Greinar miðvikudaginn 31. maí 2000

Forsíða

31. maí 2000 | Forsíða | 147 orð

DUP á ný í héraðsstjórnina

FLOKKUR eindreginna sambandssinna á Norður-Írlandi ákvað í gærkvöld að taka þátt í endurreistri héraðsstjórn N-Írlands sem bresk stjórnvöld leystu frá völdum í febrúar sl. Meira
31. maí 2000 | Forsíða | 42 orð | 1 mynd

Framtíðin sýnd á Expo 2000

RISAVAXIN líkneski úr pappamassa sem tjá framtíðarsýn listamanna og tölvufræðinga verða til sýnis á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi sem verður opnuð á morgun. Meira
31. maí 2000 | Forsíða | 152 orð

OECD spáir 4,3% hagvexti í heiminum

EFNAHAGS- og framfarastofnunin (OECD) spáði því í gær að hagvöxturinn í heiminum yrði rúm 4% í ár og litlu minni á næsta ári. Meira
31. maí 2000 | Forsíða | 223 orð

Rússar ósáttir við ummæli forseta Lettlands

RÚSSAR hafa brugðist ókvæða við ummælum Vairu Vike-Freiberga, forseta Lettlands, í tímaritsviðtali sem birtist um síðustu helgi. Vike-Freiberga sagði m.a. Meira
31. maí 2000 | Forsíða | 322 orð | 1 mynd

Stjórnarkreppa yfirvofandi

Hagfræðingurinn Boguslaw Grabowski, sem var álitinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Póllands, kvaðst í gær ekki vilja taka við embættinu og dregur það úr líkunum á því að hægt verði að bjarga ríkisstjórninni sem riðar til falls vegna... Meira

Fréttir

31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 329 orð

1,5 milljónir í skaðabætur vegna gæsluvarðhalds

KONA, sem sat í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð árið 1989 vegna fíkniefnamáls, sem hún var síðar sýknuð af, hefur gert samkomulag við ríkið um að hún fái greiddar 1,5 milljónir króna í skaðabætur og 1,8 milljónir í málskostnað. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

1,7 milljónir til kvenna og barna

FULLTRÚAR Zontaklúbbanna á Íslandi afhentu 23. maí Kvennaathvarfinu í Reykjavík eina milljón króna, sem renna skal í sjóð til aðstoðar konum af landsbyggðinni, sem komast þurfa í athvarfið í Reykjavík vegna ofbeldis á heimili sínu. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Aðalfundur Íslensks erfðafjár

Á morgun, 1. júní, kl. 10 verður aðalfundur Íslensks erfðafjár haldinn á Þingborg í Flóa. Íslenskt erfðafé er félag áhugamanna um viðgang hreinhvíta fjárstofnsins frá Skriðuklaustri sem er nú á Efra-Steinholti við Egilsstaði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 238 orð

Aðgerðir til að bæta stöðu ríkisbréfa

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur falið Lánasýslu ríkisins að bjóða út viðskiptavakt með þrjá flokka spariskírteina og einn flokk ríkisbréfa. Er það gert í því skyni að bæta markaðsmyndun ríkisbréfa á eftirmarkaði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 21 orð

Afhenti trúnaðarbréf

ÓLAFUR Egilsson, sendiherra, afhenti hinn 25. maí sl. Kim Dae-jung, forseta Suður-Kóreu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Suður-Kóreu með aðsetri í... Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 263 orð

Alþjóðlegt útboð um varanlega hreinsun

NEFND þriggja ráðuneyta hefur lagt til við umhverfisráðherra að farið verði í alþjóðlegt útboð til að hreinsa alla olíu úr skipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Áhrif á stjórntæki véla staðfest

Í NÝJASTA tölublaði tímaritsins Flight International er því haldið fram að niðurstöður rannsóknar sem unnin var á vegum flugmálayfirvalda í Bretlandi staðfesti loksins að notkun farsíma um borð í flugvélum geti truflað flugleiðsögu- og mælikerfi vélanna. Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 495 orð | 1 mynd

Álitlegir kostir eru á heilbrigðissviðinu

STYRKUR Eyjafjarðarsvæðisins hvað varðar möguleika á fjar- og gagnavinnslu felst í almennt góðri þekkingu fólks á tölvunotkun, sem er grundvallaratriði gagnvart möguleikum til uppbyggingar fjar- og gagnavinnslu í framtíðinni. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Áströlsku auglýsingarnar báru árangur

UM 22% Íslendinga á aldrinum 18 til 69 ára reyktu daglega í upphafi ársins samkvæmt könnun sem Tóbaksvarnarnefnd lét gera í febrúar og mars. Aldrei hafa svo fáir reykt síðan mælingar hófust. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Barþjónar keppa um Lundúnaferð

FIMMTUDAGINN 1. júní næstkomandi munu barþjónar taka þátt í keppni sem fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum, á vegum Beefeater-umboðsins. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 204 orð

Bonsai-garðurinn opnaður í Hellisgerði

NYRSTI bonsai-garður heims verður opinn í Hellisgerði í Hafnarfirði í allt sumar. Garðurinn verður opinn frá 1. júní til 1. nóvember, virka daga frá kl. 15-22 og um helgar frá kl. 13-18. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð

Dagur aldraðra á Seltjarnarnesi

MESSA verður á degi aldraðra í Seltjarnarneskirkju kl. 11 fyrir hádegi 1. júní nk. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur í Reykjavík sem þjónustar einnig Hrafnistu í Hafnarfirði, predikar. Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 38 orð

Einsöngstónleikar

SIGURBJÖRG Gestsdóttir heldur einsöngstónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri föstudaginn 2. júní kl. 17. Tónleikarnir eru liður í lokaáfanga 6. stigs sem Sigurbjörg lauk nú í vor frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Endurfundir eftir 19 ár

FLESTIR töldu að Jose Martinez hefði verið myrtur ásamt þúsund öðrum þegar hann var sex ára 1981, við upphaf borgarastríðsins í El Salvador er stóð í 12 ár. En núna, nítján árum síðar, hefir Martinez, sem er orðinn 25 ára, fundið foreldra sína á ný. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Enginn hraðbanki á Seyðisfirði

LANDSBANKI Íslands starfrækir útibú í öllum byggðarkjörnum á Austurlandi með hraðbanka á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Enginn hraðbanki hefur verið á Seyðisfirði, þar sem Landsbankinn er einn banka með útibú. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Eþíópíumenn draga herinn til baka

EÞÍÓPÍUSTJÓRN tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að láta hersveitir sínar hverfa á brott frá ákveðnum svæðum í Erítreu en fregnir hermdu þó að bardagar héldu áfram samtímis því sem friðarviðræður stríðandi aðila hófust í Alsír. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Farþegum í innanlandsflugi fjölgar ört

UM hálf milljón farþega nýtti sér þjónustu innanlandsflugs á Íslandi á síðasta ári. Þetta svarar til þess að nálægt 1.400 farþegar hafi flogið innanlands dag hvern allt árið um kring, að meðaltali. Meira
31. maí 2000 | Landsbyggðin | 388 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið

BRAUTSKRÁNING nemenda Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á vorönn fór fram við hátíðlega athöfn á sal skólans föstudaginn 20. maí sl. Að þessu sinni brautskráð ust 62 nemendur: 31 stúdent af 8 mismunandi brautum. Meira
31. maí 2000 | Landsbyggðin | 161 orð | 1 mynd

FS útskrifar 51 stúdent

KEFLAVÍK - Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni á sal skólans á laugardaginn. Að þessu sinni voru brautskráðir nemendur 81 og þar af voru 51 sem lauk stúdentsprófi. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Fujimori lofar "sönnu lýðræði"

ALBERTO Fujimori, forseti Perú, lofaði í fyrrakvöld að koma á "sönnu lýðræði" í landinu og áréttaði að forsetakosningarnar á sunnudag hefðu verið lýðræðislegar þótt stjórnarandstaðan hefði sniðgengið þær. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fundað um nýja aðalnámskrá

NÁMSTEFNA um nýja aðalnámskrá framhaldsskólans verður haldin í húsnæði Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 2. júní nk. kl. 9 til 17. Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 88 orð

