Greinar þriðjudaginn 28. desember 1999

Forsíða

28. desember 1999 | Forsíða | 65 orð | 2 myndir

70 manns farast í fárviðri

RÚMLEGA sjötíu manns létu lífið og miklar skemmdir urðu í fárviðri sem geisaði í Evrópu um helgina. Frakkland varð einna verst úti en þar biðu a.m.k. 33 bana og eignatjónið var víða gífurlegt. Um milljón franskra heimila var enn án rafmagns í gærkvöldi. Meira
28. desember 1999 | Forsíða | 328 orð | 1 mynd

Talebanar hóta að ráðast inn í þotuna

INDVERSKIR samningamenn hófu í gær viðræður við flugræningja, sem héldu 155 manns í gíslingu í indverskri farþegaþotu á flugvellinum í Kandahar í Afganistan. Meira
28. desember 1999 | Forsíða | 109 orð

Tengsl ríkis og kirkju rofin

FORMLEGUR aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð á að taka gildi um áramótin. Við breytinguna verður kirkjan sjálfstæð stofnun og að öllu leyti óháð ríkisvaldinu. Meira
28. desember 1999 | Forsíða | 188 orð | 1 mynd

Tsjetsjenar veita harða mótspyrnu

TSJETSJNESKIR sjálfboðaliðar, sem berjast með rússneskum hersveitum í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, hafa mætt harðri mótspyrnu tsjetsjneskra skæruliða, sem verja borgina, og mikið mannfall hefur orðið í liði beggja, að sögn rússnesku fréttastofunnar... Meira

Fréttir

28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

15.285 fólksbílar fluttir inn

SAMKVÆMT nýjustu bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni um innflutning á nýjum fólksbílum hafa verið fluttir inn 667 bílar fyrstu 24 daga desembermánaðar. Það sem af er árinu hafa því verið fluttir inn 15.285 nýir fólksbílar en alls voru fluttir inn 13. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

16 sækja um embætti bankastjóra

SEXTÁN sóttu um embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands en frestur til að skila inn umsóknum rann út kl. 16.00 í gær. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

185 Íslandsmeistarar fá viðurkenningu

HIN árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni á morgun, miðvikudaginn 29. desember, kl. 16. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

22 farast í Venesúela

KÚBVERSK farþegaþota fórst í fjallshlíð skammt frá borginni Valencia í Venesúela á laugardagskvöld og með henni 22 menn, að því er yfirvöld greindu frá á sunnudag. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 65 orð | 2 myndir

70 manns farast í fárviðri

RÚMLEGA sjötíu manns létu lífið og miklar skemmdir urðu í fárviðri sem geisaði í Evrópu um helgina. Frakkland varð einna verst úti en þar biðu a.m.k. 33 bana og eignatjónið var víða gífurlegt. Um milljón franskra heimila var enn án rafmagns í gærkvöldi. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 45 orð | 1 mynd

Áramótabrennan undirbúin

TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri að venju. Önnur við Réttarhvamm, norðan Glerár, skammt ofan við Möl og sand og hin á Bárufellsklöppum við Krossanesveg. Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 282 orð | 1 mynd

Árblik hf. í sókn í ullariðnaði

Skagaströnd- Vefnaðarfyrirtækið Árblik hf. hefur nú hafið fulla starfsemi á Skagaströnd. Af því tilefni var haft opið hús hjá fyrirtækinu einn eftirmiðdag til að kynna starfsemi þess. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Ástæða til að varast torkennileg viðhengi

NOKKUÐ hefur borið á áhyggjum af því að tölvur geti sýkst af veirum um áramótin og hafa m.a. starfsmenn fyrirtækisins Friðriks Skúlasonar ehf. Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 59 orð | 1 mynd

Björgunarsveitirnar sameinaðar

Húsavík- Björgunarsveitirnar Garðar á Húsavík og Víkingur í Kelduhverfi hafa sameinast í eina sveit undir nafninu Björgunarsveitin Garðar. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 141 orð

Deilur í Ísraelsstjórn

FORYSTUMENN Shas-flokksins, flokks heittrúargyðinga í Ísrael sem stutt hefur ríkisstjórn Ehuds Baraks, hótuðu í gær að láta af stuðningi við stjórnina. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Dregið í jólaleik KEA

Í NÝJASTA tölublaði KEA-fregna, fréttabréfs Kaupfélags Eyfirðinga, var efnt til jólaleiks fyrir félagsmenn KEA. Svara þurfti fimm spurningum úr efni blaðsins og voru vöruúttektir í matvöruverslunum KEA í verðlaun, hver að upphæð 15 þúsund krónur. Meira
28. desember 1999 | Miðopna | 2682 orð | 2 myndir

Einkafyrirtæki í mjólkurvinnsluna?

SAMNINGAMENN Kaupfélags Vestur-Húnvetninga mættu mikilli andúð þegar þeir kynntu samkomulag sem þeir höfðu gert við Mjólkursamsöluna í Reykjavík um sölu á mjólkursamlaginu á Hvammstanga. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 186 orð

Einn grunaður um aðild að hryðjuverkum

FJÓRIR menn, þar af einn sem grunaður er um tengsl við hryðjuverkamenn, voru handteknir á landamærum Bandaríkjanna og Kanada á sunnudag. Kanadíska lögreglan greindi frá þessu en bandarískir löggæslumenn vildu ekki tjá sig um málið. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Einstaklega róleg jól

JÓLAHALD fór friðsamlega fram á Akureyri að sögn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann sagði að tvö óhöpp hefðu orðið í umferðinni annan dag jóla, en að öðru leyti gekk umferð slysalaust fyrir sig. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Einstein persóna aldarinnar

EÐLISFRÆÐINGURINN Albert Einstein hefur verið útnefndur persóna aldarinnar af tímaritinu Time. "Veröldin hefur breyst meira á síðustu hundrað árum en á nokkurri annarri öld í mannkynssögunni. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fálki í Garðabæ

ÞESSI fálki tyllti sér niður á svalahandrið á 10. hæð í miðbæ Garðabæjar á Þorláksmessudag. Hann var hinn spakasti og lét sér fátt um finnast þótt ljósmyndarinn veifaði öllum öngum til þess að fá hann til að taka flugið. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Félag stofnað um málefni Tækniskóla Íslands

