FRAMARAR brutu blað í sögu félagsins á laugardaginn er þeir urðu bikarmeistarar í karlaflokki í fyrsta sinn, sigruðu Stjörnuna í bráðfjörugum úrslitaleik í Laugardalshöll, 27:23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 12:12. Þetta var fyrsti titill félagsins í handknattleik karla síðan 1972, eða í 28 ár, en þá varð félagið Íslandsmeistari. Sebastian Alexandersson, fyrirliði og markvörður, fór fyrir sínu liði og var maðurinn á bak við tímamótasigur Safamýrarpilta.
Meira