Greinar fimmtudaginn 4. nóvember 1999

Forsíða

4. nóvember 1999 | Forsíða | 280 orð

Búast má við hörðum deilum á fundinum

Nýr áfangi alþjóðlegra viðræðna á vegum Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrif hófst formlega á þriðjudag, er umhverfisráðherrar frá 173 ríkjum komu saman til fundar í Bonn í Þýskalandi. Markmið fundarins er að undirbúa jarðveginn fyrir endanlegt samkomulag um að draga úr gróðurhúsaáhrifum, en stefnt er að því að það verði undirritað á næsta ári. Meira
4. nóvember 1999 | Forsíða | 104 orð

Morðárás í Seattle

BYSSUMAÐUR í dökkum frakka hóf í gær skothríð á skrifstofu fyrirtækis í Seattle í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að tveir létust og tveir særðust. Meira
4. nóvember 1999 | Forsíða | 162 orð

Motzfeldt setur þrjú skilyrði

GRÆNLENDINGAR vilja leyfa Bandaríkjunum að gera endurbætur á ratsjárstöð bandaríska hersins í Thule svo hún geti nýst sem hluti af fyrirhuguðu eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna, séu Rússar því ekki andvígir, samkvæmt frétt í danska blaðinu Berlingske... Meira
4. nóvember 1999 | Forsíða | 76 orð

Neyð á Indlandi

ÍBÚAR í þorpi á Austur-Indlandi bíða þess að bátar indverska hersins komi til að flytja þá yfir fljót sem rofið hefur skarð í veginn. Fljótið myndaðist í stórrigningum sem fylgdu fellibylnum sem gekk yfir landið í síðustu viku. Meira
4. nóvember 1999 | Forsíða | 321 orð

Óttast að leit tefjist fram að helgi

SLÆMT veður og öldugangur heldur áfram að hamla leit að braki Boeing 767 farþegaþotunnar sem fórst skammt undan ströndum Bandaríkjanna á sunnudag. Leitarmenn óttast að frekari leit muni frestast fram á laugardag vegna slæmra skilyrða. Meira

Fréttir

4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

140-150 milljónir í endurbætur á Saltverksmiðjunni

FYRIRTÆKIÐ Íslensk sjóefni hf., sem rekur Saltverksmiðjuna á Reykjanesi hefur samið við kanadíska fjárfestingarfyrirtækið Nordam Investment Ltd. um kaup á 67% hlut í fyrirtækinu. Jafnhliða er samið við Hitaveitu Suðurnesja um kaup á verksmiðjunni sjálfri, þ.e. á öllum búnaði til saltvinnslu. Samningurinn gerir ráð fyrir að um 140-150 milljónir verði lagðar í endurbætur á verksmiðjunni á næstu tveimur árum, að sögn Sigurðar J. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra sjóefna hf. Meira
4. nóvember 1999 | Miðopna | 818 orð

230 viðburðir á 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada

Um 230 menningar- og listviðburðir verða á dagskrá landafundanefndar árið 2000 á 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Dagskráin er fjölbreytt og spannar allt frá listsýningum til útgáfu margmiðlunarefnis. Ragna Sara Jónsdóttir sat kynningarfund um dagskrána þar sem fram kom að kostnaður vegna hátíðarhaldanna nemur 336 milljónum króna. Forsætisráðherra og framkvæmdastjóri landafundanefndar reikna þó með að sú upphæð skili sér margfalt til baka. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

70 milljónir króna til rannsóknar á astma og ofnæmi

ÍSLENSKUM lækni, Hákoni Hákonarsyni, var nýlega veittur um 70 milljón króna rannsóknastyrkur frá hjarta- og lungnadeild Bandarísku heilbrigðisstofnuninnar (National Institute of Health - Heart, Lung and Blood Institute). Meira
4. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 356 orð

Að lesa í skóginn og tálga í tré

SKÓGRÆKT ríkisins stendur fyrir námskeiðum um þessar mundir undir yfirskriftinni Að lesa í skóginn og tálga í tré. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Alþingi. Dagskrá.

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Kosning umboðsmanns Alþingis. 2. Kosning sérnefndar um stjórnarskrármál. 3. Kosning eins manns í stað Árna Þórs Sigurðssonar í orkuráð. 4. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Athugasemdir við bókhald framhaldsskóla

RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert alvarlegar athugsemdir við færslu og frágang bókhalds Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 512 orð

Ástand í fjárvörslu og bókhaldi ríkisstofnana ekki viðunandi

ÁSTANDIÐ í fjárvörslu og bókhaldi ríkisstofnana hefur batnað frá árinu 1996, en er þó ekki viðunandi, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Bílaleiga Flugleiða, Hertz, opnar útibú á Ísafirði

BÍLALEIGA Flugleiða, Hertz, hefur opnað útibú og afgreiðslumiðstöð á Ísafirði. Vesturferðir verða umboðsaðili bílaleigunnar með aðsetur við Aðalstræti 7 en þjónustumiðstöð og afgreiðsla bíla verður á Ísafjarðarflugvelli. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Brosandi á Austurlandi

BROSANDI-námskeið var haldið á Eiðum 29.-31. október. Námskeiðið er samstarfsverkefni Bandalags íslenskra skáta, Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum í unglingastarfi á Austurlandi. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 162 orð

Bush í rusli

GEORGE W. Bush yngri, ríkisstjóri í Texas og hugsanlegur forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að halda áfram að skokka á götum úti, þrátt fyrir óskemmtilegt óhapp er hann varð fyrir síðdegis á mánudag. Meira
4. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 184 orð

Deilt um greiðslur fyrir minkaskott

Gaulverjabæ- Óánægju gætir hjá nokkrum sveitarstjórnum og oddvitum í Árnessýslu með að ekki er lengur endurgreitt frá ríkinu fyrir unninn mink nema viðkomandi hafi veiðikort. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 347 orð

Ekki selt fyrr en jafn aðgangur er tryggður

Á NÆSTU dögum er von á niðurstöðum úttektar sem unnin hefur verið á burðargetu fjarskiptakerfa, bæði innanlands og milli landa, og væntanlegri þörf í framtíðinni. Úttektin er unnin á vegum samgönguráðuneytisins og verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið. Þetta kom fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Framsóknarflokks, um uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fengu 11,3 tonn á 6 tonna trillu

Í RYSJÓTTU tíðarfari skiptir miklu máli fyrir skipstjórnarmenn að ráða rétt í veður til að geta sætt lagi og skotist í róður. Þetta heppnaðist einkar vel hjá Arnari Þór Ragnarssyni sem rær með trillubátinn Hópsnes GK 77 sem er skráður 6 brúttólestir. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Félag um stofnun tækniháskóla

SAMTÖK iðnaðarins hafa undanfarnar vikur átt í viðræðum við ýmsa aðila um stofnun félags um rekstur nýs tækniháskóla. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 797 orð

Fjölskyldan og bjartsýnin er mikilvæg

Hjalti Einarsson og Arndís Magnúsdóttir starfa bæði í Félagi eldri borgara í Garðabæ. Hún sem fyrrverandi formaður og varaformaður, en Hjalti er formaður félagsins. Hann segir starf félagsins blómlegt og margt sem félagið bryddi upp á til gagns og gamans fyrir félagsmenn. Arndís hefur starfað í félaginu frá upphafi og segir að bjartsýnin sé mikilvægust, þegar fólk þarf að takast á við tilveruna á efri árum. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Foreldranámskeið um athyglisbrest og ofvirkni

NÁMSKEIÐ um athyglisbrest og ofvirkni fyrir foreldra verður haldið á vegum Eirðar, samtaka sérfræðinga við m.a. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og fræðsluþjónustu Foreldrafélags misþroska barna, dagana 6. og 7. nóvember. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Frakkar vilja fara yfir eftirlitsaðferðir

BRESK og frönsk stjórnvöld hafa samið um málamiðlun sem vonast er til að geti leyst kjötdeiluna svokölluðu. Meira
4. nóvember 1999 | Miðopna | 1016 orð

Framtíðarhernaður í rafheimum

Vígvöllur framtíðarinnar verður líklega í auknum mæli upplýsinga- og tölvukerfi ríkisstjórna og fyrirtækja. Þórhallur Magnússon hefur kynnt sér hvaða stefnu hátæknihernaður er að taka. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Frumvörp vegna Schengensamstarfs lögð fram fljótlega

SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, var í forsæti fundar í samsettri nefnd dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna með dómsmálaráðherrum Íslands og Noregs í Lúxemborg í síðustu viku. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 415 orð

Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins auglýstir

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ mun að venju veita nokkra fræðimannastyrki til rannsókna og eru nú styrkir fyrir tímabilið 2000/2002 lausir til umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera frá aðildarríkjum bandalagsins eða samstarfsríkjum þess. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Fræðslufundur um geðræn einkenni hjá öldruðum

