag, 8. október, er ein öld liðin frá fæðingu Magnúsar Stefáns Símonarsonar fyrrverandi hreppstjóra í Grímsey. Magnús fæddist að Sauðakoti á Ufsaströnd 8. október 1899. Foreldrar hans voru hjónin Jórunn Magnúsdóttir, fædd í Sauðakoti og Símon Jónsson, ættaður úr Svarfaðardal. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Ólafur Gissurarson

Fyrstu minningar mínar frá Reykjavík eru bundnar heimili Ólafs og Jónu, móðursystur minnar í Hlíðunum. Þar lét umferðarniður borgarinnar engu síður vel í eyrum en fuglasöngurinn heima og ógleymdur er sá stuðningur sem þau sýndu unglingsstúlku sem sat sumarlangt við dánarbeð föður síns. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 666 orð

Ólafur Gissurarson

Þegar mér barst fregnin af andláti Ólafs Gissurarsonar kviknuðu minningar frá þeim tíma er ég ungur lögfræðingur réðst til starfa fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún. Það var nýmæli í starfi félagsins að ráða til sín háskólamenntaðan mann og því kannski á blindan að róa með hvernig til tækist. Það var í tíð Eðvarðs Sigurðssonar og Guðmundar J. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 499 orð

Ólafur Gissurarson

Hann afi minn er dáinn. Ég hafði aldrei hugsað svo langt að þurfa að segja við sjálfan mig að hann afi minn væri dáinn. Þegar langafabarnið Hildur Þóra dóttir okkar hjónaleysanna var skírð þá ljómaði afi og lék við hvern sinn fingur. Allir töluðu einmitt um það hve þessi strákslegi öldungur væri hress. Engum hefði dottið í hug að ári síðar væri hann ekki lengur meðal okkar. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Ólafur Gissurarson

Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir þá gæfu að hafa fengið að þekkja þig, Ólafur Gissurarson, í rúm 34 ár. Sumum okkar lætur best að fara mikinn í orði en þú varst ekki slíkur maður. Þú varst maður góðra verka fyrst og fremst, að vinna af samviskusemi það sem þér var falið, að hugsa vel um þína. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 286 orð

ÓLAFUR GISSURARSON

ÓLAFUR GISSURARSON Ólafur Gissurarson fæddist í Byggðarhorni í Flóa í Árnessýslu 17. júní 1912. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gunnarsson, f. 6. nóvember 1872 í Byggðarhorni, d. 11. apríl 1941, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 30. maí 1876 í Langholti í Hraungerðishreppi, d. 10. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Rósa Jónsdóttir

Litla frænka okkar, Rósa, er látin eftir strangt dauðastríð ­ aðeins tíu ára gömul. Þessi litla stúlka var sólargeisli hvar sem hún fór. Lífsfjörið og æskuþrótturinn bar ljúfan vott um heilbrigðan og vel gerðan einstakling. Gáfur Rósu litlu voru mjög fjölþættar ­ enda þótt tónlistargáfur skæru sig úr. Hún lék undurvel bæði á píanó og harmoniku ­ enda til þess tekið. Meira
8. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

RÓSA JÓNSDÓTTIR

RÓSA JÓNSDÓTTIR Rósa Jónsdóttir fæddist í Urbana í Illinois í Bandaríkjunum 6. ágúst 1989. Hún lést á Landspítalanum 22. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 4. október. Meira

Viðskipti

8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 251 orð

Áætlaður söluhagnaður um 150 milljónir

NOKKURT tap varð á rekstri Skinnaiðnaðar hf. á síðari hluta rekstrarársins, sem lauk 31. ágúst síðastliðinn, til viðbótar tapi að upphæð 86,1 milljón króna sem varð á fyrri hluta rekstrarársins. Í fréttatilkynningu frá Skinnaiðnaði hf. kemur fram að vinna við gerð uppgjörs fyrir nýafstaðið rekstrarár standi nú yfir og gert sé ráð fyrir að uppgjörið liggi fyrir um miðjan nóvember næstkomandi. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Búnaðarbankinn með 5,8% í SÍF