FULLTRÚAR Samtaka iðnaðarins, Alþýðusambands Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Rannsóknastofnana atvinnuveganna stofnuðu nýverið félag til þess að semja við menntamálaráðuneytið um að taka við rekstri Tækniskóla Íslands og þróa hann á háskólastigi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 400 orð

Finnur Ingólfsson verður seðlabankastjóri

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, er meðal umsækjenda um stöðu bankastjóra við Seðlabanka Íslands og tekur við embættinu í byrjun nýs árs, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður verður viðskipta- og... Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fjórir handteknir vegna innbrota

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók fjóra 16 og 17 ára gamla pilta á bifreiðastæði við Litlagerði á sunnudagsmorgun þar sem þeir höfðu brotist inn í mannlausar bifreiðir Piltarnir höfðu m.a. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 239 orð

Fjölmiðlar fagna valdaráni

DAGBLÖÐ á Fílabeinsströndinni fögnuðu í gær falli Henris Konans Bedies forseta og valdatöku hersins, sem virðist hafa orðið án blóðsúthellinga. Bedie var steypt af stóli á föstudaginn, þegar herinn gerði uppreisn vegna launakjara og vinnuaðstöðu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 491 orð

Flókið verður að meta Hraunaveitu sérstaklega

STEFÁN Thors skipulagsstjóri segir að ef farið verði út í Hraunaveitu meiri geti orðið nokkuð flókið að meta umhverfisáhrif veitunnar og með öllu óljóst hvernig það verði gert. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fötum og heimilistækjum stolið

LÖGREGLAN í Reykjavík fékk tilkynningar um fjögur innbrot fyrir hádegi í gær. Á Miklubraut var farið inn um glugga á þvottahúsi og fötum stolið þaðan fyrir um tuttugu þúsund krónur. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 205 orð

Gagnrýni á Kohl eykst enn

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, sætti í gær enn meiri gagnrýni af hálfu flokksfélaga sinna í forystu Kristilegra demókrata (CDU), vegna þess að kanzlarinn fyrrverandi neitar að verða við áskorunum um að hjálpa til við að upplýsa fjármálahneyksli sem nú... Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Greiðsla þarf ekki að hafa átt sér stað fyrir áramót

LANDSBANKI Íslands hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. hafa sent út greiðsluseðla til þeirra sem skráðu sig fyrir hlutafé í bönkunum fyrr í desember og má búast við því að seðlarnir berist viðkomandi aðilum innan fárra daga. Síðasti greiðsludagur er 11. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Gusugangur í Suðurhöfum

Grænfriðungar hafa að undanförnu reynt að trufla hrefnuveiðar Japana í Suðurhöfum en ekki er hægt að segja, að þeim hafi orðið mikið ágengt í því. Hér eru þeir komnir upp að einu japanska skipinu en hvalveiðimennirnir tóku á móti þeim með... Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Hofer senn laus úr haldi

ÍRANSKUR dómstóll hefur gefið út heimild til að láta þýzka kaupsýslumanninn Helmut Hofer lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Hópvinnukerfi styrkja Samtök Krabbameinssjúkra barna

HÓPVINNUKERFI ehf. hafa gefið Samtökum krabbameinssjúkra barna þá upphæð sem annars hefði farið í að senda viðskiptavinum jólakort. Hér afhendir Hörður Olavson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Þorsteini Ólafssyni, framkvæmdastjóra samtakanna,... Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Hugmyndir um endurskoðun launa eftir eitt ár

VIÐRÆÐUR á almenna vinnumarkaðinum um endurnýjun kjarasamninga liggja niðri milli jóla og nýárs en skömmu fyrir jól áttu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins fundi með forystu landssambanda og verkalýðsfélaga þar sem farið var yfir stöðu samningamálanna,... Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 187 orð | 1 mynd

Hyggjast framleiða kjötmjöl úr sláturúrgangi

Selfossi- Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók á Þorláksmessu fyrstu skóflustunguna að nýrri kjötmjölsverksmiðju fyrirtækisins Kjötmjöls hf. Verksmiðjan mun rísa skammt vestan við Þingborg í Hraungerðishreppi um 9 km austan Selfoss. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Íslendingar telja góða heilsu mikilvægasta

ÍSLENDINGAR telja góða heilsu skipta mestu máli í lífinu ef marka má árþúsundakönnun sem gerð var í 60 löndum á vegum Gallups. Nefndu um 46% Íslendinga þennan kost í könnun Gallups en 45% sögðu mestu máli skipta að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Íþróttamaður Dalvíkur valinn

KJÖRI íþróttamanns Dalvíkur verður lýst við athöfn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju á morgun, miðvikudaginn 29. desember. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Íþróttamaður Hafnarfjarðar

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar og íþróttaráð verða með afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og Evrópumeistara, ásamt vali á íþróttamanni Hafnarfjarðar á árinu 1999. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Kuldatíð í Kambódíu

AÐ minnsta kosti þrír hafa látist í verstu kuldatíð sem gengið hefur yfir í Kambódíu um áratugaskeið, samkvæmt fréttum dagblaðs þar í landi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Landakoti gefin handunnin gjöf

SJÚKLINGAR á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti fengu hlýjar kveðjur frá þeim sem sækja félagsstarfið í Gerðubergi. Í byrjun aðventunnar kom fimm manna hópur frá Gerðubergi í heimsókn á Landakot færandi hendi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Landspítalinn velur RIS-kerfi frá TM

Í HAUST lauk útboði hjá Landspítalanum vegna búnaðar og upplýsingakerfa fyrir röntgendeildina. Meðal annars var óskað eftir röntgenupplýsingakerfi (RIS) fyrir deildina. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 638 orð

Landsvirkjun skylt að bjóða framkvæmdir út að nýju

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það liggja ljóst fyrir að bjóða verði út að nýju framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 724 orð

Leggja til aukið eftirlit og hert viðurlög

Í SKÝRSLU Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 1998, sem dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, er m.a. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Leikskólagjald hækkar um 7,5%

REKSTRARÁÆTLUN bæjarsjóðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2000 gerir ráð fyrir því að skatttekjur fari í fyrsta skipti yfir milljarðinn og verði 1.057 milljónir á næsta ári og hækki um 14% á milli ára. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Límtré hf. kaupir meirihluta í Vírneti hf.

