LÖGREGLAN í Kanada hefur hafið rannsókn á saurgerlamengun, sem orðið hefur fimm manns að bana í bænum Walkerton í Ontario. Talið er, að upptakanna sé að leita í vatnsbóli bæjarins.
Meira
EYSTRASALTSRÍKIN ætla að standa saman í varnarmálum og verður litið á árás á eitt þeirra sem árás á þau öll. Kom þetta fram í þingmannaráði ríkjanna í gær.
Meira
FYRSTU fjóra mánuði ársins voru erlendir ferðamenn tæpum 20% fleiri en á sama tíma í fyrra og búast má við nærri 10% aukningu yfir sumarmánuðina.
Meira
Á SÍÐASTA ári voru komur 298 kvenna skráðar hjá Kvennaathvarfinu, þar af voru skráðar 117 komur kvenna til dvalar og 181 viðtal. 80 börn dvöldu með mæðrum sínum í Kvennaathvarfinu og símtöl í neyðarsíma voru 1.794.
Meira
Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í Serbíu héldu í gær til borgarinnar Nis í suðurhluta landsins og mótmæltu þar ofríki ríkisstjórnar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta.
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu: "Í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag birtist frétt undir fyrirsögninni "Upplýsingar um bréf á gráa markaðinum", þar sem greint er frá því að Búnaðarbanki...
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 226 orð
| 1 mynd
ÁSKELL Harðarson stærðfræðingur hlaut í gær sérstaka viðurkenningu Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi fyrir árangursríka kennslu í stærðfræði á framhaldsskólastigi. Áskell segist vera ánægður með að hafa hlotið verðlaunin.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 442 orð
| 1 mynd
BORGARFJÖLSKYLDAN verður í brennidepli um helgina á menningar- og fræðahátíð opins háskóla; Líf í borg, sem fram fer í Odda laugardag og sunnudag.
Meira
Vestmannaeyjum - Þegar Morgunblaðsmenn voru á ferð við flugvöllinn í Vestmannaeyjum rákust þeir á starfsmenn Vestmannaeyjaflugvallar og starfsmenn frá Bakkaflugvelli í Landeyjum þar sem þeir voru æfðir í meðferð slökkvitækja og slökkvibifreiða vallanna.
Meira
DAGSKRÁ Menningar- og fræðahátíðarinnar Líf í borg: Laugardagur 27. maí. Borgarfjölskyldan Oddi, stofa 202 kl. 14-17:30. Listasmiðja - leikur og sköpun Oddi stofa 201 kl. 14-17:30. Íslenska fjölskyldan, tónverk, myndir og pallborðsumræður.
Meira
SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur sunnudagana 28. maí og 4. júní kl. 14-16 báða dagana. Markmiðið með dansleikjunum er að glæða líf í miðborginni og auka ánægju þeirra sem leið eiga um Ingólfstorg.
Meira
ODD Lindberg, fyrrverandi selveiðieftirlitsmaður í Noregi, heldur því fram í grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter að norskur eldislax geti hugsanlega valdið krabbameini vegna lyfja og efna sem notuð eru við laxeldið.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 200 orð
| 1 mynd
ANDSTAÐA Dana við aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, er nú sú mesta sem verið hefur í tvö ár. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Berlingske Tidende eru 47 prósent Dana andsnúnir aðild og 43 prósent fylgjandi.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu félagsmálaráðs Reykjavíkur um að aldursmörk í starfsemi félags- og þjónustumiðstöðva aldraðra og sex félagsmiðstöðva verði felld niður en til þessa hafa miðstöðvarnar aðeins verið opnar notendum 67 ára og eldri.
Meira
"Kannski á þessi undarlegi, kaliforníski snjóbolti eftir að komast á skrið, hlaða utan á sig og jafnvel skila hugmyndum inn í kjarabaráttu kennara í öðrum löndum."
Meira
STJÓRNKERFISNEFND Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögur um að skipulags- og umferðarnefnd og bygginganefnd annars vegar og félagsmálaráð og húsnæðisnefnd hins vegar verði sameinaðar.
Meira
27. maí 2000
| Akureyri og nágrenni
| 91 orð
| 1 mynd
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir mjög harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Smárahlíðar og Skarðshlíðar skömmu eftir hádegi í gær.
Meira
SÖFNUÐIRNIR í Breiðholti og Árbæ efna til fjölskylduhátíðar í samvinnu við ÍTR, félagsstarfið í Gerðubergi, íþróttafélögin, skátafélögin, kvenfélögin og foreldrafélög skólanna í þessum hverfum sunnudaginn 28. maí nk.
Meira
FÉLAGSFUNDUR Félags Íslenskra atvinnuflugmanna, sem haldinn var að Grand Hótel í Reykjavík hinn 10. maí sl, ályktaði eftirfarandi: ,,Félag íslenskra atvinnuflugmanna áréttar á nýrri öld vilja félagsmanna og samþykkt félagsfundar frá 1971.
Meira
FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna vísaði í gær kjaradeilu þeirra við Flugleiðir og Flugfélag Íslands til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur flugmanna rann út 15. mars sl.
Meira
27. maí 2000
| Erlendar fréttir
| 259 orð
| 1 mynd
LÖGREGLAN á Filippseyjum fann í gær lík flugræningja, sem kastaði sér í fallhlíf út úr farþegaþotu eftir að hafa ógnað farþegum hennar með skammbyssu og handsprengju og neytt þá til að afhenda sér öll verðmæti sem þeir höfðu á sér.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 174 orð
| 1 mynd
LÚÐRASVEIT frá Sviss, nánar tiltekið bænum Inkwill, nærri Bern, skipuð 41 félaga, er stödd hér á landi. Hljómur sveitarinnar fyllti listatjald stúdenta, fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands, í gærkvöldi.
Meira
LÖGREGLA í Japan hefur fundið minnisbréf með nákvæmum upplýsingum um framleiðslu sarín-gass og er bréfið talið tilheyra Aum Shinri-trúarreglunni, sem boðað hefur heimsendi og kom sarín-gasi fyrir í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995 með þeim...
Meira
FYRSTA flugvélin í áætlunarflugi Go, dótturfélags British Airways, milli Íslands og Bretlands lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan eitt í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá Kynningu og markaði hf.
Meira
Tillögur um lagabreytingar og skipulagsmál ASÍ fengu góðar viðtökur á sambandsstjórnar- og formannafundi ASÍ í gær. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að sambandinu takist að leysa erfiðar deilur um skipulagsmál.
Meira
GALLERÍ Fold gefur nú í þriðja sinn heppnum brúðhjónum málverk eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur að verðmæti 70.000 kr. í brúðkaupsleik Bylgjunnar. Verðandi brúðhjón geta skráð sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á bylgjan@bylgjan.is.
Meira
GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 26-05-2000 Gengi Kaup Sala Dollari 76,610 76,4000 76,8200 Sterlpund. 113,010 112,710 113,310 Kan. dollari 50,9000 50,7400 51,0600 Dönsk kr. 9,40600 9,37900 9,43300 Norsk kr. 8,47600 8,45200 8,50000 Sænsk kr.