BÚNAÐARBANKI Íslands á orðið 5,8% hlut eða rúmar 60,5 milljónir króna að nafnverði í SÍF. Sé miðað við lokagengi SÍF á Verðbréfaþingi Íslands í gær, 6,70, þá er markaðsvirði hlutarins rúmar 405 milljónir króna. Frá því að tilkynnt var um fyrirhugaða sameiningu SÍF og ÍS hefur Búnaðarbankinn keypt um 3% í SÍF og átti fyrir tæp 3% í SÍF. Jafnframt hefur Búnaðarbankinn keypt tæp 2% í ÍS. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 124 orð

ÐLandflutningafyrirtæki Eimskips sameinuð

ÞRJÚ landflutningafyrirtæki í eigu Eimskips hafa verið sameinuð, en fyrirtækin sem um ræðir eru Viggó hf. í Neskaupstað, Dreki hf. á Akureyri og Ísafjarðarleið ehf. á Ísafirði. Þessi fyrirtæki munu starfa héðan í frá sem ein rekstrareining undir nafninu Eimskip innanlands hf. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 590 orð

FBA telur forsendur til lækkunar langtímavaxta

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins telur að forsendur séu til lækkunar langtímavaxta hér á landi á næstunni. Matið byggist á því að framboð ríkistryggðra skuldabréfa stefnir í að dragast saman á næsta ári og einnig er aðlögunartímabili reglna um laust fé lánastofnana lokið og því hefur þrýstingur til hækkunar langtímavaxta minnkað. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Financial Timeshlynnt mjúkri lendingu

BREZKA fjármálablaðið Fiancial Times mælir með mjúkri lendingu í efnahagsmálum Vesturlanda með stöðugri, en ekki skyndilegri lækkun vaxta á verðbréfum. Hvatningin kom fram í forystugrein í blaðinu áður en bandaríski seðlabankinn ákvað að halda vöxtum óbreyttum, Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Fjárfest í óskráðum félögum

Landsbanki Íslands hf. hefur stofnað sérstakt dótturfélag, Landsbankann - Fjárfestingu hf. sem er ætlað að hasla sér völl á sviði viðskipta með hlutabréf eða eignarhluta í lokuðum félögum, m.a. í tengslum við samruna fyrirtækja eða skráningu fyrirtækja á markað. Stofnhlutafé Landsbankans - Fjárfestingar er 250 milljónir króna. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 275 orð

Gjaldeyrisforði styrktist um 3,1 milljarð

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands nam í lok september 34,7 milljörðum króna, Gjaldeyrisforðinn styrktist um 3,1 milljarð króna í september, en frá ársbyrjun hefur hann styrkst um 5 milljarða króna. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Hækkanir með minna móti í álfunni

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær, þótt meira verð fengist fyrir þau fyrr um daginn. Hiks gætti í Wall Street eftir opnun og bæði seðlabanki Evrópu (ECB) og Englandsbanki ákváðu að halda vöxtum óbreyttum. Getum var leitt að því að vextir yrðu hækaðir begja vegna Atlantshafs áður en langt um liði. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 558 orð

Krónan hefur styrkst um 1,47% á árinu

GENGI íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði um 0,6% í september. Það sem af er þessum mánuði hefur krónan styrkst um 0,8% og um 1,47% í ár en hafði styrkst um 0,99% á sama tíma í fyrra. Frá því að Seðlabankinn hækkaði síðast vexti, 17. september sl., hefur króna styrkst um 1,2%. Meira
8. október 1999 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Össur skráð á VÞÍ

HLUTABRÉF Össurar hf. verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands mánudaginn 11. október. Skráð hlutafé er 211.937.460 krónur að nafnverði. Össur hf. lauk nýlega 46,6 milljóna króna hlutafjárútboði og voru þar af 38 milljónir króna vegna hlutafjáraukningar. Auðkenni Össurar hf. í viðskiptakerfi Verðbréfaþings er "HL/OSSUR". Meira

