Greinar þriðjudaginn 22. febrúar 2000

Forsíða

22. febrúar 2000 | Forsíða | 475 orð | 1 mynd

Brynvagnar friðargæsluliðanna hindruðu átök

TALIÐ er að hátt í hundrað þúsund Kosovo-Albanar hafi tekið þátt í mótmælagöngu frá Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo, til borgarinnar Kosovska Mitrovica í norðurhluta héraðsins í gær. Meira
22. febrúar 2000 | Forsíða | 103 orð | 1 mynd

Sex fórust í snjóflóðum

SNJÓFLÓÐ féllu í svissnesku, austurrísku og ítölsku Ölpunum í gær með þeim afleiðingum að a.m.k. sex manns fórust og þrír slösuðust. Í Alto Adige á Ítalíu sópaði snjóflóð með sér tveimur hópum skíðamanna, þrír menn fórust og tveir slösuðust. Meira
22. febrúar 2000 | Forsíða | 162 orð

Sveitir Tsjetsjena umkringdar

RÚSSNESKAR hersveitir hafa umkringt helstu stríðsherra Tsjetsjena og sérsveitir þeirra í suðurhéruðum Tsjetsjníu að því er rússneskar fréttastofur greindu frá á mánudag. Meira
22. febrúar 2000 | Forsíða | 255 orð

Útlit fyrir sigur umbótasinna

ALLT bendir til að umbótasinnar hljóti stórsigur í írönsku þingkosningunum, en nýjustu tölur sýna að þeir hafa hlotið 86% atkvæða, eða 158 af 218 þingsætum. Meira

Fréttir

22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð

16 kíló af hassi fundust í kjölfar alvarlegs slyss

HÁSETI á Helgafelli, skipi Samskipa, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Bremerhaven í Þýskalandi eftir slys sem varð um borð í skipinu þar sem það lá við bryggju í Bremerhaven hinn 16. febrúar síðastliðinn. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

276 m.kr. í leikskólabyggingar

REYKJAVÍKURBORG ætlar að ráðstafa 276 milljónum króna til framkvæmda við leikskóla á þessu ári. Þetta er álíka upphæð og í fyrra en nokkru lægri en 1998. Meira
22. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 63 orð | 2 myndir

Afmælisdans í Foldaskóla

MIKIÐ var um dýrðir í Foldaskóla á föstudaginn á opnu húsi í tilefni af 15 ára afmæli skólans. Kennt var samkvæmt stundaskrá en haldnar ýmsar uppákomur, sýningar og kynningar á skólastarfinu. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Atlanta og Flugflutningar semja um frakt

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. og Flugflutningar ehf. hafa gert með sér samning um að Flugflutningar verði söluaðili á allri frakt í flugvélum Flugfélagsins Atlanta til og frá Íslandi. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð

Áhugi nema vakinn á hönnun og hugviti

RÉTTARHOLTSSKÓLI og Hagaskóli standa sameiginlega að keppni meðal nemenda skólanna um "hönnun og hugvit". Samkeppnin fer fram í hátíðarsal Réttarholtsskóla, þriðjudaginn 22. febrúar og hefst hún kl. 19.30 og stendur til kl. 21. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 291 orð

Ástæða til að sporna við röngum upplýsingum

SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir segir að andalækningar í því skyni að sýna náunganum samhug og styrk hafi tíðkast hérlendis um langan aldur og séu af hinu góða en þeim megi ekki rugla við venjubundnar lækningar. Meira
22. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 581 orð

Bilið stærra en það ætti að vera

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur skýri m.a. mikinn mun á framlögum borgarinnar og nálægra sveitarfélaga til félagsþjónustu. Í borginni búi 38% landsmanna en 47% aldraðra Íslendinga. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Bíður eftir að snjóa leysi

Vaðbrekku, Jökuldal - Lagarfljótsormurinn liggur við festar og bíður þess að snjóa og ísa leysi svo hann geti aftur farið að sigla með farþega um Lagarfljótið. Meira
22. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 131 orð | 1 mynd

Bráðum kemur nýr leikskóli

BÖRN í leikskólanum Skólatröð tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla á mótum Kópavogsbrautar og Urðarbrautar á föstudag. Áformað er að nýi leikskólinn taki til starfa fyrir árslok. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 293 orð

Brýnt að bæta kjör sauðfjárbænda

FLOKKSRÁÐ Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt fyrsta fund sinn á nýbyrjuðu ári sl. laugardag. Í flokksráði sitja fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins auk stjórnar flokksins og þingmanna. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1227 orð | 1 mynd

Búast má við að málaferli hefjist í haust

RANNSÓKN tollyfirvalda í Þýskalandi á meintum tollsvikum á innflutningi íslenskra hesta til Þýskalands er að miklu leyti lokið og sagði Wolfgang Dudda, sem stjórnar rannsókninni í Slésvík-Holtsetalandi, Mecklenburg, Brandenburg og Berlín, í gær að búast... Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð

Eimskip skipuleggur Skuggahverfið

STJÓRNENDUR Eimskipafélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um samstarf við skipulagningu íbúðarhverfis á fyrrverandi athafnasvæði Eimskips við Skúlagötu. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 400 orð | 1 mynd

Fer ósköp vel um okkur

"HÉR er alveg yndislegt að vera," sögðu hjónin Sumarrós Garðarsdóttir og sr. Birgir Snæbjörnsson en þau eru fyrstu íbúarnir í nýju hverfi, Teigahverfi á Eyrarlands- holti. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 60 orð

Festu bíl í óveðri

BJÖRGUNARSVEITIR voru kallaðar út í Ólafsvík og Hellissandi á laugardagskvöld til að leita að hjónum með ungt barn sem ekki höfðu skilað sér heim úr ferð um Snæfellsnes. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Flugvirkjar og Sleipnir til sáttasemjara

FLUGVIRKJAFÉLAG Íslands og bifreiðastjórafélagið Sleipnir hafa vísað kjaradeilum félaganna við vinnuveitendur til ríkissáttasemjara. Áður hafði Verkamannasambandið vísað deilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Flutt úr Karphúsinu

EMBÆTTI ríkissáttasemjara flutti í gær starfsemi sína úr Borgartúni 22 í Borgartún 21. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fórst með Gunna RE

MAÐURINN sem fórst með Gunna RE-51, sem sökk um 4 sjómílur suðvestur af Akranesi 14. febrúar sl., hét Leifur Friðriksson. Hann var til heimilis á Einarsnesi 42a í Reykjavík. Leifur var fæddur 18. maí 1962. Hann lætur eftir sig tvö börn, 16 og 17... Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Framkvæmdir í haust

UNDIRBÚNINGUR byggingar mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar, Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar er hafinn, en áætlað er aðframkvæmdir hefjist í haust og að kostnaður við hönnun og byggingu gatnamótanna verði um 840 milljónir króna. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 189 orð

Framkvæmdir við nýtt bókasafn á næsta ári

STEFNT er að því að framkvæmdir við nýtt bókasafn Kópavogsbúa hefjist á næsta ári. Þá er ráðgert að koma upp útibúi frá safninu í Kópavogsdalnum. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 20 orð

Fræðslufundur um skjalavörslu

BANDALAG kvenna í Reykjavík heldur fræðslufund um skjalavörslu miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20 á Hallveigarstöðum við Túngötu. Allir velkomnir meðan húsrúm... Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrirlestur um ála

BJARNI Jónsson flytur fyrirlestur miðvikudaginn 23. febrúar á vegum Líffræðifélags Íslands, sem hann nefnir: Álar á Íslandi, vistfræðileg sérstaða? Staða þekkingar og nýjar rannsóknir. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 234 orð

Fyrirlestur um kristnitökuna á Íslandi

FJÓRÐI fundur Vísindafélagsins veturinn 1999-2000 verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 20.30. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um námsörðugleika barna

FYRIRLESTUR á vegum FABS, Félags aðstandenda barna með sérþarfir í Hafnarfirði, verður miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Gíróseðlar greiddir með músarhnappi

BÚNAÐARBANKINN opnaði í gær svokallaða Netgíróþjónustu, sem er einfaldara form á greiðslu gíró- og greiðsluseðla en þekkst hefur hingað til. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð | 2 myndir

Grunnskólar héldu hátíð

GRUNNSKÓLANEMENDUR í Hafnarfirði héldu sameiginlega hátíð á dögunum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Nemendur á unglingastigi og ækulýðsráð Hafnarfjarðar stóðu að hátíðinni. Meira
22. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Hagga ekki lýðræðislegri niðurstöðu

FJÖLMENNASTA kröfuganga fólks sem andvígt er stjórnarþátttöku hins umdeilda Frelsisflokks í Austurríki frá því stjórnin var mynduð fyrir rúmum hálfum mánuði fór fram í Vínarborg á laugardag. Að sögn lögreglu voru þátttakendur í nánd við 150. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 168 orð

Heimsókn forsetans til Indlands frestað öðru sinni

FYRIRHUGAÐRI heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Indlands hefur verið frestað um nokkra mánuði. Meira
22. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 469 orð

Hóta að beita hervaldi hafni Taívanar sameiningu

KÍNVERJAR hertu í gær þrýstinginn á stjórnvöld á Taívan og hótuðu í fyrsta sinn að beita hervaldi ef Taívanar höfnuðu ítrekað tilraunum til að sameina Kína og Taívan með samningum. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 718 orð | 1 mynd

