Greinar miðvikudaginn 29. desember 1999

Forsíða

29. desember 1999 | Forsíða | 49 orð | 1 mynd

Án Milosevic inn í nýja öld

STUÐNINGSMAÐUR stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu heldur "2000-gleraugum" á loft með tveimur fingrum - trúarlegu tákni serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar - á útitónleikum í Belgrad í gærkvöld. Meira
29. desember 1999 | Forsíða | 330 orð | 1 mynd

Flugræningjarnir setja fram nýjar kröfur

INDVERSKIR samningamenn héldu í gær áfram samningaviðræðum við flugræningja, sem halda 155 manns í gíslingu um borð í farþegaþotu á flugvelli í Afganistan. Meira
29. desember 1999 | Forsíða | 203 orð

Hægir á sókn Rússa inn í Grosní

JARÐSPRENGJUR, olíueldar og heiftarleg mótspyrna skæruliða hafa hægt á sókn Rússa inn í Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu, en háttsettur hershöfðingi hét því í gær, á fjórða degi fótgönguliðssóknar inn í borgina, að hún myndi falla innan fárra daga. Meira
29. desember 1999 | Forsíða | 214 orð

Sátt við Shas í sjónmáli

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, sat í gær að samningaborði með fulltrúum Shas-flokksins, flokki heittrúaðra gyðinga, í því skyni að telja þá á að halda áfram stuðningi við ríkisstjórnina og áform hennar í friðarumleitununum við grannríki Ísraels. Meira
29. desember 1999 | Forsíða | 204 orð | 3 myndir

Um 130 hafa farist

UM 130 manns hafa beðið bana af völdum óveðurs sem geisað hefur í Vestur-Evrópu síðustu þrjá daga. Manntjónið var mest í Frakklandi þar sem að minnsta kosti 68 fórust í fárviðri á sunnudag og mánudag. Átta manns til viðbótar var enn saknað. Meira

Fréttir

29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

20-50 þúsund fórust

UNNIÐ var að því í gær að hreinsa aur úr kirkjunni í La Guaira í Venesúela, en framkvæmdastjóri Rauða krossins sagði að talið væri að 20 til 50 þúsund manns hefðu farist í aurskriðum og flóðum sem urðu í strandhéruðum landsins fyrir hálfum mánuði. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

73 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi

HINN 17. desember voru 73 nemar brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi, alls 28 stúdentar, 33 iðnnemar, fimm matartæknar og sjö nemendur af skrifstofubraut. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

98 útskrifaðir frá Iðnskólanum í Reykjavík

HAUSTÖNN Iðnskólans í Reykjavík lauk þann 17. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 378 orð

Aksjón dæmd til að greiða höfundi skaða- og miskabætur

SJÓNVARPSSTÖÐIN Aksjón á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd til að greiða Olgu Guðrúnu Árnadóttur skaða- og miskabætur að upphæð 180 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum. Kröfur höfundarins voru að upphæð tæplega 1,4 milljónir króna. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Áhrif botnvörpu eru minni en búist var við

FYRSTU niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum botnvörpu á samfélög botndýra á Stakksfirði á Reykjanesi, benda til þess að áhrifin séu fremur lítil. Þarna er um mjúkan botn að ræða, en líklega eru áhrif botnveiðarfæra á botndýralíf á hörðum botni mun meiri. Þetta eru fyrstu rannsóknir af þessu tagi hér við land. Áhrif dragnótar hafa ekki verið könnuð, en flest bendir til þess að þau séu minni en botnvörpunnar. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 265 orð

Áhyggjur af ónæmum sýklum

NORSKIR læknar hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ónæmra sýkla og einkum eftir að þeir fundu sérstakt, norskt afbrigði af gulum klasakokkum, sem venjuleg sýklalyf hrína ekki á. Var vitað um 25 sýkingar af völdum þeirra 1997, 50 í fyrra og 7. desember sl. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ályktun stjórnar Barnaheilla vegna Barnahúss

MORGUNBLAÐIÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Barnaheilla: "Með starfrækslu Barnahúss er komin hér á landi einhver fullkomnasta aðstaða sem þekkist til að taka við börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Bátur í vandræðum við Þormóðssker

BJÖRGUNARSVEITIN Ingólfur-Albert var kölluð út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar neyðarblys sást við Þormóðssker. Í ljós kom að bátur var þar í vandræðum með bilað stýri. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Blíðviðri í Alberta

ROCHELLE Loewen naut blíðviðrisins, sem nú er í Edmonton í Albertafylki í Kanada, og renndi sér niður skíðabrekkur í bikiníi einu fata. Í gær var tíu stiga hiti í Edmonton, en meðalhiti þar á þessum árstíma er tíu stiga frost að degi... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Blysför í Elliðaárdal

FERÐAFÉLAG Íslands kveður ferðaárið 1999 á veglegan hátt með árlegri blysför um Elliðaárdalinn í kvöld, miðvikudaginn 29. desember. Blysförin hefst kl. 19 við hús Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6, en í hálftíma fyrir brottför verða seld blys á kr. 300. Meira
29. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Breyttur sýningartími

SÝNING Aðalheiðar Eysteinsdóttur, Gluggar, sem nú stendur yfir á bókasafni Háskólans á Akureyri, verður opin alla virka daga frá kl. 8 til 16 þessa viku. Frá 3. janúar verður sýningin aftur opin frá kl. 8 til 18 fram að síðasta sýningardegi, sem er 8. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 30 orð | 1 mynd

BT gefur tölvuleiki á FSA

VERSLUN BT á Akureyri hefur fært barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sex tölvuleiki að gjöf. Sævar Sigurðsson, verslunarstjóri BT, afhenti Magnúsi Stefánssyni, yfirlækni barnadeildar, gjöfina og var myndin tækin við það... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Byrjað að sprengja flugelda

VÍÐA um land eru lögreglu farnar að berast kvartanir vegna hávaða og ónæðis frá flugeldum. Flugeldasala er yfirleitt hafin og svo virðist sem margir taki forskot á sæluna. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Dansað kringum jólatréð

UM þessar mundir eru haldin ótal jólaböll um allt land og má geta sér þess til að meirihluti barna á Íslandi fari á eitt slíkt ef ekki fleiri. Það er líka mjög annasamt hjá jólasveinunum núna því þeir mega ekki láta sig vanta á nokkurt jólaball. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Doktor í fornleifafræði

Kristín Huld Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína: "Viking iron relics from Iceland" við University College/University of London 14. júní sl. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Ekki hvíldarheimili fyrir þreytta stjórnmálamenn

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, kveðst í upphafi samtals síns við Morgunblaðið lýsa yfir óánægju Samfylkingarinnar með að staða bankastjóra Seðlabanka Íslands skuli enn og aftur vera notuð sem pólitísk skiptimynt í samningum milli... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Eldur við leikskóla

ELDUR kviknaði í tækjaskúr á lóð Leikskólans við Hólagarð um klukkan tíu í gærkvöldi. Mikill reykur barst frá eldinum yfir hverfið og fékk slökkviliðið nokkrar hringingar frá íbúum í nágrenninu sem vildu gera viðvart. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ellefu manns í þyrluflugnámi

ELLEFU manns eru nú í þyrluflugnámi hér á landi. Walter Ehrat, flugkennari hjá Þyrluþjónustunni ehf., segir að þyrluflugkennsla hafi hafist hjá fyrirtækinu í fyrravor. Menn hefðu talið gott að hafa 2-3 nemendur á ári en nú bregði svo við að þeir séu 11. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Engin áform um að hætta í stjórnmálum

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist sjá mjög eftir Finni Ingólfssyni úr ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að Finnur láti af embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áramót og taki við bankastjórastöðu í Seðlabankanum. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fjórðungsfjölgun á fjórum árum

