Greinar laugardaginn 9. október 1999

Forsíða

9. október 1999 | Forsíða | 326 orð

Hörðustu bardagarnir í Tsjetsjníu til þessa

HERSVEITIR Tsjetsjníu réðust í gærmorgun á rússneska hermenn í átökum sem talin eru hafa verið þau hörðustu frá því bardagar stríðandi fylkinga hófust. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, sagði í gær að hersveitir sem berðust fyrir sjálfstæðu ríki múslíma í Norður- Kákasus hefðu ráðist á Rússa við bæinn Ishcherskaya á norðurbakka Terek-árinnar, sem er á valdi Rússa, Meira
9. október 1999 | Forsíða | 490 orð

Úrskurðinum áfrýjað til æðra dómstigs

BRESKUR dómari kvað í gær upp þann úrskurð að heimilt sé að framselja fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, til Spánar þar sem hann á yfir höfði sér réttarhöld vegna ákæra um að bera ábyrgð á pyntingum. Ákvörðunin bindur enda á fjögurra daga málarekstur í breskum réttarsal, þar sem verjendur Pinochets hafa reynt að koma í veg fyrir að framsalskrafa spænsks dómara nái fram að ganga. Meira
9. október 1999 | Forsíða | 283 orð

Önnur lestin fór yfir á rauðu ljósi

ORSÖK lestarslyssins í London á þriðjudag má að öllum líkindum rekja til þess að lestarstjóri annarrar lestarinnar hafi virt rautt stöðvunarljós við mót lestarteina að vettugi skömmu fyrir áreksturinn, að því er fram kemur í bráðabirgðaskýrslu breskra yfirvalda um slysið, sem birt var í gær. Í skýrslunni segir að afar ólíklegt sé að stöðvunarljósabúnaður hafi verið í ólagi. Meira

Fréttir

9. október 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

70 erlendir blaðamenn

VERSLUNARSKÓLA Íslands hefur verið breytt í þjónustumiðstöð fyrir ráðstefnuna "Konur og lýðræði", en í skólanum er nú aðstaða fyrir nokkur hundruð blaðamenn. Þorgeir Ástvaldsson, umsjónarmaður miðstöðvarinnar, sagði að um 110 blaðamenn frá 11 löndum myndu nýta sér aðstöðuna en vegna uppákomunnar fengu nemar Verslunarskólans frí í skólanum í gær. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Aðalfundur kjördæmisfélags VG á Norðurlandi eystra

AÐALFUNDUR kjördæmisfélags Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn í Deiglunni, Akureyri, laugardaginn 9. október kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kjörnir fulltrúar á landsfund hreyfingarinnar og rætt um starfið framundan og stjórnmálaviðhorfið. Meðal gesta fundarins verða þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Backman. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Aðalfundur SSH í dag

23. AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefst í dag, laugardaginn 9. október. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður sérstök kynning fyrir sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu á vinnu og undirbúningi við gerð svæðisskipulags sem nú er í gangi. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Allt að 119% verðmunur á hreinsun gluggatjalda

Í nýrri verðkönnun Samkeppnisstofnunar hjá efnalaugum kom í ljós að í sex tilfellum af tíu var Efnalaugin Hreint og klárt með lægsta verðið á hreinsun. Verðmunur milli efnalauga er oft mikill og munaði t.d. 119% á hreinsun gluggatjalda hjá þeim sem voru með lægsta og hæsta verðið. Þá munaði allt að 84% á hreinsun jakkapeysu og allt að 77% á hreinsun silkiblússu. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 295 orð

Alvarlegra en talið var í fyrstu

JAPÖNSK stjórnvöld tilkynntu í gær að hugsanlega yrði alvarleiki kjarnorkuslyssins í Tokaimura í síðustu viku endurmetinn og færður upp á næsta stig. Það þýðir að slysið teldist jafn alvarlegt og slysið á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum árið 1979. Embættismenn tóku þó fram að ekki hefði orðið vart frekari áhrifa á heilsufar eða umhverfi. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 390 orð

Austurríki ekki land hægriöfga

KURT Waldheim, fyrrverandi forseti Austurríkis sem var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna fortíðar hans sem hermanns Þriðja ríkisins í síðari heimsstyrjöld, segir erlenda gagnrýnendur ekki hafa neinn rétt á því að segja Austurríkismönnum fyrir um hvernig þeim beri að velja sér menn til pólitískrar forystu. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Áhyggjur af sjálfstæði blaðamanna

SAMÞJÖPPUN eignarhalds á fjölmiðlamarkaði, hagsmunir eigenda, ábyrgð blaðamanna, hlutverk fjölmiðla og sjálfstæði þeirra er meðal þess sem rætt er á norrænni blaðamannaráðstefnu sem nú stendur yfir í Reykholti í Borgarfirði. Hátt í 90 manns frá Norðurlöndunum taka þátt í ráðstefnunni, en henni lýkur á morgun. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 341 orð

Á þriðja hundrað manna hafa látist

RÚMLEGA 200 lík höfðu fundist og á annað hundrað manns var enn saknað á flóða- og skriðusvæðunum í mið- og suðurhluta Mexíkó í gær. Stytta fór upp í gærmorgun eftir gífurlegt úrhelli í þrjá daga og íbúarnir hófust handa við að moka aur úr húsum sínum. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Brýnir fyrir sparisjóðunum að gæta varkárni í útlánum

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri gerði hraða lækkun eiginfjárhlutfalls sparisjóðanna undanfarin misseri að umtalsefni í ræðu á aðalfundi Seðlabanka Íslands í gær. Hann sagðist telja ástæðu til þess að brýna alvarlega fyrir sparisjóðum og raunar lánastofnunum í heild að hægja mjög á útlánum, og gæta fyllstu varkárni í útlánastarfsemi sinni. Meira
9. október 1999 | Miðopna | 433 orð

Brýnt að fjölga konum á rússneska þinginu

MEÐAL gesta á ráðstefnunni Konur og lýðræði er Valentina Ivanovna Matvienko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Hún segist telja að ráðstefnan sé mjög mikilvæg, sérstaklega vegna þess hve mörg lönd eigi þar sendinefndir. "Hér er farið yfir hver staða kvenna hefur verið á öldinni sem er að líða og hver staða þeirra á að vera á næstu öld. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Clinton sagði mikilvægt að hlúa að lýðræði á næstu öld

HILLARY Rodham Clinton forsetafrú sagði í skálarræðu í kvöldverði í Perlunni í gær í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að lýðræði á næstu öld væri okkar helsta von og ögrun og orku og hæfileika borgara allra lýðræðisríkja væri þörf ætti að skapa aðstæður, sem hlúðu að draumum og vonum allra barna, jafnt drengja sem stúlkna. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 624 orð

Einelti mun algengara í neðri bekkjum grunnskóla SÍÐASTLIÐINN vetur urðu um 13% barna í 5. bekk fyrir einelti en 3,3% barna í 9.

SÍÐASTLIÐINN vetur urðu um 13% barna í 5. bekk fyrir einelti en 3,3% barna í 9. bekk. Hins vegar segjast 4,6% barna í 5. bekk hafa lagt aðra í einelti á sama tímabili en 5,6% nemenda í 9. bekk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála fyrir menntamálaráðuneytið. Í rannsókninni var m.a. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 727 orð

Ekki nægjanlegt að dulkóða upplýsingar

ANDERS Milton, formaður Alþjóðafélags lækna, World Medical Association, WMA, og framkvæmdastjóri Læknaráðs Svíþjóðar, telur það ekki nægjanlegt að upplýsingar um sjúklinga í íslenska gagnagrunninum séu dulkóðaðar því vegna fámennis og magns upplýsinga sem streymi í gagnagrunninn sé ekki unnt að útiloka að hægt sé að bera kennsl á einstaklinga. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Ekkjunni dæmdar 6,7 milljónir í skaðabætur

KOLBRÚN Sverrisdóttir, ekkja Harðar Bjarnasonar skipstjóra, sem fórst með skelveiðiskipinu Æsu ÍS- 87 hinn 25. júlí árið 1996 á Arnarfirði, vann í gær dómsmál sem hún höfðaði gegn stefnda, Skelfiski hf., vegna tjóns af völdum fyrirvinnumissis. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Félag íslenskra músíkþerapista

FÉLAG íslenskra músíkþerapista heldur fræðslufund laugardaginn 9. október kl. 15 í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 (inngangur á vesturgafli). Á fundinum, sem er opinn öllum, mun Kristín Björnsdóttir, músíkþerapisti, fjalla um efnið: Tónlist með fötluðum - tómstund eða þerapía? Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Féll átta metra niður af þaki

KARLMAÐUR féll niður af þaki nýju Select verslunarinnar við Hagasmára í Kópavogi um hádegisbil í gær. Að sögn lögreglu var fallið um átta metrar. Maðurinn hlaut útlimabrot og var fluttur með meðvitund á slysadeild að sögn lögreglu og síðan lagður inn á Landspítalann. Að sögn læknis var hann ekki í lífshættu þrátt fyrir beinbrotin. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fimm fluttir á sjúkrahús

FIMM starfsmenn Nýkaups í Kringlunni, fjórir karlar og ein kona, voru fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að freonefni lak út um kælikerfi utan á húsnæði verslunarinnar í gærmorgun klukkan 8.30. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Fjársektir vegna fíkniefnabrota

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo menn á þrítugsaldri í fjársektir vegna fíkniefnabrota. Annar mannanna fékk 45.000 króna sekt en hinn 20.000 króna sekt. Þá voru tæp þrjú grömm af hassi gerð upptæk. Öðrum manninum var gert að sök að hafa keypt 10 grömm af hassi í Reykjavík í sumar og flutt það með sér til Akureyrar. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Flugvöllurinn fari í umhverfismat

STJÓRN samtaka um betri byggð hefur skorað á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-lista að þeir beiti sér fyrir því að borgarstjórn Reykjavíkur álykti að Alþingi Íslendinga láti fara fram lögformlegt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs flugvallar í Vatnsmýri. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 526 orð

Forvarnarstarf gegn reykingum í framhaldsskólum

FORVARNARSTARF er ofarlega á baugi þessa dagana en eins og kunnugt er stendur nú yfir evrópsk átaksvika gegn tóbaki. Í fjölbrauta-, mennta- og verkmenntaskólum landsins er einnig unnið að forvörnum, gegn tóbaki og öðrum fíkniefnum. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Fyrirlestur um verki og baclofen- meðferð

JOHN Benedikz taugalæknir mun fjalla um verki hjá MS-sjúklingum og Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir um baclofen-meðferð á félagsfundi MS-félagsins í dag, laugardaginn 9. október, kl. 14.00 í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Þarna er um nýjung að ræða sem nýtist fólki með slæma verki og spastísk einkenni. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 459 orð

Fyrsta flóttafólkið snýr aftur til Dili

FLUTNINGAR á Austur-Tímorum úr flóttamannabúðunum í Vestur- Tímor hófust í gær þegar tvær flugvélar fluttu um 170 flóttamenn til Dili, höfuðstaðar Austur-Tímors. Stefnt er að því að þangað verði farnar tvær ferðir á dag með flóttafólk frá Kupang, höfuðstað Vestur- Tímor, sem tilheyrir Indónesíu. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Fyrstu verðlaun fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi

Verkfræðideild Varnarliðsins hlýtur verðlaun í alþjóðlegri keppni Fyrstu verðlaun fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi VERKFRÆÐIDEILD Varnarliðsins hlaut nýlega sigur í alþjóðlegri samkeppni um verkfræðilegar úrlausnir í landfræðilegu upplýsingakerfi. Meira
9. október 1999 | Landsbyggðin | 176 orð

Gáfu magaspeglunartæki

Keflavík-Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu gáfu nýlega Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nýtt magaspeglunartæki að gjöf. Nýja tækið sem, er af tegundinni Olympus og kostar um 1,6 milljónir króna, mun leysa af gamalt og "þreytt" tæki sem fyrir er að sögn Árna Leifssonar læknis sem kynnti tækið við þetta tilefni. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Gefa starfsfólki söluandvirði

IKEA á Íslandi mun gefa sölu (að frádregnum virðisaukaskatti) laugardagsins 9. október nk. til starfsmanna sinna. Í fréttatilkynningu segir: "Fleiri en 40.000 starfsmenn IKEA um allan heim, þ.m.t. IKEA á Íslandi, hafa staðið sig frábærlega á árinu og árið 1999 kemur til með að verða enn eitt sölumetárið hjá IKEA. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Grimmileg hefnd Stakhs sýnd í MÍR

KVIKMYNDIN Grimmileg hefnd Stakhs konungs (Dikaja okhota korolja Stakha) verður sýnd sunnudaginn 10. október kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Hvíta- Rússlandi árið 1979. Leikstjóri er Valeríj Rúbintsik. Í myndinni segir frá dularfullum atburðum sem gerðust í votlendum skógarhérðuðum Hvíta-Rússlands í lok 19. aldar. Ungur þjóðháttafræðingur er sendur frá St. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Hefði átt að leita til lögreglu

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað veitingahús í Reykjavík af kröfum starfsmanns, sem hélt því fram að hann hefði verið þvingaður með ólögmætum hætti til að segja starfi sínu lausu. Maðurinn var kallaður fyrir forsvarsmenn veitingahússins og honum tjáð að þeir hefðu sannanir fyrir því að rýrnun í kassa veitingastaðarins væri hans sök, auk þess sem hann hefði tekið áfengi og sígarettur. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hillary Clinton á Bessastöðum

HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum skömmu eftir komuna til Íslands síðla í gær. Ræddust þau frú Clinton og Ólafur Ragnar saman á tæplega klukkutíma löngum fundi áður en forsetafrúin hélt til málsverðar í Perlunni. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hillary Clinton komin til landsins

HILLARY Clinton, eiginkona Bill Clintons Bandaríkjaforseta, kom til landsins í gær til að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót. Meðal þeirra sem tóku á móti henni voru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Washington, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Meira
9. október 1999 | Landsbyggðin | 253 orð

Hlíðarendakirkjugarður hlaðinn

Breiðabólstað í Fljótshlíð-Undanfarna daga hefur verið unnið að grjóthleðslu norðurveggjar kirkjugarðsins á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Lokið var við að gera upp hina fögru kirkju sem þar stendur á sl. ári. Hins vegar hafa erfingjar Hlíðarendajarðarinnar ekki komið sér saman um hvernig best verður að málum staðið með viðhald og eignir sem þar eru. Meira
9. október 1999 | Miðopna | 480 orð

Ísland mun ætíð verða Lettum kært

VAIRA Vike-Freiberga, forseti Lettlands, er fyrsta konan sem gegnir þjóðhöfðingjaembætti í Austur-Evrópulandi, en hún er hingað komin til að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót. Ávarp hennar á ráðstefnunni í gær hlaut mjög góðan hljómgrunn. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14, upphaf fermingarstarfsins. Tónlist frá Taize. Fermingarbörn ásamt foreldrum sérstaklega boðuð til kirkju. Samvera í Safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17. Æðruleysismessa kl. 20.30 um kvöldið, kaffisopi í Safnaðarheimili á eftir. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kirkjuþing sett á sunnudag

KIRKJUÞING verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudagskvöld en þingstörf hefjast síðan á mánudag og fara fram í safnaðarheimili Háteigskirkju. Kirkjuþing fjallar og rekstur og starfsramma þjóðkirkjunnar og hefur vald til að ákvarða um þau mál enda hefur Alþingi falið kirkjunni sjálfræði og sjálfstæði, segir í frétt frá biskupsstofu. Meira
9. október 1999 | Landsbyggðin | 183 orð

Konur reynslunni ríkari

Reyðarfirði-Nýlega var haldið á Reyðarfirði námskeiðið Reynslunni ríkari á vegum Atvinnuþróunarfélags Austurlands og Fræðslunets Austurlands. Markmiðið var að aðstoða og leiðbeina konum við mótun viðskiptahugmynda og fara yfir mikilvægi viðskiptaáætlana. Mættar voru 11 konur af svæðinu frá Hornafirði til Vopnafjarðar. Konur sem sumar eru komnar með smáframleiðslu t.d. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Kristján syngur hlutverk Radamesar

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari er þessa dagana staddur í Kaíró í Egyptalandi þar sem fyrir dyrum stendur ein viðamesta uppfærsla á óperunni Aidu eftir Verdi. Kristján syngur hlutverk Radamesar en hlutverk Aidu syngur hin franska Sylvie Valayre og stjórnandi er Ítalinn Giorgio Croci. "Frumsýningin verður hinn 12. Meira
9. október 1999 | Landsbyggðin | 55 orð

Lada-bifreið verður Benz

Það verður sjálfsagt seint sem Mercedez Benz-eiganda kemur til hugar að hengja Lada-merki á eðalvagn sinn á þennan hátt. En ljóst er að þennan Lada Sport langar til að vera Mercedes Benz nema þá að eigandinn sé forsjáll, láti sér merkið nægja og sleppi því að slá bílalán fyrir Mercedes Benz. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Landsmót Samfés í Hafnarfirði

HIÐ árlega landsmót Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, er haldið í Hafnarfirði og hófst það í gær. Það eru félagsmiðstöðvarnar Setrið, Músik og Mótor, Verið og Vitinn sem sjá um móttökuna. Á landsmótið koma 300 unglingar úr nemenda- eða unglingaráðum félagsmiðstöðva auk fjölmargra starfsmanna víðs vegar að af landinu til að hittast og starfa saman í fjölbreyttri smiðjuvinnu. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Ljóð og litir í Kjarnaskógi

GILFÉLAGIÐ á Akureyri stendur fyrir hópferð í Kjarnaskóg laugardaginn 9. október, undir yfirskriftinni Ljóð og litir í Kjarnaskógi. Þar verður m.a. boðið upp á ljóðalestur og söng. Farið verður með rútu frá Deiglunni kl. 13.30. Gengið verður um Kjarnaskóg undir leiðsögn skógarvarða og áð á nokkrum fegurstu stöðunum þar sem ljóð verða lesin og sungin. Meira
9. október 1999 | Miðopna | 1155 orð

Lýðræðið þarfnast þátttöku kvenna

Davíð Oddsson setti ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsundamót við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær og sagði m.a. við það tækifæri að ríkisstjórnin hygðist á kjörtímabilinu jafna rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lýst eftir ökumanni

LÖGREGLAN lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem talin er hafa valdið árekstri, á bifreiðastæði við Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, fimmtudaginn 7. október sl. milli kl. 12 og 13. Þarna var ekið aftan á kyrrstæða bifreið af gerðinni Chevrolet Corsica, gráa að lit. Einnig er óskað eftir að vitni að óhappinu gefi sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Málþing um gigt á þriðjudag

Í TILEFNI af alþjóðlegum gigtardegi næstkomandi þriðjudag, 12. október, efna Gigtarráð og Gigtarskor Landspítala til málþings um gigtarsjúkdóma á Hótel Sögu. Þar flytur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ávarp og fjallað verður um umfang og kostnað gigtar, ýmsa gigtarsjúkdóma og rannsóknir á þeim. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Með auglýsingu í kringum völlinn

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) ætlar sér hlut í landsleik Íslendinga og Frakka sem fram fer á þjóðarleikvanginum í París í dag. Auglýsingar fyrirtækisins á vörumerkinu Delpierre verða hringinn í kringum völlinn og að auki bjóða þeir 200 Frökkum á leikinn, einkum framkvæmdastjórum og forstjórum franskra stórverslana. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Mikill áhugi á verslunarrými

HUGMYNDIR Kaupfélags Eyfirðinga, Rúmfatalagersins og fleiri aðila um að byggja tæplega 8.000 fermetra verslunarmiðstöð á Gleráreyrum á Akureyri hafa vakið mikla athygli. Þar er gert ráð fyrir að Rúmfatalagerinn verði með verslun, KEA með Nettó-verslun og að sérverslanir verði í um helmingi verslunarmiðstöðvarinnar. Þórarinn E. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Námskeið fyrir stuðningsaðila fjölskyldna

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands býður upp á 8 klst. námskeið um sálræna skyndihjálp og mannlegan stuðning og er það opið öllum 18 ára og eldri. Kennt verður í húsnæði deildarinnar í Fákafeni 11 (bílastæði við 2. hæð), mánudaginn 11. október kl. 18­22 og miðvikudaginn 13. október kl. 18­22. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Nýbúanámskeið fyrir konur

MENNTASMIÐJAN á Akureyri mun nú á næstunni bjóða upp á námskeið fyrir erlendar konur sem búsettar eru á Akureyri eða nágrenni. Haustið 1997 var sambærilegt námskeið haldið í Menntasmiðjunni og luku þá 12 konur og 2 karlar námi. Þetta námskeið er eingöngu ætlað konum og hafa þær forgang sem koma frá fjarlægum og ólíkum menningarsvæðum. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ný Honda S2000 frumsýnd

HONDA á Íslandi frumsýnir sportbílinn Honda S2000 í dag, laugardaginn 9. október. Í fréttatilkynningu segir: "Tækninýjungar Honda S2000 eru að mestu komnar frá þekkingu Honda í Formúlu 1 kappakstrinum. Honda S2000 er 240 hestöfl en vélin er aðeins 2.000 cc og er það meiri kraftur en nokkur annar bílaframleiðandi hefur náð án þess að nota túrbínu. Honda S2000 er aðeins 5,8 sek. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ný söguganga í Mosfellssveit

FERÐAFÉLAG Íslands efnir sunnudaginn 10. október til nýrrar gönguferðar sem kallast söguganga í Mosfellsveit. Ferðin kemur í stað strandgöngu og stríðsminjaskoðunar í Hvalfirði, sem er frestað. Sögugangan er um 3 klst. auðveld gönguferð í fylgd Guðjóns Jenssonar leiðsögumanns. Brottför er frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 kl. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 768 orð

Nýtt sjálfstraust undir merkjum thatcherismans

FLOKKSÞING breska Íhaldsflokksins í Blackpool síðustu daga var merkilegt að mörgu leyti. Yfirlýsingar Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, um Evrópumálin og heiftarlegar árásir Williams Hagues, leiðtoga flokksins, á Tony Blair forsætisráðherra hafa eðlilega vakið mikla athygli en mikilvægast er þó, Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 666 orð

Rannsóknir ­ nýbreytni ­ þróun

Ídag klukkan 8.15 hefst innritun á þriðja málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og er það haldið í húsakynnum skólans við Stakkahlíð í Reykjavík. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni; Rannsóknir ­ nýbreytni ­ þróun. Flutt verða 72 erindi og fyrirlestrar um afar fjölbreytt efni. Málþinginu lýkur um klukkan 16. Meira
9. október 1999 | Miðopna | 72 orð

Risið úr sætum fyrir forseta

VIÐ setningu ráðstefnunnar um konur og lýðræði við árþúsundamót tilkynnti kynnir um komu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í ráðstefnusalinn og voru gestir þá jafnframt beðnir um að rísa úr sætum. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Sálfræðinámskeið

GUNNAR Hrafn Birgisson sálfræðingur heldur námskeið 18. og 25. október nk. Kynnt verða grundvallaratriði kenningar dr. Albert Ellis um samspil hugsana, tilfinninga og athafna (REBT). Gunnar kennir hvernig má þjálfa kröftugt og árangursríkt hugarfar gagnvart mótlæti og hindrandi tilfinningum, segir í fréttatilkynningu. Stuðst er við bókina "Stattu með þér". Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 341 orð

Schröder segir framkomið bótatilboð "verðugt"

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, varði í gær 237 milljarða króna tilboð sem hópur þýzkra iðnfyrirtækja hefur lýst sig reiðubúinn að leggja fram sem skaðabótasjóð til handa fólki sem var neytt til vinnu í Þýzkalandi á stríðsárunum, gegn gagnrýni frá fulltrúum þessa fólks, sem álítur upphæðina ófullnægjandi. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 428 orð

Sefnir í að þingið hafni samningnum

TALIÐ er útséð um að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki samninginn um allsherjarbann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni í atkvæðagreiðslu sem ráðgerð er á þriðjudag. Bandaríkjastjórn beitir sér nú fyrir því að atkvæðagreiðslunni verði frestað í von um að geta aukið stuðninginn við hann meðal þingmanna deildarinnar. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Skref til að jafna fæðingarorlof karla og kvenna

Í SETNINGARÁVARPI ráðstefnunnar um konur og lýðræði við árþúsundamót sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið, í samvinnu við verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda, að jafna rétt til fæðingarorlofs þannig að feður hefðu sama rétt og mæður að þessu leyti. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Staðfesti 5 ára dóm fyrir vopnað rán

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem framdi rán í matvöruverslun, vopnaður hnífi. Maðurinn, Hákon Rúnar Jónsson, 23 ára Reykvíkingur, fór inn í verslunina 11­11, Norðurbrún 2, Reykjavík, að kvöldi 12. febrúar sl. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Stefánsblóm í Listhúsinu í Laugardal

NÝ verslun Stefánsblóma verður opnuð í dag, laugardaginn 9. október, kl. 14 í Listhúsinu, Laugardal. Stefánsblóm er um margt nýstárleg blómabúð t.d. vegna þess að þar er þjónusta allan sólarhringinn, segir í fréttatilkynningu. Í tilefni opnunar hinnar nýju verslunar verður margt um að vera, s.s. sýning á verkum margra kunnra listamanna s.s. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

Stefnt að sameiningu um næstu áramót

BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld að Orkuveita Reykjavíkur og Vatnsveita Reykjavíkur yrðu sameinaðar í eitt fyrirtæki undir núverandi kennitölu og rekstri Orkuveitunnar. Undirbúningur sameiningarinnar hefst þegar í stað og stefnt er að því að hún geti formlega átt sér stað um næstu áramót. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 1081 orð

Stóru félögin í VMSÍ ætla að vera í samfloti

Formannafundur Verkamannasambandsins ræddi kjaraviðræður sem framundan eru Stóru félögin í VMSÍ ætla að vera í samfloti Formaður VMSÍ lagði fram hugmynd um breytingar á viðræðuáætlun gegn hækkunum lægstu launa Formaður Verkamannasambandsins lagði fram hugmynd um að gera breytingar á v Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sölusýning á handofnum mottum í Blómaval

SÖLUSÝNING í nýjum sýningarsal Blómavals á miklu úrvali af handofnum mottum á hagstæðu verði verður vikuna 9.­16. október. Sýnt verður mikið úrval af kínverskum ullar- og antikmottum, persneskum Shiraz- og Hamadan- mottum og pakistönskum Bokhara- mottum. Sölusýningin er opin á laugardag frá kl. 9-21 og á sunnudag frá kl. 10-21. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Söluverðið rúmar 368 milljónir