Fundur um kræklingarækt

KYNNINGARFUNDUR um kræklingarækt verður haldinn á Akureyri föstudaginn 2. júní nk. Að fundinum standa Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun. Á fundinum, sem stendur frá kl. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Fylgi japanska forsætisráðherrans hrynur

FYLGI Yoshiros Moris, forsætisráðherra Japans, hefur hrunið á þeim tæpu tveim mánuðum sem liðnir eru frá því hann tók við embættinu og er nú undir 20%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fyrirlestur um greiningu á steypuferli kísiljárns

MIÐVIKUDAGINN 31. maí, kl. 16, flytur Helgi Benediktsson fyrirlestur um meistaraprófsverkefni við verkfræðideild Háskóla Íslands, í stofu 157, VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Fyrsta skóflustunga tekin að nýrri fraktmiðstöð

BYGGING nýrrar fraktmiðstöðvar Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hófst formlega í gær, þegar Sigurður Friðriksson tók fyrstu skóflustunguna. Sigurður er starfsaldursforseti í flugvallar- og farþegaþjónustu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Gengið út í Örfirisey

Í kvöld, miðvikudagskvöld, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð út í Örfirisey. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með höfninni út á Eyjagarð. Þar verður skoðuð nýja aðstaðan fyrir olíuskipin. Gengið verður til baka um Hólmaslóð og Fiskislóð. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 699 orð | 1 mynd

Gera Reykjavík að syngjandi borg

Þórunn Björnsdóttir fæddist 5. mars 1954 í Kaupmannahöfn. Hún stundaði nám í tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1977 og hefur starfað óslitið við Kársnesskóla síðan. Þórunn er gift Marteini H. Friðrikssyni dómorganista og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Glatt á hjalla í Garðabæ

SUNNUDAGINN 14. maí sl. var mikil gleði í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð

Guðsþjónustur á uppstigningardag

GUÐSÞJÓNUSTA í kirkjunni kl. 14 á morgun, uppstigningardag, degi aldraðra. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Kór aldraðra syngur. Organisti Guðjón Pálsson. Kaffiveitingar fyrir eldri borgara í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Heildarmat 25 virkjunarkosta lagt fram haustið 2002

VERKEFNISSTJÓRN Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma stefnir að því að í fyrsta áfanga verði heildarmat á hagkvæmni og áhrifum 25 virkjunarkosta lagt fram haustið 2002 en samtals er gert ráð fyrir að metnar verði tæplega 100 virkjunarhugmyndir... Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Hringtorg mjókkuð vegna kristnihátíðar

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við breytingar á Vesturlandsvegi vegna umferðar á kristnihátíð á Þingvöllum í byrjun júlí. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 171 orð

Hvatt til banns við tóbaksauglýsingum

GRO Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sakaði í gær tóbaksframleiðendur um að beina auglýsingaherferðum sínum að börnum og unglingum og skapa þar með nýja kynslóð reykingafólks sem bíði ótímabær dauði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Jafnréttisstofa tekur til starfa úti á landi

SKRIFSTOFA jafnréttismála verður lögð niður og komið á fót Jafnréttisstofu, sem hafa mun aðsetur á landsbyggðinni. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að ekki hafi verið gengið endanlega frá því hvar á landsbyggðinni Jafnréttisstofa verði. Meira
31. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 483 orð

Keppt í Grafarvogi undir nafni Vals

ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Valur og Fjölnir hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um að stofna til formlegra viðræðna um sameiningu félaganna. Í yfirlýsingunni, sem var lögð fyrir borgarráð í gær, kemur m.a. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Komust í úrslit í keppni atvinnumanna í dansi

KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem keppa í samkvæmisdönsum fyrir Íslands hönd, náðu þeim frábæra árangri í Blackpool síðastliðinn mánudag, að komast í 7. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Kristján Jóhannsson tekur upp íslensk sönglög

KRISTJÁN Jóhannsson hefur undanfarna daga verið við upptökur í Salnum í Kópavogi og mun geisladiskur með flutningi hans á íslenskum sönglögum koma út í haust. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kvótaskerðing líkleg

NORSK-íslenski síldarstofninn er á niðurleið og talið er líklegt að kvótaskerðing muni eiga sér stað fyrir næsta fiskveiðiár. Heildarkvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári er 1.240.000 tonn, sem er 50. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kæra vegna ólöglegs forsetakjörs

HÆSTIRÉTTUR hefur tekið til meðferðar kæru stuðningsmanna Ástþórs Magnússonar vegna meints ólögmæts forsetakjörs. Að sögn Símons Sigvaldasonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, mun rétturinn leita leiða til að svara kærunni eins fljótt og kostur er. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 357 orð

Kært vegna málsmeðferðar Hæstaréttar

ÍSLENSKA ríkið hefur verið kært til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar Hæstaréttar í dómsmáli, þar sem sakborningur var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Lakasta vertíð í 30 ár

GERT er ráð fyrir að grásleppuveiðin á vertíðinni verði um 5.500 tunnur og þarf að fara aftur til ársins 1966 til að finna færri uppsaltaðar tunnur að aflokinni vertíð. Heildarveiðin nú er um 3. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

LEIÐRÉTT

Orgel Skálholtskirkju Ranghermt var í frétt um orgeltónleika í Skálholtskirkju í blaðinu í gær að orgel kirkjunnar hefði upphaflega verið gefið af danska ríkinu. Rétt er að það voru danskir góðvinir kirkjunnar sem gáfu hljóðfærið. Meira
31. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 177 orð | 3 myndir

Listasýning í Mýrarhúsaskóla

NEMENDUR Mýrarhúsaskóla héldu upp á 125 ára afmæli skólans á laugardaginn, með því að halda sýningu á myndum og munum sem þau hafa unnið í hand- og myndmennt. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð

Límtré kaupir hlut KB í Vírneti hf.

LÍMTRÉ hf. á Flúðum hefur keypt hlut Kaupfélags Borgfirðinga í Vírneti hf. í Borgarnesi, en félagið átti 50% hlutafjár. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 342 orð

Mikil eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu

ÆSKILEG fjölgun starfsfólks á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki mælst meiri í aprílmánuði. Samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í apríl fjölgaði starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu um 920, sem jafngildir 1,6% af vinnuaflinu þar. Meira
31. maí 2000 | Miðopna | 1143 orð | 2 myndir

Mikilvægt að fólk skilji hvað við erum að gera

Graham T. Blewitt er aðstoðarsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir lönd fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY) í Haag. Hann sagði í samtali við Óla Jón Jónsson að dómstóllinn hafi m.a. gegnt því hlutverki að skýra og skilgreina hugtök alþjóðlegs refsiréttar. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Mótið veltir 150 milljónum króna

VELTA hins norræna æskulýðsmóts, Menning og æska, sem fram fer hér á landi 21. til 28. júní nemur 150 milljónum króna. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á kynningarfundi sem haldinn var á Kjarvalsstöðum. 3. Meira
31. maí 2000 | Miðopna | 1668 orð | 3 myndir

Mun líta öðrum augum á lífið

Birna Júlíusdóttir var ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum stödd steinsnar frá flugeldageymslunni í Enschede í Hollandi þegar hún sprakk 13. maí. Hún missti aleiguna og má í raun teljast ótrúlega lánsöm að hafa sloppið ómeidd. Hún sagði frá reynslu sinni í samtali við Karl Blöndal. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Náttúrulegar blómaskreytingar

TVÖ námskeið í náttúrulegum blómaskreytingum verða haldin í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi á næstu dögum. Námskeiðin eru ætluð áhugafólki um blómaskreytingar. Fyrra námskeiðið verður sunnudaginn 4. júní og það síðara þriðjudaginn 6. júní. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Niðurstöður Samkeppnisstofnunar liggi fyrir í haust

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær, að tillögu Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, að fela Samkeppnisstofnun að rannsaka verðmyndun á matvörumarkaði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Norðmennirnir hafa forskot

NORÐMENNIRNIR Rune Gjeldnes og Torry Larsen, sem keppa að því að verða fyrstir til að ganga óstuddir þvert yfir Norður-Íshafið, meira en tvöfalda þá vegalengd sem Haraldur Örn Ólafsson pólfari lagði að baki, eru um 100 km á undan Frökkunum Rudolf Andre... Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Nýr hattur á flugturninn