Hægt að læra að leysa mál

Þórhallur Heimisson fæddist í Reykjavík 30. júlí 1961. Hann lauk stúdentsprófi 1981 frá Menntaskólanum á Laugarvatni og kandítatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hann vígðist til Langholtskirkju í Reykjavík 1989, var í framhaldsnámi í Svíþjóð til 1996 og var jafnframt prestur í sænsku kirkjunni. Hann var kosinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju 1996 og er þar enn. Þórhallur er kvæntur Ingileif Malmberg, sjúkrahúspresti á Landspítalanum í Reykjavík, og eiga þau þrjár dætur. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Inntökufundur KFUM

NÝJUM félagsmönnum verður fagnað á fundi aðaldeildar KFUM fimmtudaginn 24. febrúar á fundi aðaldeildar KFUM í aðalstöðvum félagsins við Holtaveg. Hefst fundurinn með borðhaldi kl. 19. Nýjum félögum verður boðið í matinn en eldri félagsmenn greiða 2. Meira
22. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 486 orð | 4 myndir

Í kjölfar mestu flóða í 40 ár

BÚIST var við, að fellibylurinn Eline kæmi inn yfir Mósambík í dag og hann yki þá enn á hörmungar landsmanna, sem þeir glíma nú við mestu flóð í landinu í 40 ár. Hafa meira en 300.000 manns misst heimili sín af völdum þeirra. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Jarðgerð á vegum sveitarfélaga

"JARÐGERÐ - góður kostur fyrir sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga," er yfirskrift á námskeiði, sem Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, heldur fyrir fagfólk í græna geiranum fimmtudaginn 24. febrúar frá kl. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

LEIÐRÉTT

"Útlendingadekur" Í grein í sunnudagsblaði um svokallaða "fjalla-íslensku" var lokasetningin heldur endaslepp. Féll niður fyrir slysni síðasta orðið í setningunni, orðið "útlendingadekur". Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 149 orð

Líf og gleði í Öræfum

Höfn- Fyrir nokkru barst karlmönnum í Öræfum bréf þar sem þeim var boðið að taka þátt í karlakvöldi á Hótel Skaftafelli. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 416 orð | 2 myndir

Málefni Sellafield á dagskrá

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra mun eiga fund með Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, í London á föstudag og verða öryggismál í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield þar meðal málefna á dagskrá. Meira
22. febrúar 2000 | Miðopna | 1044 orð | 1 mynd

McCain kennir neikvæðum áróðri um

BUSH virðist hafa tekist að tryggja sér sigur í Suður-Karólínu með því að höfða til íhaldsamra kjósenda. Ekki er víst að sams konar aðferðir dugi honum til sigurs í Michigan og Arizona, þar sem prófkjör eru haldin í dag. Meira
22. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 980 orð | 1 mynd

Nú er að hrökkva eða stökkva fyrir Ken Livingstone

Ken Livingstone íhugar nú, hvort hann eigi að hrökkva eða stökkva og bjóða sig fram til borgarstjóra London sem óháður frambjóðandi. Hann tapaði naumlega fyrir Frank Dobson í kosningum um að verða borgarstjóraefni Verkamannaflokksins, en segir þau úrslit fengin með svo ósanngjörnum hætti, að Dobson eigi í raun að hafna því að verða frambjóðandi flokksins. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt með kosningunum. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð

Opinn stjórnmálafundur Samfylkingarinnar

SAMFYLKINGIN heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Höfn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

OTHAR ELLINGSEN

OTHAR Edwin Ellingsen, fyrrverandi forstjóri Verslunar O. Ellingsens hf., er látinn 92 ára að aldri. Foreldrar Othars voru Marie Ellingsen frá Kristiansund í Noregi og Othar P.J. Ellingsen, skipasmiður og kaupmaður í Nordkrokö í Namdalen í Noregi. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 578 orð | 1 mynd

Ófærðin setti mark sitt á lögreglustörf

FLEST verkefni lögreglunnar um helgina voru vegna ófærðar sem olli mörgum þeirra 72 umferðaróhappa þar sem eignatjón varð um helgina. 21 ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og 28 um of hraðan akstur. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 263 orð

Ólíklegt að faraldur sé í aðsigi

NOKKUÐ hefur borið á veikindum hjá íbúum Reykjavíkur undanfarna daga og sem dæmi má nefna að í gærmorgun var tilkynnt um veikindi hjá 73 börnum í Austurbæjarskóla, en það þykja óvenju mikil forföll. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 416 orð

"Ekkert ofureldgos yfirvofandi"

EKKERT bendir til þess að svokallað ofureldgos sé að hefjast í Yellowstone-þjóðgarðinum í Wyoming í Bandaríkjunum að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, dósents í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 150 orð | 1 mynd

RKÍ styrkir Brynjubæ á Flateyri

Flateyri- Þetta er mikil lyftistöng fyrir starfsemina segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Rauðakrossdeildar Önundarfjarðar, en Brynjubær hlaut 1.000.000 kr. styrk til starfseminnar frá Rauða krossi Íslands. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Samkeppnisráð leitar sjónarmiða Ríkisútvarpsins

ERINDI Péturs Péturssonar þular, til Samkeppnisráðs, þar sem hann biður ráðið að kanna hvort íslensk tunga njóti jafnrar samkeppnisstöðu á við enska tungu í hljómlistarflutningi á vegum Ríkisútvarpsins, var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 167 orð

Sekt fyrir að hindra valdsstjórnina

ÞRÍR piltar um tvítugt hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu sektar vegna brota gegn valdsstjórninni en þeim var gefið að sök að hafa hindrað lögreglumenn við skyldustörf og að hafa gripið í lögreglumann þar sem hann var að... Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Sendlingar í Örfirisey

Þeir voru værðarlegir sendlingarnir í Örfirisey er ljósmyndarinn átti þar leið um á dögunum. Flestir þeirra virtust sofa en einn stóð þó vaktina og gaf vegfarendum... Meira
22. febrúar 2000 | Miðopna | 1611 orð | 1 mynd

Sérstök lagaskrifstofa fari yfir lagafrumvörp

Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði þingheimi í gær grein fyrir skýrslu um starfsskilyrði íslenskra stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Davíð Logi Sigurðsson fylgdist með umræðum á Alþingi. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 475 orð

Skapar möguleika á að viðhalda og nýta eignir

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi óskað eftir breytingu á lögum um Landsvirkjun sem geri fyrirtækinu kleift að eiga aðild að fjarskiptafyrirtækjum, til þess að því sé mögulegt að viðhalda og nýta fjarskiptaeignir... Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Slapp ómeiddur eftir bílveltu

ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar slapp ómeiddur eftir bílveltu í Björgunum, rétt utan Reyðarfjarðar, í gær. Þegar lögreglumenn komu að urðu þeir að skera ökumanninn niður úr bílbeltunum, en þar hékk hann fastur þegar bifreiðin stöðvaðist á þakinu eftir veltuna. Meira
22. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 488 orð

Slysum hefur fækkað og hraðinn minnkað

GÓÐUR árangur hefur náðst í fækkun slysa í kjölfar þess að gerð hafa verið svokölluð 30 km hverfi í Reykjavík, en umferðarslysum hefur fækkað í þeim fjórum 30 km hverfum borgarinnar sem gerð voru árið 1996 og 1997. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd

Slökkviliðsmenn á námskeiði

SLÖKKVILIÐSMENN frá Akureyri, Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Hveragerði luku á laugardag tveggja vikna námskeiði sem ber yfirskriftina; Slökkviliðsmaður II. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 215 orð

Stefna að skammtímasamningi við borgina

SAMIÐN og Rafiðnaðarsambandið stefna að því að gera skammtímasamning við Reykjavíkurborg sem felur í sér nýtt launakerfi. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 223 orð

Styrktarsýning í Háskólabíói

LIONSKLÚBBURINN Eir í Reykjavík hefur undanfarin ár átt gott samstarf við Háskólabíó um forsýningarrétt á kvikmyndum. Samstarfið felst í því að Háskólabíó eða framleiðandi viðkomandi mynda eftirláti Lionsklúbbnum sölu á frumsýningu. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Sýna franska grínmynd

KVIKMYNDASÝNING verður í Alliance Francaise, Austurstræti 3, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20. Kvikmyndin "Tatie Danielle" verður sýnd. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 517 orð

Sýnilegur árangur í baráttunni gegn einelti

UM 5% fleiri nemendur í 4.-7. bekk Álftanesskóla telja að krakkar geti helst fengið aðra krakka til að hætta að stríða eða hrekkja í könnun á líðan nemenda í fyrra en í hittifyrra. Nemendur láta í ljós ákveðnari afstöðu en tvö árin á undan. Meira
22. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 333 orð

Tíu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

RÚMLEGA tvítugur maður á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 544 orð | 1 mynd

Tveir stjórnendur safnsins segja upp störfum

HJÖRLEIFUR Stefánsson, minjastjóri Þjóðminjasafnsins, hefur sagt upp störfum og lætur af starfi 1. júní nk. Segist hann ekki sætta sig við að vinna við þær aðstæður sem nú ríki í safninu. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Tæpir tíu milljarðar í framkvæmdir næstu fimm árin

FORSVARSMENN sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að forgangsröðun framkvæmda fyrir vegaáætlun árin 2000-2004 en í þeim er miðað við að rúmlega 1. Meira
22. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 187 orð | 1 mynd

Um 70 tónleikar í vikunni

TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri kynnir starfsemi sína þessa viku. Hefðbundin kennsla fellur niður þessa viku í skólanum en þess í stað fara kennarar og nemendur með hljóðfæri sín og halda tónleika í fyrirtækjum, stofnunum og leikskólum. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 206 orð

Umferðaróhöpp víða um land

NOKKUÐ kvað að umferðaróhöppum á landinu í gær, en meiðsli á fólki urðu ekki mikil þrátt fyrir talsvert eignatjón. Tveir þriggja bíla árekstrar urðu í höfuðborginni í gær. Þá sluppu þrjú börn og tveir fullorðnir ómeidd eftir bílveltu í Norðurárdal. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð

Um þriðjungur launafólks með lítinn veikindarétt

ALLT að þriðjungi félagsmanna hjá sumum landssamböndum Alþýðusambands Íslands flytur sig árlega á milli vinnuveitenda. Meira
22. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 986 orð | 1 mynd

Vatnaskil í Íran

Kosningarnar í Íran sl. föstudag voru mikill sigur fyrir umbótaöflin í landinu og að sama skapi ósigur fyrir harðlínumennina. Khatami forseti og leiðtogi umbótasinnanna hefur nú fengið umboð til að koma á því siðaða samfélagi laga og réttar, sem hann hefur barist fyrir, en erfiðasta glíman verður við efnahagsmálin, sem eru í kaldakoli. Meira
22. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 458 orð | 1 mynd

Vegleg hátíð sem stendur í tvo mánuði

Vetraríþróttahátíð Íþrótta- og ólympíusambands Íslands 2000 verður haldin á Akureyri í mars og apríl, eða dagana 3. mars til 26. apríl næstkomandi, og er þetta í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar á Akureyri. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Veittist að fjölfatlaðri konu í hjólastól

UNGUR piltur veittist að fjölfatlaðri konu í hjólastól í Kringlunni á föstudaginn og hrifsaði af henni farsíma. Konan, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, hreyfir hvorki hendur né fætur og er því algerlega varnarlaus í svona aðstöðu. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 348 orð

Verðskrá sú sama alls staðar á landinu

LANDSSÍMINN kveður þá yfirlýsingu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra að mikill og óeðlilegur verðmunur sé á gagnaflutningaþjónustu fyrirtækisins vera misvísandi og sagði Ólafur Þ. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Verslun með áklæði á húsgögn

NÝ verslun hefur opnað í Hafnarfirði að Hjallahrauni 8 og er úrval áklæða á húsgögn á boðstólum. Áklæðin eru frá ýmsum löndum, t.d. Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi. Leðuráklæði eru einnig til sölu í versluninni. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 310 orð

Viðræður um flutning kjúklingasláturhúss í Borgarnes

TIL greina kemur að kjúklingasláturhús Reykjagarðs hf. verði flutt frá Hellu. Eigendur þess telja þörf á að auka við húsnæði og endurnýja tæki og eru meðal annars í viðræðum um kaup á mjólkursamlagshúsinu í Borgarnesi. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 331 orð

Viðræðuslit á fundi VMSÍ og vinnuveitenda

Á FUNDI samninganefndar Verkamannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær slitnaði upp úr viðræðum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að samninganefnd VMSÍ sjái ekki ástæðu til að sitja lengur yfir viðræðum enda hafi þær engu skilað. Meira
22. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Yfirtaka Íslendinga vekur athygli

"VIÐ erum ekki hólpnir en erum á réttri leið," er meðal annars haft eftir Tim Gallimore á blaðsíðu 2 í helgarblaði Financial Times . Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 2000 | Leiðarar | 720 orð

FYRIRTÆKI OG ÍSLENZK TUNGA

ÁN ÍSLENZKRAR tungu og menningar verður ekkert íslenzkt þjóðríki til. Þá höfum við horfið í þjóðahafið án þeirra sérkenna, sem gera okkur að Íslendingum. Meira
22. febrúar 2000 | Staksteinar | 311 orð | 2 myndir

Nýtt orkufyrirtæki og Rarik til Akureyrar

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður fjallar um þær hugmyndir, sem skotið hafa upp kollinum á ný um að flytja Rarik til Akureyrar og sameina raforkufyrirtæki. Meira

Menning

22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 118 orð | 2 myndir

98 ára á þorrablóti

ÞORRABLÓT var haldið nú í lok þorra á Eyrarlandi í Mýrdal. Mjög breiður aldurshópur var á blótinu, var aldursmunurinn 80 ár því yngstu gestirnir voru 18 ára og hinn elsti 98 ára. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 196 orð | 5 myndir

Andi nýs árþúsunds sveif yfir vötnum

ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN í free-style eða frjálsum dönsum fór fram í Tónabæ síðastliðinn föstudag að viðstöddu fjölmenni. Keppt var bæði í hópa- og einstaklingsdansi og voru dansarar og áhorfendur hvaðanæva að af landinu. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 244 orð | 2 myndir

Ástarþrá snyrtifræðinga sigrar

KVIKMYNDIN "Venus Beauté (Institut)" eftir Tonie Marshall, sem gerist á snyrtistofu og fjallar um vonir, væntingar og ástarþrá snyrtifræðinganna, hlaut flest César-verðlaun á árlegri verðlaunaafhendingu franska kvikmyndaiðnaðarins. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Beck er háskalega æsandi

GÆÐINGURINN Beck virðist vera að gera allt vitlaust þessa dagana. Vinsældir þessa fjöruga fírs hafa vaxið mikið með tilkomu "Midnite Vulture", sem af mörgum var talin besta breiðskífa síðasta árs. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 1265 orð | 2 myndir

Brauð og mannréttindi

Rússneski leikritahöfundurinn Alexander Galin er staddur hér á landi í tilefni sýningar á verki hans, Stjörnur á morgunhimni. Hávar Sigurjónsson átti samtal við Galin í anddyri Iðnó með útsýni út á Tjörnina. Meira
22. febrúar 2000 | Tónlist | 501 orð

Dulúð og stemmning

Kammersveit Reykjavíkur, undir forustu Rutar Ingólfsdóttur konsertmeistara, flutti verk eftir Henryk Górecki.Stjórnandi var Bernharður Wilkinson. Sunnudagurinn 20. febrúar, 2000 Meira
22. febrúar 2000 | Leiklist | 405 orð

Ekkert er ókeypis

Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Sýnt í Félagsheimili Kópavogs. Meira
22. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 334 orð

Eru háskólar í takt við tímann?

Í huga Guðfinnu Bjarnadóttur rektors Háskólans í Reykjavík var enginn efi um að menntun sé fjárfesting framtíðarinnar. Hún spurði í hverju væri skynsamlegt að fjárfesta, í virkjunum eða menntun? Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

Fáum við loksins apa og Súpermann?

TVÖ verkefni sem þvældust manna á millum í Hollywood nánast allan síðasta áratug hafa enn og aftur skotið upp kollinum. Þetta eru annars vegar endurgerð á "Apaplánetunni" og hins vegar ný og endurbætt útgáfa af ofurhetju ofurhetjanna,... Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 197 orð | 2 myndir

Fréttamyndir ársins í Gerðarsafni

ÚRSLIT í vali á myndum ársins voru gerð heyrinkunn við opnun sýningar Ljósmyndarafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands sl. laugardag í Gerðarsafni. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 271 orð | 2 myndir

Gegn hinni beinu línu

AUSTURRÍSKI myndlistamaðurinn og arkitektinn Friedensreich Hundertwasser dó á laugardag úr hjartaslagi um borð í farþegaskipinu HMS Queen Elizabeth II, 71 árs að aldri. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Gloria endurgerð

Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Steven Antin, byggt á eldra handriti eftir John Cassavetes. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Jeremy Northam og Jean-Luke Figueroa. (104 mín) Bandaríkin. Skífan, janúar 2000. Bönnuð innan 12 ára. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 92 orð | 2 myndir

Hádegistónleikar í Óperunni

RANNVEIG Fríða Bragadóttir mezzo-sópran og Gerrit Schuil píanóleikari flytja lög eftir Schubert á hádegistónleikum í Íslensku óperunni á morgun, miðvikudag, kl. 12.15 og standa þeir yfir í 30 mínútur. Meira
22. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 559 orð | 1 mynd

Háskólanemum fjölgar jafnt og þétt

FJÖLDI nemenda í íslenskum háskólum mun aukast jafnt og þétt á næstu áratugum, að mati Jóns Torfa Jónassonar, prófessors við Háskóla Íslands. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 253 orð

Innlent samstarf um norðurslóðarannsóknir verði eflt

Á NORÐURSLÓÐADEGI sem Stofnun Vilhjálms Stefánssonar stóð fyrir í Norræna húsinu á laugardag var kynnt alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á norðurslóðum og þáttur Íslendinga í því. Að sögn Jónasar G. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 82 orð | 6 myndir

Íklædd listaverkum

TÍSKUVIKUR eru haldnar í stórborgum víða um heim um þessar mundir, þar sem hönnuðir keppast við að vekja athygli á haust- og vetrarlínum sínum. Tískuvika er nú einnig hafin í Madríd á Spáni og þar heldur fjöldi spænskra hönnuða nú tískusýningar. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 538 orð | 4 myndir

Konan með kaffiröddina

MÉR VERÐUR alltaf hlýtt þegar ég hlusta á Tracy Chapman. Röddin hennar kemur eitthvað svo mjúklega við kalda kinn á hrollköldum degi, enda hefur hún vafalaust veitt mörgum athvarf frá hasar hversdagslífsins og flækjunum þarna úti. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 72 orð | 2 myndir

Konukvöld Mónó

ÚTVARPSSTÖÐIN Mónó stóð fyrir konukvöldi á veitingastaðnum Café Ozio í Lækjargötu síðastliðið laugardagskvöld. Ýmislegt var gert til að gleðja stúlkurnar enda konudagur daginn eftir. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Kölski knýr á dyr

Leikstjórn: Craig R. Baxley. Handrit: Stephen King. Aðalhlutverk: Tim Daily, Corm Feore, Debrah Farentino. Bandaríkin 1999. (248 mín. (2 spólur).) Warner-myndir. Bönnuð innan 16 ára. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Köttur úti í mýri ...

