Greinar miðvikudaginn 17. nóvember 1999

Forsíða

17. nóvember 1999 | Forsíða | 109 orð

Aukinn hagvöxtur

STAÐA efnahagsmála í iðnríkjunum er betri en búist hafði verið við og svo virðist sem þau hafi náð að jafna sig á fjármálakreppunni í Asíu, Rússlandi og Brasilíu fyrr en ætla mátti. Meira
17. nóvember 1999 | Forsíða | 99 orð | 1 mynd

Dansað í Grosní

Rússar halda uppi stöðugum árásum á Grosní, höfuðborg Tsjetjsníu, ýmist úr lofti eða með stórskotaliði. Meira
17. nóvember 1999 | Forsíða | 272 orð

Feta sig í átt að friðarsamningi

DEILUAÐILAR á Norður-Írlandi stigu í gær mikilvægt skref í átt til samkomulags, sem rutt getur brautina fyrir samsteypustjórn í héraðinu og samning um afvopnun. Meira
17. nóvember 1999 | Forsíða | 316 orð

Fór með bæn um dauðann áður en þotan tók dýfu

EINHVER fór með bæn eða trúarlegar setningar um dauðann rétt áður en EgyptAir-þotan tók mikla dýfu, sem lauk með því, að hún hrapaði í hafið úti fyrir ströndum Massachusetts í Bandaríkjunum. Meira
17. nóvember 1999 | Forsíða | 200 orð | 1 mynd

"Flauelsbyltingar" minnst

TÉKKAR og Slóvakar minnast þess með hátíðlegum hætti í dag, að tíu ár eru liðin frá því að "flauelsbyltingin" svokallaða batt með friðsamlegum hætti enda á valdatíð kommúnista í Tékkóslóvakíu. Meira

Fréttir

17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 363 orð

Aldraðir taki virkari þátt í eigin málefnum

Hvolsvelli- Málþing um öldrunarmál var haldið á Hvolsvelli föstudaginn 12. nóvember sl. Jón Helgason, formaður árs aldraðra, setti málþingið sem haldið var að frumkvæði samstarfshóps öldrunarnefnda í Rangárþingi í tilefni af ári aldraðra. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Andmælaréttur einstaklinga ekki lögbundinn

SKÝRSLA Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar er metin á Alþingi. Hún er ekki lögð fram hjá Skipulagsstofnun eins og lög um mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir með framkvæmdir sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 853 orð

artur köttur fyrir bíl

eftir Pál Kristin Pálsson. 126 bls. Forlagið. Reykjavík, 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 687 orð

Áfanga náð í smíði varnarstoðar ESB

Á SÖGULEGUM fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra allra Evrópusambandslandanna fimmtán í Brussel á mánudag var stiginn mikilvægur áfangi í þá átt að gera Vestur-Evrópusambandið (VES) að raunverulegum varnararmi Evrópusambandsins (ESB). Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 429 orð

Áhrifin á ferðamennsku á hálendinu ekki skýr

ÁHRIF Fljótsdalsvirkjunar á ferðamennsku eru metin í of þröngu samhengi í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Þetta er mat Einars Torfa Finnssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Björgunarmenn yfirgefa svæðið

BJÖRGUNARMENN sem verið hafa að störfum í Bolu-héraði í Norðvestur-Tyrklandi eru orðnir vondaufir um að fleiri finnist á lífi í rústunum og eru alþjóðlegar hjálparsveitir farnar að tínast til síns heima. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 319 orð

Boðar atkvæðagreiðslu innan sjö mánaða

ABDURRAHMAN WAHID, forseti Indónesíu, sagði í gær að hugsanlegt væri að íbúar í Aceh-héraði fengju að kjósa um framtíð héraðsins innan sjö mánuða. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Campbell við sama heygarðshornið

BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell, sem eitt sinn var sagt upp af umboðsskrifstofu sinni fyrir að vera "dónaleg", bætti ekki orðsporið á stuttum fréttamannafundi í Dubai. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 421 orð

Ekki nógu langt gengið

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að bráðabirgðasamkomulag Bandaríkjastjórnar við þingið, sem gerir henni kleift að greiða hluta af skuldum Bandaríkjanna við SÞ, væri skref í rétta átt. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fengu rúmlega milljarð til ráðstöfunar í fyrra

ÍSLENSKIR söfnunarkassar sf. og Happdrætti Háskóla Íslands höfðu samanlagt til ráðstöfunar 1069 milljónir króna á síðasta ári vegna söfnunarkassa og happdrættisvéla, sem fyrirtækin reka, að frádregnum vinningum og kostnaði. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fer fram á jafnlangan tíma og Illugi

ÚTVARPSRÁÐ frestaði því í gær til næsta fundar að fjalla um beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns um að fá úthlutuðum jafn löngum tíma í útvarpi og Illugi Jökulsson pistlahöfundur hafði þegar hann fjallaði um skjólstæðing Jóns Steinars sem nýlega var sýknaður var af ákæru um kynferðislega misnotkun á dóttur sinni. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fé gefið í fyrsta sinn

STEINGRÍMUR Lárusson, bóndi á Hörglandskoti á Síðu, gaf fé sínu hey í fyrsta skipti á þessum vetri í vikubyrjun. Hann segir að fénu sé gefið óvenju seint núna, enda hafi tíðarfarið verið einstakt undanfarið. Það sé rétt núna farið að frysta. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Fundur um mígreni og lækningajurtir

MÍGRENSAMTÖKIN halda félagsfund í safnaðarheimili Háteigskirkju annað kvöld, fimmtudaginn 18. nóvember, nk. kl. 20. Fyrirlesari er Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Í grasalækningum eru jurtir notaðar til að styðja líkamann, næra hann og græða. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fyrirlestur um fiskveiðar Englendinga við Ísland um aldamótin 1600

HELGI Þorláksson prófessor flytur fyrirlestur fimmtudaginn 18. nóvember í boði Rannsóknaseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands sem nefnist: Langa var það heillin. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 434 orð

Fyrirlestur um ofbeldi í samfélaginu og fjölskyldunni

OPINN fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði, Háskóla Íslands, verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 17.15 í stofu 101, Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Marjorie A. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fyrirlestur um snjóflóðahættu í Neskaupstað

HARPA Grímsdóttir, landfræðingur á Veðurstofu Íslands, heldur fyrirlestur í kvöld, miðvikudaginn 17. nóvember, á vegum Félags landfræðinga þar sem hún mun segja frá BS-ritgerð sinni er heitir Viðhorf og viðbrögð við ofanflóðahættu í Neskaupstað. Einnig mun hún segja lítillega frá því starfi sem unnið hefur verið í snjóflóðamálum frá árinu 1995 og hver staða þeirra mála er í dag. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fyrirlestur um viðtalstækni

HJÓNIN Allen og Mary Bradford Ivey halda fyrirlestur í Odda, stofu 101, fimmtudagskvöldið 18. nóvember kl. 20. Titill fyrirlestrarins er: Færni í viðtalstækni - kenningar og fjölmenning. Allen Ivey er prófessor við Háskólann í Massachusetts. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Gagnasöfnun vegna Geysisstofu

EFTIRLÝSTIR eru þeir sem eiga í fórum sínum gamlar myndir, upptökur, greinar, bréf, sögur eða annað er varðar Geysi í Haukadal, svæðið þar í kring og gestakomur í fortíð og nútíð. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Geysissvæðinu við uppbyggingu á menningar- og þjónustumiðstöð. Þeir sem kunna að eiga eða vita um gögn sem nýtast í því starfi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Má Sigurðsson á Hótel Geysi eða ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 485 orð

Hald lagt á 30 kg af hassi í stórfelldu fíkniefnamáli

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði þrjá Íslendinga á fertugsaldri í gæsluvarðhald í gærkvöld vegna rannsóknar á nýju stórfelldu fíkniefnamáli. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Háskólafyrirlestur um þriðju leið Jospin

ÉRIC Aeschimann, blaðamaður á stjórnmáladeild franska dagblaðsins Libération flytur fyrirlestur í boði heimspekideildar föstudaginn 19. nóvember kl. 16.15 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Heilsaði með handabandi á kosningafundi

FASTEIGNAJÖFURINN Donald Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Umbótaflokksins í Bandaríkjunum, hóf kosningabaráttu sína með því að brjóta eina af grundvallarreglum sínum - að heilsa ekki fólki með handabandi. Meira
17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 31 orð

