Greinar föstudaginn 19. nóvember 1999

Forsíða

19. nóvember 1999 | Forsíða | 102 orð | 1 mynd

Flóð á Nýja-Sjálandi

FLÓÐIN sem gengið hafa yfir Suðureyju á Nýja-Sjálandi voru í rénun í gær, og gátu flestir þeirra 350 manna sem neyðst höfðu til að yfirgefa heimili sín snúið aftur. Meira
19. nóvember 1999 | Forsíða | 144 orð

Livingstone í kjöri

BRESKI Verkamannaflokkurinn tilkynnti í gær að Ken Livingstone yrði meðal þeirra sem verða í kjöri í atkvæðagreiðslu kjörmannaráðs, sem velur frambjóðanda flokksins fyrir borgarstjórakosningarnar í London á næsta ári. Meira
19. nóvember 1999 | Forsíða | 430 orð | 3 myndir

Málamiðlun náðist um þátt ÖSE í Tsjetsjníu

RÚSSAR og Vesturlönd komust í gærkvöldi að málamiðlun um afskipti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu af átökunum í Tsjetsjníu, eftir að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði yfirgefið fund ÖSE í Istanbúl í fússi. Meira
19. nóvember 1999 | Forsíða | 230 orð | 1 mynd

Mitchell segir frið í augsýn á N-Írlandi

GEORGE Mitchell, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sem miðlað hefur málum milli lýðveldissinna og sambandssinna, sagði í gær að friður væri loks í augsýn á Norður-Írlandi, eftir að ofbeldi og vantraust hefðu ráðið ríkjum um aldir. Meira
19. nóvember 1999 | Forsíða | 120 orð | 1 mynd

Þriðji maðurinn sakfelldur

KVIÐDÓMUR í smábænum Jasper í Texas komst í gær að þeirri niðurstöðu að Shawn Berry, 24 ára hvítur Texasbúi, væri sekur um aðild að hrottalegu morði á blökkumanni árið 1998. Meira

Fréttir

19. nóvember 1999 | Miðopna | 1159 orð

43 með nýtt afbrigði af Kreutzfeldt-Jacobs

DR. Ástríður Pálsdóttir fjallaði á ráðstefnu um líffræðisrannsóknir um svokölluð prion-smitefni sem valda sjúkdómum á borð við riðu í sauðfé, kúariðu, Kreutzfeldt-Jacobs sjúkdómi í mönnum og fleiri skyldum sjúkdómum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Aðalfundur Umhverfissamtaka Íslands

AÐALFUNDUR Umhverfissamtaka Íslands verður haldinn laugardaginn 20. nóvember í Norræna húsinu og hefst kl. 10. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Afsökunarbeiðni vegna ályktunar

STJÓRNARMENN í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ályktunar sem samþykkt var í síðustu viku um íslenskukennslu nýbúa. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 684 orð

Andstaða við að banna nektardansstaði

ÞAÐ er ekki rétt að banna nektardansstaði á Íslandi, um það voru allir sem héldu framsögu á umræðufundi SUS um starfsemi nektardansstaða sammála. Elsa B. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Aukið samstarf við Íra

ÍRSKUR ráðherra, Michael Woods, sem fer með málefni hafsins og náttúruauðlinda, var í opinberri heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra 14.-16. nóvember. Auk funda um sjávarútvegsmál átti ráðherrann fund með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra um öryggismál og fleiri málaflokka er heyra undir samgönguráðuneytið. Heimsótti ráðherrann m.a. Hafrannsóknastofnunina, Fiskistofu og Siglingastofnun Íslands og kynnti sér starfsemi þeirra. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 504 orð

Ákærði viðstaddur verknaðinn en neitaði aðild

RÉTTARHÖLDUM í máli Shawns Berry, 24 ára gamals Texasbúa, lauk í gær með því að kviðdómur sakelldi hann fyrir aðild að morði á tæplega fimmtugum blökkumanni sumarið 1998. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Árlegur basar Hrafnistu í Hafnarfirði

HEIMILISFÓLK á Hrafnistu í Hafnarfirði vinnur þessa dagana ötullega að undirbúningi á árlegum basar sem haldinn verður laugardaginn 20. nóvember nk. Á basarnum gefur að líta fjölbreytta og skemmtilega handavinnu heimilisfólksins. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

Basar Félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ

FÉLAGSSTARF aldraðra í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu laugardaginn 20. nóvember kl. 13.30-16.30 í íbúðum aldraðra Hlaðhömrum 2. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Ber hróður Íslendinga langt

RÓSU Kristínu Benediktsdóttur, félaga í JC Nesi á Íslandi, hefur verið afhent viðurkenning sem "Félagi ársins 1999" í hinni alþjóðlegu Junior Chamber hreyfingu. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 501 orð

Brún svín í fyrsta skipti flutt til landsins

NORSK kynbótasvín verða flutt með flugi til landsins í dag og fara í Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey. Um er að ræða 28 svín af þremur svínakynjum, meðal annars af brúna Duroc-svínakyninu sem ekki hefur áður verið flutt hingað til... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Býr sig undir Evrópumót í uppstoppun

Laxamýri- Evrópumót í uppstoppun verður haldið í París í júnímánuði á næsta ári og er þegar hafinn undirbúningur þeirra sem þangað fara. Haraldur Ólafsson, uppstoppari á Akureyri, er einn þeirra sem ætla að taka þátt í keppninni. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 404 orð

Bætur fyrir að selja kvóta frá skipi

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo fyrrverandi stjórnarmenn í útgerðarfyrirtæki til að greiða Glitni hf. tæpar 3,7 milljónir, auk dráttarvaxta frá apríl 1996. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Darraðarljóð og írsk örlög

HERMANN Pálsson, prófessor í Edinborg, flytur fyrirlestur um Darraðarljóð og írsk örlög í Háskólanum á Akureyri, stofu 16, í Þingvallastræti 23 á morgun, laugardaginn 20. nóvember, og hefst hann kl. 14. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 533 orð

Deilt um aðild háskóla

VIÐRÆÐUR aðila um stofnun félags um rekstur Tækniskólans og síðan stofnun Tækniháskóla Íslands liggja niðri eftir að Alþýðusamband Íslands lýsti því yfir að hætta væri á hagsmunaárekstri ef Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tækju þátt í verkefninu,... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 533 orð

Deilt um aðild háskóla

VIÐRÆÐUR aðila um stofnun félags um rekstur Tækniskólans og síðan stofnun Tækniháskóla Íslands liggja niðri eftir að Alþýðusamband Íslands lýsti því yfir að hætta væri á hagsmunaárekstri ef Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tækju þátt í verkefninu,... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1110 orð

Deilur um Fljótsdalsvirkjun endurspeglast í könnuninni

SKOÐANAKÖNNUN Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið 26. október til 11. nóvember, bendir til þess að talsvert miklar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna frá kosningunum, sem fram fóru 8. maí sl. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Drengurinn á batavegi

LITLI drengurinn sem fluttur var fyrir nokkru til læknismeðferðar í Skotlandi er nú á batavegi. Drengurinn er ekki lengur í gervilunga á sjúkrahúsi í Skotlandi, en hann þjáðist af sjaldgæfum lungnasjúkdómi. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 535 orð

EES-samráðið fært út

Á FUNDI EES-ráðsins, sem fram fór í Istanbúl í gær með þátttöku forsætisráðherra EFTA-ríkjanna í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, ásamt æðstu fulltrúum Evrópusambandsins og framkvæmdastjóra EFTA, var meðal annars lýst yfir vilja til að fjölga... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Einn settur í gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði karlmann í gærkvöld í viku gæsluvarðhald, sem handtekinn var í fyrradag í tengslum við rannsókn stóra fíkniefnamálsins. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Ein umsókn um 7000 fermetra þjónustusvæði við Langholt

ENGAR umsóknir bárust um lausar einbýlishúsalóðir en þær voru auglýstar nýlega og rann frestur til að sækja um út í vikunni. Ekki bárust heldur umsóknir um raðhús-parhús og lóð undir tveggja hæða fjölbýlishús í Giljahverfi. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 535 orð