ALLT tekur enda. Meira að segja sýningar á langlífasta söngleik allra tíma á Broadway í New York "Cats". Síðasta sýningin verður hinn 25. júní næstkomandi og verður hvorki meira né minna en númer 7.397 í röðinni! Meira
22. febrúar 2000 | Tónlist | 841 orð

Litið um öxl

Oliver Kentish: Fjórar myndir. Hildigunnur Rúnarsdóttir: Orgelkonsert (II. þáttur). Poulenc: Orgelkonsert í g-moll. Lenka Mátéova, orgel; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Olivers Kentish. Sunnudaginn 20. febrúar kl. 17. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 854 orð | 4 myndir

Magnolia hreppti gullbjörninn

Bandaríska kvikmyndin "Magnolia" bar sigur úr býtum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Annars deildu bandarískar og þýskar myndir með sér helstu verðlaununum. Pétur Blöndal fylgdist með verðlaunaafhendingunni og gerir upp hátíðina. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 41 orð

Minningarhátíð til heiðurs Giordano Bruno

STOFNUN Dante Alighieri stendur fyrir fyrirlestri til heiðurs ítalska fræðimanninum Giordano Bruno í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 í Smára, Tónlistarsal Söngskóla Reykjavíkur v/Veghúsastíg 7. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

NÝLEGA kom út hljómplata þar sem Halldór Haraldsson leikur á píanó sónötur eftir Schubert og Brahms en það eru nú liðin um fimmtán ár frá því að síðast var gefin út hljómplata með leik hans. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 210 orð

Ný stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra

AÐALFUNDUR Samtaka kvikmyndaleikstjóra og kvikmyndahandritahöfunda var nýlega en samtökin starfa í tveim deildum, leikstjóradeild og handritahöfundadeild. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

"Komdu heim, Richey"

FIMM ár eru liðin síðan Richey Edwards, fyrrverandi gítarleikari og textasmiður velsku sveitarinnar Manic Street Preachers, hvarf sporlaust. Síðan hefur ekkert spurst til hans og menn eru engu nær um hvort hann er lífs eða liðinn. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Reiður boxari

JOEY Giardello hefur kært framleiðendur myndarinnar "Hurricane" með Denzel Washington í aðalhlutverki sem fjallar um hnefaleikamanninn Rubin "Hurricane" Carter er árið 1967 var dæmdur saklaus í 19 ára fangelsi fyrir þrjú morð. Meira
22. febrúar 2000 | Leiklist | 768 orð | 1 mynd

Saga Rósu

Höfundur: José Luis Martín Delscalzo. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Leikmynd og búningar: Edward Fuglø. Kristslíkneski: Karel Hlavaty. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Kristján Edelstein. Raddir af segulbandi: Hannes Örn Blandon, Jónsteinn Aðalsteinsson, Sigurður Hallmarsson og Stefán Gunnlaugsson. Leikari: Saga Jónsdóttir. Laugardagur 19. febrúar. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 981 orð | 1 mynd

Schlöndorff heiðraður fyrir bestu evrópsku myndina

Kvikmyndir þriggja þýskra leikstjóra voru í samkeppnisflokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín og unnu þær allar til verðlauna. Goðsagnir Ritu í leikstjórn Volkers Schlöndorff var valin besta evrópska kvikmyndin. Rósa Erlingsdóttir var á blaðamannafundi þar sem Schlöndorff sat fyrir svörum. Meira
22. febrúar 2000 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Sesarverðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki

KARIN Viard, aðalleikkonan í mynd Sólveigar Anspach, Hertu upp hugann, hlaut Sesarverðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki þegar frönsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent sl. laugardag. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 222 orð | 2 myndir

Strokubrúðurin heillar

ENDURFUNDIR Juliu Roberts og Richard Gere virðast falla vel í myndbandaunnendur því "Strokubrúðurin" (The Runaway Bride) stekkur rakleiðis á topp myndbandalistans þessa vikuna. Meira
22. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 1207 orð | 2 myndir

Vegamót hins þjóðlega og alþjóðlega

Háskólaþing - Menntamálaráðuneytið hélt Háskólaþing á laugardaginn. Þar mættust háskólaborgarar hvaðanæva að á landinu, báru saman bækur sínar og miðluðu hugmyndum. Gunnar Hersveinn og Erla Skúladóttir fóru á þingið og segir hér meðal annars frá erindi Guðmundar Hálfdanarsonar og Jóns Torfa Jónassonar. Meira
22. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 60 orð

Verðlaunahafar

Besta kvikmynd Magnolía Aðalverðlaun dómnefndar Leiðin heim Besti leikstjóri Milos Foreman Bestu leikkonur Bibiana Beglau og Nadja Uhl Besti karlleikari Denzel Washington Verðlaun dómnefndar Milljón dollara hótelið Besta evrópska kvikmynd Goðsagnir Ritu... Meira
22. febrúar 2000 | Kvikmyndir | 385 orð

Þeir kóngar vildu verða

Leikstjórn og handrit: David O. Russell. Aðalhlutverk: George Clooney, Mark Wahlberg Ice Cube, Spike Jonze, Nora Dunn, Jamie Kennedy. Warner Bros. 1999. Meira
22. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 548 orð

Þýðing háskóla fyrir samfélagið

UMRÆÐA um styrki til háskólarannsókna og tengsl háskóla og atvinnulífs voru áberandi að loknum flutningi framsöguerinda í málstofu á háskólaþingi sem bar yfirskriftina: "Hver er þýðing háskóla fyrir samfélagið og fyrir hverja eru þeir? Meira

Umræðan

22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 41 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 22. febrúar, Einar Bragi Bergsson, Mosarima 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Bernódusdóttir. Þau ætla að taka á móti gestum í Hátúni 12, Betri stofunni, laugardaginn 26. febrúar nk. frá kl. 15. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 22. febrúar, verður sextugur Gunnar B. Bjartmarsson, Þiljuvöllum 29, Neskaupstað. Hann verður að heiman í dag en tekur á móti gestum á heimili fósturdóttur sinnar, Öldugötu 46, Hafnarfirði, á... Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 3 orð | 4 myndir

Ást er. . .

að nota sama... Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Er Reykjavík á Íslandi?

Ég skil ekki, segir Birgir Hólm Björgvinsson, hvers vegna stjórnmálamenn halda að það sé lausn á vanda að flytja hann frá einum stað til annars. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

ESB-stuna úr Alþingi

Endrum og sinnum, segir Páll Vilhjálmsson, daðra íslenskir stjórnmálamenn við ESB-aðild. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Fátækt

Halda menn í raun og veru að einhver breyting verði á þessu máli frekar en í gjafakvótakerfinu? spyr Björgvin Egill Arngrímsson. Ekki við í Frjálslynda flokknum. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 613 orð

Fjölþjóðanet tvítyngdra skálda

SPAKUR maður skrifaði fyrir nokkrum áratugum að heimurinn allur væri að verða sem eitt þorp. (Þetta var kanadíski fjölmiðlafræðingurinn Marshall Macluhan. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 548 orð | 2 myndir

Glæsilegur sigur Magnúsar og Sævars

124 pör. 18. til 21. febrúar. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Hvað er að gerast ?

Aulalegar skýringar um flóknari smíði, segir Hallgrímur Hallgrímsson, eru kokgleyptar. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd

Hvað verður um okkur?

Til þessarar borgar eru auglýstar lúxusskemmtiferðir, glæsihótel, skemmtisnekkjur, gnægð ávaxta, matar og eðalvína, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Fáir minnast á eða vita um gleymdu börnin og ekki eru hreysahverfin höfð til sýnis. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 277 orð | 1 mynd

Hvers vegna ökum við hratt?

VIÐ erum tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn í janúar. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni. Hraðakstri. Við teljum að eitt af stærri vandamálum í umferðinni sé umferðarhraðinn. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 1029 orð | 1 mynd

Ísland fyrir Íslendinga?

Hvers vegna skyldu aðfluttir Íslendingar, spyr Halldór Jónsson, ekki vera jafn stoltir af ættum sínum og siðum eins og við af okkar? Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 585 orð

Mengum meira, göngum minna!!!!

ÞAÐ mætti halda að einkunnarorð Reykjavíkurborgar væri: ,,Mengum meira, göngum minna!". Alla vega er ekki hægt að skilja skilaboðin öðruvísi ef litið er á gangstéttir borgarinnar þessa dagana. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Nytsamir sakleysingjar?

Samlíkingin við lénsgreifa fyrri tíma, segir Ønundur Ásgeirsson, á fyllilega rétt á sér. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 955 orð | 1 mynd

Ómæld sítenging við Netið

Þá fyrst ná þjóðir tökum á nýrri viðskiptatækni, segir Eggert Ásgeirsson, er þeir koma sér upp samskiptakerfi þar sem Netið nýtist til fulls. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 52 orð

ROKKVÍSA

Úr þeli þráð að spinna mér þykir næsta indæl vinna; eg enga iðn kann finna, sem öllu betur skemmti mér. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 376 orð | 1 mynd

Röskva gegn skólagjöldum

Röskva hafnar skólagjöldum alfarið, segir Haukur Agnarsson, hvort sem um grunnnám eða framhaldsnám er að ræða. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 443 orð

SKÍÐAFERÐIR til útlanda hafa ekki heillað...

