Ný ríkisstjórn Giuliano Amato sór embættiseið sinn í gær og er hún sú 58. á Ítalíu eftir stríð. Standa að henni sömu flokkar og stóðu að fyrri stjórn, mið- og vinstriflokkar, og ágreiningurinn er sá sami og áður.
Meira
AÐILDARRÍKI Evrópusambandsins hafa lagt á ráðin um brottflutning allra hvítra manna frá Zimbabwe ef óöldin í landinu versnar enn. Kemur þetta fram í þýska blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung nú í morgun.
Meira
MÖNNUNUM, sem uppreisnarmenn úr hópi múslima á Filippseyjum rændu í Malasíu, er nú haldið á Jolo-eyju á Suður-Filippseyjum. Skýrðu filippseyskir embættismenn frá því í gær en gíslarnir eru tuttugu og einn, þar af tíu erlendir ferðamenn.
Meira
Samsæriskenningar var að finna á hverju strái í Belgrad í gær eftir að Zika Petrovic, forstjóri júgóslavneska ríkisflugfélagsins, var myrtur á þriðjudagskvöldið.
Meira
ALLNOKKUR lækkun varð á gengi hlutabréfa á Wall Street í gær og var hún fyrst og fremst rakin til ótta við nýja vaxtahækkun. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll um 179,32 stig eða 1,6% og Nasdaq-tæknivísitalan um 81,14 stig eða 2,2%.
Meira
HELMINGUR Kosovobúa er undir 25 ára aldri og barnadauði er þar meiri en annars staðar í Evrópu. Kemur þetta fram í könnun Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana.
Meira
Gífurlegir hitar og þurrkar eru í sumum héruðum Indlands og nágrannaríkinu Pakistan. Á Indlandi er óttast, að afkoma 50 milljóna manna sé í hættu, einkum í ríkjunum Rajasthan og Gujarat, en þar hefur lítið rignt í þrjú ár.
Meira
ÞÁTTTAKA landsmanna í "Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 2000" er afar góð í ár, en frestur til að skila inn lögum rann út 2. febrúar sl. Alls bárust 66 lög og hefur sérskipuð dómnefnd valið 10 lög til að keppa til úrslita.
Meira
HEILDARAFLI úr árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, var sá minnsti frá því athuganirnar hófust árið 1996. Í netaralli fara fram mælingar á hrygningarstofni þorsks með stöðluðum netum á hrygningarsvæðum.
Meira
FYRIR dyrum stendur að bjóða þeim gestum Bláa lónsins sem á þurfa að halda upp á þann kost að blása í áfengismæli til að kanna áfengismagn í blóðinu. Yrði þetta gert með öryggi gestanna í huga, að sögn Önnu G.
Meira
BÓKAHRINGRÁS Máls og menningar, Bókabúðar Keflavíkur og Bókvals á Akureyri, verður í verslununum út þessa viku og mun allur ágóði renna til Geðhjálpar að þessu sinni.
Meira
EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykktar á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga 12. apríl sl.: "Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir yfir mikilli ánægju með fréttavef fréttablaðsins Bæjarins Besta.
Meira
Grund- Um kl. 16 á mánudag sáu húsráðendur á Indriðastöðum að rauður fólksbíll stoppaði í Indriðastaðaflóanum, út stigu tveir menn og skömmu síðar steig upp mikill reykur við vegarkantinn.
Meira
SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar barðist við sinuelda norðan við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í gærkvöldi og varð að kalla út liðsauka er líða tók að miðnætti. Tveir dælubílar voru þar að störfum og einn sjúkrabíll.
Meira
KOMIÐ er út 3. tbl. af Barnagátum. Nú eins og áður eru krossgátur og annað efni fyrir byrjendur. Lausn fylgir hverri gátu blaðsins. Útgefandi er Ó.P. útg....
Meira
STEPHEN Byers, viðskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, hefur beðið forráðamenn BMW að taka sér lengri tíma en til föstudags að ákveða framtíð Rover-bílasmiðjunnar í Longbridge og Tony Blair, forsætisráðherra, hefur hitt aðalforstjóra Ford að máli vegna...
Meira
BOLLI Bjarnason hefur varið doktorsritgerð við læknadeild Karolinska Instututet í Stokkhólmi. Ritgerðin ber heitið "Laser Doppler imaging of patch tests - a methodological and comparative study with visual assessments".
Meira
DRÁTTARBÁTUR Franska sjóhersins "Tenace" verður í Reykjavíkurhöfn, Miðbakka, dagana 28. til 2. maí 2000. Dráttarbáturinn verður opinn almenningi til sýnis dagana 28. og 29. apríl og 1. maí kl. 10 til 12 og kl. 14 til...
Meira
EINN af eitt hundrað flugliðum Atlanta, sem sýni voru tekin úr við komu til landsins eftir pílagrímaflug í Asíu og Afríku, greindist með heilahimnubólgubakteríu en veikin kom upp þegar flugið stóð yfir.
Meira
DÓMUR Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu svokallaða setti svip sinn á umræður utan dagskrár um stjórn fiskveiða sem fram fóru á Alþingi í gær. Fram kom m.a. í máli Árna M.
Meira
FRUMVARP um atvinnuréttindi útlendinga var meðal þeirra sem Alþingi afgreiddi frá sér við atkvæðagreiðslu í gær og verður það sent ríkisstjórninni sem lög. Víkur lagasetningin einkum að erlendum nektardansmeyjum sem koma hingað til lands til starfa.
Meira
NÍU sakborningum í hinu svonefnda stóra fíkniefnamáli hafa verið birtar ákærur ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða ákærurnar þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. maí og ákærðu þá gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnin. Ákært er...
Meira
FJÓRIR ungir menn, þrír nítján ára og einn 21 árs, voru í gær formlega ákærðir fyrir að hafa kveikt í samkomuhúsi í Gautaborg 29. október 1998 og þar með orðið 63 ungmennum að bana.
Meira
YFIR tvö þúsund manns hafa skráð sig í Samfylkinguna í aprílmánuði að sögn Jóhanns Geirdal, formanns kjörstjórnar Samfylkingarinnar, en frestur til að skrá sig fyrir stofnfundinn og komast á kjörskrá vegna formannskjörs innan flokksins rann út 20.
