Greinar föstudaginn 7. apríl 2000

Forsíða

7. apríl 2000 | Forsíða | 152 orð

Atlaga gegn vísindaniðurstöðum?

TÓBAKSFYRIRTÆKI vörðu milljónum dollara til að grafa undan niðurstöðu rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lét gera á skaðvænlegum áhrifum óbeinna reykinga, að sögn tveggja vísindamanna, Elisu Ong og Stanton Glantz, í vikuritinu Lancet. Meira
7. apríl 2000 | Forsíða | 65 orð | 1 mynd

Fengu styttu af Guðríði

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra afhenti íbúum Kanada styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra, syni hennar, í gær við athöfn í Ottawa þegar minnst var landafunda Íslendinga í Vesturheimi. Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, tók við styttunni. Meira
7. apríl 2000 | Forsíða | 370 orð | 1 mynd

Forseti dúmunnar sakar V-Evrópuþjóðir um ofríki

GENNADÍ Seleznjov, forseti neðri deildar rússneska þingsins, dúmunnar, réðst í gær harkalega á þing Evrópuráðsins í Strassborg fyrir að svipta Rússa kosningarétti í ráðinu vegna meintra mannréttindabrota þeirra í Tsjetsjníu. Meira
7. apríl 2000 | Forsíða | 290 orð | 1 mynd

Segir son sinn beittan sálrænum þrýstingi

"ÉG VONA að ég muni senn fá tækifæri til að faðma son minn að mér," sagði Juan Miguel Gonzalez, faðir flóttadrengsins Elians, er hann kom til Bandaríkjanna í gær. Meira
7. apríl 2000 | Forsíða | 118 orð

Ætla að tæma brennandi lestarvagn

LÖGREGLA og sérfræðingar í eldvörnum í Noregi ákváðu í gærkvöldi að dæla própan-gasinu úr lestarvagninum sem enn brennur á stöðinni í Lillestrøm, að sögn Aftenposten, og flýta þannig fyrir brunanum. Meira

Fréttir

7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 359 orð

Á ekki rétt til búsetu á Kálfatjörn

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu héraðsdóms að Herdís Erlendsdóttir eigi hvorki rétt til erfðaábúðar né lífstíðarábúðar á jörðinni Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 831 orð

Ákvæði 7. greinar stjórnskipulega gilt

MEIRIHLUTI Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu í gær, í Vatneyrarmálinu svonefnda, að 7. gr. laga um stjórn fiskveiða, um úthlutun aflaheimilda, stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

Barnalækningadagur á morgun

FÉLAG íslenskra barnalækna heldur árlegan fræðslu- og vísindadag í samvinnu við AstraZeneca á morgun, laugardag. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 9.30. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Brettakvöld í Skálafelli

Á BRETTAKVÖLDUM Sprite í Skálafelli er skíðasvæðið opnað sérstaklega klukkan átta og opið til miðnættis, sem er mun lengritími en venjulega. D.J. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Dagvist MS með basar

DAGVIST MS-félagsins verður með basar laugardaginn 8. apríl kl. 12-15 að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Þar verða til sölu ýmsir munir, m.a. páskaskraut og fleira fallegt. Eins verður hægt að kaupa kaffi, kakó og vöfflur á sanngjörnu verði. Meira
7. apríl 2000 | Miðopna | 3479 orð | 15 myndir

Davíð Oddsson DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir...

Davíð Oddsson DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að niðurstaða Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu marki viss tímamót í umræðu um stjórn fiskveiða. Það liggi nú fyrir að það sé í valdi Alþingis að marka stefnuna. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Dæmdur í 3ja og hálfs árs fangelsi

SAUTJÁN ára gamall piltur, Ragnar Davíð Bjarnason, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás. Meira
7. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 539 orð | 1 mynd

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

NAWAZ SHARIF, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir flugrán og hryðjuverk. Meira
7. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 245 orð | 1 mynd

Ekið á tvo nemendur við skólann í vetur

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa ákveðið að verja 300 þúsund krónum til þess að hægt verði að ráða tvo gangbrautarverði til að sinna gangbrautarvörslu við Setbergsskóla í Hafnarfirði, fram á vor. Meira
7. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 422 orð

Ekki víst hvort reist verður æfinga- eða keppnishús

FRAMKVÆMDIR við knattspyrnuhús við Víkurveg í Grafarvogi hefjast að öllum líkindum í ágúst og er áætlaður byggingartími þess um 1 ár og því ætti húsið að geta verið komið í notkun haustið 2001. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Er til marks um góða vináttu þjóðanna

FORSETA Alþingis, Halldóri Blöndal, og sendinefnd var fagnað opinberlega í gær á þýska sambandsþinginu. Wolfgang Thierse (SPD), forseti þingsins, bauð gestina velkomna. Í ræðu sinni lofaði Thierse góð samskipti milli þjóðanna. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Everest styrkir Skíðasamband Íslands

EVEREST, útivistarverslun, og Skíðasamband Íslands (SKÍ) undirrituðu samstarfssamning vegna C-liðs SKÍ (team2006) fimmtudaginn 30. apríl. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 234 orð

Fagna átaki gegn unglingadrykkju

STJÓRN Vímulausrar æsku og foreldrahópsins fagnar því að blásið hefur verið á ný til átaks gegn unglingadrykkju. "Reynslan hefur sýnt að þegar foreldrar, unglingar og aðrir sem málið varða taka höndum saman er hægt að gera kraftaverk. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fagna lækkun vörugjalda á ökutækjum

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglarnir, fagna ákvörðun stjórnvalda um lækkun vörugjalda á ökutækjum og þá sérstaklega bifhjólum, segir í ályktun frá samtökunum. Einnig segir: "Sl. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fagnar þáttaskilum í virkjunarmálum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar NAUST: "Stjórn Naust (Náttúruverndarsamtök Austurlands) fagnar þeim mikilvægu þáttaskilum sem nú eru að gerast í virkjunarmálum á Austurlandi, með því að hætt verður við framkvæmd... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Finnbogi Jónsson segir upp hjá SÍF

FINNBOGI Jónsson, aðstoðarforstjóri SÍF, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu frá og með 1. júní næstkomandi. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Flugvirkjar íhuga tilboð Flugleiða

FLUGVIRKJAR sátu í gær samningafund hjá ríkissáttasemjara með viðsemjendum sínum frá Flugleiðum. Næsti fundur þeirra hefur verið boðaður klukkan 13 á laugardag en í dag verður fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Flugfélagi Íslands. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Frakkarnir heilir á húfi

HJÁLPARSVEITARMENN frá Vík í Mýrdal og Skaftártungu komu tveimur frönskum ferðalöngum til byggða seint í gærkvöld. Frakkarnir, kona og maður, höfðu ætlað að ganga suður Sprengisand en voru orðin úrvinda þegar þau óskuðu eftir hjálp. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Freyjukórinn syngur í Logalandi

FREYJUKÓRINN heldur tónleika í Logalandi, Borgarfirði á morgun, laugardag, kl. 15. Á tónleikunum verða flutt íslensk og erlend lög við undirleik Steinunnar Árnadóttur píanóleikara og Hauks Gíslasonar sem leikur á kontrabassa í tveimur lögum. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 646 orð | 5 myndir

Fölskvalaus gleði sæbúanna

Ríflega eitt hundrað nemendur Öskjuhlíðarskóla taka þátt í uppfærslu á ævintýrasöngleiknum Sæbúarnir, sem frumsýndur verður á morgun í Íslensku óperunni. Morgunblaðið leit inn á rennsli í gær og óhætt er að segja að fölskvalaus leikgleðin hafi skinið úr andliti litskrúðugra sæbúanna á sviðinu. Meira
7. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 224 orð | 1 mynd

Gert ráð fyrir þremur hringtorgum

LOKIÐ hefur verið við gerð umferðarskipulags fyrir Skeifuna og Fenin og hafin vinna að deiliskipulagi fyrir svæðið, að sögn Ragnhildar Ingólfsdóttur, hverfisstjóra hjá Borgarskipulagi. Meira
7. apríl 2000 | Miðopna | 20 orð

