Greinar fimmtudaginn 25. maí 2000

Forsíða

25. maí 2000 | Forsíða | 371 orð | 1 mynd

Barak segir árásum verða svarað af hörku

EHUD BARAK, forsætisráðherra Ísraels, hótaði því í gær að svara hugsanlegum árásum líbanskra skæruliða á skotmörk í norðurhluta Ísraels af fullri hörku. Meira
25. maí 2000 | Forsíða | 119 orð

Lögreglan finnur DNA

NORSKA lögreglan tilkynnti í gær að fundist hefði erfðaefni (DNA) á líkum telpnanna tveggja sem fundust myrtar í Kristiansand á sunnudag, samkvæmt frétt á vefsíðu Aftenposten í gærkvöld. Meira
25. maí 2000 | Forsíða | 173 orð

Samþykkt að efla viðskipti við Kínverja

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld lög sem kveða á um að Bandaríkin taki upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína. Samþykktin er álitin mikill sigur fyrir utanríkisstefnu Bills Clintons forseta sem barist hefur ötullega fyrir málinu. Meira
25. maí 2000 | Forsíða | 358 orð | 1 mynd

Varað við sundrung milli ESB og NATO

TVEGGJA daga vorfundur utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst í Flórens á Ítalíu í gær og var þar lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Evrópusambandsins (ESB) um aukinn hlut þess í öryggis- og varnarmálum Evrópu. Meira

Fréttir

25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Aðalfundur Vináttufélags Íslands og Kanada

FIMMTI aðalfundur Vináttufélags Íslands og Kanada verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku í Reykjavík sunnudaginn 28. maí kl. 14. Í stjórn eru Tryggvi L. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Afkomandi Alberts Speers í lykilhlutverki

SONUR Alberts Speers, arkitekts Adolfs Hitlers, hefur haft yfirumsjón með skipulagsmálum Expo 2000 heimssýningarinnar sem hefst í Hannover í næstu viku. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Athyglin beinist að fíkniefnaneytendum

BRÁÐABIRGÐASKÝRSLA sem gerð var um krufningu á líkum stúlknanna tveggja sem fundust myrtar í skóglendi skammt frá Kristiansand á sunnudag sýnir að sögn Aftenposten að þeim var misþyrmt kynferðislega en síðan voru þær stungnar til bana með hnífi. Meira
25. maí 2000 | Miðopna | 1707 orð | 2 myndir

Ákvörðun verði tekin fyrir 1. febrúar 2002

Stefnt er að því að ákvörðun um hvort ráðist verður í byggingu álvers á Reyðarfirði og virkjun við Kárahnúka verði tekin fyrir 1. febrúar 2002. Hydro Aluminium hefur lýst sig reiðubúið til að eiga allt að 40% í álverinu. Egill Ólafsson fór á blaðamannafund þar sem fram kom að Landsvirkjun er að skoða þann möguleika að stofna sérstakt hlutafélag um byggingu og rekstur virkjunarinnar. Meira
25. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 427 orð | 1 mynd

Álar lítið verið rannsakaðir á Íslandi

UMHVERFISNEFND Garðabæjar hefur gefið Árna Kristmundssyni, líffræðingi á fisksjúkdómadeild tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum, leyfi til að veiða ál í Vífilsstaðavatni næstu tvö árin en hann er að fara af stað með rannsókn á á... Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ánægja með heilsársveg að Dettifossi

Á AÐALFUNDI Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku voru eftirfarandi ályktanir bornar upp og samþykktar. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Áskriftarvefur á mbl.is

OPNAÐUR hefur verið áskriftarvefur fyrir Morgunblaðið. Á þessum vef er hægt að kaupa áskrift að blaðinu jafnt innanlands og erlendis og endurnýja áskrift. Sömuleiðis er á vefnum hægt að gefa áskrift. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 364 orð | 2 myndir

Bandaríkjamönnum afhentar Íslendingasögur

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra færði í gær bandarísku þjóðinni Íslendingasögur að gjöf. Richard W. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Borgarlífið skoðað

ÞEGAR maður er frekar stuttur í loftinu getur verið gott að klifra upp á næsta skúr og skoða borgarlífið þaðan. Það gerðu a.m.k. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 483 orð

Bótaskyldur vegna gáleysis við gæslu hesta

EIGANDI hests var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða ökumanni bifreiðar, sem ók á hross hans, skaðabætur fyrir tjónið sem ákeyrslan olli á bifreið ökumannsins. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 1048 orð | 2 myndir

Brottflutningnum líkt við fall Saigonborgar

"VIÐ erum lausir við óttann við eldflaugar og jarðsprengjur, lausir við óttann við að deyja fyrir ekki neitt," sagði einn ísraelsku hermannanna, sem yfirgáfu hið svokallaða öryggissvæði í Suður-Líbanon í gær. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 494 orð

Dani ferst við klifur á Mount Everest

UNGUR Dani, 27 ára gamall hermaður, lést á laugardaginn er hann féll niður í sprungu skammt frá tindi Mount Everest. Daninn, Jeppe Stoltz, var að klífa fjallið, en samtímis var annar danskur leiðangur einnig á fjallinu. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Doktor í rafmagnsverkfræði

ANNA Þórdís Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína við Tækniháskólann í Darmstadt, Þýskalandi. Heiti ritgerðarinnar er: "New Concepts for Submillimetre-Wave Power-Generation Using Resonant-Tunnelling Diodes". Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Dómstóll sagður svipta Pinochet þinghelgi

FJÖLMIÐLAR í Chile sögðu í gær að dómstóll í Santiago hefði samþykkt að svipta Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra, þinghelgi til að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir mannréttindabrot sem framin voru á valdatíma hans. Meira
25. maí 2000 | Landsbyggðin | 103 orð | 1 mynd

Dæmt ónýtt vegna bruna

Stykkishólmi - Fyrir rúmu ári, þann 19. apríl kviknaði í húsi við Aðalgötu 17 í Stykkishólmi. Mátti vart tæpara standa að íbúar hússins björguðust úr þeim bruna. Húsið var íbúðarhús og sambyggð verslun. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 223 orð

Eigendur heimasíðna skrái sig

NEÐRI deild franska þingsins hefur samþykkt stjórnarfrumvarp sem kveður á um að þeir sem eiga heimasíður á Netinu verði að skrá sig hjá yfirvöldunum. Efri deild þingsins greiðir atkvæði um frumvarpið síðar í vikunni. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 479 orð

Engell ritstjóri Ekstrablaðsins

HANS Engell, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi danska Íhaldsflokksins, hefur tekið að sér að ritstýra Ekstrablaðinu. Tilnefningin kom vægast sagt á óvart þótt Engell hafi reyndar verið blaðamaður er hann hóf feril sinn í stjórnmálum. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Engin merki um að sala fasteigna dragist saman

GUÐRÚN Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, segir engin merki um að sala fasteigna sé að dragast saman þó að mikil afföll séu nú á sölu húsbréfa. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð

Felldu virkjunarsamninginn

SAMIÐN, Verkamannasamband Íslands og Rafiðnaðarsamband Íslands felldu í gærkvöld nýgerðan kjarasamning starfsmanna á virkjanasvæðum. Meira
25. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 342 orð | 1 mynd

Ferðum fækkað og rukkað eftir þyngd

FRAM TIL áramóta taka íbúar í Breiðholti, Ártúnsholti, Árbæ og Selási þátt í tilraun Reykjavíkurborgar með nýtt sorphirðukerfi. Tilraunin var kynnt á fundi hreinsunardeildar gatnamálastjóra í dag. Meira
25. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 375 orð | 1 mynd

Fimmtán fá styrk KEA

ÚTHLUTUN úr Menningarsjóði KEA fyrir síðasta ár hefur farið fram, en alls var nú úthlutað 15 styrkjum, hverjum að upphæð 100 þúsund krónur. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur

FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla var slitið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn, en alls voru 118 nemendur brautskráðir frá skólanum að þessu sinni. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Foldaskóli verður tilraunaskóli fyrir Ritþjálfa

SAMNINGUR var undirritaður í Foldaskóla í síðustu viku um að skólinn yrði tilraunaskóli fyrir Ritþjálfann, íslensku kennslutölvuna frá Hugfangi, sem notuð er til að kenna grunnskólanemendum byrjunaratriði tölvuvinnslu. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Forsætisráðherra í opinberri heimsókn í Lettlandi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og frú Ástríður Thorarensen komu til Riga í gærkvöldi og verða í opinberri heimsókn í Lettlandi fram á laugardag. Meira
25. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Framtíð fiskveiðistjórnunar