Meira
ELENA Guijarro Garcia, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, flytur fyrirlestur föstudaginn 28. apríl á vegum Líffræðistofnunar háskólans. Fyrirlesturinn verður á ensku og fjallar um vistfræði og dreifingu kúskeljar. Fyrirlesturinn hefst kl.
Meira
VÍSINDAFÉLAG Íslendinga heldur opinn fund í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:30. Þar flytur Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur fyrirlestur sem hann nefnir: Frá gammablossum til gervalls heimsins.
Meira
HALDIN verður stórsýning í Laugardalshöll um helgina þar sem handverks- og ferðaþjónustufólk kynnir starfsemi sína. Íslenskt handverk er í mikilli sókn og í höllinni um helgina gefur að líta fjölbreytt úrval handverksgripa af gervöllu Íslandi.
Meira
KOLBRÚN Haraldsdóttir, kennari í íslensku við háskólann í Erlangen-Nürnberg í Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur í dag, fimmtudaginn 27. apríl kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 201 í Árnagarði.
Meira
Neskaupstað - Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Austurlands sem haldin var í Neskaupstað laugardaginn 15. apríl sl. voru veitt hvatningarverðlaun félagsins í fyrsta skipti. Verðlaunin hlaut Kristbjörg Kristinsdóttir stofnandi og eigandi K.K.
Meira
Sigrún Knútsdóttir fæddist 20. apríl 1949 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og prófi í sjúkraþjálfun frá háskólanum í Ósló 1972. Hún hefur síðan starfað nær óslitið hjá Borgarspítalanum, sem nú heitir Landspítali - háskólasjúkrahús. Sigrún er gift Magnúsi Jónssyni tæknifræðingi og eiga þau tvö börn.
Meira
FLUGLEIÐIR leita nú leiða til að mæta lækkandi verði flugfargjalda og of miklu sætaframboði á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf. Meðal þess sem er til skoðunar er að fækka um eina vél í næstu vetraráætlun félagsins.
Meira
Neskaupstað - ÞAÐ var fátt sem minnti á sumarið á sumardaginn fyrsta í Neskaupstað. Norðaustan hríðarhraglandi og frost var og ekki beint ákjósanlegt útivistarveður.
Meira
SAMNINGANEFNDIR flugvirkja hjá Flugleiðum og vinnuveitenda sátu á löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn hófst í gærmorgun og stóð fram yfir miðnætti.
Meira
ALÞJÓÐLEGUR leiðtogi Hjálpræðishersins, Hershöfðinginn John Gowans, hefur skipað komandörana B. Donald og Berit Ödegaard nýja leiðtoga Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og Íslandi frá 1. febrúar 2000. Komanndör B.
Meira
27. apríl 2000
| Akureyri og nágrenni
| 639 orð
| 1 mynd
FRANZ Árnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagðist telja að framleiða mætti orku í núverandi orkuverum norðanlands, stækkuðum og fullnýttum, ásamt nýjum virkjunum fyrir allt að 240 þúsund tonna álver, eða annan sambærilegan iðnað...
Meira
FIMMTÁN ára piltur sem slasaðist á höfði þegar bifreið var ekið á hann við Sólheima í Reykjavík á þriðjudagskvöld liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél.
Meira
STJÓRNVÖLD í Líbanon staðfestu í fyrsta sinn í gær að friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna yrðu sendar á þau svæði í suðurhluta landsins, sem ísraelskar hersveitir eiga að fara af í júlí, til að koma í veg fyrir að líbanskir skæruliðar gerðu árásir á...
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir stolinni bifreið, grárri MMC Galant, árgerð 1996, með skrásetningarnúmerinu TL-258, sem stolið var frá hesthúsahverfinu við Kaldárselsveg hinn 23. apríl sl. milli klukkan 14 og 15.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á mannlausa bifreið við Stóragerði 22 mánudaginn 24. apríl milli klukkan 22 og miðnættis. Ekið var á bifreiðina XT-204 sem er hvít Daihatsu Charade-fólksbifreið.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur nú að því að hafa uppi á pilti sem stakk leigubílstjóra í brjóstið með hnífi klukkan 21 á sunnudagskvöld við biðstöð í Hvassaleiti. Leigubílstjórinn hlaut grunnt sár á brjósti áður en blaðið í hnífnum brotnaði.
Meira
AÐALFUNDUR Samtaka um betri byggð verður haldinn í stofu 101 í Odda föstudaginn 28. apríl kl. 15. Á dagskrá aðalfundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að aðalfundi loknum kl. 16 hefst málþing um framtíð höfuðborgarinnar sem Egill Helgason stjórnar.
Meira
27. apríl 2000
| Akureyri og nágrenni
| 186 orð
| 1 mynd
MIKIL aðsókn hefur verið að námskeiðum sem Náttúrulækningafélag Akureyrar hefur efnt til í gerð grænmetis- og baunarétta og greinilegt að áhugi á námskeiðum af þessu tagi er sífellt að aukast.
Meira
Ráðherrafundur Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fer fram í New York í Bandaríkjunum þessa dagana en til hans er boðað í framhaldi af Ríó-ráðstefnunni árið 1992. Til umræðu eru meðal annars jarðvegseyðing, skógrækt og landnýting.
Meira
MJÓLKURFRÆÐINGAFÉLAG Íslands boðaði í gær verkfall frá og með 4. maí næstkomandi. Hafi samningar ekki náðst leggst af öll mjólkurmóttaka og vinnsla eftir viku.
Meira
KJÖRDÆMISRÁÐ ungra sjálfstæðismanna á Austurlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra auk Egils, félags ungra sjálfstæðismanna í Borganesi og Fylkis, félags ungra sjálfstæðismanna á Ísafirði, mótmæla harðlega ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna...
Meira
ÞORLEIFUR Einarsson og Ásta Bjarnadóttir urðu í gær í þriðja sæti í pasodoble í alþjóðlegu danskeppninni sem fram fer í Blackpool. Þau kepptu í flokki ellefu ára og yngri, en sjötíu pör tóku þátt í keppninni í þeim...