FRÆÐSLUFUNDUR, sá fjórði í röð Læknafélags Reykjavíkur fyrir almenning, undir yfirskriftinni "Heilsufarsvandamál í Reykjavík í lok tuttugustu aldar", verður haldinn í dag, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30 í húsnæði læknasamtakanna á 4. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 27 orð

Fundur Tourette-samtakanna

TOURETTE-samtökin á Íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru með Tourette-heilkenni í kvöld kl. 20.30 á Kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fyrirlestur forsetans við Brown-háskóla

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur í dag, fimmtudaginn 4. nóvember, hinn árlega Odgen-fyrirlestur um alþjóðamál við Brown-háskólann í Bandaríkjunum og er heiti fyrirlestrarins "Norðursvæðin: Ný vídd í alþjóðatengslum". Meðal þeirra sem á undanförnum árum hafa flutt slíka fyrirlestra eru Mary Robinson, Eduard Shevardnadze og Richard C. Holbrooke, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar HÍ

JAKOB Jakobsson, prófessor við líffræðiskor Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur föstudaginn 5. nóvember sem ber heitið: Alþjóðahafrannsóknaráðið og ofveiðivandamálið á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, kl 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Gerðu athugasemd við kostun þátta í RÚV

ÞINGMENN lýstu áhyggjum af orðspori Ríkisútvarpsins í umræðum á Alþingi í gær en tilefni þeirra voru tvær fyrirspurnir til menntamálaráðherra um kostun þátta í RÚV. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Góð síldveiði úr stórri torfu út af Garðskaga

NOKKUR síldarskip fengu afla í fyrrinótt í Jökultungu, um 60 mílur norðvestur af Garðskaga, en urðu að hætta veiðum í gærmorgun vegna veðurs. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum í fyrrinótt og brast óveðrið mjög skyndilega á að sögn skipstjórnarmanna. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hagræðing í rekstri

HAGRÆÐING í rekstri hjá SAS er ástæða þess að söluskrifstofa SAS á Íslandi verður lögð niður um áramót, að sögn Ove Lövenborg, yfirmanns þjónustu við Bretland, Írland og Ísland hjá SAS. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Handverksmarkaður í Gjábakka

HANDVERKSMARKAÐUR eldra fólks í Kópavogi verður í Gjábakka, Fannborg 8, laugardaginn 6. nóvember. Á þessum handverksmarkaði verða boðnir til sölu margir eigulegir nytjamunir. Handverksmarkaðurinn hefst kl. 13.30. Þeir sem óska eftir að vera með borð hafi samband við afgreiðsluna í Gjábakka í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 5. nóvember. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð

Hendur ekki bundnar varðandi staðsetningu

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagðist á Alþingi í gær ekki líta svo á að hendur hans eða Alþingis væru bundnar hvað varðaði staðsetningu jarðganga en sagði þó að auðvitað hlyti alltaf að vera unnið á grundvelli fyrra starfs í samgöngumálum. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Hundruð féllu í árás skæruliða

TALIÐ er að hundruð manna hafi fallið í árásum skæruliða tamílsku Tígranna á tvær herstöðvar á norðurhluta Sri Lanka í gær. Svo virðist sem skæruliðum hafi tekist að sækja lengra suður í landið, í átt að höfuðborginni Colombo. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 89 orð

Jospin í vanda

AFSÖGN Dominique Strauss-Kahn, efnahagsmálaráðherra Frakklands, er mikið áfall fyrir Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, og ríkisstjórn hans að mati evrópskra dagblaða í gær. Meira
4. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 305 orð

Komið við á hrútasýningu í Bjarnarhöfn

Stykkishólmi- Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis hefur verið starfandi í fjöldamörg ár og staðið fyrir að rækta betri sauðfjárstofna. Á dögunum mættu sauðfjárbændur í Helgafellssveit og Stykkishólmi með hrúta sína í Bjarnarhöfn. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 667 orð

Komu Portillos beðið með eftirvæntingu

MICHAEL Portillo var í fyrrakvöld útnefndur frambjóðandi Íhaldsflokksins í öruggu kjördæmi í London en aukakosningar verða þar síðar í mánuðinum. Hét hann í gær að sýna William Hague, leiðtoga flokksins, fulla hollustu en margir telja samt, að hann geti orðið honum skeinuhættur síðar. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Kostnaður 72 milljónir vegna 2000-vandans

LANDSPÍTALINN hefur varið um 72 milljónum króna til endurbóta á tölvum og búnaði vegna 2000 vandans svokallaða. Kostnaður vegna þessa hefur verið enn hærri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
4. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Kórsöngur, kökur og kertaljós

SAMKÓR Svarfdæla heldur söngskemmtun í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit föstudagskvöldið 5. nóvember og hefst hún kl. 21. Kórinn, undir stjórn Rósu Kristínar Baldursdóttur, hefur á ferli sínum farið nokkuð óhefðbundnar leiðir í lagavali og flutningi. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Kuldalegt við Kollafjörð

ÞAÐ var kuldalegt víða um land í gær. Við bæinn Litla Fjarðarhorn í Kollafirði á Ströndum höfðu nokkrar kindur hópað sig saman í skafli neðan við bæinn. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kvikmyndasýning í Goethe-Zentrum

GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46, sýnir í dag, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30, þýsk-slóvakísku kvikmyndina "Lea" frá árinu 1996. Leikstjóri er Ivan Fíla en meðal leikenda er Hanna Schygulla. "Lea" var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna 1998 sem besta erlenda mynd og leikstjórinn hlaut sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1996. Myndin er með þýsku og slóvakísku tali og enskum texta. Aðgangur er ókeypis. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1539 orð

Kynjamunur mikill

Í dag klukkan 17 verður haldinn opinber fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda. Þar flytur Sólveig Jakobsdóttir fyrirlesturinn; Á "uppleið" með upplýsingatækni: Eru stelpur og strákar samferða á þeirri leið? Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Kynslóðir mætast

RÚMLEGA 60 nemendur í 6. bekk Ölduselsskóla heimsóttu í gær heimilisfólkið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Að sögn Lovísu Einarsdóttur er þetta líklega einhver stærsti barnahópur sem heimsótt hefur Hrafnistu. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt um skíðakappa, sem renndi sér á hjólaskíðum í Önundarfirðinum og birtist sl. þriðjudag, var ranglega farið með föðurnafn skíðamannsins. Hann heitir Jakob Einar Jakobsson. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 487 orð

Lofuðu að hefja friðarviðræður "af miklum krafti"

LEIÐTOGAR Ísraela og Palestínumanna samþykktu á fundinum með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Ósló í fyrradag að hefja samningaviðræður af miklum krafti um varanlegan friðarsamning, að sögn aðstoðarmanns Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 408 orð

Meiri og nánari samvinna fyrirhuguð í framtíðinni

FUNDUR dómsmálaráðherra Norðurlanda og Eystrasaltslanda var haldinn við Bláa lónið í gær og er þetta í fyrsta sinn sem norrænir ráðherrar hitta opinberlega starfsbræður sína frá Eystrasaltsríkjunum. Á fundinum var m.a. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Merkingum áfátt

Í NÆRRI öðrum hverjum sýningarglugga í verslunum Kringlunnar eru vörur óverðmerktar samkvæmt könnun á vegum Samkeppnisstofnunar í síðustu viku. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 100 orð

Mesta fjöldamorð í sögu Hawaii

MORÐ Byrans Uyesugis á sjö starfsfélögum sínum á skrifstofu Xerox-fyrirtækisins í Honolulu á Hawaii í fyrradag er mesta fjöldamorð sem framið hefur verið á Hawaii og mesti harmleikur í sögu Xerox. Hiro Uyesugi, faðir morðingjans, segist ekki muna eftir nema einu skipti á þeim 15 árum, sem sonurinn hefði starfað hjá Xerox, að hann hefði misst stjórn á skapi sínu. Þá sparkaði hann í lyftuhurð og var gert að leita sér sérfræðiráðgjafar. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Mildi að ekki urðu slys á fólki

ÞAÐ fór betur en á horfðist er bílstjóri hjá Strætisvögnum Akureyrar og ökumaður jeppabifreiðar lentu í hremmingum í mikilli hálku í Listagilinu á Akureyri um kl. 21 í gærkvöld. Einn farþegi var í vagninum. Ekki urðu slys á fólki en nokkurt eignatjón. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Mótmæla stóriðju með ljóðalestri

PÉTUR Gunnarsson rithöfundur les ljóð á Austurvelli í dag, fimmtudag, kl. 13-13.30. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Níu félög stofna Samfylkinguna í Hafnarfirði

Á ANNAÐ hundrað manns mættu á stofnfund Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, bæjarmálafélags, sl. laugardag. Níu flokksfélög, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um Kvennalista, Fjarðarlistans og Óháðra standa að hinu nýja Samfylkingarfélagi. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 464 orð

