Greinar föstudaginn 3. desember 1999

Forsíða

3. desember 1999 | Forsíða | 212 orð

Engin holskefla nýbura um áramót

ÞAÐ verður ekkert úr því að nýburaholskefla skelli á mannkyninu um árþúsundaskiptin. Meira
3. desember 1999 | Forsíða | 397 orð | 1 mynd

Hafizt handa við að móta friðsamlega framtíð

NÝ heimastjórn Norður-Írlands, skipuð fulltrúum bæði sambandssinnaðra mótmælenda og lýðveldissinnaðra kaþólikka, hélt sinn fyrsta fund í gær og hófst handa við að hrinda í framkvæmd friðarsamkomulaginu frá í fyrra. Meira
3. desember 1999 | Forsíða | 122 orð | 1 mynd

Hrundi í gassprengingu

SPRENGING, sem líklegast er talið að hafi orsakazt af gasleka, jafnaði í gærkvöldi við jörðu þriggja hæða íbúðarhús í austurríska bænum Wilhelmsdorf, um 50 km vestur af Vín. Meira
3. desember 1999 | Forsíða | 234 orð

Niðurgreiðslur landbúnaðarvara efstar á baugi

VIÐSKIPTARÁÐHERRAR aðildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) gátu í gær loks hafið samningaviðræður fyrir alvöru, eftir að látlaus götumótmæli tugþúsunda andstæðinga frjálsari heimsviðskipta höfðu meira eða minna hindrað fundahöld í tvo daga. Meira

Fréttir

3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

400 milljónum varið til að auglýsa

KOSTNAÐUR við gerð auglýsinga og birtingu þeirra fyrir Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa nam rúmum 400 milljónum króna á árunum 1989-1998. Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Aðventugleði á Eyrarbakka

AÐVENTUGLEÐI verður haldin á Eyrarbakka laugardaginn 4. desember. Kl. 14 verður hinn árlegi jólabasar Kvenfélagsins á Stað og kl. 16 verður kveikt á jólatrénu við Álfsstétt. Kl. 16.30 verður síðan boðið upp á jólaglögg, upplestur og eplaskífur í Húsinu. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Aðventuhátíð á Laugarvatni

Í LAUGARDAL á Laugarvatni verður haldinn jólamarkaður o.fl. laugardaginn 4. desember. Þá verður einnig kveikt á jólaljósum. Dagskráin hefst kl. 14 við Barnaskólann þar sem kveikt verður á jólaljósum og jólamarkaður kvenfélagsins verður opnaður. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Aðventukvöld og málefni bágstaddra

MÁLEFNUM bágstaddra og þriðja heimsins verður sérstakur gaumur gefinn við messu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 5. desember kl. 14. Beðið verður fyrir þeim sem um sárt eiga að binda og tónlist frá Afríku hljómar. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Allt að 12 létust í lestarslysi

ÓTTAST er að 12 farþegar hafi látist þegar tveimur járnbrautarlestum laust saman í fjöllunum ofan við borgina Sydney í Ástralíu í gær. Að minnsta kosti 51 slasaðist við áreksturinn, þar af átta alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að farþegalest með 1. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 380 orð

Áhöfninni tókst ekki að losa björgunarbátana

STAÐFEST hefur verið að þrír af fjórum gúmbjörgunarbátum farþegaferjunnar Sleipnis, sem fórst við Vestur-Noreg fyrir viku, sukku með ferjunni, að því er fram kemur hjá norska netmiðlinum Nettavisen . Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 483 orð

Á lítið sameiginlegt með íslenskum gagnagrunni

BRESKIR sérfræðingar á sviði læknavísinda hafa í hyggju að koma á fót líf- og læknisfræðilegum gagnagrunni (UK Population Biomedical Collection) eða gagnagrunni sem hefur að geyma erfðasýni úr að minnsta kosti hálfri milljón manna í Bretlandi. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Átta hús rýmd

ALMANNAVARNANEFND Bolungarvíkur ákvað um kl. 18 í gær að rýma sex hús við Dísarland og tvö hús við Traðarland vegna snjóflóðahættu. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 337 orð

Bilun varð í mælitæki

SKOÐUN á hreyfli ATR-flugvélar Íslandsflug, sem lenti á einum hreyfli á Akureyrarflugvelli í gærmorgun, leiddi í ljós að sennilegast var um að ræða bilun í mælitæki, sem gefur til kynna olíuþrýsting á hreyflinum. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Brugðið á leik í píanóbúð

PÍANÓNEMENDUR Allegro Suzukitónlistarskólans munu bregða á leik í Hljóðfæraverslun Leifs. H. Magnússonar að Gullteigi 6 um klukkan 14 laugardaginn 4. desember. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Bæjarráð felldi tillögu um að þremur gæsluvöllum yrði lokað

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar felldi nýlega tillögu félagsmálaráðs um að gæsluvöllunum við Arnarhraun, Háabarð og Hlíðarberg yrði lokað yfir köldustu vetrarmánuðina, frá byrjun nóvember til loka febrúar. Meira
3. desember 1999 | Landsbyggðin | 55 orð

Dansað í Laugagerði

Eyja- og Miklaholtshreppi- Danskennsla hefur staðið yfir í Laugagerðisskóla síðustu tvær vikur. Ásrún Kristjánsdóttir frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur séð um kennsluna. Allir nemendur skólans voru í danskennslu og fá nemendur einkunn fyrir. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Dæmdar 2,2 milljóna króna miskabætur fyrir fangelsisvist

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða manni 2,2 milljónir króna í miskabætur með dráttarvöxtum og 500 þús. kr. í málskostnað. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ekki undanþeginn fasteignagjöldum

FLUTT hefur verið á Alþingi frumvarp til laga um afnám undanþágu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá greiðslu fasteignagjalda. Í frumvarpinu segir að ekki séu lengur forsendur fyrir undanþágu frá greiðslu fasteignagjalda sem 16. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 558 orð | 1 mynd

Eldfjall spúir ösku yfir Quito

ELDFJALLIÐ Guagua Pichincha í Ekvador, sem er í aðeins 11 km fjarlægð frá höfuðborginni Quito, hefur undanfarna daga ítrekað spúið ösku og reyk. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Farþegar í vandræðum

KALLA þurfti til aðstoð kröftugra bíla til að flytja hundruð farþega frá Leifsstöð til síns heima í gærkvöldi vegna slæms veðurs, en rúmlega 400 farþegar voru þá nýkomnir í Leifsstöð með risaþotu Atlanta frá Las Palmas, skv. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Fimm systkini í sömu hljómsveit

SKÓLAHLJÓMSVEIT Vesturbæjar heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur nk. sunnudag kl. 14. Svo óvanalega vill til að með hljómsveitinni leika fimm systkini. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 335 orð | 2 myndir

Fleiri lík fundin

Mexíkóskir og bandarískir rannsóknarmenn fundu í gær líkamsleifar sex manna sem taldir eru vera fórnarlömb eiturlyfjasmyglara í Mexíkó. Meira
3. desember 1999 | Miðopna | 1087 orð | 1 mynd

Forsendur sigra í landhelgismálinu

MARGIR hafa ritað um landhelgismálið, það er útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar úr 3 sjómílum, eins og hún var 1901, í 200 sjómílur eins og hún varð 1975. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fór til fimm barna móður

VINNINGSHAFINN, sem vann 40 milljónir í Víkingalóttói, gaf sig fram á skrifstofu Íslenskrar getspár í gærmorgun með vinningsmiðann góða sem var 10 raða sjálfvalsmiði sem kostaði 250 krónur og keyptur var í söluturninum Miðvangi í Hafnarfirði. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 416 orð | 3 myndir

Framkvæmdir við Víkurskóla hefjast í vor

TEIKNINGAR af Víkurskóla, sem byggja á í Borgarholtshverfi í Gravarvogi, verða lagðar fyrir byggingarnefnd Reykjavíkurborgar nú í byrjun desember og segir Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður byggingardeildar borgarverkfræðings að framkvæmdirnar... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

FUNDUR hefst í Alþingi kl.