Endurbætur á svipmiklu húsi

ENDURBÆTUR innandyra standa nú sem hæst í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu sem mun heita Þjóðmenningarhúsið þegar það verður opnað 20. apríl næstkomandi. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fagna skýrslu um sýkingar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Félagi kjúklingabænda: "Stjórnarfundur í Félagi kjúklingabænda haldinn 18. nóvember fagnar skýrslu um campylobacter-sýkingar sem umhverfisráðherra kynnti sl. þriðjudag. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Fellibylur veldur tjóni á Karíbahafseyjum

FELLIBYLURINN Lenny gekk í gær yfir Jómfrúreyjar og fleiri eyjar í Karíbahafi og olli þar miklu tjóni. Bryggjur og hús við ströndina eyðilögðust, auk þess sem rafmagnsstaurar brotnuðu og vegir skemmdust af völdum flóða. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fjórðungur þjóðarinnar í þolfimi

SAMKVÆMT könnun PricewaterhouseCoopers á íþróttaiðkun landsmanna stundar rúmlega helmingur Íslendinga einhvers konar líkamsrækt reglulega. Í könnuninni var notað 1.200 manna úrtak og var svarhlutfallið rúm 60%. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

FPI vill breyta lögum um eignarhald

FORSTJÓRI Fishery Products International (FPI), Victor Young, segir hagsmunum félagsins og hluthafa þess best borgið breyti stjórnvöld á Nýfundnalandi lögum um hámarkseignaraðild einstaklinga eða félaga í fyrirtækjum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 426 orð

Framboð fer minnkandi

LÖGREGLAN í Reykjavík telur að framboð á fíkniefnum hafi minnkað á markaðnum að undanförnu þótt árangur hennar í stóru fíkniefnmálunum hafi ekki ráðið þar úrslitum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1845 orð

Framtíðarsamfélag Snæfellsbæjar inn í 21. öldina

SNÆFELLSBÆR hefur nú lokið öðrum áfanga Staðardagskrár 21 verkefnisins en það er markmiðasetning undir heitinu Framtíðarsamfélag Snæfellsbæjar inn í 21. öldina. Þessi stefnuyfirlýsing tekur á mörgum málaflokkum og birtist hér á eftir í heild. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 286 orð

Frumvörp til styrktar Fjármálaeftirliti

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti fyrir fjórum lagafrumvörpum á Alþingi í gær. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fræðslufundur um byltinguna á Kúbu

UNGIR sósíalistar standa fyrir fræðslufundi um byltinguna á Kúbu föstudaginn 19. nóvember kl. 17.30. Fjallað verður um sigurinn á einræðisstjórn Batista 1959, fjörutíu ára saga byltingarinnar rakin og rætt um hvernig hún stendur um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í bóksölunni Pathfinder á Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Hann hefst á erindi og síðan verða almennar umræður. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 31 orð

Fræðslufundur um gigt

SPOEX, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga halda fræðslufund um psoriasisgigt laugardaginn 20. nóvember kl. 14 á Grand Hóteli í Reykjavík. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1864 orð

Gagnlegar umræður en áform stjórnvalda óbreytt

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði í lokaorðum sínum við fyrri umræðu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun að þrátt fyrir afar gagnlegar umræður um málið hefði ekkert nýtt komið fram sem kippti... Meira
19. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 344 orð

Gaulverjabæjarkirkja 90 ára

Gaulverjabæ- Kirkjan í Gaulverjabæ var vígð 21. nóvember 1909. Réttum 90 árum síðar uppá dag, sunnudaginn 21. nóvember nk., verður þess minnst með afmælismessu sem hefst kl. 14. Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup Skálholtsstiftis, mun prédika. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Hagnaður eftir skatta 1.074 milljónir króna

HAGNAÐUR varð af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins að upphæð 1.074 milljónir króna eftir skatta en á sama tímabili í fyrra varð hann 349 milljónir. Heildarhagnaður samstæðunnar eftir að tekið er tillit til söluhagnaðar eigna og reiknaðra skatta var 2.057 milljónir en var 339 milljónir á sama tíma í fyrra. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Hallamál á lofti í Hafnarfirði

Það er betra að gluggar og veggir í nýjum húsum halli ekki og því er hallamál ómissandi verkfæri hvers iðnaðarmanns. Einhvern veginn virðist sem þetta horn á nýbyggingu við Hringbraut í Hafnarfirði sé hálflaust, en iðnaðarmaðurinn bætti snarlega úr... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Handtekinn með þýfi

TVEIR rannsóknarlögreglumenn í eftirlitsferð í Holtunum í Reykjavík handtóku þjóf á miðvikudagsmorgun með þýfi. Þjófurinn hafði brotist inn í fyrirtæki við Skipholt aðfaranótt miðvikudags, stolið þaðan tölvu og falið hana í nágrenninu. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Hringurinn í Hafnarfirði með basar

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn, Hafnarfirði, verður með basar í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 21. nóvember kl. 14. Falleg handavinna verður á boðstólum og margir fallegir hlutir til jólagjafa. Lukkupakkar verða seldir á 200 kr. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Íslandsmeistaramót í innanhússklifri

TÍUNDA Íslandsmótið í innanhússklifri verður haldið laugardaginn 20. nóvember klukkan 14. Að keppninni standa Sportklifurfélag Reykjavíkur í samvinnu við Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Íslenskur hugbúnaður fyrir slökkvilið og Neyðarlínu kynntur

NOKKRIR af yfirmönnum slökkviliðsins í Stokkhólmi heimsóttu slökkvilið Reykjavíkur og Neyðarlínuna í vikunni til að kynna sér tölvuforritið Eldibrand og hugbúnað Neyðarlínunnar. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Jólabærinn Akureyri opnaður

JÓLABÆRINN Akureyri verður formlega opnaður á morgun, laugardaginn 20. nóvember, kl. 17 í miðbæ Akureyrar. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Kaffisala og kökubasar

KVENFÉLAG Akureyrarkirkju efnir til kaffisölu í safnaðarheimilinu að lokinni hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn 21. nóvember. Einnig verður kökubasar þar sem á boðstólum verður úrval af heimabökuðum kökum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 414 orð

Kirkjuganga frá Hallgrímskirkju að Háteigskirkju

UNDANFARNA laugardaga hafa verið farnar gönguferðir á milli kirkna innan Reykjavíkurprófastsdæma í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi og var síðast gengið frá Dómkirkjunni að Hallgrímskirkju. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 21. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður næstkomandi sunnudag, 21. nóvember, kl. 11 í Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Fermingarbörn... Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kjaraviðræður hafnar

FYRSTI viðræðufundur vegna komandi kjarasamninga fór fram í gær milli fulltrúa Verkamannasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, tjáði Morgunblaðinu að annar fundur væri ráðgerður í næstu viku. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Kjörinn heiðursdoktor við Hafnarháskóla

STEFÁN Karlsson, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar, var í gær gerður að heiðursdoktor við Hafnarháskóla. Kjörinu var lýst á háskólahátíð að viðstöddum Margréti Þórhildi Danadrottingu og Henrik prins, eiginmanni hennar. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð

Krafa um íslenska smíði andstæð EES-samningi

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær undirverktaka bætur vegna missis hagnaðar, þar sem ákvörðun um að hafna tilboði hans í gerð þaks á Borgarholtsskóla hefði gengið í berhögg við ákvæði EES-samningsins og því verið ólögmæt. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

KR-ingar afhjúpa listaverk

KR-INGAR afhjúpuðu listaverkið Kær-leikur eftir myndhöggvarann Pétur Bjarnason 13. nóvember sl. Ragnheiður Thorsteinsson, ekkja Sveins Björnssonar, fyrrverandi forseta ÍSÍ, afhjúpaði listaverkið að viðstöddum fjölda KR-inga. Sr. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 308 orð

Leo styrkir Breitt bros

LEOHREYFINGIN á Íslandi verður með kertasölu til styrktar Breiðs bros, samtök aðstandenda barna með skarð í vör og gómi, helgina 20.-22. nóvember. Samtökin starfa að hinum ýmsu málefnum barna sem fæðast með skarð í vör og/eða gómi eða önnur andlitslýti. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 161 orð

Lykillinn að lengra lífi fundinn?

