Greinar föstudaginn 5. nóvember 1999

Forsíða

5. nóvember 1999 | Forsíða | 30 orð

Afmæli konungs fagnað

Skrautbúnir bátsverjar róa framhjá búddahofi í Bangkok í Taílandi í gær. Siglt var á 52 konunglegum skrautflekum niður Chao Phrya-ána í tilefni af 72 ára afmæli Bhumibol Adulyadej... Meira
5. nóvember 1999 | Forsíða | 79 orð

Bandaríkin reiðubúin að flytja kjarnavopn

BANDARÍKJAMENN undirbúa nú að flytja síðustu kjarnavopn sín frá sjö ríkjum Atlantshafsbandalagsins, að því er AFP-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum innan bandalagsins og bandaríska hersins. Ákvörðun um þetta kann að verða kynnt á ráðherrafundi NATO í Brussel í desember. Meira
5. nóvember 1999 | Forsíða | 129 orð

Bradley útilokar varaforsetaembættið

BILL Bradley, sem sækist eftir útnefningu sem frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, útilokaði í gær að hann myndi gefa kost á sér í embætti varaforseta, yrði Al Gore útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Meira
5. nóvember 1999 | Forsíða | 77 orð

Evrópski seðlabankinn hækkar vexti

EVRÓPSKI seðlabankinn (ECB) tilkynnti í gær að þrír helstu vaxtaflokkar bankans hefðu verið hækkaðir um 0,5% hver. Var bankinn þannig að bregðast við áskorunum fjármálamarkaða um að grípa til aðgerða gegn verðbólgu. Meira
5. nóvember 1999 | Forsíða | 222 orð

Ljær máls á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

ABDURRAHMAN Wahid, nýkjörinn forseti Indónesíu, kvaðst í gær ljá máls á því að efnt yrði til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Aceh-héraðs um hvort það ætti að vera sjálfstætt ríki. Margir spá því að fái Aceh sjálfstæði verði það til þess að Indónesía leysist upp. Meira
5. nóvember 1999 | Forsíða | 201 orð

Nokkur árangur sagður hafa náðst

NÝRRI lotu viðræðna fulltrúa ríkisstjórna 173 landa heims um bindandi aðgerðir til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum lauk í Bonn í Þýzkalandi í gær. Sögðu þátttakendur nokkurn árangur hafa náðst í viðræðunum, en fæstir höfðu reiknað með því að þar næðist samkomulag um nein stór skref á þessu sviði. Meira

Fréttir

5. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 139 orð

30 ár frá fyrstu skólasetningu

Aðstandendur Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu héldu upp á 30 ára setningarafmæli skólans fyrir skömmu. Í tilefni tímamótanna var efnt til samkomu í skólanum þar sem m.a. var rifjuð upp byggingarsaga skólans og opnuð ljósmyndasýning tengd sögu hans. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Vesturlands

AÐALFUNDUR Náttúruverndarsamtaka Vesturlands verður haldinn í rannsóknarhúsinu á Hvanneyri laugardaginn 6. nóvember kl 14-17. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Atvinnumálanefnd styrkir jólabæinn

ATVINNUMÁLANEFND samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja "Jólabæinn Akureyri" um 600 þúsund krónur. Það eru Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og fleiri. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 751 orð

Aukin útgjöld ríkissjóðs harðlega gagnrýnd

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar harðlega við umræður á Alþingi í gær og voru ráðherrar meðal annars sakaðir um útgjaldafíkn, en útgjöld ríkissjóðs aukast samkvæmt frumvarpinu um tæplega fimm milljarða króna. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 90 orð

Átta í valnum eftir skotbardaga

SAMKEPPNIN milli tveggja leigubílastöðva í bænum Empangeni í Suður-Afríku komst í gær á svo alvarlegt stig, að til skotbardaga kom milli liðsmanna þeirra. Átta lágu í valnum og að minnsta kosti þrettán aðrir særðust, að sögn lögreglu. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Bannen lést í bílslysi

BRESKI leikarinn Ian Bannen lést í bílslysi á miðvikudag í Skotlandi. Hann átti 40 ára litríkan leiklistarferil að baki og kom síðast á hvíta tjaldið í hinni rómuðu "Waking Ned Devine". Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Bannen lést í bílslysi

BRESKI leikarinn Ian Bannen lést í bílslysi á miðvikudag í Skotlandi. Hann átti 40 ára litríkan leiklistarferil að baki og kom síðast á hvíta tjaldið í hinni rómuðu "Waking Ned Devine". Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Basar á Sólvangi í Hafnarfirði

ÁRLEGUR basar verður á Sólvangi í Hafnarfirði laugardaginn 6. nóvember kl. 14. Þetta er fjáröflun fyrir vinnustofuna og basarinn er í undirbúningi allt árið. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

HINN árlegi haust- og jólabasar verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laugardaginn 6. nóvember kl. 14. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 302 orð

Báðir flokkar ánægðir með sinn hlut

BÆÐI repúblikanar og demókratar máttu vel við una eftir nokkrar ríkisstjóra- og sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Bingó

KFUM og K heldur bingó á sunnudag, 7. nóvember, kl. 15 í félagsheimilinu í Sunnuhlíð til styrktar starfi félagsins. Boðið verður upp á molasopa og sjoppa verður... Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 416 orð

Bjóða um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag

FULLTRÚAR fimm sjúkrahúsa í Norbotten í Svíþjóð héldu kynningarfund með læknastúdentum á 5. og 6. ári við í H.Í. í gær í þeim tilgangi að fá þá til starfa hjá sér á kandídatsári þar sem skortur er á unglæknum í Norbotten. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 565 orð

Bráðabirgðakvóti 650 tonn

RÆKJUVEIÐIN í Ísafjarðardjúpi hefur byrjað ágætlega. Vertíðin hófst fyrir viku en bátarnir komust ekki á sjó vegna brælu fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Breskur kafbátur missti hlustunarkapal

TÆPUM 13 árum eftir að flutningaskipið Suðurland fórst 290 sjómílur norðaustur af Íslandi hefur breska varnarmálaráðuneytið staðfest að sökkvandi íslenskt skip hafi orðið til þess árið 1986 að einn af kafbátum breska sjóhersins missti hlustunarkapal sinn í Atlantshafið. Þetta kemur m.a. fram í nýrri bók Óttars Sveinssonar, Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Brotin skaðleg fyrir viðskiptaöryggi á listaverkamarkaði

HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær áfrýjaðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Pétri Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Gallerís Borgar, að því er varðar sektargreiðslu til ríkissjóðs, en dæmdi ákærða til jafnlangrar fangelsisvistar og héraðsdómur hafði... Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Búist við hátt í 20% hækkun á fasteignamati íbúða

LÖGUM samkvæmt á að leggja fram nýtt fasteignamat 1. desember ár hvert. Örn Ingvarsson, hjá Fasteignamati ríkisins, segir að nú sé verið að vinna að því að framreikna fasteignamatið. Hann segir ljóst að veruleg hækkun verði á fasteignamatinu en yfirfasteignamatsnefnd ákveður hver hún verður. Hann segir að ef að líkum láti hækki fasteignamat á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um fast að 20%. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 729 orð

Bærinn greiði fyrrverandi jafnréttisfulltrúa hálfa milljón

AKUREYRARBÆR var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur til að greiða Kærunefnd jafnréttismála vegna Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa bæjarins, hálfa milljón króna. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 830 orð

Börnin í Bannalandi

Hefur enda löngum verið vitað að það er aðeins eitt sem er verra en skoðanaleysið og það er sannfæringin. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ekki um fjárdrátt að ræða

SKÓLAMEISTARI Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Kristín Arnalds, hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um athugasemdir Ríkisendurskoðunar varðandi frágang bókhalds Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 191 orð

Engar framkvæmdir án samráðs við Rússa

NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir í samtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende að Bandaríkin hafi ekki í hyggju að endurnýja ratsjárstöðina í Thule á Grænlandi án þess að ráðfæra sig áður við Rússa. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 542 orð

Er sýklavopnaváin ýkt af ásettu ráði?

BANDARÍKJAMENN eyða nú andvirði hundraða milljarða króna á ári í varúðarráðstafanir vegna hættunnar á efna- og sýklavopnaárásum án þess hafa athugað það til hlítar hvort líklegt sé að hermdarverkamenn beiti slíkum vopnum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

EYÞÓR STEFÁNSSON

EYÞÓR Stefánsson, tónskáld og heiðursborgari Sauðárkróks, er látinn á 98. aldursári. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 394 orð

Falla frá því skilyrði að Milosevic fari frá

BANDARÍKJASTJÓRN hefur breytt stefnu sinni í málefnum Serbíu og fallið frá því skilyrði fyrir afnámi viðskiptabannsins á landið að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti láti af embætti. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 90 orð

Fá að sofa á dýnu

STJÓRNVÖLD í Malasíu hafa ákveðið að framvegis skuli fangar fá dýnur til að sofa á í fangelsum landsins en þeir verða nú að sofa á beru steingólfinu. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 974 orð

Fáein orð um Rússagull

Hafi einhverjar rúblur komið inn um bakdyrnar, segir Kjartan Ólafsson, hefur þeim verið laumað þar inn ófrjálsri hendi af trúnaðarmönnum valdhafanna í Kreml. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Fékk 300 þúsund krónur í miskabætur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til að greiða fyrrverandi starfsmanni miskabætur í kjölfar starfslokasamnings hans hjá bankanum. Meira
5. nóvember 1999 | Miðopna | 540 orð

Fleiri Íslendingar á vinnumarkaðnum

Margt er líkt með Íslendingum og grannþjóðum þeirra í norðri, en þegar blaðað er í Norrænu tölfræðiárbókinni má ekki síður sjá hvað skilur þjóðirnar að. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Flóamarkaður Lionsklúbbsins Engeyjar

LIONSKLÚBBURINN Engey heldur sinn árlega flóamarkað í Lionsheimilinu við Sóltún 20 (Sigtún 9) um helgina. Flóamarkaðurinn verður opinn frá kl. 14-17 laugardaginn 6. og kl. 14-16 sunnudaginn 7. nóvember. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Framlög til jöfnunar rafhitunarkostnaðar verði aukin

