Greinar fimmtudaginn 28. október 1999

Forsíða

28. október 1999 | Forsíða | 258 orð

Farin að spilla samskiptum ríkjanna

BRESKA stjórnin herti í gær á kröfum sínum um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, tæki ákveðna afstöðu í "kjötdeilu" Breta og Frakka og hæfi málsókn gegn frönsku stjórninni fyrir að banna innflutning á bresku nautakjöti. Meira
28. október 1999 | Forsíða | 85 orð

Hólmganga í Hanover

Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og Bill Bradley öldungadeildarþingmaður tókust á í sjónvarpseinvígi í gær en þeir berjast um að verða útnefndir frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum að ári. Í skoðanakönnunum hefur Gore mikið forskot á Bradley á landsvísu en samt hefur dregið saman með þeim og Bradley hefur vinninginn í sumum Norðausturríkjanna. Meira
28. október 1999 | Forsíða | 395 orð

Myrtu forsætisráðherrann og fleiri þingleiðtoga

FORSÆTISRÁÐHERRA Armeníu og hugsanlega sjö aðrir frammámenn á þingi landsins voru myrtir í gær er hópur vopnaðra manna ruddist inn í þinghúsið í Jerevan, höfuðborg landsins, og lét kúlunum rigna yfir þá. Hrópaði einn árásarmannanna, að um væri að ræða stjórnarbyltingu en hundruð lögreglu- og hermanna umkringdu þinghúsbygginguna á skömmum tíma. Meira
28. október 1999 | Forsíða | 103 orð

Ruglast á Blair og guði

BRESKUM börnum hættir til að rugla saman Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og guði almáttugum og mörg halda, að Elísabet drottning hafi ekkert annað fyrir stafni en "sötra vín allan daginn". Kemur þetta fram í heimildamynd, sem breska ríkisútvarpið, BBC, er að gera um börn. Meira
28. október 1999 | Forsíða | 147 orð

Vill bætta sambúð við Vesturlönd

MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, kom í þriggja daga heimsókn til Frakklands í gær og hefur viðbúnaður frönsku lögreglunnar sjaldan verið meiri. Khatami átti í gær fund með Jacques Chirac forseta og sagði að honum loknum, að hann vildi vinna að heimi þar sem allar þjóðir virtu hver aðra og lifðu saman í friði. Meira

Fréttir

28. október 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

300 manns á uppskeruhátíð garðyrkjunnar

UPPSKERUHÁTÍÐ garðyrkjunnar fór fram síðasta vetrardag, 23. október sl. Hátíðin var haldin af Garðyrkjuskóla ríkisins og Sambandi garðyrkjubænda, og hófst í tilraunagróðurhúsi skólans með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Sveins Aðalsteinssonar skólameistara. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Aðalfundur í Blómaskálanum

AÐALFUNDUR Félags vélsleðamanna í Eyjafirði verður haldinn í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. október, og hefst hann kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður myndasýning og einnig verða ýmis hagsmunamál sleðafólks á svæðinu til umræðu. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf ÓLAFUR Egilsson sendiherra afhenti 22. október sl. sir Michael Hardie Boys, landstjóra Nýja Sjálands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Nýja Sjálandi með aðsetur í Peking. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf KORNELÍUS Sigmundsson sendiherra afhenti 19. október sl. Leonid Kuchma, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 391 orð

Allt að tvöföldun gólfrýmis

YFIRSTJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur lagt fram erindi þess efnis að komusalur flugstöðvarinnar verði allt að því tvöfaldaður að stærð með nýrri viðbyggingu. Mikil þrengsl skapast í núverandi aðstöðu á helstu álagstímum. Samkvæmt tillögunum á stækkunin að vera komin í gagnið fyrir næstu sumarvertíð. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Átján handrit bárust í leikritasamkeppni

LEIKFÉLAG Akureyrar og Menningarsamtök Norðlendinga, Menor, standa sameiginlega að einþáttungssamkeppni en frestur til að skila inn handriti rann út 1. október síðastliðinn. Alls bárust átján handrit og hefur dómnefnd nú tekið til starfa. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Barnadagar KÁ og Íslensk-ameríska hf.

DREGIÐ hefur verið úr þátttökuseðlum "Barnadaga" sem haldnir voru nú í haust í verslunum KÁ í samstarfi við Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf. Aðalverðlaun leiksins, ársbirgðir af Pampers- bleium, voru afhent fyrir stuttu í verslun KÁ á Hellu, en þau hlaut Brynja Rúnarsdóttir í Brekku í Þykkvabæ, en hún á sex mánaða dóttur sem kemur til með að njóta góðs af næsta árið. Meira
28. október 1999 | Landsbyggðin | 228 orð

Boðið að spila Hornafjarðarmanna

Hornafirði-Menntamálaráðherra Prince Edward-eyju, Chester Gillian, heimsótti Hornafjörð, ásamt aðstoðarfólki sínu, á ferð sinni til Íslands. Voru þeim kynntar menntastofnanir Hornfirðinga auk þess sem framsæknar hugmyndir um stofnun Nýheima, afls í atvinnuþróun, nýsköpun og menntun á Hornafirði, voru kynntar gestunum. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 204 orð

Buchanan ræðst á Safire

PAT Buchanan, sem á mánudag sagði sig úr Repúblikanaflokknum og gekk til liðs við Umbótaflokkinn, hefur sakað einn þekktasta dálkahöfund Bandaríkjanna fyrir að ganga erinda Ísraelsstjórnar. Er Buchanan mætti til viðtals í þættinum "Good Morning America" á sjónvarpsstöðinni ABC lýsti þáttastjórnandinn Diane Sawyer dálkahöfundinum William Safire á New York Times, Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 231 orð

Deilur um bók um Bush halda áfram

AÐALRITSTJÓRI útgáfufyrirtækisins St. Martin's Press hefur ákveðið að láta af störfum vegna deilna um bók um George W. Bush, líklegan forsetaframbjóðanda repúblikana. Segir ritstjórinn, Robert B. Wallace, að hann vilji ekki láta bendla sig við bók, sem hann hafi ekkert haft um að segja. "Ég hef ekki einu sinni lesið bókina," segir Wallace. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

EGILL ÓLAFSSON

EGILL Ólafsson, bóndi og safnvörður frá Hnjóti í Rauðasandshreppi í V-Barðastrandarsýslu er látinn. Hann fæddist á Hnjóti 14. október 1925. Foreldrar hans voru Ólafía Egilsdóttir ljósmóðir og Ólafur Magnússon bóndi. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 369 orð

Egyptar hunsa leiðtogafundinn í Ósló

EGYPTAR tilkynntu á þriðjudag að þeir hefðu afþakkað boð Norðmanna um að senda fulltrúa á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Ósló í næstu viku til að minnast morðsins á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, árið 1995. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Eimskip fékk viðurkenningu Jafnréttisráðs

EIMSKIP hlaut í dag viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1999 fyrir þróun og stöðu jafnréttismála hjá fyrirtækinu. Sérstaklega er þess getið að markvisst hafi verð unnið að því að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Árið 1993 hóf Eimskip að leggja aukna áherslu á hlut kvenna í stjórnunarstöðum hjá félaginu á Íslandi. Tilgangurinn var m.a. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Einhugur um aðildarviðræður

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að sér sýndist leiðtogar Evrópusambandslandanna vera sammála um að tekin verði um það ákvörðun á fundi leiðtoganna í Helsinki í desember að hefja aðildarviðræður við sex ríki til viðbótar við þau sex sem þegar hafa hafið slíkar viðræður. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 359 orð

Einn fundinn látinn og tveir taldir af

EINN maður fannst látinn á Mývatni í fyrrinótt og tveir aðrir sem með honum voru eru taldir af. Leit að mönnunum hófst í fyrrakvöld og stóð óslitið fram yfir myrkur í gærkvöldi. Í upphafi voru leitarskilyrði afar erfið og veður slæmt á svæðinu. Björgunarsveitir og tæki komu víða að frá Norðausturlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina þegar veður fór skánandi í gærmorgun. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 411 orð

Ekkert af þessu notað í fóður hér á landi

FASTANEFND Evrópusambandsins sem fjallar um fóður hefur sent öllum löndum Evrópusambandsins auk EES-landanna, að Íslandi meðtöldu, fyrirspurn um hvort þau hafi tekið upp reglur Evrópusambandsins þar sem tilgreind eru þau efni sem ekki megi nota í skepnufóður. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Ekki heimild til að banna starfsemina

NEKTARDANSSTAÐIR voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær, en nú nýlega hafa tvö erindi vegna þeirra borist bæjarráði. Þrír skemmtistaðir á Akureyri bjóða upp á slíka dansa um þessar mundir. Annað erindið er frá Norðandeild Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa en í því eru bæjaryfirvöld spurð hvernig þau ætli að bregðast við því ástandi sem skapast hefur. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 148 orð

Endalok fornrar hefðar

Í SÖGULEGRI atkvæðagreiðslu í fyrrakvöld samþykktu erfðalávarðar Bretlands frumvarp að lögum sem binda enda á yfir 600 ára gamlan rétt þeirra til setu í efri deild brezka þingsins. Margir lávarðanna létu þetta ekki yfir sig ganga baráttulaust. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Eyfirsk fyrirtæki hyggja á markaðssókn í Færeyjum

UNDIRBÚNINGUR ferðar fulltrúa eyfirskra fyrirtækja til Færeyja stendur nú yfir en Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur að honum. Farið verður utan 15. nóvember næstkomandi. Alls fara fulltrúar 11 fyrirtækja í Eyjafirði til Færeyja, úr iðnfyrirtækjum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Tilgangur ferðarinnar er að koma á tengslum og viðskiptasamböndum á þessum markaðssvæðum. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ferðaklúbburinn 4x4 í tvær vinnuferðir

TVÆR vinnuferðir voru farnar í haust á vegum Ferðaklúbbsins 4x4. Sú fyrri var farin helgina 28.­29. ágúst austur í Skaftártungu í samvinnu við Sjálfboðaliðasamtökin. Unnið var að landgræðslustörfum á svæðum í grennd við Lambaskarðshóla með liðveislu landgræðslufulltrúa og Landgræðslufélags bænda. Borið var á og sáð í rofabörð og sandhóla, svo og reynt að loka gömlum hjólförum með heyrúllum. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fíkniefni fundust í Kópavogi

UM 230 grömm af hassi og á bilinu 10 til 20 grömm af amfetamíni fundust við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Vesturbæ Kópavogs síðdegis í gær. Í húsinu voru nokkrir menn á fertugsaldri við vinnu og viðurkenndi einn þeirra að hann ætti efnin. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Að sögn lögreglu er málið talið upplýst. Meira
28. október 1999 | Landsbyggðin | 104 orð

Fjósið sett undir þak

Vaðbrekku, Jökuldal-Birgir Ásgeirsson bóndi á Fossvöllum hefur verið að stækka hjá sér fjósið til að búa í haginn svo hann geti fjölgað kúnum. Það kann að þykja bjartsýni nú á tímum samdráttar í landbúnaði. Samt þýðir ekki að leggja árar í bát í volæði, þá er sókn besta vörnin og sennilega angi af helstu bjargráðunum sem boðuð eru að stækka búin og fækka þeim. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

Forsætisráðherra Litháens segir af sér

ROLANDAS Paksas, forsætisráðherra Litháens, sagði af sér í gær vegna umdeildrar sölu á ríkisolíufélaginu Mazeikiai Nafta til bandaríska olíufélagsins Williams International. Var hann andvígur henni en hans eigin flokkur, Hægriflokkurinn, snerist gegn honum í þessu máli. Irena Degutiene félagsmálaráðherra hefur tekið við sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 497 orð

Framtíð leikskólans óljós

NOKKUR óvissa ríkir um framtíð Leikskólans Mýri, sem rekinn hefur verið í húsi Læknafélags Reykjavíkur við Skerplugötu 1 í Skerjafirði. Ólafur Þór Ævarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hygðist selja húsið og að Reykjavíkurborg hefði forkaupsrétt. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 834 orð

Friðarviðræður hafnar milli stjórnar og skæruliða

Um tólf milljónir manna tóku þátt í kröfugöngum fyrir friði í Kólumbíu um helgina Friðarviðræður hafnar milli stjórnar og skæruliða Bogota, Brussel, SÞ. Reuters. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fyrirlestrar um byggð og menningu