STÖKKBREYTTAR mýs lifa þriðjungi lengur en aðrar en það svarar til þess hjá mönnum, að þeir yrðu almennt 100 ára og eldri. Var sagt frá þessu í vísindatímaritinu Nature í fyrradag. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Lýðræði í Lækjarskóla

LÝÐRÆÐI í skólum er verkefni sem börn í Lækjarskóla hafa unnið ásamt börnum í grunnskólum í Evrópu. Afraksturinn getur að líta á sýningunni Lýðræði á nýrri öld sem opnuð var í Lækjarskóla í gær. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 780 orð

Lýðveldisskatturinn

Skattleggja ber rúmmál sérhvers Íslendings á hverju ári og nota þá fjármuni til kynninga á íslenskri menningu erlendis. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Maríkvöld í Skálholtskirkju

HÓPUR kvenna þingar í Skálholtsskóla um stofnun Maríuseturs á Íslandi helgina 20. og 21. nóvember nk. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Mikil fjölgun síðustu ár

TALA karla sem fara í ófrjósemisaðgerðir hérlendis hefur ríflega sexfaldast á seinustu sautján árum, eða frá árinu 1981, en þá voru þeir 23 talsins. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands fóru hins vegar 145 karlar í ófrjósemisaðgerð í fyrra. Aukningin hefur orðið langmest seinustu fimm ár eða tæplega 20% fjölgun aðgerða að meðaltali á ári frá 1993. Tæplega þúsund karlar hafa gengist undir þessa aðgerð á tímabilinu, þar af ríflega helmingur seinustu fimm árin. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Mikil ljósadýrð í Miðausturlöndum

MIKIÐ loftsteinaregn lýsti víða upp næturhimininn í fyrrinótt en þá fór Leonid-loftsteinastormurinn, sem svo er kallaður, hjá. Var ljósadýrðin sú mesta í 33 ár. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Minnihlutinn óánægður

FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar í samgöngunefnd hafa lýst óánægju með framgöngu formanns nefndarinnar og segjast ekki hafa verið með í ráðum þegar boðað var til fjarfundar um innanlandsflug. Meira
19. nóvember 1999 | Miðopna | 532 orð

Námsferðir á Netinu og réttritun lærð með aðstoð tölvu

Í BLAÐI Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um Framtíðarskólann, sem er að koma út og dreift verður til kennara og foreldra, bregður dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri upp mynd af því hvernig framtíðarskólinn gæti litið út á fyrsta fjórðungi 21. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Námskeið um ferðaþjónustu og þjóðmenningu

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir tveggja daga námskeiði um ferðaþjónustu og þjóðmenningu. Meira
19. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 458 orð

Náttúruverndarsamtök Vesturlands endurvakin

Reykholti- Líflegar umræður áttu sér stað á aðalfundi hjá nýendurreistum samtökum um náttúruvernd á Vesturlandi sem haldinn var nýlega á Hvanneyri. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1974, en hafa verið svo til óvirk síðustu árin. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Ogata heimsækir flóttamenn

Umkringd rússneskum óeirðalögreglumönnum heimsótti Ogata búðir tsjetsjenskra flóttamanna í Ingúshetíu, í því skyni að leggja áherzlu á áhyggjur alþjóðasamfélagsins af örlögum óbreyttra borgara í stríðsátökunum í Tsjetsjníu. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Opinn fyrirlestur á sviði hafréttar

Í DAG, föstudaginn 19. nóvember, kl. 12:15, verður haldinn fyrirlestur á sviði hafréttar á vegum lagadeildar Háskóla Íslands og Hafréttarstofnunar Íslands í hátíðasalnum í Aðalbyggingu Háskólans. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 528 orð | 2 myndir

"Ég hef tekið ákvörðun"

EGYPSKIR sérfræðingar komu í gær til Washington til að taka þátt í rannsókn á hljóðrita EgyptAir-þotunnar en egypsk dagblöð sökuðu Jim Hall, formann bandaríska samgönguöryggisráðsins, um að reyna að koma sökinni á EgyptAir. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Ráðstefna fyrir unglinga um málefni unglinga

FÖSTUDAGINN 19. nóvember stendur Junior Chamber Nes fyrir unglingaráðstefnu í samvinnu við fjölmarga aðila. Unglingasmiðjan verður í KR heimilinu og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 17:00. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Refsing verði hert við dreifingu á barnaklámi

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að herða refsingu við því að búa til, flytja inn eða dreifa barnaklámi. Lagt er til að ný málsgrein bætist við 210. gr. Meira
19. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 632 orð

Rússar hertaka einn bæinn enn í Tsjetsjníu

HERSVEITIR Rússa í Tsjetsjníu tóku í gær bæinn Achkoi-Martan, sem er um 30 km vestan við Grosní, höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 512 orð

Seinkanir í þriðjungi allra flugferða

SEINKANIR verða á þriðjungi allra flugferða í Evrópu og eru þær að meðaltali um 20 mínútur, segir Michael Ayral, framkvæmdastjóri flugsamgöngumála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann útilokað að farþegar og flugfélög geti sætt sig við slíkt til langframa og því brýnt að endurskipuleggja allt flugstjórnarkerfi í Evrópu. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Settur í síbrotagæslu

HÁLFÞRÍTUGUR karlmaður, sem handtekinn var í fyrradag, var í gær úrskurðaður í síbrotagæslu til 30. desember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Sjónvarpsfundur á Akureyri um Reykjavíkurflugvöll

FUNDUR um málefni innanlandsflugsins og Reykjavíkurflugvallar verður haldinn á vegum samgöngunefndar Alþingis í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti 23, í dag, föstudaginn 19. nóvember kl. 14-16. Fundurinn verður opinn öllum. Sjónvarpið verður með beina útsendingu frá fundinum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Skipt í lið

ÁÐUR en knattspyrnuleikur hefst þarf að liggja ljóst fyrir hverjir skipa hvort lið. Þessir nemendur í Lækjarskóla í Hafnarfirði undirbjuggu leikinn með því að fyrirliðarnir gerðu liðskönnun og skiptu síðan eftir kúnstarinnar reglum. Var síðan gengið til leiks en engum sögum fer af úrslitunum. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Skjal í flösku undir gangstétt í 37 ár

GANGSTÉTT við gömlu slökkvistöðina í ráðhúsi Akureyrarbæjar við Geislagötu var brotin upp nýlega og kom þá í ljós flaska en í henni var skjal. Í skjalinu stóð: Þessi stjett var steypt 11. ágúst 1962. Meira
19. nóvember 1999 | Miðopna | 926 orð

Skólahúsnæði þarf að bjóða upp á sveigjanlegt umhverfi

SKÓLI framtíðarinnar þarf að vera í húsnæði sem býður upp á sveigjanlegt umhverfi, þannig til dæmis að eldri nemendur geti haft sitt skrifborð, þar sem þeir geta unnið hver fyrir sig, auk aðstöðu til hópvinnu og miðrýmis þar sem stærri hópar geta komið saman. Þá mun skólasafnið verða "hjarta" skólans, þar sem tölvuaðstaða verður fyrir hendi, nettengingar og annað slíkt, sem gefur möguleika til nýtingar upplýsingatækninnar við kennslu. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sóttir þú Fellahelli?

