Greinar föstudaginn 14. janúar 2000

Forsíða

14. janúar 2000 | Forsíða | 292 orð

Birtingar sjúkraskýrslna krafist

ÞRÝST er á innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, að upplýsa um innihald sjúkraskýrslna Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile. Meira
14. janúar 2000 | Forsíða | 117 orð | 1 mynd

Egon Krenz mætir í afplánun

EGON Krenz, sem fór fyrir kommúnistastjórninni í Austur-Þýzkalandi síðastur manna, hóf í gær afplánun sex og hálfs árs fangelsisdóms, sem hann hlaut fyrir að vera meðábyrgur fyrir dauða fjölda fólks sem reyndi að flýja land og austur-þýzkir... Meira
14. janúar 2000 | Forsíða | 192 orð

Fékk mildan dóm út á að aka góðum bíl

DÓMUR héraðsdóms í Álasundi í máli norsks auðmanns, sem var kærður fyrir of hraðan akstur, hefur vakið mikla hneykslan í Noregi. Dómurinn kvað upp mildan dóm yfir ákærða m.a. vegna þess á hve góðum og dýrum bíl hann var. Meira
14. janúar 2000 | Forsíða | 175 orð

Flugslys undan strönd Líbýu

ÓTTAST er að allt að 23 hafi látist þegar svissnesk flugvél, sem flaug með starfsmenn líbýsks olíufélags, brotlenti úti fyrir strönd Líbýu í gær. 38 farþegar og þriggja manna áhöfn var um borð í vélinni. Meira
14. janúar 2000 | Forsíða | 179 orð

Morð sviptir hulunni af spillingu á Samóaeyjum

PÓLITÍSKT morðmál, sem hefur svipt hulunni af spillingarvef á Samóaeyjum, nær hámarki í næstu viku þegar tveir ráðherrar verða dregnir fyrir rétt vegna morðs á öðrum ráðherra. Meira
14. janúar 2000 | Forsíða | 162 orð | 1 mynd

Pútín tilkynnir framboð

VLADIMÍR Pútin, settur forseti Rússlands, lýsti því í gær í fyrsta sinn opinberlega yfir, að hann sæktist eftir kjöri til að gegna embættinu næsta kjörtímabil og sigurlíkur hans bötnuðu enn við að Jevgení Prímakov gaf til kynna að hann hygðist ekki verða... Meira

Fréttir

14. janúar 2000 | Miðopna | 1020 orð | 2 myndir

Að muna án þess að vera fangi fortíðarinnar

Misskilin skoðanakönnun fyrir þremur árum leiddi til átaks sænsku stjórnarinnar um að minnast Helfararinnar gegn gyðingum, meðal annars með alþjóðaráðstefnu, en framtakið er umdeilt eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 289 orð

Aho og Halonen með mest fylgi

NÆSTI forseti Finnlands verður að öllum líkindum annað hvort Esko Aho eða Tarja Halonen, ef marka má skoðanakannanir. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Ammoníaksleki á Tálknafirði

VENTILL í loka gaf sig með þeim afleiðingum að ammoníak lak af frystikerfinu í frystihúsi á Tálknafirði á miðvikudagskvöld og varð andrúmsloftið í húsinu allt mettað ammoníaki. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Andlitslyfting

Hann gætti þess að fylgja línunni málarinn á Laugaveginum í gær, enda skilti hvers staðar eins og hluti andlits og mikilvægt að jafnvel smæstu atriði séu í lagi. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 3936 orð

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri...

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Áreiti eftir samskipti á spjallrásum

RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað opinbert mál fyrir Héraðsdómi Austurlands gegn karlmanni úr Reykjavík sem viðhafði kynferðislega tilburði gegn 14 ára stúlku austur á landi á síðasta ári. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | 1 mynd

Barnadeild FSA fékk nýjan skoðunarbekk

BARNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur eignast skoðunarbekk í fullri stærð, en það voru forsvarsmenn fyrirtækjanna Sjóvár-Almennra og umboðsskrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands á Akureyri sem gáfu deildinni bekkinn. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 410 orð

Blása nýja árið inn með stæl

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heilsar nýju ári með nokkuð óvenjulegum tónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudag, 16. janúar, kl. 17. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 247 orð

Doktorsvörn í læknisfræði

Alma D. Möller varði doktorsritgerð við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 4. desember síðastliðinn. Ritgerðin, sem er á sviði svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði, ber heitið: "Low-dose prostacyclin. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 171 orð

Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks

DÆGURLAGAKEPPNI Kvenfélags Sauðárkróks 2000 er nú hafin. Þegar hefur verið auglýst eftir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfirðinga föstudaginn 5. maí nk. Öllum laga- og textahöfundum landsins er heimil þátttaka. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 375 orð

Engin ástæða til að nema ákvæðið úr gildi

ÁRNI Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, sér enga ástæðu til þess að nema úr gildi 3. mgr. 44. gr. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fagurblár jökull vetrarins

JÖKLARNIR, sem staðið hafa í þúsundir ára, verða með háum aldri oft bláir að lit á vetrum. Litbrigði jökulsins stafa af því hvernig hann hleypir litrófi ljóssins í gegnum sig, en útkoman verður þannig að svo virðist sem jökullinn sé orðinn blár. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fengu 12% launahækkun

FLUGLEIÐIR og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafa gengið frá samkomulagi sem felur í sér breytingar á starfsaldursákvæðum kjarasamnings flugmanna. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fimm tilboð hafa borist

FIMM tilboð hafa borist Ríkiskaupum vegna útboðs á áætlunarflugi til Gjögurs og Grímseyjar, sem auglýst var 31. desember síðastliðinn. Lægsta tilboð á flugi til Gjögurs nemur tæplega 5,2 milljónum króna og er frá leiguflugi Ísleifs Ottesen ehf. Meira
14. janúar 2000 | Miðopna | 1514 orð | 1 mynd

Fíkn er flókið fyrirbæri

DR. HARVEY Milkman kom hingað til lands í fyrsta sinni árið 1989 á vegum bandarísku upplýsingaþjónustunnar (USIS) til að halda fyrirlestur um áfengis- og vímuvarnir og meðferðarúrræði. Það er skemmst frá því að segja að í för þessari féll dr. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Flotkvíin getur lyft 10.000 tonnum

VEL gekk að taka Mælifell upp í hina stóru flotkví vélsmiðju Orms og Víglundar í nýju vesturhöfninni í Hafnarfirði en þó skipið sé 4.000 tonn getur kvíin lyft rúmlega tvöfalt þyngra skipi. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Flugeldasýning Skýrr