Meira
HALDIÐ verður námskeið helgina 28.-30. apríl sem kallast "Dansað inn í dýpri vitund", í Reykjadal í Mosfellsbæ. "Námskeiðið byggir á svokölluðum 5Rhythms-dansi, sem er vestræn aðferð, sambærileg jóga, aikido og Tai Chi.
Meira
BANDARÍSKA föndurkonan Lísa Parker heldur námskeið hér á landi á vegum Koffortsins, Strandgötu 21, Hafnarfirði, dagana 28. apríl til 13. maí. Lísa kemur hingað til að halda námskeið í málun á tré. .
Meira
AÐ SKIPHOLTI 51 v/Holtaveg hefur verið opnuð ný snyrtistofa, Silfurtungl. Boðið er upp á alla almenna hársnyrtingu, förðun, neglur, handsnyrtingu, lit og plokkun, augnahárapermanent, varanlega förðun (tattoo) og Artec...
Meira
BÆJARRÁÐ Garðabæjar ályktaði á síðasta fundi sínum að leggja til við hreppsnefnd Bessastaðahrepps að hún skipi fulltrúa í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningu þessara sveitarfélaga.
Meira
Dímon hugbúnaðarhús opnar í næsta mánuði skrifstofu í Lundúnum. Fyrst í stað verður hlutverk Lundúnaskrifstofunnar markaðssetning og sala WAPorizer á Bretlandseyjum, en til hennar verða ráðnir forritarar fljótlega eftir opnun.
Meira
EKKERT lát er á blóðsúthellingunum í Zimbabwe vegna jarðanáms stuðningsmanna Roberts Mugabe forseta og óttast var í gær að árásir landtökumanna á bújarðir hvítra bænda yrðu til þess að verulega drægi úr tóbaksútflutningnum, helstu gjaldeyristekjulind...
Meira
KRISTINN Sigmundsson bassasöngvari hlaut eldskírn sína á sviði Metropolitan-óperunnar í New York í fyrrakvöld. Söng hann hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner undir stjórn James Levine.
Meira
NAUTIÐ Guttormur flutti nýverið í sérsmíðaða einkastíu í fjósinu í Húsdýragarðunum í Laugardal og segir starfsfólk garðsins að Guttormur, sem er orðinn 906 kíló, sé aukarýminu feginn.
Meira
BRUNAMÁLASTOFNUN ríkisins heldur sína árlegu ráðstefnu fyrir slökkviliðsstjóra að Hótel Loftleiðum, Reykjavík, dagana 27.-28. apríl nk. Á ráðstefnunni verða haldin erindi og kynningar á ýmsu er varðar brunavarnir og brunamál, m.a.
Meira
ODDUR Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Gunnar Marel Eggertsson, eigandi víkingaskipsins Íslendings, geta rakið skyldleika við Leif Eiríksson.
Meira
UM 81% Íslendinga er mjög eða frekar jákvætt gagnvart fyrirtækinu Íslensk erfðagreining (ÍE), en einn af hverjum tíu segist vera neikvæður í garð fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar, sem Gallup gerði fyrir Íslenska erfðagreiningu...
Meira
SLÖKKVISTÖÐIN í Hafnarfirði hefur síðan árið 1974 verið staðsett í í húsi við Flatahraun 14, sem upphaflega var byggt sem fiskverkunarhús og að sögn Helga Ívarssonar slökkviliðsstjóra hefur aðstaðan og aðbúnaður starfsmanna verið ófullnægjandi frá...
Meira
SIGURÐUR Ingvason, skipatæknifræðingur frá Hliðnesi í Bessastaðahreppi, lést á sjúkrahúsi í Gautaborg 21. apríl síðastliðinn. Hann var á 74. aldursári. Sigurður var fæddur 26. ágúst 1926 og lauk vorið 1947 námi í skipasmíði í Hafnarfirði.
Meira
Í FRUMVARPI um breytingu á lögum um dómstóla, sem sjö þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi, er gerð sú tillaga að forsætisráðherra tilnefni framvegis hæstaréttardómara að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi í stað þess að...
Meira
FJÖLMARGIR landsmenn voru á faraldsfæti um páskahelgina og ófáir leituðu til fjalla. Nokkuð er um að fólk bregði sér með vélsleða, skíði eða venjulega sleða á Víkurskarðið þar sem jafnan er nægur snjór.
Meira
HIÐ 75 ára gamla sólskinsstundamet fyrir aprílmánuð í Reykjavík var slegið í gær. Fyrra metið var 220 stundir en þegar starfsmenn Veðurstofunnar litu á mæla sína eftir sólarlag í gærkvöldi voru sólskinsstundirnar orðnar tæpar 229.
Meira
EFTIR þann styr sem staðið hefur mánuðum saman um fjármál Kristilega demókrataflokksins í Þýzkalandi (CDU) hafa þýzkir fjölmiðlar nú beint athyglinni að fjármálum þýzka Jafnaðarmannaflokksins, SPD.
Meira
Stykkishólmi - Styrkur er félagsskapur kvenna sem eiga börn í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Markmið hópsins er að vinna með unglingum í Stykkishólmi með fyrirlestrum, fræðslu og skemmtun. Þetta er annað starfsár Styrks.
Meira
STJÓRN foreldrafélags Hofsstaðaskóla í Garðabæ hefur farið fram á að bæjaryfirvöld bæti úr sundkennslu við skólann með byggingu innisundlaugar í tengslum við byggingu væntanlegs íþróttahúss, sem hefjast á handa við á næsta ári.
Meira
NORRÆNA félagið á Íslandi, í samvinnu við Norræna félagið í Norrbotten í Norður-Svíþjóð, gefur 15 Íslendingum kost á tveggja vikna sænskunámskeiði við lýðháskólann í Framnäs dagana 30. júlí til 11. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 7. maí nk.
Meira
HELGI Hjörvar, forseti borgarstjórnar, segir að upplýsingar um efnahag í upphafi og lok árs fylgi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár.
Meira
KARLAKÓR Eyjafjarðar verður með söngskemmtanir í Glerárkirkju, föstudaginn 28. apríl kl. 20.30 og á sama tíma í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 29. apríl nk. Á efnisskránni eru bæði frumflutningur og gamlir slagarar.