FJÓRIR dagar í nóvembermánuði verða helgaðir fyrirlestraröð, undir yfirskriftinni "Byggð og menning", á vegum Byggðasafns Árnesinga, Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, Sögufélags Árnesinga og Rannsóknarstofnunar um byggðamenningu ­ Reykjavíkurakademíunni. Fyrirlestrarnir verða allir fluttir í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu, Eyrarbakka, og hefjast stundvíslega kl. 20.30. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fyrirlestur um Hypatíu og starfssystur hennar

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur aðalfund sinn í Kornhlöðunni við Bankastræti laugardaginn 30. október og hefst hann kl. 14. Að lokinni dagskrá aðalfundar, eða um kl. 14.30, mun Eyjólfur Kjalar Emilsson flytja fyrirlestur er hann nefnir Hypatía og starfssystur hennar. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Fyrirlestur um Tvíæringinn

JÓN Proppé myndlistargagnrýnandi heldur fyrirlestur um Tvíæringinn, stærstu sýningu á samtímalist sem haldin er reglulega í Feneyjum. Fyrirlesturinn verður fluttur á Listasafninu á Akureyri föstudaginn 29. október kl. 21. Tvíæringurinn var haldinn í 48. sinn í sumar, en í á aðra öld hefur hann verið einn af hápunktunum í alþjóðlegu sýningarhaldi. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 707 orð

Gagnlegur umræðuvettvangur

Ámorgun klukkan 8 hefst tveggja daga ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í Odda. Á ráðstefnunni verða haldnir 69 fyrirlestrar. Friðrik Jónsson dósent hefur annast undirbúning fyrir ráðstefnuna. Hann var spurður hvert væri tilefni þessarar ráðstefnu. "Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona ráðstefnu og tilefnið er margþætt, við erum t.d. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Goethe-Zentrum endursýnir "Comedian Harmonists"

VEGNA mikillar aðsóknar að sýningu þýsku kvikmyndarinnar "Comedian Harmonists" sl. fimmtudag, mun Goethe-Zentrum á Lindargötu 46 endursýna myndina fimmtudaginn 28. október kl. 20.30. Kvikmyndin er frá árinu 1997 og greinir frá samnefndum sönghópi sem hafði aðsetur sitt í Berlín á árunum kringum 1930 og öðlaðist alþjóðafrægð. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Greitt með fölsuðum seðlum í MH

ÞRÍR falsaðir þúsund króna seðlar komust í umferð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í vikunni. Uppgötvaðist hátterni ókunnra og óprúttinna viðskiptaaðila skólans í gær og í fyrradag þegar seðlarnir fundust, en þeir eru mjög líkir löglegum seðlum, þótt heldur sé pappírinn í þeim nokkru þykkari og stamari auk þess sem litirnir eru dekkri en í hinum löglegu. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 426 orð

Gætum þurft að breyta stefnu stjórnvalda í peningamálum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vék m.a. að Evrópumálefnum í ræðu sinni á hádegisverðarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins í London í gær, og sagði að engin knýjandi þörf væri á því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Ekki væri þó hægt að útiloka aðild í eitt skipti fyrir öll. Hann sagði að íslensk stjórnvöld myndu fylgjast grannt með þróun gjaldmiðilssamstarfsins í Evrópu. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Háskólakennarar óánægðir með launaþróun

FÉLAGSFUNDUR í Félagi háskólakennara sem haldinn var 22. október sl. ályktaði eftirfarandi: "Félag háskólakennara lýsir yfir miklum áhyggjum af niðurstöðum launakönnunar BHM. Við skoðun þeirra kemur fram dökk mynd af kjörum félagsmanna. Laun innan félagsins hafa hækkað minna en gengur og gerist hjá flestum aðildarfélaga BHM, það á ekki síður við um heildarlaun en dagvinnulaun. Meira
28. október 1999 | Landsbyggðin | 292 orð

Helgusafn fær gjafir

Ólafsvík-Nýlega færði Kvenfélag Ólafsvíkur Helgusafni að gjöf tvöfalt lespúlt með hillum, lýsingu og aðstöðu fyrir tölvur til minningar um fyrrverandi félaga, Láru Bjarnadóttur, kaupmann í Ólafsvík. Gjöf þessi auðveldar mjög alla vinnu við þau gögn og þær merkilegu heimildir sem safnið geymir, en efni er helst ekki lánað út af þessari deild safnsins. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Helmingur vill flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

UM 47% Íslendinga eru mjög eða frekar sammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni í Reykjavík, um 31% eru ósammála því en um 22% hafa ekki myndað sér skoðun á því. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem PricewaterhouseCoopers gerði í lok september á viðhorfi Íslendinga til staðsetningar Reykjavíkurflugvallar en spurt var: Ertu sammála eða ósammála því að Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Húsið brennur og slökkviliðið í kaffi

SLÖKKVILIÐSMENN á Hellu og Hvolsvelli tóku það undarlega rólega þegar eldur kom upp í húsinu á Bakkavöllum í Hvolhreppi um síðustu helgi. Í stað þess að reyna að slökkva eldinn fengu þeir sér kaffi og borðuðu nestið sem þeir höfðu tekið með sér. Þetta átti sér hins vegar eðlilegar skýringar því að þeir voru á reykköfunarnámskeiði á vegum Brunamálaskóla Brunamálastofnunar ríkisins. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Höfum ekki grafið undan stöðugleikanum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vísar því á bug að stjórnvöld hafi grafið undan stöðugleika í landinu og að gengið hafi verið á bak kosningaloforða eins og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, hélt fram í setningarræðu sinni á þingi VMSÍ sl. þriðjudag. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ísland stýrir Schengen- nefnd

GUNNAR Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu, stýrði á þriðjudag fundi samsettu nefndarinnar á vettvangi Schengen-samstarfsins. Í nefndinni eiga sæti embættismenn en Ísland gegnir formennsku í nefndinni til 31. desember nk. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 673 orð

Íslendingur tekur þátt í uppbyggingu fréttavefjar CNN

CNN-fjölmiðlafyrirtækið bandaríska stefnir að því með nýju ári að færa út kvíarnar á netútgáfu sinni, þ.e. fréttavef og öðru efni sem það miðlar um netið og nefnt er CNN-interactive. Meðal lykilmanna í þeim undirbúningi er Stefán Kjartansson, einn af þremur framkvæmdastjórum CNN-netsins. Stefán er framkvæmdastjóri hönnunardeildar og hefur síðustu fjögur árin starfað hjá CNN. Meira
28. október 1999 | Landsbyggðin | 152 orð

Karlakór Selfoss í nýtt félagsheimili

Selfossi-Karlakór Selfoss opnaði formlega nýtt félagsheimili á laugardag 23. október. Frá stofnun kórsins hefur starf hans og kóræfingar farið fram í leiguhúsnæði víða á Selfossi. Kórinn hefur allt frá stofnun staðið fyrir reglubundnu tónleikahaldi á Selfossi og víðar. Hann hefur þegar gefið út einn geisladisk og annar er væntanlegur nú fyrir jólin. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

"Kominn tími til að fara að gera eitthvað"

ÍSLENSKU nótaveiðiskipunum er farið að fjölga á loðnumiðunum við Kolbeinsey, eftir að fréttist af ágætis veiði þar síðustu daga. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, kallaði sína menn til skips í gærmorgun og hélt á miðin við Kolbeinsey. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 277 orð

Kraftaverk að mæðgur sluppu ómeiddar

"ÉG var búin að vera þarna kannski tvær mínútur þegar fór að fjúka grjót ofan af gámunum þannig að ég fór að hugsa að þetta væri nú ekkert sniðugur staður fyrir bílinn", sagði Sveinbjörg Sveinsdóttir á Ísafirði í samtali við blaðið, en hún og dóttir hennar urðu fyrir óskemmtilegri lífsreynslu við Ísafjarðarhöfn á þriðjudagskvöld er stór gámur fauk ofan á bifreið sem þær voru í. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 896 orð

Krónutöluhækkun gjald fyrir breytingu á viðræðuáætlun

Kjaramál rædd á 20. þingi Verkamannasambandsins Krónutöluhækkun gjald fyrir breytingu á viðræðuáætlun FULLTRÚAR af landsbyggðinni á 20. þingi Verkamannasambands Íslands, sem nú er haldið í Reykjavík, lýstu yfir vonbrigðum með það að verkalýðshreyfingin kæmi ekki fram ein og óskipt til kjarasamninga. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést í bílslysi í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu á mánudagskvöld hét Sigurður Thorlacius Rögnvaldsson jarðskjálftafræðingur, til heimilis að Sjávargötu 9 í Bessastaðahreppi. Hann var fæddur 11. janúar árið 1964 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Lifrarbræðslu hætt í Reykjavík

BRÆÐSLU á lifur hefur verið hætt í verksmiðju Lýsis hf. á Grandavegi 42 og fer bræðslan nú fram í Þorlákshöfn. Einnig verður vinnslu lifrarmjöls hætt á Grandaveginum þegar unnið hefur verið úr því hráefni sem þar er til. Stefnt er að því að í lok janúar á næsta ári fari öll lifrarmjölsframleiðsla einnig fram í Þorlákshöfn. Þessi flutningur var samþykktur á stjórnarfundi Lýsis hf. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Lífsskilyrði og atvinnuhættir á næstu öld

OPIN ráðstefna á vegum svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið um lífsskilyrði og atvinnuhætti á höfuðborgarsvæðinu á næstu öld verður haldin föstudaginn 5. nóvember nk. í Salnum í Kópavogi. Að lokinni setningu fer fram kynning sex vinnuhópa, sem koma að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um atvinnuþróun og atvinnustefnu, framtíðarþörf fyrir atvinnusvæði, Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Lýsa yfir stuðningi við álver og virkjun

SAUTJÁN aðilar í forystu verkamannafélaga víðs vegar um landið lögðu í gær fram ályktun um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi á þingi Verkamannasambands Íslands. Í ályktuninni er lagt til að þingið styðji eindregið áform um nýtingu orkunnar til orkufreks iðnaðar í Austurlandsfjórðungi. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Lögðu út á vatnið frá Neslandatanga

TVEGGJA starfsmanna Landssíma Íslands hf. hefur verið leitað á Mývatni frá því í fyrrinótt en þeir höfðu unnið að bráðabirgðaviðgerð á ljósleiðarastreng sem liggur um Ytriflóa og slitnað hafði á þriðjudag. Mennirnir lögðu út á vatnið frá sunnanverðum Neslandatanga vestan við Ytriflóa um kvöldmatarleytið á þriðjudag en þá var að ljúka tengingum á ljósleiðara til bráðabirgða. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 504 orð

Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins á eftir að aukast

DR. GARY D. McCaleb heldur í dag fyrirlestur um nýjar leiðir í stjórnun bæjarfélaga við Háskóla Íslands. En McCaleb starfaði í tæpan áratug sem borgarstjóri í Abilene í Texas og er prófessor og varaforseti Abilene Christian University. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Minningarkort á Netinu

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna hefur tekið upp þá nýjung að gefa kost á sendingu minningarkorta félagsins á Netinu. Með því að fara inn á heimasíðu félagsins, www.skb.is, og velja "Minningarkort" opnast síða með reitum fyrir allar nauðsynlegar upplýsingar sem hægt er að fylla í og senda beint til skrifstofu félagsins með einni skipun. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 460 orð

Musharraf segir ríkisstjórn í burðarliðnum

PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og æðsti valdamaður Pakistans eftir valdarán hersins þar fyrir þremur vikum, sagði í gær að hann myndi síðar í vikunni skipa nýja 12 manna ríkisstjórn. Sagði hann meðlimi hennar verða valda "eftir hæfni". Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Námskeið í áfallahjálp

SLYSAVARNAFÉLAGIÐ, Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, stendur fyrir námskeiðum um áfallahjálp á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, dagana 28. til 31. október. Um er að ræða þrjú tveggja daga námskeið sem færustu sérfræðingar heims á þessu sviði kenna. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Nýr leikskóli í vesturbænum

GERT er ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla á lóðinni við Kópavogsbraut 17, í vesturbæ Kópavogs, hefjist á næsta ári. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sesselju Hauksdóttur, leikskólafulltrúa Kópavogsbæjar, en hún sagðist vona að leikskólinn yrði tekinn í notkun næsta haust, eða fyrir skólaárið 2000 til 2001. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

"Okkur kann að skjátlast"

"OKKUR kann að skjátlast en ýmsar vísbendingar gefa okkur enn sem fyrr tilefni til að gruna, að kjarnavopn hafi verið staðsett á Íslandi." Bandaríska stórblaðið Washington Post hafði þetta í gær eftir William M. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Opinber heimsókn frá Karelíu