FLUGELDASÝNING á vegum Skýrr hf. í Ármúla verður haldin í dag, föstudaginn 14. janúar. Flugeldasýningin hefst klukkan 18 og verður skotið upp á baklóð Skýrr við Ármúla 2. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fundur um almannatryggingar

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs boðar til fundar um íslensku leiðina á sviði almannatrygginga laugardaginn 15. janúar kl. 11. Frummælandi á fundinum verður Stefán Ólafsson prófessor. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Fyrstur til að fá pólitískt hæli hérlendis

ÍSLENSK yfirvöld hafa í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins veitt einstaklingi pólitískt hæli hér á landi samkvæmt upplýsingum Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Útlendingaeftirlitsins. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 226 orð

Gates felur Ballmer daglegan rekstur

TALSMAÐUR bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft sagði í gær að "engin ástæða" væri til að hluta fyrirtækið niður í smærri einingar, að sögn BBC . Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 171 orð

Hvatt til varúðarráðstafana gegn flensunni

VEGNA fregna af flensufaraldri í Evrópu og Bandaríkjunum hvetja yfirvöld sumra Asíuríkja nú til varúðarráðstafana og í Malasíu er fólk varað við ferðalögum til flensusýktra staða. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Í leit að mótunum

Afar snjóþungt er víða á landinu eftir hressilega ofankomu síðustu dægrin og það fékk Páll að reyna þar sem hann beitti skóflunni í taktvissri hrynjandi á snjóskaflinn við Vatnsfellsvirkjun í vikunni. Meira
14. janúar 2000 | Landsbyggðin | 127 orð | 1 mynd

Íþróttamaður ársins á Norður-Héraði

Vaðbrekku, Jökuldal- Ungmennafélagið Ásinn á Norður-Héraði útnefndi nú í upphafi árs íþróttamann ársins hjá félaginu sem jafnan áður. Útnefningin fór fram á uppskeruhátíð félagsins í Brúarási upp úr áramótunum. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð

Jafngildir 4,6% verðbólgu

Á SEINUSTU tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 4,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 434 orð

Karmapa sagður vilja dvelja á Indlandi

INDVERSK dagblöð höfðu í gær eftir Karmapa, þriðja æðsta trúarleiðtoga búddatrúarmanna í Tíbet, að hann vildi dvelja áfram á Indlandi. Meira
14. janúar 2000 | Landsbyggðin | 524 orð | 1 mynd

Kemur til kennslu í vetrarfríum sínum

Selfossi- Gestakennari í dönsku, Birgitte Steen frá Holbæk í Danmörku, starfaði í Reykholtsskóla í Biskupstungum í nokkrar vikur síðastliðið haust ásamt 17 ára syni sínum Hans Cristian. Birgitte heimsótti Reykholtsskóla í febrúar á sl. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag, 15. janúar, kl. 11. Kyrrðarstund í Svalbarðskirkju kl. 21. Sunnudagskvöldið 16. janúar. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag, 15. janúar. Guðsþjónusta í Grenilundi kl. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 630 orð

Konan að minnsta kosti jafn hæf og karlinn

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði í embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í mars árið 1999. Umsækjendur um starfið voru sjö, sex karlar og ein kona. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 413 orð

Landnemarnir áfram á Gólan?

TIL greina kemur að um 17.000 ísraelskum landnemum á Gólanhæðum, sem Ísraelsher tók í sex daga stríðinu 1967, verði leyft að dvelja þar áfram þótt svæðið hverfi á ný undir yfirráð Sýrlendinga. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Leiðrétt

Heimsmet Ögra RE Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá sölumeti Breka VE en skipið seldi í vikubyrjun 233 tonn af fiski í Bremerhaven í Þýskalandi fyrir um 48,7 milljónir króna. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Leita til EFTA-dómstóls vegna ábyrgðargjalds

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort tiltekin lagaákvæði standist samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 942 orð | 2 myndir

Lítil yfirbygging og hagstæðir samningar tryggja betra verð

LÍTIL yfirbygging og hagstæðir samningar er orsök þess að nýtt símafyrirtæki, Frjáls fjarskipti, getur boðið upp á mun lægra verð á útlandasímtölum, að sögn Páls Þórs Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs fyrirtækisins. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Lokað vegna framkvæmda

VEGNA framkvæmda við safnahús Minjasafnsins á Akureyri verða sýningar þess lokaðar frá og með föstudeginum 14. janúar um óákveðinn tíma. Í undirbúningi er að opna nýja sýningu næsta sumar um sögu Akureyrar. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 188 orð

Lögreglumaður til forvarnarstarfa í Mosfellsbæ

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákveðið að bæta við einum lögregluþjóni til reynslu í sex mánuði á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ, sem einkum mun sinna forvarnarstörfum. Þar með verða sjö lögreglumenn starfandi í bænum. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Mannréttindasamtök mótmæla

TALSMENN mannréttindasamtaka fordæmdu í gær handtökur nokkurra áhrifamikilla stjórnarandstæðinga í Malasíu í gær og fyrradag og töldu að þær gætu verið upphaf þess að reynt yrði að bæla niður alla pólitíska andstöðu. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Mál Mostafa í biðstöðu

MÁL hins 28 ára gamla Marewans Mostafa, sem bað um landvist hérlendis sem pólitískur flóttamaður í októbermánuði síðastliðnum er enn til umfjöllunar hjá Útlendingaeftirlitinu. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 304 orð

Málsmeðferðin standist ekki EES-skuldbindingar

Náttúruverndarsamtök Íslands og fjórir einstaklingar hafa stefnt umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli sem er höfðað til að fá hnekkt virkjunarleyfi vegna Fljótsdalsvirkjunar og ákvörðunum um framhald framkvæmda án... Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 304 orð

Málsmeðferðin standist ekki EES-skuldbindingar

Náttúruverndarsamtök Íslands og fjórir einstaklingar hafa stefnt umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli sem er höfðað til að fá hnekkt virkjunarleyfi vegna Fljótsdalsvirkjunar og ákvörðunum um framhald framkvæmda án... Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 1330 orð | 1 mynd

Meðferðarúrræði við þunglyndi mun fleiri og betri en áður

HANNES Pétursson, prófessor og forstöðulæknir á geðdeild Landspítalans, segir að reynt hafi verið að stuðla að forvörnum á sviði geðsjúkdóma til margra ára, en þar sé erfitt um vik þar sem þekking á eiginlegum orsökum þessara sjúkdóma sé takmörkuð. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mikið borið á kattafári á höfuðborgarsvæðinu