Hestamannafélagið Geysir 50 ára

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Geysir, sem heldur upp á 50 ára afmæli í ár, efnir til afmælisfagnaðar 27. nóvember nk. Fagnaðurinn fer fram að Laugalandi í Holta- og Landsveit. Veislustjóri er Halldóra Þorvarðardóttir frá... Meira
17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 221 orð | 1 mynd

Húshitunarkostnaður lækkar um helming

Drangsnesi- Hitaveituframkvæmdum sem unnið var að á Drangsnesi í sumar er lokið fyrir nokkru. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir sumarsins eru 12 milljónir og er þá heildarkostnaður hitaveitunnar með borunum og öllu kominn í 19 milljónir. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Íslendingum fjölgar við Sultartanga

ÍSLENSKUM málmiðnaðarmönnum verður fjölgað við Sultartangavirkjun í kjölfar kröfu Vinnumálastofnunar þess efnis. Í dag eiga þrír Íslendingar að hefja þar störf og eftir helgi bætast fjórir í hópinn. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

JC heiðrar félaga ársins í heiminum

Á HEIMSÞINGI JC hreyfingarinnar sem fram fór í Cannes í Frakklandi dagana 5.-13. nóv, var Rósa Kristín Benediktsdóttir félagi í JC Nesi, Íslandi, útnefnd "Member of the Year" eða félagi ársins 1999. Junior Chamber International telur yfir 250. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Jólakort SPOEX komin út

SPOEX - Samtök psoriasis- og exemsjúklinga eru 27 ára samtök sem hafa um árabil gefið út jólakort sem sína aðaltekjuöflun. Jólakortin í ár eru prentuð eftir tveimur myndum sem listamaðurinn Þórunn Guðmundsdóttir hefur gefið samtökunum. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Kjarnaúrgangi mótmælt

NORRÆNA umhverfisráðherranefndin sendi umhverfisráðherra Bretlands, Michael Meacher, bréf í síðustu viku þar sem hvatt er til að Bretar láti af losun kjarnaúrgangs. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Konur í meirihluta á vaktinni

KONUR voru í meirihluta á vaktinni hjá lögreglunni á Ísafirði sl. laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags, eða þrjár af fimm lögreglumönnum á vakt. Að sögn Önundar Jónssonar yfirlögregluþjóns er ekki vitað til að slíkt hafi áður átt sér stað. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kvöldganga með ströndinni

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, með strönd Seltjarnarnesbæjar. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Kynna á erlendum ráðherrum sérstöðu Íslands

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt til í ríkisstjórn að áhersla verði lögð á að kynna sérstöðu Íslands fyrir ráðherrum þeirra 173 ríkja sem að Kyoto-bókuninni standa. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kynningarfundur Al-Anon-samtakanna

OPINN afmælis- og kynningarfundur Al-Anon-samtakanna verður fimmtudaginn 18. nóvember í Bústaðakirkju og hefst kl. 20.30. Á fundinum segja fjórir Al-Anon-félagar sögu sína og einn félagi í AA-samtökunum. Kaffi að fundi loknum. Allir velkomnir. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 526 orð

Langir biðlistar eftir 21 þúsund króna hátíðarkvöldverði

Í tilefni af því að Reykjavík er ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000 verður efnt til hátíðarkvöldverðar í Perlunni á gamlárskvöld, þar sem meðal annars kórinn Raddir Evrópu kemur fram ásamt Björk og Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur. Meira
17. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Lesið úr ljóðum Jónasar

BÖRNIN í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit héldu Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í gær. Viðamikil dagskrá var í íþróttahúsi skólans þar sem börnin sungu nokkur lög, sýndu leikrit og lásu upp auk þess sem sýndar voru litskyggnur, m.a. Meira
17. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Ljóðakvöld á Sigurhæðum á Akureyri

AÐALSTEINN Svanur Sigfússon, skáld og myndlistarmaður, verður gestur á ljóðakvöldi í Sigurhæðum - Húsi skáldsins í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. nóvember. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 631 orð

Ljóð í flösku

DAGUR íslenskrar tungu var í gær og héldu fjölmargir grunnskólar daginn hátíðlegan með ýmsum hætti. Í Rimaskóla tóku nemendur upp á því nýmæli að bjóða gestum og gangandi að lesa fyrir þá ljóð sem þeir geymdu í plastflösku um hálsinn. Meira
17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 560 orð

Lukka sett út þegar hitinn fyrir austan fór í 23 gráður

Blönduósi- "Vonandi verður veturinn ekki erfiður en það læðist að mér grunur að annað verði upp á teningnum," sagði Jón R. Haraldsson, bóndi í Gautsdal, í spjalli við fréttaritara Morgunblaðsins í lok síðasta hlýindakafla. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Lögformlegt umhverfismat myndi ekkert nýtt leiða í ljós

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður um þingsályktunartillögu á Alþingi í gær, þess efnis að Alþingi lýsti yfir stuðningi við að haldið yrði áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun, að lögformlegt umhverfismat myndi ekkert nýtt leiða í ljós. Umhverfismat hefði þegar farið fram og kvaðst hann sannfærður um að framkvæmdin myndi koma öllum landsmönnum til góða. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Lögreglan í Moskvu féll á prófinu

LÖGREGLAN í Moskvu fékk óþægilegan skell á dögunum, þegar rússneska innanríkisráðuneytið gerði út leynilega sérsveit til að kanna viðbragðsflýti hennar vegna hugsanlegra hryðjuverka. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 96 orð

Málssókn hafin gegn Frökkum

FRANSKA stjórnin tilkynnti í gær, að hún hefði gert "bráðabirgðasamkomulag" við Breta um að afnema bann við innflutningi bresks nautakjöts. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Málstofa í umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor HÍ

MÁLSTOFA í umhverfis- og byggingaverkfræðiskor Háskóla Íslands verður haldin fimmtudaginn 18. nóvember kl. 16 í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands (VR-II), á jarðhæð, gengið inn frá Hjarðarhaga. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 10 orð

Með Morgunblaðinu í dag er dreift...

Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Vöku-Helgafelli, "Jól... Meira
17. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 565 orð

Miðstöð á Gleráreyrum stórskemmir miðbæinn

RAGNAR Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sagði minnisleysi hafa heltekið Vilborgu Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa og formann skipulagsnefndar Akureyrar, þegar hún tali um að ekki hafi fengist stuðningur við þær hugmyndir að slíta ekki nýja... Meira
17. nóvember 1999 | Miðopna | 2904 orð

MJÚK LENDING EFTIR MIKLAR SVIPTINGAR

Fjárfestarnir 26 að 51% eignarhlut ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, hafa staðgreitt söluverðið og reitt fram samtals rúma 9,7 milljarða kr., sem er söluverð bréfanna á genginu 2,8. Ómar Friðriksson rekur þær miklu sviptingar sem áttu sér stað í aðdraganda sölunnar. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Niðurstöður nýrra íslenskra rannsókna kynntar

NIÐURSTÖÐUR nýrra íslenskra líffræðirannsókna verða kynntar í 93 fyrirlestrum á afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum, dagana 18. til 20. nóvember. Meira
17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 298 orð

Níu hæða fjölbýlishús reist í Grindavík

Grindavík- Það hrökkva líklega einhverjir í kút þegar þeir heyra að til standi að byggja níu hæða fjölbýlishús í Grindavík þar sem hæstu íbúðarhúsin eru nú þriggja hæða. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Nýr dómari við Héraðsdóm Suðurlands

DÓMS- og kirkjumálaráðherra skipaði 10. nóvember Ingveldi Einarsdóttur til þess að vera héraðsdómari án fasts sætis, en fyrsta starfsstöð dómarans verður Héraðsdómur Suðurlands. Embættið er veitt frá 10. nóvember 1999 að telja. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð

Ólögleg lyf stöðvuð í tolli nánast daglega

Lyfjaeftirlit ríkisins þarf að hafa afskipti af lyfjasendingum frá erlendum netverslunum allt að því á hverjum degi. Þetta kom fram í máli Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur, forstöðumanns lyfjaeftirlitsins, á 5. ráðstefnu Lyfjahóps Samtaka verslunarinnar. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 721 orð

