Greinar þriðjudaginn 12. október 1999

Forsíða

12. október 1999 | Forsíða | 267 orð

Hersveitir Rússa sækja að Grosny

RÚSSNESK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að rússneskar hersveitir hefðu í sókn sinni suður yfir Terek- ána í Tsjetsjníu náð tangarhaldi á Nadterechny-svæðinu sem liggur rétt vestan við höfuðborgina Grozný. Þá tilkynntu Rússar í gærkvöldi að þeir hefðu umkringt verustað skæruliðaforingjans Shamils Basayevs sem Rússar vilja ná, lífs eða liðnum. Meira
12. október 1999 | Forsíða | 415 orð

Mandelson í stöðu Norður-Írlandsmálaráðherra

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og skipaði Peter Mandelson í embætti Norður-Írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar aðeins tíu mánuðum eftir að Mandelson hrökklaðist úr embætti viðskiptaráðherra vegna fjármálahneykslis. Meira
12. október 1999 | Forsíða | 83 orð

Matreiðslumenn mótmæla

FRANSKIR matreiðslumeistarar fjölmenntu út á götur Parísar í gær og mótmæltu háum virðisaukaskatti á veitingastaði. Óeirðalögreglumenn hindruðu för mótmælendanna er leikar þóttu við það að fara úr böndunum en þá var brugðið á það ráð að henda í lögregluna eggjum og hveiti. Var árásinni svarað með táragasi. Meira
12. október 1999 | Forsíða | 208 orð

Serbneska stjórnarandstaðan hunsar ESB

LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar í Serbíu mættu ekki til fundar, sem vera átti í gær með þeim og utanríkisráðherrum Evrópusambandsins, ESB. Serbnesku stjórnarandstæðingarnir ákváðu að mæta ekki til fundar til að mótmæla þeirri kröfu ESB, að þeir lofuðu að vinna að því, að allir serbneskir stríðsglæpamenn yrðu afhentir stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna. Meira
12. október 1999 | Forsíða | 173 orð

Sex milljarðasti jarðarbúinn kominn í heiminn

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Sarajevó, höfuðborgar Bosníu, í gær, til að fagna fæðingu sex milljarðasta jarðarbúans, sveinbarns sem kom í heiminn laust eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Meira

Fréttir

12. október 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

305 þátttakendur frá 10 löndum

Alls tóku 305 þátt í ráðstefnunni og voru gestir frá 10 löndum. Flestir komu frá Bandaríkjunum eða 68, 47 voru frá Rússlandi, 30 frá Íslandi, 25 frá Eistlandi, 24 frá Svíþjóð og Litháen hvoru um sig, 23 frá Lettlandi, 19 frá Noregi og Finnlandi hvoru um sig og 7 frá Danmörku. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

77 tonna grafa valt

77 TONNA grafa valt af tengivagni vöruflutningabifreiðar á veginum á milli Hrauneyjafossvirkjunar og Vatnsfellsvirkjunar í gær. Óhappið varð þegar bifreiðarstjóri flutningabifreiðarinnar vék fyrir umferð. Kanturinn gaf sig með þeim afleiðingum að grafan valt af. Meira
12. október 1999 | Landsbyggðin | 203 orð

Afmælishátíð í Reykjanesbæ Íþrótta- og ungmennafél

Afmælishátíð í Reykjanesbæ Íþrótta- og ungmennafélagið fagnaði 70 ára afmæli Keflavík-Vegleg afmælishátíð var haldinn í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi þegar Keflavík - íþrótta og ungmennafélag fagnaði 70 ára afmæli. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 262 orð

Allt á floti í SA-Mexíkó

AP Allt á floti í SA-Mexíkó FLÓÐ af völdum úrhellisrigningar halda áfram að valda usla í suðausturhluta Mexíkó. Hér sést hvernig umhorfs er í þorpinu Tecolutla í mexíkóska fylkinu Veracruz. Yfir 253.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín í fylkjunum Veracruz, Puebla, Hidalgo og Tabasco vegna hamfaranna undanfarna viku. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ingimari Einarssyni, föður stúlku sem neitað var um greiðslu kostnaðar vegna læknisaðgerðar í London í júní 1998: "Morgunblaðið birtir sunnudaginn 10. október sl. fróðlegt viðtal við Karl Steinar Guðnason, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, um málefni stofnunarinnar. Þar tjáir Karl Steinar sig um mál dóttur minnar en hún gekkst á sl. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 334 orð

Aukin tækni getur fært konum meiri völd

FORMENN vinnuhópa ráðstefnunnar kynntu niðurstöður sínar á sunnudag en fjárframlög sem safnast hafa vegna verkefna, sem ýta á úr vör í kjölfar ráðstefnunnar, nema samtals um nær fimm hundruð milljónum króna. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Árétting vegna Austurstrætis 8-10

VEGNA greinar í fasteignablaðinu í dag um hönnun húss í Austurstræti 8-10 í Reykjavík vill Hlédís Sveinsdóttir arkitekt taka fram að á fyrri stigum komu arkitektarnir Orri Árnason og Gunnar Bergmann Stefánsson að hönnun hússins. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Breytt skipulag Skúlagötu

BORGARSKIPULAG auglýsir nú breytt deiliskipulag Skúlagötusvæðisins frá 1985, en breytingin varðar lóðina við Klapparstíg 20. Í stað opins svæðis er nú gert ráð fyrir íbúðarhóteli með níu íbúðum. Byggingarfyrirtækið Sérverk ehf. sótti um að fá að reisa íbúðarhótelið, en gert er ráð fyrir að það verði um 610 fermetrar, jarðhæð, tvær hæðir og ris. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Dagskrá

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Lagaskil á sviði samningaréttar. Frh. 1. umræðu. 2. Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum. Frh. 1. umræðu. 3. Verkaskipting hins opinbera og einkaaðila. Frh. fyrri umræðu. 4. Meðferð einkamála. 1. umræða. 5. Vöruhappdrætti SÍBS. 1. umræða. 6. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 160 orð

Deilt á kaþólsku kirkjuna

KAÞÓLSKA kirkjan í Skotlandi hefur valdið hörðum deilum með þeirri ákvörðun sinni að bjóða fjölskyldu tólf ára ófrískrar stúlku fjárhagsaðstoð velji stúlkan að fæða barnið. Hópar sem eru fylgjandi fóstureyðingum hafa harðlega gagnrýnt tilboð kirkjunnar og segja að það jafngildi mútum og að lífi og heilsu stúlkunnar sé stefnt í voða með því að leggja á hana að ganga með barnið. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 725 orð

Einbeitt, málefnaleg og trú sínum markmiðum

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var meðal gesta í Borgarleikhúsinu um helgina og flutti hátíðarræðu á laugardagskvöld. Hún segir ráðstefnuna hafa verið vel heppnaða, hún hafi verið einbeitt, málefnaleg og trú sínum markmiðum, auk þess sem vinnuhóparnir hafi, að hennar mati, sinnt verkefnum sínum af þekkingu. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Ekið á hross á Ólafsfjarðarvegi

EKIÐ var á tvö hross með skömmu millibili og á svipuðum slóðum á Ólafsfjarðarvegi sunnan Dalvíkur sl. sunnudagskvöld. Hrossin drápust bæði, ökumaður annars bílsins meiddist en báðir eru bílarnir mikið skemmdir. Í fyrra tilvikinu var fólksbíl ekið á hross við bæinn Kálfsskinn. Hrossið kastaðist upp á vélarhlíf bílsins og við það sprakk framrúðan. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 631 orð

Fagleg umfjöllun fjölmiðla mikilvæg í kvennabaráttu

KAZIMIERA Prunskiene gegnir nú þingmennsku og forsæti þverpólitísks hóps þingkvenna í Litháen. Hún segir faglega og frjálsa umfjöllun fjölmiðla og starf kvenna í jaðarhópum forsendur öflugrar kvennabaráttu. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fékk að mynda með fjölmiðlum

Fékk að mynda með fjölmiðlum ÞEGAR Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kom til Íslands á föstudag tóku menn eftir því að meðal ljósmyndara og kvikmyndatökumanna, sem fylgdust með á sérstökum palli, stóð 11 ára drengur og mundaði kvikmyndatökuvél fagmannlega. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 779 orð

Fékk góðar viðtökur við fyrstu umræðu

FRUMVARP til laga um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, fékk góðar viðtökur þegar það var tekið til fyrstu umræðu í þinginu í gær. Fögnuðu fulltrúar úr öllum þingflokkum því að slíkt lagafrumvarp skuli hafa verið lagt fram á Alþingi og kvaddi Davíð Oddsson forsætisráðherra sér m.a. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Fékk viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri

HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, tók á sunnudag á móti viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri, sem verið var að veita fyrsta sinni. Jónína Bjartmarz, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, sagði að ákveðið hefði verið að veita Clinton þessa viðurkenningu þar sem hún væri fyrirmynd kvenna og fyrir þá vinnu, sem hún hefði innt af höndum í þágu kvenna. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 314 orð

Forstjóramál flugstöðvar gagnrýnd

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að það hefði verið að undirlagi stjórnar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem ákveðið var að ráða ekki í starf forstjóra flugstöðvarinnar þrátt fyrir að starfið hefði verið auglýst laust til umsóknar í apríl síðastliðnum. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 3793 orð

Framfarir hjá konum og framfarir í lýðræði fara hönd í hönd

HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sagði í lokaræðu á ráðstefnunni um konur og lýðræði á sunnudag að það kynni að vera erfitt fyrir íbúa Norðurlanda og Bandaríkjanna að gera það sér í hugarlund, en við upphaf nýrrar aldar og lok átakamestu og blóðugustu aldar sögunnar væri fólk enn að láta lífið í baráttunni fyrir lýðræði. Meira
12. október 1999 | Landsbyggðin | 158 orð

Framkvæmdamenn á Rifi

Framkvæmdamenn á Rifi Ólafsvík-Þeir sem átt hafa leið um þjóðveginn við Rif í Snæfellsbæ undanfarnar vikur hafa tekið eftir því að miklar "framkvæmdir" eiga sér stað í börðunum við veginn. Hvernig sem viðrar eru alltaf nokkrir ungir menn að vinna þarna með stórvirkum vinnuvélum við vegalagningu, stíflugerð og þessháttar. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Framlög frá mörgum aðilum til verkefna

Næsta ráðstefna um konur og lýðræði í Litháen Framlög frá mörgum aðilum til verkefna RÁÐGERT er að jafnréttisskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar taki við verkefnum ráðstefnunnar Konur og lýðræði við árþúsundamót, sem lauk í Reykjavík á sunnudag. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fræðslufundur skógræktarfélaganna

Fræðslufundur skógræktarfélaganna SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, þriðjudaginn 12. október kl. 20.30. Þessi fundur er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar og er hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fundur fólks með geðhvörf

FYRSTI fundur hjá sjálfshjálparhópi fólks með geðhvörf verður haldinn fimmtudaginn 15. október. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7, Reykjavík. Fólk með geðhvörf er hvatt til að mæta en fundurinn hefst kl. 21. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 605 orð

Færri komast að en vilja

TÓNSKÓLI grunnskólanna í Grafarvogi hefur starfað inni í grunnskólum hverfisins frá árinu 1996, en í honum er boðið upp á forskóla fyrir hljóðfæraleik og píanókennslu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Hreiðar Sigtryggsson, annan af forstöðumönnum skólans. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 854 orð

Gerum okkur grein fyrir hlutverki Íslendinga

Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, á Þingvöllum Gerum okkur grein fyrir hlutverki Íslendinga HEIMSÓKN Hillary Rodham Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, til Íslands í tilefni af ráðstefnunni um Konur og lýðræði við árþúsundamót lauk á sunnudag eftir að hún hafði flutt lokaávarp ráðstefnunnar. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Gróska heldur fund um skattamál

GRÓSKA, samtök jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna, heldur opinn umræðufund um áhrif og tilgang skatta í Hlaðvarpanum miðvikudaginn 13. október kl. 20.30 undir yfirskriftinni "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er". Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 886 orð

Hafa staðsett litningasvæði sem geyma erfðavísa sjúkdómsins Með því að staðsetja litningasvæði sem hafa að geyma erfðavísa

ÍSLENSKUM vísindamönnum hefur í samvinnu við sænska starfsbræður tekist að staðsetja ákveðin litningasvæði sem sýnt þyki að hafi að geyma erfðavísa sem tengjast gigtsjúkdómi sem nefndur er rauðir úlfar. Dr. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 592 orð

Hafði kynnt sér málefni Íslands vel

HEIMSÓKN Hillary Rodham Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, til Íslands lauk á sunnudag og að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er Clinton geðfelld kona sem sýndi mikinn áhuga á landi og þjóð. Forsætisráðherra segir ljóst að ákvörðun Clinton um að taka þátt í ráðstefnunni hafi aukið aðdráttarafl og dregið að ýmsa virta þátttakendur. Það sýni þó e.t.v. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hafnarskógur stækkaður

Hafnarskógur stækkaður Hafin er framkvæmd landbótaáætlunar fyrir svæðið undir Hafnarfjalli í Borgarfirði. Græddir verða upp víðáttumiklir melar í Melasveit og trjám plantað til að skýla þjóðveginum. Þá verður Hafnarskógur tvöfaldaður til austurs. Skógurinn hefur þolað mikið vindálag, sjávarseltu og beit í langan tíma. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 1117 orð

Hafnarskógur tvöfaldaður Hafnarskógur tvöfaldast að stærð og víðáttumiklir melar verða græddir upp í landbótaáætlun fyrir svæðið

