Greinar sunnudaginn 7. nóvember 1999

Forsíða

7. nóvember 1999 | Forsíða | 365 orð

Ástralir höfnuðu tillögunni um lýðveldisstofnun

ÁSTRALSKIR kjósendur felldu í gær í sögulegri atkvæðagreiðslu tillögu um að gera landið að lýðveldi og afnema um leið stöðu Elísabetar Bretadrottningar sem þjóðhöfðingja. Er niðurstaðan rakin til þess, að í kosningunni tóku höndum saman konungssinnar og róttækir lýðveldissinnar, sem fannst tillagan ganga of skammt. Kim Beazley, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, sem barðist fyrir lýðveldisstofnun, sagði er hann viðurkenndi ósigurinn, að baráttunni yrði haldið áfram. Meira
7. nóvember 1999 | Forsíða | 214 orð

Mikill fögnuður í Kísildal

MIKILL fögnuður ríkir í Kísildal í Kaliforníu, óðali tölvuiðnaðarins, með þann dóm bandarísks alríkisdómara, að risafyrirtækið Microsoft hafi haft einokunaraðstöðu og notað hana til að kveða keppinautana í kútinn. Ekki er þó talið líklegt, að fyrirtækinu verði gert að brjóta starfsemina upp þótt dómurinn verði staðfestur á síðari stigum. Meira
7. nóvember 1999 | Forsíða | 125 orð

Tugir sagðir hafa fallið

RÚSSNESKAR sprengjuflugvélar gerðu á árás á Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær og er haft eftir vitnum, að tugir manna hafi fallið eða særst. Meira

Fréttir

7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 452 orð

Aukin sátt um nauðsyn Fljótsdalsvirkjunar

Í ALMENNUM stjórnmálaumræðum á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem fram fóru á föstudagskvöld á Hótel Loftleiðum, kom fram almenn sátt um afstöðu til Fljótsdalsvirkjunar. Ítrekuðu flestir fundarmanna nauðsyn þess að ráðist væri í virkjunina og m.a. ályktaði miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) í þá veru á sérstökum fundi sínum. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Banaslys á Snæfellsnesi

BÍLSTJÓRI lést er vöruflutningabíll sem hann ók fór út af Útnesvegi rétt vestan vegamótanna við Fróðárheiði, Breiðavíkurmegin. Vöruflutningabíllinn var í fiskflutningum og á leið til Reykjavíkur frá Ólafsvík. Meira
7. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 1822 orð

Bergmál sögunnar

BERLÍN er allt í einu á allra vörum. Berlín er höfuðborg sameinaðs Þýskalands og berist talið að Þýskalandi er Berlín nefnd í sömu andrá. Flutningar stjórnsýslunnar frá Bonn til Berlínar er sögð marka upphaf Berlínarlýðveldisins. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Bjóða í stórfyrirtæki á Nýfundnalandi

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur ásamt tveimur fyrirtækjum í Kanada gert tilboð um kaup á öllum hlutabréfum í FPI Limited á Nýfundnalandi. Heildarvelta FPI á síðasta ári nam 33 milljörðum og hagnaður var 387 milljónir króna. Aðilarnir sem að tilboðinu standa telja að hægt sé að gera rekstur fyrirtækisins enn arðbærari. SH er með fimmtungshlut í tilboðinu sem gildir til áramóta. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Breytingar í Kolaportinu

BÚIÐ er að gera miklar skipulagsbreytingar á Markaðstorgi Kolaportins og skipta upp markaðstorginu í tvo hluta. Með þessum breytingum er verið að gera hluta söluaðila kleift að vera með opið á föstudögum. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Brýnt að varðveita Íslenska menntanetið

KENNARASAMBAND Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi fyrirhugaða sölu ríkisins á Íslenska menntanetinu. Í henni segir að Íslenska menntanetið hafi mikla sérstöðu á sviði tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi á Íslandi. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Doktor í efnafræði

EINAR Karl Friðriksson varði nýverið doktorsritgerð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, og var heiti ritgerðarinnar "High-Resolution Mass Spectrometry of Immunoglobulin E and Plasma Membrane Phospholipids Important for Mast Cell Activation". Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 472 orð

Ekkert rætt um dreifða eignaraðild á eftirmarkaði í ríkisstjórn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN var gagnrýndur á mörgum sviðum í umræðum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær. Meðal annars var rætt um byggðamál, skattamál, fjölskyldumál og sölu á hlut ríkisins í FBA. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Ekki skynsamlegt að brjóta upp í margar einingar

STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að orð Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag, að til greina komi að einkavæða Landssímann en halda eftir flutningskerfi símans í ríkiseigu, hafi komið svolítið á óvart, en hann líti svo á að formaður Framsóknarflokksins sé að velta fyrir sér öllum hugsanlegum möguleikum til þess að tryggja sem best áframhaldandi uppbyggingu á línukerfinu um landið. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 478 orð

Ekki þörf á höfn í Eiðsvík

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, fagnar niðurstöðu erlendra ráðgjafa, sem fram kemur í tillögum að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, þess efnis að ekki sé þörf á höfn í Eiðsvík á Geldinganesi, eins og... Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 752 orð

Eystrasaltskeppnin 1999

Dagur heilabrota var í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær þegar 100 ungmenni frá jafnmörgum löndum glímdu við snúin stærðfræðidæmi. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Farið fram á skýrslu um ófrjósemisaðgerðir

SAMÞYKKT hefur verið á Alþingi að leyfa beiðni um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um ófrjósemisaðgerðir sem gerðar voru hér á landi árin 1938-1975 en það eru þingmenn Samfylkingar sem standa að beiðninni. Meira
7. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 150 orð

