Greinar fimmtudaginn 30. desember 1999

Forsíða

30. desember 1999 | Forsíða | 133 orð

Ekki sekur um landráð

RÚSSNESKUR dómstóll sýknaði í gær fyrrverandi sjóliðsforingja sem ákærður hafði verið fyrir landráð eftir að hann upplýsti um hættulegan kjarnorkuúrgang í flotahöfn á Kólaskaga. Meira
30. desember 1999 | Forsíða | 105 orð

Óvenjuleg áramótaveisla

BORGARSTJÓRI Chicago í Bandaríkjunum hefur ákveðið að framkvæma hugmynd sem honum barst með tölvupósti frá Ítalíu um hvernig standa eigi að hátíðahöldum vegna árþúsundaskiptanna. Meira
30. desember 1999 | Forsíða | 197 orð

Slaka á kröfum

FLUGRÆNINGJAR, sem halda155 manns í gíslingu um borð í indverskri farþegaþotu á flugvelli í Afganistan, hafa fallið frá tveimur skilyrðum sem þeir höfðu sett fyrir því að fólkið yrði látið laust. Meira
30. desember 1999 | Forsíða | 333 orð | 2 myndir

Uppreisnarmenn veita kröftuga mótspyrnu

TSJETSJNESKIR uppreisnarmenn sögðu í gær að þeir hefðu hafið skipulagt undanhald frá úthverfum Grosní, héraðshöfuðborgar Tsjetsjníu, í átt til miðborgarinnar. Meira

Fréttir

30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

33 hafa farist af slysförum á árinu

ÞAÐ sem af er árinu hafa 33 einstaklingar farist af slysförum, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Slysavarnafélaginu-Landsbjörg. Dauðsföllin urðu í 31 slysi, 24 karlar og níu konur, þar af þrír erlendir gestir. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

500 þúsund króna styrkur afhentur

TEYMI hf. afhenti félaginu Einstökum börnum 500 þúsund króna styrk í gær. Einstök börn eru stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma sem allir eru eða geta verið lífshættulegir. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

81% aukning í erlendum hlutabréfum

FJÁRFESTINGAR lífeyrissjóða í erlendum hlutabréfum hafa aukist um 81% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Aðflutningur fólks hefur ekki verið meiri í rúman áratug

RÚMLEGA 1.200 manns fluttust til landsins umfram þá sem fluttu af landi brott á árinu 1999 og hefur aðflutningurinn ekki verið jafnmikill í meira en áratug eða frá árinu 1988 að því er kemur fram í frétt Þjóðhagsstofnunar um búsetuþróunina í ár. Meira
30. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 261 orð | 1 mynd

Aldamótadagbók Akureyringa árið 2000 komin út

ALDAMÓTADAGBÓK Akureyringa hefur verið gefin út og verður henni dreift inn á hvert heimili í bænum nú næstu daga, alls í um 5.500 eintökum. Það eru þau Gestur Einar Jónasson, Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson sem gefa bókina út. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Aldamótahátíð í Laugardalshöll

ÍSLANDS þúsund ár er yfirskriftin á mikilli aldamótahátíð í Laugardalshöll sem hefst á miðnætti á gamlárskvöld og stendur fram á morgun. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Aðalsteini Hallgrímssyni: "Á blaðsíðu 13 í Morgunblaðinu 29. desember sl. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Athugasemd frá Íslenska álfélaginu hf.

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Íslenska álfélaginu: "Vegna greinar Bjarka Más Magnússonar í Morgunblaðinu 29. desember sl. er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. "Í neðanmálsgrein við greinina segir m.a. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Ágæt þátttaka í jólamótinu í Hafnarfirði...

Ágæt þátttaka í jólamótinu í Hafnarfirði Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar var haldið mánudaginn 27. desember með þátttöku 79 para. Spiluð var 21 umferð með Mitchell-sniði, tvö spil í hverri umerð. Úrslit urðu þannig. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 803 orð | 1 mynd

Álagið í starfinu hefur farið vaxandi

Anna Dóra Guðmundsdóttir fæddist 1952 á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1989 og prófi frá Tækniskóla Íslands 1993 í útflutnings- og markaðsfræðum. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Árleg flugeldasala Vals á Hlíðarenda

HIN árlega flugeldasala Vals á Hlíðarenda er hafin. Allur ágóði af sölunni rennur til unglingastarfs handknattleiksdeildar. Afgreiðslutímar verða sem hér segir: Fimmtudagur 30. desember frá kl. 10 til 22, og föstudagur 31. desember frá kl. 10 til 16. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1763 orð | 1 mynd

ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl.

ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Magnús Baldvinsson syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Sunnudagur 2. janúar: Guðþjónusta kl. 11. Fermd verður Birna Sif Halldórsdóttir, p. t. Heiðarbrún 2, Hveragerði. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Breytingar á 19:20 um áramótin

KYNNTAR verða breytingar á fréttaþættinum 19:20 á Stöð 2 um áramótin. Breytingarnar ná jafnt til útlits þáttarins og uppbyggingar. Meira
30. desember 1999 | Landsbyggðin | 102 orð | 1 mynd

Breytingar framundan hjá eyfirskum mjólkurframleiðendum

HÓPUR eyfirskra mjólkurframleiðenda hélt í gær fund með forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar, þeim Magnúsi H. Sigurðssyni stjórnarformanni og Guðmundi Þorsteinssyni stjórnarmanni frá Skálpastöðum. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Lilja og Þórir unnu afmælismót Einars Júlíussonar Í fyrrakvöld hélt Bridsfélagið Muninn í Sandgerði afmælismót til heiðurs Einari Júlíussyni, heiðursfélaga félagsins, en hann varð áttræður í gær. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Bæklingur um meðhöndlun flugelda

DÓMSMÁLARÁÐHERRA í samstarfi við Árvekni (Átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga), Löggildingarstofu og Samband íslenskra tryggingafélaga, hefur gefið út bækling um meðhöndlun skotelda. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Ekkert spurst til strokufangans

LÖGREGLAN hefur enn engar spurnir haft af átján ára gömlum síbrotamanni sem slapp úr haldi fangavarða þegar verið var að leiða hann út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Á flótta undan lögreglunni hljóp hann inn í Landssímahúsið. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 18 orð | 1 mynd

Ekki hundi út sigandi?