SKÍÐAFERÐIR til útlanda hafa ekki heillað Víkverja mjög hingað til. Aftur á móti virðast vinsældir þeirra sífellt vera að aukast, að minnsta kosti í þeim hópi sem Víkverji þekkir best. Meira
22. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 623 orð

Til kaupmanna við Laugaveg

ÉG er ein af þeim sem hingað til hefur þótt eftirsóknarverðara að fara á Laugaveginn en í Kringluna, þó það sé styttra þangað heiman frá mér. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 452 orð | 2 myndir

Vaka hlúir að háskólasamfélaginu

Við hvetjum stúdenta til þess að taka þátt í jákvæðum breytingum á Stúdentaráði og háskólasamfélaginu, segja Inga Lind Karlsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, með því að setja X við A á morgun. Meira
22. febrúar 2000 | Aðsent efni | 935 orð | 2 myndir

Veljum frelsið!

Með lágu verði til ellefu áfangastaða á meginlandi Evrópu, segja þeir Þráinn Hallgrímsson og Pétur A. Maack, hafa Samvinnuferðir-Landsýn enn einu sinni lagt lóð á vogarskál frelsis í ferðamálum. Meira

Minningargreinar

22. febrúar 2000 | Minningargreinar | 4575 orð | 1 mynd

KRISTJÁN JÓAKIMSSON

Kristján Jóakimsson fæddist í Hnífsdal 7. mars 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru Jóakim Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hnífsdal, f. 20. júní 1915, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1619 orð | 1 mynd

OLLA STEFANSON

Olla Stefanson hét fullu nafni Olivía Svanhvít og var Vestur-Íslendingur. Olla fæddist 18. júlí 1917. Hún lést eftir skamma legu á hjúkrunarheimili Betel á Gimli 20. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 672 orð | 1 mynd

95,5 milljóna tap af reglulegri starfsemi

HAGNAÐUR Tæknivals-samstæðunnar nam 29,4 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 13,4 milljóna króna tap árið 1998. Tap af reglulegri starfsemi nam 95,5 milljónum króna árið 1999 en 74,5 milljónum króna árið á undan. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Áætlað tap Brunna hf. 440 milljónir króna

ÁÆTLAÐ tap Brunna hf., sem undanfarin ár hefur einbeitt sér að þróun véla til ísþykkniframleiðslu, var samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri um 440 milljónir króna á síðasta ári. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 692 orð | 2 myndir

Besta afkoma félagsins frá upphafi

HEILDARHAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf., EFA, og dótturfyrirtækja var 828,3 milljónir króna fyrir skatta á síðasta ári. Að teknu tilliti til skatta nam hagnaður til hækkunar á eigin fé 617 milljónum króna. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Fossberg og Iselco sameinast

VERSLUNIN Fossberg ehf., sem sérhæfir sig í þjónustu við málmiðnaðinn, hefur keypt allar eignir og vörubirgðir Iselco ehf. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Gagntilboð í Básafell

BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar hefur gert Íslandsbanka F&M gagntilboð í 74,6 milljóna króna hlut bæjarins í Básafelli en Íslandsbanki bauð bænum 112 milljónir króna fyrir hlutinn í síðustu viku eða um 1,5 í hvern hlut. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 254 orð | 1 mynd

Hagnaður Þróunarfélagsins eykst um 24%

HAGNAÐUR Þróunarfélags Íslands á árinu 1999 er 629 milljónir króna eftir skatta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þróunarfélaginu. Hagnaðurinn eykst um 24% frá árinu 1998 og er um bestu afkomu félagsins frá upphafi að ræða. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 333 orð | 1 mynd

Íslandssími orðinn hluthafi í Línu.Neti

ÍSLANDSSÍMI hefur keypt 12,3% hlut í Línu.Neti, eða 30 milljónir að nafnverði, og lét í staðinn öll hlutabréf í dótturfyrirtæki sínu, Gagnaveitunni. Hlutafé Línu.Nets var aukið um þessa upphæð og er nú tæpar 250 milljónir. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Lækkanir í Evrópu en lokað á Wall Street

Hlutabréf á evrópskum mörkuðum lækkuðu yfirleitt í gær og er talið að ótta við yfirvofandi vaxtahækkanir sé um að kenna. Eins er talið að verðfall á hlutabréfum á Wall Street á föstudag hafi haft sitt að segja. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Olíufélögin þrjú í samstarf við O.W. Bunker

ÚTHAFSOLÍA ehf., sem er í eigu Olíuverslunar Íslands hf., Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf., hefur gert samkomulag við O.W. Bunker Ltd. í Danmörku, sem er í eigu O.W. Bunker & Trading Ltd. Meira
22. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 124 orð | 1 mynd

Úrvalsvísitalan lækkar um 3,1% frá fimmtudegi

BRÉF 20 félaga á Aðallista Verðbréfaþings Íslands lækkuðu í verði í gær, 9 hækkuðu en 7 stóðu í stað. Meira

Daglegt líf

22. febrúar 2000 | Neytendur | 305 orð

Gera á grein fyrir öllum hlutabréfakaupum

Ef fólk á húsbréf þarf þá að færa þau upp með verðbólgustuðli á skattframtalið? Á það sama við um hlutabréf? Þarf að færa þau upp með verðbólgustuðli? Meira
22. febrúar 2000 | Neytendur | 550 orð | 1 mynd

Vöruúrvalið það sama og í Hagkaupsbúðunum

UM MÁNAÐAMÓTIN mars-apríl verður hafin sala á matvörum á Netinu á slóð Hagkaups sem er www.hagkaup.is . Meira

Fastir þættir

22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 354 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BRIDSHÁTÍÐ fór fram í nítjánda sinn á Hótel Loftleiðum um helgina og var þátttaka mjög góð eins og endranær, 124 pör í tvímenningnum og 79 sveitir í Flugleiðamótinu. Meira
22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 957 orð | 5 myndir

Friðrik Ólafsson - Fischer - skák aldarinnar

18. febrúar 2000 Meira
22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 122 orð

Fæðingarstaðirnir fylgi með

TIL að fríska upp á minni mótshaldara skal á það minnt að þegar úrslit móta eru send til birtingar á hestasíðu er það sett sem skilyrði að fram komi fæðingarstaður hrossanna. Meira
22. febrúar 2000 | Dagbók | 677 orð

(Jes. 55, 6.)

Í dag er þriðjudagur 22. febrúar, 52. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! Meira
22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 228 orð | 1 mynd

Oddur í heimsókn á heimaslóðum

SÁ kunni töltari Oddur frá Blönduósi mun þann 11. mars nk. mæta til keppni eða sýningar á heimavelli, ef svo má að orði komast, þegar vígð verður nýja reiðhöllin á Blönduósi. Meira
22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 723 orð

Raðmót hjá Snæfellingum

Tvö mót voru haldin um helgina samkvæmt mótaskrá LH. Snæfellingar hófu keppni um helgina í því sem þeir kjósa að kalla Raðmót Snæfellings og er þar um íþróttamót að ræða sem verða þrjú talsins. Meira
22. febrúar 2000 | Fastir þættir | 73 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Margeir Pétursson

Hvítur á leik ÞESSI staða kom upp á milli þeirra Alexanders Morozevich, hvítt, og Predrags Nikolic á Corus-ofurmótinu í Wijk aan Zee. 36. Bh6! Hg8 37. Hbd1! Hbf8 38. Bxg7+! Rxg7 38. - Hxg7 39. Dxf8+ Rxf8 40. b8=D leiðir einnig til vinnings fyrir hvítan. Meira
22. febrúar 2000 | Viðhorf | 908 orð

Tölurnar taka völdin

Einu sinni gátum við opnað reiðhjólin okkar með því að muna "inn-út-inn-inn-út". Þá komu slöngulásar með tölum og við þurftum að byrja að muna númer. Meira

Íþróttir

22. febrúar 2000 | Íþróttir | 998 orð | 3 myndir

1.

1. deild kvenna Keflavík - KFÍ 87:56 Síðari leikur Keflavíkur og Ísafjarðarstúlkna í Keflavík á laugardaginn var nánast endurtekning á þeim fyrri sem fram fór kvöldið áður. Keflavíkurstúlkur komust í 12:0 og höfðu síðan örugga forystu í hálfleik, 47:23. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 59 orð

Aðrir aðstöðulausir

BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV og landsliðsins, lék fyrri hálfleikinn í marki úrvalsliðs KSÍ gegn Keflvíkingum á laugardaginn. "Þetta er glæsileg höll og mikill munur fyrir Keflvíkinga að æfa hér. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 251 orð

Aldrei verið eins sigurviss

Þetta er svo sannarlega alveg ólýsanleg tilfinning," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, leikmaður Fram og einn þeirra sem léku frægan úrslitaleik gegn Val fyrir tveimur árum. "Hreint út sagt er tilfinningin talsvert öðruvísi en þá. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 1293 orð | 2 myndir

Átak gegn önuglyndi

LEIKMENN ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa verið óvenju önugir að undanförnu. Aurslettur hafa gengið manna og fylkinga á milli. Þá hafa dómarar fundið til tevatnsins af öllu tilefni og engu. Enska knattspyrnusambandið er uggandi af þessum sökum og hefur skorið upp herör gegn handalögmálum og munnsöfnuði á völlum landsins. Við geðvonskunni skal spornað. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

Beckham sektaður um sex milljónir

ENSKA knattspyrnufélagið Manchester United hefur sektað David Beckham, leikmann liðsins, um sex milljónir ísl. króna fyrir að sleppa æfingu og orðaskak við Alex Ferguson, knattspyrnustjóra liðsins, fyrir leik gegn Leeds Utd. Atvikið gefur sögusögnum um að Beckham sé á leið frá félaginu byr undir báða vængi. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 71 orð

Bikarmót FSÍ

BIKARMÓT Fimleikasambands Íslands í frjálsum æfingum fór fram í Laugardalshöll sl. sunnudag. Úrslit voru þessi: Konur: Ármann 89,512 (Sif Pálsdóttir 31,29 - Bergþóra Einarsdóttir 29,48 - Svava B. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 298 orð

Bikarmót SKÍ

Bikarmót í göngu, Kristinsmótið, var haldið á Ólafsfirði um helgina. 37 keppendur tóku þátt í mótinu og komu þeir frá Ísafirði, Akureyri, Siglufirði og Ólafsfirði. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 37 orð

Bikarmót STÍ

Haldið um síðustu helgi. Keppt með staðlaðri skammbyssu. Helstu úrslit: Karlakeppni 1. Hannes Tómasson, SR-a 543 2. Hlynur Hendriksson, SR-a 538 3. Carl J. Eiríksson, SB 526 4. Kjartan Friðriksson, SR-b 521 5. Guðmundur Kr. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra flutti fyrstu ræðuna...