Friðarferlið endurvakið

VONIR hafa vaknað um, að friðarferlið í Miðausturlöndum hafi verið endurvakið á fundi Yasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna, Ehud Baraks, forsætisráðherra Ísraels, og Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, í Ósló í síðustu viku. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 448 orð

Gæfuríkt samstarf í hálfa öld

FÉLAGARNIR Leifur Jóhannesson og Kári Elíasson rakarar héldu upp á 50 ára starfsafmæli Rakarastofu Leifs og Kára á Njálsgötu 11 á föstudag. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1638 orð | 2 myndir

Krafist "ómældrar" símaþjónustu í Bretlandi

Notendagjöld fyrir símaþjónustu þykja of há í Bretlandi en eitt fyrirtæki, British Telecom, hefur yfirburðastöðu á markaðnum. Gagnrýnendur segja að hár símakostnaður sé farinn að hindra þróun netvæðingar í landinu. Þeir vilja að hætt verði að láta greiða eftir tímalengd notkunar en fastagjöld látin nægja. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Löggild próf hjá Alliance Française

Í NÓVEMBER verður DELF-próf haldið hjá Alliance Française í Reykjavík, Austurstræti 3, sjötta árið í röð. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Myndir frá Grænlandi

MYNDASÝNING á vegum Grænlensk-íslenska félagsins verður í kvöld, þriðjudaginn 9. nóvember, kl. 20 í Norræna húsinu. Grétar Guðmundsson sýnir myndir frá gönguferð hóps Íslendinga frá Igaliko til Qaqortoq. Þessi gönguleið liggur um söguslóðir norrænnar byggðar. Einnig mun Jón Viðar Sigurðsson sýna myndir frá gönguferðum á stórbrotnu svæði sunnan Ketilsfjarðar, syðst á Grænlandi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Námskeið um einhverfu og skyldar þroskaraskanir

NÁMSKEIÐ á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um einhverfu og skyldar þroskaraskanir verður haldið í Gerðubergi 9. og 10. nóvember. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Norræn bókasafns-vika að hefjast

"Í LJÓSASKIPTUNUM - þjóðsögur og sagnir fyrr og nú" er yfirskrift Norrænu bókasafnavikunnar sem hefst mánudaginn 8. nóvember, en hún er nú haldin þriðja árið í röð. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Nýir eigendur Gallerís Mót

ÍSLENSKA hönnunargalleríið Gallerí Mót hefur verið selt. Við rekstrinum tekur Guðbjörg Ingvarsdóttir skartgripahönnuður og verður sama fyrirkomulagi haldið og verið hefur, áfram mun verða boðið upp á fjölbreytta íslenska tískuhönnun, með aukinni áherslu á skartgripi. Verslunin býður öllum viðskiptavinum gallerísins velkomna og til að rýma fyrir nýjum vörum er boðið upp á 15-50% afslátt næstu daga. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sala hafin á jólakortum KFUM og KFUK

ÆSKULÝÐSFÉLÖGIN KFUM og KFUK í Reykjavík hafa látið hanna ný jólakort sem boðin verða til sölu nú fyrir jólin til styrktar æskulýðsstarfinu en félögin hafa í nokkur ár staðið fyrir sölu á jólakortum fyrir jólin til fjáröflunar fyrir æskulýðsstarfið. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sex snjóflóð féllu úr Súðavíkurhlíð

SEX snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð í vikunni. Að sögn starfsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði voru tvö snjóflóðanna allstór og annað þeirra tveir metrar að þykkt. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1335 orð

Sex Zontaklúbbar hér

morgun eru áttatíu ár liðin síðan bandaríska konan Marian deForest stofnaði fyrsta Zontaklúbbinn í Buffalo í Bandaríkjunum. Nú eru starfandi um það bil tólf hundruð Zontaklúbbar í 68 löndum með u.þ.b. 35 þúsund félögum. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Slasaðist í fangaklefa

ERLENDUR farandverkamaður, sem starfað hefur við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, slasaðist á fingri þegar loka átti hann inni í fangaklefa síðastliðið fimmtudagskvöld. Maðurinn var handtekinn á veitingastaðnum Lundanum þar sem hann þótti uppivöðslusamur og hafði lent þar í áflogum við aðra menn á staðnum. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Til allra átta í vetrarbyrjun

SAGT er að vegir liggi til allra átta og stundum virðist sem bílarnir komi hvaðanæva að þegar þeir þjóta um slaufur sístækkandi vegakerfis höfuðborgarinnar. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Tryggir námsmönnum öfluga þjónustu

SAMSTARFSNEFND námsmannahreyfinganna hefur sent frá sér ályktun þar sem ítrekuð er fyrri afstaða varðandi þjónustusamninga hreyfinganna við LÍN. "Samningarnir hafa í gegnum tíðina tryggt námsmönnum öfluga lánasjóðsþjónustu. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Verður að gera RÚV kleift að laga sig að nýjum kröfum

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, segir að það sé ánægjulegt að formaður Framsóknarflokksins taki undir þau sjónarmið að breyta þurfi rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins, en Halldór Ásgrímsson ræddi málefni þess í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag. Sagði hann að framsóknarmenn hefðu talið að ekki kæmi til greina að selja stofnunina, en gera þyrfti ákveðnar grundvallarbreytingar á stjórnskipulagi hennar og losa hana undan flokkspólitísku stjórnvaldi. Meira
7. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Verslun og menning efld

NÝJAR tillögur Richards Abrams frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Bernard Engle miða að því að þétta byggð í miðbæ Hafnarfjarðar og stuðla að því að efla þar verslun og menningu. Meira

Ritstjórnargreinar

7. nóvember 1999 | Leiðarar | 1809 orð

Það er bæði athyglisvert og mikið...