FORSVARSMENN Kaupfélags Borgfirðinga og Límtrés hf. á Flúðum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að síðarnefnda fyrirtækið kaupi 50,1% hlut í eigu kaupfélagsins í Vírneti hf. í Borgarnesi. Skrifað verður undir samninga fyrir áramót. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Lofar "breyttum tímum"

EFTIR stórsigur í kosningum sem fram fóru á sunnudag hefur nýkjörinn forseti Guatemala, Alfonso Portillo, heitið því að standa við friðarsáttmálann sem gerður var fyrir þrem árum og batt enda á áratuga borgarastríð í landinu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað 24. desember 1999 á bifreiðastæði við hús nr. 17 í Nóatúni á milli kl. 14.15 og 14.45. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 164 orð | 1 mynd

Margir á skíðum

AÐSÓKN að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli var ágæt í gærdag að sögn Ívars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða. Skíðasvæðið var opið helgina fyrir jól, en Ívar sagði að gærdagurinn hefði markað upphafið að komandi skíðatíð. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Margir ætla að leigja spariföt um áramót

Ragna Gísladóttir fæddist 27. júlí 1942 í Hafnarfirði. Hún lauk gagnfræðaprófi og sjúkraliðaprófi og hefur starfað á sjúkrahúsum, við verslunarstörf og rekur nú Efnalaug og fataleigu Garðabæjar. Ragna er gift Bryngeiri Vattnes verslunarmanni og eiga þau þrjú börn. Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 143 orð | 1 mynd

Mikill mannfjöldi er kveikt var á jólatrénu á Vegamótum

Eyja- og Miklaholtshreppi Nokkur mannfjöldi safnaðist saman á Vegamótum á Snæfellsnesi fyrir jólin þegar kveikt var á jólatrénu þar. Jólasveinar komu í heimsókn og færðu öllum krökkum kerti. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Minnt á afleiðingar hraðaksturs

HÓPUR unglinga úr Hagaskóla minntist í gær vinar síns, Guðmundar Ísars Ágústssonar, sem lést af slysförum þennan dag fyrir ári. Að lokinni helgistund í Neskirkju var gengið þaðan með kyndla að leiði hans í Fossvogskirkjugarði. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Nauðgun kærð til lögreglu

ÁTJÁN ára gömul stúlka kærði starfsmann veitingahúss við Laugaveg fyrir nauðgun í fyrrinótt. Stúlkan var færð á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og gaf lögreglunni lýsingu á þeim manni sem átti hlut að máli. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 121 orð

Olíuleka vart á ný við Frakklandsstrendur

OLÍULEKA hefur orðið vart á ný úr flaki tankskipsins Eriku sem sökk undan Frakklandströndum um miðjan desembermánuð. Olíuflákinn er sagður um kílómetri að breidd og er lekinn því umtalsvert minni en sá sem varð þegar skipið sökk. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð | 2 myndir

Orri sleppti síðustu löxum árþúsundsins

Orri Vigfússon var í sérkennilegri veiðiferð á dögunum. Hann veiddi þá sem gestur í ánum Camel og Fowey sem falla til sjávar í Cornwall. Laxinn í þessum ám gengur seinna en gengur og gerist og veiðitíma þeirra lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Pissað í jólaskapi

MANNEKEN Pis, eitt víðfrægasta minnismerki Brusselborgar, skartaði jólasveinsklæðum í tilefni hátíðarinnar. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

"Framtíðin byrjar á Íslandi"

"FRAMTÍÐIN byrjar á Íslandi - hægt og hljótt. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 116 orð

Ráðherra á stolnum bíl

GRÍSKIR tollverðir stöðvuðu í síðustu viku bifreið albanska innanríkisráðherrans á landamærum ríkjanna þar sem bifreið hans reyndist vera stolin. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Reykjanesbær 2000-hæfur

VINNUHÓPUR á vegum Reykjanesbæjar, sem unnið hefur að skilgreiningu og lausn 2000-vandans frá maí 1999, hefur nú lokið störfum og var lokaskýrsla hans lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar 22. desember sl. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samkomulag um aðgerðir vegna 2000-vandans

FLUGLEIÐIR, Skýrr, Reiknistofa bankanna og Visa Ísland hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð við rekstur tölvukerfa í janúar 2000 vegna mála sem upp geta komið í tengslum við árið 2000 og vanda vegna tölvukerfa. Þessi aðstoð felur m.a. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 21 orð

Sigmund í fríi

SIGMUND tekur sér frí á milli jóla og nýárs. Hann mætir til leiks á ný á gamlársdag og gerir þá upp... Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Síminn Internet lækkar áskriftarverð

SÍMINN Internet og Skíma-Miðheimar, sem nú eru rekin sem ein rekstrareining hjá Símanum, lækka verðskrá sína fyrir netþjónustu frá og með 1. janúar næstkomandi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær

EFLAUST fengu margir skíði í jólagjöf og í gær gátu ungir sem aldnir skíðamenn prófað nýju skíðin sín, en þá var skíðasvæði höfuðborgarbúa í Bláfjöllum opnað. Margir lögðu leið sína í Bláfjöll, enda útivistin hressandi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Skólar bjóða upp á kaldan mat

HOFSSTAÐASKÓLI og Flataskóli í Garðabæ bjóða nú nemendum sínum upp á kalt brauð og pasta í hádeginu, en yfirvöld í Garðabæ hafa samið við fyrirtækið Sóma ehf. um að veita þjónustuna. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Spáð hvassviðri og úrkomu um áramótin

NÚ HAFA margir hafist handa við að hlaða áramótabrennur víða um land og í þeim hópi er þessi maður sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á við Breiðabliksvöllinn. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Stálu 25 kg af sprengiefni í Eyjum

25 KÍLÓUM af sprengiefni og talsverðu magni af hvellhettum var stolið úr sprengiefnageymslu Vestmannaeyja aðfaranótt Þorláksmessu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 269 orð

Styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar

VIÐ brautskráningu úr Flensborgarskólanum var, eins og venja er um jól, afhentur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur, ljósmyndara í Hafnarfirði, sem lést 1987. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Sveitarstjórn Húnaþings vestra braut jafnréttislög

KÆRUNEFND jafnréttismála telur að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi brotið ákvæði jafnréttislaga þegar hún réð karlkyns skólastjóra við skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði í sumar. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 689 orð

Talsvert annríki og mikið um innbrot um jólin

TALSVERT annríki var hjá lögreglu þessi jól, ekki síst vegna fjölda innbrota og virðist sem kærleiks- og friðarboðskapur hátíðanna hafi ekki náð til allra íbúa borgarinnar. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 817 orð | 1 mynd

Tel mig hafa getu til að takast á við þetta starf

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að sú ákvörðun sín að sækja um stöðu bankastjóra í Seðlabankanum eigi sér nokkurn aðdraganda, en ákvörðunin hafi þó ekki verið tekin fyrr en fyrir tiltölulega stuttu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Tíu nemendur verði um hverja tölvu í lok 2000

12,8 nemendur eru um hverja tölvu í grunnskólum Reykjavíkur. Í lok ársins 1998 voru 14,9 um hverja tölvu. Að sögn Gerðar G. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Tónleikar Helga og hljóðfæraleikaranna

Í tilefni þess að liðin eru 10 þúsund ár frá lokum síðustu ísaldar hyggjast Helgi og hljóðfæraleikararnir efna til tónleikaraðar. Fyrstu tónleikarnir verða á Kaffi menningu á Dalvík, annað kvöld, miðvikudagskvöldið 29. desember, og hefjast þeir kl. 22. Meira
28. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Tónleikar í Glerárkirkju

SIGRÚN Arna Arngrímsdóttir, messósópran, og Jónas Þór Jónasson, tenór, koma fram á tónleikum í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 28. desember, og hefjast þeir kl. 20.30. Með þeim leika á píanó þau Helga Bryndís Magnúsdóttir og Richard Simm. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Tæknival gefur Barnaspítala Hringsins leikjatölvu

TÆKNIVAL gaf andvirði þess, sem jafnan fer í að senda viðskiptavinum jólakort, til Barnaspítala Hringsins. Haft var í huga að gleðja börnin sem ekki komast heim um jólin og þeim gefin fullkomin leikjatölva ásamt leikjum. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 258 orð | 3 myndir

Um 270 heimili voru rafmagnslaus á aðfangadag

MIKILL mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á tímabili komst fólk vart afturábak né áfram á Laugaveginum, enda hátt í þrjátíu þúsund manns í bænum þegar mest var, að mati lögreglu. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Undirbúningi vegna 2000-vandans lokið

BÚIÐ er að fara yfir allan tölvubúnað hjá Reykjavíkurborg og meta hann með tilliti til 2000-vandans. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ungt fólk á dagatali ESSO

VEGGDAGATAL Olíufélagsins hf. fyrir árið 2000 er komið út. Þema dagatalsins er ungt fólk á Íslandi á 20. öldinni í leik og starfi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 263 orð

Ungur peningafalsari handtekinn

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók skömmu fyrir jól pilt innan við tvítugt, sem hafði ljósritað nokkra fimm þúsund króna seðla og ætlaði að framvísa einum slíkum í verslun. Afgreiðslumaður sá hins vegar við falsaranum og gerði lögreglu viðvart. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Unnið við girðingu fyrir hunda

STARFSMENN garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar vinna um þessar mundir að því að koma upp girðingu utan um nýtt leiksvæði hunda við Hlíðarfót, sunnanvert í Öskjuhlíðinni. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 353 orð

Útgefandi ákærður fyrir morðsamsæri

OFER Nimrodi, einn af ríkustu mönnum í Ísrael, var í gær ákærður fyrir morðsamsæri. Mál hans hefur valdið uppnámi í landinu en í tengslum við það hefur lögreglan m.a verið sökuð um spillingu og nokkrir liðsmenn hennar hafa orðið að víkja. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Vann 24,5 milljónir í HHÍ

KARLMAÐUR í Reykjavík fékk 24,5 milljónir króna í sinn hlut þegar dregið var í Heita potti Happdrættis Háskóla Íslands í gær, en venjan er að tæma pottinn í árslok og er þá aðeins dregið úr seldum miðum. Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 216 orð

Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar á Akranesi

Akranesi -Akranesveita hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að verðlauna athyglisverðustu jólaskreytingu á Akranesi og er til þessa verks leitað eftir ábendingum hjá bæjarbúum. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

VÍB styrkir LAUF

VÍB, Verðbréfamarkaður Íslandsbanka hf., styrkti LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, um þá upphæð sem fyrirtækið hefði varið til að senda viðskiptavinum sínum jólakort. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 731 orð | 1 mynd

Þjóðmálaumræða eins frjáls nú og nokkru sinni

PÁLL Þórhallsson lögfræðingur segir upplýsta umræðu um þjóðfélagsmál sennilega eins frjálsa nú um stundir og hún hafi nokkurn tíma verið á Íslandi. Meira
28. desember 1999 | Erlendar fréttir | 211 orð

Þjóðverjar ekki með stundvísi á heilanum

ÞVERT á viðteknar hugmyndir um þýzka stundvísi hafa nýjar rannsóknir brezks sálfræðings sýnt fram á, að stjórnendur í þýzkum fyrirtækjum eru mun afslappaðri hvað varðar stundvísi en starfsbræður þeirra í Bretlandi og Frakklandi. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Þrír sækja um Hjallasókn

ÞRÍR prestar hafa sótt um Hjallaprestakall í Kópavogi en umsóknarfrestur rann nýlega út. Ráðgert er að valnefnd, sem metur umsækjendur, komi saman til fundar síðar í vikunni. Meira
28. desember 1999 | Landsbyggðin | 135 orð | 1 mynd