ÚTGERÐARFÉLAG Kristjáns Guðmundssonar á Rifi hefur selt allan sinn hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, alls 5,5%. Nafnverð hlutarins er tæpar 82,8 milljónir króna en bréfin voru seld á genginu 4,45. Söluverð bréfanna er því rúmar 368 milljónir króna. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar hjá Búnaðarbankanum Verðbréf keypti Búnaðarbankinn bréfin af Kristjáni Guðmundssyni hf. Meira
9. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Söngskemmtun

BJÖRG Þórhallsdóttir söngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari halda söngskemmtun á skemmtistaðnum Odd-Vitanum við Strandgötu á Akureyri í kvöld, laugardagskvöldið 9. október, og hefst hún kl. 21. Þau flytja létt lög úr ýmsum áttum eftir innlend og erlend tónskáld, en sérstakur gestur þeirra Bjargar og Daníels á þessari söngskemmtun er María Björg Vigfúsdóttir. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 446 orð

Taldar veita verðmæta innsýn í stjórnartíð Nixons

Á FIMMTA hundrað segulbandsupptökur, sem gerðar voru í valdatíð Richards Nixons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu voru birtar opinberlega í vikunni, um 25 árum eftir að efni þeirra hröktu Nixon úr forsetastóli. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Thorvaldsensfélagið færir barnadeild gjafir

NÝLEGA barst barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegleg tækjagjöf frá Thorvaldsensfélaginu. Um er að ræða háþróað tæki til svefnrannsókna á börnum af gerðinni EMLA. Tækið mælir öndunarhreyfingar, hjartslátt, vöðvaspennu, heilarit, súrefnismettun og augnhreyfingar. Þessar mælingar gefa upplýsingar um svefnstig. Ennfremur er í tækinu tæknibúnaður til að mæla sýrustig í vélinda. Meira
9. október 1999 | Landsbyggðin | 334 orð

Tillaga um að að útförum verði útvarpað

Breiðabólstað í Fljótshlíð-Sunnudaginn 3. október sl. var héraðsfundur Rangárvallaprófastsdæmis haldinn í félagsheimilinu að Heimlandi undir Eyjafjöllum. Fundurinn hófst með guðsþjónustu í Stóra-Dalskirkju þar sem sóknarpresturinn, sr. Halldór Gunnarsson í Holti, þjónaði fyrir altari og prófastur Rangæinga, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, predikaði. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 390 orð

Tilvitnun er viðurkenning

Í SCIENCE Citation Index-gagnagrunninn, (SCI) sem sagt var frá í blaðinu í gær á blaðsíðu 6, eru skráðar tilvitnanir í vísindagreinar einstaklinga. Grunnurinn nær aftur til ársins 1945 en í vísindasamfélaginu er tilvitnun álitin veigamikill mælikvarði á gildi viðkomandi vísindaverks. Taflan sem fylgdi greininni sýndi tilvitnanir síðustu tíu ár í verk íslenskra raunvísindamanna. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 363 orð

Vantar reglugerð um löggiltar iðngreinar

HÖRÐ gagnrýni kom fram á menntamálaráðherra á Alþingi á fimmtudag þegar fram fóru umræður um frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum sem Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram. Meira
9. október 1999 | Miðopna | 1899 orð

Varnarliðið ein af "varanlegum staðreyndum lífsins"

Strobe Talbott, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ástandið í Rússlandi væri mikið áhyggjuefni, en ekki kæmi til greina að NATO skærist í leikinn. Hann sagði að fyrirhuguð för Halldórs Ásgrímssonar til Úkraínu væri mikilvæg fyrir þróun lýðræðis þar í landi. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 697 orð

Var þegar heilluð af fegurð landslagsins

HILLARY Rodham Clinton forsetafrú kom til Íslands í gær og sagði að hún hefði heillast af landinu er hún kom hingað fyrir 25 árum og hefði sig því um nokkurt skeið langað til að snúa hingað aftur. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Verið að kanna leiðir til verðlækkunar

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að í kjölfar ítarlegrar fyrirspurnar um stöðu garðyrkjubænda og þróun á verði og neyslu grænmetis, sem lögð var fyrir Alþingi á fimmtudag, muni landbúnaðarráðuneytið taka málið til athugunar. Meira
9. október 1999 | Innlendar fréttir | 477 orð

Virkjanir á hálendinu geta skaðað íslensk ferðaþjónustufyrirtæki

PÁLL Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri 3P Fjárfestinga, sagði á 29. árlegri Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs á Egilsstöðum í gær að virkjanir á austanverðu hálendi Íslands gætu spillt fyrir sérstöðu þess landsvæðis sem ósnortinnar náttúruperlu. Virkjun á Eyjabökkum mun, að mati Páls, draga úr áhuga fjárfesta á að setja fjármagn í fyrirtæki sem hyggist markaðssetja þetta landsvæði. Meira
9. október 1999 | Erlendar fréttir | 186 orð

Þýskur hershöfðingi tekur við taumunum

ÞÝSKUR hershöfðingi, Klaus Reinhardt, tók í gær við yfirstjórn hins 50.000 manna friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo-héraði úr hendi Michael Jacksons, bresks herforingja, sem stýrt hefur aðgerðum gæsluliðsins frá því það hélt innreið sína í héraðið sl. sumar. Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 1999 | Leiðarar | 662 orð

KVENNARÁÐSTEFNAN Í REYKJAVÍK

RÁÐSTEFNA um konur og lýðræði við árþúsundamót var sett í Borgarleikhúsinu í gær. Ráðstefnan er sett á fót til þess að koma af stað umræðum um lýðræði og stöðu konunnar innan þess, sem víða er mjög bágborin. Ætlunin er að ráðstefnan komi fram með tillögur um aðgerðir til þess að styrkja stöðu kvenna í lýðræðisríkjum og jafna stöðu þeirra á öllum sviðum þjóðlífsins við stöðu karla. Meira
9. október 1999 | Staksteinar | 442 orð

Nú sakna menn Guðmundar

"RÍKISSTJÓRN Íslands hefur valið sér einkennilegt hlutskipti í afdrifaríkustu málum mannkyns sem varða umhverfið. Þar er fylgt forskriftinni ekki ég, of lítið, of seint. Hér verður tekið dæmi af viðleitni heimsbyggðarinnar til að hamla gegn loftslagsbreytingum og hlut Íslands í því samhengi. Meira

Menning

9. október 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð

Að 31 ári liðnu

Bræðurnir Jón og Haukur Hjaltasynir, sem ráku Sælkerann við Hafnarstræti á árum áður, buðu Íslandsmeisturum KR í mat áður en KR-ingarnir tóku á móti Íslandsmeistarabikarnum 1968 á Laugardalsvellinum. Þeir endurtóku boðið á þriðjudaginn með því að bjóða leikmönnum meistaraliðsins 1968 og nýkrýndum Íslandsmeisturum í mat í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Meira
9. október 1999 | Leiklist | 680 orð

Að hrökkva eða stökkva

Höfundur: Terrence McNally. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Viðar Eggertsson. Leikarar: Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Rödd í útvarpi: Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Iðnó 8. október. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Allir sungu með

SÝNINGIN Hippar, gleði og glimmer var frumsýnd fyrir fullu húsi í Krúsinni á Ísafirði sl. laugardagskvöld. Nafnið segir í rauninni það sem segja þarf. Hér er um að ræða söng-skemmtun þar sem vestfirskir listamenn í fremstu röð rifja upp tónlistarperlur sem allir þekkja. Strax á þriðja lagi voru gestir farnir að taka undir og héldu því áfram til loka. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 350 orð

Á vit ævintýranna

FJÓRIR ungir ævintýramenn eru farnir út í heim þar sem þeir ætla sigla á kajak niður straumþungar ár, klífa himinhátt fjall, fara í safarí og skoða sig um á fjarlægum slóðum. Þetta eru þeir Hilmar Ingimundarson, Jón Heiðar Andrésson, Óli Freyr Kristjánsson og Davíð H. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 588 orð

Básúnan var eina hljóðfærið á lausu

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem haldnir eru básúnutónleikar hér á landi ­ og hvað þá að básúnuleikarinn sé ung stúlka. Á morgun, laugardag, kl. 16 gefst áhugasömum þó færi á að hlýða á þær Ingibjörgu Guðlaugsdóttur leika á básúnu og Judith Þorbergsson á píanó í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskránni eru verkin Basta eftir Folke Rabe, Sinfonia eftir G. B. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 673 orð

Dansfíflið og ballöðusöngvarinn takast á PALLI er fullkomlega ánægður með fjórðu sólóplötuna sína, þar sem hann tekur ofan fyrir

PALLI er fullkomlega ánægður með fjórðu sólóplötuna sína, þar sem hann tekur ofan fyrir áhrifavöldum í lífi sínu. Hildur Loftsdóttir talar við hann um áhrifavaldana, nafngiftina og sitthvað fleira. Meira
9. október 1999 | Margmiðlun | 640 orð

Draumavél frá Sega Um miðja næstu viku kemur á markað ný Dreamcast-leikjatölva Sega. Árni Matthíasson segir frá tölvunni sem er

MIKIÐ hefur verið fjallað um Dreamcast-leikjatölvu Sega og sýnist sitt hverjum. Keppinautarnir, Sony og Nintendo, hafa lækkað verð á leikjatölvum þeim sem fyrir eru á markaðnum og linnir ekki frásögnum af því hversu glæsilegar leikjatölvur þeirra verða þegar þær koma á markað eftir ár. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Fjaðrandi sumarkoma

FRANSKI tískuhönnuðurinn Christian Lacroix var með sýningu sína á föstudaginn var og voru íburðarmiklar flíkur og flaksandi fjaðurhöfuðföt áberandi eins og oft áður. Hér sést hluti af hönnun Lacroix fyrir komandi vor. Reuters Rauð púffermablússa og bleikar buxur í stíl. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 142 orð

Fyrirlestrar í LHÍ

PATRICK Huse, málari frá Noregi, flytur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi, stofu 24, mánudaginn 11. október kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnist: "The political aspect of landscape painting" og verður fluttur á ensku. Patrick Huse var nýverið með sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum. Reyer Kras frá Hollandi flytur fyrirlestur í LHÍ í Skipholti 1, stofu 112, kl. 12.30, miðvikudaginn 13. október. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 199 orð

Fyrirlestur um Wolfgang Wagner

VETRARSTARF Richard Wagnerfélagsins hefst í dag kl. 18 í Þingholti, Hótel Holti, með fyrirlestri í máli og myndum um störf Wolfgangs Wagner við Wagner-hátíðina í Bayreuth sem leikhússtjóri, leikstjóri og leikmyndahönnuður. Það er Stephan Jöris, sem starfað hefur með Wolfgang Wagner í fjölda ára við Bayreuth-hátíðina, sem segja mun frá og mun hann tala á ensku. Stephan Jöris var m.a. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 622 orð

Glaðnar yfir sýningum

DAGSKRÁR sjónvarpsstöðvanna beggja eru eitthvað að hressast ef marka má sjónarspil þeirra um síðustu helgi. Fyrst skal frægan telja gamanþáttinn Heilsuhælið í Gervahverfi, sem Stöð 2 endursýnir, þar sem Laddi og margir fleiri fara á kostum og engu og engum þarf að sýna virðingu. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 266 orð

Grafík í tuttugu ár

SIGRID Valtingojer opnar yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafni Árnesinga á Selfossi í dag, laugardag, kl. 14. Sýninguna kallar hún Grafík í tuttugu ár. Sigrid er fædd í Tékklandi 1935 en hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 1961. Hún nam við Institut für Modegrafik í Frankfurt, og síðar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, en þaðan lauk hún prófi í grafík 1979. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 110 orð

Hauststemmning í Ráðhúskaffi

KRISTMUNDUR Þ. Gíslason opnar málverkasýningu í Ráðhúskaffi Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugardag. Á sýningunni eru fimm málverk, tvær olíumyndir og þrjár acrylmyndir, sem allar eru unnar á þessu ári. Yfirskrift sýningarinnar er Litagaldur hausthimins. Eftir að Kristmundur lauk grunnmenntun í myndlist hélt hann til náms í Cupertino, Sunnyvale og Freemont í Kaliforníu í tvö ár. Meira
9. október 1999 | Margmiðlun | 440 orð

Hvað með leikina?