Í SVARI Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi um lækkun húshitunarkostnaðar kom fram að það er vilji ríkisstjórnar að við aðra umræðu um fjárlög fyrir árið 2000 verði upphæð sú, sem áætluð er til niðurgreiðslna á rafhitunarkostnaði, aukin um þrjátíu milljónir króna þannig að tilmælum þingsályktunar um byggðamál, sem samþykkt var í fyrra, sé fylgt að fullu. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fundir falla niður

ÞING Norðurlandaráðs verður haldið í Stokkhólmi dagana áttunda til ellefta nóvember og fundir í Alþingi falla niður af þeim sökum næstkomandi mánudag og þriðjudag. Þingfundur verður næst í Alþingi miðvikudaginn 10.... Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Fyrirlestur um Einar Benediktsson

GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík næstkomandi sunnudag, 7. nóvember. Fyrirlesturinn nefnist "Einar Benediktsson og Dettifoss" og hefst hann kl.... Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 404 orð

Getur numið hundruðum þúsunda króna

ENDURGREIÐSLA Leikskóla Reykjavíkurborgar til foreldra eða forráðamanna þeirra barna, sem send hafa verið heim af leikskóla fyrr á daginn vegna manneklu, kemur til með að nema nokkrum hundruðum þúsunda króna á þessu haustmisseri að sögn Ragnhildar Erlu... Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gæsluvarðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir einum sakborningi í stóra fíkniefnamálinu, sem rann út í gær, var framlengt í gær um eina viku í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu efnhagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Hafa smíðað hraðvirkt forrit til leitar að erfðavísum

ÍSLENSK erfðagreining sendi fimmtán vísindamenn á alþjóðlegt þing um erfðavísindi í San Francisco í októberlok og birtu margir þeirra niðurstöður rannsókna sinna á veggspjöldum, auk þess sem sumir héldu fyrirlestra. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Hádegistónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 6. nóvember, kl. 12. Hádegistónleikarnir hefjast nú að nýju eftir hlé síðasta vetur vegna leyfis Björns Steinars, organista kirkjunnar. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hárgreiðslusýning á Astró

TUTTUGU nýmeistarar í hárgreiðslu ætla að sýna breiddina í hártísku vetrarins á veitingahúsinu Astró föstudaginn 5. nóvember kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Sýningin er liður útskriftarhóps úr Meistaraskóla Íslands. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 2627 orð

Hef dottið niður á réttu staðina

SAN Francisco-ballettinn var settur á laggirnar árið 1933 með einfalda draumsýn í huga: Að ná hástigi listræns ágætis. Sextíu og fimm árum síðar er þessi einfalda en hvetjandi draumsýn okkar leiðarljós. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Hefst með stefnuræðu formanns

MIÐSTJÓRNARFUNDUR Framsóknarflokksins hefst á Hótel Loftleiðum í dag klukkan 17.30. Fundinum lýkur síðdegis á morgun, laugardag, en fundarstörf hefjast þá klukkan 9 árdegis. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hollt mataræði og heilbrigt líferni

DR. PER de Lange frá Noregi, heilsuráðgjafi og næringarfræðingur, verður með námskeið um hollt mataræði og heilbrigt líferni. Meira
5. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 137 orð

Hressandi póstburður á Hólmavík

PÓSTBURÐARKONAN á Hólmavík, Svanhildur Jónsdóttir, sér ein um að bera út póstinn í 500 manna bæ, sama hvernig viðrar. Á fimmtudag var snjór á götum bæjarins og því nokkuð hált, en veður ágætt. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Hæstiréttur ómerkti sýknudóm

HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt sýknudóm yfir manni, sem var ákærður fyrir að hafa átt í kynferðissambandi við 13 ára stúlku. Hæstiréttur segir að fram hafi komið upplýsingar um að manninum hafi e.t.v. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Ísland fyrirmynd Færeyinga í efnahagsmálum

Í NÝRRI skýrslu sem nýsjálenskt ráðgjafarfyrirtæki hefur unnið fyrir atvinnumálaráðuneyti Færeyja kemur fram að Ísland sé sú fyrirmynd sem Færeyjar eigi að líkja eftir í efnahagsmálum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð, verður haldið laugardaginn 6. nóvember nk. í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Jarðgöng eða hitalögn?

ÓLAFUR Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, segir ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir óhöpp í Kaupvangsstræti, Gilinu svonefnda, en þar rann strætisvagn stjórnlaust niður götuna í fyrrakvöld. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Jólabasar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ

HINN árlegi jólabasar kvennadeildar Rauða kross Íslands verður haldinn sunnudaginn 7. nóvember nk. kl. 14-17 í Efstaleiti 9, húsi Rauða kross Íslands. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar kökur. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 152 orð

KGB lagði á ráðin um páfamorð

Í AUSTUR-evrópskum leyniskjölum frá dögum kalda stríðsins, sem ítalskir þingmenn hafa nú undir höndum, kemur fram að sovézka leyniþjónustan KGB lagði á ráðin um að klekkja á páfanum. Er lagt til í einu skjalanna að hann verði myrtur. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Kirkjustarf

Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 7. nóvember, kl. 21. Minnst látinna og geta kirkjugestir kveikt á kerti í minningu látinna vina. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 587 orð

Komið verði á fót nýrri íbúamiðstöð

STARFSHÓPUR sem fjallað hefur um málefni innflytjenda/nýbúa hefur nýlega kynnt skýrslu þar sem m.a. er lagt að opnuð verði ný miðstöð fyrir innflytjendur og flóttafólk í Hafnarfirði. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Krónur ekki prósentur

Margir eru í fátæktarhópnum, segir Páll Gíslason, og undir þurftarlaunum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kvikmyndasýning í boði Íslensk-japanska félagsins

KVIKMYNDASÝNING á vegum Íslensk-japanska félagsins verður í Háskólabíói laugardaginn 6. nóvember kl. 14.30 þar sem sýnd verður spennumyndin Kamikaze Taxi eftir leikstjórann Masato Harada. Harada hefur vakið mikla athygli jafnt heima fyrir sem erlendis. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Landsfundur Samtaka um kvennalista

LANDSFUNDUR Samtaka um kvennalista verður haldinn laugardaginn 6. nóvember nk. í Iðnó í Reykjavík. Á fundinum verður tillaga um aðild Kvennalistans að stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar Samfylkingarinnar afgreidd. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður á Laugaveginum á morgun, 6. nóvember. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

LEIÐRÉTT

HVERNIG dettur fólki með almenna dómgreind í hug, að fólksflóttinn af landsbyggðinni sé ófæddri stóriðju að kenna? Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Leikskólagjöld í Reykjavík hækka

ÚTLIT er fyrir að leikskólagjöld í Reykjavík hækki um ellefu prósent ef tillaga, sem lögð var fram utan dagskrár á fundi borgarráðs á þriðjudag, nær fram að ganga. Tillögunni var frestað þar en kom til umræðu á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1421 orð

Lifandi tengsl við söguna!

Þann 1. nóvember sl. tók dr. Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði við Háskóla Íslands, við starfi rekstors í Skálholti og mun hann gegna því í leyfi séra Kristjáns Vals Ingólfssonar til ársloka árið 2000. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

Lions-kaffi á hjúkrunarheimilinu Eir

LIONSKLÚBBARNIR í Grafarvogi, Fold og Fjörgyn, bjóða til hátíðardagskrár á Torginu á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Ljósleiðari yfir Önundarfjörð

LJÓSLEIÐARI var lagður yfir Önundarfjörð í gær, frá Flateyri í átt að Holti, en starfsmenn Landssíma Íslands hf. hafa þurft að bíða í rúma viku eftir rétta veðrinu og það kom loks í gær, en þá var milt og gott í sjóinn. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Lokasprettur framundan

SÖFNUNARÁTAKI Lionshreyfingarinnar, Rauða fjöðrin, fer senn að ljúka, en formlegur lokadagur er 31. desember 1999. Í fréttatilkynningu segir: "Landsmenn brugðust vel við sl. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lóðir vinsælar í Ásahverfi

LÓÐIR í nýju byggingarlandi Garðabæjar á Hraunsholti, Ásahverfi, eru vinsælar ef marka má fjölda umsókna sem bárust fyrir síðustu mánaðamót. Umsóknarfrestur rann út 31. október sl. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 837 orð

Lögbrot og laumuspil

Upplýsingum hefur verið haldið frá neytendum, segir Sigmar Ármannsson, eða þær verið villandi. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Mikill heiður að syngja með Sálinni

POTTÞÉTT 17 heldur toppsæti Tónlistans þessa vikuna, en nýja plata Emilíönu Torrini, Love in the time of science, stekkur beinustu leið í annað sætið. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 692 orð

Mikilvægt að hafa hagsmuni skólastarfs að leiðarljósi

NOKKRIR forráðamenn í fræðslumálum hafa sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af hugsanlegri sölu á Íslenska menntanetinu. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Nemendur fræðast um sjávarútveginn

RANNSÓKNARSKIPIÐ Dröfn hefur verið á Akureyri undanfarna daga en starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru á ferð um landið, að kynna elstu grunnskólanemendunum eitt og annað sem tengist sjávarútveginum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ný íþróttagrein nemur land

ÁHUGI virðist vera að kvikna hér á landi á nýrri íþróttagrein, "fitness", en hún hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn. Á laugardaginn verður keppt í þessari grein í Laugardalshöll þar sem 11 karlar og 8 konur keppa. Keppt er í fjórum greinum. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 159 orð

Nýr forsætisráðherra í Armeníu

FORSETI Armeníu, Robert Kocharian, hefur skipað Aram Sarkissian nýjan forsætisráðherra landsins. Aram er yngri bróðir hins myrta forsætisráðherra landsins, Vazgens Sarkissans, sem byssumenn myrtu í árás á armenska þinghúsið í síðustu viku. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Nýting á þeim hugbúnaði sem fyrir er