Nýjar leiðir en sjónvarpið enn mikilvægt

VEÐURFRÉTTUM er nú miðlað með ýmsum öðrum leiðum en í útvarpi og sjónvarpi og birtist spá Veðurstofu Íslands jafnóðum og hún er gerð, bæði á textavarpinu og heimasíðu veðurstofunnar á Netinu. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Nýtt umboðs- og kynningarfyrirtæki stofnað

NÝLEGA var stofnað umboðs- og kynningarfyrirtækið PROMO ehf. Það eru þeir Páll Eyjólfsson og Tómas Tómasson sem standa að fyrirtækinu en þeir eru vel kunnugir íslensku tónlistarlífi, segir í fréttatilkynningu. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Ók á ljósastaur

PILTUR innan við tvítugt var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir að bifreið hans hafnaði á ljósastaur við Kringluna um hádegisbil í gær. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð

Ókeypis símtöl með auglýsingum frá febrúarbyrjun

FRÁ og með febrúar eða mars á næsta ári verður boðið upp á ókeypis innanlandssímtöl sem fjármögnuð verða með auglýsingum. Um tíu sekúndna auglýsingatími verður á 1-2 mínútna fresti, og verður efni hans miðað við áhugamál og stöðu notandans. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

"Verulegar efasemdir" um að lögin standist

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur verulegar efasemdir um að ríkisaðstoð við kvikmyndaiðnað, af því tagi sem áformuð er með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í marz sl., standist ákvæði EES-samningsins. Þetta kemur fram í greinargerð stofnunarinnar um úttekt sína á löggjöfinni, sem birtist í EES-viðbætinum við stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra

ÖRYRKJABANDALAG Íslands heldur ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra í Borgartúni 6 föstudaginn 5. nóv. og hefst hún kl. 13 með ávarpi félagsmálaráðherra. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Ríkið undirbýr sölu á hlut í Íslenskum aðalverktökum

AF ýmsum verkefnum sem framundan eru á dagskrá einkavæðingarnefndar ber hæst fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum og Stofnfiski. Í næstu viku verða opnuð tilboð í hlut ríkisins í Íslenska menntanetinu. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 24 orð

Ræða viðbrögð við veikindum geðsjúkra barna

FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna og unglinga boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30 í sal B.U.G.L., Dalbraut 12. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Sautján á vakt í stað þriggja

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur gert varúðarráðstafnir vegna 2000-vandans svokallaða. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Seinagangur hjá tollstjóra gagnrýndur

Í NÝRRI úttekt Ríkisendurskoðunar á innheimtusviði tollstjóraembættisins í Reykjavík, þar sem kannað var úrtak fimmtíu gjaldenda, kemur fram að meðaldagafjöldi frá álagningu virðisaukaskattkröfu og þar til fjárnámsbeiðni er send hafi á sl. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

SÉRA KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON

SÉRA Kristján Einar Þorvarðarson, sóknarprestur í Hjallakirkju í Kópavogi, er látinn. Hann lést á Landspítalanum sl. þriðjudag 41 árs að aldri. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Sigraði í keppni þjóna

FORKEPPNIN Ruinart Trophy á vegum Samtaka íslenskra vínþjóna og RJC var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi hinn 31. október. Alls tóku sex manns þátt frá Perlunni, Argentínu, Rex og Hótel Holti. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sinfónían spilar í Kennedy Center

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tónleika í Kennedy Center í Washington DC, einu þekktasta menningarhúsi Bandaríkjanna í október á næsta ári. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 496 orð

Skall heil á haffletinum á hljóðhraða

RANNSÓKN á ratsjárupptökum af hinstu mínútunum í flugi egypsku farþegaþotunnar, sem fórst undan austurströnd Bandaríkjanna, bendir til þess að hún hafi nánast náð hljóðhraða og verið í heilu lagi er hún skall á haffletinum og splundraðist. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Skipt um brúargólf

LOKIÐ hefur verið við að skipta um brúargólf í brúnni yfir Laxá í Kjós og sjást starfsmenn Vegagerðarinnar hér ganga frá brúarendunum. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 758 orð

Skynsamlegt að bankar sameinist og stækki

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, fagnar ummælum Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði viðskiptaráðherra m.a. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1132 orð

Spurningar vakna þegar tjónaskuldin vex hratt

INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að mikill vöxtur á tjónaskuld tryggingafélaganna veki upp spurningar um hvort félögin standi eðlilega að útreikningi á framlögum í bótasjóði þeirra. Þessar greiðslur eru dregnar frá rekstrartekjum og eru því ekki skattlagðar á því ári sem þær falla til. Fulltrúar tryggingafélaganna vísa því algerlega á bug að nokkuð sé athugavert við útreikninga á greiðslum í bótasjóðina. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Stakk hnífi á kaf í kviðarhol manns

SAUTJÁN ára piltur var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöld eftir alvarlegt hnífsstungumál sem upp kom í fyrrinótt. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 245 orð

Stöðuskýrslu að vænta

GEORGE Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum og sáttasemjari í viðræðum um frið á N-Írlandi, sagðist í gær vonast til að ljúka í næstu viku endurskoðun þeirri sem honum var falið að gera á friðarsamningnum, sem kenndur er við föstudaginn langa en ekki hefur komizt til framkvæmda vegna ágreinings um afvopnun skæruliða lýðveldissinna. Hann vildi þó ekki ýta undir bjartsýni um að samkomulag um framkvæmd friðarsamningsins væri í nánd. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 403 orð

Upphæðin nemur nokkrum hundruðum þúsunda króna

ENDURGREIÐSLA Leikskóla Reykjavíkurborgar til foreldra eða forráðamanna þeirra barna, sem send hafa verið heim af leikskóla fyrr á daginn vegna manneklu, kemur til með að nema nokkrum hundruðum þúsunda króna á þessu haustmisseri að sögn Ragnhildar Erlu... Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð

Upplýsingar um námsmenn liggja ekki á glámbekk

FINNUR Beck, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að viðkvæmar persónuupplýsingar um viðskiptavini LÍN, námsmenn, liggi nánast á glámbekk á skrifstofu Stúdentaráðs. Meira
4. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 614 orð

Þessi vinnubrögð eru þeim ekki til sæmdar

ÞÓRARINN B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, sagðist standa við þau orð sín að bókun Nóa Björnssonar, fulltrúa L-lista, og Þórarins E. Meira
4. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Þjóðflutningarnir óhagkvæmir þjóðarbúinu

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, sem haldið var á Siglufirði um síðustu helgi og um 50 manns sátu, samþykkti ýtarlega ályktun þar sem m.a. er lögð áhersla á að efla byggð landsins, en þingið telur að meginverkefni stjórnvalda á næstu árum sé að snúa til betri vegar hinni háskalegu byggðaþróun sem viðgengist hefur í landinu. Meira
4. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 273 orð

Þór sigraði á haustmóti Skákfélags Akureyrar

ÞÓR Valtýsson sigraði örugglega í opnum flokki á Haustmóti Skákfélags Akureyrar sem lauk um síðustu helgi, fékk 6 vinninga af 7. Í öðru sæti varð Sigurður Eiríksson með 5 vinninga og Eymundur Eymundsson varð þriðji með 4 vinning. Meira
4. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Æfingar hafnar á jólaleikritinu

ÆFINGAR eru hafnar á jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, en það heitir Blessuð jólin og er eftir Arnmund Backman. Þetta er bráðfyndið gamanleikrit með mörgum kostulegum persónum og er ætlað allri fjölskyldunni. Meira
4. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 305 orð

Öngþveiti og skelfing í Orissa

MIKIÐ öngþveiti og skelfing ríkir meðal íbúa í Orissaríki á Indlandi en fyrir sex dögum gekk þar á land mjög öflugur fellibylur. Olli hann miklum flóðum og talið er, að nokkrar þúsundir manna hafi farist. Farið er að skorta mat og drykkjarvatn og óttast er, að hættulegar farsóttir séu á næsta leiti. Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 1999 | Leiðarar | 588 orð

BÆTT UMHVERFI Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

RÍKISSTJÓRNIN og Fjármálaeftirlitið hafa greinilega ákveðið að grípa til aðgerða til að koma traustara skipulagi á íslenzkan fjármálamarkað, sem hefur þótt losaralegt á stundum. Meira
4. nóvember 1999 | Staksteinar | 328 orð

Snúumst gegn tíðaranda sem ógnar fámennri þjóð

ÁGÚST Einarsson fyrrverandi alþigismaður skrifar á vefsíðu sína um þær öru breytingar sem orðið hafa með íslenzkri þjóð undanfarið. Meira

Menning

4. nóvember 1999 | Tónlist | 500 orð

Að syngja fyrir Krist

Margrét Bóasdóttir sópran. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Hljóðritað í Akureyrarkirkju. Upptökur fóru fram 29. mars til 4. apríl 1998. Hljóðritun: Stafræna hljóðupptökufélagið efh. Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson. Íslensk tónverkamiðstöð. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Algjör draumur

