Greinar miðvikudaginn 19. apríl 2000

Forsíða

19. apríl 2000 | Forsíða | 79 orð | 1 mynd

Gagnrýni vísað á bug

ÞÚSUNDIR Kúbverja söfnuðust saman við sendiráð Tékka í Havana í gær til að mótmæla því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skyldi á fundi sínum samþykkja að gagnrýna stjórn Fidels Castros fyrir mannréttindabrot. "Svikarar! Skósveinar! Meira
19. apríl 2000 | Forsíða | 81 orð

Hækkun á Nasdaq

MIKIL hækkun varð á fjármálamörkuðum vestanhafs í gær og einkum voru það hátæknifyrirtæki á Nasdaq sem réttu úr kútnum. Hækkunin á Nasdaq var 254,4 stig eða 7,2%, sem er næstmesta hækkun sem mælst hefur þar á einum degi og sú mesta frá 1987. Meira
19. apríl 2000 | Forsíða | 255 orð

Leggja áherslu á aðlögunarskeið

FÆREYSKIR kjósendur álíta að öllu skipti að landsmenn fái nægilegan aðlögunartíma í efnahagsmálum ef hugmyndir um sjálfstæði frá Dönum verði að veruleika. Meira
19. apríl 2000 | Forsíða | 105 orð

Ráðþrota ökukennarar

UM hundrað ökukennarar í París mótmæltu í gær við samgönguráðuneytið stanslausum móðgunum og árásum sem þeir segjast verða fyrir af hálfu óánægðra viðskiptavina er þeir fella. Meira
19. apríl 2000 | Forsíða | 282 orð | 1 mynd

Segir hvíta bændur óvini þjóðarinnar

ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, sagðist í sjónvarpsávarpi í gær vera að reyna að miðla málum til að binda enda á landtöku svartra manna á bújörðum hvítra bænda, en hrósaði síðar landtökumönnum fyrir gjörðir þeirra. Meira
19. apríl 2000 | Forsíða | 130 orð | 1 mynd

Spáð að D'Alema biðjist lausnar

LÍKUR voru taldar á því í Róm í gær að Massimo D'Alema, forsætisráðherra Ítalíu, myndi í dag á ný biðja Carlo Azeglio Ciampi forseta um að taka við lausnarbeiðni sinni. Meira

Fréttir

19. apríl 2000 | Landsbyggðin | 154 orð | 1 mynd

60% nemenda Brúarásskóla í tónlistarnámi

Norður-Héraði -Sextíu prósent nemenda Grunnskólans á Brúarási eru í tónlistarnámi við Tónskóla Norður-Héraðs sem einnig er á Brúarási. Auk þess eru nokkrir foreldrar og fullorðið fólk úr sveitinni að læra söng og hljóðfæraleik við Tónskólann. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 297 orð

Aðgerðir æfðar vegna skips í hafsnauð

ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2000 mun fara fram hér á landi dagana 7.-12. júní næstkomandi og snýst atburðarásin að þessu sinni um björgun í hafsnauð. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 247 orð

Athugasemd frá landlæknisembættinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá landlæknisembættinu: "Í tilefni af frétt Morgunblaðsins laugardaginn 15. apríl sl. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi í marsmánuði 1,9%

TÆPLEGA 55 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í marsmánuði, þar af ríflega 23 þúsund dagar hjá körlum og ríflega 31 þúsund hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fjölgað um 2. Meira
19. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Áfengisreglur rýmkaðar

EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, skýrði í gær frá því að samkomulag hefði tekist við stjórnvöld í Svíþjóð um að reglur um heimild sænskra borgara til að taka með sér áfengi inn í landið til eigin nota yrðu samræmdar að fullu reglum sambandsins árið 2004. Meira
19. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 245 orð | 1 mynd

Ágætur tímapunktur til að skipta um starfsvettvang

INGI Björnsson hefur verið ráðinn útibússtjóri fyrir útibú Íslandsbanka á Akureyri og tekur hann við stöðunni í byrjun júlí í sumar. Meira
19. apríl 2000 | Landsbyggðin | 133 orð | 1 mynd

Ákveðið að hanna heimasíðuna flateyri.is

Flateyri- Nýlegavar boðað til fundar í Vagninum á Flateyri. Tilgangur fundarins var að kanna áhuga heimamanna á gerð heimasíðu fyrir önfirskt samfélag þar sem samfélagið er kynnt hvað varðar sögu, náttúru og hvers kyns uppákomur. Meira
19. apríl 2000 | Landsbyggðin | 106 orð | 1 mynd

Barnfóstrunámskeið Rauða krossins

Þórshöfn -Áhugasamt barnagæslufólk tók þátt í barnfóstrunámskeiði á vegum Þórshafnardeildar RKÍ. Það voru tíu stúlkur og einn drengur á þessu 16 tíma námskeiði svo foreldrar á Þórshöfn eiga völ á ágætlega hæfum barnapíum á næstunni. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Biðja Baug afsökunar

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi afsökunarbeiðni: "Neytendasamtökin og Samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ félaga á höfuðborgarsvæðinu biðja Baug afsökunar á villu sem leyndist í síðustu matvöruverðskönnun... Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Breiðþoturnar sópa jarðvegi inn á brautir

SÓPA þarf akstursbrautir á Keflavíkurflugvelli eftir að þotur með mikið vænghaf aka þar um við flugtak og lendingu, t.d. Boeing 747-þotur, þar sem ytri hreyflar þeirra ná út fyrir 45 m breiða brautina. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Dorrit Moussaieff með í för

DORRIT Moussaieff, vinkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fer með honum í opinberum erindagjörðum til Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar. Greint var frá þessu í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Meira
19. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 259 orð

Einstefnukafli á Ásvallagötu

BORGARRÁÐ hefur, í kjölfar áskorunar frá íbúum, samþykkt að koma á einstefnuakstri til vesturs á Ásvallagötu milli Hofsvallagötu og Bræðraborgarstígs. Meira
19. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 157 orð

Erfðabreyttur lax á markað innan árs

ERFÐABREYTTUR lax kann að verða kominn á borð manna innan árs, ef bandaríska matvælaeftirlitið og stjórnvöld, sem fara með erfðabreytingar matvöru, leyfa framleiðslu hans til manneldis. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Erindi um heilbrigðan lífsstíl

EDDA Hermannsdóttir íþróttakennari flytur fyrirlestur sem hún nefnir Heilbrigður lífsstíll í Íþróttahöllinni á Akureyri, uppi, fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 19 til 22. Edda hefur starfað að líkamsræktarmálum í 20 ár. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Farmenn samþykkja að fara í verkfall

FARMENN innan Sjómannafélags Reykjavíkur hafa samþykkt að boða til verkfalls á miðnætti aðfaranótt 1. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélagsins, í gær. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 927 orð | 3 myndir

Fjöldi dætra fylgdi foreldrum sínum í vinnuna

Mikil og góð þátttaka var í átakinu Dæturnar með í vinnuna, sem haldið var á fjölda vinnustaða á landinu í gær, en því var ætlað að hvetja stúlkur til að hugsa um mismunandi leiðir og tækifæri snemma á lífsleiðinni. Davíð Logi Sigurðsson brá sér á nokkra vinnustaði sem skipulagt höfðu sérstaka dagskrá fyrir dætur starfsmanna. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 424 orð

Gagnagrunnslögin samrýmast samkeppnisreglum EES

LÖGIN um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og sérleyfi til handa Íslenskri erfðagreiningu til gerðar og starfrækslu grunnsins eru í samræmi við samkeppnisreglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samkvæmt niðurstöðu samkeppnis- og... Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Gjörðabók þjóðfundar 1851 sýnd í fyrsta sinn

ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ verður opnað við hátíðlega athöfn í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu á morgun. Húsið hefur verið endurnýjað að utan og innan en það hefur verið gert í fullu samræmi við alfriðun þess. Meira
19. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 341 orð | 1 mynd

Grjóthleðslan falli inn í hönnun nýja hússins

TIL stendur að varðveita grjóthleðslu sem fannst við hlið veitingahússins Gauks á Stöng og er hluti af elstu hafnarmannvirkjum Reykjavíkur, þannig að hún falli inn í hönnun þess nýja húss sem þar á að rísa. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Grjót og grjóthleðslur í garðyrkjuskólanum

