Greinar miðvikudaginn 26. janúar 2000

Forsíða

26. janúar 2000 | Forsíða | 109 orð

Bandaríkin skuldlaus árið 2013?

BILL Clinton Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gærkvöld að samkvæmt frumvarpi sínu til fjárlaga næsta árs gætu Bandaríkin lokið við að greiða niður skuldir sínar árið 2013, eða tveimur árum áður en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
26. janúar 2000 | Forsíða | 331 orð | 2 myndir

Haider og Schüssel boða trausta stjórn

FRELSISFLOKKUR hægrimannsins Jörgs Haiders og Þjóðarflokkur austurrískra íhaldsmanna vilja binda enda á pattstöðuna í austurrískum stjórnmálum og mynda saman nýja ríkisstjórn. Meira
26. janúar 2000 | Forsíða | 134 orð

Ósæmilegt tilboð í sjónvarpi

ÞÝSKA sjónvarpsstöðin RTL hyggst sýna þátt þar sem skuldugur Þjóðverji býður nótt með konu sinni fyrir milljón marka, andvirði 37 milljóna króna. Þjóðverjinn er atvinnulaus og skuldar andvirði 2,5 milljóna króna. Meira
26. janúar 2000 | Forsíða | 102 orð | 1 mynd

Vetrarhret í Washington

LOKA þurfti mörgum opinberum skrifstofum, skólum og flugvöllum í austurhluta Bandaríkjanna í gær þegar óvænt kafaldshríð skall þar á. Bandaríska veðurstofan sagði að þetta væri "fyrsta stórhríðin á svæðinu í nokkur ár". Meira
26. janúar 2000 | Forsíða | 49 orð | 1 mynd

Víkingahátíð í Leirvík

VÍKINGAHÁTÍÐ var haldin í Leirvík á Hjaltlandi í gær og náði hámarki þegar farið var í kyndilgöngu að höfninni. Þar var kveikt í eftirlíkingu af langskipi og gestunum var síðan boðið til mikillar veislu. Meira
26. janúar 2000 | Forsíða | 243 orð

Þúsundir manna flýja ófriðinn í Tsjetsjníu

STRAUMUR ´flóttamanna frá Tsjetsjníu hefur aukist verulega síðustu daga vegna harðra árása rússneskra hersveita, að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær. Kris Janowski, talsmaður stofnunarinnar, sagði að hartnær 10. Meira

Fréttir

26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 560 orð | 1 mynd

Allir gíslarnir komust af heilir á húfi

TAÍLENSKIR hermenn gerðu fyrir sólarupprás í gær árás á sjúkrahús nálægt landamærum Taílands og Burma þar sem skæruliðar héldu hundruðum manna í gíslingu. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð

Almenningur verði upplýstur um erfðabreytta fæðu

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir faglega umræðu um erfðabreytt matvæli nauðsynlega til að upplýsa almenning um kosti og galla slíkra matvæla og koma í veg fyrir ýmsar ranghugmyndir almennings um slík matvæli. Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 511 orð

Breytingar á þingræðinu virðast vera út úr myndinni

SKÝRSLA nefndar, sem kennd er við formanninn Wakeham lávarð, um tillögur að skipan nýrrar efri deildar, sem leysa á lávarðadeildina af hólmi, hefur fengið blendnar móttökur og mest dræmar. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 215 orð

Dæmdir í fangelsi fyrir rán í söluturnum

FJÓRIR menn um tvítugt voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa staðið saman að ráni í söluturni í Ofanleiti 14 í Reykjavík í júlí í sumar sem leið. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð

Eðlilegt að leita eftir þessum upplýsingum

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að hann kanni hvort Íslendingar fái aðgang að skjölum leyniþjónustu Austur-Þýskalands, Stasi, sem gætu snert öryggishagsmuni landsins. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Egils saga með Jóni Böðvarssyni

NÁMSKEIÐ Endurmenntunarstofnunar HÍ um Egils sögu hefst fimmtudaginn 27. janúar. Þetta er eitt af hinum vinsælu námskeiðum þar sem Jón Böðvarsson cand.mag. tekur fyrir sögur og þætti úr íslenskum fornsögum. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Endadægur á mbl.is

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin, BT og Hard Rock fyrir leik á mbl.is í tilefni frumsýningar á spennumyndinni Endadægur. Meira
26. janúar 2000 | Landsbyggðin | 431 orð | 1 mynd

Endurbætt flugstöð í Eyjum opnuð

Vestmannaeyjum- Flugstöðin á Vestmannaeyjaflugvelli var opnuð formlega á föstudaginn eftir endurbætur og stækkun stöðvarinnar. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 483 orð

Engar upplýsingar afhentar án skriflegrar heimildar

GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ, hefur sent skjólstæðingum stöðvarinnar tilkynningu um að þeir geti treyst því, að upplýsingar úr sjúkraskrám verði ekki færðar í væntanlegan gagnagrunn á heilbrigðissviði, nema sérstök og... Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð

Engin bensín- eða dísilsala fyrirhuguð

ARTHUR Irving Jr., einn af aðaleigendum Irving Oil í Kanada, segir að fyrirtækið hafi ekki í hyggju að hefja sölu á bensíni eða dísilolíu hér á landi. Irving kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki sjá nein viðskiptatækifæri á þessu sviði. Meira
26. janúar 2000 | Miðopna | 1665 orð | 1 mynd

Er aukin áhersla á þverfaglegt nám það sem koma skal?

RÁÐSTEFNAN, sem stóð yfir síðdegis síðastliðinn föstudag og allan laugardaginn, bar heitið Betri kennsla - betra nám. Að henni stóðu Stúdentaráð Háskóla Íslands auk kennslusviðs og kennslumálanefndar HÍ. Meira
26. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

Ferjan afhent í vor

SAMNINGUM um kaup á skrúfubúnaði í nýja Hríseyjarferju hefur verið rift, en hinum danska framleiðanda skrúfubúnaðarins hafði verið gefinn lokafrestur til síðasta föstudags, 21. janúar, til að skila búnaðinum af sér í umsömdu ástandi. Meira
26. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | 1 mynd

Fínn forstjórabíll

GUNNAR Þór Magnússon útgerðarmaður í Ólafsfirði hefur fengið þá Baldur Jónsson og Sigurstein Magnússon á Múlatindi til að gera upp fyrir sig forláta Willy's-jeppa, árgerð 1942. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga styrkt

FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna og unglinga fékk nýverið rúmar 900 þúsund krónur í styrk frá Kristnitökuhátíð Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fréttir fluttar af þekktu fólki

NÝR þáttur, Sjáðu, mun hefja göngu sína fyrir kvöldfréttir á Stöð 2 þann 11. febrúar næstkomandi. Í þættinum verður fjallað um stjörnur og annað þekkt fólk á léttu nótunum, að sögn Heimis Jónassonar aðstoðardagskrárstjóra. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fundaferð þingmanna Framsóknarflokksins

FUNDAHERFERÐ þingmanna Framsóknarflokksins hefst í dag, miðvikudaginn 26. janúar, undir yfirskriftinni "Á miðju íslenskra stjórnmála". Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fundur um launamál STH

STJÓRN Starfsmannafélags Hafnarfjarðar boðar til almenns fundar miðvikudaginn 26. janúar kl. 16 í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu, um starfsmannakönnun STH. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fyrirlestur um umbætur í Japan

AUÐUN Georg Ólafsson heldur fyrirlestur um umbætur í Japan á vegum Félags stjórnmálafræðinga fimmtudaginn 27. janúar kl. 17.15 í Norræna húsinu. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Förum héðan ánægðir

EIGENDUR verslunarinnar Svalbarða á Framnesvegi, þeir Hallur Stefánsson og Björgvin Magnússon, auglýstu verslunina til sölu fyrir fáeinum dögum. Meira
26. janúar 2000 | Miðopna | 527 orð | 3 myndir

Glatt á hjalla í Gullsmára

Það var svo sannarlega glatt á hjalla í Gullsmára, öðru af tveimur félagsheimilum eldri borgara í Kópavogi í gærkvöldi, þegar Hláturklúbburinn kom saman venju samkvæmt, síðasta þriðjudaginn í mánuðinum. Björn Ingi Hrafnsson fékk að fylgjast með kerskni og kímni af bestu gerð. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Góðærið heimsækir heimilin í misjöfnum mæli

ÞINGMENN Samfylkingarinnar á Reykjanesi héldu níu fundi í kjördæminu í síðustu viku undir yfirskriftinni "Til móts við nýja tíma" og var sá síðasti haldinn í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Þar var m.a. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð

Grunur um hitasótt í veturgömlum trippum

GRUNUR leikur á um að hitasótt sé komin upp í veturgömlum trippum á tveim bæjum í Árnessýslu. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hádegisfundur Samfylkingarinnar