Persson segir aðild Svía að EMU óhjákvæmilega

Göran Persson, forsætisráðherra Svía, var óvenju jákvæður í garð sænskrar aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, í viðtali við Financial Times á mánudaginn. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 204 orð

Pólitísk stjórnun verði styrkt

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist geta séð fyrir sér verulega fækkun á nefndum borgarinnar og að þær verði milli sjö og tíu í stað tuttugu. Borgarstjóri sagði að stjórnkerfisnefnd ynni með það að leiðarljósi að styrkja pólitíska stjórnkerfið. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 987 orð

"Orðið Íslendingur þýðir allt fyrir okkur"

DAGUR íslenskrar tungu var í gær haldinn hátíðlegur í fjórða sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Ráðstefna um ungbarnaeftirlit

BARNADEILD Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur heldur í dag, miðvikudag, ráðstefnu þar sem fjallað er um heilbrigði ungbarna og kvenna. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum, sal 1-3, og hefst kl. 8:30 með afhendingu ráðstefnugagna. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur við ungbarna- og smábarnavernd og öðrum þeim sem áhuga hafa. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Briggs

RÍKISLÖGMAÐUR lagði í gær fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli því sem Bretinn Kio Briggs hefur höfðað gegn ríkinu fyrir að hafa sætt frelsissviptingu í tæpt ár á meðan rannsókn og dómsmeðferð fór fram á máli hans hér á landi. Meira
17. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Ræðir list sína og feril í Listasafninu á Akureyri

ÞORVALDUR Þorsteinsson heldur fyrirlestur um list sína og feril í Listasafninu á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. nóvember, og hefst hann kl. 21. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sameining við leikskólakennara undirbúin

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var kjörinn formaður nýrra heildarsamtaka kennara undir nafni Kennarasambandsins á stofnfundi samtakanna á laugardag og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, var kjörin varaformaður. Þá samþykkti fundurinn að hefja undirbúning þess að Félag leikskólakennara gæti sameinast Kennarasambandinu, en niðurstaða í þeim efnum mun þó ekki liggja fyrr fyrr en á árinu 2001. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Samfylking leggur fram breytingartillögu

ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi breytingartillögu við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 305 orð

Samþykkt að bjóða út lóðir í Grafarholti

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt að hluta tillögu um útboð á lóðum í Grafarholtshverfi. Jafnframt var samþykkt að fresta afgreiðslu á einum lið tillögunnar ásamt breytingatillögu minnihluta sjálfstæðismanna um að verð á lóðum fyrir félagslegt og sérhæft húsnæði yrði miðað við gatnagerðargjald. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Skipun í embætti héraðsdýralækna

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað í eftirtalin embætti héraðsdýralækna til næstu fimm ára frá 1. desember 1999 á eftirfarandi hátt: Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Skora á stjórnvöld að hvika ekki frá stóriðjuáformum

STJÓRNARMENN Samtakanna Afls fyrir Austurland afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Finni Ingólfssyni iðnaðar- og viðskiptaráðherra yfirlýsingu 2. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð

Starfsmannafélag ríkisstofnana 60 ára

Í DAG eru liðin 60 ár frá stofnun Starfsmannafélags ríkisstofnana. Í félaginu eru nú um 4.700 manns. Jens Andrésson, formaður FSR, segir að byrjað hafi verið að fagna afmælisárinu í júní sl. þegar SFR stóð fyrir skemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 373 orð

Svartsýni í viðræðum um skaðabótasjóð

NÝ LOTA samningaviðræðna vegna stofnunar skaðabótasjóðs til handa fólki sem neytt var til vinnu í Þýzkalandi á dögum síðari heimsstyrjaldar hófst í Bonn í gær. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 1005 orð | 1 mynd

Taka mikla áhættu með því að opna markaðinn

VIÐSKIPTASAMNINGUR Kína og Bandaríkjanna, sem var undirritaður í fyrradag, getur rutt brautina fyrir aðild Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Tekinn með 15 kíló af kókaíni

ÍSLENDINGUR á fertugsaldri, sem búsettur er hér á landi, var handtekinn á Schiphol-flugvelli í Amsterdam fyrir rúmri viku með um 15 kg af kókaíni í fórum sínum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 553 orð

Tíðni bakteríunnar allt að 48% á einu búanna

LAGT er til í skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisráðherra um könnun á útbreiðslu Campylobacter, að frá og með næsta ári megi tíðni bakteríunnar í kjúklingum í eldishópum á hverju kjúklingabúi ekki vera meiri en 10%. Meira
17. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 170 orð

Tuttugu Falun Gong-meðlimir handteknir

TUTTUGU kínverskir meðlimir í andlegu hreyfingunni Falun Gong, sem hefur verið bönnuð í Kína, voru í gær handteknir á Torgi hins himneska friðar í Peking, þar sem þeir sátu í hljóðri hugleiðslu. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 4215 orð

Tækifæri til að byggja upp öflugan þéttbýliskjarna á Austurlandi

Umræða stóð á Alþingi linnulítið frá kl. 10.30 til 22 um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að halda skuli áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun.Davíð Logi Sigurðsson og Arna Schramfylgdust með fyrri umræðu tillögunnar en henni verður fram haldið í dag. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Umferð beint upp á Arnarnesveg

EKKI verður ráðist í framkvæmdir við nýja vegtengingu frá Hafnarfjarðarvegi og inn í Smára- og Lindahverfi í Kópavogi fyrr en í fyrsta lagi árið 2007 til 2010, en á því tímabili hyggst Vegagerðin eyða u.þ.b. 1 milljarði króna í framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Þórarin Hjaltason, bæjarverkfræðing Kópavogsbæjar, en hann sagði að í aðalskipulagi Kópavogsbæjar væri gert ráð fyrir vinstri beygju af Hafnarfjarðarvegi að Lindahverfi. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Umræðum lýkur ekki á þinginu

ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarfokksins, segir að umræðu um Fljótsdalsvirkjun verði síður en svo lokið jafnvel þótt samþykkt verði á Alþingi að ráðast í virkjunina án þess að formlegt mat á umhverfisáhrifum fari fram. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 27 orð

Ungur tónlistarmaður

GUNNHILDUR Birgisdóttir, tæplega 9 ára, bíður fyrir utan Salinn í Kópavogi eftir að verða sótt. Sellóið tekur í og því getur verið erfitt að bera það langar... Meira
17. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 81 orð

Útiganga vantar af fjalli

Ólafsvík-Útigöngukolla, gimbrin sem gekk úti í Mýrarhyrnu veturinn 1997-98 er nú sú ein kinda í fjallinu, ásamt lömbum sínum tveim. Hún virðist geta farið að vild ofan í hættulegasta stallinn, Sauðgirðingar, og komist þaðan aftur. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Varar við sölu léttvíns í stórmörkuðum

STJÓRN Landssambandsins gegn áfengisbölinu hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Vefsíður og tölvupóstur á GSM

SÍMINN GSM hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu í samstarfi við Vísi.is og Flugleiðir-Icelandair. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landsímanum, segir að nýja þjónustan, sem er kölluð VIT, valdi í senn byltingu í notagildi GSM-síma og opni nýjar víddir í fjölmiðlun og ferðaþjónustu. Þjónustan verður ókeypis til áramóta og hún er opin þeim sem eiga nýjustu gerðir GSM-síma. Frá og með áramótum kostar hver beiðni um upplýsingar 14 krónur. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1307 orð

Vegvísir inn í framtíðina

Á morgun hefst ráðstefna um Líffræðirannsóknir á Íslandi og stendur hún í þrjá daga. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Yfirlýsing frá sr. Gunnari Björnssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti í Holti í Önundarfirði: Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Yfirmaður starfsmannadeildar RSP

ERNA Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hefur verið ráðin yfirmaður nýrrar starfsmannadeildar Ríkisspítala. Þessi nýja deild heyrir í skipuriti undir forstjóra og framkvæmdastjóra. Deildin hefur meðal annars það hlutverk að annast meðferð og túlkun kjarasamninga og eiga samskipti við stéttarfélög. Starfsmannadeild hefur einnig með höndum stefnumótun, skipulagningu og samhæfingu starfsmannamála. Meira
17. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Þörf á alþjóðlegum aðgerðum gegn glæpum

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra tók í gær þátt í fyrsta fundi kven-dómsmálaráðherra heimsins í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 1999 | Staksteinar | 426 orð