NÝVERIÐ stóð Garðyrkjuskóli ríkisins fyrir námskeiði fyrir fagfólk í græna geiranum um grjót og grjóthleðslur. Um 30 þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu, en fjallað var um allt það helsta sem viðkemur grjóti og hleðslum. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Guðbjörg Ósk settist í stól bæjarstjórans föður síns

MIKIL og góð þátttaka var í átakinu Dæturnar með í vinnuna sem efnt var til í gær í tengslum við AUÐI í krafti kvenna, verkefni sem miðar að því að auka hagvöxt á Íslandi með því að hvetja konur til atvinnusköpunar. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 34 orð

Gönguferð út undir Gróttu

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, með höfninni og ströndinni út undir Gróttu og til baka að Hafnarhúsinu. Hægt er að stytta sér gönguferðina með því að fara með SVR á leiðinni. Allir eru... Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Haraldur kominn yfir 400 km markið

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari gekk 15,5 km í góðu veðri á mánudag á leið sinni að norðurpólnum og mjakaði sér yfir 400 km markið. Hann hefur alls lagt að baki 405 km þá 39 daga sem hann hefur verið á heimskautaísnum og á enn ófarna 365 km á pólinn. Meira
19. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 344 orð

Hertoginn af Windsor sakaður um landráð

HERTOGINN af Windsor, sem á konungsstóli hét Játvarður VIII, en afsalaði sér konungstign, er sakaður um landráð í væntanlegri bók eftir Martin Allen, sem The Sunday Times segir frá. Ásökunin er dregin af bréfi, sem hertoginn á að hafa skrifað Hitler. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð

Jarðskjálfti við Hengilinn

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3 á Richter varð í gærkvöld rétt fyrir klukkan 20 í nágrenni Hengilsins. Upptök skjálftans voru í Hengladölum um 3 km sunnan við Hengilinn og fannst skjálftinn lítillega í Reykjavík og Hveragerði. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Jarðstöðin hreinsuð og merkt

STÆRRI jarðstöðin sem stendur við útvarpshúsið í Efstaleiti er óðum að taka á sig páskabúninginn, enda verður að hreinsa hana og laga eins og aðra mannanna hluti áður en hátíðin gengur í garð. Meira
19. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Kaffisölu Hlífarkvenna frestað um sinn

KVENFÉLAGIÐ Hlíf hefur um árabil staðið fyrir kaffisölu á sumardaginn fyrsta og hefur það verið aðalfjáröflunardagur félagsins. Í ár ber hins vegar sumardaginn fyrsta og skírdag upp á sama dag og því mikið um fermingar og veislur. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð

Kjarasamningur RSÍ og SA samþykktur

MEIRIHLUTI rafiðnaðarmanna hefur samþykkt nýjan kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, en af þeim 470 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni greiddu 356 eða 76% atkvæði með samningnum en 107 eða 23% á móti. Alls voru 1. Meira
19. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 340 orð

Komið í veg fyrir gagnrýni á Kína

KÍNVERJAR komu í gær í veg fyrir að tillaga Bandaríkjanna um að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði um mannréttindamál í Kína næði fram að ganga. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Kór MH í sinni fjórðu söngför að Mývatni

Mývatnssveit - Kór Menntaskólans við Hamrahlíð ásamt söngstjóra sínum Þorgerði Ingólfsdóttur og rektor Lárusi Bjarnasyni bauð Mývetningum til fagnaðar í Skjólbrekku á laugardagskvöld. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

LEIÐRÉTT

Röng fyrirsögn Vegna mistaka birtist röng fyrirsögn með umfjöllun um tónleika Trio Cracovia sem haldnir voru í Salnum í liðinni viku. Rétt átti hún að vera: Pólskir aufúsugestir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Leist nokkuð vel á blaðamannsstarfið

LÍFLEGT var um að litast á Morgunblaðinu í gær, en blaðið er aðili að verkefninu AUÐUR í krafti kvenna. 34 stúlkur á aldrinum 9-15 ára höfðu fylgt foreldrum sínum í vinnuna í tilefni dagsins. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Listasafn Reykjavíkur opnað í Hafnarhúsinu í dag

NÝTT húsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu verður opnað formlega í dag kl. 14 af borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Málverk af Guðrúnu Helgadóttur í Alþingishúsinu

MÁLVERK af Guðrúnu Helgadóttur, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, var afhjúpað í Alþingishúsinu miðvikudaginn 22. mars að viðstöddum forseta Alþingis, forsætisnefnd, formönnum þingflokka, fyrrum samþingmönnum og fleiri gestum. Meira
19. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 1018 orð | 1 mynd

Mótmælahóparnir sameinast um nýjan óvin

Þeir, sem söfnuðust saman í Washington til að mótmæla vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, og Alþjóðabankans, voru fulltrúar fyrir margvísleg sjónarmið og stundum hin ólíklegustu. Sumir yst til vinstri í hinu pólitíska litrófi, aðrir yst til hægri en þessir hópar allir virðast nú hafa fundið sér einn sameiginlegan óvin, sem eru alþjóðlegar fjármálastofnanir. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð

Nettó fagnar nýjum aðferðum

"FORSVARSMENN Nettó hafa lengi talið verðkönnun Neytendasamtakanna ófullnægjandi. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 860 orð | 1 mynd

Netvæðing á stærstu ljósmyndasöfnum landsins

FYRIRTÆKIÐ Genealogia Islandorum hf., Gen.is, sem var stofnað á síðasta ári, hefur færst mikið í fang með fyrirhuguðum sögulegum gagnagrunni og myndabanka á Netinu auk viðamikillar bóka- og netútgáfu. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Njáluhandrit til Fiske-safnsins

HANDRIT Njálu sem verður á sýningu í Library of Congress eða bókasafni Bandaríkjaþings í Washington verður að henni lokinni einnig lánað til Cornell-háskóla. Var það samþykkt af ríkisstjórninni á mánudag. Meira
19. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 247 orð | 1 mynd

Nýtt heildsöluvöruhús hefur verið opnað

HEILDVERSLUN Valgarðs Stefánssonar hefur opnað nýtt heildsöluvöruhús fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur nýtt vörumerki verið tekið í notkun hjá heildversluninni með tilvísun í VALgarð, þ.e. Meira
19. apríl 2000 | Miðopna | 553 orð

"Fyrst er að vilja"

FULLTRÚAR sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi gengu nýlega á fund Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og lögðu fyrir hann greinargerð um óskir sveitarfélaganna um stofnun Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Meira
19. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 522 orð

"Það hefði verið hægt að finna aðra lausn"

JÓNAS Franklín, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem sagt var upp störfum hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í lok janúar sl., hefur kært uppsögnina til heilbrigðisráðherra og jafnframt óskað eftir því að hún verði dregin til baka. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ríkið sýknað af kröfum fanga á Litla-Hrauni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum fyrrverandi fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni, sem krafði ríkið um tvær milljónir króna í bætur fyrir að hafa verið látinn sæta agaviðurlögum í fangelsinu að ástæðulausu árið 1998 vegna... Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ríkisstjórnin veitir eina milljón króna til Eþíópíu

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á mánudag að veita Hjálparstofnun kirkjunnar 1 milljón króna í neyðaraðstoð til Eþíópíu. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð

Samgönguráðherra hafnar nýjum flugvelli

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að setja á laggirnar sérfræðihóp sem hefur það hlutverk að kynna þá kosti sem í boði eru varðandi framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, en stefnt er að atkvæðagreiðslu um málið síðar. Meira
19. apríl 2000 | Miðopna | 1662 orð | 4 myndir

Samvinna um að auka þjónustuna

Forystumenn sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi eru sammála um að standa saman að uppbyggingu svæðisins. Þeir hafa ekki látið landlægan ríg trufla sig en vinna saman að því að auka þjónustu við íbúana með sameiginlegri skóla- og félagsþjónustu og framhaldsskóla. Í grein Helga Bjarnasonar kemur fram að hugmyndir bæjarstjórans í Stykkishólmi um könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna ná ekki fram að ganga að sinni. Meira
19. apríl 2000 | Landsbyggðin | 101 orð | 1 mynd

Saumað "út í óvissuna"

Höfn -Gríðarlegur áhugi er meðal kvenna á Hornafirði um bútasaum. Fjölmenn námskeið hafa verið haldin á Höfn á liðnum árum og sýningar í kjölfar þeirra. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 294 orð