ÍBÚAR í Kópavogi voru um 22.600 1. desember síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar og fjölgaði um 5,5% frá árinu áður. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Fjölskyldan verji áramótunum saman

ÍSLANDSPÓSTUR dreifir inn á hvert heimili á landinu póstkorti þar sem foreldrar og unglingar eru hvattir til að verja áramótunum saman. Dreifing kortsins er átak sem ætlað er að styrkja unglinga í að hafna neyslu áfengis og vímuefna. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 694 orð

Foreldrar hefja undirskriftasöfnun til stuðnings Smára

BÆJARRÁÐ Garðabæjar átti í gær fundi með skólanefnd og fulltrúum kennara tónlistarskóla bæjarins vegna þeirrar óánægju, sem þar er, með ráðningu í stöðu skólastjóra tónlistarskólans. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fyrirlestur um meðferð sorgar í tengslum við listsköpun

SÍÐASTI fræðslufundur Geðlæknafélags Íslands á þessu árþúsundi verður haldinn fimmtudaginn 30. desember kl. 16 og verður hann haldinn í samvinnu við Þerapeiu hf. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Færri ferðamenn um áramót en gert var ráð fyrir

FÆRRI erlendir ferðamenn munu dvelja hér á landi um áramótin en við var búist en fjöldi erlendra gesta verður tæplega 1.500 sem er svipað og í fyrra. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 183 orð

Gert við Hubble-geimsjónaukann

SJÖ manna áhöfn geimskutlunnar Discovery lenti heilu og höldnu við Kennedy-geimvísindastöðina í fyrrakvöld eftir að hafa lokið viðgerð á geimsjónaukanum Hubble á braut um jörðu. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 63 orð | 1 mynd

Grafið niður á olíutankinn

Þótt mikið hafi hlánað á Suðurlandi undanfarið eru þó víða talsverðir skaflar og ógreiðfært við bæi. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 212 orð

Herinn sakaður um að kynda undir

MEIRA en 50 manns hafa látist í átökum á eyjunni Ambon í Indónesíu frá því að átök brutust þar út milli múslíma og kristinna á sunnudag. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Horfið frá því að sækja um vínveitingaleyfi

ÁKVEÐIÐ var á fundi kristnihátíðarnefndar í gær að falla frá því að sækja um leyfi til vínveitinga í veitingatjöldum á Þingvöllum dagana 1. og 2. júlí á næsta ári, þegar þúsund ára afmælis kristnitöku verður minnst. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Hugsanlega frestað að kveikja í brennum vegna veðurs

ÁRAMÓTABRENNUR verða með hefðbundnum hætti í Reykjavík svo fremi sem veður leyfir. Kveikt verður á öllum brennum kl. 20.30 nema á brennunni við Selásblett, þar er kveikt í brennu kl. 18. Meira
29. desember 1999 | Miðopna | 844 orð | 1 mynd

Ísland og S-Afríka bandamenn á ýmsum vettvangi

Happy Herby Mahlangu, nýr sendiherra Suður-Afríku á Íslandi með aðsetur í Ósló, færði forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á dögunum. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann tengsl landanna í góðum farvegi og umbótastarf í heimalandinu ganga vel, þótt vandamálin séu mörg og erfið. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Íslenskir tómatar á markað allt árið

Hrunamannahreppi- Nú er ræktun tómata nánast allt árið orðið að veruleika, en íslenskir garðyrkjubændur hafa í æ ríkari mæli fært sér í nyt raflýsingu við framleiðsluna. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Íþróttahátíð Kópavogs frestað

ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Kópavogs 1999 hefur verið frestað til sunnudagsins 9. janúar nk. kl. 17. Hún verður haldin í Félagsheimili Kópavogs. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 139 orð

Jazzveisla í Deiglunni á nýársdagskvöld

Á NÝÁRSDAGSKVÖLDI verður sleginn ákveðinn upptaktur fyrir jazzlíf á Akureyri fyrir árið 2000. Sextett Margot Kiis, skipaður valinkunnum djössurum á Norðurlandi, skemmta með söng og hljóðfæraleik um kvöldið í Deiglunni kl. 22. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Jólagjöfunum skipt

ÞÓ AÐ jólagjafakaupin séu að mestu yfirstaðin myndaðist nokkur biðröð fyrir utan Hagkaup í Kringlunni í gærmorgun þegar fólk mætti þangað til að skipta jólagjöfum. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 146 orð | 1 mynd

Jólahald í Húnaþingi

Hvammstanga- Jólahald fór vel fram í Húnaþingi vestra. Veðurfar var ágætt og jólin hvít. Jólaverslun var lík og á liðnu ári, að sögn Einars Sigurðar, verslunarstjóra hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Komið í veg fyrir flugrán

ÞÝSKA lögreglan handtók í gær mann, sem gerði tilraun til þess að ræna farþegaflugvél í eigu Lufthansa er hún var á leið frá Prag í Tékklandi til Düsseldorf í Þýskalandi. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kyrrðarstundir á nýársnótt

BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum þjóðkirkjunnar hugmynd um að efna til kyrrðarstundar í kirkjum á nýársnótt og biðja fyrir friði. Sjálfur mun biskup annast slíka kyrrðarstund í Hallgrímskirkju í Reykjavík sem hefjast á kl. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Landhreinsun að Finni úr pólitíkinni

"ÉG hef sagt það áður að ég tel landhreinsun að þessum manni sem pólitíkusi út úr pólitíkinni," segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, aðspurður um umsókn Finns Ingólfssonar um stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Leiðrétt

Höfundarkynning Í höfundarkynningu við grein Guðmundar Wiium Stefánssonar, bónda í Vopnafirði, í blaðinu í gær féll niður að geta þess að hann skipaði fyrsta sæti á F-listanum, lista Frjálslynda flokksins, við síðustu alþingiskosningar. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 95 orð

Leitar viðunandi niðurstöðu

BRYNJÓLFUR Gíslason, sveitarstjóri Húnaþings vestra, hyggst ræða við þann umsækjanda sem kærunefnd jafnréttismála telur að framhjá hafi verið gengið við ráðningu skólastjóra skólabúðanna að Reykjum og reyna í samráði við hann að komast að niðurstöðu sem... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 363 orð

Markar tímamót í sögu Framsóknarflokksins

SAMÞYKKT var einróma á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær að Valgerður Sverrisdóttir tæki við sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra af Finni Ingólfssyni á gamlársdag. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 735 orð | 1 mynd

Með landvinningum lýðræðis lýkur þúsöld á jákvæðum nótum

Þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis á öldinni er rétt að nefna hana öld lýðræðisins, segir í grein eftir Jonathan Power. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Meirihlutinn mælti með ráðningu Finns Ingólfssonar

BANKARÁÐ Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að fjalla um 16 umsóknir sem bárust um embætti seðlabankastjóra Meirihluti bankaráðsins samþykkti að mæla með því við forsætisráðherra að Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra verði... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Nauðsynlegt að auka fjárveitingarnar

NAUÐSYNLEGT er að auka fjárveitingar til almenningssamgangna á landsbyggðinni til að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í nýlegri ályktun Alþingis um stefnu í byggðamálum. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ný póstnúmer tekin í notkun

BREYTINGAR verða gerðar á póstnúmerum í Reykjavík og víðar um áramótin vegna örs vaxtar einstakra hverfa í Reykjavík, skipulagsbreytinga við útburð og tilfærslu pósthúsa. M.a. verður tekið upp sérstakt póstnúmer fyrir pósthólf á Akranesi, 302. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Óeðlilegt að skipa forstjóra og leggja síðan starfið niður