UNNIÐ er að endurbótum á flugturninum í Vestmannaeyjum, m.a. hefur turninn allur verið klæddur að utan auk þess sem nýr hattur hefur verið smíðaður á hann. Nýi hatturinn er 25 fermetrar að gólffleti en sá gamli var 16 fermetrar. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Opið hús í Lambhaga 48

LAMBHAGINN, fyrsta stofnun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi, hefur verið starfrækt í 25 ár og í tilefni af því verður opið hús í Lambhaga 48 fimmtudaginn 1. júní frá kl. 14-17. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Plöntur vikunnar í Grasagarðinum

GRASAGARÐUR Reykjavíkur geymir fjölbreytt safn plantna: fjölærar jurtir, laukplöntur, sumarblóm, runna, klifurplöntur og tré. Í sýningarkassa við aðalinngang garðsins verða í sumar kynntar plöntur vikunnar. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 807 orð | 1 mynd

"Rússar aldrei verið sáttari en nú"

Rússnesk stjórnmál einkennast af vissum stöðugleika í augnablikinu og því er það mat Vjatsjeslav Níkonov að Mikhaíl Gorbatsjov muni eiga erfitt um vik með að afla nýstofnuðum sósíal-demókrataflokki sínum vinsælda. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 212 orð

Rannsóknir á harðkornadekkjum

NÝIÐN hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna frétta um skort á tilraunum fyrir harðkornadekk: ,,Harðkornadekk hafa verið í þróun frá árinu 1994. Síðan 1997 hefur framleiðsla þeirra verið í föstum skorðum hjá Sólningu. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 655 orð

Ráðherra vill greiða fyrir málinu ef fatlaðir hafa áhuga

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp mótmæla harðlega hugmyndum stjórnvalda um að leysa húsnæðisvanda fatlaðra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og byggðavanda Hríseyinga með því að flytja fatlað fólk til eyjarinnar. Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 82 orð

Safnasafnið á Svalbarðsströnd

LAUGARDAGINN 3. júní kl.14 verða opnaðar tvær nýjar sýningar á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Samfylkingin á Vestfjörðum

ÞINGMENN Samfylkingarinnar eru nú á ferð um Vestfirði. Í gær heimsóttu þeir fyrirtæki á Ísafirði, meðal annarra Póls hf., þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Í gærkvöldi var svo haldinn opinn þingflokksfundur á Hótel Ísafirði. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð

Samstarf um landfræðileg upplýsingakerfi rætt

MÁLSTOFA verður haldin um samstarf Edinborgarháskóla og íslenskra rannsóknarstofnana um GIS í dag, miðvikudaginn 31. maí, í húsnæði Fornleifastofunar Íslands að Bárugötu 3, Reykjavík. Dr. Andrew Dugmore og Dr. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Sauðburður aldrei gengið jafnvel í Grímsey

SAUÐBURÐUR hefur gengið með eindæmum vel hjá þeim hjónum Þorláki Sigurðssyni, oddvita Grímseyjarhrepps og útvegsbónda og Huldu Reykjalín. Þau eru með 19 kindur á fóðrum og þar af eru 17 ær. Þær báru allar í ár og fengu 38 lömb, þar af voru sjö... Meira
31. maí 2000 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Sauðburður langt kominn í Mýrdal

Fagradal -Sauðburður í Mýrdal hefur gengið víðast hvar vel þetta vorið og sums staðar langt kominn eða búinn og frjósemi í góðu meðallagi. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sjómannadagsblað Austurlands komið út

SJÓMANNADAGSBLAÐ Austurlands er komið út. Blaðið er boðið til kaups í öllum þéttbýliskjörnum á Austurlandi en utan fjórðungs er hægt að nálgast blaðið í bókaverslunum víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu verður blaðið m.a. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sjúkraliðar fá kjarabætur

SAMKOMULAG hefur náðst milli sjúkraliða og stjórnenda Landspítalans - háskólasjúkrahúss um endurröðun sjúkraliða í launaflokka, innan gildandi kjarasamninga, og fást með því nokkrar kjarabætur fyrir þá, sem taka gildi frá og með morgundeginum. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Stefnt að stofnun nýs landssambands

AUKAÞING Verkamannasambands Íslands samþykkti í gær tillögu um að stefna að sameiningu VMSÍ, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambands Íslands í eitt landssamband "ófaglærðra". Stefnt er að því að nýtt landssamband taki til starfa 15. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Stúlkan féll fram af svölum á 10. hæð

RANNSÓKN lögreglunnar í Kópavogi á tildrögum þess að rúmlega tvítug kona fannst látin fyrir framan fjölbýlishús við Engihjalla síðastliðinn laugardagsmorgun stendur enn yfir og eru ástæður atburðarins ekki ljósar. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 354 orð

Sýrland kaupir nýjar eldflaugar

SÝRLENDINGAR hafa eignast nýja, langdræga gerð Scud-flauga sem unnt er að skjóta langt innan úr landi á skotmörk í Ísrael. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Söfnun fyrir Torfa Lárus

VINIR og aðstandendur Torfa Lárusar Karlssonar, sem sl. föstudag fór í 17 klukkutíma skurðaðgerð á Landspítala, hafa undanfarið staðið að fjársöfnun fyrir hann og fjölskyldu hans. Meira
31. maí 2000 | Miðopna | 85 orð

Söfnun vegna hörmunganna í Enschede

Sprengingin í Enschede, laugardaginn 13. maí síðastliðinn, leiddi til þess að tvær íslensk-hollenzkar fjölskyldur misstu allar eigur sínar, hús, innbú og annað það sem manninum fylgir. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Torkennilegt dufl rekur á land

HELGARGESTUR á eyðibýlinu Fossi gekk fram á torkennilegan hlut í flæðarmálinu, um hundrað metrum sunnan við ós Fossár. Gerði hann lögreglunni á Sauðárkróki viðvart sem sendi menn þegar á staðinn. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Tómlegt æðarvarp á Ströndum

ÆÐARVARP við bæinn Húsavík á Ströndum er orðið tómlegt eftir að hópur hrafna hefur valdið miklum skaða og eyðilagt mikinn fjölda hreiðra undanfarna daga. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Tvö met slegin á leið til norðurpólsins

BRESKI loftbelgsfarinn David Hempleman-Adams sló tvö flugmet á mánudag þegar hann nálgaðist norðurpólinn í loftbelg sínum. Fyrri áfanganum náði hann þegar hann hafði flogið lengur einn síns liðs en nokkur annar breskur loftbelgsfari. Meira
31. maí 2000 | Erlendar fréttir | 985 orð | 1 mynd

Umbætur verða ekki keyptar

STJÓRNVÖLD í Moskvu og Vladímír Pútín forsætisráðherra beita nú miklum þrýstingi á íbúa dyntóttra héraða landsins og reyna að fá þá til að styðja stefnumótun Kremlar. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 930 orð | 2 myndir

Umhverfisráðherra hefur efasemdir um friðun hrafnsins

Æðarvarp við bæinn Húsavík á Ströndum er ekki nema svipur hjá sjón eftir að tugir hrafna gerðu aðsúg að því. Eiríkur P. Jörundsson og Ragnar Axelsson skruppu á Strandir í gær, kynntu sér ástandið og ræddu við Matthías æðarbónda. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Vantar um 370 sjúkraliða á landinu

MIKILL skortur er á sjúkraliðum á landinu ef marka má könnun sem landlæknisembættið lét framkvæma á síðasta ári. Heildarfjöldi stöðuheimilda fyrir sjúkraliða á landinu öllu er 1.364 en könnunin leiðir í ljós að af þeim sitja sjúkraliðar í aðeins 994. Meira
31. maí 2000 | Landsbyggðin | 181 orð

Vel gengur að selja sushi-rétti Sindrabergs

Ísafirði - Sindraberg ehf. á Ísafirði, sem framleiðir frosið sushi, á nú í viðræðum við erlenda aðila um sölu og dreifingu á framleiðslu fyrirtækisins og er gert ráð fyrir að útflutningur geti hafist á næstu vikum. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Verða notaðar til uppgræðslu lands

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skilaði hátt í tveimur tonnum af gömlum símaskrám úr Ráðhúsinu og öðrum borgarstofnunum við táknræna athöfn sem haldin var við Landssímahúsið á Austurvelli í gær. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Vélar og verkfæri skemmdust í eldsvoða

