VÍKINGAR skoruðu fimm síðustu mörkin í leik sínum við Stjörnuna í Víkinni á sunnudagskvöld og fengu meira að segja færi á að knýja fram sigur sex sekúndum fyrir leikslok, en Birkir Ívar Guðmundsson varði frá Sigurbirni Narfasyni. Niðurstaðan varð jafntefli, 22:22, og Víkingar féllu í 2. deild. Sigur hefði engu breytt um þá staðreynd, því ÍR-ingar, keppinautar Víkinga í fallbaráttunni, tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í efstu deild með naumum sigri á Val.
Meira