SERGEI Katanandov, formaður ríkisstjórnar rússneska Karelíulýðveldisins, er staddur hér á landi í opinbera heimsókn í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanríkisráðherra mun Katanandov ræða við Árna M. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 227 orð

Óttast hermdarverk

BANDARÍSKA leyniþjónustan, FBI, hefur að undanförnu aðstoðað ísraelsku leyniþjónustuna við að bera kennsl á félaga í kristnum dómsdagssöfnuðum, sem hafa hugsanlega í hyggju að svipta sig lífi um aldamótin eða sprengja upp moskur múslima í Jerúsalem. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

VIÐSKIPTA- og hagfræðideild og félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóða dagana 29. og 30. október til þriðju ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að efla stöðu þessara fræðigreina á Íslandi. Ráðstefnan er tvíþætt. Annars vegar eru fyrirlestrar og umræður um rannsóknir og tengsl þeirra við íslenskt atvinnulíf. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 304 orð

Sagður hafa ætlað að myrða keppinauta sína

LÖGREGLAN í Ísrael rannsakar nú ásakanir einkaleynilögreglumanns, sem var dæmdur í fangelsi fyrir hleranir, um að maðurinn sem réð hann til verksins ­ útgefandi eins af helstu dagblöðum landsins ­ hefði lagt á ráðin um morð á útgefendum tveggja annarra dagblaða. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 87 orð

Sameiningu sem fyrst

ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hlýðir á lófaklapp þingmanna í neðri deild rússneska þingsins, dúmunni, í gær. Forsetinn ávarpaði þingmenn og hvatti þá til að flýta sameiningu Rússlands og Hvíta-Rússlands í eitt sambandsríki. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 958 orð

Sjávarútvegsfræðingar eftirsótt vinnuafl

Nemendur sem útskrifaðir eru úr sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri ganga almennt í fjölbreytt og vel launuð störf, jafnt hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem tölvufyrirtækjum, bönkum og sjóðum. Sjávarútvegsráðherra og stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja lýsa furðu sinni á því að aðsókn í nám af þessu tagi skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Meira
28. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Skákmót

TÍU mínútna mót fyrir 45 ára og eldri verður haldið á vegum Skákfélags Akureyrar í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. október og hefst það kl. 20. Hausthraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið næsta sunnudag, 31. október og hefst það kl. 14. Teflt verður í Skipagötu 18, 2. hæð. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Slöngubarki sló mann í sjóinn í Örfirisey

MAÐUR féll í sjóinn við olíubryggjuna í Örfirisey og félagi hans slasaðist í andliti er slönguendi slóst í þá um borð í olíuskipinu Héðni Valdimarssyni rétt fyrir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Olíudreifingar og hugðust dæla sjó í olíutank í Örfirisey. Meira
28. október 1999 | Erlendar fréttir | 394 orð

Sókn Rússa hert og flugskeytum skotið á Grosní

RÚSSNESKAR hersveitir hertu í gær sókn sína að Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og skutu flugskeytum á borgina frá nálægum fjallshrygg. Íbúar borgarinnar voru skelfingu lostnir vegna árásanna en Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði að þeim yrði ekki hætt fyrr en hernum tækist að binda enda á "hryðjuverkastarfsemina" í Tsjetsjníu. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tekinn með 600 grömm af hassi

ÁTJÁN ára íslenskur piltur var stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð á þriðjudagskvöld og fundust við leit á honum 600 grömm af hassi sem hann hafði falið innanklæða. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var kvödd á vettvang og yfirheyrði piltinn í fyrrinótt. Játaði hann að vera eigandi efnisins og kvaðst hafa flutt efnið inn til eign neyslu. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tilvitnun féll niður Þau mistök urðu við birtingu greinar Gunnars

Þau mistök urðu við birtingu greinar Gunnars Thorsteinson, "Fáein orð út af grein um Harald Hamar Thorsteinsson," að tilvitnun í Passíusálmana féll niður í endann. Rétt er síðasta málsgreinina svona: "Hollt væri Þorsteini Antonssyni og heimildarmönnum hans að minnast þessara orða úr Passíusálmum sér Hallgríms Péturssonar: "Forðastu svoddan fíflskugrein framliðins manns að lasta bein. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 726 orð

Tveggja manna er enn saknað

KARLMAÐUR fannst látinn í vestanverðum Ytriflóa í Mývatni seint í fyrrinótt og tveggja er saknað eftir að 15 feta trébátur, sem þeir voru að vinna á, sökk í fyrrakvöld. Sá sem fannst látinn var Mývetningur á fertugsaldri, starfsmaður Kísiliðjunnar, en hinir eru báðir á sextugsaldri, annar frá Húsavík og hinn frá Reykjavík og eru þeir báðir starfsmenn Landssíma Íslands hf. Meira
28. október 1999 | Miðopna | 2963 orð

Unglingarnir skipa ákveðinn sess

Íbúum Grundarfjarðar hefur fjölgað svipað og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjórinn getur ekki skýrt til fulls þessa þróun sem ekki er dæmigerð fyrir sjávarpláss á landsbyggðinni. En gæfan er fallvölt eins og Björg Ágústsdóttir vekur athygli á í samtali við Helga Bjarnason og kvótkerfinu fylgir ákveðin óvissa. Meira
28. október 1999 | Landsbyggðin | 104 orð

Vegaframkvæmdir á Tjörnesi

Húsavík-Vegaframkvæmdir í Þingeyjarsýslum á líðandi ári hafa verið mestar á Tjörnesi. Er nú lokið uppbyggingu og klæðningu vegarkaflans frá Héðinshöfða að Hringveri. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Vilja aukið samstarf á sviði menningarmála

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra átti um klukkustundar langan fund með Catherine Trautman, menningarmálaráðherra Frakklands, í gær þar sem þau ræddu samskipti þjóðanna á sviði menningar og lista. Meira
28. október 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Vinnuslys í Orra ÍS

KARLMAÐUR var fluttur fótbrotinn á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði í gær eftir vinnuslys um borð í frystitogaranum Orra ÍS-20. Verið var að ljúka löndun úr skipinu í Ísafjarðarhöfn þegar slysið varð og mun maðurinn hafa orðið fyrir lestarlúgu um borð. Var fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins á Vestfjörðum kvaddur á vettvang til að kanna aðstæður. Meira

Ritstjórnargreinar

28. október 1999 | Leiðarar | 786 orð

ERRÓ

28. október 1999 | Leiðarar | 786 orð

ERRÓ

SÝNING ERRÓS í Galerie National du Jeu de Paume í París er mikilvægur viðburður í íslensku listalífi. Jeu de Paume er mikilsvirt gallerí og raunar talið eitt af þeim mikilvægustu í París. Að Erró skuli vera boðið að sýna þar á þessum tíma þegar stjórnendur safnsins leggja upp úr því að endurspegla öldina og árþúsundamótin er því geysileg viðurkenning sem óhætt er að fullyrða að eigi sér fáa Meira
28. október 1999 | Staksteinar | 438 orð

Þróun eignarhalds í sjávarútvegi

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður gerir samþjöppun eignaraðildar í sjávarútvegi að umræðuefni á vefsíðu sinni nú nýverið. SVANFRÍÐUR segir: "Fyrir rúmum tveimur árum samþykkti Alþingi löggjöf um dreifða eigaraðild í sjávarútvegi þar sem sett var hámark á samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, Meira

Menning

28. október 1999 | Kvikmyndir | 251 orð

Að kenna öðrum um

Leikstjóri: Trey Parker. Handrit: Trey Parker, Matt Stone og Pam Brady. Raddir: Trey Parker og Matt Stone. Paramount Pictures 1999. ÉG hef aldrei séð þátt í sjónvarpsþáttaröðinni um uppátæki strákanna í South Park, sem nefnast Trufluð tilvera á íslensku. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 605 orð

Beinagrindur togast á um reykta síld James Ensor

INN í yfirlitsgrein mína um listaflakk um meginlandið, sem birtist 20. október, ruglaðist röng mynd þá vísað var til stórsýningar á verkum belgíska málarans James Ensors (1860­1949), í konunglega fagurlistasafninu í Brüssel. Víxlaði síðum í gamalli bók um úthverfa innsæið, expressjónismann, og er því sjálfur valdur að mistökunum. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð

Blásið til Unglistar

SETNING Unglistar, listahátíðar unga fólksins í Reykjavík, verður í Sundhöllinni í kvöld og verður ýmislegt til gamans gert. Byrjað verður á að hrinda af stað ljósmynda-, myndlistar- og stuttmyndamaraþoni þar sem þátttakendur fá ákveðið þema til að vinna eftir og 42 klukkustundir til að ljúka verkinu. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 83 orð

Bond í fágætum bókum

HEILDARSAFN af ævintýrum James Bond í fyrstu útgáfu verður selt í Bretlandi í næsta mánuði. Bækurnar þrettán eru í góðu ásigkomulagi og ættu að seljast á háu verði þar sem upprunalegu kápurnar eru einnig varðveittar. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 120 orð

Brotahöfuð út í Bandaríkjunum

BANDARÍSKA tímaritið Kirkus Reviews birti á dögunum lofsamlega umsögn um Brotahöfuð Þórarins Eldjárns, en bókin kemur á markað vestra nú í nóvember. Í umsögn blaðsins segir að Brotahöfuð sé afar athyglisverð íslensk skáldsaga, lífleg frásögn af prakkaralegri, oft kaldhæðnislegri, andspyrnu gegn harðstjórn í hvers kyns mynd og áhugaverð lýsing á heilsteyptum manni. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 1060 orð

Ég er bara Emilíana og bora í nefið

Þó að stúlkan sé rétt orðin tvítug liggur við að hún sé kölluð Emilíana "gamla" Torrini, svo lengi hefur hún yljað Íslendingum um hjartaræturnar. Að vísu hefur lítið heyrst í henni síðustu misseri, en í vikunni kom nýja platan "Love in the Time of Science" út. Ívar Páll Jónsson forvitnaðist örlítið um nýjustu atburði í lífi listamannsins unga. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Fonda-fjölskyldan heiðruð

LEIKARARNIR og systkinin Jane Fonda og Peter Fonda brosa breitt með platínuverðlaun Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar. Þau tóku við verðlaununum fyrir hönd Fonda-fjölskyldunnar sem var heiðruð í heild sinni fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og skemmtanaiðnaðarins. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var leikstjórinn Quentin Tarantino og svo vitaskuld eiginmaður Jane Fonda, Ted Turner. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 542 orð

Góðhjartaðar söngstjörnur

TÓNLIST snillinga á borð við Frank Sinatra hljómar á fimmtudagskvöldum á veitingastaðnum Einari Ben um þessar mundir og í kvöld verður engin undantekning þar á. Það er hljómsveitin Furstarnir sem hefur sérhæft sig í að flytja gömul gullkorn en í kvöld verður Bjartmar Þórðarson, dansari með meiru, gestasöngvari með sveitinni. Meira
28. október 1999 | Bókmenntir | 535 orð

Herhvöt lífskjarabyltingarmanns

Eftir Þorvald Gylfason. Reykjavík, Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar. 359 bls. 1999. ÞORVALDUR Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, er öðrum íslenskum hagfræðingum duglegri að skrifa greinar um efnahagsmál fyrir almenning. Viðskiptin efla alla dáð er fimmta ritið sem hann gefur út á þessum áratug með safni slíkra greina. Meira
28. október 1999 | Bókmenntir | -1 orð

Hvað ungur nemur

til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri. 317 bls. Útg. Rannsóknarst. Kennaraháskóla Íslands. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. ÞURÍÐUR J. Kristjánsdóttir hefur verið farsæll kennari. Þess minnast vinir hennar og samstarfsfólk sem nú votta henni virðing sína með samantekt og útgáfu þessa afmælisrits. En Þuríður varð sjötug fyrir tveim árum og lét þá af störfum. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 353 orð

Íslenskur leikstjóri fær fyrstu verðlaun

LÁRUS Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri hlaut nýverið Golden Chest verðlaunin fyrir leikstjórn á sjónvarpsþáttaröðinni Längtans Blåa Blomma sem hann stýrði fyrir sænska sjónvarpið á síðasta ári. Verðlaunin voru veitt á alþjóðlegu sjónvarpsmyndahátíðinni Golden Chest sem í ár var haldin í Sofia í Búlgaríu. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 601 orð

Íslensk þjóðlagatónlist fönguð í djassbúning

Íslensk tónlist í bland við evrópskan djass er blanda sem Sigrún Davíðsdóttir heyrði Guitar Islancio-tríóið flytja í Jónshúsi áður en þeir fóru í hljómleikaferð að kynna nýja geisladiskinn sinn. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Kostaboð fyrir De Niro