Meira
SÍMAKERFI Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands annaði vart eftirspurn í gær, þegar tæplega 400 manns skráðu sig í opinn háskóla á fyrsta degi skráningar. Að sögn Margrétar S.
Meira
INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Íran tilkynnti í gær að seinni umferð þingkosninga í landinu fari fram fimmta maí næstkomandi. Fyrri umferð kosninganna fór fram 18. febrúar og lyktaði með stórsigri umbótasinnaðra stjórnmálaafla á kostnað íhaldssamari...
Meira
Í dag tekur Skógræktarfélag Reykjavíkur í sína umsjá stórt svæði í Esjuhlíðum og heldur þar áfram skógrækt og uppbyggingu á útivistarsvæði, en þetta svæði hefur um langa hríð verið eitt vinsælasta útivistarsvæðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við forsvarsmenn Skógræktarfélagsins um starfið og framtíðina.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur og landbúnaðarráðuneytið undirrita í dag samning um að félagið hafi framvegis umsjón og eftirlit með ríkisjörðunum Kollafirði og Mógilsá. Mun félagið hefja þar skógrækt og uppbyggingu á fjölbreyttu útivistarsvæði.
Meira
EVRAN nýtur æ minna trausts á hinum alþjóðlegu fjármálamörkuðum. Í samræmi við þetta hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal verið á niðurleið sem sérfræðingar sjá ekki fyrir endann á.
Meira
DAGSKRÁ Alþingis í dag tekur mið af því að nú er stutt til þingloka. Ljóst er að stefnt er að því að bretta upp ermar því 48 mál eru á dagskrá þingsins í dag, en þingfundur hefst kl. 13.30.
Meira
TJALD Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara rak 1,52 km til suðvestur í fyrrinótt með þeim afleiðingum að dagsvegalengd hans frá því á þriðjudag styttist um einn kílómetra. Hann gekk 16,3 km á þriðjudag og hefur því alls gengið 511 km á átt að pólnum.
Meira
27. apríl 2000
| Akureyri og nágrenni
| 177 orð
| 2 myndir
FJÖLMARGIR gestir lögðu leið sína í Íþróttahöllina á Akureyri sl. föstudag og laugardag en þar var boðið upp á ýmislegt fyrir áhugafólk um líkamsrækt og íþróttir.
Meira
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlandanna verða viðstaddir opnun viðamikillar víkingasýningar í Smithsonian-safninu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag.
Meira
ZIKA Petrovic, forstjóri júgóslavneska ríkisflugfélagsins, sem myrtur var á þriðjudagskvöld, er þriðji náni samstarfsmaður Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem drepinn hefur verið á þessu ári.
Meira
Hveragerði - Hestamannafélagið Ljúfur, Hveragerði, Sleipnir á Selfossi og Háfeti í Þorlákshöfn stóðu sameiginlega fyrir æskulýðsdegi í Ölfushöllinni síðastliðinn sunnudag.
Meira
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN afhenti lögregluembættinu á Húsavík, Keflavíkurflugvelli og Sauðárkróki nýverið nýjar lögreglubifreiðir í áfanga að endurnýjun lögreglubifreiðaflotans í landinu.
Meira
TVEIMUR áratugum eftir að Robert Mugabe tók við völdum í Zimbabwe virðist fátt gefa ástæðu til bjartsýni. Efnahagur landsins er í molum og vopnaðir hópar manna ganga um sveitir í því skyni að leggja undir sig búgarða hvítra bænda.
Meira
FYRIR nokkru lauk myndlistarnámskeiði sem efnt var til á Flúðum í vetur. Fjórán manna hópur kom saman í fimm tíma í senn, 10 föstudaga í vetur, og nutu tilsagnar Snorra Snorrasonar, myndlistarmanns frá Reykjavík.
Meira
RÚSSNESKA tennisstjarnan Anna Kournikova er ein sú vinsælasta í dag, ekki aðeins þykir tennisleikur hennar góður heldur þykir hún hafa útlitið með sér og einstaklega fagurt bros eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Meira
ÁLAFOSS FÖT BEZT: Diskótekið Skugga-Baldur sér um tónlistina föstudagskvöld. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit leika laugardagskvöld. ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Gömlu og nýju dansarnir föstudagskvöld til kl. 2. Kristbjörg Löve og Guðmundur Haukur spila.
Meira
Ballettskóli Eddu Scheving hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt í síðustu viku með tveimur stórum nemendasýningum í Borgarleikhúsinu. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýningunum eða hátt í þrjúhundruð börn. Hrafnhildur Hagalín ræddi við Eddu Scheving og dóttur hennar, Brynju, en saman standa þær að rekstri skólans.
Meira
DANSLEIKHÚS með Ekka hefur gert samstarfssamning við hönnunarfyrirtækið Pell og Purpura, og hafa hönnuðirnir, þær Anna Fanney Ólafsdóttir, Ingibjörg Þóra Gestsdóttir, og Sólborg Erla Ingadóttir, nú hannað nýja búninga fyrir dansleikhúsverkið...
Meira
BRÉF, dagbækur og aðrir persónulegir hlutir sem voru í eigu Brians Epsteins, umboðsmanns Bítlanna, fara nú á uppboð, 33 árum eftir dauða hans en hann lést af of stórum skammti eiturlyfja. Uppboðið fer fram í uppboðshúsi Christie's í London í dag.
Meira
Menningarborgarárið í Bergen er liður í að skipa bænum sess sem helsta menningarbæ Noregs, svo þar er ekki aðeins tjaldað til eins árs í ár, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún heimsótti Bergen nýlega.
Meira
LEIKKONAN Gwyneth Paltrow gæti verið í vondum málum. "Aumingja" farþegarnir í bílnum sem hún ók bílaleigubíl sínum á af "miklum fantaskap" fyrir um ári hafa höfðað mál gegn henni.
Meira
Á LAUGARDAGINN kl. 16 opnar Elsa D. Gísladóttir sýningu sem hún kallar Meyjan og óvætturinn í gallerí@hlemmur.is í Þverholti 5. Áhrifavaldar að verkunum eru ævintýri, þjóðsögur og helgisögur.