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur opinn fund um sjávarútvegsmál á Kaffi Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. maí og hefst hann kl. 20. Yfirskrift fundarins er Framtíð fiskveiðistjórnunar. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Friðrik Ólafsson heiðraður

FRIÐRIKI Ólafssyni, stórmeistara í skák, var afhent sérstök viðurkenning Skáksambands Íslands á 75. aðalfundi félagsins, sem haldinn var síðasta laugardaginn í Reykjavík. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fundur Samfylkingarinnar um verkalýðsmál

SAMFYLKINGIN boðar til opins fundar um verkalýðsmál fimmtudaginn 25. maí kl. 20 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Á fundinum verður rætt um stöðu kjara- og efnahagsmála nú í miðri samningalotunni. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fyrirlestur um Norðurlöndin og samruna Evrópu

CHRISTINE Ingebritsen prófessor í stjórnmálafræði flytur fyrirlestur um Norðurlöndin og samruna Evrópu föstudaginn 26. maí kl. 12-13 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 202. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Gjaldskrá hita og rafmagns hækkar um 2,9%

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um að hæka gjaldskrá hita og rafmagns um 2,9% frá og með 1. júní næstkomandi. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Gluggavígsla í Friðrikskapellu

AÐILDARFÉLÖG Friðrikskapellu minnast afmælis sr. Friðriks fimmtudagskvöldið 25. maí kl. 20.30. Á dagskrá verður almennur söngur og kórsöngur. Ræðumaður verður Sigurbjörn Þorkelsson, fráfarandi framkvæmdastjóri KFUM. Sr. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 712 orð | 1 mynd

Greiðir stjórn Estrada lausnargjald fyrir gíslana?

FYRIRHUGUÐUM viðræðum fulltrúa stjórnvalda á Filippseyjum við islamska uppreisnarmenn í syðsta hluta eyríkisins um lausn erlendra gísla úr haldi var frestað í vikunni þangað til í dag, að sögn BBC . Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 669 orð | 1 mynd

Hagsmunamál allra að sporna við fólksflóttanum suður

Nauðsynlegt er að efla byggðakjarna, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún sagði ekki vænlegt að grípa til sértækra aðgerða. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hannaði rafsegulbylgjuvara

HREIÐAR Jónsson uppfinningamaður hefur hannað svokallaðan rafsegulbylgjuvara og sótt um einkaleyfi fyrir uppfinningunni í Bandaríkjunum. Hreiðar segir að rafsegulbylgjur valdi skepnum og mönnum miklum skaða og sjúkdómum. Um það vitni mörg dæmi. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hreinsunardagar í Hafnarfirði

HREINSUNARDAGAR verða í Hafnarfirði 27.- 28. maí og 3.- 4. júní. Helgina 27.- 28. maí verður bærinn norðan við Læk hreinsaður, þ.e. sá hluti sem markast af Lækjargötu og Reykjanesbraut, t.d. Tjarnarbraut, Álfaskeið, vesturbær og norðurbær. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 210 orð

Hundruð stúdenta mótmæla í Peking morði á skólafélaga

HUNDRUÐ námsmanna efndu til mótmæla í Peking í gær, annan daginn í röð, vegna morðs á skólafélaga sínum. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Höfuðborgin fegruð

UNNIÐ er af kappi þessa dagana við að fegra höfuðborgina, sem er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Innritun hafin í ævintýranámskeið

ÚTILÍFS- og ævintýranámskeiðin eru fyrir börn í Garðabæ og er þetta tólfta sumarið sem Skátafélagið Vífill heldur þau í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð. Í sumar verða haldin mörg námskeið fyrir aldurshópana 6-7 ára, 8-10 ára og 11-13 ára. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Íslendingur formaður í fyrsta skipti

KRISTJÁN T. Ragnarsson, endurhæfingarlæknir, var kjörinn formaður stjórnar American-Scandinavian Foundation á ársfundi stofnunarinnar 11. maí. Hann er fyrsti Íslendingurinn, sem gegnir formennsku frá stofnun ASF fyrir 90 árum. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Íslensk tröll sem gjafavara

MÁL og menning og Sólarfilma hafa í samvinnu við Brian Pilkington teiknara hafið framleiðslu gjafavara á hönnun hans að ýmsum fylgihlutum tengdum íslenskum tröllum, leikföngum og ýmsu öðru. Meira
25. maí 2000 | Landsbyggðin | 272 orð

Íþróttafélögin og skátarnir fá húsnæði

Þorlákshöfn- Tímamótasamningur var gerður milli sveitarfélagsins Ölfuss annars vegar og Ungmennafélagsins Þórs og Knattspyrnufélagsins Ægis hins vegar. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Jarðfræði- og skoðunarferð um Reykjanes

FARIÐ verður í jarðfræði- og skoðunarferð laugardaginn 27. maí með Ara Trausta Guðmundssyni um Reykjanesskagann á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Jeppi út af á Skarðsströnd

JEPPA var ekið útaf veginum við Skarðsströnd í Dalasýslu í gærkvöld með þeim afleiðingum að ökumaðurinn slasaðist töluvert og var fluttur með þyrlu Landhelgigæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Jojic kallar Del Ponte "hóru"

DÓMSMÁLARÁÐHERRA Júgóslavíu, Petar Jojic, hefur ritað Cörlu Del Ponte, aðalsaksóknara Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir ríki fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY), bréf sem er uppfullt af fúkyrðum í hennar garð. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 202 orð

Keikó sleppt vegna sprenginga

STEFNT er að því að fara með háhyrninginn Keikó út úr Klettsvík í dag vegna framkvæmda við Nautshamarsbryggju í höfninni í Vestmannaeyjum. "Þeir þurfa að sprengja þarna," sagði Hallur Hallsson, talsmaður samtakanna Ocean Futures, í gær. Meira
25. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 175 orð

Kennsla í Sóltúnsskóla hefst ekki í haust

KENNSLA í Sóltúnsskóla mun ekki hefjast í haust eins og til stóð. Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að gert sé ráð fyrir því að kennsla hefjist þar haustið 2001. Meira
25. maí 2000 | Landsbyggðin | 60 orð | 1 mynd

Krabbameinsfélagið gefur efnagreiningartæki

Blönduósi- Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu færði Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi (í daglegu tali nefnt Héraðshælið) efnagreiningartæki að gjöf fyrir skömmu. Meira
25. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 109 orð | 2 myndir

Kvödd með virktum eftir langan starfsferil

NEMENDUR og kennarar í Austurbæjarskóla komu í gær saman til athafnar í Hallgrímskirkju í tilefni af starfslokum þeirra Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kjartans Sigurjónssonar en þau hafa bæði kennt við skólann um árabil. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lambakjötsneysla eykst um 16,2%

NEYSLA á lambakjöti í apríl sl. hefur aukist um 16,2% miðað við sama mánuð í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Á ársgrundvelli hefur neyslan aukist um 2,7% og eru það umskipti frá því sem verið hefur. Meira
25. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 191 orð | 1 mynd

Landsbankinn styrkir vímuefnavarnir

LANDSBANKI Íslands hf. á Akureyri hefur afhent Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar 600 þúsund króna styrk til útgáfu á blaði um vímuefnavarnir sem er ætlað að ná til ungs fólks á Akureyri og nágrenni. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 144 orð

Leggja um 1,5 milljarða í undirbúning

REYÐARÁL hf. og eigendur þess, Hydro Aluminium og fimm íslenskir fjárfestar, ætla að verja 300-400 milljónum á næstu 20 mánuðum til að undirbúa og kanna hagkvæmni þess að byggja álver í Reyðarfirði. Landsvirkjun reiknar með að verja 1. Meira
25. maí 2000 | Landsbyggðin | 500 orð

Lista- og menningarveisla í Bolungarvík

Bolungarvík- Fjölþætt listavika stendur nú yfir í Bolungarvík þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan. Dagskrá listavikunnar varð það efnismikil að lista"vikan" nær yfir tíu daga. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 429 orð

Ljósmyndari sýknaður af öllum kröfum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Björn Blöndal ljósmyndara af öllum kröfum stefnanda, Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleikstjóra, vegna gerðar ljósmyndaþáttar fyrir tímaritið Mannlíf sumarið 1997. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Lögregla fundar með tónleikahöldurum

LÖGREGLAN í Reykjavík fundar með forsvarsmönnum tónleika með Elton John, sem haldnir verða á Laugardalsvelli 1. júní nk., ásamt leyfishöfum vínveitingaleyfisins, þ.e.a.s. Knattspyrnusambandi Íslands. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði

ÍVAR S. Kristinsson heldur fyrirlestur fimmtudaginn 25. maí kl. 11 um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir "Frysting uppsjávarfiska í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Mynd á hvolfi Með umfjöllun um...