MARKMIÐ nýstofnaðs íslensks ráðgjafarfyrirtækis, Information Management, er að aðstoða fyrirtæki við að ná utan um upplýsingar í sínu starfsumhverfi með hugbúnaði sem er fyrir hendi í fyrirtækjunum. Starfsmenn IM hafa m.a. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Nýting á þeim hugbúnaði sem fyrir er

MARKMIÐ nýstofnaðs íslensks ráðgjafarfyrirtækis, Information Management, er að aðstoða fyrirtæki við að ná utan um upplýsingar í sínu starfsumhverfi með hugbúnaði sem er fyrir hendi í fyrirtækjunum. Starfsmenn IM hafa m.a. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Næstum því bókabruni

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út kl. rúmlega 9 í gærmorgun vegna reyks í kjallaraíbúð við Grænumýri. Enginn var heima í kjallaraíbúðinni, en íbúar á efri hæð hússins heyrðu væl í reykskynjara í íbúðinni og gerðu slökkviliði viðvart. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Of fáir útskrifast úr leikskólakennaranámi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá foreldra- og starfsmannafélagi leikskólans Sólborgar: "Sú staða sem uppi er í starfsmannamálum í leikskólum í dag er áhyggjuefni. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Ofvirkni eldist ekki af fólki

ÁSTÆÐUR athyglisbrests með ofvirkni (AMO) eru líffræðilegar og eiga rætur að rekja til röskunar á boðefnum í heila. Stutt er síðan ljóst varð að sjúkdómurinn eldist ekki af fólki og er talið að milli 2.000 og 6.000 einstaklingar hérlendis séu ofvirkir. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 182 orð

Ódæðismannsins er enn leitað

LÖGREGLAN í Seattle í Bandaríkjunum leitaði í gær manns, sem skaut tvo menn og særði aðra tvo á skrifstofu skipasmíðastöðvar í borginni í fyrradag. Var einn maður tekinn til yfirheyrslu í gær en sleppt aftur. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ráðstefna á vegum læknadeildar HÍ

Í TILEFNI af starfslokum prófessoranna Margrétar Guðnadóttur og Þorkels Jóhannessonar efnir læknadeild Háskóla Íslands til ráðstefnu föstudaginn 5. nóvember kl. 14.15 í sal 3 í Háskólabíói. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Refsiréttarnefnd skoði hvort ástæða sé til að herða viðurlög

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fela refsiréttarnefnd dómsmálaráðuneytisins að skoða hvort ástæða sé til þess að herða viðurlög við vörslu og dreifingu á barnaklámi frá því sem nú er. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga er m.a. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Reynt að leiða málið til lykta

FULLTRÚAR þýzkra fyrirtækja og stjórnvalda ásamt umboðsmönnum hópa fólks sem neytt var til vinnu á stríðsárunum í Þýzkalandi, kappkosta að sjá til þess að hægt verði að standa við að halda nýja samningalotu um stofnun skaðabótasjóðs fyrir þetta fólk í Bonn í þarnæstu viku. Snúast viðræðurnar um að ná málamiðlun um það hve háa upphæð þýzku fyrirtækin leggi fram í sjóðinn. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Rúmlega 2% telja áramótin skapa vandamál

RÚMLEGA 2% fyrirtækja í könnun Gallup, sem gerð er fyrir Skýrslutæknifélag Íslands, telja að árið 2000 muni skapa mikil vandamál í fyrirtækjunum og hefur hlutfallið hækkað lítillega frá því í maí sl. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Rætt um stöðugleikasáttmála Suðaustur-Evrópu

ÞÁTTTAKA Evrópuráðsins í stöðugleikasáttmála fyrir Suðaustur-Evrópu var helsta umræðuefni utanríkisráðherrafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Strassborg í Frakklandi í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður ráðsins stýrði fundinum, sem jafnframt var síðasti fundurinn á formennskutímabili Íslands í ráðherranefnd Evrópuráðsins en eftir fundinn tók Írland við formennsku í nefndinni. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 297 orð

Safninu dæmt í vil

BANDARÍSKUR alríkisdómari skikkaði á mánudag New York-borg til að greiða Brooklyn-listasafninu styrki að andvirði hundraða milljóna króna sem borgarstjórnin hafði svipt safnið vegna umdeildra sýningargripa sem safnstjórnin neitaði að fjarlægja. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Samvinna landa á norðursvæðinu mikilvæg

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær hinn árlega Odgen-fyrirlestur um alþjóðamál við Brown-háskólann í Bandaríkjunum og bar fyrirlesturinn heitið: Norðursvæðin: Ný vídd í alþjóðatengslum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 371 orð

Sjóðurinn sakaður um að sinna ekki lögboðnum skyldum

Í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐUM á Alþingi í gær um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) var því haldið fram að LÍN hefði brotið lög með því að hafa ekki framkvæmt könnun á grunnframfærslu námsmanna undanfarin tuttugu og fjögur ár eins og lög kveða á um. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Skartgripir á Karólínu

FRIÐRIK Freyr Flosason gullsmiður opnar sína fyrstu sýningu á handunnum skartgripum á Kaffi Karólínu á laugardag, 6. nóvember. Friðrik Freyr útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1998. Hann lærði á Gullsmíðastofunni Skart á Akureyri. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Snyrtistofan Valdís flutt í Skerjafjörð

SNYRTISTOFAN Valdís hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði, Bauganes 25A í Skerjafirði, Reykjavík. Stofan var áður til húsa að Bergstaðarstræti 28A. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Stálu öllu steini léttara

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 6 mánaða fangelsisdóm yfir manni sem braust í félagi við þrjá aðra inn í 15 sumarbústaði í Borgarfirði í maí í fyrra. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Stofnun símenntunarmiðstöðvar í undirbúningi

UNDIRBÚNINGUR að stofnun símenntunarmiðstöðvar er nú í fullum gangi. Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur sett saman undirbúningshóp til að vinna að stofnun slíkrar miðstöðvar og hefur dr. Meira
5. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Sýning á prentgripum

KYNNING á umbúðum, auglýsingum og ýmsu öðru sem unnið hefur verið fyrir ýmis fyrirtæki sem kynnt eru á Iðnaðarsafninu á Akureyri verður opnuð á laugardag, 6. nóvember kl. 16. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 785 orð

Sýrueyðing tanna æ algengari

Heildarmeðferð og tannplantar voru meðal umræðuefna á ársþingi Tannlæknafélags Íslands. Anna Sigríður Einarsdóttir ræddi við nokkra fyrirlesara þingsins og komst að því að bithækkun er flókin aðgerð. Meira
5. nóvember 1999 | Miðopna | 1280 orð

Tilraunir með tölvustýrt heimili hérlendis langt komnar

Tími daglegra húsverka er senn á enda. Þeir gömlu og góðu siðir að slökkva ljósin á eftir sér, blanda hæfilega heitt bað, finna uppáhaldsgeisladiskinn sinn, og kveikja á kaffikönnunni nógu snemma á morgnana eru hugsanlega úr sögunni. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér þróunarvinnu á tölvustýrðu heimili hérlendis. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Tuttugu ár frá opnun þjónustuíbúða við Dalbraut

SJÖTTA nóvember næstkomandi verða liðin 20 ár frá því að þjónustuíbúðir aldraðra á Dalbraut 21-27 í Reykjavík voru formlega teknar í notkun. Byggingarframkvæmdir hófust í júní 1976 og hinn 6. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð

Tvær hindranir í vegi netviðskipta

"ÞAÐ hefur enginn grænan grun um hversu mikil áhrif viðskipti á Netinu munu hafa á okkar samfélag. Tímaritið Economist spáir að árið 2003 fari um 6% af smásölu fram gegnum Netið. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tvö námskeið að hefjast

LEIKMANNASKÓLI þjóðkirkjunnar heldur tvö námskeið, sem byrja í nóvember. Fyrra námskeiðið er um helgisiði og táknmál kirkjunnar og hefst það 10. nóvember. Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 18-20 í Háskóla Íslands. Kennari er séra Kristján Valur Ingólfsson. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Tvö snjóflóð milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar

TVÖ snjóflóð féllu á veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í gær. Fyrra flóði féll um kl. 15 og þá var vegurinn ruddur en hitt lokaði veginum um kl. 21 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Dalvík var ákveðið að ryðja veginn með morgninum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Umræðan komin á pólitískan vettvang

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að tæknilegri umræðu um íslensku tillöguna í alþjóðlegum viðræðum um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sé lokið og nú sé hún orðin pólitískt ákvörðunarefni. Siv segir að íslenska sendinefndin hafi kynnt íslensku tillöguna mjög vel og flestum tæknispurningum hafi verið svarað. Umræðan sé komin á pólitískan vettvang. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Upplýsingaskjöldur á Arnarhóli

BORGARSTJÓRI Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhjúpaði í gær nýjan upplýsingaskjöld á Arnarhóli. Upplýsingaskjöldurinn er þrískiptur og markar uppsetning hans lokaáfanga að endurmótun Arnarhóls sem hófst árið 1988. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 163 orð

Uppreisn í þingliði stjórnarinnar

FYRIRHUGAÐAR umbætur bresku stjórnarinnar á velferðarkerfinu eru í nokkurri óvissu eftir að 53 þingmenn Verkamannaflokksins snerust gegn lækkun örorkubóta. Er fátítt, að jafn margir stjórnarþingmenn snúist gegn ríkisstjórninni en þeir neita að aðstoða ráðherrana við að vinna bug á andstöðu lávarðadeildarinnar og krefjast þess, að dregið verði verulegu úr þeim takmörkunum, sem settar hafa verið við greiðslu örorkubóta. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Verið að lýsa ástandi sem var

SNORRI Olsen tollstjóri segir að fæstar af athugasemdunum um tollstjóraembættið sem fram koma í skýrslu ríkisendurskoðunar eigi lengur við rök að styðjast. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vildu sjá sögusvið Jules Verne

HÓPUR franskra skólabarna ásamt kennara hefur undanfarna daga ferðast um Ísland, en ferðin hingað er hluti af skiptinemaverkefni milli íslenskra og franskra grunnskóla. Í hópnum eru m.a. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Vill frekara mat á umhverfisáhrifum