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ telur að afar óeðlilegt hefði verið að skipa nýjan forstjóra Leifsstöðvar til fimm ára með sama verksvið og fyrr og leggja síðan starfið niður eða gjörbreyta umfangi þess innan eins árs. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 298 orð

Óttast um dómsdagssöfnuð

FJÖLSKYLDUR rúmlega 80 meðlima bandarísks dómsdagssafnaðar óttast að meðlimirnir muni fyrirfara sér þegar árinu lýkur. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð | 3 myndir

Reglur um brennuhald nokkuð strangar

ALLS verða um 25 áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld og er þegar farið að safna í flestar þeirra. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Reiknaði ekki með að taka sæti á þingi

JÓNÍNA Bjartmarz, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að sér lítist ágætlega á að taka sæti Finns Ingólfssonar þingmanns á Alþingi í febrúar nk. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Rússar eru ekki búnir undir vestrænt lýðræði

VLADÍMÍR Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lýsti í gær ýmsum skoðunum sínum á framtíð lands og þjóðar og hafnaði jafnt því, sem hann kallaði blinda trú á vestræna markaðshyggju og eftirsjá eftir hinni kommúnísku fortíð. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Rætt um frjálsa og upplýsta umræðu

MÁLSTOFA á vegum Blaðamannafélags Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands verður haldin í dag, miðvikudaginn 29. desember, kl. 16 í Kornhlöðunni, sal Lækjarbrekku. Efni málstofunnar er forsendur frjálsrar og upplýstrar umræðu. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Saltfiskvinnslan í hendurnar á heimamönnum

HEIMAMENN á Drangsnesi hafa ritað undir viljayfirlýsingu um að stofna fyrirtæki um saltfiskvinnslu á staðnum. Ljóst þykir að fyrirhuguð sameining ÚA og Hólmadrangs leiði til þess að saltfiskverkun verði hætt á Drangsnesi en Guðmundur B. Meira
29. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 171 orð | 1 mynd

Samið um framkvæmd staðarvalsathugunar

UNDIRRITAÐUR var samningur í gær milli Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Akureyrarbæjar og Fjárfestingarstofunnar - orkusviðs sem felur í sér samkomulag um framkvæmd staðarvalsathugana fyrir stóriðju í Eyjafirði. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Samið um framkvæmd staðarvalsathugunar

UNDIRRITAÐUR var samningur í gær milli Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Akureyrarbæjar og Fjárfestingarstofunnar - orkusviðs sem felur í sér samkomulag um framkvæmd staðarvalsathugana fyrir stóriðju í Eyjafirði. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Síðasta kvöldganga ársins

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir í kvöld, miðvikudagskvöld, gönguferð frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður upp Grófina, með Tjörninni, um Háskólahverfið og suður í Sundskálavík. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

SÍF styrkir SOS-barnaþorp

Í STAÐ þess að senda viðskiptavinum og hluthöfum jólakort, ákvað SÍF að styrkja SOS-barnaþorp. SOS-barnaþorp sjá munaðarlausum eða yfirgefnum börnum víða um heim fyrir heimilum og er starfsemin fjármögnuð með framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 152 orð

Skiptimarkaður fyrir misheppnaðar gjafir

ÞJÓÐVERJAR, sem urðu fyrir vonbrigðum með jólagjafirnar sem þeir fengu, komu saman á sérstökum markaði í Berlín á sunnudag til að skiptast á gjöfum við aðra sem fengu misheppnaðar gjafir um jólin. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Skipulagsstofnun tengist Íslandssíma

SKIPULAGSSTOFNUN hefur samið við Íslandssíma um símaviðskipti, gagnaflutning og Internet. Símkerfi stofnunarinnar hefur þegar verið tengt og er Skipulagsstofnun þar með orðin fyrsta opinbera stofnunin sem tengist fjarskiptaneti Íslandssíma. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Skíðar af list

ÁHUGI barna á skíðaíþróttinni vaknar oftast nær um jólin þegar frí gefst frá skóla. Ágætis skíðafæri er víðast hvar á landinu og brekkurnar því þéttsetnar börnum. Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 177 orð | 1 mynd

Sparisjóðurinn í nýtt húsnæði

Grýtubakkahreppi - Tímamót urðu í starfsemi Sparisjóðs Höfðhverfinga á dögunum en þá var starfsemi sjóðsins flutt úr 70 fermetra húsnæði í tæplega 200 fermetra hús á Grenivík, sem er í eigu sparisjóðsins. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Spáð strekkingsvindi á gamlárskvöld

SPÁÐ er sunnan strekkingsvindi og rigningu á gamlársdag um allt land, 15-20 metrum á sekúndu, sem samsvarar á milli 7 og 9 vindstigum í gamla kerfinu. Á gamlárskvöld er spáð suðvestlægri átt, 15-20 metrum á sekúndu, með slydduéljum og kólnandi veðri. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Stefnt að fjölgun nemenda í skólanum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla Íslands, undirrituðu í gær samning milli menntamálaráðuneytis og Kennaraháskólans, um kennslu og fjárhagsleg samskipti. Meira
29. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 432 orð | 1 mynd

Stefnt að því að starfsemi hefjist næsta vor

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ Eyjafjarðar verður formlega stofnuð innan tíðar og er gert ráð fyrir að hún taki til starfa á vormánuðum árið 2000. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Stjórn Læknafélagsins vísar máli til landlæknis

STJÓRN Læknafélags Íslands samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að skjóta máli Högna Óskarssonar geðlæknis til landlæknis til lögformlegrar meðferðar með vísan í ábendingar siðanefndar félagsins um þau álitaefni í málinu sem snerta faglegt mat, umfjöllun... Meira
29. desember 1999 | Erlendar fréttir | 105 orð

Stundaði njósnir fyrir A-Þýskaland

DANSKUR embættismaður hjá Evrópusambandinu (ESB) hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Austur-Þýskalands sem var. Maðurinn vann í danska utanríkisráðuneytinu 1979-1981. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sýning í Galleríi +

HÓLMFRÍÐUR Harðardóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Galleríi + í Brekkugötu 35 á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. desember. Hólmfríður býr og starfar í New York. Meira
29. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Söfnun gengur vonum framar

SÖFNUN sem hófst eftir að íbúð Þóru Hrafnsdóttur og sona hennar, þeirra Þorvaldar og Guðbjarnar, við Tjarnarlund á Akureyri stórskemmdist í eldsvoða skömmu fyrir jól hefur gengið vonum framar, að sögn Sigfúsar Helga Ólafssonar forsvarsmanns... Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 324 orð

Tekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu aukast um 800-900 milljónir kr.

GERA má ráð fyrir að tekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu af fasteignagjöldum aukist um 800-900 milljónir króna á næsta ári samanborið við árið í ár. Tekjuaukningin stafar fyrst og fremst af mikilli hækkun á fasteignamati 1. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Tel Finn ekki vera hæfasta umsækjandann

"GAGNRÝNI mín á þetta mál beinist að sjálfsögðu ekki að persónunni Finni Ingólfssyni," segir Steingrímur J. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Tugmilljóna króna tapi snúið við og hagrætt í rekstri

HINN 1. janúar nk. taka gildi breytingar á verðskrá fyrir þjónustunúmer og skeytaþjónustu hjá Landssímanum. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Tveir árekstrar á Síkárbrú í Hrútafirði

ÁREKSTUR varð á Síkárbrú í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu um hálfníuleytið í gærkvöldi. Þá skullu saman jeppi og fólksbíll og urðu talsverðar skemmdir á báðum bílum en engin slys á fólki. Fjarlægja þurfti bílana sem voru óökufærir. Meira
29. desember 1999 | Miðopna | 1356 orð | 3 myndir

Upphaf iðnvæðingar á Íslandi má rekja til níunda áratugar 19. aldar en ekki fyrstu ára 20. aldar