Mynd á hvolfi Með umfjöllun um sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur í blaðinu í fyrradag sneri myndin öfugt. Um leið og myndin birtist rétt er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námskeið í hugleiðslu

SRI Chinmoy-miðstöðin gengst fyrir námskeiðum í hugleiðslu í kvöld, fimmtudagskvöld, og um helgina, þar sem fólki gefst kostur á að læra einfaldar og áhrifaríkar aðferðir til að kyrra hugann og skynja þannig betur dýpri svið eigin tilveru, segir í... Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Námskeið um vefjagigt

HJÁ Gigtarfélagi Íslands er að hefjast námskeið um vefjagigt og vegna forfalla er enn hægt að komast að. Um er að ræða helgarnámskeið sem hefst föstudagskvöldið 26. maí o ghaldið verður áfram á laugardeginum 27. maí frá kl. 10-15.30. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 313 orð

Nýtt háskólalag valið

MENNINGAR- og fræðahátíðin Líf í borg hefst í kvöld í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, en hátíðin, sem er framlag Háskólans til Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000, mun standa fram á sunnudag. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ráðstefna um hamfarir og neyðarviðbúnað

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um hamfarir og neyðarviðbrögð verður haldin dagana 27. til 30. ágúst í Háskólabíói á vegum umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga en Slysavarnafélagið Landsbjörg aðstoðar einnig við undirbúning hennar. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Rit um sjúkdóma og íþróttir

ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands og lyfjafyrirtækið GlaxoWellcome á Íslandi hafa undirritað viljayfirlýsingu þar sem lýst er yfir þeim ásetningi að standa sameiginlega að útgáfu fræðslurita um tengsl hinna ýmsu sjúkdóma og íþróttaiðkunar. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð

Rússland verður meðal þátttökulanda

ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2000 verður haldin á Íslandi dagana 7.-12. júní næstkomandi. Æfingin er hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnamálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins, Samstarfi í þágu friðar og Partnership for Peace 8. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Rætt um húsaleigu og húsnæðisstefnu

TVEIR fyrirlestrar verða fluttir í kvöld á baráttudegi leigjenda auk nokkurra ávarpa. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur ræðir um horfur á húsaleigumarkaðnum og Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir fjallar um áhrif húsnæðisstefnu á heilsufar fólks. Meira
25. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 462 orð

Sameining flókin og þarf lengri undirbúning

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór hefur slitið viðræðum við Knattspyrnufélag Akureyrar um hugsanlega sameiningu handknattleiksdeilda félaganna. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Samfélagið þarf að taka höndum saman

NANCY Fugate Woods, prófessor og forstöðumaður hjúkrunarskóla háskólans í Washington, er meðal aðalfyrirlesara á alþjóðlegri rannsóknarráðstefnu hjúkrunarfræðinga sem hefst í Reykjavík í dag. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Samningar RSÍ við ríki og borg samþykktir

FÉLAGSMENN í Rafiðnaðarsambandi Íslands, sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg, hafa samþykkt nýja kjarasamninga. Rafiðnaðarmenn sem starfa hjá ríkinu greiddu atkvæði um nýjan samning í gær. Á kjörskrá voru 113 og tók 81 þátt í kosningunni. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Samvinna í Vesturbænum

Menn hafa oft farið langt á samvinnunni og þeim mun fyrr sem menn læra að vinna saman þeim mun betra. Það er augljóst að krakkarnir á leikskólanum Sæborg í Vesturbænum hafa tamið sér góða samvinnu. Meira
25. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Skáldkvennakvöld í Deiglunni

SJÖTTA bókmenntakvöldið í samstarfi Gilfélagsins og Sigurhæða, Húss skáldsins verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. maí, og hefst það að venju kl. 20.30. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Skemmtikvöld skákáhugamanna

SKEMMTIKVÖLD skákáhugamanna verður haldið föstudaginn 26. maí kl. 20. Skemmtikvöldin eru sem fyrr haldin í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Skólagarðar Reykjavíkur hefja starfið

SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur starfa á átta stöðum í borginni í sumar. Innritun verður dagana 25. og 26. maí og hefst klukkan 8 í hverjum garði fyrir sig. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð

Slitnaði upp úr hjá bræðslunum

FUNDI í kjaradeilu verkalýðsfélaga starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á Norður- og Austurlandi og Samtaka atvinnulífsins var slitið í gærkvöld. Meira
25. maí 2000 | Miðopna | 1321 orð | 1 mynd

Stjórnsýslan ekki nægilega undir áföll búin

Lærdómur án breytinga er enginn lærdómur og nauðsynlegt er að uppfæra þekkinguna, var meðal þess sem kom fram þegar rannsókn á áfallastjórnun í Súðavík og á Flateyri var kynnt í gær. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tveir menn grunaðir um smygl

TVEIR menn voru yfirheyrðir í Reykjavík í gær og beðnir um að gera grein fyrir rúmlega 200 lítrum af áfengi á plastbrúsum sem fannst í fórum þeirra í fyrrakvöld. Grunur leikur á að áfenginu hafi verið smyglað. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 207 orð

Tæknisýning BT í Perlunni

BT heldur um helgina sýningu og stórmarkað í Perlunni. Hún hefst á föstudag og lýkur á sunnudagskvöld. "BT og heimilið 2000" er eins og nafnið gefur til kynna helgað íslenskum heimilum sem verða sífellt tölvu- og tæknivæddari. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Undirbúningur hafinn að átakinu Bakverkinn burt!

ÁTAKIÐ Bakverkinn burt! er nú hafið, en það nær hámarki í október þegar haldin verður Evrópsk vinnuverndarvika 2000 í flestum löndum Evrópu. Meira
25. maí 2000 | Landsbyggðin | 215 orð | 1 mynd

Upplestrarhátíð í Grunnskólanum í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Upplestrarhátíð Grunnskólans í Stykkishólmi var haldin í Stykkishólmskirkju í annað skipti fyrir skömmu. Í keppninni taka þátt allir nemendur 5. - 8. bekkjar. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Útför séra Heimis Steinssonar

ÚTFÖR séra Heimis Steinssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og fyrrverandi útvarpsstjóra, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng. Gunnar Kvaran lék á selló við útförina, Marteinn Á. Meira
25. maí 2000 | Erlendar fréttir | 413 orð

Vandræðin söm og áður

BREZKA ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir vaxandi kröfum þingmanna um rannsókn á rekstri Þúsaldarhvelfingarinnar og 29 milljóna punda styrkur, sem þúsaldarnefnd ríkisstjórnarinnar veitti til hvelfingarinnar í vikunni hratt af stað undirskriftasöfnun... Meira
25. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 308 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir hönnun við Hörðuvelli

ARKITEKTARNIR Finnur Björgvinsson, Hilmar Þór Björnsson og Sigríður Ólafsdóttir, ásamt landslagsarkitektunum Áslaugu Traustadóttur, Einari E. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 367 orð

Vernda þarf hugverkaréttindi betur

VAXANDI þörf er fyrir vernd einkaleyfa og skýrar reglur þar að lútandi hér á landi. Þetta kom fram í erindi Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á ráðstefnunni Hugvit til fjár sem haldin var í gær. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 818 orð | 1 mynd

Þroska- og hegðunarfrávik barna

Stefán J. Hreiðarsson fæddist á Akureyri 28. júlí 1947. Hann tók stúdentpspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1974. Meira
25. maí 2000 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Öll litprentuð og áfram í tveimur þynnri bindum

BYRJAÐ er að dreifa Símaskrá fyrir árið 2000 en upplag símaskrárinnar er að þessu sinni um 220 þúsund eintök. Meira

Ritstjórnargreinar

25. maí 2000 | Leiðarar | 611 orð

ÓGNARKRAFTUR FLÓTTAAFLSINS

VIÐ skólaslit Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrradag flutti Hjalti Jón Sveinsson skólameistari ræðu þar sem hann sagði m.a. Meira

Menning

25. maí 2000 | Menningarlíf | 490 orð

46 styrkir úr Menningarsjóði

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 2000. Alls barst 121 umsókn að þessu sinni með beiðni um styrk að fjárhæð kr. 115 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 46 styrki, samtals að fjárhæð kr. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 403 orð | 1 mynd

Að vera trúr hjarta sínu

Í Listdansskólanum eru dansarar San Francisco-ballettsins á sinni fyrstu æfingu eftir að hópurinn kom hingað til lands. Tveir af aðaldönsurunum í Svanavatninu, þau Joanna Berman og Roman Rykine, gefa sér tíma til að setjast niður með blaðamanni eitt augnablik í hléi áður en dansinn hefst á ný. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 1084 orð | 2 myndir

ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Pétur & Gargið...

ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Pétur & Gargið leika laugardagskvöld til 03:00. Hljómsveitina skipa þeir: Pétur Wigelund Kristjánsson, Jón Ólafsson, bassaleikri, Tryggvi Hubner, gítarleikari og Björgvin Ploder, trommari og söngvari. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

All Saints eru heiðarleikinn uppmálaður

TÓNLISTARMAÐURINN Bootsie Collins mætti ásamt vinkonu sinni prúðbúinn til frumsýningar myndar hljómsveitarinnar All Saints, Honesty, í London í fyrradag. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 152 orð | 1 mynd

Allt búið hjá Hugh og Liz

Eitt mest ljósmyndaða par sögunnar, turtildúfurnar Elizabeth Hurley og Hugh Grant, er hætt saman. Þrettán róstusömum árum undir skjannabjörtum sviðsljósunum er lokið, en aðgangshart auga myndavélarinnar hefur fylgt hverju fótspori skötuhjúanna um árabil. Meira
25. maí 2000 | Myndlist | 421 orð | 1 mynd

Ást og öryggi

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 5. júní. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 153 orð

Björk leggur til "Fegurðarinnar" í Avignon

Björk Guðmundsdóttir er nú komin til Avignon í Frakklandi til að vinna við listverkefni á vegum frönsku ríkisstjórnarinnar. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 603 orð | 1 mynd

Bók um stjörnulaga smábæ

Íslenskir listamenn eru við nám víða um lönd. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við við Karlottu Blöndal sem nemur í Svíþjóð en er aðallega með hugann við franska sjómenn þessa dagana. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 77 orð

Dansarar og listrænir stjórnendur

Tónlist: Pjotr Íljítsj Tsjajkovskí. Dansgerð: Helgi Tómasson. Pas de deux Svarta svansins og 2. þáttur byggt á dansgerð Marius Petipa og Lev Ivanov. Leikmynd og búningar: Jens-Jacob Worsae. Lýsing: David K.H. Elliott. Meira
25. maí 2000 | Skólar/Menntun | 266 orð | 1 mynd

Dugar ekki að hugsa "þetta reddast"

Stefán Andri Gunnarsson er í fyrsta hópnum sem útskrifast sem stúdent í IB-náminu í MH. Hann flutti með foreldrum sínum til Íslands árið 1998 eftir dvöl í Indianafylki í Bandaríkjunum. Meira
25. maí 2000 | Tónlist | 471 orð

Efnileg söngkona

Þórunn Stefánsdóttir, Jón Rúnar Arason og Claudio Rizzi fluttu íslensk og erlend söngverk. Þriðjudaginn 23. maí. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 563 orð | 1 mynd

Einleikur um karlmennskuna

Í kvöld verður sýnd í Íslensku óperunni ástralska leiksýningin Go by Night eftir Stephen House. Stephen Sheehan hefur farið víða um heim með sýninguna og hvarvetna hlotið góðar viðtökur en sýningin markar upphaf hátíðarinnar Hinsegin dagar sem hefst í Reykjavík í kvöld. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 433 orð | 1 mynd

Ferill Helga

HELGI Tómasson fæddist í Reykjavík árið 1942. Hann hóf listdansnám ungur að árum og gekk meðal annars í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 79 orð

Fiðlunemar leika á Reykjalundi

FIÐLUSVEIT Tónlistarskóla Mosfellsbæjar halda tónleika á Reykjalundi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Meðlimir eru sex stelpur á aldrinum 11-13 ára sem koma fram og spila ásamt kennara sínum Rósu Jóhannesdóttur. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Fríða stendur í stappi

Framleiðandi: Walt Disney. Íslenskt tal. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 240 orð | 2 myndir

Grunnur lagður að nýjum samfélagsstoðum

DANSKA listamanninum FOS, öðru nafni Thomas Poulsen, er ýmislegt til lista lagt. Þegar hann er ekki að þeyta skífur sekkur hann sér ofan í myndlistina en hann býr og starfar í Kaupmannahöfn. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 524 orð | 2 myndir

Helgum okkur stað í hverri borg

Í Helsinki verður frumsýnt í kvöld dansverk þar sem listamenn þriggja menningarborga Evrópu árið 2000 taka höndum saman. Erna Ómarsdóttir dansari er íslenski þátttakandinn og Hávar Sigurjónsson sló á þráðinn til hennar í tilefni dagsins. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 102 orð

Hláturgas til Egilsstaða

FIMMTI áfangi farandsýningarinnar Hláturgas, læknaskop frá vöggu til grafar, verður opnaður á Heilbrigðisstofnun Egilsstaða föstudaginn 26. maí kl. 15, en sýningin kemur frá Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 324 orð | 2 myndir

Hver er þessi kisa?

VORIÐ er komið og grundirnar gróa, eins og segir í kvæðinu. En það er fleira en grasbalar og heiðgular sóleyjar sem vekur kátínu manna á meðal þessa síðustu sólríku daga. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 297 orð

Ísbjarnarblús

eftir Nönni Ólafsdóttur. Aðstoðarmaður danshöfundar: Lauren Hauser. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson, John Cage, Sven David Sandström, Guillaume de Machaut, Pérotin, Yas-Kaz/Yoichiro Yoshikawa. Tónlistarstjórn: Sverrir Guðjónsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsingarhönnun: Elfar Bjarnason. Dansarar: Cameron Corbett, Jóhann Freyr Björgvinsson, Katrín Ingvadóttir, Lára Stefánsdóttir. Frumsýning 20. mars 2000. Meira
25. maí 2000 | Myndlist | 614 orð | 2 myndir

Ísland í hvunndagsfötum

Opið alla daga nema miðvikudaga Ljós- myndasýningin til 4. júní en innsetningin í allt sumar. Aðgangur ókeypis. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 258 orð | 1 mynd

Konsert fyrir hljómsveit

Hljómsveitarverkið Toccata eftir Karólínu Eiríksdóttur verður frumflutt á Íslandi á tónleikunum í kvöld. Verkið var samið að beiðni Orkester Norden með styrk frá NOMUS. "Verkið er í einum þætti sem skiptist þó í samtengdan forleik og aðalkafla. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 155 orð | 2 myndir

Kristinn Sigmundsson og Karlakórinn Stefnir

KRISTINN Sigmundsson syngur með Karlakórnum Stefni á tónleikum í Borgarleikhúsinu þann 3. júní nk. kl. 14 og er forsala aðgöngumiða hafin í Borgarleikhúsinu. Efnisskráin er fjölbreytt en tekur mið af sjómannadeginum sem er haldinn sunnudaginn 4. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 234 orð

Lektorafundur í Berlín

SAMSTARFSNEFND um Norðurlandafræðslu erlendis gengst fyrir ráðstefnu í Berlín dagana 25.-27. maí nk. Ráðstefnan er fyrir kennara í Norðurlandamálum sem starfa í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 160 orð

Listaverk afhjúpað við Engjaskóla

UNDANFARIÐ skólaár hafa nemendur Engjaskóla unnið mósaík-listaverk í tengslum við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og mun elsti nemandi skólans afhjúpa verkið við Engjaskóla í dag, fimmtudag, kl. 18. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

M-2000

Fimmtudagur 25. maí. Háskóli Íslands - líf í borg. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Mafíumambó

Leikstjórn og handrit: Reuben Gonzalez. Aðalhlutverk: Raul Rodriguez, Danny Aiello, Thalía. (94 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 1081 orð | 1 mynd

Með lífið í lúkunum

Gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðustu áskriftartónleikum vetrarins í Háskólabíói er fiðluvirtúósinn Saschko Gawriloff. Orri Páll Ormarsson fór að finna þennan þrautreynda Þjóðverja sem segir að fiðlan sé líf sitt. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 82 orð

Myndband í LÍ

Á SÝNINGUNNI Íslensk og erlend myndbönd sem er liður í sýningunni Nýr heimur - Stafrænar sýnir verða í dag sýnd verkið Optical Noize IV, 1995 eftir Ivan Engler kl. 12 og 15. Ivan Engler er fæddur 1971 í Sviss. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 92 orð