Meira
MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, skráði stjórnmálaflokkinn sem hann stofnaði í desember sl., Rússneska jafnaðarmannaflokkinn, formlega í gær.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 151 orð
| 1 mynd
ÞAÐ er yfirlýst stefna Hamraskóla að hann sé reyklaus. "Það er sjáanlegur munur frá ári til árs að reykingar hjá nemendum eru á undanhaldi og er það gleðiefni.
Meira
Neskaupstað - Að undanförnu hafa staðið yfir heilsudagar í Fjarðabyggð. Umhverfismálanefnd Fjarðabyggðar stendur fyrir þeim í samstarfi við ,,Staðardagskrá 21" ásamt félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 425 orð
| 1 mynd
UNNIÐ er að samningum við þýska flugfélagið LTU um beint leiguflug milli Þýskalands og Egilsstaða. Forsendan fyrir því að af því geti orðið er að hægt verði að selja fyrirfram hér á landi 50 sæti í hverri ferð og lítur út fyrir að það ætli að takast.
Meira
EYÞÓR Þórisson hótelstjóri á Seyðisfirði hefur opnað kaffihús í húsi frú Láru, Kaffi Láru. Hann er einnig að byggja við Hótel Seyðisfjörð og hyggt láta framleiða fyrir sig seyðfirskan bjór, El Grillo og Þokuna. Láruhús er liðlega 100 ára gamalt.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 693 orð
| 1 mynd
Í heimsókn sinni í Lettlandi í gær opnaði Davíð Oddsson meðal annars iðngarða í eigu Íslendinga og kynnti sér blómlega starfsemi íslenskra fyrirtækja. Sigrún Davíðsdóttir var með í för.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 60 orð
| 4 myndir
Mistök urðu við vinnslu á myndum í grein um myndlistarsýningu barna í Nönnukoti í Hafnarfirði, sem birt var í Daglegu lífi í Morgunblaðinu í gær, föstudag.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30 í dag, laugardag. Kvöldmessa í kirkjunni kl. 20.30 á morgun, sunnudag. Taize-tónlist. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 135 orð
| 1 mynd
Abdullah konungur kynnti sér í gær starfsemi íslenskra hátæknifyrirtækja og Ranía drottning heimsótti leikskóla í Reykjavík. Í gærkvöldi snæddu konungshjónin viðhafnarkvöldverð á Bessastöðum í boði forseta Íslands. Opinberri heimsókn þeirra hingað til lands lýkur í dag.
Meira
Selfossi- Fimm kórar eldri borgara af suðvesturhorni landsins halda tónleika í samkomusal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi laugardaginn 27. maí klukkan 16. Aðgangseyrir er kr 1000.
Meira
Ball fyrir starfsmannafélög Flugskýlisball sem halda á í kvöld í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli er á vegum starfsmannafélaga Flugfélags Íslands og Flugleiða og ætlað þeim einum og fylgdarliði...
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 1283 orð
| 1 mynd
Danshöfundur: Helgi Tómasson. Svarti svanurinn pas de Deux og II þáttur eftir Marius Petipa og Lev Ivanov. Sviðsmynd og búningar eftir Jens-Jacob Worsaae. Lýsing eftir David K.H. Elliott. Aðstoðarmaður Helga Tómassonar: Irina Jacobson. Hlutverk Odette-Odile: Yuan Yuan Tan. Prins Siegfried: Vadim Solomakha. Von Rothbart: Jorge Esquivel. Drottningin: Anita Paciotti. Wolfgang, kennarinn: Ashley Wheater. Föstudagur 26. maí.
Meira
27. maí 2000
| Erlendar fréttir
| 496 orð
| 1 mynd
GORDON Brown, fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, hefur gagnrýnt skólayfirvöld við Oxford-háskóla harðlega fyrir það hvernig staðið er að vali á nemendum við skólann.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 10 orð
| 1 mynd
MENNINGARDAGAR í félagsstarfi Gerðubergs hefjast sunnudaginn 28. maí með þátttöku í fjölskylduhátíð í Elliðaárdal. Þann 29. maí verður opnuð handavinnusýning í félagsstarfi Gerðubergs. Tölvuklúbburinn verður kynntur og gler- og myndlist verða til sýnis.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 399 orð
| 1 mynd
HINN 19. maí síðastliðinn voru, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju, brautskráðir 122 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Alls 66 stúdentar, 37 iðnnemar, 4 matartæknar og 15 nemendur af skrifstofubraut.
Meira
27. maí 2000
| Akureyri og nágrenni
| 450 orð
| 1 mynd
ARCTIC-OPEN alþjóðlega miðnæturgolfmótið verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 21.-24. júní í sumar. Rúmlega 200 keppendur munu mæta til leiks að þessu sinni, eða fleiri en nokkru sinni í 14 ára sögu mótsins.
Meira
27. maí 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 466 orð
| 3 myndir
MÝRARHÚSASKÓLI er 125 í ár og af því tilefni er í dag haldin sýning í skólanum á vinnu nemenda í hand- og myndmennt. "Þetta er upphafið að hátíðarhöldum vegna afmælisins skólans. Afmælið sjálft er 30.
Meira
27. maí 2000
| Erlendar fréttir
| 304 orð
| 2 myndir
ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, skoraði í gær á jarðnæðislausa blökkumenn í grannríkjunum að fara að dæmi landtökumannanna í Zimbabwe ef hvítir bændur neituðu að afsala sér búgörðum sínum.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 2 myndir
Mynd af dansara féll niður Með viðtali við tvo af aðaldönsurunum í uppfærslu San Francisco-ballettsins á Svanavatninu í blaðinu á fimmtudag féll niður mynd af öðrum dansaranum sem talað var við.
Meira
NÁMSKEIÐIÐ Áskorun hugljómunar verður haldið í Breiðabliksskálanum í Bláfjöllum dagana 31. maí til 3. júní n.k. Leiðbeinandi er Guðfinna S. Svavarsdóttir. Námskeiðið hefst að kvöldi miðvikudagsins 31. maí og því lýkur að kvöldi laugardagsins 3. júní.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 103 orð
| 1 mynd
SAMTÖK verslunarinnar, félag stórkaupmanna standa fyrir námskeiðum í starfsmannastjórnun um þessar mundir. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um starfsmannaviðtöl, framkvæmd frammistöðumats og gerð ráðningarsamninga.
Meira
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Heimsljós hefur stofnað nýjan áskriftarklúbb með efni fyrir unga knattspyrnumenn. Í hverjum mánuði fá félagar sent eitt myndband um knattspyrnu ásamt 12 spjöldum sem safnað er í möppu.
Meira
FJÓRUM Pólverjum úr áhöfn saltskips sem lá við bryggju á Þingeyri í fyrradag hefur verið gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir ólöglega áfengissölu á Þingeyri.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 230 orð
| 1 mynd
LOKUN tollaeftirlitsstöðva og hertar starfsreglur varðandi skoðun á innflutningi sjávarafla til vinnslu hérlendis hefur í för með sér mikið óhagræði og skekkir samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja.