ALÞINGISMENNIRNIR Kristján L. Möller og Össur Skarphéðinsson og Anna Kr. Gunnarsdóttir varaþingmaður boða til hádegisfundar í Ólafshúsi á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. janúar kl 12-13. Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Hert á samningaviðræðum

PALESTÍNSK yfirvöld vilja herða á samningaviðræðum við Ísraela til að unnt verði að ljúka gerð friðarsamkomulags á tilætluðum tíma. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 329 orð

Hert eftirlit með dansleikjum

STEFÁN Benediktsson, aðstoðarskólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, kveðst líta það mjög alvarlegum augum sem fram kom í Morgunblaðinu, að í ljós hefði komið við rannsókn nýja e-töflumálsins svokallaða að reynt hefði verið að selja eiturlyfið á... Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Hlegið dátt í Kópavogi

GLEÐIN réði svo sannarlega ríkjum á samkomu Hláturklúbbsins í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, í gærkvöldi. Meira
26. janúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 268 orð

Hópur tekur út tölvur í skólum

BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa skipað starfshóp til að gera úttekt á búnaði og kennslu í tölvunotkun og upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hringdans í Miðstöð nýbúa

BOÐIÐ er upp á kennslu í hringdansi í Miðstöð nýbúa, Skeljanesi, kl. 20.15-22 annan hvern fimmtudag frá 27. janúar nk. Hægt er að koma einu sinni eða alltaf og eru allir velkomnir. Í fréttatilkynningu segir: "Hringdansar ... Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Hubble betri en nokkru sinni

EFTIR tveggja mánaða hlé eru myndir aftur farnar að berast frá Hubble-sjónaukanum, þar á meðal af deyjandi stjörnu og fjarlægum vetrarbrautum. Slökkt var á Hubble í nóvember sl. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 325 orð

Íslensk erfðagreining í hópi 50 framsæknustu fyrirtækja

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hf. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Jóhann Páll ráðinn til Geneologia Islandorum

Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Forlagsins og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Máls og menningar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Genealogia Islandorum hf. - Gen. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 178 orð

Kennslumiðstöð sett á fót í HÍ

STEFNT er að því að koma á fót kennslumiðstöð við Háskóla Íslands nú á vormisseri. Hún hefur það hlutverk að veita kennurum skólans faglega aðstoð við að sinna kennslunni sem best. Meira
26. janúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 389 orð | 1 mynd

Kettir gera sig heimakomna í ókunnum húsum

BORIST hafa margar kvartanir til Reykjavíkurborgar frá íbúum vegna flækingskatta, sem gera sig heimakomna í ókunnum húsum og athafna sig þar að vild. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 295 orð

Krafa um að lágmarkslaun verði 90-110 þúsund krónur

VERKAMANNASAMBANDIÐ og félög verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, sem mynda Flóabandalagið, lögðu fram kröfugerðir í komandi kjaraviðræðum í gær. VMSÍ krefst þess að laun hækki árlega um 15.000 kr. og lágmarkslaun verði 110 þúsund í lok samningstímabilsins. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Krefjast þess að laun vagnstjóra verði leiðrétt

"ÉG hef starfað hjá þessu fyrirtæki í yfir 20 ár og þar af fjögur ár sem trúnaðarmaður og ég hef aldrei áður fundið fyrir jafnmikilli gremju og reiði vegna kjaramála og nú. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Kvöldganga á þorra

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, af Valhúsahæð út í Örfirisey. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og með SVR út að Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 235 orð

Kærður til lögreglu og rekinn á staðnum

STARFSMAÐUR 10-11-verslunar við Laugalæk í Reykjavík var kærður til lögreglunnar á dögunum og rekinn á staðnum eftir að eftirlitsmaður á vegum verslunarkeðjunnar taldi starfsmanninn hafa orðið uppvísan að því að hafa ætlað sér að stela pepsíflösku á... Meira
26. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Landssíminn eignast meirihluta í Nett

LANDSSÍMINN hefur keypt rúman meirihluta í fyrirtækinu Nett ehf. sem er netþjónustuaðili á Akureyri. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1996 og þar vinna um 5 manns. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Landssíminn eykur afköst GSM-kerfisins

LANDSSÍMI Íslands hf. mun í dag tilkynna um stórfellda uppbyggingu á GSM-símakerfinu sem ráðist verður í á næstunni. Er þar bæði um að ræða aukna afkastagetu og stækkun dreifisvæðisins. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 342 orð

Líklegt að Hagkaup losi sig við erfðabreytta matvöru

HAGKAUP hefur óskað eftir upplýsingum frá bandarískum birgjum sínum um það hvort að vörur frá þeim innihaldi erfðabreytt hráefni. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ljósastaur ekinn niður

KARLMAÐUR hátt á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild til sýnatöku í fyrrinótt vegna gruns lögreglunnar í Kópavogi um ölvun við akstur. Ökumaðurinn ók niður ljósastaur á Digranesvegi, sem hafnaði alllangt frá stæði sínu eftir höggið. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar, skammt vestan við Vífilsstaðaspítala, laust fyrir klukkan 14, miðvikudaginn 19. janúar síðastliðinn. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

MAGNI GUÐMUNDSSON

DOKTOR Magni Guðmundsson hagfræðingur lést í Reykjavík sl. mánudag. Hann var á 84. aldursári. Magni fæddist 3. ágúst 1916 í Stykkishólmi. Meira
26. janúar 2000 | Landsbyggðin | 347 orð | 1 mynd

Margir koma aftur og aftur

Hveragerði- Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, HNLFÍ, í Hveragerði, er boðið uppá fjölbreytta meðferð. Þar geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi allt frá endurhæfingu til aðstoðar við megrun eða það að hætta að reykja. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 312 orð

Markmiðið að tryggja heildarsýn yfir ríkisfjármálin

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram í ríkisstjórn tillögur varðandi framkvæmd fjárlaga sem miðast að því að styrkja hana og festa í sessi vinnureglur um viðbrögð við umframútgjöldum og verklag við gerð fjárlaga og fjáraukalaga. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Menningarárið kynnt

MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir 12 síðna sérútgáfa um dagskrá opnunardags Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu 2000 sem verður á laugardag. Meira
26. janúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 160 orð | 1 mynd

Mikil þörf fyrir leikskólann í Álfatúni

NÝR einkarekinn leikskóli í Álfatúni 2 í Kópavogi mun hefja starfsemi í mars, en hann mun vista um 50 börn. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð

Námskeið fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra

FFA - FRÆÐSLA fyrir fatlaða og aðstandendur stendur fyrir námskeiðinu "Að flytja að heiman" fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardaginn 29. janúar nk. kl. 9-15. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Námskeið um kristið fjölskyldulíf

NÁMSKEIÐIÐ Kristið fjölskyldulíf/helgun/bæn verður haldið í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg laugardaginn 29. janúar kl. 13-17. Verð 1.000 kr. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Nemendur fræddir um jarðskjálfta

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra afhenti í gær Halldóri Sigurðssyni, skólastjóra grunnskólans í Þorlákshöfn, fyrsta eintakið af Jarðskjálftakveri, ætluðu stjórnendum og starfsfólki leikskóla og grunnskóla. Meira
26. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 201 orð | 1 mynd

Norðurgarðurinn á Dalvík lengdur

NORÐURGARÐURINN á Dalvík hefur verið lengdur um 63 metra en framkvæmdir hafa staðið yfir frá sl. hausti. Meira
26. janúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | 1 mynd

Ný Guðrún Helga til Akureyrar

NÝR bátur af gerðinni Cleopatra 28 kom til Akureyrar fyrir skemmstu, en hann er í eigu Helga Bergþórssonar og heitir Guðrún Helga EA 85. Báturinn er frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði og kemur í stað eldri báts með sama nafni. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Ný þjónusta á Íslandi

Sigurður Ingi Jónsson fæddist 11.12. 1959 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981. Hann hefur lokið prófi í markaðssetningu og stjórnun frá Macquarie University Sydney og starfar nú sem yfirmaður viðskiptamótunar hjá Íslandssíma. Sigurður var tíu ár í Ástralíu við störf hjá fjármála- og tryggingafyrirtæki og hefur auk þess sinnt ýmsum störfum hérlendis. Kona Sigurðar er Inga B. Árnadóttir tannlæknir og eiga þau samtals fjögur börn. Meira
26. janúar 2000 | Landsbyggðin | 205 orð | 2 myndir

Pálsstofa opnuð á Hvolsvelli

Hvolsvelli - Nú hefur verið opnuð í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli svokölluð Pálsstofa, til heiðurs Páli Björgvinssyni frá Efra-Hvoli, fyrrverandi oddvita í Hvolhreppi. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

"Hélt hreinlega að það hefði orðið sprenging"

STARFSFÓLKI Hársnyrtistofunnar Zone við Strandgötu á Akureyri og viðskiptavinum, sem þar voru staddir, brá heldur betur í brún er sjálfskiptur jeppi, sem hafði verið yfirgefinn skammt frá stofunni í bakkgír, hafnaði á framhlið stofunnar, braut stóra rúðu... Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rabb um vinnumarkaðinn