EKKI ER nóg að hafa marga leiki, þeir verða líka að vera góðir og í heljarmikili útgáfuveislu Sega í Lundúnum fyrir skemmstu fór ekki á mill mála hvaða leikir vöktu mesta athygli, PowerStone, Ready 2 Rumble Boxing, SoulCalibur og Sonic Adventure. Allir eru þeir hreint afbragð og hver um sig næg ástæða til að kaupa sér Dreamcast- tölvu og enn eiga eftir að bætast athyglisverðir leikir við. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 71 orð

Hægt að nálgast Elvis í Vegas

NÚ GETA Elvis-aðdáendur þyrpst til Las Vegas til að nálgast muni og fatnað kóngsins því uppboð stendur nú um helgina á eigum hans og mun ágóðinn renna til bygginga fyrir heimilislausa í heimaborg hans, Memphis. Hér sést Carles Davis, sem vinnur fyrir sér í Vegas með því að herma eftir Elvis, virða fyrir sér brúnu jakkaföt kóngsins sem hönnuð voru af einkahönnuði kóngsins, Bill Belew. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Í góðum félagsskap

ÞÝSKI kappaksturskeppandinn Michael Schumacher sést hér brosa sínu blíðasta í félagsskap tveggja svissneskra varða vatíkansins í Róm. Schumacher þurfti að draga sig úr Formúlu-1 eftir að hann fótbrotnaði í bresku Grand Prix-keppninni í kappakstri í júlímánuði síðastliðnum og ekki er búist við honum í slaginn fyrr en á næsta tímabili. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 299 orð

Kenzo kveður tískuheiminn með stæl

TROMMUSLÁTTUR, skrautlegir dansarar og fíll trampaði um sviðið í gær þegar japanski tískuhönnuðurinn Kenzo Takada kvaddi tískuheiminn á fimmtudaginn var á tískuvikunni í París eftir að hafa verið eitt af stærri nöfnum tískunnar um 30 ára skeið. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 99 orð

Leiðsögn á sýningar á Kjarvalsstöðum

SÉRSTÖK leiðsögn verður um sýninguna Borgarhluti verður til ­ byggingarlist og skipulag í Reykjavík eftirstríðsáranna, sem sýnd er á Kjarvalsstöðum, á morgun, sunnudag, kl. 16. Þá skoðar Pétur H. Ármannsson, deildarstjóri byggingarlistardeildar safnsins, sýninguna með gestum safnsins og ræðir tilurð þeirra hverfa sem til umfjöllunar eru. Tvær aðrar sýningar standa nú á Kjarvalsstöðum. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 798 orð

Líkt og maraþonhlaup eða kafsund

EYDÍS Franzdóttir óbóleikari kemur fram á einleikstónleikum Caput í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á sunnudagskvöld kl. 20.30. Caput- hópurinn hóf einleikstónleikaröð í Salnum á liðnum vetri og tekur nú upp þráðinn að nýju. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Michael Jackson fráskilinn

MICHAEL Jackson og Debbie Rowe Jackson eru skilin eftir þriggja ára hjónaband, að því er talsmaður þeirra greindi frá á föstudag. Þau eignuðust tvö börn meðan á hjónabandinu stóð. Skilnaðarskjölin voru undirrituð í Los Angeles á föstudag og að sögn talsmanns þeirra var þetta sameiginleg ákvörðun. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Nakin gangstétt

SVIÐSMYNDIN gerist vart líflegri en hjá ljósmyndaranum Spencer Tunick á dögunum þegar hann myndaði "Nakta gangstétt" fyrir framan bensínstöð í New York. Um 200 manns fóru úr hverri spjör til að vera með á þessum lifandi skúlptúr sem Tunick festi á filmu. Meira
9. október 1999 | Margmiðlun | 277 orð

Nýir Makkar

iMAKKINN er vinsælasta tölva sem Apple hefur sett á markað og vinsælasta einstaka tölvugerð sem fram hefur komið. Tvö afbrigði hafa komið út af iMakkanum og á dögunum kynnti Apple enn nýtt afbrigði af iMakka sem selt verður í þremur útfærslum. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 122 orð

Nýr flygill vígður á tónleikum

TÓNLEIKAR og vígsla á nýjum Steinway & Sons flygli Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verður í Hásölum á morgun, sunnudag, kl. 16. Á tónleikunum leika píanóleikararnir Ingunn Hildur Hauksdóttir, Sigurður Marteinsson og Valgerður Andrésdóttir kennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, en þau eru með langt tónlistarnám að baki og hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð

Nýtt bragð af kryddinu

KRYDDPÍURNAR eru allar að reyna að hasla sér völl á eigin spýtur þessa dagana og fylgja fordæmi Geri Halliwell í þeim efnum. Nú síðast hélt íþróttakryddið Melanie C. tónleika á staðnum The Guvernment í Toronto og státaði af nýju hressilegu útliti. Meira
9. október 1999 | Margmiðlun | 286 orð

Ný vasatölva frá Psion

PSION-tölvuframleiðandinn skýrði frá því fyrir skemmstu að rekstur fyrirtækisins hefði ekki gengið sem skyldi vegna aukins kostnaðar. Hluti kostnaðaraukans er vegna Symbian-fyrirtæksins, sem Psion stofnaði með helstu símaframleiðendum heims til að framleiða EPOC32 stýrikerfið, en einnig kynnir fyrirtækið nýjar gerðir af lófatölvum sínum sem kostað hafa sitt í hönnun. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 698 orð

Óhræddur við hefðina

SIGURÐUR Eyþórsson listmálari fer sínar eigin leiðir. Þegar komið er inn á sýningu hans í Galleríi Fold við Rauðarárstíg kemur fyrst í hugann hve myndir hans geta virst upphafnar, klassískar að efni og formi. Hann er fyrst spurður um ástæðuna. "Þetta kom að sjálfu sér. Ég hef komið aftur og aftur að því. Myndir mínar hafa verið strangfígúratífar. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 87 orð

Persónuleg sýning

NÚ FER að nálgast dagurinn mikli, þegar persónulegir munir leikkonunar goðsagnakenndu Marilyn Monroe verða boðnir upp. Sýning á völdum hlutum úr safninu var haldin í París í vikunni og meðal þess sem fyrir augu bar var kjólinn sem hún klæddist er hún söng með sinni blíðu röddu afmælissöng Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1962. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 530 orð

Rokkgoð í rólegheitunum

Ásgerður Jóhannsdóttir verkefnastjóri skrifar um nýjustu plötu Chris Cornell, Euphoria Morning. ÉG HEF hlustað á Soundgarden í tíu ár og verð því að játa að ég beið með nokkurri eftirvæntingu eftir sólóplötu Chris Cornell fyrrum söngvara þeirrar mætu sveitar. Nú er ekki í frásögur færandi að fólk bíði eftir nýjum plötum en í þessu tilviki leið tíminn hægt. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð

Súkkulaðimúrinn í Berlín

BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, lét byggja vegg úr súkkulaði í Berlín sem á að sjálfsögðu að tákna Berlínarmúrinn gamla sem heyrir nú sögunni til. Börn voru fengin til að skreyta vegginn með náttúrulegum litum og voru auðvitað himinlifandi, því fæst þeirra höfðu séð heilan vegg úr súkkulaði áður. Meira
9. október 1999 | Fólk í fréttum | 152 orð

Teiknuð Biblíusaga Egypski prinsinn (The Prince of Egypt)

Íslenskar leikraddir: Felix Bergsson, Hjálmar Hjálmarsson, Selma Björnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir o.fl. 96 mín. Bandarísk. CIC- myndbönd, september 1999. Öllum leyfð. Meira
9. október 1999 | Margmiðlun | 291 orð

Vélbúnaðurinn

VÉLBÚNAÐURINN í Dreamcast er ekki sérsmíðaður nema að litlu leyti sem gerir framleiðsluna einfaldari og ódýrari og ólíklegt að nýjar tölvur frá Sony og Nintendo geti keppti við Dreamcast í verði, þótt Nintendo-menn hafi tekið þá ákvörðun að nota kopar PowerPC örgjörva frá IBM í sína vél. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 271 orð

Yfirlitssýning í tilefni aldarminningar

Í TILEFNI aldarafmælis Ósvaldar Knudsen 19. október verður sonur hans, Vilhjálmur Knudsen, með yfirlitssýningu á kvikmyndum hans alla daga kl. 17.30 fram til 9. desember. Verður sú fyrsta í dag, laugardag. Sýningarnar fara fram á vinnustofu þeirra feðga í Hellusundi 6a. Meira
9. október 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Æskuverk í Galleríi Geysi

INGIBJÖRG Böðvarsdóttir opnar yfirlitssýningu á æskuverkum sínum í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, í dag, laugardag, kl. 16. Verkin eru öll unnin á barna- og unglinganámskeiðum Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistaskóla Reykjavíkur á tímabilinu 1983­1993. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1997. Meira

Umræðan

9. október 1999 | Aðsent efni | 273 orð

Að lifa með gigt

Í flestum tilfellum er hægt að bæta úthald og hreyfigetu gigtarfólks verulega, segir Unnur Pétursdóttir, með skynsamlegri og stöðugri þjálfun. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 580 orð

Af góðum mönnum og grænmeti

Aldrei varð ég var við að menn léku sér að því að farga því, segir Halldór Reynisson, sem þeir í sveita síns andlits strituðu við að rækta. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 328 orð

Af "sönnum" Íslendingum

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er óumdeildur þjóðarleiðtogi. Honum hefur tekist að rísa yfir dægurþras og deilur. Til hans er litið þegar önnur stjórnvöld ganga á rétt almennings og misbeita valdi sínu. Þá kemur Davíð Oddsson og segir af myndugleik, "svona gera menn ekki". Meira
9. október 1999 | Bréf til blaðsins | 712 orð

Ár og öld

FYRSTA áramótagleðin í frásögu fundin var haldin í Mesópótamíu í marsmánuði fyrir fjögur þúsund árum en engum sögum fer af fyrsta aldamótafagnaðinum. Rómverjar byggðu sitt ártal á raðtölum, sem eru heiltölur, sviðtölur. Síðan skiptu þeir árinu í mánuði, þeim í daga og dögunum í stundir og rituðu ártölin; á fyrsta ári, á öðru ári, á tíunda ári. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 34 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júní sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Stefanía Ásta Gísladóttir og Einar Freyr Jónsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Benjamín. Heimili þeirra er í Núpalind 8, Kópavogi. Meira
9. október 1999 | Bréf til blaðsins | 372 orð

El Grillo Til upprifjunar fyrir alþingismenn

AÐ MORGNI 10. maí 1940 kom vopnaður togari í þjónustu breska flotans að bryggju á Seyðisfirði. Skipherrann í búningi sjóliðsforingja, vopnaður skammbyssu og í fylgd tveggja einkennisklæddra breskra landhermanna, sem vopnaðir voru rifflum með áfestum byssustingjum, gengu til fundar við bæjarfógetann á skrifstofu hans. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 833 orð

Geysir ­ goshver eða heit laug

Við getum enn, segir Ísleifur Jónsson, gert Geysi í Haukadal varanlega virkan goshver fyrir árið 2000. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 602 orð

Góðæri?

Á góðærið að bitna á því sem okkur er dýrmætast, spyr Olga Helena Kristinsdóttir., Börnunum okkar? Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 349 orð

Helmingi meiri vitleysa

Ein ríkisrekin sjónvarpsstöð er yfirdrifið meira en nóg, segir Viggó Örn Jónsson, það þarf ekki að tvöfalda vitleysuna. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 359 orð

Hott, hott á hesti

Alþingi og ríkisstjórn Íslands verða að beita sér í þessu máli, segir Hreggviður Jónsson. Þetta er ekkert einkamál Íslendinga. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 674 orð

Hvers vegna ekki sjóminjasafn og sjávarlífssafn (aquarium) í Reykjavík?

Það kemur mörgum ferðamanninum spánskt fyrir sjónir, segir Guðmundur Hallvarðsson, að í höfuðborg þjóðar sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og siglingum skuli hvorki vera fiska- né sjóminjasafn. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 727 orð

Hvers vegna þessi ósannindi?

Það ætti að vera forgangsatriði hjá Alþingi, segir Hjörleifur Guttormsson, að endurskoða hið fyrsta lögin um mat á umhverfisáhrifum. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 644 orð

Ísland og listi SÞ yfir arfleifð allra þjóða

Kominn er tími til að Ísland komist á listann góða, segir Ari Trausti Guðmundsson, og þá með fyrsta kost sem augljósast val: Þingvelli. Meira
9. október 1999 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Nýtt skáld

HANN er skáld - yrkir ljóð og semur sögur. Aukinheldur hefur hann kennt um skeið við lærðan skóla á Egilsstöðum og sem andstæðu hefur hann leiðbeint og þjálfað smábörn í leikskólum. Hann er mannfræðingur að mennt frá Toronto í Kanada. Amerískur í móðurætt. Nú býr hann í Reykjavík og fer sínar leiðir ­ og sem aukastarf vinnur hann að þýðingum. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 352 orð

Ofvöxtur í Efstaleiti

Hugmyndin um aðra ríkissjónvarpsstöð, segir Borgar Þór Einarsson, styrkir málflutning þeirra sem vilja að ríkið hætti fjölmiðlarekstri sínum með öllu. Meira
9. október 1999 | Bréf til blaðsins | 422 orð

Réttur hins þögla minnihluta

Á ÍSLANDI er lýðræði. Í því felst að fulltrúar meirihluta þjóðarinnar í hverju máli ráða því á hverjum tíma hvaða lög verða sett um efnið. Í 3. mgr. 64. gr. stjórnarskrárinnar segir að menn utan trúfélaga skuli greiða persónulegt gjald til Háskóla Íslands sem nemur því gjaldi er aðrir greiða til þess trúfélags sem þeir eru skráðir í. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 524 orð

Staðlausir stafir um Safnahúsið ÞjóðmenningarhúsFramkv

Framkvæmdir í gamla Safnahúsinu, segir Guðmundur Magnússon, taka að fullu mið af friðun hússins og þeim listrænu og sögulegu verðmætum sem þar eru. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 608 orð