Hafnarskógur tvöfaldast að stærð og víðáttumiklir melar verða græddir upp í landbótaáætlun fyrir svæðið undir Hafnarfjalli. Auk þess verður gerð tilraun með að nota skjólbelti til að skýla þjóðveginum fyrir hinum illræmdu vindsveipum af Hafnarfjalli. Helgi Bjarnason kynnti sér áform og framkvæmdir. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Hlakka til að fá snjóinn

VINKONURNAR Aldís, Harpa og Laufey, sem allar eru í fyrsta bekk í Glerárskóla og meira að segja í fyrstu stofu, voru heldur kuldalegar á leið sinni í skólann í gærmorgun, enda er að koma vetur. Þær sögðu ljósmyndara sem hitti þær á leiðinni að þær hlökkuðu til að fá snjóinn. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 362 orð

Hofer ekki sleppt

HELMUT Hofer, þýzkur kaupsýslumaður sem dæmdur var til dauða í Íran fyrir að hafa átt vingott við innfædda stúlku, var formlega tilkynnt í gær að sá dómur væri úr gildi felldur. Þrátt fyrir það er honum enn haldið í fangelsi í Teheran. Dómstóll í Teheran lýsti hinn 29. september Hofer sýknan saka af þeirri ákæru sem hann var upphaflega dæmdur fyrir en lögmaður hans fékk dóminn fyrst í hendur í Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hryggbrotnaði á björgunarsveitaræfingu

TVÍTUGUR nýliði úr Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík var fluttur með alvarlegan bakáverka á slysadeild eftir slys á æfingu með sveitinni á sunnudag. Var maðurinn að æfa stökk í sjó fram í flotgalla og hryggbrotnaði er hann lenti í sjónum. Viðstaddir voru félagar hans sem voru við kennslu og æfingar og komu honum til aðstoðar ásamt lögreglu og Slökkviliði Reykjavíkur. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 540 orð

Iðgjöld ökutækjatrygginga hækka um 10%

HÓPUR breskra vátryggjenda undir forystu Ibex Motor Policies hjá Lloyd's hætti um síðustu mánaðamót að tryggja bíla hér á landi. Í þess stað hóf FÍB-trygging í lok síðustu viku sölu trygginga fyrir hóp annarra vátryggjenda hjá Lloyd's í London og mun DP Mann hafa þar forystu. Tilkynning um breytt fyrirkomulag er væntanleg til Fjármálaeftirlitsins frá systurstofnun þess í Bretlandi. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Í ökkla eða eyra í Breiðdalnum

Veiði í Breiðdalsá er lokið eins og víðast annars staðar og urðu lokatölur þar milli 130-140 laxar, en Þröstur Elliðason leigutaki sagðist eiga eftir að rukka nokkra haustveiðimenn um veiðiaskýrslur. "Einhver í hópnum var með átta laxa þannig að það safnast. Sjálfur veiddi ég lokadaginn 30.september og náði þremur löxum í klak á flugu áður en vatnið hljóp í kakó í rigningunni. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 252 orð

Jeltsín útskrifaður af sjúkrahúsi

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær, þar sem hann hlaut meðhöndlun við flensu um helgina. Forsetinn hélt að því búnu til sveitaseturs síns skammt utan Moskvu til að safna kröftum á ný. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

JÓHANN ÞORVALDSSON

JÓHANN Þorvaldsson fyrrverandi skólastjóri í Siglufirði er látinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Jóhann fæddist 16. maí 1909 á Tungufelli í Svarfaðardal. Hann lauk kennaraprófi árið 1932 og var kennari í einn vetur í Ólafsvík og á Suðureyri við Súgandafjörð næstu fimm. Jóhann var kennari við barnaskóla Siglufjarðar frá árinu 1938 til ársins 1973 og skólastjóri frá 1973­1979. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Konur í meirihluta í stjórn SSH

Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem lauk um helgina var kjörin ný stjórn, sem er að meirihluta skipuð konum. Þetta er í fyrsta skiptið sem konur eru fleiri en karlar í stjórninni. Formaður var kjörinn Erna Nielsen, Seltjarnarnesi. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 144 orð

Kynjamismunun fólgin í verði klippingar

Kynjamismunun fólgin í verði klippingar Melbourne. AP. JAFNRÉTTISNEFND Viktoríu- fylkis í Ástralíu hefur borist kvörtun vegna þess að brotið sé gegn jafnréttislögum með því að taka hærri greiðslu fyrir kvenklippingu en sambærilega karlmannsklippingu, en það er algengt víða um heim og þekkist einnig á Íslandi. Meira
12. október 1999 | Miðopna | 3503 orð

Kynjamisrétti nær til allra þátta samfélagsins Þjóðfélagsbyltingin sem átti sér stað eftir hrun kommúnismans í lok síðasta

UPPHAF þjóðfélagsbyltinganna í Austur-Evrópu var meðal annars markað af mótmælum verkalýðsfélaga, kirkju og pólitískra andófshópa sem unnu skipulega gegn ríkjandi stjórnarfyrirkomulagi á áttunda áratugnum. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

LEIÐRÉTT Nafn féll niður Í GREIN Jennu Jensdótt

Í GREIN Jennu Jensdóttur, Blær mannlífs og bóka, í blaðinu á sunnudag féll niður nafn Marianne Fredriksson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur harðstjóri Í Lesbókinni er frétt um andlát fadosöngkonunnar portúgölsku, Amaliu Rodrigues, og þar getið um portúgalskan harðstjóra sem steypt var af stóli 1974. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 173 orð

Lifði af þótt líkamshiti færi niður í 13,7 gráður

TUTTUGU og níu ára sænsk kona, Anna Elisabeth Bägenholm, lifði af dvöl undir ís þótt líkamshiti hennar færi allt niður í 13,7 gráður, að því er fram kemur í fréttum norska netblaðsins Nordlys. Anna er búsett í Narvík í Noregi og féll ofan í sprungu í skíðabrekku þar sem hún lá umlukin ísköldu vatni í um klukkustund áður en tókst að bjarga henni. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 973 orð

Líkur taldar á áframhaldi samstarfs CDU og SPD

KRISTILEGIR demókratar (CDU) undir forystu Eberhard Diepgen standa uppi sem sigurvegarar landsþingskosninganna í Berlín á sunnudaginn en flokkurinn hlaut 40,6% atkvæða. Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma (PDS) sem hlaut 17,7% atkvæða jók líkt og CDU fylgi sitt um rúm þrjú prósentustig. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 545 orð

Læti í börnum og unglingum um helgina

TALSVERT var tilkynnt til lögreglu um ónæði frá barna- og unglingahópum víðsvegar um borgina um helgina. Af því tilefni eru foreldrar minntir á að fylgja lögum um útivist barna. Á þessum árstíma mega börn undir 12 ára aldri ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13­16 ára mega ekki vera ein úti eftir klukkan 22. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Margir gestir í lokaathöfninni

Síðasti dagskrárliður ráðstefnunnar fór fram fyrir hádegi á sunnudag þegar niðurstöður vinnuhópa voru kynntar áður en Hillary Rodham Clinton flutti ávarp sitt. Margir gestir voru þar viðstaddir, m.a. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, dr. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 610 orð

Mikilvægt að raddir kvenna heyrist

HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, stýrði óvænt pallborðsumræðum á öðrum degi ráðstefnunnar en í umræðunum tóku þátt sex konur víðs vegar að úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa á einn eða annan hátt barist í þágu lýðræðis, mannréttinda og kvenréttinda. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Miklar hræringar á fyrirtækjamarkaði á Akureyri

ÓVENJU miklar hræringar hafa verið á fyrirtækjamarkaðnum á Akureyri undanfarin misseri. Fjölmörg fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar hafa keypt fyrirtæki í rekstri, sameinast fyrirtækjum í bænum eða komið með sína starfsemi inn á markaðinn. Samkvæmt lauslegri úttekt Morgunblaðsins er hér í langflestum tilfellum um að ræða fyrirtæki í verslun. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 467 orð

Minnihlutastjórn sósíalista heldur velli

SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Portúgal, undir forystu Antonios Guterres forsætisráðherra, vann sannfærandi sigur í þingkosningum á sunnudag en náði ekki hreinum þingmeirihluta. Minnihlutastjórn sósíalista er fyrsta ríkisstjórn Portúgals sem nær endurkjöri frá því lýðræði festi sig þar í sessi um miðjan áttunda áratuginn. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Minnisvarði reistur í Dýrafirði

100 ár liðin frá því þrír menn létust við að verja landhelgina Minnisvarði reistur í Dýrafirði MINNISVARÐI um þrjá íslenska sjómenn, sem létust fyrir einni öld við að verja landhelgina fyrir rányrkju bresks skips, var reistur í Dýrafirði í fyrrdag. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Mótmæla hernaði Rússa í Tsjetsjníu

ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur samþykkt ályktun þar sem er mótmælt hernaði Rússa í Tsjetsjníu þótt hann sé rekinn í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. Þingflokkurinn lýsir þungum áhyggjum af þeim mikla flóttamannavanda sem upp er kominn vegna átakanna og einnig af stjórnmálaástandinu í öllum norðurhluta Kákasus-svæðisins. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Móttaka í Listasafni Íslands

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra bauð gestum í lok ráðstefnunnar til móttöku í Listasafni Íslands. Við hlið hennar eru Ramuné Trakyminé og Rimantas Kairelis frá Litháen. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 14. október kl. 19. Kennsludagar verða 14., 18. og 19. október. Námskeiðið telst verða 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig hjá Reykjavíkurdeild RKÍ frá kl. 8­16. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Námsmannaíbúðir í Ásahverfi

UNDIRBÚNINGUR að byggingu fjölbýlishúss í Ásahverfi með íbúðum fyrir námsmenn er nú að komast á lokastig. Byggingin er samstarfsverkefni Garðabæjar og Félagsstofnunar stúdenta og er búist við að gengið verði frá samningum nú í október. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, hefur verið unnið að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Opinn fundur VG um umhverfismál

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð á Suðurlandi heldur annan opna fræðslufund sinn á þessum vetri miðvikudaginn 13. október á Kaffi krús, Selfossi, kl. 20. Á fundinum munu Hjörleifur Guttormsson, varaþingmaður VG og Sigurður Ingi Andrésson, kennari, fjalla um umhverfismál, virkjanir og stóriðju og aðra valkosti í orkuöflun. Meira
12. október 1999 | Landsbyggðin | 491 orð

Ómsjá notuð á hrútasýningu í Þistilfirði

Þórshöfn-Hrútasýning er alltaf merkilegur viðburður í sveitinni en ein slík var haldin á Gunnarsstöðum í Þistilfirði fyrir skömmu. Sýndir voru 32 veturgamlir hrútar frá bæjum í Þistilfirði og var sýningin hin glæsilegasta. Löng hefð er fyrir fjárrækt í Þistilfirði og er fjárræktarfélagið Þistill elsta ræktunarfélag landsins, stofnað árið 1940. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Ráðherra segir engin loforð hafa verið svikin

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði í gær að verið væri að vinna úr hugmyndum, sem fram komu eftir að ríkisstjórnin léði máls á því í janúar síðastliðnum að standa að byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni, og að tillögur í málinu yrðu lagðar fyrir Alþingi fyrr en síðar. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 110 orð

Ráðist gegn ólöglegum landnemabyggðum

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, hyggst láta leysa upp nokkrar ólöglegar landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Víst er talið að þannig muni hann reita landnema og harðlínumenn í ísraelskum stjórnmálum til reiði, en ákvörðunin hefur einnig vakið óánægju Palestínumanna. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Ráðstefna um umhverfismál á norðurslóðum

ÍSLENSK stjórnvöld stóðu fyrir ráðstefnu í Brussel í gær, mánudaginn 11. október, undir yfirskriftinni: "Umhverfisþættir norðlægu víddarinnar." Í titlinum er vísað í hina sk. norðlægu vídd Evrópusambandsins, sem Finnar hafa lagt áherslu á í formennskutíð sinni í ESB og miðar m.a. að lausn vandamála á Eystrasaltssvæðinu og NV- Rússlandi, auk heimskautasvæðanna. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ræninginn ófundinn

KARLMAÐUR sem framdi vopnað rán í söluturninum Spesíunni í Garðabæ skömmu eftir klukkan 23 á laugardagskvöld er ófundinn, en leit lögreglu að manninum hefur staðið yfir síðan um helgina. Ræninginn kom inn í söluturninn með riffil, ógnaði afgreiðslumanni með vopninu og hafði á brott með sér um 50 þúsund krónur. Afgreiðslumanninn sakaði ekki. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sambandsþing UMFÍ á Tálknafirði

FERTUGASTA og fyrsta sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið 16. og 17. október 1999. Þingið fer fram í íþróttahúsi Tálknfirðinga á Tálknafirði. Þingið verður sett af formanni UMFÍ, Þóri Jónssyni, kl. 9 á laugardeginum. Rétt til þingsetu hefur 131 fulltrúi frá 32 sambandsaðilum UMFÍ. Helstu mál sem tekin verða fyrir eru 4. unglingalandsmót UMFÍ sem halda á 4.­6. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Samstarf við fatlaða nemendur í Skandinavíu

FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra á Akureyri, FFA, hefur tekið upp samstarf við aðila í Tampere í Finnlandi, sem einnig koma að kennslu fatlaðra nemenda. Samskiptin fara fram í gegnum Netið og eru uppi hugmyndir um að fleiri komi að málinu, þ.e. að fjarlægustu byggðir í Skandanavíu tengist saman með þessum hætti og taki upp formlegt samband. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Síðdegisboð um lýðræði í Hlaðvarpanum

KONUR úr ýmsum kvennasamtökum hittust í Hlaðvarpanum, menningarmiðstöð kvenna, í Reykjavík á laugardag til þess að ræða málefni tengd ráðstefnunni. Um 30 konur hlýddu m.a. á Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, formann undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar, skýra frá gangi umræðnanna í Borgarleikhúsinu. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 489 orð

Spilling og eymd skyggja á lýðræðisþróun í Rússlandi

Yelena Potapova frá Vladimir í Rússlandi Spilling og eymd skyggja á lýðræðisþróun í Rússlandi Yelena Potapova er forseti utanríkismála- og þróunardeildar borgarþingsins í Vladimir. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Stefnt verði að stofnun nýs stjórnmálaafls

MIÐSTJÓRNARFUNDUR Alþýðubandalagsins lagði það til á fundi um helgina að stefnt verði að stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar með Alþýðuflokki, Samtökum um kvennalista og öðrum þeim sem vilja taka þátt í stofnun flokks undir merkjum Samfylkingarinnar. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Stofnunin aðskilin frá lögreglustörfum

TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á starfsemi Útlendingaeftirlitsins með nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Hefur stofnunin nú verið flutt frá embætti ríkislögreglustjóra og þar með undirstrikað, að þau störf sem Útlendingaeftirlitið sinnir séu í eðli sínu ekki lögreglustörf. Meira
12. október 1999 | Landsbyggðin | 243 orð

Stöð 2 og Tal styrkja stöðu sína í Borgarfirði

Reykholtsdal-Íbúum í uppsveitum Borgarfjarðar, frá Bæjarsveit um Reykholtsdal og upp í Húsafell, mun á næstunni gefast kostur á að sjá Stöð 2. Sendir hefur verið settur upp á Skáneyjarbungu í Reykholtsdal, og er verið að ganga frá uppsetningu og stillingum fyrir útsendingar. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Sýslumannshjónin velja ljóðin

LJÓÐAKVÖLD verða á Sigurhæðum - húsi skáldsins öll miðvikudagskvöld í október og nóvember. Erlingur Sigurðarsson forstöðumaður hússins hefur staðið fyrir slíkum kvöldum af og til undanfarna tvo vetur og flutt þar úrval ljóða eftir ýmsa höfunda. Í haust hefur hann fengið til liðs við sig ein hjón hverju sinni sem ráða dagskrá kvöldsins það skiptið. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 390 orð

Tala látinna líklega nær 30 en 40

BRESKA lögreglan sagði í gær að tala látinna í lestarslysinu nálægt Paddington-stöðinni í London í vikunni sem leið væri nú nær 30 en 40 og að ef til vill yrði aldrei hægt að ákvarða nákvæma dánartölu. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Telja að jafnræðisregla hafi verið brotin

SAMNINGUR, sem Reykjavíkurborg gerði við danska fyrirtækið AFA JCDecaux Ísland um uppsetningu auglýsingaskilta, sætti harðri gagnrýni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Samkvæmt samningnum verða ríflega fjörutíu skilti, sem svipar til gaflsins á hinum nýju strætóskýlum SVR, sett upp víðs vegar um borgina. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 766 orð

Tilfinningar í Íslendingasögum

Félag íslenskra fræða heldur fund í Skólabæ, Suðurgötu 26, annað kvöld. Þar mun Aldís Guðmundsdóttir halda erindi um tilfinningar í Íslendingasögum. Skyldu þær vera fyrirferðarmiklar í sögunum? "Já, þær eru það svo sannarlega að mínum dómi, það má segja að Íslendingasögurnar kraumi af tilfinningum. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Tíundi maðurinn í gæsluvarðhald

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. október í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í tengslum við rannsókn á stóra fíkniefnamálinu. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík á sunnudag og fékk efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hann úrskurðaðan í varðhald í gær. Meira
12. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Tónleikar í safnaðarheimili

BJÖRN Blomquist bassasöngvari og Magnus Svensson píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annaðkvöld, miðvikudagskvöldið 13. október, og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum flytja þeir m.a. verk eftir Jack Mattsson frá Álandseyjum og einnig eftir Jean Sibelius og Oskar Merikanto. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tónlist með hátíðarkvöldverði

Tónlist skipaði veglegan sess í dagskrá hátíðarkvöldverðar ráðstefnunnar á Hótel Íslandi á laugardagskvöld. Þar komu fram tríó skipað þeim Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, Auði Hafsteinsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur sem hér sést, Judith Gans og Jónas Ingimundarson, Björn Thoroddsen, Egill Ólafsson, Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 1039 orð

Um 100 viðburðir til að minnast sameiginlegrar sögu landanna Nýyfirstaðnir Kanadadagar snerust að mestu um viðskipti Íslands og

NÁLEGA eitt hundrað viðburðir verða settir á svið í Kanada þegar Kanada og Ísland halda sameiginlega upp á þúsund ára sögu á næsta ári. Víkingaskip mun taka land á Nýfundnalandi til að minnast landafundar Leifs Eiríkssonar og ýmislegt mun verða gert til að minnast þess að fyrstu landnemarnir settust að við Winnipeg-vatn fyrir 125 árum. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Umferðaröryggi verði aukið

skipulags- og umferðarnefnd fékk sent erindi í vor, þar sem farið var fram á að Lokinhamrar og Leiðhamrar yrðu gerðir vistlegri og umferðaröryggi aukið. Sá sem sendi erindið býr við Leiðhamra og í samtali við Morgunblaðið sagði hann að brýnt væri að eitthvað yrði gert í umferðarmálum Hamrahverfisins. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 3356 orð

Um ferðir Guðríðar

EIRÍKS saga rauða segir frá því er Eiríkur rauði fann og byggði Grænland árið 985 og landkönnunarferðum þeirra Þorfinns karlsefnis. Hún mun rituð á fyrri helmingi 13. aldar. Grænlendinga saga segir að ýmsu leyti frá sama efni en á nokkuð annan veg og er hún talin rituð fyrir miðja 13. öld. Hér fara á eftir kaflar þar sem segir frá Guðríði Þorbjarnardóttur og ferðum hennar. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 202 orð

Uppgötvaði leiðarvísi próteina

DR. G¨UNTER Blobel, sem starfar við Rockefeller-háskólann í New York, fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði á þessu ári. Hlýtur hann þau fyrir rannsóknir sínar á próteinum en þær hafa varpað ljósi á ýmsa arfgenga sjúkdóma. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Vel gekk að rýma hús

NÁGRANNAR Kötlu æfðu síðastliðinn laugardag viðbrögð við eldgosi og jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli. Meðal annars var æfð rýming húsa í Mýrdal, Álftaveri og Meðallandi. Æfingin gekk vel að sögn Sigurðar Gunnarssonar sýslumanns. Meira
12. október 1999 | Erlendar fréttir | 170 orð

Viðræðum ljúki fyrir lok 2000

RÁÐAMENN þeirra sex Mið- og Austur-Evrópuríkja, sem lengst eru komin á veg með að semja um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sögðu í gær að aðildarviðræðunum beri að ljúka fyrir lok næsta árs. "Við teljum að sambandið eigi að segja fljótlega hvenær það verður tilbúið til að fjölga aðildarríkjum. (... Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 582 orð

Vonandi fyrsta ráðstefnan af mörgum

SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, formaður undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar, segist ánægð með þann árangur sem þar hafi náðst. Vonast sé til að ráðstefnan í Reykjavík verði aðeins sú fyrsta af mörgum. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð

Væntir þess að málið verði tekið til rækilegrar skoðunar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við fyrstu umræðu um lagafrumvarp um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum, sem tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi, að hann vænti þess að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynnti sér rækilega með hvaða hætti væri staðið að þessum málum í öðrum löndum, Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 1764 orð

Þátttaka kvenna forsenda blómstrandi efnahagslífs

Herra forseti Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóri, kæru ráðstefnufulltrúar, dömur mínar og herrar. Mig langar að þakka forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddssyni, fyrir að veita mér tækifæri til að taka þátt í ráðstefnunni sem hér hefst í dag. Það er mér mikill heiður og sönn persónuleg ánægja að vera hér í Reykjavík og vera viðstödd þennan mikilvæga atburð. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þjóðkirkjan sjaldan verið sterkari

"ÞAÐ er skelfilegt hve hér þrífst í skjóli frjálsræðis starfsemi sem er angi af alheimsverslun með konur og varnarlaus börn," sagði biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, þegar hann setti 31. kirkjuþingið í safnaðarheimili Háteigskirkju í gær, og spurði svo: "Er ekki íhugunarefni að stöðugt lækkar viðnámsþröskuldur okkar fyrir því hvað er í lagi og hvað ekki?" Kirkjuþingið stendur yfir í níu daga. Meira
12. október 1999 | Innlendar fréttir | 884 orð

Ætlað að auka þátt kvenna í viðskiptalífi

NORRÆNI fjárfestingarbankinn (NIB) tilkynnti að lagðar yrðu fram 72 milljónir króna í lánasjóð fyrir konur í Eystrasaltslöndunum, sem stofna vilja eigið fyrirtæki. Peningunum er ætlað að hjálpa til við að auka þátt kvenna í viðskiptalífi í Eystrasaltsríkjunum. Meira

Ritstjórnargreinar

12. október 1999 | Leiðarar | 701 orð

EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA ­ OG RÆÐA

RÁÐSTEFNAN um konur og lýðræði, sem var haldin hér um helgina, verður eftirminnileg og á áreiðanlega eftir að skila umtalsverðum árangri. Það er ekki sízt að þakka Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sem flutti ræðu við lok ráðstefnunnar um hádegisbil á sunnudag, sem lengi verður í minnum höfð. Meira
12. október 1999 | Staksteinar | 359 orð

Sérkennileg ummæli forsetans um markaðinn og Alþingi

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, gerir setningu Alþingis að umræðuefni á vefsíðu sinni. Hann segir ummæli forseta Íslands um markaðinn og Alþingi sérkennileg og spyr, hvar markaðurinn hafi þrengt að Alþingi. Meira

Menning

12. október 1999 | Fólk í fréttum | 786 orð

Bíóin í borginni

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Eyes Wide Shut Yfir heildina fljótandi flott mynd um ítök kynlífs í hug og sálarástandi fólks. Stundum smekklaus og leik ábótavant en áhugaverð fyrir því. Meira
12. október 1999 | Kvikmyndir | 271 orð

Bleyjubossar í óbyggðaferð

Leikstjórar Igor Kovalyov, Norton Virgien. Handritshöfundur David N. Weiss, J. David Stein. Aðalraddir Elizabeth Daily, Christine Cavanaugh, Kath Soucie, Melanie Chartoff. Tónskáld . Teiknimynd. 80 mín. Bandarísk, Paramount 1999. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 140 orð

Cage á toppnum

LEIKARINN Nicholas Cage fer með aðalhlutverkið í vinsælustu mynd vikunnar á Myndbandalistanum, en í henni fer hann með hlutverk einkaspæjarans Tom Wells sem kynnist undirheimum ofbeldis og kláms þegar hann tekur að sér nýtt mál þar sem kvikmynd er eina vísbendingin. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 364 orð

Fangar, ráðherrar og draugabanar

Af föngum og frjálsum mönnum er ævisaga séra Jóns Bjarmans sem Bókaútgáfan Hólar sendir frá sér á næstunni. í kynningu segir að bókin sé "án vafa ein sú allra eftirminnilegasta sem hér hefur komið út í langan tíma, enda á séra Jón að baki ákaflega viðburðaríka ævi. Hann var meðal annars fyrsti fangaprestur landsins og nýlega skipaður þegar Geirfinnsmálið komst á dagskrá. Meira
12. október 1999 | Tónlist | 505 orð

Fínn básúnuleikari

Ingibjörg Guðlaugsdóttir flutti verk eftir Folke Rabe, Pergolesi, Philipe Gaubert, Kazimierz Serocki og Gustav Mahler, Judith Þorbergsson lék með á píanó. Laugardag kl. 16.00. ÞEGAR ungir tónlistarmenn kveðja sér hljóðs, rétt varla búnir að ljúka námi, býst maður allt eins við því að því fylgi talsverð spenna og "nervösitet". Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 441 orð

Frá því stærsta til hins smæsta

RAGNA Róbertsdóttir myndlistarmaður er meðal 9 listamanna sem þátt taka í sýningunni Microwave sem nýverið var opnuð í galleríinu 123 Watts við samnefnda götu í New York-borg. Myndlistarmennirnir koma úr öllum áttum og sameiginleg einkenni þeirra eru tempruð og hljóðlát framsetning verkanna sem eru í sterkri andstöðu við skarkala og hraða borgarinnar. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 261 orð

Frumsýning á verkum Brittens og Poulenc

DAGSKRÁ Íslensku óperunnar veturinn 1999­2000 hefst með óperutónleikum 14. og 15. október. Þar verða vinsæl verk óperubókmenntanna í flutningi Elínar Óskar Óskarsdóttur sóprans, Rannveigar Fríðu Bragadóttur mezzo-sóprans, Kolbeins Jóns Ketilssonar tenórs, Kórs Íslensku óperunnar og Gerrit Schuil píanóleikara. Þá frumsýnir Íslenska óperan La voix humaine (Mannsröddin) eftir Francis Poulenc 27. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 427 orð

