ÖRYGGISRÁÐ Ísraela samþykkti í gær með fimm atkvæðum gegn þremur að Ísraelar láti af hendi 6,1% Vesturbakkans áður en friðarviðræður við Palestínumenn hefjast í Washington í næstu viku.
Meira
FRANSKIR friðargæzluliðar áttu í gær í átökum við hundruð Serba, sem reyndu að brjótast inn á öryggissvæði, sem komið var upp í einu hverfi borgarinnar Mitrovica í Kosovo-héraði.
Meira
DOW Jones-verðbréfavísitalan í New York styrktist um rúmlega 320 punkta í gær, eða um 3,3%, er fjárfestar losuðu fé úr hátæknifyrirtækjum og fjárfestu þess í stað í hlutabréfum í hefðbundnum aðallistaiðnfyrirtækjum.
Meira
EVRÓPUÞINGIÐ afnam í gær 30 ára bann við sölu á bresku mjólkursúkkulaði á meginlandinu. Hefur verið deilt um það hvernig skilgreina skuli súkkulaði.
Meira
ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, hvatti á blaðamannafundi í gær taívanska kjósendur til að sýna ekki hvatvísi í forsetakosningunum á laugardag með því að kjósa þann sem vildi eyjuna sjálfstæða og sagði hann Kínverja reiðubúna til að úthella blóði sínu...
Meira
ÖLLUM nautgripum á bænum Ármótum í Rangárvallahreppi, 104 talsins, hefur verið fargað. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Katrínu Andrésdóttur, héraðsdýralækni í Suðurlandsumdæmi.
Meira
198 MANNS sem hafa stungið af af vettvangi umferðaróhapps hafa verið kærðir til lögreglunnar í Reykjavík frá áramótum, sem jafngildir 2-3 kærum á dag. Að auki hafa 78 tilvik verið kærð til lögreglu utan Reykjavíkur.
Meira
AÐALFUNDUR félagsins Ísland -Palestína verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti, sunnudaginn 19. mars og hefst klukkan 15. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra verður gestur fundarins.
Meira
16. mars 2000
| Akureyri og nágrenni
| 158 orð
| 1 mynd
PÉTUR Pétursson yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sótti Menntaskólann á Akureyri heim í fyrradag og flutti þar fyrirlestur sem hann nefndi Áhættuþættir heilsubrests - umfjöllun fyrir unglinga og ungt fólk.
Meira
Í TILEFNI þess að margir virðast hafa skilið fréttaflutning fjölmiðla um áformaða sölu Fram á félagsheimili sínu, þannig að Knattspyrnufélagið Fram væri að selja félagsheimili sitt í einhverri neyð, þá skal það tekið fram að því fer víðs fjarri.
Meira
FRAM kom í svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær að í undirbúningi væri að auka aðgengi að neyðargetnaðarvarnapillunni svokölluðu.
Meira
Í DAG og á morgun verða þingmenn Samfylkingarinnar á ferð um Norðurland eystra. Í kvöld kl. 20.30 er opinn þingflokksfundur á Hótel Húsavík. Allt stuðningsfólk er velkomið á fundinn. Á föstudag verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt.
Meira
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur mun í dag fjalla um tillögu um að gert verði átak til að auðvelda gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar um borgina að vetrarlagi.
Meira
Blönduósi -Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu bárust óvæntir hlutir á dögunum. Skjöl, meðal annars frá því um 1882, sem tilheyrðu Kvennaskóla Húnvetninga sem fyrst var starfræktur á Ytri-Ey á Skagaströnd, komu í leitirnar.
Meira
HARÐUR árekstur varð á Dalvík seinni partinn í fyrradag, er þar skullu saman lítill pallbíll og fólksbíll. Ökumennirnir voru einir í bílunum og sluppu þeir án teljandi meiðsla en þeir voru báðir í bílbeltum.
Meira
HÆSTARÉTTARDÓMARI í Liverpool hefur hafnað beiðni Ian Brady, sem ásamt Myra Hindley myrti fimm ungmenni fyrir fjörutíu árum, um að hætt verði að neyða næringu ofan í hann og hann fái að deyja í friði.
Meira
AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og George W. Bush, ríkisstjóri Texas, eru nú öruggir um að verða tilnefndir forsetaefni demókrata og repúblikana í kosningunum í nóvember eftir forkosningar flokkanna í sex ríkjum í fyrradag.
Meira
SVO virðist sem þýsku bílasmiðjurnar BMW hafi tekið ákvörðun um að selja breska bifreiðaframleiðandann Rover en verulegt tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins í sex ár.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 200 orð
| 1 mynd
SAMSTARFSHÓPUR hjúkrunarfræðinga á krabbameins- og blóðsjúkdómalækningadeildum Landspítalans háskólasjúkrahúss hefur staðið fyrir samantekt á fræðsluefni fyrir krabbameinssjúklinga sem nefnd er krabbameinsdagbókin.
Meira
KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ástæða þess að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að hætta að styrkja starfsemi stjórnmálaflokka sé sú að Shell-samsteypan hafi beint þeim tilmælum til fyrirtækja, sem eru í eigu samsteypunnar að hluta til...
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 141 orð
| 1 mynd
EINKAREKSTUR Strætisvagna Reykjavíkur er meðal þeirra atriða sem borgarráð hefur falið borgarstjóra að kanna nánar í því skyni að styrkja almenningssamgöngur og auka hlut þeirra í ferðamáta íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
BIFREIÐ var ekið á ljósastaur á bílastæðinu fyrir framan verslunina Nettó í Mjódd um klukkan átta í gærkvöld. Að sögn lögreglu voru tveir tæplega tvítugir menn í bílnum og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Meira
Borgarnesi- Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra boðuðu fyrir skemmstu til sameigilegs fundar með alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum kjördæmanna í Borgarnesi.