Um merkingu minnisvarða

Í tilefni af því að ein öld er liðin frá atburðunum á Dýrafirði, segir Torfi H. Tulinius, hafa afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar haft frumkvæði að því að reisa minnisvarða um mennina þrjá sem fórust. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 631 orð

Viðleitni presta framtíðarinnar

Ég legg áherslu á það að kirkja Krists, segir Bolli Pétur Bollason, á að vera vettvangur þar sem ólíkir hópar mætast í sátt og samlyndi þ.e. sem jafningjar. Meira
9. október 1999 | Aðsent efni | 1321 orð

ÖNGÞVEITI Í HÖFUÐBORG

Frá stríðslokum, segir Örn Sigurðsson, hafa borgaryfirvöld ekki haft víðsýni og metnað til leysa skipulagsvanda Reykjavíkur. Meira

Minningargreinar

9. október 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Anthony Thor Gary

Okkur langar að minnast okkar kæra frænda, Thors. Hann var ætíð stoltur af uppruna sínum, en móðir hans er íslensk og faðir hans var ítalskur. Við höfum alltaf fylgst vel með Gústu frænku í Ameríku, móður Thors, og hennar fjölskyldu, í gegnum ömmu okkar Guðrúnu og hún með okkur bræðrunum, en þær systur hafa ætíð verið mjög nánar. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Anthony Thor Gary

Hvað er lífið og hvert er farið? Í dagsins önn og erli hugsa fæstir mikið um dauðann og er það að vonum, svo kaldur og hlífðarlaus sem hann virðist. Samt er hann stöðugt nálægur og eftir því sem árunum fjölgar, slær hann sífellt oftar til þeirra, sem maður hefur verið samferða um lengri eða skemmri tíma. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 142 orð

ANTHONY THOR GARY

ANTHONY THOR GARY Anthony Thor Gary, rannsóknarlögreglumaður, fæddist í Kaliforníu hinn 16. janúar 1955. Hann lést af slysförum í Kanada hinn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Thors eru hjónin Guðrún Ágústa Stefánsdóttir Gary, f. 29.7. 1923 og ólst hún upp á Fálkagötu 7 í Reykjavík, og Róland Brúnó Gary, f. á Norður- Ítalíu 12.5. 1920, d. 23.2. 1992. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Nú er ég kveð tengdamóður mína hrannast upp ótal minningar frá því er ég kom fyrst vestur í Hraunprýði, á það glæsilega heimili þar sem allt var svo smekklegt og hver hlutur átti sinn stað. Ásta var fagurkeri á alla hluti, mikil hannyrðakona og handbragð hennar var einstakt í einu og öllu, eins og heimili þeirra bar fagurt vitni. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 489 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Góð kona er gengin. Annan október sl. lést á sjúkrahúsi góð vinkona móður okkar, frú Ástrós Friðbjarnardóttir frá Hraunprýði á Hellisandi, áttræð að aldri. Það er táknrænt að hún skuli kveðja okkur á þessum árstíma þegar haustar að og umhverfið tekur á sig annan og fölari lit, því Ásta var mikill náttúruunnandi og ferðalangur. Margs er að minnast frá langri samferð. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Hvað skyldu þeir vera margir sem heimsóttu Hellissand og komu við í Hraunprýði hjá þeim Ástu og Sveinbirni símstöðvarhjónum? Þeir verða ábyggilega ekki tíundaðir, en víst er að þar var alltaf opið hús og fagnað af húsráðendum, og því varð vinahópurinn stærri með árunum sem liðu. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 136 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Elsku amma mín. Það var svo gaman að fá þig og Bubba afa í heimsókn. Þið voruð svo dugleg að koma í afmælið mitt sl. vor og mikið var gaman að þú varst búin að koma og sjá nýja húsið okkar og herbergið með englunum sem mamma málaði á vegginn. Ég veit að núna ert þú orðin ein af þessum englum og munt alltaf passa mig og fylgjast með mér stækka. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Föðuramma okkar, Ástrós Friðbjarnardóttir, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju í dag og langar okkur systkinin að minnast hennar í nokkrum orðum. Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í návist, ekki einungis foreldra sinna, heldur einnig móður og föðurforeldra. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 119 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Ástrós Friðbjarnardóttir Þinn langi ævidagur er liðinn, amma kæra, Þitt líf var hetjusaga sem gott er af að læra. Sem eik af sterkum stofni þú stóðst í dagsins önnum. Stór í fórn og mildi og rík af kærleik sönnum. Þú þekktir barnsins þarfir í brosi jafnt og tárum. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Kær vinkona mín, Ástrós Friðbjarnardóttir, lést á sjúkrahúsi Stykkishólms laugardaginn 2. okt. sl. Ástu í Hraunprýði, eins og hún er jafnan í huga mér, kynntist ég fyrst árið 1960 þegar ég og fjölskylda mín fluttumst búferlum til Hellissands. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Ástrós Friðbjarnardóttir Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Mig langar til að kveðja elskulega tengdamóður mína með nokkrum orðum. Upp í hugann koma ótal margar hlýjar og góðar minningar. Ávallt varstu létt í lund og tókst mér sem dóttur. Mikill áhugi var alltaf hjá þér á fólki og fjölskyldunni allri og hafðir þú alltaf áhuga á að vita hvað væri að gerast hverju sinni. Við töluðum mikið saman í síma og hlógum oft mikið af skondnum tilvikum. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 306 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Í dag er til moldar borin að Ingjaldshóli ein af okkar kæru félagskonum. Með nokkrum orðum langar okkur til að minnast hennar Ástrósar Friðbjarnardóttur, sem var félagi og starfaði í kvenfélagi Hellissands í tæpa sex áratugi. Hún gekk í félagið 4. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Með hlýhug og þakklæti minnumst við slysavarnakonur látins félaga, Ástrósar Friðbjarnardóttur. Ástrós gekk til liðs við deildina á fyrstu starfsárum hennar og var félagi til dauðadags. Hún var tryggur félagi og var ætíð boðin og búin að leggja sitt af mörkum fyrir verkefni félagsins meðan kraftar leyfðu. Við þökkum Ástrósu fyrir samstarfið og góðar samverustundir liðinna ára. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Ástrós Friðbjarnardóttir Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 339 orð

ÁSTRÓS FRIÐBJARNARDÓTTIR

ÁSTRÓS FRIÐBJARNARDÓTTIR Ástrós Friðbjarnardóttir var fædd 29. október 1918. Hún lést í St. Fransiskusar-spítalanum í Stykkishólmi 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Ásbjörnsson, formaður á Hellissandi, f. 4.9. 1892, d. 1986, og Júníana Jóhannesdóttir, húsmóðir á Hellissandi, f. 19.6. 1893, d. 1983. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Farin er til feðra sinna mikill kvenskörungur, hún Rúna frænka mín frá Fagrahvammi. Margs er að minnast, þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp þegar ég sem unglingur var í sveit hjá henni og Hirti, manni hennar, og allt eru það ljúfar minningar. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Elsku hjartans amma mín, nú er komið að kveðjustund, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, og svo erfitt að ímynda sér heiminn án þín. En svona er nú lífið og ekkert fær því breytt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa alltaf átt þig að, þig og hann afa Hjört sem kvaddi okkur fyrir alltof mörgum árum. Ég er svo þakklát fyrir öll árin í Fagrahvammi, sveitinni okkar, paradísinni okkar. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 302 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 16. maí 1910. Hún lést í Sjúkraskýlinu í Bolungarvík 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson, f. 19.7. 1873, d. 22.7. 1964 og Guðrún Magnúsdóttir, f. 2.7. 1877, d. 9.5. 1967. Systkini Guðrúnar sem eru látin: Einar, f. 30.9. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 776 orð

Halldór Ben Þorsteinsson

Hann Halldór Ben er látinn. Þessi orðsending beið mín á skrifstofu minni fyrir tæpri viku. Orðsending frá einum Kiwanisfélaga okkar. Þótt ég hafi gert mér grein fyrir því að hverju stefndi kom þetta mér úr jafnvægi. Það var eins og köld hönd hefði tekið utan um sál mína. Dauðinn kemur manni ávallt að óvörum. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Halldór Jón Jónsson

Hinn 26. september kom móðir mín með þau tíðindi að Dóri Ben., góðvinur minn til margra ára, væri látinn. Það er ekki hægt að færa það í orð hve söknuðurinn er mikill. Ég var hjá ykkur er eldgosið í Heimaey var. Þið vöktuð mig en ég skildi ekki strax við hvað þið áttuð fyrr en ég leit út um herbergisgluggann. Það var ógnvænlegt en samt stórfenglegt að sjá gosið út um herbergisgluggann. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 37 orð

HALLDÓR JÓN JÓNSSON

HALLDÓR JÓN JÓNSSON Halldór Jón Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður og vélstjóri, fæddist í Stakkholti í Vestmannaeyjum 6. júní 1926. Hann andaðist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 1. október. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 758 orð

Helga VIlhjálmsdóttir

Það eru ýmsir samferðamenn okkar sem með lífi sínu ná að skapa vináttu og tryggð sem aldrei fyrnist. Margt af slíku fólki er okkur hvorki bundið neinum vensla- né ættarböndum heldur verður hluti af lífi okkar fyrir vináttu sakir. Það er svo einstaklega dýrmætt að njóta þeirra forréttinda, í lífi og starfi, að eignast slíka vini, mynda vináttubönd sem aldrei rofna jafnvel þótt fjarlægðir skilji að. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 181 orð

HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR

HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR Helga Vilhjálmsdóttir frá Dalatanga var fædd 11. júní 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Helgason, bóndi og vitavörður á Dalatanga, og kona hans, Jóhanna Sveinsdóttir. Bræður Helgu voru, Arngrímur, f. 5. september 1919, Sveinn, f. 17. ágúst 1922, d. 10. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Fáein orð til að þakka og kveðja kæran, traustan langtímavin og trúsystur. Þakka alúð, mannelsku og örláta höfðingslund, er hún sýndi jafnan. Engu skipti hvort færri eða fleiri voru í för. Jafnan stóð heimili hennar opið með viðurgerning hins besta, er völ var á. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Dimmir haustdagar falla að, það kólnar óðum. Nú er Skagafjörður heldur tómlegur og fullur af sorgum. Það er mér mikil eftirsjá að hún Herdís á Fornósi 4, skuli vera farin yfir móðuna miklu. Og sorglegur sá atburður. Ég vissi að þetta var kona sem byrjaði daginn snemma, en full snemma í þetta sinn. Ég var svo heppin á fyrri árum að fá að kynnast henni. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 464 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Í örfáum orðum langar mig að minnast móðursystur minnar, Herdísar Sigurjónsdóttur, sem lést miðvikudaginn 29. september sl. af slysförum. Hún Dísa móðursystir mín var einstaklega hlý og elskuleg kona. Mínar fyrstu minningar um hana eru frá því að ég var 12 ára, en þá dvaldist ég í nokkrar vikur á Siglufirði hjá móðurafa mínum og ömmu ásamt mömmu minni og systur. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 743 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku amma. Þú varst svo skyndilega kölluð burt frá okkur. Það er erfitt að kveðja þig á þessari stundu og sætta sig við að þú sért ekki lengur til staðar til að tala við. Nú rifjast upp gamlar minningar frá því að þið afi bjugguð á Freyjugötunni. Hjá ykkur áttu allir skjól. Þú varst alltaf reiðubúin að hjálpa. Hvað þú varst dugleg, trúin þín, þolinmæðin, jákvæðnin og létta lundin. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku amma mín. Ég get ekki af því gert að mér finnst hann Guð óréttlátur að taka þig frá mér svona snögglega og óundirbúið á þann hátt sem hann gerði. Ég vissi hins vegar að þú áttir enga ósk heitari en að fá að flytja á Nafirnar áður en þú yrðir ósjálfbjarga og upp á aðra komin, svo kannski vissi hann Guð alveg hvað hann var að gera, Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Slys gera ekki boð á undan sér. Þess vegna verður áfallið enn þyngra og átakanlegra þegar slíkt gerist, jafnvel þótt fullorðin kona eigi í hlut. Þegar mér varð færð fréttin um lát Herdísar vinkonu minnar að morgni þess 29. september sl., rifjuðust ósjálfrátt upp liðin ár og áratugir sem við Herdís höfðum þekkst. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku langamma Dísa. Það var ólýsanlega erfitt að vera sótt í skólann og sagt að þú værir farin frá okkur fyrir fullt og allt. Þú varst í mínum augum hin fullkomna langamma sem alltaf átti ís og nýbakaðar pönnukökur þegar við komum í Krókinn. Amma- Dísa var alltaf tilbúin með veisluborð af kökum þegar maður kom þreyttur á Fornósinn eftir allt búðarápið. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 358 orð

HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR

HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR Herdís Sigurjónsdóttir fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum í Skagafirði 25. desember 1914. Hún lést af slysförum 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Björnsson frá Sigríðarstöðum í Flókadal, síðar skipstjóri á Siglufirði, f. 20.5. 1891, d. 25.11. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 216 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku vinkona, ég hef ekki haft mig í að skrifa um þig fyrr en núna fyrst. Mig langar að segja svo margt. Mikið er þetta búið að vera erfiður tími. Ég hugsa alltaf til þín, hverja mínútu. Í dag, 9. október, hefðir þú orðið 24 ára, við hefðum farið í veislu til þín, og hún hefði sko ekki verið af verri endanum. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Kristbjörg Oddný Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1975. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 9. janúar. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 165 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Elsku mamma mín! Ég kveð þig í dag með miklum trega. Það er sárt að hafa þig ekki lengur hjá mér, eins nánar og við vorum. Með þessum ljóðlínum föður míns kveð ég þið í hinsta sinn. Núna þegar sól er sezt ég sit einn heima í kvöld, hugsa um hvað hentar bezt við hljóðnuð rökkurvöld, hvort betra er í sjálfu sér að syrgja horfinn dag, Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Hjartkær amma mín er dáin. Orðin virðast svo fjarlæg, óraunveruleg, en svo hræðilega sönn og óumbreytanleg. Nú að loknum degi kemur fram í hugann myndin af ömmu, hávaxinni, vel tilhafðri konu, með bros á vör og hlýtt hjarta ­ og minningarnar streyma fram. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 38 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Elsku amma, ég sakna þín. Þú varst svo góð við mig. Þú gafst mér alltaf kúlur og lakkrís. Þú kenndir mér líka að spila áflog. Þú varst líka dugleg að passa mig. Guð geymi þig. Þinn Davíð. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Elsku amma mín, mér þótti svo vænt um þig. Það er sárt að þurfa að missa þig núna. Það var einkar ánægjulegt að fá að kynnast þér. Allt frá því að ég var smákrakki og fram að unglingsaldri höfum við átt góðar og eftirminnilegar samverustundir. Ég man vel eftir Þóristúninu þegar ég kom í heimsókn á barnsaldri. Við spiluðum ólsen ólsen á kvöldin, þú poppaðir popp á venjulega máta. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 298 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Það kom loks að því að ljós þitt slokknaði amma mín og um leið er einu ljósi færra til að lýsa upp hinn flókna lífsins veg fyrir okkur hin. En þó þú sért farin þá verður alltaf upplýstur sá hluti af veginum sem þú fylgdir okkur og lýstir upp. Þennan tíma sem við höfum ferðast saman hefur þú gefið okkur svo margt. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Þuríður Steingrímsdóttir

Elsku amma mín. Ég man þegar ég var lítill strákur og nýfluttur til Reykjavíkur, þá kom ég oft til ykkar í heimsókn á Selfoss. Og þar var ýmislegt brallað með þér og afa. Sérstaklega man ég eftir því að í mörg skipti sem ég kom í heimsókn fékk ég alltaf uppáhaldið mitt að borða, sem var saltkjöt og baunir, og það var langbest hjá þér og síðan var það klárað með ávaxtagrautnum góða. Meira
9. október 1999 | Minningargreinar | 180 orð

ÞURÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR

ÞURÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR Þuríður Steingrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. október 1924. Hún lést í Reykjavík 2. október síðastliðinn. Þuríður var dóttir hjónanna Láru Hallgerðar Andrésdóttur, f. 1888, d. 1980, og Steingríms Steingrímssonar, f. 1884, d. 1965, en þau voru búsett í Hafnarfirði. Systkini Þuríðar eru: Helga, f. 1926, Guðmundur, f. Meira

Viðskipti

9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 492 orð

Engar viðræður um sameiningu í gangi

GENGI bréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. hækkaði um 13,5% strax í kjölfar þess að tilkynnt var í fyrradag að Burðarás hf. hefði keypt 16% hlut í félaginu. Er hlutur Burðaráss í HB nú 27%. Fimm viðskipti voru með bréf í HB á Verðbréfaþingi Íslands í gær fyrir samtals 4,7 milljónir króna og lækkað gengi bréfanna þá um 2,5% frá deginum áður. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 662 orð

Gagnsæ viðskipti á hlutabréfamarkaði nauðsynleg

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri telur ástæðu til þess að brýna fyrir lánastofnunum að hægja mjög á útlánum og gæta að öryggi útlána, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Eins að viðskipti á hlutabréfamarkaði séu gagnsæ þannig að tryggt sé að fjárfestar hafi allir aðgang að sömu upplýsingum sem áhrif geta haft á mat á eignum þeirra eða á fjárfestingaráform. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Hverfisgata 18 seld

JÓHANN J. Ólafsson hefur selt húseign sína við Hverfisgötu 18. Kaupandi er Ingibjörg S. Pálmadóttir, dóttir Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Kaupverð fékkst ekki uppgefið en Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fengið gott verð fyrir húsið og það væri ástæðan fyrir sölunni. Leigusamningar fylgja með fasteigninni. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 1171 orð

Lækkun hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum í aðsigi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti nýlega spá sína um 3,5% hagvöxt í heiminum á

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti nýlega spá sína um 3,5% hagvöxt í heiminum á næsta ári. Bjartsýni á framhaldið virðist ríkjandi þótt hættumerki megi sjá. Til að mynda gæti verðfall á hlutabréfum sett strik í reikninginn, að mati Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við Þórð. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Olíubréf hríðfalla, evrópsk bréf lækka

EBRÓPSK hlutabréf lækkuðu í gær vegna óvssu um atvinnu í Bandaríkjunum, sem kann að leiða til vaxtahækkunar í nóvember. Olíuhlutabréf lækkuðu mest vegna rúmlega 7% lækkunar, sem stafar af efasemum um OPEC standi við fyrirheit um að takmarka framleiðslu. Dollar hélt velli gegn evru í New York og bandarískur skuldabréfamarkaður var stöðugur eftir sveiflur. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Portline siglir til Esbjerg

PORTÚGALSKA skipafélagið "Portline", sem verið hefur í föstum ferðum milli Portúgals, Íslands, Noregs og Spánar síðastliðið ár, hefur ákveðið að bæta Esbjerg í Danmörku við áfangastaði sína. Að sögn Björns E. Haraldssonar, samstarfsaðila Portline er talsvert um að Íslendingar eigi í viðskiptum á svæðinu og því hafi verið ákveðið að hefja siglingar til Esbjerg. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Roche selur meira af Genotech

ROCHE HOLDING AG í Sviss hyggst selja fleiri Genentech-hlutabréf og gefa út skiptanleg hlutabréf í umrædu lyftæknifyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að afla um 4,8 milljarða dollara, að sögn sérfræðinga. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 644 orð

Sóknartækifæri í Reykjavík

UM ÞESSAR mundir standa yfir flutningar á hluta Fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Fyrirtæki og fjárfestar, í Kringluna. Einnig hefur verið stofnað eignastýringarsvið innan SPH, með aðsetur í Kringlunni. Að sögn forsvarsmanna SPH eru frekari stækkunarmöguleikar í Hafnarfirði takmarkaðir og því var ákveðið að leita sóknartækifæra í Reykjavík. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Stofnun Kvennabanka Íslands undirbúin

STOFNAÐ hefur verið undirbúningsfélag til stofnunar Kvennabanka Íslands. Safna þarf 400 milljónum til að hægt verði að stofna kvennabanka en bankinn yrði sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Félagið mun gangast fyrir söfnun hlutafjárloforða á meðal landsmanna og erlendum aðilum mun einnig bjóðast þátttaka. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Stórbankar í Japan sameinast

TVEIR í röð helztu banka í Japan, Asahi og Tokai, hafa ákveðið að sameinast og þar með verður komið á fót þriðja stærsta banka landsins, en 4.000 manns munu missa atvinnuna. Heildarfjármunir hins sameinaða banka, sem er kallaður Tokai-Asahi til bráðabirgða, munu nema 550 milljörðum dollara. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stærst í fyrra

VELTA 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi jókst um 61 milljarð króna á síðasta ári og nam um 500 milljörðum króna, sem er u.þ.b. 13% aukning á milli ára. Þrátt fyrir veltuaukninguna minnkaði hins vegar hagnaður stærstu fyrirtækjanna umtalsvert, eða um 6 milljarða frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýútkomni skýrslu Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtæki á landinu. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Tilboð bárust frá 59 aðilum

Í TILBOÐSHLUTA hlutafjárútboðs Össurar hf. sem lauk 17. september sl. voru 22,8 milljónir króna að nafnvirði í boði. Alls bárust 229 tilboð að nafnvirði 69,3 milljónir króna frá 59 tilboðsgjöfum og hópum, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Umframeftirspurn var ríflega þreföld. Hæst var boðið í hlutafé á genginu 33 en lægst var tilboðum tekið á genginu 29,53. Meira
9. október 1999 | Viðskiptafréttir | 266 orð

Volvo og Mitsubishi taka saman höndum

VOLVO hefur tekið höndum saman með Mitsubishi Motors í Japan um stofnun stærsta flutningabílafyrirtækis heims, að sögn fyrirtækjanna. Aðeins nokkrum vikum eftir að Volvo samdi um kaup á sænska keppinautinum Scania hefur Volvo skýrt frá stefnumarkandi bandalagi við Mitsubishi, Meira

Daglegt líf

9. október 1999 | Bílar | 39 orð

Ford og Mazda smíða jeppa

FORD hefur staðfest að fyrirtækið hafi í hyggju að smíða fjórhjóladrifinn jeppa í samstarfi við Mazda. Bíllinn verður smíðaður í japanskri verksmiðju og hefst framleiðslan á fyrri hluta næsta árs. Ford á meirihluta í Mazda. Meira

Fastir þættir

9. október 1999 | Í dag | 38 orð

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur verður þriðjudaginn 12. október Aðalbjörn Jóaki

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur verður þriðjudaginn 12. október Aðalbjörn Jóakimsson forstjóri, Laugarásvegi 31, Reykjavík. Eiginkona hans er Aldís Jónína Höskuldsdóttir. Þau ætla að taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á afmælisdaginn milli kl. 16 og 20. Meira
9. október 1999 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Hinn 17. september sl. varð sextugur Erlingur Guðmundsson vörubílstjóri, Heiðvangi 4, Hellu. Eiginkona hans er Sigurvina Samúelsdóttir. Af því tilefni taka þau á móti gestum í salnum, við sumarhús Mosfells á Rangárbökkum, í dag laugardaginn 9. október kl. 21. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 356 orð

Aukinn kostnaður vegna sykursýki talinn "nærri hættumörkum"

GRÍPA þarf til aðgerða til að draga úr kostnaði við heilsugæslu vegna sykursýki af gerð 2, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var í átta löndum og greint var frá í Brussel í síðustu viku á ársfundi Evrópusamtaka um sykursýkirannsóknir. "Staðan er komin nærri hættumörkum," sagði prófessor Massimo Massi-Benedetti, forseti Evrópudeildar Alþjóðlega sykursýkisambandsins. Meira
9. október 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí sl. í Skálholtskirkju af sr. Rúnari Þór Egilssyni Sigrún Theódórsdóttir og Bjarni Þór Sigurðsson. Heimili þeirra er í Einbúablá 26a, Egilsstöðum. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 919 orð

Draumar kvenna

DRAUMSTÖFUM berast langt um fleiri bréf frá konum en körlum og því mætti ætla að konur væru næmari á innra líf sitt en strákarnir. Í sálarfræði er talað um ýmsa eiginleika sem prýða hvort kynið fyrir sig, meðal annars feminískt (kvenlegt) og maskulín (karllegt) drag, þætti sem greina karlmannlegt og kvenlegt eðli. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 335 orð

Faðir hefur áhrif á kynþroska dóttur sinnar

SAMKVÆMT nýrri bandarískri rannsókn hefur samband föður og dóttur áhrif á það hvenær stúlkan kemst á gelgjuskeiðið. Rannsakendurnir drógu þá ályktun að stúlkur sem eru í góðum tengslum við föður sinn verði kynþroska síðar en þær sem eru það ekki og að skýringin felist í ferómónum sem faðirinn gefi frá sér. Ferómónar eru boðefni sem fólk skynjar í gegnum lykt. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 1546 orð

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama.

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9.) Meira
9. október 1999 | Í dag | 704 orð

Heimsóknarþjónusta í Vestmannaeyjum

ÞAÐ er mjög spennandi að sameina krafta Rauða krossins og kirkjunnar í kærleiksþjónustu við náungann. Á það munu Vestmannaeyingar láta reyna nú í haust með því að bjóða þjónustu, þar sem heimsóknarvinur heimsækir sinn útdeilda vin vikulega og brýnir þannig mann og annan, því sjálfur nýtur heimsóknarvinurinn góðs af heimsókninni. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 543 orð

Hvers vegna svitnar fólk í svefni?