Setja sér strangari reglur um lífsýni en almennt tíðkast

GUÐRÍÐUR Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að sér virðist Íslensk erfðagreining setja sér strangari reglur um notkun lífsýna úr lífsýnabönkum við rannsóknir en almennt sé tíðkað bæði hér á landi og erlendis. Meira
19. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Sigurður Þór Salvarsson ráðinn

SIGURÐUR Þór Salvarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri. Hann tekur við stöðunni af Arnari Páli Haukssyni. Sigurður Þór fékk öll atkvæði útvarpsráðsmanna á fundi ráðsins í gær, en alls sóttu fimm manns um stöðuna. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 442 orð

Skipafélög sýknuð af bótakröfum vegna strands Víkartinds

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að eigandi flutningaskipsins Víkartinds - sem strandaði í Háfsfjöru austan ósa Þjórsár fyrir þremur árum - Atalanta Schiffahrtsgesellschaft mbH & Co. í Hamborg, og leigjandi þess, Hf. Meira
19. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 91 orð | 1 mynd

Skíðaveður

SKÍÐAFÓLK tekur björtu og fallegu veðri í dymbilvikunni fagnandi og fjölmennir á skíðasvæðin, sem eru opin frá klukkan 10 að morgni til 10 að kvöldi. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 791 orð | 1 mynd

Sögur af sjálfstæðu fólki

Valgerður Pálsdóttir fæddist 17. nóvember 1961 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1981 og tók jafnframt sjúkraliðapróf 1982. Hún stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði á árunum 1983 til 1986. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

Tryggingafélagið telst ekki skaðabótaskylt

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í skaðabótamáli sem rúmlega fertugur bóndi úr Norðurárdal höfðaði í kjölfar alvarlegs vinnuslyss árið 1997. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Útboð á vélbúnaði fyrir metangas

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að fram fari útboð á vélbúnaði til framleiðslu raforku úr metangasi eða hauggasi frá urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Miðað er við að samningar takist við Metan hf. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð

Útivistarferðir um bænadaga og páska

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til fjölmargra ferða um bænadaga og páska. Fyrst er að nefna helgarferð í Bása á Goðalandi við Þórsmörk. Þetta er skemmtiferð við allra hæfi þar sem í boði verða styttri og lengri gönguferðir og kvöldvökur. Meira
19. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 740 orð

Vandanum eytt með niðurdælingu sem hefst í sumar

ORKUVEITA Reykjavíkur mun hefja niðurdælingu affallsvatns 1-2 árum fyrr en ætlað var í kjölfar kvartana um útfellingar í vatni frá Nesjavöllum. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Vegabætur fyrir um 200 milljónir í ár

UNNIÐ verður í sumar við vegabætur á fjórum stöðum á þjóðvegi 61 milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Verður varið um 200 milljónum króna til þeirra. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 163 orð

Verðfall á karfanum

KÍLÓIÐ af karfa seldist í síðustu viku á um 2 þýsk mörk eða um 70 krónur. Verð á karfa í vikunni fyrir páska í fyrra fór upp í nærri 4 mörk og hefur því lækkað um helming. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Verslunarmenn ræða við SA í dag

FULLTRÚAR Landssambands íslenskra verslunarmanna og Verslunarmannafélags Reykjavíkur funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, í gær. Meira
19. apríl 2000 | Landsbyggðin | 59 orð | 2 myndir

Viðbygging Hótels Höfða tekin í notkun

TEKIN hefur verið í notkun viðbygging við Hótel Höfða í Ólafsvík. Í viðbyggingunni eru 18 hótelherbergi með öllum þægindum og veitingasalur. Nýja hótelálman var opnuð við sérstaka athöfn síðastliðinn laugardag. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 215 orð

Viðræður hefjast á ný eftir páska

EKKI verður gripið til þess að framlengja uppsagnarfrest þeirra sjúkraliða á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem sögðu upp störfum 1. mars sl. en uppsagnarfresturinn rennur út 1. júní nk. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Vilja reglur um verðkannanir

FORSVARSMENN Nýkaups funduðu í gær með fulltrúum Samkeppnisstofnunar vegna verðkönnunar Neytendasamtakanna og ASÍ, sem birt var fyrir helgi, en í henni var missagt að vöruverð í Nýkaup hefði hækkað um 5,1% þegar það hafði í raun lækkað. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Vottun um sjálfbæra umhverfisstefnu

ÞRJÁR rekstrareiningar sem starfa að ferðaþjónustu í Snæfellsássamfélaginu á Hellnum á Snæfellsnesi, þ.e. Gistiheimilið Brekkubær, Ferðaþjónustan Leiðarljós og Tjaldstæðið á Brekkubæ hafa gerst aðilar að sjálfbærri umhverfisáætlun Green Globe 21. Meira
19. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Ýmsir möguleikar eru á lágum fargjöldum

FERÐALÖNGUM sem hyggja á ferðir til Evrópu í sumar á eigin vegum bjóðast nú fleiri og ódýrari möguleikar en fyrr á að komast fljúgandi til evrópskra borga. Að ýmsu er þó að hyggja þegar lægstu tilboð eru skoðuð. Meira

Ritstjórnargreinar

19. apríl 2000 | Staksteinar | 431 orð | 2 myndir

Vatneyrardómur

Hvers vegna kaupa eigendur Vatneyrarinnar ekki kvóta eins og aðrir? spyr Hannes Gissurarson í grein í DV. Meira
19. apríl 2000 | Leiðarar | 637 orð

ÞJÓÐMENNINGARHÚS

HANNES Hafstein var aðalhvatamaður að byggingu Safnahússins svokallaða í upphafi aldarinnar. Húsið ber vitni um mikinn stórhug. Meira

Menning

19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 1050 orð | 2 myndir

ALLINN, SPORTBAR, Siglufirði: Hljómsveitin Terlín frá...

ALLINN, SPORTBAR, Siglufirði: Hljómsveitin Terlín frá Siglufirði og plötusnúðurinn Skugga-Baldur miðvikudagskvöld til kl. 5 árdegis. Ljósadýrð og skemmtileg tónlist síðustu 50 ára. Léttklæddar erótískar dansmeyjar. Miðaverð 1.000 kr. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 1505 orð | 2 myndir

Almætti og einsöngvarar í Hallgrímskirkju

Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum og Kammersveit Hallgrímskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir Jóhann Sebastían Bach undir stjórn Harðar Áskelssonar í kvöld og á föstudaginn langa. Þorvarður Hjálmarsson fór í Hallgrímskirkju og forvitnaðist um verkið hjá flytjendunum og stjórnandanum. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Bókasalurinn

Í BÓKASALNUM í Þjóðmenningarhúsinu eru til sýnis mörg af úrvalsritum íslenskrar bókmenningar frá upphafi prentlistar á 16. öld til nútímans. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 133 orð

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

FRESTUR til að skila inn handritum til Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness rennur út 1. maí nk. Verðlaunin verða veitt í fjórða sinn í haust að undangenginni árlegri samkeppni. Verðlaunin, sem nema 500. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Christopher Sky Walken?