Meira
VYAEHESLAV A. Nikonov, forseti Polity-stofnunarinnar í Moskvu, heldur erindi um stjórnmálaástandið í Rússlandi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal, Hótel Sögu, laugardaginn 18. mars nk., sem hefst klukkan 12.
Meira
STOFNA á eina sameiginlega deild fréttastofa útvarps og sjónvarps í skipuriti Ríkisútvarpsins þegar sjónvarpið flytur starfsemi sína í útvarpshúsið í Efstaleiti og eiga breytingarnar að vera komnar til framkvæmda ekki síðar en 1. september n.k.
Meira
FÖSTUDAGINN 17. mars klukkan 12.15-14 koma fulltrúar ólíkra trúarbragða heims saman í sal 4 í Háskólabíói í tilefni af alþjóðlega trúarbragðadeginum.
Meira
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 16. mars kl. 20 heldur Elías Jón Sveinsson, deildarstjóri á meðferðarstöðinni Teigi, fyrirlestur um tilfinningar fyrir foreldrafélag Hofsstaðaskóla.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 106 orð
| 1 mynd
FÖSTUDAGINN 17. febrúar flytur dr. Hlynur Óskarsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina CONGAS Flæði gróðurhúsalofttegunda í mýrum á norðlægum slóðum og hefst kl. 12.
Meira
ALÞJÓÐLEGUR leiðangur fjallamanna og kvikmyndatökumanna er lagður af stað upp á Vatnajökul til að ganga á skíðum þvert yfir jökulinn, frá Kverfjöllum í norðri, suður að Hvannadalshnjúki og þaðan niður í byggð.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 835 orð
| 1 mynd
Birna Frímannsdóttir er svæðisstjóri Zontaklúbbanna á Íslandi. Hún er fædd á Akranesi, en ólst upp á Strönd á Rangárvöllum. Lauk kennaraprófi frá KÍ 1950 og söngkennaraprófi sama ár.
Meira
VERIÐ er að þróa samræmdan gagnagrunn um náttúru Íslands, sem er ætlað að vera forveri gagnagrunns sem nær til gagna og upplýsinga á öllum sviðum náttúruvísinda.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað þrjá sakborninga í stóra fíkniefnamálinu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. apríl að kröfu ríkissaksóknara, sem hefur tekið málið til ákærumeðferðar.
Meira
16. mars 2000
| Akureyri og nágrenni
| 337 orð
| 1 mynd
NÓTASKIPIÐ Guðmundur Ólafur ÓF kom með fullfermi af loðnu í Krossanes í gærmorgun, um 800 tonn, og Sigurður VE kom seinni partinn í gær með um 1.450 tonn.
Meira
IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað Helga Bjarnason verkfræðing í stöðu skrifstofustjóra orku- og stóriðjumála í iðnaðarráuneytinu. Skipunin gildir frá 15. mars 2000 til fimm ára. Þrír sóttu um stöðuna. Helgi er fæddur 1947.
Meira
VEÐURSTOFA Íslands spáir hláku á næstu dögum, en í nótt og í morgun var gert ráð fyrir allt að 10 stiga hita. Hlýindin má rekja til þess að hlýtt loft berst til landsins með lægðum sunnan úr höfum.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 743 orð
| 2 myndir
RÍKISSTJÓRNIN var gagnrýnd fyrir yfirlýsingu þá sem hún gaf í tengslum við kjarasamninga Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins í utandagskrárumræðu sem fram fór á Alþingi í gær.
Meira
ALÞJÓÐAORKURÁÐIÐ hefur þrjú meginmarkmið að leiðarljósi í allri stefnumótun sinni á næstu tveimur áratugum, að bæta aðgang íbúa heimsins að orkugjöfum, að auka gæði og stöðugleika á framboði þeirra og gæta þess að framleiðsla orku brjóti ekki í bága við...
Meira
Húsavík - Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík heiðrar ár hvert þá íþróttamenn sem skarað hafa fram úr á liðnu ári. Þetta árið er íþróttamaður Húsavíkur Ásmundur Gíslason, knattspyrnumaður Völsunga, en hann er einnig góður liðsmaður í handknattleik.
Meira
Karl Andrés Sigurgeirsson fæddist á Djúpavogi 14. desember 1934. Hann lést á heimili sínu á Melrakkanesi í Álftafirði 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. desember.
Meira
KÍNVERJUM fjölgaði um tæpar ellefu milljónir á síðasta ári og hefur dregið úr fjölgun í Kína, en þeir eru nú sagðir vera 1.259 milljónir, samkvæmt upplýsingum kínversku hagstofunnar.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 123 orð
| 1 mynd
SPRENGING varð þegar kveikt var í bensínbrúsa í stigagangi fjölbýlishúss við Háholt í Hafnarfirði í fyrrinótt. Um þrjátíu manns búa í húsinu í sex íbúðum og varð fólki mjög hverft við þegar sprengingin varð.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Vinnuskólans um að hækka laun unglinga sem starfa hjá Vinnuskólanum í sumar. Tímakaupið hækkar um 8 krónur, en það samsvarar 2,4-3,5% hækkun. Tímakaup14 ára unglinga verður 226 kr., 15 ára unglinga 255 kr.
Meira
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla síðdegis í gær þar sem hann lýsir því yfir að hann hyggist ekki gefa kost á sér til embættis formanns Samfylkingarinnnar.