SIGMUND Freud, faðir sálargreiningarinnar, heldur á vindli og væri líklega skælbrosandi ef hann væri enn á meðal lifenda, því rit hans Túlkun á draumum var gefið út fyrir öld, eða 4. nóvember árið 1899. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 576 orð | 1 mynd

Búnir að æfa eins og brjálæðingar

Þ ETTA verða bestu tónleikar sem við höfum haldið til þessa," fullyrðir Birgir Örn Steinarsson söngvari. "Við höfum lagt allt sem við getum í þá, sálina og allt. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 118 orð

Dagskrá í tilefni afmælis Jóhannesar úr Kötlum

Í TILEFNI af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum í dag, 4. nóvember, verður efnt til dagskrár í Þjóðarbókhlöðunni í kvöld kl. 20. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 412 orð | 2 myndir

Demantaþjófur gerist lögga

Fyrir tveimur árum var Miles Logan (Martin Lawrence) útsmoginn meistaraþjófur sem svikinn var af félaga sínum Deacon (Peter Greene) þegar þeir rændu gimsteini sem metinn var á 20 milljónir dala. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Flea í banvænni fiskveiði

BASSALEIKARI rokksveitarinnar Red Hot Chili Pepper er í aðalhlutverki í óháðri kvikmynd "Liar's Poker" sem var frumsýnd á dögunum í Bandaríkjunum. Erþetta flókin morðgáta um fjóra menn sem fara saman í fiskveiði og aðeins einn snýr aftur. Meira
4. nóvember 1999 | Myndlist | 626 orð | 1 mynd

Fréttir frá Lundúnum

Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 14. nóvember. Meira
4. nóvember 1999 | Myndlist | 233 orð

Gönguferð í a-moll

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 9. nóvember. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð

Hrekkjóttir Frakkar

NORNIR, púkar og appelsínugulur her graskera réðst inn í Frakkland síðasta sunnudag og braut á bak aftur það sem eftir var af andstöðu við hrekkjavöku sem þarlendis hefur lengi verið talin markaðssamsæri ættað frá Bandaríkjunum. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 508 orð | 1 mynd

Hugmyndin um djásnið

Í GALLERÍINU i8 gefur nú að líta agnarsmáa "silfurstóla" Magnúsar Pálssonar, sem opnar þar sýningu í dag kl. 17. Uppi á endavegg gallerísins má einnig sjá myndband með texta sem varpað er út í Ingólfsstrætið með hjálp hátalara í anddyrinu. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 778 orð | 2 myndir

Íslandssagan á einu bretti

"FJÁRHAGSRAMMI þessarar sýningar er slíkur að við erum líklega komin niður í fimmtíukall á tímann þessa síðustu sólarhringa fyrir frumsýningu," segir Brynja Benediktsdóttir leikstjóri þegar blaðamaður fylgdist með æfingu einn daginn í vikunni. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

Ó, þessi þjóð eftir Karl Ágúst Úlfsson við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Leikarar: Vala Þórsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Agnar Jón Egilsson, Erla Ruth Harðardóttir. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Lesið úr nýrri ljóðabók

ARTHÚR Björgvin Bollason les úr nýrri ljóðabók sinni, Okkar á milli, og fleiri verkum sínum á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni, í dag, fimmtudag, kl.... Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 106 orð | 2 myndir

Listir unga fólksins

LISTAKVÖLD framhaldsskólanema verður í kvöld á Geysi Kakóbar á vegum Unglistar, listahátíðar unga fólksins í Reykjavík. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 414 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á þýðinganámskeiði

FÉLAG háskólakvenna gengst fyrir þýðinganámskeiði sem hefst í kvöld í Odda, húsnæði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Kennari á námskeiðinu er Halldóra Jónsdóttir cand. phil. í dönsku, þýðandi og orðabókahöfundur. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

LÍFSGLEÐI minningar og frásagnir er skráð af Þóri S. Guðbergssyni, félagsráðgjafa og rithöfundi, en hann hefur ritstýrt þessum bókaflokki frá upphafi. Þau sem segja frá í þessari bók eru: Séra Árni Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 86 orð

Nýjar bækur

JÁ, RÁÐHERRA - gamansögur af íslenskum alþingismönnum , er eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 128 orð | 2 myndir

Nýjar bækur

MÉR líður vel þakka þér fyrir er ljóðabók eftir Inga Steinar Gunnlaugsson . Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Ingi Steinar er ekki hávært skáld. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Pétur Gunnarsson flytur ljóð á Austurvelli

PÉTUR Gunnarsson rithöfundur les ljóð á Austurvelli í dag, fimmtudag, kl. 13. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Pre Kalevala í Norræna húsinu

Í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið opnuð sýningin Pre Kalevala. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 187 orð | 1 mynd

Sigrún Pálmadóttir hlýtur styrk til söngnáms

STJÓRN Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur hefur veitt Sigrúnu Pálmadóttur frá Bolungarvík styrk til söngnáms. Sigrún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er nú við framhaldsnám í Stuttgart. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 692 orð | 1 mynd

Stóri hvíti hvalurinn gerir vart við sig á ný

TÓNLISTARMAÐURINN Skúli Sverrisson tekur þátt í flutningi á nýju verki gjörningalistamannsins Laurie Anderson, margmiðlunaróperunni Söngvar og sögur af Moby Dick. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 35 orð

Sýningum lýkur

Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Höllu Har. lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita- og akrílmyndir ásamt glerverkum. Viðfangsefnið í myndum Höllu er íslensk náttúra, fólkið og mannlífið. Listasetrið er opið daglega frá kl. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 198 orð

Tvíhöfði flytur sig um set

TVÍHÖFÐI, sem skipaður er Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, hefur gert langtímasamning á breiðum grunni við Norðurljós um samstarf á sviði fjölmiðlunar og dreifingar á skemmtiefni. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 70 orð

Töfratívolí

BÖRNUM með krabbamein og systkinum þeirra var síðastliðinn sunnudag boðið að sjá Töfratívolí sem sýnt er á fjölum Tjarnarbíós um þessar mundir. Það var Fjöllistahópurinn Hey sem bauð börnunum en hann er einmitt flytjandi verksins. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 86 orð

Út í vorið með tvenna tónleika

KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona halda tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 og í Hveragerðiskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Meira
4. nóvember 1999 | Myndlist | 814 orð | 3 myndir

Vísir að hönnunarsafni

Opið alla daga frá 14-18. Til 15. nóvember. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 127 orð | 2 myndir

(fyrirsögn vantar)

HULDA-Reynslusaga vestfirskrar kjarnakonu Huldu Valdimarsdóttur Ritchie er skráð af Finnboga Hermannssyni fréttamanni. Meira
4. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 1227 orð | 1 mynd

(fyrirsögn vantar)

ALLINN SPORTBAR, Siglufirði Plötusnúðurinn Skugga-Baldur leikur laugardagskvöld. Aðgangseyrir 500 kr. um og eftir miðnætti. Á EYRINNI Á laugardagskvöld verður flutt söngskemmtunin Frá Elvis til okkar tíma. Meira
4. nóvember 1999 | Menningarlíf | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

SLAGHÖRPUORÐ er ljóðabók eftir Árna Larsson. Bókin er 2. af 4 bókum Árna sem koma út fyrir aldamót. Í fréttatilkynningu segir að bókin hafi að geyma léttan talmálstakt eins og ljóðabókin haldi að hún sé leikrit. Meira

Umræðan

4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 70 orð

ATHS.

MORGUNBLAÐIÐ birtir nú þær óprentaðar greinar, sem blaðinu hafa borizt um samkynhneigð. Blaðið hefur birt tugi greina í þessari umræðu, en nú er mál að linni. Þær greinar, sem enn berast um þetta efni verða því settar á Netið (mbl. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 553 orð

Eðli sannleikans

Seinni tíma rannsóknir benda til þess, segir Kristinn Magnússon, að minna en 1% manna sé einvörðungu samkynhneigðir. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 759 orð

Kirkjan og samkynhneigð

Beðið er fyrir samkynhneigðum og þeir blessaðir, segir Sigurpáll Óskarsson, eins og allir sem í kirkju koma. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 662 orð

Kristinn H. gerist gleyminn!

Rétt er að reyna að afstýra því, segir Steingrímur J. Sigfússon, að þrætubókar- og útúrsnúningastíll Kristins fari að valda misskilningi. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Kynfræðsla og samkynhneigð

Það er því ljóst, segir Reynir Þór Sigurðsson, að bæta þarf sjálfsmynd samkynhneigðra ungmenna. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Lítil saga

LÍTIL stúlka stendur ein, hún finnur ekki mömmu og pabba. Hún stendur ein í örtröðinni við Hlemm, eitt augnablik leið og nú sér hún hvorki mömmu né pabba. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 981 orð | 1 mynd

Lækning samkynhneigðra er staðreynd

Kanadískir vísindamenn telja, segir Helga S. Sigurðardóttir, að engar sannanir séu fyrir því að samkynhneigð sé meðfædd. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 167 orð

Ó, vér gamlir leikhúsgestir!