Meira
Húsavík - Skólaslit og brautskráning nemenda frá Framhaldsskólanum á Húsavík fóru fram í Húsavíkurkirkju laugardaginn 20. maí. Fjölmenni var við athöfnina sem var hin hátíðlegasta.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 124 orð
| 1 mynd
AF þeim hugmyndum um jarðgöng sem lagðar eru fram í skýrslu Vegagerðarinnar og mest hafa verið til umræðu yrði mest umferð um Vaðlaheiðargöng eða 730 bílar að meðaltali á dag. Sumarumferð þar er áætluð 1.240 bílar á dag.
Meira
ÞORSTEINN Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Mignonette Patricia Durrant, fastafulltrúi Jamaíka hjá Sameinuðu þjóðunum, undirriutðu samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. 24. maí...
Meira
VEFGÁTTIN Strik.is býður fyrst íslenskra vefgátta upp á sjónvarpsauglýsingar. Búnaðarbankinn ríður á vaðið með sjónvarpsauglýsingu um netgíróþjónustu sína en innan skamms munu fleiri sjónvarpsauglýsingar birtast á Strikinu.
Meira
LÖGREGLUNNI í Kópavogi var tilkynnt klukkan sjö í gærkvöld að sést hefði neyðarblys á lofti yfir Skerjafirði. Einnig töldu menn sig hafa séð appelsínugulan fleka á floti þar skammt frá.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 689 orð
| 1 mynd
Ragnar Frank fæddist 1962 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann tók stúdentspróf frá Flensborgarskóla 1982 og varð landslagsarkitekt frá landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1990. Hann hefur unnið við náttúruvernd frá 1991. Þjóðgarðsvörður varð Ragnar í Skaftafelli 1999. Hann er kvæntur Úllu Rolf Pedersen landslagsarktitekt og eiga þau þrjár dætur.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 534 orð
| 3 myndir
Það verður stór dagur í lífi 2.000 barna í Reykjavík þegar þau munu safnast saman á Arnarhóli klukkan 14 og syngja Þúsaldarvísur Sveinbjörns I. Baldvinssonar við tónlist Tryggva M. Baldvinssonar og dans eftir Ólöfu Ingólfsdóttur.
Meira
27. maí 2000
| Erlendar fréttir
| 228 orð
| 1 mynd
HÆSTIRÉTTUR Venesúela frestaði í gær forseta-, þing- og sveitarstjórnarkosningum sem fara áttu fram nú um helgina og bar því við að fyrst þyrfti að leiðrétta tæknilega galla á kosningakerfi landsins.
Meira
HALLA Gunnlaugsdóttir heldur útskriftarsýningu frá Myndlistarskóla Arnar Inga í Klettagerði 6 nú um helgina. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 og stendur til kl. 18. Opið verður á sama tíma á morgun,...
Meira
Vallakirkja verður vígð þann 28.maí næstkomandi kl. 14. Biskup íslands herra Karl Sigurbjörnssson vígir kirkjuna. Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sóknarprestur og Sr.
Meira
FULLTRÚAR fjármálaráðuneytisins, Lánasýslu ríkisins og Íbúðalánasjóðs funduðu í gær með fulltrúum þeirra fjármálastofnana sem gerðu formlegar athugasemdir við upplýsingagjöf og fleira í tengslum við ríkisskuldabréfamarkaðinn.
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 140 orð
| 1 mynd
Nú fer senn skóla að ljúka í Stykkishólmi á þessu vori. Eftir að samræmdum prófum lauk hjá 10. bekk grunnskólans hefur verið óhefðbundin kennsla.
Meira
Á áttunda áratug aldarinnar lagði Eyjólfur Konráð Jónsson línurnar að kröfum Íslendinga vegna yfirráða hafsbotna utan 200 mílna lögsögunnar. Um þessar mundir eru að verða þáttaskil í þeirri vinnu og á næstu árum ræðst væntanlega hvaða árangri Íslendingar ná í kröfugerðum sínum. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið.
Meira
ÞRIÐJUDAGINN 30. maí og miðvikudaginn 31. maí verða þingmenn Samfylkingarinnar á ferð um Vestfirði. Á þriðjudaginn verða fyrirtæki á Ísafirði heimsótt og m.a.
Meira
Hér fer á eftir þriðja Þúsaldarvísan eftir Sveinbjörn Baldvinsson. 3. Loft Ef langar mig burt út í buskann að berast, og stundum er það, ég teygi mig lengst upp í loftið og læt sem ég fljúgi af stað.
Meira
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 vinnur nú að því að safna staðsetningarpunktum, sem fylgja slóðum á hálendinu og munu ferðalangar geta hlaðið punktunum inn í GPS-staðsetningartæki sín og þannig vitað nákvæmlega hvernig þeim gengur að fylgja slóð sinni á hverjum...
Meira
27. maí 2000
| Innlendar fréttir
| 103 orð
| 1 mynd
ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist alvarlega í árekstri við bifreið í Hafnarfirði í gær. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og síðan lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann átti að gangast undir aðgerð.
Meira
"SAMEINING Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er mikil tíðindi. Þarna varð til stærsta fyrirtæki Íslendinga á Verðbréfaþingi og að mörgu leyti er þar mætt kröfum tímans. Það er ekki að efa að nýi bankinn getur betur en áður mætt alþjóðlegri samkeppni og innt af hendi stærri verkefni." Þetta segir Ágúst Einarsson fyrrum alþingismaður og prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Meira
Samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrr í vikunni um að koma á eðlilegum viðskiptatengslum við Kína er ekki einungis sigur fyrir bandarískt og kínverskt viðskipta- og atvinnulíf heldur er þessi samþykkt líka sigur frjálsra viðskipta í heiminum.
Meira
"Viðskipta- og hagfræðideild bauð síðasta skólaár upp á fimm námsleiðir sem ljúka með diplómu," segir Gylfi Magnússon dósent í Háskóla Íslands. "Viðtökurnar voru framar vonum og í haust bætist sú sjötta við, reikningshald.
Meira
Lagadeild samþykkti í febrúar að efna til stuttrar og hagnýtrar námsleiðar fyrir aðstoðarmenn lögfræðinga og veitir deildarforseta og kennslustjóra heimild til að ganga frá efni og tilhögun námsleiðarinnar á grundvelli minnisblaðs.
Meira
Á NÆSTSÍÐASTA tónleikakvöldi á þessari vorönn á Múlanum á Sólon Íslandus sem haldið verður annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30 leikur Árni Heiðar Karlsson ásamt hljómsveit.
Meira
LEIKKONAN Courtney Thorne-Smith hefur sagt skilið við þættina Ally McBeal þar sem hún lék Georgiu. Þá hefur hún tekið þá ákvörðun einnig að giftast kærastanum sínum, lækninum Andrew Conrad í haust en þau hafa verið saman í þrjú ár.