Það er bæði athyglisvert og mikið ánægjuefni, hvað sjálfstraust Íslendinga í viðskiptum á alþjóðavettvangi hefur aukizt mikið á undanförnum árum. Meira

Menning

7. nóvember 1999 | Menningarlíf | 63 orð

Dómkórinn syngur verk eftir Petr Eben

DÓMKÓRINN heldur tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn er nýkominn frá Prag þar sem hann tók þátt í listahátíð sem haldin var til heiðurs tékkneska tónskáldinu Petr Eben. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 352 orð

Eins og persneskur köttur

SILFURREFURINN Richard Gere var valinn kynþokkafyllsti karlmaður ársins 1999 af lesendum bandaríska vikuritsins People. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 472 orð | 1 mynd

Frægðin hefur ekki breytt mér

SÖNGKONAN unga Britney Spears gaf út breiðskífu á dögunum sem ber nafnið ...Baby one more time. Tónlistarferill Britney Spears hófst er hún var átta ára gömul og er hún var fimmtán komst hún á samning hjá Jive-útgáfunni. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 219 orð

Góð myndbönd

7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 364 orð | 4 myndir

Grípandi og skemmtileg lög

BRITNEY Spears er venjuleg unglingsstelpa sem hefur gaman af ástarsögum og litríkum fötum. Hún varð fræg á einni nóttu þegar lagið hennar "Baby one more time" kom út. Meira
7. nóvember 1999 | Myndlist | 461 orð

Hið ertandi hljómfall

Til 21. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
7. nóvember 1999 | Menningarlíf | 255 orð

Hljómmikil og glæsileg rödd

UNNUR Astrid Wilhelmsen sópransöngkona hlýtur afbragðsgóða dóma fyrir frammistöðu sína í óperunni Mannsröddinni - La voix humaine - eftir Francis Poulenc, sem hún flutti nýverið á Bók menntahátíð ársins í Stafangri í Noregi. Meira
7. nóvember 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Hundur í Listaklúbbnum

HLJÓMSVEITIN Hundur í óskilum gerir stuttan stans í Reykjavík og heldur tónleika með útúrdúrum í Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Hljómsveitina skipa þeir Eiríkur Stephensen sem spilar m.a. Meira
7. nóvember 1999 | Myndlist | 539 orð | 2 myndir

Hverfingar um málverk og höggmyndir

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 12 til 18. Til 21. nóvember. Meira
7. nóvember 1999 | Menningarlíf | 42 orð | 1 mynd

Klippimyndir Heiðu Bjarkar í Te og kaffi

NÚ stendur yfir sýning Heiðu Bjarkar Vignisdóttur á klippimyndum í kaffihúsinu Te og kaffi, Laugavegi 27. Myndirnar eru unnar á síðustu tveimur árum. Heiða Björk lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi í Gautaborg. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 111 orð

LETTERMAN framleiðir gamanþætti

DAVID Letterman hefur haft gaman af því að hæðast að NBC-sjónvarpsstöðinni í gegnum tíðina eða síðan hann flutti spjallþætti sína þaðan yfir á CBS árið 1993. Meira
7. nóvember 1999 | Menningarlíf | 100 orð

Nýjar bækur

LITLASYSTIR og Dvergarnir sjö er barnasaga eftir Einar Kárason. Í fréttatilkynningu segir: Einu sinni voru tvær litlar kisur, önnur þeirra var hvít og hlaut nafnið Mjallhvít, ósjálfrátt var svo farið að kalla flekkóttu systur hennar Dvergana sjö. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 79 orð

Susan setur sig í stellingar

SUSAN Egan getur verið kát þessa dagana, en hún fór með eitt aðalhlutverkið í myndinni "Maður aldarinnar" sem leikstýrt er af Adam Abraham. Meira
7. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 211 orð

UMHVERFISSLYS Í NÁTTÚRUPARADÍS?

NÆSTA kvikmynd Leonardos DiCaprio, Ströndin eða "The Beach", verður frumsýnd í febrúar næstkomandi í Bandaríkjunum. Meira

Umræðan

7. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 252 orð

Hvernig má það vera?

ÞESSARAR spurningar spurði vinur minn sem er öryrki. Þessi vinur minn hefur verið veikur í nokkur ár. Hann reyndi að vinna en gat það ekki lengi í einu. Þar kom að að hann varð óvinnufær og var metinn 75% öryrki. Meira
7. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 156 orð

Leiðrétting

Í GREIN minni um það sem mér fannst ofstækisfull viðbrögð við nýjum fréttum um fjárstreymi frá sovéska kommúnistaflokknum til Sósíalistaflokksins, sakaði ég Arnór Hannibalsson um dómgreindarleysi. Meira
7. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 640 orð

Skaðleg áhrif kláms á börn

AÐ GEFNU tilefni viljum við tjá okkur um ýmislegt sem varðar klám og klámiðnað þann er flæðir inn í okkar samfélag. Þetta hefur því miður skilað sér til nemenda okkar og birst á dulbúinn hátt í vinnu þeirra. Meira

Minningargreinar

7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Ásdís Kjartansdóttir

Góð vinkona okkar og fyrrverandi starfsfélagi, Ásdís Kjartansdóttir, er látin. Hún starfaði hjá Happdrætti DAS í 24 ár. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Ásdís Kjartansdóttir

Á morgun verður borin til grafar mágkona mín, Ásdís Kjartansdóttir. Við kynntumst þegar ég giftist bróður hennar, Jóhanni. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Ásdís Kjartansdóttir

Mig langar til þess að kveðja kæra vinkonu og nágranna með örfáum orðum. Um sextán ára skeið bjuggum við í sama húsi en þar bjó Dísa með systrum sínum, þeim Önnu og Sigríði, sem nú eru látnar. Þær voru góðir nágrannar, skemmtilegar og góðviljaðar. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Ásdís Kjartansdóttir