SKIPULAGSSTJÓRI telur að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrirhugað kísilgúrnám í Mývatni muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Niðurstaða skipulagsstjóra er því sú að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúrnáms úr Mývatni. Í frekara mati þurfa að koma fram meiri upplýsingar um áform um nýtingu kísilgúrsins og áhrif framkvæmdanna á náttúrufar og samfélag. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 514 orð

Vinna saman gegn einelti

Á SELTJARNARNESI hefur sérstök aðgerðaráætlun gegn einelti og ofbeldi verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur hún nú verið undirrituð af fulltrúum skólanna, foreldra, nemenda og skólanefndar. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 219 orð

Virðist hafa brotnað í lofti

BEÐIÐ var í gær eftir að veður lægði þar sem farþegaþotan frá EgyptAir hrapaði í sjóinn undan ströndum Massachusetts í Bandaríkjunum sl. sunnudag. Fyrr verður ekki unnt að reyna að ná upp svörtu kössunum. Hugsanlegt er, að þeir geti skýrt hvers vegna þotan steyptist beint niður á gífurlegum hraða og klifraði síðan aftur rétt áður en hún lenti í sjónum. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þrjú hús við Hverfisgötu verða rifin

TIL stendur að rífa þrjú hús við norðanverða Hverfisgötu, á lóðum númer 85, 87 og 89. Meira
5. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 512 orð

Þúsundum flóttamanna hleypt yfir landamærin

RÚSSNESKIR hermenn hleyptu þúsundum flóttamanna yfir landamæri Tsjetsjníu og Ingúsetíu í gær, annan daginn í röð, eftir að flóttafólkið hafði þurft að bíða þar í rúma viku vegna tilrauna Rússa til að draga úr flóttamannastraumnum. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, olli urg í Aserbaídsjan og Georgíu með því að leggja til að krafist yrði vegabréfsáritana við landamæri ríkjanna að Rússlandi til að koma í veg fyrir að herskáir múslimar kæmust þaðan til Tsjetsjníu. Meira
5. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

5. nóvember 1999 | Leiðarar | 307 orð

LAUSUNG Í RÍKISREKSTRI

RÍKISENDURSKOÐUN telur ekki viðunandi ástand í fjárvörzlu og bókhaldi ríkisstofnana. Þetta kemur fram í skýrslu um endurskoðun á ríkisreikningi ársins 1998. Meira
5. nóvember 1999 | Staksteinar | 416 orð

Rússagull

Björn Bjarnason ræðir á vefsíðu sinni síðustu fréttir um greiðslur til Sósíalistaflokksins frá Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins. Meira

Menning

5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 155 orð

Afdrifaríkur lottómiði

Framleiðandi: Richard Holmes. Glynis Murray. Leikstjóri: Kirk Jones. Handritshöfundur: Kirk Jones. Kvikmyndataka: Henry Braham. Tónlist: Shaun Davey. Aðalhlutverk: Ian Bannen, David Kelly, Susan Lynch, Fiona Flanagan. (90 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Ástin alls staðar

RAUÐHÆRÐI söngvarinn Mick Hucknall í Simply Red sést hér á nýrri mynd, en 1. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Bíótónleikar Sigur Rósar

SIGUR Rós hélt tónleika í Háskólabíói á dögunum og fékk tvær erlendar hljómsveitir, Immense frá Bretlandi og Low frá Bandaríkjunum, til að hita upp fyrir sig. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 416 orð | 2 myndir

Blóðugur bardagaklúbbur

KVIKMYNDIR/Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin og Nýja bíó Akureyri frumsýna bandarísku bíómyndina Bardagaklúbbinn með Brad Pitt og Edward Norton í aðalhlutverkum. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Bubbi upp á sitt besta

BUBBI Morthens trónir á toppi listans yfir eldra efni með nýja tvöfalda safnplötu, Sögur 1980-1990. Er hún gefin út í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Ísbjarnarblús , sem og í tilefni 20 ára afmælis Bubba sem tónlistarmanns. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Eilíft krydd

KRYDDPÍURNAR Mel G, Victoria Beckham, Mel C og Emma Bunton brosa sínu blíðasta framan í ljósmyndara í gær, en tilefnið var kynning á nýju bókinni þeirra, "Forever Spice" eða Alltaf Kryddpíur. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 38 orð

Ellen Kristjánsdóttir í Múlanum

ELLEN Kristjánsdóttir skemmtir ásamt hljómsveit á fimmta djasskvöldi Múlans í Sölvasal Sólon Íslandus á sunnudagskvöld kl. 21. Bandið mun m.a. leika tónlist eftir bassaleikara sinn, Tómas R. Einarsson. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Erindi um tvíæringinn í Feneyjum

JÓN Proppé myndlistargagnrýnandi heldur erindi um tvíæringinn í Feneyjum sunnudaginn 7. nóvember kl. 17, í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Tvíæringurinn fór fram í sumar og mun Jón fjalla um það sem þar mátti sjá. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Feiknarlega flott og glæsileg sýning

"ÞETTA er alveg feiknarlega flott og glæsileg sýning eins og ég átti svo sem von á - ég hef séð flokkinn áður í svona stórri sýningu úti í San Francisco. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 428 orð

Ferill Helga

HELGI Tómasson fæddist í Reykjavík árið 1942. Hann hóf listdansnám ungur að árum og gekk meðal annars í listdansskóla Þjóðleikhússins. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Frjáls leikur í Bílum og list

SIGURRÓS Stefánsdóttir opnar myndlistarsýningu í Bílum og list á Vegamótastíg 4 á laugardag kl. 16. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 133 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

ÞORVARÐUR Árnason, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun HÍ og doktorsnemi í siðfræði og fagurfræði náttúrunnar, flytur fyrirlestur er nefnist: "Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargróða" mánudaginn 8. nóvember kl. 12.30 í stofu 24, LHÍ í Laugarnesi. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 228 orð | 2 myndir

Hó! frá Víetnam

ÞESSI diskur er stórmerkileg tilraun. Nokkrir ungir piltar ferðuðust austur til hins hrjáða Víetnam til að gera hljómplötu með götutónlist þaðan. Þeir skelltu á band ótrúlegasta rusli af götumörkuðum, jarðarförum, hótelbörum og ýmsum grunsamlegri stöðum. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 335 orð | 1 mynd

Kammermúsíkklúbburinn færir tónlistarskólum geisladiska

Kammermúsíkklúbburinn gaf nýverið öllum tónlistarskólum landsins eintak af fyrstu útgáfudiskum klúbbsins, Frá draumi til draums. Upptökurnar voru gerðar á tónleikum á árinu 1997 en þá fagnaði klúbburinn 40 ára afmæli sínu. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 35 orð

Karlakórinn Þrestir í Hásölum

Í TILEFNI árs aldraðra efnir karlakórinn Þrestir til tónleika fyrir eldri borgara í Hafnarfirði. Tónleikarnir verða í Hásölum laugardaginn 6. nóvember kl. 16. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortes. Undirleikari er Iwona Jagla. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Kringlu Kristur

NÚ stendur yfir sýning Gunnars Karlssonar myndlistarmanns í Kringlunni í samvinnu við Gallerí Fold. Sýningin, sem ber nafnið Kringlu Kristur, samanstendur af fjórum 5 metra háum myndverkum sem sérstaklega eru gerð með hið stóra rými Kringlunnar í huga. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 34 orð

Leikari og listrænir stjórnendur

LEIT að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eftir Jane Wagner. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Leikari: Edda Björgvinsdóttir. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 1072 orð

Lífsgleði og skoðanir

ERIK Knudsen fæddist 1922, og hefur lengi verið í fremstu röð danskra ljóðskálda. Hann sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína 1945, og bar hún merki stríðsáranna. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Myndlistarsýning í 12 tónum

GUÐMUNDUR Björgvinsson opnar málverkasýningu í 12 tónum, á horni Barónsstígs og Grettisgötu á laugardag kl. 15. Að þessu sinni sýnir Guðmundur akrýlmálverk í bland við gamla... Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 104 orð

Nýjar bækur

RAUÐU djöflarnir - saga Manchester United 1878-1999, er eftir Agnar Frey Helgason og Guðjón Inga Eiríksson. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

JAN Kalfus, organleikari frá Prag, leikur á orgel Dómkirkjunnar í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Walther, Bach, Eben, Martinu og Wiedermann. Jan Kalfus er prófessor við tónlistarskólann í Prag. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Píanótónleikar á Egilsstöðum og á Seyðisfirði

JÓNAS Ingimundarson píanóleikari heldur tónleika í Egilsstaðakirkju á morgun, laugardag, kl. 16 og sunnudaginn 7. nóvember í Seyðisfjarðarkirkju kl. 16. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Ludwig van Beethoven og valsarnir eftir Fr. Chopin. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Ragnheiður sýnir í Smíðar og skart

RAGNHEIÐUR Ingunn Ágústsdóttir opnar sýningu á nýjum skartgripum sínum í Gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16a á laugardag kl. 14. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 716 orð

Rannsakar vitsmunalíf á jörðinni

AÐ missa vitið er ef til vill hápunktur mannlegrar lífsreynslu," segir aðalpersóna verksins en langt í frá eina persónan, því í sýningunni leikur Edda Björgvinsdóttir 19 persónur, bæði konur og karla, ungar og gamlar og af öllum stigum... Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Sálmaspuni í Útskálakirkju

TÓNLISTARSKÓLINN í Garði er 20 ára á þessu ári og af því tilefni verður efnt til hátíðartónleika í Útskálakirkju annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Þar koma fram þeir Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófónleikari. Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Sheen í Taggart-heimi

Framleiðandi: Tom Karnowski, Gary Schmoeller. Leikstjóri: Albert Pyun. Handritshöfundur: John Lowry Lamb, Robert McDonell. Kvikmyndataka: George Mooradian. Tónlist: Anthony Riparetti. Aðalhlutverk: Charles Sheen, Michael Halsey, Stephen McCole, Ivana Milicevic. (95 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Skartgripasýning á Kaffi 17

RAGNHILDUR Sif Reynisdóttir gullsmiður heldur sína fyrstu einkasýningu á silfur- og gullskartgripum á Kaffi 17, Laugavegi 91, í dag, föstudag,kl. 17. Ragnhildur lauk námi 1990 og hefur sótt ýmis námskeið í gullsmíði hérlendis sem erlendis. Meira
5. nóvember 1999 | Tónlist | 288 orð

Söngsveitin

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Einsöngur: Guðmundur Sigurðsson, Óskar Pétursson, Kristín R. Sigurðardóttir og Þorgeir J. Andrésson. Píanóleikur: Sigurður Marteinsson og Vilhelmína Ólafsdóttir. Upptaka var gerð í Fella- og Hólakirkju á árunum 1996, 1997 og 1999. Upptökumaður: Vigfús Ingvarsson. Tæknivinna: Vigfús Ingvarsson og Páll Sveinn Guðmundsson. JAPIS. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 63 orð

Tennur og list á Mokka

"ÞETTA geta allir gert" er yfirskrift sýningar Snorra Ásmundssonar sem opnuð verður á Mokka í dag, föstudag. Á sýningunni eru ljósmyndir prentaðar á striga af myndlistarmönnum að bursta í sér tennurnar. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Tolli sýnir hjá Kraftvélum hf.