Meira
Sænska sveitin Kent er á barmi heimsfrægðar ... á Íslandi í það minnsta. Hún hljómar ótt og títt í útvarpinu og stemmningin fyrir Íslandsför hennar er að ná hámarki. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við aðalsprautur Kent í langferðabíl sveitarinnar, um þakklæti í garð Íslands, þungan hníf og ávexti frægðarinnar.
Meira
Háskóli Íslands - Stuttar, hagnýtar námsleiðir í HÍ hafa gefist vel, en margir sóttu í þær haustið 1999. Gunnar Hersveinn kynnti sér nokkrar nýjar diplóm-námsleiðir í þessum flokki og ræddi við umsjónarmenn. Námið er tvö til þrjú misseri eða 30-45 einingar.
Meira
Í kvöld ætla hljómsveitirnar Kanada og Geirfuglarnir að fagna komu sumarsins á Gauki á Stöng. Ragnar Kjartansson og Halldór Gylfason voru þegar komnir í sumarskapið þegar Birgir Örn Steinarsson hitti þá á kaffihúsi í miðbænum.
Meira
Í ÁR eru fimmtíu ár liðin frá því að meistaraflokkur Hugins varð Austurlandsmeistari í knattspyrnu. Það gerðist á Knattspyrnumóti Austurlands á Seyðisfirði í júní árið 1950.
Meira
Iðnaðarverkfræði (enska: Industrial Engineering) er nú í fyrsta sinn boðin sem sérstök námsbraut af véla- og iðnaðarverkfræðiskor í Háskóla Íslands. Páll Jensson prófessor segir að strax stefni í svo góða aðsókn að brautin tryggi sig í sessi.
Meira
Leikstjóri: Sören Kragh-Jacobsen. Handrit: Sören Kragh-Jacobsen og Anders Thomas Jensen. Aðalhlutverk: Iben Hjelje, Anders W. Berthelsen, Emil Tarding og Jesper Asholt. (98 mín.) Danmörk, 1999. Góðar Stundir. Öllum leyfð.
Meira
KÁRI Þormar leikur á orgel Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Þetta eru fjórðu tónleikar í röð sem Hallgrímskirkja stendur fyrir með íslenskum orgelverkum í tengslum við 250. dánarár J. S. Bach. Kári Þormar er organisti Fríkirkjunnar í...
Meira
LEIÐSÖGN verður um tvær sýningar í Hafnarborg í dag, laugardag, kl. 14. Um er að ræða sýningu færeysku listakonunar Elínbogar Lützen og hollensku myndbandslistakvennanna Madelon Hooykaas og Elsu Stansfield.
Meira
M-2000 Laugardagur 27. maí Forskot á sæluna - Kringlan. Kl. 14. Unglingakór Hallgrímskirkju og kór Snælandsskóla syngja létt sumarlög í tilefni af norrænu barnakóramóti sem haldið verður í Reykjavík 31. maí til 4. júní. wap.olis.is.
Meira
MANSÖNGVAR er yfirskrift tónleika sem þau Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran og Jacek Tosik Warszawiak píanóleikari, halda í Borgarneskirkju í dag, laugardag, kl. 14. Fyrst á efnisskránni er Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann.
Meira
MENNINGARDAGAR hefjast í félagsstarfi Gerðubergs á morgun, sunnudag, og standa til 5. júní. Dagskráin hefst með þátttöku í fjölskylduhátíð í Elliðaárdal kl. 14. Mánudaginn 29. maí verður opnuð handavinnusýning í félagsstarfi Gerðubergs.
Meira
MYNDBÖND eru sýnd í Listasafni Íslands í tengslum við sýninguna Íslensk og erlend myndbönd, sem er liður í sýningunni Nýr heimur - Stafrænar sýnir. Í dag, laugardag, kl. 12 og kl. 15, verður sýnt verkið Song Delay, 1973, eftir Joan Jonas.
Meira
"Við höfum gjarnan kallað þetta ársnám Trompnámið, vegna þess að tungumál eru tromp fyrir hvern þann sem fer í þetta nám og nýtist á flestum sviðum í atvinnulífinu," segir Oddný G.
Meira
Á Hótel Borg fór á miðvikudagskvöldið fram umræðufundur um list og menningu 21. aldar undir stjórn Sveins Einarssonar, formanns framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. Fulltrúar ýmissa listgreina tóku þar til máls og skiptust á skoðunum. Þorvarður Hjálmarsson sótti þingið.
Meira
Í dag verður frumsýnt í Möguleikhúsinu nýtt leikrit eftir Þórarin Eldjárn byggt á Völuspá. Leikstjórinn er danskur, Peter Holst, en hann hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn barnaleikrita í Danmörku.
Meira
½ Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: Steve Martin. Aðalhlutverk: Steve Martin, Eddie Murphy og Heather Graham. Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð.
Meira
SAMKÓR Rangæinga er fimm ára um þessar mundir og heldur tvenna afmælistónleika um helgina. Þeir fyrri verða í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli Kirkjubæjarklaustri í kvöld, laugardagskvöld, kl. 21.
Meira
27. maí 2000
| Fólk í fréttum
| 452 orð
| 2 myndir
STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á mánudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru Appolon Musagéte eftir I. Stravinsky og Chamber Symphony op. 110 eftir D. Sjostakovitsj í úts. Rudolfs Barshai.
Meira
Nýrri námsleið í uppeldis og félagsstarfi í Háskóla Íslands er ætlað að búa nemendur undir störf sem leiðbeinendur í uppeldis-, tómstunda- og félagsstarfi. Námið er 45 einingar, stendur í þrjár annir og lýkur með diplóma, en nýtist sem hluti af B.A.
Meira
XXX Rotweiler hundarnir virðast gelta hærra við hverja framkomu eins og sannaðist á Plast tónleikunum sem haldnir voru á Gauki á Stöng á þriðjudagskvöldið. Ásamt hundunum komu fram Sesar A, Early Groovers, Dj Galdur, Blazroca, Kez 101 og Ginni G.
Meira
½ Leikstjóri: Gerry Lively. Handrit: John Howlett, byggt á leikriti N.J. Crisp. Aðalhlutverk: Ray Winstone, Sherilyn Fenn. (94 mín.) Bretland 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
27. maí 2000
| Fólk í fréttum
| 880 orð
| 2 myndir
50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 28. maí, verður fimmtug Hulda Kristinsdóttir klæðskeri. Af því tilefni munu Hulda og eiginmaður hennar, Gunnar L. Gissurarson , taka á móti vinum og ættingjum í dag, laugardaginn 27. maí, kl.
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 33 orð
| 1 mynd
70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 27. maí, verður sjötugur Halldór S. Magnússon, bifreiðastjóri á BSR, Iðufelli 4, Reykjavík . Hann tekur á móti gestum í Félagsheimili eldri borgara, Glæsibæ, frá kl. 15-18 á...
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 28 orð
| 1 mynd
75 ÁRA afmæli. Nk. mánudag 29. maí, verður sjötíu og fimm ára Valborg Þorgrímsdóttir. Hún tekur á móti gestum á efstu hæð Gullsmára 7, Kópavogi, í dag kl....