AÐ GEFNU tilefni vill Dýralæknastofa Dagfinns benda á, að töluvert hefur borið á kattafári síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Kattafár er skæður vírussjúkdómur, sem í mörgum tilfellum getur dregið ketti til dauða. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 284 orð | 1 mynd

Niðurrekstri stálþilsins lokið

STARFSMENN Gáma- og tækjaleigu Austurlands hafa lokið niðurrekstri á stálþili á vesturbakka Fiskihafnarinnar á Akureyri, samtals um 135 metra að lengd. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Nýtt listaverk við Perluna

LISTAVERK eftir Þorbjörgu Pálsdóttur, einn elsta myndhöggvara landsins, verður sett upp við Perluna í Öskjuhlíð á næstu vikum að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, formanns menningarmálanefndar Reykjavíkur. Meira
14. janúar 2000 | Landsbyggðin | 132 orð | 1 mynd

Olga R. Bragadóttir íþróttamaður ársins

Tálknafirði- Síðasta dag jóla var samkoma í íþrótta- og félagsheimili Tálknafjarðar þar sem haldið var jólaball og dansað í kringum jólatréð. Einnig var hefðbundin þrettándagleði og UMFT hélt uppskeruhátíð og útnefndi íþróttamann ársins 1999. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 430 orð

Orðrómur um að páfi kunni að draga sig í hlé

"ÞRÁLÁTUR orðrómur" er á kreiki í Páfagarði um að Jóhannes Páll II páfi kunni að segja af sér á næsta ári vegna heilsubrests, að sögn ítalska dagblaðsins La Repubblica í fyrradag. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ódýrt kvöld- og næturflug

FLUGLEIÐIR byrjuðu í gær forsölu á ferðum í kvöld- og næturflugi til Lundúna og Kaupmannahafnar. Um er að ræða afsláttarfargjöld sem gilda í allt sumar og kostar ferðin fram og til baka aðeins 14.900 kr. auk flugvallarskatta. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 853 orð

"Fráleitt að taka málið úr höndum nefndarinnar"

FULLTRÚAR stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna ríkisstjórnina harðlega fyrir að bregðast ekki við dómi héraðsdóms í Vatneyrarmálinu og að ætla að bíða dóms Hæstaréttar í stað þess að grípa til aðgerða. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Samevrópskt matvælaeftirlit í undirbúningi

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) kynnti í gær tillögur um að komið yrði á fót sérstakri stofnun til að hafa eftirlit með matvælaframleiðslu innan sambandsins. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samtök þolenda eineltis stofnuð

STOFNUÐ hafa verið Samtök þolenda eineltis. Aðdragandi að stofnun þeirra voru greinar þær sem Kristín Vilhjálmsdóttir og Margrét Birna Auðunsdóttir skrifuðu í Morgunblaðið í október 1998, þar sem þær lýstu reynslu sinni af einelti. Hinn 7. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 864 orð | 1 mynd

Sjálfbært hús reist í Áslandi

ÓSKAÐ hefur verið eftir samvinnu við Hafnarfjarðarbæ um að reisa sjálfbært sýningarhús við Ástjörn. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sjómanna saknað

FULLVÍST er nú talið að skosku sjómennirnir sjö, sem voru á skelveiðibátnum Solway Harvester, er sökk á þriðjudag, hafi farist. Slysið varð á Írlandshafi, nokkrar mílur sunnan við eyjuna Mön. Meira
14. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Skiptum lokið

SKIPTUM er lokið í þrotabúi Íslensks skinnaiðnaðar hf., ÍSÍ, en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 11. júní árið 1993. Skiptum lauk um áramót með úthlutunargerð úr þrotabúinu en samkvæmt henni greiddust um 384 milljónir króna upp í veðkröfur. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Skíðagöngukennsla fyrir almenning

SKÍÐAGÖNGUKENNSLA fyrir almenning á vegum Skíðasambands Íslands er byrjuð og mun Skíðasambandið líkt og fyrri ár bjóða almenningi upp á kennslu í grunnatriðum skíðagöngunnar, fólki að kostnaðarlausu. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Skæruliðar gefast upp

UPPGJAFASKÆRULIÐAR úr "Íslamska frelsunarhernum" (AIS), sem er ein nokkurra hreyfinga öfgasinnaðra múslíma í Alsír, byrjuðu í gær að yfirgefa fylgsni sín í fjalllendi í austurhluta landsins og gefa sig fram við stjórnarhermenn, á síðasta degi... Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 364 orð

Sókn vinstri grænna

FYLGI Sjálfstæðisflokks á landsvísu mælist nú nærri kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem birtur var í gær. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 734 orð | 1 mynd

Staða ritsins fyrr og nú

Úlfar Bragason fæddist á Akureyri 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969, BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1973, mag. art- prófi frá háskólanum í Ósló 1979 og doktorsprófi í norrænum fræðum frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley 1986. Úlfar starfaði í eitt og hálft ár sem kennari við Chicagoháskóla en varð svo forstöðumaður við Stofnun Sigurðar Nordals. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 605 orð

Telur hljóðritun símtala mikilvægt öryggisatriði

MARGRÉT Frímannsdóttir, alþingismaður og talsmaður Samfylkingarinnar, telur sjálfgefið að nýjum lögum um hljóðritun símtala verði breytt er þing kemur saman eftir jólafrí. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 1365 orð | 6 myndir

Tónlist skiptir miklu máli í uppeldi barna

TÓNLISTIN er í fyrirrúmi hjá fjölskyldunni í Kristnesi 14 í Eyjafjarðarsveit, þeim Ellu Kristínu Jack og Skúla Torfasyni og börnum þeirra fimm, Kristínu Þóru 17 ára, Gyðu Hlín 16 ára, Theodóru 13 ára, Ómari Smára 11 ára og Róberti Jóni 9 ára. Meira
14. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Tsjetsjenskum karlmönnum meinað að snúa heim

RÚSSNESKAR hersveitir meinuðu í gær öllum tsjetsjenskum karlmönnum á aldrinum 10-60 að fara yfir landamæri Tsjetsjníu samkvæmt reglum sem rússnesk stjórnvöld samþykktu nýlega. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Umsóknartímabil NORDJOBB hafið