Á TÍMABILINU 1870-1950 nálguðust Íslendingar framleiðslu- og hagþróunarstig þeirra landa sem mestar tekjur höfðu í heiminum og voru þar af leiðandi að ná svipuðum lífskjörum og voru í nágrannalöndunum. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Útför Ólafs Baldurs Ólafssonar

ÚTFÖR Ólafs Baldurs Ólafssonar, framkvæmdastjóra og síðasta formanns Vinnuveitendasambands Íslands, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var sr. Bjarni Karlsson. Félagar úr Schola cantorum sungu við útförina og Kristinn Sigmundsson söng einsöng. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Útför Þórólfs Beck

ÚTFÖR Þórólfs Beck knattspyrnumanns var gerð frá Bústaðakirkju í gær. Sr. Pálmi Matthíasson jarðsöng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson, kór Bústaðakirkju söng og Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng einsöng. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Verð refaskinna hefur hrunið frá 1994

MEÐALVERÐ útfluttra refaskinna hefur snarlækkað frá árinu 1994 en hækkun hefur orðið á meðalverði útfluttra minkaskinna á sama tímabili. Þetta kemur fram í Búnaðarriti sem nýlega kom út. Árið 1998 voru flutt út 23. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 424 orð

Viðbragða von frá verktökunum

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun líti svo á að þeir sem sömdu um framkvæmdir vegna Fljótsdalsvirkjunar árið 1991 eigi engar fjárkröfur á fyrirtækið. Jóhann G. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Vill láta rífa húsið

BÆJARYFIRVÖLDUM í Hafnarfirði hefur verið sent erindi þar sem farið er fram á það að húsið, sem stendur við Skúlaskeið 42, verði rifið. Sólveig Guðnadóttir, íbúi á Hellisgötu 16, sendi erindið, en hún vill láta rífa húsið vegna eldhættu sem af því... Meira
29. desember 1999 | Landsbyggðin | 343 orð | 1 mynd

Vinnur við ullarmat í Djúpinu

Skjaldfönn - Það eru margir karlmenn sem starfa við að meta ull á landinu en aðeins tvær konur. Önnur þeirra er Ólöf Jónsdóttir, bóndi í Hafnardal við Ísafjarðardjúp. Hún var að meta á síðasta bænum í þessari törn þegar hún var tekin tali. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 719 orð | 1 mynd

Þingvallavatn er einstakt náttúruundur!

Valdimar Leifsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974 og stundaði nám í kvikmyndagerð hjá Columbia College í Los Angeles frá 1974 til 1977 er hann útskrifaðist með MA-próf í kvikmyndagerð. Hann starfaði hjá Sjónvarpinu 1978 til 1982 og hefur síðan verið með eigin rekstur. Valdimar er kvæntur Bryndísi Kristjánsdóttur og eiga tvo syni og eina dóttur. Meira
29. desember 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Þvottur á aðventunni

TJARA vill safnast fyrir á bílunum yfir vetrarmánuðina, ekki síst vegna notkunar nagladekkja. Það hefur því verið mikið að gera á bílaþvottastöðum að... Meira

Ritstjórnargreinar

29. desember 1999 | Staksteinar | 544 orð | 1 mynd

Hornsteinn samfélagsins

Í GÆR var minnst á leiðara blaðs sjálfstæðismanna í Garðabæ, Garðar. Þar fjallaði Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri um þær breytingar, sem orðið hafa á öldinni. Meira
29. desember 1999 | Leiðarar | 744 orð

LÝÐRÆÐI Á 21. ÖLDINNI

EFTIR nokkra daga gengur síðasta ár tuttugustu aldarinnar í garð. Á næstu mánuðum förum við að horfa fram til nýrrar aldar. Það verða merkileg tímamót, sem verða fólki um heim allan hvatning til nýrra átaka á mörgum sviðum. Meira

Menning

29. desember 1999 | Menningarlíf | 818 orð | 1 mynd

Að hlusta og syngja

KÓRFÉLAGAR eru á aldrinum 16-23 ára og hafa verið valdir úr stórum hópi umsækjenda hver í sínu heimalandi. Þeir hafa æft stíft að undanförnu hver í sínu landi en koma nú saman í fyrsta sinn til sameiginlegra æfinga. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 564 orð

Alexander Galin

RÚSSNESKI leikritahöfundurinn Alexander Galin er fæddur í Kursk 1947. Hann er jafnan talinn í fremstu röð þeirra leikritahöfunda sem kenndir eru við sovésku nýbylgjuna á 8. áratugnum. Aðrir höfundar í þeim hópi eru m.a. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 291 orð | 1 mynd

Á mörkum draums og veruleika

Silk, skáldsaga eftir Alessandro Baricco í enskri þýðingu Guidos Waldmans. Harvill gefur út, 104 síðu kilja. Keypt á 875 kr. í Máli og menningu. Meira
29. desember 1999 | Kvikmyndir | 202 orð

Bleiubörn sem hasarhetjur

Leikstjóri: Bob Clark. Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Christopher Lloyd, Kim Cattrall, Peter MacNicol, Dom DeLuise, Kyle Howard og Ruby Dee. TriStar. 1999. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Deilt um Pétur mikla í Rússlandi

VETRARSÓLIN lýsir upp styttu af Pétri mikla við Moskvufljót. Um er að ræða stóra styttu sem er eitt umdeildasta listaverk sem komið hefur verið upp eystra eftir að Sovétríkin liðu undir lok. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 367 orð | 1 mynd

Dosti djóksins

Native Tongue Útg: Pan Books, 1992 Bókin er 325 blaðsíður. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Dreymdi úrslitaleikina

STOLTI drengurinn á myndinni heitir Sigurbjörn Bárðarson, tíu ára gamall íþróttakappi frá Reykjavík. Myndin er tekin nokkrum mínútum eftir að úrslitaleik Víkings og Vals í Reykjavíkurmótinu í handbolta lauk í haust, og Sigurbjörn og félagar hans í 6. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Eignaðist dóttur á aðfangadag

LEIKARINN Eddie Murphy fékk skemmtilega jólagjöf núna um jólin þegar eiginkona hans, Nicole Murphy, fæddi honum dóttur á aðfangadagskvöld. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Einstein einn af hugsuðum árþúsundsins

ÞEGAR stór tímamót nálgast leggja menn iðulega höfuðið í bleyti og minnast liðinna tíma. Nú þegar árþúsundaskiptin eru á næsta leiti keppast margir við að tilnefna stærstu nöfn árþúsundsins og hafa margir andans menn verið nefndir í því sambandi. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Ein um jólin

VELSKA glæsimeyjan og leikkonan Catherine Zeta-Jones eyddi jólunum án ástmanns síns, bandaríska leikarans Michael Douglas og ýtti þar með svo um munar undir sögusagnir þess efnis að þau hefðu slitið ástarsambandi sínu. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 356 orð | 1 mynd

Endurkoma rokkaranna

FLOSI Þorgeirsson, fyrrum gítarleikari í HAM, varð fyrir svörum þegar Morgunblaðið hafði samband við sveitina. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Fjallkonur á Ítalíu

Alíslenska saumaklúbba er ekki aðeins að finna á hinu ylhýra, ástkæra heldur einnig í lítilli Óðinsborg á Ítalíu, Udine. Þó ekki fari mjög mikið fyrir hannyrðum þá er öðrum íslenskum hefðum gert hátt undir höfði og þar á meðal laufabrauðsbakstri. Meira
29. desember 1999 | Tónlist | 513 orð | 1 mynd