FUNDUR hefst í Alþingi kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Seðlabanki Íslands, frh. 1. umræðu (atkvgreiðsla). 2. Jarðalög, frh. 1. umræðu (atkvgreiðsla). 3. Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, frh. 1. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Goshætta í Eyjafjallajökli

NÝLEGAR niðurstöður úr mælingum jarðvísindamanna við Eyjafjallajökul benda til þess að kvika safnist nú fyrir á um 5-10 kílómetra dýpi á afmörkuðu svæði undir sunnanverðum jöklinum. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Gunnar Ingi á þing

FYRSTI varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, Gunnar Ingi Gunnarsson, tók í gær sæti á Alþingi í stað Sverris Hermannssonar, formanns flokksins, en Sverrir mun ekki geta gegnt þingmennsku næstu tvær vikurnar. Meira
3. desember 1999 | Miðopna | 842 orð | 1 mynd

Hagræðing að auknum netsamskiptum segja talsmenn tilboðsins

Tilboð Íslandsbanka og Íslandssíma um ókeypis tengingu við Netið hefur valdið minni netþjónustufyrirtækjum ákveðnum áhyggjum. Talsmaður samtaka þeirra segir að leitað verði álits Samkeppnisstofnunar vegna tilboðsins. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Hart deilt um greiðslur Orkuveitunnar

ORKUVEITA Reykjavíkur er með sterka eiginfjárstöðu þrátt fyrir að úr fyrirtækinu séu teknir rúmir 4 milljarðar á þessu ári og því næsta í þeim tilgangi að borga niður skuldir borgarsjóðs. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Hádegistónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju heldur hádegistónleika í kirkjunni á morgun, laugardaginn 4. desember kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verður aðventu- og jólatónlist eftir Johann Sebastian Bach og Louis Claude d'Aquin. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Hátíðarhöld í Húsi aldraðra

ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra, Sjálfsbjörg-Akureyri og samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri halda sameiginlega upp á alþjóðadag fatlaðra með samkomu sem fram fer í Húsi aldraðra í kvöld, föstudagskvöldið 3. desember, og hefst hún kl. 20. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð | 2 myndir

Hitti Íslendinga í Seattle

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti Íslendinga búsetta í Seattle í boði sem haldið var í norræna safninu í Seattle. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs

HREINN Loftsson hrl., formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, tekur við stjórnarformennsku í Baugi hf. af Óskari Magnússyni hrl. sem lætur af störfum hjá félaginu í árslok. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 558 orð | 1 mynd

Hreinsun "Elginmarmaralágmyndanna" hneyksli

BREZKIR og grískir fornleifafræðingar komu saman í Lundúnum á þriðjudag til að sitja í tvo daga á rökstólum og reyna að jafna ágreining sinn um það hvernig farið hefur verið með Elgin-marmaralágmyndirnar svokölluðu, eina af þjóðargersemum Grikkja, þær... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Íslandspóstur hækkar gjaldskrá 1. janúar

ÍSLANDSPÓSTUR hækkar um næstu áramót gjaldskrá fyrir póstþjónustu innanlands. Auk hækkunar á innanlandsgjaldskrá fyrir almennan bréfapóst hækkar verð ýmissa sérflokka póstþjónustu s.s. blöð og tímarit, fjölpóstur, ábyrgðarbréf og bögglar til útlanda. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Íslensk kvikmyndahátíð í New York

ÍSLENSKA kvikmyndahátíðin í New York hefst í dag, þriðjudag, á upphafi landafundahátíðar í Bandaríkjunum. Hátíðin hefst með sýningu kvikmyndar Guðnýjar Halldórsdóttur Ungfrúin góða og húsið. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Jólaföndur

JÓLAFÖNDUR verður á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, laugardag, og sjá tvær fjórtán ára stúlkur, Hekla og Sandra, um það sem og framvegis á laugardögum í desember. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jólahátíð fyrir fatlaða

JÓLAHÁTÍÐ Gleðigjafanna fyrir fatlaða verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 5. desember kl. 15.30-18. Á hátíðinni verða fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. Meira
3. desember 1999 | Landsbyggðin | 81 orð

Jólarauðvín Frakka smakkað

Egilsstöðum- Hótel Hérað bauð gestum nýlega til rauðvínssmökkunar, eða á sama tíma og jólarauðvín Frakka, Beaujolais Nouveau, er smakkað víða um Evrópu. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Jól á Laugavegi

MARGT verður um að vera á Laugavegi allar helgar fram að jólum. Laugardaginn 4. desember frá kl. 15 verða á ferðinni jólasveinar, blásarar úr Skólahljómsveit Kópavogs, harmonikuleikarar og kórar. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 283 orð

KEA og Rúmfatalagernum úthlutað lóð undir verslunarmiðstöð

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, lagði fram á fundi bæjarráðs í gær drög að samkomulagi milli Rúmfatalagersins ehf. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Kertaafgöngum breytt í verðmæti

KERTAGERÐ Sólheima í Grímsnesi og Olís hafa á einu ári safnað um sjö og hálfu tonni af kertaafgöngum sem breytt hefur verið í verðmæti með því að steypa ný kerti. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 5. desember kl. 21. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á sunnudag, 5. desember. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Aðventukvöld í Glæsibæjarkirkju á sunnudagskvöld, 5. desember, kl.... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Kristniboðsbasar á laugardag

ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 4. desember næstkomandi. Hefst hann kl. 14 og verður í Kristniboðssalnum við Háaleitisbraut. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Kuldinn gleymist í hita leiksins

NOKKUÐ kalt hefur verið í höfuðborginni undanfarna daga og því hafa höfuðborgarbúar þurft að klæða sig vel til að halda á sér hita. Þessum ungu drengjum virðist hinsvegar ekki vera kalt enda gleymist allt slíkt í hita... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Lágmörk framfærslukostnaðar hækka um 20%

LÁGMÖRK framfærslukostnaðar í greiðslumati vegna umsókna um íbúðalán Íbúðalánasjóðs hækkuðu um 20% frá og með 1. desember. Þannig er lágmarksframfærsla í greiðslumati hjá hjónum með tvö börn 90 þúsund kr. og 51 þúsund kr. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Leiðrétt

Í FRÁSÖGN af endurfundum Skotans Douglas Henderson og Halldórs Gíslasonar, fyrrverandi skipstjóra á togaranum Gulltoppi, sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag, var ranglega sagt að Halldór væri eini eftirlifandi skipverji Gulltopps, en Gulltoppsmenn... Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Líf og fjör í göngugötu

ÞAÐ verður líf og fjör í göngugötunni í Hafnarstræti um helgina. Gera má ráð fyrir að sögutjaldið sem þar er iði af lífi en þangað munu streyma börn úr leikskólum bæjarins sem og þau sem eru hjá dagmæðrum. Um miðjan dag, eða kl. 15. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að tveimur árekstrum sem urðu mánudaginn 29. nóvember. Fyrri áreksturinn varð um klukkan 15. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Málfundur um ágreininginn við Sultartanga

UNGIR sósíalistar og aðstandendur vikublaðsins Militant standa fyrir málfundi föstudaginn 3. desember kl. 17.30 um ágreininginn vegna vinnu tékkneskra iðnaðarmanna við Sultartanga. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Málið illa undirbúið

ÁRNI Magnússon, Framsóknarflokki og Knútur Bruun, Sjálfstæðisflokki, mótmæltu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag sölu Hveragerðisbæjar á dreifikerfi rafveitunnar til Rarik. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Mikil óánægja með að akstri skuli hætt

MIKIL óánægja ríkir meðal starfsmanna Flugleiða sem starfa í flugstöð Leifs Eiríkssonar og búa í Keflavík og Njarðvíkum með að fyrirtækið skuli ekki lengur bjóða þeim upp á akstur til og frá vinnu. Meira
3. desember 1999 | Landsbyggðin | 284 orð | 1 mynd

Miklar umræður á aðalfundi Afls

Reyðarfirði - Samtökin Afl fyrir Austurland héldu sinn fyrsta aðalfund í Félagslundi Reyðarfirði laugardaginn 28. nóvember sl. Þar tóku til máls fulltrúar stjórnar samtakanna, Fjarðabyggðar og unga fólksins á Austurlandi. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Náttúruspjöll á friðlandi

BREKKAN hjá Frostastaðahálsi í Landmannalaugum er illa farin eftir akstur utan vega líkt og myndin sýnir glögglega, en hún var tekin um síðustu helgi. Þó jörð sé freðin og hulin snjó getur akstur utan vega engu síður valdið umtalsverðum náttúruspjöllum. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nýtt apótek í Kringlunni

APÓTEKIÐ er ný lyfjaverslun, sem opnuð hefur verið í Nýkaupi í Kringlunni. Í fréttatilkynningu segir: "Markmið Apóteksins er að bjóða lyf og alla aðra vöru á besta verði sem völ er á. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nýtt apótek í Kringlunni

APÓTEKIÐ er ný lyfjaverslun, sem opnuð hefur verið í Nýkaupi í Kringlunni. Í fréttatilkynningu segir: "Markmið Apóteksins er að bjóða lyf og alla aðra vöru á besta verði sem völ er á. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 874 orð | 1 mynd

Orð í tíma töluð

Tryggvi Gíslason fæddist á Bjargi í Norðfirði 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1958. Meistaraprófi í íslenskum fræðum lauk hann frá Háskóla Íslands 1968. Hann var sendikennari við háskólann í Bergen í Noregi 1968 til 1972. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Óhjákvæmilegt eftir dóm Félagsdóms

GEIR H. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Ósónlagið yfir Norður-Evrópu óvenju þunnt

ÓSÓNLAGIÐ yfir norðvesturhluta Evrópu er óvenju þunnt núna miðað við árstíma, að því er mælingar Evrópsku geimferðarstofnunarinnar benda til. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Parkinsonsamtökin á Íslandi eru 60 ára í dag

Parkinsonsamtökin á Íslandi eru 60 ára í dag. Af þessu tilefni verður hátíð fyrir félagsmenn, gesti og alla aðra, í Kiwanishúsinu Engjateigi 11 á morgun laugardaginn 4. des kl: 12 á hádegi. Boðið er upp á kvöldverð á 2.300 kr. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Presturinn í Holti fluttur úr embætti

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent frá sér fréttatilkynningu varðandi ágreiningsmál í Holtsprestakalli í Önundarfirði, en þar segir: "Samkvæmt heimild í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 308 orð

Raddir Evrópu fá 26 milljónir

REYKJAVÍK menningarborg Evrópu árið 2000 hlaut í gær hæsta mögulega styrk úr CONNECT-sjóði Evrópusambandsins til verkefnisins Raddir Evrópu. Styrkurinn er 350. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Ráðstefna um skógrækt