NORDJOBB er samnorrænt verkefni sem miðlar sumarvinnu og húsnæði á Norðurlöndum. Ár hvert fer hátt á annað hundrað íslenskra ungmenna utan á vegum Nordjobb. Umsóknartímabilið er hafið og stendur til 1. mars. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Úrvalsvísitalan aldrei verið hærri

ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfaþings hækkaði í gær um 1,3% og er 1.629 stig og hefur aldrei verið hærri. Í upphafi árs var vísitalan 1.618 stig, lækkaði síðan en hefur verið að hækka aftur undanfarna daga. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Vann ferð til Kanarí

TRYGGINGABANKI Sjóvár-Almennra stóð fyrir happdrætti í desember fyrir Netvini sína þar sem 100 vinningar voru í boði. Var aðalvinningurinn lúxusferð fyrir tvo á Ensku ströndina á Kanarí með Úrvali-Útsýn. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 489 orð

Verða svipt veiðileyfinu

SAMKVÆMT lögum um umgengni við nytjastofna sjávar skal Fiskistofa svipta hvert það skip veiðileyfi sem landar afla umfram aflaheimildir. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Viðurkenningar til starfsmanna varnarliðsins

YFIRMAÐUR flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Mark Anthony kafteinn, veitti nýlega allmörgum starfsmönnum, sem skara þóttu fram úr í störfum sínum hjá flotastöðinni á síðastliðnu ári, peningaverðlaun. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 387 orð

Vísa á bug fullyrðingum um að fyrirtækið hafi brotið höfundarrétt

ÍSLENSK erfðagreining vísar á bug fullyrðingum um að fyrirtækið hafi brotið höfundarrétt á Þorsteini Jónssyni ættfræðingi og fyrirtækinu Genealogia Islandorum ehf. Meira
14. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 17 orð

Þið getið bara hætt þessu væli.

Þið getið bara hætt þessu væli. Ég er búinn að spá heimsendi ef Hæstiréttur verður með eitthvert... Meira

Ritstjórnargreinar

14. janúar 2000 | Staksteinar | 3936 orð

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri...

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Meira

Menning

14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Alanis Morrissette í leikstjórastólinn

KANADÍSKA söngkonan Alanis Morrissette hefur sjálf leikstýrt myndböndum sínum en nú hefur hún ákveðið að ganga skrefi lengra og leikstýra heilli kvikmynd. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 83 orð

Aldamótasýningum lýkur

ÞEIM þremur sýningum sem staðið hafa yfir í Listasafni Íslands, þ.e. Vormenn í íslenskri myndlist, Við aldamót og Móðir og barn lýkur sunnudaginn 16. janúar. Á sýningunum eru einungis verk í eigu safnsins. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Cruise að spá í stríðsmynd

LEIKARINN Tom Cruise er nú að spá í að leika í mynd um seinni heimstyrjöldina sem byggð er á ævi bandaríska hermannsins Wendells Fertigs og ber nafnið Fertig. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Dylan og Berlin heiðraðir

ÞJÓÐLAGASÖNGVARINN Bob Dylan og fiðluleikarinn Isaac Stern fengu sænsku Polar-verðlaunin, en þau voru veitt af konunglegu tónlistarakademíunni, á miðvikudaginn. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

Einsöngstónleikar í Söngskólanum

BRYNHILDUR Björnsdóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sunnudaginn 16. desember kl. 15. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 374 orð | 1 mynd

Fiðla og píanó í Salnum

CAPRICCIO eftir Niels W. Gade, Chacconne eftir Bach, sónata nr. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Gekk allt í haginn hjá Letterman

Forsetafrúin Hillary Clinton og væntanlegur frambjóðandi til öldungadeildar Bandaríkjaþings var gestur í spjallþætti Davids Lettermans síðasta miðvikudagskvöld. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 37 orð | 1 mynd

Glerblástur í hlöðu

NÝSJÁLENSKI glerlistamaðurinn Ron Van Der Vlute heldur á einu verka sinna á nýju verkstæði í borginni Rotorua. Meira
14. janúar 2000 | Tónlist | 953 orð

Hálfeðalsteinar í snillingshöndum

Edvard Grieg: Strengjakvartettar nr. 1 í g Op. 27; nr. 2 í F (ófullgerður). Chilingirian kvartettinn (Levon Chilingirian, Charles Sewart, fiðlur; Ásdís Valdimarsdóttir, víóla; Philip de Groote, selló). Hyperion CDA67117. Upptaka: DDD, Bristol 12/1998. Útgáfuár: 1999. Lengd: 64:25. Verð (Japis): 1.699 kr. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 134 orð

Hollenskur listmálari flytur fyrirlestur

FLUTTUR verður fyrirlestur í stofu 024 í Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg mánudaginn 17. janúar kl. 12.30. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 571 orð | 1 mynd

Koparstungur/ upplýsingabyltingin

Opið á tímum kaffistofunnar til 19. janúar. Aðgangur ókeypis. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

List á krossgötum

"1900: List á krossgötum" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Royal Academy of the Arts í Lundúnum um helgina. Byggist hún á heimssýningunni í París árið 1900 þegar þjóðir heims sýndu sín bestu listaverk. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 1128 orð | 3 myndir

Lítil búr úr ráðaleysi og lygum

"ERU þær ekki komnar," spyr Edda Björg hressilega er hún gengur inn rjóð af janúarfrostbitrunni. "Auðvitað ekki," bætir hún við og hlær. "Nema þær séu ósýnilegar. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 111 orð | 2 myndir

Málþing um dr. Sigurð Nordal og verk hans

UM HVAÐ fjallar bók Sigurðar Nordals, Íslenzk menning? Hvernig var menningarumræðan á Íslandi 1942, þegar bókin kom út? Hvernig kemur ritið heim við umræður um evrópska þjóðernisstefnu þá og nú? Hver er afstaðan til fræða Sigurðar Nordals nú? Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 531 orð

Morðið í Hvíta húsinu

Morðið í kortaherberginu, "Murder in the map room". Höfundur Elliott Roosevelt. St. Martin's Mysteries 1999. 251 síða Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 407 orð | 2 myndir

Móðir leitar hefnda

LIBBY Parsons (Ashley Judd) lifir hamingjusömu lífi. Hún á myndarlegan og auðugan eiginmann sem hún elskar, son sem þau dýrka bæði, ríkmannlegt heimili nálægt Seattle, frábæra vini. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Oddhvass örhnífur