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins um dóminn í Vatneyrarmálinu

Leitað var til forystumanna stjórnmálaflokkanna, nokkurra lögskýrenda og málsaðila um viðhorf þeirra til dóms Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu sem féll í gær. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð

Hannes með efstu mönnum

HANNES Hlífar Stefánsson var í þriðja sæti á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu, með fullt hús stiga þegar sex skákum var ólokið í annarri umferð mótsins í gærkvöldi. Hannes Hlífar vann Jón Viktor Gunnarsson með svörtu. Meira
7. apríl 2000 | Landsbyggðin | 132 orð | 1 mynd

Háskólanám í heimabyggð

Grundarfirði - Það verður æ algengara að fólk stundi fjarnám og allar háskólastofnanir bjóða hluta af námsframboði sínu í fjarnámsformi. Nýlega var haldinn í Grundarfirði á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands opinn fundur um fjarkennslumál. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 174 orð | 2 myndir

Hefur lokið fjórðungi leiðarinnar

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari seiglast áfram í átt að norðurpólnum og bætti við sig 13,8 km á leið sinni á á miðvikudag. Hann hefur því gengið alls 210 km og hefur lokið einum fjórða hluta leiðarinnar. Meira
7. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 335 orð

Hröð þróun í átt að afkomutengdum launum

ÞRJÚ af hverjum fjórum fyrirtækjum, sem skráð eru á aðallista þýzku kauphallarinnar, DAX, eru nú farin að bjóða starfsmönnum sínum upp á að fá hluta launa greidd í hlutabréfum, að bandarískri fyrirmynd. Meira
7. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 411 orð

Húsfélagið kvartaði aldrei við mig

ÁRNI Guðmundsson, sem rekur Fiskbúðina Norðurbæ við Miðvang 41 í Hafnarfirði, segir að húsfélag íbúanna þar hafi aldrei beint til sín þeim kvörtunum vegna starfseminnar sem þeir tíunda í bréfi þar sem bæjarráð er beðið að hlutast til um að rekstur Árna... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hæfileikakeppni unglinga í Hafnarfirði

MENNINGARVIKA félagsmiðstöðva í Hafnarfirði hefur farið fram síðustu daga. Lokakvöld vikunnar fer fram föstudagskvöldið 7. apríl í íþróttahúsi Víðistaðaskóla og þá fer fram hæfileikakeppni ungs fólks, Höfrungur 2000. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 351 orð

Hækkun aldrei komið til nema vegna kæru Frjálsra fjarskipta

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Landssímanum: "Vegna ummæla talsmanna Frjálsra fjarskipta og Samkeppnisstofnunar í Morgunblaðinu 6. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 269 orð

Höfnuðu þremur meginkröfum VR

UPP úr samningaviðræðum milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka iðnaðarins slitnaði í gær. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að kaflaskil hafi orðið þegar atvinnurekendur höfnuðu þremur af fimm veigamestu kröfum VR, þ.e. Meira
7. apríl 2000 | Landsbyggðin | 401 orð | 2 myndir

Íslenskir hraunveggir hlaðnir við norsku stafkirkjuna

Vestmannaeyjum- "Við tókum að okkur þetta verkefni af því að það var sérstaklega áhugavert, og það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað þetta svæði verður glæsilegt þegar lokið verður við það í sumar," sagði Steinþór Einarsson... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 603 orð | 2 myndir

Íslenskt sendiráð opnað í Kanada að ári

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tilkynnti við upphaf hátíðahalda í tilefni afmælis landafundanna í Ameríku að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að opna sendiráð í Ottawa í mars á næsta ári. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ítreka bann við losun búfjáráburðar í yfirborðsvatn

AÐ GEFNU tilefni hefur umhverfisráðuneytið, í dreifibréfi til allra heilbrigðisnefnda í landinu, vakið athygli á að losun búfjáráburðar, s.s. frá svínabúum, í yfirborðsvatn er óheimil. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Karlakórinn Heimir með tónleika

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Glerárkirkju annað kvöld, laugardagskvöldið 8. apríl, kl. 21. Söngskrá kórsins er mjög fjölbreytt en nefna má íslensk lög, óperukóra, rússnesk þjóðlög, Vínarvalsa, létt lög og lagasyrpur. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð

Karlanefnd telur lengingu fæðingarorlofs tímamót

KARLANEFND Jafnréttisráðs fagnar þeim tímamótum í jafnréttis- og fjölskyldumálum sem verða með framlagningu frumvarps ríkisstjórnarinnar um lengingu fæðingarorlofs í níu mánuði, jöfnum rétti foreldra og tekjutengingu greiðslna í orlofinu. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á sunnudag, 9. apríl. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju á sunnudag kl. 11. Kyrrðarstund verður í kirkjunni um kvöldið, kl.... Meira
7. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Konur þingforsetar

BÆÐI neðri og efri deild spænska þingsins, Cortes, kaus á miðvikudag konur í embætti þingforseta, að því er fram kemur á vefsíðu El Pais . Meira
7. apríl 2000 | Landsbyggðin | 46 orð | 1 mynd

Lestrarkeppni Grunnskóla á Vesturlandi

Grundarfirði - Upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Grundarfirði nýverið. Keppnin fólst í upplestri bundins og óbundins máls. Þrír nemendur úr grunnskóla Borgarness voru hlutskarpastir. Fyrstu verðlaun fékk Birgir Þórisson (t.v. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð

Löggjafinn hef-ur vald til að leggja á gjald

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að fram komi í forsendum dóms Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu að löggjafinn hafi vald til að leggja á gjald fyrir úthlutaðar veiðiheimildir. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Maraþon skiptinema

SKIPTINEMAR og þeir sem tengjast skiptanemasamtökunum AFS á Akureyri og víðar á Norðurlandi efna til maraþons á planinu við líkamsræktarstöðina World Class á morgun, laugardaginn 8. apríl. Þeir byrja kl. 14.14 og verða að fram að sama tíma á sunnudag. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 569 orð | 3 myndir

Margvísleg merki öflugrar nýsköpunar

TVEGGJA daga opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Rangárvallasýslu hófst í gærmorgun þegar sýslumaður Rangæinga, Friðjón Guðröðarson, og frú Ingunn Jensdóttir tóku á móti forseta og fylgdarliði á Þjórsárbrú. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 17 orð | 1 mynd

Með Morgunblaðinu í dag er dreift...

Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá versluninni Lyf og heilsa: "Fötin sem við fæðumst í... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 22 orð

Monó-ball í Leikhúskjallaranum

MONÓBALL verður haldið í Leikhúskjallaranum föstudaginn 7. apríl þar sem hljómsveitin Buttercup leikur fyrir dansi. Eining mun Gummi Gonzales, plötusnúður á Monó þeyta... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð

Námskynning árið 2000

HÁSKÓLAR á Íslandi standa fyrir námskynningu í Reykjavík sunnudaginn 9. apríl kl. 13-17 með opnu húsi í Háskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
7. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 33 orð

Nýr tónlistarskólastjóri

SKÓLANEFND Tónlistarskóla Kópavogs hefur ráðið Árna Harðarson, tónskáld og söngstjóra, í starf skólastjóra Tónlistarskólans frá 1. september nk. Frá og með þeim degi lætur Fjölnir Stefánson tónskáld af starfinu en hann verður sjötugur næsta... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 1153 orð | 2 myndir

Ný tæki lækka kostnað og fækka legudögum

Umræðuefnin snúast um mat á aðferðum við aðgerðir, skarð í vör, bráða briskirtilsbólgu, beinbrot, meðhöndlun upphandleggsbrota og brottnám krabbameins, svo dæmi séu nefnd. Jóhannes Tómasson hlýddi á nokkur erindi, ræddi við lækna og leit á lyfja- og áhaldasýningu. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Rangar tölur í töflu Í blaðinu...