Meira
LANDSSÍMINN hefur boðið 40 heimilum á höfuðborgarsvæðinu upp á nettenginu í gegnum breiðbandið, en um er að ræða tengingu sem býður upp á rúmlega tíu sinnum hraðvirkari gagnaflutning en ISDN-tenging. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ólaf Þ.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 806 orð
| 2 myndir
Er lagning járnbrautar á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug-vallar virkilega raunhæfur kostur? Birna Anna Björnsdóttir hlýddi á Steingrím Ólafsson iðnrekstrarfræðing kynna frummat sitt á arðsemi framkvæmdarinnar á opnum fundi á þriðjudag.
Meira
Á þýskukennaradögum 2000 sem Félag þýzkukennara stendur fyrir verður fyrirlestur um þróun stjórnmála í Austurríki. Málstofan ber yfirskriftina Aktuelles aus Österreich. Politik-Gesellschaft-Bildung.
Meira
ÍSLENSKU norðurpólsförunum, sóttist ferðin hægt í fyrradag, þriðjudag, á fimmta degi ferðarinnar. Þeir Ingþór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafsson gengu þá aðeins 3,33 km og hafa því lagt að baki alls 22,1 km af 800 km vegalengd að pólnum.
Meira
Hveragerði -Nú stendur yfir í Hveragerði neyðarvarnanámskeið á vegum Rauða kross deildar Hveragerðis. Þátttaka er mjög góð því yfir tuttugu manns sitja námskeiðið.
Meira
Grunnskólanemendur lögðu að baki vegalengd sem samtals samsvarar hlaupi rúmlega 42 sinnum kringum landið Rúmlega þriðjungur grunnskólanemenda hér á landi tók þátt í norræna skólahlaupinu í nóv.-des. sl. og var það í 15. sinn sem skólahlaup þetta fór...
Meira
NÝ njósnadeilda virtist í gær vera komin upp milli stjórnvalda í Moskvu og Lundúnum, í kjölfar þess að rússneska leyniþjónustan FSB, arftaki sovézku leyniþjónustunnar KGB, tilkynnti um handtöku rússnesks ríkisborgara sem sagður var á mála hjá brezku...
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 217 orð
| 2 myndir
NÝTT skemmtiferðaskip sigldi inn í höfnina í Stykkishólmi í miklu hvassviðri s.l. mánudag eftir langa og erfiða siglingu frá Noregi. Það er ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir ehf. sem keypti bátinn frá Noregi. Báturinn er tvíbytna, smíðaður árið 1979.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 132 orð
| 1 mynd
TOPSHOP-verslun var opnuð í gær í nýju húsnæði í Lækjargötu þar sem Nýja bíó stóð áður. Verslunin er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er nettengt kaffihús.
Meira
FÖSTUDAGINN 17. mars flytur dr. Hans-Jörg Rheinberger, prófessor við Max Planck-stofnunina í Berlín, opinberan fyrirlestur á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Meira
FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi í samstarfi við PricewaterhouseCoopers efnir til ráðstefnu á Akureyri á föstudag, 17. mars, frá kl. 14 til 17. Yfirskrift hennar er "Sameiningar fyrirtækja - auðveld sókn eða ofmetnar væntingar".
Meira
SAMEINUÐU þjóðirnar skýrðu frá því í gær að háttsettir embættismenn samtakanna myndu fara til Kambódíu í dag til að reyna að ná samkomulagi við þarlend stjórnvöld um hvernig haga ætti réttarhöldum yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu khmeranna, sem eru...
Meira
TILBOÐIN gengu á víxl í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambandsins í gær. Á þriðjudag hljóp snurða á viðræðurnar en betur gekk í gær.
Meira
LÍKUR eru á samstarfi SÍF hf. og norska sjávarútvegsrisans Norway Seafood að því er segir í norska blaðinu Fiskaren. Yrði það stærsta sjávarútvegssamsteypa í heiminum en sameiginleg velta fyrirtækjanna yrði nálægt 90 milljörðum króna.
Meira
UNGLINGARÁÐ knattspyrnudeildar HK í Kópavogi hefur samþykkt ályktun til bæjaryfirvalda í Kópavogi um að skoða kosti þess að byggja knattspyrnuhús í bænum og hefja undirbúning þess hið fyrsta.
Meira
NÝTT skipulag á sviði upplýsingatæknimála hefur tekið gildi hjá Flugleiðum. "Meginbreytingin felst í því að upplýsingaþróunardeild og tölvudeild félagsins verða sameinaðar undir eina stjórn.
Meira
ÚTLIT er fyrir verkfall í mjölverksmiðjum eftir árangurslausan sáttafund Samtaka atvinnulífsins og fjögurra verkalýðsfélaga af Norður- og Austurlandi hjá sáttasemjara.
Meira
ÖLLUM á óvart ákváðu fjármálaráðherrar Evrópusambandslandanna á fundi á mánudaginn að Svíar fengju framlengingu á takmörkunum á innflutningi einstaklinga á áfengi.
Meira
Málflutningur í hinu svonefnda Vatneyrarmáli fór fram í Hæstarétti í gær. Alls stóð réttarhaldið yfir í fimm klukkustundir en að loknum málflutningsræðum var það dómtekið. Samkvæmt ákvæðum laga hefur dómurinn nú fjórar vikur til að kveða upp dóm í málinu. Jón Sigurðsson hlýddi á málflutninginn í gær.
Meira
KRAKKARNIR á leikskólanum Krakkakoti í Bessastaðahreppi fengu góða gesti í gær þegar Guðni Franzson, klarínettleikari, og Tatu Kantomaa, harmoníkuleikari, heimsóttu þau í íþróttahúsið.
Meira
TÖLVUSTÝRT vöktunarkerfi Vatnælinga, sem fylgist með flóðum og hlaupum í ám, er bylting í rekstri vatnshæðarmælikerfis landsins, hvað varðar öflun og miðlun gagna, en tölva sækir upplýsingar sjálfvirkt í mælistöðvar þess í gegnum farsímakerfi, framkvæmir...