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 48 orð
| 1 mynd
80 ÁRA og 65 ÁRA afmæli. 15. desember sl. varð áttræður Runólfur Jónsson, bóndi á Brúarlandi í Skagafirði, og 31. mars sl. varð eiginkona hans, Halla Kristjánsdóttir , sextíu og fimm ára.
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 38 orð
| 1 mynd
90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 27. maí, verður níræð Anna Ólafía Jakobsdóttir, húsmóðir, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Norðurbraut 25, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði milli kl. 15-18 í...
Meira
Úr því sægreifar geta selt sinn gjafa- kvóta á eins háu verði og raun ber vitni, spyrja Jónas Elíasson og Þórólfur Matthíasson, af hverju eru þeir að fá hann gefins frá ríkinu einu sinni á ári ?
Meira
NÚ STENDUR til að brjóta niður eitt af síðustu nýbýlunum svokölluðu, þ.e. Hjarðarholt (Skógarhlíð 12), steinhús byggt 1928 af Wilhelm Bernhöft bakara. Nýbýlin voru byggð um og eftir áramótin 1900 og sáu Reykvíkingum fyrir landbúnaðarvörum í áratugi.
Meira
Engin lausn er fyrir sjúklinga, sem greinst hafa með sjögrens-sjúkdóm, segir Unnur Bergsveinsdóttir, að fá lausa gervigóma þar sem þeir tolla alls ekki í munni þeirra.
Meira
AÐ UNDANFÖRNU, í kjölfar Hæstaréttardóma sem kenndir eru við Valdimarsmál og Vatneyrarmál, hef ég verið að skoða réttarstöðu okkar, þegna þjóðfélagsins, eigenda hinnar sameiginlegu auðlindar.
Meira
Sjögrens-sjúkdómurinn er sjaldgæfur sjúkdómur, segir Agnes Lára Magnúsdóttir. Á Íslandi er vitað um rúmlega 40 einstaklinga sem haldnir eru sjúkdómnum, allt konur.
Meira
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram.
Meira
VIÐ vorum vinkonurnar að keyra Keflavíkurveginn laugardaginn 20. maí sl. kl. 18.30 er við tókum eftir rútu sem virtist rása af og til á veginum. Við vorum að spekúlera hvað bílstjórinn væri eiginlega að gera.
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 18 orð
| 1 mynd
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 27. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ólöf Björnsdóttir og Skarphéðinn Agnars, Hringbraut 67, Keflavík...
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 23 orð
| 1 mynd
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 27. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðmunda Magnea Friðriksdóttir og Valgeir Sigurðsson, Kirkjuvegi 1, Keflavík . Þau eru stödd...
Meira
ÞETTA bréf er ætlað sem svar við bréfi Magnúsar Guðmundssonar, um samkynhneigt fólk, sem birt var þann 20. maí síðastliðinn.Við vonum að Magnús vakni og átti sig á því hvar hann stendur í dag.
Meira
Greinilegt er að ofþyngd og offita, segja Brynhildur Briem og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, eru vaxandi vandamál bæði meðal barna og fullorðinna hér á landi.
Meira
Í nágrannalöndunum þar sem einkaframvæmdin hefur þróast hvað mest, segir Gunnar I. Birgisson, hefur ríkið stuðlað að framgangi hennar og gert hana að raunhæfri fjármögnunarleið fyrir sveitarfélög.
Meira
27. maí 2000
| Bréf til blaðsins
| 464 orð
| 1 mynd
Á MORGUN, sunnudaginn 28. maí, verður messa kl. 11.00 í Hallgrímskirkju og orgeltónleikar kl. 17. Í messunni syngur Samkór Kópavogs, en kórinn er á leið í söngför til Austurríkis og Ungverjalands. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað.
Meira
Árið 1982 kom út bókin Misskipt er manna láni eftir Hannes Pétursson skáld. Skemmst er af því að segja, að þetta á heima í hvaða úrvali óbundins máls sem vera skal frá þessum tíma, og þá ekki síst þátturinn Marsibil Hjálmarsmóðir .
Meira
Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu. Svo er hún ekki heldur nízk. Hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu.
Meira
Annalísa H. Sigurðardóttir fæddist í Kaupmannahöfn hinn 4. september 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. maí síðastliðinn. Móðir hennar var Thora Agnete Edel Holm, f. 2. nóvember 1909, d. 21. október 1981.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 534 orð
| 1 mynd
Elsa Haidy Alfreðsdóttir fæddist 3. júní 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 25. maí.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 2732 orð
| 1 mynd
Emanúel Guðmundsson, sjómaður og vélstjóri, fæddist á Búðum í Staðarsveit, Snæfellsnesi 16. júlí 1911. Hann lést á Landspítalanum 20. maí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 985 orð
| 1 mynd
Eyrún Jóna Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 11. desember 1953. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 17. maí.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 756 orð
| 1 mynd
Friðrik Vigfús Sigurbjörnsson fæddist á Vopnafirði 25. júní 1915. Hann lést á Sunnuborg á Vopnafirði laugardaginn 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Stefánsson og Þórunn Karítas Ólafsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 928 orð
| 1 mynd
Gestur Auðunsson, vélstjóri og verkamaður, fæddist í Þykkvabæjarklaustri í Álftavershreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 23. júní 1915. Hann lést 18. desember 1999.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 3097 orð
| 1 mynd
Sr. Heimir Steinsson fæddist á Seyðisfirði hinn 1. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvog 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. maí.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 736 orð
| 1 mynd
Páll Jakob Briem fæddist á Hofsstöðum í Skagafirði hinn 6. apríl 1912. Hann lést 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 289 orð
| 1 mynd
Ragnar Sigurðsson fæddist á Syðra-Hóli í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 27. júní 1916. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 7. apríl.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 2590 orð
| 1 mynd
Stefán Þórarinn Sigurðsson bóndi fæddist á Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu 25. september 1907. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jakobsson, bóndi á Hóli og Steiná, f. 16.
MeiraKaupa minningabók
27. maí 2000
| Minningargreinar
| 368 orð
| 1 mynd
Valgerður Eyjólfsdóttir fæddist 6. október 1917. Hún lést 9. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. mars.
MeiraKaupa minningabók
"Ísland er paradís, en það nægir Íslendingum ekki," sagði Neil Osborn, framkvæmdastjóri og útgefandi tímaritsins Euromoney , við gesti á ráðstefnu sem Landsbanki Íslands hélt í gær um framtíðarhorfur í fjárfestingum á Íslandi.
Meira
GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 26. maí Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miðdegismarkaði í Lundúnum. NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 0.926 0.9265 0.9113 Japanskt jen 98.6 99.15 97.84 Sterlingspund 0.6239 0.6244 0.6183 Sv.
Meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkuði lítillega í gær og virtist sem fjárfestar væru nokkuð óvissir um í hvaða fyrirtækjum borgaði sig að festa fé og hvaða bréf þeir ættu að selja. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,24% og er nú 10.299,24 stig.