ÍSLANDSSKÓGAR, ráðstefna um skógrækt á tímamótum, verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, föstudaginn, 3. desember kl. 13-17. Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Skatttekjurnar nema um 2.457 milljónum

SKATTTEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar árið 2000 eru áætlaðar 2.457 milljónir króna að því er fram kemur í frumvarpi að fjárhagsáæltun sem rætt var á fundi bæjarráðs í gær, en því var vísað til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar sem verður eftir helgi. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Skilar hertu eftirliti með fíkniefnum

UNDIRBÚNINGUR að þátttöku Norðurlanda að Schengensamstarfinu var meðal þess sem rætt var á fundi sem dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, var í forsæti fyrir í Brüssel í gær. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 446 orð

Skipun rannsóknarnefndar á vegum þingsins samþykkt einróma

ÞÝZKA þingið samþykkti einróma í gær skipun sérstakrar rannsóknarnefndar, sem á að fara ofan í saumana á fjármálahneyksli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls fyrrverandi kanzlara. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Sprengjuregn yfir tsjetsjenskum bæjum

RÚSSAR gerðu harða hríð að Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær en viðurkenndu, að varnir Tsjtsjena í borginni væru öflugar. Sendimaður Evrópuráðsins sagði í gær, að með hernaði sínum virtu Rússar lítils mannréttindi íbúanna. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Staða seðlabankastjóra auglýst á allra næstu dögum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að staða seðlabankastjóra yrði auglýst laus til umsóknar á allra næstu dögum. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Stjórn Varðar segir af sér

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. "Við undirrituð stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, segjum hér með af okkur. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Strandaði í innsiglingu Ísafjarðarhafnar

TOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS, sem strandaði í gær í innsiglingunni á Ísafirði, er kominn að bryggju. Togarinn var á lítilli ferð þegar hann strandaði á sandrifi á Suðurtangaoddinum og er því óskemmdur. Hann náðist á flot upp úr klukkan fjögur. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Stund kynslóðanna

Í GÆR var haldin menningar- og skemmtidagskrá fyrir fólk á öllum aldri í Salnum í Kópavogi sem bar nafnið Stund kynslóðanna. Stundin var haldin að frumkvæði Félags eldri borgara í Kópavogi, Hana-nú og félagsheimilanna Gjábakka og Gullsmára. Meira
3. desember 1999 | Miðopna | 853 orð

Synjun um laun í fæðingarorlofi brot á jafnréttislögum

TVEIMUR kærumálanna var beint gegn fjármálaráðherra en í hinu þriðja var um að ræða kæru Sambands íslenskra bankamanna, fyrir hönd föður sem starfar hjá Reiknistofu bankanna, gegn Reiknistofunni. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Sögð liður í hrossakaupum stjórnarflokka

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Byggðastofnun á Alþingi í gær en frumvarpið felur m.a. í sér að stofnunin muni framvegis heyra undir yfirstjórn iðnaðarráðherra í stað forsætisráðherra. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 362 orð

Tekur undir sjónarmið Eiríks Tómassonar

JAKOB Möller, formaður Lögfræðingafélags Íslands, kveðst telja að Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður hafi mikið til síns máls þegar hann kveðst telja að vafi leiki á því að Hæstiréttur hafi virt viðurkennda grundvallarreglu um jafnræði aðila fyrir dómi... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tillögur Íslands í drögum að yfirlýsingu

TILLÖGUR sem íslensk stjórnvöld hafa lagt fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) eru komnar inn í drög að yfirlýsingu ráðherrastefnunnar, sem nú stendur yfir í Seattle. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Tímabært að huga að viðbyggingu

ÞESS var minnst með hátíðarsamkomu á fullveldisdaginn að fimm ár eru liðin síðan Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðu 1. desember 1994. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Tveir einstaklingar hafa sýkst

TVEIR einstaklingar á bænum Bjólu I, í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu, hafa greinst með salmonellusýkingu. Enn er ekki vitað hvernig smit barst í kýrnar á bænum Bjólu sem greindust með salmonellusýkingu í vikunni. Meira
3. desember 1999 | Landsbyggðin | 384 orð | 1 mynd

Tæknivæddasta sýning landsins

Grindavík - Hitaveita Suðurnesja opnaði Gjána í mötuneytis- og kynningarhúsi sínu Eldborg laugardaginn 27. nóvember. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 327 orð

Undir íslenskum stjórnvöldum sjálfum komið

UMHVERFIS- og viðskiptaráðherra Noregs, Lars Sponheim, segir að norsk yfirvöld muni eftirláta íslenskum stjórnvöldum að taka ákvörðun um framtíð Fljótsdalsvirkjunar og byggingu álvers í Reyðarfirði, og að Norsk Hydro muni virða ákvörðun íslenskra... Meira
3. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 487 orð

Verslunarmiðstöð byggð upp Gleáreyrum á næsta ári

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri hefur selt einkahlutafélaginu Lagerinn ehf., sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Rúmfatalagersins, hluta húseigna sinna á Gleráreyrum. Um er ræða tæplega 4.000 fermetra verksmiðjuhús og svokallaða dúkaverksmiðju, tæplega... Meira
3. desember 1999 | Miðopna | 694 orð

VIÐRÆÐURNAR Í SEATTLE

UPPHAF nýrrar lotu alþjóðlegra viðskiptaviðræðna hefur ekki farið snurðulaust af stað. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Vildu meiri tíma til að fjalla um Fljótsdalsvirkjun

STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi lét við upphaf þingfundar í gær í ljósi óskir um að umhverfisnefnd Alþingis fengi lengri tíma en henni hefur verið ætlaður til að fjalla um umhverfisþátt þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um framhald framkvæmda við... Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Wahid sagður hafa heimilað hernum að beita valdi

ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, hefur heimilað hernum að grípa til "harðra aðgerða" til að bæla niður hreyfingu aðskilnaðarsinna í Aceh-héraði, að sögn indónesíku fréttastofunnar Antara í gær. Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Þrír piltar viðurkenna aðild að brotunum

ÞRÍR piltar á aldrinum 16 til 17 ára viðurkenndu við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík í gær að hafa unnið skemmdarverk á yfir 50 bifreiðum í Vesturbænum um þarsíðustu helgi og viðurkenndu ennfremur innbrot í sumar þeirra. Meira
3. desember 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Þróunarríki vilja ekki viðræður um rétt launamanna

RÁÐHERRAR og fulltrúar á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Seattle í Bandaríkjunum reyndu í gær að snúa sér að verkefninu sjálfu, væntanlegum viðskiptaviðræðum, en sumir þeirra hafa verið í eins konar herkví inni á hótelherbergjum vegna... Meira
3. desember 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ætla að sækjast eftir byggðakvóta Flateyrar

KAMBUR, nýstofnað fiskvinnslufyrirtæki á Flateyri, hyggst sækjast eftir byggðakvóta sem eyrnamerktur var Flateyri sl. sumar en síðan úthlutað til Þingeyrar. Forsvarsmenn Kambs og Básafells hf. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 1999 | Staksteinar | 410 orð

Eiturlyf og útrýmingarhætta

VEF-ÞJÓÐVILJINN fjallar í fyrri viku um væntanlega heimsókn dómsmálaráðherra til Bandaríkjanna og bregður svo yfir í að fjalla um kjallaragrein í DV eftir Hafdísi Björgu Hjálmarsdóttur. Meira

Menning

3. desember 1999 | Menningarlíf | 50 orð

Aðventutónleikar Borgarkórsins

AÐVENTUTÓNLEIKAR Borgarkórsins verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag kl. 17. Á efnisskránni eru lög af nýútkominni geislaplötu kórsins auk hefðbundinna jóla- og aðventusöngva. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Ásbjörg til Tókýó

ÁSBJÖRG Kristinsdóttir, er hreppti 2. sætið í Fegurðarsamkeppni Íslands í vor, er á leið til Tókýó í Japan og verður fulltrúi Íslands í keppninni Miss International 1999 sem fram fer 14. desember. Meira
3. desember 1999 | Tónlist | 534 orð

Berserkjasöngur

Sönglög eftir Emil Thoroddsen. Þorgeir J. Andrésson tenór, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Miðvikudaginn 1. desember kl. 20:30. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Boð og bönn á heimili Sylvesters Stallones

HEYRST hefur að töfratröllið Sylvester Stallone hafi hagað sér eins og keisari á heimili sínu í Miami og beðið þjónustufólk sitt að hverfa sér sjónum og bannað því að horfa í augun á sér. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð | 2 myndir

Bubbi ennþá efstur

Á SAFNLISTANUM Gamlt og gott heldur Bubbi ennþá toppsætinu fimmtu vikuna í röð með plötu sína Sögur. Bestu lög Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar, Dans gleðinnar, kemur fast á hæla Bubba og er í öðru sætinu aðra vikuna í röð. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Dimm og drungaleg

Leikstjóri: Darren Doane. Handrit: D. Doane og Sean Atkins. Aðalhlutverk: Rick Rodney, Bobby Field og Christi Allen. (95 mín.) Bandaríkin. Skífan, nóvember 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 42 orð | 2 myndir

Einsöngstónleikar í Söngskólanum

TVENNIR burtfararprófstónleikar verða í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg, um helgina. Á morgun, laugardag, kl. 16 eru tónleikar Arndísar Fannberg mezzó-sópran og Láru S. Rafnsdóttur píanóleikara. Síðari tónleikar eru sunnudaginn 5. des. kl.... Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 443 orð | 1 mynd

Fjallar um sjálfsvíg meðal ungs fólks

ÚT ER komin í Bandaríkjum bókin Night Falls Fast eftir sálfræðinginn Kay Redfield Jamison, höfund bókarinnar Í róti hugans , sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 686 orð

Hljómsveit á sýningu

Leifur Þórarinsson: Haustspil. Poulenc: Konsert f. 2 píanó. Mussorgsky: Myndir á sýningu. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Zuohuang Chen. Fimmtudaginn 2. desember kl. 20. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 92 orð | 2 myndir

ÍSLENSKIR söngvar er í flutningi Auðar...