FELLAHELLIR, sem starfræktur hefur verið í 25 ár sem aðalfélagsmiðstöðin í Efra-Breiðholti, verður kvaddur með pomp og prakt í dag, föstudaginn 19. nóvember, kl. 17 og 19. Sýndar verða gamlar myndir úr félagslífinu o.fl. Meira
19. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 300 orð

Stækkun Grunnskóla Eyrarsveitar lokið

Grundarfirði-Haldið var upp á það nýlega að lokið er stækkun Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði en síðastliðin ár hefur verið unnið að viðbótum og endurnýjun hans. Meira
19. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Stærsta kúabú landsins á Hrafnagili

BENEDIKT Hjaltason og Margrét Aradóttir á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit reka nú stærsta kúabú landsins. Þau hafa á þessu ári keypt 175.000 lítra mjólkurkvóta og eru því samtals með 515.000 lítra greiðslumark. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 367 orð

Tvöföldun lokið

FRAMKVÆMDUM við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi og niður að Suðurlandsvegi á að ljúka í dag og þá um leið verður umferð hleypt á nýju akreinina. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóra Reykjanessumdæmis Vegagerðarinnar. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Uppskeruhátíð veiðimannsins

HIÐ íslenska byssufélag heldur sína árlegu Uppskeruhátíð veiðimannsins laugardaginn 20. nóvember nk. á Broadway. Borðhald hefst um leið og húsið verður opnað kl. 18. Í boði verður villibráðahlaðborð og er gestakokkur Úlfar Finnbjörnsson. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 465 orð

Vaxandi líkur á því að Íslendingar gangi aftur í ráðið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væru vaxandi líkur á því að Íslendingar gengju aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Sagði hann að bæði Japanir og Norðmenn hvettu Íslendinga afar eindregið til þess enda væri andrúmsloft innan ráðsins nú breytt frá því sem var er Íslendingar gengu út árið 1992. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1347 orð

Vill efla háskólastarf

Nýlega var stofnað Félag prófessora á Íslandi. Í félagið geta gengið allir prófessorar við íslenska háskóla. Dr. Kristján Kristjánsson er formaður stjórnar Félags prófessora á Íslandi. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vill ræða hæstaréttardóm í útvarpi

EINN aðstandenda stúlku, sem kærði föður sinn vegna kynferðislegrar misnotkunar, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að fá úthlutað hálfri annarri klukkustund í útvarpi til að fjalla um dóm Hæstaréttar í máli stúlkunnar en þar var faðir stúlkunnar sýknaður af ákærunni. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vinnu við sjóvarnargarð að ljúka

HLAÐINN sjóvarnargarður við Eiðsgranda eru þessa dagana að taka á sig endanlega mynd með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Meira
19. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Þjónustumiðstöð byggð í vetur

FRAMKVÆMDUM við fyrsta áfanga í gerð ylstrandar í Nauthólsvík lýkur í þessari viku, en þær hafa staðið frá því í sumar. Verið er að klára að hlaða grjótgarð umhverfis lónið og dæla sandi á ströndina. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Áætlað er að ströndin verði vígð 17. júní á næsta ári með því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stingi sér til sunds. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar nemur rúmum 40 milljónum króna. Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 1999 | Staksteinar | 346 orð

Eigið fé

GREIÐSLUR á lánum virðast ekki valda mönnum hugarvíli. Þetta segir í Vísbendingu. Áhætta Meira
19. nóvember 1999 | Leiðarar | 597 orð

EINKAREKSTUR Í FLUGÞJÓNUSTU

VERULEGAR breytingar hafa orðið á undanförnum árum á rekstri flugmálastjórna og flugvalla. Sá rekstur hefur lengstum verið í höndum ríkisins. Meira

Menning

19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 44 orð

Afmælistónleikar í Langholtskirkju

BARNAKÓR Grensáskirkju heldur afmælistónleika í Langholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Kórinn var stofnaður árið 1990 af Margréti J. Pálmadóttur, núverandi stjórnanda. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Barnafötin seld á netinu

Mamma hennar Drew Barrymore, Jaid Barrymore, ætlar sér ekki að láta frægð dótturinnar fara fyrir lítið. Nú er sú gamla búin að draga upp gömlu barnafötin og alls konar dót og setja á uppboð á netinu og er hægt að sjá herlegheitin á slóðinni . Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 257 orð | 2 myndir

Biblíuleg orgeltónlist í Selfosskirkju

ORGELVERKIÐ Job eftir Petr Eben verður flutt í Selfosskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Í fréttatilkynningu segir að verkið hafi ekki verið flutt áður hér á landi en flytjandinn, Jörg E. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

BIRTAN á fjöllunum er skáldsaga eftir...

BIRTAN á fjöllunum er skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson . Í kynningu segir: "Stundum er eins og allt það liðna verði að ljóði. Eins og minningarnar séu í ljóðum þar til reynt er að koma þeim í orð: þá breytast þær í sögu. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 213 orð | 1 mynd

Bjartur sem miðnætursólin

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur fær góða dóma í áströlskum dagblöðum fyrir tónleika sem hann hélt neðra fyrir skemmstu. Gagnrýnandi The Sydney Morning Herald ber lof á fimmmenningana og segir leik þeirra hafa verið jafn bjartan og miðnætursólina. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Bubbi er bestur

BUBBI Morthens situr í efsta sæti safnlistans þessa vikuna með plötu sína Sögur 1980-1990. Toppplata síðustu viku er því komin í annað sætið en hún heitir Songs of Ireland með The Evergreens. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

ENDIR og upphaf er ljóðabók eftir...

ENDIR og upphaf er ljóðabók eftir pólsku skáldkonuna Wislöwu Szymborsku í þýðingu Geirlaugs Magnússonar. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 50 orð | 1 mynd

Föngulegt fólk

LEIKARARNIR Christina Ricci og Johnny Depp mættu saman til frumsýningar á myndinni Sleepy Hollow sl. miðvikudag þar sem þau fara með aðalhlutverk. Meira
19. nóvember 1999 | Bókmenntir | 266 orð | 2 myndir

Getur þú svarað?

Spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna. Safnað af Guðjóni Inga Eiríkssyni og Jóni Hjaltasyni. Káputeikning: Hjördís Ólafsdóttir Prentvinnsla: Ásprent / POB ehf, 1999. - 77 síður. Meira
19. nóvember 1999 | Bókmenntir | 293 orð

Gleðigjafi!

Káputeikning: Hjördís Ólafsdóttir. Bókaútgáfan Hólar 1999 - 88 síður. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Grafíkverk í glugga

AÐALHEIÐUR Ólöf Skarphéðinsdóttir sýnir sex ný grafíkverk í glugga Meistara Jakobs, Skólavörðustíg 5. Verkin eru unnin með þurrnál og vatnslit, einnig tréristur. Aðalheiður er ein af ellefu listamönnum sem reka listhúsið Meistara Jakob. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Hádegisleikhús á Ísafirði

SKG-veitingar á Hótel Ísafirði bjóða upp á leikþáttinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur í hádeginu næstu þrjá föstudaga og verður frumsýning í dag. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 49 orð

Hátíð til heiðurs Gunnari Dal

Í IÐNÓ verður afmælisdagskrá til heiðurs Gunnari Dal á fimmtíu ára skáldaafmæli hans á morgun, laugardag, kl. 14.30. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Horn endurskapar Dickinson

BANDARÍSKI listfræðingurinn Eva Heisler flytur fyrirlestur er nefnist: "The Artist as Reader/ Reading as Sculpture" mánudaginn 22. nóvember kl.12.30 í LHÍ í Laugarnesi, stofu 24. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Kæra Greta Garbo er smásagnasafn armenska...

Kæra Greta Garbo er smásagnasafn armenska Bandaríkjamanninn Williams Saroyan í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Í bókinni eru tólf smásögur og er vettvangur þeirra San Francisco á árunum fyrir seinna stríð. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Linda Eyjólfsdóttir sýnir í Stöðlakoti

LINDA Eyjólfsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 í morgun, laugardag, kl. 15. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Listin til Eyja með Eimskip

RÚRÍ opnar sýningu í Gallerí Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag, kl. 16. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

LJÓS í ágúst er eftir William...