ALLT tiltækt slökkvilið í Reykjavík var kallað út síðdegis í gær vegna elds í húsnæði fyrirtækisins Austness við Fiskislóð 90. Lögregla lokaði götum í nágrenninu til að slökkvilið kæmist að brunahönum. Meira
31. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 532 orð | 2 myndir

Vilja reka knattspyrnuhúsið við Víkurveg

FORMENN Vals og Fjölnis segja hugsanlega sameiningu félaganna koma til með að styrkja þau bæði, sem og flýta uppbyggingu íþróttasvæða og mannvirkja í Grafarvoginum. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Viljayfirlýsing um sameiningu

ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Valur og Fjölnir í Reykjavík hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um að stofna til formlegra viðræðna um sameiningu. Í yfirlýsingunni kemur m.a. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vormarkaður í Kópavogi

HINN árlegi blóma- og kökumarkaður Kvenfélagasambands Kópavogs verður fyrsta föstudag í júní, sem að þessu sinni ber upp á 2. dag mánaðarins. Eins og áður verður hann á stéttinni við Hamraborg 14 frá kl. 10 og fram eftir degi. Meira
31. maí 2000 | Innlendar fréttir | 243 orð

Yfirlýsing um verðmat var óheppileg

YFIRLÝSING forstjóra Landssímans um mat á verðmæti fyrirtækisins var ekki heppileg, að mati Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Búnaðarbankinn Verðbréf setti fram verðmatið í hálffimm-fréttum sínum í fyrradag og hljóðaði það upp á 42-70 milljarða... Meira
31. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 236 orð | 1 mynd

Þróun íslenskrar utanríkisþjónustu í 60 ár

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra opnaði í vikunni ljósmyndasýningu um sögu utanríkisþjónustunnar í Amtsbókasafninu á Akureyri. Við sama tækifæri hélt utanríkisráðherra fyrirlestur um utanríkisþjónustuna og utanríkismál Íslands og kom þar víða við. Meira

Ritstjórnargreinar

31. maí 2000 | Staksteinar | 408 orð | 2 myndir

Listahátíð í Reykjavík

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra skrifar á vefsíðu sinni um Listahátíð í Reykjavík í tilefni af því að hún hófst laugardaginn 20. maí. Meira
31. maí 2000 | Leiðarar | 655 orð

ÞJÓÐFÉLAG ÁN VANDAMÁLA

Stundum hefur verið haft á orði, að þjóðfélag okkar Íslendinga og nokkurra annarra þjóða í okkar heimshluta væru þjóðfélög, þar sem ekki væri við nein vandamál að stríða í samanburði við þann vanda, sem flestar þjóðir heims standa frammi fyrir. Meira

Menning

31. maí 2000 | Menningarlíf | 142 orð

10. bekkingar fá bókagjöf

ALLIR 10. bekkingar fá bókagjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og Prentsmiðjunni Odda í tilefni útskriftarinnar. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 77 orð

Bertelsmann gefur út Blíðfinn

Þýska bókaforlagið Bertelsmann mun gefa út barnabókina Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson haustið 2001. Að sögn Snæbjörns Arngrímssonar hjá Bjarti, sem gefur Blíðfinn út hérlendis, hefur Bertelsmann lofað mikilli kynningarherferð. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Borgarfjölskyldan í Odda

TÍU verk íslenskra listamanna eru nú tíl sýnis í Odda í tengslum við menningarverkefni Háskólans, Opinn háskóli - borgarfjölskyldan. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 73 orð | 3 myndir

Brugðið á leik í blíðunni

LISTANEMAR af öllum stærðum og gerðum brugðu á leik í góðviðrinu í miðbænum um helgina á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 220 orð | 2 myndir

Cruise er fátt ómögulegt

"VERKEFNI lokið", hugsar hinn smái en knái Tom Cruise eflaust þessa dagana. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 389 orð | 1 mynd

Dómur götunnar

Anil's Ghost, skáldsaga eftir Michael Ondaatje. Bloomsbury gefur út 2000. 307 síður, kostaði 3.495 kr. í Eymundsson í Kringlunni. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 1216 orð | 4 myndir

Dulúð og drama tónskáldanna

Caput-tónlistarhópurinn frumflytur fimm íslensk verk í Salnum í Kópavogi í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir hitti forsvarsmenn hópsins og tvö tónskáld sem sögðu henni frá spennandi efnisskránni. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 473 orð | 1 mynd

Eitt af þremur stærstu leikhúsum landsins

FLUGFÉLAGIÐ Loftur, Leikfélag Íslands og Hljóðsetning tilkynntu í gærmorgun um samruna fyrirtækjanna þriggja í eitt fyrirtæki á sviði afþreyingar og menningar; Leikfélag Íslands. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 305 orð

Fley fáránleikans við Reykjavíkurhöfn

"SHIP of Fools" - fley fáránleikans er eitt af fjölmörgum skemmtiatriðum, sem verða í boði á Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn helgina 3. og 4. júní nk. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 1290 orð | 1 mynd

Hallgrímur á heima á 101

Kvöldið í kvöld er æsispennandi fyrir aðstandendur kvikmyndarinnar 101 Reykjavík. Það er komið að frumsýningu. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti manninn á bak við söguna, skáldið Hallgrím Helgason, á kaffistofu í miðju póstnúmeri 101 og ræddi við hann um myndina, lífið og tilveruna. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 371 orð | 1 mynd

Hátíðarsýning handrita við árþúsundamót

Á ÁRNASTOFNUN í Árnagarði við Suðurgötu verður opnuð sýning á fornum handritum á morgun, fimmtudag, kl. 14. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 2 myndir

Hlakkar til að koma til Íslands

SVIÐIÐ, sem tónlistarmaðurinn Elton John mun nota á tónleikum sínum hér á landi á morgun, er í óða önn að fá á sig mynd á Laugardalsvelli, en þar munu tónleikarnir fara fram. Meira
31. maí 2000 | Tónlist | 570 orð

Hratt flýgur sveiflustund

Jóel Pálsson tenórsaxófón, Árni Heiðar píanó, Valdimar Kolbeinn bassa og Matthías Hemstock trommur. Sunnudagskvöldið 28. maí. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 639 orð | 1 mynd

Hrátt og hressilegt rokk

UM MIÐBIK áttunda áratugarins kom fram á sjónarsviðið skemmtileg stúlkusveit að austan sem kallaði sig Dúkkulísurnar. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 983 orð | 3 myndir

Húlahringir og endalaus hamingja

Flestir hafa leikið sér með leikföng. Silja Björk Baldursdóttir rakst á bókina Toys for a Lifetime og rifjaði upp kynni sín af æskuleikföngunum og kynntist um leið öðrum nýjum. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Ísfirskur píanóleikari í Hömrum

HÓLMFRÍÐUR Sigurðardóttir píanóleikari heldur tónleika í Hömrum á Ísafirði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru m.a. sónata eftir Mozart, ljóðalög eftir Grieg, lög eftir Liszt, Rachmaninoff og Kabalevsky. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 626 orð | 1 mynd

Íslendingar brenndir lifandi án réttarheimilda

Í NÝÚTKOMINNI doktorsritgerð Ólínu Þorvarðardóttur þjóðfræðings, "Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum", er því haldið fram að meginþorri þeirra Íslendinga sem brenndir voru á báli á 17. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 241 orð

Katrín Sigurðardóttir hlýtur styrk

AFHENDING úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur á sviði myndlistar var afhentur við opnun sýningarinnar Garðhúsabærinn í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, laugardaginn 27. maí sl. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 149 orð | 2 myndir

Miðvikudagur 31.