ÍSLENSKIR söngvar er í flutningi Auðar Gunnarsdóttur , sópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Á plötunni eru lög, þekkt íslensk sönglög og þjóðlög eftir ýmsa höfunda, m.a. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 639 orð | 1 mynd

Jólaengill og tölvufíkill

LEIKARAR Möguleikhússins standa í ströngu á jólaföstunni. Í dag verður frumsýnt nýtt jólaleikrit, Jónas týnir jólunum og er það ætlað börnum á forskólaaldri og neðri bekkjum grunnskólans. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 41 orð | 1 mynd

Jólasveinn til leigu

SKÓLANEMAR í Berlín fóru í skrúðgöngu sem jólasveinar og englar og sungu jólalög á árlegri jólasveinauppákomu á þriðjudag. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 59 orð

Jólatónleikar í Fríkirkjunni

JÓLATÓNLEIKAR með yfirskriftinni Englakór frá himnahöll, verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 14 og í Grindavíkurkirkju kl. 17, sama dag. Á dagskrá eru ýmis jólalög, atriði úr Sister Act og Gospel. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 81 orð

KAMMERSVEIT Reykjavíkur Messiaen hefur að geyma...

KAMMERSVEIT Reykjavíkur Messiaen hefur að geyma upptöku sem Ríkisútvarpið gerði í febrúar 1977 af tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur . Um frumflutning á Íslandi var að ræða á verkinu Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 86 orð

Karlakórar í Njarðvíkurkirkju

KARLAKÓR Keflavíkur og Karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Einnig kemur fram sönghópurinn Sandlóur. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum og erlendum lögum, m.a. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 146 orð | 2 myndir

Konunglega breska óperan opnuð á ný

KONUNGLEGA breska óperan var tekin í notkun eftir umfangsmiklar endurbætur í fyrrakvöld. Húsið hefur verið lokað í rúm tvö ár og hljóðar reikningurinn fyrir endurbótunum upp á um 25 milljarða króna. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 1283 orð | 2 myndir

Kynlíf í brennidepli

BLÁA herbergið vakti mikla athygli í Bretlandi þegar það var frumsýnt þar fyrir hálfu öðru ári. Vísast beindist athyglin að stjörnunni Nicole Kidman sem fækkaði fötum í sýningunni en verkið sjálft vakti einnig verðskuldaða athygli. Meira
3. desember 1999 | Tónlist | 446 orð

Landslið kvöldlokkanna

Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar fluttu tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 29 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

BLÁA HERBERGIÐ eftir David Hare. Byggt á verki Arthurs Schnitzlers. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson og Marta Nordal. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Paddy Cunneen. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Nóg að gera

ROKKEKKJAN Courtney Love er komin á fullt í kvikmyndunum. Hún er nýbúin að leika á móti sjálfum Jim Carrey í myndinni "Man On the Moon" sem leikstýrt er af leikstjóranum Milos Forman, en hún kemur í kvikmyndahús vestanhafs 22. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

KARÓLÍNA Eiríksdóttir - Spil er með með fimm verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur í flutningi Gunnars Kvaran, Martial Nardeau, Guðrúnar S. Birgisdóttur, Einars Kristjáns Einarssonar, Ingibjargar Guðjónsdóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Opnar nýja heimasíðu

PÁLL ÓSKAR mun opna glænýja heimasíðu sína í dag, föstudag, í JAPIS í Kringlunni kl. 17. Þetta er stærsta heimasíða íslensks poppara á markaðnum, en hún tekur yfir 60 MB (megabyte) í geymslu og er á slóðinni www.pauloscar.com . Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Orgel gegn lúðrum í Langholtskirkju

TVEIR málmblásarakvartettar koma fram á tónleikum í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Það er Hljómskálakvartettinn og Kvintett Coretto ásamt Jóni Stefánssyni orgelleikara kirkjunnar. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Selma vinsæl

NÝJA platan hennar Selmu "I Am" er enn í efsta sæti Tónlistans, en nýja platan með Metallicu fer beint í annað sætið. Pottþétt 18 kemur ný inn í 3. sætið. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 563 orð | 4 myndir

Sigríður Beinteinsdóttir söngkona skrifar um nýjustu plötu Tinu Turner "Twenty Four Seven" -

TWENTY Four Seven" heitir nýjasti geisladiskurinn sem rokkdrottningin Tina Turner sendi nýverið frá sér. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 229 orð | 1 mynd

Skúffugallerí á Tryggvagötu

FÉLAGAR í Íslenskri grafík opna skúffugallerí á Tryggvagötu 17, í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þeir 36 listamenn sem eiga verk í skúffugalleríinu eru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna G. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 40 orð

Syngjandi jól í Hafnarborg

SYNGJANDI jól verða haldin í þriðja sinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag. Þar koma fram 22 kórar og sönghópar með um 80 kórfélaga. Söngurinn hefst kl. 13 og lýkur kl. 20.20. Meira
3. desember 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Tveir kórar í Árbæjarkirkju

REYKJALUNDARKÓRINN og Karlakórinn Stefnir verða með sameiginlega aðventutónleika í Árbæjarkirkju á sunnudag kl. 15. Reykjalundarkórinn syngur m.a. nokkur jólalög, negrasálm og afrískt lag úr kvikmyndinni Amistad. Meira
3. desember 1999 | Fólk í fréttum | 210 orð | 1 mynd

Þungarokk á klassískum nótum

ÞUNGAROKKARARNIR í Metallica eru á aðeins öðrum nótum á nýjustu plötu sinni "S&M", en á henni er upptaka frá tvennum tónleikum sveitarinnar með sinfóníuhljómsveit San Francisco-borgar sem haldnir voru í Madison Square Garden í New York í... Meira

Umræðan

3. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Austfirðingar - stöndum saman

HVAÐ er að gerast hjá hluta af þjóðinni. Veit hún ekki að minnihluti landsmanna nýtur góðs af hitaveituvatni? Hinn hluti landsmanna verður í staðinn að nota rafmagn til upphitunar á húsnæði sínu. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 942 orð | 1 mynd

Fasteignaskattur á landsbyggðinni

Virðist sem eitt ár eigi enn að bætast við, segir Skúli Alexandersson, þar sem hinir ranglátu fasteignaskattar verði álagðir og innheimtir. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 942 orð | 1 mynd

Fasteignaskattur á landsbyggðinni

Virðist sem eitt ár eigi enn að bætast við, segir Skúli Alexandersson, þar sem hinir ranglátu fasteignaskattar verði álagðir og innheimtir. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 972 orð | 1 mynd

Goðsögnin um íslenska velferðarríkið

Í RÚMT ár hefur Öryrkjabandalag Íslands reynt að vekja athygli þings og þjóðar á þeirri staðreynd að ekkert nágrannaríkja okkar ver eins litlu broti þjóðartekna sinna til öryrkja. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Hænsnasiðfræði

Það er greinilegt, segir Baldur Pálsson, að siðferðisskyldur prófessora hverra við annan eru ekki af sama toga og lögmanna því að Vilhjálmur telur það augljóslega skyldu sína að grafa undan kollega sínum og bola honum úr embætti. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 909 orð | 1 mynd

Rekstur heilbrigðisþjónustu

Við getum því ekki haldið áfram að reka heilbrigðiskerfi okkar, segir Ólafur Örn Arnarson, á grundvelli úreltrar hugmyndafræði. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 909 orð | 1 mynd

Rekstur heilbrigðisþjónustu

Við getum því ekki haldið áfram að reka heilbrigðiskerfi okkar, segir Ólafur Örn Arnarson, á grundvelli úreltrar hugmyndafræði. Meira
3. desember 1999 | Aðsent efni | 223 orð | 1 mynd

Reykjavík lokar hringnum

Óbilandi trú á málstaðinn, segir Jóhanna Sigurðardóttir, hefur gert þennan draum að veruleika sem við fögnum nú með stofnun Samfylkingar í Reykjavík. Meira
3. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 126 orð

Tónleikar til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar

TVENNIR styrktartónleikar Hjálparstarfs kirkjunnar verða í Reykjavík, í kvöld og á morgun, laugardag. Tónleikarnir eru liður í hátíð vegna 1000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi. Fyrri tónleikarnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. Meira