Elsku Dísa frænka, núna ert þú farin frá okkur, dáin og komin til himna. Þessu átti nú enginn von á strax en svo fór sem fór og eitt er víst að minning okkar um þig er ljúf og mun ávallt fylgja okkur gegnum lífið. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 170 orð

Ásdís Kjartansdóttir

Á morgun kveðjum við góða vinkonu og minningar síðustu ára leita á hugann; Dísa sem fylgdist með börnunum okkar vaxa, Dísa sem átti alltaf plástur á sárin, Dísa sem tók oft á móti Alex úr skólanum, Dísa sem las ævintýri fyrir Odd og kenndi Alex og Oddi... Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 155 orð

ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR

7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 273 orð

Ástrún Jónsdóttir

Það var um haustið árið 1941 að ég fór með Sveini bróður mínum norður í land, nánar tiltekið til Sauðárkróks. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 371 orð

Elísabet Kristinsdóttir

Elsku Beta, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Það er stórt skref fyrir 18 ára ungling að flytjast úr foreldrahúsum í ókunnugt umhverfi. Það skref gerðir þú mér léttara. Ég man þegar ég fluttist í hús Blindrafélagsins sumarið 1985, þá 18 ára. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1292 orð

Elísabet Kristinsdóttir

"Vinirnir falla að fold, fækkar í ættarranni" kom í hugann er andlátsfregn Elísabetar Kristinsdóttur barst mér. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 69 orð

Elísabet Kristinsdóttir

Þessi yndislega og góða kona gekk æðrulaus í gegnum lífið og heyrði ég hana aldrei kvarta, þó svo margt hefði á móti blásið, m.a. missti hún móður sína ung að árum og fékk berklasmit í augun og missti sjónina mjög ung. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 306 orð

Elísabet Kristinsdóttir

Mig langar að minnast elskulegrar, fyrrverandi tengdamóður minnar nokkrum orðum. Hún Elísabet Kristinsdóttir var merkileg kona - eiginlega kraftaverk, því betri og elskulegri manneskju er ekki hægt að hugsa sér. Svo var hún líka svo falleg. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 86 orð

ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR

7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 72 orð

Jón Kjartansson

Elsku afi. Takk fyrir að fara svona oft í sund með okkur og leyfa okkur að vera hjá þér í sumar, þá var gaman. Manstu þegar þú fórst í göngutúrinn með okkur, við fórum næstum því upp á mitt Húsavíkurfjall. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 913 orð

Jón Kjartansson

Nýliðið haust var óvenju stillt, milt og hlýtt víða um land. Eiginlega svolítið útlenskt. Okkur reyndist því auðvelt að ákveða að aka norður með mömmu og pabba um miðjan október til þess að fylgja vini okkar til grafar á Húsavík. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 570 orð

Jón Kjartansson

Mágur minn og vinur er allur. Féll í orustu við illskiptin náttúruöflin. Öfl sem hann hafði marga hildi háð við en ávallt haft betur. Þessum þróttmikla þrekmanni og alvana fjalla- og útivistarmanni var greinilega ekki ætluð lengri ævitíð. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 161 orð

Jón Kjartansson

Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var margt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Manstu þegar þú fórst til Ítalíu í sumar og keyptir handa mér stól á hjólið hans pabba svo við gætum hjólað saman? Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 329 orð

Jón Kjartansson

Fyrir tæpum tug ára mynduðum við nokkrir félagar hóp, sem átti það sameiginlegt að búa á Húsavík en eiga rætur að rekja til suðlægari fýlaslóða. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 203 orð

Jón Kjartansson

Elsku afi minn, það er svo undarlegt að koma hingað norður því að nú ertu ekki hér lengur. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 480 orð

Jón Kjartansson

Sá hörmulegi atburður gerðist 26. október sl. að þrír menn, þar af tveir þrautreyndir starfsmenn Landssímans, drukknuðu í Mývatni þar sem þeir höfðu verið við vinnu við erfiðar aðstæður. Einn þessarra manna var Jón Kjartansson, símaverkstjóri á Húsavík. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 222 orð

Jón Kjartansson

Okkur langar til að minnast elskulegs tengdaföður okkar með örfáum orðum. Í einni svipan er eins og fótunum hafi verið kippt undan okkur. Í dagsins önn, þar sem lífið gekk sinn vanagang, leiddum við ekki hugann að því að lífið gæti breyst svo snöggt. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 303 orð

JÓN KJARTANSSON

7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 870 orð

Kristín Þorbergsdóttir

Hún Stína frá Sléttu er dáin. Við, sem komin erum á efri ár, fáum oft að heyra svipaðar setningar þegar vinir og ættingjar hverfa af sjónarsviði þessa lífs. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 773 orð

KRISTÍN ÞORBERGSDÓTTIR

7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 395 orð

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sivertsen

Á sama tíma og Sauðárkrókur skipti yfir í vetrarbúninginn, kvaddi Ásta okkur og hélt til nýrra heimkynna sem ég er viss um að eru skagfirsk á einhvern máta. Lát hennar var kannski ekki óvænt, því heilsan var orðin léleg og árin tæplega 85. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1152 orð

Ragnheiður Böðvarsdóttir

Amma Ragnheiður verður 100 ára næstkomandi sunnudag 7., nóvember. Hún nær með þessum áfanga tímamótum í lífinu, sem fáum hlotnast á sinni lífsgöngu. Ég var skírður í fimmtugsafmæli Ömmu og er hennar fyrsta barnabarn. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 734 orð

RAGNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR

Aldarafmæli, 7. nóvember 1999. Frú Ragnheiður Böðvarsdóttir organisti á hundrað ára afmæli í dag. Dóttir hinna kunnu sæmdarhjóna á Laugarvatni, Laugardal, Árnessýslu, frú Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnússonar, hreppstjóra í áratugi. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Sigríður Einarsdóttir