LISTMÁLARINN Tolli opnar málverkasýningu í húsakynnum Kraftvéla ehf., Dalvegi 6-8, mánudaginn 8. nóvember. Sýningin verður opin virka daga kl. 14-18 og lýkur laugardaginn 20.... Meira
5. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Unglist lýkur í kvöld

MARGT hefur verið til gamans gert á Unglist, listahátíð unga fólksins, sem staðið hefur yfir í Reykjavík undanfarna daga. Í kvöld er komið að lokum hátíðarinnar og munu síðsdegistónleikar á Geysi Kakóbar í Hinu húsinu marka endalokin að þessu sinni. Meira
5. nóvember 1999 | Tónlist | 416 orð

Vel valin og vel sungin lög

Árnesingakórinn í Reykjavík og Félagar úr Baltnesku Fílharmóníunni. Söngstjórn: Sigurður Bragason. Hljómsveitarstjórn: Guðmundur Emilsson. Píanó- og orgelleikur: Bjarni Þ. Jónatansson. Meira
5. nóvember 1999 | Menningarlíf | 80 orð

Þrír kórar í Bústaðakirkju

ÞRÍR kórar halda sameiginlega tónleika í Bústaðakirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Það er Skagfirska söngsveitin í Reykjavík, undir stjórn Björgvins Þ. Meira

Umræðan

5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Aðhald neytenda hefur áhrif

Styrkur Neytendasamtakanna helst í hendur við þátttöku neytenda í starfi þeirra. Jóhannes Gunnarsson hvetur neytendur til að veita verslunum og þjónustuaðilum eðlilegt aðhald. Meira
5. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 130 orð

Áfengi fyrir unglinga; framtak Nýkaupa

ÉG sem móðir þriggja ungra barna vil hvetja fólk til að gera innkaup sín annars staðar en í Hagkaupi og Nýkaupi eftir furðulegt framtak verslunarkeðjunnar í áfengismálum. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 981 orð

Bréf til Morgunblaðsins frá dr. Efraim Zuroff

Mér þykir leitt að heyra að Atla og systur hans hafi borist hótanir, segir Efraim Zuroff. Þau bera vissulega enga sök á glæpum föður síns. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 332 orð

Eðvald Hinriksson ekki sekur um neina glæpi

VEGNA greinar dr. Efraim Zuroffs, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, er endurprentuð yfirlýsing frá utanríkisráðuneytinu í Eistlandi, sem blaðið birti hinn 20. febrúar árið 1992. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 1024 orð | 1 mynd

Er kjarnorkuver betri kostur?

Með stórvirkjunum er aðeins verið að stórauka álögur á Íslendinga, segir Jón Bergsteinsson, áratugi fram í tímann. Meira
5. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Fölsun ljóðhefðar og fleira smávegis

LISTASKÁLDIÐ góða Jónas Hallgrímsson skráði mergjaða ádrepu fyrir nálægt 180 árum svohljóðandi: "Leirskáldum á ekki að vera vært"! Í lok 18. Meira
5. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 322 orð

Hvað, hver, hvernig, hvenær?

ÞAð verðmætasta sem sérhvert þjóðfélag á eru þær manneskjur sem mynda það. Hlutverk ríkisstjórnar, borgar- og bæjarstjórna er að hlúa að þeim einstaklingum sem í landinu búa með ábyrgum og framsýnum stjórnarháttum. Til þess eru þau valin af þjóðinni. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Hvernig líta stjórnvöld á öryrkja?

Við höfum ekki fundið fyrir góðæri, segir Sigurður Magnússon í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 259 orð

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs

Skilaboð Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, segir Magrét Guðmundsdóttir, eru ljós og skýr. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 844 orð | 1 mynd

Saklaus uns sekt er sönnuð

Fólk ætti svo að hafa í huga, að lagareglan um sakleysi uns sekt er sönnuð, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, á rót sína að rekja til siðferðisreglu með sama efni, sem ætti að gilda í samskiptum manna á milli. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Samstarf leikskóla og foreldra

Í hugmynd Hrannars Björns Arnarssonar um aðkomu foreldra að leikskólum borgarinnar má finna spennandi kosti til að bæta leikskólana og stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Sannleiksást ráðherrans

Það leysir ekki vanda þeirra sem búa við neyðarástand í húsnæðismálum, segir Jóhanna Sigurðardóttir, að ráðherrann hagræði tölum og villi um fyrir fólki til að breiða yfir afleiðingarnar af lokun félagslega húsnæðiskerfisins Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 913 orð

Varist "herbergi" 305

Vegna þessarar ótrúlegu framkomu starfsmanna ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, skrifar Hjörtur Gíslason, sjáum við okkur knúin til að láta frá okkur heyra á vettvangi þar sem væntanlega er tekið eftir því hvað við höfum að segja. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Verðbólgudraugur kveðinn niður

Mikil lifandis ósköp er notalegt, segir Egill Stardal, að losna við samvizkubit fyrir að hafa stefnt í voða núverandi góðæri. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 963 orð | 1 mynd

Virkjanir og stóriðja

Virkjanasinnar eru hræddir við sannleikann, segir Snævar Sigurðsson, og þess vegna má ekki ræða virkjanir á Austurlandi með rökum. Meira
5. nóvember 1999 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Þegar fjárræðissvipting er eina leiðin

Ég vil hvetja yfirmenn dómsmála, segir Jón Snædal, til að breyta annars ágætum lögræðislögum. Meira

Minningargreinar

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 46 orð

Axel Thorarensen

Við kveðjum kæran vin með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem við áttum með þeim hjónum öll árin í okkar lífshlaupi. Það er mikill söknuður að góðum vini. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 25 orð

AXEL THORARENSEN

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 63 orð

Árni Pétur Jónsson

Kæri vinur, með nokkrum línum langar okkur bræðurna að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við geymum minningarnar um góðan vin sem heimsótti okkur svo oft á okkar vinnustað. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 590 orð

Böðvar Björgvinsson

Það setti að okkur ónotahroll við að hlusta á fyrstu fréttir í útvarpinu þennan októbermorgun. Slys hafði orðið og saknað var manna sem höfðu unnið að viðgerð á ljósleiðarastreng yfir Mývatn. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Böðvar Björgvinsson

Það er nú þannig að á kveðjustund er margt sem rifjast upp en ætlum við ekki að vera með upptalningu í þessum fáu þakkarlínum. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Böðvar Björgvinsson

Þú fæddist fyrir norðan um haust og fórst svo norður einn napran haustdag - til að deyja. Það er svo sorglegt og ósanngjarnt að ég trúi því ekki ennþá. Við áttum marga framtíðardrauma saman og svo margt ógert. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 101 orð

Böðvar Björgvinsson

Elsku besti pabbi okkar. Þetta ljóð segir svo margt um hvernig þú varst og hvað þú varst fyrir okkur. Þú varst besti pabbi í heimi. Við erum heppin að hafa átt þig að, þú varst svo góður, skemmtilegur og alltaf til staðar. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Böðvar Björgvinsson

Vantrú voru fyrstu viðbrögð okkar, félaga Böðvars Björgvinssonar á ljósleiðaradeild Landssímans, þegar fréttin barst um að Böðvars væri saknað. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 182 orð

Böðvar Björgvinsson

Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur, eins og sumarið sem leið svo fljótt, alltof fljótt. Það sem ég hefði viljað segja þér og segja um þig hefði verið hægt að koma fyrir í heilli bók en læt ósagt og geymi í hjarta mínu. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Böðvar Björgvinsson

Ég kynntist Böðvari fyrir rúmum 15 árum þegar ég byrjaði að búa með Stefni Þór í kjallaranum hjá þeim Nínu í Borgarnesi. Frá fyrstu stundu reyndist hann mér mjög vel og var ávallt reiðubúinn til að hjálpa mér á allan hátt. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 92 orð

Böðvar Björgvinsson

Góði vinur. Komið er að kveðjustund sem engan óraði fyrir. Svo sárlega erum við minnt á hvað skammt er á milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Við þökkum þér, elsku Böðvar, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Böðvar Björgvinsson

"Hann afi minn er núna engill hjá Guði." Það var hann Böddi litli, sonarsonur Böðvars, sem sagði mér þetta, um leið og hann tók í höndina á mér og leiddi mig út í bíl. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Böðvar Björgvinsson

Það er nú þannig að á kveðjustund er margt sem rifjast upp en ætlum við ekki að vera með upptalningu í þessum fáu þakkarlínum. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 462 orð

Böðvar Björgvinsson

Þegar mamma hringdi snemma um morguninn, til að tilkynna mér að Böðvar föðurbróðir minn væri týndur á Mývatni, fannst mér eins og mig væri ennþá að dreyma einhvern vondan draum. Það var erfitt að trúa þessu. Engu að síður var það sannleikur. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 206 orð