Fjögur söngverk Jóns Leifs

Jón Leifs: Guðrúnarkviða, op. 22. Nótt, op. 59. Helga kviða Hundingsbana, op. 61. Grógaldr, op. 62. Einsöngur: Þórunn Guðmundsdóttir (mezzosópran), Guðrún Edda Gunnarsdóttir (alt), Guðbjörn Guðbjörnsson, Einar Clausen, Finnur Bjarnason (tenór), Bergþór Pálsson (baríton), Guðjón G. Óskarsson og Jóhann Smári Sævarsson (bassi). Hljómsveit: Kammersveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Johan Arnell. Lengd: 50'28. Útgáfa: Íslensk tónverkamiðstöð ITM 9-01. Meira
29. desember 1999 | Kvikmyndir | 292 orð

Harlin og hákarlarnir

Leikstjóri Renny Harlin. Handritshöfundar Duncan Kennedy, Donna Powers. Kvikmyndatökustjóri Stephen F. Weidon. Tónskáld Trevor Robin. Aðalleikendur Thomas Jane, Saffron Burrows, Samuel L. Jackson, Jacqueline McKenzie, Michael Rappaport, LL Cool J, Stellan Skarsgård. 110 mín. Bandarísk. Warner Bros., 1999. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Hátíðarhljómar við áramót í Hallgrímskirkju

Á GAMLÁRSDAG, 31. desember, kl. 17 verða að venju haldnir tónleikar í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Trompetleikararnir Ásgeir H. Meira
29. desember 1999 | Bókmenntir | 843 orð

Hægur andvari

tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritstjóri Gunnar Stefánsson. Hið íslenska þjóðvinafélag 1999 - 156 bls. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 1094 orð | 3 myndir

Konunglegar listir aftur í Covent Garden

BÆÐI Óperan og Ballettinn hafa verið á flækingi og sett upp sýningar víða um borgina síðastliðin tvö og hálft ár. Á meðan hefur verið unnið hörðum höndum að nýjum viðbyggingum og endurbótum á gamla óperuhúsinu sem var reist 1858. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 378 orð | 1 mynd

Kórinn Raddir Evrópu allur saman kominn í fyrsta sinn

RADDIR Evrópu, kór níutíu ungmenna frá öllum níu menningarborgum Evrópu árið 2000, er nú saman kominn í heild sinni í fyrsta skipti og hóf æfingar á sal Menntaskólans við Hamrahlíð í gærmorgun. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 37 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI eftir Alexander Galin í þýðingu Árna Bergmann. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Meiri sýndarveruleiki

Framleiðendur: Roland og Ute Emmerich og Marco Weger. Leikstjóri: Josef Rusnak. Handrit: J. Rusnak og Ravel Centeno-Rodriguez. Byggt á skáldsögunni Simulacron 3 eftir Daniel Galouye. Aðalhlutverk: Craig Bierko, Gretchen Mol, Armin Mueller Stahl og Vincent D'Onofrio. (100 mín.) Bandaríkin. Skífan, desember 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Ógnir hafsins heillandi

SPENNUMYNDIN "Deep Blue Sea" er vinsælasta mynd undanfarinnar viku á Íslandi fyrstu vikuna í sýningu. Fast á hæla hennar er gamli spæjarinn Bond, sem á sér tryggan aðdáendahóp hérlendis sem annars staðar. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 1118 orð | 1 mynd

Ótakmörkuð ást á tónlistargyðjunni

HANN hefur sungið sig inn í hjarta margra sálarsöngvarinn Barry White og er í uppáhaldi hjá margri rómantískri konunni. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 295 orð | 2 myndir

Puff Daddy kærður

RAPPARINN Sean "Puffy" Combs var handtekinn eftir að hafa verið færður til yfirheyrslu ásamt kærustu sinni, leik- og söngkonunni Jennifer Lopez, á mánudagsmorgun. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Ruðningsjól vestanhafs

RUÐNINGSMYND bandaríska leikstjórans Oliver Stone, "Any Given Sunday" var vinsælasta mynd jólahelgarinnar vestanhafs, en myndin skartar Al Pacino í hlutverki eldri ruðningsþjálfara. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 276 orð | 1 mynd

Saga kynlífsmethafa

Framleiðendur: Hugh F. Curry, David Whitten og Gough Lewis. Leikstjóri: Gough Lewis. Klipping: Kelly Morris. Fram koma m.a.: Annabel Chong (Grace Quek), Ron Jeremy. (89 mín.) Bandaríkin. Sam-myndbönd, 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. desember 1999 | Menningarlíf | 913 orð | 3 myndir

Skuggahliðar Moskvu

Leikfélag Íslands í samvinnu við Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld í Iðnó rússneska leikritið Stjörnur á morgunhimni. Hávar Sigurjónsson ræddi við leikara og leikstjóra á barmi frumsýningar. Meira
29. desember 1999 | Bókmenntir | 725 orð | 1 mynd

Úr undirdjúpunum

Greinar og fyrirlestrar eftir Dagnýju Kristjánsdóttur. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1999, 399 bls. Meira
29. desember 1999 | Tónlist | 376 orð | 1 mynd

Vendipunktur í tónlist Leifs

Guðrún Óskarsdóttir, semball. Kolbeinn Bjarnason, flauta. Sonata per Manuela fyrir flautu. Sónata með "Da" Fantasíu fyrir sembal. "Da" fantasía fyrir sembal. Sumarmál fyrir flautu og sembal. Upptökustaður: Skálholtskirkja 1998. Upptökustjóri: Sigurður Rúnar Jónsson. Heildartími 61.84. 1999 Smekkleysa SMK 15. Meira
29. desember 1999 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Vilja banna refaveiðar

BRESKI tónlistarmaðurinn Noel Gallagher úr hljómsveitinni Oasis ásamt fleirum þekktum skemmtikröftum skrifuðu bréf til Tonys Blair, forsætirsráðherra Bretlands, þar sem þeir hvöttu til þess að refaveiðum yrði hætt. Meira

Umræðan

29. desember 1999 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Af íslenskum álverum

ÍSAL hefur um árabil, segir Bjarki Már Magnússon, alið á óöryggi starfsmanna sinna. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 852 orð

Aldahvörf - eða markleysa?

AÐ undanförnu hefur borið nokkuð á deilum um aldamót, árþúsundamót, hvort þau eru nú um þessi áramót eða þau næstu. Þeir sem halda því fram að of snemmt sé að fagna aldamótum nú, bregða fyrst fyrir sig rökum stærðfræði. Hvenær hefst nýr tugur? Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 852 orð | 1 mynd

Alþjóðaólympíunefndin tekur á sig rögg

Á þinginu var samþykkt að skylda ólympíunefndir einstakra landa, segir Ingimar Jónsson, til þess að senda keppendur á Ólympíuleika. Meira
29. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 538 orð

Bréf til Austfirðinga

Mig undrar hve fast þið sækið að skipta þjóðinni í stríðandi fylkingar, til þess að geta fengið að reisa álver. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 592 orð | 1 mynd

Dapur dagur

En samþykktin um Fljótsdalsvirkjun, segir Kristján Bersi Ólafsson, er að mínu viti bæði andstæð öllu velsæmi og skynsemi. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Hugleiðing vegna vinnuslysa

Launamenn þurfa að halda vöku sinni, þegar vinnuslys eða óhöpp ber að höndum, segir Sveinn Valgeirsson, og þurfa augljóslega að gæta réttar síns. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 662 orð

Íslenskt mál 1038. þáttur

MAGNÚS Erlendsson á Seltjarnarnesi skrifar mér öðru sinni bréf með skemmtilegu úrlausnarefni, og birtist það þér að slepptum vinsamlegum inngangsorðum: "Fyrir réttum aldarfjórðungi höfðu Reykjavík og Seltjarnarneskaupstaður makaskipti. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Kúamjólk og sykursýki