ÁRELÍA Eydís Guðmundsdóttir vinnumarkaðsfræðingur, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 27. janúar kl. 12-13 í stofu 201 í Odda. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ráðstefna um stjórnun í nútímafyrirtækjum

RÁÐSTEFNAN "Þekking - stjórnun - árangur. Að virkja það besta í þínu fólki" á vegum Gallup og Ráðgarðs verður haldin á Grand Hótel Reykjavík föstud. 28. jan. kl. 8.30-16.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um stjórnun í nútímafyrirtækjum. Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 251 orð

Reyna að hindra lausn Pinochets

ÚRSLIT fyrsta hluta forsetakosninganna í Króatíu virðast að sögn þarlendra blaða benda til þess að Króatar hafi snúið baki við þjóðernisstefnu Franjo Tudjmans, fyrrverandi forseta landsins, sem lést í desember á sl. ári. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ritlistarhópur Kópavogs hefur 5. starfsárið

UPPLESTRAR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs hefjast á ný fimmtudaginn 27. janúar kl. 17. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 253 orð

Rífandi sala á notuðum bílum

BÍLAUMBOÐ eru nú að hefja hefðbundnar janúarútsölur á notuðum bílum. Mikil sala var í fyrra á nýjum bílum og hefur það skilað sér í því að umboðin eiga meira af notuðum bílum. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu apótekara

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Jóns Björnssonar, um að fá greiddar skaðabætur og endurheimt lyfsölusjóðsgjald sem hann greiddi árin 1989 til 1994. Stefnanda var að auki gert að greiða ríkinu 150.000 krónur í málskostnað. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rætt verði um rekstur sameiginlegs slökkviliðs

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til viðræðna við bæjarstjórnir Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Bessastaðahrepps um rekstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
26. janúar 2000 | Landsbyggðin | 129 orð

Samfylkingin stofnuð í Reykjanesbæ

AÐALFUNDUR Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ var haldinn 20. janúar sl. á Víkinni, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ. Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 253 orð

Segja réttaröryggi ógnað

STJÓRNMÁLAMENN, lögfræðingar og talsmenn mannréttindasamtaka í Noregi eru í hópi þeirra sem opinberlega hafa gagnrýnt framgöngu norsku öryggislögreglunnar (POT) vegna njósnamáls sem blaðamaðurinn Sten Viksveen er sagður viðriðinn. Meira
26. janúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 271 orð

Sé ekki annað en gott við leikskólann

"ÞETTA er múgæsing foreldra, sem eru á móti þessum leikskóla," segir Halldóra Guðmundsdóttir, íbúi við Álfatún, um lista undirskrifta sem börn í hverfinu hafa safnað gegn byggingu nýs leikskóla í íbúðarhúsi við Álfatún 2. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Snýst í norðanátt með frosti og snjókomu

ÚTLIT er fyrir að tekið sé að styttast í hlýindunum sem ríkt hafa víða um land að undanförnu. Spáð er kólnandi veðri næstu daga, frosti á morgun og föstudag og á laugardag er gert ráð fyrir norðan roki og snjókomu nyrðra. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á föstudag

SÓLARKAFFI Ísfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldið á Broadway, Hótel Íslandi, föstudaginn 28. janúar. Skemmtunin hefst kl. 20:30, en húsið verður opnað kl. 20:00. Forsala aðgöngumiða fer fram alla þessa viku á Broadway. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð

Spjall um gríska goðafræði

FYRSTI fundur Grikklandsvinafélagsins á árinu 2000 verður haldinn í Kornhlöðunni við Bankastræti fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.30. Á fundinum mun Guðmundur J. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sprungur mynduðust í kerum Norðuráls

FUNDI Norðurálsmanna með erlendum sérfræðingum, sem hingað komu vegna bilunar sem gerði vart við sig í 8 af 120 kerum álversins, lauk í gær. Meira
26. janúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 328 orð

Sýslumaður fylgist með þaratekju við Lambhúsatjörn

SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði hefur nú til skoðunar þaratekju fiskeldisstövarinnar Sæbýlis hf. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 296 orð

Talið nauðsynlegt að breyta lögum um þjóðlendur

Í KJÖLFAR reynslu sem fengist hefur með starfi Óbyggðanefndar með nýjum lögum um þjóðlendur hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að gera nokkrar breytingar á lögum um nefndina. Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 803 orð | 2 myndir

Úrslitin í New Hampshire á þriðjudag miklu tvísýnni

AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna, sigraði með yfirburðum í forkosningum demókrata í Iowa í fyrradag og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, vann sannfærandi sigur hjá repúblikönum. Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 897 orð

Varðveisla leiklistarsögunnar

"Í byrjun nýrrar aldar er tímabært að huga að varðveislu sögu íslenskrar atvinnuleiklistar á síðustu öld" Meira
26. janúar 2000 | Erlendar fréttir | 373 orð

Vilja þvinga Kohl til sagna

EKKI er útilokað að Kristilegir demókratar í Þýzkalandi (CDU) grípi til einhverra ráða sem dómskerfið býður upp á til að þvinga Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara og flokksleiðtoga til 25 ára, til að hjálpa til við að upplýsa fjármálahneykslið sem skekur... Meira
26. janúar 2000 | Innlendar fréttir | 1621 orð | 2 myndir

VMSÍ vill að laun hækki um 15.000 kr. á ári

SEGJA má að kjaraviðræður séu komnar í fullan gang eftir að félög Verkamannasambandsins lögðu í gær fram kröfugerð. Félögin á höfuðborgarsvæðinu fara fram sér og er kröfugerð þeirra heldur lægri en kröfugerð VMSÍ. Meira

Ritstjórnargreinar

26. janúar 2000 | Staksteinar | 399 orð | 2 myndir

Fundað í Stjórnsýsluhúsinu

Í STJÓRNSÝSLUHÚSINU á Ísafirði var í fyrri viku haldinn fundur um fiskveiðistjórnunina. Um þennan fund var síðan fjallað í leiðara BB á Ísafirði. Meira
26. janúar 2000 | Leiðarar | 715 orð

KONUR OG FJÖLMIÐLAR

Á ráðstefnu Kvenréttindafélags Íslands sl. laugardag voru kynntar niðurstöður rannsókna um konur og karla í íslenzkum fjölmiðlum. Í þeim hluta könnunarinnar, sem sneri að dagblöðum kom fram skv. Meira

Menning

26. janúar 2000 | Menningarlíf | 1228 orð | 2 myndir

Á leiksviði í London og Japan

EFTIR að hafa sýnt bæði í West End í London og ferðast um hálfan hnöttinn með hinu virta Theatre de Complicite í verðlaunasýningu þeirra, Krókódílastrætinu, fékk Ásta Sighvats Ólafsdóttir, ásamt átta öðrum Vesturlandabúum, boð um að leika í New National... Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 241 orð

Dylan með flest lög

HÓPUR bandarískra félagsfræðinga og poppskríbenta hefur valið tuttugu áhrifamestu dægurlög síðasta aldarfjórðungs. Valið ber vott um að Bandaríkjamenn hafi staðið að því - aðeins tvö lög frá listamönnum frá öðrum löndum komust á listann. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Eldur á heimili Hopkins

MIKLAR skemmdir urðu á svefnherbergi Anthony Hopkins á heimili hans í Knightbridge-hverfinu í Lundúnum eftir að eldur hafði breiðst út. Enginn var í húsinu þegar eldsvoðans varð vart, en Hopkins dvelur langdvölum í Los Angeles. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

EYJÓLFUR Á LJÚFUM NÓTUM

EYJÓLFUR Kristjánsson hélt útgáfuteiti í tilefni nýrrar plötu sinnar, "MM", á föstudaginn var á Apótekinu. Fjöldi gesta mætti til að hlusta á Eyjólf og voru áberandi margir tónlistarmenn að hlýða á nýjustu afurð kappans. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Fornmunir sýndir neðanjarðar

AÞENUBÚI virðir fyrir sér hér einn þeirra fornmuna sem fundust þegar grafið var fyrir nýju neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Úrval þeirra 30. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 86 orð | 4 myndir

Frum-sýningu fagnað

LEIKRITIÐ Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins síðastliðið laugardagskvöld en leikritið var síðast sett upp í leikhúsinu árið 1968. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 99 orð

Frönskíslensk stuttmynd forsýnd

FORSÝNING á stuttmyndinni Citizen Cam, fransk-íslenskri kvikmynd eftir leikstjórann Jerome Scemla verður í kvöld kl. 20.30 í Alliance Francaise, Austurstræti 3. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 880 orð | 2 myndir

Fullt af kjöti fyrir fólk að kjamsa á

Gamanleikritið Panodil fyrir tvo verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við leikstjórann, Hall Helgason, og einn af leikurunum, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 229 orð | 4 myndir