Minningargreinar

3. desember 1999 | Minningargreinar | 2928 orð

Berta Jakobsdóttir

Berta Jakobsdóttir fæddist á Hömrum í Reykholtsdal 22. ágúst 1943 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Sigurðsson frá Hömrum í Reykholtsdal, f. 28. maí 1905, d. 20. júní 1970, og eiginkona hans, Aðalbjörg Valentínusdóttir, f. 8. febrúar 1918, búsett í Bræðraborg í Garði. Systkini Bertu eru: 1) Ásta, f. 9. apríl 1934. Eiginmaður hennar er Þorsteinn Pétursson, f. 22. okt. 1930. Þau eru búsett í Reykholtsdal. 2) Magnús, f. 9. ágúst 1939. Eiginkona hans er Valgerður Rósa Sigurðardóttir, f. 18. september 1940. Þau eru búsett í Kópavogi. 3) Guðrún, f. 9. nóv. 1940. Eiginmaður hennar er Sigurður Hallgrímsson, f. 13. júlí 1937. Þau eru búsett í Reykjavík. 4) Svanhildur, f. 4. maí 1942. Eiginmaður hennar er Ólafur Ágúst Jónsson, f. 28. feb. 1936. Þau eru búsett í Njarðvík. 5) Borghildur, f. 2. maí 1945, búsett í Reykjavík. 6)Katrín, f. 8. apríl 1958. Eiginmaður hennar er Guðmundur Gunnlaugsson, f. 15. feb. 1955. Þau eru búsett í Kópavogi. Hinn 31. desember 1967 giftist Berta Brynjari Valdimarssyni, f. 21. mars 1939 í Stykkishólmi, d. 12. janúar 1973. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðríður Svanhvít, íþróttakennari, f. 11. okt. 1967. Sambýlismaður hennar er Pálmi Steinar Guðmundsson frá Kvennabrekku í Miðdölum, f. 11. september 1968. Þau eru búsett í Garði. Börn þeirra eru Guðmundur Jón, f. 9. nóvember 1995, og Brynja, f. 26. feb. 1999. 2)Sigríður, leikskólakennari, f. 16. september 1969. Hún er búsett í Reykjavík. Dóttir hennar er Berta, f. 26. apríl 1998. 3) Borgar, hlaðmaður hjá Flugleiðum, f. 25. mars 1972. Hann er búsettur í Garði. Árið 1974 hóf Berta sambúð með Ólafi Tryggvasyni, f. 27. desember 1944 í Garði í Gerðahreppi. Þau fluttust árið 1975 að Melbraut 19 í Garði. Þau eignuðust einn son, Brynjar, fiskvinnslumann, f. 18. maí 1976, búsettur í Reykjanesbæ. Unnusta hans er Birgitta B. Bjarnadóttir, f. 5. júní 1981. Berta vann við ýmis störf um ævina, en síðast starfaði hún á Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. Útför Bertu fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 2928 orð | 1 mynd

Berta Jakobsdóttir

Berta Jakobsdóttir fæddist á Hömrum í Reykholtsdal 22. ágúst 1943 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Sigurðsson frá Hömrum í Reykholtsdal, f. 28. maí 1905, d. 20. júní 1970, og eiginkona hans, Aðalbjörg Valentínusdóttir, f. 8. febrúar 1918, búsett í Bræðraborg í Garði. Systkini Bertu eru: 1) Ásta, f. 9. apríl 1934. Eiginmaður hennar er Þorsteinn Pétursson, f. 22. okt. 1930. Þau eru búsett í Reykholtsdal. 2) Magnús, f. 9. ágúst 1939. Eiginkona hans er Valgerður Rósa Sigurðardóttir, f. 18. september 1940. Þau eru búsett í Kópavogi. 3) Guðrún, f. 9. nóv. 1940. Eiginmaður hennar er Sigurður Hallgrímsson, f. 13. júlí 1937. Þau eru búsett í Reykjavík. 4) Svanhildur, f. 4. maí 1942. Eiginmaður hennar er Ólafur Ágúst Jónsson, f. 28. feb. 1936. Þau eru búsett í Njarðvík. 5) Borghildur, f. 2. maí 1945, búsett í Reykjavík. 6)Katrín, f. 8. apríl 1958. Eiginmaður hennar er Guðmundur Gunnlaugsson, f. 15. feb. 1955. Þau eru búsett í Kópavogi. Hinn 31. desember 1967 giftist Berta Brynjari Valdimarssyni, f. 21. mars 1939 í Stykkishólmi, d. 12. janúar 1973. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðríður Svanhvít, íþróttakennari, f. 11. okt. 1967. Sambýlismaður hennar er Pálmi Steinar Guðmundsson frá Kvennabrekku í Miðdölum, f. 11. september 1968. Þau eru búsett í Garði. Börn þeirra eru Guðmundur Jón, f. 9. nóvember 1995, og Brynja, f. 26. feb. 1999. 2)Sigríður, leikskólakennari, f. 16. september 1969. Hún er búsett í Reykjavík. Dóttir hennar er Berta, f. 26. apríl 1998. 3) Borgar, hlaðmaður hjá Flugleiðum, f. 25. mars 1972. Hann er búsettur í Garði. Árið 1974 hóf Berta sambúð með Ólafi Tryggvasyni, f. 27. desember 1944 í Garði í Gerðahreppi. Þau fluttust árið 1975 að Melbraut 19 í Garði. Þau eignuðust einn son, Brynjar, fiskvinnslumann, f. 18. maí 1976, búsettur í Reykjanesbæ. Unnusta hans er Birgitta B. Bjarnadóttir, f. 5. júní 1981. Berta vann við ýmis störf um ævina, en síðast starfaði hún á Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. Útför Bertu fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 3964 orð | 1 mynd

Björg Hauksdóttir

Björg Hauksdóttir fæddist 24. janúar 1941 á Hvanneyri. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Haukur Jörundarson, f. 13. maí 1913, og Ástríður Sigurmundardóttir, f. 27. nóvember 1913, þau skildu. Systkini Bjargar eru Anna, f. 1938, Áslaug, f. 1944, Ásrún, f. 1944, og Arndís Ósk, f. 1950. Björg giftist Ólafi Guðmundssyni , þau skildu, sonur þeirra er Hafsteinn Haukur, f. 5. júní 1961, maki Karin Stross, f. 1965. Börn: Ásdís Björg, f. 15. júní 1984, Bryndís Rut, f. 21. apríl 1986, Marteinn Ingi, f. 11. júní 1991. Björg giftist Guðjóni Arnari Kristjánssyni, þau skildu. Synir þeirra eru Kristján Andri, f. 27. ágúst 1967, maki Kristín Berglind Oddsdóttir, f. 1969, barn: Ingunn Rós, f. 1. ágúst 1998. Kolbeinn Már, f. 19. janúar 1971, maki Ingunn Mjöll Birgisdóttir, f. 1970, barn: Björg Sóley, f. 8 október 1997. Arnar Bergur, f. 10. september 1979, kærasta Kolbrún Agnes Guðlaugsdóttir, f. 1981. Útför Bjargar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 2197 orð | 1 mynd

Bryndís Jónsdóttir

Bryndís Jónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 19. nóvember 1926, hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón B. Sveinsson, útgm. á Seyðisfirði, f. 7.4. 1888, og kona hans, Torfhildur Sigurðardóttir, f. 8.8. 1885, d. 24.12. 1947. Systkini Bryndísar eru, Unnur, f. 30.11. 1913, d. 4.7. 1990, Sveinn Ragnar, f. 23.1. 1917, Sigurður, f. 21.8. 1919, Brynjólfur, f. 8.4. 1924, d. 10.5. 1926. 10. aríl 1954 giftist Bryndís Valgeiri Norðfjörð Guðmundssyni, f. 6.5. 1930. Bryndís og Valgeir eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Jónhildur, kennari og listmálari, f. 4.8. 1954. 2) Sigrún námsmaður, f. 5.2. 1956, eiginmaður Halldór Bragason. Börn þeirra eru: Valgeir, f. 18.12. 1974, d. 24.12. 1974, Óskar, f. 10.8. 1976, í sambúð með Önnu Freyju Finnbogadóttur, Valgeir, f. 22.11. 1977, og Snorri f., 12.12. 1980. 3) Unnur Marta, f. 26.3. 1960, sjúkraliði og þroskaþjálfi, í sambúð með Arne Larsen. Stjúpsonur hennar er Anders Jon. 4) Svanhvít Jóhanna, förðunarmeistari, f. 2.4. 1963, gift Peter Rittweger, sonur þeirra er Daniel, f. 6.12. 1993. Bryndís gekk í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 17 ára gömul, starfaði síðan hjá Landssíma Íslands á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík. Bjó á Loranstöðinni á Gufuskálum í níu ár. Rak Edduhótel fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins í Reykjavík í þrjú ár, stofnaði síðan sjúkrahótel fyrir Rauða kross Íslands og rak það í fjórtán ár. Útför Bryndísar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 3. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 1193 orð | 1 mynd

ERLA Guðmundsdóttir

Erla Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 5. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergsteinsson, f. 1. febrúar 1878 á Borg á Mýrum, d. 30. maí 1941, kaupmaður og útgerðarmaður, og kona hans, Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir, f. 14. febrúar 1887 í Flatey, d. 24. mars 1989. Systkini hennar eru: Eyjólfur Einar (látinn), Kristín (látin), Ólafur, Jóhann Salberg (látinn), Sigurborg, Regína, Bergsteinn (látinn), og Guðmundur (látinn). Árið 1954 giftist Erla Gunnlaugi B. Óskarssyni, f. 28. febrúar 1930. Foreldrar hans voru Óskar Jónasson kafari og Margrét Björnsdóttir. Bæði látin. Sonur Erlu er Guðmundur Gunnlaugsson, f. 3. febrúar 1958, sem er kvæntur Grétu Svavarsdóttur. Synir þeirra eru Óskar Bragi og Ingvar Geir. Erla lauk Verslunarskólaprófi árið 1944. Hún vann um árabil í Heildversluninni Heklu og hjá Globus hf. Útför Erlu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 953 orð | 1 mynd