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinkonu minnar, Sigríðar Einarsdóttur, sem lést 3. október síðastliðinn. Sísí eins og hún var ávallt nefnd af vinum sínum var skorin upp við hjartagalla fyrir sex árum en banamein hennar var kransæðastífla. Meira
7. nóvember 1999 | Minningargreinar | 50 orð

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

Sigríður Einarsdóttir fæddist að Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi 10. janúar 1936. Hún lést 3. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Guðmundsdóttir og Einar Jónsson búendur að Tjörnum og síðar á Bakka í Austur-Landeyjum. Meira

Daglegt líf

7. nóvember 1999 | Ferðalög | 1163 orð

Eins og greifar og greifynjur

Það var hress og kátur átta manna hópur matarklúbbsins "Nammi gott í munninn" sem lagði leið sína til Parísar í sumar. Gísli Sveinsson var í hópnum. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 659 orð

Enn einn skatturinn í Leifsstöð

YFIRSTJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar lagði fyrir skömmu fram erindi þess efnis að komusalur flugstöðvarinnar verði allt að því tvöfaldaður að stærð með nýrri viðbyggingu. Samkvæmt tillögunum á stækkunin að verða að veruleika fyrir næstu sumartíð, en mikil þrengsli skapast í núverandi aðstöðu á helstu álagstímum. Jafnframt fyrirhugaðri stækkun stendur til að taka nýtt fyrirkomulag á farangurskerrum í gagnið, sem felst í því að farþegar reiði ákveðið gjald af hendi fyrir notkun þeirra. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 389 orð

Ferðakaffi opnað að Ingólfshvoli

ÞAÐ AÐ starfrækja saman kaffihús og upplýsingaþjónustu til ferðamanna er nýjung sem sett var í gang síðastliðinn fimmtudag þegar stofnun Ferðakaffis í Ölfushöllinni varð að veruleika. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 854 orð

Fjölhæfur X5 lúxusbíll frá BMW

FJÖLHÆFNI er orðið sem kemur fyrst í hugann þegar lýsa á X5 jeppanum frá BMW með einu orði. Jeppi er kannski ekki alveg rétta orðið því X5 er einkum lúxusbíll með aldrifi, feikn kraftmikilli vél og margháttuðum þægindum, borgarbíll, ferðabíll og bíll fyrir fjallaslóðir en þó ekki hvað sem er í þeim efnum. Fólksbílajeppi eða jeppafólksbíll. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 135 orð

Hvítur sandur við glitrandi Atlantshafið

OLGA Hákonsen tók við rekstri gististaðarins St. Maurice Inn á Hollywood-ströndinni í Suður-Flórída í desember á síðasta ári. Gististaðurinn er nýuppgerður og býður uppá 28 tveggja manna herbergi, stúdíóíbúð með eldunaraðstöðu og tveggja herbergja íbúðir. Aðeins fimmtíu metrar eru út á hreinan hvítan sandinn, en gististaðurinn stendur við strandgötuna. Í stuttu göngufæri eru verslanir og veitingahús. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 857 orð

Í álögum

ÞEIR eru ófáir markaðirnir sem Magni R. Magnússon kaupmaður hefur farið á á ferðum sínum erlendis. "Oftast fer ég einn," segir hann, "en stundum fer konan mín með mér og nýtur lífsins á meðan ég er á mörkuðunum. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 490 orð

Jepparnir í Tókíó

Þótt megináherslan á bílasýningunni í Japan hafi legið á umhverfisvænum bílum og framleiðslubílum fyrir Japansmarkað sáust þar einnig nokkrir spennandi jeppar og jepplingar sem hugsanlega eiga eftir að koma á markað í Evrópu. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 92 orð

Kerala á Indlandi

MÁNUDAGINN 8. nóvember mun Þóra Guðmundsdóttir, leiðsögumaður og arkitekt, halda skuggmyndasýningu og ferðakynningu um Kerlala á Indlandi. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 297 orð

Lítill fjölnotabíll frá DaimlerChrysler

DAIMLERCHRYSLER hefur valið nafn á nýjan fjölnotabíl sem fyrirtækið hyggst setja á markað síðla árs 2001. Bíllinn skal heita Mercedes-Benz Vaneo og verður lítill og fjölhæfur fjölnotabíll. Eins og Opel Zafira tekur Vaneo mest sjö manns í sæti, þ.e. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 182 orð

Miðjarðarhafsmatseld

Það er orðin hefð að koma við á Riz Raz þegar leiðin liggur til Kaupmannahafnar. Við duttum niður á þennan stað af hreinni tilviljun fyrir um 2 árum. Riz Raz er staðsettur á horni Kompagnistræde og Knabrostræde sem er hliðargata út frá Strikinu. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 373 orð

Nýjar hugmyndir í smábílum

DAITHATSU hefur sérhæft sig í framleiðslu á smábílum. Fyrirtækið sýndi tvo athyglisverða smábíla á bílasýningunni í Tókíó. Kopen heitir annar þeirra og er tveggja sæta sportlegur smábíll með 660 rúmsentimetra vél sem minnir dálítið á Audi TT í útliti. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 253 orð

Seldu húsið og bílinn og fluttu til Spánar

Hjónin Helgi Birnir Helgason og Birgitte Bengtson stofnuðu í samstarfi við Subway-keðjuna, veitingastað á Benidorm. Anna Ingólfsdóttirborðaði hjá þeim. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 98 orð

Sjálfskiptur Trooper að koma

ISUZU Trooper jeppinn hefur ekki verið fáanlegur hérlendis með sjálfskiptingu en nú er á leið til landsins sending með sjálfskiptum bílum. Bílheimar hf. Meira
7. nóvember 1999 | Ferðalög | 171 orð

Sólarhringsskemmtun á Times torgi

ÞAÐ verður mikið um dýrðir í New York um aldamótin og búist er við meira en milljón gestum á Times torg en þar standa yfir veisluhöld í sólarhring frá sjö að morgni hins 31. desember og fram til klukkan sjö að morgni daginn eftir. Meira
7. nóvember 1999 | Bílar | 447 orð

Söluaukningin er í takt við kaupmáttarþróunina

VERULEGA hefur hægt á söluaukningu á fólksbílum síðustu mánuði miðað við söluaukninguna eins og hún var á fyrri helmingi ársins. Söluaukningin fyrstu tíu mánuðina er tæp 15% sem er mjög í takt við spá Bílgreinasambandsins fyrir þetta ár. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 1999 | Í dag | 24 orð

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8....