LJÓS í ágúst er eftir William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar . Í kynningu segir: "Kasólétt gengur Lena Grove eftir sveitavegi í Mississippi í leit að barnsföður sínum. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 116 orð

Lúðrar hljóma í Tjarnarsalnum

LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 105 orð

Maraþontónleikar í Firði

KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur 24ra klukkustunda æfinga- og söngmaraþon í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 14 og sunnudaginn 21. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 43 orð | 1 mynd

MYRKRIÐ kringum ljósastaurana er ljóðabók eftir...

MYRKRIÐ kringum ljósastaurana er ljóðabók eftir Óskar Árna Óskarsson . Þetta er sjöunda ljóðabók Óskars Árna. Auk frumsaminna ljóða geymir bókin ljóðaþýðingar frá ýmsum heimshornum. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 80 bls., prentuð í Gutenberg. Meira
19. nóvember 1999 | Tónlist | 691 orð

Notað og nýtt

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék Musica dolorosa eftir Peteris Vasks, Fiðlukonsert eftir Antonín Dvorák og Tónlist fyrir strengi, selestu og slagverk eftir Béla Bartók. Einleikari á fiðlu, Sigrún Eðvaldsdóttir og stjórnandi Uriel Segal. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HVÍLDARDAGAR er skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Í kynningu segir: "Ég reyni að ímynda mér hver muni koma fyrstur inn í íbúðina mína, snúi ég ekki aftur úr Heiðmörkinni. Og hversu langur tími muni líða þangað til einhver saknar mín. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Nýjar bækur

" MINERVA and the Muses. The Place of Reason in Aesthetic Judgment " er heimspekirit eftir Stefán Snævarr . Bókin er byggð á samnefndri doktorsritgerð höfundar sem hann varði í fyrra. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

NÆTURVÖRÐUR kyrrðarinnar er sjálfstætt framhald verðlaunasögunnar Borgin bak við orðin eftir Bjarna Bjarnason. Í kynningu segir að sagt sé frá ævintýralegum persónum í töfrandi umhverfi. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

BLOKKFLAUTU-tríósónötur "Baroque Rocorder Triosonatas" er með leik Camillu Söderberg blokkflautuleikara. Á plötunni eru sex verk eftir G.Ph. Telemann, J.J. Quantz, JJ. Fux, P.D. Philidor, G.F. Händel og A. Vivaldi. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 43 orð

Píanótónleikar endurteknir

JÓNAS Ingimundarson píanóleikari endurflytur einleikstónleika sína í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á morgun, laugarda, kl. 16. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 125 orð

RAMSES - Musterið eilífa er skáldsaga...

RAMSES - Musterið eilífa er skáldsaga eftir Christian Jacq í þýðingu Helga Más Barðasonar . Sagan fjallar um viðburðaríkt líf Ramsesar II. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 92 orð

RÍKI guðs er skráð af breska...

RÍKI guðs er skráð af breska rithöfindinum Geraldine McCaughrean í íslenskri þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur . Bókin hefur að geyma eftirminnilegustu sögur Nýja testamentisins, m.a. boðun Maríu til upprisunnar. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Schiffer í draumaveröld

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer sagði á fimmtudag að hún ætlaði að breyta lífi sínu og að hún hefði blýant við hliðina á rúmi sínu svo hún gæti skrifað niður drauma sína. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 242 orð | 1 mynd

Selma beint á toppinn

SELMA Björnsdóttir fer beint í efsta sæti Tónlistans með nýju plötuna sína "I Am", en platan kemur ný inn á listann þessa viku. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 70 orð

Sementspokinn í Listasetrinu

Í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuð sýning á morgun, laugardag, í tilefni af 40 ára afmæli útgáfu "Sementspokans", blaðs starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar, sem er einnig fertugt. Á sýningunni kennir margra grasa, s.s. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 33 orð

Skissur af konunni á sýningu

HULDA Vilhjálmsdóttir opnar sýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag. Þar sýnir hún málverk og skissur af konunni. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 og stendur til 30.... Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Stolin mynd eftir Cézanne boðin upp

MEISTARAVERK eftir franska listmálarann Paul Cézanne, sem stolið var fyrir 21 ári en kom í leitirnar í byrjun þessa árs, verður boðin upp hjá Sotheby's í London 7. desember. Meira
19. nóvember 1999 | Bókmenntir | 465 orð

Sumarið sem allt breyttist

eftir Håkan Nesser. Magnús Ásmundsson íslenskaði, Fjölvaútgáfan, 1999. 220 bls. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 59 orð

Sýning á ljósmyndum úr maraþoni

SÝNING á myndum úr ljósmyndamaraþoni Unglistar verður opnuð í Hinu húsinu við Ingólfstorg á morgun, laugardag, kl. 16:00 með verðlaunaafhendingu. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Sýningu lýkur

Gallerí @ hlemmur.is SÝNINGU Baldurs J. Baldurssonar og Kristins Pálmasonar í Gallerí@hlemmur.is , Þverholti 5, lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið alla daga nema mánudaga frá kl.... Meira
19. nóvember 1999 | Leiklist | 1069 orð

Sælir eru hjartahreinir

Höfundur: Bertolt Brecht. Höfundar leikgerðar: Philippe Bischof og Stephan Metz. Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðandi bundins máls: Þrándur Thoroddsen. Leikstjóri: Stephan Metz. Samverkamaður leikstjóra og dramatúrg: Philippe Bischof. Meira
19. nóvember 1999 | Bókmenntir | 634 orð | 1 mynd

Særokið salt

eftir Höskuld Skarphéðinsson. 223 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. Meira
19. nóvember 1999 | Bókmenntir | 485 orð | 1 mynd

Sönn vinátta

Eftir Einar Kárason. Sigurborg Stefánsdóttir myndskreytti. Útgefandi Mál og menning 1999. Nörhaven a/s, Danmörku, sá um prentun. 32 bls. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 47 orð

Tónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

LÚÐRASVEIT Verkalýðsins heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 15 í Seltjarnarneskirkju. Þar flytur sveitin nokkra af þekktustu mörsum blásarbókmenntana. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Út í vorið á Flúðum

KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona halda tónleika á Flúðum á sunnudaginn, kl. 21:00. Efnisskráin einkennist af þeirri músík sem vinsæl var á millistríðsárunum og m.a. þýski sönghópurinn Comedian Harmonists gerði ódauðlega. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 460 orð | 1 mynd

Vampíra nútímans

EF þú vogar þér út á dansgólfið á Kaffi Thomsen á föstudagskvöld máttu búast við að verða eins og ærslafull strengjabrúða í höndunum á plötusnúðinum, Little Louie Vega, sem kemur til landsins á vegum Party Zone og djammklúbbsins Kidda. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 202 orð | 2 myndir

Viðburðaríkt skeið stjórnmálasögu

ÆVISAGA Steingríms Hermannssonar , 2. bindi, er eftir Dag B. Eggertsson. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Vignir Jóhannsson sýnir hjá Sævari

VIGNIR Jóhannsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í galleríi Sævars Karls á morgun, laugardag, kl. 14.00. Þetta er í annað sinn sem Vignir sýnir í galleríinu. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

YSTA brún er safn stuttra sagna...

YSTA brú n er safn stuttra sagna eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur . Sögurnar tengjast innbyrðis og mynda heild. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

ÞAÐ verða engir skuggar hefur að...

ÞAÐ verða engir skuggar hefur að geyma fimmtán erindi Einars Aðalsteinssonar um andleg mál og hugrækt sem hann skrifaði á 20 ára tímabili í tímaritið Ganglera og eru þau í tímaröð. Einar fæddist á Akureyri árið 1941 og lést á Ítlaíu árið 1998. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

ÞAR sem blómið vex og vatnið...