TÖKUR á nýju Stjörnustríðsmyndinni hefjast eftir tæpa tvo mánuði og ætti því engan að undra að mikið er rætt um hverjir hafi nælt sér í hlutverk í myndinni. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 270 orð | 1 mynd

Ein af þjóðargersemunum

S alome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er formaður hússtjórnar Þjóðmenningarhússins en með henni í stjórninni eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 535 orð | 1 mynd

Ferskleikinn stjórnar bragðinu

Í KVÖLD opnar matreiðslumaðurinn vel þekkti Siggi Hall veitingastað á Hótel Óðinsvéum. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 37 orð

Grafíkverk í Borgarnesi

Í SAFNAHÚSI Borgarfjarðar verður opnuð sýning á verkum Jóhönnu Sveinsdóttur laugardaginnn 22. apríl. Á sýningunni eru grafíkverk unnin á síðustu tveimur árum. Sýningin stendur til 31. maí og er opin virka daga kl. 13-18, að auki fimmtudagskvöld frá... Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 131 orð

Hulda Bragadóttir fékk starfsstyrk

HULDA Bragadóttir, organisti við Ísafjarðarkirkju, hlaut í síðustu viku styrk úr Minningarsjóði Önnu Ingvarsdóttur, en hlutverk sjóðsins er að styðja til náms og starfa tónlistarmenn í bænum. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 1189 orð | 1 mynd

Hús fyrir sögu Íslands og menningararf

Þjóðmenningarhúsið verður opnað á morgun. Endurbætur hafa staðið yfir á húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Safnahúsið og hýsti Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið. Þröstur Helgason rekur sögu hússins sem var reist á árunum 1906 til 1908 að tilstuðlan Hannesar Hafstein ráðherra, segir frá aðdraganda og stofnun Þjóðmenningarhússins og ræðir við Guðmund Magnússon forstöðumann þess. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 234 orð | 1 mynd

Húsið hefur sérstakt þjóðargildi

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra fagnar opnun Þjóðmenningarhússins og segir þar miklum áfanga náð. "Það var 16. febrúar 1996 sem ríkisstjórnin samþykkti tillögu frá mér um að fara þá leið sem nú er komin til framkvæmda. Meira
19. apríl 2000 | Myndlist | 387 orð | 1 mynd

Hvítt á hvítt ofan

Til 2. maí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur 200 kr. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 746 orð | 1 mynd

Hæsti styrkurinn vegna rannsókna á íslenskum tónlistararfi

STYRKVEITING Menningarsjóðs Sjóvár-Almennra, a-hluta, fyrir árið 2000 fór fram í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, í gær. Til úthlutunar voru 2.250.000 króna. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 392 orð | 2 myndir

Hættuleg ferð til Mars

KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna geimvísindatryllinn Mission to Mars í leikstjórn Brians De Palma. Meira
19. apríl 2000 | Leiklist | 541 orð

Í hlekkjum hugarfarsans

Höfundar: Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Tónlist: Árni Hjartarson. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Föstudaginn 14. apríl. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Ísland á gömlum landakortum

Á SÝNINGU gamalla Íslandskorta er brugðið upp dæmum þess hvernig Ísland leit út í augum umheimsins á fyrri tíð. Langt fram eftir öldum voru hugmyndir erlendra manna um legu landa í norðurhöfum svo óljósar að kortin urðu næsta ónákvæm og villandi. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 36 orð

Íslensk náttúra í Listhúsinu

GARÐAR Jökulsson opnar myndlistarsýningu í Veislugalleríi Listhússins við Laugardal í dag, miðvikudag. Sýningin ber heitið Íslensk náttúra. Veitingasalurinn Veislugallerí er opinn alla virka daga frá 9-19 og laugardaga frá 10-17, lokað á sunnudögum. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Íslenskur gjaldmiðill

Á SÝNINGUNNI, sem er á 2. hæð Þjóðmenningarhússins, er fyrirferðarmestur opinber gjaldmiðill frá þremur síðustu öldum. Hér eru danskir kúrantseðlar frá 18. og 19. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

Kafbátakvikmynd

STÓRMYNDIN U-571 var frumsýnd vestanhafs um helgina. Með aðalhlutverk í myndinni fara Matthew McConaughey, Jon Bon Jovi og Harvey Keitel. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 214 orð | 1 mynd

Kammerkór Suðurlands flytur Pergolesi og Bach

KAMMERKÓR Suðurlands heldur tvenna tónleika í dymbilvikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Skálholtskirkju á skírdag, 20. apríl kl. 16, og hinir síðari verða í Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 22. apríl kl. 22. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 281 orð | 1 mynd

Leikfélag Sólheima sýnir Arf

LEIKFÉLAG Sólheima í Grímsnesi frumsýnir á sumardaginn fyrsta leikverkið Arf. Sýningin er unnin í samvinnu við fjöllistahópinn HEY en hann skipa þau Brynhildur Björnsdóttir, Skúli Gautason og Gunnar Sigurðsson, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Leiklistarstofa

LEIKLISTARSTOFAN er ein af fundarstofum Þjóðmenningarhússins. Á sýningunni getur að líta ýmislegt er bregður ljósi á íslenska leiklistarsögu. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 58 orð

Litskyggnusýning í Norræna húsinu

MAGNÚS Einarsson verður með litskyggnusýningu í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 14:30. Meira
19. apríl 2000 | Myndlist | 467 orð

Lýsingar við ljóð

Opið virka daga frá 16-18. Laugar- og helgidaga. Til 24 apríl. Aðgangur ókeypis. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 198 orð | 1 mynd

M-2000

Miðvikudagur 19. apríl. Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu opnað. Opnuð verður ný miðstöð lista og menningar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á vegum Listasafns Reykjavíkur. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Margur er smár...

STÚART litli hefur gífurlega persónutöfra, það sannaðist um helgina en myndin um hann dró marga í bíó. "Litla krílið Stúart gerði það svo sannarlega gott um helgina. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 405 orð | 2 myndir

Með dauðann á hælunum

KVIKMYNDIR/ Laugarásbíó og Stjörnubíó frumsýna spennumyndina Final Destination með Devon Sawa og Seann William Scott. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 406 orð | 2 myndir

Meiri áskorun í lögunum hans Sigga

DANIEL Nolgård er kominn í bæinn, og stendur sveittur yfir Stórsveit Reykjavíkur niðri í Kaffileikhúsi að æfa lög Sigurðar Flosasonar sem Daniel hefur útsett í stórsveitarbúning. Tónleikarnir verða haldnir á sama stað kl. 20. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Newman íhugar að setjast í helgan stein

GAMLA brýnið Paul Newman hefur lýst því yfir að hann sé farinn að íhuga það alvarlega að leggja árar í bát. Þetta sagði hann í þætti Davids Lettermans á dögunum er hann kynnti nýjustu mynd sína "Where the Money Is". Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 180 orð

Norræn málverkasýning í London

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrrverandi forseti, opnar í dag, miðvikudag, norrænu Carnegie-listasýninguna í Barbican-listamiðstöðinni í London. Á sýningunni eru 56 verk eftir 27 listamenn og eru þrír Íslendingar í þeim hópi. Meira
19. apríl 2000 | Tónlist | 673 orð

Norrænn tregi og suðræn sól

Tómas R. Einarsson, kontrabassa, Eyþór Gunnarsson, píanó, kongó- og bongótrommur, Matthías MD Hemstock, trommur og slagverk. Tónlistarsalur Félags íslenskra hljómlistarmanna. Fimmtudagur 13. apríl. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 128 orð

Nýjar bækur

ÓSÝNILEGA konan er eftir Sigurð Guðmundsson . Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 567 orð | 1 mynd

Nýrri niðurstöður en á sýningu Smithsonian

L andnám og Vínlandsferðir er yfirskrift sýningar sem Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur og Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður hafa sett upp í risi Þjóðmenningarhússins og verður opnuð á morgun. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 229 orð | 1 mynd

Opnast eins og ævintýraheimur

"ÞAÐ er afskaplega skemmtilegt að ljúka öldinni með því að gera svona myndarlega upp húsið sem öldin eiginlega hófst á," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 121 orð

Páskasýning Myndlistarklúbbs Hvassaleitis

Í TILEFNI þess að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 opnar Myndlistarklúbbur Hvassaleitis páskasýningu í íþróttasal Hvassaleitisskóla við Stóragerði laugardaginn 22. apríl kl. 13.30. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 762 orð | 1 mynd

Plastmaðurinn

Richie Hawtin, einnig kunnur sem Plastikman, er einn af þekktari boðberum framsækinnar dans-/raftónlistar. Hann spilar á Gauki á Stöng í kvöld og því ákvað Arnar Eggert Thoroddsen að fá listamanninn í notalegt kvöldspjall. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 85 orð

Popppassía í Bústaðakirkju

POPPPASSÍAN Síðustu dagar Krists verður flutt í Bústaðakirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 og kl. 22. Verkið er byggt á síðustu dögum Jesú Krists, krossfestingu hans og upprisu. Öll tónlist er frumsamin. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 454 orð | 1 mynd

Reyndum að breyta sem minnstu

F ramkvæmdir við endurnýjun Þjóðmenningarhússins hafa staðið yfir í þrjú ár eða frá 1997. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Ríkistákn og þjóðlitir Íslands

Á SÝNINGUNNI, sem er á 2. hæð Þjóðmenningarhússins, er unnt að fræðast um skjaldarmerki Íslands, þjóðfána og hina íslensku fálkaorðu. Brugðið er ljósi á uppruna íslenskra ríkistákna og sögulega þróun. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Saga þjóðmenningarhússins

NOKKRAR ljósmyndir úr sögu Þjóðmenningarhússins er að finna í stigagangi niðri í kjallara. Húsið var byggt á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Arkitektinn var danskur, Johannes Magdahl Nielsen. Íslenskir iðnaðarmenn önnuðust smíðina. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 118 orð | 2 myndir

Sir Elton og Moby í eina sæng?