Berlínarmúrinn og félagafrelsi

VEF-ÞJÓÐVILJINN fjallar þriðjudaginn 9. nóvember um fall Berlínarmúrsins og síðan um félagafrelsi. Meira

Menning

17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Allt á útsölu í Óperunni

Buttercup heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld. Er það í tilefni af útgáfu geisladisksins Allt á útsölu og hefjast tónleikarnir kl. 22. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 539 orð

Ashkenazy reisir Tékknesku sinfóníuhljómsveitina við

PRAG er óvéfengjanlega ein mesta menningarborg Evrópu, og það er ekki síst tónlistin sem hefur unnið borginni þann sess. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Björk stenst tímans tönn

Björk er á meðal þeirra sem eiga níutíu bestu breiðskífur níunda áratugarins, að mati tónlistartímaritsins Q . Valdar eru tíu bestu breiðskífur hvers árs og á Björk eina af þeim bestu árið 1993 Debut . Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 383 orð | 1 mynd

Bók um bjór

The Beer Companion, handbók um bjór eftir Stephen Snyder. Apple gefur út. 256 síður með mörgum myndum. Kostaði 2.650 í Máli og menningu. Meira
17. nóvember 1999 | Bókmenntir | 443 orð | 1 mynd

Eðli guðdómsins

Ritstjóri: Michael D. Coogan. Höfundur: Ýmsir. Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir. Útgefandi: Mál og menning. Stærð: 288 blaðsíður. Verð: 5.980 kr. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 868 orð | 7 myndir

Ekki hægt án áhorfenda

ÞAÐ ER ekki laust við að andrúmsloftið hafi verið spennu þrungið í Borgarleikhúsinu áður en Edduverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar voru veitt í fyrsta sinn. Meira
17. nóvember 1999 | Tónlist | 533 orð

Ellen læðist um með vöskum sveinum

Ellen Kristjánsdóttir söngur, Eyþór Gunnarsson píanó og slagverk, Guðmundur Pétursson gítar og Tómas R. Einarsson kontrabassa. Sunnudagskvöldið 7.11. 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 308 orð | 1 mynd

Fara tölvur til himna?

"101 Philosophy Problems", Martin Cohen. 213 bls. Routledge, London, 1999. 11,99 dollarar hja Amazon.com netbokum. Meira
17. nóvember 1999 | Leiklist | 247 orð

Forsmekkur hamingjunnar

eftir Anton Tsjekhov. Í þýðingu Eyvinds Erlendssonar. Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir. Hljóð: Guðmundur Reynir Kristinsson. Ljós: Arnar Ingvarsson. Förðun: Nanna K. Vilhelmsdóttir. Leikendur: Birgitta Birgisdóttir, Jenný Ingudóttir. Ásta S. Sturludóttir, Magnús Guðmundsson, Þórður Bjarnason, Helgi R. Þórisson, Unnar M. Sigurbjörnsson, Sara Bjargardóttir, Hjalti Rögnvaldsson. Frumsýning 15.11. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 215 orð | 2 myndir

Gaman að fást við ljóðin

UM HELGINA var frumflutt söngskemmtunin Meira fyrir eyrað "Best að borða ljóð" í Þjóðleikhúsinu. Þar voru flutt lög Jóhann G. Jóhannssonar tónlistarstjóra leikhússins sem hann hefur samið við ljóð Þórarins Eldjárns. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Hljóðklúbbur fyrir börn

HLJÓÐKLÚBBUR barnanna er nýr klúbbur fyrir börn sem býður börnum hlustunarefni á geislaplötum og hljóðsnældum. Einu sinni í mánði fá félagar að fylgjast með ævintýrum hundanna Trausts og Tryggs og vina þeirra í Rakkavík. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Ida Davidsen áritar bók sína

IDA Davidsen, höfundur Smurbrauðsbókarinnar, verður í bókaversluninni Eymundsson við Austurstræti nk. fimmtudag kl. 16-18 og áritar bók sína. Það er PP forlagið sem gefur bókina... Meira
17. nóvember 1999 | Myndlist | 328 orð | 2 myndir

Karíus og Baktus teknir til bæna

Til 3. des. Opið daglega frá kl. 9:30-23:30, en sunnudaga frá kl. 14-23:30. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Kidman dansar á Moulin Rouge

TÖKUM á kvikmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Moulin Rouge, með Nicole Kidman og Ewan McGregor í aðalhlutverkum, hefur verið frestað um tvær vikur til þess að Kidman geti jafnað sig eftir að hafa rifbeinsbrotnað við æfingar. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Landslagsmyndir í Pakkhúsinu

MYNDLISTARMAÐURINN Sæmundur Gunnarsson opnar málverkasýningu í sal Myndlistarfélagsins, Svarta Pakkhúsinu við Hafnargötu 2, Keflavík á laugardag. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

Lester er látinn en Roscoe lifir

Lester Bowie: The great pretender. Lester Bowie trompet, Hamiet Bluiett barrýtonsaxófón, Donald Smith píanó og orgel, Fred Williams bassa, Philip Wilson trommur og Fontilla Bass og David Peaston söngur. Hljóðritun frá 1981. ECM/Japis 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 579 orð | 1 mynd

Lyst og list

Ritstjórn Pernille Plaetner Palle Smed, 206 síður, 33 myndlýsingar. Danskar kr. 250. Bókaforlagið Bröndum/Grafik, Nansensgade 43 1366 Kaupmannahöfn K. 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Tónlist | 811 orð

Norðurljósaleikur

Musiqua antiqua og sönghópurinn Gríma fluttu söngva og dansa frá endurreisnartíð. Sunnudagskvöld kl. 20.00. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Nornin Blair flýgur hæst

NORNAVERKEFNIÐ Blair eða "The Blair Witch Project" fer beint í efsta sæti listans yfir mest sóttu myndir á Íslandi um síðustu helgi. Meira
17. nóvember 1999 | Tónlist | 764 orð

Ómþýð Aldubáran

Færeyski kammerhópurinn Aldubáran flutti tónlist eftir Sunleif Rasmussen. Sunnudag kl. 16.00. Meira
17. nóvember 1999 | Bókmenntir | 726 orð | 1 mynd

Saga sem leynir á sér

eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Mál og menning 1999, 136 bls. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 193 orð

Sebök látinn

UNGVERSKI píanóleikarinn György Sebök lést á heimili sínu í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir stutta sjúkdómslegu, 77 ára að aldri. Sebök fæddist í Ungverjalandi 1922 og í heimalandi sínu hóf hann ungur tónlistarnám. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 248 orð | 1 mynd

Semur um ástir sínar til kvenna

STELLA Haux og félagar halda útgáfutónleika á Grand rokk í kvöld. "Ég er gamall trúbador sem var í verkalýðspólitík í gamla daga og söng þá stundum á 1. maí samkomum eins og gengur," segir hún hæversklega. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Sigurborg Stefánsdóttir sýnir í Man

NÚ stendur yfir sýning á málverkum og klippimyndum Sigurborgar Stefánsdóttur í Listasal Man á Skólavörðustíg 14. Sigurborg er fædd 1959 og stundaði nám hjá H.Cr. Meira
17. nóvember 1999 | Skólar/Menntun | 1128 orð | 3 myndir

Skólinn er hjarta sveitarinnar

KJÓSARHREPPUR rekur eigin grunnskóla fyrir fyrsta til sjöunda bekk, Ásgarðsskóla. Meira
17. nóvember 1999 | Bókmenntir | 580 orð | 2 myndir

Sómafólk

Gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason söfnuðu efni og ritstýrðu. Káputeikning: Kristinn G. Jóhannsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar 1999. - 183 síður. Meira
17. nóvember 1999 | Bókmenntir | 853 orð | 1 mynd

Svartur köttur fyrir bíl

eftir Pál Kristin Pálsson. 126 bls. Forlagið. Reykjavík, 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Bókmenntir | 650 orð

Svipmót fortíðar og samtíðar

Endurminningar sérþjónustuprests eftir Jón Bjarman. 322 bls. Bókaútg. Hólar. Prentun: Oddi hf. Akureyri, 1999. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Sýning iðnhönnuða í Listakoti

NÚ stendur yfir sýning hollenskra iðnhönnuða í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Á sýningunni eru nytjahlutir og nytjalist, mikið unnið með endurvinnslu og/eða hlutir teknir úr eðlilegri notkun og gefið nýtt hlutverk, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Teiknimynd á toppnum