ÖRÚTGÁFA svissnesks hermannahnífs hvílir hér á vísifingri skapara síns, japanska handverksmannsins Hiromu Morino. Hnífurinn, sem búinn er alvöru blöðum, var hannaður að beiðni listasafns í Frakklandi sem sérhæfir sig í örlistaverkum. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 409 orð | 3 myndir

Piparsveinn tvístígur

Jimmie Shannon (Chris O'Donnell) heldur meira upp á frelsi sitt en lífið sjálft. Vinir hans hafa kvænst hver á fætur öðrum, eins og Marco (Artie Lange), en Jimmie gætir piparsveinalífsins og fer sér að engu óðslega við að finna þá einu réttu. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 498 orð | 2 myndir

"Dansinn endurnæri líkamann"

FLEMING hefur undanfarna viku stýrt danssmiðju á vegum leikhópsins Augnabliks og lýkur þeirri vinnu með danssmiðjusýningunni Mandala í Tjarnarbíó á sunnudagskvöld. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Rak umboðsmanninn

ÞRETTÁN ára söngkonan Charlotte Church er búin að reka umboðsmann sinn, Jonathan Shalit. Eins og fram hefur komið er Charlotte einn af hæstlaunuðu tónlistarmönnum Bretlands og telja margir að það sé ekki síst Shalit að þakka. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 246 orð | 1 mynd

Stefnir fagnar sextugsafmæli

KARLAKÓRINN Stefnir verður sextíu ára á morgun, laugardag. Kórinn mun af því tilefni halda veglega hátíð á afmælisdaginn kl. 19 í Hlégarði. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 28 orð

Sýningin Aldamót framlengd

SÝNINGIN "Aldamót" í Galleríi Sævars Karls hefur verið vel sótt, að sögn aðstandenda, og komu um 800 manns á opnunardaginn. Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna til 22.... Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 443 orð | 1 mynd

Tekist á um frelsi Odysseifs

DYFLINNARBÚAR halda Blooms-dag hátíðlegan 16. júní, en þann dag 1904 var borgin sögusvið Odysseifs eftir James Joyce. Meira
14. janúar 2000 | Menningarlíf | 92 orð | 2 myndir

Tónleikar Kristins og Jónasar endurteknir

FÆRRI komust að en vildu þegar Kristinn Sigmundsson hélt sína fyrstu einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi á dögunum ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Þegar ljóst var hvert stefndi var ákveðið að bæta inn aukatónleikum 28. janúar nk. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Tónlist í þrívídd

ROKKSVEITIN SSSól, sem getið verður í annálum síðustu aldar fyrir rokk og ýmiss konar læti heldur sveitaball á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í kvöld. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Uppreisn æru

Þegar allir héldu að kvikmyndaferill George Clooney úr Bráðavaktinni væri á barmi hengiflugs hefur hann nú sýnt og sannað að hann á vel heima á hvíta tjaldinu. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 891 orð | 2 myndir

Úr heita pottinum í Sjónvarpið

OKKUR Gísla Marteini var gefið það verkefni að gera fréttatengdan umræðuþátt. Meira
14. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Þriggja stiga karfa

FYRRVERANDI leikmaður körfuboltaliðsins Chicago Bulls, Michael Jordan, gæti nú verið að snúa aftur í körfuboltann, þótt ekki fari hann aftur á völlinn. Meira

Umræðan

14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

40ÁRA afmæli .

40ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 14. janúar, verður fertug Bryndís Erna Garðarsdóttir, húsmóðir, Frostafold 131. Hún tekur á móti gestum kl. 20 í dag í sal Sjálfstæðismanna í... Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

70ÁRA afmæli .

70ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 15. janúar, verður sjötug Anna Arnbjörg Frímannsdóttir, Lækjarsmára 2, Kópavogi . Eiginmaður hennar er Guðmundur Magnússon . Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 549 orð | 2 myndir

Að skemmta tröllum

Eyjabakkar eru allt annars eðlis en húnvetnsku heiðarnar, segir Bergþóra Sigurðardóttir. Þeir eru einstakir. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 152 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveitakeppni á Húsavík AÐALSVEITAKEPPNI Bridsfélags Húsavíkur hófst siðastliðinn mánudag með þátttöku 7 sveita. Spilaðir eru 12 spila leikir, tvær umferðir á kvöldi. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Er allt vænt sem vel er grænt?

OG hvers vegna skyldu hestarnir ekki gæða sér á jurtum, sem mannfólkið leggur mikið á sig við að tína, til að geta búið til heilsute, notað sem krydd eða búið til smyrsl. Þeir forðast jurtir sem geta skaðað þá, t.d. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Fasteignaskattar á landsbyggðinni

Færa þarf málefni fasteignaskatta í landinu í réttlátara horf, segir Ásmundur Gíslason, og huga að því hvernig bæta má rekstrar-umhverfi ferða- þjónustunnar. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 95 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Fimmtá...

Félag eldri borgara í Kópavogi Fimmtá n pör mættu mánudaginn 7. janúar og var spilaður Mitchell-tvímenningur. Lokastaðan í N/S. Jón Stefánsson - Sæmundur Björnss. 199 Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 189 Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 883 orð

Fólk er ánægt með Alfa

"Alfa er námskeið fyrir fólk sem er andlega leitandi. Við hjá Íslensku Kristskirkjunni höfum haldið nokkur Alfa-námskeið með góðum árangri. Fólk segir einfaldlega að Alfa "virki". Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 596 orð

Hagkaup - Litla hryllingsbúðin?

ÞRIÐJUDAGINN 28 desember fór ég í Hagkaup í Kringlunni til að fá teiknimynd sem var með ensku tali skipt í mynd með íslensku tali. Ég taldi að það ætti ekki að taka langan tíma, enda einföld framkvæmd. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 402 orð

Hugleiðing á nýju ári

JÁ góðir landsmenn, enn er ég sest hér við tölvu sonar míns í þungum þönkum. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Hvað eru endurvinnslustöðvar Sorpu?

Svo unnt sé að endurnýta sem mest þann úrgang sem frá íbúum á höfuðborgarsvæðinu kemur, segir Agnar Guðlaugsson, þarf að flokka hann vel áður en á stöðvarnar er komið. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 268 orð | 1 mynd

Hver þekkir mennina?