Þrír söfnuðir í Stykkishólmi með jólamessur

Stykkishólmi- Jólahátíðin var friðsæl í Stykkishólmi. Veðrið var mjög gott jóladagana, hægviðri og frostlítið. Dálítil ofankoma var svo að jólin voru hvít í Stykkishólmi, en dagana á undan hafði verið hláka og mestan snjóinn tekið upp. Meira
28. desember 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð | 2 myndir

Örn aftur íþróttamaður ársins

ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, var í gær útnefndur Íþróttamaður ársins 1999 af Samtökum íþróttafréttamanna, en þetta er annað árið í röð sem Örn hreppir hnossið. Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið árlega fyrir valinu frá 1956 og er Örn þrítugasti íþróttamaðurinn til að hljóta þessa nafnbót. Meira

Ritstjórnargreinar

28. desember 1999 | Staksteinar | 396 orð | 1 mynd

Tröllvaxnar breytingar

Í BLAÐ sjálfstæðismanna í Garðabæ, Garðar, skrifar Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri leiðara sem er tileinkaður aldamótunum. Meira
28. desember 1999 | Leiðarar | 643 orð

UMSÓKN FINNS INGÓLFSSONAR

Sennilega hefur fátt komið jafn mikið á óvart á vettvangi íslenzkra stjórnmála hin síðustu ár og sú ákvörðun Finns Ingólfssonar, varaformanns Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, að sækja um starf bankastjóra Seðlabanka Íslands, sem... Meira

Menning

28. desember 1999 | Bókmenntir | 607 orð | 1 mynd

Að fylgja eigin sannfæringu

eftir Önnu Valdimarsdóttur. Forlagið, Reykjavík 1999. 294 bls. Prentun: Oddi hf. Meira
28. desember 1999 | Bókmenntir | 856 orð | 1 mynd

Að kveldi skal veður lofa

eftir Unni Ólafsdóttur og Þórarin Eldjárn. 240 bls. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Meira
28. desember 1999 | Leiklist | 421 orð | 1 mynd

Afi segir sögur

Höfundur: Örn Árnason. Höfundur tónlistar: Örn Árnason. Leikstjóri: Örn Árnason. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason. Sunnudagur 26. des. Meira
28. desember 1999 | Menningarlíf | 50 orð | 1 mynd

Andspænis ópi

GESTUR á samtímalistasafninu í Sydney fylgist með örvæntingarfullu ópi leikkonunnar Janet Leigh í sturtuatriðinu fræga í kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Psycho, frá árinu 1960. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 55 orð | 1 mynd

Á nálum að bíða eftir nálum

LIANG Yong dvelur á Aimin-megrunarhælinu í kínversku hafnarborginni Tianjin. Hann bíður þess nú að komast í nálastungumeðferð til að ná stjórn á matarlystinni. Yong, sem er 19 ára, vegur 176 kíló og er einn af mörgum barnungum sjúklingum á hælinu. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Ánægjuleg ástarmynd

Framleiðandi: Andy Garcia, Gary Lucchesi. Leikstjóri: Richard Wenk. Handritshöfundur: Paul Hapenny. Kvikmyndataka: Ellen Kuras. Tónlist: Rick Marotta. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Andie MacDowell, Richard Bradford, Laura Harris, Andrew B. Blake. (96 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 138 orð

Áramótatíska More & more á Kaffi Reykjavík

FYRIR jólin héldu margar verslanir tískusýningar til að kynna jóla- og áramótafatnað sinn. Verslunin More & more í Glæsibæ sló upp sýningu á dögunum á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík og mættu fjölmargir unnendur tísku á staðinn til að fylgjast með. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 702 orð | 2 myndir

BÍÓBORGIN Heimurinn er ekki nóg ½...

BÍÓBORGIN Heimurinn er ekki nóg ½ 19. kafli Bond-bálksins er kunnáttusamlega gerð afþreying sem fetar óhikað troðnar slóðir fyrirrennara síns. The Blair Witch Project ½ Kjaftshögg á Hollywood-kerfið. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Gifting á jóladag

GAMANLEIKARINN Jerry Seinfeld gekk að eiga unnustu sína, Jessicu Sklar, á jóladag við hátíðlega athöfn þar sem nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir til að gleðjast með brúðhjónunum. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 502 orð | 1 mynd

Harmræna í bakgrunninum

Í KVÖLD hefst þriggja daga dagskrá þar sem tónlist og kveðskapur verða sameinuð í Sölvasal Sólons Íslandusar og hefst dagskráin öll kvöldin kl. 21. Í kvöld og annað kvöld ber dagskráin yfirskriftina Kvöld dapurleika og trega. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð | 1 mynd

Jól á ströndinni

ÍRSKU ferðamennirnir Niamh O'Connor og Barbara Farrell fleyta sér á öldunum á Bondi-ströndinni í Ástralíu á jóladag. Fjöldi ferðamanna streymir til Ástralíu til að upplifa öðruvísi jól í sumarblíðunni í Ástralíu á þessum árstíma. Meira
28. desember 1999 | Tónlist | 536 orð

Kertalokkur

Mozart: Eine kleine Nachtmusik K525; Klarínettkvintett K581. Camerarctica (Ármann Helgason, klar.; Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Sigurður Halldórsson, selló). Miðvikudaginn 22. desember kl. 21. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Löggan og trúin

Framleiðandi: John A. Curtis, Evan Taylor. Leikstjóri: Chris Angel. Handritshöfundur: Paul Hapenny. Kvikmyndataka: Danny Nowak. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Andrew McCarthy, Michael Ironside, Suzy Joachim, Matthew Laurance.(96 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Lögregla yfirheyrir Jennifer Lopez

POPPSTJARNAN vinsæla, Jennifer Lopez, var yfirheyrð af lögreglu ásamt rapparanum Sean "Puffy" Combs eftir skotárás í næturklúbbi í New York aðfaranótt mánudagsins. Skotárásin átti sér stað á skemmtistaðnum New York Club og særðust þrír. Meira
28. desember 1999 | Bókmenntir | 1307 orð | 1 mynd

Margt er orðið

Íslensk tilvitnanabók eftir Tryggva Gíslason. 632 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 72 orð

Notting Hill beint á toppinn

RÓMANTÍSKA gamanmyndin "Notting Hill", með hinum hugljúfu Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum, skýst beint á topp listans yfir vinsælustu myndbönd síðustu viku. Meira
28. desember 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Nýjar plötur

EMBLA heitir geislaplata með lögum og leik Haraldar Guðna Bragasonar . Haraldur er fæddur 1947 á Vopnafirði. Hann hóf nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og nam píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni árið 1965. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Næsti Leðurblökumaður?