Myndlistarsýning í Odda

Í TENGSLUM við menningar- og fræðahátíðina Líf í borg sem hefst í Háskóla Íslands í dag, hefur verið opnuð í Odda myndlistarsýningin Fjölskyldutengsl. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 309 orð | 1 mynd

Mörg líf Háskólans

Í TILEFNI þess að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 skipuleggja stúdentar, í samstarfi við Háskóla Íslands, menningar- og fræðihátíð frá deginum í dag fram á sunnudag. Meira
25. maí 2000 | Skólar/Menntun | 324 orð | 1 mynd

Námsefni og kennsla á ensku

Stúdentspróf - Hópur nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð kýs að taka alþjóðlegt stúdentspróf. Kennt er á ensku í tvö ár og eru nemendur búnir undir námið í eitt ár. Gunnar Hersveinn kynnti sér námið og ræddi við stallara þess, kennara og nemanda um reynsluna af IB-stúdentsprófi, en þeir fyrstu útskrifast á næstu dögum. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Noel fær nóg

OASIS virðast aldrei ætla að eiga sjö dagana sæla. Nú er Noel Gallagher víst búinn að fá sig fullsaddan af kappdrykkju bróður síns. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 255 orð | 1 mynd

Nýdönsk og KK hita upp fyrir Sir Elton

NÚ ER komið á hreint að hljómsveitin Nýdönsk kemur saman og hitar upp fyrir Sir Elton John á Laugardalsvellinum 1. júní. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 311 orð

Nýjar bækur

STEFNUMÓT - Smásögur Listahátíðar hefur að geyma tólf sögur úr smásagnasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 75 orð

Nýjar bækur

FRÆNDAFUNDUR 3 er afrakstur af íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 24.-25. júní 1998. Hún var haldin til þess að efla rannsóknasamvinnu heimspekideildar Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Føroya. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Pastelmyndir í glugga

NÚ stendur yfir kynning á pastelmyndum Sigríðar Jónsdóttur í gluggum Sneglu listhúss, á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Jóna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, textíldeild, árið 1985. Meira
25. maí 2000 | Skólar/Menntun | 554 orð | 1 mynd

"Breytir áherslum í annarri kennslu hjá mér"

Það er töluverður munur á að kenna IB-nemendum sögu og öðrum nemendum. Ekki vegna þess að þessir nemendur séu eitthvað öðruvísi, heldur fyrst og fremst af því að ytri umgjörð kennslunar er önnur. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 651 orð | 1 mynd

"Þetta er bara vagg og velta..."

GLACIER Sun, netplata hljómsveitarinnar Brain Police. Sveitina skipa þeir Vagn Leví (gítar og aðalrödd), Hörður Stefánsson (bassi), Jón Björn Ríkarðsson (trommur) og Gunnlaugur Lárusson II (aðalgítar og Forte-píanó). Öll lög og textar eru eftir Brain Police. 58,14 mín. Brain Police gefa út. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 1127 orð | 3 myndir

"Þetta er það sem ég kann - og kann vel"

San Francisco-ballettinn sýnir uppfærslu Helga Tómassonar á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu um helgina og komast þar færri að en vilja en þetta er langviðamesta danssýning sem sett hefur verið upp hér á landi. Margrét Sveinbjörnsdóttir mælti sér mót við Helga yfir kaffibolla á Hótel Borg einn rigningarmorgun í vikunni og ræddi við hann um ballettinn. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Rólegur Bond

Leikstjóri: John McTiernan. Handrit: Leslie Dixon og Kurt Wimmer. Byggt á handriti Alan R. Trustman. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Rene Russo og Denis Leary. (113 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 1176 orð | 1 mynd

San Francisco-ballettinn

SAN FRANCISCO-ballettinn er elsti atvinnuballettflokkurinn í Bandaríkjunum og hann á að baki langa og auðuga hefð í listrænu frumkvæði. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 365 orð | 1 mynd

Smashing Pumpkins öll

ÞÁ ER það ákveðið. Hljómsveitin Smashing Pumpkins er að hætta og söngvarinn Billy Corgan hefur því sungið sitt síðasta í bili. Sveitin starfaði í rúmlega áratug en ferill hennar hefur að mörgu leyti verið þyrnum stráður. Meira
25. maí 2000 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Stallone í sveiflu

AMERÍSKI leikarinn Sylvester Stallone er staddur í Monte Carlo þessa dagana á samt öðrum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, íþróttum og tískuheiminum. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 201 orð

Söguþráður

Í 21 ÁRS afmælisveislu Sigfrieds prins tilkynnir drottningin, móðir hans, að nú sé mál að hann kvænist. Meira
25. maí 2000 | Skólar/Menntun | 98 orð | 3 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

FYRRI úthlutun styrkja til mannaskipta árið 2000 í Leonardo da Vinci áætluninni er nú lokið. Að þessu sinni hlutu 14 verkefni styrki til þess að senda 104 einstaklinga utan til starfsþjálfunar og starfsmannaskipta. Úthlutað var nær 200. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 167 orð

ÚT eru komnar þrjár kiljubækur: Napóleonsskjölin...

ÚT eru komnar þrjár kiljubækur: Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriðason. Napóleonsskjölin sækir efnivið sinn í sögulega atburði og er spennusaga með alþjóðlegu yfirbragði, þótt hún gerist á Íslandi í samtímanum, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. maí 2000 | Skólar/Menntun | 251 orð | 1 mynd

Úthlutun styrkja úr Leonardo da Vinci

Nýr áfangi Leonardo da Vinci hófst í upphafi þessa árs. Lýst var eftir umsóknum um styrki til mannaskipta og starfsmannaskipta með umsóknarfresti í lok mars og bárust 22 umsóknir. Til úthlutunar á árinu eru u.þ.b. 24 milljónir króna. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 110 orð

Vaxtarræktarmenn í toppformi

BJARNI Jónsson opnar ljósmyndasýningu á morgun, föstudag kl. 16, í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti. Allar myndirnar á sýningunni eru nektarmyndir teknar á síðasta ári af íslenskum vaxtarræktarmönnum í toppformi. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 59 orð

Vísirósir Bjarna á Dillon

BJARNI Þórarinsson opnar sýning á "Vísirósum" sínum á Dillon, Laugavegi 30, þar sem áður var gæludýraverslunin Amazon. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 154 orð

Vorsýning iðnnema í Hafnarfirði

NÚ stendur yfir árleg vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði á verkum nemenda skólans. Plast, gler, málmur og tré eru meðal þess efniviðs sem nemendur nota við listsköpun sína. Meira
25. maí 2000 | Menningarlíf | 212 orð

Völuspá frumsýnd í London

LEIKFÉLAGIÐ Icelandic Take Away Theatre frumsýnir margmiðlunarsýninguna Völuspá nk. fimmtudag í lista- og menningarmiðstöðinni The Studio í SA-London. Meira

Umræðan

25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 25. maí verður fimmtugur Benedikt Rúnar Steingrímsson, húsasmíðameistari . Af því tilefni mun Benedikt og eiginkona hans , Kolbrún Sigurðardóttir , taka á móti ættingjum og vinum föstudaginn 26. maí kl. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 45 orð | 1 mynd

65 ÁRA afmæli.

65 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 25. maí, verður sextíu og fimm ára Sigmar Jónsson, forstjóri, Austurgerði 3, Reykjavík. Í tilefni dagsins hafa hann og eiginkona hans, Hlíf Jóhannsdóttir, opið hús í kvöld frá kl. 20 í Drangey, Stakkahlíð 17. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Aðstoð til reykleysis

Mikilvægt er að líta á fall í reykbindindi, segir Helga Jónsdóttir, sem tækifæri til að læra um sjálfan sig og viðbrögð sín. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 246 orð | 1 mynd

Af beljum og börnum

Hér er því verið að leggja byrðar á alla, segir Björgvin Guðmundsson, til að greiða mest til þeirra launahæstu. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 464 orð | 2 myndir

Austurbæjarskólinn 70 ára

Austurbæjarskólinn var og er, segir Hallfríður Georgsdóttir, mjög fullkomin skólabygging. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 516 orð

Bindindi er orkugjafi

ÉG las fyrir nokkru þessar setningar hafðar eftir forseta Bandaríkjanna: Enginn er sá stórglæpamaður í allri sögu mannkynsins er fengið hafi gegn sér slíkan fjölda vitna sem methafi allra glæpa en það er áfengispúkinn. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 97 orð