Slagveðursrigning var komin síðla gærdagsins á höfuðborgarsvæðinu en það aftraði ekki gönguglöðu fólki og dýrum frá að viðra... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Ekki talin breyta landslagi verulega

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á umhverfisáhrifum vegalagningar á hringveginum um Hörgsá á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Samkvæmt frummatsskýrslu er ekki talið að væntanleg vegagerð muni breyta landslagi verulega eða hafa áhrif á fornleifar. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 2542 orð | 3 myndir

El Grillo sökkt í Seyðisfirði

Í ÁRSBYRJUN 1944 mátti öllum ljóst vera að skjótt drægi til innrásar á meginland Evrópu. Einnig gátu Þjóðverjar þá allt eins búist við árás á stöðvar sínar í Noregi, sem að sjálfsögðu þýddi að herlið frá Íslandi kæmi þar við sögu. Meira
30. desember 1999 | Miðopna | 1403 orð | 1 mynd

Engin lognmolla á fjarskiptamarkaði

ÍSLANDSSÍMI hefur sett mark sitt á fjarskiptaumhverfið á árinu sem er að líða. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi 22. október sl. þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra hringdi fyrsta símtalið í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Farið

Farið nýtur sín vel í fallegri síðdegisbirtunni við Akureyri. Farið var reist til að minna á upphaf samfellds atvinnuflugs sem er talið hefjast með stofnun Flugfélags... Meira
30. desember 1999 | Miðopna | 1497 orð

Framtíðin felst í þráðlausum fjarskiptum

UMSVIF fjarskiptafyrirtækisins Tals hf. hafa aukist hröðum skrefum á árinu sem er að líða. Viðskiptavinum í GSM-þjónustu Tals hefur fjölgað um 25 þúsund á árinu og eru þeir nú 36 þúsund talsins, að sögn Þórólfs Árnasonar, forstjóra Tals. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1088 orð | 1 mynd

Frjáls umræða á að hafa áhrif á ákvarðanatöku

Tjáningarfrelsi, umræðugeta og umræðuhefð eru mikilvægar forsendur frjálsrar og upplýstrar þjófélagsumræðu. Á fundi Blaðamannafélagsins og Mannréttindaskrifstofu var fjallað um mikilvægi slíkrar umræðu og nauðsyn þess að stjórnvöld tækju tillit til hennar við ákvarðanatöku. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Fyrirlestur um lækningamátt listarinnar

SHELDON Roth geðlæknir og Cora H. Roth listmálari halda fyrirlestur í Norræna húsinu í dag, fimmtudag, kl. 16 um heilunarmátt listarinnar. Fyrirlesturinn heitir "Beyond Loss". Sýndar verða litskyggnur og frjálsar umræður á... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Gengi krónunnar lækkaði um 0,5%

GENGI krónunnar lækkaði í gær mest um tæplega 1% en í lok dags nam lækkunin um hálfu prósenti. Gengi bandaríkjadollars var skráð í sölu á 72,13 kr. en endaði í gær í 72,65 kr. Evran var skráð 72,77 kr. en endaði í 72,97 kr. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 507 orð

Geta haft hamlandi áhrif á hagræðingu í sjávarútvegi

BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Granda, tekur undir ummæli sem höfð voru eftir Guðmundi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Básafells, í Morgunblaðinu í gær um að lög um hámarksaflahlutdeild eigenda sjávarútsfyrirtækja geti haft hamlandi áhrif á hagræðingu í... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1 orð | 1 mynd

Gæsir

Gæsir... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Handteknir vegna ólöglegra skotelda

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði afskipti af nokkrum mönnum í gærkvöldi sem höfðu ólöglega skotelda í fórum sínum. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 449 orð

Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju

HÁTÍÐARHLJÓMAR við áramót verða í Hallgrímskirkju kl. 17-17.45. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson flytja, ásamt Herði Áskelssyni organista Hallgrímskirkju, m.a. verk eftir Albinoni, Bach og Widor. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 855 orð | 1 mynd

Hefur samið við Evrópusambandið um notkunina

ESTeam er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í þróun þýðingahugbúnaðar fyrir fyrirtæki. Hjá ESTeam starfa tungumálaverkfræðingar, tölvuverkfræðingar og tungumálasérfræðingar. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Heimsbyggðin býr sig undir risateiti

BANDARÍSKA vesturstrandarborgin Seattle hefur aflýst öllum opinberum hátíðarhöldum um áramótin vegna meintrar hryðjuverkahættu, en í fjölmörgum borgum heimsins er undirbúningur í fullum gangi fyrir það sem gæti orðið stærsti áramótagleðskapur allra tíma. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Hermann Pálsson prófessor hlýtur verðlaunin

HERMANN Pálsson prófessor hlaut í gær árleg heiðursverðlaun verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Voru Hermanni veitt verðlaunin fyrir margþætt störf á sviði íslenskra fornbókmennta og fyrir kynningu þeirra erlendis. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Hluthafar í Valsmönnum 500 talsins

YFIR 500 hluthafar eru nú í fjárfestingarhlutafélaginu Valsmönnum hf. og hlutafé orðið yfir 45 milljónir. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Hætt að safna í brennur

HÆTT er að safna í brennur í umdæmi Eldvarnareftirlits Reykjavíkur. Gangi verðurspá áramótanna eftir verður aðeins kveikt á einni brennu í Reykjavík og nágrenni á gamlárskvöld; borgarbrennunni við Sundahöfn. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Íhuga að leita til æðri dómstiga með kröfu sína

ÖRYRKJABANDALAG Íslands mun, að sögn formanns ÖBÍ, að öllum líkindum leita til æðri dómsstiga vegna niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem tveir af þremur dómurum sýknuðu ríkið af þeirri kröfu ÖBÍ að viðurkennt yrði með dómi að... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Í roki og rigningu

Það er ekki tekið út með sældinni að stunda útivinnu á Íslandi yfir háveturinn. Það máttu smiðirnir reyna sem unnu í rigningu og roki á þaki nýbyggingar í Grafarvogi í... Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Jörð skalf í Mexíkó

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,9 stig á Richter varð á Kyrrahafsströnd Mexíkós á þriðjudagskvöld (eða snemma í gærmorgun að íslenskum tíma), en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða skemmdum. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 327 orð

Kenneth Clarke ræðst harkalega á Hague

EINN af helstu áhrifamönnum Íhaldsflokksins breska, Kenneth Clarke, réðst í gær heiftarlega á flokksleiðtogann William Hague, sagði hann gera mistök æ ofan í æ og vera undir miklum áhrifum "hugmyndafræðinga á villigötum" á aðalskrifstofu... Meira
30. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA : Hátíðarguðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 á gamlársdag. Kór aldraðra syngur. Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18, Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng. Hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14 á nýársdag. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

KRISTÍN Sigríður Ólafsdóttir lést á Landakoti í gær, 87 ára að aldri. Kristín fæddist 16. apríl árið 1912 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Magnússonar, forstjóra Fálkans, og Þrúðar Guðrúnar Jónsdóttur. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kristnihátíðarnefnd var einhuga

Á FUNDI kristnihátíðarnefndar hinn 28. desember var tekin ákvörðun um að ekki verði heimiluð sala á léttvíni og öli í veitingatjöldum á kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí árið 2000, segir í frétt frá kristnihátíðarnefnd. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 351 orð

Langvinnustu flugrán sögunnar

SEX dagar eru nú liðnir síðan indverskri farþegaþotu var rænt skömmu eftir flugtak frá Nepal. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 457 orð

Lá við stríðsátökum við Sovétríkin

HÆTTUÁSTAND ríkti í fjóra sólarhringa á landamærum Noregs og Sovétríkjanna gömlu í júnímánuði árið 1968 og virtist um hríð að til átaka gæti komið, segir í dagblaðinu Aftenposten í gær. Meira
30. desember 1999 | Landsbyggðin | 45 orð

Léku listir

ÍSILÖGÐ Leirutjörn á Akureyri var vettvangur þessara félaga sem sjá má á myndinni, en þeir brugðu sér á bak vélhjólum sínum, þeystu um og léku listir af ýmsu tagi. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Lyf til nota í hjálparstarfi í Lesótó