Guðfinna Jónsdóttir

Guðfinna Jónsdóttir fæddist í Hrísey hinn 4. júlí 1944, en þaðan flutti hún ung að árum til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Stefánsson, sjómaður, f. 13. júlí 1918 í Hvammi á Fáskrúðsfirði, d. 19 .september 1981 og Hlíf Kristinsdóttir, f. 9. október1922 á Litla Árskógsandi, d. 27. janúar 1987. Guðfinna eignaðist fjögur börn með fyrri manni sínum Sigurði Wium Árnasyni, f. 5. janúar1935: 1) Margréti Wium Sigurðardóttir (Christensen),f. 18. maí 1963. 2) Albert Wium Sigurðsson, f. 5. apríl 1966. 3) Ágúst Wium Sigurðsson, f. 1. ágúst 1968, d. 11. mars 1986. 4) Jón Hlífar Sigurðsson (Guðfinnuson), f. 6. apríl 1970. Og með seinni sambýlismanni sínum Sören Aðalsteinssyni, f. 8. júní 1925, Steinar Sigurjón Sörensson, f. 24. júlí 1972. 2) Amalía Vilborg Sörensdóttir, f. 16. apríl 1974. Útför Guðfinnu fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Guðmundína Jóhannsdóttir

Guðmundína Jóhannsdóttir (Ína) fæddist í Reykjavík 5. apríl 1905. Hún lét í Landspítalanum 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir, f. 1868 á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi, d. 1945, og Jóhann Teitur Egilsson, trésmiður í Reykjavík, f. 1863 í Vöðlakoti í Flóa, d. 1938. Ína var fjórða í röð fimm systkina. Þau voru Egill Ágúst, f. 1899, d. 1942, maki Katrín Helgadóttir; Guðrún, f. 1900, d. 1976, maki Jón Þorsteinsson, f. 1892, d. 1994; María, f. 20. maí 1902, d. 1996, maki Eyjólfur Runólfsson, f. 1903, d. 1949, og Sabína Unnur, f. 1911, fyrri maki Magnús Halldórsson, f. 1912, d. 1942, seinni maki Gísli Jóhannesson, f. 1900, d. 1979. Ína giftist Emil Gunnari Péturssyni vélstjóra árið 1927. Hann var fæddur 12. júní 1904, d. 1990. Foreldrar Emils voru Elín Eyjólfsdóttir, f. 23. nóv. 1877 í Lambhaga, Rangárvöllum, d. 1956, og Guðmundur Pétur Guðmundsson vélstjóri, f. 10. maí 1878 í Holti, Önundarfirði, d. 1930. Ína og Emil áttu eina kjördóttur, Erlu, kennara. Fyrri maki hennar var Ríkharður Kristjánsson kaupmaður. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Hulda hjúkrunarfræðingur, maki Halldór Pétur Þorsteinsson verkfræðingur. 2) Gunnar, fóðurfræðingur, maki Helga Thoroddsen textílfræðingur. 3) Hörður, þjóðfélagsfræðingur, maki Sigríður Aadnegard leikskólakennari. Barnabarnabörn Guðmundínu eru sex. Seinni maður Erlu er Páll G. Björnsson. Útför Guðmundínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 502 orð | 1 mynd

HÁLFDÁN VIBORG

Hálfdán Viborg fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 29. júlí 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru: María Hálfdanardóttir, f. 28.10. 1889, dáin 1980, og Guðmundur Pjetursson, f. 10.3. 1891, d. 1993. Systkini Hálfdáns eru: Guðrún, f. 1911, d. 1956; Jens, f. 1915; Garðar, f. 1917; Elís, f.1918, d.1998; Marinó, f. 1920; Hreiðar, f. 1923 Hálfdán kvæntist 16. júní 1937 Rannveigu Gísladóttur, f. 27.9. 1918 á Bíldudal, d. 27. apríl 1982. Dætur þeirra eru: 1) María, f. 24.10.1937, gift Ólafi Friðrikssyni. Börn þeirra eru 1.1) Þór, f. 30.11. 1962. Kona hans er Wendy. Synir þeirra eru William Andrew og Benjamin Erik, f. 21.10. 1999. 1.2) Linda, f. 7.4. 1965. Hennar maður er Kevin McCrory. 2) Jóhanna Viborg, f. 20.12. 1955. Hennar maður er Höskuldur Frímannsson. Þeirra börn eru Sindri, f. 26.6.1981, Logi, f 13.5. 1987, og Eygló, f. 14.11. 1989. Útför Hálfdáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 1424 orð | 1 mynd

MAGNÚSÍNA (Ína) Böðvarsdóttir

Magnúsína Guðbjörg (Ína) Böðvarsdóttir fæddist á Hermundarstöðum í Borgarfirði 27. apríl 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Böðvar Eyjólfsson, f. 1905, d. 1999, og Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 1904, d. 1976. Systkini hennar eru Emilía, f. 1926, og Sigurjón, f. 1932, d. 1982. Ína giftist Sigurgarðari Sturlusyni, f. 1923, d. 1986. Börn þeirra eru: 1) Svala Arnfjörð, gift Sigurði Sigurðssyni, börn þeirra: Sigurður Stefán, Ína Ólöf, í sambúð með Árna Sigurðarsyni, og Bjarmi Freyr. 2) Rita Arnfjörð, var í sambúð með Sverri Karlssyni, börn þeirra: Hrund og Sigurgarður, Hrund er í sambúð með Guðmundi Waage, barn þeirra; Bjarmar Ernir, Rita er gift Jóni Jörundssyni, börn þeirra: Hrannar, Auður Waagfjord og Rut Arnfjörð. 3) Bjarmi Arnfjörð, kvæntur Ólöfu Ýri Lárusdóttur, börn þeirra: Ævar Arnfjörð, Silfá Huld, Diljá Björt og Tíbrá Marín. 4) Bylgja Arnfjörð, gift Haraldi Eggertssyni, barn hennar: Sandra Dögg Sæmundsdóttir, í sambúð með Gunnlaugi Magnússyni, börn Bylgju og Haraldar Elsa, Telma, Silja Lind, Brimar Máni og Álfey Sól. 5) Sindri Arnfjörð, kvæntur Ásu Erlingsdóttur, sonur þeirra er Arnór. Útför Ínu fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 2970 orð | 1 mynd

PÉTUR BJÖRGVIN GEORGSSON

Pétur Björgvin Georgsson fæddist 4. janúar 1921. Hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Georg Sigurðsson, f. 23.4. 1887, og Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir, f. 18.1. 1886. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 27.4. 1918; Ragnar Valdimar, f. 27.7. 1923; og Anna Guðrún, f. 21.3. 1929. Hinn 2. desember 1950 kvæntist Pétur Guðrúnu S. Gunnarsdóttur, f. 13.5. 1921. Foreldrar hennar voru Gunnar Þorsteinsson og Guðrún Guðmunds-dóttir. Pétur og Guðrún eignuðust fjögur börn. 1) Gunnar Örn, f. 21.3. 1951, maki Karen Níelsdóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Birgir, f. 30.12. 1952, maki Anna Lísa Guðmundsdóttir. 3) Steinunn, f. 12.1. 1954, maki Sveinn Skúlason. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Guðrún, f. 7.6. 1960. Fyrir átti Pétur Júlíus, f. 9.10. 1947, maki Torill Masdalen. Þau eiga tvö börn. Útför Péturs Björgvins Georgssonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefstathöfnin klukkan 13:30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 2970 orð | 1 mynd

PÉTUR BJÖRGVIN GEORGSSON

Pétur Björgvin Georgsson fæddist 4. janúar 1921. Hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Georg Sigurðsson, f. 23.4. 1887, og Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir, f. 18.1. 1886. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 27.4. 1918; Ragnar Valdimar, f. 27.7. 1923; og Anna Guðrún, f. 21.3. 1929. Hinn 2. desember 1950 kvæntist Pétur Guðrúnu S. Gunnarsdóttur, f. 13.5. 1921. Foreldrar hennar voru Gunnar Þorsteinsson og Guðrún Guðmunds-dóttir. Pétur og Guðrún eignuðust fjögur börn. 1) Gunnar Örn, f. 21.3. 1951, maki Karen Níelsdóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Birgir, f. 30.12. 1952, maki Anna Lísa Guðmundsdóttir. 3) Steinunn, f. 12.1. 1954, maki Sveinn Skúlason. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Guðrún, f. 7.6. 1960. Fyrir átti Pétur Júlíus, f. 9.10. 1947, maki Torill Masdalen. Þau eiga tvö börn. Útför Péturs Björgvins Georgssonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefstathöfnin klukkan 13:30. Meira
3. desember 1999 | Minningargreinar | 1250 orð | 1 mynd