Fögur fljóð og fljótandi veigar

VÍNSÝNING var haldin í Perlunni um seinustu helgi, en þar koma saman allir vínheildsalar á Íslandi og kynna vörur sínar. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og nú í þriðja sinn, og hefur aldrei verið umfangsmeiri. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 71 orð

Gallerí Listakot hættir starfsemi

GALLERÍ Listakot, Laugavegi 70, mun hætta starfsemi frá og með 28. janúar 2000. Verslunin mun vera opin fram að þeim tíma og eru því síðustu forvöð fyrir viðskiptavini Listakots að koma þangað. Meira
26. janúar 2000 | Tónlist | 755 orð

Harpan og grjótið

Óður steinsins eftir Atla Heimi Sveinsson. Myndir: Ágúst Jónsson. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk. Jónas Ingimundarson, píanó. Framsögn: Arnar Jónsson. Mánudaginn 24. janúar kl. 20:30. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Hálfberar á tískusýningu

FÓLK RAK upp stór augu á mánudaginn þegar tvær konur sem voru nánast naktar stukku inn á tískusýningu á loðfeldum í Rockefeller Center í New York til að mótmæla illri meðferð á dýrum. Meira
26. janúar 2000 | Kvikmyndir | 336 orð

Heimilislegt framhjáhald

Leikstjórn og handrit: Catherine Breillat. Aðalhlutverk: Caroline Ducey, Sagamore Stévenin, Rocco Siffredi og Francois Berléand. Trimark 1999. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu

FYRSTI samlestur á söngleiknum Kysstu mig Kata eftir Cole Porter fór fram í Borgarleikhúsinu á mánudag en fyrirhugað er að frumsýna verkið á Stóra sviðinu 25. mars næstkomandi. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 40 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

PANODIL fyrir tvo eftir Woody Allen í þýðingu og staðfærslu Jóns Gnarrs. Leikarar: Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: Hallur Helgason. Leikmynd: Úlfur K. Grönvold. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 58 orð

Lengi lifir í gömlum glæðum

Tónleikar Crosby, Stills, Nash og Young í Auburn Hills í Michigan á mánudag mörkuðu upphaf fyrsta tónleikaferðalags þeirra síðan 1974. Tónleikunum var afskaplega vel tekið og léku þeir félagar lög sem spönnuðu feril þeirra frá upphafi til dagsins í dag. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Mozart-kirkjusónötur á kyrrðarstund

Á MORGUN, 27. janúar, eru 244 ár síðan Wolfgang Amadeus Mozart fæddist. Við kyrrðarstund í Hallgrímskirkju verða af því tilefni fluttar fjórar kirkjusónötur eftir Mozart. Kyrrðarstundin hefst kl. 12. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hugleiðingu og bæn. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 362 orð | 1 mynd

Norðmaður tjáir sig

Naiv.Super. Útg: J.W.Cappelens Forlag AS, 1996. Höfundur Erlend Loe. Bókin er 209 blaðsíður. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 2 myndir

Ósigrandi englar

ENGLAR alheimsins eru ennþá alvinsælasta myndin í reykvískum bíóhúsum og hefur hún verið á toppi Íslenska kvikmyndalistans allt frá frumsýningunni á nýársdag og muna elstu menn vart eftir annarri eins aðsókn á íslenska mynd. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 271 orð | 1 mynd

Reynt að skilja óskiljanlega atburði

The Drowned and the Saved. Ensk þýðing á Sommersi e i salvati eftir Primo Levi. Vintage Books gaf út í apríl 1989. 203 síður með formála höfundar. Kostaði 90 franka, um 1.000 krónur, í Shakespeare & sonum í París. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 221 orð | 1 mynd

Rodman í sjónvarpið

NBA-STJARNAN, Dennis Rodman mun leika ráðagóðan mann með byssukúlu í höfðinu er hann gengur til liðs við sjónvarpsþættina The Consultants sem verða á dagskrá næsta haust vestanhafs. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 235 orð

Sama bókin í tveimur efstu sætunum

ENDURMINNINGABÆKUR Frank McCourt, Angela's Ashes og 'Tis hafa aflað honum frægðar og frama og verðlauna, Pulitzer-verðlaunanna þar á meðal. Og nú hefur Alan Parker gert kvikmynd eftir Angela's Ashes. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Schiffer á leið í hnapphelduna

FYRIRSÆTAN Claudia Schiffer sýndi hverjum sem sjá vildi myndarlegan trúlofunarhring á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 901 orð | 2 myndir

Shakespeare kemur enn á óvart

"ELSKU Elísabet drottning. Við erum þrír Kaliforníubúar og erum að skrifa heildarsafn Williams Shakespeares. Okkur datt í hug að það væri virkilega svalt ef þú tækir að þér að skrifa innganginn. Viltu vera svo væn að hafa orðin 500 eða færri. Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 85 orð

Síðasta sýningarhelgi

NÚ FER í hönd síðasta sýningarhelgi á verkum Særúnar Stefánsdóttur í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, Reykjavík. Særún sýnir innsetningu sem ber nafnið hér og videoverk, Lollypop sem unnin voru frá 1998-1999 við mastersnám í Glasgow auk annarra smáverka. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 1116 orð | 9 myndir

Sjálfstæðisbaráttan, Kraftwerk og Guðmundur Steinsson

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um söguvitund ungs fólks og stöðu sögukennslu í landinu. Skarphéðinn Guðmundsson rakst á nokkra framhaldsskólanema og ræddi við þá um tilgang sögunnar og það sem mestan svip setti á 20. öldina. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 124 orð | 2 myndir

Táningamynd vinsælust vestanhafs

UM SÍÐUSTU helgi var táningamyndin "Down to You" mest sótta myndin vestanhafs og vék hún rapparanum Ice Cube úr sessi, en mynd hans, "Next Friday", sem einnig er sýnd í Reykjavík um þessar mundir, var í efsta sætinu fyrir viku. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 31 orð | 1 mynd

Tyson hnyklar vöðvana

HNEFALEIKAMAÐURINN Mike Tyson sést hér hnykla vöðvana frammi fyrir ljósmyndurunum, en Tyson er nú að æfa á fullu fyrir keppnina við breska hnefaleikakappann Julius Francis sem fram fer í Manchester á... Meira
26. janúar 2000 | Menningarlíf | 142 orð

Vísindi og fræði á aldamótaári

HÁSKÓLI Íslands og Ríkisútvarpið, Rás eitt, hefur í dag, miðvikudaginn 26. janúar, samstarf um þáttaröðina Vísindi og fræði á aldamótaári. Fyrsta þættinum verður útvarpað kl. 17.45 á Rás eitt. Meira
26. janúar 2000 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Þarf ekki að mæta fyrir rétt

FYRIRSÆTAN Naomi Campbell getur nú prísað sig sæla því hún þarf ekki að mæta fyrir kanadískan rétt eins og gert hafði verið ráð fyrir. Meira

Umræðan

26. janúar 2000 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Að leyna upplýsingum

Það er mín skoðun að á milli stofnana ríkisins, ráðuneyta og Alþingis, segir Stefán Thors, eigi að ríkja gagnkvæmt traust og virðing. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Að velja Flugleiðir

Ég styð samkeppni á öllum sviðum, segir Kristján Ragnar Ásgeirsson. Það er kominn tími til að fara að opna frjálst markaðskerfi á Íslandi. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Ánægja með 24-7

SÍÐASTLIÐINN laugardag birtist hér í Velvakanda athugasemd frá konu sem sýnilega er mjög ergileg út í vikuritið 24-7 sem nú er dreift með Morgunblaðinu á fimmtudögum. Fann hún þessari nýjung allt til foráttu. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 466 orð

Á tímum kalda stríðsins skipti verulegu...

Á tímum kalda stríðsins skipti verulegu máli hverjir gegndu stöðu bandarísks sendiherra á Íslandi. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 145 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 20. janúar hófst tveggja kvölda Board a match sveitakeppni. Staðan eftir fyrra kvöldið er þessi: Vinir 39 Ármann J. Lárusson 36 Hertha Þorsteinsdóttir 35 Þórður Björnsson 34 Keppninni lýkur næstkomandi fimmtudag. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Eigum við ekki Ísland?

Gengu kynslóðir 20. ald-ar á rétt þeirra, spyr Jakob Björnsson, sem eru ungir á Íslandi í dag? Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Einn af 100

Það er verið að knýja fram virkjunarkost samkvæmt tíu ára gamalli hugmynd, segir Geirharður Jakob Þorsteinsson, samkvæmt sýn sem menn höfðu á aðstæður þá. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Formaður Alliance française og danskan

Öll ummæli formanns Alliance française um Dani og dönsku, segir Þórhallur Heimisson, bera vott um ótrúlega fordóma. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 70 orð

FRIÐUR

Friður er martröð hlekkja og blindu: ljósvængir allt um kring; hrópið í svefnrofum milljónanna, kjör þeirra og heitstrenging; auðn og firnindi brúðkaupsklædd í brumgrænan skóg; hilling um aldir fjær og innan handar þó. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 878 orð

Fræðslusamverur í Áskirkju

Á MORGUN, fimmtudag, hefjast að nýju eftir áramótahlé fræðslusamverur í Áskirkju. Verða þær, eins og undanfarin ár, í safnaðarheimili kirkjunnar hvert fimmtudagskvöld kl. 20.30. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 3 myndir

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Hinn 26. desember sl. áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ingibjörg Jónasdóttir og Guðmundur A. Elíasson, til heimilis í Hátúni 10,... Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 42 orð

Gullsmárabrids Tuttugu og tvö pör mættu...