Fulltrúar Reykjavíkur í Röddum Evrópu

Á ALþJÓÐLEGUM blaðamannafundi í Höfða sem haldinn var sl. laugardag var tilkynnt um þau tíu ungmenni sem valin hafa verið sem fulltrúar Reykjavíkur í stærsta samvinnuverkefni menningarborganna níu árið 2000. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 610 orð

Gítarveisla

til heiðurs Gunnari H. Jónssyni. Flytjendur voru Arnaldur Arnarson, Einar Kr. Einarsson, Kristinn H. Árnason, Pétur Jónasson og Símon H. Ívarsson. Laugardagur 9. október. SAGA hljóðfæraleiks á Íslandi er stutt og samkvæmt "Tónmenntum" Hallgríms Helgasonar (Menningarsjóður 1977) er fyrsta píanóið flutt til "Íslands á 18. öld en um miðja þá 19. Meira
12. október 1999 | Tónlist | 585 orð

Góður óbóleikur

Eydís Franzdóttir flutti einleiksverk eftir Britten, Castiglioni, Hilmar Þórðarson, Svein Lúðvík Björnsson og Drake Mabry. Sunnudagurinn 10 október 1999. ÓBÓ, eða blásturshljóðfæri með tvöföldu reyrblaðamunnstykki, er talið eitt af elstu hljóðfærum sögunnar, upprunalega talið samsett úr dýraýlu og flautulegg og ýmist nefnt hjarðpípa eða aulos í Grikklandi. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 102 orð

Guðný Guðmundsdóttir á geislaplötu

GUÐNÝ Guðmundsdóttir lauk nýverið hljóðritun á einleiksverkum fyrir fiðlu til útgáfu á geisladiski. Efnisskráin inniheldur Preludium og Dopperfuge yfir nafnið B-A-C-H eftir Þórarin Jónsson, Sónötu nr. 1 í g-moll eftir Johann Sebastian Bach, Sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Hallgrím Helgason og Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Gægist fram í salinn

VERIÐ er að sýna óperuna Wozzek frá árinu 1925 í Sydney í Ástralíu. Sérstakt þykir við sýninguna að hljómsveitin er á sviðinu ásamt söngvurunum og gefst því áhorfendum færi að fylgjast með óperunni frá allt öðru sjónarhorni en venjulega. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 171 orð

Harðjaxl í hefndarhug Gjaldskil (Payback)

Leikstjórn og handrit: Brian Helgeland. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Maria Bello og David Paymer. 114 mín. Bandarísk. Warner-myndir, september 1999. Aldurstakmark: 16 ár. MIKIÐ hefur verið gert af því að endurvinna gamlar kvikmyndaperlur undanfarin ár og "Payback" er afrakstur slíkrar aðgerðar. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 86 orð

Kynin kljást

KONUR og karlar hafa hingað til aðeins slegist utan hnefaleikahringsins og þá oft í illu. Bardagi Margaretar MacGregor og Lou Chow sem háður var síðastliðið laugardagskvöld var hins vegar af öðrum toga, í fyrsta lagi var hann háður í hringnum frammi fyrir fjölda áhorfenda og í öðru lagi eru þau Lou og Margaret mestu mátar og voru full tilhlökkunar fyrir keppnina. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 701 orð

Leitað upprunans

Í KVÖLD verður frumsýnd á Stöð 2 heimildarmyndin Frá Íslandi eftir Guðjón Arngrímsson, David Árnason og Stephen Lucas. Myndin hefur verið lengi í smíðum, fjármögnunarferlið verið langt og flókið þótt efnislega sé myndin næsta blátt áfram; þar er rakin saga ungrar stúlku, Petrínu Soffíu Arngrímsdóttur, Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 268 orð

Magnea Magnúsdóttir tilnefnd

TVÆR konur voru tilnefndar til H.C. Andersen-verðlaunanna af SÍUNG, samtökum barna- og unglingabókahöfunda innan rithöfundasambandsins, á Bókakaffi í Gunnarshúsi 7. október sl. Tilnefningin er í samvinnu við félagið Börn og bækur sem er Íslandsdeild IBBY-samtakanna. Tilnefndar voru þær Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum fyrir rithöfundaferil en Áslaug Jónsdóttir fyrir myndlistarferil. H. Meira
12. október 1999 | Myndlist | 369 orð

Málverk Magnúsar

Opið á verslunartíma til 14. september. MAGNÚS Kjartansson sýndi nýlega í Galleríi Sævars Karls mikla myndröð sem áður hafði verið sýnd á Spáni á Norðurlandahátíð fyrir nokkrum árum og vakið mikla athygli. Nú sýnir hann enn verk sem unnin eru fyrir nokkrum árum eða nálægt síðustu stóru sýningunni sem hann hélt á Kjarvalsstöðum. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 341 orð

Náttúrunnar glímutök

ÚRVAL sjö kvikmynda af alþjóðlegu Banff-fjallakvikmyndahátíðinni verður sýnt í Háskólabíói í kvöld og verða þar á meðal helstu verðlaunamyndir hátíðarinnar. Hátíðin var sett í gærkvöldi af Mike Mortimer, forseta kanadíska alpaklúbbsins. Athygli vekur að tvær myndanna, sem allar eru erlendar, eru teknar á Íslandi. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 211 orð

Nýtt efni kynnt til sögunnar

ALLIR sem vettlingi geta valdið og hafa gaman af hressilegri, nýrri, íslenskri tónlist ættu að mæta á Gauk á Stöng í kvöld. Þar mun hljómsveitin Klamedía X, sem á vordögum gaf út breiðskífuna Pilsner fyrir kónginn, skemmta gestum sem spila stóran þátt á þessu merka kvöldi því tónleikarnir verða hljóðritaðir. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 521 orð

Ótrúleg upplifun og spennandi keppni

UM FJÖGUR þúsund íslensk ungmenni stunda fimleika um land allt og hafa fulltrúar þeirra náð góðum árangri á Norðurlandamótum. Heimsmeistaramótið er haldið fjórða hvert ár og hafa þau Elva Rut Jónsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Dýri Kristjánsson og Rúnar Alexandersson sem eru fulltrúar Íslands á mótinu æft af kappi undanfarnar vikur og mánuði. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 327 orð

Tónleikar í tveimur heimsálfum

NET-AID tónleikarnir voru haldnir á laugardaginn og fóru fram á þremur stöðum; í London, Genf og New Jersey í Bandaríkjunum. Tónlistarveislan stóð í 11 klukkustundir og var varpað um heimsbyggðina á Netinu, í útvarpinu og á mörgum sjónvarpsstöðvum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti áhorfendur til að styrkja málefnið á vefslóðinni www.netaid. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð

Tónlist á vefnum

FYRSTA tónlistarverðlaunahátíðin sem heiðrar tónlistarmenn sem eiga miklum vinsældum að fagna á vefnum var haldin í Los Angeles á fimmtudag, í Húsi blústónlistarinnar. Margir fengu þar lof í lófa, en vinsældakosningin fór að sjálfsögðu fram á vefnum. Meira
12. október 1999 | Fólk í fréttum | 158 orð

Töfraði gesti upp úr skónum

FÆRRI komust að en vildu á skemmtistaðnum Spotlight á laugardagskvöldið þegar Páll Óskar Hjálmtýsson kynnti efni af væntanlegri plötu sinni, Deep Inside Paul Oscar. Auglýst hafði verið að Páll myndi hefja upp raust sína um eittleytið og hálftíma áður fylltist staðurinn af gestum á öllum aldri. Meira
12. október 1999 | Menningarlíf | 874 orð

Utangarðsfólk og sköpunargáfa

Geðheilsuherferð stendur nú yfir í Svíþjóð. Kristín Bjarnadóttirfylgdist með umræðum um efnið á nýafstaðinni Bókastefnu í Gautaborg og hefur kynnt sér bækur um fötlun vegna geðsjúkdóma. Meira

Umræðan

12. október 1999 | Aðsent efni | 314 orð

brietfemþhotmail.com

Við getum og viljum, segir Hildur Fjóla Antonsdóttir, hefja málefnalegar samræður við Quek, sem og hvern sem er, um klámiðnaðinn. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 1100 orð

Börnin okkar

Það vantar leikskólapláss, segir Kristín Blöndal, og það vantar starfsfólk til að vinna á leikskólunum. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 496 orð

Framtíð Háskólans ­ rannsóknarsetur eða kennslustofnun?

Það verður að móta stefnu um jafnvægi kennslu og rannsókna við Háskóla Íslands, segir Baldvin Þór Bergsson. Í því skyni stendur Vaka fyrir umræðufundi um framtíð Háskólans í kvöld kl. 20:30 í hátíðarsal Háskólans. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 347 orð

Gigtarlína Gigtarfélags Íslands, símaráðgjöf gigtarsjúklinga

Okkar von er, segir Jónína Björg Guðmundsdóttir, að þjónusta Gigtarlínunnar flýti nauðsynlegri meðferð og auki sjálfsábyrgð fólks í baráttunni við gigt. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 696 orð

Hvenær er nóg að gert?

Útgjaldaaukning ríkis og sveitarfélaga dregur úr verðmætasköpun einkarekstrar, segir Ingólfur Bender. Meira
12. október 1999 | Bréf til blaðsins | 158 orð

Morgunblaðið og reykingar

ÁKVÖRÐUN Halldórs Blöndals, forseta alþingis, um að senda þingmönnum bréf og banna þeim að reykja er leiðaraefni Morgunblaðsins. Er alþingisforseta hrósað mjög fyrir framtakið, og sannarlega á hann hrós skilið að hafa tekið á sig rögg og tilkynnt starfsmönnum sínum að þeim bæri líka að fara eftir lögum og reglugerðum sem alþingi hefur sjálft sett. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 1206 orð

Sálarskikinn Eyjabakkar Umhverfismál

Hönnunarvíman, sem virkjanasérfræðingar þjóðarinnar hafa verið í, segir Sigurlaugur Elíasson, hefur leitt af sér hrokafull áform. Meira
12. október 1999 | Bréf til blaðsins | 501 orð

"Sá sem gín við fölskum feng"

"HEILBRIGÐ sál í hraustum líkama. Áfengið á enga samleið með æskunni og íþróttum." Þetta voru heilræði sem þeir er stjórnuðu íþróttafélögum hér áður fyrr höfðu í heiðri og þóttu sjálfsögð. Ég man sérstaklega eftir atvikum þar sem íþróttamenn fengu áminningar og jafnvel brottrekstur ef þeir höfðu neytt áfengis. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 484 orð

Sjögrens-sjúkdómur ­ þreyta, þurrkur, þrautir

Fyrstu einkenni Sjögrens-sjúkdómsins, segir Björn Guðbjörnsson, gera oft á tíðum vart við sig áratug áður en sjúkdómurinn hefur tekið á sig auðkennilega sjúkdómsmynd. Meira
12. október 1999 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Skólamálayfirvöld framleiða baksjúklinga framtíðarinnar Frá Þorgerði M. Kristiansen:

ÉG get ekki lengur orða bundist! Í fyrrahaust byrjaði dóttir mín í Hagaskóla ­ fluttist úr grunnskóla yngri barna yfir í grunnskóla eldri barna. Önnur dóttir mín fór sömu leið nú í haust. Dætur mínar þurfa á venjulegum degi að taka með sér skólatöskur sem vega að meðaltali 8-10 kíló. Meira
12. október 1999 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Stígfarendur og myrkrið

EF okkur stígfarendum er annt um líf og heilsu, ber okkur að hafa endurskin og það sem betra er, blikkljós. Hjólendur og skitlar (fólk sem skýst fram á línuskautum) ættu auk þess að hafa luktir góðar til að lýsa veginn. Gangendur og hlaupendur sjást ekki vel með einföldum endurskinsmerkjum og vesti eða endurskinsbelti eru vel sjónbær í myrkrinu. Meira
12. október 1999 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Tilbúnir undir tréverk!

