SERGEI Katanandov, formaður ríkis· stjórnar rússneska Karelíulýðveldisins, var mjög ánægður með heimsókn sína til Íslands í liðinni viku en þá undirrituðu hann og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, meðal annars viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna, einkum í sjávarútvegi. "Heimsóknin var mjög árangursrík, móttökurnar sérstaklega góðar og ég þakka Íslendingum fyrir sýnda velvild," sagði Katanandov við Morgunblaðið.
Meira