Í KJÖLFAR hverrar kvikmyndar um Leðurblökumanninn góða fara af stað vangaveltur um hver muni leika kappann í næstu mynd. Meira
28. desember 1999 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Samkeppni um útilistaverk

ALLS bárust 147 tillögur í samkeppni sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til í haust um útilistaverk í Reykjavík. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 260 orð | 1 mynd

Samkomulag náðist

SAMKOMULAG hefur náðst í máli hasarleikarans Arnolds Schwarzenegger og slúðurblaðsins Globe, en leikarinn kærði blaðið eftir að birt var í því grein árið 1998 um að hann hann væri ekki heill heilsu og ætti á hættu að fá hjartaáfall hvað úr hverju. Meira
28. desember 1999 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Samsýning 99 listamanna

SAMSÝNING listamanna sem hafa sýnt í Galleríi Sævars Karls undanfarin tíu ár verður opnuð í dag, þriðjudag, kl. 17 en tíu ár eru síðan galleríið var opnað. Þema sýningarinnar er Aldamót. Meira
28. desember 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Tónlistarkvöld í Þorlákshöfn

JÓNAS Ingimundarson píanóleikari og söngvararnir Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson koma fram á menningarkvöldi í Þorlákskirkju í kvöld kl. 20.30. Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur flytur... Meira
28. desember 1999 | Tónlist | 688 orð

Um eilífðina

Raftónverk eftir Jóhann G. Jóhannsson. Tónverkið var unnið á árunum 1996-8 í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs (TTK) undir handleiðslu forstöðumanna þess, Hilmars Þórðarsonar (yfirumsjón með gerð verksins) og Ríkharðs H. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 310 orð

Viagra á gamlárskvöld

TOLLVERÐIR á flugvellinum í Kaíró komu í veg fyrir smygl á um 60 þúsund viagra- og róandi töflum til Bretlands á sunnudag. Tollverðirnir fylltust grunsemdum er hópur breskra ferðamanna mætti heldur óstyrkur á flugvöllinn og eftir leit fundust töflurnar. Meira
28. desember 1999 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Það besta úr smiðju U2

"NÆSTA plata okkar verður sú besta sem við höfum gert," fullyrðir Adam Clayton, bassaleikari hljómsveitarinnar U2. Meira
28. desember 1999 | Leiklist | 1171 orð | 1 mynd

Þeim sem elskar heitast verður allt til góðs

Höfundur: Davíð Stefánsson. Höfundur tónlistar: Páll Ísólfsson o.fl. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Meira

Umræðan

28. desember 1999 | Aðsent efni | 969 orð | 1 mynd

Af raumistum

Með tölvubyltingu og netvæðingu, segir Kristján Eiríksson, verður enn hægara og fljótlegra að hafa samband við erlenda esperantista. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 111 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Dómurinn sem aldrei verður afplánaður

Ölvunarakstur, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, er ekkert einkamál þess sem ekur. Meira
28. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 697 orð

Fáeinar spurningar til samtakanna Vistaskipti og nám og félagsmálaráðuneytisins

ÉG óska eftir opinberum svörum frá Vistaskiptum og námi og félagsmálaráðuneytinu við spurningum mínum hér að neðan vegna fáheyrðra og óskiljanlegra hremminga sem dóttir mín, 18 ára, lenti í. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Hugleiðing um málefni aldraðra

Við skulum vona, segir Guðfinna Lilja Gröndal, að baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum aldraðra verði haldið áfram af krafti. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 868 orð | 1 mynd

Jólasveinn í útlegð

Öldin okkar er blóði drifin stríðssaga. Ástþór Magnússon telur að við ættum að hafa lært af reynslunni og geta lagt hornstein að öld friðar nú. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 943 orð | 1 mynd

Rán aldarinnar og ábyrgð löggjafans

Byggðirnar eru rústaðar, frelsi einstaklinga til athafna fótum troðið, segir Guðmundur Wiium Stefánsson, og stjórnarskrárbundin ákvæði um eignarétt og atvinnufrelsi að engu höfð. Meira
28. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 534 orð

Stundum brestur mig orð ...

Ég varð ekki lítið undrandi þegar ég sá hverjir það voru sem fluttu þingssályktun um að fá áfengi til sölu í öllum matvörubúðum þjóðarinnar og heyrði að kvenþjóðin væri þar í meirihluta. Meira
28. desember 1999 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Vandræði framundan

Nú er kór þeirra, sem reyna að koma í veg fyrir að almennir launþegar fái kjarabætur, á fullri ferð, segir Birgir Hólm Björgvinsson, og spekingar keppast við að koma fram með varnaðarorð. Meira

Minningargreinar

28. desember 1999 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Hallfríður Anna Tómasdóttir

Hallfríður Anna Tómasdóttir fæddist á Mið-Hóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 19. janúar 1919. Hún andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík að morgni 16. desember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Ólöf Þorkelsdóttir, f. 30. júlí 1885, d. 26. Meira
28. desember 1999 | Minningargreinar | 3110 orð | 1 mynd

ÍSLEIFUR ÓLAFSSON

Ísleifur Ólafsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Ísleifssonar, skipstjóra, og Stefaníu Pálsdóttur, húsmóður. Ólafur var fæddur á Arnarstöðum í Flóa 22.9. Meira
28. desember 1999 | Minningargreinar | 617 orð | 1 mynd

JÓN ÞORKELL KRISTJÁNSSON

Jón Þorkell Kristjánsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1925. Hann lést á Landakotsspítala 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 21. desember. Meira
28. desember 1999 | Minningargreinar | 6548 orð | 1 mynd

ÓLAFUR BALDUR ÓLAFSSON

Ólafur Baldur Ólafsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1945 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 28.4. 1907, d. 25.3. 1975 og Lára Guðmundsdóttir, f. 12.9. 1909, d. 21.7. 1962. Meira
28. desember 1999 | Minningargreinar | 1009 orð | 1 mynd