Miðvikudagur 31. maí. M-2000 Söguveisla í Sögusetrinu á Hvolsvelli Sögusetrið á Hvolsvelli er brautryðjandi í að tengja saman sögu og atvinnulíf og hefur byggt upp menningarlega ferðaþjónustu með Njáls sögu í öndvegi. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 57 orð

Myndbönd í LÍ

Á SÝNINGUNNI Nýr heimur - Stafrænar sýnir sem stendur yfir í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi, er sýnt úrval íslenskra og erlendra myndbandsverka í sal 2. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Myndir af lífi fólks fyrr á tímum

BJARNI Jónsson listmálari hefur opnað sína árlegu sýningu í Eden í Hveragerði á litlum olíu- og vatnslitamyndum. Viðfangsefni Bjarna eru flest úr lífi og starfi fólks til sjávar og sveita fyrr á tímum. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 906 orð | 2 myndir

Prinsessur í einn dag

Í kvöld verður einleikurinn Bannað að blóta í brúðarkjól frumsýndur í Kaffileikhúsinu. Birgir Örn Steinarsson, sem aldrei hefur verið boðið í brúðkaupsveislu, hitti höfund, leikstjóra og einleikara verksins eftir vel heppnaða æfingu á mánudagskvöldið. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 309 orð

Sagan í landslaginu

MÁNUDAGINN 5. júní hefst sumarnámskeið fyrir börn sem nefnist Sagan í landslaginu - náttúra, búseta, minjar og list og er byggt upp sem ferðalag í fortíð, nútíð og framtíð. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 103 orð

Síðustu sýningar

Þjóðleikhúsið Landkrabbinn SÝNINGUM á leikriti Ragnars Arnalds, Landkrabbinn, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, fer fækkandi og verða lokasýningar 3., 7. og 14. júní. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Skylmingar og tangó

SÖMU kvikmyndirnar slást um toppsætið í þessari viku og þeirri síðustu. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 185 orð

Smásagnasamkeppni tíu ára barna

Vegna tíu ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna efndi umboðsmaður barna í samvinnu við Ríkisútvarpið til smásagnasamkeppni meðal allra tíu ára barna í landinu. Um það bil fjögurhundruð sögur bárust og valdi dómnefnd tuttugu sögur. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 282 orð

Stórverslanir taldar skaða bóksölu

VINSÆLDIR stórverslana á tíunda áratugnum hafa ýtt undir vinsældir metsölubóka á kostnað þeirra ritverka sem síður seljast, en talin eru búa yfir auknu bókmenntalegu gildi, að því er nýleg könnun á vegum bandaríska rithöfundasambandsins, "The... Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 83 orð

Sýning framlengd

Þjóðarbókhlaðan Gestasýning frá Bremen í Þjóðarbókhlöðu verður framlengd til sunnudagsins 4. júní í tilefni sjómannadagsins. Sýningin ber yfirskriftina Klerkar - kaupmenn - karfamið: Íslandsferðir Brimara í 1000 ár. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Söngglöð ungmenni

KÓRARNIR, sem taka þátt í norræna barnakóramótinu Norbusang, streymdu til Reykjavíkur í gær en mótið hefst í kvöld. Alls kemur á tólfta hundrað barna frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku við sögu. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 30 orð

Söngsveitin Drangey á Hólmavík

SÖNGSVEITIN Drangey heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 3. júní kl. 16. Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjarnardóttir og undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 265 orð

Tónlist Jóns Leifs og norræn goðafræði

Hinn 5., 6. og 7. júní nk. verður á vegum Opins Háskóla, menningarborgarverkefnis Háskóla Íslands, haldið námskeið um tónlist Jóns Leifs og norræna goðafræði í tilefni af heimsfrumsýningu á Baldri, verki Jóns Leifs. Námskeiðið fer fram frá kl. 20.00-22. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 716 orð | 1 mynd

Tregi og hljóðlát gleði

Tónleikar Cesariu Evoru og tíu manna hljómsveitar hennar á Hótel Íslandi sl. mánudagskvöld. Áhorfendur um 800. Meira
31. maí 2000 | Fólk í fréttum | 380 orð | 1 mynd

Vefarinn mikli

Weaving the Web: The Original Design and Ultimate Destiny of the World Wide Web by its Inventor, bók eftir Tim Berners-Lee. Harper San Francisco gefur út. 226 síður innbundin. Kostaði um 1.500 kr. hjá Amazon á Netinu. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 639 orð

Vorkliður

Í kórnum eru 45 söngmenn og tveir félagar sungu einsöng með kórnum, þeir Magnús Friðriksson tenór og Steinþór Þráinsson barítón. Meira
31. maí 2000 | Menningarlíf | 1344 orð | 5 myndir

Whitney tvíæringur víkkar sjónmálið

Myndlistatvíæringur Whitney-safnsins í New York stendur nú yfir, ári seinna en ella. Þetta er í fyrsta sinn sem utanaðkomandi sýningarstjórar eru fengnir til verksins og aldrei hefur kynjahlutfall í hópi sýnenda verið svo jafnt. Hulda Stefánsdóttir segir frá tvíæringnum sem reyndi að verða umdeildur og ögrandi en ákvað svo að vera léttur og leikandi. Meira

Umræðan

31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 31. maí, verður sextug Ingibjörg G uðjónsdóttir, Þórufelli 12, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum laugardaginn 4. júní kl. 15 í Félagsmiðstöðinni Aflagranda... Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Á morgun, fimmtudaginn 1. júní (uppstigningardag) verður sjötíu og fimm ára Arnbjörn Kristinsson, bókaútgefandi í Setbergi . Eiginkona hans er Ragnhildur Björnsson, flugfreyja og snyrtifræðingur . Þau hjónin dveljast nú í... Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 44 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 1. júní verður sjötíu og fimm ára Lilja Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum, fyrrverandi kennari og organisti, Gröf, Mið-Dölum, Dalasýslu . Eiginmaður hennar er Hjörtur Einarsson, bóndi . Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd

Arftakarnir

Hvenær skyldi hinn almenni flokksmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr Sverrir Her-mannsson, átta sig á hvernig komið er og strjúka af augum sér blekkingarmóðuna? Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Mosfellsskirkju 20. apríl sl. af sr. Jóni Þorsteinssyni Jóhanna Guðmundsdóttir og Steingrímur Bjarnason. Heimili þeirra er í Veghúsum... Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. apríl sl. af sr. Sigurði Jónssyni, Odda Rang árvöllum, Ásta M. Sigurðardóttir og Lárus Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Litlagerði 11,... Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Seljakirkju af sr. Valgeir Ástráðssyni Bjarney Ólafsdóttir og Daníel Thor Helgason. Heimili þeirra er í Jóruseli... Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 783 orð

Er Tjörnin orðin öskuhaugar Reykvíkinga?

ÉG fer oft niður að Tjörn að gefa öndunum og það er skelfilegt að sjá hvernig Tjörnin er orðin. Hún er full af alls konar drasli. Þarna eru myglaðir brauðafgangar, flöskur, glös, plastbakkar undan mat, ruslapokar og hvaðeina fljótandi um. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 481 orð | 2 myndir

Fagleg ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar eru vel menntuð stétt, segja Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Cecilie B. Björgvinsdóttir, sem vinnur að jafnaði við erfiðar aðstæður á öllum tímum sólarhringsins, alla daga ársins. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 893 orð

Leikskáldin í leikhúsinu

"Umræðan um þróun íslenskrar leikritunar beinist iðulega að uppgötvun nýrra höfunda." Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 117 orð

MIÐVIKUDAGUR

Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang, eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt, því svona hefir það verið og þannig er það. Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Opið hús í Waldorfskólanum Lækjarbotnum

SÍÐASTLIÐINN laugardag, 13. maí, brá ég mér í Waldorf-skólann í Lækjarbotnum þar sem boðið var í Opið hús. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 990 orð | 1 mynd

Rannsóknir á snusi

Greinarhöfundur mælir engan veginn með notkun sænsks munntóbaks, segir Víðir Ragnarsson, við þá sem ekki eru þegar háðir nikótíni. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Reyklaus dagur

Í dag er 31. maí - reyklausi dagurinn, segir Þuríður Backman. Það er góður dagur fyrir þá sem reykja til að ákveða að hætta. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin brást hlutverki sínu

Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á málum, segir Rannveig Guðmundsdóttir, að verðbólga háir vextir, afföll af húsbréfum og gífurlegur viðskiptahalli ógna nú fjárhagsstöðu hvers einasta heimilis í landinu. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 1026 orð | 1 mynd

Sagan af Bergljótu og mér

Hugmyndir eru ósköp lítils virði, segir Gerður Kristný, án framkvæmda. Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 484 orð

SLYS vegna lausagöngu búfjár eru árviss...

SLYS vegna lausagöngu búfjár eru árviss og gerast eðlilega einkum að sumarlagi. Fram kom í fréttum um helgina að þeim hefur farið nokkuð fjölgandi og eru ástæ ður eflaust ýmsar. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Trúboðið í Breiðagerði

Það er í sjálfu sér ekki stórt mál þó kristin fræði séu kennd, segir Jóhann Björnsson, en þegar fræðin eru orðin að trúarlegri innrætingu er komin ástæða til að hafa áhyggjur. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Vitum við hvað unglingarnir okkar eru að hugsa?