Í liðinni viku birti Morgunblaðið mynd eftir Sigríði Zoëga af þremur mönnum ónafngreindum. Glöggir lesendur báru kennsl á mennina á myndinni sem reyndust vera þrír skósmiðir. Þeir Finnur Jónsson, Hjörleifur Kristmundsson og Þorvaldur Helgason. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 132 orð

Hörður ríður á vaðið

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Hörður, næststærsta hestamannafélagið á Íslandi, hefur riðið á vaðið og sett upp heimasíðu á netinu fyrst íslenskra hestamannafélaga. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð

JÓL

Í skugga súðar eldstöfum rista kertaljósin minni bernskubjart. Fönn hlúir ungu frjóvi, stjörnur stafa bjarma á frostblóm glugga. Yfir sand og urðir bar tíminn fæturna. Unz taka að flettast til baka lúð slitur, unz birtu sér bera á forna súð. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Réttlætið mun sigra

Það verður aldrei sátt um það kerfi, segir Guðmundur Árni Stefánsson, þar sem örfáum eru skömmtuð ókeypis verðmæti, sem þjóðin öll á sameiginlega. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 527 orð

SKAMMDEGIÐ er yfirleitt ekki árstíminn sem...

SKAMMDEGIÐ er yfirleitt ekki árstíminn sem Víkverji og aðrir landsmenn nota til að sýna bestu hliðarnar á skapinu. Nýlega varð viðmælandi Víkverja úr röðum myndarlegra kvenna fyrir því að maður nokkur bakkaði á bílinn hennar. Meira
14. janúar 2000 | Aðsent efni | 478 orð | 1 mynd

Sókn til betri lífskjara

Með nýju markaðslaunakerfi og styttri vinnuviku segir Gunnar Páll Pálsson að VR vilji fyrst og fremst ná fram auknum lífsgæðum fyrir félagsmenn sína. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 298 orð | 1 mynd

STEINGEITIN

Afmælisbarn dagsins: Þér fellur betur að vinna á bak við tjöldin, en ert lúsiðinn og þvíeftirsóttur til allra starfa. Meira
14. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 818 orð

Villur á Vefnum

EKKI er allt rétt og satt sem skrifað stendur í bókum, dagblöðum eða tímaritum. Þetta vita lesendur mæta vel, og flestir taka öllu slíku lesefni með nokkrum fyrirvara, hvort sem það eru ævisögur eða greinar um önnur efni. Meira

Minningargreinar

14. janúar 2000 | Minningargreinar | 1981 orð | 1 mynd

ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR

Anna Gunnlaugsdóttir saumakona fæddist á Brekkuvöllum á Barðaströnd 9. nóvember 1918. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Kristófersson, f. 26. maí 1896, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 202 orð | 1 mynd

ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR

Anna Kristmundsdóttir fæddist í Goðdal í Bjarnarfirði í Strandasýslu 8. janúar 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 8. janúar. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 734 orð | 1 mynd

ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR

Anna Margrét Jóhannesdóttir fæddist að Gilsá 9. október 1914. Hún lést 5. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ólínu Tryggvadóttur og Jóhannesar Frímannssonar sem þar bjuggu. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 1048 orð | 1 mynd

BERGÞÓRA BALDVINSDÓTTIR

Bergþóra Baldvinsdóttir fæddist í Elliðakoti í Mosfellsbæ hinn 27. desember 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 30. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 811 orð | 1 mynd

EINAR ÓLI GUÐFINNSSON

Einar Óli Guðfinnsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1960. Hann lést um borð í varðskipinu Tý 7. janúar 1980. Foreldrar hans eru Guðbjörg Einarsdóttir, húsmóðir, f. 4.8. 1942, og Guðfinnur S. Sigurðsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri, f. 16.11. 1940. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 5159 orð | 1 mynd

Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Lillý Albertine Pjetursson, f. í Bodö í Noregi 20. maí 1926, og Ólafur Pjetursson endurskoðandi, f. í Reykjavík 24. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 5159 orð | 1 mynd

Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Lillý Albertine Pjetursson, f. í Bodö í Noregi 20. maí 1926, og Ólafur Pjetursson endurskoðandi, f. í Reykjavík 24. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 5159 orð | 1 mynd

Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Lillý Albertine Pjetursson, f. í Bodö í Noregi 20. maí 1926, og Ólafur Pjetursson endurskoðandi, f. í Reykjavík 24. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR

Guðrún Ósk Óskarsdóttir fæddist á Seyðisfirði 6. júní 1916. Hún lést 30. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 8. janúar. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 2097 orð | 1 mynd

HARALDUR SIGURÐSSON

Haraldur Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 12. október 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 7. janúar síðastliðinn á áttugasta og sjöunda aldursári. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Ingimundarsonar og Önnu Helgadóttur. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 1050 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR ELÍN HELGADÓTTIR

Sagt er að lífið sé ævintýri, að lifa 100 ár er ævintýri sýnu mest en að lifa og skynja alla 20. öldina hlýtur að teljast nánast óskiljanleg upplifun. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 656 orð | 1 mynd

INGIMUNDUR PÉTURSSON

Ingimundur Pétursson vélstjóri fæddist á Iðavöllum í Aðalvík, N-Ís., 17. september 1902. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 30. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 2359 orð | 1 mynd

Kjartan Ragnars

Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður fæddist á Akureyri 23. maí 1916. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Ólafsson, kaupmaður og konsúll á Akureyri, f. 25.11. 1871, d. 14.9. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 1702 orð | 1 mynd

MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

María Guðmundsdóttir fæddist á Barðsnesi í Norðfjarðarhreppi 19. febrúar 1917. Hún lést í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Grímsson úr Biskupstungum og Sesselja Sveinsdóttir frá Barðsnesi. Systkini Maríu voru: Helga, f. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 1199 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR

Þórdís Brynjólfsdóttir, áður til heimilis í Stangarholti 34, fæddist í Flautagerði á Stöðvarfirði 18. október 1902. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Þórður Björnsson, f. 10.3 1865, d. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2000 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Þórunn Sigríður Magnúsdóttir fæddist á Herjólfsstað í Laxárdal í Skagafirði 1. september 1917. Hún lést 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Magnús Sigurðsson. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 407 orð

Atvinnuleysi í lágmarki í Danmörku

ANDSTÆTT því sem búist var við heldur atvinnuleysi í Danmörku áfram að minnka. Tölur frá dönsku Hagstofunni yfir nóvember sýna að atvinnuleysi er nú 4,8 prósent, það lægsta frá 1976. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 502 orð

Einkafyrirtæki hefja rekstur járnbrauta í Svíþjóð

NÝLEGA kynntust Svíar því í fyrsta skipti hvernig það er að eiga skipti við einkajárnbrautarfélag, því þá hófu þrjú fyrirtæki rekstur járnbrauta á langleiðum. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Hagsmunamál allra að leikreglur séu skýrar