LEIKARINN Robert De Niro getur valið úr hlutverkum enda einn sá fremsti í heiminum í dag. Nú stendur hann í samningaviðræðum vegna myndar sem gæti skilað honum meira í vasann en hann hefur átt að venjast hingað til. Myndin sem heitir Score fjallar um gamlan þjóf sem ætlar að setjast í helgan stein og lifa af ránsfeng sínum er ungur drengur mútar honum til að taka þátt í einu ráni til viðbótar. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 668 orð

Kveðja til aldarinnar

Tveir fræknir Finnar ganga til liðs við Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld, þar sem flutt verða tvö verk eftir Gustav Mahler. Hér eru á ferð hljómsveitarstjórinn góðkunni Petri Sakari og barítonsöngvarinn Raimo Laukka. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti þá félaga að máli, söngvarann á leið á æfingu og hljómsveitarstjórann útkeyrðan að æfingu lokinni. Meira
28. október 1999 | Myndlist | 539 orð

Listamaður í óbyggðum

EINS og getið var nýlega í gagnrýni um öræfasýningu Listasafns Íslands mun orðið öræfi upphaflega hafa merkt óhóf eða eitthvað yfirgengilegt og má skilja það svo að á öræfum verði náttúruhrifin svo sterk að maðurinn stendur orðlaus gagnvart þeim og fær ekki skilið eða túlkað þau til hlítar; öræfin eru honum ofviða, Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 170 orð

Ljóða- og tónlistaruppákoma á Næstabar

LÍTIÐ ljós á jörð stendur fyrir ljóða- og tónlistaruppákomu á Næstabar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Rúna K. Tetzschner stofnaði Lítið ljós í minningu eiginmanns síns, Þorgeirs Kjartanssonar, sem lést árið 1998. Tilgangurinn er m.a. að búa til nýjan vettvang þar sem skapandi einstaklingar - lítið ljós á jörð - geta tjáð list sína, segir í fréttatilkynningu. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 64 orð

Ljóð og djass á Nauthóli

DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur valinkunnan vetrardjass á Kaffi Nauthóli í kvöld, fimmtudagskvöld, milli þess sem skáldin Andri Snær Magnason, Davíð Stefánsson og Steinar Bragi lesa við kertaljós úr nýjum óútkomnum verkum sínum. Djasstríóið skipa þeir Árni H. Karlsson (píanó), Tómas R. Einarsson (kontrabassi) og Matthías MD. Hemstock (trommur). Dagskráin hefst kl. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Málverkasýning í Kaffisetrinu

GARÐAR Jökulsson opnaði sýningu í Kaffisetrinu, Laugavegi 103, um síðustu helgi. Þar sýnir hann 20 lítil málverk undir heitinu Íslenskt landslag og náttúra. Myndirnar eru málaðar í akrýl-, olíu- og vatnslitum. Í fréttatilkynningu segir að myndirnar séu heppilegar til tækifærisgjafa og verðið sé hófstillt. Þetta er 24. einkasýning Garðars. Meira
28. október 1999 | Tónlist | 468 orð

Mikill söng- og leiksigur

Flytjendur: Signý Sæmundsdóttir og Gerrit Schuil. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Ólafur P. Georgsson. Sýningarstjóri: Kristín Kristjánsdóttir. Miðvikudagurinn 27. október 1999. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 162 orð

Niflungahringurinn sýndur á myndbandi í Norræna húsinu

Á KOMANDI vetri mun Richard Wagner-félagið í samvinnu við Félag íslenskra fræða sýna uppfærslu Metropolitan í New York á Niflungahringnum af myndbandi í Norræna húsinu. Sýningarnar hefjast laugardaginn 30. október kl. 13 með Rínargullinu. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 107 orð

Nýjar bækur ARFUR og umbylting

ARFUR og umbylting er eftir Svein Yngva Egilsson. Í bókinni fjallar höfundur um úrvinnslu Jónasar Hallgrímssonar, Gríms Thomsens, Benedikts Gröndals, Gísla Brynjólfssonar og fleiri rómantískra skálda á bókmenntaarfi miðalda og tengsl þeirra við erlenda skáldjöfra og samtímaviðburði. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Nýjar bækur ARTÚR konungur

ARTÚR konungur er eftir Rosalind Kerven í þýðingu Þorsteins Jónssonar. Rakinn er ferill þjóðsagnahetjunnar Artúrs konungs og riddara hringborðsins og kryddað með ýmsum fróðleiksmolum frá fyrri tíð. Margar litmyndir eru á hverri síðu, bæði teikningar og ljósmyndir, en sagan er ætluð börnum og ungu fólki. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Nýjar bækur ENGAN asa Einar Áskell

ENGAN asa Einar Áskell eftir Gunillu Bergström er komin út á ný í lítils háttar endurskoðaðri þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Bókin hét áður Engan æsing Einar Áskell. Svo sem í öðrum bókum um Einar Áskel er hér fjallað um mannleg samskipti í daglega lífinu. Útgefandi er Mál og menning. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 167 orð

Nýjar bækur MÁL og menning

MÁL og menning hefur gefið út tvær handbækur: Fánar heimsins er handbók sem í eru allir þjóðfánar heims, auk fána héraða, yfirráðasvæða, flotafána, fána alþjóðasamtaka og fána sem ekki eru lengur í notkun en skipt hafa máli í rás sögunnar. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 150 orð

Nýjar bækur SKAÐABÓTARÉTTUR - Kenn

SKAÐABÓTARÉTTUR - Kennslubók fyrir byrjendur er eftir Arnljót Björnsson, og kemur nú út í annarri útgáfu. Í henni er fjallað um helstu réttarreglur sem gilda í íslenskum skaðabótarétti. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 163 orð

Nýjar bækur Trúarbrögð heimsins

Trúarbrögð heimsins er heiti á nýrri bók sem Mál og menning hefur gefið út. Í þessari bók er trúarlífi mannkyns lýst á ljósu og lifandi máli, án áróðurs og fordóma, segir í fréttatilkynningu. Í henni mætast sjö heimar ­ kristindómur, gyðingdómur, islam, hindúasiður, búddasiður, japönsk og kínversk trúarbrögð. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 194 orð

Nýjar geislaplötur ÞIÐ s

ÞIÐ stúdentsárin æskuglöð er með söng Kórs Menntaskólans í Reykjavík. Kórinn syngur íslensk þjóðlög, gamla stúdentasöngva, ættjarðarlög, madrigala og sálma. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 55 orð

Skólatónleikar í MH

TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík í sal Menntaskólans við Hamrahlíð verða á laugardag kl. 17. Þetta eru fyrstu tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans á þessu skólaári og stjórnandi hans er Kjartan Óskarsson. Á efnisskrá eru Slavneskur mars op. 31 eftir P. Tchaikovsky og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55 Eroica eftir L.v. Beethoven. Meira
28. október 1999 | Kvikmyndir | 604 orð

Sonur kolanámumannsins

Leikstjóri Joe Johnston. Handritshöfundur Lewis Colick, byggt á bókinni Rocket Boys, e. Homer H. Hickam Jr. Kvikmyndatökustjóri Fred Murphy. Tónskáld Mark Isham. Aðalleikendur Jake Gyllenhaal, Chris Cooper, Laura Dern, Chris Owen, William Lee Scott, Chad Lindberg, Natalie Canerday. 108 mín. Bandarísk. Universal, 1999. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 428 orð

Spannar allan tónsmíðaferil Mahlers

Á EFNISSKRÁ tónleikanna í kvöld eru tvö verk eftir Gustav Mahler: Lieder eines fahrenden Gesellen eða Söngvar förusveinsins og Sinfónía nr. tíu. Segja má að verkin spanni allan tónsmíðaferil Mahlers, þar sem hið fyrra er meðal eldri verka tónskáldsins, frá árunum 1884­85, en hið seinna, tíundu sinfóníuna, auðnaðist honum ekki að ljúka við fyrir dauða sinn 1911. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 114 orð

Stuttmyndir á Netinu

LEIKSTJÓRARNIR Steven Spielberg og Ron Howard ásamt samstarfsmönnum sínum í kvikmyndaiðnaðinum hafa stofnað fyrirtæki sem mun framleiða stuttmyndir fyrir Netið. Leikstjórarnir tilkynntu á mánudag að POP.com myndi senda út leiknar myndir, teiknimyndir og fleiri stuttmyndir. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Svigar í heild

MYND af þessu verki birtist með viðtali við Hjálmar Sveinsson um sýningu Listasafns Akureyrar, Dauðahvöt, sem opnaði laugardaginn 16. október. Fyrir mistök birtist ekki mynd af Svigum, verki Haraldar Jónssonar, í heild heldur aðeins hluta þess. Verkið lítur svona út í heild sinni og er beðist velvirðingar á þessu. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 192 orð

Tíðkast nú botnlangauppskurðir

KELSEY Grammer úr Frasier er að jafna sig eftir að hafa farið í snarhasti í botnlangauppskurð á föstudag. Hefur upptökum á framhaldsþáttunum verið frestað af þessum sökum. Grammer, sem er 44 ára og leikur sálfræðinginn Frasier Crane í þáttunum, veiktist í síðustu viku og var fluttur á spítala. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 178 orð

Tímarit TÍMARITIÐ Vefnir

TÍMARITIÐ Vefnir er komið út, öðru sinni. Um er að ræða veftímarit Félags um 18. aldar fræði. Að þessu sinni birtast í ritinu sjö frumsamdar greinar um íslenskan skáldskap á "hinni löngu átjándu öld". Þær eru flestar unnar upp úr erindum sem haldin hafa verið á málþingum Félags um átjándu aldar fræði á undanförnum árum. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 162 orð

Tónleikar Námskeiðs Martins Isepps

NÁMSKEIÐ á vegum Söngskólans í Reykjavík hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Martin Isepp, píanóleikari og stjórnandi, hefur þar leiðbeint söngvurum og píanóleikurum við túlkun á söngljóðum og aríum. Námskeiðinu lýkur á morgun með tónleikum í Tónleikasal Söngskólans, Smára, við Veghúsastíg sem hefjast kl. 17. Meira
28. október 1999 | Menningarlíf | 156 orð

Veggmyndasýning í Háskóla Íslands

OPNUÐ verður veggmyndasýning í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands laugardaginn 30. október kl. 16 í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu franska rithöfundarins Honoré de Balzac. Á sýningunni er sagt frá ævi Balzac, gerð grein fyrir helstu verkum hans, eftirminnilegustu persónum og hugmyndum hans um list skáldsögunnar og þjóðfélag samtíma síns. Meira
28. október 1999 | Bókmenntir | 543 orð

Þegar andinn fer á flakk

eftir Thomas Baum. St. Martin's Paperbacks 1999. 248 síður. THOMAS Baum heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem sent hefur frá sér sakamálasöguna Out of Body" en hún kom nýlega út í vasabroti hjá St. Martin's útgáfunni. Meira
28. október 1999 | Fólk í fréttum | 1253 orð

(fyrirsögn vantar)

ASTRÓ Fjórða og síðasta Tal- kvöldð fer fram fimmtudagskvöld. Þar munu vinningshafar undanfarinna Talkvölda stíga á svið ásamt Rödd Guðs á X-inu 977 og Skara skrípó sem munu halda endum saman. Þossi sér um danstónlistina. Húsið opnað kl. 21. Meira

Umræðan

28. október 1999 | Aðsent efni | 539 orð

Er líf eftir halon?