Hverjar ætli séu ástæður þess, spyr Arna Björk Gunnarsdóttir, að unglingar hópa sig saman í miðbænum í misjöfnu ásigkomulagi? Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 486 orð | 1 mynd

Vínarbrauð

EFTIR því sem ég kemst næst er vínarbrauð upprunnið í Danmörku og hafa Íslendingar vafalaust komist í kynni við það hjá þeim Dönum sem hér bjuggu, en nokkrir danskir bakarar störfuðu hér. Danir eru duglegir við að baka það eins og Íslendingar. Meira
31. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 244 orð

Yfir strikið

ÞAÐ koma stundir þar sem jafvel hinir rólegustu og hljóðlátustu einstaklingar geta ekki á sér setið, heldur verður þörfin til að rísa upp til að tjá skoðanir sínar öllu öðru yfirsterkari. Meira
31. maí 2000 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Þjáist ritstjóri af hugmyndaskorti?

Það er ótrúlegt að nokkur fullorðin manneskja skuli leyfa sér annan eins stuld á verki, segir Bergljót Arnalds, og sorglegt þegar um er að ræða fólk, sem titlar sig rithöfunda að ég tali nú ekki um ritstjóra. Meira

Minningargreinar

31. maí 2000 | Minningargreinar | 1114 orð | 1 mynd

BRYNDÍS ERNA GARÐARSDÓTTIR

Bryndís Erna Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1960. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Garðar Óskarsson, sjómaður og bifvélavirki, f. 27. júlí 1927, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2000 | Minningargreinar | 1155 orð | 1 mynd

GERÐUR BRYNHILDUR ÍVARSDÓTTIR

Gerður Brynhildur Ívarsdóttir (Jellý) var fædd í Reykjavík 16. september 1936. Hún lést á Landspítalanum v/Hringbraut 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnlaug Guðmundsdóttir frá Stykkishólmi og Ívar Gíslason frá Gaulverjabæjarhreppi. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2000 | Minningargreinar | 1253 orð | 1 mynd

Guðmunda Guðbjörg Guðmundsdóttir

Guðmunda Guðbjörg (Gúa) Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 26. desember 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað að kvöldi 22. maí síðastliðinn. Guðmunda var dóttir hjónanna Guðmundar Finnbogasonar, f. 24. 12. 1863, d. 29. 9. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2000 | Minningargreinar | 932 orð | 1 mynd

Jón Guðni Hafdal

Jón Guðni Hafdal fæddist á Siglufirði 8. maí 1935, en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lést á Landspítalanum 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigdís Helga Jónsdóttir verkakona, f. í Hafnarfirði 22.6. 1917. d. 25.10. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2000 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

MARTA SVAVARSDÓTTIR

Marta Svavarsdóttir fæddist á Akureyri 9. mars 1928. Hún lést 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Selma Guðmundsdóttir og Svavar Friðriksson. Marta giftist 13. júlí 1949 Jóhannesi Guðmundssyni, f. 1. júlí 1928. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 2.2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 385 orð

Afkoman mun betri en á sama tíma í fyrra

AFKOMA af reglulegri starfsemi Tanga hf. á Vopnafirði var mun betri fyrstu 3 mánuði yfirstandandi árs en á sama tímabili árið á undan samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Besti dagur í sögu Nasdaq

GÆRDAGURINN var sá besti í sögu Nasdaq-hlutabréfavísitölunnar. Í lok dags hafði hún hækkað um tæplega 8%. Hækkunin var í stigum talið 254,69 og endaði vísitalan í 3.459,80. Meginskýringin fólst í gríðarlega miklum viðskiptum með bréf tæknifyrirtækja. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Bjart yfir dönsku efnahagslífi

UPPGANGUR hefur verið í efnahagslífi margra landa í Evrópu og Danir hafa notið góðs af því, segir danska blaðið Politiken . Hagfræðingar gera nú ráð fyrir meiri hagvexti í Danmörku í ár en þeir höfðu áður spáð eða um 2,1%. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 688 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.05.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FAXAMARKAÐURINN Karfi 20 20 20 641 12.820 Keila 16 16 16 104 1.664 Langa 86 10 65 102 6.662 Lýsa 16 16 16 68 1.088 Rauðmagi 71 71 71 76 5. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 369 orð

Hætta á harkalegri lendingu

"HÆTTA hefur aukist á að skyndilega muni þurfa að dragast saman í efnahagslífinu til að minnka verðbólgu og ná henni niður á sama stig og er erlendis. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 840 orð | 1 mynd

Lánasýsla ríkisins býður út viðskiptavakt

FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, hefur falið Lánasýslu ríkisins að bjóða út viðskiptavakt með þrjá flokka spariskírteina og einn flokk ríkisbréfa í því skyni að bæta markaðsmyndun ríkisbréfa á eftirmarkaði. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Reglur um stjórnskipan fyrirtækja

STJÓRNSKIPAN fyrirtækja nefnast reglur sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa látið þýða. Reglurnar eru samdar af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og nefnast á ensku "corporate governance". Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 358 orð

Segja WAP-síma ónothæfa

ÞAÐ má heita ansi algengt að ný tækni verði oft fyrir mikilli gagnrýni, segir í grein í Politiken . Og nýjasta gerð farsíma, svokallaðir WAP-farsímar, sem gefa kost á nettengingu, hafa ekki sloppið við slíkt. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Styrkir sóknina með WAPorizer hugbúnaðinn

DÍMON hugbúnaðarhús ehf. og breska hugbúnaðarfyrirtækið Virtual State Productions Ltd. hafa gert með sér samning um samstarf á sviði samskipta- og tölvutækni. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Úrvalsvísitalan hækkar

Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu alls um 206 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 97 milljónir króna og húsbréf fyrir um 109 milljónir króna. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Veitir þjónustu við rekstur tölvukerfa

STOFNAÐ hefur verið í London tölvuþjónustu- og ráðgjafarfyrirtækið Plexos Ltd. og er markmið fyrirtækisins að veita íslenskum sem og breskum fyrirtækjum þjónustu við rekstur tölvukerfa í Bretlandi. Plexos Ltd. Meira
31. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.5.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

31. maí 2000 | Fastir þættir | 184 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Landsliðspörin í efstu sætunum á vormóti Bridssambandsins Vormót BSÍ - 24 para keppni í tveimur riðlum - fór fram í Bridshöllinni í Þönglabakka um helgina. Spiluð voru 110 spil á þremur dögum í tveimur sjálfstæðum riðlum, 10 spil á milli para. Meira
31. maí 2000 | Fastir þættir | 364 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Áttlitir sjást alltaf annað veifið við spilaborðið, en áttlitur vesturs er svolítið óvenjulegur, því þar trónir nían á toppnum! Spilið er frá Vormóti BSÍ um síðustu helgi: Norður gefur; AV á hættu. Meira
31. maí 2000 | Í dag | 1212 orð | 1 mynd

Dagur aldraðra

"Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði. Þeir fóru og prédikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum, sem henni fylgdu." (Mark. Meira
31. maí 2000 | Í dag | 695 orð

Dagur aldraðra.

Dagur aldraðra. Uppstigningardagur. ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borgurum boðið í samsæti í safnaðarheimilinu eftir messu. Drengjakór Kársnesskóla syngur. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Meira
31. maí 2000 | Dagbók | 905 orð

(Fil. 2, 3.)