Meira
Leikstjórn: Michael Radford. Handrit: Michael Thomas og Carole King. Aðalhlutverk: Asia Argento, Jared Harris, Rupert Everett og Jonathan Rhys Meyers. (94 mín) Bretl./Bandar./Ítalía, 1998. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
FÉLAG íslenskra leikra, FÍL, hefur veitt Friðriki Þór Friðrikssyni kvikmyndaleikstjóra viðurkenningu fyrir fagmennsku og framsýni við gerð kvikmynda sinna.
Meira
LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms sýnir um þessar mundir í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi leikritið Ég bera menn sá, eftir Unni Guttormsdóttur og Önnu Kristínu Kristjánsdóttur.
Meira
OPINN Háskóli hefur starfsemi sína í Háskóla Íslands mánudagskvöldið 1. maí með námskeiðinu Heimspeki hversdagsins - tilvistarstef á 20. öld. Kvöldið eftir, 2. maí, hefst síðan námskeiðið Sálfræði daglegs lífs.
Meira
LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur verður sýnt í Seljakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Sýningin er tekin upp í tengslum við sögulega guðsþjónustu frá 17.
Meira
Rangæingakórinn undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur flutti íslensk kórlög. Einsöngvarar með kórnum voru auk söngstjórans Kjartan Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Bryndís Jónsdóttir og Sigrún Flóvenz. Samleikari á flautu var Marianna Másdóttir og undirleikari á píanó Hólmfríður Sigurðardóttir. Þriðjudaginn 18. apríl.
Meira
Í tilefni af víkingasýningu Smithsonian-safnsins sem opnuð verður í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag hefur verið gefin út bókin Vikings. The North Atlantic Saga. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, hefur rýnt í bókina og segir hana stórtíðindi í íslenskri og norrænni menningarsögu.
Meira
SKÁLDIÐ Arngrímur Ingi Ásgrímsson les úr nýútkominni ljóðabók sinni, Ljóðsmannsæði, í dag, fimmtudag, kl. 17. Dagskráin er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og allir...
Meira
KRISTINN Már Ingvarsson hefur opnað ljósmyndasýninguna "looking good" í Oneoone gallerí. Sýningin stendur til 22. maí. Galleríið er opið mánudaga til föstudaga 12-19, laugardaga...
Meira
NÚ stendur yfir sýning á verkum Guðrúnar Guðjónsdóttur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Kringlunni. Um er að ræða olíumálverk sem unnin eru á þessu og síðasta ári. Verkin samanstanda af nokkrum kyrralífsmyndum auk óhlutbundinna verka.
Meira
Rapprokksveitin Quarashi sneri fyrir skemmstu heim eftir að hafa dvalið langdvölum vestur í Bandaríkjunum, en þar voru þeir félagar á vegum bandarísks stórfyrirtækis að taka upp lög, skrifa undir samninga og hitta mann og annan.
Meira
Kristinn Sigmundsson bassasöngvari þreytti frumraun sína við Metropolitan-óperuna í New York, að margra mati merkasta óperuhús heims, í fyrrakvöld. Söng hann hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner en meðal annarra söngvara var Placido Domingo. Orri Páll Ormarsson sló á þráðinn til Kristins og Ólafs Egilssonar sendiherra, sem var meðal óperugesta.
Meira
ROKK og rómantík, geisladiskur Stefáns Óskarssonar. Stefán syngur en upptökustjórn, undirleikur, útsetningar og hljóðblöndun var í höndum Borgars Þóarinssonar. Um röddun sáu Einar E. Sigurðsson og Halldór Þ. Þórólfsson. Lögin eru eftir Stefán G. Óskarsson en textar eru eftir Birgi Henningsson fyrir utan textann við "Ég sá þig úti á gólfi" sem er eftir Stefán og þeir félagar semja textann við "Til hennar" í sameiningu. 24,34 mín. Stefán G. Óskarsson gefur út.
Meira
EIN ALLRA eftirminnilegasta persóna hvíta tjaldsins Clouseau lögregluvarðstjóri, sem snillingurinn Peter Sellers heitinn gerði ódauðlegan í myndum sem allar nema ein voru kenndar við höfuðóvininn, meistaraþjófinn Bleika pardusinn, gæti öðlast nýtt líf á...
Meira
Íslenskir listamenn fara víða og sex þeirra eru nýkomnir heim frá Graz þar sem þeir tóku þátt í skemmtilegri samsýningu. Hildur Loftsdóttir talaði við Ósk Vilhjálmsdóttur.
Meira
½ Leikstjóri: Ian Mune. Handrit: Alan Duff. Aðalhlutverk: Temuera Morrison, Clint Eruera og Rena Owen. (95 mín) Nýja Sjáland, 1999. Stjörnubíó. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Ljósmyndsýning Báru Kristinsdóttur lýkur í dag, fimmtudag. Á sýningunni eru portrett nokkurra Íslendinga, unnin með sömu tækni og Kaldal vann með á sínum...
Meira
NORRÆNT kvennakóramót verður haldið í Reykjavík dagana 27. apríl - 1. maí. Þátttakendur eru alls rúmlega 900 konur úr um 30 norrænum kvennakórum, auk sérstaks gestakórs sem kemur frá Úkraínu. Íslensku þátttakendurnir eru um 400.
Meira
80 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 28. apríl, verður áttræður Jóhann Pétursson, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Keflavíkurflugvelli, Smáratúni 21, Keflavík . Eiginkona hans er Kristrún Helgadóttir.
Meira
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið barómetri 2000. Röð efstu para varð eftirfarandi. Sveinn R. Þorvaldsson - Jón Stefánsson 363 Árni Hannesson - Halldór Tryggvason 194 Unnar A. Guðm.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 27. apríl hefst þriggja kvölda Nestlé tvímenningur í boði Gunnars Kvaran. Verðlaunin eru í formi veglegra matarkarfna frá Gunnari Kvaran. Spilað er í Þinghól Kópavogi og hefst spilamennska kl. 1945. Allir...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. apríl sl. í Árbæjarkirkju af sr. Þór Haukssyni Svanhvít Jónsdóttir og Helgi Ólafsson. Heimili þeirra er að Hraunbæ 96,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. apríl sl. í Bústaðakirkju af sr. Ólafi Skúlasyni Ingunn Sigurðardóttir og Þorkell Ágústsson. Heimili þeirra er að Ásbraut 13,...