Rangar tölur í töflu Í blaðinu í gær á bls. 4 var fjallað um skil á virðisaukaskatti. Í töflu sem fylgdi fréttinni um fjölda virðisaukaskattskyldra aðila á Íslandi var fjöldi skattskyldra frá Skattstofu Austurlands árið 1991 sagður 1. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 278 orð

Ráðstefna um manneldi á nýrri öld

Háskóli Íslands stendur fyrir þverfaglegu málþingi í Odda laugardaginn 8. apríl kl. 13-17 um manneldi á nýrri öld sem ætlað er að gefa innsýn í mikilvægi manneldismála meðal þjóða heims. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Rætt um stofnun Tækniháskóla

AÐALFUNDUR Meinatæknafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 8. apríl kl. 16 í Síðumúla 35. Fundarefni eru hefðbundin aðalfundarstörf. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð

Salsa á Klaustrinu

ÚTVARPSSTÖÐIN FM957 heldur sitt fyrsta salsakvöld á skemmtistaðnum Klaustrinu Klapparstíg í kvöld, föstudaginn 7. apríl. Kvöldið hefst kl. 22.06 með suðrænum vökva fyrir boðsgesti ásamt því að dj. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 73 orð | 1 mynd

Samkoma á sunnudag

KÓR eldri borgara á Akureyri heldur almenna skemmtun í Húsi aldraðra, Lundargötu 7 á Akureyri, sunnudaginn 9. apríl kl. 15.00. Skemmtunin er haldin til styrktar Danmerkurferð kórsins í maí nk. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Samþykkt byggingarnefndar algjört áfall

ÚLFAR Gunnarsson, eigandi húseignarinnar að Helgamagrastræti 10 á Akureyri, sagði að samþykkt byggingarnefndar væri "algjört sjokk", eins og hann orðaði það. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Sigurdans Eyjastúlkna

KVENNALIÐ ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik er liðið lagði Gróttu/KR 19:17 í Vestmannaeyjum í gærkvöld. ÍBV vann Gróttu/KR þrívegis sem tryggði kvennaliðinu sinn fyrsta meistaratitil í sögu félagsins. Meira
7. apríl 2000 | Landsbyggðin | 211 orð | 2 myndir

Sílaball með pabba og mömmu

Flateyri - Hið árlega Sílaball nemenda í Grunnskóla Önundarfjarðar var haldið í Félagsheimili Flateyringa nýverið. Troðfullt var út úr húsi og ríkti mikil og góð stemmning meðal yngri sem eldri. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Skíðaskotfimi og sýning á búnaði

KYNNING á skíðaskotfimi fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri laugardaginn 8. apríl kl. 13.00, í tengslum við Vetraríþróttahátíð ÍSÍ. Haldin verður keppni þar sem gengnir verða 10 km og skotið á þar til gerð mörk á 50 metra færi. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð

Styrkur til háskólanáms í fornleifafræði

Í HEIMSÓKN Kjell Magne Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, í ágúst sl. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð

Sveitarfélögin sjái um gerð kjarasamninga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Baráttufundur Starfsmannafélags Reykjanesbæjar og Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða haldinn í Stapa fimmtudaginn 30. mars sl. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 26 orð

Sölusýning á hrossum

SÖLUSÝNING á hrossum verður haldin laugardaginn 8. apríl kl. 14 í Reiðhöllinni á Blönduósi. Sýningin er á vegum hrossabænda í Austur-Húnavatnssýslu. Sýnd verða hross við allra... Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 280 orð

Til umræðu að Kanada opni sendiráð í Reykjavík

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að fundur hans og Jeans Chrétiens, forsætisráðherra Kanada, í gær hefði verið mjög góður. Hann hefði tekið jákvætt í flest þeirra mála sem hann hefði nefnt á fundinum. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 686 orð | 1 mynd

Tónlist er alvöru nám

Eiríkur G. Stephensen fæddist 7. október 1962 í Reykjavík. Hann lauk blásarakennaraprófi 1995 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík frá blásarakennaradeild. Hann var gestanemandi í Hochschule für Musik Hans Eisler 1986 til 1987. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tveir bátar hætt komnir við Hafnarnes

TVEIR netabátar voru hætt komnir í gærmorgun við Hafnarnes út af Þorlákshöfn, en fyrir snarræði fiskibáta tókst að forða þeim frá því að reka á land. Meira
7. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Tveir Leeds-áhangendur myrtir í Istanbúl

TVEIR áhangendum breska knattspyrnuliðsins Leeds United létu lífið í óeirðum er brutust út meðal breskra og tyrkneskra knattspyrnuáhugamanna í Istanbúl í fyrrakvöld, sólarhring fyrir leik Leeds og tyrkneska liðsins Galatasaray sem fór fram í gærkvöld. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð

Umhverfisvinir fagna á Hótel Borg

UMHVERFISVINIR efna til hátíðarsamkomu á Hótel Borg n.k. laugardagskvöld kl. 21. Meira
7. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 195 orð

Unglingahátíð, fjölskyldusamvera og gospelkvöld

ÍÞRÓTTAHÚSIÐ á Hrafnagili mun iða af lífi um helgina, en þar verður unglingahátíð í kvöld, föstudagskvöld, fjölskyldusamvera á morgun og annað kvöld verður þar gospelkvöld fyrir ungt fólk. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 9877 orð | 2 myndir

Úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt

MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í heild sinni dóm Hæstaréttar frá því í gær, fimmtudaginn 6. apríl, í máli ákæruvaldsins gegn Birni Kristjánssyni og Svavari Rúnari Guðnasyni og Hyrnó ehf. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Vefsíða fyrir byrjendur

OPNUÐ hefur verið ný íslensk vefsíða, byrja.is, sem mun gera aðgang að Netinu auðveldari fyrir byrjendur, segir í fréttatilkynningu. "Undirbúningur og vinna við síðuna hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Meira
7. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Viljum náin tengsl við Evrópusambandsríkin

Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, braut norræna hefð með því að fara í fyrstu heimsókn sína eftir embættistöku til Þýzkalands, en ekki til eins hinna norrænu nágranna. Auðunn Arnórsson hitti Stoltenberg í Berlín eftir fund hans með Gerhard Schröder kanzlara. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð

Víkurvagnar með sýningu í Mjódd

VORDAGAR Víkurvagna hefjast í göngugötu Mjóddarinnar í Breiðholti föstudaginn 7. apríl nk. Þetta er sölusýning þar sem kynnt verða tjaldvagnar, fellihýsi og kerrur framleiddar af Víkurvögnum. Meira
7. apríl 2000 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Vorbasar á Ási

Hveragerði - Hinn árlegi vorbasar heimilismanna á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi í Hveragerði verður haldinn næstkomandi laugardag í föndurhúsinu við Frumskóga. Á basarnum kennir margra grasa en þar selur heimilisfólkið afrakstur vinnu síðastliðinna mánuða. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 108 orð

Waldorf skólakynning

WALDORF skólinn Sólstarfið í Reykjavík verður með kynningu á skólastarfinu og uppeldisfræði Rudolf Steiner á morgun, laugardaginn 8. apríl, í Hraunbergi 12. Meira
7. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð

Össur og Tryggvi á Ísafirði

ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, formannsefni Samfylkingarinnar, verða á opnum framboðsfundi á Hótel Ísafirði laugardaginn 8. apríl, kl. 14. Meira

Ritstjórnargreinar

7. apríl 2000 | Leiðarar | 644 orð

DÓMUR HÆSTARÉTTAR

MEÐ dómi Hæstaréttar Íslands í gær í hinu svonefnda Vatneyrarmáli hefur æðsti dómstóll landsins kveðið upp grundvallardóm um nokkra lykilþætti fiskveiðistjórnarkerfisins og þar með eytt að verulegu leyti ákveðinni réttaróvissu, sem hefur verið til staðar... Meira
7. apríl 2000 | Staksteinar | 387 orð | 2 myndir