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 224 orð
| 1 mynd
ÍSLENSKIR fulltrúar Alþjóðasamtaka flutningaverkamanna stöðvuðu í gærdag uppskipun úr skipinu Frio Crima í Hafnarfjarðarhöfn. Ástæðan er óviðunandi kjör starfsmanna um borð, að sögn Borgþórs Kjærnested, eftirlitsfulltrúa samtakanna hér á landi.
Meira
BOGI Nilsson ríkissaksóknari lét þau orð falla í málflutningi í Vatneyrarmálinu fyrir Hæstarétti í gær að um pólitískt vandamál væri að ræða og löggjafans væri að leysa úr því.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 326 orð
| 1 mynd
"HEIMSINS stærsta ferðaskrifstofa" er það sem Þjóðverjar kalla ferðaráðstefnuna ITB 2000 sem lauk í gær í Berlín. Þetta er stærsta sýning sem Íslendingar taka þátt í, að sögn Hauks Birgissonar, markaðsstjóra Ferðamálaráðs.
Meira
Húsavík- Friðgeir Bergsteinsson var valinn Völsungur ársins 1999 en þennan heiður hlýtur sá sem skarað hefur fram úr í starfi fyrir félagið og verið öðrum til fyrirmyndar. Á myndinni tekur hann við viðurkenningu frá Ingólfi Freyssyni, formanni Völsungs.
Meira
ALVARLEG flugslys munu verða á sjö til tíu daga fresti árið 2010 ef flugumferð í heiminum heldur áfram að vaxa í sama mæli og hún hefur gert undanfarin ár. Þetta segir Norman Mineta, einn yfirmanna bandarísku Lockheed-flugvélaverksmiðjanna.
Meira
BOÐUN verkfalls Verkamannasambands Íslands nær ekki til stórra iðnfyrirtækja eins og álverksmiðjunnar á Grundartanga, Járnblendiverksmiðjunnar, Sementsverksmiðjunnar og Steinullarverksmiðjunnar.
Meira
Á FÖSTUDAG hefst vetraríþróttavika Íþróttabandalags Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavík - menningarborg. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt en hún hefst klukkan 12 með ýmsum uppákomum.
Meira
SKORAÐ hefur verið á samgöngu-ráðherra, þingmenn, Húsavíkurkaupstað og Flugfélag Íslands að beita öllum ráðum til að framhald megi verða á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Meira
FULLTRÚI í áfengis- og vímuvarnarnefnd Akureyrar, sem viðurkenndi um helgina að eiga fíkniefni sem fundust á heimili hans, sat ekki fund nefndarinnar í fyrradag.
Meira
16. mars 2000
| Erlendar fréttir
| 1234 orð
| 1 mynd
Yfirlýsing leiðtoga Bandaríkjanna og Bretlands um að aðgangur að grunnupplýsingum um gen manna skuli ekki takmarkaður með einkaleyfum hefur vakið mikla athygli.
Meira
16. mars 2000
| Innlendar fréttir
| 102 orð
| 1 mynd
ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Tilfærsla á aflahlutdeild, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 2. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna, 1. umræða. 3.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni bifreiðar, sem olli tjóni á kyrrstæðri bifreið við Ostabúðina á Bitruhálsi 2 hinn10. mars sl. Atvikið varð um klukkan 13.15 þegar ekið var á hvíta Mözdu 626 bifreið á bifreiðastæðinu.
Meira
Í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem geri tillögur um aðgerðir til að auka öryggi þeirra sem ferðast um hálendi Íslands að vetrarlagi.
Meira
Í YFIRLÝSINGU ríkisstjórnarinnar í tengslum við nýgerða kjarasamninga er í upphafi minnt á að í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar hafi verið lögð megináherzla á að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hagvöxt enda sé...
Meira
Spænsk, þýzk, ítölsk og ensk endurreisnarlög; 4 þjóðlagaútsetningar eftir Britten; Isang Yun: The Visitor of the Idyll; Hans Martin Linde: Music for a Bird; Sveinn Lúðvík Björnsson: Kyrra (1989); Þrot (frumfl.); Atli Heimir Sveinsson: Bagatellur (feb.
Meira
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur föstudagskvöld til 23:30. Hljómsveitin Kos leikur. Sunnudagskvöld leikur hjómsveitin Caprí-tríó kl. 20. CAFÉ AMSTERDAM: Diskó, rokk, hipp hop, salsa, popp, rapp og sveitaveisla undir stjórn Dj.
Meira
LÖGREGLUÞJÓNNINN sem handtók tónlistarmanninn George Michael árið 1998 fyrir ósiðlegt athæfi á almannafæri hefur nú enn og aftur stefnt Michael fyrir rétt og í þetta sinn lætur hann öll smátatriðin fylgja.
Meira
½ Leikstjóri: Rodman Flender. Handrit: Terri Hughes og Ron Milbauer. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Seth Green og Elden Hensen. (95 mín.) Bandaríkin. Myndform, febrúar 2000. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Söngleikur utan um tónlist Meatloaf og Jim Steinman. Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson. Tónlistarstjóri: Matthías Matthíasson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Mánudagskvöldið 13. mars.
Meira
NÝLISTASAFNIÐ opnar sýninguna "hvít" á laugardaginn kl. 16, þar sem fjórir mínímalistar sýna verk sín. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem Nýlistasafnið stendur fyrir í tilefni af Reykjavík - menningarborg 2000.
Meira
Á LAUGARDAG verður opnuð sýning í Gula húsinu svokallaða, sem er húseignin á mótum Frakkastígs og Lindargötu en fyrir röskum fimm vikum yfirtóku ungir myndlistarmenn húsið og hafa haldið uppi öflugri liststarfsemi þar síðan.