VERÐBRÉFAÞING Íslands tekur gildar skýringar Búnaðarbankans í svari við spurningum þingsins um tilefni afkomuviðvörunar í ljósi nýlega útgefinnar útboðslýsingar bankans. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 132 orð

ÍS-15 skráður á Verðbréfþingi

SKRÁÐ hefur verið á Verðbréfaþingi Íslands sjóðdeild Fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans hf., Íslensk hlutabréf (ÍS-15). Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Jafngildir 4,6% verðbólgu

Á SEINUSTU tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 4,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 514 orð | 2 myndir

SÍF hf. og Kári Stefánsson hljóta viðurkenningu

SÍF hf. hlaut markaðsverðlaun Ímarks - Félags íslensks markaðsfólks fyrir árið 1999. Verðlaunin voru veitt í níunda skipti í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var við sama tækifæri valinn markaðsmaður ársins. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 165 orð

SPH velur Duke fyrirtæki mánaðarins

FYRIRTÆKI mánaðarins hjá SPH-fyrirtækjum og fjárfestum er Duke Energy, annað stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. SPH velur nú fyrirtæki mánaðarins í annað skipti og býður um leið sérstök kjör vegna þess. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 204 orð

VERÐBRÉFAMARKAÐUR

DOW Jones-iðnaðarvísitalan náði í gær hæsta gildi sögunnar, eða 11.582,43 stigum við lokun markaða á Wall Street og hafði hún hækkað um 31,33 stig eða 0,27% frá deginum áður. Meira
14. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 223 orð | 1 mynd

Viðskipti námu 156,7 milljörðum króna í fyrra

HEILDARVIÐSKIPTI með innlendum VISA-greiðslukortum hérlendis og erlendis námu 156,7 milljörðum króna á árinu 1999, og höfðu aukist um 16,7% frá árinu 1998. Aukning frá árinu 1997 nemur 41,4%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá VISA-Íslandi. Meira

Fastir þættir

14. janúar 2000 | Fastir þættir | 203 orð

Birting afmælis- og minningargreina

Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Meira
14. janúar 2000 | Viðhorf | 790 orð

Myrkur í Moskvu

Nöturlegt er að maður með fortíð Vladímírs Pútíns skuli hljóta slíka upphafningu í Rússlandi. Meira
14. janúar 2000 | Dagbók | 679 orð

(Sálm. 69, 14.)

Í dag er föstudagur 14. janúar, 14. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar. Meira
14. janúar 2000 | Fastir þættir | 64 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarson

Svartur á leik Á móti í Oporta í Portúgal um áramótin kom þessi staða upp eftir að hvítur hafði leikið 33. Ha7-c7?. Makedóníumaðurinn Nikola Mitkov fann leið til að refsa andstæðingi sínum frá Ítalíu, Ennio Arlandi, fyrir afglöpin. 33...Rxe3! 34.fe Dg3! Meira

Íþróttir

14. janúar 2000 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

ARNAR Grétarsson lék allan leikinn með...

ARNAR Grétarsson lék allan leikinn með AEK sem sigraði botnlið efstu deildar, Trikala , 6-0 í grísku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þetta var fyrsti leikur AEK undir stjórn nýja þjálfarans, Yiannis Pathiakakis , sem tók við liðinu á mánudag. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 116 orð

Aron fer ekki á EM

ARON Kristjánsson leikur ekki með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu og er fallinn út úr æfingahópi Þorbjarnar Jenssonar landsliðsþjálfara sem er við æfingar fyrir keppnina. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 207 orð

Dagur Sigurðsson, fyrirliði þýska 1.

Dagur Sigurðsson, fyrirliði þýska 1. deildarliðsins Wuppertal, er með lausan samning við félagið í vor. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 154 orð

Danir fá 100 milljónir

Danska handknattleikssambandið gerði í vikunni samning við verslunarkeðju þar í landi sem tryggir sambandinu nærri 100 milljónir í tekjur á næstu þremur árum. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Preston , ætlar...

DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Preston , ætlar að stilla upp sama byrjunarliði gegn Stoke í kvöld og byrjaði leikinn við Plymouth um síðustu helgi og vann 3:0. Gangi það eftir verður Bjarki Gunnlaugsson á varamannabekknum. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 183 orð

Einar til Króatíu Einar Þorvarðarson, þjálfari...

Einar til Króatíu Einar Þorvarðarson, þjálfari 20 ´ára og 18 ára landsliðs karla í handknattleik, verður aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara, á Evrópumótinu í Krótaíu. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 238 orð

Heimtuðu greiðslu fyrir að leika við landsliðið

Íslenska landsliðið í handknattleik, sem er að undirbúa sig fyrir þátttöku í úrslitakeppni Evrópumótsins í Króatíu, átti að leika gegn úrvali erlendra leikmanna í Laugardalshöll í kvöld, en af þeim leik getur ekki orðið. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 83 orð

Jónatan Bow meiddur

JÓNATAN Bow, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR, er meiddur í hæl og lék ekki með KR gegn Tindastóli í gærkvöld. Bow, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, hefur verið í meðferð vegna meiðsla en óvíst er hve lengi hann verður frá. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 126 orð

Keflavík vill fá Gunnleif

Keflvíkingar vilja fá Gunnleif Gunnleifsson, markvörð úr KR, til liðs við sig fyrir komandi tímabil og sendu Íslands- og bikarmeisturum KR fyrirspurn um möguleg félagaskipti hans í gær. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 148 orð

Meistararnir mæta KR

Bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti KR-ingum og Haukar mæta Grindvíkingum í undanúrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik - en draga þurfti tvisvar í karlaflokki því mistök áttu sér stað er dregið var í fyrra skiptið, í leikhléi í leik KR og... Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 214 orð

Moskalenko til Moskvu

Eduardo Moskalenko, línumaðurinn öflugi í handknattleiksliði Stjörnunnar, hefur verið kallaður til æfinga með landsliði Rússa fyrir Evrópukeppnina í Króatíu. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 951 orð | 1 mynd

Myers var KR-ingum um megn

TINDASTÓLL frá Sauðárkróki þarf ekki lengur að sanna að félagið tefli fram öflugu körfuknattleiksliði. Sigur þess á hátt skrifuðu liði KR í gærkvöldi kom ekki á óvart þótt síðarnefnda liðið hafi þegar haslað sér völl sem eitt allra fremsta lið landsins. Lokatölur í vesturbæ Reykjavíkur urðu 86:80. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 670 orð