RAUÐI kross Íslands fékk í gær afhentar 820 þúsund Parkódíntöflur að gjöf frá Delta hf. og Lyfjaverslun Íslands hf. Lyfin eru ætluð til notkunar í hjálparstarfi félagsins í Lesótó í Afríku. Verðmæti gjafarinnar er vel á sjöttu milljón króna. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Meintur stríðsglæpamaður í Bretlandi

LÖGREGLA á Bretlandi rannsakar nú hvað hæft sé í þeim fullyrðingum að Konrad Kalejs, sem býr á elliheimili í Leicestershire á Bretlandi, sé sami maður og grunaður er um að hafa átt þátt í morðum á um 30 þúsund gyðingum í Lettlandi í seinni heimsstyrjöld. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1330 orð | 4 myndir

Meira ljós - ný augu

FRÁ Berlín var haldið rakleiðis suður til hinnar sögufrægu borgar Weimar, menningarborgar Evrópu 1999. Hún er öðru fremur nafnkunn fyrir að þar áttu þeir skáldjöfrarnir Schiller og Goethe lengstum heima, og báðir jarðsettir í svonefndum furstagrafreit. Meira
30. desember 1999 | Landsbyggðin | 161 orð

Níu ára börn fá öryggisgleraugu

UM áramótin líkt og fern síðustu áramót ætlar björgunarsveitin Súlur á Akureyri að gefa öllum níu ára börnum í bænum öryggisgleraugu. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Nýársskákmót Skeljungs

STERKUSTU skákmenn landsins leiða saman hesta sína á Nýársskákmóti Skeljungs sunnudaginn 2. janúar. Mótið er haldið í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og verður keppt í húsakynnum Skeljungs við Suðurlandsbraut 4 og hefst mótið kl. 14. Meira
30. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Nýárstrimm í Kjarnaskógi

SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga efnir til nýárstrimms í Kjarnaskógi á nýársdag líkt og undanfarin ár. Það hefst kl. 9 að morgni og stendur til kl. 20 um kvöldið. Gestabók verður í Kjarnakoti og er útivistarfólk hvatt til að rita nöfn sín í bókina. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Nýr altarisdúkur

FYRIR skömmu færði Ágústa Ágústsdóttir í Holti í Önundarfirði Hveragerðiskirkju altarisdúk sem hún hefur heklað. Sr. Jón Ragnarsson sóknarprestur veitti dúknum viðtöku og þakkaði höfðinglega gjöf. Meira
30. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 442 orð | 1 mynd

Ómissandi þáttur áramótanna

SKÁTAR í skátafélaginu Klakki á Akureyri hafa frá árinu 1967 komið ártali fyrir í Vaðlaheiði og kveikt á því um miðnætti. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Saksóknari hefur rannsókn á málum Kohls

SAKSÓKNARINN í Bonn tilkynnti þýzka þinginu í gær, að hann hygðist hefja sakarannsókn á málum Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara, vegna meintra ólöglegra greiðslna í flokkssjóð Kristilegra demókrata, CDU, sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 434 orð

Samráð boðað vegna samskipta við Orkuveituna

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt að boða til samráðsfundar með sveitarfélögum, sem kaupa þjónustu af veitustofnunum Reykjavíkurborgar, einkum vegna óánægju með hve borgarsjóður tekur til sín stóran hluta tekna Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Samstarfsverkefni um háskólanám á Suðurnesjum undirritað

SAMKOMULAG um að koma á fót samstarfsverkefni um háskólanám á Suðurnesjum. var undirritað 29. desember sl. Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 178 orð

Síðasti forsætisráðherra de Gaulle látinn

MAURICE Couve de Murville, síðasti forsætisráðherra Frakklands á valdatíma Charles de Gaulle, lést á aðfangadag, 92 ára að aldri. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 697 orð

Sjálfseignarstofnun en ekki bæjarfélagið annist reksturinn

EINAR Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Garðabæ, hefur lagt fram tillögu til bæjarstjórnar um að rekstrarformi Tónlistarskóli Garðabæjar verði breytt og hann gerður að sjálfseignarstofnun í stað þess að reksturinn sé á vegum bæjarins. Meira
30. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Skilorð fyrir árás á stúlku

TVÆR stúlkur, önnur 17 ára og hin tvítug, hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdar í 40 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára fyrir líkamsárás. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Skipulagsstofnun til Íslandssíma

SKIPULAGSSTOFNUN hefur samið við Íslandssíma um símaviðskipti, gagnaflutning og Netið. Símkerfi stofnunarinnar hefur þegar verið tengt og er Skipulagsstofnun þar með orðin fyrsta opinbera stofnunin sem tengist fjarskiptaneti Íslandssíma. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Skortur á geðlyfinu litíumsítrat á Íslandi

NOKKUÐ hefur borið á því undanfarið að geðlyfið litíumsítrat hafi ekki fengist á Íslandi, að sögn Péturs Haukssonar geðlæknis, en lyfið hefur verið notað um árabil gegn sjúkdómnum geðhvörfum. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Slysum fækkar verulega hjá ÍSAL

SLYSUM fækkaði um 60% í álverinu í Straumsvík milli áranna 1997 og 1998 og allt stefnir í að sama fækkun verði milli áranna 1998 og 1999. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi ÍSAL, segir að skýringar á hárri slysatíðni árið 1997 megi m.a. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Spá allt að 5% fjölgun ferðamanna

FERÐASKRIFSTOFURNAR spá 3-5% fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands á næsta ári. Þó eru taldar blikur á lofti vegna mikilla kostnaðarhækkana. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Stærsta peningafölsunarmál hérlendis upplýst

TVEIR 23 ára gamlir menn búsettir í Reykjavík hafa viðurkennt við yfirheyrslur rannsóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði að hafa staðið að umfangsmikilli peningafölsun með því að útbúa allt að 100 fimm þúsund króna seðla heima hjá öðrum þeirra með... Meira
30. desember 1999 | Erlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Talebanar vaxa í áliti á alþjóðavettvangi

MÁL flugræningjanna, sem halda 155 manns í gíslingu í farþegaþotu á afgönskum flugvelli, hefur varpað ljóma á Taleban-hreyfinguna sem hefur verið í litlu áliti hjá þjóðum heims til þessa. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Tal hf. kynnir samruna síma- og netþjónustu

TAL hf. ætlar strax eftir áramótin að kynna nýja tækni sem byggist á samruna síma og Netsins og mun jafnframt bjóða upp á ókeypis aðgang símnotenda sinna að Netinu. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Tæknival með beina útsendingu á gamlárskvöld

TÆKNIVAL verður í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Earthcam með beina útsendingu á Netinu frá gamlárskvöldi og nýársnótt í Reykjavík. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Unnið við Kringluna

ÞÓTT viðbygging við Kringluna hafi verið opnuð standa enn yfir framkvæmdir á lóð verslunarhússins og í tengibyggingunni, sem tengja mun verslunarmiðstöðina við Borgarleikhúsið og nýtt Borgarbókasafn. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Útdráttur úr getraunaleik Ingvars Helgasonar hf.