Gullsmárabrids Tuttugu og tvö pör mættu til leiks í tvímenningi FEBK í Gullsmára mánudaginn 24. janúar. Efst voru: NS Jón Andréss. - Guðm. Á. Guðmundss. 209 Unnur Jónsd. - Jónas Jónsson 194 Jóhanna Jónsd. - Magnús Gíslas. 180 AV Kristinn Guðmundss. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 1004 orð | 3 myndir

Meisturum verður á í messunni

9. jan. - 4. feb. 2000 Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

Ófremdarástand á Miklubraut

Fjöldi slysa á Miklubraut hefur tvöfaldast og tjónagreiðslur þre-faldast á undanförnum árum. Kjartan Magnússon segir að mislæg gatnamót séu best til þess fallin að fækka slysum og greiða fyrir umferð á Miklubraut. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 77 orð

Óskar og Sigurður unnu tvímenninginn hjá...

Óskar og Sigurður unnu tvímenninginn hjá Hreyfli Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson sigruðu í aðaltvímenningi Bridsfélags Hreyfils sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir sigruðu með nokkrum yfirburðum, hlutu 180 stig yfir meðalskor. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 147 orð

Rafgeymaknúin farartæki

VEGNA mikilla skrifa að undanförnu um að vetnisknúðir strætisvagnar verði líklega komnir á götur Reykjavíkur eftir um það bil 1-2 ár langar mig til að skrifa nokkrar línur. Við búum í landi, þar sem gnægð er af mengunarlausri orku til að vinna raforku. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 670 orð | 1 mynd

Salmonellusýkingar í hrossum

Smitið getur verið í beitilandi, segir Sigríður Björnsdóttir, og í flestum fóðurgerðum. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Til þín, kæri lífgjafi minn

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá starfsfólki Blóðbankans: "Starfsfólki Blóðbankans barst þetta bréf frá blóðþega. Okkur fannst það viðeigandi að þjóðin fengi að lesa það." Kannski höfum við sést, kannski ekki. Meira
26. janúar 2000 | Bréf til blaðsins | 255 orð

Um "þrælslund" Íslendinga

ÁRNI Snævarr leggur furðulega lykkju á leið sína þegar hann mælir með því að Íslendingar leggi meiri rækt við franska tungu. (Morgunblaðið 20. jan. Meira
26. janúar 2000 | Aðsent efni | 654 orð | 2 myndir

Verndum Barnahús

Höfum í huga að Barnahús er íslensk hönnun, segja Jón R. Kristinsson og Þóra F. Fischer, byggð á reynslu okkar og gæti verið fyrirmynd annarra þjóða. Meira

Minningargreinar

26. janúar 2000 | Minningargreinar | 3359 orð | 1 mynd

AUÐBJÖG BRYNJÓLFSDÓTTIR

Auðbjörg Brynjólfsdóttir fæddist í Vesturbænum í Reykjavík 1. nóv. 1929. Hún lést 17. janúar síðastliðinn. Kjörforeldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir, f. 27. sept. 1883, d. 6. okt. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 3205 orð | 1 mynd

Guðbjörn Einarsson

Guðbjörn Einarsson fæddist á Kárastöðum í Þingvallasveit 2. nóvember 1918. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Halldórsson, hreppstjóri, f. 18.11. 1883, d. 19.12. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 1101 orð | 1 mynd

GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR

Guðrún Guðbjörnsdóttir fæddist á Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu hinn 11. október 1922. Hún lést á Landspítalanum hinn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörn Bjarnason, f. 26. september 1880 á Eyjum í Kaldrananeshreppi, d. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

GUÐRÚN MAGNEA SÍMONSEN

Guðrún Magnea Símonsen fæddist í Reykjavík 2. desember 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru John Martin Símonsen, bílstjóri í Reykjavík, f. í grennd við Tromsö í Noregi, 25.7. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

MAGNÚS J. GEORGSSON

Magnús J. Georgsson fæddist í Reykjavík 24. desember 1930. Hann lést á heimili sínu 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 25. janúar. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 468 orð | 1 mynd

Ólöf Þóra Ólafsdóttir

Ólöf Þóra Ólafsdóttir fæddist á Garðsá í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 22. janúar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurjónsson bóndi frá Brekku í Öngulsstaðahreppi, f. 6.4. 1897, d. 30.8. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2000 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN DAVÍÐSSON

Þorsteinn Davíðs son fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 7. mars 1899. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 25. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 971 orð | 1 mynd

Áhugi Íslendinga kemur á óvart

Bandaríska líftæknifyrirtækið BioStratum mun á næstunni bjóða íslenskum fjárfestum að taka þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Bann lagt við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarp til breytinga á samkeppnislögum á ríkisstjórnarfundi í gær. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 427 orð

Franskt félag að kaupa móðurfélag Strengs hf.

Integra, franskt félag sem rekur verslunarvefi á Netinu, hefur lagt fram kauptilboð í öll hlutabréf norska fyrirtækisins Infostream, sem m.a. á íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Streng hf. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 721 orð

Íslandsbanki veitti undanþágur

STJÓRNENDUR Íslandsbanka hafa veitt undanþágur frá ákvæðum verklagsreglna bankans vegna kaupa starfsmanna á óskráðum bréfum í félögum, ef sýnt þykir að viðkomandi félag er á leiðinni að sækja um skráningu fyrir bréf sín á markaði, að sögn Tryggva... Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Lækkanir á flestum mörkuðum

FTSE-100 hlutabréfavísitalan í London lækkaði verulega í gær og er nú í lægsta gildi síðan í nóvember sl. Við lok viðskipta í gær var vísitalan 6.274,1 stig eftir lækkun upp á 105,7 stig yfir daginn. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Norsk Hydro kaupir Wells Aluminium

NORSK Hydro hefur skrifað undir samning um kaup á bandaríska álframleiðandanum Wells Aluminium Corporation. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 554 orð | 1 mynd

Sameinað fyrirtæki veltir tæpum milljarði

EIGENDUR forlaganna Fróða hf. og Iðunnar hf. hafa samþykkt að ganga til sameiningar félaganna undir nafni Fróða hf., en bókaútgáfu verður áfram fram haldið undir nafni Iðunnar. Meira
26. janúar 2000 | Viðskiptafréttir | 841 orð

Samherji áfram undir kvótaþakinu

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, telur að félagið sé ekki að nálgast kvótaþakið svonefnda þrátt fyrir kaup á 31,3% í Hraðfrystistöð Þórshafnar í gær. Samherji kaupir 14,3% hlut í HÞ af Landsbankanum-Fjárfestingu hf. Meira

Fastir þættir

26. janúar 2000 | Í dag | 3947 orð

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri...

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Meira
26. janúar 2000 | Dagbók | 643 orð

(Jóh. 16, 24. )

Í dag er miðvikudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. Meira

Íþróttir

26. janúar 2000 | Íþróttir | 83 orð

Bjartsýnn fyrir leikinn gegn Íslandi

Leopold Jeras, þjálfari Slóvena, kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Íslendingum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu, sem fer fram á morgun. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 207 orð

Eiður Smári Guðjohnsen frá Bolton og...

Eiður Smári Guðjohnsen frá Bolton og Bjarni Guðjónsson frá Genk hafa dregið sig út úr landsliðshópi Íslands í knattspyrnu fyrir Norðurlandamótið á La Manga í næstu viku. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 134 orð

FRAKKAR beygðu Spánverja í duftið og...

FRAKKAR beygðu Spánverja í duftið og unnu 28:22, í A-riðli í gær. Frakkar höfðu mikla yfirburði í leiknum og var sigur liðsins aldrei í hættu. Enric Masip Borras var langatkvæðamestur hjá Spánverjum með níu mörk en Patrick Cazal gerði átta fyrir Frakka . Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 134 orð

Fyrsta mark Brynjars Björns fyrir Stoke

BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stoke City, liðið sem Guðjón Þórðarson stýrir, er það vann sigur á Blackpool á útivelli í átta liða úrslitum norðurriðils bikarkeppni neðrideildarliða í Englandi í gærkvöld, 2:1. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Graham Taylor:

GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Watford, ber höfuðið hátt þessa dagana vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að setja Heiðar Helguson æfingalausan beint í byrjunarlið Watford. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 156 orð

Gummersbach riðar til falls

Í ÞRIÐJA sinn á jafnmörgum árum blasir ekkert annað en gjaldþrot við gamla þýska stórveldinu í handknattleik - Gummersbach. Algjör flótti virðist brostinn í flokk stuðningsaðila liðsins. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 464 orð

Hefur ekki meiri getu en þetta

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Dönum eins og gefur að skilja. "Sóknarleikurinn hrundi á stuttum kafla í síðari hálfleik. Hver einasti leikmaður var þá að skjóta illa á markmanninn. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 408 orð | 1 mynd

Íslendingar koma heim með öngulinn í...