DETTIFOSS

Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm og ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmefldum nísta heljarklóm, kveður þú foss, minn forni vinur, með fimbulrómi sí og æ. Undir þér bergið sterka stynur sem strá í nætur kuldablæ. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Gæði hjúkrunar

Einstaklingarnir lýstu áhrifum þess að vera veitt gæðahjúkrun, segir Laura Sch. Thorsteinsson, m.a. á þann hátt að þeir fyndu til öryggis og vellíðanar. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Hlustum á Samfylkinguna

Vönduð stefnumótun er farin að skila sér, segir Katrín Júlíus-dóttir, í starfsstíl og afstöðu flokksins. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 394 orð

Húsbréf og ellilaun

OFT og tíðum heyrist það í umræðunni hér á Íslandi að kjör eftirlaunaþega séu bág. Því skýtur það skökku við að sama fólk og nefnir fátækt og eftirlaunaþega í sama orði skuli enn frekar vilja þrengja að þessum hópi. Í því felst þversögn sem stafar þó... Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 1079 orð | 1 mynd

,,Hús með sál og góða samvisku" í höndum manna með litla sál og mislita samvisku

Eftir á að hyggja átti aldrei að láta Landsbókasafnið flytja burt úr Safnahúsinu, segir Halldór Þorsteinsson, þótt stofnunin færði verulega út kvíarnar, enda kom svo að segja þegar í stað í ljós að Þjóðarbókhlöðunni var búinn of þröngur stakkur. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 15 orð

Hvað er loft?

Loftið er kalt. Þegar ég var að hósta kom loft úr mér. Prump er... Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 653 orð | 1 mynd

Ítrekuð villa í Vínlandsgátu

Það þarf ekki siglingafræðing, segir Guðbrandur Jónsson, til þess að sjá skoðanavillu Páls í þessu máli. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 582 orð

Kjör eldri borgara

ÉG get ekki lengur orða bundist. Nú hef ég starfað við og aðstoðað eldri borgara þessa samfélags í sjö ár og mér líst ekki á. Þetta er fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag. Og hvernig komum við fram við þau? Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

Magt myrkranna

Þær fyrirætlanir Svínvetninga, segir Páll Sigurðsson, sem beinlínis vega að Ferðafélaginu og um leið þeim þúsundum manna um allt land, sem þar eiga félagsaðild, eru vissulega afar ámælisverðar. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 553 orð

Mynsters-hugleiðingar

Meðal þeirra Íslendinga, sem búsettir voru í Danmörku á tíð Fjöln ismanna, var Þorgeir Guð mundsson prestur í Glólundi. Hann var um skeið forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og löngum athafnasamur um íslenzk málefni. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 515 orð

NÚ ER sá tími ársins þegar...

NÚ ER sá tími ársins þegar fólk hugar að umhverfi sínu. Rusl, sem safnast hefur fyrir á lóðum yfir veturinn, er hreinsað, garðurinn er tekinn í gegn, gert við girðingar og hugað að því að mála húsið að utan. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Samkoma í Friðrikskapellu

Í KVÖLD kl. 20.30 verður samkoma í Friðrikskapellu við Hlíðarenda á fæðingardegi sr. Friðriks Friðrikssonar. Vígðir verða steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð í minningu um Árna Sigurjónsson sem lést á síðasta ári. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Sannleikurinn um byggingarframkvæmdir í Reykjavík

Það er því bjart yfir byggingarmálum í borginni, segir Hrannar Björn Arnarson, og í þeim efnum fá böl-móðsraddir í engu breytt þeim tölulegu staðreyndum sem um sannleikann vitna. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 626 orð | 1 mynd

Stúdentar skila árangri

Með skipulegum og samstilltum málflutningi, segir Eiríkur Jónsson, tókst stúdentum að fá flestar tillögur sínar samþykktar. Meira
25. maí 2000 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Vesturlandsvegur tvöfaldaður

Nú sjá Mosfellingar fram á, segir Hákon Björnsson, að ósk þeirra um bættar samgöngur verði uppfyllt. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Vistvænar fiskveiðar

UNDIRRITAÐUR vill gera það að tillögu sinni til "ráðamanna" að eingöngu verði leyfðar fiskveiðar með krókum ( þ.e. Meira
25. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 62 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar, sem allir eiga...

Þessir duglegu krakkar, sem allir eiga heima á Hellu, héldu nýlega tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu alls 6.153 kr. sem áreiðanlega eiga eftir að koma sér vel í starfi samtakanna. Efri röð f.v. Sóldís H. Meira

Minningargreinar

25. maí 2000 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

ELSA HAIDY ALFREÐSDÓTTIR

Elsa Haidy Alfreðsdóttir fæddist 3. júní 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 16. maí síðastliðinn. Elsa var dóttir hjónanna Alfreðs Búasonar, verkstjóra, f. 30. júlí 1909, d. 29. nóvember 1995, og konu hans Svövu Marions, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2000 | Minningargreinar | 8401 orð | 1 mynd

HEIMIR STEINSSON

Sr. Heimir Steinsson fæddist á Seyðisfirði hinn 1. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2000 | Minningargreinar | 1566 orð | 1 mynd

MAGNÚS GUÐJÓNSSON

Magnús Guðjónsson fæddist í Bakkakoti á Rangárvöllum 17. febrúar 1919. Hann lést 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Pálsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 25.4. 1966, og Guðjón Guðlaugsson, f. 14.5. 1891, d. 25.2. 1970. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2000 | Minningargreinar | 2977 orð | 1 mynd

SVEINN HALLDÓR SVEINSSON

Sveinn Halldór Sveinsson, skipasmiður fæddist á Blómsturvöllum í Neskaupstað 8. júlí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddný Halldórsdóttir frá Heiðarseli á Héraði, f. 5.9. 1892, d. 15.2. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2000 | Minningargreinar | 1596 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR BALDVINSDÓTTIR

Þuríður Baldvinsdóttir fæddist í Hægindi í Reykholtsdal 28. febrúar 1910. Hún lést á heimili sínu hinn 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benónýja Þiðriksdóttir og Baldvin Jónsson. Systkini: Eiríkur, f. 1906, búsettur í Reykjavík; Helga, f. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

25. maí 2000 | Neytendur | 663 orð | 2 myndir

1 11-11-búðirnar Gildir til 7.

1 11-11-búðirnar Gildir til 7. júní Goða þurrkryddaðar grillsneiðar 898 1098 898 kg Goða Mexíkó grísakótilettur 989 1361 989 kg Kjúklingaborgarar 2.stk m/brauði 289 320 145 st. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 72 orð | 1 mynd

Áburður á líkamann

Nature's Second Skin with Lansinoh hefur fengið nýtt nafn og nefnist nú Soothe and Heal with Lansinoh. Í fréttatilkynningu segir að áburðurinn sé fyrir þá sem eiga á hættu að húð þeirra ofþorni, verði hörð og springi. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 65 orð | 1 mynd

Fæðubótarefni

Hafinn er innflutningur á fæðubótarefnunum Glucosamine sulfat og Chondroitin Complex frá bandaríska heilsuvörufyrirtækinu Futurebiotics. Í fréttatilkynningu frá Eðalvörum ehf. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 65 orð | 1 mynd

Heilsuslátur

Heilsukostur ehf. í Hveragerði hefur nú sett á markað sláturafurðir í nýjum búningi. Í fréttatilkynningu kemur fram að um er að ræða þrjár tegundir, þ.e.a.s. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 101 orð

Keppir við verslanir með lægsta vöruverðið

MARKMIÐ okkar er að bjóða sanngjarnt vöruverð og keppa við þær verslanir sem hafa boðið hvað hagstæðast verð hér á landi, svo sem Bónus og Nettó," segir Júlíus Guðmundsson framkvæmdastjóri Sparverslunar. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 89 orð | 1 mynd

Matarolían Isio 4

HAFINN er innflutningur á Isio 4 matarolíu frá Lesieur hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki ehf. sem er dreifingaraðili Isio 4 á Íslandi segir að matarolían sé samansett úr fjórum tegundum af jurtaolíu. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 366 orð

Ný verðkönnun í bakaríum

KANNAÐ var í liðinni viku verð í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, á vegum Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var verð á 21 vörutegund í 32 bakaríum. Meira
25. maí 2000 | Neytendur | 97 orð | 1 mynd