DREGIÐ hefur verið úr innsendum svörum vegna getrauna í fréttablaði Ingvars Helgasonar hf. Rétt svör eru: Subaru 1972, 1981 og mars 1989. Vinningshafar eru þessir: 1. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Útveggir þynnast um 2 til 3 cm á öld

GRÁGRÝTIÐ í Alþingishúsinu hefur flagnað á yfirborði samkvæmt rannsókn sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur staðið fyrir. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 589 orð | 1 mynd

Varði aðra doktorsritgerð sína

KRISTJÁN Sigurðsson, yfirlæknirLeitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, varði á dögunum doktorsritgerð við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg, Svíþjóð. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Vilja að málið verði tekið upp að nýju

KENNARAR við Tónlistarskóla Garðabæjar samþykktu á fundi í gærkvöldi yfirlýsingu vegna ráðningar skólastjóra við skólann: "Fyrri yfirlýsing var ítrekuð þar sem fram komu mótmæli gegn þeirri málsmeðferð sem ráðning skólastjóra við Tónlistarskóla... Meira
30. desember 1999 | Landsbyggðin | 686 orð | 1 mynd

Vilja vera vel undirbúnir verði efnt til frekari stóriðju

HÓLMAR Svansson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að markmiðið með samningi Atvinnuþróunarfélagsins, Akureyrarbæjar og Fjárfestingarstofunnar - orkusviðs um staðarvalsathuganir fyrir stóriðju sé einkum sá að þar nyrðra vilji menn... Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1114 orð | 2 myndir

Vísindamenn njóta góðs af höfðingjanum í Arimadalnum

Margir vita eflaust að stofnandi Ásusjóðsins, sem árlega veitir viðurkenningu íslenskum vísindamanni, er íslensk kona að nafni Ása Guðmundsdóttir Wright. En færri vita líklega að hún er vel þekkt í eyríki einu í Karíbahafinu, Trinidad og Tobago, og að þar beri vinsæll ferðamannastaður einnig nafn hennar, Asa Wright Natural Centre. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

ÞÓTT veður gerist válynd er hressandi...

ÞÓTT veður gerist válynd er hressandi að skella sér í göngutúr og ekki síður ef menn hafa setið langar og matarmiklar veislur yfir hátíðarnar. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna e-taflna

ÞRÍR menn á aldrinum 17 til 25 ára voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna e-töflumáls sem komið er upp og er til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Meira
30. desember 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Þröstur Emilsson ritstjóri reykjavik.com

ÞRÖSTUR Emilsson fréttamaður hefur verið ráðinn ritstjóri borgarvefjarins reykjavik.com. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum mun á fyrsta ársfjórðungi ársins 2000 verða opnaður upplýsinga- og afþreyingarvefur um Reykjavík á slóðinni... Meira

Ritstjórnargreinar

30. desember 1999 | Staksteinar | 396 orð | 2 myndir

Ár aldraðra

Starfsemi framkvæmdanefndar árs aldraðra hefur leitt af sér þó nokkra vakningu, segir Benedikt Davíðsson, formaður LEB, í ritstjórnargrein í ritinu "Listin að lifa." Meira
30. desember 1999 | Leiðarar | 593 orð

KVÓTAÞAKIÐ

Í FRÁSÖGN Morgunblaðsins í gær af aðalfundi Básafells hf., sem haldinn var í fyrradag, sagði m.a. Meira

Menning

30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 738 orð | 1 mynd

ÁLAFOSS FÖT BEZT heldur nýársfagnað 1.

ÁLAFOSS FÖT BEZT heldur nýársfagnað 1. janúar þar sem öll bestu lög Gildrunnar, Sextíu og einn og CCR- lögin verða flutt af Gildrumezz. ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á fimmtudagskvöld verður haldið harmonikuball kl. 22. Meira
30. desember 1999 | Kvikmyndir | 311 orð

Eitt brúðkaup og mafía

Leikstjóri: Kelly Makin. Handrit: Adam Sheinman og Robert Kuhn. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og James Caan. 1999. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Foster ekki í Hannibal

LEIKKONAN Jodie Foster hefur ákveðið að leika ekki FBI-lögreglukonuna Clarice Starling í framhaldsmynd um Lömbin þagna eftir bókinni "Hannibal" eftir höfundinn Thomas Harris. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 1310 orð | 2 myndir

Frá Broadway í Perluna

ANNE Runólfsson á reykvískan föður, Kjartan Runólfsson, en fæddist og ólst upp í Kaliforníu. Hún kom fyrst til Íslands þriggja ára og svo aftur fjórtán ára, en þá dvaldist hún hjá systur sinni og frænku. "Þessi ferð er sennilega minnisstæðust. Meira
30. desember 1999 | Myndlist | 652 orð | 1 mynd

Frá Íshafinu til Afríku

Til 15. janúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur 300 kr. Miðvikudaga ókeypis. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 220 orð | 1 mynd

Grunaður um nauðgun

HNEFALEIKAMAÐURINN Oscar De La Hoya er nú í ströngum yfirheyrslum vegna nauðgunarmáls í Los Angeles. De La Hoya er einn af nokkrum grunuðum um ódæðið en lögfræðingur hans, Robert Chapman, segir ásakanirnar ósannar. Meira
30. desember 1999 | Bókmenntir | 502 orð

Heilinn heillar

eftir Ritu Carter í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Mál og menning 1999, 225 bls. Prentuð á Ítalíu. Meira
30. desember 1999 | Tónlist | 293 orð

Íslands lag

Karlakórinn Söngbræður, Borgarfirði. Stjórnandi: Jacek Tosik-Warszawiak. Undirleikari: Zsuzsanna Budai. Einsöngur: Dagrún Hjartardóttir, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Snorri Hjálmarsson, Theodóra Þorsteinsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson. Einnig Spaðafjarkinn, karlakvartett (Undir Stórasteini). Upptaka fór fram í Reykholtskirkju 1. og 2. maí 1999. Hljóðupptaka: Studio Stemma. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefandi: Karlakórinn Söngbræður. Meira
30. desember 1999 | Myndlist | 215 orð | 1 mynd

Litaheimur Sjafnar

Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Ljóð og djass á Sóloni Íslandusi

HALDNIR verða ljóða- og djasstónleikar í Sölvasal, efri hæð Sólons Íslandusar við Bankastræti, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Þar mun Einar Már Guðmundsson lesa upp úr ýmsum ljóðabókum sínum við undirleik kvartetts Tómasar R. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Ljósskúlptúr við árþúsundamót

Í Tókýó stendur nú yfir mikil hátíð til að fagna komu nýs árþúsunds. Ýmsir listamenn koma þar að máli og meðal verka á hátíðinni er þessi ljósskúlptúr, Tokyo Millenario, eftir Japanann Hirokazu Imaoka og Ítalann Valerio Festi. Meira
30. desember 1999 | Tónlist | 332 orð

Ljúft og þægilegt

Björn Thoroddsen leikur lög Gunnars Thoroddsen. Hljóðfæraleikarar: Björn Thoroddsen gítar, Bjarni Sveinbjörnsson kontrabassi, Halldór G. Hauksson slagverk, Stefán S. Stefánsson flauta, saxófónn, Jónas Þórir orgel, Eiríkur Örn Pálsson trompet, flygilhorn. Hljóðblöndun: Gunnar Smári Helgason. Upptökur fóru fram í BT-hljóðverinu, Bessastaðahreppi, 1999. Stjórn upptöku & útsetningar: Björn Thoroddsen. Útgefandi: Vaka-Helgafell. Meira
30. desember 1999 | Bókmenntir | 434 orð | 1 mynd