Meira
27. maí 2000
| Viðskiptafréttir
| 579 orð
| 1 mynd
OZ.COM stefndi að skráningu hlutabréfa á verðbréfamarkaðinum í Stokkhólmi í sumar en hefur nú ákveðið að fresta skráningu. Að sögn Robert Quinns, framkvæmdastjóra fjármálasviðs OZ.COM, var sænski markaðurinn fýsilegur þar sem OZ.
Meira
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls um 134 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 50 milljónir króna og hafa þau ekki verið minni síðan í lok júní á síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,03% og er nú 1.552 stig.
Meira
27. maí 2000
| Viðskiptafréttir
| 1184 orð
| 1 mynd
Deildar meiningar eru um hvort heimild til frestunar skattlagningar söluhagnaðar af hlutabréfum þjóni enn tilgangi sínum, nú þegar íslenskir aðilar nýta sér hana til fjárfestinga í erlendum hlutafélögum. Jón Sigurðsson fjallar um ákvæðið og forsögu þess.
Meira
RAGNAR Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar, segir að umboðið fyrir Metro-Goldwyn-Meyer, sem Skífan fékk nýlega, sé kærkomin búbót fyrir fyrirtækið. Hann segir að markaðshlutdeild Skífunnar muni vaxa með dreifingu á myndum MGM.
Meira
27. maí 2000
| Viðskiptafréttir
| 242 orð
| 1 mynd
SKÝRR mun í haust taka að sér verulegan hluta af miðlægum tölvurekstri Flugleiða samkvæmt samningi sem undirritaður var milli félaganna í gær, en samningurinn er liður í endurskipulagningu á tölvurekstri hjá Flugleiðum.
Meira
Vörum með fjölþjóðleg umhverfismerki hefur fjölgað bæði hér heima og erlendis. Hrönn Indriðadóttir sló á þráðinn til Tore Skjenstad hjá Hollustuvernd ríkisins til að fræðast meira um umhverfismerkingar.
Meira
GARÐHEIMAR, fyrrum verslun Sölufélags garðyrkjumanna, er græn verslunarmiðstöð í Mjóddinni í Reykjavík sem formlega opnaði sl. fimmtudag. Starfsemi hófst fyrst fyrir jólin í fyrra en nýjar deildir hafa verið teknar í notkun síðan, að sögn Gísla H.
Meira
Verðlaunaafhending í Gullsmára Tuttugu og tvö pör spiluðu tvímenning á vertíðarlokum Bridsdeildar FEBK í Gullsmára 13 fimmtudaginn 25. maí sl. Miðlungur var 144. Efst voru: NS Kristinn Guðmundss. - Guðm. Magnúss. 168 Helga Ámundad. - Hermann Finnbogas.
Meira
Eitt af því sem gerir brids að spennandi spili er hin hárfína lína sem skilur á milli feigs og ófeigs. Þetta kemur einna mest fram í sagnbaráttu, þegar taka þarf síðustu ákvörðun.
Meira
NIÐURSTÖÐUR nýlegrar rannsóknar benda til þess að konur, sem hafa mikið magn c-vítamíns í blóðinu, eigi síður á hættu að fá gallsteina en konur sem hafa minna magn.
Meira
ÍSLENDINGAR hafa frá fyrstu tíð þótt skyggnir á það hulda í lífinu og getað hvort sem er í svefni eða vöku "séð" fyrir óorðna hluti og spáð um örlög manna.
Meira
27. maí 2000
| Fastir þættir
| 1458 orð
| 3 myndir
FREGNIR hafa borist af fjórum tilfellum óvenjulegra smitsjúkdóma víðs vegar í heiminum, og vakið athygli á því hvernig nýir sýklar geta skotið upp kollinum og þekktir sýklar látið til sín taka svo um munar.
Meira
NÝ rannsókn sem vakið hefur verulega athygli sýnist benda til þess að kaffidrykkja geti komið í veg fyrir að karlmenn veikist af Parkinsons-sjúkdómi.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR segja rannsóknir hafa sannfært þá um að regluleg leit að krabbameini í blöðruhálskirtli geti bjargað mannslífum, líkt og leit að brjósta- og leghálskrabbameini í konum.
Meira
Í dag er laugardagur. 27 maí, 148. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum.
Meira
SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru stórir skammtar af andoxandi vítamínum ekki til þess fallnir að bæta heilsuna, heldur geta þvert á móti verið heilsuspillandi.
Meira
Hvítur á leik. Meðfylgjandi staða kom á milli stórmeistaranna Nigel Davies, hvítt (2.497), og Bogdan Lalic (2.548) í einvígi þeirra í Redbus-mótinu sem lauk fyrir nokkru í Englandi. 26. He7! Df5 Ekki gekk upp að þiggja hrókinn þar sem eftir 26. ...
Meira
Spurning: Ég þekki mann sem aldrei haggast þótt eitthvað bjáti á eða hann verði fyrir áföllum. Hann sýnir yfirleitt ekki tilfinningaleg viðbrögð, en hefur alltaf skynsamlegar skýringar á öllum hlutum og tekur því sem að höndum ber af yfirvegun.
Meira
Akranesvöllur, 3. umferð, laugardaginn 27. maí kl. 15.00. Dómari : Gylfi Þór Orrason. Aðstoðardómarar : Pjetur Sigurðsson og Einar Guðmundsson. ÍA : Uni Arge er meiddur og Stefán Þór Þórðarson ekki kominn frá Þýskalandi.
Meira
LEIKMENN knattspyrnuliðs ÍBV mæta snemma til höfuðborgarinnar vegna leiksins gegn Fram í Íslandsmótinu á sunnudagskvöldið. Eyjamenn verða mættir strax um hádegið í dag því í þeirra röðum er sannkallað fótboltabrúðkaup síðdegis.
Meira
BÚIÐ er að hanna og sauma sérstök vesti sem kylfusveinar og -meyjar skulu klæðast á stigamótum sumarsins. Á þau eru saumuð nöfn kylfinganna þannig að nú ætti að vera auðvelt að vita hver er að draga fyrir hvern.
Meira
EINHERJI frá Vopnafirði hefur dregið bæði meistaraflokkslið sín út úr Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þar af leiðandi eru nú aðeins fjögur lið eftir í D-riðli 3. deildar karla, sem leika fjórfalda umferð í stað þrefaldrar áður, og í C-riðli 1.
Meira
VALSMENN hafa sex stig eftir tvær umferðir í 1. deildinni í knattspyrnu, lögðu Tindastól 3:0 á Sauðárkróki í gærkvöldi og á sama tíma vann ÍR lið Skallagríms í Brogarnesi, 3:1.
Meira
GUÐJÓN Þórðarson mun stjórna Stoke-liðinu í leik gegn Liverpool í Stoke í sumar, 22. júlí. Stoke óskaði eftir vináttuleik við "Rauða herinn" og þáði Liverpool boðið.
Meira
HEIMKOMU Stefáns Þórs Þórðarsonar til knattspyrnuliðs Skagamanna seinkar að öllum líkindum. Stefán átti að spila síðasta leik sinn með Uerdingen í Þýskalandi um helgina og koma síðan heim, en þeim leik hefur nú verið frestað.