ÍSLENSKA landsliðið tapaði fyrir Dönum, 26:24, í fjórða leik sínum í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í Zagreb í Króatíu í gærkvöldi. Íslendingar náðu þriggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks áður en þeir gáfu eftir og létu danska liðinu sigurinn eftir. Íslenska liðið hefur valdið vonbrigðum, tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni til þessa. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 278 orð

KAREN Burke og Kelly Shimmin, sem...

KAREN Burke og Kelly Shimmin, sem léku með kvennaliði ÍBV í knattspyrnu á síðasta ári, hafa gert nýjan samning um að leika með því á næstu leiktíð. Shimmin skoraði 9 mörk í 8 leikjum í fyrra og Burke 5 mörk í átta leikjum. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 85 orð

Leikmenn taka afleiðingunum

HEINE Brandt, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að hann muni láta nokkra leikmenn liðsins taka afleiðingunum af slæmu gengi þjóðverja á EM. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 127 orð

Litmanen ekki með Finnum gegn Íslandi

Finnski markvarðarhrellirinn Jari Litmanen, fyrrverandi leikmaður með Ajax, sem er nú í herbúðum Barcelona, er ekki í finnska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á Norðurlandamótinu í La Manga 2. febrúar. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 192 orð

Norðmenn með sterkt lið gegn Íslandi á La Manga

Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Noregs í knattspyrnu, valdi í gær 24 leikmenn fyrir Norðurlandamótið sem hefst með leik gegn Íslandi á La Manga á Spáni næsta mánudag. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 94 orð

Rivaldo fékk fullt hús frá Íslandi

TVEIR Íslendingar tóku þátt í kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á knattspyrnumanni ársins í heiminum árið 1999. Báðir voru þeir með sigurvegarann, Rivaldo frá Brasilíu, í efsta sæti. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Sárt og erfitt að horfa upp á þetta

Þetta var alveg skelfilegt og það var virkilega sárt og erfitt að horfa upp á þetta," sagði Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) og aðalfararstjóri íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu í Króatíu, eftir... Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 256 orð

Slóvenar brugðu fæti fyrir Svía

Svíar og Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðli Evrópumótsins í handknattleik í Króatíu. Rússar hafa lent í vandræðum í leikjum sínum í keppninni og sú varð raunin framan af leik gegn Portúgölum. En Rússar tóku sig taki í síðari hálfleik og unnu 24:20. Svíar höfðu fram að leiknum gegn Slóvenum í gær unnið alla leiki með yfirburðum en Slóvenar veittu Svíum harða mótspyrnu og réðust úrslitin ekki fyrr en undir lokin er Svíar náðu að vinna 26:24. Meira
26. janúar 2000 | Íþróttir | 97 orð

Tvö met hjá SH-stúlkum

KVENNASVEIT Sundfélags Hafnarfjarðar, setti tvö Íslandsmet á sundmóti félagsins um nýliðna helgi. Metin voru slegin í 4x50 m fjórsundi og í 4x50 m skriðsundi. Í fjórsundinu synti sveitin á 2. Meira

Úr verinu

26. janúar 2000 | Úr verinu | 863 orð

Aflaaukning við Ísland og Færeyjar aðeins í þorski

MIKLAR og róttækar breytingar áttu sér stað í íslenskum sjávarútvegi á síðasta áratug. Þar kemur fyrst og fremst tvennt til, annars vegar kvótakerfið, sem kom til fullra framkvæmda á árinu 1991, og hins vegar hlutafjármarkaðurinn, sem leit dagsins ljós á Íslandi fyrir einum áratug. Hafa sjávarútvegsfyrirtækin fengið verulegt fjármagn fyrir tilstuðlan hans og á sama tíma hefur eignarhald að fyrirtækjunum breyst mikið. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 275 orð | 1 mynd

Aflinn um 13 þúsund tonn á síðasta ári

NOKKUR skip útgerðarfélagsins NASCO hafa að undanförnu legið í Reykjavíkurhöfn þar sem verið er að gera þau klár fyrir rækjuvertíðina á Flæmska hattinum en veiðar þar hafa að mestu legið niðri um skeið vegna ótíðar. Tvö rækjuskip félagsins eru auk þess á leið á rækjuveiðar í Barentshafi. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 139 orð

Áhöfnin í fjarnámi

Fimmtán sjómenn á Barða NK 120 stunda nú fjarnám við Verkmenntaskóla Austurlands. Náminu er stýrt frá Verkmenntaskólanum á Akureyri en a öðru leyti alfarið í höndum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 58 orð | 1 mynd

ÁTTA TONN EFTIR VIKUNA

ÞAÐ var fremur tregt hjá áhöfninni á Guðbjörgu GK á laugardaginn, enda stærsti straumur, en vikan í heildina var góð, um átta tonn af þorski og slatti af ýsu. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 532 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 45 orð

Bergur úr breytingum

FYRIR helgi afhenti Vélasalan Nauta í Gdynia í Póllandi Bergi ehf., eiganda Bergs VE, skipið eftir gagngerar endurbætur í tveimur áföngum og sigldi það áleiðis til Íslands á laugardag en er væntanlegt til Vestmannaeyja í fyrramálið. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 94 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 120 orð

Fjárfesta í fiskvinnslu

VÍETNAMAR eru nú að auka fjárfestingar í fiskvinnslu í landi, til að auka verðmæti sjávarafurða sinna. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í veiðunum, en búnað til vinnslu í landi hefur skort. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 133 orð

Haustloðnan brást í fyrra

ALLS var landað um 644 þúsund tonnum af loðnu á vetrarvertíð síðasta árs, sem er besta vertíð frá árinu 1984 ef vetrarvertíðin 1997 er undanskilin en þá var um 749 þúsund tonnum landað til bræðslu. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 526 orð | 1 mynd

Hátt tæknistig á Ís-landi kemur á óvart

NEMAR á 4. ári í Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi kynntu sér sjávarútvegsmál á Íslandi í 10 daga útskriftarferð, sem lauk í liðinni viku. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, eins nemendanna, var ferðin ánægjuleg, en hátt tæknistig á Íslandi hefði komið nemendunum mest á óvart. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 155 orð

Laxeldið tvöfaldast

LAXELDI Færeyinga tvöfaldaðist á síðasta ári en þá var 41.000 tonnum slátrað. Á þessu ári er gert ráð fyrir að eldið skili um 48.000 tonnum. Verðmæti þessa útflutnings í fyrra nam rúmum 8 milljörðum íslenzkra króna. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 375 orð

Léleg afkoma í uppsjávarfiski

TEKJUR færeyskra sjómanna á síðasta ári voru svipaðar og á árinu á undan. Þó varð veruleg lækkun á launum sjómanna á skipum sem stunda veiðar á uppsjávarfiski. Mikið dró einnig úr sókn á síðasta ári vegna versnandi stöðu flestra fiskistofna. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 225 orð

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf.

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 222 orð

Lægra verð á blokkum

BIRGÐIR af þorskblokk í Bandaríkjunum hafa farið minnkandi, en nokkur aukning hefur orðið á birgðum af blokk úr alaskaufsa. Verð hefur farið lækkandi. Í lok október í fyrra voru um 9. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 182 orð

Marineruð bleikja

Bleikja er herramannsmatur og seld sem munaðarvara á mörkuðum í Bandaríkjunum. Eldi á bleikju hefur farið vaxandi og er það hvergi meira en hér á Íslandi. Langstærsti framleiðandi bleikju í heiminum er Silungur hf. á Vatnsleysuströnd. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 123 orð

Minna landað af óunnum fiski

AF heildarfiskafla landsmanna á síðasta ári var mestu landað óunnu eða samtals 1.204 þúsund tonnum, borið saman við 1.190 þúsund tonn árið 1998. Þetta kemur fram í aflatölum Hagstofunnar. Mest var landað af loðnu eða um 703 þúsund tonnum. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 129 orð

Minni afli Rússa á síðasta ári

FISKAFLI Rússa dróst saman um 7% á síðasta ári og varð alls 4,4 milljónir tonna. Samdrátturinn varð nánast eingöngu við austurströnd landsins, þar sem aflinn féll um 375.000 tonn og varð alls 2,5 milljónir tonna. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 248 orð

Mjölverksmiðjur tóku á móti 1.172 þúsund tonnum

FISKIMJÖLSVERKSMIÐJUR hérlendis tóku samtals á móti 1.172 þúsund tonnum af hráefni á síðasta ári. Um er að ræða loðnu, síld og kolmunna. Meira en helmingi aflans var landað hjá verksmiðjum á Austurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá Samtökum íslenskra fiskimjölsverksmiðja. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 545 orð

Mokafli á línuna

LÍNUBÁTAR hafa fengið mokafla undanfarnar vikur, eins og svo oft á þessum árstíma, og gildir þá engu hvar lína er lögð í sjó. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 67 orð

Mokafli á línuna

LÍNUBÁTAR hafa fengið mokafla undanfarnar vikur, eins og svo oft á þessum árstíma, og gildir þá einu hvar lína er lögð í sjó. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 1748 orð | 1 mynd

Of sterk yfirráð hindra samkeppni

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í því sambandi hefur verið bent á að lög um hámarksaflahlutdeild eigenda sjávarútvegsfyrirtækja geti haft hamlandi áhrif á hagræðingu í sjávarútvegi. Af þessu tilefni rifjar Steinþór Guðbjartsson upp ástæður þess að kvótaþakinu svonefnda var komið á fyrir tæplega tveimur árum. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 107 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 43 orð

Sameining á Dalvík?