NÝLEGA var helgað eða vígt nýtt pípuorgel í Neskirkju og kirkjunni nokkuð breytt hið innra. Á vígsludaginn var fjöldi fólks viðstaddur, og mátti búast við að kirkjusókn ykist til muna við slíka aðgerð. Næsta sunnudag brá hins vegar svo við, að sárafátt fólk mætti í guðsþjónustu hjá prestinum, sem að þessu sinni var Örn Bárður Jónsson. Hann gegnir prestsþjónustu frá 1. september sl. Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 325 orð

Tölvur nýtast gigtarsjúklingum

Þess er vænst að upplýsingavefurinn nýtist gigtarsjúklingum, segir Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Slóðin er www.nordrit.org Meira
12. október 1999 | Aðsent efni | 768 orð

Um kynhneigð kirkjufólks Samkynhneigð

Ég bið þess, að kristin kirkja hafi Biblíuna að leiðarljósi, segir Ragnar Fjalar Lárusson, hún er grundvöllurinn, sem byggja skal á. Meira

Minningargreinar

12. október 1999 | Minningargreinar | 381 orð

Böðvar Hermannsson

Það er erfitt að setjast niður og ætla að koma orðum að hugsunum mínum og tilfinningum og skrifa um Bauja, sem var mjög stór hluti af lífi mínu og tilveru. Ég var harmi sleginn þegar ég fékk þær fregnir að Baui væri dáinn. Ég er varla búinn að átta mig á því enn. Við sem vorum nýkomnir heim úr sumarfríi á Spáni og farnir að huga að næstu ferð, þegar þetta hræðilega slys átti sér stað. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 342 orð

Böðvar Hermannsson

Það var sunnudaginn 3. október sem mamma sagði okkur fréttirnar, Baui frændi væri dáinn. Við vorum mjög lengi að trúa þessu og gerum ekki enn. Við eigum margar góðar minningar um hann, hann var einn af uppáhaldsfrændum okkar. Þegar við vorum yngri bjuggu hann og fjölskylda hans í næsta húsi og voru þær margar stundirnar sem við eyddum þar með krökkunum hans. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Böðvar Hermannsson

Fyrir fáeinum árum komu saman nokkrir vinir Friðþjófs bónda á Setbergi. Hópurinn var ekki stór í byrjun en tilefnið var undirbúningur að stofnun golfklúbbs og byggingu golfvallar í landi Setbergs. Böðvar Hermannsson var einn þessara manna. Þar kom fljótt í ljós einlægur áhugi hans og ákafi við að koma verkefninu af stað sem allra fyrst. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Böðvar Hermannsson

Fréttir af andláti Baua, vinar míns og frænda, voru mér mikið reiðarslag. Margar minningar koma upp í hugann um Baua frænda sem var orðinn mér svo kær vinur en erfitt er á slíkri stundu að koma orðum að tilfinningum þeim sem sækja á hugann. Baua hef ég þekkt frá því ég var strákur, þegar við Maggi vorum með dúfur og söfnuðum í áramótabrennur. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Böðvar Hermannsson

Það var sorgardagur þegar okkur bárust fréttir um andlát vinar okkar Böðvars Hermannssonar. Kynni okkar hófust þegar hann hóf búskap í Hafnarfirði með Jóhönnu Margréti Sveinsdóttur og Magnúsi syni hennar, sem hann gekk í föðurstað þannig að til fyrirmyndar var. Sú góða vinátta hefur haldist síðan. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 153 orð

BÖÐVAR HERMANNSSON

BÖÐVAR HERMANNSSON Böðvar Hermannsson fæddist á Þórsbergi 3. janúar 1946. Hann lést af slysförum 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásdís Reykdal, f. 30.9. 1914, d. 13.9. 1971 og Hermann Sigurðsson, f. 19.10. 1918, d. 15.4. 1991. Systkini hans eru Ragnheiður, f. 1947; Þórunn Jóhanna, f. 1948; Lovísa, f. 1949; Jóhannes, f. 1951, d. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 41 orð

INGIBJÖRG SOFFÍA PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN

INGIBJÖRG SOFFÍA PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN Ingibjörg Soffía Pálsdóttir Hjaltalín frá Brokey var fædd á Böðvarshólum í Vestur-Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1918. Hún lést 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 2. október. Jarðsett var í Narfeyri á Skógarströnd. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Ingibjörg S.P. Hjaltalín

Ingibjörg andaðist hér á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 25. september sl. rúmlega 81 árs að aldri. Hún var Húnvetningur, fædd í Böðvarshólum, Þverárhreppi, hinn 20. ágúst 1918. Hún fluttist til Reykjavíkur 11 ára að aldri og gekk þar í Ingimarsskóla, sem þá starfaði með úrvals kennurum, og sagðist hún hafa fengið þar góða undirstöðu í lífinu og hrósaði kennurum mikið. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 85 orð

Jón Kristinn Rögnvaldsson

Í minningu afa. Þegar lífi lýkur ljós Guðs svífur yfir andinn endurfæddur eilíflega lifir. Orð hans angurmæddum opnar veröld nýja herrans helgidóma himinveg án skýja. Fullnuð eru árin unnin stranga raunin afi þér við þökkum þú færð sigurlaunin. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 668 orð

Jón Kristinn Rögnvaldsson

Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er elsku afi minn dáinn. Það er á svona stundum sem mann setur hljóðan og maður fer að hugsa. Hugsa um gömlu góðu dagana og allar þær minningar sem maður á um hann afa. Afi var alveg frábær, hann var alltaf svo góður við mig og mér fannst alltaf svo gott að vera í kringum hann. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 97 orð

Jón Kristinn Rögnvaldsson

Elsku pabbi. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 127 orð

JÓN KRISTINN RÖGNVALDSSON

JÓN KRISTINN RÖGNVALDSSON Jón Kristinn Rögnvaldsson fæddist í Dæli í Skíðadal 26. janúar 1913. Hann lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir, f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982, og Rögnvaldur Þórðarson, f. 15. nóvember 1882, d. 26. mars 1967. Kristinn átti tíu systkini. Hinn 17. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 96 orð

Lárus H. Blöndal

Okkar elskulegi Lárus er látinn. Við höfum öll misst mikið. Sterk nærvera hans og lífsreynsla veitti ætíð huggun og styrk á erfiðum stundum. Við minnumst þess hve geislaði frá Lárusi, gleði og kátína á góðum stundum þegar fjölskyldan kom saman. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 383 orð

Lárus H. Blöndal

Í dag kveð ég hinstu kveðju föðurbróður minn Lárus H. Blöndal. Hann var elstur sex systkina, lifði þau öll og þótti það mest ofrausn af almættinu. Örlögin mótuðu lífsreynslu hans og þroska strax í bernsku. Þau ófu honum reynsluþrunginn ævidag ljóss og skugga, litríka ævi, og báru honum jafnt barmafullan bikar sorga og kaleik ljúfra unaðsstunda á langri ævi. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 912 orð

Lárus H. Blöndal

Þegar fregnin um andlát Lárusar Blöndals barst kom upp í hugann frásögnin í Gylfaginningu um glímu Þórs við Elli í híbýlum Útgarða- Loka. Lengi tókst Lárusi að standast við fyrir glímubrögðum elli kerlingar svo að það vakti undrun og aðdáun þeirra sem honum kynntust. Hann var til æviloka mikill að vallarsýn, teinréttur í baki og fyrirmannlegur. Helst var það að skert heyrn háði honum. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 1416 orð

Lárus H. Blöndal

Lárus fornvinur minn er horfinn úr þvísa ljósi, nær hálftíræður að aldri, fæddur árið 1905. Milli okkar voru næstum tveir tugir aldursára. En þegar við vorum saman fann ég þó aldrei annað en við værum jafnaldrar, nema hvað "minnisvídd" hans teygðist að sjálfsögðu lengra aftur í tímann, mér til fróðleiks og skemmtunar í samræðum okkar. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Lárus H. Blöndal

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Lárusar föðurbróður míns. Elsta eikin er fallin. Börn Haraldar afa og Margrétar ömmu eru nú öll gengin yfir móðuna miklu. Með fráfalli Lárusar er skarð fyrir skildi. En margs er að minnast og margt ber að þakka. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 741 orð

Lárus H. Blöndal

Látinn er í hárri elli tengdafaðir minn Lárus H. Blöndal. Í hárri elli segi ég. Hann eltist en andinn var óbugandi. Þrátt fyrir líkamleg áföll seinustu árin var hann sívirkur og frjór. Hann las mikið og grúskaði, fylgdist með fréttum og var óspar á álit sitt . Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Lárus H. Blöndal

Þegar litið er yfir feril Lárusar H. Blöndals, er lézt fyrir skömmu á 94. aldursári, sést, að hann fékkst við margt um dagana. Hann lagði að loknu stúdentsprófi 1927 stund á íslenzk fræði við Háskóla Íslands, en vann með námi að ýmsum störfum, var símavinnumaður, bankamaður, þingskrifari og starfsmaður í skrifstofu Alþingis og umsjónarmaður með bókasafni þingsins, Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 473 orð

Lárus H. Blöndal

Lárus Blöndal bóka- og skjalavörður var svo áhugasamur og næmur að hann varð einn þeirra manna sem eru vottar aldarinnar. Hann var ungur róttækur menntamaður og þroskaðist með straumum tímanna. Hann var hugsandi maður og andans maður í eiginlegum skilningi þessara orða, leitandi og kröfuharður við hugsun sína. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 449 orð

LÁRUS H. BLÖNDAL

LÁRUS H. BLÖNDAL Lárus H. Blöndal bókavörður fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1905. Hann lést 2. október síðastliðinn. Lárus var sonur hjónanna Margrétar Auðunsdóttur og Haralds Blöndals ljósmyndara. Systkin Lárusar voru Björn Auðunn, f. 21. ágúst 1908, d. 2. júní 1911; Sölvi hagfræðingur, f. 25. desember 1910, d. 11. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Lárus H. Blöndal Í dag er jarðaður Lárus afi minn. Hann var

Í dag er jarðaður Lárus afi minn. Hann var mér mjög kær. Þær eru mér minnisstæðar ferðirnar inn á Rauðalæk til ömmu Margrétar og afa þegar ég var strákur. Afi átti til að fara með okkur krakkana í bíó og best var þá ef hægt var að sjá skylmingamyndir. Þeirra naut hann jafnmikið og við. Afi var gjafmildur og fundvís á ýmislegt sem litlum dreng þótti til um. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 426 orð

Pétur Hraunfjörð Pétursson

Þessa vísu eftir Stefán frá Hvítadal fór Pétur Hraunfjörð oft með og fylgdi hugur eflaust máli því hann hafði förumannseðli. Nú er hann farinn langförum, þessi eftirminnilegi verkamaður, sagnaskáld og spakvitringur. Þegar ég var innan við tvítugt rakst ég stundum á hann á Skólavörðustígnum, sem var sú gata sem uppfóstraði mig. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 726 orð

Pétur Hraunfjörð Pétursson

Á fyrstu áratugum þessarar aldar var það ekki óalgengt að konur þyrftu að ganga til sláttar fram á síðasta dag meðgöngu. Og þannig var það með móður okkar Péturs. Hún var í kaupavinnu á Arnheiðarstöðum í Helgafellssveit til 3. sept. 1922. Þá hélt hún gangandi niður í Stykkishólm og kom þangað að áliðnum degi. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 441 orð

PÉTUR HRAUNFJÖRÐ PÉTURSSON

PÉTUR HRAUNFJÖRÐ PÉTURSSON Pétur Hraunfjörð Pétursson, verkamaður, skáld og alþýðulistamaður, fæddist í Stykkishólmi 4. september 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi í Reykjavík 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur J. Hraunfjörð skipstjóri frá Hraunsfirði, f. 14.5. 1885, d. 5.3. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 69 orð

Sigurður Torfi Sigurðsson

Elsku pabbi. Við söknum þín svo mikið og erum búnar að gráta síðan þú fórst frá okkur til guðs. Við elskum þig, elsku pabbi, en vitum að nú ertu engill og horfir niður til okkar. Viltu vernda okkur alla ævi, elsku pabbi. Nú ert þú í hjarta okkar þó að við sjáum þig ekki, og verður þú alltaf í hjarta okkar. Þínar litlu dætur, Theodóra og Thelma. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 79 orð

Sigurður Torfi Sigurðsson

Kveðja frá móður Elsku Torfi alla mína ástarkveðju flytja vil. Minningin um mildi þína mér í hjarta vekur yl. Brosin, sem að barn þú veittir, báru merki glaðri lund. Svörin glöðu, sem þú beittir, sífellt man ég hverja stund. Ótal mörgu bernskubrekin birtu senda nú til mín. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 323 orð

Sigurður Torfi Sigurðsson

Elsku Torfi minn. Nú sit ég hérna heima og reyni að festa á blað eitthvað til minningar um þig, en á mjög erfitt með að finna eitthvað sérstakt, því ef ég mætti ráða mundi ég geta skrifað heilt Morgunblað um samveru okkar í 30 ár. Það er svo erfitt að hafa þig ekki hér hjá okkur, því undanfarin ár var eitt alltaf öruggt, pabbi var heima enda þótt hann væri veikur. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Sigurður Torfi Sigurðsson

Elsku pabbi minn. Nú kveð ég að sinni og það er erfitt. Allt sem ég ætlaði að sýna og segja þér verð ég að vona að þú sjáir annars staðar frá. Enda þótt söknuðurinn sé mikill og erfiður veit ég að þér líður vel núna. Þú varst alltaf með öll svör og ef þú vissir þau ekki þá leitaðir þú að þeim, en oft á tíðum var þrjóskan mikil, þú vissir betur og í lokin var það þannig. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Sigurður Torfi Sigurðsson

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Elsku pabbi. Meira
12. október 1999 | Minningargreinar | 180 orð

SIGURÐUR TORFI SIGURÐSSON

SIGURÐUR TORFI SIGURÐSSON Sigurður Torfi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 30. október 1952. Hann lést á heimili sínu 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, f. 2.8. 1929, og Sigurður Ágústsson, f. 9.7. 1923, d. 30.7. 1981. Meira

Viðskipti

12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

18% nafnávöxtun síðustu 12 mánuði

SAMKVÆMT endurskoðuðu árshlutauppgjöri Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir fyrstu átta mánuði ársins, nemur nafnávöxtun hans 18% síðustu tólf mánuði og raunávöxtun fyrir sama tímabil er 13,3%. Alls greiddu 9.962 aðilar iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu að upphæð 1.235 milljónir króna. Lífeyrisgreiðslur námu 566 milljónum. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 62 orð

8,1% veltuaukning í smásöluverslun

RÚMLEGA 8% aukning varð á veltu í smásöluverslun fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar sem byggt er á virðisaukaskýrslum. Í morgunpunktum Kaupþings er bent á að velta stórmarkaða hafi aukist mikið á milli ára, eða um 26%, og nam hún 18,8 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins. Mikil aukning varð einnig í veltu apóteka, eða rúm 20%. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

BA velur Airbus og veldur Boeing áfalli

BREZKA flugfélagið British Airways ætlar að kaupa 12 A318-flugvélar af Airbus-flugiðnaðarsamsteypunni fyrir 470 milljónir dollara og er það mikið áfall fyrir Boeing-fyrirtækið, sem hefur vonazt til að ná fótfestu á markaði fyrir litlar 100 sæta þotur. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Deutsche í viðræðum við SBC

ÞÝZKI fjarskiptarisinn Deutsche Telekom leitar að alþjóðlegum samherja og á í viðræðum við Ameritech Corp. og SBC Communications, sem hafa fengið leyfi frá bandarískum yfirvöldum til að sameinast. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Einn æðstu manna AT&T segir af sér

BREIÐBANDS-, kapal- og netstjóri AT&T-fjarskiptarisans í Bandaríkjunum, sem kom fjármálum Tele- Communications Inc. á réttan kjöl, er á förum frá fyrirtækinu eftir sjö mánuði í starfi að þess sögn. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 483 orð

Eru vefsíður fyrirtækisins í lagi?