ÞEGAR Þjóðleikhúsið var opnað var ég lítil telpa sem mætti í sparikjól á leiksýningu sem "leikhúsgestur". Virðulega trítlaði ég um salina með mömmu mér við hönd. Við vorum "leikhúsgestir"! Orð breytast en ég er gamaldags. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 571 orð | 2 myndir

"Sá yðar er syndlaus er"

Við erum öll börn guðs, segja þau Óskar Benediktsson og Anna Leósdóttir, og erum öll jöfn í hans augum. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 876 orð | 1 mynd

"Sækjast sér um líkir"

Eignatilfærslan í þjóðfélaginu, segir Sverrir Hermannsson, er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Ritningin talar skýrt

Boðskapur Biblíunnar, segir Finnbogi Björnsson, er náðarboðskapur. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 444 orð

Siðmenning óskast

ÁRIÐ 1975 var sagt í fréttum, að í fyrsta sinn í langan tíma væri hvergi styrjöld háð á "Hótel jörð". Nú hefur heldur betur ræst úr því. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Styrkið Skógarsjóðinn!

EINN mesti vágestur í skógarreitum landsmanna seinustu árin er sveppafárið, ryðsveppirnir sem nú herja á ýmsar þær tegundir sem hvað mestar vonir hafa verið bundnar við eins og ösp og lerki. Meira
4. nóvember 1999 | Aðsent efni | 266 orð | 1 mynd

Umburðarleysi

Við höfum ákveðið að fresta málþinginu, segir Þórhallur Heimisson, og skapa því vettvang þar sem tryggt er að umburðarlyndið fái ráðið. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 531 orð

Það gleymdist víst eitthvað, var það ekki?

MIKIÐ ljómandi er gaman að fylgjast með sýnileika uppeldisstétta á borð við kennara og stöllur þeirra leikskólakennara. Að sama skapi er sorgin stór þegar kemur að vesalingunum þroskaþjálfum og okkur veika málstað. Meira
4. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 585 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁRIÐ 1996 heimtaði borgarstjórinn í Reykjavík afgjald af Landsvirkjun og bæjarstjórnin á Akureyri tók undir fegins hendi. Meira

Minningargreinar

4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Axel Thorarensen

Elsku afi. Okkur strákana langar til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og varst alltaf svo umhyggjusamur. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 202 orð

Axel Thorarensen

Hann var kær og góður vinur okkar hjóna. Hann barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm uns yfir lauk og fékk hann hvíldina heima hjá sér undir verndarvæng og umhyggju elskulegrar eiginkonu sinnar, Jóhönnu. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Axel Thorarensen

Á stundum sem þessum fá orð ekki lýst þeirri djúpu hryggð og söknuði sem leitar á huga okkar við andlátsfregn míns kæra svila og mágs konu minnar, Axels Thorarensen, vinar míns og minnar fjölskyldu í yfir 50 ár. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 612 orð

Axel Thorarensen

Við fráfall tengdaföður míns leita á hugann margar góðar minningar um heilsteyptan og góðan einstakling. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 512 orð

Axel Thorarensen

Því miður varir lífið ekki að eilífu. Það er staðreynd sem maður er ávallt minntur rækilega á, þegar náinn ástvinur fellur frá. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1296 orð | 1 mynd

ÁRNI PÉTUR JÓNSSON

Alltaf er maður jafn óviðbúinn fréttum af andláti þeirra sem standa manni næst og að mæta þeim breytingum sem verða, það brjótast út bæði reiði, vonbrigði og sorg. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 554 orð

Einar Páll Jónasson

Skuggi af manninum með ljáinn hefur hvílt á okkur um nokkra hríð. Einar Páll háði harða baráttu, lengi vel án þess að vita hvert meinið væri. Sárkvalinn lét hann ekki á neinu bera þar til læknar loks greindu rétt hversu alvarlegur sjúkdómur hans var. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Einar Páll Jónasson

Þegar váleg tíðindi berast, mega orð sín lítils. Okkur setti því hljóða við lát félaga okkar, Einars Páls Jónassonar, er hann var skyndilega hrifinn burt í blóma lífsins frá fjölskyldu sinni og vinum. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Einar Páll Jónasson

Elsku pabbi. Það er svo skrítið og erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn til Guðs. Þú sem ert alltaf búinn að vera hjá mér og styðja við bakið á mér, sama hvað dundi á. Þú vildir alltaf gera allt fyrir mig, sama hvað það var. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 558 orð

Einar Páll Jónasson

Okkur þykir það sjálfsagt að gróðurinn sölni á haustin og að trén felli laufin. En að maður í blóma lífsins falli frá er sárt og allt að því óraunverulegt. Einar Páll er í dag kvaddur eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Einar Páll Jónasson

Sorgarfregnirnar bárust okkur til Noregs að kvöldi þriðjudagsins 26. október. Hann Einar vinur okkar er dáinn. Hvernig getur það verið? Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan þið Habba voruð í heimsókn hjá okkur hérna í Sandefjord. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 366 orð

Einar Páll Jónasson

Við fráfall Einars Páls staldrar maður við og áttar sig á því enn einu sinni að lífið er alls ekki sjálfgefið. Sumum okkar er ætlað skemmri tíma en öðrum og er það undir okkur komið hvernig við nýtum þann tíma. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 427 orð

Einar Páll Jónasson

Með haustinu styttir dag og myrkrið færist yfir. Við fráfall vinar míns og starfsfélaga, Einars Páls Jónassonar, dimmdi enn frekar af degi og myrkrið lagðist af enn meiri þunga á tilveru okkar. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Einar Páll Jónasson

Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsfélaga, Einar Pál Jónasson. Það er óneitanlega höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn þegar við sjáum á eftir samstarfsfélaga okkar til margra ára falla frá langt um aldur fram. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 68 orð

Einar Páll Jónasson

Á kveðjustund leitar hugurinn liðinna daga, daga frá æsku- og unglingsárum okkar. Minningarnar eru ófáar, samverustundirnar svo ótal, ótal margar. Stundum af miklu tilefni, stundum litlu eða engu. Allar eru þær umluktar heiðríkju, gleði og sannri... Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 568 orð

Einar Páll Jónasson

Hann Einar hennar Höbbu minnar er dáinn. Á nokkrum vikum frá sjúkdómsgreiningu hefur þessi glæsilegi 45 ára gamli maður, sem var ímynd hreysti og karlmennsku, orðið að lúta í lægra haldi fyrir þessum illskeytta sjúkdómi, krabbameini. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 138 orð

Einar Páll Jónasson

Lífið er svo hverfult. Allt í einu er Einar farinn frá okkur, horfinn sjónum. Hann var athafnasamur maður, hafði lokið miklu í þessum heimi en átti líka heilmikið eftir ógert. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 3487 orð | 1 mynd

EINAR PÁLL JÓNASSON

Elsku pabbi. Það er svo skrítið og erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn til Guðs. Þú sem ert alltaf búinn að vera hjá mér og styðja við bakið á mér, sama hvað dundi á. Þú vildir alltaf gera allt fyrir mig, sama hvað það var. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 203 orð

Einar Páll Jónsson

Þegar við komum saman til að skrifa þessa grein hafði hver sína minningu um Einar. Eitt vorum við þó sammála um, að við höfðum misst góðan vin. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 937 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast elskulegrar vinkonu minnar, hennar Hjöddu, með nokkrum orðum. Við höfðum heyrt hvor af annarri því að mennirnir okkar voru vinnufélagar. Svo var það í brúðkaupi Doddýjar og Gunnars, að við sáumst fyrst. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku mamma. Það er létt að takast á við lífið þegar allir eru hraustir og það gengur sinn vanagang, enginn hugsar um það hvað allt riðlast þegar alvarleg veikindi koma upp. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 857 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín. Ég á nú erfitt með að trúa því að þú sért farin frá mér, við báðar svona ungar og áttum allt lífið eftir saman. Við gerðum nú margt saman eins og það að vinna saman á sumrin í þvottahúsinu. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku Hjödda. Það er komið að kveðjustund. Tárin og minningarnar streyma fram þegar ég skrifa þessi orð. Minningarnar eru margar og þær á ég alltaf í hjarta mínu. T.d. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 133 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast hennar Hjördísar sem kvaddi þetta líf svo snögglega. Hjördís var mikil dugnaðarkona sem ég trúði og vonaði að næði heilsu á ný. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 311 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

"Amma, mér þykir vænt um þig." Elsku amma mín, þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Mér þótti alltaf svo þægilegt að koma til þín og tala við þig. Það var sumt sem ég gat aðeins sagt þér og engum öðrum og það var bara á milli okkar. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku amma Hjödda. Takk fyrir að hafa verið alltaf svo góð við okkur, að lesa fyrir okkur á kvöldin þegar við fengum að sofa hjá ykkur afa og var það ekki svo sjaldan. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