BÍÓGESTIR í Bandaríkjunum gátu valið um margar nýjar myndir í kvikmyndahúsum um síðustu helgi en þegar allt kom til alls var það teiknimyndin Pokemon: The First Movie sem náði mestum vinsældum og trónir á toppi bandaríska kvikmyndalistans. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 823 orð | 3 myndir

Töfrar Harry Potter

Hún var örlagarík lestarferðin milli Edinborgar og London snemma árs 1993. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Veðjað á Britney

POPPSTJARNAN Britney Spears fylgdi evrópsku MTV-verðlaununum eftir með því að koma fram í sjónvarpsþættinum Veðjaðu eða "Wetten Dass" í Berlín. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 136 orð

Verðlaunahafar Eddunnar árið 1999

Bíómynd ársins: Úngfrúin góða og húsið. Leikstjórn og handrit: Guðný Halldórsdóttir. Framleiðendur: Halldór Þorgeirsson fyrir Umba og Snorri Þórisson fyri Pegasus. Besta leikna sjónvarpsefnið: Fóstbræður. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Meira
17. nóvember 1999 | Menningarlíf | 47 orð

Þórunn Valdimarsdóttir les á Súfistanum

Á SÚFISTANUM, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi, verður dagskrá helguð Þórunni Valdimarsdóttur og útgáfu bókar hennar Stúlka með fingur í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Meira
17. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 724 orð

Þróun án fórna

Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, fjórða geislaplata hljómsveitarinnar Maus. Maus eru Birgir Örn Steinarsson, Daníel Þorsteinsson, Eggert Gíslason og Páll Ragnar Pálsson. Lög og útsetningar eru eftir hljómsveitarmeðlimi en Birgir Örn semur alla texta. Platan var tekin upp í ýmsum hljóðverum frá júlí til september á þessu ári. Páll Borg hljóðblandaði. Sproti gefur út en Skífan dreifir. Meira

Umræðan

17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 907 orð

Að níðast á barni

Eftir Njörð P. Njarðvík Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 913 orð

Ekki til höfuðs neinum

Það búa engar aðrar hvatir að baki Nýja bókafélaginu, segir Jakob F. Ásgeirsson, en að gefa út vandaðar bækur sem geti stuðlað að hispurslausri og frjórri umræðu. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 605 orð

Enn um mál Eðvalds Hinrikssonar

Með því að hefja rannsókn á glæpum Eðvalds Hinrikssonar, segir Efraim Zuroff, hafnaði Hallvarður Einvarðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, greinilega að taka yfirlýsingu eistneska utanríkisráðuneytisins sem fullgilda. Meira
17. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 767 orð

Fyrirgefðu Edda Björgvinsdóttir

ÉG veit að ég á það kannski ekki skilið að þú fyrirgefir mér en ég bið þig þó að hafa í huga að ég er bara venjulegur Íslendingur sem hefur gaman af því að fara í leikhús en ekki alvöru gagnrýnandi sem hefur vit á því hvernig eigi að meta leikrit. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Húrra fyrir Heimdalli

Þeir komast að þeirri niðurstöðu, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, að ein mikilvægasta ástæðan sé "sú staðreynd náttúrunnar að konur verða að ganga með börn," Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Hvað er atvinnulífsfræði?

Markmið atvinnulífsfræðinnar, segir Arna Guðlaug Einarsdóttir , er að veita nemendum undirstöðuþekkingu. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 922 orð

Nokkur orð um virkjanir og stóriðju

Er ekki kominn tími til að beisla þessa orku? spyr Kristján Kristjánsson. Er ekki nóg að hafa horft á hana renna óbeislaða til sjávar síðastliðin 1000 ár? Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 529 orð

Samhjálp kvenna 20 ára

Hjálparstarfið felst í því, segir Lovísa Einarsdóttir, að miðla af persónulegri reynslu og reyna með því móti að auðvelda konunum að takast á við vandamálin. Meira
17. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 188 orð

Takk fyrir mig, Reykjalundur

MÉR er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir þá góðu umönnun sem ég fékk frá Reykjalundi. Það var lítil og brotin sál sem kom inn á Reykjalund í byrjun október. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Um veiðieftirlit og veiðimál - síðari hluti

Hægt er, segir Þorfinnur Snorrason, að blekkja menn til lags við lygina. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Vandmeðfarinn eggjandi dans

Ég tel vafalaust út frá lögfræðilegum forsendum, segir Skúli Thoroddsen, að sveitarstjórn Reykjanesbæjar sé enn stætt á að hafna umbeðnu leyfi. Meira
17. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 306 orð

Vestur-íslenskt fólk leitar að ættingjum sínum

AFI og amma föður míns fluttust frá Íslandi 1876. Það hefur verið draumur föður míns að heimsækja land forfeðra sinna. Meira
17. nóvember 1999 | Aðsent efni | 957 orð

Vísvitandi misskilningur?

Mér sýnist sem svo, segir Arnljótur Bjarki Bergsson, að hagur nýbúa sé betur tryggður ef þeir tali íslensku. Meira

Minningargreinar

17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

ANTON BJÖRN FERNANDO

Anton Björn Fernando fæddist 3. apríl 1977 í Reykjavík. Hann lést 4. nóvember sl. Útför Antons Björns fór fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 12. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 328 orð | 1 mynd

ARNHEIÐUR INGA ELÍASDÓTTIR

Arnheiður Inga Elíasdóttir var fædd 28. júní 1924 á Oddhóli, Rangárvöllum. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóvember sl. Útför Arnheiðar fór fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 2377 orð | 1 mynd

AXEL JÓHANNESSON

Axel Jóhannesson fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 30. apríl 1918. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Árnason, bóndi á Gunnarsstöðum, f. 18.6. 1890, d. 25.2. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1046 orð | 1 mynd

EGILL ÓLAFSSON

Egill Ólafsson var fæddur 14. október 1925. Hann lést 25. október síðastliðinn. Útför Egils fór fram frá Sauðlauksdalskirkju laugardaginn 6. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 3710 orð | 1 mynd

EIRÍKUR TRYGGVASON

Eiríkur Heiðar Tryggvason múrarameistari fæddist í Reykjavík 5. desember 1944. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Eiríks eru Fanney Þorsteinsdóttir frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, f. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 175 orð | 1 mynd

EYÞÓR STEFÁNSSON

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nóvember sl. Útför Eyþórs var gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

FANNAR BJARKI ÓLAFSSON

Fannar Bjarki Ólafsson fæddist 6. janúar 1993. Hann andaðist á Barnaspítala Hringsins aðfaranótt miðvikudagsins 3. nóvember. Útför Fannars Bjarka fór fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 707 orð | 1 mynd

INDRIÐI NÍELSSON

Indriði Níelsson fæddist á Valshamri í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, 30. ágúst 1913. Hann lést á Landspítalanum 4. nóvember sl. Útför Indriða fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 307 orð | 1 mynd

JÓNA SIGRÚN JENSDÓTTIR

Jóna Sigrún Jensdóttir fæddist í Þaralátursfirði N-Ísafjarðarsýslu 28. febrúar 1916. Hún lést þann 9. nóvember 1999. Útför Jónu Sigrúnar fór fram frá Siglufjarðarkirkju 16. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1729 orð | 1 mynd

JÓN INGVI KRISTINSSON

Jón Ingvi Kristinsson var fæddur 24. febrúar 1933. Hann lést 30. október á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Jóns fór fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 82 orð | 1 mynd

STEINDÓR BERG GUNNARSSON

Steindór Berg Gunnarsson var fæddur 12. október 1935. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 30. október síðastliðinn. Útför Steindórs fór fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 244 orð | 1 mynd

TRYGGVI TÓMASSON

Tryggvi Tómasson fæddist 14. apríl 1928 á Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Hann lést á Ljósheimum, Selfossi, 5. nóvember sl. Útför Tryggva fór fram frá Selfosskirkju laugardaginn 13. nóvember sl. Meira
17. nóvember 1999 | Minningargreinar | 861 orð | 1 mynd

ÆVAR H. ÍSBERG

Ævar H. Ísberg fæddist að Möðrufelli í Eyjafirði 30. apríl 1931. Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni 3. nóvember sl. Útför Ævars var gerð frá Digraneskirkju 12. nóvember sl. Meira