Nætursviti Spurning: Um nokkurt skeið, 2-3 ár, hef ég fengið töluverð svitaköst á nóttunni, og hafa þau heldur aukist þetta tímabil. Oft eru rúmfötin rennblaut þegar ég vakna. Til þess að gefa nokkra lýsingu á mér, þá er ég 42 ára karlmaður og nokkuð vel við vöxt (þ.e. 100 kg en 183 cm á hæð). Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 848 orð

Hættið svo þessu múðri "Ný fyrirtæki eru ekki alltaf lengi í tísku hjá alþjóðlegum fjárfestum og grípa verður tækifærið þegar

YFIRLEITT er nú eðlilegra og hættuminna að ganga áfram en afturábak. Þess vegna tek ég undir með þeim sem fagna því að ungir vísinda- og tæknimenn á Íslandi fá nú tækifæri til að nýta kunnáttu sína hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það er í sjálfu sér gott og blessað. Meira
9. október 1999 | Dagbók | 527 orð

Í dag er laugardagur 9. október, 282. dagur ársins 1999. Díónysíusmessa. Orð da

Í dag er laugardagur 9. október, 282. dagur ársins 1999. Díónysíusmessa. Orð dagsins: Hinir óguðlegu flýja, þótt enginn elti þá, en hinir réttlátu eru öruggir eins og ungt ljón. (Orðskv. 28, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Hansiwall fóru í gær. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 866 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1026. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1026. þáttur Góðkunningi minn, Víkingur Guðmundsson bóndi á Grænhóli, sendir mér hið besta bréf sem ég þakka kærlega. Er ég honum í öllum greinum sammála og sérlega þakklátur fyrir það sem hann segir um sögnina að búa. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 434 orð

Kenna þarf börnunum að varast smit

NÚ þegar börnin eru byrjuð aftur í skóla deila þau ekki aðeins bókum, blýöntum og leyndarmálum heldur einnig sjúkdómum. "Tíður handþvottur er besta vörnin," segir Jan Drutz, prófessor í barnalækningum við Baylor-læknaháskólann í Houston í Texas. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 2048 orð

Leyndardómar óbyggðanna vestan Vatnajökuls Ein af sumarleyfisferðum Ferðafélags Íslands var sex daga ferð um óbyggðirnar vestan

Ein af sumarleyfisferðum Ferðafélags Íslands var sex daga ferð um óbyggðirnar vestan Vatnajökuls. Þessi gönguleið er afskekktasti hluti Bárðargötu um Vonarskarð og Köldukvíslarbotna. Gerður Steinþórsdóttir rekur hér ferðasöguna og rifjar upp ýmsan fróðleik. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 410 orð

LÆKNAR NÝTI KOSTI NETSINS

NETIÐ er mjög vel til þess fallið að bæta samband lækna og sjúklinga þeirra en getur einnig orðið til þess að það versni, að sögn Alejandros R. Jadads, sérfræðings í miðlun læknisfræðilegs efnis með gagnvirkri upplýsingatækni. Meira
9. október 1999 | Í dag | 785 orð

Lækning samkynheigðar er möguleg

ÉG GET ekki lengur orða bundist í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað á síðum Mbl, skiptast þar á ólíkar skoðanir og er það vel því öll umræða er af hinu góða og hjálpar fólki að mynda sér skoðun á málefninu. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa grein um þetta mál, en ég hef ekki treyst mér til að birta hana undir nafni, því miður fjölskyldu minnar vegna. Meira
9. október 1999 | Fastir þættir | 743 orð

Sigurskák Margeirs gegn Morozevich

24.­26.9. 1999 SIGUR Margeirs Péturssonar gegn Morozevich í Evrópukeppni taflfélaga vakti heimsathygli. Skákin var tefld í undanrásarriðli, sem haldinn var í Hellisheimilinu og skipulagður af Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfélaginu Helli í sameiningu. Meira
9. október 1999 | Í dag | 628 orð

VÍKVERJI kættist mjög í hjarta sínu er hann frétti að leikmenn efstu

VÍKVERJI kættist mjög í hjarta sínu er hann frétti að leikmenn efstu deildar í knattspyrnu hefðu valið Guðmund Benediktsson besta leikmann sumarsins. "Tími til kominn," hugsaði Víkverji með sér, enda hefur honum lengi þótt Guðmundur bera af öðrum íslenskum knattspyrnumönnum hvað varðar lipurð, leikni, skottækni, útsjónarsemi og leikskilning. Meira
9. október 1999 | Dagbók | 3763 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
9. október 1999 | Í dag | 74 orð

(fyrirsögn vantar)

Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta barnið þitt. Meira

Íþróttir

9. október 1999 | Íþróttir | 262 orð

Allt á suðupunkti í Moskvu

SPENNAN í Moskvu, höfuðborg Rússlands, vegna landsleiks Rússlands og Úkraínu í knattspyrnu í dag er við það að nálgast suðumark. "Einn dagur í leikinn," var yfirskrift heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar í gær, en leikur þjóðanna á morgun er sagður sá mikilvægasti sem leikinn hafi verið í Moskvu í áraraðir. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 87 orð

Armenar fáliðaðir í Andorra

ARMENAR mættu til Andorra í gær með aðeins sextán leikmenn innanborðs fyrir landsleikinn við heimamenn í 4. undanriðli EM í dag. Vegna meiðsla og leikbanna eru ekki fleiri með í för. Þjálfarinn Suren Barsegyan neyddist til að velja í leikmannahóp sinn nokkra nýliða á síðustu stundu vegna meiðsla, en leikurinn skiptir ekki miklu máli, Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 248 orð

Brynjar Björn í nálægð við Zidane

BRYNJAR Björn Gunnarsson, leikmaður íslenska liðsins, segir að hann hlakki mikið til leiksins gegn Frökkum og vonist til þess að fá að hefja leikinn á Stade de France í dag. "Það er að sjálfsögðu spennandi verkefni og engin kvíði sem býr í mér. Þetta er gríðarlega stór leikur og einn sá stærsti sem maður hefur tekið þátt í fram að þessu. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 948 orð

Djörf markmið sett gegn Frökkum

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að markmið liðsins hljóti að vera það að vinna Frakka á Stade de France-leikvanginum. "Ef við vinnum leikinn eigum við möguleika á að ná úrslitasæti í Evrópukeppni og þar hlýtur undir niðri að vera það markmið sem við setjum okkur, þó að það hljómi djarft að ætla að vinna Frakka á þjóðarleikvangi þeirra. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 49 orð

Dregið í EM yngri landsliða

DREGIÐ hefur verið í riðla í Evrópukeppnum þriggja unglingalandsliða í knattspyrnu sem fram fara á næsta ári. Drengjalandsliðið (U-16) er í riðli með Færeyjum, Hollandi og Hvíta-Rússlandi. Stúlknalandsliðið (U-18) keppir við Moldavíu og Wales og piltalandsliðið (U-18) er í undanriðli með Armeníu, Litháen og Póllandi. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 953 orð

Frakkar töldu Íslendinga sterka

ÞEGAR Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik gegn Frökkum vakti geysilega athygli í Frakklandi að Albert Guðmundsson, sem var dýrlingur þar sem leikmaður með Nancy, Racing Club de Paris og Nice, var ekki í íslenska landsliðinu. Töldu Frakkar að íslenska liðið væri geysilega sterkt, þar sem ekki væru not fyrir krafta Alberts. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 627 orð

Frakkar ætla sér að skora strax

BIRKIR Kristinsson, markvörður íslenska landsliðsins, sem tók þátt i landsleiknum við Frakka haustið 1991, segir að sá leikur sé með minnisstæðustu landsleikjum sem hann hafi tekið þátt í. Hann segir að Frakkar hafi þá eins og nú haft yfir að ráða öflugu liði og atgangur við íslenska markið hafi reynst mikill. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 186 orð

Fyrst innbyrðis leikir

Verði tvö eða fleiri lið jöfn að stigum í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu ákvarðast röðin með eftirfarandi hætti: Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. Markamismunur í innbyrðis leikjum. Fjöldi marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Úrslit allra leikja í riðlinum. Markamismunur. Fjöldi skoraðra marka í öllum leikjum. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 413 orð

Heimamenn taka leikinn alvarlega

ÁSGEIR Sigurvinsson, sem er íslenska landsliðinu innan handar í Frakklandi, segir að franska landsliðið hafi yfir að ráða geysilega öflugu liði og slíkir hæfileikamenn séu þeir að liðið gæti sent tvö til þrjú sterk lið í keppni. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 54 orð

Helgi ekki með á æfingum

HELGI Kolviðsson tók ekki þátt í æfingum með íslenska liðinu í gær, en hann fékk hita á fimmtudag og varð að hætta æfingu eftir skamma stund. Guðjón Þórðarson, þjálfari íslenska liðsins, sagðist engu að síður búast við að Helgi yrði í hópnum gegn Frökkum á Stade de France í dag. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 280 orð

Íslendingar baráttuglaðir

"ÍSLENDINGAR komast áfram á líkamlegum styrk og því býst ég við baráttuleik á laugardag," segir Zinedine Zidane, leikmaður franska landsliðsins í samtali við Le Figaro. Hann býst við að íslensku leikmennirnir komi til með að reyna að stríða þeim frönsku enda sé lið þeirra þekkt fyrir að gefast ekki upp. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 132 orð

"Íslendingaslagur"

ÞAÐ verður sannkallaður "Íslendingaslagur" í tveimur leikjum þriðju umferðar þýsku bikarkeppninnar í handknattleik sem fram fer 17. nóvember, en dregið var í umferðina í fyrradag. Göppingen, lið Rúnars Sigtryggssonar, sem lagði "Íslendingaliðið" Bayer Dormagen í annarri umferð, mætir nú Alfreð Gíslasyni og lærisveinum í Magdeburg, en meðal þeirra er Ólafur Stefánsson. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 80 orð

Jafnmargir og á heilu Íslandsmóti

UPPSELT er á Stade de France, þjóðarleikvang Frakka í París, fyrir leik heimamanna við Íslendinga í dag í Evrópukeppni landsliða ­ kl. 16. Völlurinn tekur um áttatíu þúsund áhorfendur í sæti og má því gera ráð fyrir að landslið Frakka verði dyggilega stutt í rimmunni við Ísland. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 128 orð

Keila Jón Helgi í 18. sæti

Jón Helgi í 18. sæti JÓN Helgi Bragason, keiluspilari úr ÍR, endaði í 18. sæti á heimsmeistaramótinu í keilu í Las Vegas. Er þetta besti árangur sem Íslendingur hefur náð á heimsmeistaramóti, en Valgeir Guðbjartsson varð í 23. sæti fyrir sex árum. Fyrir síðustu átta leikina á lokadegi mótsins var Jón Helgi í 13. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 568 orð

Kveðjuleikur Guðjóns?

LANDSLEIKUR Frakklands og Íslands í dag á Stade de France í París gæti orðið kveðjuleikur Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara íslenska landsliðsins. Samningur Guðjóns við Knattspyrnusambandið rennur út í þessum mánuði og þykir ekki ólíklegt að Guðjón hugsi sér nú til hreyfings ­ vilji reyna fyrir sér erlendis í kjölfar glæsts gengis heima fyrir. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 98 orð

Líklegt byrjunarlið Íslands

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hyggst tilkynna byrjunarliðið í dag, en líklegt er að hann verði með fimm menn sem leika aftast og tvo leikmen fremsta. Sennilegt er, miðað við æfingar liðsins í París, að það verði þannig skipað í viðureigninni við Frakka á þjóðaleikvanginum í París: Birkir Kristinsson í marki. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 344 orð

Markmiðið að koma Frökkum á óvart

RÍKHARÐUR Daðason og Helgi Sigurðsson verða hugsanlega tveir í fremstu víglínu íslenska liðsins. Ríkharður, sem skoraði mark Íslands í 1:1-leiknum gegn Frökkum í Reykjavík í fyrra, sagði að slík uppstilling gæti komið Frökkum á óvart og sett þrýsting á varnarmenn þess. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 102 orð

Piltalandsliðið til Króatíu

GUÐNI Kjartansson, þjálfari piltalandsliðsins í knattspyrnu (U-18), hefur valið lið sitt fyrir Evrópukeppni piltalandsliða sem haldið verður í Króatíu 12. til 16. október nk. Á mótinu mætir íslenska liðið heimamönnum, Króötum og Makedónum. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 194 orð

Rúnar er næstbestur í Noregi

Rúnar Kristinsson, leikmaður Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er með næsthæstu meðaleinkunn allra leikmanna í deildinni, ásamt Trond Andersen hjá Molde, í einkunnagjöf Aftenposten þegar þrjár umferðir eru eftir. Eftir hvern leik er leikmönnum úrvalsdeildarinnar gefin einkunn fyrir frammistöðu sína á skalanum 1 til 10. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 45 orð

Rúnar í meðhöndlun

RÚNAR Kristinsson hefur farið í nudd til fransks sjúkraþjálfara daglega frá því að liðið kom til Parísar, en leikmaðurin hefur átt við eymsli að stríða í hálsi. Hann hefur æft með íslenska liðinu og verður með í leiknum en segist ekki orðinn góður. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 337 orð

Stjörnumenn eru komnir á skrið

EFTIR dapurt gengi og eftir að hafa tapað tvisvar í fyrstu leikjum Íslandsmótsins small lið Stjörnunnar loksins saman og vann góðan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í gærkvöld; 24:30. Ef leikurinn gefur fyrirheit um það sem koma skal geta Garðbæingar litið til vetrarins fullir bjartsýni, en enn vantar nokkuð upp á að Valsmenn standi undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 251 orð

Tvisvar gáfu Eyjamenn eftir

Eyjamenn og Víkingar gerðu jafntefli, 28:28, er lið þeirra mættust í 1. deild Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi. Heimamenn náðu tvívegis fjögurra marka forystu, einu sinni í fyrri hálfleik og aftur í þeim síðari, en Víkingum tókst eigi að síður að jafna. Þeir léku flata 6-0-vörn, en leikmenn ÍBV beittu 3-2-1-vörn. Meira
9. október 1999 | Íþróttir | 321 orð