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. nóvember, verður fimmtugur Kristmundur Ásmundsson, læknir, Vallargötu 6, Keflavík. Eiginkona hans er Rannveig Einarsdóttir. Þau eru að... Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 14 orð

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7....

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. nóvember, verður sextugur Jón Rúnar Ragnarsson, Framnesvegi... Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 29 orð

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7....

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. nóvember, verður sextugur Eiður Guðnason sendiherra og fyrrverandi umhverfisráðherra, Kúrlandi 24, Reykjavík. Hann og kona hans, Eygló Helga Haraldsdóttir píanókennari , eru að... Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 25 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 13. febrúar sl. í Krossinum, Hlíðasmára, af Gunnari Þorsteinssyni Eva Lilja Rúnarsdóttir og Jóhann Eyvindsson. Heimili þeirra er að Laufengi 54,... Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 24 orð

Árnað heilla

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 29. maí sl. í Háteigskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Anna Pálsdóttir og Ágúst Benediktsson. Heimili þeirra er í Safamýri 48,... Meira
7. nóvember 1999 | Fastir þættir | 65 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánu- og fimmtudaga kl. 13 í Gullsmára 13. Tuttugu pör mættu í tvímenning fimmtudaginn 4. nóvember. Hannes Alfonsson stýrði keppni. Efst urðu. NS Gunnar Gíslason - Sigurberg Sigurðss. Meira
7. nóvember 1999 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

AÐALTVÍMENNINGUR Bridsfélags Kópavogs fjórða og síðasta umferð aðaltvímennings B.K. var spiluð á fimmtudaginn. Spiluð voru síðustu 24 spilin og er skor efstu para kvöldsins sem hér segir: Sveinn Þorvaldsson - Vilhjálmur Sigurðsson 54 Árni Már Björnss. Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 731 orð

DEIGLAN er vefrit um þjóðmál, sem gefið...

DEIGLAN er vefrit um þjóðmál, sem gefið er út á Netinu - og er slóðin www.deiglan.com. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Borgar Þór Einarsson. Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 53 orð

Í SKUGGANUM STÓÐ ÉG

Í skugganum stóð ég með þverrandi þor, og þegjandi hlóðu sér árin. Þá komstu með óðinn þinn, unaðar vor, svo ólgaði blóðið og - tárin. Og ljósið mér skein, svo ei lengur var kalt, og lækning við meini var fengin. Meira
7. nóvember 1999 | Fastir þættir | 186 orð

Jón biskup Arason

7. nóvember árið 1550 vóru Jón biskup Arason og synir hans tveir hálshöggnir. Stefán Friðbjarnarson fer nokkrum orðum um biskupinn, menningarfrömuðinn og skáldið Jón Arason. Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 499 orð

Safnaðarstarf

Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. Meira
7. nóvember 1999 | Dagbók | 927 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Torben og Dettifoss kom á morgun. Hanseduo kemur og fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Kyndill kemur og fer í dag. Hanseduo kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun kl. 8.30 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Á morgun 8. Meira
7. nóvember 1999 | Fastir þættir | 755 orð

Spurningin um Quebec

Sagan sýnir að þótt Kanadabúar séu yfirleitt frægir fyrir kurteisi og almennilegheit er Quebec kveikiþráðurinn sem getur kviknað í og þá hverfur öll kurteisi á augabragði. Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 232 orð

Við tökum upp þráðinn frá því í gær....

Við tökum upp þráðinn frá því í gær. Austur gefur; allir á hættu. Meira
7. nóvember 1999 | Í dag | 310 orð

Þjóðarsátt

"ÞJÓÐARSÁTT þarf gegn því að verðbólgan fari upp", segir forseti ASÍ. Þetta er allt gott og blessað. Meira

Íþróttir

7. nóvember 1999 | Íþróttir | 1754 orð

Ballið er byrjað

AÐDÁENDUR NBA-körfuboltans geta nú loks tekið gleði sína aftur eftir stutt síðasta keppnistímabil þar sem allt virtist úr samhengi. Leikmenn liðanna áttu erfitt með að átta sig á styttri deildarkeppni sem sett var á eftir verkbann eigenda og ekki bætti úr að Michael Jordan var horfinn og enginn einn leikmaður til að taka við hlutverki hans sem ofurmenni deildarinnar. Chicago Bulls var einnig horfið af sjónarsviðinu sem meistaraefni og því stór eyða til að fylla í. Meira

Sunnudagsblað

7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1161 orð

100 bestu bresku myndirnar

Það kemur líklega fæstum á óvart að Þriðji maðurinn frá árinu 1949 var kjörin besta breska myndin á kvikmyndaöld að sögn Arnaldar Indriðasonar sem skoðaði lista yfir 100 bestu myndir Bretanna. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2336 orð