Meira
Keflavíkurvöllur, 3. umferð, mánudaginn 29. maí kl. 20.00. Dómari : Jóhannes Valgeirsson. Aðstoðardómarar : Eyjólfur Finnsson og Einar Örn Daníelsson. Keflavík : Eysteinn Hauksson er áfram meiddur en aðrir eru tilbúnir.
Meira
ALLS eru 440 íslenskir knattspyrnumenn og -konur samningsbundin sínum félögum og með fullgildan KSÍ-samning. Þar af eru 354 karlar og 39 konur með gildandi leikmannasamninga og til viðbótar eru 47 ungir leikmenn á svonefndum uppeldissamningum. Þetta er staðan samkvæmt nýjustu skráningu Knattspyrnusambands Íslands þann 24. maí.
Meira
Laugardalsvöllur, 3. umferð, sunnudaginn 28. maí kl. 20.00. Dómari : Eyjólfur Ólafsson. Aðstoðardómarar : Einar Sigurðsson og Gunnar Gylfason. Fram : Allir leikmenn heilir og tilbúnir í leikinn.
Meira
Ólafsfjarðarvöllur, 3. umferð, sunnudaginn 28. maí kl. 20.00. Dómari : Ólafur Ragnarsson. Aðstoðardómarar : Rúnar Steingrímsson og Guðmundur Jónsson. Leiftur : Ingi Hrannar Heimisson og Hörður Már Magnússon leikfærir eftir meiðsli.
Meira
INDIANA Pacers sigraði New York Knicks, 88:84, á heimavelli í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-körfuknattleiknum í fyrrinótt og hefur 2-0 yfir í viðureigninni.
Meira
BREIÐABLIKSMENN gera sér góðar vonir um að fá Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmann til að þjálfa lið félagsins í 1. deild næsta vetur. Pétur er án efa frægasti körfuknattleiksmaður landsins enda sá eini sem leikið hefur í NBA-deildinni.
Meira
FYRSTA mótið í mótaröð Golfsambands Íslands verður haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Alls verða mótin sex í mótaröðinni, sem nefnist Toyota-mótaröðin, eins og í fyrra. Í mótum þessum fá kylfingar stig eftir árangri og sá er flest stigin fær yfir sumarið verður stigameistari Íslands. Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja er núverandi stigameistari í karlaflokki og Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur í kvennaflokki.
Meira
RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, náði í dag besta árangri sem íslenskur fimleikamaður hefur náð, en Rúnar komst í 24 manna úrslit í fjölþraut á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Bremen í Þýskalandi. Rúnar varð í 19.
Meira
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands, FRÍ, hefur ákveðið að senda karla- og kvennalandsliðið til þátttöku í Evrópubikarkeppninni í Slóveníu 1. og 2. júlí, en svo getur farið að ekki verði sent fullskipað lið, þ.e. keppendur í allar greinar.
Meira
Stjörnuvöllur, 3. umferð, sunnudaginn 28. maí kl. 16.00. Dómari : Bragi Bergmann. Aðstoðardómarar : Sigurður Þór Þórsson, Pjetur Sigurðsson. Stjarnan : Friðrik Ómarsson í banni. Valdimar Kristófersson aftur með eftir meiðsli.
Meira
STÆRSTI leikur knattspyrnutímabilsins til þessa verður leikinn á Akranesi í dag þegar gömlu erkifjendurnir ÍA og KR eigast þar við. Þessum tveimur liðum hefur verið spáð efstu sætum Íslandsmótsins í sumar og viðureign þeirra í dag kemur til með að hafa mikil áhrif á hvernig deildin þróast næstu vikurnar.
Meira
Í GREIN, sem Odd Lindberg, fyrrverandi fiskieftirlitsmaður í Noregi, skrifar í sænska dagblaðið Dagens Nyheter, segir hann að margt sé athugavert við þær aðferðir sem notaðar eru við laxeldi í Noregi og jafnvel sé hætta á því að krabbameinsvaldandi efni...
Meira
SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað hefur gert samning við Sæplast hf. á Dalvík um kaup á þúsund 460L fiskikerum til notkunar um borð í Bjarti NK 121, ísfiskskipi Síldarvinnslunnar. Ómar Pétursson, sölustjóri Sæplasts hf.
Meira
Í tengslum við val dómnefndar Listahátíðar á 50 öndvegishúsum og merkilegum mannvirkjum, sem birtist í sérblaði með Morgunblaðinu í dag, var því beint til lesenda á síðastliðnum vetri að tilnefna öndvegishús eða merkileg mannvirki.
Meira
L jósmyndasýningin "Öndvegishús og merkileg mannvirki" er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Morgunblaðsins, Arkitektafélags Íslands og byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur.
Meira
Nýverið hratt lyfjafyrirtæki í Svíþjóð af stað auglýsingaherferð í þarlendum dagblöðum fyrir magamixtúru er það framleiðir. Yfirskrift herferðarinnar var "Takk Lúther!" og fylgdi með flennistór mynd af siðbreytingarmanninum.
Meira
Ái svo lengi dauður að skelin er kalk kindum tönnurnar duft en samt svo skammt að sjást götur þínar og garðar stiklum móa þína og mýrarrauða og vitundin um þig vísar okkur til hlutar í einhverju stærra gefur okkur rauðann með þér handan við hólinn og...
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 372 orð
| 1 mynd
SIGURDÍS Arnarsdóttir opnar sýningu á myndverkum sínum í Gallerí Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin er síðasta sýningin af fjórum í sýningaröðinni Myndlistarvor Íslandsbanka í Eyjum 2000.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1532 orð
| 1 mynd
Líkama sinn studdi hann við húsveggi, sálina við myrkrið. Og bar hægt fram götuna. Hvað var hann annars að vilja í þessari borg, þessari malbikuðu auðn steingrárra húsa? Hann, sem átti kyn sitt að rekja til grænna dala iðandi lífs.
Meira
Ofan kom Assúr með óvígan her, sem ísmöl að sjá bak við rjúkanda hver, blikuðu spjótin svo bjart og svo þétt sem bjarmi af stjörnum á Genezareth.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1017 orð
| 3 myndir
Flakk, eða sú sérstaka tilfinning að vera bæði heima og heiman, er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. Undirbúningurinn hefur staðið í tvö ár og miðast að því að kynna nýja strauma í alþjóðlegri myndlist fyrir Íslendingum. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR fór og skoðaði völundarhús listaverka fyrr í vikunni.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 57 orð
| 1 mynd
eða Kolonihaven er heitið á sýningu á byggingarlist sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningin er liður í Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og sameiginlegt framlag Arkitektafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur til Listahátíðar.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 44 orð
| 1 mynd
er maður nefndur í Þýzkalandi, en ekki er víst að lesendur kannist við nafnið. Virt listatímarit, Art - Das Kunstmagazin, hefur þó komist að þeirri niðurstöðu að hann sé "mikilvægasti" málari samtímans.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 792 orð
| 2 myndir
Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Jóhannesson unnu samkeppni um garðhús sem Arkitektafélag Íslands efndi til í sambandi við sýninguna á Kjarvalsstöðum.