Sennilega er mjólk úr íslenskum kúm, segir Ævar Jóhannesson, hollari en mjólk úr flestum öðrum kúakynjum. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 291 orð | 1 mynd

Mikill árangur hjá Umhverfisvinum

Aldrei fyrr, segir Ólafur F. Magnússon, hafa safnast svo margar undirskriftir á jafnskömmum tíma. Meira
29. desember 1999 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Nýgenginn hæstaréttardómur með augum launamanns

Ég átti hvorki hlutafé, segir Erla María Sveinbjörnsdóttir, né var í stjórn fyrirtækisins. Meira
29. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 417 orð | 1 mynd

Ostar og ber um aldamót

Svo ekki hallist á, eru hér lokavísur úr aldargömlu Aldamótaljóði eftir frænda Kristínar, Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni. Meira
29. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 292 orð

Um aldamótin ekki neitt ég segi

AUÐVITAÐ höldum við aldamót núna eftir fáeina daga og höldum svo veglega upp á 2000 ára afmæli frelsarans eftir rúmt ár. Meira

Minningargreinar

29. desember 1999 | Minningargreinar | 2619 orð | 1 mynd

ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR

Ásgerður Jónsdóttir fæddist á Haukagili í Hvítársíðu 22. júní 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Guðmundsdóttir frá Kolsstöðum, húsfreyja á Haukagili (f. 21. september 1877, d. 3. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 1724 orð | 1 mynd

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist að Tröðum í Staðarsveit 10. júní 1904. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Jónsdóttir, f. 9. apríl 1862, d. 8. janúar 1935, og Guðmundur Sigurðsson, f. 17. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 2911 orð | 1 mynd

HALLDÓR KLEMENZSON

Halldór Finnur Klemenzson fæddist 9. október 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Klemenz Jónsson, f. 2.7. 1878, d. 14.5. 1965, bóndi á Dýrastöðum, og Kristín Þorvarðardóttir, f. 17.2. 1876, d. 23.10. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 816 orð | 1 mynd

JÓN HERMANNSSON

Jón Hermannsson fæddist á Þórshöfn 24. nóvember 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Þorvaldsson, f. 10.1. 1916, d. 12.5. 1984, og Kristbjörg Anna Nikulásardóttir, f. 21. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 3281 orð | 1 mynd

KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON

Kjartan Bergmann Guðjónsson fæddist 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann andaðist á Landspítalanum hinn 17. desember síðastliðinn. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 375 orð

LEIFUR ORRI ÞÓRÐARSON

Leifur Orri Þórðarson fæddist í Reykjavík 1. júní 1974. Hann lést á Landspítalanum 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 20. desember. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 1966 orð

MAGNÚS HJALTESTED

Magnús Hjaltested, Vatnsenda Kópavogi, fæddist 28. mars 1941. Hann lést á heimili sínu hinn 21. desember síðastliðinn. Faðir hans var Sigurður Kristján Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, f. 11.6. 1916, d. 13.11. 1966. Móðir hans var Sigurlaug Knudsen, f. 15.7. 1918, d. 25.7. 1990. Eftirlifandi kona Magnúsar er Kristrún Ólöf Jónsdóttir, f. 27.6. 1943. Börn þeirra eru: Þorsteinn, Vilborg, Marteinn og Sigurður. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 2466 orð | 1 mynd

MARÍA EINARSDÓTTIR

María Einarsdóttir fæddist að Hvannastóð í Borgarfirði eystri 11. september 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. desember síðastliðinn. Hún var næstyngst sjö systkina. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, f. 26.6. 1870, d. 13.2. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 1455 orð

ÓLAFUR SKÚLASON

Herra Ólafur Skúlason biskup, er sjötugur í dag, 29. desember. Kirkja Íslands heiðrar hann á heiðursdegi, og þakkar þjónustu hans, leiðsögn og trúmennsku í þágu þjóðar og kirkju fyrr og síðar. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 592 orð | 1 mynd

PÉTUR EINAR BERGSVEINSSON

Pétur Einar Bergsveinsson fæddist í Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði hinn 25. október 1913. Hann lést á Landspítalanum 20. desember síðastliðinn eftir skamma sjúkralegu. Pétur var sonur hjónanna Sigríðar G. Friðriksdóttur, f. 10.10.1879, d. 24.2. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 2016 orð | 1 mynd

Sigrún Sigurðardóttir

Sigrún Sigurðardóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 30. október 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristrún Sigfúsdóttir og Sigurður Stefánsson. Þau eignuðust fimm börn, sem nú eru öll látin. Hinn 5. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 998 orð | 1 mynd

Sigurþór Óskar Sæmundsson

Sigurþór Óskar Sæmundsson fæddist á Bakka í Ölfusi hinn 25. október 1915. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðardóttir frá Árkvörn, f. 1897, d. 1963, og Sæmundur Jónsson frá Tungu, f. 1894, d. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 1930 orð | 1 mynd

Soffía Valgeirsdóttir

Soffía Valgeirsdóttir fæddist Norðurfirði í Árneshreppi í Strandasýslu 27. nóvember 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgeir Jónsson og Sesselja Gísladóttir. Meira
29. desember 1999 | Minningargreinar | 724 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR

Þorgerður Jónsdóttir fæddist í Súðavík í Álftafirði 16. desember 1918. Hún lést á Landakoti 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson kaupmaður og útvegsbóndi í Súðavík og seinni kona hans Ólafía Margrét Bjarnadóttir. Meira

Viðskipti

29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 447 orð

Aðlögun að breyttri tækni í upplýsingadreifingu

FRÁ 1. janúar nk. lækka gjöld fyrir rauntímaupplýsingar úr viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands um 68-92% eftir því hvort um einstaklinga eða fagfjárfesta er að ræða. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Athugasemd frá FBA

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. "Af samhengi fréttar í Morgunblaðinu í gær, sem m.a. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 1005 orð | 1 mynd

Básafell ekki strax af Verðbréfaþingi

Á STJÓRNARFUNDI Básafells hf. í gær fyrir aðalfund félagsins var samþykkt að fresta ákvörðun um tillögu stjórnar þess efnis að hlutabréf félagsins verði tekin af Verðbréfaþingi Íslands. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 78 orð | 1 mynd

Nýr kleinuhringjastaður í Kópavogi

NÝVERIÐ opnaði Ameríski kleinuhringjastaðurinn Lil'Orbits í Smáratorgi, Kópavogi. Staðurinn er í eigu Steinþórs Steinþórssonar og fjölskyldu. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 1358 orð | 1 mynd

Sprenging í notkun Netsins í bílaviðskiptum

ÞORGEIR Ibsen Þorgeirsson stýrir um 100 manna deild hjá Ford-bílaframleiðandanum í Bandaríkjunum, sem hefur með höndum það verk að þróa og innleiða margskonar lausnir sem snúa að viðskiptum og þjónustu við neytendur með hjálp Netsins og annarra rafrænna... Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Telenor stendur við tilboð í Esat

TILBOÐ norska fjarskiptafélagsins Telenor í hið írska Esat gildir enn, þrátt fyrir yfirlýsingar Esat um viðræður og hugsanlegan samruna við aðra aðila. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Verðhækkanir en lítil viðskipti

Fremur lítil viðskipti voru með hlutabréf á helstu verðbréfamörkuðum Evrópu í gær. Verðið þokaðist þó upp á við. Evrópuvísitala Dow Jones hækkaði um 3,5 stig í 372,34. DAX-vísitalan í Frankfurt hækkaði um 24,13 stig í 6. Meira
29. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Þarf 10% til að tryggja margfeldiskosningu

KAUPÞING hf., eða sá aðili sem síðar gæti eignast það hlutafé sem Kaupþing hefur með höndum í Eimskipafélagi Íslands hf. Meira

Fastir þættir

29. desember 1999 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 30. desember, verður fimmtug Karitas Erlingsdóttir, Háabarði 15, Hafnarfirði. Meira
29. desember 1999 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 29. desember, verður sextugur Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri, Langagerði 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Garðarsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
29. desember 1999 | Í dag | 40 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 30. desember, verður sjötíu og fimm ára Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Garði. Eiginmaður hennar var Þorsteinn Einarsson, skipstjóri, en hann lést árið 1992. Dagmar tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. Meira
29. desember 1999 | Í dag | 202 orð

Aldamót

ÁRTAL næsta árs er það ártal sem öll ár komandi árþúsunds verða kennd við. En næstu aldamót og upphaf nýs árþúsunds (þúsaldar) verða ekki fyrr en að loknu næsta ári, hinn 1. janúar árið 2001. Gleðilegt nýtt ár. Meira
29. desember 1999 | Dagbók | 0 orð

APÓTEK...