Margbrotinn einfaldleiki

eftir Wislawa Szymborska, þýðandi Geirlaugur Magnússon, Bjartur, Reykjavík, 1999, 63 bls. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 23 orð

Málverkasýning á Netinu

SIGURRÓS Stefánsdóttir myndlistarkona hefur opnað heimasíðu sína á slóðinni http://www.simnet.is/bjornsson. Þar er hægt að fræðast um listakonuna og skoða málverk sem hún hefur... Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð | 1 mynd

Múm kveður sér hljóðs

HLJÓMSVEITIN múm spilar óskilgreinanlega raftónlist og Thule-útgáfan gaf út fyrsta disk sveitarinnar á Þorláksmessu. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Tjarnarbíói og hefjast stundvíslega kl. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 215 orð | 1 mynd

Námskeið í spuna fyrir tónlistarkennara

DAVID Zoffer heldur námskeið fyrir tónlistarkennara föstudaginn 7. janúar og laugardaginn 8. janúar nk., þar sem hann kennir hvernig beita má "impróvisation" eða spuna í kennslu. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 528 orð

Notaleg og vel heppnuð plata

Þú sjálfur, fyrsta geislaplata Eiríks R. Einarssonar. Lögin eru eftir Eirík og textar einnig, auk texta nafna og afa Eiríks Einarssonar. Söngvarar eru auk Eiríks, Andrea Gylfadóttir og Helena Kaldalóns. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 665 orð | 2 myndir

"Horfum glöð fram á nýtt og spennandi starfsár"

SALURINN í Tónlistarhúsi Kópavogs á eins árs afmæli 2. janúar nk. Að sögn Vigdísar Esradóttur, forstöðumanns Salarins, hefur starfsemin verið blómleg þetta fyrsta starfsár og telur hún að það hljóti að lofa góðu fyrir framtíðina. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Salonhljómsveit í Kaffileikhúsinu

SALONHLJÓMSVEITIN L'amour fou heldur sína fyrstu tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 380 orð | 1 mynd

Sól sest, tungl rís

ELLEFTI árgangur breiðmyndadagatalsins "Af ljósakri" er helgaður Þingvöllum. Tilefnið er komandi árþúsundamót og þúsund ára afmæli kristnitökunnar á Þingvöllum á sumri komanda. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Stallone selur

LEIKARINN bólgni, Sylvester Stallone, er búinn að selja lúxushúsið sitt á Miami og fór það fyrir 1.166 milljónir króna. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 512 orð

Stjörnuspekingur deyr

eftir Val McDermid. HarperCollins 1999. 240 síður.< Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Sýning framlengd

SÝNINGU Jónasar Braga ,,Bárur" í sýningarsal Gallerí Hár & List, Strandgötu 39, Hafnarfirði, hefur verið framlengd til áramóta. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 37 orð | 1 mynd

Tímanna tákn

DANIELA Mayer er starfsmaður gleraugnaverslunar í Berlínarborg. Hér sést hún sýna nýjustu gleraugun fyrir árþúsundaskiptin í miðbæ Berlínar í gær. Gleraugun kosta um það bil 25 þýsk mörk eða rúmar þrjú þúsund krónur og eru vissulega tímanna... Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Tískustraumar frá Grikklandi

MIKIÐ er um dýrðir nú þegar árþúsundaskiptin nálgast og vilja flestir skarta sínu fínasta á þessum tímamótum. Tískuhönnuðir keppast við að kynna árþúsundalínur sínar og gríski tískuhönnuðurinn Vassilios Kostetsos er þar engin undantekning. Meira
30. desember 1999 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Tónleikahöll Disneys

FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við tónleikahöll sem kennd verður við Walt Disney í Los Angeles. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir

Undir lok veraldar

KLUKKAN 23 í kvöld verður haldin í Háskólabíó sýning á kvikmynd Wim Wenders "Until the End of the World" og verður það seinasta sýning bíósins á þessari öld. Meira
30. desember 1999 | Myndlist | 352 orð | 1 mynd

Út um borg og bý

Sýningin er í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Vinsælastir á árinu

ÞAÐ ERU gömlu rokkararnir í Rolling Stones sem hafa dregið að sér flesta áheyrendur á árinu, var það gjört heyrinkunnugt á þriðjudag. Meira
30. desember 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Þjófstartað í Belgrad

"HEFJUM árþúsundaskiptin þremur dögum fyrr - vegna þess að undanfarin tíu ár höfum við misst nánast af allri öldinni. Meira

Umræðan

30. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 346 orð | 1 mynd

2000-áfengis- og vímuefnavandinn

SÍÐUSTU daga hafa heyrst raddir þess efnis að lager ÁTVR komi ekki til með að anna eftirspurn fyrir áramót og þá aðallega vegna kampavíns. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Alþingismenn í jólaskapi

Rétt er að undirstrika þá staðreynd hér, segir Halldór Þorsteinsson, að ekki hnutu neinir molar af borðum alþingismanna til okkar öldruðu áheyrendanna á þingpöllunum. Meira
30. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Álver - er það til bóta?

Í NÓVEMBERHEFTI Florists’ Review fjallar ritstjórinn um níu ára góðæri í atvinnulífi Bandaríkjamanna. Hún segir frá því að 9 milljónir starfa hafi orðið til á þessum tíma og 80% þessara starfa séu í fyrirtækjum með 20 eða færri starfsmenn. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Á vígvelli Mammons

Ef við fjarlægjum spilakassana verða þeir færri sem falla í þessu stríði, segir Sveinbjörn Þorkelsson, og meiri von fyrir börnin okkar að lifa innihaldsríku lífi. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd

Er náttúran einskis virði?

Okkur ber skylda til að íhuga þær afleiðingar, segir Kjartan Bollason, sem slíkum stórframkvæmdum fylgja. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 1299 orð | 1 mynd

Fáskrúðsfjörður í nærmynd, skyldi Stalín vera þar?

Saga Fáskrúðsfjarðar segir okkur, segir Eiríkur Stefánsson, að allir þeir sem hafa starfað með framsóknarmönnum í meirihluta sveitarstjórnar á Fáskrúðsfirði hafa glatað trúverðugleika. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 351 orð | 1 mynd

Friðþjófur Nansen og Fljótsdalsvirkjun

Nú skora ég á Stortinget, ríkisstjórn Noregs og Norsk Hydro, segir Leifur Sveinsson, að hætta við öll áform um stóriðju á Reyðarfirði. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Hvar er barnið þitt svona seint um kvöld?

Rétt er að vara foreldra við, segir Ragnhildur Helgadóttir, því flest þau öryggisnet sem vinna gegn ólöglegum útivistartíma og óæskilegri hópamyndun eru ekki í gangi um áramótin. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 903 orð | 1 mynd

Hvers virði er lífið?