Meira
Hér er á ferðinni glæsileg hugmynd sem, að mati Jakobs Frímanns Magnússonar, felur í sér mikla framtíðarmöguleika og nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Meira
FRAM að þessu hef ég talið mig lánsaman að vera Íslendingur og búa í landi friðar og velferðar, enda er landið eitt af fimm ríkustu löndum heims og var talið hafa eitt besta heilbrigðiskerfi fyrir þegnana.
Meira
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Meira
Getur verið, spyrja Drífa Snædal og Sigfús Ólafsson, að flokkur sem hefur það eitt að markmiði að verða stór hvað sem líður málefnunum hafi ekki sést fyrir í félagaskráningunni?
Meira
21. desember 1844 Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga.
Meira
ÞEGAR Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn voru sameinuð var það gert undir nafninu Landspítalinn - háskólasjúkrahús. Starfsemi þess í Fossvogi heitir því Landspítalinn - háskólasjúkrahús - Fossvogi.
Meira
ÍSLENSKA þjóðin ætlar að halda upp á það að liðin eru eitt þúsund ár, að talið er, síðan menn námu landið og hófu kross Krists á loft. Vissulega stendur þjóðin á ákveðnum tímamótum.
Meira
ÞRÍR FRAKKAR að spila Fimmtudaginn 6. apríl mættu 18 pör til leiks. Spilaður var Mitchell með þremur spilum á milli para. Miðlungur var 216 og lokastaða varð þessi: NS Sigrún Pétursd. - Kristjana Steingr.d. 248 Ísak Örn Sigurðss.
Meira
Ágúst Vigfússon fæddist á Giljalandi í Haukadal 14. ágúst 1909. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 9. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Ernst Peter Reinholt Sigurðsson, Grænumörk 3, Selfossi, fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1918. Hann lést 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Sigurðsson, f. 11. september 1886, d. 12. apríl 1951, kaupmaður á Ísafirði, og Peta H.K.
MeiraKaupa minningabók
Ingimundur Hörðdal Kristjánsson fæddist í Tungu í Hörðudal 24. maí 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Gestsson frá Tungu (f. 21.12. 1880, d. 22.9.
MeiraKaupa minningabók
Ingþór Lýðsson fæddist á Akranesi hinn 23. mars 1963. Hann lést á heimili sínu, Vallarbraut 1, Akranesi, hinn 15. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Vigdísar Matthíasdóttur, f. 5.11. 1930, og Lýðs Sigmundssonar, f. 17.4 1911, d. 19.6 1994. Útför Ingþórs fór fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 26. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Katrín Þorláksdóttir fæddist 9. ágúst 1936. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 5. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Leifur Þorbjarnarson bókbindari fæddist í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 23. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 19. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Nína Björk Árnadóttir fæddist á Þóreyjarnúpi, Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu 7. júní 1941. Foreldrar hennar voru hjónin Lára Hólmfreðsdóttir og Árni Sigurjónsson þar búandi.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Halldór Halldórsson fæddist að Mábergi á Rauðasandi 1. júní 1921. Hann andaðist á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ólafur Bjarnason, f. í Tungu í Tálknafirði 15. nóvember 1874, d. á Patreksfirði 9.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Sigurðardóttir var fædd að Hraunbóli á Brunasandi í V.-Skaftafellssýslu 12. nóvember 1906. Hún lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Jónsson, f. 11.11. 1872, d. 30.6.
MeiraKaupa minningabók
Sigurlaug Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík hinn 10. júlí 1956. Hún lést á Amager hospitalet hinn 18. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Steinunnar Guðmundsdóttur húsmóður, f. 1913, d. 1990 og Péturs Kristinssonar blikksmiðs, f. 1917, d.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Hall fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1909. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Herdís Jónsdóttir frá Skipholti í Hrunamannahreppi, f. 1884, d.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Ingibjörg Tómasdóttir fæddist 21. maí 1913. Hún lést á Landakotsspítala 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Lovísa Einarsdóttir kennari og Tómas Jón Brandsson, kaupmaður á Hólmavík.
MeiraKaupa minningabók
Frú Þóra Einarsdóttir, fyrverandi formaður Félagasamtakanna Vendar og formaður Indveresku barnahjálparinnar fæddist á Hvanneyri hinn 10. febrúar 1913. Hún að heimil sínu Seljahlíð, Reykjavík hinn 14 apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
11-11-búðirnar Gildir til 10. maí Sun lolly, 10 st. 199 289 20.st. Sun fresh orange drykkur, 500 ml 85 99 170 ltr SS pylsupartý 699 nýtt 699 pk. Appelsínur 129 169 129 ltr Melónur gular 99 169 99 kg FJARÐARKAUP Gildir til 29.
Meira
UM ÞESSAR mundir stendur yfir rýmingarsala á ýmsum vörum í versluninni Djásn og grænir skógar. Ástæða rýmingarsölunnar er að um næstu mánaðamót mun verslunin flytja frá Laugavegi 51 á Laugaveg 64. Rýmingarsalan mun standa fram til 29.
Meira
KOMIÐ er á markaðinn svalaþykkni frá Sól-Víkingi hf. Svalaþykknið kemur í þremur bragðtegundum, með appelsínubragði, epla- og sólberjabragði og ávaxtabragði. Í fréttatilkynningu segir að í svalaþykkninu sé helmingurinn safi.
Meira
TÝND börn í stórmörkuðum og verslunarmiðstöðvum munu brátt heyra sögunni til því þróaður hefur verið nýr eftirlitsbúnaður sem gerir foreldrum kleift að hafa auga með börnum sínum allan sólarhringinn með hjálp sérstaks senditækis sem fest er á börnin.