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra flutti fyrstu ræðuna af mörgum við vígslu Reykjaneshallarinnar á laugardaginn. Björn sagði meðal annars að Ísland hefði stækkað með tilkomu þessa mannvirkis og þetta væri stór dagur í sögu íslensku þjóðarinnar. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 239 orð

Blásið á fullyrðingar

Ég þekki hvorttveggja eftir að hafa bæði unnið bikarleik með KA og eins tapað með sama félagi. Það er að sjálfsögðu alltaf skemmtilegra að vera í vinningsliðinu," sagði Björgvin Þór Björgvinsson, leikmaður Fram. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 295 orð

Blóðtaka hjá Wuppertal

Bruno Martini, landsliðsmarkvörður Frakka og þýska liðsins Wuppertal, hefur ákveðið að ganga til liðs við TSG Ludwigshafen-Friesenheim, sem leikur í 2. deild. Samningur leikmannsins er til þriggja ára, en hann taldi skipta máli að liðið er staðsett nær frönsku landamærunum. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 28 orð

Boðið til Palace

HRAFNI Davíðssyni, 15 ára knattspyrnumarkverði úr Fylki, hefur verið boðið til reynslu til enska félagsins Crystal Palace. Hrafn, sem er í úrtakshópi fyrir drengjalandsliðið, fer utan í næsta... Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 213 orð

Brasilíumaðurinn Rivaldo, sem hefur átt í...

Brasilíumaðurinn Rivaldo, sem hefur átt í útistöðum við Barcelona, skoraði tvö marka liðsins í 4:0 sigri á Valladolid í spænsku knattspyrnunni um helgina. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 162 orð

Bylting fyrir markverði

ÞORSTEINN Bjarnason, markvarðaþjálfari Keflavíkur, og Guðmundur Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins og markvarðaþjálfari KR, voru að sjálfsögðu mættir í Reykjaneshöllina á laugardag og voru mjög spenntir fyrir þeim möguleikum sem höllin býður upp... Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 149 orð

Byrjað í nóvember næst

FYRSTA opinbera mótið í Reykjaneshöllinni hófst á sunnudag þegar FH tók á móti Njarðvík í fyrsta leiknum í Suðurnesjamótinu. FH-ingar unnu þar öruggan sigur, 5:1. Suðurnesjamótið hefur nú öðlast nýtt gildi en það hefur ekki verið rismikið undanfarin ár. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

Djorkaeff fór á kostum

Stuttgart steinlá, 0:2, fyrir nýliðum Unterhaching á heimavelli sínum. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 155 orð

Ellefu aðkomulið æfa í höllinni

ELLEFU félög utan Reykjanesbæjar stunda nú æfingar í Reykjaneshöllinni, sem er þéttsetin öll kvöld og allar helgar. Heimaliðin, Keflavík og Njarðvík, hafa að sjálfsögðu forgang en lið af Reykjavíkursvæðinu, og jafnvel utan þess eru þar með fasta tíma. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Engin húfa og engir vettlingar

KRISTINN Guðbrandsson, varnarmaðurinn reyndi í liði Keflavíkur, kom brosandi af velli eftir leikinn gegn úrvalsliðinu á laugardaginn þrátt fyrir tap og slysalegt sjálfsmark. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 1785 orð

England Bikarkeppnin - 8-liða úrslit: Bolton...

England Bikarkeppnin - 8-liða úrslit: Bolton - Charlton 1:0 Eiður Smári Guðjohnsen 47. Rautt spjald: Dean Holden (Bolton) 48. - 20.131. Tranmere - Newcastle 2:3 Wayne Allison 45, Gary Jones 76 - Gary Speed 27, Didier Domi 36, Duncan Ferguson 59. -... Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 249 orð

Færeyskir landsliðsmenn til Vals

Tveir færeyskir landsliðsmenn, Henning Jarnskor og Pól Thorsteinsson, eru á leið til Vals til reynslu. Þá er bandarískur markvörður, John Mills, sem leikið hefur í næstefstu deild í Bandaríkjunum, einnig væntanlegur til Hlíðarendaliðsins til reynslu. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 127 orð

Góð afmælisgjöf

ÁGÚST Jóhannsson, þjálfari Valsstúlkna, hafði ærna ástæðu til að fagna á laugardaginn því fyrir utan að vinna bikarinn átti hann afmæli, varð 23 ára. Tenórinn vildi ekki hljóðkerfið Jón Rúnar Arason tenór söng þjóðsönginn fyrir bikarleikina um helgina. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 70 orð

Gunnar Berg í góðum félagsskap

GUNNAR Berg Viktorsson, sem skoraði 11 mörk fyrir Fram, er kominn í góðan félagsskap. Hann er fjórði leikmaðurinn sem skorar meira en tíu mörk í bikarúrslitaleik. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 286 orð

Gunnar Berg skoraði ellefu mörk

"ÞAÐ fer ólíkt skemmtilegri tilfinning um mann nú en fyrir tveimur árum," sagði sigurreifur Gunnar Berg Viktorsson, markahæsti leikmaður Fram í úrslitaleiknum við Stjörnuna, þegar hann hafði tekið við sigurlaunum sínum. "Við vorum einfaldlega ákveðnir í að láta það sama ekki henda okkur að þessu sinni, vorum harðir á því að vinna núna og það tókst." Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Heimsmet hjá Dragilu

BANDARÍSKA stúlkan Stacy Dragila setti um helgina heimsmet í stangarstökki innanhúss er hún stökk yfir 4,61 metra á móti í heimaborg sinni, Pocatello í Idahoríki, um helgina. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 464 orð | 1 mynd

Heppnir að hafa Eið í okkar liði

EIÐUR Smári Guðjohnsen tryggði Bolton sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þegar glæsilegt mark hans á 47. mínútu færði Bolton 1:0 sigur á Charlton í 8-liða úrslitum keppninnar. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 141 orð

Hillir undir lok viðræðna um stúkubyggingu

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV gerir ráð fyrir að viðræðum við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vegna stúkubyggingar við Hásteinsvöll ljúki á næstu dögum eða vikum. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 94 orð

Höfðu vaðið fyrir neðan sig

MÖRGUM er minnisstæður úrslitaleikur Vals og Fram í bikarkeppninni í karlaflokki fyrir tveimur árum þar sem lögfræðingar félaganna og fleiri fengu tækifæri til að takast á eftir að viðureign leikmanna félaganna lauk á fjölum Laugardalshallar. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 291 orð

Inzaghi með þrennu

Filippo Inzaghi gerði þrennu fyrir Juventus sem sigraði Venezia 4:0 í ítölsku deildinni um helgina. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 503 orð | 2 myndir

Íbúar Reykjanesbæjar, eða Keflavíkur og Njarðvíkur...

ÉG gekk út í norðaustan stormbeljandann í Reykjanesbæ um sexleytið á laugardaginn og átti fullt í fangi með að fóta mig á svellinu, með rokið í fangið á leið minni að bílnum. Þetta laugardagssíðdegi um miðjan febrúar var ég að koma af knattspyrnuleik. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 96 orð

Íris Edda setti tvö stúlknamet

ÍRIS Edda Heimisdóttir, sundkonan efnilega úr Keflavík, setti tvö stúlknamet á sundmóti Ármanns sem haldið var um helgina. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 495 orð | 1 mynd

ÍSLENSKA borðtennislandsliðið tapaði fyrsta leik sínum...

ÍSLENSKA borðtennislandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Kuala Lumpur í Malasíu á sunnudag, gegn Ástralíu , 0:3. Leikirnir voru nokkuð jafnir. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn...

JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn með MVV Maastricht sem gerði jafntefli, 2:2, gegn Sparta í hollensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 181 orð

Kristinn féll í síðari umferð

KRISTINN Björnsson féll úr keppni í síðari umferð í svigi heimsbikarsins sem fram fór í Adelboden í Sviss á sunnudag. Þetta var áttunda svigmótið í vetur og hefur Kristinn fallið úr fjórum þeirra. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 502 orð | 1 mynd

LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn...

LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með WBA sem steinlá, 6:0, gegn Sheffield United í 1. deild á laugardaginn. Richard Sneekes hjá WBA fékk rauða spjaldið skömmu fyrir hlé og í kjölfarið fékk liðið á sig fjögur mörk á 20 mínútum. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Lenging Íslandsmóts í sjónmáli

LÚÐVÍK S. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 243 orð

Man. Utd gefur ekki eftir

Manchester United er með sex stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Leeds sem er í öðru sæti á Elland Road á sunnudag. Andy Cole skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu en þetta var hans 100. mark fyrir félagið. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 239 orð

Meiri græðgi hjá okkur

Við náðum að halda niðri spennunni í liðinu," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sem hélt upp á 23 ára afmælið sitt með bikarmeistaratitli á laugardaginn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Minnugur leiksins gegn Val

Það er einfaldlega unaðsleg tilfinning að vinna úrslitaleikinn, enda fyrsti titillinn sem ég næ að hampa. Sigurtilfinning sem þessi er ástæðan fyrir að maður leggur á sig að stunda keppnisíþrótt," sagði Njörður Árnason, leikmaður Fram. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 517 orð

Náði að kjafta mig í stuð

SEBASTIAN Alexandersson, fyrirliði og markvörður Fram, var hetja liðsins gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hann varði alls 24 skot og það var fyrst og fremst frábær frammistaða hans sem réð því að Framarar fögnuðu bikarmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 145 orð

Oleg Titov lét sig hverfa

OLEG Titov, hinn sterki rússneski leikmaður Fram, lét sig hverfa úr Laugardalshöllinni um leið og úrslitaleiknum lauk. Tók hann engan þátt í fögnuði félaga sinna og stuðningsmanna í leikslok. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 62 orð

Ólafur aftur til Tottenham

ÓLAFUR Ingi Skúlason, leikmaður 16 ára landsliðsins í knattspyrnu og í yngri flokkum Fylkis, hélt fyrir helgi til æfinga hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Enska liðið hefur sýnt Ólafi mikinn áhuga en hann hefur þegar farið tvívegis út til liðsins. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 192 orð | 2 myndir

Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflavíkurliðsins

PÁLL Guðlaugsson er sá sem aðrir íslenskir knattspyrnuþjálfarar öfunda mest um þessar mundir. Hann býr lið Keflavíkur undir keppni í úrvalsdeildinni í sumar við allt aðrar og betri aðstæður en aðrir þjálfarar því Keflvíkingar æfa um þessar mundir 10 sinnum í viku í Reykjaneshöll undir hans stjórn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 186 orð

Reykjanesbrautin styttri en áður

FREYR Sverrisson, yfirþjálfari yngri knattspyrnuflokkanna í Njarðvík segir að Reykjaneshöllin gjörbreyti uppbyggingu yngri flokka hjá félaginu. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 339 orð

Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir lék lykilhlutverk hjá Val

"ÞEGAR Gústi þjálfari bað mig að taka vítakastið, var ég ákveðin að skora. Það komst ekkert annað að hjá mér. Ég var viss um að Fanney færi niður og skaut því upp í hornið," sagði Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir, sem lék stórt hlutverk hjá bikarmeisturum Vals. Sigurlaug Rúna skoraði jöfnunarmark Vals úr vítakastinu á elleftu stundu, 19:19, þannig að liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn í framlengingu. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Sigursælar stúlkur í Ármanni

ÁRMANN er bikarmeistari í kvennaflokki á bikarmóti Fimleikasambands Íslands í frjálsum æfingum, sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudag. Fjögur lið tóku þátt í kvennaflokki: Ármann, Björk, Gerpla og Grótta. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 386 orð | 1 mynd

SJÖUNDI flokkur drengja hjá Fram og...

SJÖUNDI flokkur drengja hjá Fram og Stjörnunni raðaði sér upp í tvöfalda röð þar sem liðin komu inn á leikvöllinn fyrir bikarúrslitaleikinn og fögnuðu leikmönnum þegar þeir voru kynntir til leiks. Settu hóparnir skemmtilegan svip á kynningu liðanna. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 59 orð

Skilur ekki meðspilarana og þjálfarann

EDUARD Moskalenko, hinn sterki línumaður Stjörnunnar og rússneska silfurliðsins í nýafstaðinni Evrópukeppni í handknattleik, talar ekkert nema móðurmál sitt, rússnesku. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 943 orð | 2 myndir

Spennan fyrir leikinn var mikil, þar...

SPENNAN var rafmögnuð í Laugardalshöllinni þegar Valur tryggði sér sigur í bikarkeppni kvenna með því að leggja Gróttu/KR að velli í tvíframlengdum leik, sem bauð upp á rafmagnað andrúmsloft eins og góðir bikarleikir eiga að gera. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 185 orð

Spennufall

"ÞAÐ er yndislegt að vinna leikinn og gríðarlegt spennufall þegar titillinn er loks í höfn, enda höfum við lagt mikla vinnu í að undirbúa leikinn, bæði innan vallar sem utan," sagði Knútur G. Hauksson, formaður handknattleiksdeildar Fram. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 84 orð

Spiluðum sigursöngva

"VIÐ spiluðum sigursöngva inni í búningsklefa áður en við héldum til leiks og vorum með gæsahúð af spenningi svo að við gátum ekki snúið til baka með tap á bakinu," sagði Anna Steinsen úr Val eftir leikinn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 160 orð

Suður-kóreskt lið skoðaði Ólaf

ÓLAFUR Ingason, leikmaður Vals í knattspyrnu, var til reynslu hjá suður-kóreska liðinu Lg Cheetas fyrir skömmu. Ólafur kom til móts við liðið á Kýpur í byrjun febrúar og lék tvo æfingaleiki með því. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 500 orð

SUND

Sundmót Ármanns Haldið í Sundhöll Reykjavíkur 18.-20. febrúar. 1500 m skriðsund karla Tómas Sturlaugsson, ÆGIR 16.29.28 Friðfinnur Kristinsson,SELF. 17.05.36 Þórður Þorvaldsson, KR 19.36.57 800 m skriðsund kvenna: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttr, ÍA 09.29. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 540 orð | 2 myndir

Töluverðrar taugaspennu gætti hjá báðum liðum...

FRAMARAR brutu blað í sögu félagsins á laugardaginn er þeir urðu bikarmeistarar í karlaflokki í fyrsta sinn, sigruðu Stjörnuna í bráðfjörugum úrslitaleik í Laugardalshöll, 27:23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 12:12. Þetta var fyrsti titill félagsins í handknattleik karla síðan 1972, eða í 28 ár, en þá varð félagið Íslandsmeistari. Sebastian Alexandersson, fyrirliði og markvörður, fór fyrir sínu liði og var maðurinn á bak við tímamótasigur Safamýrarpilta. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

ÚRVALSLIÐ KSÍ sigraði Keflvíkinga, 3:1, í...

ÚRVALSLIÐ KSÍ sigraði Keflvíkinga, 3:1, í vígsluleik Reykjaneshallarinnar á laugardaginn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 102 orð

Varð að fara frá

"VIÐ spiluðum ekki illa en en þetta var mikil spenna og erfiður leikur," sagði Jóna Björg Pálmadóttir hjá Gróttu/KR eftir leikinn. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 546 orð

Við byrjuðum vel í síðari hálfleik...

"ÞAÐ urðu gríðarleg vonbrigði að tapa þessum úrslitaleik gegn Fram. Vissulega var stefnt að sigri en við getum huggað okkur við að liðið komst í úrslit og það er mikil reynsla að leika leik sem þennan. Eigum við ekki að segja að við vinnum úrslitaleikinn á næsta ári," sagði Arnar Pétursson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir bikarúrslitaleikinn gegn Fram. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 744 orð | 1 mynd

Við vissum að sigurinn yrði okkar

"VIÐ vissum eftir leikhléið í seinni framlengingunni að sigurinn yrði okkar. Við höfðum alltaf tökin á leiknum og gengum ákveðnar til verks - bikarinn var okkar," sagði Brynja Steinsen, fyrirliði Vals. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 207 orð

Þetta er góður samningur og Lierse...

ARNAR Grétarsson, knattspyrnumaður hjá AEK í Grikklandi, hefur fengið tilboð um þriggja ára samning frá belgíska félaginu Lierse. Arnar var í Belgíu um helgina og ræddi við forráðamenn Lierse og Anderlecht og æfði með síðarnefnda félaginu. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 95 orð

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Genk...

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Genk sem sigraði Beveren, 4:1, í belgísku deildakeppninni á sunnudaginn. Þetta var fyrsti sigur Genk undir stjórn Johan Boskamp en meisturunum hefur gengið mjög illa að undanförnu og eru nú í 5. Meira
22. febrúar 2000 | Íþróttir | 114 orð

Þurfum að treysta á aðra

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, sagði í samtali við The Sentinel í gær að lið hans væri að kasta frá sér sætinu í úrslitakeppninni um að komast upp í ensku 1. deildina. Stoke tapaði, 1:0, fyrir Colchester á laugardag og er enn í 6. Meira

Fasteignablað

22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Blóm í tröppum

EKKI er víst að það sé hentugt að hafa blóm í tröppum þar sem börn eða dýr eru mikið á ferð - en það má reyna þar sem fullorðnir ganga mest um og fara... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Eggið - besta danska húsgagn 20. aldar

Eggið hans Arne Jacobsen, sem hann hannaði 1958, hlaut útnefningu sem besta danska húsgagnahönnunin á 20. öld. Eggið hannaði Arne fyrir "lobbíið" á SAS Royal Hotel í Kaupmannahöfn og hefur stóllinn verið í tölu hinna sígildu... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 39 orð

ER EKKI tími til kominn að...

ER EKKI tími til kominn að framsýnir byggingarmeistarar og fjármagnseigendur fjárfesti í vönduðu leiguhúsnæði fyrir vaxandi, vel stæða millistétt? spyr Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1117 orð

Er sjálfseignin haldbær?