VAFALAUST hafa margir þeirra sem nýta sér Netið til að leita að upplýsingum og afþreyingu lent í þeirri aðstöðu að vefsíðan sem þeir hyggjast skoða finnst ekki. Oft koma þess í stað skilaboð á skjáinn þar sem segir t.d. "HTTP Error 404 ­ File not found". "Þetta getur haft slæmar afleiðingar fyrir fyrirtæki sem stundar upplýsingagjöf eða viðskipti á Netinu. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Evran er stöðug, bréf breytast lítið

EVRAN hélt velli gegn dollar í gær og hlutabréf hækkuðu lítilsháttar. Viðskipti voru með minna móti vegna frídaga í Bandaríkjunum og Japan. Góð byrjun í Wall Street hafði jákvæð áhrif á evrópskum verðbréfamörkuðum. Verð á svrópskum ríkisskuldabréfum hélzt stöðugt af því að Wim Duisenberg minntist ekki á í ræðu í París að evrópski seðlabankinn (ECB) mundi hækka vexti. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 410 orð

Fjórtán verslanir í Kringlunni og miðbænum

NTC hf., sem m.a. rekur tískuverslunina Sautján, hefur keypt öll hlutabréf í Evu ehf. Þar með verður til keðja 14 tískuverslana, með um 150 starfsmenn í Kringlunni og miðbænum. NTC hf. rekur fyrir verslanirnar Smash, Deres og Morgan, auk Sautján. Undir merkjum Evu hf. eru tískuverslanirnar Eva, Gallery og Centrum, ásamt húsgagnaversluninni Company. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 353 orð

Lausnir fyrir þráðlaus fjarskiptatæki

FYRIRTÆKIN Stefja og Teymi hafa tekið upp samstarf um að bjóða fyrirtækjum lausnir fyrir þráðlaus fjarskiptakerfi. Samstarfið felur í sér að fyrirtækin munu vinna í sameiningu að kynningu lausna fyrir fyrirtæki sem vilja nota þráðlaus handtæki, eins og GSM-síma og handtölvur sem byggja á Palm OS, Windows CE og Symbian's EPOC-stýrikerfi, Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Nestle SA semur um sölu deilda

NESTLE SA í Sviss hefur samið um sölu hluta Evrópudeildar, sem hefur haft frystan mat á sínum snærum, og mestalla Findus-deildina í bandarísk-sænsku fjárfestingarfélagi. Velta fyrirtækjanmna nemur 592,9 milljónum dollara og kaupandinn er EQT Scandinavia BV. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Netbankaþjónusta í gegnum farsíma

TVEIR stærstu bankar á Norðurlöndum, Handelsbanken og MeritaNordbanken, hafa greint frá fyrirætlunum um að bjóða viðskiptavinum sínum upp á netbankaþjónustu í gegnum farsíma, að því er fram kemur í Financial Times. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Ránarborg keypti hlut KG í SH

RÁNARBORG ehf., eignarhaldsfyrirtæki Þorsteins Vilhelmssonar, var kaupandinn að 5,5% hlut Kristjáns Guðmundssonar hf. á Rifi í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem seldur var í síðustu viku. Nafnvirði bréfanna var 82,8 milljónir króna, en þau voru seld á genginu 4,45. Kaupverðið er því ríflega 368 milljónir króna. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Útlánaaukning sparisjóðanna síst meiri

GUÐMUNDUR Hauksson sparisjóðsstjóri telur ábendingar Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra um nauðsyn þess að lánastofnanir dragi úr útlánum og gæti að öryggi í útlánum, bæði til einstaklinga og fyrirtækja, fyllilega eðlilegar í ljósi þess að nú ríkir þensla í þjóðfélaginu og hlutverk Seðlabankans sé að draga úr því ástandi. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Viðskipti með ÍS enn í skoðun

KÖNNUN á miklum viðskiptum með hlutabréf Íslenskra sjávarafurða fyrir sameiningu fyrirtækisins við SÍF stendur enn yfir hjá Verðbréfaþingi Íslands og Fjármálaeftirlitinu. VÞÍ hefur afhent Fjármálaeftirlitinu gögn sem þingið óskaði eftir frá þingaðilum og fékk afhent í síðustu viku. Meira
12. október 1999 | Viðskiptafréttir | 488 orð

Össur hf. hækkar um 46% frá útboði

VIÐSKIPTI með hlutabréf í Össuri hf. námu 126 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær, á fyrsta skráningardegi félagsins á Aðallista VÞÍ. Gengi bréfanna fór hæst í 37 yfir daginn en endaði í 35. Í almennu hlutafjárútboði Össurar í síðasta mánuði var gengi bréfanna 24. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur því hækkað um 46% frá útboðsdegi. Markaðsverðmæti Össurar hf. Meira

Daglegt líf

12. október 1999 | Neytendur | 687 orð

Aukin neysla grænmetis er heilsufarslegur ávinningur neytenda

MÁLÞING um gæði grænmetis frá sjónarhóli neytenda var haldið í stofnun Matvælarannsókna fyrir skömmu. Meginefni málþingsins var kynning niðurstaðna verkefnis um gæði innlends og innflutts grænmetis. Auk þess fjallaði Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, um erlendar rannsóknir sem sýnt hafa að aukin grænmetisneysla getur minnkað líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum. Meira
12. október 1999 | Neytendur | 30 orð

Föndurvörur

B. MAGNÚSSON HF. hefur borist nýtt tölublað sænska pöntunarlistans Panduro, sem býður föndurvörur til sölu. Tímaritið kynnir einnig nýjungar og hugmyndir í föndurgerð, sem meðal annars snúa að jólaföndri. Meira
12. október 1999 | Neytendur | 366 orð

Íslenskar lambalærissneiðar Helmingi ódýrari í Illum í Danmörku en í N

"VIÐ höfum selt töluvert magn af þremur lærisneiðum í pakka til Danmerkur sem vega þá á bilinu 500-700 grömm og 25 krónur danskar er langt undir kostnaðarverði," segir Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Meira
12. október 1999 | Neytendur | 128 orð

Prakkaraduft í krakkapökkunum

Krakkapakkalínan frá Kjörís samanstendur af gulum og grænum flaugum og vanillu íspinna. Í hverri pakkningu eru 8 pinnar. Þessa dagana er verið að dreifa í verslanir krakkapökkum sem innihalda nýjung eða 4 dósir af prakkarapúðri. Prakkarapúður er sykurduft sem hægt er að dýfa pinnanum í eða borða sér. Meira
12. október 1999 | Neytendur | 113 orð

Vörur úr aloe vera- plöntunni

MEDICO ehf. hefur hafið dreifingu á nýjum heilsuvörum unnum úr aloe vera-plöntunni, sem notið hefur vinsælda sem lækningajurt á þessum áratug. Um er að ræða fæðubótarefni sem ber nafnið Aloe Vera Maximum Strength Juice, sem er blanda af heilum blöðum og hreinu hlaupi aloe vera-plöntunnar. Meira

Fastir þættir

12. október 1999 | Í dag | 26 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 12. október, verður níræður Sigurður Ingvarsson, eldsmiður, áður til heimilis að Granaskjóli 15. Sigurður dvelur nú á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Meira
12. október 1999 | Í dag | 370 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús í safnaðarheimilinu fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14­16. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 14 fyrir 6­7 ára börn, kl. 15. Meira
12. október 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. apríl í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Anna María Kristjánsdóttir og Karl Sigurður Guðmundsson. Heimili þeirra er á Bogaslóð 10. Meira
12. október 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars sl. í Garðakirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Þórhalla Ágústsdóttir og Gísli Ölver Sigurðsson. Heimili þeirra er í Fögruhlíð 5, Hafnarfirði. Meira
12. október 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Tanya Valdimarsdóttir og Theodis S. Bell. Heimili þeirra er í Salt Lake City, Bandaríkjunum. Meira
12. október 1999 | Fastir þættir | 650 orð

Hestar/fólk

SUÐRI frá Holtsmúla gerði sem kunnugt er góða ferð í reiðhöllina á Ingólshvoli í vor þegar hann hljóp þar nokkra hringi án hnakks og knapa og heillaði menn svo upp úr skónum að það fylltist hjá honum á augabragði. Áhrifa ferðarinnar gætir enn því upppantað er undir hestinn á næsta ári. Meira
12. október 1999 | Í dag | 212 orð

Höfum ljósin kveikt MÓÐIR bla

MÓÐIR blaðburðardrengs hafði samband við Velvakanda og vildi hún minna fólk á að hafa ljósin við útidyrnar kveikt á morgnana. Segir hún að það sé orðið svo dimmt á morgnana að erfitt sé fyrir blaðburðarfólkið að sjá til í myrkrinu. Meira
12. október 1999 | Dagbók | 731 orð

Í dag er þriðjudagur 12. október, 285. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 12. október, 285. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm. 12, 17.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Arctica kom og fór í gær. Meira
12. október 1999 | Fastir þættir | 1866 orð

Landsmótin í naflaskoðun á ársþingi

Landsmótin í naflaskoðun á ársþingi Landsmót hestamannafélaga hefur í sögu landssamtaka hestamanna verið hápunktur og þungamiðja hestamennskunnar allt frá því fyrsta mótið var haldið, 1950, til þessa dags. Meira
12. október 1999 | Í dag | 21 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 12. október, eiga 25 ára hjúskaparafmæli Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Baldvin Einarsson, Njálsgötu 73, Reykjavík. Þau eru að heiman. Meira
12. október 1999 | Fastir þættir | 486 orð

TR efst í Íslandsflugsdeildinni

8.­10.10. 1999 TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur hlotið 25 vinninga og er með tveggja vinninga forystu í Íslandsflugsdeildinni 1999­2000 þegar fyrri hluta keppninnar er lokið. Í fyrri hlutanum eru tefldar fjórar umferðir, en alls eru tefldar sjö umferðir. Íslandsflugsdeildin er efsta deildin í deildakeppni Skáksambands Íslands, sem er liðakeppni á milli allra taflfélaga landsins. Meira
12. október 1999 | Fastir þættir | 898 orð

Um endalokin Sýndarheimur mun farast og nýr koma í staðinn, hann mun s

Sýndarheimur mun farast og nýr koma í staðinn, hann mun stíga niður af sæberhimni tölvunarðanna eins og ný Jerúsalem af himni Guðs. Meira
12. október 1999 | Fastir þættir | 871 orð

Um söguna Endirinn lúrir í fjarlægri nálægð, sífelldlega skotið á frest.