Meira
LISTAMAÐURINN Egill Sæbjörnsson útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans 1997. Hann dvelur nú í Vilnius, höfuðborg Litháa, í vinnustofu sem Nordic Institut of Contemporary Art á.
Meira
GALLERÍ One o One opnar á laugardaginn kl. 17 sýninguna "Ekka frænka" eftir listakonu að nafni Nana Petzet. "Ég sýni hluti sem gömul frænka mín sem dó fyrir tveimur árum átti," útskýrir Nana.
Meira
Ráðhildur Ingadóttir og Biogen taka við veggnum góða á Kjarvalsstöðum af Katrínu Sigurðardóttur í dag. Orri Páll Ormarsson kynnti sér hvað verið er að bauka á safninu.
Meira
LEIKFÉLAGIÐ Aristofanes í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sýnir nú leikritið 10 litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie. Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir leikstýrir en ellefu nemendur leika í verkinu.
Meira
Englaborg, Flókagötu 17 Sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar lýkur á sunnudag. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-18 og eftir samkomulagi. Vegna mistaka sneri mynd Sigtryggs vitlaust í blaðinu í gær og birtist hún því aftur.
Meira
"Dixielandsveit" Árna Ísleifssonar ætlar sér að hrista allverulega upp í yngri kynslóðinni í kvöld með fjörlegri hamingjusveiflu á Grandrokk. Birgir Örn Steinarsson, sem er alltaf að reyna að elta hamingjuna uppi, skellti sér í heimsókn til Árna og fræddist um tónlistarstefnuna.
Meira
Safn greina eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Ritstj.: Guðrún Ingólfsdóttir, Svavar Sigmundsson. Útg.: Góðvinir Grunnavíkur-Jóns og Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1999, 153 bls.
Meira
ÞESS er sennilega frekar langt að bíða þar til við Íslendingar getum fagnað vorinu en í Valencia á Spáni er allt að verða klárt fyrir vorhátíðina miklu. Árlega er búið til risastórt líkneski sem er brennt fyrir vorjafndægur.
Meira
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur vortónleika í Salnum í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Hljómsveitin skiptist í þrjár sveitir eftir getu og aldri og koma þær allar fram á þessum tónleikum. Einnig eru starfandi slagverkshópur og brass-kvintett við...
Meira
Dmitríj Sitkovetskíj stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói í kvöld og leikur jafnframt einleik á fiðlu. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við hann en hljómsveitin hefur ekki oft leikið betur en undir hans stjórn, að því er fram kom í dómi í Morgunblaðinu í fyrra.
Meira
60 ÁRA afmæli. Sextugur verður á morgun, föstudaginn 17. mars, Þorleifur Kristinn Valdimarsson , Hjarðarhaga 23, Reykjavík, framkvæmdastjóri og starfsmaður Fiskifélags Íslands. Eiginkona hans er Theodóra Þórðardóttir .
Meira
85 ÁRA afmæli. Áttatíu og fimm ára verður í dag, fimmtudaginn 16. mars, Ólafur Þórðarson, fyrrverandi bóndi á Ökrum á Mýrum. Hann og eiginkona hans, Ingibjörg Jóhannsdóttir, eru búsett á Sandabraut 8, Akranesi. Þau eru að heiman í...
Meira
Ætla yfirvöld að sýna okkur þá kurteisi að ræða við okkur, spyr Magnús Þorkelsson, eða á að halda út í þetta ævintýri með áframhaldandi slagsmálum og ósætti?
Meira
Datt virkilega engum framsóknarmanni í hug, spyr Kristín Kristinsdóttir, að beita sér fyrir því að kæran yrði dregin til baka, þar sem málið var upplýst?
Meira
ÉG er nýbúin að kaupa mér bifreið og valdi þann kost að tryggja hana hjá FÍB. Þegar ég fékk svo send heim öll tryggingarskjölin og fór að lesa þetta yfir, kom ég fljótt auga á að inni í félgasgjsaldinu, sem er 3400 kr.
Meira
TILURÐ Samfylkingarinnar sem kosningabandalags og komandi flokksstofnun hennar, hefur svo sannarlega tekið nokkurn tíma. Mörgum finnst reyndar að aðdragandi þessa máls sé orðinn langur, það er þó ekki skoðun þess sem þetta ritar.
Meira
Ertu kominn, landsins forni fjandi? Fyrstur varstu enn að sandi, fyrr en sigling, sól og bjargarráð. Silfurfloti, sendur oss að kvelja! Situr ei í stafni kerling Helja, hungurdiskum hendandi' yfir gráð?
Meira
Ef enginn setur fótinn niður er hætta á að mörk þess sem menn sætta sig við þokist smám saman til og verði óljós, segir John Maddison. Slík þróun getur grafið undan þeim gildum sem lýðræðið byggist á.
Meira
Ef ég lít aðeins í kringum mig hér nyrðra, segir Sverrir Páll Erlendsson, kemur í ljós hópur manna sem hefur það fyrir stafni meðal annars að lokka börn og unglinga langt undir aldri til að neyta áfengis.
Meira
"Líf og friður" í Hafnarfirði. Barna og unglingakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði mun, ásamt hljómsveit, sýna söngleikinn "Líf og friður" eftir Per Harling helgina 18. og 19. mars klukkan 17 báða dagana.
Meira
RÁS 1 er tvímælalaust útvarp hins hugsandi manns. Þar er haldið uppi metnaðarfullri dagskrá sem er, þegar best tekst upp, bæði skemmtileg og fræðandi.