Meira
Botulinum-eitrun getur myndast í matvælum og haft skaðleg áhrif á neytendur ef ekki er gætt réttrar meðhöndlunar. Gamalt hunang hefur til dæmis orsakað slíka eitrun hjá ungbörnum í Noregi og þá er dæmi þess að bakterían hafi fjölgað sér í matvælum sem hafa verið geymd mjög lengi.
Meira
Með þessu hefur fréttastofa ABC á vissan hátt staðið sig vel, því hún hefur í rauninni gengist við því að bandarískar sjónvarpsfréttir eru að miklu leyti bara sýndarmennska.
Meira
Leikritið Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur verður sýnt í Seljakirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 20. Sýningin er tekin upp í tengslum við sögulega guðsþjónustu frá 17.
Meira
Í dag er fimmtudagur 27. apríl, 118. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Drottinn, leið mig eftir réttlæti þínu sakir óvina minna, gjör sléttan veg þinn fyrir mér.
Meira
MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli spænska alþjóðlega meistarans Julen Arizmendi, hvítt, (2445) og rússneska stórmeistarans Alexander Grischuk (2581) á Reykjavíkurskákmótinu í ár. 10...Rg3! 11.Hh2 Eftir 11.Hg1 Dxh4 er hvíta staðan að hruni komin. 11....
Meira
NÍU íslenskir sundmenn taka þátt í tveimur sterkum alþjóðlegum sundmótum í Mónakó og Cannes í Frakklandi síðla í næsta mánuði, þar sem átta þeirra ætla að gera sitt ýtrasta til þess að ná lágmörkum fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Sydney í haust.
Meira
DANÍEL Hálfdánarson, gallharður stuðningsmaður Hauka og framkvæmdastjóri handknattleiksdeildarinnar, var fjarri góðu gamni í úrslitaleikjunum gegn Fram.
Meira
Fyrri úrslitaleikur Kiel og Barcelona í Evrópukeppni meistaraliða, sem fór fram um pákana, varð aldrei sú skemmtan sem fjölmargir handboltaáhugamenn höfðu gert sér vonir um.
Meira
ÞORGEIR Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, hefur ásamt vaskri sveit unnið frábært starf hjá Hafnarfjarðarliðinu og Haukarnir væru sjálfsagt ekki að fagna Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki þessa dagana ef þessara manna nyti ekki við.
Meira
GÚSTAF Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með þýska úrvalsdeildarliðinu Willstätt, er líklega á heimleið í sumar - verður hann ekki áfram hjá þýska liðinu. ,,Það er ekkert að gerast hjá mér hérna úti eins og er.
Meira
JAKOB Jóhann Sveinsson, Ægi, og annar þeirra íslensku sundmanna sem náð hafa Ólympíulágmarki, ætlar ekki að taka þátt í alþjóðlegum sundmótunum í Mónakó og Cannes í næsta mánuði.
Meira
KEFLVÍKINGAR hafa rætt við forráðamenn Liverpool um að fá Hauk Inga Guðnason leigðan til félagsins í sumar en Haukur lék sem kunnugt er með Suðurnesjaliðinu áður en hann gerði samning við Liverpool.
Meira
MAGNÚS Agnar Magnússon , sem lék með KA í vetur, hefur gert tveggja ára samning við Gróttu/ KR , sem varð sigurvegari í 2. deild karla í handknattleik.
Meira
ÓLAFUR Gottskálksson markvörður hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Hiberninan hefur gengið frá þriggja ára samningi við enska 2. deildarliðið Brentford. Samningur Ólafs við Brentford tekur gildi 1.
Meira
ÓSKAR Ármannsson og Magnús Sigmundsson hafa orðið Íslandsmeistarar bæði með FH og Haukum . Óskar vann sinn þriðja Íslandsmeistaratitil en hann varð meistari með FH árin 1990 og 1992. Magnús varð Íslandsmeistari með FH árið 1992.
Meira
Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, er þessa dagana staddur í Englandi og hefur verið að kynna sér starfsemi hjá 1. deildarliðinu Stockport og í leiðinni hefur hann verið að skoða leikmenn sem gætu hugsanlega leikið með...
Meira
FORRÁÐAMENN hollenska knattspyrnufélagsins PSV Eindhoven hótuðu í gærkvöld að stöðva tafarlaust söluna á Ruud Van Nistelrooy til Manchester United.
Meira
JÓHANN Þórhallsson, knattspyrnumaður úr KR, er undir smásjánni hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Roda. Jóhann dvaldi hjá félaginu í vikunni fyrir páska, eða fram að æfingaferð KR-inga til Hollands.
Meira
SIGURLÍN Þorbergsdóttir, sem verið hefur aðalþjálfari sunddeildar ÍA á Akranesi undanfarin sex ár, lætur af störfum í sumar þegar samningur hennar við deildina rennur út.
Meira
KR-INGAR hafa rætt við Sigurð Jónsson um að leika með þeim í sumar og það stefnir því í slag milli þeirra og ÍA um að fá hann í sínar raðir fyrir tímabilið. Sigurður var leystur undan samningi sínum við Dundee United í Skotlandi á mánudag, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, og er væntanlegur til landsins í vikunni.
Meira
MARK Williams og John Higgins sýndu snilldartakta á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield í gær þegar þeir unnu sannfærandi sigra í átta manna úrslitunum. Williams vann Fergal O'Brien, 13:5, og Higgins malaði Anthony Hamilton, 13:3.
Meira
FRÖNSKU heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn í gærkvöld þegar þeir mættu Slóveníu í vináttulandsleik í knattspyrnu í París. Gestirnir náðu 0:2 forystu eftir aðeins 9 mínútna leik en Frakkar náðu að knýja fram sigur með marki á síðustu mínútu leiksins.
Meira
ÍSLENDINGAR luku keppni á Evrópumeistaramótinu í badminton í Glasgow í gærkvöld þegar þeir síðustu voru slegnir út í einstaklingskeppninni. Tvenn íslensk pör komust í 3. umferð í tvíliðaleik karla og biðu þar lægri hlut fyrir öflugum mótherjum í...
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik hélt í morgun til Lúxemborgar til þátttöku á fjögurra þjóða móti. Jón Örn Guðmundsson, nýráðinn þjálfari liðsins, valdi 12 manna hóp til fararinnar og eru í honum þrír nýliðar.