"Allt reynt til að klekkja á mér"

"ENN og aftur er þungu fargi af mér létt, en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér - forráðamenn Wuppertal eru hættir að koma mér á óvart, þeir eru vægast sagt óútreiknanlegir í aðgerðum til að klekkja á mér," sagði Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari þýska handknattleiksliðsins Wuppertal, eftir að hann hafði fagnað enn einum sigrinum í réttarsalnum í málaferlum við liðið. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 127 orð

Rasch í mál við Wuppertal

VIGGÓ Sigurðsson er ekki sá eini sem hefur staðið í málaferlum við Wuppertal. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 121 orð

Rosenborg treystir á Jamtfall og Árna Gaut

NORSKA liðið Rosenborg tilkynnti í gær að félagið væri hætt við þau áform sín að kaupa nýjan markvörð til liðsins fyrir leikina í meistaradeildinni. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Sænska skíðadrottningin Pernilla Wiberg gæti þurft...

Sænska skíðadrottningin Pernilla Wiberg gæti þurft að leggja skíðin á hilluna. Hún fór í uppskurð vegna hnémeiðsla í Bandaríkjunum á miðvikudag og ljóst er að hún verður ekki meira með í heimsbikarnum í vetur. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Tók hálft ár að fá Heiðar

GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Watford, skýrði frá því í gær að það hefði tekið hann hálft ár að krækja í Heiðar Helguson frá Lilleström, en kaupin voru innsigluð í fyrradag og þá tók Taylor á móti Heiðari á Vicarage Road Stadium. Meira
14. janúar 2000 | Íþróttir | 212 orð

Tryggvi á óskalista Vålerenga

TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Tromsö í Noregi, er á óskalista Tom Nordlie, þjálfara Vålerenga, eftir því sem fram kemur í viðtali við Nordlie á heimasíðu Vålerenga á Netinu. Meira

Úr verinu

14. janúar 2000 | Úr verinu | 580 orð | 1 mynd

Brennir lýsi við framleiðslu á fiskimjölinu

SR-MJÖL hf. hefur ákveðið að brenna lýsi við framleiðslu á mjöli. Ástæðan er hækkun á svartolíu og lágt verð á heimsmarkaðsverði á lýsi. Að sögn Þórðar Jónssonar, rekstrarstjóra SR-mjöls, er hagstæðara að brenna lýsi en svartolíu við núverandi aðstæður. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1447 orð | 1 mynd

Algengur en oft vangreindur sjúkdómur

ÞÓRÐUR Sigmundsson geðlæknir hefur verið Landlæknisembættinu innan handar varðandi svör við ýmsum spurningum sem kunna að vakna í tengslum við þunglyndi. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 406 orð | 4 myndir

Dans veitir gleði og bætir samskipti

UNGIR nemendur í Mýrarhúsaskóla njóta þess munaðar að fá að dansa polka í miðri viku. Kennarinn þeirra er Heiðar Ástvaldsson, landskunnur fyrir ríflega 40 ára danskennslu. "Verður boðið upp?" spyr Sólveig nemandi í þriðja bekk. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1108 orð

Fór aftur að hlæja á Hvítabandinu

VIÐMÆLANDI minn er karlmaður á fimmtugsaldri, háskólamenntaður, kvæntur með tvö uppkomin börn. Hann vill ekki láta nafns getið af tillitssemi við nánustu ættingja. "Það má segja að ég hafi verið næmur og viðkvæmur sem barn. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 158 orð | 1 mynd

Helstu einkenni

EINKENNI þunglyndis eru meðal annars eftirfarandi: Breyting á útliti og hegðun Dapurlegt yfirbragð Tregða í tali og hreyfingum Breyting á hugarástandi, tilfinningum Lækkað geðslag, depurð Kvíði, grátköst, óróleiki eða pirringur Oft dægursveifla, verri að... Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 158 orð | 1 mynd

Helstu einkenni

EINKENNI þunglyndis eru meðal annars eftirfarandi: Breyting á útliti og hegðun Dapurlegt yfirbragð Tregða í tali og hreyfingum Breyting á hugarástandi, tilfinningum Lækkað geðslag, depurð Kvíði, grátköst, óróleiki eða pirringur Oft dægursveifla, verri að... Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 158 orð | 1 mynd

Helstu einkenni

EINKENNI þunglyndis eru meðal annars eftirfarandi: Breyting á útliti og hegðun Dapurlegt yfirbragð Tregða í tali og hreyfingum Breyting á hugarástandi, tilfinningum Lækkað geðslag, depurð Kvíði, grátköst, óróleiki eða pirringur Oft dægursveifla, verri að... Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 286 orð | 4 myndir

Sokkar sokkar sokkar

SOKKAR, sokkar, sokkar er heiti á fagurlega myndskreyttri bók sem nýverið kom út í Bandaríkjunum. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1259 orð | 6 myndir

Trg

Á ofurlitlum gólffleti beggja vegna afgreiðsluborðs í lítilli fiskbúð eru þjóðmálin krufin til mergjar. Þegar Sigurbjörg Þrastardóttir leit inn í upplýsta búðina fóru hnífar á loft og kútmagar á flug. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1259 orð | 6 myndir

Trg

Á ofurlitlum gólffleti beggja vegna afgreiðsluborðs í lítilli fiskbúð eru þjóðmálin krufin til mergjar. Þegar Sigurbjörg Þrastardóttir leit inn í upplýsta búðina fóru hnífar á loft og kútmagar á flug. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1297 orð | 2 myndir

Umgengnisréttur ekki einkamál foreldra

THELMA Hrönn Sigurdórsdóttir, nemandi í 10. bekk Smáraskóla, og Ingvar Árnason, nemandi í 9. bekk Garðaskóla, áttu sæti í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og unnu jafnframt með starfshópum. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 878 orð | 3 myndir

Væntingar og framtíðarsýn

RÁÐSTEFNAN, sem fór fram í nóvember sl., var alþjóðlegt samstarfsverkefni Junior Chamber International og UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og haldin í tilefni 10 ára afmælis Barnasáttmála SÞ. Meira
14. janúar 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 656 orð | 2 myndir

Þunglyndi

ÞAÐ er eðlilegur hluti tilverunnar að vera leiður af og til og stundum koma upp í daglegu lífi fólks atvik, sem draga menn niður í geðlægð, sem ef til vill má flokka undir tímabundið þunglyndi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.