Fátæktin skattlögð

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður segir á vefsíðu sinni: "14 þúsund láglaunafjölskyldur sem voru skattlausar á árinu 1995, er nú farnar að greiða skatt og það af launum og lífeyri sem eru nánast undir hungurmörkum, þar sem skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun. Ef skattleysismörk hefðu fylgt launaþróun hefðu þau átt að vera tæplega 80 þúsund krónur á árinu 1999 í stað liðlega 63 þúsund kr." Meira

Menning

7. apríl 2000 | Menningarlíf | 146 orð | 2 myndir

Einleikarapróf í Salnum

SEINNI hluti einleikaraprófs Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur sellóleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verður í Salnum á morgun, laugardag, kl. 20.30. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Flutt verður Svíta nr. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Ég sé ekki Muninn

HUGLEIKUR frumsýnir leikritið Ég sé ekki Muninn í Möguleikhúsinu við Hlemm, í kvöld kl. 20. Leikritið er gamanleikrit byggt á Hávamálum og hafa fjórtán Hugleiks höfundar túlkað þau, hver á sinn máta og leikstýrir Þór Tulinius verkinu. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Fræbbblarnir veita heiðursorðu

HLJÓMSVEITIN Fræbbblarnir er orðin einn af staðfastari hlutunum í íslensku menningarlífi. Þau eru nú átta talsins en fjórir meðlimir hafa verið í hljómsveitinni síðan hún var stofnuð árið 1979. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Heim til Kína á ný

SAKSÓKNARAR bandarísku Alríkislögreglunnar hindruðu fyrir skemmstu sölu þessa 10. aldar kínverska marmaraskúlptúrs. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Heimur Guðríðar á Hallgrímshátíð

LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, verður sýnt í Safnaðarheimili Sandgerðis á Hallgrímshátíð á sunnudag kl. 20.30. Hallgrímshátíð hefst með messu í Hvalsneskirkju kl.... Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Hollusta og heilbrigði

Á ÁRSHÁTÍÐ Grunnskóla Bolungarvíkur var rækilega á það minnt að í bæjarfélaginu er rekið öflugt heilsuátaksverkefni undir kjörorðinu "Bolungarvík heilsubær á nýrri öld", því rauði þráðurinn í hinum frábæru skemmtiatriðum sem nemendur skólans... Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 481 orð | 1 mynd

Innlit í speglasal

Tónleikar Davids Pajos og hljómsveitar hans undir nafninu Papa M, haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Lágmenningarborgin snýr aftur, sem stendur út árið. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 274 orð | 1 mynd

Íslenskt grín? Já takk!

ÞAÐ ER þjóðlegur bragur á listanum yfir mest seldu gömlu, góðu og ódýru skífurnar. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 507 orð | 1 mynd

KAJAK OG TÚPILAK

GRÆNLENSKIR dagar standa yfir í Reykjavík. Enn á ný fáum við tækifæri til að fræðast um Grænland, land og þjóð. Dagarnir eru haldnir af Grænlensk-íslenska félaginu Kalak í samvinnu við Norræna húsið og Reykjavík menningarborg Evrópu. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 328 orð | 1 mynd

Kaj Nyborg sýnir í GUK

NÚ stendur yfir sýning á verkum Kaj Nyborg í garðinum í Ártúni 3 á Selfossi. Þar hefur Kaj sett upp verk sem hann kallar "DRIVE-IN, nýr staður á Selfossi". Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Kjaftforir krakkar

Leikstjóri: Trey Parker. Handrit: Trey Parker, Mark Stone o.fl. Raddsetning: Trey Parker, Matt Stone, George Clooney, Eric Idle. (81 mín.) Bandaríkin 1999. Warner-myndir. Bönnuð innan 12 ára. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 224 orð | 1 mynd

Lögin hans Ómars í Kaffileikhúsinu

ALLIR þekkja Ómar Ragnarsson, fréttamanninn fljúgandi en hann hefur unnið sér annað til frægðar en að flögra um loftin blá. Ómar er nefnilega mjög atorkusamur textahöfundur auk þess sem hann hefur samið fjölda laga. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 48 orð | 1 mynd

M-2000

Föstudagur 7. apríl Norræna húsið. Kl. 20. Tónleikar - Rasmus Lyberth Rasmus Lyberth kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska og er vel kunnur á Grænlandi og einnig í Danmörku. Meira
7. apríl 2000 | Myndlist | 627 orð | 1 mynd

Maður um mann

Safnið er opið frá 13 til 18 og sýningin stendur til 14. maí. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Mannsskrokkar og popparar í ASÍ

SÝNINGAR á verkum Kjartans Ólasonar og Þórarins Óskars Þórarinssonar, Agga, verða opnaðar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, laugardaginn 8. apríl kl. 16. Kjartan sýnir verk sín í Ásmundarsal. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 153 orð

Málþing um tónlistarfræðslu

"TÓNLISTARKENNSLA á tímamótum - Af hverju tónlist?" heitir málþing sem Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna standa fyrir í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1, sunnudaginn 9. apríl kl. 10-16. Meira
7. apríl 2000 | Tónlist | 845 orð

Með akademískum yndisþokka

Kórlög eftir Egil Gunnarsson, Victor Urbancic, Báru Grímsdóttur, Jónas Tómasson, Jón Leifs, Lasso, Arcadelt, Monteverdi, Gesualdo, Seiber og Brahms. Vox academica (kammerkór Háskóla Íslands) u. stj. Egils Gunnarssonar. Miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:30. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Olíupastelmyndir í Gerðubergi

ÞÓR Magnúss Kapor opnar sýningu á myndum máluðum með olíupastellitum í dag, föstudag, kl. 16 í Félagsstarfinu í Gerðubergi. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 1347 orð | 1 mynd

Símakryddið

Söngkonan Mel C, íþróttaálfurinn úr Spice Girls, gaf út sína fyrstu sólóplötu á síðasta ári. Síðan þá hefur smellunum rignt yfir heimsbyggðina. Birgir Örn Steinarsson sló á þráðinn til stúlkunnar. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 286 orð | 1 mynd

Supremes saman á ný

SÖNGKONAN Diana Ross á sér marga aðdáendur, suma hverja síðan hún söng með hljómsveitinni The Supremes á sjötta og sjöunda áratugnum en sú sveit gerði m.a. lögin "Stop! In the Name Of Love" og "Baby Love" ódauðleg. Meira
7. apríl 2000 | Myndlist | 839 orð | 2 myndir

Svipir æskunnar

Sýningin er opin þriðjudag til föstudags frá 14 til 18, laugardaga frá 14 til 22 og sunnudaga frá 14 til 18. Hún stendur til 7. maí. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 12 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Stöðlakot Sýningu Daða Guðbjörnssonar lýkur á sunnudag. Gallerí Stöðlakot er opið daglega kl.... Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Sögulegur búningur

EFTIR FLEIRI en eitt og fleiri en tvö aprílgöbb þá verður hinn eini sanni nýi KR-búningur loksins frumsýndur í kvöld. Staðurinn er að sjálfsögðu bækistöð KR-inga, Rauða ljónið, og stundin er kl. 22.00. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 335 orð | 1 mynd

Tilfinningar hafa ekki þjóðerni

"Já, ég held það bara." Þannig svarar Rasmus Lyberth spurningunni um hvort hann sé þekktasti tónlistarmaður Grænlands. "Ég hef verið að spila í 30 ár og ferðast víða. Meira
7. apríl 2000 | Tónlist | 556 orð | 1 mynd

Tvö rómantísk Bé

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék Sinfóníu nr. 8 í F-dúr op. 93 eftir Ludwig van Beethoven og Sinfóníu nr. 7 í E-dúr eftir Anton Bruckner. Ole Kristian Ruud stjórnaði. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Vandfundinn er vinur í raun

½ Leikstjóri: Andrew Frank. Handrit Mark Distefano og Tom McCluskey. Aðalhlutverk: Roger Rignack, Steven Christopher Young, (103 mín.) Bandaríkin 1992. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. Meira
7. apríl 2000 | Myndlist | 521 orð | 1 mynd