SIR ELTON John skellti sér á dögunum í hljóðver og raulaði með sínu nefi gamla tregasönginn "Why Does My Heart Feel So Bad?" sem dýravinurinn Moby hefur vakið til lífs og sett í nýjan búning við góðan orðstír. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Stofa Hannesar Hafstein

STOFA Hannesar Hafsteins (1861-1922) er ein af fundarstofum Þjóðmenningarhússins. Hannes varð fyrsti ráðherra Íslands er þjóðin fékk heimastjórn 1904 og er einn af helstu stjórnmálaskörungum 20. aldar. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Stofa Jóns Sigurðssonar

STOFA Jóns Sigurðssonar forseta (1811-1879) er ein af fundarstofum Þjóðmenningarhússins. Jón var mikilvirkur og glöggur fræðimaður sem ruddi braut nýjum rannsóknum og var forvígismaður um útgáfu heimildarrita um sögu lands og þjóðar. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 555 orð | 2 myndir

Tímamót í húsafriðun

A ðalhönnuðir við endurbætur Þjóðmenningarhússins hafa verið Hornsteinar arkitektar ehf. Meira
19. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Tommy og Sam á toppnum

RÉTTARHASARINN "Rules of Engagement", með þeim Samuel L. Jackson og Tommy Lee Jones, heldur toppsæti bandaríska kvikmyndalistans aðra vikuna í röð. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Tónlistarstofan

TÓNLISTARSTOFAN er ein af fundarstofum Þjóðmenningarhússins. Á sýningunni getur að líta ljósmyndir, handrit, bækur og muni er bregða ljósi á íslenska tónlistarsögu. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 94 orð

Trú, list og börn

Á SKÍRDAG kl. 12 verður opnuð myndlistarsýning 6-11 ára barna í safnaðarheimilinu Borgum í Kópavogi. Sýningin er í tilefni af þúsund ára afmæli kristni á Íslandi og eru verkin unnin undir handleiðslu myndmenntakennara skólans. Á sýningunni eru m.a. Meira
19. apríl 2000 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Þjóðfundarstofan

LISTILEGA skrifuð gjörðabók þjóðfundarins 1851, sem Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir, er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu. Meira

Umræðan

19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

100 ÁRA afmæli.

100 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, verður hundrað ára Tryggvi Helgason, fyrrum formaður Sjómannafélags Eyfirðinga , nú búsettur á Elliheimilinu... Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, verður fimmtugur Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri hjá Námsgagnastofnun, Víðimel 37, Reykjavík. Eiginkona hans er Svanhildur Jóhannesdóttir. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, verður sjötugur Jens Sumarliðason, Hörðalandi 10, Reykjavík . Eiginkona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir. Hann er að heiman í... Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 54 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, 20. apríl, skírdag, verður sjötugur Ketill Axelsson, Ægissíðu 70. Hann og eiginkona hans, Margrét Gunnlaugsdóttir, munu taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í húsi Oddfellow, Vonarstræti, milli kl. 17-19. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, 20. apríl, skírdag, verður sjötug Guðlaug Hraunfjörð Pétursdóttir, Borgarholtsbraut 11, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í Njálsstofu við Skemmuveg frá kl. 14 á... Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 474 orð

Á hvaða leið er íþróttaforystan?

Í allmörg ár hafa boltaíþróttafélög og íþróttabandalög ástundað leigu á erlendum íþróttamönnum. Ég hef ekki skilið þörfina á að styrkja þannig liðin í keppni um Íslandsmeistaratitla. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 672 orð | 1 mynd

Danir, Færeyingar og sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Nú er mín bón til danskra stjórnvalda sú, segir Steingrímur J. Sigfússon, að menn dragi lærdóma af sögu farsælla samskipta Íslendinga og Dana og komi fram af sanngirni og drengskap við Færeyinga. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 1006 orð | 1 mynd

Framtíðarsýn í samgöngumálum

Ef hægt er að taka ákveðin landsvæði út fyrir vegaáætlun, segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þá verður að taka það landsvæði með í reikninginn sem er með mestan umferðarþungann. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 77 orð

FYRSTA JURT VORSINS

Vorið í dalnum opnar hægt sín augu, - yljar á ný með vinarbrosi ljúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, fimmtudaginn 20. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Emil Hallfreðsson og Guðbjörg Karlsdóttir frá Stekkjarholti í Geiradal . Þau taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur að Vallarbarði 21, Hafnarfirði, frá... Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 1437 orð | 1 mynd

Helgihald í Digraneskirkju

Á skírdag eru fermingarmessur bæði kl. 11 og 14. Sóknarpresturinn sr. Gunnar Sigurjónsson fermir en til aðstoðar verða sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Ingimar Ingimarsson. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Innfluttar kýr og innlend þvæla

Ég hef fengist og fæst við, segir Sveinn Helgi Guðmundsson, smitsjúkdóma á Íslandi og í Noregi. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Íslenska líkanið!

Nú á ég að gera grein fyrir "íslenska líkaninu" varðandi fæðingarorlof , segir Ingólfur V. Gíslason, og fæ lengri tíma en aðrir frummælendur. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 489 orð

OFT má sjá orðalag sem Víkverji...

OFT má sjá orðalag sem Víkverji telur hvimleitt og er honum spurn hvort sé eðlilegt - varla má tala um rétt eða rangt lengur í þessu samhengi - og varpar spurningunni til sér fróðari manna um íslenskt mál. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 177 orð

Sáttur?

KONA NOKKUR í Þýskalandi var með óeðlilega stórt nef. Hún var ósátt við nefið og fór í sjúkratryggingarnar og fór fram á að þær borguðu fyrir hana nefaðgerð. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Spánsk gæðajógúrt komin til að vera!

Pascual-jógúrt er unnin með nýrri byltingarkenndri framleiðsluaðferð, segir Sigurður Gunnlaugsson. Hún er snögghituð og síðan snöggkæld. Meira
19. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 683 orð

Varðandi þjónustulund

VARÐANDI grein í Velvakanda í Morgunblaðinu 15. apríl sl. um verslunina Ólavíu og Oliver, vill ég, eigandi verslunarinnar, biðja Sigríði Þóru afsökunar á því að hafa fengið svona slæma þjónustu í verslun minni. Meira
19. apríl 2000 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

Verksvið lyfjafræðinga í lyfjabúðum

Ég deili ekki þeirri trú Inga, segir Finnbogi Rútur Hálfdanarson, að tæknin leysi faglegt mat vel menntaðs lyfjafræðings á lyfseðlinum af hólmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Meira

Minningargreinar

19. apríl 2000 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

ÁSTA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

Ásta Þóra Jónsdóttir, Tómasarhaga 36, Reykjavík fæddist á Stokkseyri 29. apríl 1916. Hún lést 15. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 3163 orð | 1 mynd

ELÍN ÓLAFSDÓTTIR

Elín Ólafsdóttir fæddist í Litladal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu 22. september 1929. Hún lést á heimili sínu til 30 ára, Bræðraborgarstíg 37, Reykjavík, hinn 12. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 4019 orð | 1 mynd

GRETTIR JÓHANNESSON

Grettir Jóhannesson fæddist í Vestmannaeyjum hinn 11. febrúar 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Jóhannes J. Albertsson, lögreglumaður í Vestmannaeyjum, frá Syðri-Kárastöðum í Miðfirði, f. 19.11. 1899, d. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 229 orð

HILDUR EIRÍKSDÓTTIR

Hildur Eiríksdóttir fæddist á Rifi á Melrakkasléttu 27. desember 1910. Hún lést á heimili sínu Valhöll á Raufarhöfn 10. apríl síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Raufarhafnarkirkju 18. apríl. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 7808 orð | 1 mynd