APÓTEK Meira
29. desember 1999 | Í dag | 20 orð

Árnað heilla

TRÚLOFUN Á síðastliðinni Þorláksmessu opinberuðu Rakel María Gunnarsdóttir og Guðmundur Óskar Ragnarsson trúlofun sína. Heimili þeirra er á Esjubraut 24,... Meira
29. desember 1999 | Í dag | 273 orð

EF aðeins er litið á hendur...

EF aðeins er litið á hendur NS virðist slemma vera slæmur kostur, en innákoma vesturs breytir myndinni verulega til batnaðar: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
29. desember 1999 | Dagbók | 620 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Arnarfell og Hansiwall koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn:Lagarfoss fer í dag. Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjafarinnar, 8004040, frá kl. 15-17 virka daga. Meira

Íþróttir

29. desember 1999 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Draugar fortíðar

STOKE City, liðið sem Guðjón Þórðarson stjórnar, gerði markalaust jafntefli við Oldham á heimavelli í ensku 2. deildinni í gær. Þetta var annað stigið sem Guðjón og lærisveinar hans ná í þremur heimaleikjum liðsins síðan landsliðsþjálfarinn fyrrverandi tók við. Stoke er nú í 8. sæti deildarinnar. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 142 orð

Fær Kluivert 12 leikja bann?

PATRICK Kluivert getur átt yfir höfði sér allt að tólf leikja keppnisbann frá leikjum spænsku deildarinnar sökum þess að hann sló Jesus Cota, leikmann Rayo Vallecano, í kappleik Barcelona og Vallecano 22. desember. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

HERMANN Hreiðarsson lék að vanda í...

HERMANN Hreiðarsson lék að vanda í vörn Wimbledon sem tapaði í gær, 3:1 fyrir Liverpool á Anfield Road. HERMANN kom við sögu í öðru marki Liverpool sem Patrick Ber ger skoraði beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 480 orð | 1 mynd

JOHN Hartson , leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins...

JOHN Hartson , leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Wimbledon, verður frá keppni að minnsta kosti í tvo mánuði. Hann verður að fara í aðgerð vegna þess að hann er meiddur í hné. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 255 orð

Jóhann byrjaði í sigurleik

JÓHANN B. Guðmundsson var í byrjunarliði Watford, sem vann kærkominn sigur á Southampton, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Vicarage Road í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhann byrjar inná hjá Watford síðan liðið hóf keppni í efstu deild í ágúst. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 136 orð

Klaus Müller, forstöðumaður rannsóknarstofu í Þýskalandi...

Klaus Müller, forstöðumaður rannsóknarstofu í Þýskalandi sem rannsakar annað sýni sem tekið var af þýska langhlauparanum Dieter Baumann, segir niðurstöður prófsins ekki verða gerðar opinberar fyrr en þýska frjálsíþróttasambandið gefur grænt ljós til... Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 133 orð

Landslið aldarinnar sækir Hamar heim

Landslið aldarinnar í körfuknattleik, skipað leikmönnum sem hafa ekki leikið í úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili, mun leika ágóðaleik gegn úrvalsdeildarliði Hamars í Hveragerði í kvöd. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 683 orð

Leikmenn Leeds í kennslustund

LEEDS United heldur toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 2:0-ósigur gegn Arsenal í gær, því Sunderland og Manchester United gerðu 2:2-jafntefli í sinni viðureign á Leikvangi ljósanna. Liverpool vann sjötta heimaleik sinn í röð og er nú í fimmta sæti. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 222 orð

Paolo Di Canio er snillingur

HARRY Redknapp, knattspyrnustjóri West Ham, segir að menn eigi ekki sífellt að vera að atast í snillingunum í knattspyrnunni, miklu fremur sé skynsamlegt að njóta þess að sjá snilldartilþrif þeirra á vellinum. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 683 orð | 1 mynd

"Gríðarleg vonbrigði"

Ríkharður var í upphafi mánaðar keyptur til Hamburger SV frá Viking fyrir 80 milljónir ísl. króna en féll á læknisskoðun og gengu kaupin til baka. Ástæðan var sú að hann gat ekki læst hnénu og munaði þar nokkrum gráðum. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 108 orð

Tiger Woods íþróttamaður ársins vestanhafs

KYLFINGURINN Tiger Woods var valinn íþróttakarl ársins í Bandaríkjunum af fréttastofunni Associated Press. Meira
29. desember 1999 | Íþróttir | 592 orð

Þrítugasta þrenna Kidds dugði skammt

Boltinn dansaði á körfuhringnum er Jason Kidd, hinn magnaði leikstjórnandi Phoenix Suns í amerísku NBA-deildinni í körfuknattleik, freistaði þess að tryggja liði sínu sigur á Utah Jazz í Salt Lake City í fyrrinótt. Meira

Úr verinu

29. desember 1999 | Úr verinu | 125 orð

1,5 milljónir tonna af laxi

FRAMBOÐ á laxi í heiminum hefur verið nokkuð stöðugt síðustu þrjú árin, að að fram kemur í ráðstefnuriti Groundfish Forum-ráðstefnunnar. Þar er fjallað um framboð á botnfiski í heiminum. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 551 orð | 1 mynd

6 milljörðum minna fyrir loðnuafurðir

VERÐMÆTI loðnuafurða á sumar- og haustvertíð ársins sem senn er að líða er um 6 milljörðum krónum minna, borið saman við útflutningsverðmæti afurða á vertíðinni á síðasta ári. Þennan mikla samdrátt má bæði rekja til mun minni afla og verðfalls á afurðum. Þá má ætla að útflutningsverðmæti rækjuafurða verði hátt í 4 milljörðum krónum minna en á síðasta ári, einkum vegna aflabrests. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 209 orð

Aflaverðmæti skipanna eykst

AFLAVERÐMÆTI fiskiskipa Granda hf. jókst verulega á árinu, þrátt fyrir að afli einstakra skipa hafi í mörgum tilfellum verið lítið eitt minni. Grandi gerði út 5 skip á árinu sem nú er senn liðið. Var afli þeirra samtals um 27.891 tonn og nam verðmæti aflans um 2.282 milljónum króna. Þetta er um 733 tonnum meiri afli en á síðasta ári og verðmætið hefur aukist um 384 milljónir króna Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 66 orð

AFLI helztu botnfisktegunda úr norðanverðu Kyrrahafi...