Meira
VERÐMÆTI fiskútflutnings frá Chile jókst um 6,6% á síðasta ári frá árinu 1998. Verðmæti útflutningsins var í fyrra um 1,9 milljarðar Bandaríkjadala, en var tæpir 1,7 milljarðar dala árið áður.
Meira
FYRSTU fréttir af árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, benda til að þorskafli hafi dregist töluvert saman frá því sem var á síðasta ári sem þó var það lélegasta frá upphafi þessara athugana.
Meira
FERÐAMÁLARÁÐ Íslands á aðild að rekstri alls átta upplýsingamiðstöðva á þessu ári og samkvæmt fjárhagsáætlun ráðsins er 15 milljónum króna varið til samstarfsins við þær.
Meira
Íslenski fjárfestingarsjóðurinn Arctic Ventures hefur ásamt fjárfestingarsjóðnum Soros Private Equity Partners LLC fjárfest fyrir 10 millj. dollara í sænsku netfyrirtæki, TradeDoubler. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TradeDoubler.
Meira
FJALLAÐ var um íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dímon og vöru þess, WAPorizer, á viðskiptasjónvarpsstöðinni CNBC Europe í síðustu viku. WAPorizer breytir hefðbundnum vefsíðum þannig að þær verði aðgengilegar þráðlausum WAP-tækjum.
Meira
EFQM-líkanið hjálpar fyrirtækjum að bæta árangur sinn með því að mæla hvar þau eru stödd á leiðinni til afburða árangurs, hvar skórinn kreppir og stuðla að því að lausnir finnist.
Meira
Gagnvirk miðlun, Samtök iðnaðarins, Markfell og Sýningar hafa gengið til samstarfs um upplýsingamiðlun á sýningunni Byggingadagar 2000, sem haldin verður í Laugardalshöll 12.-14. maí næstkomandi.
Meira
Hrafnkell Tulinius er fæddur á Akureyri árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Tækniskóla Íslands 1986 og útskrifaðist með B.S.-gráðu í tölvuverkfræði frá California State University í Bandaríkjunum árið 1994. Samhliða námi vann Hrafnkell sjómannsstörf.
Meira
HAGNAÐUR Verðbréfastofunnar hf. fyrir skatta var á síðasta ári 43 milljónir króna en eftir skatta nemur hagnaðurinn 30 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var um 24%.
Meira
GENGI hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð í gær vegna ótta um að tölur sem birtar verða í dag um efnahagsástandið muni leiða til vaxtahækkunar á næstunni. Dow Jones-vísitalan lækkaði í gær um 1,6% og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 2,1%.
Meira
Íkonsjóðurinn, sem er í eigu Pharmaco og feðganna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar , á 45% í búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkanpharma, en annar stærsti hluthafinn í fyrirtækinu er Deutsche Bank sem einnig á 45% .
Meira
EIGENDUR búlgarska lyfjafyrirtækisins Balkanpharma búast við að vöxtur fyrirtækisins verði mikill á næstu árum og stefna á skráningu hlutabréfa félagsins á markað að nokkrum árum liðnum.
Meira
Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 75,04000 74,83000 75,25000 Sterlpund. 118,26000 117,95000 118,57000 Kan. dollari 51,09000 50,93000 51,25000 Dönsk kr. 9,26000 9,23400 9,28600 Norsk kr. 8,46000 8,43600 8,48400 Sænsk kr.
Meira
Eftir síðasta ársuppgjör Össurar hf. hélt fyrirtækið símafund, þar sem áhugasamir gátu varpað fram spurningum til stjórnenda þess, og nýlega valdi Skýrr hf. að halda ársfund sinn á Netinu, skrifar Stefán Sigurðsson. Eru þetta dæmi um nýbreytni fyrirtækja á almennum markaði við framsetningu á fjármálalegum upplýsingum.
Meira
VÍSITALA hlutabréfa sem skráð eru á bandaríska NASDAQ hlutabréfamarkaðinn hefur lækkað mikið frá því hún náði toppi í febrúar/mars. Vikuna 10.-14. apríl lækkaði þessi vísitala um hvorki meira né minna en 25%.
Meira
"VIÐ reynum að draga upp aðra mynd af Íslandi en þeir þekkja úr sögubókunum," segir Johnie Brøgger forstjóri hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg, aðspurður um hvað hann leggi áherslu á í kynningu á Íslandi og fjárfestingatækifærum þar.
Meira
Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá stofnun verkfræðistofunnar Línuhönnunar hefur verksvið fyrirtækisins vaxið til muna eins og kemur fram í samtali við Ríkharð Kristjánsson. Meira
B.M. flutningar, í eigu Samskipa hf., og flutningsmiðlunin Jónar hafa sameinast í eitt fyrirtæki undir nafninu Jónar - B.M. flutningar. Áætlað er að árleg velta sameinaðs fyrirtækis verði rúmir tveir milljarðar króna.
Meira
SAMLÍF hefur flutt starfsemi sína að Sigtúni 42. Félagið festi síðastliðið haust kaup á helmingi þess húss sem Íslenskar sjávarafurðir byggðu yfir starfsemi sína fyrir fáum árum. Samlíf er með um 35 þúsund viðskiptavini.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. mars '00 3 mán. RV00-0620 10,54 - 5-6 mán. RV00-0817 - 11-12 mán.
Meira
Út vil ek Íslenskir skór hafa undanfarin tvö ár verið að hasla sér völl í hinum stóra heimi. Skór frá X18 eru nú seldir í 34 löndum í fimm heimsálfum.
Meira
EFTIR að hafa tvisvar áður gert tilraun til að eignast Renault, virðist Volvo nú ætla að takast það, en tilkynnt var í fyrradag að Volvo hefði keypt vörubílaframleiðslu Renault, RVI og Mack. Þar með verður Volvo annar stærsti vörubílaframleiðandi í...
Meira
LIÐUR í að auka hagkvæmni í SAS og gera flugfélagið samkeppnishæfara er að hætta þrískiptingu þess eftir hinum þremur löndum, Danmörk, Svíþjóð og Noregi, sem í sameiningu eiga SAS.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.