Viðskipti

17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 384 orð

1,4% atvinnuleysi í október

Atvinnuleysi mældist 1,4% í október samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunarinnar yfir ástandið í atvinnumálum landsmanna. Meðal kvenna var atvinnuleysið 2,1% en 0,9% hjá körlum. Voru 1.891 skráður atvinnulaus, 681 karl og 1.210 konur. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Athugasemdir við ummæli forsætisráðherra

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Kaupþingi hf.: "Í umræðum um einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á Alþingi í gær komu fram fullyrðingar í máli forsætisráðherra sem nauðsynlegt er að gera athugasemdir við. 1. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Evrópsk bréf hækka fyrir fund um vexti

LOKAGENGI evrópskta verðbréfa hækkaði í gær, staða jens veiktist og bjartsýni gætti í Wall Street fyrir fund bandaríska seðlabankans um vaxtamál. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Flugherir fái minna pláss

FRAMKVÆMDASTJÓRI samgöngumála hjá ESB, Loyola de Palacio, hefur lýst þeirri skoðun sinni að minnka þyrfti þau svæði í háloftunum sem frátekin eru fyrir flugheri Evrópusambandslanda. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Gucci kaupir YSL

ÍTALSKA munaðarvörukeðjan Gucci hefur keypt Yves Saint Laurent hátískuhúsið í Frakklandi fyrir um 72 milljarða króna, og er það fyrsta fjárfesting Gucci í öðru tískufyrirtæki utan Ítalíu. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Hækkuðu auglýsingaverði mótmælt

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér mótmæli vegna stórhækkaðs verðs á auglýsingum í fjölmiðlum fram til áramóta. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Markaðssetning á DVD-margmiðlunartækni í Evrópu

ÍSLENSKA margmiðlunarfyrirtækið Pedup gerði nýlega samning við taívanska tæknifyrirtækið Golden Card Multimedia. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 90 orð

SAAB kaupir keppinaut

SAAB landvarnatæknifyrirtækið í Svíþjóð ætlar að kaupa keppinautinn Celsius fyrir fimm milljarða sænskra króna eða 179 krónur á hlutabréf. Tilboðið nýtur stuðnings tveggja helztu eigenda hlutabréfa í SAAB, Investors og British Aerospace, sem á 35% hlut. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 294 orð | 1 mynd

Samskiptin auðvelduð með iPulse búnaðinum

SÍMINN Internet mun á næstunni bjóða í tilraunaskyni samskiptagáttina iPulse sem fyrirtækin Ericsson og Oz.com hafa þróað. Búnaðinum er ætlað að auðvelda samskipti netnotenda. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Skjálfti á bandarískum hlutabréfamarkaði

VONIR manna um að breska FTSE 100 vísitalan mundi eiga enn einn metdaginn í gær, urðu að engu vegna áhrifa stórfyrirtækisins Vodafone AirTouch til lækkunar á vísitölunni. Við lok dags nam lækkun hennar 39,8 stigum eða 0,6% og endaði hún því í 6. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 383 orð | 1 mynd

Verksmiðja keypt í Álasundi í Noregi

HAGNAÐUR Sæplast-samstæðunnar nam um 26 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins eftir reiknaða skatta, samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri. Tekjur samstæðunnar, sem samanstendur af Sæplasti hf. Meira
17. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Vodafone mun gera nýtt tilboð í Mannesmann

VERÐ bréfa í brezka fjarskiptarisanum Vodafone AirTouch Plc hefur lækkað um rúmlega sex pens og fyrirtækið hefur heitið því að gera annað tilboð í Mannesmann AG í Þýzkalandi. Meira

Fastir þættir

17. nóvember 1999 | Í dag | 30 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 17. nóvember, verður sextug Fjóla Stefánsdóttir, Vesturbergi 120. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í kvöld kl. 20 í Sem húsinu, Sléttuvegi 3,... Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 25 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 17. nóvember, verður áttræður Aðalsteinn P. Maack, fyrrverandi forstöðumaður byggingaeftirlits ríkisins, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Hann verður að heiman í... Meira
17. nóvember 1999 | Dagbók | 0 orð

APÓTEK...

APÓTEK Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 365 orð

Ást og kærleikur

VEGNA skrifa um minningargreinar undanfarið langar mig til þess að koma á framfæri, að mörgum finnst ekki við hæfi að það sé verið að rita sendibréf til hins látna. Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Beirút í Líbanon 19. júní Rina Harfouche og Oddur Thorarensen. Heimili þeirra er í... Meira
17. nóvember 1999 | Fastir þættir | 976 orð

Byrjaður á fljúgandi stökkskiptingu og stefnir lengra

Löngum hafa verið skiptar skoðanir um það hversu góða samleið íslenski hesturinn og fimiæfingar eiga. Á það þó sérstaklega við um það sem kallað er hádressur og Íslandshestamenn reyndu lengi vel að apa eftir að hluta. Meira
17. nóvember 1999 | Fastir þættir | 846 orð

Edda litla Óskarsdóttir

Við getum verið ánægð með það framtak að búið er að stofna til kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna. Vonandi halda þau velli og vonandi verður hægt að veita þau árlega í öllum flokkum án þess að alla tiltæka rafta þurfi á sjó að draga í hvert sinn. Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 174 orð

Gaulverjabæjarkirkja 90 ára

SUNNUDAGINN 21. nóvember næstkomandi verður þess minnst að Gaulverjabæjarkirkja er 90 ára. Kirkjan var vígð hinn 21. nóvember árið 1909. Síðan hefur hún hlotið margháttaðar endurbætur og jafnan verið sveitarprýði. Meira
17. nóvember 1999 | Fastir þættir | 475 orð

Hestar/fólk

SIGURÐUR Sigurðarson, sem valinn var knapi ársins á síðasta ári, er að ganga frá kaupum á jörðinni Þjóðólfshaga í Holtahreppi. Kaupir hann jörðina í félagi við Sigurð V. Ragnarsson í Keflavík og Friðdóru Friðriksdóttur . Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 447 orð

NOKKUR umræða verður á hverju hausti...

NOKKUR umræða verður á hverju hausti um gagnsemi negldra hjólbarða og stendur sá tími einmitt yfir núna. Víkverji hefur um árabil hneigst að því að forðast nagladekk undir ökutæki sínu. Meira
17. nóvember 1999 | Dagbók | 681 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss og Nordheim koma í dag. Lagarfoss og fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli kemur í dag. Lagarfoss og Hvítanes fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sólvallagötu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun miðvikudaga frá kl. Meira
17. nóvember 1999 | Í dag | 69 orð

UPPTÍNINGUR

Tálið margt þó teflum við, tjáir vart að flýja. Veiku hjarta veitir frið vorið bjarta, hlýja. Strýkur glóey grösin smá geislalófa þýðum. Lautir, flóar litkast þá. Leysir snjó úr hlíðum. Þröstur hátt með kátum klið kveður þrátt í runna. Meira
17. nóvember 1999 | Fastir þættir | 182 orð

Verðlaunahús Sigurbjörns opnað

VERÐLAUNAHÚS Sigurbjörns Bárðarsonar, sem hefur að geyma verðlaunasafn hans, var opnað formlega á föstudag. Verðlaunagripir sem Sigurbjörn hefur unnið til á rúmum þremur áratugum eru vel á þriðja þúsund enda hefur hann verið afar sigursæll á löngum... Meira

Íþróttir

17. nóvember 1999 | Íþróttir | 49 orð

ARNE Erlandsen , þjálfari Lilleström, hefur...

ARNE Erlandsen , þjálfari Lilleström, hefur verið orðaður við sænska liðið Malmö FF, sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir nokkrum vikum. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 191 orð

Auðun til reynslu hjá Portsmouth

Auðun Helgason, leikmaður Viking í Stavangri, er til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Portsmouth. Auðun æfði með aðalliði félagsins í gær og leikur æfingaleik með varaliði þess gegn Swindon í dag. Portsmouth er í 15. sæti í 1. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 111 orð

Beckham ætlar að stríða Skotum

DAVID Beckham, leikmaður Manchester United, segist hafa leikið af meiri varkárni en venjulega í fyrri leiknum gegn Skotum til þess að forðast að fá áminningu. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 328 orð

BJARKI Gunnlaugsson skoraði eitt mark fyrir...