AFLI helztu botnfisktegunda úr norðanverðu Kyrrahafi hefur farið minnkandi undanfarin ár. 1996 var hann tæplega 5,3 milljónir tonna, en því er spáð að á næsta ári verði hann 4,2 milljónir. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 1738 orð | 3 myndir

Atferli þorsks séð með rafeindamerkjum

Í heild hafa þessar merkingartilraunir skilað góðum árangri, skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson. Rúmlega 1.000 þorskar hafa verið merktir með rafeindamerkjum síðan 1995 og endurheimtur þessara merkja eru nálægt 250 fram til áramóta 1999-2000. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 602 orð

Aukning í fiskeldinu bætir upp minnkandi veiði

HEIMSAFLINN á árinu 1997 var 122 milljónir tonna og hafði aukist um tvær millj. tonna frá árinu áður. Er aukningin langmest í eldinu en meira en helmingur heimsaflans fer á alþjóðlegan markað. Framboð á ferskvatnsfiski, sem var 22 milljónir tonna 1997, hefur vaxið á síðustu árum vegna aukins eldis og svo er einnig um framboð á skelfiski og krabbadýrum. Var skelfiskaflinn 1997 um 16 milljónir tonna og í krabbadýrunum næstum sjö milljónir tonna. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 396 orð | 1 mynd

Áhrif botnvörpu eru minni en búist var við

FYRSTU niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum botnvörpu á samfélög botndýra á Stakksfirði á Reykjanesi, benda til þess að áhrifin séu fremur lítil. Þarna er um mjúkan botn að ræða, en líklega eru áhrif botnveiðarfæra á botndýralíf á hörðum botni mun meiri. Þetta eru fyrstu rannsóknir af þessu tagi hér við land. Áhrif dragnótar hafa ekki verið könnuð, en flest bendir til þess að þau séu minni en botnvörpunnar. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 509 orð

Bara rjátl í Skerjadýpi

FÁIR eru yfirleitt á sjó milli jóla og nýárs, en í gær voru þó rúmlega 200 skip og bátar á sjó. Það voru mest smábátar enda blíða víðast hvar. 16 ísfisktogarar voru einnig á sjó og fjórir útilegubátar á línu. Engir stærri rækjubátar voru á sjó. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 169 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 291 orð

Bæklingur um vörusýningar

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hefur gefið út bækling þar sem er að finna upplýsingar um allar helstu vörusýningar í heiminum á næsta ári. Þátttaka íslenskra fyrirtækja í stórum vörusýningum hefur aukist mikið á undanförnum árum og eru þær orðnar mikilvægur þáttur í markaðssetningu fyrirtækjanna erlendis. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 31 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Sjóf.Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 274 orð

Flytja út rækju fyrir 12 milljarða króna

ÞEGAR mánuður lifði af árinu höfðu Norðmenn flutt út rækju fyrir um 12 milljarða króna. Þetta er annað árið sem verðmæti útfluttrar rækju nemur meiru en 10 milljörðum og nú er verðmætið 200 milljónum króna meira en í fyrra. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 54 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Sjóf.Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 10 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 364 orð

Lágt verð í Þýskalandi

FISKVERÐ á fiskmarkaðnum í Bremerhaven hefur ekki hækkað um og eftir jólin eins og venja er. Samúel Hreinsson, hjá Ísey í Bremerhaven, segir að óveður það sem nú gengur yfir Norður- og Mið-Evrópu hafi mikil áhrif á fisksöluna. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 67 orð

Lítil áhrif botnvörpu

FYRSTU niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum botnvörpu á samfélög botndýra á Stakksfirði á Reykjanesi, benda til þess að áhrifin séu fremur lítil. Þarna er um mjúkan botn að ræða, en líklega eru áhrif botnveiðarfæra á botndýralíf á hörðum botni mun meiri. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 112 orð

Meiri afli úr Suðurhöfum

BOTNFISKAFLI úr sunnanverðu Atlantshafi og sunnanverðu Kyrrahafi virðist vera í þokkalegu jafnvægi, þegar litið er á helztu tegundirnar, lýsing og hokinhala. Aflinn er í kringum 1,5 milljónir tonna á ári, en hann náði reyndar um 1,9 milljónum árið 1996. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 289 orð

Mjölverð líklega náð botninum

VERÐ á mjöli hefur heldur þokast upp á við að undanförnu eftir mikla niðursveiflu undanfarna mánuði. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls hf., segir hinsvegar að ekki sé mikið mark takandi á því verði sem fáist á markaðnum í dag, enda hafi viðskipti verið fremur lítil og framboð mjög takmarkað. Verðið komi ekki í ljós fyrr en framleiðslan fer á fullt á ný. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 41 orð

Mun minna verðmæti

VERÐMÆTI loðnuafurða á sumar- og haustvertíð ársins sem senn er að líða er um 6 milljörðum krónum minna, borið saman við útflutningsverðmæti afurða á vertíðinni á síðasta ári. Þennan mikla samdrátt má bæði rekja til mun minni afla og verðfalls á afurðum. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 98 orð | 1 mynd

Nýr í starfi hjá RF

FJÓRIR nýir starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins eru kynntir í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar. Einn þeirra, Páll Gunnar Pálsson, er kynntur til sögunnar hér í Verinu nú. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 1217 orð | 1 mynd

"Sjómennskan er allsstaðar sú sama"

Gunnþór Sveinbjörnsson, skipstjóri, hefur stundað sjóinn á togaranum Rex undan ströndum Namibíu nú í nærri 5 ár og fiskað vel, veiddi t.d. rúm 7.000 tonn af lýsingi á síðasta ári. Í spjalli við Helga Mar Árnason sagði Gunnþór að sjómennskan væri allsstaðar sú sama, hvort sem róið væri á Íslandsmið eða fiskimiðin við Afríku. Hinsvegar væri tíðarandinn ansi ólíkur því sem skipstjóri frá Íslandi ætti að venjast. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 83 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 45 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 46 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 278 orð

Stórþorskur í Faxaflóa

ÓVENJU stór þorskur hefur fengist í netin í Faxaflóanum undanfarna mánuði. Hallgrímur Guðmundsson, skipstjóri á Happasæl KE, segir þorskinn mun betri en undanfarin ár. "Það er reyndar mismunandi eftir því hvar menn hafa lagt netin í Flóanum. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 60 orð

SVN vinnur meiri síld

VINNSLA á síld hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað gengur vel. Ekkert fyrirtæki á landinu hefur tekið á móti jafnmiklu af síld til vinnslu, en nú hafa 12.600 tonn komið þar í söltun og frystingu. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 318 orð

SVN vinnur úr 12.600 tonnum af síldinni

VINNSLA á síld hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað gengur vel. Ekkert fyrirtæki á landinu hefur tekið á móti jafnmiklu af síld til vinnslu, en nú hafa 12.600 tonn komið þar í söltun og frystingu. Búið er að salta og frysta nokkru meira en á sama tíma í fyrra. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 117 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Sjóf.Löndunarst. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 294 orð

Útflutningsverðmæti SÍF jókst um 24%

ÚTFLUTNINGUR SÍF á árinu sem nú er senn liðið jókst um 6.500 tonn, borið saman við útflutning félagsins á síðasta ári. Aukningin er aðallega vegna síldarafurða. Verðmæti útflutningsins jókst hins vegar töluvert, var um 24% hærra en á árinu 1998 eða um 9,8 milljarðar króna. Meira
29. desember 1999 | Úr verinu | 95 orð | 1 mynd

VIÐURKENNINGAR ÍS TIL FRYSTISKIPA

ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa veitt viðurkenningar fyrir flakaframleiðslu, grálúðu- og karfaframleiðslu og rækjuframleiðslu undanfarin ár og á Sjófrystifundi ÍS 27. desember voru veittar viðurkenningar fyrir líðandi ár. Meira

Barnablað

29. desember 1999 | Barnablað | 161 orð

Bæjarstjórinn sem frestaði jólunum

Einu sinni fyrir langa löngu ákvað bæjarstjórinn í Sykurtoppi að réttast væri að fresta jólunum. Um hádegi á Þorláksmessu lét hann hringja bæjarklukkunni í Ráðhúsinu við Vanillutorg þrisvar sinnum í röð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.