Vill fá mörk gegn Íslendingum

"AÐEINS sigur er viðunandi niðurstaða gegn íslenska landsliðinu," segir í íþróttablaðinu France Football. Þar kemur fram að heimasigur sé lykillinn að för franska liðsins í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Franska liðið hafi komið sér í slæma stöðu eftir jafntefli í Úkraínu og tap fyrir Rússum og þurfi nú að treysta á úrslit í öðrum leik til þess að gulltryggja sig í lokakeppnina. Meira

Fasteignablað

9. október 1999 | Fasteignablað | 557 orð

ÐGreiðsluerfiðleikar vegna íbúðalána að minnka

Allir geta lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Óvænt atvik geta komið upp sem breyta upphaflegum forsendum, segir Hallur Magnússon yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, og bendir á mikilvægi þess að leita strax aðstoðar áður en vanskil hlaðast upp svo komast megi hjá nauðungarsölu. Meira

Úr verinu

9. október 1999 | Úr verinu | 433 orð

Hvalastofnar of stórir

AMALIE Jessen frá Grænlandi var kjörin formaður Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, á ársfundi ráðsins sem lauk á Akureyri í gær. Hún mun gegna formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára og tekur við af Arnóri Halldórssyni. Kaj P. Mortensen frá Færeyjum var kjörinn varaformaður ráðsins. Meira
9. október 1999 | Úr verinu | 371 orð

Höfðar mál vegna dreifingar teikninga

STYLE ehf. í Garðabæ hefur höfðað mál á hendur Traustri þekkingu ehf. í Reykjavík fyrir að eigna sér hönnun og smíði á fiskflokkunarvél og gefa ranglega til kynna að fyrirtækið hafi og geti smíðað slíkar vélar. Meira
9. október 1999 | Úr verinu | 231 orð

Reglugerð breytt eftir meint brot

Í kjölfar rannsóknar á meintu landhelgisbroti rússneska togarans Murman-2 fyrir helgi hefur reglugerð um heimild færeyskra, norskra og rússneskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 1999 verið breytt en rannsókn málsins var hætt að fenginni afstöðu Landhelgisgæslu Íslands, eins og Morgunblaðið greindi frá á miðvikudag. Í 3. Meira
9. október 1999 | Úr verinu | 76 orð

Vill ekki tjá sig

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vildi ekki tjá sig um beiðni bæjarstjórnar Vesturbyggðar um að leigja frá sér byggðarkvóta sveitarfélagsins, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á tillögunni í gær. Meira

Lesbók

9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1678 orð

AÐKEYPT ULL EÐA HEIMA SPUNNINN HÖR? EFTIR KÁRA AUÐAR SVANSSON Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni að dekur og dufl

Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni að dekur og dufl vestrænna vísindamanna og menníngarvita við fornaldartúngurnar sé ekki sprottið fyrst og fremst af sókn í hagkvæmni, heldur liggi aðrar veigameiri hvatir þar að baki; svo sem ásælni í að sveipa hugðarefni sín helgislikju torræðninnar í augum sljóviturs múgsins. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 241 orð

AMALIA RODRIGUES LÁTIN

PORTÚGALSKA söngonan Amalia Rodrigues lést á heimili sínu í vikunni á áttugasta aldursári. Rodrigues var ástsælasta söngkona Portúgala, en hún hóf söngferil sinn sem fadosöngkona fyrir sextíu árum. Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal er fréttist um lát hennar. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1436 orð

BREIDDIN ER OKKAR STYRKUR Húsgagna- og innanhússarkitektar í landinu hafa sótt í sig veðrið á þessum áratug. Þeir hafa styrkt

HVERS vegna innanhússarkitekt? spyr Félag húsgagna- og innanhússarkitekta í kynningarbæklingi sínum. Og ekki lætur svarið á sér standa: Til að fá vel skipulagða heildarmynd af umhverfi þínu; til að móta umhverfi, Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2800 orð

BYLTING Í ÞÝÐINGUM ÍSLENSKRA BÓKMENNTA EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON

TIL skamms tíma var tiltölulega fátítt að bókmenntir samdar á íslensku þættu eiga erindi útfyrir landsteinana. Þar voru fornbókmenntirnar og skáldsögur Halldórs Laxness að sjálfsögðu skínandi undantekningar. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

DÖGUN

"Langfingruð hönd með gullið auga í miðjum lófa leikur á hamrabelti og fjallseggjar hvassar sólarlagið" Túnið orðið grænt og tindilfættur spói að vella í mó. Svo orti ég er ég unglingur flutti mjólkina ríðandi með klyfjahest í taumi yfir Affallið heima. Hérna svo löngu löngu síðar sé ég aldrei sólarlag. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 248 orð

efni 9., okt.

"Hér fer allt að mínum vilja" Síðasta tímaskeið Einars Benediktssonar, árin í Herdísarvík, hafa löngum þótt dapurlegur endir á viðburðaríkri ævi, og margt er þar mistri hulið. Nú vill svo til að Konráð Bjarnason fræðimaður frá Þorkelsgerði í Selvogi býr yfir þeirri einstæðu reynslu að hafa verið gestur í Herdísarvík hjá Einari og Hlín Johnson og síðar var hann vinnumaður hjá þeim. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1336 orð

FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FEGRUÐ OG BÆTT

Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður 1899 og það er af því hátíðlega tilefni sem Fríkirkjan hefur að miklu leyti verið endurgerð að innanverðu. Gömul og rótgróin stéttaskipting í hinu smáa bæjarsamfélagi Reykjavíkur á 19. öld átti sinn þátt í klofningi Dómkirkjusafnaðarins, sem varð og leiddi af sér stofnun Fríkirkjunnar. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

GRIKKUR ERLINGUR E. HALLDÓRSSON ÞÝDDI

Að bera þunga af þessum toga er þörf á Sisyfusar djörfung! Þó hjartað brenni heiðum loga, er lífið stutt en listin síung. Langt frá skrumi lofðunganna, á leið í kirkjugarðinn eina, mín leynda trumba, hjarta-hreina, hamrar taktinn lík-mannanna. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1313 orð

HÁLENDI

-Á þessari sýningu eru landslagsmyndir frá síðustu áratugum, en hefur þú ekki yfirleitt verið með önnur myndefni á sýningum þínum? "Jú, rétt er það", segir Gísli, "Eiginlegar landslagsmyndir hafa ekki í langan tíma verið viðfangsefni málara, en bæði hef ég og margir aðrir málað landslag í dulargervi; stílfærð áhrif af landslagi. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 455 orð

HEFUR ALLTAF ÖRVAÐ TIL SAMSPILS

SEX þjóðkunnir gítarleikarar leiða saman hesta sína í Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 16 og halda tónleika til heiðurs Gunnari H. Jónssyni í tilefni af sjötíu ára afmæli hans fyrr á árinu. Þar frumflytja þeir allir saman Fúgu í E, gítarverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Gítarleikararnir eru þeir Arnaldur Arnarson, Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 4360 orð

"HÉR FER ALLT AÐ MÍNUM VILJA" EFTIR KONRÁÐ BJARNASON

Undur og býsn gengu yfir íslenska þjóð þegar hinn ríkisrekni fjölmiðill Sjónvarpið frumsýndi þann 26. desember 1998 leikrit sem unnið var upp úr harmsögulegu dómsmáli frá 1893 að Svalbarði í Þistilfirði. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 583 orð

HJÁLPA LISTAMÖNNUM AÐ SKAPA SÉR LÍF Á NETINU

KULTURSERVER, sem á íslensku mætti kalla Menningarmiðlara, er eins konar grasrótarhreyfing listamanna á Netinu, í senn bundin við ákveðin svæði og opin öllum heiminum. Þýska margmiðlunarfyrirtækið Ponton hefur þegar stofnað Kulturserver í fjórum sambandslöndum Þýskalands og einn í Kosovo, Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

Húsgagna- og innanhússarkitektar

í landinu hafa sótt í sig veðrið á þessum áratug. Þeir hafa styrkt stöðu sína hér heima og sjá ný sóknarfæri á erlendri grundu. Í Lesbók er rætt við Guðbjörgu Magnúsdóttur formann Félags húsgagna- og innanhússarkitekta um uppsveifluna í faginu, horfurnar, nýju byggingareglugerðina, sem félagið gagnrýnir mjög, og hugsanlegt nám í hönnunargreinum hér á landi í framtíðinni. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

KVIKSETNING

Undir auðri örk hins þögla orðs finn ég sköpun minni hinstu hvílu Þangað brotin blöð sögunnar leiða við hönd sér ómálga sagnaþulinn Bak börðum hurðum önduð innsýn sækir frið í opnar undir litmæltra Sporlaus strigi heiðhvolfs innan huga lýsir draumum túlkenda Höfundur er nemi í hjúkrunarfræði. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 837 orð

LIFANDI MÁL

Tungumál er lifandi. Tungumál breytist. Tungumál sem ekki tekur breytingum ber dauðann í sér. En það er ekki sama hvernig breytingarnar eru. Fyrir nokkru hnaut ég um fyrirsögn í Morgunblaðinu: "Gosbrúsar gefa okkur flísina." Játað skal að þetta skildi ég ekki. Það skýrðist við lestur greinarinnar. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1150 orð

MENNINGARNET OPNA ÓTELJANDI DYR

ÍSLENSKA menningarnetið er í góðum félagsskap þar sem eru menningarnet hinna Norðurlandanna. Netin eru ólík innbyrðis en þar sem þau deila markmiðum og metnaði hittast umsjónarmenn þeirra reglulega til þess að bera saman bækur ­ eða öllu heldur ­ heimasíður sínar. Þema 4. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

MINNINGALAND

Minningaland, fram í dáðanna dag með drottnandi frelsi frá jöklum til sanda. En réttur og trú skulu byggja vor bú frá bölöldum inn í framtímans hag; því heimsaugu svipast um hlut allra landa, og himinninn skín yfir leiðir vors anda. Framtíðar þjóð, yfir ókomna öld með alþjóð að vin láttu mannrétt þinn styrkjast. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

NORMANDÍ

Skotbyrgin á ströndinni sitja uppi með járnsteypu sína. Stöku sinnum kemur hershöfðingi á grafarbakkanum og strýkur skotraufarnar. Eða þar dvelja ferðalangar í fimm kveljandi mínútur - Blástur, sandur, bréfsneplar og hland: Innrásin tekur aldrei enda. Günter Grass er Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 1999. Þýðandinn vinnur við þýðingar. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 615 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1839 orð

ÓDÆÐISVERK Á DÝRAFIRÐI FYRIR 100 ÁRUM EFTIR SIGRÍÐI INGIMARSDÓTTUR

Þann 10. október næstkomandi, þ.e. á morgun, verða liðin 100 ár frá því að Hannes Hafstein, þá sýslumaður í Norður-Ísafjarðarsýslu, hélt við sjötta mann til að freista þess að ráðast til uppgöngu í breska togarann Royalist, sem þá var að togveiðum á miðjum Dýrafirði. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 157 orð

TIL ÞÍN ÓLAFUR STEFÁNSSON

ÉG GEYSIST áfram og fjarlægist réttilega hið ranga, tómið, óskýrleikann. Ég er gæfuríkur riddari sem ferðast, mæni í sérhverja ráðgátu af logandi þrá, og vinn orustur með vonina eina fulltingis. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 830 orð

TVÆR ÖRSÖGUR EFTIR ERLING JÓN VALGARÐSSON

Sigríður og Jóhann I Í Guðs bænum, Jóhann. Hvað ertu að gera, hættu þessu, þú meiðir mig. Ég geri þetta fyrir þig, Sigríður mín, geri þetta svo að þú sért óhult, svo eitthvað komi ekki fyrir þig, þú gætir slasað þig eða jafvel dáið, þú veist að það má ekki gerast. En er ekki of langt gengið að járna mig, hvað ætlarðu að láta mig sitja hérna lengi, járnaða við rúm. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 944 orð

UNGVERJAR FYRSTIR Í FRANKFURT

UNGVERJAR verða í brennidepli á Bókastefnunni í Frankfurt að þessu sinni, hinni 51. í röðinni. Þriðjudaginn 12. október verður stefnan sett með ræðum forseta Ungverjalands, Árpád Göncz, rithöfundarins Péters Esterházy og Michaels Naumann sem verður opinber fulltrúi Þýskalands. Stefnunni lýkur þriðjudaginn 18. október. Ungverjar hafa sótt mjög á í bókmenntum að undanförnu. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

ÞORSTEINN OG ÞYRNAR

Á náttborði mínu ég nýt þess sem er svo nærhendis andvöku minni. Í samvistum frjóum með Þyrnum og þér og þögninni blómgast vor kynni. Ef segir þú orð er það sannleikans mál og söngur um fegurðarblóma. En kreddum og þrællyndi kyndir þú bál og kúgurum stefnir til dóma. Af næmleika sálar þín kveðandi kær er krydduð með ljúfsætum orðum. Meira
9. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

ÖRVERUSÝNING Í LISTASAFNI ASÍ

ÞEMA- og örverusýning Félags íslenskra myndlistarmanna verður opnuð í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag kl. 15. Yfirskrift sýningarinn er Úr djúpinu og sýna þar rúmlega 30 listamenn, en öllum félagsmönnum var boðin þátttaka. Þetta er önnur örverusýning FÍM, en sú fyrsta, Óðurinn til sauðkindarinnar, var haldin á sama stað árið 1997 og er ætlunin að halda slíkar samsýningar annað hvert ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.