ÓLAFUR KRISTJÁN JÓNSSON

Ólafur Kristján Jónsson fæddist að Reykjum í Hrútafirði 23. maí 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. desember síðastliðinn. Foreldrar: Jakobína Guðný Ólafsdóttir, f. 26.12. 1886, d. 6.8. 1974, Jón Jónasson, f. 26.11. 1887, d. 1.7. 1944. Meira
28. desember 1999 | Minningargreinar | 4618 orð | 1 mynd

ÞÓRÓLFUR BECK

Þórólfur Beck fæddist í Reykjavík 21. janúar 1940. Hann lést á heimili sínu, Rauðarárstíg 5 í Reykjavík, 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósbjörg Hulda Magnúsdóttir Beck, f. 22. júlí 1919, d. 6. Meira

Viðskipti

28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Bók um einkahlutafélög

BÓKAKLÚBBUR atvinnulífsins hefur gefið út bókina "Einkahlutafélög - stofnun, réttindi og skyldur" eftir Ingvar Sverrisson lögfræðing. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Búnaðarbankinn kaupir bréf án þóknunar

BÚNAÐARBANKINN hefur boðið þeim sem keyptu bréf í nýafstöðnu útboði í bankanum að kaupa hlutabréf þeirra án þess að þeir þurfi að greiða þóknun sem nemur 1% af verði. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Demantar glitra á árþúsundaskiptum

MARILYN Monroe söng eitt sinn listilega um dálæti sitt á demöntum í laginu "Diamonds are a girl's best friends", og sá boðskapur virðist hafa verið ofarlega í hugum fólks á árinu 1999. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Draga mun úr neikvæðum hliðaráhrifum

SEÐLABANKI Íslands hefur sett nýjar reglur um laust fé bindiskyldra lánastofnana og gilda þær frá 31. desember nk. Um leið falla úr gildi eldri reglur um laust fé bindiskyldra lánastofnana, og var útreikningstímabil sem lauk 20. desember sl. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 606 orð

Eru ekki að kaupa sig til áhrifa

"TILGANGURINN með hlutafjárkaupum Kaupþings í Eimskipafélagi Íslands hf. er sá að reyna að ná fram fjárhagslegum ávinningi, eins og í öllum öðrum hlutafjárkaupum sem Kaupþing leggur stund á. Þessi hlutafjárkaup eru ekki ólík öðrum. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Ístak kaupir hluta af lóð Skeljungs á 105,7 milljónir

ÍSTAK hf. hefur keypt hluta af lóð Skeljungs við Laugaveg 180. Kaupverð er 105,7 milljónir og nemur söluhagnaður Skeljungs um 60 milljónum eftir skatta. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Reiknað með svipaðri starfsemi áfram

BOÐAÐ hefur verið til hluthafafundar í Árnesi hf. í Þorlákshöfn 7. janúar næstkomandi, þar sem sameining félagsins við Þormóð ramma-Sæberg hf. verður tekin fyrir, að sögn Ólafs H. Marteinssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma-Sæbergs. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Sala á lófatölvum eykst um 77%

SALA á Palm-lófatölvum frá bandaríska fyrirtækinu 3Com Corp. hefur aukist um 77% síðastliðið ár og hefur fyrirtækið tilkynnt um hagnað umfram væntingar fyrir annan fjórðung rekstrarársins af þeim sökum. Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Sameiginlegar reglur um verðbréfaviðskipti

FESCO, samstarfsvettvangur evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði um samræmingu reglna um verðbréfaviðskipti í aðildarríkjum EES, samþykkti nýlega grunnreglur um starfsemi kauphalla og annarra skipulegra verðbréfamarkaða auk grunnreglna um... Meira
28. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Viðskipti róleg íkjölfar hátíðanna

EVRAN hélst stöðug gagnvart dollar í gær og sömu sögu var að segja af jeninu. Viðskipti voru róleg víðast hvar í kjölfar hátíðanna. Hlutabréf tryggingafélaga og banka voru í forystuhlutverki í gær og hækkuðu mest. Meira

Daglegt líf

28. desember 1999 | Neytendur | 538 orð | 3 myndir

Metinnflutningur á flugeldum

Í ÁR er líklegt að metinnflutningur verði á flugeldum, samkvæmt upplýsingum frá þeim sem flytja inn flugelda, og vonast er eftir metsölu í tilefni árþúsundamóta. Dæmi eru um að innflytjendur hafi flutt inn allt að 50% meira af flugeldum en í fyrra. Meira

Fastir þættir

28. desember 1999 | Í dag | 39 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. desember, verður sjötíu og fimm ára Helga Ingvarsdóttir, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Sambýlismaður hennar er Baldur Böðvarsson. Helga tekur á móti gestum í salnum við innganginn í Eiðismýri 30, í dag frá kl.... Meira
28. desember 1999 | Í dag | 33 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 29. desember, verður áttræður Einar Júlíusson, Holtsgötu 24, Sandgerði. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í Miðhúsum, Suðurgötu 17- 21, Sandgerði, milli kl. 16-20 á... Meira
28. desember 1999 | Í dag | 30 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 29. desember, verður níræður Baldur Kristjónsson, íþróttakennari, Kópavogsbraut 69, Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Vilborg Halldórsdóttir , taka á móti gestum á heimili sínu á... Meira
28. desember 1999 | Í dag | 38 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Hinn 25. desember, jóladag, varð níræður Indriði S. Friðbjarnarson, Leirubakka 6, Reykjavík. Af þessu tilefni taka hann og eiginkona hans, Sigríður Egilsdóttir, á móti ættingjum og vinum í Kiwanis-húsinu, Engjategi 11, miðvikudaginn 29. Meira
28. desember 1999 | Dagbók | 0 orð

APÓTEK...

APÓTEK Meira
28. desember 1999 | Í dag | 761 orð

JÓLIN eru eðlilega ofarlega í huga...