STJÓRNIR sjávarútvegsfyrirtækjanna Snæfells hf. og BGB hf. í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að hefja formlegar samningaviðræður með það að markmiði að sameina fyrirtækin og miðist sameiningin við síðustu áramót. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 10 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 928 orð | 1 mynd

Sjóslysin kosta okkur 35 milljarða á ári

Þrátt fyrir að mikið starf hafi verið unnið í slysavörnum sjómanna á undanförnum árum eru slys um borð í skipum enn tíð og kosta útveginn gríðarlega fjármuni á ári hverju. Rannsóknir sýna að með bættri stjórn og mannlegum samskiptum má draga úr tíðni slysa til sjós. Íslenskum sjómönnum stendur nú til boða að sækja námskeið þar sem farið er ofan í saumana á þessum þáttum. Helgi Mar Árnason forvitnaðist um námskeiðið og ræddi við Ágúst Þorsteinsson, öryggisfulltrúa. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 40 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 105 orð | 1 mynd

Skemmtilegt og fjölbreytt

FRÉTTABRÉF Granda hf. kynnir að jafnaði einhverja af starfsmönnum fyrirtækisins. Í síðasta fréttabréfir er Róbert H. Vogt kynntur til sögunnar. Hann er matsmaður á Snorra Sturlusyni RE . Hann hefur starfað hjá Granda í fimm ár og líkar starfið mjög vel. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 99 orð

Skipaflokkar

AFLI aflamarksskipa nam á síðasta ári alls um 947 þúsund tonnum sem er nánast sami afli og skipflokkurinn veiddi á árinu 1998. Þar af voru um 603 þúsund tonn af loðnu. Þorskafli aflamarksskipanna nam alls um 99.300 tonnum, borið saman við 91. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 403 orð

Snæfell hf. og BGB ræða sameiningu

STJÓRNIR sjávarútvegsfyrirtækjanna Snæfells hf. og BGB hf. í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að hefja formlegar samningaviðræður með það að markmiði að sameina fyrirtækin og miðist sameiningin við síðustu áramót. Markmiðið með sameiningunni er að endurskipuleggja rekstur beggja fyrirtækja með það fyrir augum að ná fram hagræðingu. Heildaraflaheimildir sameinaðs fyrirtækis verða nærri 12 þúsund þorskígildistonn og það því eitt af 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 162 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
26. janúar 2000 | Úr verinu | 518 orð | 1 mynd

Vélasalan með verkefni í Póllandi í þrjá áratugi

FYRIR helgi afhenti Vélasalan Nauta í Gdynia í Póllandi Bergi ehf., eiganda Bergs VE, skipið, eftir gagngerar endurbætur í tveimur áföngum og sigldi það áleiðis til Íslands á laugardag en er væntanlegt til Vestmannaeyja í fyrramálið. Vélasalan Nauta er samstarfsfyrirtæki Vélasölunnar ehf. og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Nauta og hefur sérhæft sig í verkefnum fyrir Íslendinga en Vélasalan hefur unnið með Pólverjunum við á sjötta tug skipa undanfarna þrjá áratugi. Meira

Barnablað

26. janúar 2000 | Barnablað | 34 orð

Athugasemd

KÆRU lesendur! Það vill brenna við, að aðsent efni, hvort heldur er myndir eða texti, sé illa merkt. Allir, sem senda efni til Myndasagna Moggans, eiga að merkja það með fullu nafni , aldri, heimilisfangi og... Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Er athyglin í lagi?

HVAÐA hlutur er aðeins í einu eintaki á... Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 96 orð | 1 mynd

HÆ, hæ!

HÆ, hæ! Ég er að leita að netvini á aldrinum: 10-12 ára. Sjálfur er ég 11. Ég heiti Ásgeir. Áhugamál mín eru: útivist, sveitin, skátar, hljóðfæri, rafmagnstæki og margt, margt fleira. Vona að þið skrifið. Bæ, bæ. bas@islandia. Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Í skólanum, í skólanum...

LÍFLEG, litrík og skemmtileg. Þessi orð eiga vel við myndina hennar Birnu Kristínar Ásbjörnsdóttur, 6 ára, Ásbjarnarstöðum, 311... Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Leiðin að svarta blettinum

HVER leiðanna sex, A, B, C, D, E, F, leiðir okkur að svarta punktinum. Svarið er trauðla hægt að finna nema rekja sig eftir leiðunum með t.d. blýanti. Þessi þraut er tæpast fyrir skjálfhenta eða fólk með... Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 98 orð | 1 mynd

Pennavinir

Megan Clemensen er 15 ára bandarísk stúlka, sem býr í Missouri-fylki í Bandaríkjunum. Hana langar mjög til að skrifast á við íslenska krakka á svipuðum aldri. Áhugamál hennar eru: listir, lestur, bréfaskriftir, saga, dýr og vísindaskáldsögur (s.s. Meira
26. janúar 2000 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Sumarmynd í janúar

HÚN Ásta Dagmar Jónsdóttir, Háteigsvegi 15, 230 Keflavík, gerði þessa sumarmynd, sem við birtum í... Meira

Ýmis aukablöð

26. janúar 2000 | Blaðaukar | 119 orð

Allir í Stjörnuleikinn

Stjörnustaðirnir eru: Landsbókasafnið/Háskólabókasafn. Stálsmiðjan Mýrargötu. Sundstaðir Reykjavíkur. Kringlan. Ráðhús Reykjavíkur/ Iðnó. Árbæjarsafnið. Listasafn Reykjavíkur í Kjarvalsstöðum. Skiptistöðvar SVR við Hlemm og Lækjargötu. Korpúlfsstaðir/ Korpuskóli og Golfklúbbur. Hitt húsið við Aðalstræti. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 284 orð | 1 mynd

Beethoven og Chopin

Á vegum Íslandsdeildar EPTA verða píanótónleikar í Íslensku óperunni 5. febrúar kl. 14.30. Martino Tirimo leikur sónötur op. 7 og op. 109 eftir Ludwig van Beethoven og prelúdíur op. 28 eftir Chopin. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 324 orð | 1 mynd

Besti tölvuleikur í bænum!

Stjórnstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi 7, við hlið Veðurstofunnar, er til sýnis fyrir almenning 29. janúar frá klukkan 13.00 til 17.00. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 98 orð

Borg og náttúra

Trausti Valsson les upp úr nýrri bók sinni um borg og náttúru á laugardag á Súfistanum, Laugavegi 18. Hefst kynningin klukkan 20.30 og stendur í klukkutíma. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 598 orð

Dagskráin á opnunardaginn

9.00 Opnun Íslandsvefjar Tónskáldafélags í Landsbókasafni Íslands, Arngrímsgötu 3. 10.00 Gögn Erlendar í Unuhúsi afhjúpuð . Sýning opnuð í Landsbókasafni Íslands. Opið hús og stjörnuleikur til 17.00. 10.00 Íslandsvitinn vígður. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 483 orð

Dagskráin til 29. febrúar

1.1.-20.12. Listamenn í skólum Rúmlega 30 samvinnuverkefni listamanna og nemenda verða unnin í grunnskólum borgarinnar á árinu 2000. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar í samvinnu við menningarborg. www.reykjavik.is/fmr 1.1.- 31.12. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 23 orð

Dagskrá í Iðnó

13.00/15.00 Heimsreisa Höllu. Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson. 14.00 Sögusvuntan . Sögur frá menningarborgunum 9. Brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius. 16.00 Sabottröörit - fjórir fagottleikarar frá... Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 31 orð

Dagskrá í Kringlunni

13.00-15.00. Íslenskar heimildarmyndir . Kynning í tengslum við hátíð Háskólabíós. 13.15 Tónlist 14.00. Sabotröörit - Fjórir fagottleikarar frá Finnlandi. 14.30. Upplestur skálda 15.00-17.00 Futurice. Eskimo Models með tískusýningu 21. aldarinnar. 16.00. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 68 orð