Hluti af því að auka borgarbrag Reykjavíkur er að auka fjölbreytni eignarforma, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Hafa leiguhúsnæði, sem hentar fleiri tekju- og aldurshópum, þar á meðal búseturéttarform og fleiri blönduð eignarform. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 184 orð | 1 mynd

Fallegt hús við Einarsreit í Hafnarfirði

FASTEIGNASALAN Ás var að fá í einkasölu einbýlishús að Smyrlahrauni 15 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt árið 1958 og er á einni hæð að mestu. Flatarmál hússins er 197,9 ferm. auk 52 ferm. tvöfalds bílskúrs. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Felliborð eru hentug þar sem pláss er lítið

HÉR má sjá felliborð útdregið og samanfellt. Þetta borð er framleitt hjá Toscana... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 812 orð | 1 mynd

Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði á eftir tímanum

Tölvan og möguleikar hennar þurfa að vera til í nánast hverri einustu vistarveru hússins, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Það þarf að vera hægt að tengja tölvu við síma hvar sem er. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Framtíðarhús Arne Jacobsens

FYRIR 43 árum hannaði og byggði hinn frægi danski arkitekt Arne Jacobsen hringlaga hús á "Sjællands Odde". Hann innréttaði húsið sjálfur, fann réttu gluggatjöldin, valdi litina á veggina og hannaði húsgögn í húsið. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 2 myndir

Fyrir og eftir mynd af risrými

OFT eru gömul geymsluris óhrjáleg en það má sannarlega laga þau og bæta eins og sjá má á þessum tveimur... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Gamla þvottavélin

ÞESSI þvottavél er frá árinu 1948, margir muna eftir svona vélum sem voru að sögn níðsterkar og húsmæðrum þótti víst mikil framför að fá þær eftir að hafa mátt þvo á bretti fram að... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 161 orð | 1 mynd

Glæsilegt atvinnuhúsnæði á eftirsóttum stað

Fasteignasalan Skeifan er nú með í sölu atvinnuhúsnæði við Bæjarlind 4 í Kópavogi. Um er að ræða annars vegar verslunarrými á fyrstu hæð, 243,4 fermetrar að stærð, sem skipta má í 130 fermetra pláss og 112 fermetra pláss. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Hert gler og lakkað stál

MOMENT heitir þetta nýtískulega borð úr hertu gleri og lökkuðu stáli. Mælt er með körfustólum við... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 273 orð | 1 mynd

Kjarnagluggar

KJARNAGLUGGAR í Kópavogi hafa hafið framleiðslu á samnefndum gluggum, en hráefnið í gluggana er flutt inn frá fyrirtækinu REHAU í Þýzkalandi, sem hefur framleitt svonefnd PVC-U efni í glugga og hurðir í yfir 30 ár og staðið fyrir mikilli vöruþróun á því... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Kóróna Alexöndru

ÞESSA fallegu kórónu bar Alexandra keisaraynja Rússlands 1894 þegar hún giftist Nikulási II... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1364 orð | 1 mynd

Leiðir skólafólks til og frá skóla

Gatnagerð er víða með slysagildrum og það er sérstaklega áríðandi að skoða leiðir að skólum og öðrum hættustöðum, segir Bjarni Ólafsson og nefnir sem dæmi Hofsvallagötuna við Sundlaug Vesturbæjar Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 153 orð | 1 mynd

LÍTIÐ er eftir af auðum byggingarlóðum...

LÍTIÐ er eftir af auðum byggingarlóðum á Seltjarnarnesi og ný byggingarsvæði þar vekja af þeim sökum enn meiri athygli en ella. Nú er í undirbúningi að rífa hús gamla Ísbjarnarins við Suðurströnd og nota svæðið sem myndast til nýbygginga. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Ljósára úr nylon

ÁRA af ljósi á nylonhárum er einkenni þessa lampa sem hönnuðurinn Claire Norcross gerði fyrir enska fyrirtækið Ferrious og nefnir hún lampann Eight Fifty Lamp. Nylonhárin eru í raun nylonstrimlar sem venjulega eru notaðir til að loka plastpokum... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 270 orð

Miklar byggingarframkvæmdir framundan í Grafarholti

TALSVERT færri lóðum var úthlutað á síðasta ári í Reykjavík en árið þar á undan. Alls var úthlutað 59 einbýlishúsalóðum, 110 lóðum fyrir raðhús og parhús og lóðum fyrir 129 íbúðir í fjölbýli. Samtals eru þetta lóðir fyrir 298 íbúðir. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 388 orð | 1 mynd

Mörg sögufræg hús til sölu

HÆKKANDI fasteignaverð og breyttar áætlanir hjá stórum frönskum fyrirtækjum hafa leitt til mikils framboðs á glæsilegu atvinnuhúsnæði í París. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 189 orð | 1 mynd

Nýjar íbúðir við Lækjasmára í Kópavogi

Húsvangur er með til sölu um þessar mundir fjölbýlishús með 22 íbúðum og stæði fyrir sex bíla í bílakjallara að Lækjasmára 19, 21 og 23. Húsið verður fullfrágengið að utan, steinað með viðurkenndum steinsalla. Þak er klætt með aluzinjárni. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 230 orð | 1 mynd

Ný parhús í Borgahverfi

Borgahverfi hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hverfið er nýtt og útsýni þaðan mikið út yfir sundin og til fjalla. Hjá Framtíðinni eru nú til sölu tvö ný 166 ferm. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Vættaborgir 101 og 103. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 226 orð | 1 mynd

Ný raðhús á Flúðum

NÝ raðhús á Flúðum hafa vakið talsverða athygli á markaðnum. Húsin eru sex og eru til sölu hjá fasteignasölunni Kjöreign. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 776 orð | 2 myndir

Nýtt byggingarsvæði í hjarta Seltjarnarness verður til

Í undirbúningi er að rífa hús gamla Ísbjarnarins við Suðurströnd á Seltjarnarnesi og nota svæðið sem myndast til nýbygginga. Sindri Freysson kynnti sér svæðið, en Seltjarnarnesbær hyggst efna til samkeppni á meðal arkitekta um skipulag á reitnum. Um spennandi svæði er að ræða, sem býður upp á margs konar möguleika. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 443 orð | 1 mynd

Raforkuveri breytt í safn

LONDON er á góðri leið með að eignast safn fyrir nútímalist, sem mun keppa við sams konar söfn í New York og París. Það sem vekur ekki hvað sízt athygli eru húsakynnin en safnið Tate Modern fær aðsetur í gömlu raforkuveri, Bankside Power Station . Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Rúm í empire-stíl

Í FRAKKLANDI varð empire-stíllinn til. Hér er rúm í þessum fræga stíl, það er gulli smellt með rósum, valmúum og laufblöðum, það var búið til um 1810 þegar þessi stíll var í... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Samspil ljóss, vatns og silfurs

LIN Utzon hannaði þennan vegg sem er lagður silfri að hluta og í því speglast fjölbreytilegt skin frá ljósi og vatni. Veggur þessi er í minningargarði um Martin Luther King í San... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1927 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Sígildur stóll

ÞESSI stálrörsstóll telst til hinna sígildu þótt frumlegur sé, hann er verk danska arkitektsins Pouls... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Skemmtilegt borð

ÞETTA skemmtilega smáborð heitir Dele og er þýskt að... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Skór sem veggjaskraut

HANNA Kjærholm arkitekt hefur gaman af japönskum skóm, það má sjá á innréttingu í svefnherbergi... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Sniðugt borðstofusett

ÞETTA borðstofuborð með stálplötu í miðjunni er einkar hentugt og líka "flott". Stólarnir heita Jaki og myndina málaði Jörn Nilsen. Þetta er uppstilling úr... Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1321 orð | 1 mynd

Stjórnir húsfélaga

Stjórn húsfélags fer með sameiginleg málefni húsfélagsins á milli funda, segir Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Stjórnin sér um framkvæmd viðhalds og rekstur sameignarinnar og öll önnur sameiginleg málefni í samræmi við samþykktir og ákvarðanir húsfundar. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Trésmiðja Sigurjóns á Akranesi

Fasteignasala Vesturlands er með í sölu Trésmiðju Sigurjóns ehf. á Þjóðbraut 13a á Akranesi. Þetta er stálgrindarhús, klætt utan með bárujárni en einangrað með glerull og klætt innan með spónaplötum. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 505 orð | 2 myndir

Ungt fólk stærsti viðskiptamannahópur Íbúðalánasjóðs

Alls voru veitt 3.180 húsbréfalán til aldurshópsins 30 ára og yngri í fyrra, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Meðallán til þessa aldurshóps var um 3,5 milljónir króna. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 165 orð | 1 mynd

Vel hannað parhús á Seltjarnarnesi

Fasteignasalan Miðborg er með til sölu parhús að Suðurmýri 42B á Seltjarnarnesi. Þetta er stein- og timburhús, byggt árið 1999. Það er á tveimur hæðum ásamt frístandandi bílskúr. Alls er húsið að flatarmáli 152 fermetrar en bílskúrinn er 27, 3 fermetrar. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 40 orð

ÞAÐ er ekki séríslenzkt fyrirbrigði, að...

ÞAÐ er ekki séríslenzkt fyrirbrigði, að fjarskiptalagnir í íbúðarhúsum séu vanræktar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Meira
22. febrúar 2000 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Önd frá fornöld

ÞESSI peloponnesíska önd frá 800 f.k. álítur meistari naumhyggjunnar, hinn enski Jasper Morrison, að sé eitt af framtíðar hönnunartáknunum. Fólk, ástríður og peningar telur hann að hafi mest áhrif á hönnun 21. aldar. Kjörorð 21. Meira

Úr verinu

22. febrúar 2000 | Úr verinu | 606 orð

Búist er við tillögum um breytingar undir lok ársins

GERA má ráð fyrir að tillögur nefnda sem fjallað hafa um endurbætur laga um stjórn fiskveiða liggi fyrir undir lok þessa árs. Meira
22. febrúar 2000 | Úr verinu | 374 orð | 1 mynd

Löndunarhringnum á loðnunni lokað

ÓLI í Sandgerði AK kom í gærkvöldi með fyrstu loðnuna til Bolungarvíkur á vertíðinni, rúmlega 1.000 tonn, og Júpiter ÞH var væntanlegur þangað um miðnættið með um rúmlega 1.300 tonn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.