Meira
Ég dvelst hér gömul, dagar mínir líða og dauðans finnst mér þreytandi að bíða. Því ekki er hlýtt í sundablænum svölum og sál mín þráir lausn frá tregans kvölum. Ég vildi ég ætti ennþá heima í Dölum!
Meira
"Ég á eftir að verða heilbrigður, hugsaði hann. Verða mikið skáld (...) Einn morguninn mundi hann vakna snemma. Þennan morgun mundi hann alt í einu vera heill heilsu."
Meira
Ungur án fyrirheits gekk hann götuslóða horfinna ára sem nútíminn hefur slett sementi með virðingu fyrir Vesturbænum Hann hefur þakkað það í öllum veðrum Aldrei var í hávegum haft að söðla um frá minningu: báta við bryggju særok við dagsbrún og rótgróna...
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 48 orð
| 1 mynd
Árið 2000 er nefnt júbíleum-ár í í kaþólskum sið. Um þetta heilaga ár skrifar Kristinn Pétursson og kemur þar fram að á þessu ári fá trúaðir fyrirgefningu synda sinna.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 970 orð
| 3 myndir
Á Litla sviði Borgarleikhússins verður forsýnt í kvöld á Listahátíð nýtt íslenskt leikrit, Einhver í dyrunum, eftir Sigurð Pálsson. Eftir æfingu á dögunum tók HÁVAR SIGURJÓNSSON höfundinn tali.
Meira
Hvað er þetta litla lóa, þú leikur alls kyns skrípalæti, ljóðar títt en gestum gefur gætur en jafnan létt á fæti, þér er vinan vængur gefinn, vors þinn söngur þykir bestur, ungum jafnt sem öldnum ertu Íslands þráði sumargestur.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1527 orð
| 2 myndir
Goethe og Kant voru þeir Þjóðverjar, sem höfðu mest mótunaráhrif í heimspeki og bókmenntum og listum á ofanverðri 18. öld og áfram. Þeir báðir mótuðu grundvöllinn að rómantísku stefnunni hvor á sinn hátt, þótt þeir báðir afneituðu henni og teldu hana vafasama og hættulega.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 28 orð
| 1 mynd
BANDARÍSKI afstraktlistamaðurinn Frank Stella fótar sig í höggmynd sinni "Chatal Huyuk". Verkið er unnið úr brotamálmi og er á sumarsýningu Konunglegu Listaakademíunnar í Lundúnum. Sýningin er stærsta samtímalistsýning...
Meira
RAGNAR Jónsson opnar sína sjöttu einkasýningu í tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými við Skógarhlíð, í dag, laugardag, kl. 14. Sýnd verða um tuttugu og fimm myndverk sem eru unnin á þessu ári og nokkur eldri verk, elsta frá 1995.
Meira
MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Til 1. nóv. Verk í eigu safnsins. Byggðasafn Árnesinga. Kirkjugripir og kirkjustaðir í Árnesþingi. Til 4. júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vaxmyndasýning. Til 30. sep.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 3363 orð
| 1 mynd
Júbileum er heilagt ár í kaþólskum sið, sk. helgiár sem haldið er aldarfjórðungslega í Róm í minningu frelsarans Krists. Á því ári fá trúaðir fyrirgefningu synda sinna. Hið fyrsta Júbileum var haldið í Róm árið 1300.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 714 orð
| 5 myndir
Þýzka listtímaritið Art - Das Kunstmagazin komst nýlega að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa fengið tilnefningar frá gagnrýnendum og listfræðingum víða úr heiminum, að Þjóðverjinn Gerhard Richter væri "mikilvægasti málari samtímans".
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1563 orð
| 1 mynd
Sjónvarpið fullkomnar engan mann heldur leiðir hömlulaust sjónvarpsgláp til þess að hugsunin glatar tilgangi sínum og draumlífið verður alrátt því það vísar ekki á neina raunveru.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 495 orð
| 1 mynd
Frank A. Rasmussen, Bent V. Rønne, Hans Chr. Johansen: Damp og diesel. Dansk søfarts historie 6. 1920-1960. Gyldendal, København 2000. 251 bls., myndir, kort, töflur, línurit.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1536 orð
| 8 myndir
Garðhúsabærinn, eða Kolonihaven, er heitið á sýningu á byggingarlist sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningin er liður í Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og sameiginlegt framlag Arkitektafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur til Listahátíðar. Sýningarstjórinn, Kirsten Kiser, segir SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR frá þessari einstaklega skemmtilegu hugmynd og hvaða tilgangi garðhúsin hafa þjónað, hér og erlendis í tímans rás.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 454 orð
| 1 mynd
SPURT er: Sótti Agatha Christie söguhetju sína, Hercule Poirot, í smiðju velsks rithöfundar, Frank Howel Evans að nafni, sem skrifaði fimm sögur um leynilögreglumanninn Poiret?
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 741 orð
| 2 myndir
Tónlistarmenn 21. aldar er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30 en tónleikarnir eru liður í dagskrá Listahátíðar. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR heyrði hljóðið í fjórum af tónlistarmönnum framtíðar.
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1519 orð
| 5 myndir
"Gullna hringinn" kalla Rússar nokkrar fornfrægar borgir sínar fyrir norðan og austan Moskvu: Vladimir, Súzdal, Ívanovo, Bogoljúbova, Jaroslavl og Rostov eru staðir sem hafa að geyma sum hinna merkustu mannvirkja Rússlands frá miðöldum.
Meira
Í dag komu svanirnir sunnan með sólskin í auga, syngjandi flugu þeir yfir hafflötinn víða, var ekki svalt yfir seltu og marbláum álum, ég veit að þið komuð að hugga, hugga og gleðja.
Meira
er yfirskrift tónleika sem Listahátíð stendur fyrir í Salnum annað kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir átti samtal við fjóra unga tónlistarmenn sem koma þar...
Meira
27. maí 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1224 orð
| 2 myndir
Á Sænsku leiklistardögunum í Hallunda 11.-15. maí kom Norræna leiklistar- og dansnefndin verulega við sögu. Fjögurra daga alþjóðleg ráðstefna um dramatúrgíu ól af sér fróðlegar umræður og skoðanaskipti. HÁVAR SIGURJÓNSSON fylgdist með og ræddi við Sverre Rødahl framkvæmdastjóra.
Meira
Fyssandi strengur af fjalli til hafs blikandi himni á blásna stjörnum firrta jörð frá ómuna til ætíðar öllu til einskis lindirnar rækar á rótasandi sundraður bogi biskupi drekkt og svipir okkar sökkva í flauminn högnhöfðinn yfir hljóður sem...
Meira
Á þeirri Listahátíð sem nú er gengin í garð er meðal annars brugðið ljósi á íslenzka byggingarlist með sérblaði því sem fylgir Morgunblaðinu, svo og sýningu sem opnuð hefur verið í Listasafni Reykjavíkur.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.