ÞAR sem blómið vex og vatnið fellur er sjálfstætt framhald sögunnar Landið handan fjarskans eftir Eyvind P. Eiríksson. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Þar sem blómið vex og vatnið fellur gerist á horfinni öld en er þó í raun tímalaus saga. Meira
19. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 220 orð | 1 mynd

Þetta endar með ósköpum

NÝ breiðskífa með hljómsveitinni GildruMezz kom út í gær og eru þar 16 af vinsælustu lögum bandarísku sveitarinnar Creedence Clearwater Revival. Meira
19. nóvember 1999 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

ÖRVÆNTING (Desperation) og Árásin (The Regulators),...

ÖRVÆNTING (Desperation) og Árásin (The Regulators), en sú bók er gefin út undir höfundarnafninu Richard Bachman, sem Stephen King hefur notað öðru hverju frá upphafi rithöfundarferils síns. Þýðandi bókanna er Björn Jónsson. Meira

Umræðan

19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 14 orð

Aths.

Aths.: Greinin er endurbirt vegna mistaka sem urðu við birtingu hennar í blaðinu í... Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Athugasemd sem snertir Ríkisútvarpið

Tillögurnar um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag eru, að mati Jóns Ásgeirs Sigurðsson, vanhugsaðar og reistar á vondum rökum. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Fasteignagjöld á landsbyggðinni

Þessi skattheimta, segir Erna Hauksdóttir, kemur sérstaklega illa niður á ferðaþjónustufyrirtækjum þar sem fasteignir þeirra eru ekki nýttar að marki nema yfir hásumarið. Meira
19. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 169 orð

Gott hjá þér Pétur Geir

ÞAÐ var gott að sjá í bréfi Guðmundar Arnar Benediktssonar á Kópaskeri til blaðsins að trillukarlinn Pétur Geir Helgason slægir, þvær og ísar allan sinn afla á sumrin. Það er til fyrirmyndar en breytir ekki því að sjávarútvegsráðherra, Árni M. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Hvenær endar öld og árþúsund?

Hingað til hefur verið almennt og óumdeilt samkomulag um það, segir Guðmundur Gunnarsson, að í tímatalsreikningi okkar táknaði orðið öld einmitt 100 ár. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 558 orð

Nýjar leiðir í Grafarholti

Með þessum nýju úthlutunarreglum, segir Hrannar Björn Arnarsson, stígur Reykjavíkurlisinn enn eitt skrefið í átt til opnari og nútímalegri stjórnarhátta. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 2100 orð

Opið bréf til Tómasar Inga Olrich

Enginn tilgangur er þó svo mikilvægur að þessu leyti, segir í svari stjórnar Læknafélags Íslands, að hann helgi þau meðul, sem ógna hagsmunum einstaklingsins og rétti hans til friðhelgi og mannréttinda. Meira
19. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 417 orð

Reykjalundur - arðbærasta fjárfestingin

Í BLAÐINU Berklavörn, frá árinu 1946, segir Sigurbjörn Einarsson, þáverandi dósent og síðar biskup. "Hlutverk Reykjalundar er eitt hið göfugasta, sem með höndum er haft í landi hér." Þá hafði Reykjalundur starfað á annað ár. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Til hamingju með afmælið!

Með því að halda afmælisveislu og skora á stjórnvöld bendum við skýrlega á það, segir Eiríkur Jónsson, að löngu tímabært sé að ný og ítarleg könnun verði gerð. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Valdsmenneiga að hlusta á þjóð sína

Þessar framkvæmdir, segir Kristín Halldórsdóttir, munu eyðileggja dýrmæt landsvæði norðan Vatnajökuls. Meira
19. nóvember 1999 | Aðsent efni | 715 orð | 3 myndir

Við uppfyllum ekki Maastricht-skilyrðin

Frá því um mitt þetta ár, segir Hannes G. Sigurðsson, er ekki lengur hægt að segja að á Íslandi sé stöðugt verðlag. Meira

Minningargreinar

19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

BÓTHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR

Bóthildur Benediktsdóttir fæddist á Arnarvatni í Mývatnssveit 12. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 13. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Benedikt Kristjánsson og Sólveig Stefánsdóttir. Systkini Bóthildar voru Kristján, Sigurbjörg og Kristbjörg. Þau eru öll látin.Útför Bóthildar fer fram frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 3323 orð

EYRÚN GUNNARSDÓTTIR

Eyrún Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1972. Hún lést 9. nóvember síðastliðinn. Fósturforeldrar hennar voru Eyjólfur Arthúrsson og Hrefna Svava Þorsteinsdóttir. Foreldrar: Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir og Gunnar L. Benidiktsson. Útför Eyrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 2453 orð | 1 mynd

JÓHANNES ÓLAFSSON

Jóhannes Ólafsson fæddist í Reykjavík 1. júní 1950. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gísli Jóhannesson stýrimaður, f. 23.9. 1917, d. 19.2. 1959, og Nanna Gestsdóttir húsmóðir, f. 14.7. 1925, d. 27. Meira
19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 3374 orð | 1 mynd

JÓNAS EYSTEINSSON

Jónas Eysteinsson fæddist að Hrísum í Víðidal, V-Hún., 11. ágúst, 1917. Hann andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. nóvember s.l. Foreldrar voru Eysteinn Jóhannesson bóndi, f. 31. júlí 1883, d. 17. Meira
19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1876 orð | 1 mynd

KRISTÍN G. FENGER

Kristín G. Fenger fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1930. Hún lést á Landspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðjónsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 3. Meira
19. nóvember 1999 | Minningargreinar | 713 orð

VALTÝR MAGNÚS HELGASON

Valtýr Magnús Helgason fæddist í Reykjavík 27. júní 1973. Hann lést af slysförum 6. nóvember sl. Útför Valtýs var gerð frá Fossvogskirkju 12. nóvember sl. Meira

Viðskipti

19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 539 orð

Afkoma Tæknivals umfram væntingar

NIÐURSTAÐA af reglulegri starfsemi Tæknivals hf. á þriðja ársfjórðungi 1999 er betri en áætlað hafði verið, að því er fram kemur í tilkynningu Tæknivals til Verðbréfaþings Íslands. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Dow Jones hækkar í yfir 11.000 punkta

LOKAGENGI nokkurra evrópskra hlutabréfa sló öll fyrri met í gær vegna eftirspurnar eftir fjarskipta- og tæknibréfum og góðrar byrjunar í Wall Street þar sem Dow Jones hækkaði í yfir 11.000 punkta í fyrsta skipti síðan í september. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Hagnaðist um 100 milljónir

OPIN kerfi hf. skiluðu 100,1 milljón króna hagnaði eftir reiknaða skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 samkvæmt óendurskoðuðu árshlutauppgjöri samstæðunnar. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður 69,5 milljónum króna og nemur aukning 44%. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 596 orð | 1 mynd

Hagnaður tímabils-ins 2.057 milljónir

FLUGLEIÐIR hf. högnuðust um tæpan 2,1 milljarð króna eftir reiknaða skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri samstæðu. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður eftir skatta 339 milljónum króna. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Kaupir Bridgestoneloftbóludekk

BÍLALEIGAN Geysir hefur samið við Gúmmívinnsluna á Akureyri, umboðsaðila Bridgestone-hjólbarða á Íslandi, að 70% af bílaflota bílaleigunnar verði settur á svokölluð loftbóludekk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 751 orð

Sviptingar á norræna póstmarkaðnum

POST Danmark og Svenska posten, sænski og danski pósturinn, hafna því að samruni fyrirtækjanna sé á döfinni eins og sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fullyrti nýlega í annað skiptið á skömmum tíma. Meira
19. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Söluskrifstofur tengdar við höfuðstöðvar

FLUGLEIÐIR og Landssíminn hafa gert með sér samning um fjarskiptaþjónustu á ATM-neti Símans. Með ATM-netinu geta Flugleiðir tengt sex söluskrifstofur við höfuðstöðvar fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli og tal- og gagnaflutningur verður samnýttur. Meira

Fastir þættir

19. nóvember 1999 | Dagbók | 0 orð

APÓTEK...