27. október, síminn hringir, Diddi er í símanum. Hjördís er dáin. Guð minn góður, ekki láta þetta vera satt. En því miður er svo. - Aðeins sex vikum eftir að við vissum að hún væri með krabbamein er hún Hjödda okkar farin. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 3455 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

Elsku mamma mín. Ég á nú erfitt með að trúa því að þú sért farin frá mér, við báðar svona ungar og áttum allt lífið eftir saman. Við gerðum nú margt saman eins og það að vinna saman á sumrin í þvottahúsinu. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 558 orð

Jóhanna Björnsdóttir

Það er komið að kveðjustundinni, elsku amma mín. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt 40 góð ár með þér. Það auðnast ekki öllum að eiga ömmu svo lengi, hvað þá tvær eins og ég. Það er svo skrítið að allar mína bernskuminningar eru tengdar þér. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 820 orð

Jóhanna Björnsdóttir

Þegar við systkinin kveðjum móður okkar Jóhönnu Björnsdóttur hinstu kveðju kemur margt upp í hugann, bæði frá bernsku- og fullorðinsárum, sem veldur trega og eftirsjá og minnir okkur á hve mikils við höfum misst við andlát hennar. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Pétur Jónsson

Nú er elsku afi okkar farinn til hennar ömmu sem hann saknaði svo sárt. Hann var mjög góður og hjálpsamur maður og virtur af öllum sem kynntust honum. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 40 orð

Pétur Jónsson

Hér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá, það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorst. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Pétur Jónsson

Með þessu kvæði vil ég kveðja föður minn hinstu kveðju. Það er skammt stórra högga á milli í okkar litlu fjölskyldu en fyrir um fimm mánuðum kvaddi móðir mín og var það okkur öllum sár söknuður sem hana þekktum. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 214 orð

PÉTUR JÓNSSON

Árni Pétur Jónsson fæddist í Keflavík 22. september 1919. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Keflavík 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kr. Magnússon verkamaður, f. 1.6. 1892, d. 7.1. 1969, og Halldóra Jósepsdóttir, f. 24.9. 1895, d. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 19 orð

Pétur Jónsson Svana E. Sveinsdóttir

Pétur f. 22. september 1919, d. 23. október 1999. Svana f. 25. mars 1925, d. 21. maí... Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Rósa Karitas Eyjólfsdóttir

Elsku amma í Brekkó! Það tekur okkur sárt að hugsa til þess að þú sért farin fyrir fullt og allt. Að það sé enginn til að taka á móti okkur á Brekkustígnum. Mamma, pabbi, Þórður, þú og afi bjugguð öll saman fyrstu ár mömmu og pabba á Karlagötunni. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 61 orð

Sólveig Jóna Magnúsdóttir

Með litlu ljóði kveðjum við elskulega ömmu okkar, Sólveigu Jónu Magnúsdóttur, frá Húsatóftum. Áttum við systurnar margar góðar stundir með henni, m.a. í garðinum hennar. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 610 orð

Sólveig Jóna Magnúsdóttir

Elskuleg móðir mín, Sólveig Jóna Magnúsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru fátækt alþýðufólk. Meira
4. nóvember 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Sólveig Jóna Magnúsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu minnar Sólveigar Jónu Magnúsdóttur. Hjá mér kom sumarið aldrei fyrr en ég var komin upp í sveit, og þau voru ófá sumrin sem ég eyddi að Húsatóftum á Skeiðum, frá blautu barnsbeini. Meira

Viðskipti

4. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 486 orð | 1 mynd

Færri fyrirtæki gjaldþrota

Á TÍMABILINU 1985 til 1998 voru hæstar kröfur gerðar í þrotabú í fiskveiðum af öllum atvinnuvegum, að því er fram kemur í skýrslunni Gjaldþrot félaga 1985-1998 sem Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur vann að beiðni Aflvaka hf. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 369 orð

Hærri vextir vegna sölu á FBA

Í NÝJUSTU mánaðarskýrslu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er meðal annars fjallað um lausafjárstöðu í lánakerfinu og gerir FBA ráð fyrir að vextir á peningamarkaði haldi áfram að hækka á næstunni. Meira

Daglegt líf

4. nóvember 1999 | Neytendur | 292 orð

47% með óverðmerkt í sýningargluggum

Í SÍÐUSTU viku var næstum helmingur sýningarglugga verslana í Kringlunni með óverðmerktar vörur eða 47%. Ástandið var aðeins skárra við Laugaveg en þar voru 36% sýningarglugga ekki með verðmerktar vörur til sýnis. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 204 orð

Eldhús sannleikans

Gestir í Eldhúsi sannleikans sl. föstudagskvöld voru sr. Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins og Einar Thoroddsen læknir. Svín svaramannsins 1 til 2 kg. svínasteik, gjarnan frampartur. Kryddblanda: 1 tsk. svartur pipar 2 tsk. salt 1 tsk. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 57 orð

Kryddkaffi

Merrild Vetrarglóð er nýtt árstíðarkaffi með kanil-, múskat- og negulilm. Um er að ræða sérstakt kryddkaffi úr sérvöldum baunum sem er kryddað með ögn af kanil, múskati og negul. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 499 orð

Litarefnin í morgunkorninu óleyfileg en leyfileg í sykurpúðum

Nýlega var bandaríska morgunkornið Freaky Fruits innkallað úr verslunum en það hafði einungis verið í nokkra daga á markaðnum. Ástæðan fyrir innkölluninni voru óleyfileg litarefni í vörunni. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 116 orð | 1 mynd

Pickwick grænt te

Pickwik kynnir nú grænt te í tepokum með tvenns konar bragði, sítrónu og með jasmínbragði. Grænt te með sítrónubragði er ferskt og milt á bragðið. Grænt te með jasmínbragði er hins vegar bragðsterkara. Grænt te er 100% náttúruafurð. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 43 orð

Tilboðsdagar

FRAM til laugardagsins 6. nóvember eru afmælisdagar í versluninni Djásn og grænir skógar. Sérstök kynning verður á reykelsum milli klukkan 13-16 þessa viku og ekta amerískar karamellur á sérstöku kynningarverði. Meira
4. nóvember 1999 | Neytendur | 756 orð | 2 myndir

(fyrirsögn vantar)

BÓNUS Gildir til 10. nóvember Rauð epli, Jonagold 69 75 69 kg Klementínur 159 179 159 kg Samlokubrauð gróft 139 185 227 kg Lucky Charm morgunkorn 239 245 603 kg Sunnud. blanda frosið grænm. Meira

Fastir þættir

4. nóvember 1999 | Í dag | 25 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 10. júlí sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Kristín Pétursdóttir og Finnbogi Karlsson. Heimili þeirra er í... Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 29 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 17. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Guðrún Helga Aðalsteinsdóttir og Gunnlaugur R. Magnússon. Heimili þeirra er í Krókabyggð 6,... Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 27 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 14. ágúst sl. í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Kristín Svala Jónsdóttir og Jens Viktor Kristjánsson. Heimili þeirra er í... Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 28 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 3. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Halldóri Gröndal Steinunn Gröndal og Ómar Skafti Gíslason. Heimili þeirra er í Mosgerði 11,... Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 28 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 27. febrúar sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur María Jóhannsdóttir og Benedikt Jónasson . Heimili þeirra er í Álftahólum 2,... Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 27 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 10. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Tonie Gertin Sörensen og Grétar Þórisson. Heimili þeirra er í Þjóttuseli... Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 60 orð

BRIDS Bridsdeild FEBK -

Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning fimmtudaginn 28. október. 18 pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Efst urðu: NS Reynir Sigurþórsson - Björn Bjarnason 195 Sigríður Ingólfsd. - Sigurður Björnss. Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 81 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Kjartan Ólason og Stefán Jónsson halda enn forystunni í hausttvímenningnum. Fjórtán pör spila og eru spiluð 6 spil milli para. Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 149 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar

Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar verður haldið laugardaginn 20. nóvember kl. 10 í húsi félagsins á Mánagrund við Sangerðisveg. 1. verðlaun verða kr. 70.000 á par, 2. verðlaun kr. 50.000 á par, 3. verðlaun kr. 20.000 á par, 4. Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 767 orð

Enn berja þeir höfðinu við steininn

Fólkið sem við minnsta tilefni heimtar opinbera rannsókn úr ræðustól Alþingis má nú ekki heyra á orðið "rannsókn" minnst. Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 86 orð

GRÖFIN

Hvar er í heimi hæli tryggt og hvíld og mæðufró? Hvar bærist aldrei hjarta hryggt? Hvar heilög drottnar ró? Það er hin djúpa dauðra gröf, - þar dvínar sorg og stríð - er sollin lífs fyrir handan höf er höfn svo trygg og blíð. Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 1380 orð

Helgi Áss sigrar í Tékklandi

30.-31.10. 1999 Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 676 orð

"Þá getur skrattinn komist í prjónana"

ÞAÐ var/er til sú hjátrú að ekki sé gott að "skilja eftir prjóna með hálfkláraðri umferð því að þá geti skrattinn komist í prjónana". Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 442 orð