Vangaveltur Ráðhildar

Sýningin er opin frá 10 til 18 og lýkur í dag, 7. apríl. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 134 orð

Vortónleikar Borgarkórsins í Reykjavík og Hafnarfirði

FYRRI vortónleikar Borgarkórsins verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag kl. 20.30 og hinir síðari í Hafnarborg, Hafnarfirði, á mánudag kl. 20.30. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Westlife setti met

ENGIN lát eru á vinsældum írsku hljómsveitarinnar Westlife. Á sunnudaginn var settu þeir met er þeir höfðu náð fimm sinnum að koma lagi beint á topp breska smáskífulistans. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Ætlar ekki að leika Anakin

FYRRVERANDI "konungur heimsins" Leonardo DiCaprio segist ekki hafa neinn tíma til þess að leika Anakin Skywalker í næstu Stjörnustríðsmyndinni en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hann sé efstur á óskalista George Lucas. Meira
7. apríl 2000 | Menningarlíf | 641 orð

Örfá orð

GLERLISTAMAÐURINN Jónas Bragi heiðrar mig með nokkrum línum í blaðinu í dag, 6. apríl, sem gefur mér kærkomið tækifæri til að koma að nokkum athugasemdum, í stað þess að hamra endurtekið á þeim í vettvangsskrifum mínum. Meira
7. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 194 orð | 1 mynd

Örlögin ráðast

ÞEIM hefur greinilega ekki verið ætlað að halda hópinn stúlkunum í Destiny's Child. Fyrir rétt um mánuði gaf sveitin frá sér fréttatilkynningu þess efnis að tvær stúlkurnar, LaTavia og LeToya, hefðu hætt vegna "listræns ágreinings. Meira

Umræðan

7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 10. apríl, verður fertug Helga Bára Karlsdóttir, skrifstofumaður, Hléskógum 21, Reykjavík . Eiginmaður hennar er Páll Ægir Pétursson, skipstjóri . Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 7. apríl verður fimmtugur Karl Hólm . Hann og Sirrý kona hans munu taka á móti gestum í sal frímúrara að Bakkastíg 16 í Njarðvík á afmælisdaginn frá klukkan... Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn tileinkaður blóðgjöfum og blóðbankaþjónustu

Tryggja þarf Blóðbankanum aðstöðu, segir Sveinn Guðmundsson, sem hæfir mikilvægu þjónustuhlutverki hans. Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 1021 orð | 1 mynd

Fórnum ekki kaupmættinum

Á tveggja ára tímabili frá árslokum 1987 féll kaupmáttur um tæplega 20%. Ari Edwald segir að það ráðist á næstu vikum hvort við köllum slíka þróun yfir okkur á ný. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, laugardaginn 8. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Alda Guðbjörnsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson, Heimatúni 2, Bessastaðahreppi. Þau taka á móti gestum milli kl. Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Hagsmunagæsla þingmanna á Íslandi og í Bandaríkjunum

Það er með ólíkindum, segir Vilhjálmur Bjarnason, að þessir menn skuli taka að sér hagsmunagæslu fyrir Atlantsskip hf. á Íslandi. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 676 orð

Landkynning handa Ungverjum

HOLLVINUR minn í Búdapest sendi mér nýlega ljósrit af grein úr ungverska blaðinu Kiskegyed frá 4. janúar 2000 um bar-dansara á Íslandi. Höfundur heitir Tünde Nagy. Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Lýðræðið í öndvegi

Krafa Samfylkingarinnar um opið bókhald hefur vakið þvílíkar geðshræringar í herbúðum sjálfstæðismanna, segir Björgvin G. Sigurðsson, að annað eins hefur vart vitnast í seinni tíma stjórnmálaumræðu. Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Nýjar leiðir í mótun námsumhverfis

Tilgangur ferðarinnar, segir Sigurður Björgúlfsson, var að skoða skólabyggingar og kynnast því ferli, sem notað er við undirbúning skólastarfs og skólabygginga. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 614 orð

OFT tekur Víkverji dagsins undir með...

OFT tekur Víkverji dagsins undir með þeim sem gagnrýna endalausan vöxtinn í opinberum útgjöldum og finnst að stjórnvöld mættu gera meira af því að staldra við þegar einhver fær þá hugmynd að nota skattféð til að leysa "brýnan vanda". Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Ómega, tíundin og Gadwa-fjölskyldan

Í ÞESSU bréfi langar mig að fjalla um tvö mál sem eru ofarlega í huga mínum. Fyrra málið er það að ég fékk bréf inn um lúguna hjá mér. Það var fréttabréf Ómega sem ég hef fengið mánaðarlega í nokkur ár án þess að hafa beðið um það. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 811 orð

Til yfirstjórnar ríkisspítala

NÚ þegar á að ráða í yfirmannsstöður sameinaðs Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landsspítala fer ég fram á að fá svör við eftirfarandi spurningum. Lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur segir í svarbréfi til Velvakanda Morgunblaðsins dags. 8. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Verslun í Vesturbænum enn

Á LIÐNU ári ritaði ég stutta grein eða bréf í Morgunblaðið, þar sem minnst var á ófremdarástand það, sem er á verslunarmálunum í vesturbæ Reykjavíkur, eftir að minnsta kosti þrjár matvöruverslanir hafa verið lagðar niður. Meira
7. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 100 orð

VIÐ VERKALOK

Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld. Og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld. Er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt, og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt. Meira
7. apríl 2000 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Þögn er sama og samþykki

Mínar áherslur, segir Egill Jónsson, eru að bændur ættu að fá langstærstan hluta þess fjár sem ríkisvaldið reiðir fram til samningsins. Meira

Minningargreinar

7. apríl 2000 | Minningargreinar | 4554 orð | 1 mynd

ARNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR

Arnheiður Böðvarsdóttir fæddist í Útey í Laugardal 14. júlí. 1904. Hún lést í Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. mars síðastliðinn. Arnheiður var dóttir hjónanna Böðvars Magnússonar, f. 25.12. 1877, bónda á Laugarvatni, og konu hans Ingunnar Eyjólfsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 2046 orð | 1 mynd

HELGI BJARNASON

Helgi Bjarnason fæddist í Reykjavík 11. júní 1927. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason, kennari í Reykjavík, f. 24. jan. 1900 í Efri-Ey í Leiðvallahreppi í V-Skaft., d. 25. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 7650 orð | 1 mynd

HINRIK RAGNARSSON

Hinrik Ragnarsson fæddist á Hellissandi 15. nóvember 1920. Hann lést á Landspítalanum 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Ásbjarnardóttir, f. 13.1. 1900, d. 18.9. 1983 og Ragnar Konráðsson, f. 10.11. 1899, d. 29.2. 1988. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 2800 orð | 1 mynd

RAGNAR SIGURÐSSON

Ragnar Sigurðsson fæddist á Syðra-Hóli, Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 27. júní 1916. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurgeirsson, bóndi og smiður á Syðra-Hóli, f. 27. júní 1880, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 931 orð | 1 mynd

Þorfinnur Sævar Þorfinnsson

Þorfinnur Sævar Þorfinnsson fæddist hinn 17. desember 1928 í Þórsmörk á Akranesi. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn. Hann var yngstur barna hjónanna Þorfinns Hanssonar og Svanhildar Kristjánsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 1316 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN VILHJÁLMSSON

Þórarinn Vilhjálmur Helgi Vilhjálmsson fæddist á Hamri í Gaulverjabæjarhreppi 12. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 31. mars. Meira  Kaupa minningabók
7. apríl 2000 | Minningargreinar | 449 orð | 1 mynd

ÖRN INGÓLFSSON

Örn Ingólfsson fæddist á Seyðisfirði 7. september 1930. Hann lést 17. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 24. mars. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Almennar hækkanir á hlutabréfamörkuðum

NASDAQ-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,4% eða 98,34 punkta í 4.267,56 stig í gær. Voru það helst hækkanir á hlutabréfum í líftæknifyrirtækjum sem lyftu vísitölunni upp í gær. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Eins milljarðs fjárfesting