Viljum við vera í fararbroddi, spyr Guðmundur Arason, í umhverfismálum í fiskiðnaði? Meira
28. október 1999 | Aðsent efni | 873 orð

FÍB ruglar enn

IBEX kom inn á íslenskan vátryggingamarkað í von um hagnað, segir Sigmar Ármannsson. Ekki í greiðaskyni. Meira
28. október 1999 | Bréf til blaðsins | 490 orð

Forkastanleg vinnubrögð KSÍ

AÐ FALLA niður um deild er mönnum lítið ánægjuefni, en það er ekki sama hvernig það á sér stað. Í flestum tilvikum er það styrkleikamunur á liðunum sem ræður úrslitum og menn sætta sig venjulega við það, en þegar lélegir dómarar og stjórn þeirra mála eiga stóran þátt í fallinu er erfitt að taka því með öllu þegjandi. Meira
28. október 1999 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Með lyf í kennaratöskunni

Hvergi í grunnnámi kennaranema, segir Helgi Grímsson, er að finna leiðbeiningar um lyfjagjöf. Meira
28. október 1999 | Aðsent efni | 920 orð | 1 mynd

Okkur er úthýst

Ég hef ekki það umburðarlyndi, segir Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir, að fyrirgefa þeim sem svo sannarlega vita hvað þeir eru að gera. Meira
28. október 1999 | Bréf til blaðsins | 725 orð

Setjum sígarettuna í sóttkví

ÉG vil byrja á því að þakka Rannveigu Rist, forstjóra Ísal, fyrir góða grein í Morgunblaðinu 20. október sl. Það er ánægjulegt þegar forstjórar stórfyrirtækja sýna slíka fyrirmynd sem hún gerir, því eins og við vitum þá hafa limirnir tilhneigingu til að dansa eftir höfðinu. Meira
28. október 1999 | Aðsent efni | 881 orð

Stærðfræðin, skólinn og tölvan

Upplýsingaflóðið, segir Jón Hafsteinn Jónsson, er ekki til þess fallið að glæða skilning og skynsemi. Fremur hið gagnstæða. Meira

Minningargreinar

28. október 1999 | Minningargreinar | 582 orð

Hafsteinn Sveinsson

Steini frændi. Það er erfitt að sjá á eftir þér og sárt mun ég sakna þín. Ég þekki ekkert annað en að hafa þig í nágrenninu. Mín fyrstu ár naut ég þeirra forréttinda að búa undir sama þaki og þú. Ég á hæðinni og þú í risinu. Auðvitað komumst við ekki hjá því að kynnast hvor öðrum. Ég var eina barnið í húsinu á þessum tíma og óhjákvæmilega hef ég heimtað hjá þér athygli. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 115 orð

HAFSTEINN SVEINSSON

HAFSTEINN SVEINSSON Hafsteinn Sveinsson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum 17. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Teitsson og Sigríður Sigurðardóttir og áttu þau tvo syni. Eftirlifandi bróðir Hafsteins er Pétur Sveinsson, f. 26. febrúar 1914. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 502 orð

HAUKUR JÓSEFSSON

Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Hauks Jósefssonar. Það lá ekki í eðli Hauks að gefast upp þótt á móti blési og er hetjuleg barátta hans við erfið veikindi til margra ára til marks um þá miklu þrautseigju og viljastyrk sem hann hafði til að ná settum markmiðum. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 218 orð

HAUKUR SKAGFJÖRÐ JÓSEFSSON

Haukur Skagfjörð Jósefsson fæddist á Sauðárkróki 6. janúar 1937. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir frá Sauðárkróki, f. 29. september 1905, d. 4. maí 1995 og Jósef Stefánsson, f. 4. nóvember 1905 á Sauðárkróki. Hann býr nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 896 orð

Jirí Pelíkan

Jirí Pelíkan lifði tímana tvenna og þrenna. Þegar hann var sextán ára skólastrákur settu Þjóðverjar hann í fangelsi fyrir að dreifa flugritum gegn hernámi þeirra. Eftir hálft ár var hann látinn laus til reynslu, en gerðist þá bæjarritari í þorpinu Koronec undir fölsku nafni og skilríkjum sem gerðu hann sex árum eldri. Þar starfaði hann af miklum krafti í andspyrnuhreyfingunni. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 53 orð

JIRÍ PELÍKAN

JIRÍ PELÍKAN Jirí Pelíkan var fæddur árið 1923 í Olomuc á Mæri í Tékklandi, sonur myndhöggvara. Hann var aðalritari og síðar forseti Alþjóðasambands stúdenta 1953-63 og sjónvarpsstjóri í Prag 1963- 68. Eftir það var hann ritstjóri tímarits landflótta Tékka. Hann lést í Rómarborg 26. júní 1999. Í dag, 28. október, er þjóðhátíðardagur Tékklands. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 792 orð

Jón Oddsson

Sagt er að "eplið falli sjaldan langt frá eikinni". Á það sannarlega við um vin minn Jón Oddsson. Foreldrar hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Oddur Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, voru samvalin merkis- og glæsihjón og þeim líktist sonurinn. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Jón Oddsson

Góður drengur er frá fallinn eftir glímu við sjúkdóm sem allt í senn er þögull, ásækinn og ógnvekjandi. Sá illvígi vekur ávallt upp óteljandi spurningar um leið okkar í mannlegri vist, um dauðann og tilveruna. Jón Oddsson tók því sem verða vildi af einstakri ró og æðruleysi og hughreysti okkur sem skynjuðum manninn með ljáinn með gáska og kímni. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Jón Oddsson

Látinn er um aldur fram góður vinur og samferðamaður, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður. Faðir hans, Oddur Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, og faðir minn, Sigmundur Sigurðsson, bóndi og oddviti í Syðra-Langholti, voru báðir ættaðir vestan af Mýrum. Með þeim var kunningsskapur sem seinna þróaðist í mikla og einlæga vináttu milli fjölskyldnanna. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Jón Oddsson

Jón Oddsson Afgenginn liðs ljúfi lundhægur, nafnfrægur, gestrisinn, hughraustur, heilráður, gjarn dáða. Mannvalið, siðsvinnur, sæmd hlaðinn, jafnglaður, guðrækinn, þelþýður, þolgóður, umljóðast. Alfrægur, heil-hugi, hýr, glaður, skýr maður. Væng Drottins fang-fluttur, friðsælu Guðs hælir. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 72 orð

Jón Oddsson

Elsku afi minn Jón Oddsson er dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur en ég hélt alltaf að honum myndi batna, eins og hann var alltaf búinn að segjast ætla að gera, en svo gerðist það ekki. Ég mun sakna hans afa míns mikið. Vonandi passar Guð hana ömmu mína Völu Báru eftir að hún er orðin ein, eins og Guð passar hann afa minn á himnum. Margrét Erla Björgvinsdóttir. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 23 orð

Jón Oddsson

Jón Oddsson Þitt skíra ljós er skyggt um stund og myrkvuð sýn. Það lifnar senn hjá leið hvers manns og skærar skín. Ólafur Thóroddsen. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Jón Oddsson

Við Jón Oddsson vorum fornvinir og mjög jafnaldra menn. Fæddumst báðir í sama húsi á Víðimel 49, hvor sínum megin áramóta 1941, og stofnuðum til kunningsskapar strax og við máttum mæla. Sá kunningsskapur varð að vináttu sem entist alla tíð síðan og til deyjanda dags. Þegar Jón fluttist nokkurra ára gamall ásamt foreldrum sínum á Grenimel 25, varð þar mitt annað heimili um árabil. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 725 orð

Jón Oddsson

Síðasta dag sumarsins þegar borgin skartaði sínu fegursta kvaddi Nonni frændi og fór þangað sem alltaf er sumar. Það er alveg í anda þessa skemmtilegasta manns sem ég hef kynnst að kveðja áður en vetur gengi í garð. Líklega hefur hann líka séð eitthvað skondið og hlægilegt á leiðinni og er þegar farinn að segja skemmtisögur á himnum. Nonni var ótrúlegur maður. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 565 orð

Jón Oddsson

Fallinn er frá góður drengur og að honum er mikil eftirsjá. Svo lengi sem ég man eftir mér, man ég eftir Jóni Oddssyni, en hann var heimagangur á bernskuheimili mínu. Við áttum Vesturbæinn að umgjörð æsku okkar. Stuttur spölur var milli heimila okkar. Við á Hagamel og hann á Grenimel. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 379 orð

Jón Oddsson

Erfiðri baráttu er lokið og komið að kveðjustund. Jón lést á fögrum haustdegi eftir langvarandi veikindi. Rúm þrjú ár eru síðan Jón var skorinn við krabbameini og fyrir réttu ári var ljóst að meinið hafði tekið sig upp. Æðruleysi Jóns og kjarkur í veikindunum var aðdáunarverður. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Jón Oddsson

Maður er kominn á þann aldur að vera sífellt að kveðja til fulls mæta menn sem hverfa á brott til eilífðarinnar, vonandi til að láta til sín taka, þó ég efist mjög um að Jón minn Oddsson þurfi að standa í því að verja einhverja fallna engla fyrir æðsta dómstól. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 472 orð

Jón Oddsson

Mágur minn, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður, er látinn langt um aldur fram. Hann lést á síðasta degi sumars, hinn 22. október sl. Mildur og bjartur himinninn, snarpar brúnir fjallanna í kringum Reykjavík og fjölbreytilegir litir haustsins einkenndu þennan dag. Þannig var mágur minn einnig, mildur, skarpgreindur og skemmtilegur. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 476 orð

Jón Oddsson

Orð mín, sem ég set niður á blað við fráfall vinar míns, Jóns Oddssonar eru fátækleg og hversdagsleg því minningu hans hæfa aðeins hástemmd lýsingarorð, mergjaðar frásagnir kryddaðar skrúðmælgi. Því þannig var líf Jóns. Jón sigldi ekki um neina lognpolla, hann kaus að stýra fleyi sínu um ólgusjó, kættist mest þegar brotsjór reis til beggja handa og hann gat boðið máttaröflunum byrginn. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Jón Oddsson

Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður lést á Borgarspítalanum í Reykjavík um miðjan dag föstudaginn 22. október. Krabbamein dró hann til dauða einungis 58 ára að aldri. Síðustu árin stóð hann í stríði við veikindin og gekkst undir uppskurð og fékk eftir það nokkurt hlé. Hann hélt áfram störfum sínum, þrátt fyrir sjúkdóminn og trúði því illa, að hann biði lægra hlut fyrir þessum andstæðingi. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | -1 orð

Jón Oddsson

Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram, vinur minn og kollega, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður, eftir alllanga og að síðustu snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Jón var fæddur 5. janúar 1941 og því aðeins 58 ára gamall, þegar hann lést. Eftir stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands 1961 settist Jón í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi með afburðaeinkunn, 226 stigum 1968. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 391 orð

JÓN ODDSSON

Minn ágæti vinur og kollegi, Jón Oddsson, er látinn langt um aldur fram. Síðast heimsótti ég hann á Borgarspítalann 20. september sl. og var þá mikið af honum dregið og hann sárt leikinn. Við spjölluðum sem stundum áður um lífið og tilveruna en gleymdum ekki pólitíkinni frekar en fyrri daginn. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 414 orð

JÓN ODDSSON

JÓN ODDSSON Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður var fæddur í Reykjavík 5. janúar 1941. Hann lést 22. október síðastliðinn. Heimili hans var að Ásbúð 102 í Garðabæ. Foreldrar hans voru Oddur Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, f. 15. júlí 1892, d. 7. nóv. 1975, og Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 2. okt. 1907, d. 21. júní 1997. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 53 orð

JÓN ODDSSON

Lítil fjölskylda hefur misst mikið. Gunnar Jón, sjö ára, og Helga María, fimm ára, kveðja afa sinn og geyma hann í minningunni. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Hvíli elsku afi okkar í friði. Við söknum hans ótrúlega mikið. Dótturbörn. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Ólafur Bjarnason

Árið 1942 réðst Ólafur Bjarnason til starfa hjá tollstjóraembættinu í Reykjavík. Hann var þá aðeins 27 ára að aldri og starfslok hans hjá embættinu urðu ekki fyrr en við aldursmarkaskil hjá opinberum starfsmönnum árið 1985, er hann náði 70 ára aldri. Hafði hann þá starfað þar í 43 ár eða nær allan sinn starfsaldur. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 679 orð

Ólafur Bjarnason

Ólafur H. Bjarnason mágur minn, Lynghaga 8 í Reykjavík, er farinn á vit feðra sinna eftir langa ævi sem markaðist af farsæld og hagsæld. Fyrirhyggja, ráðdeild og trúmennska voru þeir eðliskostir sem koma fyrstir í hugann þegar þessa manns er minnst, svo og umhyggja fyrir þeim sem að honum stóðu. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Ólafur H. Bjarnason

Elskulegur tengdafaðir minn, Ólafur H. Bjarnason, er látinn. Ég var ung að árum þegar ég hóf komur mínar á Lynghaga 8, þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu saman í 45 ár. Heimilislífið á Lynghaga var afar líflegt þar sem fjögur börn þeirra ólust upp við mikinn gestagang, Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Ólafur H. Bjarnason

Við hjónin sendum vináttu- og minningarkveðjur vegna fráfalls vinar okkar, öðlingsins Ólafs H. Bjarnasonar fyrrverandi deildarstjóra, sem lengst af bjó á Lynghaga 8 hér í borg. Jafnframt sendum við eftirlifandi eiginkonu hans, Bergljótu Guttormsdóttur, börnum þeirra og öðrum afkomendum hugheilar samúðarkveðjur. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Ólafur H. Bjarnason