APÓTEK Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 679 orð

Áhugi og stuðningur sveitarfélaganna skiptir sköpum

Það vekur athygli og veldur mörgum áhyggjum hversu fá börn og unglingar eru skráð í hestamannafélögin í landinu. Ánægjulegar undantekningar er þó að finna til dæmis hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ, en þar eru langflest börn og unglingar 16 ára og yngri og stærsta hlutfall af félögum eða 130 félagar af 486. Á síðasta ársþingi LH fékk Hörður æskulýðsbikar LH í viðurkenningarskyni fyrir gott starf. Ásdís Haraldsdóttir kynnti sér í hverju það hefur helst verið fólgið. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 165 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Nýlokið er tveggja kvölda Mitchell-tvímenningi hjá BA. Sigurvegarar urðu Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson með 399 stig. Skúli Skúlason og Guðmundur Jónsson sóttu fast að þeim seinna kvöldið en enduðu í öðru sæti með 396 stig. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 409 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Mánudaginn 15. nóvember sl. hófst fjögurra kvölda hraðsveitakeppni. 18 sveitir mættu. Meðalskor 576 stig. Besta skor þetta fyrsta kvöld keppninnar: Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar 655 Sveit Önnu Guðl. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 108 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Fyrsti fundur BS og þar með aðalfundur var haldinn 4. október sl. í Skeljungshúsinu. Í stjórn voru kosin: Stefanía Sigurbjörnsdóttir, formaður, Björn Ólafsson, gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson, ritari, meðstjórnendur Guðrún J. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 34 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kvenna í tvímenningi

Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður spilað helgina 27.-28. nóv. Spilaður verður barómeter, allir við alla, en fjöldi spila fer eftir þátttöku. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Skráning er hafin í s. 5879360 eða á isbridge@islandia. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 48 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landstvímenningur 1999

Landstvímenningur 1999 og Samnorræni tvímenningurinn verður spilaður víða um land föstudaginn 10.des. nk. (ath. breyting frá áður auglýstri dagskrá) Að þessu sinni eru það Norðmenn sem sitja við stjórnvölinn. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. október sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Anna Rut Bjarnadóttir og Pétur Breiðfjörð Pétursson . Heimili þeirra er á Tjarnarstíg 1,... Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. október sl. í St. Jósepskirkju af séra Patrik Gina Burasca og Hafsteinn Níelsson . Heimili þeirra er á Skerseyrarvegi 1a,... Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. október sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði H. Guðmundssyni Finnborg Guðbjörnsdóttir og Benedikt Jónsson . Heimili þeirra er að Bakka,... Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. ágúst sl. í Garðakirkju af sr. Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni Elísa Kristinsdóttir og Vilhjálmur Davíð Sveinbjörnsson. Þau búa á Smárabarði 2n,... Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 209 orð

Endingargóðir hestar með sterkar sinar og góð sinaskil

NOKKRIR þættir í kynbótadómum hafa oft vakið efasemdir þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar og vísindalegar upplýsingar því ekki legið fyrir um þá. Sem dæmi má nefna fótagerð hesta og margir hafa velt því fyrir sér hvort sú fótagerð sem fær hæsta einkunn sé sú sem endist best. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkru á 100 hestum, 15 vetra og eldri, virðist einmitt sú vera raunin. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 719 orð | 2 myndir

Fríkirkjusöfnuðurinn 100 ára Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík...

Fríkirkjusöfnuðurinn 100 ára Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður 19. nóvember árið 1899 og verður því 100 ára þessa helgi. Þessara merku tímamóta hefur verið minnst með ýmsum hætti á yfirstandandi ári og má þar meðal annars nefna eftirfarandi. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 69 orð

FYRSTU VORDÆGUR

Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambgrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 226 orð

ÍTALIR og Indónesar spiluðu vináttuleik í...

ÍTALIR og Indónesar spiluðu vináttuleik í september síðastliðnum, samtals 80 spil, og unnu Ítalir með 220 IMPum gegn 151. Meira
19. nóvember 1999 | Fastir þættir | 440 orð

Jón Torfason sigrar á öðlingamóti

Nóvember 1999 Meira
19. nóvember 1999 | Dagbók | 707 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Vædderen og Selfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gjafar, Hvítanes og Sjóli fóru í gær. Kyndill kom til Straumsvíkur í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9, dans kl. 12.45, bingó kl. 14, bókband kl. 13, kl. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 258 orð

Um kýrnar

MIKIÐ hefur verið rætt um það undanfarið að bæta íslenska kúakynið eða skipta yfir í norskan kúastofn. Það líst mér illa á. Í hug mér kemur hvernig fór í Viðey forðum, þegar bæta átti kúakynið; kýrnar drápust vegna stærðar kálfanna. Meira
19. nóvember 1999 | Í dag | 588 orð

VÍKVERJI horfði á beina útsendingu frá...

VÍKVERJI horfði á beina útsendingu frá Edduverðlaunahátíðinni og hafði lúmskt gaman af, enda alltaf spennandi að horfa á fræga fólkið í sparifötunum, hvort heldur um er að ræða útlenska "þotuliðið" eða hið íslenska. Meira

Íþróttir

19. nóvember 1999 | Íþróttir | 58 orð

Aleksic áfram í Eyjum

JÚGÓSLAVNESKI knattspyrnumaðurinn Goran Aleksic, sem kom til ÍBV um mitt síðasta sumar og lék 11 leiki með liðinu, spilar með ÍBV í deildinni næsta sumar. Goran er 27 ára og er samningsbundinn júgóslavneska 1. deildarliðinu FK Cukaricki. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 259 orð

Ben Johnson féll þriðja sinni

Ben Johnson, fyrrverandi heimsmethafi og heimsmeistari í 100 metra hlaupi, hefur fallið í þriðja sinn um ævina á lyfjaprófi og að þessu sinni í prófi sem hann óskaði sérstaklega eftir að gangast undir. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 294 orð

Birgir Leifur við miðjan hóp

BIRGIR Leifur Hafþórsson náði ekki að fylgja eftir prýðilegri byrjun sinni á lokaúrtökumóti fyrir aðalmótaröð Evrópu í golfi, sem fram fer á Costa del Sol á Spáni. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 1153 orð

Ekki má rasa um ráð fram

JOHN Rudge, sem var knattspyrnustjóri hjá Port Vale í tæp tuttugu ár, gerðist tæknilegur ráðgjafi hjá erkifjendunum í Stoke City sl. sumar er Gary Megson var ráðinn knattspyrnustjóri. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 117 orð

Fagnaðarlæti í Ljubljana

GEYSILEG fagnaðarlæti brutust út á götum gamla bæjarins í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, þegar leikmenn landsliðs Slóveníu í knattspyrnu komu heim úr frægðarför til Úkraínu. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 159 orð

KIATTISAK Senamuang fyrirliði Tælands í knattspyrnu...

KIATTISAK Senamuang fyrirliði Tælands í knattspyrnu gerir á næstu dögum samning við enska 1. deildar liðið Huddersfield. Verður hann fyrsti Tælendingurinn til að komast á samning hjá ensku félagsliði. Senamuang öðlaðist athygli í Englandi sl. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 135 orð

KR-ingarnir mættir á Britannia

KR-ingarnir Sigursteinn Gíslason og Einar Þór Daníelsson komu til Stoke í gær og var fyrsta verk þeirra að skoða höfuðstöðvar félagsins og síðan tóku þeir létta skokkæfingu. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 75 orð

Kristinn í 44. sæti á heimslistanum

KRISTINN Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, mun hefja keppni í heimsbikarnum í svigi í næstu viku. Hann er í 44. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 211 orð

Landsliðið til Úkraínu

RIÐLAKEPPNI Evrópumóts landsliða í körfuknattleik hefst í næstu viku og hefur Friðrik Ingi Rúnarsson valið 15 úr 24ra manna leikmannahópi til að halda í fyrsta leik til Úkraínu. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 555 orð

Portland losnaði undan álögunum

Portland TrailBlazers, sem er af mörgum talið eitt allra áhugaverðasta lið bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik um þessar mundir, sannaði sálrænan styrk sinn er það náði að knýja fram nauman sigur á Orlando Magic, 81:79, á Flórídaskaga í... Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 142 orð

"Ís-Björn" ekki til sölu

SÆNSKA liðið AIK, sem hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og lék í Meistaradeild Evrópu, hefur sýnt áhuga á að kaupa íslenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson frá Örgryte. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 232 orð

SIGURÐUR Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir...