Mikilvægi sögunnar í þekkingarkerfi mannsins jókst verulega á síðustu öld. Sköpunarverkið var ekki kyrrstætt og eilíft, eins og skynsemishyggja upplýsingarinnar sá það, heldur síbreytilegt og forgengilegt, hver hlutur var háður framrás tímans, hver hlutur átti sér sögu. Meira
12. október 1999 | Í dag | 768 orð

ÞAÐ er með ólíkindum hve erfitt getur verið að ná sambandi við lækna. Víkverji þarf þ

ÞAÐ er með ólíkindum hve erfitt getur verið að ná sambandi við lækna. Víkverji þarf því miður að eiga regluleg samskipti við lækni og þarf að taka lyf daglega. Víkverji er hjá ákveðnum lækni vegna þessa og á að fá lyfjaskammtinn hjá honum með ákveðnu millibili. Meira
12. október 1999 | Í dag | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. ­­­ Heiðarbúar, glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn ég treð með hundi og hesti hraun, ­ og týnd er lestin öll. Meira

Íþróttir

12. október 1999 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA UMFA 3 3 0 0 85 73 6FRAM 3 3 0 0 80 72 6KA 3 2 0 1 82 66 4HAUKAR 3 2 0 1 85 74 4ÍR 3 2 0 1 73 66 4FH 3 2 0 1 68 66 4ÍBV 3 1 Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 297 orð

Aftur dynur ógæfan yfir Rússa

RÚSSAR, sem sneru blaðinu við eftir hræðilega byrjun í keppni fjórða undanriðils Evrópumótsins, (þeim sama og Íslendingar léku í) voru aðeins fjórum mínútum frá því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Þeir voru yfir gegn Úkraínumönnum á Luzhniki-vellinum í Moskvu er fimm mínútur voru eftir, en þá dundi ógæfa þeirra yfir. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 427 orð

ALLIR leikmenn íslenska land

ALLIR leikmenn íslenska landsliðsins héldu til félaga sinna í Evrópu nema Ríkharður Daðason og Auðun Helgason, leikmenn Víkings frá Stavangri, en þeir þurftu ekki að mæta til Noregs fyrr en á mánudegi og hugðust nýta daginn til þess að skoða sig um í París. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 122 orð

Armenar unnu létt

ARMENAR áttu ekki í neinum vandræðum með Andorrabúa í lokaleik liðanna í 4. riðli. Armenar sigruðu 3:0 í Andorra la Vella og engu skipti þótt þeir væru einum færri í klukkustund. Armenar tóku snemma öll völd á vellinum og gerðu fyrsta markið á 26. mínútu. Var þar að verki Artur Petrosyan sem nýtti sér skelfileg mistök markvarðar Andorra og skoraði með næsta auðveldum hætti. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 49 orð

Arnar Jón og Reynir í Noregi

ARNAR Jón Sigurgeirsson, unglingalandsliðsmaður úr KR, dvelur þessa dagana til reynslu hjá norska 1. deildarliðinu Lyn. Fór Arnar til Noregs beint frá Frakklandi, þar sem hann lék með unglingalandsliðinu (U-21) á laugardag. Þá fór Skagamaðurinn Reynir Leósson til að kanna aðstæður hjá úrvalsdeildarliðinu Molde. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 103 orð

Aron maður leiksins

ARON Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði sex mörk og var útnefndur maður leiksins þegar dönsku meistararnir í Skjern slógu hollensku meistarana í Sittardia út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Skjern vann leikinn í Hollandi með sex marka mun, 28:22. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 965 orð

Betra en ég hafði látið mig dreyma um

Guðjón Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn í París Betra en ég hafði látið mig dreyma um Guðjón Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að árangur liðsins í undankeppni Evrópumótsins væri betri en hann hefði getað látið sig dreyma um fyrirfram. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 508 orð

BJARKI Gunnlaugsson sat allan tímann á

BJARKI Gunnlaugsson sat allan tímann á varamannabekknum á laugardag er lið hans, Preston North End, vann góðan 1:0-sigur á Bristol City í ensku 2. deildinni. WALSALL er enn í fallsæti í 1. deildinni, þrátt fyrir 1:0-sigur á Birmingham á laugardag. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 131 orð

Bjarni og Friðrik unnu einu sinni hvor

Bjarni Skúlason og Friðrik Blöndal unnu eina viðureign hvor í sínum flokkum á heimsmeistaramótinu í júdó í Birmingham á Englandi. Bjarni keppti í -81 kg flokki og vann andstæðing frá Venesúela í fyrstu umferð. Bjarni skoraði koka og síðan yogo og nægði það til sigurs. Í næstu umferð tapaði Bjarni fyrir Úkraínumanni og var þar með úr leik. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 142 orð

Cardaklija þjálfar Sindra

BOSNÍUMAÐURINN Hajrudin Cardaklija var um helgina ráðinn þjálfari Sindra frá Hornafirði sem leikur í 1. deild næsta keppnistímabils. Hann hefur verið markvörður liðsins síðustu tvö ár og mun halda því áfram. Samningur hans við Sindra er til eins árs. Cardaklija, sem einnig mun þjálfa 2. og 3. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 422 orð

Erfið tíð í nánd hjá Fylki Farið nú a

Erfið tíð í nánd hjá Fylki Farið nú að spila handbolta, dómarar og leikmenn. Það er hundleiðinlegt að horfa á þetta!" Þetta hrópaði einn áhorfenda í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði er Haukar og Fylkir áttust við í 1. deild karla á Íslandsmótinu í handknattleik á sunnudagskvöld. Það er í eðli lítilmagnans í íþróttum, a.m.k. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 379 orð

Essen steinlá heima

Mörg óvænt úrslit urðu í þýsku deildinni í handbolta um helgina. Tusem Essen beið sinn stærsta ósigur á heimavelli í sögunni, 33:21, fyrir Nettelstedt og Nordhorn tapaði óvænt stigi á heimavelli með 21:21 jafntefli við Frankfurt. Klaus Schorn, aðaleigandi Tusem Essen, var ekki ýkja glaður eftir leikinn við Nettelsted á sunnudag. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 107 orð

Eyjólfur með met

EYJÓLFUR Sverrisson setti met í Evrópukeppni landsliðs, er hann skoraði glæsimark sitt gegn Frökkum í París. Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora mark í tveimur leikjum í röð á heimavelli Frakka í Evrópukeppninni. Eyjólfur skoraði mark gegn Frökkum í París í EM-leik 1991, er hann kom inn á sem varamaður. Frakkar unnu þá 3:1. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 736 orð

Fékk kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds

FRÖNSKU blöðin L'Equipe og Le Journal du Dimanch fóru yfirleitt fögrum orðum um frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn heimsmeisturum Frakka á Stade de France á laugardaginn. Fyrirsögn Le Journal du Dimanch um leikinn var á þá leið að leikurinn hafi boðið upp á mikla spennu ­ fengið kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 1283 orð

Frakkar voru sem frosnir

Íslenska landsliðið hefur mörg afrek unnið í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Gísli Þorsteinsson fylgdist með því er landsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt, á þjóðarleikvangi Frakklands ­ Stade de France ­ í útjaðri Parísar, er það vann upp tveggja marka forystu heimsmeistara Frakka, í einum magnaðasta leik sem það hefur leikið. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 356 orð

Fram vill kaupa Gunnleif af KR

FRAMARAR hafa lagt fram formlega fyrirspurn til KR vegna markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar. Vilja þeir kaupa Gunnleif, sem samningsbundinn er vesturbæjarliðinu. Fleiri breytingar á leikmannahópi Framara standa fyrir dyrum. Erlendur Magnússon, formaður leikmannanefndar Fram ­ Fótboltafélags Reykjavíkur hf., staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 189 orð

Geri það sem ég kann

FRAKKAR voru óhressir með viðureign Alain Boghossioan og Heiðars Helgusonar undir lok leiks Íslands og Frakklands á Stade de France á laugardag þar sem Boghossioan lá óvígur eftir. Í íþróttablaðinu L'Equipe segir að Heiðar hafi gengið of langt í baráttu við leikmanninn. Boghossioan varð að fara af velli, en hann er ekki sagður alvarlega slasaður, að sögn blaðsins. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 146 orð

Grímur næsti formaður Vals

AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar Vals verður haldinn í kvöld. Þar mun ný stjórn væntanlega taka við og verður Grímur Sæmundsen, fyrrum leikmaður Vals, næsti formaður deildarinnar. Með honum inn í stjórnina koma m.a. Guðmundur Þorbjörnsson, Hörður Hilmarsson, Ólafur Már Sigurðsson og Brynjar Níelsson. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 275 orð

Guðjón og Eggert ræddu málin

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hitti Eggert Magnússon, formann KSÍ, að máli síðdegis í gær og ræddu þeir þjálfaramál liðsins. Samningur Guðjóns við KSÍ rennur út um mánaðamótin. "Við ræddum málin," sagði Guðjón í gær. Hann sagði að ákveðið hefði verið að þeir hittust aftur, ef ekki í dag þá á morgun. Hann sagðist eiga frekar von á að málin skýrðust nú í vikunni. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 113 orð

Guðjón vildi vítaspyrnu

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að það hefði átt að fá víti er Laurent Blanc, varnarmaður franska liðsins, braut á Eyjólfi Sverrissyni, fyrirliða íslenska liðsins, inni í vítateig þess franska í seinni hálfleik. "Blanc togaði Eyjólf niður. Þetta var árás inni í vítateig og ekkert annað en víti. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 217 orð

Guðmundur frá í fjórar vikur

Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður Nordhorn í Þýskalandi, lenti í samstuði við einn leikmanna Frankfurt í leik á sunnudaginn með þeim afleiðingum að liðband í innanverðu vinstra hnéi Guðmundar tognaði illa. Verður hann frá keppni af þeim sökum í þrjár til fjórar vikur. "Liðbandið er sem betur fer ekki slitið," sagði Guðmundur í gær. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 449 orð

Hermann til Wimbledon fyrir metfé

ENSKA úrvalsdeildarliðið Wimbledon keypti í gær íslenska landsliðsmiðvörðinn Hermann Hreiðarsson frá Brentford fyrir metfé ­ 290 milljónir króna. Þar með er Hermann, sem er 26 ára, dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 243 orð

Hélt að við færum með sigur af hólmi

"ER við jöfnuðum leikinn hafði ég á tilfinningunni að við mundum fara með sigur af hólmi. Ég hafði þessa sömu tilfinningu fyrir leik og jafnvel í stöðunni 2:0 fyrir Frakka. Er Eyjólfur skoraði sagði ég með sjálfum mér að sigurinn væri okkar. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 383 orð

"Hlakka mjög til vígslunnar"

"ÉG hlakka mjög til vígslunnar ­ get varla beðið," sagði Hermann Hreiðarsson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. Þá var Eyjamaðurinn staddur heima hjá Ron Noades, eiganda Brentford, að snæða kvöldverð ásamt fjölskyldunni. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 344 orð

Íslendingarnir byrjuðu vel hjá Uerdingen

ÍSLENSKU leikmennirnir Stefán Þór Þórðarson og Sigurður Örn Jónsson stóðu sig vel í fyrsta leik sínum með þýska 3. deildarliðinu KFC Uerdingen á laugardag. Voru þeir báðir í byrjunarliðinu er Uerdingen gerði 3:3-jafntefli við áhugamannalið Bochum. Stefán Þór skoraði í sínum fyrsta leik og hörkuskalli Sigurðar Arnar varð einnig að marki. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 141 orð

Íslenska liðið í fjórða sæti

Íslenska ungmennalandsliðið tapaði fyrir því franska 2:0 í Frakklandi á laugardag. Um var að ræða síðasta leik íslenska liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar og hafnað liðið í fjórða sæti af fimm, hlaut sex stig en Armenar urðu neðstir með fjögur stig. Frakkar, sem unnu leikinn gegn Íslandi sannfærandi, urðu efstir með 19 stig. Rússar urðu í öðru sæti og Úkraína í þriðja sæti. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 285 orð

Íslenska uppreisnin brotin á bak aftur

LANDSLEIKUR Íslendinga og Frakka á þjóðarleikvanginum í París vakti mikla athygli um gervalla Evrópu. Í grein breska dagblaðsins Guardian, undir fyrirsögninni "Heimsmeistararnir brjóta uppreisn Íslands á bak aftur", sagði að þótt sigur Frakka hefði tryggt þeim þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins, hefði þetta verið dýrðarkvöld Íslendinganna, Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 96 orð

Katrín heiðruð hjá Kolbotn

KATRÍN Jónsdóttir lagði upp seinna mark Kolbotn er liðið lagði Asker 2:0 í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Með sigri féll Asker af toppi deildarinnar en liðið mætir Klepp, sem er efst, í lokaumferðinni. Kolbotn er í fjórða sæti en kemst ekki ofar fyrir síðustu umferðina. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 41 orð

Kaupverð í áföngum

KAUPVERÐ Hermanns er tæpar 300 milljónir, en það er þó greitt milli Brentford og Wimbledon í áföngum. Stærstur hluti upphæðarinnar, eða um 170 milljónir króna, greiðist strax en afgangurinn í áföngum eftir fjölda leikja Hermanns með hinu nýja liði. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 345 orð

Kliður fór um stúkuna

"VIÐ vorum í slæmri stöðu í hálfleik en höfðum ætíð trú á að við gætum skorað, þó að það væri ekki nema eitt mark. Við gerðum góða hluti í seinni hálfleik og stundum vantaði herslumuninn á að við kæmust oftar að marki franska liðsins," sagði Rúnar Kristinsson. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 174 orð

Kristján hjá Admira Wacker

KRISTJÁN Brooks, framherji Keflvíkinga, hefur dvalið í Austurríki undanfarna daga við æfingar hjá hinu þekkta liði Admira Wacker. Kom Kristján til Austurríkis á laugardag og verður fram á föstudag. Forráðamenn Admira hafa fylgst vel með Kristjáni í sumar, en hann átti mjög gott tímabil með Keflvíkingum. Fór hann meðal annars út í júlí og kannaði þar aðstæður. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 241 orð

Líklegt að Rúnar hafi tryggt sér ÓL-sæti

RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, keppti á heimsmeistaramótinu í fimleikum í Tianjin í Kína í gær og hlaut samtals 53,712 stig í einkunn og varð í 46. sæti en 36 þeir efstu komust úrslit í fjölþraut. Árangur Rúnars tryggir honum sennilega keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Dýri Kristjánsson, einnig úr Gerplu, hafnaði í 138. sæti, en keppendur voru 293. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 375 orð

Logi næsti þjálfari FH

LOGI Ólafsson verður næsti þjálfari FH-inga í knattspyrnu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að Magnús Pálsson, núverandi þjálfari FH, haldi ekki áfram með liðið og Logi verði ráðinn í hans stað. Er búist við að ráðningin verði kynnt með formlegum hætti á föstudag ­ á afmælisdegi Hafnarfjarðarliðsins. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 203 orð

Munaði litlu að ég hætti við að skjóta

"AÐ gera mark gegn þessu liði er hreint út sagt frábært, en það sem kom mér mest á óvart var að við skyldum jafna leikinn eftir að hafa lent 2:0 undir. Leikurinn þróaðist því á skemmtilegan hátt í síðari hálfleik," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, er skoraði annað mark íslenska liðsins gegn Frökkum á Stade de France. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 451 orð