Meira
Sjávarlist er þema menningar- og lista-dagskrár á Akranesi á árinu 2000, segir Birna Gunnlaugsdóttir. Vel flest félög kaupstaðarins, sem starfa að listum, menningu og útivist, taka þátt í henni.
Meira
Aðstandendur þess sem er haldinn þunglyndi geta ekki læknað hann með framkomu sinni, segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir, en þeir geta veitt tilfinninga-legan stuðning.
Meira
Afglöp stjórnmálamanna okkar verða varla að fullu leiðrétt en fyrsta skrefið er að viðurkenna þau, segir Ingólfur S. Sveinsson. Síðan að leiðrétta.
Meira
Arnþrúður Bergsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1948. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 10. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 2068 orð
| 1 mynd
Birgir Sveinbjörnsson fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði hinn 23. maí 1937. Hann lést á Eyrarbakka 4. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 11. mars.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 6457 orð
| 1 mynd
Björn Gíslason fæddist í Hafnarfirði 28. febrúar 1963. Hann lést í umferðarslysi á Kjalarnesi 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 10. mars. Í formála minningargreina um Björn Gíslason í Morgunblaðinu 10. mars var rangt farið með brúðkaupsdag Björns og eftirlifandi eiginkonu hans, Vilborgar Hannesdóttur. Þau giftu sig 10. mars 1990.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg Arnórsdóttir fæddist á Ísafirði 6. desember 1937. Hún lést á heimili sínu 7. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 15. mars. Vegna mistaka urðu þessar tvær greinar viðskila við minningargreinarnar um Guðbjörgu Arnórsdóttur sem birtust í blaðinu í gær, 15. mars. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
MeiraKaupa minningabók
Ingveldur Markúsdóttir fæddist á Stokkseyri 7. september 1914. Hún lést á Landspítalanum 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 25. september 1891 á Stokkseyri, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 3951 orð
| 1 mynd
Jón Árnason fæddist í Stykkishólmi 23. desember 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Jónsson, f. 27. apríl 1895, d. 16. júlí 1962, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1904, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 1302 orð
| 1 mynd
Jón Sigurðsson fæddist á Innra-Leiti á Skógarströnd hinn 11. desember 1923. Hann lést á líknardeild Landspítala hinn 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnúsína Guðrún Björnsdóttir, f. 2. júlí 1891 í Laxárdal á Skógarströnd, d. 16.
MeiraKaupa minningabók
Jón Örn Garðarsson fæddist í Reykjavík 8. janúar 1980. Hann lést í Reykjavík 4. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. mars.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 1068 orð
| 1 mynd
Ómar Elvarsson fæddist 9. janúar 1976. Hann lést 6. mars síðastliðinn. Foreldrar: Elvar Jón Friðbertsson, f. 24.6. 1947 á Suðureyri og Steindora Andreasen, f. 28.12. 1954 í Færeyjum. Systkini hans: Haukur Elvarsson, f. 9.5.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 1421 orð
| 1 mynd
Sigurbjörn Guðbrandsson fæddist á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dölum 12. desember 1913. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 6. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigurbjörns voru Guðbrandur Jónsson, bóndi á Spágilsstöðum, f. 30.8. 1873, d. 9.9.
MeiraKaupa minningabók
16. mars 2000
| Minningargreinar
| 2177 orð
| 1 mynd
Svanhvít Stefánsdóttir fæddist í Péturskoti í Hraunum sunnan Hafnarfjarðar 15. mars 1918. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1. apríl 1890, d. 27. júlí 1985, og Stefán Magnússon, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Tvö ný vörunúmer hafa bæst við Pampers-bleiur. Um er að ræða nýjung frá framleiðanda. "Playtimes" eru minni en hefðbundnar Pampers-bleiur. Í fréttatilkynningu frá heildversluninni Íslensk-ameríska ehf.
Meira
Í gær, miðvikudag, hófust danskir dagar í Fjarðarkaupum. Af því tilefni verður mikið um vörukynningar á dönskum matvörum og einnig töluvert um tilboð.
Meira
Sue Kreitzman, er höfundur matreiðslubókarinnar Fitusnautt og freistandi, sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir skömmu og Mál og Menning gefur út.
Meira
Hafin er sala á þremur nýjum tegundum af kjúklingaréttum frá Argentínu steikhúsi í svokallaðri Nóatúnslínu. Þetta eru appelsínukjúklingur og hvítlaukskjúklingur, en um er að ræða kjúlingabringur. Þriðji rétturinn er reykt kjúklingalæri.
Meira
Nýverið var hafinn innflutningur á frosnum Oetker-pítsum sem eru tilbúnar í ofninn eða örbylgjuna. Hitunartími í ofni er ca 12 mín. í um 200° hita. Pítsurnar eru með þunnum botni og fáanlegar með nokkrum...
Meira
VIÐSKIPTAMANNAHÓPUR banka hefur tekið sig saman um að skrifa fimm ávísanir, hverja upp á eitt pens, dagsetta 1. apríl og er ætlunin að valda bönkunum fyrirhöfn og kostnaði, því það kostar banka rösklega 20 pens að afgreiða hverja ávísun.
Meira
Þegar matvörur eru auglýstar á útsölu í fjölmiðlum er oft ekki getið um upprunalegt verð þeirra. Í samkeppnislögunum segir að ef útsala er auglýst eða verðlækkun þá þurfi slíkar upplýsingar að koma fram.
Meira
Það er alltaf verið að brýna fyrir fólki að taka vítamín og lifa heilbrigðu líferni. Hvað er það í mataræðinu sem við Íslendingar verðum að forðast og hvaða efni eru það sem skortir? Þurfum við að gæta að einhverju sérstaklega í því sambandi?