SIGMAR gUÐMUNDSSON

Sigmar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 25. janúar 1925. Hann lést á Hafnistu í Hafnarfirði 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Emilía Sigmundsdóttir, f. 24. nóvember 1901, d. 17. apríl 1974 og Guðmundur Hannesson, f. 29. nóvember 1906, d. 13. febrúar 1991. Sigmar var elstur fjögurra systkina. Þau eru í aldursröð: Hannes Ingólfur, f. 21. febrúar 1926, d. 27. desember 1998; Henný Sigríður, f. 3. mars 1929; Emil Lúðvík, f. 19. september 1935. Sigmar kvæntist Petrínu Benediktsdóttur 21. júlí 1950. Þau skildu 1955. Dætur þeirra eru: 1) Emilía Margrét, f. 27. apríl 1950, BA í íslensku, gift Ragnari Ó. Steinarssyni, f. 7. febrúar 1947, tannlækni og eiga þau þrjú börn. a) Erla Sigríður, f. 17. október 1967, sagnfræðingur í sambúð með Magnúsi Teitssyni. Erla á tvær dætur, Millu Ósk og Völu Rún. b) Kjartan Þór, f. 5. desember 1974, tannlæknanemi í sambúð með Berglindi Völu Halldórsdóttur og eiga þau einn dreng, Ragnar Þór. c) Ragnhildur Helga, f. 1. júlí 1980, menntaskólanemi. 2) Jónína Birna, f. 1. júlí 1951, flugfreyja. 3) Ingveldur Henný, bankagjaldkeri, f. 24. ágúst 1953, hún á þrjú börn. a) Marta, f. 26. nóvember 1971, háskólanemi, hún á eina dóttur, Sylvíu Lind. b) Birna Margrét, f. 13. janúar 1976, háskólanemi. c) Elvar Lúðvík, f. 26. nóvember 1981, menntaskólanemi. Útför Sigmars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Meira

Viðskipti

3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 717 orð | 1 mynd

73% tekna Flugleiða frá erlendum farþegum

Á ÞESSU ári koma 73% tekna Flugleiða frá erlendum farþegum, og á næsta ári verður hlutfallið um 74%. Flugleiðir flytja aðeins um helming þeirra Íslendinga sem fljúga til og frá landinu. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Aukinn hagvöxtur í Noregi

BÚIST er við að hagvöxtur í Noregi verði meiri á næstu tveimur árum en hann var á þessu ári, að því er fram kemur í hagtölum frá Noregi. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Evran enn í lægð

EVRAN féll í gær gagnvart dollar niður í það lægsta síðan evran hóf göngu sína fyrir 11 mánuðum, eða 1,0006 dollara. Ummæli Wim Duisenberg hjá evrópska seðlabankanum um að evran ætti góða möguleika, höfðu ekkert að segja. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 747 orð

Falast eftir írsku símafyrirtæki

"TILBOÐIÐ grefur í grundvallaratriðum undan horfum fyrirtækisins og við munum berjast kröftuglega gegn því," sagði Denis O'Brien, framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi í írska símafyrirtækinu Esat Telecom, þegar ljóst var að Telia Telenor væri... Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Fersk aðferð fyrir togarasjómenn

TÖLUVERÐ umfjöllun er um fyrirtækið Brunna hf. í Financial Times 26. nóvember, undir fyrirsögninni "Fersk aðferð fyrir togarasjómenn". Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Fjárvangur selur hlut í Fjármálaheimum

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIN Fjármálaheimar hf. og Verkfræðihúsið ehf. hafa sameinað starfsemi sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjármálamarkað. Samhliða því hefur Teymi hf. keypt allan hlut Fjárvangs hf. í Fjármálaheimum og verður ásamt Skýrr hf. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 606 orð | 1 mynd

Góður árangur í samanburði við hlutabréfaviðmið

BÚNAÐARBANKINN rekur tvo alþjóðlega hlutabréfasjóði, Alþjóða hlutabréfasjóðinn og Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðinn. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Gönguferðir á aðventu á Þingvöllum

Á AÐVENTUNNI mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn alla laugardaga kl. 13. Farið verður vítt um og litið til náttúrunnar í vetrarbúningi, rifjaðar upp sögur af mannlífi í Þingvallahrauni og undirbúningi jóla áður fyrr. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Hugsanleg sameining Hólmadrangs og ÚA

HÓLMADRANGUR hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. eiga í viðræðum um hugsanlega sameiningu félaganna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra ÚA, eru viðræður nýhafnar. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Jólakaffi Hringsins á sunnudag

JÓLAKAFFI Hringsins verður haldið sunnudaginn 5. desember á Broadway og verður húsið opnað kl. 13.30. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 41 orð

Raftónverk við Perluna

RAFTÓNVERKIÐ 3 píramídar eftir Jóhann G. Jóhannsson, verður frumflutt fyrir utan Perluna kl. 15 í dag, en þá er útgáfudagur verksins á nýrri plötu. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Sjálfsbjörg afhendir viðurkenningar

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, heldur upp á alþjóðadag fatlaðra 3. desember ár hvert með afhendingu viðurkenninga fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustustofnunum og fyrirtækjum. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Sænskur ljósleiðari í Bandaríkjunum

SÆNSKA fyrirtækið Skanska AB hefur tilkynnt um samning um lagningu ljósleiðara í Bandaríkjunum. Samningurinn er metinn á um 2,1 milljarð dollara eða sem samsvarar tæpum 153 milljörðum íslenskra króna. Meira
3. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Yfir 200 hluthafar í Valsmönnum

VALSMENN, fjárfestingarhlutafélag, var stofnað á miðvikudag. Nú þegar eru hluthafar orðnir yfir 200 og hlutafé um 38 milljónir. Markmiðið er að hlutafé félagsins verði orðið 60 milljónir fyrir áramót. Meira

Fastir þættir

3. desember 1999 | Í dag | 41 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag 6. desember, verður fimmtug Rannveig G. Lund, Laugateigi 44, Reykjavík. Af þessu tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Halldór Gíslason, á móti ættingjum, vinum og samstarfsfólki á afmælisdaginn kl. Meira
3. desember 1999 | Í dag | 19 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 3. desember, verður sextugur Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann er að heiman á... Meira
3. desember 1999 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. september í Víðistaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Rakel Sigurðardóttir og Adolf Sænbjörnsson. Heimili þeirra er í... Meira
3. desember 1999 | Í dag | 375 orð

Fjáröflunarleiðir íþróttafélaga

SAMÚEL Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður ríkissjónvarpsins, kynnti brosleitur í aðalfréttatíma ríkissjónvarpsins fyrir framan alþjóð og þar með dætur mínar tvær líka (þær stunda báðar íþróttir), nýja og frábæra aðferð erlends fótboltafélags til... Meira
3. desember 1999 | Í dag | 427 orð

Götuguðsþjónusta á Garðatorgi Á morgun, laugardaginn...

Götuguðsþjónusta á Garðatorgi Á morgun, laugardaginn 4. desember, kl. 17 verður götuguðsþjónusta á aðventu á Garðatorgi. Kór Vídalínskirkju leiðir almennan söng. Meira
3. desember 1999 | Í dag | 65 orð

JÓNAS HALLGRÍMSSON

Döggfall á vorgrænum, víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænublæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. Meira
3. desember 1999 | Í dag | 186 orð

LESANDINN er í vestur, umkringdur áhorfendum.

LESANDINN er í vestur, umkringdur áhorfendum. En spurningin er: Tekst þér að halda þeim við borðið? Suður gefur; AV á hættu. G5 82 KDG1073 DG4 D1082 G1097 Á42 Á3 - - - 1 grand* Pass 3 grönd Pass Pass Pass *15-17 HP. Meira
3. desember 1999 | Dagbók | 667 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Andvari kemur í dag. Vædderen og Hansiwall fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svalbarði fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Leikfimi kl. 8.30, kl. 12.45 bókband, kl. 13 bingó, kl. 14 söngstund við píanóið með Árilíu, Hans og Hafliða. Meira
3. desember 1999 | Í dag | 632 orð

VÍKVERJA fannst skjóta skökku við, svona...

VÍKVERJA fannst skjóta skökku við, svona rétt fyrir jólin, þegar forsvarsmenn verslunarmiðstöðvarinnar í Kringlunni ákváðu að fjarlægja Kristsmynd, sem þar hafði hangið á vegg um hríð, á þeim forsendum að myndin félli ekki að hugmyndum þeirra um... Meira
3. desember 1999 | Í dag | 22 orð

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu...

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu 3.212 kr. til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þær heita Berta Guðrún Ólafsdóttir, Hólmfríður Haraldsdóttir og Hanna Sigríður... Meira

Íþróttir

3. desember 1999 | Íþróttir | 135 orð

Afsvar frá Túnis

EKKERT verður af fyrirhuguðum landsleikjum í handknattleik við Túnis hér heima 13. og 14. janúar, en leikirnir áttu að vera liður í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Króatíu 21. janúar. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 211 orð

Barkley vandaði dómara ekki kveðjurnar

Phoenix Suns hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni er liðið lagði Houston Rockets, 128:122, í tvíframlengdum leik aðfaranótt fimmtudags. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 240 orð

Bolton rígheldur í Eið Smára

Enska 1. deildarfélagið Bolton hefur enn á ný neitað tilboði úrvalsdeildarliða í Eið Smára Guðjohnsen, leikmann liðsins. Á spjallsíðu Bolton segir að félagið hafi hafnað tilboði Derby County, sem hljóðaði upp á 468 milljónir ísl. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 212 orð

Draumalið Önju Andersen

DANSKA handknattleiksstúlkan Anja Andersen hefur haft samband við nokkrar af bestu handknattleikskonum heims. Ástæðan? Já, það er draumur hennar að byggja upp nýtt stórlið í Evrópu. Anja vill ekki tjá sig um málið, en segir að hún sé með ákveðnar hugmyndir á prjónunum. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 76 orð

Haukur inn fyrir Fowler

KEFLVÍKINGURINN Haukur Ingi Guðnason kom inn á sem varamaður hjá varaliði Liverpool á 70. mín. fyrir Robby Fowler gegn Blackburn í fyrrakvöld. Leiknum lauk með jafntefli, 3:3. Fowler gerði tvö marka liðsins og Jon Newby eitt. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 215 orð

Hættir vegna söguburðar

Ísraelski landsliðsmaðurinn Haim Revivo, sem leikur með Celta Vigo á Spáni, er hættur að leika með landsliðinu. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 104 orð

Jónas áfram hjá Dalvík

JÓNAS Baldursson, sem hefur þjálfað Dalvík í knattspyrnu síðastliðin tvö ár, hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs. Undir stjórn Jónasar tryggði félagið sér sæti í 1. deild árið 1998 og lenti í 5. sæti í 1. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 98 orð

Metþátttaka í HM

197 þjóðir af 203 aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hafa tilkynnt þátttöku í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en úrslitakeppnin fer fram í Japan og Suður-Kóreu árið 2002, en dregið verður í riðla á þriðjudaginn. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 340 orð

SIGUÐUR Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir...