Oft gleymist, segir Vilberg Tryggvason, að Reykjavíkurflugvöllur er stærsta öryggistæki landsins. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd

Rangar forsendur, röng niðurstaða

Það er því erfitt og í raun næsta ómögulegt að halda því fram af einhverri sanngirni, segir Gísli Páll Pálsson, að almennt siðferði í viðskiptum hafi verið sniðgengið. Meira
30. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 219 orð | 1 mynd

Trú og list

SAMRUNI trúar og listar er mikill, og því áhrifaríkari verða verkin sem njóta krafta trúarinnar. Þegar Guðsnafn er nefnt verða allir menn góðir, en efnisheimurinn dregur okkur til athafna. Listin á að bæta heiminn. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 1004 orð | 1 mynd

Tvítyngi, fjársjóður, ekki fötlun

Vanþekking á fyrirbærinu tvítyngi virðist vera nokkur, segir Þórdís Gísladóttir, og ekki við öðru að búast í þjóðfélagi sem alltaf hefur að mestu verið eintyngt. Meira
30. desember 1999 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Verðlag og verðlagsmál

Þó að laun og tekjur hafi afgerandi áhrif varðandi afkomu hverrar fjölskyldu, segir Jón Karlsson, er það fleira sem skiptir miklu máli. Meira

Minningargreinar

30. desember 1999 | Minningargreinar | 2950 orð | 1 mynd

Agnes Unnur Ingvarsdóttir Kohberger

Agnes Unnur Ingvarsdóttir Kohberger fæddist í Móhúsum í Garði 6. desember 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 20. desember síðastliðinn. Agnes ólst upp á Bjargi í Garði. Foreldrar hennar voru Halldóra Jóna Valdimarsdóttir, f. 2.7. 1913, d. 4.12. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 1977 orð | 1 mynd

Anna Örnólfsdóttir

Anna Örnólfsdóttir fæddist 30. desember 1928 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 16. desember síðast liðins. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur K. Þorvarðsdóttir húsmóðir og kirkjuorganisti á Suðureyri, f. 24. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 1047 orð | 1 mynd

Ásta Ólína Júníusdóttir

Ásta Ólína Júníusdóttir fæddist í Björk í Sandvíkurhreppi 11. október 1916. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 23. desember sl. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guðmundsdóttir, f. í Eyðisandvík 6. júlí 1884, d. 25. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 972 orð | 1 mynd

Erna Þorkelsdóttir

Erna Þorkelsdóttir fæddist í Borgarnesi 24. ágúst 1924. Hún lést 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Teitsson, f. 11.10. 1891, d. 27.11. 1949, og Júlíana Sigurðadóttir, f. 17.5. 1895, d. 7.11. 1976. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 1065 orð | 1 mynd

GUÐLAUG INGUNN EINARSDÓTTIR

Guðlaug Ingunn Einarsdóttir húsmóðir var fædd á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 28. október 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Aðalberg Sigurðsson sjómaður, f. 17.11.1895, d. 13.8. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÞÓRARINN BJARNASON

Guðmundur Þórarinn Bjarnason fæddist 19. maí 1933. Hann lést 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Nikulásson, f. 7. maí 1896, og Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir, f. 25. ágúst 1897. Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Ingvar Einar, f. 2. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 1243 orð | 1 mynd

Helga K. Halldórsdóttir Olesen

Helga K. Halldórsdóttir Olesen fæddist í Hafnarfirði 24. desember 1908. Hún lést í Reykjavík 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Friðriksson, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 14. mars 1871, d. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 603 orð | 1 mynd

JÓHANN JÓNSSON

Jóhann Jónsson fæddist á Bíldudal 13. júlí 1923. Hann lést á St. Jósefsspítala 20. desember síðastliðinn. Jóhann var sonur hjónanna Jóns Jóhannssonar skipstjóra og Jónínu Ólafsdóttur húsmóður. Jón fæddist á Barðaströnd 14.2. 1888 og lést árið 1949. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 2004 orð | 1 mynd

KARL A. SIGURGEIRSSON

Karl A. Sigurgeirsson fæddist á Djúpavogi 14. desember 1934. Hann lést á heimili sínu á Melrakkanesi í Álftafirði 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Bjarnadóttir, f. 31.5. 1906, d. 16.11. 1946, og Sigurgeir Stefánsson, f. 9.1. 1901, d. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 392 orð | 1 mynd

MAGNÚS ÞORLÁKSSON

Magnús Þorláksson fæddist 11. maí 1944 í Grindavík. Hann lést í Víðihlíð í Grindavík 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þorlákur Gíslason frá Vík í Grindavík, f. 11.5. 1913, og Valgerður Jónsdóttir frá Broddadalsá í Strandasýslu, f. 12.6. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 1543 orð | 1 mynd

MARGRJET GRÍMSDÓTTIR

Margrjet Grímsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grímur Jónsson, sjómaður, f. á Stokkseyri 13. okt. 1884, d. 31. okt. 1957, og kona hans Sumarlína Pétursdóttir,... Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 590 orð | 1 mynd

Olga Jóna Pétursdóttir

Olga Jóna Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 17.9. 1928. Hún lést á heimili sínu hinn 17.12. 1999. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson verkstjóri, Sauðárkróki, og kona hans Ólafía Sigurðardóttir húsmóðir frá Dýrafirði. Meira
30. desember 1999 | Minningargreinar | 408 orð

ÓLAFUR GUÐJÓNSSON

Ólafur Guðjónsson fæddist í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum 31. ágúst 1909. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 8. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Voðmúlastaðakapellu 18. desember. Meira

Daglegt líf

30. desember 1999 | Neytendur | 259 orð | 1 mynd

11-11-búðirnar Gildir til 1.

11-11-búðirnar Gildir til 1. janúar 6 ltr Coke + Maarud 250 g, 2 st. 797 1.214 797 pk. Finest call coctailmix, 6 teg. 498 545 498 ltr Orville popp, 3 pakkar 118 145 393 kg Stjörnu partýmix, 170 g, 2 teg. 188 219 1.106 kg Vogaídýfur, allar teg. Meira
30. desember 1999 | Neytendur | 37 orð

Leiðrétting

Í Morgunblaðinu á þriðjudag var birt tafla með ábendingum um meðferð skotelda. Þar kom fram að Árvekni, dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Löggildingarstofa og Samband íslenskra tryggingafélaga væru styrktaraðilar verkefnisins. Meira
30. desember 1999 | Neytendur | 65 orð | 1 mynd

Nýr Knorrkraftur - beint úr bauknum

NÝLEGA kom á markaðinn hérlendis matarkraftur frá Knorr sem heitir Grand Bouillon. Tegundirnar af Knorr Grand Bouillon eru þrenns konar; nautakjötskraftur, kjúklingakraftur og grænmetiskraftur. Meira
30. desember 1999 | Neytendur | 58 orð | 1 mynd

Styrjuhrogn

NÝTT í Nýkaup í Kringlunni eru írönsk styrjuhrogn. Í boði eru tvær tegundir. Annars vegar Beluga sem eru stór styrjuhrogn og bragðmikil. Liturinn getur verið frá því að vera milligrár og upp í nær svartan, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. desember 1999 | Neytendur | 979 orð | 1 mynd

Tillögur að matreiðslu kalkúns

KALKÚNN verður sífellt vinsælli hátíðarmatur á borðum Íslendinga enda velur nær helmingur allra fjölskyldna í landinu að elda kalkún um jólahátíðina. Meira

Fastir þættir

30. desember 1999 | Í dag | 40 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 30. desember, verður fimmtug Kristjana Kristjánsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjóra Geðhjálpar, Hlíðarhjalla 52, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Pétur A. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 30. desember, verður fimmtug Karitas Erlingsdóttir, Háabarði 15, Hafnarfirði. Karitas og eiginmaður hennar , Bergþór Bergþórsson , taka á móti gestum á afmælisdaginn í Kiwanishúsinu, Helluhrauni 22, Hafnarfirði, frá kl. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 34 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 31. desember, verður áttræður Þormóður Haukur Jónsson, fyrrverandi bifreiðastjóri, Ugluhólum 12. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Norðurvangi 24, Hafnarfirði, á morgun, gamlársdag, frá kl.... Meira
30. desember 1999 | Í dag | 3871 orð

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri...