Fastir þættir

8. október 1999 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. október, verður sextug Guðmunda J. Sigurðardóttir, Kirkjubóli, Langadal. Eiginmaður hennar er Kristján Steindórsson, bóndi. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
8. október 1999 | Í dag | 44 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. október, verður sextugur Guðmundur Haraldsson, skólastjóri Brunamálaskólans, Fífuseli 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðfinna Sigurðardóttir. Þau hjón taka á móti ættingjum og vinum að Fjarðargötu 15-17, 7. hæð (Miðbær Hafnarfjarðar) á afmælisdaginn á milli kl. 18 og 20. Meira
8. október 1999 | Í dag | 43 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag 12. október verður sjötugur Kristinn Finnsson, múrarameistari, Laufásvegi 7, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Sigurbjörg Sigurðardóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur að Laufásvegi 9, Stykkishólmi, á morgun, laugardaginn 9. október, milli kl. 18-21. Meira
8. október 1999 | Í dag | 40 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. október, er áttræð Hólmfríður Stefánsdóttir, Skarðshlíð 28d, Akureyri. Eiginmaður hennar var Árni Böðvarsson, verkstjóri, Akureyri, en hann er látinn. Hólmfríður tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 9. október, kl. 18. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 30. september. 24 pör. Meðalskor 216. N/S Jón Andréss. ­ Guðmundur Guðmundss.243 Ingunn Bernburg ­ Elín Jónsdóttir241 Albert Þorsteinss. ­ Auðunn Guðmundss.237 A/V Sigtryggur Ellertss. ­ Þorsteinn Laufdal250 Þórarinn Árnason ­ Fróði B. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 200 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Góð þátttaka hjá BR

STÓRTVÍMENNINGUR BR hófst síðastliðinn þriðjudag. Alls taka 48 pör þátt sem verður að teljast góð mæting. Staðan eftir 1. kvöld af 3 í undankeppninni: Guðlaugur R. Jóhannss. ­ Örn Arnþórss.555 Snorri Karlsson ­ Karl Sigurhjartarson541 Dröfn Guðmundsd. ­ Ásgeir Ásbjörnss.541 Helgi Bogason ­ Vignir Hauksson525 Anton Haraldss. ­ Sigurbjörn Haraldss. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 51 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í einmen

Íslandsmótið í einmenningi verður spilað 15.-16. okt. nk. Spilamennska hefst kl. 19.00 föstudagskvöld og lýkur um kl. 20.00 laugardag. Spilað er eftir mjög einföldu kerfi. Kerfiskort eru send út til þeirra sem þess óska. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða isbridgeþislandia. Meira
8. október 1999 | Í dag | 541 orð

Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík

VETRARSTARFIÐ hefst á morgun, laugardaginn 9. október, kl. 11, í safnaðarheimilinu á Laufásvegi 13. Á fundinum mun Þorsteinn Hilmarsson, blaðafulltrú Landsvirkjunar, flytja erindi um virkjanir á hálendinu og umhverfismál. Mikið hefur verið fjallað um þessi mál á síðustu mánuðum og árum og hefur Þorsteinn verið þar í eldlínunni sem málsvari Landsvirkjunar. Meira
8. október 1999 | Í dag | 459 orð

Hver þekkir Guðrúnu?

ÞESSI mynd er af Guðrúnu Kristjánsdóttur, móður Hrafnhildar Eiðsdóttur á Ísafirði. Báru Egilsdóttur, dóttur Hrafnhildar, langar til að fólk, sem þekkti Guðrúnu, hafi samband við hana í síma 5612474 á kvöldin. Þakkir KARL T. Sæmundsson hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri þakklæti sínu til allra þeirra sem heiðruðu hann á 90 ára afmæli hans. Meira
8. október 1999 | Dagbók | 744 orð

Í dag er föstudagur 8. október, 281. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ei

Í dag er föstudagur 8. október, 281. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom og fór í gær. Brúarfoss kom í gær. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 793 orð