BJARKI Gunnlaugsson skoraði eitt mark fyrir varalið Preston sem tapaði 4:2 fyrir varaliði Port Vale á mánudag. Bjarka hefur ekki tekist að komast í byrjunarlið félagsins, sem hefur gengið vel á tímabilinu. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 457 orð

Ekkert kom á óvart

GUÐJÓN Þórðarson hitti nýja lærisveina sína í Stoke City á fundi á Britannia-leikvanginum í gærmorgun fyrir fyrstu æfingu sína sem knattspyrnustjóri félagsins. Leikmenn aðal- og varaliðsins voru kallaðir á fundinn og æfinguna - ríflega þrjátíu leikmenn. "Skilaboð mín til leikmanna voru stutt og skýr; staðan er svona, ég er tekinn við stjórn liðsins og er kominn til að vera. Ég undirstrikaði mikilvægi þess að menn ynnu saman í þágu félagsins," sagði Guðjón við Morgunblaðið. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 418 orð

Félagið hefur gott af nýju blóði

KRISTJÁN Sigurðsson, atvinnumaður hjá Stoke City, segir spennandi tíma framundan hjá knattspyrnufélaginu í kjölfar yfirtöku islenskra fjárfesta. "Mér líst mjög vel á þetta, Guðjón Þórðarson hefur getið sér mjög gott orð og það verður spennandi að taka þátt í þessu," segir leikmaðurinn ungi, sem er yngri bróðir landsliðsmannsins Lárusar Orra sem lengi lék með Stoke City en var nýlega seldur til West Bromwich Albion í 1. deild. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 66 orð

Friðrik Ingi fór ekki til Frakklands

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, annar þjálfara Reykjanessúrvalssins í Korac-keppninni, fór ekki með til Frakklands þar sem hann vildi sinna skyldum sínum sem landsliðsþjálfari, en Íslendingar halda utan til Úkraínu á sunnudag til leiks við heimamenn í... Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 303 orð

Grindavík komst í 32:0 gegn Hamri

Hvað getur maður sagt? Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 128 orð

Guðjón fetar í fótspor Keegans

GUÐJÓN Þórðarson hyggst feta í fótspor Kevins Keegans, þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu og fyrirrennara hans, með því að þjálfa lærisveina sína í einhverri glæsilegustu aðstöðu á Englandi - svæðum enska knattspyrnusambandsins í Lilleshall Guðjón... Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 774 orð

Heillaspor fyrir Stoke

TVÆR gamlar knattspyrnukempur í Stoke hafa ólíkar skoðanir á starfslokum Gary Megsons og ráðningu Guðjóns Þórðarsonar í hans stað. Um yfirtökuna sjálfa er ekki deilt, en markvörðurinn heimsfrægi, Gordon Banks, er þó miklu jákvæðari en félagi hans, Terry Conroy, sem vill ekki sjá Stoke City breytast í uppeldisstöð fyrir íslenska knattspyrnumenn. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 161 orð

HERBERT Arnarson gerði 19 stig fyrir...

HERBERT Arnarson gerði 19 stig fyrir Donar Groningen sem vann Landstede Zwolle 78:62 í hollensku 1. deildinni í körfuknattleik. Donar hefur gengið vel að undanförnu og er í 7. sæti deildarinnar. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 501 orð

KR-ingar andstæðingum sínum áhyggjuefni

ÖLLUM ætti nú að vera ljóst að KR-ingar duttu ekki einfaldlega niður á góðan dag er þeir fóru illa með Grindvíkinga í úrvalsdeildinni á dögunum. Það sönnuðu þeir er þeir endurtóku leikinn gegn Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vesturbæjarliðið vann sérlega sannfærandi sigur á heimamönnum, 85:63. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 66 orð

Leikheimild komin fyrir Geir

Valsmenn hafa fengið leikheimild fyrir Geir Sveinsson, þjálfara liðsins, frá þýska handknattleikssambandinu. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 166 orð

Lokauppgjörið verður á Wembley

ENGLENDINGAR og Skotar hafa ríka knattspyrnuhefð að baki og ávallt mikið í húfi þegar þjóðirnar mætast. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 127 orð

Lokeren vill ólmt fá Ríkharð

BELGÍSKA knattspyrnuliðið Lokeren hefur sent fyrirspurn til forsvarsmanna Vikings um hve háa fjárhæð félagið vill fá fyrir hann. Ríkharður er staddur hjá þýska 1. deildarliðinu Hamburger Sport Verein til viðræðna við ráðamenn félagsins. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 111 orð

Megson kærir uppsögnina

GARY Megson, sem var rekinn frá Stoke þegar Guðjón Þórðarson tók við um helgina, ætlar að kæra uppsögnina. Hann hefur til þess samþykki knattspyrnustjórafélagsins enska og hefur formaður þess, John Barnwell, stutt Megson í þessu máli. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 319 orð

Nærri allt þarf að ganga upp í Nancy

Sameinað körfuknattleikslið Keflavíkur og Njarðvíkur, ÍRB, í Evrópukeppni, etur kappi við franska liðið Nancy í lokaumferð riðlakeppni Korac-bikarsins í Frakklandi í dag. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 92 orð

Ólafur æfir með FH

ÓLAFUR Adolfsson, varnarjaxlinn stóri og stæðilegi sem lék nokkur ár með Skagamönnum og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim 1996, hefur mætt á æfingar hjá FH-ingum að undanförnu. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 74 orð

Páll til liðs við Eyjamenn

PÁLL Guðmundsson, einn miðvallarleikmanna Leifturs undanfarin ár, hefur gengið til liðs við knattspyrnulið ÍBV og hefur undirritað samning um að leika með liðinu nstu tvö ár. Páll hefur verið lykilmaður í liði Leifturs undanfarin ár. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 66 orð

"Faxi" lengur hjá Kiel

SÆNKSA vinstrihandarskyttan, Staffan "Faxi" Olsson, hefur ákveðið að feta í fótspor landa síns, Magnus Vislander, og framlengja samning sinn við þýska meistaraliðið Kiel til loka leiktíðarinnar vorið 2001. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 149 orð

Samningur Guðjóns til fimm ára

SAMNINGUR Guðjóns Þórðarsonar sem knattspyrnustjóra Stoke City er til fimm ára og tók gildi sl. laugardag. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 335 orð

Skallagrímur vann í nágrannaslag Leikur Skallagríms...

Skallagrímur vann í nágrannaslag Leikur Skallagríms og ÍA í Borgarnesi í gærkvöldi var fjörlega leikinn og hart var barist. Staðan í hálfleik var 35:29 en lokatölur urðu 81:66. "Við verðum að vinna leikinn. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 89 orð

Skotar minnast úrslitanna fyrir hálfri öld

SKOTAR hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni við Englendinga um EM-sætið þrátt fyrir að hafa tapað heimaleiknum, 2:0. Þeir minna á að árið 1949, eða fyrir 50 árum unnu Skotar 3:1 á Wembley. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 455 orð

Stjarnan skellti FH í Kaplakrika

"VIÐ vorum ekki klárir í slaginn - vorum eins og smábörn í höndunum á þeim," sagði Guðmundur Pedersen, leikmaður FH, eftir 24:35-tap fyrir FH í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í Kaplakrika í gærkvöldi. Leikurinn var mjög ójafn - annað liðið lék á als oddi en varla stóð steinn yfir steini hjá hinu og FH, sem lék í bikarúrslitum í fyrra, er úr leik. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 716 orð

Stockton tók af skarið

MEISTARAR San Antonio Spurs urðu að láta í minni pokann er þeir héldu til viðureignar við Utah Jazz í Salt Lake City í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 144 orð

Sverrir aðstoðar Bjarna hjá Fylki

SVERRIR Sverrisson hefur gert tveggja ára samning við Fylki um að vera leikmaður og aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar, en Fylkir vann sér sæti í efstu deild knattspyrnunnar í haust. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 126 orð

Tilboð í Rúnar var lagt fram

FULLTRÚAR enska knattspyrnuliðsins Stoke, héldu í gær til Noregs þar sem þeir áttu fund með kollegum sínum hjá Lillestrøm. Þar var lagt formlegt kauptilboð fram í Rúnar Kristinsson, en hann er einn þeirra leikmanna sem hafa verið undir smásjánni hjá Guðjóni Þórðarsyni, knattspyrnustjóra Stoke. Ekki hafði svar borist við tilboðinu í gærkvöldi en reiknað er með að svar berist í dag og forráðamenn Lillestrøm gangi að því. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 154 orð