Vector 100

Komið er á markaðinn tækið Vector 100. Meira

Fastir þættir

25. maí 2000 | Viðhorf | 876 orð

Á kafi í rusli

Þá mun svarti sauðurinn blómstra sem aldrei fyrr og geta farið rækilega út fyrir sorpkvótann sinn á kostnað nágrannans. Tortryggnin mun verða allsráðandi og verður legið á gægjugatinu til að fylgjast með sorphegðun sóðans á móti. Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 99 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Sigfúsar Þórðarsonar bikarmeistari Suðurlands ÚRSLITALEIKURINN í bikarkeppni Suðurlands var spilaður 21. maí sl. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar spilaði gegn sveit Þórðar Sigurðssonar og sigruðu hinir fyrrnefndu með 154 stigum gegn 115. Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 177 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Fjör í sumarbrids á föstudaginn Föstudagskvöldið 19. maí var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 20 para og urðu þessi pör efst: (Meðalskor 216): NS Gylfi Baldurss.- Steinberg Ríkarðss. 274 Baldur Bjartmss. - Steindór Ingimundars. Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 115 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bikarkeppni BSÍ 2000 Síðasti skráningarfrestur í bikarinn er föstudagur 26. maí. Dregið verður í 1. umferð bikarsins í sumarbridsi á föstudagskvöld. Kjördæmakeppni BSÍ Kjördæmakeppnin verður haldin í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp um hvítasunnuhelgina. Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 389 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarson

Þegar litið er á hendur NS sést að sex spaðar er besta slemman, en með hálfþéttan tígullit og öll spilin við borðið reyndist erfitt fyrir norður að sætta sig við spaðann sem tromplit þegar spilið kom upp á landsliðsæfingu í síðustu viku: Suður gefur;... Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 959 orð | 2 myndir

Frímerki Íslandspósts hf. í apríl 2000

HINN 27. apríl sl. sendi Pósturinn frá sér tvær frímerkjaútgáfur. Fyrri útgáfan bar hið sérkennilega heiti Gufuvaltari/Slökkvidæla. Meira
25. maí 2000 | Dagbók | 645 orð

(Jóh. 16, 24.)

Í dag er fimmtudagur 25. maí, 146. dagur ársins 2000. Úrbanusmessa Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. Meira
25. maí 2000 | Fastir þættir | 106 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. ÞESSI staða kom upp á milli franska stórmeistarans Christans Bauer (2517), hvítt, og armenska stórmeistarans Artashes Minasian (2598) á opna mótinu í New York sem lauk fyrr í mánuðinum. Meira

Íþróttir

25. maí 2000 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Áttundi titillinn í höfn af miklu öryggi

REAL Madrid tryggði sér í gær sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu með því að leggja landa sína í Valenciu, 3:0, í úrslitaleik sem fram fór í París. Real lék mjög vel í leiknum og var miklu betra en Valencia og sigurinn því fyllilega sanngjarn. Fernando Morientes, Steve McManaman og Raul Gonzales gerðu mörk Real. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Eiríkur til liðs við ÍR

Eiríkur Önundarson, sem lék með danska körfuknattleiksliðinu Holbæk í vetur, hefur ákveðið að leika með ÍR í úrvalsdeildinni hér heima næsta vetur. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 139 orð

Ekki undir 680 milljónum

SAM Allardyce knattspyrnustjóri Bolton sagði í samtali við breska fjölmiðla í gær að Eiður Smári Guðjohnsen yrði ekki seldur frá félaginu fyrir minna en 6 milljónir punda, nálægt 680 milljónum króna. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 80 orð

Elvar þjálfar Valskonur

ELVAR Erlingsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið. Hann tekur við Valsliðinu af Ágústi Jóhannssyni sem á dögunum var ráðinn landsliðsþjálfari kvenna. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

GABRIEL Batistuta framherjinn snjalli sem leikið...

GABRIEL Batistuta framherjinn snjalli sem leikið hefur með Fiorentina á Ítalíu undanfarin níu ár er á leið til Roma . Félögin hafa náð samkomulagi um félagaskiptin og mun Batistuta skrifa undir samning við Roma á næstu dögum. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 73 orð

Hlynur í Gróttu/KR?

HLYNUR Morthens, sem varði mark Víkings í 1. deild karla í handknattleik á síðasta vetri, er í viðræðum við Gróttu/KR en félagið tryggði sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili á kostnað Víkinga. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 111 orð

Júlíus lánaður til Þórsara

JÚLÍUS Tryggvason knattspyrnumaður í Leiftri í Ólafsfirði hefur verið lánaður til 2. deildarliðs Þórs. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort hann leikur með Þór út keppnistímabilið. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 73 orð

KVENNALIÐ Víkings í handknattleik hefur fengið...

KVENNALIÐ Víkings í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Gerður Beta Jóhannsdóttir, fyrirliði Vals, hefur ákveðið að ganga til liðs við Víkinga. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 580 orð | 1 mynd

Með bestu vörnina í Þýskalandi

"ÉG VIL að sjálfsögðu alltaf vinna, en ég held að það sé ekki hægt að kvarta yfir þessum árangri, hann er sá besti í sögu félagsins síðan deildirnar voru sameinaðar," segir Alfreð Gíslason, þjálfari hjá þýska handknattleiksliðinu Magdeburg. Undir hans stjórn hafnaði það í þriðja sæti í þýsku 1. deildinni sem lauk sl. sunnudag, aðeins þremur stigum á eftir Kiel. "Félagið var átján stigum frá þeim bestu í fyrra þannig að við erum í framför," sagði Alfreð. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 152 orð

New York Knicks skrefinu á eftir

INDIANA vann öruggan sigur á New York Knicks, 102:88, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrri nótt, en leikurinn fór fram á heimavelli Indiana. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 156 orð

Pluck til reynslu hjá KR

KR-INGAR hafa fengið enska knattspyrnumanninn Colin Pluck til reynslu og kom hann til landsins í gær. Pluck, sem er 21 árs gamall, er örvfættur og leikur í stöðu vinstri bakvarðar. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 182 orð

Ragnar fer til Dunkerque

RAGNAR Óskarsson markakóngur 1. deildar í handknattleik á síðasta vetri, sem leikið hefur með ÍR-ingum, gengur að öllum líkindum frá samningi við franska 1. deildarliðið Dunkerque á allra næstu dögum. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 105 orð

Stórsigur Willstätt

WILLSTÄTT vann stórsigur á Hildesheim, 30:20, í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í efstu deild þýska handboltans næsta vetur. Meira
25. maí 2000 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

TÓMAS Ingi Tómasson , knattspyrnumaður hjá...

TÓMAS Ingi Tómasson , knattspyrnumaður hjá AGF í Danmörku , er byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru eftir að hann meiddist á hálsi í leik gegn Bröndby . Meira

Úr verinu

25. maí 2000 | Úr verinu | 77 orð

Hóta refsitollum

Evrópusambandið hefur hafnað beiðni Norðmanna um að láta af reglum sem settar voru til að vernda markaði innan sambandsins fyrir innflutningi ódýrs lax. Meira
25. maí 2000 | Úr verinu | 109 orð

Íslandsmótið í handflökun

SJÖTTA opna Íslandsmótið í handflökun fer fram á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á Hátíð hafsins laugardaginn 3. júní eða daginn fyrir sjómannadaginn en skráningu þátttakenda lýkur á morgun, föstudaginn 26. maí. Meira
25. maí 2000 | Úr verinu | 649 orð | 1 mynd

Möguleiki á löndun í norsk verksmiðjuskip

ÍSLENSKU skipin sem eru við síldveiðar í Smugunni eiga þess nú kost að landa afla sínum í norsk verksmiðjuskip sem þar eru, í stað þess að sigla langa sjóleið í land. Leyfi hefur verið veitt fyrir þessum löndunum og segir Jón B. Meira

Viðskiptablað

25. maí 2000 | Viðskiptablað | 638 orð

Aukið framboð fjárfestingarkosta

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands hefur lækkað töluvert frá því hún náði hámarki í 1.888,7 stigum 17. febrúar síðastliðinn. Við lok markaðar á mánudag var vísitalan komin niður í 1.506,3 stig og hafði þá lækkað um 20,2%. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 83 orð

Áhrif innri markaðar ESB á skattkerfi

Melchior Wathelet, dómari við dómstól Evrópusambandsins, verður hér á landi í boði Verslunarráðs Íslands og heldur erindi á morgunverðarfundi á Hótel Sögu, Sunnusal, kl. 8 31. maí næstkomandi. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 115 orð

BT og Tölvusíminn gera samning um Silfurkort

FYRIRTÆKIN BT og Tölvusíminn hafa gert með sér samning sem tryggir öllum tölvukaupendum hjá BT fríðindakort frá Tölvusímanum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 131 orð