Elsku afi minn, Ólafur Helgi Bjarnason, er látinn. Nú þegar leiðir okkar skilja, langar mig að þakka þér afi minn fyrir þann stuðning og hlýju sem ég fékk á Lynghaganum hjá þér og ömmu. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá ykkur um lengri eða skemmri tíma í senn, fyrst í barnæsku og síðan aftur frá unglingsárum fram yfir tvítugt, Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Ólafur H. Bjarnason

Á þessu einstaklega hlýja og fallega hausti, þegar enn stóðu fulllaufguð tré í görðum og jafnvel einstaka blóm voru enn að skjóta upp kollinum, kvaddi þessa jarðvist elskulegur tengdafaðir minn, Ólafur H. Bjarnason. Það sem einkenndi Ólaf var prúðmennska hans og hlýja. Hann hafði þessa hógværu og rólegu nálægð sem gerði það að verkum, að öllum leið vel í návist hans. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 540 orð

ÓLAFUR H. BJARNASON

ÓLAFUR H. BJARNASON Ólafur H. Bjarnason fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1915. Hann lést á Landspítalanum 20. október síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru þau hjónin Bjarni Ívarsson, bókbindari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 17. október 1886, d. 22. apríl 1965. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 363 orð

ÓLAFUR H. BJARNASON

Þær flugu oddaflug yfir Lynghagann, gæsirnar, einn kyrran laugardagsmorgun fyrir skömmu. Í þeirri andrá var afi Óli á spítalanum að stríða við dauðann. Nú eru gæsirnar á braut og stríðinu er lokið. Það er tómlegt á heiðum og hljóðara á Lynghaganum. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 501 orð

ÓLAFUR H. BJARNASON

Mágur minn, Ólafur H. Bjarnason, fæddist í Reykjavík en ólst frá sex ára aldri upp á Reyðarfirði þar sem hann var tekinn í fóstur af hjónunum Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra og Sigríði Þorvarðardóttur Kjerúlf sem var stjúpsystir Ragnheiðar móður hans. Ólafur átti stóran frændgarð, fimm systkini og fjögur fóstursystkini. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Óskar Jacobsen

Okkar langar að kveðja föður okkar með nokkrum orðum. Elsku pabbi, okkar hugur leitar til þín aftur og aftur. Við hugsum um þær stundir í gamla daga þegar þú sýndir okkur alltaf stuðning og varst okkur góður pabbi. Þú varst okkur góð fyrirmynd og alltaf gaman að horfa á þig koma heim frá vinnu, hvernig þú gekkst alltaf svo virðulegur og reistur heim að húsinu. Meira
28. október 1999 | Minningargreinar | 168 orð

ÓSKAR JACOBSEN

ÓSKAR JACOBSEN Óskar Jacobsen fæddist í Reykjavík 29. janúar 1923. Hann lést í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Friðsemd Jónsdóttir og Karl Anton Jacobsen. Voru þau sjö, Óskar og systkini hans. Óskar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Á. Magnúsdóttur, f. 6.1. Meira

Viðskipti

28. október 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Evrópsk bréf lækka vegna vaxtaótta

LOKAVERÐ evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær og hækkanir eftir opnun í Wall Street þurrkuðust, þar sem æ fleri hallast að því að vextir verði hækaðir beggja vegna Atlantshafs. Líkur á hærri vöxtum urðu evrunni að litlu liði, því að hún hafði ekkki verið lægri gegn dollar í einn mánuð. Áður hafði jenið náð mestri hæð gegn evru vegna vona um efnahagsbata í Japan. Meira

Daglegt líf

28. október 1999 | Neytendur | 73 orð

Bökunarbæklingur konditormeistara

BÖKUNARBÆKLINGUR sem ber heitið "Brot af því besta" eftir Halldór Kr. Sigurðsson konditormeistara og bakara er komin út. Bæklingnum verður dreift í verslanir um allt lands þar sem hann mun fást án endurgreiðslu fyrir viðskiptavini. Halldór lærði bakaraiðn á Íslandi og nam kökugerðarlist í hinu þekkta "Konditori-Kransekagehuset" í kaupmannahöfn. Meira
28. október 1999 | Neytendur | 85 orð

Fæðubótarefni fyrir gigtarsjúklinga

HEILSA ehf. hefur tekið til dreifingar fæðubótarefnið Lið-Aktín. Lið-Aktín inniheldur fæðubótarefnin glúkósamín súlfat og kondróitín súlfat en þau eru byggingarefni brjósks sem meðal annars hemja virkni ensíma sem eyðileggja brjósk. Líkaminn getur framleitt glúkósamín en svo virðist sem hann glati hæfni til þess með auknum aldri. Meira
28. október 1999 | Neytendur | 96 orð

Kringlukast í Kringlunni

KRINGLUKAST hefst í dag í Kringlunni og stendur í fjóra daga, eða fram á sunnudag. Samkvæmt fréttatilkynningu hafa aldrei jafn margar verslanir tekið þátt í Kringlukasti fyrr og af þeim sökum hefur vöruúrval aukist til muna frá því í fyrra. Á meðan á Kringlu w kasti stendur bjóða verslanir Kringlunnar viðskiptavinum sínum nýjar vörur á tilboðsverði. Meira
28. október 1999 | Neytendur | 121 orð

Recaro Start Barnabílstólar

BÍLASMIÐURINN hf. annast innflutning og sölu á barnabílstólunum Recaro Start. Stólarnir eru fyrir börn sem vega frá níu til þrjátíu og sex kíló, hægt er að stilla hæð baks og lengd setu, einnig er hægt að halla stólnum og er allur bólstraður. Ýmsir aukahlutir eru í boði s.s. innlegg, höfuðpúði, hálskragi, beltapúði og það allra nýjasta er fótskemill. Meira
28. október 1999 | Neytendur | 44 orð

Skór frá Peperoni

VERSLUNIN Bianco y Negro, Skólavörðustíg 21 a, hefur hafið sölu á skóm frá merkinu Peperoni. Skórnir eru framleiddir í Portúgal og á Ítalíu og eru ætlaðir börnum og unglingum. Verslunin selur einnig eigin framleiðslu á flísfatnaði, einnig fyrir börn og unglinga. Meira
28. október 1999 | Neytendur | 503 orð

Verðkannanir veita verslunum aðhald í verðhækkunum

FÖSTUDAGINN 22. október var gerð verðkönnun á vegum Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu í 10 matvöruverslunum. Samkvæmt könnuninni hefur verð í verslunum Nóatúns hækkað verulega síðan í mars en verð í Bónus hefur lækkað aftur, en verslunin býður enn sem fyrr upp á lægsta vöruverðið á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Fastir þættir

28. október 1999 | Í dag | 356 orð

1. Við gerum stutt hlé af tæknilegum orsökum, en komum aftur eftir smátíma. 2. Þú ert nýkominn ú

1. Við gerum stutt hlé af tæknilegum orsökum, en komum aftur eftir smátíma. 2. Þú ert nýkominn úr langferð. 3. Guðrún! Hefurðu séð gerviöndina mína? 4. Úps, þetta er maðurinn minn. Eins gott að þú seldir mér slysa- og örorkutryggingu. 5. Nei, maður þarf ekki að vera kommúnisti til að fara til Kína. Ég fór til dæmis til Jómfrúreyja í fyrra. 6. ! 7. Meira
28. október 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. október, verður fimmtug Valdís Magnúsdóttir, kristniboði og kennari, Smárarima 34, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kjartan Jónsson. Þau taka á móti gestum í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, kl. 17-19.30 í dag. Meira
28. október 1999 | Í dag | 39 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Hinn 1. nóvember nk. verður fimmtugur Hjörtur R. Zakaríasson, bæjarritari, Freyjuvöllum 5, Keflavík, Reykjanesbæ. Hjörtur og eiginkona hans Hjördís Hafnfjörð taka á móti gestum föstudaginn 29. október nk. í sal Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17, milli kl. 20­23. Meira
28. október 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. október, verður sextugur Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Rauðagerði 59, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigrún Valdimarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á Grand Hótel (Háteigur) á milli kl. 17-19, á morgun, föstudag. Meira
28. október 1999 | Í dag | 27 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. október, verður sjötugur Ólafur Á. Sigurðsson, Brúnavegi 3, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín M. Guðjónsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Meira
28. október 1999 | Í dag | 46 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. október, verða níræðar tvíburasysturnar Guðrún og Helga Pálsdætur frá Höfða í Grunnavíkurhreppi. Þær eru að heiman í dag en taka á móti gestum í Ljósheimum 27, Reykjavík, laugardaginn 30. október kl. 15. Guðrún og Helga eru elstu núlifandi tvíburar landsins. Meira
28. október 1999 | Í dag | 461 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Frætt um upphaf kirkjunnar í ljósi postulasögunnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Meira
28. október 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. maí sl. í Hofsósskirkju af sr. Ragnheiði Jónsdóttur Aðalheiður Þórarinsdóttir og Árni Oddsson. Heimili þeirra er að Leirubakka 32, Reykjavík. Meira
28. október 1999 | Í dag | 407 orð

EINN vandi er þeim á höndum sem aka þurfa út úr svonefn

EINN vandi er þeim á höndum sem aka þurfa út úr svonefndu Hálsahverfi í Reykjavík, iðnaðar- og verslunarhverfinu innan við Ártúnsholtið, og ætla inn á Vesturlandsveginn. Þaðan er nefnilega ekki svo auðvelt að komast inn á þá ágætu braut. Meira
28. október 1999 | Fastir þættir | 1035 orð

Frímerkjablaðið, 2. tbl.

Á Degi frímerkisins gerðist það, að 2. tbl. Frímerkjablaðsins kom út. Þegar 1. tbl. birtist, var því vel fagnað, enda höfðu safnarar lengi beðið eftir því að fá aftur málgagn, þar sem birtar yrðu greinar um margvíslegt frímerkjaefni. Meira
28. október 1999 | Í dag | 130 orð

HRÍSLAN OG LÆKURINN

Gott átt þú, hrísla', á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans, vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Meira
28. október 1999 | Fastir þættir | 826 orð

Hvað fengu þeir í staðinn?

Hvað fengu þeir í staðinn? Fjárhagstengslin ber að skoða í ljósi þess að íslenski kommúnistaflokkurinn var frá upphafi útkirkja frá þeim sovéska. STÓRFRÉTT haustsins er fundur skjalfestra heimilda um reglubundinn stuðning sovéska kommúnistaflokksins við Sósíalistaflokkinn/Alþýðubandalagið. Meira
28. október 1999 | Dagbók | 696 orð

Í dag er fimmtudagur 28. október, 301. dagur ársins 1999. Tveggjapostulamessa.