Jólalaukar ­ goðaliljur, hátíðaliljur, túlipanar

EKKI veit ég hvort börnin á leikskólum landsins eru farin að rifja upp jólalögin, en þess verður ekki langt að bíða. Ég held að enginn árstími líði jafnhratt í mínum huga og haustið. Ég er alltaf að telja mér í trú um að það sé ekki alveg komið og svo er allt í einu kominn harðavetur og jólaundirbúningurinn á fullu. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 964 orð

Kjarkleysi er kvöl

Hversu margir skyldu þjást vegna þess að þeir þora ekki á hestbak þótt þeir gjarnan vildu? Mun fleiri en nokkurn grunar. Að missa kjarkinn hefur verið mikið feimnismál hjá hestafólki en sífellt fleiri leita sér hjálpar. Ásdís Haraldsdóttir, sem missti kjarkinn eftir þrjátíu ár í hestamennsku, ræðir við Sigrúnu Sigurðardóttur reiðkennara um vandamálið. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 795 orð

Mikilvæg heimsókn

Mikilvæg heimsókn Koma Hillary Clinton mun án nokkurs vafa styrkja starf Sivjar Friðleifsdóttur og annarra brautryðjenda á sviði jafnréttismála á Íslandi. ÍSLENSK þjóð sameinast í dag í fögnuði yfir komu frú Hillary Clinton til landsins. Meira
8. október 1999 | Fastir þættir | 506 orð

Skelfileg lífsreynsla að missa kjarkinn

GUÐMUNDA Haraldsdóttir var hrædd við öll dýr þegar hún var barn. En fyrir fjórum árum byrjaði hún galvösk í hestamennskunni þegar sonur hennar fékk áhuga og dró alla fjölskylduna með sér. Áhuginn varð strax mikill og hún dreif sig á námskeið. Næsta skref var að kaupa sér hest og byrja að ríða út. Meira
8. október 1999 | Dagbók | 3763 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
8. október 1999 | Í dag | 533 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI hefur mikla samúð með fólki sem er svikið í viðskiptum og telur fulla þörf á samstöðu þeirra sem verða fyrir slíkum hremmingum. Hann þekkir til í fjölbýlishúsi þar sem ákveðið var fyrir fáeinum árum að taka í gegn ýmislegt sem orðið var laslegt. Í framhaldinu var síðan ákveðið að láta gera við múrhúð og mála húsið að utan. Meira
8. október 1999 | Í dag | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Gyðja sælla drauma, gættu að barni þínu. Lokaðu andvaka auganu mínu. Bía þú og bía, unz barnið þitt sefur. Þú ein átt faðm þann, sem friðsælu gefur. Þú ert svo blíð og mjúkhent og indælt að dreyma. Svo er líka ýmislegt, sem eg vil gleyma. Jóhann Gunnar Sigurðsson. Meira

Íþróttir

8. október 1999 | Íþróttir | 352 orð

ARNAR Gunnlaugsson lék í 70

ARNAR Gunnlaugsson lék í 70 mínútur með varaliði Leicester í 2:1 tapleik á móti varaliði Wadford á Filbert Street í fyrrakvöld. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 87 orð

Desailly byrjar líklega ekki

ALLRA líklegast er að Bernard Lama standi í marki Frakka á morgun því Fabian Barthez er í leikbanni. Hægri bakvörður verður líklega Lilian Thuram, en Bixente Lizarazu vinstra megin. Miðverðir verði Franck Lebouef og fyrirliðinn Laurent Blanc, Zinedine Zidane, Youri Djorkaeff og Didier Deschamps á miðjunni auk Alain Boghossioan, Lilian Laslandes og Sylvians Wiltort sem sóknarmenn. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 317 orð

Ekki spenntur fyrir Skotlandi og Austurríki

Ríkharður Daðason, leikmaður Viking í Stavangri, er líklega á förum frá liðinu. Samkvæmt Rogalands Avis í gær segir umboðsmaðurinn Lars Petter Fosdahl að austurríska liðið Sturm Graz og skoska úrvalsdeildarliðið Hibernian vilji fá Ríkharð í sínar raðir. Ríkharður er nú með íslenska landsliðinu í París og hið sama má segja um félaga hans í Viking, varnarmanninn Auðun Helgason. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 122 orð