Böðvar Björgvinsson

Það voru erfið tíðindi sem ég fékk árla morguns hinn 27. október að hann Böðvar frændi væri týndur. Það eru svo margar spurningar sem vakna, en íslensk veðrátta getur verið svo harðskeytt og gerir oft engin boð á undan sér. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Böðvar Björgvinsson

Elsku Böðvar. Ég sá þig fyrst haustið 1997 þegar Styrmir, sonur þinn, kynnti okkur. Við Styrmir vorum búin að vera saman í rúman mánuð þegar stóra stundin rann upp, að hitta tengdaforeldrana. Þú tókst á móti mér brosmildur og kynntir þig. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 507 orð

Böðvar Björgvinsson

Miðvikudaginn 27. október fékk ég upphringingu frá vinnufélaga mínum þar sem mér var sagt að tveggja ágætra samstarfsmanna minna væri saknað, en þeir höfðu farið á bát út á Mývatn við þriðja mann. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 272 orð

BÖÐVAR BJÖRGVINSSON

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 742 orð

Doris Briem

Elsku Granny. Mikið er ég þakklát að hafa átt öll þessi 29 ár með þér. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 175 orð

Doris Briem

Nú er langri og farsælli ævi heiðurskonunnar Doris Briem lokið og viljum við konur í samtökunum Vinahjálp gjarnan minnast hennar með nokkrum orðum í þakklætisskyni. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 215 orð

DORIS BRIEM

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 170 orð

Einar Helgason

Það er kaldur haustmorgunn og hlíðar Skarðsheiðarinnar eru hrímaðar, svo mjög að frá Reykjavík séð virðist heiðin alhvít. En þrátt fyrir kuldann og hrímið streymir um mann hlýja við að minnast þín, kæri frændi og vinur. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Einar Helgason

Einar á Læk hefur kvatt þennan heim. Í huga mínum er þakklæti fyrir það öryggi, hlýju og hvatningu er ég bjó við á æskuárum mínum. Það er lán hverju barni að hafa góða fyrirmynd. Það er nauðsyn hverju barni að búa við öryggi. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 960 orð

Einar Helgason

Það var að kvöldlagi vorið 1971 sem ég steig út úr rútunni frá Sæmundi. Ég var sjö ára gamall og var að fara í sveit í fyrsta sinn. Ég settist á brúsapallinn við þjóðveginn og beið eftir því að verða sóttur. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Einar Helgason

Að eiga góðar minningar er gulli betra. Þess háttar fjársjóð eigum við þegar við minnumst Einars Helgasonar, bónda á Læk í Leirársveit. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 269 orð

Einar Helgason

Þegar kemur að kveðjustund myndast tómarúm í huga manns, því sá sem kveður hefur verið fastur punktur í tilverunni um áratugaskeið. Einar á Læk er allur, hann barðist við ólæknandi sjúkdóm af einstakri karlmennsku og hugarró. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 947 orð

Einar Helgason

Einstakur maður, Einar Helgason bóndi frá Læk í Leirár- og Melahreppi, er genginn. Einar lést á Landsspítalanum aðfaranótt mánudagsins 1. nóvember 1999. Einar var fæddur 10. september 1922 og var því 77 ára að aldri er hann lést. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 308 orð

EINAR HELGASON

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 559 orð

Einar Páll Jónasson

Okkur þykir það sjálfsagt að gróðurinn sölni á haustin og að trén felli laufin. En að maður í blóma lífsins falli frá er sárt og allt að því óraunverulegt. Einar Páll er í dag kvaddur eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 708 orð

Einar Páll Jónasson

Aldrei hvarflaði það að mér að ég ætti að sjá á eftir vini mínum Einari Páli í gröfina, ungum manni, sem var hreystin uppmáluð alla tíð. Á unglingsárum kölluðum við hann stundum Einar Atlas vegna þess hve sterkur hann var. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 663 orð

Einar Páll Jónasson

Æskuvinur minn, Einar Páll Jónasson, er látinn langt um aldur fram. Það var ótrúlegt og átakanlegt að sjá hversu hratt krabbameinið lagði þennan sterka mann að velli. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 26 orð

EINAR PÁLL JÓNASSON

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Elsa Stefánsdóttir

Tvö orð: "Ísland" og "Elsa Stefánsdóttir" urðu fyrir mig að hugtaki. Þetta land, þar sem maður finnur með hverju skrefi fyrir valdi náttúrunnar. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Elsa Stefánsdóttir

Við hittum Elsu aðeins þrisvar sinnum á ævinni, en í öll skiptin hafði það djúp áhrif á okkur. Áður en við fórum í fyrsta sinn til Íslands árið 1996, hafði Lieselotte gefið okkur heimilisfang og símanúmer Elsu. Garðar og Elsa sóttu okkur og 8. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ELSA STEFÁNSDÓTTIR

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1013 orð

GUÐMUNDUR HÁKONARSON

Stjórnmálahugtakið "eðalkrati" nær einungis til þeirra sem teljast til lýðræðisjafnaðarmanna (sósíal-demókratar) en ekki annarra. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 191 orð

Guðný Þórarinsdóttir

Elsku Dúný, þú varst mér alveg einstök manneskja, svo skapgóð, nægjusöm og æðrulaus. Alltaf svo stutt í brosið og hláturinn. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 25 orð

GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 339 orð

Gunnar Guðmundsson

Elsku afi minn, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Minningarnar um þær eru margar og allar kærar. Kjalarlandið var mitt annað heimili þegar ég var yngri og margir eru dagarnir sem ég kom hjólandi í heimsókn eftir skóla. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Gunnar Guðmundsson

Nú hefur góður maður lokið hlutverki sínu í þessu lífi. Gunnar Guðmundsson var gæddur þeim eiginleikum sem ég held að flestir vildu hafa. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Gunnar Guðmundsson

Hann er dáinn hann Gunnar vinur minn og tengdafaðir. Minningarnar skjóta upp kollinum hver af annarri og það er erfitt að trúa því að maður skuli ekki fá að heyra í og sjá hann aftur í þessu lífi. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Guðmundsson er ein af þeim manneskjum sem mér hefur þótt vænst um að kynnast. Hann sameinaði alla þá kosti sem best mega prýða góðan mann. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Guðmundsson var ráðinn húsvörður við Öskjuhlíðarskóla þegar skólinn tók til starfa haustið 1975. Nemendur og starfsfólk var þá að fóta sig við nýjar aðstæður og í mörg horn að líta hjá húsverðinum. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Gunnar Guðmundsson

Elsku pabbi og tengdapabbi. Sá dagur rennur upp hjá okkur öllum að við kveðjum þetta líf. Lífið sem Guð gaf okkur, lífið sem hann ætíð leiddi okkur í gegnum og var okkur nálægur bæði í gleði og sorg. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 41 orð

Gunnar Guðmundsson

Það var gaman að koma heim til ykkar. Þú bauðst okkur heim í kaffi. Hann var alltaf vingjarnlegur við okkur Aldísi. Ég trúði því ekki að hann væri dáinn. Við sendum ættingjum Gunnars samúðarkveðjur. Guð geymi... Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 392 orð

Gunnar Guðmundsson

Mig langar að minnast og kveðja föður minn með nokkrum orðum. Elsku pabbi, það er sárt að sjá á eftir þér, minn hugur leitar til þín aftur og aftur. Ég mun ætíð hugsa um þær stundir sem ég fékk að eiga með þér og þann styrk sem þú veittir mér í lífinu. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1090 orð

Gunnar Guðmundsson

Það er komið haust og haustlitirnir hafa skartað sínu fegursta. Það var einnig farið að hausta í lífi mágs míns Gunnars Guðmundssonar, málmsteypumeistara, sem kvaddi þetta líf þann 26. október, eftir farsæla ævigöngu. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Gunnar Guðmundsson

Jæja afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Ég leiddi nú hugann aldrei að því að þú myndir einhvern tímann fara frá okkur, en þetta er víst gangur lífsins. Þú varst alltaf svo hress, jákvæður og stríðinn. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Gunnar Guðmundsson

Elsku afi minn er látinn. Nú hefur hann fengið vængi sína. Ég mun sakna afa, hann var alltaf svo góður við mig, þó að ég hafi stundum verið óþægur. Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að búa hjá þér í fyrra þegar við vorum að skipta um húsnæði. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 291 orð

GUNNAR GUÐMUNDSSON

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 336 orð

INGÓLFUR MATTHÍASSON

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 206 orð

Ingunn Jónasdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín lést hinn 29. október sl. og átti þá aðeins mánuð í að ná níræðisaldri. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Kynni mín af tengdamóður minni voru mjög góð og hún tók mér strax af alúð og hlýju. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 449 orð

Ingunn Jónasdóttir

Allt frá barnæsku höfum við systkinin notið þeirra forréttinda að hafa átt hana ömmu í Ljósó. Líf okkar hefur verið fullt af öryggi og hlýju fyrir tilvist hennar. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Ingunn Jónasdóttir

Elsku hjartans amma mín! Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja þig. Það hefur verið ósköp erfitt að vera svona langt í burtu frá þér upp á síðkastið, geta ekki setið hjá þér og haldið í mjúka höndina þína. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 752 orð

Ingunn Jónasdóttir

Ein af kvenhetjum hversdagsins hefur lokið lífsgöngu sinni. Ingunni vantaði 29 daga til að verða níræð þegar hún lést. Hún hefur lokið miklu og gæfuríku lífsstarfi. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 395 orð

INGUNN JÓNASDÓTTIR

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 141 orð

Ingveldur Stefánsdóttir

Amma okkar, Ingveldur Stefánsdóttir, eða Inga amma, eins og við kölluðum hana, er dáin. Eftir sitja góðar minningar sem við getum geymt í huga okkar um ókomna tíð. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 165 orð

Ingveldur Stefánsdóttir

Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín Ingveldur Stefánsdóttir. Kyrrð dauðans grúfir yfir og komið er að kveðjustund. Hún er laus úr viðjum hins þungbæra sjúkdóms. Minningarnar streyma fram, þær verða geymdar sem gimsteinar sem ekkert fær eytt. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 238 orð

INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR

5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 133 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Strax á unga aldri byrjaði ég að fylgja pabba eftir. Hreykinn gekk ég við hlið hans lítill vinnumaður tilbúinn að hjálpa við ýmsar viðgerðir. Pabba féll aldrei verk úr hendi og gerði flest af miklum áhuga, var þetta gott vegranesti fyrir framtíðina. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 7 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Kveðja til... Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Jón Kristinsson. Honum fylgdu ávallt einhver skemmtilegheit og öll lognmolla var honum víðs fjarri. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Sorgin nístir hjartað eins og fyrsta frostnótt vetrarins. Við verðum eins og nakið tré í vetrarstormi, dofin og vanmáttug. Sjúkralegan var stutt og stormasöm. Það voraði af og til en veikindin höfðu tekið stóran toll strax í byrjun. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Í einni svipan og án nokkurs fyrirvara stendur maður frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að hann pabbi er dáinn, hann sem var alltaf svo hress og kenndi sér einskis meins. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 126 orð

Jón Ingvi Kristinsson

Hann afi er dáinn. Fregnin um hann afa okkar kom yfir okkur sem reiðarslag. Þetta var eitthvað sem við áttum ekki von á þrátt fyrir veikindi þín, elsku afi. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 220 orð

JÓN INGVI KRISTINSSON

Jón Ingvi Kristinsson vélstjóri fæddist í Höfða, Grýtubakkahreppi S-Þingeyjarsýslu, 24. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. okt. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Indriðason, f. 7.4. 1890, d. 16.11. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Sigurður Thorlacius

Ég er staddur í háloftunum á leið til átthaganna á Íslandi. Í kringum mig sitja erlendir ferðamenn á leið á ráðstefnu í þessu stórbrotna og framandi landi sem þeir hafa lesið um í villandi ferðamannabæklingum. Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SIGURÐUR THORLACIUS RÖGNVALDSSON

Sigurður Thorlacius Rögnvaldsson jarðeðlisfræðingur fæddist í Reykjavík 11. janúar 1964. Hann lést af slysförum 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 1.... Meira
5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Steindór Berg Gunnarsson

Kæri vinur. Mig langar að setja niður á blað nokkur orð og þakka þér fyrir stutt en góð kynni. Það er víst að nálgast áratugur síðan við hittumst fyrst, ég þá á nýjum vinnustað og þú að yfirgefa hann eftir endurhæfingu. Meira

Viðskipti

5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Erlendar skuldir 42 milljarðar

HEILDARSKULDIR sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands í erlendum gjaldmiðlum nema um 42 milljörðum króna. Af einstökum myntum eru fyrirtæki skuldsettust í bandaríkjadollurum og er hlutfall þeirra af heildarskuldum um 20%. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 47 orð

JC stofnar viðskiptafélag

JUNIOR Chamber Ísland hefur stofnað viðskiptafélag innan hreyfingarinnar í samvinnu við Verslunarráð Íslands. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 1 mynd

Markaðsöflin drifkraftur umhverfisstarfs

MARKMIÐ umhverfisráðstefnu sem haldin verður 10. nóvember er að vekja athygli íslenskra fyrirtækja á þeim margvíslega ávinningi sem felst í markvissu umhverfisstarfi, að sögn Birnu Helgadóttur, fulltrúa Flögu í samráðshópi um undirbúning ráðstefnunnar. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 704 orð

Nauðsynlegt að hemja verðbólgu

NÚVERANDI verðbólgustig er óviðunandi, að því er kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Landsbankans, sem kynnt var í gær. "Eitt brýnasta verkefnið í efnahagsmálum á næstu mánuðum er að koma böndum á verðbólguna með auknu aðhaldi í þjóðarbúskapnum. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 704 orð

Nauðsynlegt að hemja verðbólgu

NÚVERANDI verðbólgustig er óviðunandi, að því er kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Landsbankans, sem kynnt var í gær. "Eitt brýnasta verkefnið í efnahagsmálum á næstu mánuðum er að koma böndum á verðbólguna með auknu aðhaldi í þjóðarbúskapnum. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Nethagkerfið stækkar

Stærð nethagkerfisins mun fara yfir 1.000 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 70 þúsund milljörðum íslenskra króna á árinu 2001 samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem kynntar hafa verið í Framingham í Massachusetts í Bandaríkjunum. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 108 orð | 1 mynd

Nýtt hlutverk í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi

Á ÁRSÞINGI samtaka evrópskra útflutningsráða, ETPO, sem nú er haldið hér á landi á vegum Útflutningsráðs Íslands, eru meginmálefnin af þrennum toga. Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 270 orð

Spáir 5,3% verðbólgu yfir þetta ár

ÍSLANDSBANKI F&M spáir 5,3% verðbólgu yfir þetta ár og 3,2% milli ársmeðaltala 1998 og 1999. Þetta er nokkuð meiri hækkun yfir árið en spá Seðlabankans frá 25. október gerir ráð fyrir. Þar er spáð 4,6% hækkun yfir árið og 3,3% hækkun á milli... Meira
5. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Vaxtahækkanir eins og búist var við

ENGLANDSBANKI og Evrópski seðlabankinn hækkuðu vexti sína í gær eins og við hafði verið búist. Vextir hækkuðu um hálft prósentustig hjá Evrópska seðlabankanum og eru nú 3%. Englandsbanki hækkaði vexti um 0,25 prósentustig í 5,5%. Meira

Fastir þættir

5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 283 orð

38 prósent þjóðarinnar horfðu á þátt um Heimsmeistaramótið

Niðurstöður Gallup könnunar benda til að um 38% þjóðarinnar hafi horft á sjónvarpsþáttinn um Heimsmeistaramót íslenskra hesta í Þýskalandi sem var á dagskrá Sjónvarpsins sunnudagskvöldið 10. október síðastliðinn. Tæplega 89% þeirra sögðu að þátturinn hafi höfðað mjög vel eða frekar vel til þeirra. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 196 orð

Ágæt þátttaka á fimmtudögum

Fimmtudaginn 21. október spiluðu 17 pör í Þönglabakkanum. Spilaður var Mitchell með 3 spilum á milli para. Miðlungur 216. Lokastaða varð: NS Ísak Örn Sigurðsson - Hallur Símonarson 256 Magnús Ingólfsson - Siguróli Jóhannsson 231 Guðm. M. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 30 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 4. september sl. í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Þórhalli Heimissyni Ólöf Aðalsteinsdóttir og Rafn A. Sigurðsson. Heimili þeirra er á Breiðvangi 46,... Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 30 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Íris Björg Eggertsdóttir og Karl Matthías Helgason. Heimili þeirra er í Eskihlíð 8,... Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 27 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 28. ágúst sl. í Vífilsstaðakirkju af sr. Sigurði Helgasyni Sigurbjörg Guðlaugsdóttir og Sigurgeir Sigurgeirsson. Heimili þeirra er á Laufvangi 16,... Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 621 orð

Björn Þorfinnsson teflir á Mön

6.-14.11. 1999 Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 227 orð

BRIDS Íslandsmót í tvímenningi - úrslit -

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í tvímenningi verður spiluð um aðra helgi og hefir verið dregið um töfluröð keppenda: 1. Stefanía Sigurbjörnsd. - Jóhann Stefánsson 2.Þorvaldur Pálmason - Lárus Pétursson 3.Helgi Bogason - Vignir Hauksson 4. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 79 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Einungis 6 sveitir mættu til leiks í aðalsveitakeppni félagsins, sem hófst mánudaginn 1. nóvember. Spilaðir eru 16 spila leikir, tvöföld umferð. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Austurlands

Fyrstu umferð í bikarkeppni Austurlands er lokið. Úrslit urðu sem hér segir: Malarvinnslan Egilsst. - Jón H. Guðmundsson, Seyðisf. 77-53 UMF Borgarfj. c/o Bjarni Ág. Sveinss. - Aðalsteinn Jónss., Eskif. 92-107 Herðir hf. - Síldarvinnslan hf. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 101 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstendinga og Bridsfélag kvenna

NÚ ER lokið haustvímenningi. Lokastaðan varð eftirfarandi: Kristinn Kristinss. - Unnar A. Guðm.sson 284 Vilhjálmur Sigurðsson - Soffía Daníelsd. 222 Birkir Jónsson - Valdimar Sveinsson 204 Jóhann Stefánss. - Guðmundur Baldurss. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 68 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild FEBK

Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánudaga og alla fimmtudaga kl. 13 í Gullsmára 13. Mánudag 1. nóvember mættu 20 pör í tvímenning. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Efst urðu: NS Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 189 Guðmundur Pálss. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 39 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Hafin er aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 12 sveita. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 1130 orð

Hafliði minnkar við sig kennslu vegna óánægju nemenda

Nokkrir nemendur Hestaskólans á Ingólfshvoli fóru fram á að Hafliði Halldórsson, skólastjóri, aðalkennari og eigandi skólans, hætti kennslu. Ástæðan var óánægja nemendanna með kennsluaðferðir Hafliða og að þeir töldu að ekki hefðu verið uppfyllt ýmis atriði sem koma fram í námskynningu skólans. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Friðgeir Jónsson framkvæmdastjóra og Hafliða skólastjóra um málið. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 116 orð

Í FORNÖLD Á JÖRÐU

Í fornöld á jörðu var frækorni sáð, það fæstum var kunnugt, en sumstaðar smáð. Það frækorn var guðsríki, í fyrstunni smátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt. Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð, og haglél og eldingar geisuðu um jörð. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 564 orð

Safnaðarstarf

Síðari hátíðin af tveimur kristnihátíðum Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis verður haldin í Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 7. nóvember kl. 14. Vígslubiskup Skálholtsstiftis, sr. Meira
5. nóvember 1999 | Fastir þættir | 344 orð

Undirbúningur Landsmóts 2000 gengur vel

Undirbúningur fyrir Landsmót 2000 sem haldið verður á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal 4.-9. júlí 2000 er í fullum gangi. Að sögn Haraldar Haraldssonar, formanns stjórnar Landsmóts 2000, er hann að mestu samkvæmt áætlun. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 614 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI er einn af þeim sem velta því lítið fyrir sér hvort 2000-vandinn í tölvukerfunum muni verða jafn mikill og svartsýnismennirnir spá. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 337 orð