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 434 orð

Er Blönduvirkjun gleymd?

UMRÆÐURNAR um Fljótsdalsvirkjun taka hinar skringilegustu vendingar upp á síðkastið. Söngkona íslensk er fengin hér upp á klakann utan úr heimi. Hún heldur blaðamannafund með honum pabba sínum og segir margt. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 111 orð

Grýlukvæði

Eg þekki Grýlu og eg hef hana séð, hún er sig svo ófríð og illileg með. Hún er sig svo ófríð að höfuðin ber hún þrjú, þó er ekkert minna en á miðaldra kú. --- Kinnabeinin kolgrá og hrútsnefið hátt, það er í átján hlykkjunum þrútið og blátt. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 19 orð

Gullbrúðkaup Hinn 1.

Gullbrúðkaup Hinn 1. janúar eiga gullbrúðkaup hjónin Jórunn Gunnarsdóttir og Jón óskar Jóhannsson, Strandaseli 2, Reykjavík. Þau verða að... Meira
30. desember 1999 | Í dag | 347 orð

Sportmarkaðurinn

KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að spyrjast fyrir um, hvað hefði orðið af Sportmarkaðnum, sem var við Skipholt. Hún hafði lagt inn skauta og fleira hjá þeim. Ef einhver getur gefið henni upplýsingar, þá er hún í síma 554-3448. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 230 orð

SUÐUR opnar í fyrstu hendi á...

SUÐUR opnar í fyrstu hendi á fjórum spöðum og norður lyftir í slemmu: Suður gefur; NS á hættu. Meira
30. desember 1999 | Í dag | 459 orð

VÍKVERJI sá fyrir stuttu mynd Hrafns...

VÍKVERJI sá fyrir stuttu mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjann. Greinilegt er að gerð myndarinnar hefur ekki verið auðveld, en flestar útisenur er teknar að vetrarlagi, oft í vondum veðrum. Meira

Íþróttir

30. desember 1999 | Íþróttir | 175 orð

Bandaríkjamaður líklega í Njarðvík

NJARÐVÍKINGAR eiga í viðræðum við Keith Veney, 25 ára bandarískan leikmann, sem leikið hefur með 1. deildar félögum í Frakklandi og Ísrael síðastliðin ár. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Baumann í tveggja ára bann

Niðurstaða rannsóknar á síðara sýni se m tekið var af þýska langhlaupararnum Dieter Baumann hefur leitt í ljós sömu niðurstöðu og í hinu fyrra, þ.e. það reyndist innihalda hormónalyfið Nadrolone. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

BJARKI Gunnlaugsson var varamaður í liði...

BJARKI Gunnlaugsson var varamaður í liði Preston sem lagði Bristol Rovers , 2:1, í 2. deild ensku knattspyrnunnar í fyrradag. Bjarka var ekki skipt inn á í leiknum. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 107 orð

Chelsea komið á sigurbraut

CHELSEA virðist á sigurbraut á ný í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en tveir leikir fóru fram í henni í gærkvöldi - hinir síðustu á þessu ári. Chelsea vann Sheffield Wednesday 3:0 á heimavelli með mörkum Dennis Wise, Tore Andre Flo og Jody Morris. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Egger vann lokamót ársins

SABINE Egger fagnaði sigri á heimavelli í lokamóti ársins í heimsbikarnum sem fram fór í Lienz í Austurríki í gær. Hún var með ellefta besta tímann eftir fyrri umferð svigsins, en átti frábæra síðari umferð og tryggði sér sigur. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 162 orð

Enn bið-staða hjá Brynjari

EKKI er enn komin niðurstaða varðandi félagaskipti Brynjars Björns Gunnarssonar frá sænska liðinu Örgryte til Stoke City. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 183 orð

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik,...

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur valið 21 leikmann í landsliðshóp sinn sem skal búa sig undir átökin í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik er fram fer í Króatíu síðasta þriðjung janúarmánaðar. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

INGEMAR Stenmark skíðamaður hefur verið kjörinn...

INGEMAR Stenmark skíðamaður hefur verið kjörinn besti íþróttamaður Svíþjóðar síðustu fimmtíu árin. Að kjörinu stóðu sænskir íþróttafréttamenn og fékk Stenmark sex atkvæðum meira en tenniskappinn Björn Borg. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 285 orð

Lykilmenn á sjúkralista

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur frestað því að tilkynna íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu fram yfir áramót vegna meiðsla lykilmanna. Landsliðið leikur tvo æfingaleiki við Frakka ytra 7. og 9. janúar, en fyrsti leikurinn í EM verður í Rijeka gegn Evrópumeisturunum sjálfum, Svíum, 21. janúar. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 90 orð

McKinley var sendur heim frá Snæfellli

ROBERT McKinley, bandarískur leikmaður sem hugðist leika með úrvalsdeildarliði Snæfells, var látinn fara frá liðinu eftir nokkurra daga dvöl í Stykkishólmi. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 242 orð

Mikkelsen stýrir Dönum á EM

LEIF Mikkelsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik tilkynnir val á 21 leikmanni til æfinga fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu á nýarsdag. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 88 orð

Miljkovic í Víking

VÍKINGAR hafa samið við júgóslavneska varnarjaxlinn Zoran Miljkovic og mun hann leika með liði félagsins í 1. deildinni næsta sumar. Miljkovic hefur leikið um árabil hér á landi, fyrst með Skagamönnum í þrjú ár og síðar Eyjamönnum síðustu þrjár... Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 378 orð

"Mér gengur framar vonum"

HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á skotskónum með liði sínu Panathinaikos í grísku knattspyrnunni í gær er hann skoraði tvö mörk í 7:1-sigri á Panachaiki. Topplið Olympiakos sigraði einnig í sínum leik og heldur því einvígi þess og Panathinaikos um gríska meistaratitilinn áfram. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 82 orð

SKÍÐAMAÐURINN Lasse Kjus var kjörinn íþróttamaður...