Að milda kvöl og harm

Séra Páll Pálsson, fyrrum prestur á Bergþórshvoli, hefur þá sérstöðu meðal íslenskra klerka að hafa fyrstur prestvígðra manna snúist frá lúthersku til kaþólsku. Skoðanir hans í trúarefnum bera síst keim þess hringlanda, sem svo víða má sjá í samtíðinni. Ekki gekk Pétri Hafstein Lárussyni það með öllu átakalaust að fá hann í viðtal, - en hafðist þó að lokum. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2116 orð

ALGJÖR HRYLLINGUR

"Það er ekkert að óttast - nema óttann sjálfan," sagði Franklin D. Roosevelt. En það er líka alveg nóg, bætir Árni Þórarinsson við. Hrollvekjur hafa allt frá upphafi kvikmyndagerðar leikið sér að óttanum við óttann - með afar misjöfnum árangri en miklum afköstum. Við aldarlok virðist hrollvekjan í uppsveiflu. Tveir af helstu vinsældasmellum síðustu mánaða eru þeirrar gerðar. En hvað ræður úrslitum um hvort hrollvekja er hrollvekjandi? Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2984 orð

EINU SINNI SÖNGVARI ÁVALLT SÖNGVARI

Guðbergur Auðunsson var um árabil einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Hann er einnig kunnur myndlistarmaður og hefur haldið margar einkasýningar. Guðbergur lærði auglýsingateiknun og starfaði sem auglýsingateiknari í mörg ár. Hann starfar nú sem ráðgjafi varðandi áfengis- og fíkniefnavarnir. Ólafur Ormsson ræddi við Guðberg um ferilinn og eitt og annað minnisstætt frá liðnum árum. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 610 orð

Erfðamengi mannsins

NÝLEGA var haldinn fundur bandarískra og breskra embættismanna á Bermúdaeyjum þar sem komist var að óformlegu samkomulagi um aðgerðir til að hindra að hægt sé að fá einkaleyfi á erfðamengi mannsins eða einhverjum hlutum þess. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1025 orð

Fjölbreyttara úrval og aukin áhersla á þjónustu

TÖLUVERÐAR breytingar eru framundan á starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en um miðjan síðasta mánuð samþykkti stjórn fyrirtækisins tillögur, sem miðast að því auka þjónustu við viðskiptavini og efla þekkingu starfsfólks. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1821 orð

Forvarnir hafa allt að segja

Athygli vakti að leikmenn Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu karla misstu varla úr leik í sumar vegna meiðsla. Þegar grannt er skoðað hefur þetta verið einkennandi fyrir lið sem Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari annast, en hann sagði Steinþóri Guðbjartssyni að hann hefði ekki fundið upp hjólið heldur væri þetta árangur markvissrar þjálfunar sem byggð væri á vísindalegum grunni. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2538 orð

Frá vísindum til viðskipta

Vísindin og viðskiptin deila æ oftar sömu sæng. Vísindamaðurinn, sem hefur fundið lausn á einhverjum vanda, þarf að koma þeirri lausn á framfæri við umheiminn. En hvernig gerir hann það? Hvernig getur hann tryggt að árangur hans skili sér til almennings og hvers þarf að gæta? Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér hvernig þessum málum er háttað hjá einum þekktasta læknaháskóla heims, Johns Hopkins í Baltimore, sem hefur mótað sér skýrar reglur um samband vísinda og viðskipta. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 106 orð

Fræðimannsstyrkir Atlantshafsbandalagsins

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ tilkynnir í auglýsingu í dag að það muni "að venju veita nokkra fræðimannsstyrki" til rannsókna og eru nú styrkir fyrir tímabilið 2000/2002 lausir til umsóknar. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1060 orð

Góðar minningar gleðja hugann

BÓKAKAFLI Komin er út hjá Hörpuútgáfunni bókin Lífsgleði - minningar og frásagnir. Þórir Guðbergsson skráir þar frásagnir fimm Íslendinga, sr. Árna Pálssonar, Herdísar Egilsdóttur, Margrétar Hróbjartsdóttur, Rúriks Haraldssonar og Ævars Jóhannessonar. Hér er gripið niður í frásögn sr. Árna Pálssonar, Góðar minningar gleðja hugann. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 62 orð

GSM í Azerbaídsjan og Rússlandi

VIÐSKIPTAVINIR Símans GSM geta nú notfært sér GSM-þjónustu símafyrirtækisins Bakcell í Azerbaídsjan. Þetta er 116. reikisamningur Símans GSM erlendis og Azerbaídsjan er 58. landið þar sem viðskiptavinir geta notað GSM-símann sinn. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 354 orð

Guðbergur er gæddur óvenju ríkum og fjölþættum hæfileikum

LEITAÐ var álits þriggja manna, sem lengi hafa þekkt Guðberg Auðunsson, á kynnum þeirra af honum. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1860 orð

Í RÓSAGARÐI FROSTA

Með 120 kg sleða í eftirdragi í allt að 55 stiga frosti ætla tveir Íslendingar að ganga til móts við sjálfa sig með því að sigra Norðurpólinn í maíbyrjun á næsta ári. Á 60 daga langri ferð stafar þeim hætta af ísbjörnum, opnum vökum og jafnvel eigin svita á 770 km langri gönguleið, sem framundan er.Örlygur Steinn Sigurjónsson blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari fylgdust með görpunum í æfingaferð á Langjökli í upphafi gormánuðar og fundu smjörþefinn af því sem bíður pólfaranna langt í norðri. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 730 orð

Jagúar á hlemmiskeiði

FÖNKIÐ er með lífseigustu tónlistarformum og blossar upp hvað eftir annað eftir því sem yngri kynslóðir tónlistarmanna uppgötva hversu hressandi er að hleypa á hlemmiskeið í mótaðri snarstefjun. Fönksveitin Jagúar hefur getið sér gott orð fyrir spilamennsku og fjölmarga þyrst í breiðskífu sem kemur loks út á morgun, en í kvöld halda þeir Jagúarmenn útgáfutónleika sína í Íslensku óperunni og sýður eflaust á keipum. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1293 orð