KARL KRISTINN KRISTJÁNSSON

Karl Kristinn Kristjánsson fæddist á Akranesi 17. febrúar 1979. Karl lést af slysförum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristján Sveinsson, f. 6. maí 1949, svæðisstjóri Olíufélagsins á Vesturlandi, og Sigrún Halla Karlsdóttir, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 2401 orð | 1 mynd

LEIFUR ÞORBJARNARSON

Leifur Þorbjarnarson bókbindari var fæddur að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 23. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2000 | Minningargreinar | 1196 orð | 1 mynd

TRYGGVI HELGASON

Tryggvi Helgason til heimilis í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Austurbrún 2 hér í borg, bróðir undirritaðs, verður 100 ára í dag, 19. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 349 orð | 1 mynd

Aðalatriðið í markaðssetningu að vera öðruvísi

VIÐ markaðssetningu á vörum er aðalatriðið að vera öðruvísi, að aðgreina sig frá vörum hinna. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 519 orð | 1 mynd

Áhugi á samstarfi við erlendan aðila til framtíðar

MIKILL áhugi er af hálfu stjórnar Íslenskra aðalverktaka á að fá að félaginu traustan erlendan samstarfsaðila á sviði verktöku og mannvirkjagerðar til framtíðar. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1620 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.04.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 365 20 57 6.647 377.734 Hlýri 75 36 68 2.415 165.301 Hrogn 200 180 191 3.173 605.069 Karfi 75 42 45 14.824 663. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 630 orð

Grunnur og kjarni Kaupþings á Íslandi

"Draumsýn Kaupþings er að alþjóðleg umsvif okkar aukist, nemi helmingi af veltunni eftir fimm ár eða svo og síðan kannski enn meir, þó grunnurinn og kjarni fyrirtækisins verði áfram á Íslandi," sagði Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings á... Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 194 orð | 1 mynd

Ísland í 10. sæti í samkeppnishæfni landa

ÍSLAND er í 10. sæti í könnun IMD á samkeppnishæfni landa árið 2000 og hefur hækkað um sjö sæti frá síðasta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þjóðhagsstofnun sem annast hefur gagnasöfnun varðandi íslenskan hluta könnunarinnar. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 760 orð | 1 mynd

Nasdaq "beygður markaður"

SKIPTAR skoðanir eru um það í Bandaríkjunum hvort lækkunarhrinan sem dunið hefur yfir á bandarískum hlutabréfamörkuðum sé liðin hjá og ástandið sé orðið stöðugt. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Nasdaq upp um rúm 7%

NASDAQ-hlutabréfavísitalan hækkaði um 7,1% eða 252 stig í gær og var í lok dagsins 3.790 stig. Dow Jones vísitalan hækkaði einnig og endaði í 10.760 stigum. Hækkun Dow nam 1,7% eða 178 stigum. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Skráningarstofan í samstarf við Íslenska miðlun

SKRÁNINGARSTOFAN hf. hefur gert samning við Íslenska miðlun um rekstur upplýsingaveitu þar sem veittar eru upplýsingar úr ökutækjaskrá. Upplýsingar úr ökutækjaskrá verða veittar frá samskiptaveri Íslenskrar miðlunar á Raufarhöfn til kl. 22 á kvöldin. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Starfsemi Landsbankans á Akureyri efld

LANDSBANKI Íslands hefur opnað þjónustuver á Akureyri og jafnframt hefur Viðskiptastofa Landsbankans á Akureyri verið efld. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 978 orð | 1 mynd

Tímaskekkja að takmarka fjárfestingar

Það er meira fé til fjárfestinga á lausu á Íslandi en fjárfestingartækifæri, svo útrás fjármagnsfyrirtækja er af hinu góða, komst Sigrún Davíðsdóttir að á ráðstefnu Kaupþings í Lúxemborg. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Úrvalsvísitala VÞÍ hækkar um 2%

ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Verðbréfaþings Íslands hækkaði í gær um 2,07% og endaði í 1.731 stigi. Viðskipti á þinginu námu alls 895 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf námu 346 milljónum króna, en viðskipti með húsbréf námu 295 milljónum. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. mars '00 3 mán. RV00-0620 10,74 - 5-6 mán. RV00-0817 10,50 - 11-12 mán. Meira
19. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 18.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 18.4.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

19. apríl 2000 | Fastir þættir | 828 orð

Að lifa af leikrit sitt

Sljór farandskuggi er lífið, leikari sem fremur kæki á fjölunum um stund og þegir uppfrá því, stutt lygasaga þulin af vitfirringi, haldlaust geip, óráð sem merkir ekkert. Meira
19. apríl 2000 | Fastir þættir | 219 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Vesturlandsmót í tvímenningi. Vesturlandsmótið í tvímenningi verður spilað í samkomuhúsinu á Grundarfirði laugardaginn 6. maí nk. og hefst spilamennska kl 10. Skráningu þátttakenda skal lokið fimmtudagskvöldið 4. maí. Meira
19. apríl 2000 | Fastir þættir | 294 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnardóttir

Þegar ógnandi hliðarlitur blasir við í borði er besta vörnin gjarnan sú að ráðast á innkomurnar. Hér er skemmtilegt dæmi um slíka vörn: Norður gefur; AV á hættu. Meira
19. apríl 2000 | Í dag | 3207 orð | 1 mynd

Ferming í Langholtskirkju 20.

Ferming í Langholtskirkju 20. apríl kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Fermd verða: Aðalsteinn Bjarni Björnsson, Nökkvavogi 6, Rvík. Bryndís Ósk Gísladóttir, Miðhúsum 23, Rvík. Fríða Sædís Gísladóttir, Tunguseli 4, Rvík. Meira
19. apríl 2000 | Fastir þættir | 753 orð | 1 mynd

Jón endaði í 14. sæti

Heimsmeistaramótið í einmenningi fór fram í Aþenu í Grikklandi, dagana 13.-15. apríl. Meira
19. apríl 2000 | Dagbók | 663 orð

(Sálm. 57, 9.)

Í dag er miðvikudagur 19. apríl, 110. dagur ársins 2000. Síðasti vetrardagur. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. Meira
19. apríl 2000 | Fastir þættir | 70 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Meira

Íþróttir

19. apríl 2000 | Íþróttir | 247 orð

Barcelona mætir Valencia

SPÆNSKU félögin Barcelona og Valencia mætast í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Barcelona vann Chelsea 5:1 í framlengdum leik á Nou Camp og Valencia tapaði 1:0 fyrir Lazio, en þar sem spænska félagið hafði unnið heimaleikinn 5:2, var leið þess í undanúrslit greið. Fyrri viðureignin verður í Valencia 2. maí, síðari í Barcelona 10. maí. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 415 orð | 1 mynd

Erfið staða hjá Kristjáni í Sheffield

DRAUMUR Kristjáns Helgasonar um að komast í 2. umferð heimsmeistaramótsins í snóker virðist ekki ætla að rætast í ár. Hann er 2:7 undir gegn Stephen Lee eftir fyrri hluta einvígis þeirra í 1. umferðinni sem leikin var í Crucible-leikhúsinu í Sheffield í gærkvöld og möguleikarnir á að snúa svo erfiðri stöðu sér í hag gegn jafn feykisterkum andstæðingi eru frekar litlir - þó allt geti gerst í snóker eins og í öðrum íþróttum. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

FREDRIKSBERG, lið Erlu Hendriksdóttur og Eddu...

FREDRIKSBERG, lið Erlu Hendriksdóttur og Eddu Garðarsdóttur , í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann Vorup um síðustu helgi, 5:1. Fredriksberg er sem stendur um miðja deild. Erla er búin að skora fimm mörk í deildinni. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, Gunnar Þór...

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður félagsins, og Elvar Aðalsteinsson stjórnarmaður komu í gær til Íslands með sigurskjöldinn (sjá mynd) sem Stoke tryggði sér á Wembley, þegar liðið lagði Bristol City að velli... Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 195 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Haukar 30:20 Framhúsið,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Haukar 30:20 Framhúsið, fyrsti leikur í úrslitakeppni karla í handknattleik, þriðjudagur 18. apríl: Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:3, 7:3, 11:6, 11:9, 13:10 , 15:10, 15:11, 17:12, 19:13, 21:15, 24:17, 27:18, 30:20 . Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd

ÍSLAND færði okkur Magnús Ver Magnússon...