SKÍÐAMAÐURINN Lasse Kjus var kjörinn íþróttamaður ársins í Noregi af Samtökum íþróttafréttamanna þar í landi. Í öðru sæti varð karlalandsliðið í knattspyrnu og heimsmeistarar Noregs í kvennahandknattleik höfnuðu í þriðja sæti. Meira
30. desember 1999 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Szabó og Dvorák þau bestu

GABRIELA Szabó og Tomás Dvorák hafa verið útnefnd frjálsíþróttamenn Evrópu í árlegu vali Frjálsíþróttasambands Evrópu. Meira

Úr verinu

30. desember 1999 | Úr verinu | 130 orð

Andmæla flottrolli

SKIPSTJÓRAR 28 loðnuskipa hafa ásamt Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands sent frá sér ályktun, þar sem því er mótmælt að leyft verði að veiða loðnu í flottroll. Meira
30. desember 1999 | Úr verinu | 238 orð | 1 mynd

Skrifstofuhúsnæði ÍS í Hafnarfirði verður selt

SÍF hf. hefur ákveðið að selja skrifstofuhúsnæði það sem Íslenskar sjávarafurðir hf. festu kaup á í Hafnarfirði sl. sumar, áður en samrunaferli félaganna hófst en samruninn var samþykktur á hluthafafundum félaganna í gær. SÍF hf. Meira
30. desember 1999 | Úr verinu | 222 orð

Um 5% verðmætaaukning í útflutningi ÍS

ÚTFLUTNINGUR Íslenskra sjávarafurða á sjófrystum afurðum var 18.680 tonn 1. janúar til 18. desember en var 18.100 tonn í fyrra. Heildarverðmætið var 4.151 milljón króna í ár samanborið við 3.934 milljónir 1998. Meira

Viðskiptablað

30. desember 1999 | Viðskiptablað | 112 orð

28 þúsund tóku þátt í Landsbankaútboði

Alls skráðu 27.885 aðilar sig fyrir hlut í Landsbanka Íslands hf. í almennum hluta þess útboðs er fram fór á 15% af hlut ríkisins í bankanum dagana 15. til 17. desember. Í þessum hluta útboðsins voru boðnar 550 milljónir króna á genginu 3,8. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 155 orð

81% aukning í erlendum hlutabréfum

FJÁRFESTINGAR lífeyrissjóða í erlendum hlutabréfum hafa aukist um 81% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 1705 orð | 3 myndir

BJARTSÝNIN Í ALGLEYMINGI

21. öldin verður mikil gullöld ef væntingar fjárfesta á hlutabréfamörkuðum reynast á rökum reistar. Hér á landi sem annars staðar ríkir bjartsýni um að framfarir í tækni, fjarskiptum og lækningum muni skapa gífurleg verðmæti og velmegun á komandi árum. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 671 orð | 1 mynd

EFASEMDIR UM ÁLYKTANIR WARRENS BUFFETT

NÝLEGA birtist fágætt viðtal við Warren Buffett, forstjóra Berkshire Hathaway og einn kunnasta fjárfesti tuttugustu aldarinnar, um ávöxtun hlutabréfa í Bandaríkjunum næstu 17 árin. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 498 orð

Frumkvæði hjá Fjármálaeftirlitinu

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun hafa frumkvæði að því að kynna hér á landi grunnreglur af tvennum toga sem nýlega voru samþykktar á samstarfsvettvangi evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði, FESCO. Að sögn Páls G. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 807 orð | 1 mynd

GÓÐÆRI KALLAR Á HÆKKANDI VEXTI

GÓÐÆRINU í viðskiptalöndum okkar ekki síður en á Íslandi fylgir vaxandi eftirspurn eftir vöru og þjónustu af innlendum og erlendum toga, eftir vinnu og eftir fjármagni. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 222 orð | 1 mynd

Hagnaðaráætlanir flugfélaga lækkaðar

GREININGARAÐILAR á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum eru að draga úr áætlunum sínum um hagnað flugfélaga á seinasta ársfjórðungi sem og fyrir árið allt, vegna hækkaðs eldsneytisverðs og minni nýtingar flugsæta í desember en ráð var fyrir gert, að því er... Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 258 orð

Hagnaður nær tvöfaldaðist

HLUTABRÉFASJÓÐUR Búnaðarbankans hf., sem er sjóður í umsjá Búnaðarbanka Íslands hf., skilaði 49,8 milljóna króna hagnaði á tímabilinu 1. maí til 31. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

Háskólinn hundraðfaldar flutningsgetu Háskólanetsins

REIKNISTOFNUN Háskóla Íslands og Opin kerfi hf. skrifuðu nýlega undir samning um kaup Reiknistofnunar á Cisco netbúnaði með það að markmiði að auka bandbreidd og flutningsgetu Háskólanetsins. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 30 orð

Heiðursfélagar GSFI

Fyrstu heiðursfélagar Gæðastjórnunarfélags Íslands, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips og Pétur K. Maack prófessor við HÍ og framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, voru útnefndir á hátíðarfundi félagsins nýlega. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 765 orð | 1 mynd

HEIMSBÚSKAPUR Í FULLUM BLÓMA

Á SÍÐUSTU dögum ársins 1999 verður ekki annað séð en árið 2000 verði hagstætt í viðskiptum með hlutabréf ekki síður en fimm til tíu síðustu árin, eftir því við hvaða land eða markað er miðað. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 201 orð

Hækkanir víðast hvar

Breska Financial Times hlutabréfavísitalan (FTSE-100) hækkaði um 0,4% í gær og setti met í þriðja sinn. FTSE-vísitalan var við lok viðskipta í gær 6.835,9 stig. Hækkunin í gær nam 29,4 stigum. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 476 orð | 1 mynd

Inga Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík...

Inga Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1966, en ólst upp á Ísafirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1986, og varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1992. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 64 orð

Landspítalinn velur RIS-kerfi

Landspítalinn tók tilboði Tölvumiðlunar í RIS-kerfið KODAK RIS-2010 í útboði vegna búnaðar og upplýsingakerfa fyrir röntgendeildina. Kaupverð upplýsingakerfisins með uppsetningu og kennslu er tæpar 30 milljónir. Uppsetning hefst í byrjun næsta árs. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 550 orð | 1 mynd

Líkur á hækkun vaxta

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri segir ljóst að Seðlabankinn muni ekki hækka vexti fyrir áramót. Aðspurður sér hann ekki brýna þörf á vaxtahækkunum á næstunni en getur ekki sagt til um hvað verður eftir áramótin. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 257 orð

Opna skrifstofu í Nova Scotia

EIMSKIP stofnar hinn 1. janúar nýtt hlutafélag um rekstur sinn í Kanada, Eimskip Canada Inc. Félagið tekur við allri þjónustu og rekstri skrifstofu Eimskips í St. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd

Stjórnvöld efli samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, afhenti Páli Sigurjónssyni, forstjóra Ístaks, viðurkenningu í gær, en Páll var útnefndur Maður ársins 1999 í íslensku atvinnulífi af Frjálsri verslun. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 355 orð

Stærsta fyrirtæki landsins verður til

SAMRUNI Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf., SÍF, og Íslenskra sjávarafurða hf., ÍS, var samþykktur á hluthafafundum beggja félaganna í gær. Hið nýja félag heitir SÍF hf. Meira
30. desember 1999 | Viðskiptablað | 548 orð

Stöðugt hækkandi gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi...

Stöðugt hækkandi gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands frá því síðla sumars hefur vakið verulega athygli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.