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 13. mars sl. var spilaður 1. kvölds tvímenningur, 28 pör mættu, meðalskor 312. Bestu skor í N/S: Björn Friðrikss. - Unnar A. Guðmundss. 375 Anna Guðlaugsd. - Guðlaugur Nielsen 349 Þórður Ingólfss.
Meira
Gylfi og félagar enn í stuði hjá Bridsfélagi Akureyrar Nýkrýndir Akureyrarmeistarar hafa nauma forystu í Halldórsmótinu, minningarmóti um Halldór Helgason, eftir fyrsta kvöld af þremur.
Meira
EINS og fram kom í greininni í gær tókst framkvæmd íslandsmeistaramótanna í dansi með afbrigðum vel í nær alla staði. Þó held ég að flestir séu sammála því að keppendur hafi dansað betur á laugardeginum og er þar e.t.v. fyrst og fremst um að kenna...
Meira
Í dag er fimmtudagur 16. mars, 76. dagur ársins 2000. Gvendardagur. Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.
Meira
Svartur á leik. MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli Króatans Nedvad Sulava, hvítt, (2486) og rússneska stórmeistarans Sergei Ionov (2543) á opna alþjóðlega mótinu í Cappelle la Grande. 21.Rxg3! 22.Dd3 Eftir 22.
Meira
FRANSKI landsliðsmaðurinn Nicolas Anelka, hefur hug á að snúa heim - halda á ný til Frakklands, eftir að hefa verið til vandræða hjá Arsenal og Real Madrid.
Meira
ÓTTAR Bjarnason er bakarinn á Sauðárkróki. Hann fluttist til staðarins árið 1978 frá Siglufirði og var þá "dreginn" á leik með Tindastóli, sem þá lék í fyrstu deild.
Meira
GARY Megson , knattspyrnustjóri WBA, hyggst kaupa leikmenn því sjúkralisti liðsins lengist. Lárus Orri Sigurðsson er með slitið krossband og fleiri leikmenn eru ekki í stakk búnir að leika á næstunni.
Meira
FLENSBURG er með örugga stöðu á toppi þýska handboltans, 5 stiga forskot, eftir útisigur á Guðmundi Hrafnkelssyni og félögum í Nordhorn í gærkvöld, 26:20.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 46. sæti á nýjum lista Alþjóða knattspyrnusambandsins [FIFA]. Íslenska liðið féll um fjögur sæti á listanum frá í febrúar og hefur fallið um þrjú sæti frá í desember á síðasta ári.
Meira
GLOVER Jackson, körfuknattleiksmaður frá Bandaríkjunum, leikur með Keflavík gegn Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld, þrátt fyrir að félagið hefði sagt upp samningnum við hann á dögunum.
Meira
Brynjar Elefsen og Ragnar Smári Helgason voru gripnir glóðvolgir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, á sama stað og leikmenn Tindastóls og KR munu etja kappi í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld.
Meira
Körfuknattleikslið Tindastóls hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn á yfirstandandi keppnistímabili. Liðið fagnaði sigri í Eggjabikarkeppninni svonefndu fyrir áramót og hafnaði í fjórða sæti í deildarkeppninni, sem lauk í síðustu viku.
Meira
Regina Häusl frá Þýskalandi tryggði sér í gær sigur í stigakeppni heimsbikarsins í bruni kvenna. Hún varð níunda á lokamóti tímabilsins í Bormio á Ítalíu og það dugði henni til að tryggja sér efsta sætið.
Meira
MANCHESTER United vann sannfærandi sigur á Fiorentina frá Ítalíu, 3:1, á Old Trafford í gærkvöldi og varð þar með fjórða liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Um þau fjögur sæti sem eftir eru berjast átta lið í lokaumferð riðlakeppninnar í næstu viku; Porto og Sparta Prag í A-riðli, Valencia og Fiorentina í B-riðli, Real Madrid og Dinamo Kiev í C-riðli og Lazio og Feyenoord í D-riðli.
Meira
SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnumaður, lýsti því yfir í viðtali við breska dagblaðið Express & Star í gær að hann hefði mikinn hug á að leika áfram með Walsall og vonaðist til þess að sér yrði boðinn nýr samningur eftir þetta tímabil.
Meira
ÞAÐ verða Stjarnan og Grindavík sem leika fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu í ár en félögin eigast við í úrvalsdeild karla í Garðabænum þriðjudagskvöldið 16. maí. Hinir fjórir leikirnir í fyrstu umferð verða leiknir fimmtudagskvöldið 18.
Meira
Spennan er að nálgast hámark í meistarabaráttunni í körfuknattleik - barist verður á fjórum vígstöðum í kvöld; á Sauðárkróki, í Grindavík, Njarðvík og Hafnarfirði. Edwin Rögnvaldsson og Ásdís Ásgeirsdóttir tóku púlsinn á Sauðárkróki í gær. Spennan þar er mikil fyrir viðureign Tindastóls og KR.
Meira
ÞÓRARINN Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, fékk góða dóma fyrir leik sinn með varaliði Hibernian í Skotlandi þegar það vann Dundee, 3:1, á mánudagskvöld. Þórarinn lagði upp eitt markanna og þótti sýna skemmtileg tilþrif.
Meira
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA lagði á Alþingi í gær fram frumvarp til laga sem kveður á um að gildistöku laga um veiðar krókabáta verði frestað um eitt ár. Þannig frestast kvótasetning aukategunda og inngöngu hluta sóknardagabáta í aflamarkskerfið.
Meira
ÓSTAÐFESTAR fréttir frá Noregi herma að líkur séu á samstarfi milli SÍF og Norway Seafood, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Noregs. Ef af yrði, yrði sameiginleg velta þeirra nálægt 90 milljörðum íslenzkra króna.
