Bryndís Jónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 19. nóvember 1926, hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón B. Sveinsson, útgm. á Seyðisfirði, f. 7.4. 1888, og kona hans, Torfhildur Sigurðardóttir, f. 8.8. 1885, d. 24.12. 1947. Systkini Bryndísar eru, Unnur, f. 30.11. 1913, d. 4.7. 1990, Sveinn Ragnar, f. 23.1. 1917, Sigurður, f. 21.8. 1919, Brynjólfur, f. 8.4. 1924, d. 10.5. 1926. 10. aríl 1954 giftist Bryndís Valgeiri Norðfjörð Guðmundssyni, f. 6.5. 1930. Bryndís og Valgeir eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Jónhildur, kennari og listmálari, f. 4.8. 1954. 2) Sigrún námsmaður, f. 5.2. 1956, eiginmaður Halldór Bragason. Börn þeirra eru: Valgeir, f. 18.12. 1974, d. 24.12. 1974, Óskar, f. 10.8. 1976, í sambúð með Önnu Freyju Finnbogadóttur, Valgeir, f. 22.11. 1977, og Snorri f., 12.12. 1980. 3) Unnur Marta, f. 26.3. 1960, sjúkraliði og þroskaþjálfi, í sambúð með Arne Larsen. Stjúpsonur hennar er Anders Jon. 4) Svanhvít Jóhanna, förðunarmeistari, f. 2.4. 1963, gift Peter Rittweger, sonur þeirra er Daniel, f. 6.12. 1993. Bryndís gekk í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 17 ára gömul, starfaði síðan hjá Landssíma Íslands á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík. Bjó á Loranstöðinni á Gufuskálum í níu ár. Rak Edduhótel fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins í Reykjavík í þrjú ár, stofnaði síðan sjúkrahótel fyrir Rauða kross Íslands og rak það í fjórtán ár. Útför Bryndísar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 3. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30.
Meira