Þrír á leið frá Keflavík

KRISTINN Guðbrandsson, sem var fyrirliði Keflavíkur í knattspyrnu á síðasta sumri, ætlar ekki að leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Þá hafa Karl Finnbogason og Georg Birgisson tilkynnt stjórn knattspyrnudeildar að þeir vilji söðla um. Meira
17. nóvember 1999 | Íþróttir | 29 orð

ÆGIR Gunnarsson, leikmaður Hamars í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er með slitin krossbönd í hné og leikur væntanlega ekki me

KRISTINN Albertsson körfuknattleiksdómari er orðinn leikjahæsti dómari landsins. Hann dæmdi 383. leik sinn í gærkvöldi er Haukar og KR-ingar áttust við, en Jón Otti Ólafsson hefur dæmt einum leik... Meira

Úr verinu

17. nóvember 1999 | Úr verinu | 130 orð | 1 mynd

ARON LENGDUR Í PÓLLANDI

HÚSVÍSKA skipið Aron ÞH 105 kom í síðustu viku til heimahafnar eftir að hafa verið í Stettin í Póllandi í tæpa þrjá mánuði þar sem skipið var lengt um 1,5 metra aftan við brú og var þar byggt yfir svo þar skapaðist mjög góð vinnuaðstaða fyrir skipverja. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 475 orð

Ágæt byrjun í Djúpinu

RÆKJUVEIÐI í Ísafjarðardjúpi hófst um síðustu mánaðamót og hefur farið ágætlega af stað. Hátt í 30 bátar hafa leyfi til veiða á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi og er upphafskvótinn 650 tonn en á heildarafli á síðasta tímabili varð um 1. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 309 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 37 orð | 1 mynd

BIRNA RÁN AÐ LANDA

BIRNA Rán Tryggvadóttir er ein margra kvenháseta, sem róið hafa frá Tálknafirði síðastliðið sumar og hafa staðið sig með prýði. Birna Rán var á Þórhöllu BA 144 og er hún hér að landa úr bátnum eftir einn... Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 129 orð

Bretar auka kaup á mjöli

INNFLUTNINGUR Breta á fiskimjöli og lýsi hefur aukizt lítillega á þessu ári. Fyrstu sjö mánuði ársins nam þessi innflutningur um 178.000 tonnum, sem er nálægt 7.000 tonnum meira en árið áður. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 131 orð

Bretar kaupa ýsu og kola héðan

BRETAR er sólgnir í ýsuna og fer hún meðal annars í þjóðarréttinn fisk og franskar. Þeir flytja að jafnaði verulegt magn inn enda dugir afli þeirra eigin báta úr Norðursjó hvergi. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 20 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Sjóf.Löndunarst. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 633 orð

FFSÍ vill lagfæringu á göllum kvótakerfisins

ÞING Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem var haldið á Grand Hótel Reykjavík, samþykkti margar ályktanir um öryggismál, mennta- og atvinnuréttindamál, kjara- og atvinnumál, stjórn fiskveiða, sjávarútvegsmál og fjarskiptamál auk þess sem það sendi... Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 124 orð | 1 mynd

Fimm nýir í stjórn FFSÍ

FIMM nýir menn voru kjörnir í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á þingi þess á Grand Hóteli Reykjavík í nýliðinni viku. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 1710 orð | 1 mynd

Hlær með prjónana í eigin sólskinslandi

Þegar Perla Hafsteinsdóttir stóð vart út úr hnefa ætlaði hún sér að verða sjómaður þegar hún yrði stór. Fæðingin var erfið en draumurinn varð loks að veruleika fyrir fjórum árum. Hins vegar ætlar hún sér ekki að vera á sjónum til frambúðar eins og fram kemur í samtali við Steinþór Guðbjartsson og stefnir að því að fara í land fyrir fullt og allt í ágúst á næsta ári. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 10 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 305 orð

Krefjast mikillar hækkunar kauptryggingar

VÉLSTJÓRAR krefjast verulegrar hækkunar kauptrygginar í næstu kjarasamningum og að Alþingi komi þegar í stað í veg fyrir óeðlilegt fjárstreymi út úr íslenskum sjávarútvegi. Þetta kemur fram í ályktunum Vélstjóraþings sem lauk sl. helgi. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 965 orð

Miklir erfiðleikar framundan í norskum sjávarútvegi

HRUN þorskstofnsins í Barentshafi á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í norskum sjávarútvegi enda er ljóst, að víða verður hætt allri fiskvinnslu og jafnvel útgerð á sumum stöðum. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 714 orð

Ratvísi laxins alveg einstök

RANNSÓKN á hæfni laxa til rötunar hefur skilað nýjum og áhugaverðum upplýsingum. Rannsóknin var gerð í byrjun júlí sl. og unnin af Jóhannesi Sturlaugssyni á Veiðimálstofnun, með tilstyrk frá mælimerkjaframleiðandanum Stjörnu-Odda, í samstarfi við hafbeitarstöðina Hvurslax í Hraunsfirði og skipverja á togaranum Klakki SH frá Grundarfirði. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 210 orð

Reisa ísverksmiðju á Grundarfirði

TIL stendur að koma á fót ísverksmiðju í Grundarfirði og er þegar búið að safna hlutafé fyrir 30 milljónir króna eins og að var stefnt. Engin ísverksmiðja er á svæðinu en þörfin er mikil til að sinna ísfiskflotanum og fiskvinnsluhúsunum. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 133 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 328 orð

Seiðarek til Grænlands gæti skilað sér á Íslandsmið

TÖLUVERT seiðarek hefur verið frá hrygningarstöðvum þorsksins fyrir Suðurlandi yfir til Grænlands undanfarin tvö haust. Sjór hefur nú hlýnað nokkuð við Grænland og lífslíkur seiðanna því talsverðar en seiði sem borist hafa frá Íslandi til Grænlands hafa oft skilað sér í stórum stíl til hrygningar hér við land. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 129 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 71 orð

SKARKOLI er einnig eftirsóttur í Bretlandi...

SKARKOLI er einnig eftirsóttur í Bretlandi og að liðnum sjö mánuðum á þessu ári nam sá innflutningur um 4.200 tonnum, sem er lítilsháttar aukning. Bretar kaupa ríflega helminginn af öllum þessum kola héðan frá Íslandi eða 2.360 tonn. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 370 orð

Umbúðamiðlun kaupir 5.000 ker af Borgarplasti

Nýlega undirritaði Umbúðamiðlun saming við Borgarplast hf. um kaup á 5.000 fiskikerum af gerðinni 460. Um 80% keranna verða afhent fyrir áramót og verður keraeign Umbúðamiðlunar þá orðin rúmlega 20 þúsund ker og fyrirtækið þar með orðið langstærsti eigandi einangraðra kera á Íslandi og jafnvel í heiminum. Alls hefur Umbúðamiðlun keypt 8.400 ker á þessu ári - öll af Borgarplasti hf og nú er svo komið að 75% af öllum kerum Umbúðamiðlunar eru framleidd af Borgarplasti. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 1137 orð | 1 mynd

Útlit fyrir mun minna framboð af Rússafiski

FRAMBOÐ af Rússafiski mun að öllum líkindum dragast saman hérlendis vegna samdráttar í aflaheimildum í Barentshafi á næsta ári. Þá þykir ljóst að möguleikar Íslendinga á að kaupa aflaheimildir í Barentshafi minnka til muna. Aftur á móti benda menn á að með minnkandi þorskveiði í Barentshafi geti skapast aukið svigrúm fyrir íslenskar þorskafurðir á mörkuðum. Meira
17. nóvember 1999 | Úr verinu | 131 orð | 2 myndir

Þau starfa hjá Granda

TVEIR starfsmanna Granda hf. eru kynntir í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins: Pétur Ingi Ágústsson er vaktstjóri hjá Faxamjöli og sér þar um almennt viðhald á vélum og tækjum. Meira

Barnablað

17. nóvember 1999 | Barnablað | 120 orð

GÚNDA LANGAR Í VÉL

Handagúndavél og ekkert minna! er ný bók fyrir yngri börnin eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í ár eru liðin 25 ár síðan fyrsta barnabók hennar kom út. Gúndi litli er tíu mánaða snáði sem býr í sveit. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.