Í dag er fimmtudagur 28. október, 301. dagur ársins 1999. Tveggjapostulamessa. Orð dagsins: Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér, sakir elsku þinnar. (Sálmarnir 6,5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ostryna kom í gær. Mælifell fór í gær. Meira
28. október 1999 | Fastir þættir | 377 orð

"Viskan örvar hug til starfs" Síðara æviskeið mannsins, segir Jenna Jensdóttir, virðist nú skoðað á jákvæðari hátt í ljósi

Síðara æviskeið mannsins, segir Jenna Jensdóttir, virðist nú skoðað á jákvæðari hátt í ljósi raunveruleikans.Vor er indælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin, En ekkert fegra' á fold eg leit En fagurt kvöld á haustin. (Steingrímur Thorsteinsson.) Meira
28. október 1999 | Í dag | 591 orð

Þakkir

PÁLÍNA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma fram þökkum til Gunnars Hersveins á Morgunblaðinu fyrir alveg frábærar greinar, nú síðast um umburðarlyndi, sem birtist í blaðinu 22. október sl. Heima hjá henni eru allar greinarnar hans klipptar út og geymdar. Í þeim felist lærdómur sem allir ættu að lesa og íhuga að hennar mati. Vonar hún að meira birtist eftir hann sem fyrst. Meira
28. október 1999 | Dagbók | 3775 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

28. október 1999 | Íþróttir | 323 orð

ARSENE Wenger, knattspyrnust

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur heitið Nígeríumanninum Nwankwo Kanu að leggja honum lið við að tryggja fjölskyldu hans vegabréfsáritun til Englands til þess hún megi hitta hinn ástsæla knattspyrnumann. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 169 orð

Birgir Leifur skammt frá úrvalshópnum

SKAGAMAÐURINN Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi, lék Perelada-völlinn á Spáni á 69 höggum í gær, þremur undir pari, en hann lék á 73 höggum í fyrradag. Hann hefur því slegið 142 högg eftir tvo hringi í öðrum áfanga af þremur í forkeppni að aðalmótaröð Evrópu. Birgir Leifur er í 31. til 38. sæti af áttatíu keppendum á Perelada, en einnig er leikið á Emporda og Pals-völlunum. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 471 orð

Býður íslensku fjárfestunum félagið til kaups

BILL Bell, aðaleigandi og stjórnarformaður enska 1. deildar félagsins Port Vale, lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að selja íslensku fjárfestunum, sem buðu í Stoke City, meirihluta í félaginu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ákvað hópur íslenskra fjárfesta á fundi sínum á þriðjudagskvöld að falla frá kauptilboði sínu í 2. deildar liðið Stoke City í ljósi slæmrar skuldastöðu. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 83 orð

Clemente til Real Sociedad

JAVIER Clemente hefur verið ráðinn þjálfari Real Sociedad á Spáni. Gerði hann í gær tveggja ára samning við félagið og tekur við af Bernd Krauss sem var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Clemente er fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar og hætti eftir 3:2 tap fyrir Kýpur fyrir rúmu ári. Var það kornið sem fyllti mælinn eftir slakt gengi landsliðsins á HM í Frakklandi. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 109 orð

Eiður Smári skoraði

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði mark fyrir Bolton er liðið gerði jafntefli við Forest í Nottingham í gærkvöldi, 1:1. Guðni Bergsson lék einnig með. Eiður Smári skoraði með góðu skoti, eftir skemmtilegan samleik leikmanna Bolton á 20. mín., en heimamenn náðu að jafna aðeins tólf mín. síðar. Eftir það fengu leikmenn Bolton mörg tækifæri til að gera út um leikinn, en heppnin var ekki með þeim. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 149 orð

Einbeitingar- leysi hjá okkur

JÚLÍUS Jónasson, fyrirliði Vals, var ekki ánægður með leik Vals í síðari hálfleik. "Við vorum að spila mjög vel í fyrri hálfleik og héldum þá að þetta væri öruggt. Hugarfarið var ekki rétt í síðari hálfleik og við máttum þakka fyrir að fara héðan úr Víkinni með bæði stigin," sagði hann. "Við lékum fyrri hálfleikinn af mikilli festu og vörnin var góð. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 374 orð

Ekki lengur inni í myndinni hjá Man. City

RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður sem leikur með norska liðinu Viking, hefur verið eftirsóttur hjá nokkrum liðum í Englandi og víðar að undanförnu. Forráðamenn Viking hafa sagt að Ríkharður, sem á eitt ár eftir af samningi sínum, fari ekki frá félaginu meðan það er enn með í Evrópukeppninni. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 233 orð

Emma Furuvik keppir fyrir Ísland

SÆNSK-íslenska skíðakonan, Emma Furuvik, hefur ákveðið í samráði við Skíðasambandið að keppa fyrir Ísland í vetur og hefur verið valin í íslenska landsliðið. Hún hefur búið í Svíþjóð frá fæðingu, en móðir hennar er íslensk og heitir Jóhanna Jóhannsdóttir. Emma er aðeins 17 ára og þykir mjög efnileg skíðakona og keppti m.a. á alþjóðamótunum á Ísafirði sl. vetur og sigraði í tveimur greinum. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 486 orð

Erum að falla á tíma

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), segir að niðurstaða varðandi ráðningu þjálfara karlalandsliðsins verði að nást sem allra fyrst. "Við erum að falla á tíma í þessu máli," sagði hann í gærkvöldi. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 1191 orð

Fiorentina skellti Arsenal á Wembley

ARSENAL mátti þola tap Fiorentina á Wembley, 1:0, og er úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð - liðið getur náð Fiorentina að stigum en ítalska liðið fer áfram vegna þess að það stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 476 orð

Hugsanlegt að lið frá varnarliðinu verði með

Þróttur, Neskaupstað, og KA frá Akureyri hafa ákveðið að senda lið til keppni á Íslandsmót karla í blaki, en áhöld voru um hvort liðin hugðust taka þátt í mótinu í vetur. Keppni er ekki hafin í karlaflokki en umfangsmiklar breytingar standa fyrir dyrum til þess að fjölga liðum. Stefnt er að því að stofna úrvalsdeild fjögurra liða og að önnur lið keppi á helgarmótum. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 20 orð

Í KVÖLD Körfuknattleikur

Úrvalsdeild karla: Grindavík:Grindavík - Skallagrímur20 Hveragerði:Hamar - Njarðvík20 Strandgata:Haukar - Þór Ak.20 Stykkishólmur:Snæfell - ÍA20 KR-hús:KR - Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 111 orð

Ívar til Brentford

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins er svo gott sem frágengið að Ívar Ingimarsson gangi til liðs við enska 2. deildar liðið Brentford, en Ívar er samningsbundinn ÍBV, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö keppnistímabil. Mun kaupverðið vera 100.000 pund, tæplega 12 milljónir króna. Ívar hefur verið í leigu hjá 3. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 240 orð

Kristinn byrjar keppnistímabilið í Park City

KEPPNISTÍMABILIÐ í heimsbikarnum í alpagreinum hefst um helgina með keppni í stórsvigi kvenna á laugardag og stórsvigi karla á sunnudag í Tignes í Frakklandi. Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, hefur æft vel að undanförnu með sænska landsliðinu á jöklum í Austurríki. Hann keppir í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem fram fer í Park City 20. nóvember. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 343 orð

Kristinn Hafliðason til Raufoss

KRISTINN Hafliðason, leikmaður ÍBV, skrifar í vikunni undir þriggja ára samning við norska 1. deildar liðið Raufoss. Forráðamenn norska liðsins hafa einnig hug á að semja til frambúðar við Björn Jakobsson, unglingalandsliðsmann, sem lék með liðinu sl. keppnistímabil á leigusamningi frá KR. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 166 orð

Leicester vill fá Booth

MARTIN O'Neill, knattspyrnustjóri Leicester, er tilbúinn að borga Sheff. Wed. 2,75 millj. punda fyrir Andy Booth, 26 ára sóknarleikmann. Hann yrði þar með dýrasti leikmaður Leicester, en áður hafðu liðið borgað mest fyrir Arnar Gunnlaugsson frá Bolton og Frank Sinclair frá Chelsea, 2,3 millj. punda. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 110 orð

Metþátttaka í HM 2002

MARGT bendir til þess að metþátttaka verði í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem hefst á næsta ári og lýkur með lokakeppni í S- Kóreu og Japan árið 2002. Alls hafa 172 þjóðir tilkynnt um þátttöku en frestur til að skrá sig rennur út í lok nóvember en 203 þjóðir eru aðilar að Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 81 orð

Rosenborg keypti Storvik í stað Rúnars

RÚNAR Kristinsson, besti leikmaður norsku deildarinnar, var inni í myndinni um tíma hjá norska liðinu Rosenborg, sem var að leita eftir miðvallarleikmanni. En í gær gekk Rosenborg frá þriggja ára samningi við miðvallarleikmanninn Kenneth Storvik frá sænska liðinu Helsingborg og ljóst að Rúnar fer ekki þangað. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 145 orð

Rúmlega 400 milljónir fyrir sigur í Brasilíu

SIGURLIÐIÐ í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í Brasilíu í fyrsta skipti í janúar á næsta ári, fær rúmlega 420 milljónir króna fyrir sinn snúð og það félag sem hafnar í öðru sæti hlýtur um 350 milljónir króna. Þá fær bronsverðlaunahafinn rúmlega 280 milljónir króna. Hvert þeirra átta liða sem taka þátt í keppninni sem haldin verður dagana 5. til 14. janúar, fær a.m.k. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 191 orð

Steinar Adolfsson með tilboð frá Haugasundi

KONGSVINGER hefur fengið tilboð frá Haugasundi í Steinar Adolfsson, sem sigraði í 1. deild norsku knattspyrnunnar og leikur í úrvalsdeildinni að ári. Steinar hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá félaginu þar sem það féll úr úrvalsdeildinni. "Ef ég ætla að eiga möguleika á að komast í íslenska landsliðið verð ég að leika í efstu deild. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 196 orð

Tryggvi á sölulista hjá Tromsö

TRYGGVI Guðmundsson, leikmaður Tromsö í Noregi, hefur verið settur á sölulista hjá félaginu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum, en hefur neitað að ræða um framlengingu á samningi sínum við félagið því hann vill reyna sig hjá öðru liði sunnar í Evrópu. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 475 orð

Valsmenn í kröppum dansi í Víkinni

VALSMENN höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik gegn Víkingum í fyrsta leik 6. umferðar Íslandsmótsins í Víkinni í gærkvöldi. Þeir höfðu átta marka forskot í hálfleik, 18:10, og útlitið var ekki bjart fyrir heimamenn. Leikurinn snérist við í síðari hálfleik og máttu Valsmenn þakka fyrir sigur, 30:28. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 804 orð

Verður mikið fjör- trommur og söngur

HAMAR frá Hveragerði, sem hefur aldrei tapað leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, tekur á móti bikarmeisturum Njarðvíkur í íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld. Lið Hamars, sem leikur nú í fyrsta sinn í efstu deild, er taplaust eftir fjóra leiki ­ hefur borið sigurorð af Snæfelli, KFÍ, Tindastóli og ÍA. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 680 orð

Við náðum að halda höfði

"VIÐ höfum spilað nokkra leiki að undanförnu ­ og misst niður forskot á síðustu mínútum. Við vorum ákveðnar að láta söguna ekki endurtaka sig. Við náðum að halda höfði," sagði Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, sem átti stóran þátt í 26:23 sigri á Stjörnunni í gærkvöldi en hún vildi ekki gera mikið úr sínum hlut: "Þegar baráttan er mikil í vörninni, eins og var núna, Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 381 orð

"Vonbrigði að svona fór"

KEITH Humphreys, formaður stjórnar Stoke City, staðfesti í gær að kauptilboð íslenskra fjárfesta í ráðandi hlut í félaginu hefði verið dregið til baka og ekkert yrði af kaupunum. "Ég er vonsvikinn því fjárfestarnir töldu sig geta lagt fjármagn inn í rekstur knattspyrnufélagsins og ég hafði ánægju af að ræða við þá. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 585 orð

Þori varla út úr húsi

EITT þekktasta félagslið Svía, Malmö FF, er fallið úr sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta sinn. Malmö var eina liðið sem gat státað af því að hafa aldrei fallið úr efstu deild í Svíþjóð. Liðið tapaði fyrir AIK í næstsíðustu umferð um helgina og þá var ljóst að það var fallið. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

AP Helgi ísóknarhugHelga Sigurðssyni, landsliðsmiðherja Íslands, sem leikur með gríska liðinu Panathinaikos, er ætlað það hlutverk að taka við stöðupólska miðherjans Krzyysztef Warchycha, sem hefur verið mesti markaskorariliðsins undanfarin ár. Meira
28. október 1999 | Íþróttir | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

BENEDIKT Ólafsson, markvörður Vals, lék fyrsta leik sinn í 1. deild karla í gærkvöldi er liðið mætti Víkingum. Hann kom inn á í nokkrar mínútur í síðari hálfleik en náði ekki að verja skot. Benedikt er sonur Ólafs Benediktssonar, fyrrum landsliðsmarkvarðar úr Val. Meira

Úr verinu

28. október 1999 | Úr verinu | 259 orð

ESB gengur illa að semja við Marokkó

DEILUR milli aðildarríkja Evrópusambandsins hamla nú samningum um veiðiréttindi ESB innan lögsögu Marokkó. Núverandi samningur ESB og Marokkó rennur út þann 30. nóvember, en samningurinn er sambandinu mjög mikilvægur, einkum Spánverjum og Portúgölum. Hundruð skipa þaðan hafa stundað veiðarnar við Marokkó. Meira
28. október 1999 | Úr verinu | 296 orð

Íslenskar áhafnir á flutningaskipin

Á AÐALFUNDI Sjómannafélags Reykjavíkur sl. þriðjudag voru tvær ályktanir samþykktar einróma. Ananrs vegar ályktun um að íslenskar áhafnir skuli vera á íslenskum flutningaskipum í varnarliðsflutningum og hins vegar krafa um starfsemi við Reykjavíkurhöfn sem tengist atvinnulífi hennar. Meira
28. október 1999 | Úr verinu | 278 orð