(fyrirsögn vantar)

SIGURÐUR hafði samband við Velvakanda og var mjög óánægður með viðskipti sín við Kaupþing. Hann hafði farið þangað með sparifé sitt til þess að láta ávaxta það. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 5. nóvember, verður sextug Áslaug B. Þórhallsdóttir, Bárugötu 21, Reykjavík. Áslaug verður erlendis á... Meira
5. nóvember 1999 | Dagbók | 706 orð

(fyrirsögn vantar)

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Arnarfell komu í gær. Sléttanes ÍS, Freyja RE og Hansewall fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Geysir og Markús J. fóru í gær. Remöy kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Leikfimi kl. 8.30. Bingó kl. Meira
5. nóvember 1999 | Í dag | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

GULLBRÚÐKAUP Í dag, fimmtudaginn 4. nóvember, eiga gullbrúðkaup Sólveig Jónasdóttir og Sigurður Haraldsson frá Húsavík. Þau eru nú til heimilis í Gullsmára 7,... Meira

Íþróttir

5. nóvember 1999 | Íþróttir | 349 orð

22 erlendir leikmenn á ferðinni

FRÁ því í haust hafa 22 erlendir leikmenn komið til liða í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sjö leikmenn hafa farið frá félögum sínum eða eru á leið frá þeim, þar af tveir áður en keppnistímabilið hófst. Tveir nýir leikmenn eru væntanlegir til landsins. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 92 orð

Helgi og félagar sluppu fyrir horn

HELGI Sigurðsson og félagar hans í gríska liðinu Panathinaikos komust í 3. umferð UEFA-keppninnar eftir að hafa unnið austurríska liðið AK Graz 1:0 í Aþenu í gær. Fyrri leikur liðanna tapaðist 2:1 í Austurríki. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 355 orð

Hörkuleikur í Röstinni

BOÐIÐ var upp á hörkuleik í Röstinni þegar heimamenn í Grindavík tóku á móti Haukum. Heimamenn höfðu forystu í leikhléi, 49:39, og sigruðu með sex stiga mun, 82:76. Í hinum tveimur leikjum kvöldsins sigruðu Ísfirðingar á Akranesi og Sauðkrækingar í Borgarnesi. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 114 orð

Megson vill svör

GARY Megson, knattspyrnustjóri Stoke City, kallaði í gær eftir skýrum svörum um framtíð sína hjá félaginu. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 91 orð

Miljkovic ræðir við Víkinga

VÍKINGAR hafa rætt við Zoran Miljkovic, sem leikið hefur með ÍBV undanfarin þrjú sumur, um að fá hann til liðs við sig. Víkingar hafa átt fundi með Miljkovic og að sögn Guðmundar H. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 200 orð

Njarðvíkingar leita að arftaka Hoovers

JASON Hoover, bandarískur leikmaður hjá Njarðvík, hefur óskað eftir að losna undan samningi hjá liðinu. Hann hyggst leika næstu tvo leiki með liðinu en heldur síðan af landi brott. Njarðvíkingar eru farnir að leita að nýjum leikmanni í hans stað og sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari liðsins, að það yrði ljóst á næstu dögum hvaða leikmaður það yrði sem kæmi til liðsins. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 269 orð

Óvissan að baki

VIÐ bindum miklar vonir við ráðningu Péturs. Hann lék um árabil með KR og gjörþekkir því innviði félagsins. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 355 orð

Pétur leitar til Hollands

PÉTUR Pétursson var ráðinn þjálfari Íslands- og bikarmeistaraliðs KR í gær og tekur við af Atla Eðvaldssyni. Pétur hyggst kynna sér nýjungar í knattspyrnufræðunum í vetur og mun m.a. dvelja í Rotterdam í Hollandi að kynna sér þjálfun og aðbúnað þar. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 107 orð

Ríkharður í sviðsljósinu

RÍKHARÐUR Daðason skoraði síðara mark Viking er liðið gerði 2:2 jafntefli við þýska liðið Werder Bremen í síðari leik liðanna í UEFA-keppninni í Stavangri í gærkvöld. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 485 orð

Ræða Russels hitti í mark

Eftir uppörvandi ræðu gamla miðherjans Bill Russels unnu leikmenn Boston Celtics sannfærandi sigur á Washington Wizards í Fleet Center í Boston í fyrrinótt, 112:101. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 365 orð

Sárt að falla úr keppni á jafntefli

Ríkharður Daðason og Auðun Helgason léku báðir vel með Viking er liðið gerði jafntefli, 2:2, við þýska liðið Werder Bremen í Stavanger í gærkvöldi. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 281 orð

Stefnan að verja báða titlana

PÉTUR Pétursson var í gær ráðinn þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu karla og er samningur hans til tveggja ára. Tekur Pétur, sem lék með KR 1987-1991, við af Atla Eðvaldssyni, sem ráðinn var landsliðsþjálfari í vikunni. Pétur segist ekki hafa getað neitað tækifærinu að þjálfa KR og að takmarkið sé skýrt - stefnan sé að verja báða titlana sem unnust sl. sumar. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 340 orð

Svartur dagur á Ítalíu

ALBERTO Zaccheroni, þjálfari AC Milan, hefur verið harðlega gagnrýndur í ítölskum fjölmiðlum eftir slæma útreið í meistaradeildinni. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 144 orð

Þeir verða í baráttunni

FIMM fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu verða í baráttunni með lið sín í efstu deild karla í knattspyrnu næsta keppnistímabil - Ólafur Þórðarson, Guðmundur Torfason, Pétur Pétursson, Kristinn R. Jónsson og Sigurður Grétarsson. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 616 orð

(fyrirsögn vantar)

Auðvelt hjá Tindastóli LIÐ Tindastóls kom sá og sigraði í Borgarnesi í gærkveldi. Höfðu Sauðkrækingar undirtökin frá byrjun. Staðan í hálfleik var 23:40, en lokatölur urðu 69:80. Fyrstu sóknir beggja liða mistókust en gestirnir urðu fyrri til að skora. Meira
5. nóvember 1999 | Íþróttir | 181 orð

(fyrirsögn vantar)

ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks drengja hjá KR. Hann tekur við af Magnúsi Gylfasyni, sem gerði KR meisturum í þessum aldursflokki tvö síðustu ár. Meira

Úr verinu

5. nóvember 1999 | Úr verinu | 806 orð

Keppinautar óánægðir með þátt ráðuneytisins

NOKKUR fyrirtæki hafa haft samband við Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og lýst yfir óánægju með að hafa ekki fengið tækifæri til að vera með í kaupstefnu í Nígeríu, sem Fiskmiðlun Norðurlands hf. Meira
5. nóvember 1999 | Úr verinu | 46 orð

Skelvertíð hafin

SKELVERTÍÐIN er hafin í Grundarfirði. Þrír bátar eru á skelveiðum, tveir fyrir Fiskiðjuna, þeir Farsæll SH og Haukaberg SH. Þeirra hlutur er um 1.100 tonn, og svo er það Grundfirðingur SH fyrir fiskvinnslu Soffaníasar Cecilsonar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 385 orð | 4 myndir

Bjargvættir í bláuog hvítu

Á 80 ÁRA afmælisári Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki úr vegi að minnast einkennisbúninga sem hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar klæddust fyrr og nú. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 485 orð | 1 mynd

Ekki aðgangur að nógu mörgum forritum

ÁRLEGA fá um 500 Íslendingar heilablóðfall. Af þeim þjást um 100 af málstoli og er meðalaldur þeirra um 74 ár, að sögn Þóru Sæunnar Úlfsdóttur, talmeinafræðings hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 2352 orð | 7 myndir

Fjölskylda með fyllingu

Sumum finnst þeir þöglar og ógnvekjandi manngerðir og atvinnutæki þeirra hin mestu hryllingstól. Einungis neyð fær sumt fólk til að biðja mennina með grímurnar ásjár en aðrir eru upplitsdjarfari og heimsækja þá jafnvel með glöðu geði. Eins og Valgerður Þ. Jónsdóttir, sem hitti Rósar Vigfús Eggertsson tannlækni, syni hans tannlæknana Sigurð Eggert, Gunnar Odd og Gunnlaug Jón og dótturina Huldu Björgu tannfræðing - grímulaus á góðri stund. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 2665 orð | 3 myndir

HVERNIG ER SALURINN?

Samræðurnar fóru fram snemma morguns í daufri birtu lítillar jólaseríu sem hangir uppi á kaffihúsinu Gráa kettinum. Það er rúmt ár síðan Brynhildur Guðjónsdóttir lauk námi en tvö ár síðan Atli Rafn Sigurðarson kom út úr skóla. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 810 orð | 1 mynd

Málþjálfun með aðstoð tölvu

Í lýðháskóla í Svíþjóð er boðið upp á námsbraut fyrir þá sem eiga við málstol að stríða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir forvitnaðist um námið ytra eftir að hafa lesið í norska Hjemmet um nemanda, sem lærði að tala eftir langvarandi málleysi vegna heilablóðfalls. Hún spurði líka talmeinafræðing um málþjálfun slíkra sjúklinga hérlendis. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1847 orð | 2 myndir

Ofvirkir eru vanræktir

SIGRÍÐUR D. Benediktsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustunni sf. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1093 orð

Reynir að nýta orkuna skynsamlega

AÐEINS hálft annað ár er liðið síðan Þórlaug Ágústsdóttir, 26 ára gömul, verkefnisstjóri hjá tölvufyrirtækinu INNN ehf., greindist með athyglisbrest með ofvirkni (AMO), í kjölfar þess að í ljós kom að bróðir hennar, þá átta ára gamall, væri ofvirkur. Meira
5. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 267 orð

Sama forritið notað við dyslexíu og málstoli

SÆNSKA forritið Lexia 3.0 er mikið notað fyrir nemendur sem þjást af málstoli sem og dyslexíu í lýðháskólunum í Svíþjóð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.