Meira
YFIRVÖLD í Suður-Afríku hafa loks, eftir mánaðar töf, gefið út veiðiheimildir fyrir ansjósu og sardínu. Ákvörðun átti að liggja fyrir um miðjan janúar en kom ekki fyrr en mánuði síðar.
Meira
Í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Chile er nú verið að smíða fjögur skip fyrir Íslendinga; hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson RE, nóta- og togveiðiskipin Huginn VE fyrir Huginn ehf. í Vestmannaeyjum og Ingunni AK fyrir Harald Böðvarsson hf.
Meira
HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar hf. á síðasta ári nam 103,8 milljónum króna eftir skatta og hefur þá verið tekið tillit til samtals 30,6 milljóna króna hlutdeildar í hagnaði dótturfélaga. Þetta er nokkru betri afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
Meira
Á NÆSTU mánuðum verða veitt leyfi til rekstrar UMTS-farsímakerfa í nokkrum Evrópulöndum. Mikil ásókn er í leyfin og búist er við að fjarskipta fyrirtæki bjóði alls um 20 milljarða evra í leyfin, að því er fram kemur í Wall Street Journal.
Meira
Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir hagræðing á rekstri Kaup-félags Eyfirðinga, þar sem rekstrareiningar hafa ýmist verið seldar eða sameinaðar öðrum fyrirtækjum. Rekstri nokkurra fyrirtækja KEA hefur jafnframt verið komið fyrir í hlutafélögum. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við kaupfélagsstjóra KEA og sérfræðing hjá Íslenskum verðbréfum.
Meira
EIMSKIP hefur tekið upp beingreiðslukerfi, sem nýjan lið í þjónustu við viðskiptavini félagsins. Fram kemur í fréttabréfi félagsins að hér sé um að ræða nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi.
Meira
ÍSLANDSSÍMI og EJS hafa stofnað sjálfstætt hlutafélag, Hýsingu hf., sem rekur miðlæg tölvukerfi og gagnagrunna. Hýsing hf. er í jafnri eigu Íslandssíma hf. og EJS hf.
Meira
Karl Þór Sigurðsson er fæddur á Höfn í Hornafirði árið 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1974 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1978. Hann gerðist fjármálastjóri Hans Petersen hf. árið 1992 og gegndi því starfi til 1998, er hann varð rekstrarstjóri heildsölu neytendavara, ásamt því að vera aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins. Eiginkona hans er Svava Eyjólfsdóttir verslunarstjóri. Eiga þau tvö börn.
Meira
HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar hf. á síðasta ári nam 103,8 milljónum króna eftir skatta og hefur þá verið tekið tillit til samtals 30,6 milljóna króna hlutdeildar í hagnaði dótturfélaga. Þetta er nokkru betri afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
Meira
HÉÐINN hf. hefur keypt 73% hlut í norska fyrirtækinu Peder Halvorsen A/S Kjelfabrikk, sem framleiðir gufukatla og ýmis tæki fyrir norska olíuiðnaðinn.
Meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var á ferð um Rússland í síðustu viku ásamt fjölmennri viðskiptasendinefnd sem öll tengdist sjávarútvegi með einum og öðrum hætti. Guðrún Hálfdánardóttir slóst í för með sendinefndinni.
Meira
EVRÓPSKIR fjárfestar losuðu sig í gær við bréf í tækni-, fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækjum og varð það til þess að hlutabréfavísitölur lækkuðu almennt í Evrópu. Evrópuvísitala Dow Jones lækkaði um 2,1% en þar af lækkaði tæknivísitalan um 5,1%.
Meira
Conor Byrne hefur tekið við starfi forstöðumanns á viðskiptaþróunarsviði. Conor lauk M.A.-prófi í stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði frá Oxford-háskóla árið 1989 og M.B.A.-prófi frá London Business School 1994. Frá 1994 til 1997 starfaði Conor hjá C.
Meira
GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar og formaður stjórnar flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara, segir að það sé pólitísk ákvörðun Alþingis að hafa flutningsjöfnun á olíu, en með því sé stuðlað að því að sama verð sé í gildi á bensíni og olíu um allt...
Meira
Á NÆSTU mánuðum verða veitt leyfi til rekstrar UMTS-farsímakerfa í nokkrum Evrópulöndum. Mikil ásókn er í leyfin og búist er við að fjarskiptafyrirtæki bjóði alls um 20 milljarða evra í leyfin, að því er fram kemur í Wall Street Journal .
Meira
WAP-væðing hefur verið mál málanna í samskiptaheiminum fram eftir ári. Árni Matthíasson hitti að máli mann frá Nokia sem sagði honum að talið yrði brátt aukaatriði í farsímum.
Meira
SAMNINGAR hafa verið undirritaðir milli Samvinnuferða-Landsýnar hf. og Hugar hf. um kaup á umfangsmiklu hugbúnaðarkerfi til rekstrar ferðaskrifstofunnar.
Meira
RÁÐNINGARFYRIRTÆKIN Liðsauki, Ráðgarður og Gallup hafa skrifað undir samning um að auglýsa laus störf á vefsíðunni job.is, sem rekin er af Nettengslum ehf. "Með þessum samningi verða a.m.k.
Meira
"Ef við rækjum viðskipti með hjartanu einu þá hefðum við aldrei hugleitt þetta, en nú er það svo að við stundum viðskipti á faglegan hátt," sagði Flemming Lindeløv forstjóri Carlsberg er hann kynnti áætlun fyrirtækisins um sölu á hlut þess í...
Meira
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ i7, sem stofnað var á síðasta ári og sérhæfir sig í gerð gagnagrunna til tengingar við Netið, er um þessar mundir að fjölga starfsmönnum um helming vegna aukinna verkefna.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.