Eyjólfur vanur miklum fjölda áhorfenda

BÚIST er við að um 80 þúsund manns fylgist með er Frakklandi tekur á móti Íslandi. Eyjólfur Sverrisson, leikmaður með Herthu Berlín, er ekki óvanur slíkum fjölda því um 76 þúsund áhorfendur mæta að jafnaði á leiki liðsins í deildinni í Þýskalandi. Eyjólfur segir það frábært að leika fyrir framan slíkan fjölda og slíkt ætti að gefa leikmönnum aukinn kraft. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 969 orð

Getum lagt Frakka að velli í París

Eyjólfur Sverrisson um leikinn á Stade de France Getum lagt Frakka að velli í París Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er kominn á ný í landsliðshópinn eftir meiðsli. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 207 orð

Gísli og Vernharð náðu sér ekki á strik

GÍSLA Magnússyni og Vernharð Þorleifssyni gekk ekki sem skyldi á heimsmeistaramótinu í júdói sem hófst í Birmingham í gær. Gísli hafnaði í 13. sæti af 40 keppendum í +100 kg flokki og Vernharð hreppti aðeins 20. sætið af 41 keppenda í -100 kg flokki, var veikur og með háan hita og náði sér ekki á strik. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 240 orð

KRISTINN Albertsson, milliríkjadó

KRISTINN Albertsson, milliríkjadómari í körfuknattleik, dæmir tvo leiki í Evrópukeppni félagsliða á næstu dögum ­ báða í Belgíu. Annar leikurinn er leikur Telindus Mons og Unucaha Malaga í Antwerpen, en með belgíska liðinu leikur Helgi Jónas Guðfinnsson. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 96 orð

Ólafur framlengir hjá Magdeburg

ÓLAFUR Stefánsson handknattleiksmaður hefur nýjan samning við Magdeburg sem gildir til vorsins 2002. Auk þess er kveðið á um það í samningum að möguleiki sé á að framlengja samninginn um eitt ár, til loka leiktíðarinnar 2003. Núverandi samningur Ólafs við félagið rennur út næsta vor. Ólafur er nú að leika sitt annað keppnistímabil með Magdeburg-liðinu sem þjálfað er af Alfreð Gíslasyni. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 121 orð

Sýnum þolinmæði gegn Íslendingum

YOURI Djorkaefff, leikmaður franska landsliðsins, segir að liðið verði að sýna þolinmæði gegn Íslendingum er liðin mætast á laugardag. Hann segir að leikurinn verði Frökkum erfiður en verði auðveldari eftir því sem leikmenn þreytist, þá sé lag að brjóta niður íslensku sóknina. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 489 orð

Tilhlökkun eins og jólin væru í nánd

ÞÓRÐUR Guðjónsson, leikmaður með íslenska landsliðinu í knattspyrnu, kveðst spenntur og hlakkar til að taka þátt í leiknum gegn Frökkum í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer á laugardag. "Það er enginn kvíði fyrir þessum leik. Það má fremur líkja þessu við spennu sem fylgir því að bíða eftir jólunum. En ég geri mér vel grein fyrir hverjir andstæðingarnir eru og þeir geta vart orðið erfiðari. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 200 orð

Uni Arge eftirsóttur

FÆREYSKU landsliðsmennirnir Uni Arge og Jens Martin Knudsen, sem leikið hafa með Leiftursmönnum undanfarin tvö ár, virðast afar eftirsóttir þessa dagana. Samningar beggja við Leiftur runnu út í haust, en Ólafsfirðingar munu leggja áherslu á að halda þeim. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 157 orð

Viktor til Liverpool?