NOTA TÍMANN VEL

Þegar Ragna Pálsdóttir fór til náms í fjölmiðlafræðum í Bandaríkjunum eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1977, tvítug að aldri, þá vissi hún ekki að hún væri raunverulega að fara til búsetu erlendis um langa framtíð. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 133 orð

Nýtt umboðs- og kynningarfyrirtæki stofnað

NÝLEGA var stofnað umboðs- og kynningarfyrirtækið PROMO ehf. Það eru þeir Páll Eyjólfsson og Tómas Tómasson sem standa að fyrirtækinu en þeir eru vel kunnugir íslensku tónlistarlífi, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 3235 orð

Oddvitar í borgarstjórn vilja fyrst byggja í norður

Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað ört síðustu áratugi, og ekkert lát virðist á þeirri þróun hvort sem fólki líkar betur eða verr. Skapti Hallgrímsson skoðaði tillögur samvinnunefndar sveitarfélaganna og ráðgjafa hennar að svæðisskipulagi fyrir næstu 20 ár og ræddi við nokkra sem málið varðar, en einn fylgifiska fólksfjölgunar er vitaskuld sá að sífellt þarf meira land fyrir byggð. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1531 orð

Opinberri fjölmiðlun ekki ofaukið

Í RITGERÐ Halldórs, sem nefnist Dagskráruppgjör opinberra fjölmiðla í Danmörku og á Íslandi, er spurt hvort Ríkisútvarpið uppfylli skyldur um dagskrár, bæði í útvarpi og sjónvarpi, samkvæmt útvarpslögum, og reynt að leita svara við þeirri spurningu. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 230 orð

Ódýrar leigutölvur fyrir láglaunafólk

GORDON BROWN, fjármálaráðherra Bretlands, greindi fyrir helgina frá áætlun bresku ríkisstjórnarinnar um að gera 100.000 fjölskyldum láglaunafólks í landinu kleift að leigja tölvu fyrir aðeins 5 pund á viku, jafnvirði um 600 íslenskra króna. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 523 orð

Ómetanlegt leyfi frá störfum

HALLDÓR er fyrsti einstaklingurinn sem útskrifast úr MA-námi í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu hérlendis. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 686 orð

p og regla heilla talna

SEGJA má með nokkrum sanni að eðlisfræðin sé fyrst og fremst tölfræðileg vísindagrein. Helstu viðfangsefni eðlisfræðinga eru að reikna líkindin fyrir því að eitt eða annað gerist undir ákveðnum kringumstæðum. Þættir umhverfisins hafa mikil áhrif á framgang ferla og iðulega er útilokað að magnsetja þá. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1921 orð

Samvinnan er það sem gildir!

Á Snæfellsnesi er bær einn sem Snorrastaðir heitir. Hans er fyrst getið á söguöld en er þó ekki landnámsjörð. Snorrastaðir eru 1.600 hektarar að stærð og þar er nú rekin ferðaþjónusta auk þess sem þar er hefðbundinn búskapur. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 51 orð

Sendiráðstöku minnst

Um 10.000 námsmenn efndu til göngu í Teheran, höfuðborg Írans, í vikunni til að minnast þess, að þá voru liðin 20 ár frá því þeir lögðu undir sig bandaríska sendiráðið í borginni. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 847 orð

Sjálfskoðun Páls Óskars

Páll Óskar sendi frá sér plötuna Deep Inside Paul Oscar fyrir helgi. Á plötunni fær hann ýmsa tónlistarmenn til liðs við sig, en að sögn var hann langan tíma að byrja að vinna að plötunni og líka ótalmargt sem hélt honum frá hljóðverinu í næstum þrjú ár. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 282 orð

Skipuleg óreiða

MARGIR muna eftir hljómsveitinni Mano Negra sem var í fararbroddi hljómsveita sem bræddu saman vestur-evrópska þjóðlagahefð, suður-ameríska hrynskipan, arabísk stef og grúa hugmynda úr ólíkum áttum. Í skipulega óreiðuna bættu Mano Negra-liðar síðan hápólitískum og háðskum textum sem gerði blönduna enn áhugaverðari. Söngvari Mano Negra var Manu Chao sem sendi frá sér sólóskífu fyrir nokkru. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 495 orð

Snorrastaðir og umhverfi

HAUKUR Sveinbjörnsson er annar bænda á Snorrastöðum og hefur hann búið þar alla sína ævi. Hann er því vel kunnugur öllu umhverfi þar. Hann er vanur að segja ferðamönnum ýmislegt um Snorrastaði og sveitina þar í kring. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 416 orð

Stangaveiðin í ár 23% minni en í fyrra

BRÁÐABIRGÐATÖLUR frá Veiðimálastofnun segja að laxveiði á stöng á Íslandi á síðasta sumri hafi numið um 30.800 löxum, en það er 23% minni veiði en sumarið 1998 og 13% undir meðalveiði áranna 1974-1998. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 222 orð

Veislusmiðjan flytur og tekur við rekstri FÍ-salarins

VEISLUSMIÐJAN ehf. hefur flutt starfsemi sína í rúmgott stóreldhús að Smiðjuvegi 14 í Kópavogi. Á þessum tímamótum hefur fyrirtækið einnig tekið við rekstri veislusalar Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík. Meira
7. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 381 orð

ÞÆR BESTU

Úlfhildur Dagsdóttir: Ég vel Alien því hún sameinar innilokunarkennd, velheppnaðan líkamshrylling og ógnvænlegt umhverfi sem mér finnst tilheyra góðum hrollvekjum. Form hennar og innihald spilar saman. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.