SIGUÐUR Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir HSG D/M Wetzlar er liðið lagði meistaralið Kiel á heimavelli, 23:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 150 orð

Spartak hafði betur í Sofíu

Spartak frá Moskvu hafði betur í viðureigninni við Leeds, 2:1, í fyrri leik liðanna í 3. umferð UEFA-keppninnar sem fram fór í Sofíu í gærkvöldi. Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 481 orð

Stjarnan tók áhættu

"VIÐ urðum að taka áhættuna því annaðhvort gengi það upp hjá okkur, sem gæfi okkur líka hraðaupphlaup, eða þeir yrðu vaðandi í dauðafærum, en sem betur fer gekk þetta upp hjá okkur," sagði Einar Einarsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar,... Meira
3. desember 1999 | Íþróttir | 133 orð

Tveir sjónvarpsleikir við Svía

BENGT Johannson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, hefur boðið íslenska landsliðinu að leika tvo landsleiki við heimsmeistara Svía ytra 9. og 10. mars nk. Hlé verður þá í þýsku 1. deildinni í handknattleik frá 5.-15. Meira

Sunnudagsblað

3. desember 1999 | Sunnudagsblað | 3531 orð

Leyndardómar REYKJAVÍKUR og önnur MYRKRAVERK

Ungur að aldri tók hann eitt sinn ófrjálsri hendi krónustykki í verslun KRON. Núna er Kristinn Kristjánsson meinleysislegur framhaldsskólakennari og íslenskufræðingur á miðjum aldri. En ekki er allt sem sýnist. Undir grandvöru yfirborði leynist skuggalegur sannleikur: Kristinn er foringi Hins íslenska glæpafélags, sem á fimmtudagskvöld mun svipta af sér dularfullri hulu með opnum fundi. Hann sagði Árna Þórarinssyni frá tvöföldu lífi sínu. Meira
3. desember 1999 | Sunnudagsblað | 272 orð

Nýtt þjónustuver opnað við Reykjanesbraut

ÁNING, nýtt þjónustuver vegfarenda við Reykjanesbraut, verður opnað laugardaginn 4. desember nk. Auk þess sem þetta er fyrsta þjónustuver sinnar tegundar hér á landi er Áning á landfræðilegri miðju höfuðborgarsvæðisins. Meira
3. desember 1999 | Sunnudagsblað | 445 orð

Stuðningur á heimilum fólks í upphafi nýrrar aldar

Fólk með þroskahömlun vill einnig, segir María Hreiðarsdóttir, eignast börn eins og annað fólk. Meira

Úr verinu

3. desember 1999 | Úr verinu | 70 orð | 1 mynd

Emma komin með liti Bergs-Hugins

EMMA VE er komin með liti Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, en eins og greint var frá í haust yfirtók Bergur-Huginn Emmu ehf., sem gerði út Emmu, um 30 metra langt togskip, smíðað í Póllandi árið 1988. Meira
3. desember 1999 | Úr verinu | 494 orð | 1 mynd

Marel afhendir þúsundasta flokkarann

MAREL hf. afhenti í gær þúsundasta flokkarann, sem fyrirtækið hefur smíðað og selt. Hann fer til Fjölnis hf. á Þingeyri, en var afhentur í húsakynnum Marel. Flokkarinn, sem er ætlaður í flokkun á saltfiski, verður settur upp á Þingeyri síðar í mánuðinum. Meira
3. desember 1999 | Úr verinu | 144 orð

Metverð á þorskkvóta

LEIGUVERÐ á þorskkvóta á Kvótaþingi Íslands var í gær 120,6 krónur og hefur verðið aldrei verið hærra frá því að þingið tók til starfa þann 1. september 1998. Áður hafði verðið farið hæst í 120 krónur, þann 5. júlí sl. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 533 orð | 2 myndir

BESTA DÆGURTÓNLIST ALDARINNAR EÐA ...

Flestir eiga sér einhver uppáhaldslög og lék Sveini Guðjónssyni forvitni á að kanna hug nokkurra þekktra tónlistarmanna í þeim efnum og forvitnast um álit þeirra á bestu dægurlagatónsmíðum 20. aldarinnar. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 588 orð | 1 mynd

Einlægnin skiptir öllu máli

PÁLL Óskar Hjálmtýsson hefur verið syngjandi frá barnsaldri enda komin af tónelsku fólki. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 485 orð | 1 mynd

Eitt væmnasta lag í heimi

KJARTAN Sveinsson er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós, en sú sveit er dálítið sér á parti í íslensku dægurtónlistarlífi enda fara þeir félagar ekki troðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 840 orð | 1 mynd

Ekki sama orkan fyrir félagslíf eða íþróttir og áður

FRIÐBERT Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, flutti til Reykjavíkur 1974 að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 347 orð | 1 mynd

Glampar af ófáum skínandi perlum

HLJÓMSVEIT allra landsmanna, Stuðmenn, hefur verið í eldlínunni í hartnær þrjátíu ár og lætur engan bilbug á sér finna eins og glöggt kom í ljós síðastliðið sumar. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 326 orð | 4 myndir

Glitrandi gleði um áramótin

TÍSKUHEIMURINN stendur á öndinni, árþúsundamót eru framundan og kvenþjóðin öll á að glitra og glansa! Á skemmtistöðum og víðar hefur þess gætt í æ meira mæli að konur skrýðist glansandi kjólum og beri glimmer í hár sitt og á hörund. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð | 1 mynd

Hvítir mávar fylgja mér alla tíð

HELENA Eyjólfsdóttir var aðeins ellefu ára þegar hún söng inn á sína fyrstu hljómplötu, en það voru jólasálmarnir "Í Betlehem er barn oss fætt" og "Heims um ból". Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 204 orð | 1 mynd

Lag Dylans markaði tímamót

BUBBI Morthens kom fyrst fram á sjónarsviðið í kringum 1980 og varð á einni nóttu stórstjarna í íslenskum dægurtónlistarheimi. Þeirri stöðu hefur hann haldið allar götur síðan. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 332 orð | 1 mynd

Lagið hans pabba stendur mér næst

HEYR mitt ljúfasta lag", söng Ragnar Bjarnason inn á hljómplötu í eina tíð, en það lag er þó ekki efst í huga hans yfir ljúfasta lagið. Það er hins vegar lag eftir föður hans, Bjarna Böðvarsson, "Við bjóðum góða nótt". Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 813 orð | 1 mynd

Mér lætur vel að vinna á kvöldin og nóttunni

FLESTUM þætti nóg að vera í fullu háskólanámi með þrjú börn, fjögurra, níu og tíu ára og keyra á hverjum degi milli Selfoss og Reykjavíkur. En Ásdís Hrönn Viðarsdóttir lætur sér það ekki nægja, heldur þjálfar hún líka 5. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1387 orð | 1 mynd

Sálrænir vöðvar þjálfaðir

Hversu miklu ráða ómeðvitaðir þættir sálarlífsins um gerðir fólks og líðan? Að hve miklu leyti ofmetur fólk hæfileika sína eða vanmetur? Hvaða afleiðingar hefur ofverndun barna? Gunnar Hersveinn leitaði svara hjá Sæunni Kjartansdóttur sálgreini sem hefur gefið út bók um þversagnakenndar tilfinningar sem geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 724 orð | 1 mynd

Seldi húsið fyrir austan og fór í háskólanám í Reykjavík

EYMUNDUR og eiginkona hans, Iðunn Kröyer, seldu einbýlishús sitt á Egilsstöðum og fluttu til Reykjavíkur til þess að Eymundur gæti hafið nám við Háskóla Íslands nú í haust. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 417 orð

Skelfilega erfitt að velja á milli

SIGRÍÐUR Beinteinsdóttir hóf söngferilinn í nýbylgjurokksveitinni Geðfró í kringum 1980. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 348 orð | 1 mynd

Spurning um dagsformið

RÚNAR Júlíusson gerði fyrst garðinn frægan með Hljómum frá Keflavík á sjöunda áratugnum, en hefur verið að allar götur síðan og er af mörgum talinn "rokkari aldarinnar" í íslenskum dægurtónlistarheimi. Meira
3. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 281 orð | 1 mynd

Titillag nýju plötunnar ofarlega í huganum

SELMA Björnsdóttir er án efa ein skærasta poppstjarna landsins nú um stundir enda landsmönnum í fersku minni glæsileg frammistaða hennar í Evrópusöngvakeppninni síðastliðið vor þar sem litlu munaði að íslenska lagið "All Out of Luck" hreppti... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.