JÓLIN eru eðlilega ofarlega í huga Víkverja á þessum tíma. Nýliðin er ein helgasta stund ársins í lífi kristinna manna og jafnframt einhver sú annasamasta, viðkvæmasta og dýrasta. Meira
28. desember 1999 | Í dag | 96 orð

JÓLIN NÁLGAST

Rennur um rökkurslóð rjúkandi hvítafjúk. Hnípinn ég heima sit hljóður við daufa glóð. Lán mitt er sífellt svalt, svalt eins og rökkrið kalt, kaldlynt og voðavalt, valt eins og lífið allt. Sending er samt í nánd: sólhvörf og bráðum jól. Meira
28. desember 1999 | Fastir þættir | 696 orð

Lausnir jólaskákþrautanna

JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR áttu fátt sameiginlegt við fyrstu sýn. Þó er eitt sem er sameiginlegt með þeim öllum, en það er að þær má allar finna á Netinu. Meira
28. desember 1999 | Dagbók | 599 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Tahkuna, Hansewall og Arnarfell koma í dag. Mælifell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kom í gær. Lómur fer í dag. Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira
28. desember 1999 | Í dag | 135 orð

Þakkir til Ísals

HINN 17. desember sl. var fyrrverandi starfsmönnum Ísals boðið í jólamat ásamt núverandi starfsmönnum. Mikil ánægja var með þetta boð. Ísal býður einnig árlega fyrrverandi starfsmönnum sínum í ferðalag. Viljum við þakka kærlega þetta góða framtak. Meira

Íþróttir

28. desember 1999 | Íþróttir | 766 orð

Chelsea, sem hafði aðeins hlotið fimm...

Leeds hefur enn tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en Manchester United er skammt undan. Coventry vann sinn fyrsta sigur á Arsenal í sex ár og komst af mesta hættusvæði deildarinnar. Sunderland, sem er í þriðja sæti deildarinnar, beið afhroð á Goodison Park er liðið tapaði 5:0 fyrir Everton. Þá virðist sem að Chelsea sé að rétta úr kútnum en liðið vann sinn fyrsta útisigur í þrjá mánuði. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

EINAR Sigurðsson, sem varð Danmerkurmeistari með...

EINAR Sigurðsson, sem varð Danmerkurmeistari með Gentöfte á síðasta leiktímabili, valinn í stjörnulið Danmerkur og var jafnframt kosinn besti leikmaður Gentöfte á sömu leiktíð, er líklega á heimleið, að því er kemur fram á heimasíðu Blaksambands Íslands. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 546 orð | 1 mynd

Megum og eigum að gera kröfur

SUNDMAÐURINN Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var í gærkvöldi útnefndur Íþróttamaður ársins 1999 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Erni hlotnast þessi viðurkenning, en hann er aðeins átján ára að aldri. Kjörinu var lýst á Hótel Loftleiðum, að viðstöddum forseta Íslands, ráðherra mennta- og íþróttamála, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auk fjölda annarra gesta. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 391 orð

Spenntur að fara til Stoke

PATTSTAÐA virðist vera komin upp varðandi félagaskipti Brynjars Björns Gunnarssonar frá Örgryte til Stoke City. Enska félagið bauð 60 milljónir íslenskra króna í landsliðsmanninn, en nú vill sænska félagið fá meira vegna þess að norska liðið Vålerenga, sem Brynjar lék með áður, heimtar að fá sinn hlut af kaupverðinu eða um 40% og það er sænska félagið ekki tilbúið að samþykkja. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 164 orð

Tveir nýir hjá Snæfelli

TVEIR nýir erlendir leikmenn verða væntanlega með Snæfellli í úrvalsdeild karla er keppni hefst að nýju eftir áramót. Robert McKinley, 26 ára Bandaríkjamaður með írskt vegabréf, kom til liðsins í gær. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 52 orð

Viðurkenning til forseta Íslands

FORSETI Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ellert B. Schram, afhenti í gær forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíunefndinni vegna aldamótanna. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 133 orð

Þau hlutu atkvæði

Þessir íþróttamenn fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins 1999 Örn Arnarson, SH, sund 347 Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín, knattspyrna 264 Vala Flosadóttir, ÍR, frjálsíþróttir, 239 Ólafur Stefánsson, Magdeborg, handknattleikur, 95 Rúnar... Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 188 orð | 2 myndir

Örn aftur íþróttamaður ársins

ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, var í gær útnefndur Íþróttamaður ársins 1999 af Samtökum íþróttafréttamanna, en þetta er annað árið í röð sem Örn hreppir hnossið. Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið árlega fyrir valinu frá 1956 og er Örn þrítugasti íþróttamaðurinn til að hljóta þessa nafnbót. Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 69 orð

Örn og Lára sundpar ársins

PARIÐ Örn Arnarson og Lára Hrund Bjargardóttir hafði ríka ástæðu til að brosa á verðlaunaafhendingunni á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi, en auk þess sem Örn var útnefndur Íþróttamaður ársins hlaut sundparið útnefninguna sundmaður og sundkona ársins hjá... Meira
28. desember 1999 | Íþróttir | 531 orð

Örn, sem er aðeins átján ára,...

"Ég er svo sannarlega bæði hrærður og þakklátur. Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki getað látið mig dreyma um nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hvað þá að ég ætti eftir að hljóta hana tvö ár í röð," sagði Örn Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, sem í gærkvöldi var útnefndur Íþróttamaður ársins 1999 af Samtökum íþróttafréttamanna, en kjörinu var lýst á Hótel Loftleiðum að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta Íslands, menntamálaráðherra og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Meira

Úr verinu

28. desember 1999 | Úr verinu | 123 orð

Byrjað í janúar?

ÁKVEÐIÐ hefur verið fyrirkomulag loðnuveiða Norðmanna í Barentshafi á næsta ári. Heildarkvóti þeirra er 256.000 tonn. Hann skiptist þannig að nótaskipin fá 180.840 tonn, togarar 25.090 og smærri bátar 50.070 tonn. Meira
28. desember 1999 | Úr verinu | 277 orð

Leyfa loðnuveiðar í flottroll

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að heimila svokallaðar tilraunaveiðar á loðnu í flottroll, þegar veiðar hefjast á ný eftir áramótin. Ákvörðun þessi er tekin af fengnu álit Hafrannsóknastofnunar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.