Safnaðarstarf

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Frætt um upphaf kirkjunnar í ljósi postulasögunnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 39 orð

- Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Hafin er aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 12 sveita. Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. nóvember, verður níræð Margrét Þorkelsdóttir, frá Skjöldólfsstöðum til heimilis í Miðgarði 22, Egilsstöðum. Hún er að... Meira
4. nóvember 1999 | Fastir þættir | 56 orð

(fyrirsögn vantar)

Um 60 pör tóku þátt í undankeppni Íslandsmótsins í tvímenningi sem fram fór um helgina. Guðmundur Sveinsson og Ragnar Magnússon sigruðu með skorina 2.447. Sveinn Þorvaldsson og Vilhjálmur Sigurðsson skoruðu 2. Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 498 orð

(fyrirsögn vantar)

MARGEIR Pétursson, skákmeistarinn kunni, hefur undanfarið ritað reglulega í Viðskiptablað Morgunblaðsins, en hann hefur nýlega stofnað verðbréfafyrirtæki og höndlar með verðbréf. Meira
4. nóvember 1999 | Í dag | 746 orð

(fyrirsögn vantar)

HVERNIG dettur fólki með almenna dómgreind í hug, að fólksflóttinn af landsbyggðinni sé ófæddri stóriðju að kenna? Meira
4. nóvember 1999 | Dagbók | 698 orð

(fyrirsögn vantar)

Reykjavíkurhöfn: Freyja kom í gær. Lagarfoss kom og fór í gær. Mælifell fór í gær. Brúarfoss og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Markús J. kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 20. Leikfimi á morgun kl. 8.30. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl.... Meira

Íþróttir

4. nóvember 1999 | Íþróttir | 147 orð

Appleby lék í fötum Stewarts

ÁSTRALSKI kylfingurinn Stuart Appleby heiðraði minningu Payne Stewarts, vinar síns og keppinautar sem lést í flugslysi fyrir rúmri viku, er hann lék í fötum hans síðasta keppnisdaginn á lokamóti bandarísku mótaraðarinnar í Houston á sunnudag. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 72 orð

Barcelona, Lazio og United líklegust

Samkvæmt veðbönkum í London eru þrjú lið, Barcelona, Lazio og Manchester United, talin líklegust til að hampa Evrópumeistaratitlinum í knattspyrnu. Sigurlíkur liðanna eru taldar vera einn á móti fjórum. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 88 orð

Bolton hafnar boði í Eið Smára

BOLTON hefur hafnað boði Derby County í Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann eftir því sem fram kemur á spjallsíðum félaganna í gær. Þar staðfestir Jim Smith, knattspyrnustjóri Derby, að hann hafi sent Bolton tilboð í pilt sl. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 627 orð

Brittannia blánaði

"ÞETTA var óneitanlega sérstök upplifun. Þegar leikmenn gengu inn á völlinn blánaði Brittannia, öll stúkan varð blá, hvít og rauð. Þúsundir áhorfenda veifuðu íslenska fánanum og fögnuðu þar með yfirtöku íslensku fjárfestanna. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 464 orð

Duncan kominn á ferðina

MEISTARAR San Antonio Spurs hófu titilvörn sína í bandarísku NBA-deildinni með sigri í Texasríki í fyrrinótt. Phil Jackson, þjálfarinn snjalli sem gerði Chicago Bulls að sexföldum meisturum fyrr á áratugnum, fagnaði einnig sigri í frumraun sinni með Los Angeles Lakers og sömu sögu er að segja af Scottie Pippen, fyrrum leikmanni Jacksons hjá Chicago, er Portland TrailBlazers gerði góða ferð norður yfir landamærin til Kanada. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 180 orð

Farnir til að æfa og keppa með Malmö

Tveir íslenskir íshokkímenn, Jónas Breki Magnússon og Sigurður Einar Sveinbjarnarson, hafa þegið boð sænska félagsins, Malmö Pantern, um að leika með unglingaliði þess í úrvalsdeild unglinga í vetur eða þar til deildarkeppninni lýkur í lok mars. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 194 orð

Fá 18 millj. kr. styrk vegna HM

ALÞJÓÐA íshokkísambandið leggur fram tæplega 18 milljónir króna vegna riðlakeppni heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fer hér á landi næsta vor. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 56 orð

Galatasaray kom Herthu til bjargar

EYJÓLFUR Sverrisson og félagar hans í Herthu Berlín komust í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2:0-tap á móti Chelsea í London. Tyrkneska liðið Galatasary kom Herthu til bjargar með því að vinna AC Milan 3:2 í hörkuleik í Istanbul. AC Milan, sem þrisvar hefur orðið Evrópumeistari á síðustu tíu árum, endaði í neðsta sæti riðilsins. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 203 orð

HM í íshokkíi í Skautahöllinni

D-RIÐILL heimsmeistaramótsins í íshokkíi fer fram hér á landi 10.-16. apríl á næsta ári og koma hingað til lands landslið átta þjóða til þess að reyna með sér auk íslenska landsliðsins. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 181 orð

Kidd hættir hjá Blackburn

BRIAN Kidd er hættur sem knattspyrnustjóri hjá Blackburn eftir ellefu mánuði við stjórnvölinn hjá félaginu. Jack Walker, eigandi félagsins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að láta Kidd róa. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 132 orð

Parnevik dregur sig í hlé vegna hjartakvilla

SÆNSKI kylfingurinn Jesper Parnevik, sem er í fimmtánda sæti á heimslistanum, hætti við þátttöku á alþjóðlegu móti, sem hefst á Valderrama-vellinum í Sotogrande á Spáni í dag. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 172 orð

Stefán Gíslason til Roda

STEFÁN Gíslason, leikmaður norska liðsins Strømsgodset, er á leið til reynslu hjá hollenska 1. deildarliðinu Roda. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 260 orð

Suðurnesjamenn úr leik

"Sóknarleikurinn gekk ekki alveg upp hjá okkur en varnarleikurinn var í góðu lagi og með betri sóknarleik hefðum við svo sannarlega átt góða möguleika á sigri," sagði Friðrik Rúnarsson annar þjálfari ÍBR, sameiginlegs liðs UMFN og Keflavíkur,... Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 118 orð

Þjóðverjar vilja taka þátt NM á Íslandi

NORÐURLANDAMÓT karlalandsliða í körfuknattleik verður haldið hér á landi í 1.-7. ágúst á næsta ári. Búist er við að á mótinu, sem haldið er fimmta hvert skipti á Íslandi, keppi fjórar þjóðir auk Íslendinga: Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 236 orð

(fyrirsögn vantar)

HELSINGBORG, sem hampaði meistaratitlinum í Svíþjóð um liðna helgi, hefur sýnt Tryggva Guðmundssyni, leikmanni Tromsø, áhuga, að því er kemur fram á norska netmiðlinum Nettavisen. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

STEMMNINGIN á Brittania-leikvanginum í Stoke var með íslensku ívafi í gærkvöldi er þúsundir stuðningsmanna enska knattspyrnufélagsins Stoke City veifuðu íslenskum fánum til að fagna á táknrænan hátt yfirtöku íslenskra fjárfesta. Það dugði þó ekki til sigurs gegn toppliði Notts County. Meira
4. nóvember 1999 | Íþróttir | 263 orð

(fyrirsögn vantar)

BJARKI Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður hjá Preston þegar tíu mínútur voru eftir í leik liðsins gegn Bournemouth í ensku 2. deildinni í gærkvöldi. Preston vann 3:0. Meira

Úr verinu

4. nóvember 1999 | Úr verinu | 178 orð

Mikill samdráttur í verðmæti aflans

HEILDARVERÐMÆTI fiskaflans í júlí sl. var 4.071 milljónir króna en var 5.882 millj. kr. á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskaflans var 3.248 millj. kr. í júlí í ár en var 3.787 millj. kr. í júlí 1998. Meira
4. nóvember 1999 | Úr verinu | 1332 orð | 1 mynd

Verðmæti eldisafurða 6 milljarðar eftir 10 ár

Nokkurrar bjartsýni gætir meðal fiskeldismanna hérlendis eftir talsverða erfiðleika á undangengnum árum. Á ráðstefnu um framtíðarhorfur í fiskeldi á Íslandi kom meðal annars fram að gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti eldisafurða verði 6 milljarðar árið 2010. Helgi Mar Árnason var á ráðstefnunni og hlýddi á erindi um stöðu og framtíð helstu eldistegunda hérlendis. Meira

Viðskiptablað

4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 302 orð

Aðferðir til árangurs

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands (GSFÍ) mun í næstu viku gangast fyrir Gæðavikunni '99. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 91 orð

Allianz kaupir 70% hlut í Pimco

ÞÝZKA tryggingafélagið Allianz AG hefur sagt að það ætli að kaupa um 70% hlut í bandaríska sjóðafyrirtækinu Pimco Advisors fyrir 3,3 milljarða dollara í því skyni að ná fótfestu á ábatasömum markaði á þessu sviði í Bandaríkjunum. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 111 orð