VIKTOR Arnarson knattspyrnumaður úr Víkingi hefur æft með unglingaliði Liverpool á aðra viku og hefur staðið sig vel eftir því sem fram kemur á spjallsíðu félagsins á Netinu. Er þess einnig getið þar að Liverpool hafi áhuga á að kaupa pilt, sem er aðeins 16 ára, fyrir 75.000 pund, tæplega 9 milljónir króna og hafi sú upphæð verið nefnd við forráðamenn Víkings. Guðmundur H. Meira
8. október 1999 | Íþróttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

8. október 1999 | Úr verinu | 652 orð

Má ekki leigja byggðakvótann

STJÓRNARFORMAÐUR Byggðastofnunar hafnar tillögum bæjarstjórnar Vesturbyggðar um að sveitarfélagið fái að leigja byggðakvóta hæstbjóðanda og nýti leigugjaldið til eflingar atvinnulífs í Vesturbyggð. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ómögulegt fyrir sveitarstjórnir að standa að úthlutun byggðakvótans vegna þeirra fjárhagslegu hlunninda sem kvótanum fylgi. Meira
8. október 1999 | Úr verinu | 146 orð

Skipshöfnin fær um 16 milljónir

STEFNT er að því að gera upp við áhöfn togarans Odincovu í dag en í fyrrinótt náðist samkomulag í megin atriðum milli áhafnar skipsins og kaupenda þess um fullnaðaruppgjör á öllum launakröfum áhafnarinnar vegna starfa þeirra í þágu fyrri útgerðar skipsins. Vélaverkstæðið Gjörvi ehf. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 523 orð

Andlitsduld í landi svipbrigðaleysis

UMTALAÐASTA uppákoman í Japan um þessar mundir er "Stóra andlitssýningin" sem opnuð var í vísindasafni Tókíó í júlí síðastliðnum og kvað þegar hafa laðað til sín um 120.000 gesti. Vikuritið Newsweek gerir sýninguna að umfjöllunarefni og segir að gestir geti breytt eigin andlitum í tölvu, skoðað helgrímur Abrahams Lincoln og Napóleons Bónaparte, Meira
8. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 2028 orð

Jafnrétti til náms fyrir alla ­ nema þroskahefta? Helena Dögg er átján ára einhverf og greindarskert, býr í foreldrahúsum,

Helena Dögg er átján ára einhverf og greindarskert, býr í foreldrahúsum, starfar hluta úr degi á starfsþjálfunarstað fyrir fatlaða og sækir Fullorðinsfræðslu fatlaðra tvisvar í viku. Valgerður Þ. Jónsdóttir heimsótti heimasætuna og foreldra hennar, sem telja að þroskaheftir njóti ekki jafnréttis til náms. Meira
8. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 342 orð

Rauðir skór skáka grámanum

Í RAUÐUM skóm taka menn stórt skref í átt að aldamótum því á nýju ári verða skærir litir í fatnaði boðnir velkomnir en sauðalitir hverfa á braut, að sögn tískufróðra. Verslanir í Reykjavík hafa sumar hverjar riðið á vaðið og sett í hillurnar rauða skó, nokkur pör á stangli innan um alla þessa svörtu, gráu og brúnu. Meira
8. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1089 orð

RÉTTUR ÞROSKAHEFTRA TIL NÁMS Í FRAMHALDSSKÓLUM SAMKVÆM

SAMKVÆMT nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla 1999 er gert ráð fyrir að skólarnir verði opnir fyrir þá sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla og fengið námsmat samkvæmt 48. gr. grunnskólalaga. Þessum nemendum á að bjóðast tveggja ára námsbraut; starfsbraut 3 og 4 (st3), sem er a.m.k. helmingi styttra nám en öðrum nemendum stendur til boða. Meira
8. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1306 orð

Turn fyrir fólk sem kýs gistingu á eigin forsendum

ÉG LIFI mig algerlega inn í skúringakonuhlutverkið," segir Guðmundur Aðalsteinn af sannfæringu að loknum 14 tíma þrifum eftir norskan "krakkaskara". Lítil putta- og lófaför á húsgögnum og veggjum og ýmiss konar krot munu víst hafa vikið auðveldlega fyrir tuskunni. Ekki svo að skilja að honum sé illa við smáfólkið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.