Möskvastærð mæld í álnum

REGLUGERÐ um stærð möskva í loðnunótum hefur verið breytt í kjölfar Österbris-málsins svokallaða og er nú miðað við fjölda möskva á hverja alin í stað innanmáls möskvanna áður. Í meira en tvo áratugi hefur möskvastærð í loðnunótum verið miðuð við innanmál möskva, eða 19,7 millímetrar. Meira
28. október 1999 | Úr verinu | 264 orð

Vinnsla á beitukóngi hafin í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Beitukóngur hefur verið unninn í Stykkishólmi í nokkur undanfarin ár. Fyrirtækið Íshákarl hf var stofnað í þeim tilgangi. En fyrirtækið lenti í ýmsum mótbyr og varð gjaldþrota nú í sumar. Eignir þrotabúsins keypti Útgerð Arnars í Stykkishólmi og hefur nú hafið vinnslu á beitukóngi. Meira

Viðskiptablað

28. október 1999 | Viðskiptablað | 1940 orð

Á sjötugsafmæli hrunsins

ÞESSA dagana eru sjötíu ár liðin frá hruninu mikla á Wall Street. Ástæða mikils verðfalls á verðbréfum var líklega fyrst og fremst sú að spákaupmenn og fjárfestar höfðu teygt sig of langt og máttu ekki við neinu. Til að ná sem mestum gróða höfðu þeir skuldsett sig til að geta keypt sem mest. Verðfallið varð til þess að bankar og verðbréfamiðlarar heimtuðu meiri tryggingar fyrir lánum sínum. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 1154 orð

Best varðveitta leyndarmál IBM IBM leggur æ meiri áherslu á DB/2 gagnagrunn sinn sem vænlega lausn fyrir stór- og meðalstór

ÍSLANDSSÍMI setti á dögunum upp hjá sér nýjan DB/2 gagnagrunn frá IBM, en þó megnið af íslenskum gögnum sé líklega vistað í DB/2- grunni, þá er það yfirleitt á stór- og miðtölvum sem eru ekki eins sýnilegar í daglegri umfjöllun um tölvur og tækni. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

Dow Jones- vísitalan stokkuð upp

DOW JONES & Co Inc. hafa ákveðið að bæta við verðbréfavísitölu sína voldugum fyrirtækjum, sem hafa hingað til tilheyrt Nasdaq-vísitölunni. Í þessum hópi eru fyrirtækin Microsoft Corp. og Intel Corp. auk SBC Communications Inc. og Home Depot Inc. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 75 orð

ÐRannsóknir í félagsvísindum III

NÝLEGAR rannsóknir í félagsvísindum og viðskiptafræðum verða kynntar á ráðstefnu númer þrjú um rannsóknir í félagsvísindum, sem haldin verður í Odda við Sturlugötu dagana 29. og 30. október. Það eru viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísindadeild Háskóla Íslands sem standa að ráðstefnunni. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 83 orð

ÐSameining TM og Tryggingar hf.

SAMEINING rekstrar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) og Tryggingar hf. verður að veruleika 1. nóvember næstkomandi, segir í fréttatilkynningu frá TM. Stjórnir félaganna gerðu með sér samkomulag um sameiginlegt eignarhald og sameiningu í nóvember á seinasta ári, og verður nafn hins sameinaða félags Tryggingamiðstöðin hf. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 1294 orð

Fjárfestar taka flugið

Íslendingar sem starfa við flug í Lúxemborg eru vel þekktir. Sigurður Kristinsson hefur starfað við fjármögnun flugvéla í áratug og telst af annarri kynslóð íslenskra flugsérfræðinga í Lúxemborg. Hann er forstöðumaður eignastýringar hjá félagi í eigu franska bankans Credit Lyonnais, CL/PK Airfinance. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 58 orð

Gengi krónunnar styrkist enn

SEÐLABANKINN skráði gengisvísitöluna 110,9252 í gær og hefur opinbert gengi krónunnar aldrei verið hærra frá því það var gefið frjálst fyrr á þessum áratug. Gengið hækkaði enn frekar þegar leið á daginn og var vísitalan orðin 110,58 síðdegis sem er 0,32% styrking. En eftir því sem vísitalan lækkar, þeim mun hærra er gengi krónunnar. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 1328 orð

"Glerþökin" úr sögunni?

Listi yfir áhrifamestu konurnar í bandarísku viðskiptalífi hefur verið birtur öðru sinni í tímaritinu Fortune, og trónir Carly Fiorina, forstjóri Hewlett-Packard, á toppi listans öðru sinni. Miklar hreyfingar voru annars á listanum og eru áhrif Netsins auðsæ á honum. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 173 orð

Hagnaður Sonys minnkar um 25%

HAGNAÐUR japanska rafeindarisans Sony hefur minnkað um 25% og er sterku jeni kennt um. Á sex mánuðum til septemberloka minnkaði hagnaður Sonys af öllum framleiðsluvörum fyrirtækisins. Sala rafeindatækja minnkaði um 6,8% og farsímadeildin var rekin með tapi. Hins vegar jókst sala á einmenningstölvum til heimilisnota. Nettóhagnaður minnkaði um 24,5% í 607 milljónir dollara. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 251 orð

Heildartap Krossaness hf. 40 milljónir króna

TÆPLEGA 10 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi Krossaness fyrstu átta mánuði ársins, en allt árið í fyrra varð nærri 45 milljóna króna hagnaður af reglulegri starfsemi. Heildartap á rekstrinum nemur 40 milljónum króna fyrstu átta mánuðina en hagnaður varð 36,7 milljónir allt árið í fyrra. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 523 orð

Köfun opnar nýjan heim

Baldur Stefánsson var ráðinn þróunarstjóri hjá OZ.COM, með rannsókna- og þróunarstörf sem tengjast tónlist og öðru skemmtiefni á Netinu auk markaðs- og sölustarfa á sinni könnu, og hóf hann störf 1. september síðastliðinn. Hvenær hófstu að leggja stund á tónlist? "Ég byrjaði að spila í hljómsveitum á unglingsárum, og hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 371 orð

Nýir starfsmenn Landssímans

Sigríður Klara Árnadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þjónustudeildar starfsmannasviðs. Hún mun hafa yfirumsjón með rekstri mötuneyta og ræstingarmálum fyrirtækisins. Sigríður Klara lauk B.Sc.- prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1992 og rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskólans 1999. Auk þess hefur hún réttindi sem heilbrigðisfulltrúi. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 179 orð

Rönning hefur keypt Rafinnkaup á Akureyri

JOHAN Rönning hf. hefur keypt fyrirtækið Rafinnkaup á Akureyri og mun opna sölu- og afgreiðsludeild þar undir nafninu Rönning ­ Rafinnkaup, föstudaginn 29. október 1999. Starfsemin mun áfram vera í húsakynnum Rafinnkaupa að Óseyri 6 á Akureyri. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 397 orð

Skref í uppbyggingu fyrirtækisins

TRANSATLANTIC Lines, systurfyrirtæki Atlantsskipa, hefur keypt liðlega 140 gámaeininga flutningaskip smíðað í Bandaríkjunum árið 1980. Þetta er fyrsta skip félagsins og hefur það hlotið nafnið Geysir. Ofan dekks er rúm fyrir 97 gáma og 44 í vörðu rými undir dekki, þar 16 frystigáma. Skipið er útbúið nýrri 2.665 hestafla MAN-B&W Alpha vél og er ganghraði 13 hnútar. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 382 orð

Stefnt að sókn á erlendan markað

HESTHÚSIÐ ehf. er nafn á nýju félagi sem taka á við rekstri þriggja hestamannaverslana í Reykjavík um miðjan nóvember. Samningur um samrunann var undirritaður í síðustu viku. Hestamaðurinn við Ármúla, Reiðsport í Faxafeni og Reiðlist í Skeifunni eiga jafnan hlut í nýja hlutafélaginu og er stefnt að því að opna nýja verslun á Ártúnshöfða í byrjun desember. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 345 orð

Sækir inn á rafveitu- og rafverktakamarkað

HÚSASMIÐJAN hf. hefur keypt allt hlutafé í Ískraft ehf., en Ískraft hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í sölu á raflagna- og rafveitubúnaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Húsasmiðjunni. Ískraft ehf. verður áfram rekið sem sjálfstæð eining undir sama nafni og 30. október næstkomandi mun fyrirtækið opna útibú á Akureyri. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 678 orð

Tæplega 851 milljóna króna tap

851 milljóna króna tap varð af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum á síðastliðnu rekstrarári félagsins, sem var frá 1. september 1998 til 31. ágúst 1999. Þar af er tap af reglulegri starfssemi fyrir skatta 610 milljónir króna. Vergur hagnaður fór úr 433 milljóna króna í fyrra í 105 milljóna króna í ár. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 616 orð

Upplýsingagildi uppgjöra

SÍFELLT fleiri félög eru farin að senda frá sér afkomuupplýsingar ársfjórðungslega. Er ekkert annað en gott um það að segja þegar fyrirtæki vilja upplýsa almenning um fjárhagslega stöðu sem oftast. Má þar nefna Flugleiðir sem oft skilar frekar slæmri afkomu um mitt ár en mun betri eftir níu mánuði þar sem sumarmánuðirnir eru helstu tekjumánuðir þess. Er skemmst að minnast 1. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 113 orð

Útboð á markaðseftirliti

NÝLEGA bauð Löggildingarstofa út markaðseftirlit með rafföngum, leikföngum og almennri vöru. Í eftirlitinu felst m.a. skoðun þessara vöruflokka á markaði og athugun á því hvort í umferð séu vörur sem ekki eru löglega markaðssettar, hvort merkingar séu skv. reglum og framkvæmd hluta RAPEX-tilkynningakerfisins um skjót upplýsingaskipti vegna hættulegra vara á EES-svæðinu. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 110 orð

Verkefnavísar 2000

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út ritið Verkefnavísar fimmta árið í röð. Það geymir upplýsingar frá um 300 stofnunum sem ríkið fjármagnar, sem er 80% af heildarfjölda sem hægt er að ætlast til að skili upplýsingum. Í verkefnavísum kemur fram hvaða hlutverki hver og ein þeirra gegnir og við hvað þær fást í aðalatriðum. Einnig eru birtar mælingar á kostnaði og verkefnum. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 116 orð

Viðskiptakerfi VÞÍ stóðst prófun

Viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands stóðst nýverið prófun vegna ártalsins 2000. Fimmtudaginn 14. október sl. stóð Verðbréfaþing Íslands hf. fyrir heildarprófun á hæfni viðskiptakerfis þingsins til að fást við ártalið 2000 og hlaupársdaginn 29. febrúar 2000. Þetta var í annað sinn sem slík prófun fór fram í samvinnu við þingaðila. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 97 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁRNI Geir Pálsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þróunarsviðs Frjálsrar fjölmiðlunar. Árni Geir lauk s.l. sumar M.Sc. prófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, með áherslu á markaðsmál og stjórnun. Áður en Árni Geir hóf framhaldsnám var hann framkvæmdastjóri og einn af eigendum auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 628 orð

(fyrirsögn vantar)

EIN algengustu mistök sem leikmenn gera á verðbréfamarkaði er að kaupa og selja bréf á röngum tímum. Þeir kaupa þegar verð bréfanna er í hámarki og allar líkur eru á að það lækki aftur fljótlega. Þegar verðið svo lækkar þá eru bréfin seld hið snarasta til að koma í veg fyrir meira tap en orðið er. Skynsamlegra er að kaupa bréf sem eru líkleg til hækkunar og selja þegar verðið hefur hækkað. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

Á sjötugsafmæli hrunsins Af markaði/6 Fjárfestar taka flugið Íslendingur á flugi í Lúxemborg/8 Best varðveitta leyndarmál IBM Viðtal við Thomas Gregers Honoré, sölustjóra IBM í Danmörku/10 ERLENT "Glerþökin" úr sögunni? 7 INNLENT Krossanes með 40 milljónir í tap 2 Þrjár verslanir sameinast Hesthúsið ehf. Meira
28. október 1999 | Viðskiptablað | 273 orð

(fyrirsögn vantar)

SkjáVarp er upplýsingasjónvarp sem miðlar staðbundnum upplýsingum á afmörkuðum svæðum um land allt. Hjá SkjáVarpi starfar fólk með mikla reynslu á sviði upplýsingatækni, sem hefur það að markmiði að byggja upp öflugan upplýsingamiðil. Eftirtaldir aðilar hafa á síðustu vikum hafið störf hjá SkjáVarpi: ÁGÚST Ólafsson er framkvæmdastjóri SkjáVarps. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.