Í dag er miðvikudagur 31. maí, 152. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. Meira
31. maí 2000 | Fastir þættir | 1837 orð

Héraðssýning kynbótahrossa í Víðidal

Stóðhestar - 6 vetra og eldri 1. Huginn frá Haga I, eig.: Ernir K. Snorrason, f.: Sólon, Hóli, m.: Vænting, Haga, sköpulag: 7, - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,0 - 8,5 = 7,84, hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 10,0 - 9,0 - 8,0 = 9,05 a.e.: 8,57, kn. Meira
31. maí 2000 | Fastir þættir | 51 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli alþjóðlega meistarans Mikhail Kozakov (2426) frá Úkraínu, hvítt, og landa hans, stórmeistarans Andrei Maksimenko (2495) í B-flokki minningarmóts Steins sem haldið var í Lvov í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 24.Hxc6! Rxc6 25. Meira
31. maí 2000 | Fastir þættir | 612 orð | 1 mynd

Tvær stjörnur ásamt fjölda góðra hrossa

TVÆR stjörnur og urmull góðra hrossa er það sem stendur upp úr að lokinni héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal í Reykjavík. Meira

Íþróttir

31. maí 2000 | Íþróttir | 88 orð

Auðun fær launahækkun

Auðun Helgason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fær verulega launahækkun við að fara frá Viking Stavanger til Lokeren í Belgíu en þar skrifaði hann í gær undir fjögurra ára samning. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 229 orð

CHOI Kuok-kun, knattspyrnudómari frá Macao ,...

CHOI Kuok-kun, knattspyrnudómari frá Macao , hefur verið settur í lífstíðarbann í heimalandi sínu. Choi réðst á leikmann Hong Kong , sem hann hafði vísað af velli í leik Macao og Hong Kong um helgina. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Erfitt verkefni Ólafsfirðinga

FJÓRÐA umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu hefst í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Leiftursmönnum á KR-vellinum. Þetta er fyrsti leikur Íslands- og bikarmeistaranna á eigin heimavelli í ár en sem kunnugt er léku þeir heimaleikinn gegn Keflavík í 2. umferð á Laugardalsvellinum. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 1661 orð

Fara aðeins níu eins og til Atlanta?

NÚ eru þrír og hálfur mánuður þar til Ólympíuleikarnir í Sydney verða settir. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

FATIH Terim hefur verið ráðinn þjálfari...

FATIH Terim hefur verið ráðinn þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Fiorentina og tekur hann við starfi Giovanni Trappatoni . Terim hefur þjálfað lið Galatasaray á Tyrklandi undanfarin ár og hefur náð frábærum árangri með liðið. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 160 orð

Gott að sleppa Makedóníuferð

Það er auðvitað viss léttir að losna við að spila í Makedóníu. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 132 orð

Helgi til liðs við Ulm

HELGI Kolviðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við þýska félagið Ulm sem féll naumlega í 2. deild í vor. Kaupverðið er 30 milljónir króna. Helgi hefur tvö undanfarin ár leikið með Mainz í 2. deildinni. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 241 orð

- Íslendingar unnu Tékka, 25:22, í Prag

Íslendingar báru sigurorð af Tékkum, 25:22, í vináttulandsleik í handknattleik sem fram fór í Prag í gær. Íslendingar höfðu undirtökin í leiknum allan tímann og leiddu í leikhléi, 13:11. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 31 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla (Landssímadeildin): KR-völlur:KR...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla (Landssímadeildin): KR-völlur:KR - Leiftur 20 2. deild karla: Selfoss:Selfoss - HK 20 Varmá:Afturelding - Leiknir R. 20 3. deild karla: Grindavík:GG - Haukar 20 Djúpivogur:Neisti - Huginn/Höttur 20 Helgafellsv. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 124 orð

KR-völlur, 4.

KR-völlur, 4. umferð, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.00. Dómari : Garðar Örn Hinriksson. Aðstoðardómarar : Ólafur Ragnarsson og Einar Sigurðsson. KR : Allir leikmenn liðsins eru heilir og tilbúnir í slaginn. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 360 orð | 2 myndir

Makedónía fékk harðorða aðvörun í apríl

ÞAÐ voru atvik í úrslitaleik Kometal Skopje frá Makedóníu og Hypo Niederösterreich frá Austurríki í Evrópukeppni meistaraliða kvenna sem fram fór í Skopje á laugardaginn sem leiddu til þess að EHF ákvað að báðir leikir Íslands og Makedóníu skyldu leiknir á Íslandi. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 111 orð

New York svarar fyrir sig

EFTIR tvo tapleiki New York Knicks í Indianapolis, og meiðsli hjá hverjum leikmanni liðsins á fætur öðrum, voru flestir á því að leikmenn liðsins yrðu auðveld bráð fyrir Pacers í úrslitaviðureign austurdeildarinnar. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 497 orð

Reynt að koma landsliðinu strax heim

REYNT verður að koma íslenska karlalandsliðinu í handknattleik, sem nú er í Tékklandi, heim sem fyrst en ekki er enn ljóst hvenær það tekst. Kostnaður HSÍ við ferðina var 3,5 milljónir og óvíst er hvort eitthvað af því fæst endurgreitt. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 90 orð

Sigurður í tveggja leikja bann

SIGURÐUR Jónsson, ÍA, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Sigurður fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik í leik ÍA og KR á Akranesi á laugardaginn eftir að hafa gefið Guðmundi Benediktssyni, KR, olnbogaskot. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

STACY Dragila, heimsmeistari kvenna í stangarstökki...

STACY Dragila, heimsmeistari kvenna í stangarstökki frá Bandaríkjunum, bætti á laugardaginn heimsmetið í stangarstökki kvenna utanhúss um 2 sentímetra, vippaði sér yfir 4,62 m á móti í Phoenix. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Sætta sig ekki við tvo leiki á Íslandi

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Makedóníu, MHF, sendi í gær bréf til Handknattleikssambands Evrópu, EHF, þar sem farið var fram á að úrskurðurinn um að báðir leikir Íslands og Makedóníu í undankeppni HM færu fram á Íslandi yrði dreginn til baka. Meira
31. maí 2000 | Íþróttir | 60 orð

ÞAÐ getur farið svo að Jóhannes...

ÞAÐ getur farið svo að Jóhannes Guðjónsson, sem hefur leikið með hollenska knattspyrnuliðinu MVV að undanförnu, gangi til liðs við annað lið í Hollandi á næstu dögum - RKC Waalwijk. Meira

Úr verinu

31. maí 2000 | Úr verinu | 139 orð

40% aukning í Perú

FRAMLEIÐSLA sjávarafurða í Perú á fyrstu fjórum mánuðum ársins var um 1.035 tonn sem er 39,6% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 435 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 104 orð

BRETAR fluttu inn 3.

BRETAR fluttu inn 3.124 tonn af ýsu í janúar sl. að verðmæti um 817 milljónir króna. Í janúar í fyrra var ýsuinnflutningurinn 2.740 tonn að verðmæti um 667 milljónir króna. Mest kom af ýsu frá Noregi eða um 1. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 146 orð | 1 mynd

Daði til Ísfélagsins

FISKVINNSLUSKÓLINN í Hafnarfirði útskrifar árlega nemendur sem finna má við störf víða í atvinnulífinu. Einn þeirra er Daði Pálsson , yfirverkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, en Daði úrskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum vorið 1999. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 196 orð

Drepa þarf fleiri seli

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Nýfundnalands, John Efford, sakar hafrannsóknaráð Kanada um að taka ekki á þeim vanda sem fylgir örri fjölgun sela við Nýfundnaland. Ráðið lagði í síðustu viku til að dregið yrði úr þorskafla við Nýfundnaland og Labrador, m.a. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 12 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. SÆVIKING N 29 1 41 Rækja/Dj. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 137 orð

Fá freðfisk frá Noregi

BRETAR fluttu inn samtals 14.282 tonn af frosnum fiski í janúar sl. sem er um 3.000 tonna aukning frá sama mánuði síðasta árs. Verðmæti innflutningsins í janúar sl. var um 3,9 milljarðar króna eða um 276 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 123 orð

Fá þorsk frá Íslandi

BRETAR fluttu inn samtals 9.345 tonn af þorski í janúar sl. sem er nærri 3.000 tonna aukning frá sama mánuði ársins 1999 og nam verðmætið í ár nærri 3 milljörðum króna. Langmest kom af þorski frá Íslandi eða um 3. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 74 orð

Fiskibollur með ostasósu

FISKIBOLLUR eru vel þekktur heimilismatur hérlendis og svíkja sjaldan. Bollurnar má matreiða úr nánast hvaða fiski sem er, en líklega kannast flestir við ýsubollurnar og ufsabollurnar. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 65 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 43 orð

Góð staða á humrinum

HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn er nýkomið úr humarleiðangri undir stjórn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings hjáHafrannsóknastofnun. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 534 orð