EIMSKIP vinnur nú að hagkvæmniathugun á byggingu 20.000 fermetra vörudreifingarmiðstöðvar í Sundahöfn, sem mundi leysa af hólmi rúmlega 4. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Engin ákvörðun enn um framhaldið hjá Samskipum

ENGIN ákvörðun hefur verið tekin um hvað við taki í flutningum Samskipa til Ameríku þegar frestur sem Samkeppnisstofnun gaf félaginu til að hætta samstarfi við Eimskipafélag Íslands um flutninga á þessari flutningaleið rennur út í ágúst í sumar. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1743 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 06.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 06.04.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 70 20 39 6.171 242.397 Grálúða 157 153 155 244 37.932 Grásleppa 146 20 69 331 22.748 Hlýri 76 31 65 4.446 287. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Heildarávöxtun 29% í fyrra

HREIN ávöxtun Lífeyrissjóðsins Hlífar á síðasta ári var 22,1%, en heildarávöxtun eftir kostnað var 29%, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. Meðaltal raunávöxtunar sjóðsins síðastliðin fimm ár er 12,6%. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 888 orð | 1 mynd

Landsvirkjun eftir sem áður með yfirburðastöðu

SAMTÖK iðnaðarins draga í efa að fyrirhugaðar breytingar á raforkumarkaði leiði til aukinnar samkeppni, þar sem Landsvirkjun muni eftir sem áður hafa yfirburðastöðu á orkumarkaðnum eða um 90% af framleiðslugetu kerfisins. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 937 orð | 1 mynd

Samstarf við kanadískt lyfjafyrirtæki

"ÁRIÐ 1999 var viðburðaríkt í starfsemi Delta hf.," sagði Sigurður G. Jónsson, stjórnarformaður Delta, þegar hann kynnti skýrslu fráfarandi stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið ár á aðalfundi Delta hf. sem haldinn var í gær. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. mars '00 3 mán. RV00-0620 10,74 - 5-6 mán. RV00-0817 10,50 - 11-12 mán. Meira
7. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 72 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.4. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

7. apríl 2000 | Fastir þættir | 298 orð | 1 mynd

20 stórmeistarar í hópi keppenda

ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið, hið nítjánda í röðinni, hófst sl. miðvikudag. Mótið er teflt í Ráðhúsi Reykjavíkur og tefla 76 þátttakendur 9 umferðir. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 52 orð

Aðalfundur Félags hrossabænda

Félag hrossabænda heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 13. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10 á Hótel Sögu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir tveir aðalmenn í stjórn í stað þeirra Skjaldar Stefánssonar og Ólafs Einarssonar. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 629 orð

Áhugasamir á námskeiði um kynbótadóma í Kanada

Fólk kom um langan veg til að sækja námskeið sem Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna, og Jón Vilmundarson kynbótadómari héldu í Kanada fyrir skömmu. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Ágúst um námskeiðið og fleira. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 352 orð

Breyting á dýralæknisskoðun útflutningshrossa

Yfirdýralæknir hefur sent hrossaútflytjendum bréf þar sem greint er frá þeim breytingum sem orðið hafa á dýralæknisskoðun vegna útflutnings hrossa eftir að lög nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr tóku að fullu gildi 1. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 315 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í dag skulum við líta á slemmuspil úr fimmtu umferð MasterCard-mótsins, þar sem deildar meiningar voru um bestu spilamennsku sagnhafa. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 111 orð | 1 mynd

Enn minnkar útflutningur

MUN færri hross hafa verið flutt út 1. apríl síðastliðinn en á sama tímabili í fyrra og nokkuð færri en 1. apríl 1998. Meira
7. apríl 2000 | Dagbók | 709 orð

(Fil. 4, 4.)

Í dag er föstudagur 7. apríl, 98. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Meira
7. apríl 2000 | Viðhorf | 799 orð

Fréttabraskarar

Það eru gömul sannindi að hefðbundin aðferð getur orðið vísinda- og fræðimönnum fjötur um fót, og þetta getur allt eins átt við um fjölmiðlafólk. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 76 orð

Hestamót helgarinnar

SAMKVÆMT mótaskrá Landssambands hestamannafélaga verða tvö mót haldin um helgina. Þriðja og síðasta Vetrarmót Geysis verður haldið á Gaddstaðaflötum og verða þá væntanlega kunn úrslit í stigakeppni vetrarins eftir þessi þrjú mót. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 83 orð

Hesturinn í leik og starfi á FT-dögum

Félag tamningamanna gengst fyrir nýstárlegri dagskrá á FT-dögum sem hefjast fimmtudaginn 13. apríl næstkomandi í Reiðhöllinni í Víðidal.Dagskráin hefst kl. 19.30 þegar FT-félagar kynna nokkur sýningaratriði fyrir opnu húsi. Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 69 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Fyrir Taflfélag Garðabæjar í Íslandsflugsdeildinni tefldi ástralski stórmeistarinn Ian Rogers (2562). Hann sýndi skemmtilega takta í keppninni og er meðfylgjandi staða frá viðureign hans við Ágúst S. Karlsson (2345). Meira
7. apríl 2000 | Fastir þættir | 116 orð

Tveir nýir kynbótadómarar

Tveir nýir kynbótadómarar munu hefja störf í vor og sumar. Það eru þau Svanhildur Hall og Valberg Sigfússon.Kynbótadómarar hér á landi eru þar með orðnir 12 talsins og að sögn Ágústs Sigurðssonar hrossaræktarráðunautar er það góð tala. Meira
7. apríl 2000 | Í dag | 517 orð | 2 myndir

Vorferð barnastarfs Víðistaðakirkju

VORFERÐ barnastarfsins verður farin laugardaginn 8. apríl. Lagt verður af stað frá Víðistaðakirkju kl. 13 og haldið til Þingvalla þar sem stoppað verður um stund, en síðan ekið um Grímsnes. Þar verður áð og nestis notið. Meira

Íþróttir

7. apríl 2000 | Íþróttir | 451 orð

Afturelding og Fram mætast í úrslitum

JÓN Kristjánsson var sannspár um hvaða lið kæmust í undanúrslit karla í handknattleik þegar hann spáði fyrir um úrslit leikja í átta liða úrslitum á dögunum. Morgunblaðið leitað því á ný til Jóns og bað hann um að spá um hvaða lið kæmust í úrslit. Jón var ekki í vandræðum með það, sagði að Afturelding og Fram myndu leika til úrslita. Í kvöld verða fyrstu leikir liðanna í undanúrslitum en þar leika þau fjögur lið sem urðu í efstu sætunum í deildarkeppninni. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

GUÐJÓN Þórðarson tilkynnti í gær að...

GUÐJÓN Þórðarson tilkynnti í gær að hann ætlaði að taka áhættu á lokakafla 2. deildarinnar og fjölga í sóknarlínu Stoke . Hann ætlar að tefla Arnari Gunnlaugssyni sem þriðja sóknarmanni, fyrir aftan hina tvo, þegar Stoke fær Brentford í heimsókn á... Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 25 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit, fyrsti leikur:...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit, fyrsti leikur: Varmá:UMFA - Haukar 20 2. deild karla: Akureyri:Þór - Grótta/KR 20 Smárinn:Breiðablik - Völsungur 20 BLAK Undanúrslit karla: Hagaskóli:Þróttur R. - Stjarnan 19. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 39 orð

ÍBV tíunda nafnið

NAFN Íþróttabandalags Vestmannaeyja er tíunda nafnið sem er skráð á skjöld meistaraliðs kvenna í handknattleik innanhúss. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 65 orð

Jens Jeremies í landsleikjabann

JENS Jeremies, landsliðsmaður Þýskalands og leikmaður Bayern München, var í gær settur í eins leiks landsleikjabann fyrir að gagnrýna þjálfarann Erik Ribbeck, sagði landsliðið máttlaust undir hans stjórn. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 277 orð

Keflavíkurstúlkur standa vel að vígi

KR-stúlkur tóku á móti Keflavík í gærkvöldi í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 362 orð

Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eru...

Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eru ágætlega launaðar, a.m.k. miðað við stöllur þeirra víðsvegar í heiminum. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 149 orð

Leikmenn Gróttu/KR sýndu hreysti

LEIKMENN Gróttu/KR urðu að fara sjóleiðina til Vestmannaeyja til þess að etja kappi við ÍBV í þriðja leik liðanna á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 332 orð

Ódýrara að hafa erlendar stúlkur

Fjórir erlendir leikmenn leika með nýkrýndum Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik kvenna, sem lögðu Gróttu/KR í spennandi leik í Eyjum í gærkvöldi, 19:17. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 703 orð | 1 mynd

Renndi blint í sjóinn

"ÉG er ánægð með útkomuna í þessum leik, úrslitin skipta okkur ekki meginmáli heldur að leikmenn nái að framkvæma þau atriðið sem við höfum verið að æfa. Það tókst að þessu sinni og því get ég ekki verið annað en nokkuð sátt," sagði April Heinrichs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, um fyrri landsleikinn við Ísland á miðvikudag. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 73 orð

Sá besti hælir Kristjáni

MARK J. Williams frá Wales, stigahæsti snókerleikari heims, bar lof á Kristján Helgason eftir viðureign þeirra í 32 manna úrslitum skoska meistaramótsins í Aberdeen í fyrrakvöld. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 73 orð

Sex sundmenn til Svíþjóðar

SEX sundmenn eru á förum til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem sundmennirnir taka þátt í keppni í 50 m laug. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 654 orð

Skipsflautur og flugeldar í Eyjum

SKIPSFLAUTUR voru þeyttar og flugeldum skotið á loft í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar "stelpurnar" þeirra urðu Íslandsmeistarar í handknattleik eftir æsispennandi úrslitaleik við Gróttu/KR. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 305 orð

Skiptum yfir í árásarham

"VIÐ breyttum um stefnu í leiknum og skiptum úr varnarham í árásarham," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði Eyjaliðsins. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 84 orð

Vialli opnar sjóði Chelsea

GIANLUCA Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea, undirbýr kaup á þremur leikmönnum frá ítalska liðinu Inter Milan. Leikmennirnir eru sagðir kosta enska félagið um þrjá milljarða ísl. króna. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 106 orð

ÞAÐ er ekki tekið út með...

ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að taka þátt í íþróttum á landsvísu búi menn í Vestmannaeyjum. Meira
7. apríl 2000 | Íþróttir | 47 orð

Þannig vörðu þær

Fanney Rúnarsdóttir, Gróttu/KR, 16/1 (þar af fóru 4 skot aftur til mótherja), 8 (1) langskot, 2 (2) hraðaupphlaup, 3 úr horni, 2 (1 ) af línu, 1 vítakast. Meira

Úr verinu

7. apríl 2000 | Úr verinu | 64 orð

AUSTFJARÐAM.

AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Annar afli 123 90 65 90 5.590 Grásleppa 30 54 100 245 60.345 Hrogn 100 234 300 456 134.345 Karfi 234 654 255 443 1.622.456 Langa 30 13 30 1.234 256.234 Lúða 23 99 90 1.237 222.356 Skarkoli 23 79 123 1.295 1.239. Meira
7. apríl 2000 | Úr verinu | 136 orð | 1 mynd

Kambaröst SU sótt

Stöðvarfirði - Dráttarbáturinn Sveasund kom til Stöðvarfjarðar frá Danmörku fyrir skömmu en hann mun taka togarann Kambaröst SU í tog til Fredrikshavn þar sem skipt verður um aðalvél í skipinu. Meira
7. apríl 2000 | Úr verinu | 451 orð

Rétturinn nær ekki til aflaheimilda

SJÖ sveitarfélög hafa nýtt sér ákvæði í lögum um forkaupsrétt á fiskiskipum. Óánægja er meðal sveitarfélaganna með að forkaupsrétturinn nái ekki til kaupa á aflaheimildum. Meira
7. apríl 2000 | Úr verinu | 124 orð | 1 mynd

Þráinn ÞH kveður hafflötinn

BRÆÐURNIR Pálmi og Benedikt Héðinssynir á Húsavík, sem báðir eru á sjötugsaldri, hafa ákveðið að hætta trilluútgerð sem þeir hafa stundað frá unga aldri. Hafa þeir gefið Safnahúsinu á Húsavík trillu sína, Þráin ÞH 2. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1104 orð | 3 myndir

ALDREI hvarflaði að Ólöfu Jakobínu Þráinsdóttur...

Ólöf Jakobína Þráinsdóttir fann hinn fræga stól Svaninn í verslun sem selur notuð húsgögn, ásamt fágætum sófa í stíl, sem löngu er hætt að framleiða. Hún sagði Bergljótu Friðriksdóttur frá því að þetta hefði ekki verið hrein heppni; Svanurinn hefði verið ætlaður henni. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 371 orð

Ekki allt fertugum fært

ALLT er fertugum fært - það hljómþýða máltæki - virðist vera orðið öfugmæli ef marka má rannsókn á vegum bresku ráðgjafa- og ráðningarskrifstofunnar Sanders & Sidney. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 326 orð | 2 myndir

Hárlenging

HÁRIÐ á Madonnu, Gwyneth Paltrow, Naomi Cambpell, Pamelu Anderson, Meg Ryan og fleiri þokkadísum er í stórum dráttum ekkert öðruvísi en á öðrum mannanna börnum. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 852 orð | 11 myndir

Lengd og þykkt með "skyndihári"

Ekki er alltaf allt sem sýnist þegar óvenjulega hárprútt fólk er annars vegar. Valgerður Þ. Jónsdóttir frétti um fyrirbæri, sem kalla mætti skyndihár, hjá þeim Magna, Kristjáni og Ingva í Rauðhettu og úlfinum. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 697 orð | 5 myndir

Listrænar systur í Karmelklaustri

Að stórum hluta hafa Karmelsystur í Hafnarfirði lifibrauð af eigin handverki. Valgerður Þ. Jónsdóttir gekk í klaustrið og skoðaði m.a. handmáluð, skraut- árituð kerti og gjafakort. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 219 orð

Lof og last

FJALLAÐ hefur verið um hárlengingu með gervihári í ýmsum erlendum blöðum og tímaritum. Umsagnir fólks sem reynsluna hefur af slíku hári eru nokkuð mismunandi. Sumir eru í sjöunda himni en aðrir eru miður sín eftir tiltækið. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 58 orð

Ráð undir rifi hverju

MARGIR furða sig á grósku í hárvexti sumra kvikmyndastjarna og ofurfyrirsætna. Nú þarf ekki lengur að fara í grafgötur um hverju sætir að þær eru einn daginn með stutt hár en þann næsta með lokkaflóð niður að mitti. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 323 orð | 4 myndir

SÍGILD HÖNNUN

DANSKI hönnuðurinn og arkitektinn Arne Jacobsen hannaði stólana Svaninn og Eggið, ásamt Svanasófanum, fyrir SAS Royal-hótelið í Kaupmannahöfn árið 1958. Meira
7. apríl 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1941 orð | 9 myndir

Þrjátíu árum síðar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta viðtalið við Halla og Ladda birtist í Morgunblaðinu. Sveinn Guðjónsson endurtekur hér leikinn og rifjar upp með þeim bræðrum ýmislegt sem á daga þeirra hefur drifið. Meira

Ýmis aukablöð

7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 325 orð

1.