Dræm viðskipti á VÞÍ

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls um 213 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 102 milljónir króna og með húsbréf fyrir 111 milljónir. Heildarviðskipti á VÞÍ hafa ekki verið svo dræm síðan í byrjun desember síðastliðinn. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 1535 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 24.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 24.05.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Annar afli 67 60 65 400 26.100 Lúða 545 250 510 17 8.675 Skarkoli 126 117 125 329 41.194 Steinbítur 162 73 118 600 70. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Fyrsta viðskiptalánatryggingin gefin út

FYRIR skömmu skrifuðu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Íslandsbanki-FBA hf. undir samning sín á milli um kaup bankans á viðskiptalánatryggingu. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 1660 orð | 3 myndir

Góðir vaxtarmöguleikar á Norðurlöndunum

Síðastliðinn föstudag efndi Baugur-Sverige til móttöku í Stokkhólmi í tilefni af opnun nýrrar tískuvöruverslunar, Miss Selfridge. Er þetta fyrsta skref fyrirtækisins í útvíkkun til hinna Norðurlandanna með vörumerki Arcadia Group og Debenhams í Bretlandi. Jón Sigurðsson var viðstaddur opnun verslunarinnar og kynnti sér framtíðaráætlanir Baugs á Norðurlöndunum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 52 orð

Heildartap á rekstri OZ.

Heildartap á rekstri OZ.COM á fyrsta ársfjórðungi ársins 2000 var 98,8 milljónir króna samanborið við heildartap upp á 68,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 216 orð

Hlutabréfasjóðurinn Riverside boðinn íslenskum fjárfestum

RIVERSIDE er nafn á bandarískum fjárfestingarsjóði sem verðbréfafyrirtækið Burnham International á Íslandi býður íslenskum fjárfestum að leggja fé sitt í. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 128 orð | 4 myndir

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands...

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands í síðustu viku voru 661 milljón króna í 544 viðskiptum. Gengi hlutabréfa í 12 félögum hækkaði en lækkaði í 32 félögum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 132 orð

Hydro kaupir íslenskan tæknibúnað

ÍSLENSKA fyrirtækið Altech JHM hf. gekk nýlega frá sölu á svokallaðri tindaréttivél með tilheyrandi stýribúnaði til Hydro-álversins í Sunndal í Noregi en vélin verður sett upp í skautsmiðju þess. Söluverð vélarinnar er fjörutíu milljónir íslenskra króna. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 100 orð

Kenneth Clarke á hádegisverðarfundi

Kenneth Clarke, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi ráðherra, verður gestur Bresk-íslenska verslunarráðsins á hádegisverðarfundi hinn 29. maí nk. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 96 orð

Kr.

Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 76,66000 76,45000 76,87000 Sterlpund. 113,02000 112,72000 113,32000 Kan. dollari 50,82000 50,66000 50,98000 Dönsk kr. 9,35400 9,32700 9,38100 Norsk kr. 8,43400 8,41000 8,45800 Sænsk kr. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 179 orð

Loks hækkun í Bandaríkjunum

DOW JONES-vísitalan hækkaði um 1,09% í 10.5536,38 stig og Nasdaq hækkaði enn meira eða um 3,3% og endaði í 3.268,96 stigum. Þá hækkaði S&P 5000 um 1,83% í 1.399,06 stig. FTSE 100-vísitalan í Lundúnum hækkaði í 6. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 82 orð

MarStar til sölu í Noregi

NAVY-keðjan sem þjónar skipum og bátum í Noregi á sviði rafeindabúnaðar hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum MarStar-samskiptahugbúnað Netverks til sölu. Navy-keðjan er samsett af 23 verslunum og þjónustuaðilum vítt og breitt um Noreg. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 1039 orð | 1 mynd

Myndar samfélag íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn (ÍH) er samfélag íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja sem þarf að styrkja enn frekar til samvinnu og samruna. Þetta kom m.a. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 135 orð

Pfizer fyrirtæki mánaðarins hjá SPH

Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur verið valinn fyrirtæki mánaðarins hjá SPH-fyrirtækjum og fjárfestum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 54 orð

Planet Pulse kaupir Þokkabót

PLANET Pulse-heilsuræktarkeðjan hefur keypt Þokkabót og í fréttatilkynningu um kaupin kemur fram að reksturinn verði óbreyttur og starfsfólkið það sama. Markmiðið sé að auka hagræðingu og gera starfsfólki auðveldara að afla sér menntunar. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 335 orð

Samstarf Carlsberg og Coca-Cola í Eystrasalti

"ÉG VONA að við náum bráðlega samningi við Carlsberg í Eystrasaltslöndunum," segir Douglas N. Daft, framkvæmdastjóri Coca-Cola, í samtali við Berlingske Tidende um helgina, en hann kom við í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd

Samvinna og sveigjanleiki

Ársþing alþjóðlegra samtaka flutningsmiðlara í flugi, WACO (World Air Cargo Organization) er haldið á Hótel Loftleiðum í þessari viku. Í samtökunum eru 50 fyrirtæki frá jafn mörgum löndum, þeirra á meðal Jónar - B.M. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

Síminn og VKS semja um hugbúnaðarþróun

SÍMINN og VKS undirrituðu í gær rammasamning sem felur í sér að VKS veiti upplýsingatæknideild Símans, einkum hugbúnaðarþróunardeild og viðskiptakerfi, þjónustu við hugbúnaðarþróun og ráðgjöf í gæðamálum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 182 orð

Stærsta flugfélag heims stækkar

UNITED Airlines, sem er stærsta flugfélag í heiminum, hefur gengið frá samningi um kaup á keppinautinum US Airways. United Airlines greiðir samtals 11,6 milljarða dala fyrir US Airways og þar af 4,3 milljarða út í hönd. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 331 orð | 1 mynd

Stærsti sýningarbás einstaks fyrirtækis

SÝNINGARBÁS Landsíma Íslands hf. á sýningunni Fjarskipti til framtíðar í síðustu viku er líklega stærsti sýningarbás sem eitt fyrirtæki hefur staðið að. Básinn, sem fyrirtækið Samskipti hannaði, var 200fm að grunnfleti. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 116 orð

Tapið hjá OZ.COM 98,8 milljónir króna

HEILDARTAP á rekstri OZ.COM á fyrsta ársfjórðungi ársins 2000 var 98,8 milljónir króna samanborið við heildartap upp á 68,5 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 473 orð | 1 mynd

Upplýsingar um bréf á gráa markaðinum

MARK.is er heitið á verðbréfamarkaði sem settur hefur verið á laggirnar á Netinu og inniheldur upplýsinga- og tilboðskerfi vegna óskráðra verðbréfa. Aðstandendur hans eru Búnaðarbanki Íslands, Íslandsbanki-FBA, Kaupþing og Lánstraust. Á mark. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 592 orð | 1 mynd

Uppstokkun til að treysta reksturinn

IÐNTÆKNISTOFNUN hefur verið rekin með halla undanfarin ár og á síðasta ári var afkoma stofnunarinnar neikvæð um rúmar 18,7 milljónir króna Rekstrargjöld jukust um 14,5%, úr 377 milljónum á árinu 1998 í 432 milljónir í fyrra. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 72 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.5.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 51 orð

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær...

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu alls um 213 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 102 milljónir króna og með húsbréf fyrir 111 milljónir. Heildarviðskipti á VÞÍ hafa ekki verið svo dræm síðan í byrjun desember síðastliðinn. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 530 orð

Það hefur verið mikill uppgangstími á...

Það hefur verið mikill uppgangstími á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á síðustu árum. Hlutabréf hafa hækkað mjög í verði og margir hagnazt verulega á þeim viðskiptum. Háar hagnaðartölur fjármálafyrirtækjanna hafa ekki sízt byggzt á slíkum viðskiptum. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 1471 orð | 1 mynd

Þar sem nýi og gamli efnahagurinn mætast

Hugtakið um nýjan efnahag festist í sessi þegar verð hlutabréfa þeirra fyrirtækja sem eru tengd Veraldarvefnum hækkuðu sem mest síðastliðinn nóvember fram að miðjum mars. Grunnur nýja efnahagsins, skrifar Már W. Mixa, er reistur á þeirri tæknivæðingu sem þessi fyrirtæki skapa og á eftir að umbylta lífi okkar. Meira
25. maí 2000 | Viðskiptablað | 535 orð | 1 mynd

Ætla að taka upp hestamennsku aftur

Linda Björk Gunnlaugsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1986 og hefur starfað í flutningageiranum allar götur síðan. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.