SKÓLI framtíðarinnar þarf að vera í húsnæði sem býður upp á sveigjanlegt umhverfi, þannig til dæmis að eldri nemendur geti haft sitt skrifborð, þar sem þeir geta unnið hver fyrir sig, auk aðstöðu til hópvinnu og miðrýmis þar sem stærri hópar geta komið saman. Þá mun skólasafnið verða "hjarta" skólans, þar sem tölvuaðstaða verður fyrir hendi, nettengingar og annað slíkt, sem gefur möguleika til nýtingar upplýsingatækninnar við kennslu.
Meira