Naumt hjá meisturunum að Varmá

AFTURELDING vann nauman sigur á KA í bráðfjörugum og skemmtilegum leik að Varmá á laugardaginn 28:27 þar sem engu mátti muna að KA-menn hirtu annað stigið á lokakaflanum eftir að hafa verið fimm mörkum undir, 27:22, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Mosfellingar hafa þar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir ásamt Fram en KA-menn fylgja liðunum tveimur fast eftir. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 324 orð

Sá ekki boltann

"Ég er ekki sáttur við mína frammistöðu í leiknum og það var svekkjandi að skora sjálfsmark en það má ekki láta slík atriði fara á sálina. Ég var því ánægður er okkur tókst að jafna leikinn því þá var sjálfsmarkið ekki lengur sú byrði á mér sem það var framan af leik. Því miður tókst þeim að gera eitt mark í viðbót sem hugsanlega var hægt að koma í veg fyrir," sagði Ríkharður Daðason. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 331 orð

Stóð og gapti á eftir boltanum

"SJÁLFSAGT hafa margir haldið að við ættum eftir að fá mikið af mörkum á okkur miðað við hvernig leikurinn þróaðist í upphafi. En við sýndum að við erum þess megnugir að jafna leikinn. Vissulega var sárt að tapa leiknum en þetta hefði getað farið hvernig sem var. Þetta var virkilega skemmtilegt og sjálfsagt hefur fólk haft gaman af. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 102 orð

Trelleborg vill fá Sigurbjörn

SIGURBJÖRN Hreiðarsson, markahæsti leikmaður Vals sl. tímabil, dvaldi í nokkra daga við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Trelleborg og lék einn leik með varaliði félagsins gegn dönsku liði og stóð sig vel. Reiknað er með að félagið bjóði honum samning á næstu vikum. Eggert Þór Kristófersson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var með Sigurbirni í Svíþjóð. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 83 orð

Tvö mörk í í Frakklandi

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem landsliði tekst að skora tvö mörk hjá Frökkum í leik gegn þeim í Frakklandi. Íslendingar urðu áttunda þjóðin til að ná því síðan Frakkar léku sinn fyrsta Evrópuleik 1. október 1958. Síðan þá hafa Frakkar leikið 36 leiki á heimavelli gegn 25 þjóðum. Aðeins eitt landslið hefur náð að skora þrjú mörk ­ það var landslið Rússa sem vann það afrek 5. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 289 orð

Var kominn úr jafnvægi

"Í RAUN fannst mér að við gætum komið í veg fyrir öll þessi mörk sem þeir skoruðu ­ það var hálfgerður heppnisstimpill á þeim. Til dæmis var ég alveg með boltann er þeir skoruðu þriðja markið. Þeir skölluðu að marki en hann breytti um stefnu og ég fór úr jafnvægi og gat aðeins varið hann með annarri hendinni. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 59 orð

Þormóður til Walsall

ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR, hélt í gær til Englands þar sem hann verður til reynslu um tíma hjá 1. deildarliðinu Walsall. Fyrir þar eru Íslendingarnir Bjarnólfur Lárusson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Þormóður hefur leikið allan sinn feril hjá KR. Samningur hans er runninn út og honum því frjálst að semja upp á eigin spýtur. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 141 orð

Þórhallu og Bjarni einnig til Uerdingen

LÍKUR eru til þess að KR-ingarnir Þórhallur Hinriksson og Bjarni Þorsteinsson semji við KFC Uerdingen og leiki með því til vors ásamt Sigurði Erni Jónssyni og Stefáni Þór Þórðarsyni. Þeir Bjarni og Þórhallur héldu utan til Uerdingen sl. fimmtudag ásamt Sigurði og Stefáni og æfðu með liðinu um helgina. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 355 orð

Þriðja gírinn vantaði Hugur all

Hugur allra Íslendinga var hjá knattspyrnulandsliðinu í París á laugardaginn. Því miður fyrir áhorfendur á leik HK og Fram í fyrstu deild karla voru leikmenn beggja liða þar engin undantekning. Leikurinn var með ólíkindum daufur og leiðinlegur á að horfa, þótt jafnræði hafi verið með liðunum. Meira
12. október 1999 | Íþróttir | 161 orð

Þrír leikir á Spáni

NÆSTA verkefni landsliðsins í knattspyrnu verður á Spáni í byrjun febrúar, þar sem Norðurlandamótið í knattspyrnu hefst í La Manga. Mótherjar Íslands þar verða Norðmenn, Finnar og Færeyingar. Þá verður leikið á Norðurlandamótinu gegn Svíum á Laugardalsvellinum í ágúst og lokaleikurinn á NM verður viðureign við Dani innanhúss í Danmörku í janúar 2001. Meira

Fasteignablað

12. október 1999 | Fasteignablað | 313 orð

ÐGamla Ísafoldarlóðin

Fyrr á þessu ári var Ísafoldarhúsið, sem áður stóð að Austurstræti 8-10, flutt að Aðalstræti 10. Húsið var flutt í hlutum og sett aftur saman í upprunalegri mynd við hliðina á Fógetanum. Þegar fyrir lá að Ísafoldarhúsið yrði flutt gekk lóðin kaupum og sölum á milli nokkurra aðila þar til Ármannsfell keypti hana í september í fyrra og lét hanna þar fimm hæða hús með kjallara í svipuðum stíl Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 316 orð

ÐHæst fermetraverð fyrir litlar íbúðir í Kópavogi

Á tólf mánaða tímabili greiddu kaupendur íbúðarhúsnæðis í fjölbýli í Kópavogi að jafnaði um 84.400 krónur fyrir fermetrann á meðan kaupendur í Hafnarfirði greiddu tæpum 4.200 krónum lægra verð. Langhæsta fermetraverðið, hvort sem var í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði, var greitt fyrir tveggja herbergja íbúðir. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 486 orð

ÐJafnskiptur kostnaður

Ekki skiptir máli þótt tilteknir eigendur noti ekki sameiginlegt þvottahús, segir Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur Húseigendafélagsins. Þeir þurfa samt sem áður að taka þátt í viðhalds- og rekstrarkostnaði þvottahússins. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 34 orð

ÐKostnaður sameignar

Sameiginlegur kostnaður í fjöleignarhúsum skiptist almennt á eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta í viðkomandi sameign. Sandra Baldvinsdóttir segir um skiptingu kostnaðarins í pistli sínum, hlutfallstölu séreignar segja til um hluta af sameiginlegum kostnaði. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 33 orð

ÐÞörf fyrir iðnnema

Í skýrslu sem Menntafélag byggingariðnaðarins vann fyrir SBM og menntamálaráðuneytið segir að mannvirkjagerð hafi á undanförnum áratugum verið stærsti og mannfrekasti atvinnuvegur á Íslandi og nú nálgist ársverkin 12 þúsund. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 190 orð

Einbýlishús við Elliðavatn

ÁS fasteignasala var að fá í einkasölu húseignina Vatnsendablett 18. Um er að ræða 120 fermetra einbýlishús á einni hæð ásamt 28 fermetra útihúsi sem hefur verið notað fyrir tvo hesta. Húsið stendur á 2.160 fermetra lóð með mjög góðum lóðarsamningi. Þarna er frábært útsýni yfir Elliðavatn og fjallahringinn. Hús þetta var reist árið 1974. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 243 orð

Endurnýjað einbýli í Smáíbúðahverfi

MIÐBORG fasteignasala er með til sölu einbýlishús í Smáíbúðahverfi, að Melgerði 10. Þetta er hús á þremur hæðum, tvær hæðir og kjallari. Húsið er 235 fermetrar að stærð og því fylgir sérstæður bílskúr 40 fermetrar að stærð. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 269 orð

Fundur um forvarnir vatnstjóna

LAGNAFÉLAG Íslands stendur fyrir fundi undir yfirskriftinni "Forvarnir vatnstjóna", föstudaginn 22. október 1999 að Skipholti 70 og hefst hann stundvíslega kl. 13.30. Framsögumaður á fundinum verður Svíinn Johnny Andersson, framkvæmdastjóri við sænska ráðgjafarfyrirtækið Skandiaconsult Sweden AB. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 192 orð

Gullfallegt endaraðhús

FRAMTÍÐIN fékk nýlega í sölu endaraðhús í Vesturbergi 68. Þetta er steinhús, byggt árið 1973 og á einni hæð. Húsið er nýlega málað og hefur fengið gott viðhald. Því fylgir 27 fermetra sérstæður bílskúr. Sjálft húsið er 130 fermetrar að stærð. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 1156 orð

Göngugata á jarðhæð tengir Austurstræti og Austurvöll

Gamla Ísafoldarhúsið hefur verið flutt úr Austurstrætinu í Aðalstrætið. Þess í stað rís nú við Austurstræti glæsileg fimm hæða bygging sem setja mun mikinn svip á umhverfið, ekki síst það sem snúa mun að Austurvelli. Soffía Haraldsdóttir kynnti sér nýbygginguna í viðtali við hönnuðinn, Hlédísi Sveinsdóttur arkitekt og verkefnastjóra Ármannsfells, Ólaf St. Hauksson. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 234 orð

Hús í Laugarási með mögulegum byggingarétti

HOLT fasteignasala var að fá í sölu einbýlishús á Laugarásvegi 25. Þetta er timburhús, járnklætt, byggt árið 1935. Það er á tveimur hæðum og hefur mikið verið endurnýjað að innan. Húsið stendur á mjög stórri og gróinni 1.150 fermetra lóð. Húsið er um 130 fermetrar að stærð. Mögulegt er að byggja við á lóðinni eða bílskúr. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 785 orð

Loftræsting húsa

Þekking manna hefur aukist á nauðsyn þess að opna loftrásir út úr húsum, bæði út um veggi, upp um þök og víðar, segir Bjarni Ólafsson, í umfjöllun um óhollustu íbúðarhúsnæðis vegna lélegrar loftræstingar og ýmsa kvilla sem því geta fylgt. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 652 orð

Símenntadagur að baki

Niðurstaða Símenntadagsins var dapurleg fyrir byggingariðngreinarnar, að sögn Sigurðar Grétars Guðmundssonar. Unga fólkið, sem er að velja sér lífsstarf, lét ekki sjá sig fremur en þeir sem ætla mætti að vildu kynna sér hvaða símenntun eða endurmenntun væri í boði. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 490 orð

Skýrsla Starfsgreinaráðs bygginga- og mannvirkjagreinaÐÞörf á útskrift 250­300 byggingariðn

NÝLEGA vann Starfsgreinaráð bygginga- og mannvirkjagreina, SBM, skýrslu fyrir menntamálaráðuneytið um heildarstefnu um skipan náms í byggingariðngreinum. Þar kemur fram að ráðið telur að árleg þörf fyrir útskrifaða nema í byygingariðngreinum nemi um 250­300 manns. Meira
12. október 1999 | Fasteignablað | 221 orð

Timburhús á góðum stað miðsvæðis

Húsið fasteignasala er með til sölu húseignina að Bergstaðastræti 49. Þetta er timburhús, járnklætt, byggt árið 1919 en hefur allt verið endurnýjað að utan og það er mjög snyrtilegt að innan. Alls er húsið 183,6 fermetrar að stærð, aukaíbúð er í kjallara. Aðeins hafa verið þrír eigendur að húsinu frá upphafi en frá árinu 1926 hefur það verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Meira

Ýmis aukablöð

12. október 1999 | Blaðaukar | 63 orð

Karen Karlsdóttir verslunarmaður

KAREN segist ekki koma oft í Kringluna eftir að hún hætti að starfa þar, en hún starfaði þar við verslunarstörf. "Ég kem helst hingað þegar ég þarf að notfæra mér læknasetrið á þriðju hæðinni en nota um leið tækifærið og fæ mér gönguferð um Kringluna." Henni líst vel á nýju viðbygginguna og telur hana tvímælalaust vera til bóta fyrir Kringluna. Meira
12. október 1999 | Blaðaukar | 57 orð

Páll Sigurðsson lögreglumaður

PÁLL segist koma í Kringluna að meðaltali 3­4 sinnum í mánuði. Hann fer þangað oftast til þess að versla og þá helst með konunni sinni. "Mér líst vel á opnun nýju Kringlunnar en ég er nú Kópavogsbúi og því kem ég til með að versla oftar í nýju "kringlunni" þar þegar hún verður opnuð. Meira
12. október 1999 | Blaðaukar | 93 orð

Sigfús Haukur Andrésson ellilífeyrisþegi

SIGFÚS segist koma ansi oft í Kringluna. "Við hjónin búum stutt frá og finnst hæfileg gönguferð hingað." Hann segist versla þar talsvert, og þá sérstaklega matvöru. Hann segir að sér lítist vel á nýbygginguna og að hann eigi vafalaust eftir að stunda Kringluna meir en áður eftir opnun hennar. "Reyndar er ég fyrrverandi starfsmaður Þjóðskjalasafns og sérfræðingur í verslunarsögu 18. og 19. Meira
12. október 1999 | Blaðaukar | 78 orð

Þórunn Ingvadóttir

ÞÓRUNN býr í Grímsnesi í Árnessýslu og kemur í Kringluna tvisvar til þrisvar á ári til þess að versla. "Ég get ekki ímyndað mér að það þurfi að bæta við fleiri verslunarmiðstöðvum," segir hún. "Reyndar finnst mér gaman að versla á svona stöðum og nota tækifærið og sest niður á kaffihúsum og fæ mér kaffibolla inn á milli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.