SIGURÐUR Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Wetzel sem tapaði fyrir Minden á útivelli, 25:24, í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Sigurður lék lengst af aðeins í vörn en kom í sóknina undir lokin og gerði tvö síðustu mörk liðsins. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 74 orð

Sigurganga stöðvuð í Sevilla

ARGENTÍNUMENN stöðvuðu sigurgöngu Spánverja, sem höfðu leikið tólf leiki í röð án þess að tapa er Argentínumenn skelltu þeim í Sevilla á Spáni, 2:0. 65 þús. áhorfendur sáu Gonzalez, sem leikur með Valencia, skora fyrra markið á 63. mín. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 179 orð

Slóvenar "skutu" Íslendinga niður

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í fjórða styrkleikaflokki í Evrópu þegar dregið verður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2002 í Tókýó 7. desember. Íslenska landsliðið er í fyrsta sæti í styrkleikaflokknum, þannið að ekki munaði nema einu sæti að liðið kæmist í þriðja styrkleikaflokk. Landslið Slóveníu skaut Ísland úr flokknum, með því að skjótast upp fyrir Ísland á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í vikunni. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 64 orð

Steinar eða Lárus aðstoða Pál?

NÆR örugglega verður gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara knattspyrnuliðs Keflavíkur um helgina. Koma tveir menn þar sterklega til greina; Steinar Ingimundarson og Lárus Grétarsson. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 149 orð

Tap á rekstri Liverpool

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur tapað umtalsverðum fjármunum á undanförnum mánuðum. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 125 orð

Tékkar og Slóvakar í eina sæng á ný

FORRÁÐAMENN handknattleiks í Tékklandi og Slóvakíu hafa ákveðið að fara í eina sæng á ný, þannig að á næsta keppnistímabili verður tekin upp deildarkeppni þar sem báðar þjóðirnar eiga lið. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 92 orð

Tómas Holton tekur við Skallagrími

TÓMAS Holton var í gær ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Skallagríms úr Borgarnesi. Hann tekur við af Júgóslavanum Dragisa Saric, sem sagði upp störfum í gær. Saric tók við liðinu í haust og fór sjálfur fram á að vera leystur undan samningi nú. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 377 orð

Var of þrjóskur

LORENZO Sanz, forseti knattspyrnufélagsins Real Madrid á Spáni, réttlætti í gær brottrekstur velska þjálfarans Johns Toshack - sagði að hann gæti sjálfum sér um kennt. Meira
19. nóvember 1999 | Íþróttir | 221 orð

Þrír möguleikar á EM-drætti

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að búið væri að ákveða að Holland, Belgía, Þýskaland og Spánn verði í fyrsta styrkleikaflokki er dregið verður í fjóra riðla í Evrópukeppni landsliða, sem fer fram í Belgíu og Hollandi næsta sumar. Meira

Úr verinu

19. nóvember 1999 | Úr verinu | 383 orð

Ástand helztu fiskistofna almennt gott

ÁSTAND helztu fiskistofna við landið er almennt gott samkvæmt fyrstu niðurstöðum svokallaðs haustralls Hafrannsóknastofnunar. Stofnar þorsks, ýsu, gullkarfa og grálúðu eru á uppleið. Þá eru engin merki um aukið sjálfrán þorsksins. Meira
19. nóvember 1999 | Úr verinu | 252 orð | 1 mynd

Þorskaflinn þó nokkuð meiri en í fyrra

FISKAFLI landsmanna síðastliðinn októbermánuð var samtals 76.032 tonn samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það er nokkuð minni afli en í sama mánuði síðasta árs en fiskaflinn í októbermánuði árið 1998 var alls 92.394 tonn. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 663 orð | 6 myndir

Djásnin þurfa ekki endilega að vera...

Skart úr plexígleri og lampar með hatt úr girni eru það nýjasta úr smiðju Huldu B. Ágústsdóttur myndlistarmanns. Valgerður Þ. Jónsdóttir kveikti á perunni og sá fjölskrúðugan efniviðinn. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 663 orð | 6 myndir

Djásnin þurfa ekki endilega að vera...

Skart úr plexígleri og lampar með hatt úr girni eru það nýjasta úr smiðju Huldu B. Ágústsdóttur myndlistarmanns. Valgerður Þ. Jónsdóttir kveikti á perunni og sá fjölskrúðugan efniviðinn. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1508 orð | 4 myndir

HVAÐ er karlmennska?

Hér verður ekki kjaftað frá fléttunni í Fight Club sem sýnd er í kvikmyndahúsunum. Heldur frá kreppunni sem nútímakarlmaðurinn er fastur í. Gunnar Hersveinn fór á myndina sem er innlegg í umræðuna um glataða karlmennsku hugsjónalausu kynslóðarinnar. Einnig tjáir kynjafræðingur sig um efnið. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 714 orð | 1 mynd

Hver

ÆTTLEIDD börn eru viðkvæmari fyrir ýmiss konar tilfinningalegum og hegðunarlegum vanda en önnur börn vegna þess flókna og sársaukafulla ferlis sem ættleiðing hefur í för með sér, auk þess sem stór hluti barna hefur ekki hlotið fulllnægjandi umhyggju á... Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1790 orð | 2 myndir

Kynímyndin bíður ekki hnekki

ÁRIÐ 1981 gengust 23 karlar undir ófrjósemisaðgerð hérlendis en í fyrra voru þeir 145 talsins samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands, sem byggjast á heilbrigðisskýrslum frá embætti landlæknis og óbirtum gögnum. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 638 orð | 6 myndir

Listin í lykkjum

Úti stikuðu páfuglar en inni skoðaði Sigrún Davíðsdóttir handavinnusýningu og hitti fyrir tvo íslenska prjónleshönnuði. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 785 orð | 3 myndir

Óskabörn af erlendum uppruna

ÁHUGI fólks á ættleiðingum er meiri um þessar mundir en verið hefur í langan tíma, að sögn Guðrúnar Ó. Sveinsdóttur, starfsmanns Íslenskrar ættleiðingar, eina félagsins sem vinnur að alþjóðlegum ættleiðingum á Íslandi. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 721 orð | 1 mynd

Stór en farsæl ákvörðun

ÞAÐ er stór ákvörðun að ættleiða barn, að mati Guðlaugar Guðmundsdóttur og Jóns Alfreðssonar sem eru kjörforeldrar tveggja stúlkna, Söndru Maríu 9 ára og Karenar Sifjar 5 ára. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 453 orð | 4 myndir

Uppsveifla í afrískum dönsum

VAXANDI áhugi er á afrískum dönsum hér á landi. Byggist þessi áhugi einkum í kringum einn mann, Jamaíkabúann Orville Pennant, sem kennir afríska dansa í Kramhúsinu. Orville er með 13 kennslustundir í viku í Kramhúsinu. Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 289 orð | 1 mynd

Vinkonunni sama þótt ég væri bleikur

ÉG ER bara venjulegur Íslendingur, ekkert öðruvísi en hinir, " segir Róbert Rafn Birgisson, sautján ára nemandi í Flensborg í Hafnarfirði, og bætir því síðan við að hann hafi þessi venjulegu áhugamál unga fólksins að fara út að skemmta sér, sækja... Meira
19. nóvember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 722 orð | 1 mynd

Þegar tími er kominn til að njóta kynlífsins

VALGEIR Magnússon, dagskrárgerðarmaður og annar eigandi auglýsingastofunnar Hausverks, gekkst undir ófjósemisaðgerð fyrir tveimur árum, þá 29 ára gamall. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.