ÍSLAND færði okkur Magnús Ver Magnússon og Björk - nú á landið líka sinn eigin snókersnilling, Kristján Helgason . Þannig er inngangurinn í kynningu á Kristjáni sem dreift er meðal fréttamanna í Sheffield . KRISTJÁN er kominn í 90. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 104 orð

Kastaði af sér vatni og fékk á sig mark

NORSKA félagið Sunnedal tryggði sér sigur gegn nágrannaliðinu Surnedal í bikarkeppninni með óhefðbundnum hætti, en sigurmarkið kom þegar markvörður Surnedal stóð við hliðarlínuna og kastaði af sér vatni. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 1018 orð | 1 mynd

KR fetar í fótspor erlendra liða

Knattspyrnudeild KR hefur kynnt nýjan og breyttan keppnisbúning fyrir karla- og kvennalið félagsins. Viðbrögð við búningunum eru blendin en ein ástæða breytinganna er hagstæðari samningur við nýjan íþróttavöruframleiðanda sem kveður á um útbúnað til allra flokka félagsins fyrir tæplega 20 milljónir króna Gísli Þorsteinsson kynnti sér ástæður breytinganna og komst að því að KR-ingar útiloka ekki frekari breytingar á búningnum að tveimur árum liðnum. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 164 orð

KRISTJÁN Helgason hefur tryggt sér 1,5...

KRISTJÁN Helgason hefur tryggt sér 1,5 milljónir króna í verðlaunafé með því að komast í 32 manna úrslitin í Sheffield. Nái hann að leggja Stephen Lee að velli og komast í 16 manna úrslitin er hann öruggur með 2,2 milljónir. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 83 orð

Kristján - Lee

Kristján - Lee Fyrri hluti í 32 manna úrslitum HM í Sheffield. Síðari hluti hefst kl. 13.30 í dag. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 120 orð

Kristján með sex til aðstoðar

KRISTJÁN Helgason fékk sex manna hóp frá Íslandi til liðs við sig á sunnudaginn, en hann hefur annars yfirleitt verið einn á báti á atvinnumótum sínum til þessa. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 15 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, annar leikur: KR-hús:KR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, annar leikur: KR-hús:KR - Grindavík 20.30 HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Akureyri:Þór - Breiðablik 20.30 KNATTSPYRNA Deildarbikarkeppnin Keflavík:Bruni - Keflavík 18.30 Leikurinn fer fram á... Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 98 orð

Magnús áfram með FH

MAGNÚS Teitsson verður endurráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik á næstu dögum en tveggja ára samningur hans við Hafnarfjarðarliðið er runninn út. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 103 orð

Marina áfram hjá Fram

MARINA Zoueva , rússneskur leikmaður, sem leikið hefur með kvennaliði Fram undanfarin tvö ár, hefur samið við félagið um að leika með því á næstu leiktíð. Marina var útnefnd leikmaður Íslandsmótsins á síðasta ári en það ár urðu Framarar bikarmeistarar. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 135 orð

Martha hlýtur styrk

MARTHA Ernstdóttir, hlaupakona úr ÍR, var á meðal þeirra sem hlutu styrk úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra er úthlutað var úr sjóðnum í gær. Martha hlaut 250.000 krónur. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 477 orð

Reynslunni ríkari í úrslitakeppni

"ÉG held nú að þessi leikur sé ekki marktækur því Haukar sýndu óvenju slakan leik að þessu sinni. Það kom í ljós að Óskars Ármannssonar er sárt saknað í þeirra liði, en hann er máttarstólpinn í Haukum og hefur leikið vel í vetur," sagði Gunnar Berg Viktorsson, leikmaður Fram. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 106 orð

Ríkharður orðaður við Gent

RÍKHARÐUR Daðason spilaði vel á móti Lilleström um síðustu helgi og margir velta því nú fyrir sér hvert framhaldið verði hjá Ríkharði. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 394 orð

Það var fyrst og fremst frábær...

FRAM vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum við Hauka í úrslitum Íslandsmóts karla í gærkvöldi, 30:20. Fram hafði forystu frá upphafi til enda, 13:10 í hálfleik, og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru úrslit leiksins ráðin, svo ójöfn var viðureignin. Haukar þurfa heldur betur að vakna til lífsins á heimavelli annað kvöld ætli leikmenn liðsins sér að halda spennu í einvíginu. Meira
19. apríl 2000 | Íþróttir | 46 orð

Þannig vörðu þeir

Sebastian Alexandersson, Fram, 20/1 (þar af 5 til mótherja); 9(3) langskot, 1(1) eftir gegnumbrot, 3(0) úr hraðaupphlaupi, 4(1) úr horni, 2 af línu, 1 vítakast. Meira

Úr verinu

19. apríl 2000 | Úr verinu | 59 orð

2% auking hjá FMS

ALLS seldust 32.689 tonn af fiski hjá Fiskmarkaði Suðurnesja á Suðurnesjum og norðanverðum Vestfjörðum, sem er 2% minna en á síðasta ári, fyrir 3.526 millj. kr. sem er 13% meira en á síðasta ári. Meðalverð var 107,85. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 1522 orð | 2 myndir

4.000 nemar um borð í skólaskipi

Nemendur áttunda og níunda bekkjar grunnskólanna í landinu hafa síðustu tvö ár átt kost á því að kynna sér sjómennsku um borð í skólaskipinu Dröfn RE. Þór Ásgeirsson er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun og aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hann var verkefnisstjóri um borð í skólaskipinu og skýrir hér frá gangi mála. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 69 orð

Aflatölur úr Lóðsinum

AFLATÖLUR sem birtast í Verinu eru teknar úr aflaskráningarkerfi Fiskistofu, Lóðsinum, snemma á þriðjudagsmorgni. Í Lóðsinn berast upplýsingar um afla frá hafnarvogum allt í kringum landið. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 704 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 726 orð | 1 mynd

Fjarstýrðir hlerar og betri ending rafhlaðna

LENGRI endingartími rafhlöðu, gagnabanki og fjarstýrðir hlerar eru helstu nýjungarnar, sem Scanmar kynnir um þessar mundir. Nú eru liðin 20 ár frá stofnun aflanema fyrirtækisins Scanmar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu á ýmiss konar nemum fyrir veiðarfæri og hefur verið leiðandi á því sviði í gegnum árin. Nú þegar hefur fyrirtækið selt Scanmar kerfi í yfir 3000 skip. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 42 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 689 orð

Gæðin í fyrirrúmi á stærsta markaðnum fyrir lax í Evrópu

FRAKKLAND er mikill markaður fyrir lax, sá stærsti í Evrópu og alveg sérstaklega hvað varðar reyktan lax. Um 30 til 40% alls lax sem er seldur í álfunni fer í reykingu og bróðurparturinn af því í frönsku reykhúsunum. Á ýmsu hefur þó gengið í þessari grein frá því á níunda áratugnum þegar framleiðslan og verðið voru í hámarki. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 750 orð | 1 mynd

Hampiðjuhlerar um öll heimshöfin

SALA á nýrri gerð toghlera frá J. Hinrikssyni, sem sameinast hefur Hampiðjunni, gengur vel. Hlerarnir ganga undir nafninu El Cazador eða veiðimaðurinn og eru nú notaðir við veiðar á öllum helztu heimshöfum. Mörg íslenzk skip eða skip tengd Íslendingum á Flæmska hattinum nota nú þessa hlera. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 98 orð

INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski á...

INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski á síðasta ári nam alls um 183.600 tonnum, sem er nánast sama og árið á undan. Verðmæti þessa innflutnings nam 45,3 milljörðum króna. Mest af frysta fiskinum kaupa Bretar frá Rússlandi, tæp 43. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 121 orð

Kaupa mest frá Íslandi

BRETAR fluttu inn ríflega 105.000 tonn af þorski á síðasta ári og er það lítilsháttar samdráttur miðað við árið á undan. Alls borguðu Bretarnir 31 milljarð króna fyrir þessa soðningu. Mest af þorskinum keyptu Bretar héðan frá Íslandi, eða 29. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 361 orð

Lítið af steinbít

HRYGNINGARSTOPPIÐ setur svip sinn á sjósókn þessa dagana og voru fáir bátar á sjó í gær, þrátt fyrir blíðuveður á flestum miðum. Bátar eru nú flestir bundnir við bryggju og sjómenn komnir í páskafrí. Þó voru nokkrir bátar á sjó í gær. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 237 orð

Meira úr ám og vötnum

FISKVEIÐAR í ferskvatni verða stöðugt mikilvægari í Víetnam, enda hefur fiskistofnum í sjó hnignað. Stjórnvöld leggja mikla áherzlu á eldi í ferskvatni og verður á næstunni sleppt miklu af seiðum og lirfum til að auka fiskigengd og fiskeldi. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 116 orð

Mest keypt frá Íslandi

BRETAR fluttu inn 66.700 tonn af ferskum og ísuðum fiski á síðasta ári. Það er nánast sama magn og árið áður. Fyrir þetta greiddu þeir um 14 milljarða króna. Langmest af ferska fiskinum eða ríflega þriðjung fluttu þeir inn frá Íslandi, alls um 23. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 397 orð

Mikil verðlækkun á karfa í Bremerhaven

FISKVERÐ á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í Þýskalandi lækkaði verulega í síðustu viku og var aðeins um helmingur þess sem það var í vikunni fyrir páska á síðasta ári. Mikið kom af fiski á markaðinn eða um 30 gámar, auk þess sem þrjú skip lönduðu afla þar í síðustu viku og eitt sl. mánudag. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 197 orð

Niðurskurður og styrkir frá ESB

PÓLVERJAR hafa boðizt til að fækka um 126 fleytur í bátaflota sínum, er stundar veiðar á Eystrasalti. Þetta er liður í undirbúningi að væntanlegri inngöngu Póllands í Evrópusambandið. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 61 orð | 1 mynd

Nýr hjá Siglingastofnun

GUÐMUNDUR Óli Lyngmo , skipaskoðunarmaður á Ísafirði , er fæddur á Ísafirði 13. maí 1954. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Ísafirði 1972-1974 og Vélskóla Íslands 1974-1976. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 58 orð | 1 mynd

Pönnusteikt smálúða "Oriental" með súrsætri sósu

LÚÐAN er alltaf lostæti, nánast hvernig sem hún er matreidd. Smálúða er einstaklega góður matur og hér kennir Smári V. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 145 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 58 orð

Scanmar í 3.000 skip

LENGRI endingartími rafhlöðu, gagnabanki og fjarstýrðir hlerar eru helstu nýjungarnar sem Scanmar kynnir um þessar mundir. Nú eru liðin 20 ár frá stofnun aflanemafyrirtækisins Scanmar. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 704 orð

Selt fyrir 3,5 milljarða á FMS

ALLS seldust 32.689 tonn af fiski hjá Fiskmarkaði Suðurnesja á Suðurnesjum og norðanverðum Vestfjörðum, sem er 2% minna en á síðasta ári, fyrir 3.526 millj. kr. sem er 13% meira en á síðasta ári. Meðalverð var 107,85. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 147 orð | 1 mynd

Sigurður Einar RE sjósettur

LÍNUSKIPIÐ Sigurður Einar RE var sjósett með viðhöfn í Daníelsslipp í Reykjavík á laugardag. Skipið er fyrsta sérhannaða línuskipið sem smíðað hefur verið á Íslandi og er að mestu búið íslenskum veiðibúnaði. Ragnar M. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 175 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 54 orð

Tveir sviptir veiðileyfi

TVÖ skip voru svipt veiðileyfi í marzmánuði síðastliðnum. Bæði skipin misstu veiðileyfið vegna afla umfram heimildir. Hinn 2. marz var Máni GK 36 sviptur veiðileyfinu, en fékk það að nýju daginn eftir, er aflamarksstaða hans hafði verið lagfærð. Hinn 16. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 351 orð

Tvískiptur sóknardagur

NÝTING sóknardags í tveimur 12 klukkustunda tímabilum myndi lagfæra sóknarákvæði í lögum um að hver af 23 veiðidögum krókabáta í sóknardagakerfi skuli aðeins tekinn og talinn með samfelldri 24 klukkustunda veiðiferð. Þetta kemur fram í frumvarpi til laga um breytingar á stjórn fiskveiða sem þingmennirnir Guðjón A. Kristjánsson og Árni Steinar Jóhannsson hafa lagt fram á Alþingi. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 1732 orð | 2 myndir

Veltan tvöfölduð á síðasta ári

Frá því SH opnaði söluskrifstofu sína Icelandic Iberica á Spáni, hafa hlutirnir gerst hratt. Veltan hefur aukist jafnt og þétt og vöruúrval aukist. Hólmfríður Matthíasdóttir heimsótti Hjörleif Ásgeirsson framkvæmdastjóra og ræddi við hann um gang mála. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 45 orð

Vinsælir toghlerar

SALA á nýrri gerð toghlera frá J. Hinrikssyni, sem sameinast hefur Hampiðjunni, gengur vel. Hlerarnir ganga undir nafninu El Cazador eða "veiðimaðurinn" og eru nú notaðir við veiðar á öllum helztu heimshöfum. Meira
19. apríl 2000 | Úr verinu | 102 orð

Ætla að loka Okhotskhafi

RÚSSAR stefna nú að því að loka Okhotskhafi fyrir veiðum annarra þjóða. Ætlunin er að engir aðrir en Rússar stundi þar veiðar frá og með næsta ári. Meira

Barnablað

19. apríl 2000 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Á páskunum

Á PÁSKUNUM er gaman því þá leika allir saman inni og úti og allir eru með. Svo skrifaði Þeódóra A. Thoroddsen fyrir ári þegar hún var í 7 ára bekk... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Eru einhverjar eins?

AF þessum 20 teikningum, sem eru ekki ósvipaðar við fyrstu skoðun, leynast tvær sem eru alveg eins, þegar betur er að gáð.... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 12 orð

GLEÐILEGA PÁSKA!

MYNDASÖGUR Moggans óska lesendum sínum, stórum og smáum, nær og fjær gleðilegrar... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 130 orð

Hvað gerðist um páskana?

PÁSKAR eru ein helsta hátíð kristinna manna. Þá minnast þeir þess, er Jesús reis upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur. Pálmasunnudagur: (Tilheyrir ekki beinlínis páskunum en er viss aðdragandi þeirra. Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 26 orð | 1 mynd

Hvað heitir stelpan?

NÖFNIN eru tvö. Það fyrra er með grænum stöfum og það seinna með appelsínugulum. Sendendur: Lilja Vignisdóttir, Leirvogstungu 7, 270 Mosfellsbær, og Selma Hauksdóttir, Leirvogstungu 6, 270... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd

Hvað merkir INRI

FYRIR ofan höfuð hins krossfesta Jesú stóð á latínu, grísku og hebresku þessi áletrun: Jesús frá Nasaret konungur gyðinga. Á latínu (tungumáli Rómverja), sem var kirkjumálið um aldir, er það skammstafað INRI. Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Jesús frá Nasaret konungur gyðinga

INRI þýðir Jesús frá Nasaret konungur gyðinga. Höfundur: Anna Margrét, 7 ára, nemandi í Landakotsskóla veturinn... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Jesús Kristur krossfestur

SVEINN Alexander Sveinsson var nemandi í 7 ára bekk Landakotsskóla í fyrra þegar hann gerði þessa fínu mynd af Jesú á... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Krossarnir voru þrír

ÞEGAR Jesús var krossfestur á Golgata-hæð voru tveir ræningjar krossfestir með honum, annar til hægri, hinn til vinstri handar honum. Höfundur myndar: Adam, 7 ára, öðrum bekk Landakotsskóla veturinn... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Ljósið skín í kirkjuglugganum

ÞESSA látlausu en áhrifaríku mynd gerði Torfi Karl Ólafsson, 7 ára, nemandi í Landakotsskóla veturinn... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Pálmasunnudagur

Á PÁLMASUNNUDAG kom Jesús til Jerúsalem. Fólkið fagnaði honum með pálmagreinum. Höfundur: Kristín, 7 ára, nemandi í öðrum bekk Landakotsskóla veturinn... Meira
19. apríl 2000 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Unginn á páskaegginu

ÞESSA líflegu mynd af unga uppi á myndarlegu páskaeggi sendi Sigríður María, 6 ára, Barmahlíð 56, 105... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.