Hér er greint frá fimm kvikmyndum. Fjórar voru gerðar í raun og veru en ein leit aldrei dagsins ljós enda uppspuni frá rótum. Hver myndanna er sú síðastnefnda? Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 65 orð | 1 mynd

Að vera John Malkovich

Háskólabíó frumsýnir nýja mynd sem heitir "Being John Malkovich" eða Að vera John Malkovich og kemur samnefndur leikari nokkuð við sögu í henni. Leikstjóri er Spike Jonze en með aðalhlutverkið fer John Cusack . Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 46 orð

Aska Angelu í Háskólabíói

Nýjasta mynd breska leikstjórans Alan Parkers , Aska Angelu eða "Angela´s Ashes " verður væntanlega frumsýnd í Háskólabíói 28. apríl. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 42 orð

Athugasemd

Í VIÐTALI við Friðbert Pálsson í síðasta Bíóblaði voru eftir honum höfð ummæli sem unnt er að misskilja á þann veg að í þeim fælist gagnrýni á myndaval núverandi stjórnenda Háskólabíós. Því er tekið fram að slíkt var hvorki ætlun viðmælanda né... Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 412 orð | 3 myndir

Ástarsambandi lýkur

Stjörnubíó frumsýnir bresku myndina Endalok ástarsambandsins eða "The End of The Affair" með Ralph Fiennes og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 57 orð | 1 mynd

Bigelow í Sambíóunum

Bandaríska gamanmyndin "Deuce Bigalow Male Gigolo " er frumsýnd í Sambíóunum en hún er með Rob S chneider í aðalhlutverki og skrifar hann einnig handritið við annan mann. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 58 orð | 1 mynd

Dogma í Regnboganum

Regnboginn frumsýnir næstu helgi hina umdeildu bandarísku mynd "Dogma" eftir Kevin Smit h . Hún er með Ben Affleck og Matt Damon í aðalhlutverkum og segir frá englum sem reyna að komast aftur upp í himnaríki. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 58 orð

Endalok sambandsins

Stjörnubíó frumsýnir í dag nýjustu mynd írska leikstjórans Neil Jordans sem heitir "The End of the Affair" eða Endalok ástarsambandsins og byggist á samnefndri bók Graham Greenes . Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 420 orð | 3 myndir

Fólk

Lithgow berst við vindmyllur Bandaríski leikarinn John Lithgow hefur drjúga reynslu af að leika furðufugla og ískyggilega glæpamenn, allt frá kynskiptingi í The World According to Garp árið 1982 til geimveruprófessors í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu 3rd... Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 428 orð

Hallström fer til Hollywood

"Ég hef áhuga á að kanna tilfinningar og stórar kenndir en ég þoli ekki tilfinningasemi og væmni," er haft eftir sænska kvikmyndaleikstjóranum Lasse Hallström , sem nú nýlega gerði The Cider House Rules eftir sögu bandaríska rithöfundarins John... Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 400 orð | 2 myndir

Inni í Malkovich

Háskólabíó frumsýnir gamanmyndina Að vera John Malkovich eða "Being John Malkovich" eftir Spike Jonze með John Cusack í aðalhlutverki. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 1906 orð | 3 myndir

Í framandi líkama

Leikstjórinn Joel Schumacher hefur komið víða við enda á hann fjórtán myndir að baki. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti leikstjórann sem fæddist sama ár og leðurblökumaðurinn en hyggst nú taka flugið yfir nýjum lendum. Mynd hans Flawless, sem nú er sýnd hérlendis, er sú persónulegasta til þessa og fjallar um tvo andstæða menn sem bindast vináttuböndum í sameiginlegum kringumstæðum. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 134 orð | 1 mynd

Leikmyndir Karls Júlíussonar fengu danska Robertinn

ÍSLENSKI leikmynda- og búningahönnuðurinn Karl Júlíusson , sem lengi hefur verið einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum, hreppti dönsku Robert-verðlaunin nýverið fyrir sitt framlag til kvikmyndarinnar Magnetisörens femte vinter eða Fimmti vetur dávaldsins. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 114 orð

Ókeypis á japanskar bíómyndir

JAPÖNSK kvikmyndahátíð hefst í dag í Háskólabíói. Hún er fyrsti viðburðurinn sem Japanska menningarmiðstöðin stendur fyrir en hún hóf starfsemi í vikunni. Á hátíðinni verða sýndar sex japanskar kvikmyndir af ýmsu tagi. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 387 orð | 2 myndir

Ólíklegur kvennabósi

Sambíóin frumsýna gamanmyndina "Deuce Bigelow Male Gigolo" með Rob Schneider í aðalhlutverki Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 33 orð

Persónulegri Schumacher

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Joel Schumacher hefur átt skrykkjóttan feril. Nýjasta mynd hans, Flawless , sem nú er sýnd hérlendis, er persónulegri en fyrri myndir hans, enda skrifar hann handritið sjálfur. Dóra Ósk Halldórsdóttir ræðir við... Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 425 orð | 1 mynd

Sjóndeildarhringurinn breikkaður

SAGA kvikmyndaklúbba á Íslandi er talsvert merkileg þótt ekki fari mikið fyrir henni. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 362 orð | 1 mynd

Skipafréttir

KEVIN Spacey (American Beauty) og Lasse Hallström (Cider House) sem leiddu saman hesta sína (eða þannig) í óskarsbaráttunni hafa ákveðið að tvímenna í byrjun næsta árs, þegar tökur á "The Shipping News" hefjast. Hallström mun leikstýra Spacey í myndinni sem fjallar um mann sem reynir að byrja nýtt líf með dætrum sínum á Nýfundnalandi. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 638 orð | 2 myndir

Strandaglópur á jörðu

Skáldsagan Maðurinn sem féll til jarðar (The Man Who Fell To Earth) er eftir Walter Tevis. Sá samdi bókina The Hustler en Paul Newman lék á sínum tíma í eftirminnilegri mynd sem gerð var eftir þessari sögu. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 72 orð | 1 mynd

Stúdíó Óskar og Stúdíó Loftur

Í LOK þessa mánaðar er ráðgert að Íslenska kvikmyndaverið taki formlega til starfa, en það er það fyrsta hérlendis sem er frá grunni sérhannað fyrir kvikmyndagerð. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 260 orð | 1 mynd

Svíar nálgast Óskarinn

ÞRÍR sænskir leikstjórar voru í námunda við Óskarinn, en það fá líka allir eitthvað þótt þeir vinni ekki. "Fjandinn sjálfur" mátti lesa úr svip Lasse Hallström, þegar American Beauty hreppti verðlaunin, sem besta myndin er Óskarnum var útdeilt fyrir skömmu. Sænski leikstjórinn í Hollívúdd mátti þó vel við una, því mynd hans, The Cider House Rules, fékk tvenn verðlaun af sjö tilnefningum. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 44 orð

Svíarnir sækja fram

Sænsk kvikmyndagerð hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár, en virðist nú vera að sækja í sig veðrið, þar eð þrír sænskir leikstjórar voru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna í ár. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 1346 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

NÝJAR MYNDIR: Being John Malkovich Háskólabíó : Alla daga kl. 5:50 - 8 - 10:15. Deuce Bigelow Bíóhöllin: Alla daga kl. 4 - 6 - 8 - 10. Aukasýning föstudag kl. 12., laugardag/sunnudag kl. 2 . Kringlubíó: Alla daga kl. 4 - 6 - 8 - 10. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 416 orð | 1 mynd

Tökur að hefjast í Stúdíó Óskari og Stúdíó Lofti

Um þessar mundir er fyrsta sérhannaða íslenska kvikmyndaverið að komast í gagnið. Framkvæmdastjóri Íslenska kvikmyndaversins ehf. er Guðjón Ó. Davíðsson og Páll Kristinn Pálsson spjallaði við hann um starfsemina sem er að fara í gang. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 49 orð | 1 mynd

Þrjár systur í Stjörnubíói

Stjörnubíó frumsýnir í seinni hluta maímánaðar gamandramað "Hanging Up " í leikstjórn Diane Keaton en hún er einnig leikstjóri myndarinnar. Meira
7. apríl 2000 | Kvikmyndablað | 199 orð | 1 mynd

Öflugur Filmundur

GHOST Dog - The Way Of the Samurai, nýjasta mynd Jims Jarmusch, eins helsta óháða kvikmyndaleikstjóra Bandaríkjanna, reið á vaðið í gærkvöldi þegar nýr kvikmyndaklúbbur, Filmundur, hóf starfsemi sína í Háskólabíói. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.