Athugasemd frá SÍA

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa, SÍA: "Á félagsfundi í Sambandi íslenskra auglýsingastofa, sem haldinn var í gær, þriðjudaginn 2. nóvember, var m.a. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 111 orð

Athugasemd frá SÍA

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa, SÍA: "Á félagsfundi í Sambandi íslenskra auglýsingastofa, sem haldinn var í gær, þriðjudaginn 2. nóvember, var m.a. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 1484 orð

Á endanum snýst þetta um lífsstíl

"KJARNA viðskiptavinur okkar hugsum við okkur sem mann sem ferðast mikið, bæði í starfi og einkalífi, og hefur áhuga á að vera vel klæddur. Lykilhugtökin í ímynd Boss-vörumerkisins er velgengni, alþjóðlegri straumar og orka." Þetta segir dr. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 88 orð

Ársþing samtaka evrópskra útflutningsráða

41. ÁRSÞING samtaka evrópskra útflutningsráða, ETPO, er haldið á Hótel Sögu í dag og á morgun. Útflutningsráð Íslands er aðili að samtökunum, sem hafa starfað í rúm 40 ár. Aðildarfélög eru 40, frá 28 þjóðlöndum. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 170 orð

Breyting á yfirstjórn á Raufarhöfn

MARGRÉT Vilhelmsdóttir hefur verið ráðin til sameinaðs félags Útgerðarfélags Akureyringa hf. og Jökuls hf. á Raufarhöfn og mun hún hafa með höndum yfirstjórn rekstrar hins sameinaða fyrirtækis á Raufarhöfn. Margrét Vilhelmsdóttir er 33 ára að aldri. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 1139 orð | 4 myndir

Eðlilegt að setja markið hærra

Á KYNNINGARFUNDI Fjármálaeftirlitsins á þriðjudag kom fram í máli Páls G. Pálssonar, forstjóra eftirlitsins, að þróun eiginfjárhlutfalls lánastofnana væri áhyggjuefni. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 338 orð | 1 mynd

Eigið fé aukið með nýju 100 milljóna stofnfé

SPARISJÓÐURINN í Keflavík hagnaðist um 66,9 milljónir króna eftir að gert hefur verið ráð fyrir reiknuðum sköttum samkvæmt óendurskoðuðu 9 mánaða uppgjöri, en hagnaður sparisjóðsins eftir skatta nam 52,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 1866 orð | 3 myndir

Framtíðin ræðst á alþjóðamarkaði

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið TölvuMyndir hf. opnaði útibú sitt í Halifax í Kanada formlega síðastliðinn föstudag og er fyrirtækið nefnt TM-Software ytra. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 75 orð

Fundur um hagkvæmni í verslun

Verslunarráð Íslands ásamt ICEPINNRO, nefnd um rafræn viðskipti og EAN á Íslandi, stendur fyrir morgunverðarfundi á Radisson SAS, Sunnusal, 10. nóvember um hagkvæmni í verslun. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 85 orð

Minni hagnaður Marks & Spencer

HAGNAÐUR Marks & Spencer síðustu sex mánuði er 43% minni en á sama tíma í fyrra. Rekstrarafgangur verslanakeðjunnar fyrir skatta á sex mánaða tímabili til 25. september sl. nam 192,8 milljónum punda en var 337,4 milljónir á sama tíma í fyrra. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 682 orð | 12 myndir

Nýir hjá PricewaterhouseCoopers

Anna María Pétursdóttir hóf störf sem starfsmannaráðgjafi 1. okt. sl. Hún lauk M.Sc. prófi í vinnusálfræði frá University of Hertfordshire í Englandi 1999. Lokaritgerð hennar fjallaði um starfshvata og starfsánægju á vinnustöðum. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 98 orð | 1 mynd

Nýr forstöðumaður hjá Frjálsri fjölmiðlun

Árni Geir Pálsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þróunarsviðs Frjálsrar fjölmiðlunar. Árni Geir lauk s.l. sumar M.Sc. prófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, með áherslu á markaðsmál og stjórnun. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 323 orð | 6 myndir

Nýtt starfsfólk hjá Áliti

Hulda Ruth Ársælsdóttir hefur verið ráðin til ritarastarfa hjá Áliti. Hún lauk stúdentsprófi árið 1984 og hefur síðan unnið almenn ritarastörf, m.a. hjá SÁÁ, Lögfræðiskrifstofu Guðjóns Ármanns Jónssonar og Lögmannsstofu Róberts Árna Hreiðarssonar. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 1976 orð | 3 myndir

Skiptar skoðanir um heimild til dagsekta

SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að tekin yrði upp nafnbirting innherja. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 742 orð | 1 mynd

Telja markaðsgrundvöll ótvíræðan

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun á laugardag pakka inn fyrsta brauðinu hjá nýju fyrirtæki á brauðmarkaði hérlendis, Nýbrauði ehf., sem taka mun til starfa sama dag. Nýbrauð hyggst einbeita sér að sölu til stórmarkaða. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 229 orð

Tóbaks- og lyfjafyrirtæki hækka í verði vegna samruna

HLUTABRÉF í lyfja- og tóbaksfyrirtækjum í evrópskum kauphöllum hækkuðu í verði í gær eftir að fréttir bárust af hugsanlegum samruna lyfjafyrirtækjanna American Home Products Corp. og Warner-Lambert Co. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 432 orð | 1 mynd

Úr hugmynd að veruleika

Í HAUST kom út fyrsta eintakið af tímaritinu BK sem útgáfufyrirtækið Birta ehf. á Hvammstanga gefur út. Ritstjóri blaðsins er Stella Steingrímsdóttir. Að hennar sögn hefur blaðið eitt ákveðið þema, þ.e. útlitið. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 138 orð

Útbreiðsla hugbúnaðarins Memphis vex í Bretlandi

HUGBÚNAÐURINN Memphis, sem er notaður við markaðsrannsóknir, nýtur vaxandi vinsælda í Bretlandi. Nokkur þarlend sveitarfélög hafa tekið hugbúnaðinn í notkun í þeim tilgangi að kynna sér viðhorf almennings til hverskonar mála. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 55 orð

Vaxtarmöguleikar á jaðarsvæðum

Yfirmaður áætlunar Evrópusambandsins um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, Robert-Jan Smits, heldur fyrirlestur um vaxtarmöguleika fyrirtækja á jaðarsvæðum á Grand Hótel föstudaginn 5. nóvember kl. 12:00. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 55 orð

Vaxtarmöguleikar á jaðarsvæðum

Yfirmaður áætlunar Evrópusambandsins um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, Robert-Jan Smits, heldur fyrirlestur um vaxtarmöguleika fyrirtækja á jaðarsvæðum á Grand Hótel föstudaginn 5. nóvember kl. 12:00. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 538 orð

Vinnuferðir til útlanda oft lítið spennandi

Elíza Guðmundsdóttir fæddist árið 1962 í Reykjavík. Eftir stúdentspróf, árið 1982, hélt hún til Þýskalands og dvaldi þar í átta ár við nám og störf. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 1485 orð

Þarf að hugsa hvert skref vandlega

Herrafatnaður frá Hugo Boss í Þýskalandi selst nú í yfir 100 löndum, en fyrirtækið er hið stærsta á sínu sviði í heiminum. Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við dr. Bruno E. Sälzer, varastjórnarformann Hugo Boss AG, sem var hér á dögunum. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

Telja markaðsgrundvöll ótvíræðan Nýtt fyrirtæki í brauðframleiðslu, Nýbrauð/7 INNLENT Ekki ber að herða reglur um hlutfall eigin fjár 4 INNLENT Innherji Kaup íslensku fjárfestanna á enska knattspyrnufélaginu Stoke sýna svo ekki verður um villst að ekki... Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 549 orð

(fyrirsögn vantar)

Útgerð og knattspyrna Kaup íslensku fjárfestanna á enska knattspyrnufélaginu Stoke sýna svo ekki verður um villst að ekki skortir hugarflugið meðal innlendra fjárfesta og það sem kannski meira er að íslenski fjármálamarkaðurinn virðist nú ráða yfir... Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 358 orð | 1 mynd

(fyrirsögn vantar)

Þegar Elíza Guðmundsdóttir stóð frammi fyrir því fyrr á árinu að þurfa að skipta um starf, ákvað hún að reyna að láta gamlan draum rætast og taka að sér ferðaskipulagningu viðskiptaferða innan fyrirtækis. Meira
4. nóvember 1999 | Viðskiptablað | 249 orð | 1 mynd

(fyrirsögn vantar)

AUÐLEGÐ þjóðanna, eftir Adam Smith, kom út árið 1776 og er talin hafa verið fyrsta eiginlega kennslubókin í hagfræði. Enn í dag er vitnað í efni hennar og það notað til glöggvunar í efnahagsmálum. Hér er tæpt á helstu hugmyndum Smiths sem koma fram í bókinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.