Dagskrá í Ráðhúsinu

13.00. Fimleikasýning Fimleikasamband Íslands. 13.30 Upplestur Þorsteinn frá Hamri Gerður Kristný Sindri Freysson 14.00 Janosi Ensamble - sígaunasveit frá Ungverjalandi 14.30 Upplestur Elísabet Jökulsdóttir Steinar Bragi Kristján Þórður Hrafnsson 15. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 114 orð | 1 mynd

Einstakt tækifæri

Í tilefni þess að bók um listmálarann Louisu Matthíasdóttur er hluti af dagskrá menningarborgarinnar, verður opnuð sýning á eldri verkum í einkaeign eftir Louisu Matthíasdóttur í Gallerí Fold á opnunardeginum og stendur sýningin einungis í fjóra daga 29.1.-1.2. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 133 orð

Fjöltefli í Ráðhúsinu

Skáksamband Íslands verður með fjöltefli og skákkennslu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 15.30 til 17.30. Áskell Örn Kárason, forseti Skáksambands Íslands, hefur með fleirum skipulagt þessa uppákomu. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 258 orð | 1 mynd

Frímerkjaskápar og textaportrett

Birgir Andrésson opnar sýningu í Gallerý i8. Hann stundaði nám við MHÍ 1973-77 og Jan van Eyck Akademie 1978-79. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 233 orð | 1 mynd

Fyrsta, annað og þriðja...!

Þjóðleikhúsið fækkar fötum með uppboði á laugardag kl. 14 á Stóra sviðinu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 286 orð | 2 myndir

Goðsögn í dansinum

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Diaghilev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich hinn 11. febrúar kl. 19 í Borgarleikhúsinu. Opin æfing verður 29.1. kl. 14. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 144 orð

Heimsreisa Höllu

Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum . Heimsreisa Höllu er stutt dagskrá sem byggir á einu íslensku þjóðlagi um ljósið langa og mjóa og kerlinguna Höllu. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 234 orð | 1 mynd

Hiti, snjór og sandur

Guðný Magnúsdóttir opnar sýningu í Listasafni ASÍ. Hún hóf nám í myndlist og keramik í Reykjavík 1970 og síðar í Helsinki, þar sem hún bjó og starfaði um nokkurra ára skeið. Hún hefur sýnt verk sín víða um lönd og á verk í eigu opinberra aðila og safna hér á landi og erlendis. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 163 orð | 1 mynd

Hljómsveit danska ríkisútvarpsins á Íslandi

Sinfóníuhljómsveit danska ríkisútvarpsins leikur í fyrsta sinn á Íslandi hinn 28. febrúar í Háskólabíói og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 Stjórnandi hljómsveitarinnar er hinn þekkti meistari Yuri Temirkanov. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 701 orð | 1 mynd

Hlynur Björn fæddist á hestbaki

Margir eru forvitnir að sjá myndina 101 Reykjavík sem verður frumsýnd í febrúar. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur sitthvað um tilurð samnefndrar bókar sinnar. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 241 orð | 1 mynd

Hvað er á döfinni hjá Hinu húsinu?

Hitt húsið menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Aðalstræti 2, er með opið hjá sér á laugardag frá klukkan 14.00 til 18.00. Þá verða þar margar uppákomur. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 767 orð | 2 myndir

Hver var Erlendur í Unuhúsi?

Gögn Erlends Guðmundssonar sem löngum hefur verið kenndur við Unuhús verða afhjúpuð á morgun á Landsbókasafni Íslands. Erlendur í Unuhúsi er mjög fræg persóna í íslenskum bókmenntum. Guðrún Guðlaugsdóttir gluggaði lítillega í ummæli samtíðarmanna hans um hann. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 299 orð | 1 mynd

Hægan Elektra

Frumsýnt 12. febrúar á Litla sviði Þjóðleikhússins. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 219 orð

Íslandsvefur Tónskáldafélags Íslands

Í TILEFNI af því að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 hefur Tónskáldafélag Íslands látið gera tónlistarvef. Þessi vefur, Íslandsvefur Tónskáldafélagsins, verður opnaður á laugardag klukkan 8.45. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 329 orð | 1 mynd

Jörð, vatn, loft og eldur

Munir Guðnýjar Hafsteinsdóttur og Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur verða kynntir í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. janúar. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 141 orð | 1 mynd

List í laugunum

SUNDMANNA og -kvenna bíður sérdeilis skemmtilegur sprettur því tónlistarmenn munu troða upp í sundlaugum borgarinnar frá klukkan 11-17. á opnunardaginn. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 35 orð | 1 mynd

Listnemar í strætó

ÞAÐ verður óvenju gaman að ferðast með strætó á opnunardeginum, en auk þess að vera frír ferðamáti þennan dag, mun fjörugur fjöllistahópur nemenda úr listaskólum landsins lífga upp á daginn með alls kyns sprelli og... Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 345 orð | 1 mynd

Ljósmyndir höfðu mikið félagslegt gildi

Opnuð verður á laugardag klukkan 14 sýning á verkum Sigríðar Zoëga ljósmyndara í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðminjasafn Íslands stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnarborg. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 230 orð

Miðasala og vefslóðir

Í Kringlunni, sem er upplýsinga- og viðburðamiðstöð menningarársins, verða vikulegar uppákomur á laugardögum kl. 14.00 þar sem ýmis atriði framundan verða kynnt á lifandi og fjölbreyttan máta. Þar er sömuleiðis að finna skál með upplýsingavefnum www. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 379 orð | 2 myndir

Norrút í Listasafni ASÍ

"Á sýningunni Norrút mætast fjórar norrænar listakonur, sem á grunni veflistarinnar, hafa hver á sinn hátt þróað persónulegt myndmál þar sem greina má norræna festu samtvinnaða eigindum úr deiglu hins alþjóðlega listheims," segir Kristín G. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 342 orð | 1 mynd

Nú er hægt að skoða Korpúlfsstaði

Korpúlfsstaðir verða opnir almenningi næsta laugardag milli klukkan 13.00 og 17.00. Þá má fólk arka á eigin vegum eða í skoðunarferð með leiðsögumanni um allt húsið - nema hvað aðstaða listamanna verður lokuð. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 220 orð | 1 mynd

Nykur við Hallgrímstorg

Vatnspósturinn Nykur er útilistaverk eftir Þórð Hall sem vígt verður á opnunardaginn á Hallgrímstorgi kl. 13.00. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 217 orð | 1 mynd

Ósnertanleg og yfirnáttúruleg

Vatnameyjan Kela-2000 birtist á yfirborði Laugardalslaugar á opnunardaginn kl.12-12.30. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 587 orð

"Fjölbreyttir viðburðir um alla borg"

Þórunn Sigurðardóttir stjórnandi menningarborgarinnar í samtali við Hávar Sigurjónsson. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 134 orð | 9 myndir

Rithöfundar á röltinu

HÓPUR rithöfunda og skálda mun fara um bæinn á opnunardeginum og lífga upp á tilveruna með ljóðalestri og öðrum andans innblæstri. Viðkomustaðir eru m.a. Ráðhúsið, Kringlan, Laugavegurinn, sundlaugar og elliheimili. Í Kringlunni verður upplestur kl. 14. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 238 orð | 1 mynd

Saga Thorvaldsensfélagsins rakin

Thorvaldsensfélagið hefur opið hús á laugardag frá klukkan tíu um morguninn til fimm síðdegis og getur fólk komið þangað og kynnt sér sögu félagsins, sem er elsta kvenfélagið í Reykjavík og jafnvel elsta kvenfélagið á landinu sem hefur starfað óslitið,... Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 209 orð

Samstarf Morgunblaðs og menningarborgar

NÚ ER komið að því að menningarborgin opni allar sínar gáttir fyrir borgarbúum. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 438 orð | 1 mynd

Sílogandi menningarviti

Rýmisverkið Íslandsvitinn eftir Claudio Parmiggiani verður vígt á Sandskeiði við hátíðlega athöfn kl. 10 á opnunardag menningarársins. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 543 orð

Taktu þátt frá byrjun

REYKJAVÍK verður að einu stóru leiksviði þegar menningarborgin opnar upp á gátt laugardaginn 29. janúar. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 367 orð | 1 mynd

Tilfinningar, tækni og náttúra

Anna Líndal opnar sýningu í Gallerí Sævars Karls . Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin Jaðar verður sýnd síðar á þessu ári í Kanada og Kóreu. Meira
26. janúar 2000 | Blaðaukar | 282 orð | 1 mynd

Vísindavefur Háskóla Íslands

Í tilefni af Reykjavík menningarborg-2000 ætlar Háskóli Íslands að opna svokallaðan vísindavef, sem er einn þáttur af þremur af þátttöku háskólans í menningarborgarverkefninu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.