Grásleppuveiðin ekki verið minni í 34 ár

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefur gengið frekar illa og er heildarveiðin aðeins um 3.600 uppsaltaðar tunnur. Um svipað leyti vorið 1997 var veiðin komin í um 6.500 tunnur og í 4.500 tunnur í lok maí 1998. Heildarveiði 1997 var 13.400 tunnur, 6.570 tunnur 1998 og... Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 111 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 502 orð

Humarmiðin misjöfn

AUSTARI humarmiðin eru mun betri en vestustu svæðin og því ljóst að vaxandi hluti afla næstu ára kemur frá austursvæðunum. Hafrannsóknaskipið Dröfn er nýkomið úr humarleiðangri undir stjórn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 62 orð

Íslendingar í Brasilíu

SÓKN í vannýtta fiskistofna skapar töluverða möguleika í útgerð við strendur Brasilíu að mati Elvars Einarssonar, framkvæmdastjóra brasilíska útgerðarfélagsins Saga de Islandesa Limitada, en félagið er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 34 orð | 1 mynd

KOLMUNNAVINNSLA

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur verið með tilraunavinnslu á kolmunna til manneldis. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 1048 orð | 1 mynd

Markaðshlutdeildin þrefölduð á einu ári

SÍF hefur rekið dótturfyrirtækið NordMar í Brasilíu í rúm tvö ár. Hlutverk þess er að selja þurrkaðan saltfisk og aðrar afurðir frá SÍF inn á þennan fjölmenna markað. Hjörtur Gíslason ræddi við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Steinar Trausta Kristjánsson, sem fræddi hann um gang mála og markaðinn í Brasilíu. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 303 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt er að draga úr sóknargetu

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, sótti fund sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins sem haldinn var í Ilullisat á Grænlandi dagana 24. - 26. maí sl. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. hvort og hvernig stýra megi sókn, fækka skipum og þann vanda sem skapast þegar umfram sóknargeta er flutt út og hvernig það getur tengst ólöglegum, ótilkynntum og stjórnlausum veiðum. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 502 orð

Niðurskurður á kvóta líklegur

GAMLA hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Reykjavíkur um helgina eftir könnunarleiðangur á norsk-íslensku síldinni. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, segir að norsk-íslenski síldarstofninn sé á niðurleið og gera megi ráð fyrir kvótaskerðingu á næsta fiskveiðiári. Heildarkvótinn í ár er 1.240.000 tonn og hlutur Íslands 194.230 tonn. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 687 orð | 5 myndir

Notkun rekdufla við athuganir á hafstraumum

HAFRANNSÓKNIR Niðurstöður sýna nokkur atriði sem telja má til nýjunga í þekkingu okkar á hafstraumum Íslandsmiða, segir Héðinn Valdimarsson, svo sem staðfestingu á breytileika strauma eftir árum og árstíðum og mikinn þátt straumhvirfla suður af landgrunninu í tilfærslu hlýsjávar til landsins. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 90 orð

Rússar sakaðir um ofveiði

SKOTAR hafa lýst yfir áhyggjum af ýsuveiðum Rússa á Rockall-svæðinu fyrir vestan Skotland en þeir segja að rússneskir verksmiðjutogarar veiði þar þúsundir tonna af ýsu. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 423 orð | 1 mynd

Samstarf við Simrad

ÍSLENSKA hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur þróað búnað til fiskmerkinga á miklu dýpi sem gerir mönnum kleift að merkja og fylgjast með tegundum sem ekki var hægt áður. Samstarf er einnig í gangi við norska fyrirtækið Simrad um þróun rafeindamerkja og munu prófanir á þeirri vöru hefjast á næsta ári. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 45 orð

Síldarstofn á niðurleið

GAMLA hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Reykjavíkur um helgina eftir könnunarleiðangur á norsk-íslensku síldinni. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 674 orð

Stefnt að því að makríllinn fari að mestu til manneldis

AF makrílnum finnast ýmsar tegundir en misjafnt er eftir svæðum og tegundum hve mikið af honum er nýtt til manneldis. Makríllinn í Atlantshafi fer næstum allur til manneldis en á síðasta áratug var veiðin í honum á bilinu 600.000 til 900.000 tonn. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 244 orð | 1 mynd

Stýrimannaskólanum slitið í 109. sinn

STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 109. skipti 19. maí sl. Á skólaárinu voru gefin út 59 prófskírteini til 53 einstaklinga. Þar af öðluðust 28 nemendur 30 rúmlesta réttindi, 7 luku skipstjórnarprófi 1. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 143 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 293 orð | 1 mynd

Tölvuvætt skynmat

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins og TölvuMyndir ehf. hafa þróað hugbúnað til nota við ferskleikamat á fiski sem og við rannsóknir og kennslu í skynmati á fiski. Hugbúnaðurinn, sem er markaðssettur undir nafninu WiseFresh, byggir á gæðastöðluðu skynmati með aðstoð tölvu og fer skynmatið fram með gæðastuðulsaðferð. Sú aðferð gefur mjög nákvæmar og gagnlegar upplýsingar um aldur hráefnis og geymslutíma. Meira
31. maí 2000 | Úr verinu | 854 orð | 1 mynd

Umbyltum ekki neinu á einum degi

SÓKN í vannýtta fiskistofna skapar töluverða möguleika í útgerð við strendur Brasilíu að mati Elvars Einarssonar, framkvæmdastjóra brasilíska útgerðarfélagsins Saga de Islandesa Limitada, en félagið er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Félagið keypti í september á síðasta ári fjóra rækjubáta og hefur að undanförnu verið unnið að gagngerum breytingum á einum bátanna sem nú er lokið og er báturinn farinn til veiða. Meira

Barnablað

31. maí 2000 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Bósi Ljósár tilbúinn til flugtaks

ÍSAK Örn Hákonarson, 5 ára, Melstað v/Nýbýlaveg í Kópavogi, hefur heillast af Vidda, Bósa Ljósári og félögum í kvikmyndinni Leikfangasögu. Hér er Bósi með þanda vængi og búinn til... Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 71 orð | 1 mynd

Pennavinir

ÉG heiti Agnes Helga og er 12 ára. Ég óska eftir pennavinum (bæði kynin) á sama aldri. Áhugamál mín eru fimleikar, vinir, barnapössun og margt fleira. Svara öllum bréfum og mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Agnes H. Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 47 orð | 1 mynd

Pokémon - Rattata

ARNGRÍMUR Sigurðsson, 11 ára, Reykjasíðu 9, 603 Akureyri, er höfundur myndarinnar sem hér fylgir, Pokémon - Rattata. Hann sendi líka með geðfellt bréf, sem hljóðar svo: Mér finnst blaðið flott og ég safna því. Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd

Risaeðlan skrautlega étur laufblöð

HELGI Freyr Jónsson Sen, 7 ára, býr með foreldrum sínum og systur í Noregi nú um stundir. Hann hefur áhuga á risaeðlum og hvers kyns dýrum, stórum og smáum. Sér í lagi eru skordýr í miklu uppáhaldi - en takið vel eftir: risaeðlan er alls óskyld... Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 33 orð

Safnarar

KÆRU safnarar! Ég safna öllu með Britney Spears, Man. Utd. Backstreet Boys og Spice Girls. Í staðinn get ég látið: Blur, John Travolta, Aqua, No Doubt og Jim Carrey. Aðalheiður S. Guðmundsdóttir Borgarholtsbraut 43 200 Kópavogur s. Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Skuggamynd hvers?

ANDLITIN á myndinni eru ellefu, en aðeins eitt þeirra á skuggamyndina í vinstra horninu efst.... Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 49 orð | 1 mynd

Snæfríði dreymir fína nótt

HÚN heitir Snæfríður Björg Jónsdóttir Sen, er fjögurra ára og býr tímabundið með foreldrum sínum og bróður í Noregi. Hún hefur unun af að teikna og mála. Mulan er í miklu uppáhaldi hjá henni, að ógleymdum hestinum Sölvax og hundinum Grana. Meira
31. maí 2000 | Barnablað | 135 orð

Sumarljóð

Þegar ég fór ferðina í bæinn var í móunum listaverk úr stráum Ég var eini boðsgesturinn Fuglar í landskika mínum setja upp þessar heimilissýningar felustaða Forvitni flýtir næstu ferð austur Kambana Á leiðarenda staddur stari ég á eggjaskurn í hreiðri... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.