Greinar miðvikudaginn 7. júní 2000

Forsíða

7. júní 2000 | Forsíða | 285 orð

Friðarviðræður munu hefjast á ný

ÍSRAELSKIR og palestínskir samningamenn munu halda til Washington í Bandaríkjunum í byrjun næstu viku og hefja á ný viðræður um endanlegan friðarsáttmála eftir hálfs mánaðar hlé. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í gær. Meira
7. júní 2000 | Forsíða | 173 orð | 1 mynd

Minnihlutastjórn Samstöðu í Póllandi

STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Samstaða í Póllandi lýstu því yfir í gær að þau hygðust mynda minnihlutastjórn eftir að Frelsisbandalagið, annar tveggja stjórnarflokka, sleit viðræðum um að bjarga stjórnarsamstarfinu við Samstöðu. Meira
7. júní 2000 | Forsíða | 317 orð | 1 mynd

Tugir Eþíópíumanna felldir í bardögum

FJÖRUTÍU eþíópískir hermenn lágu í valnum í gær eftir orrustu fyrir utan bæinn Tesseney í suðvesturhluta Erítreu, og kvaðst Erítreuher hafa náð bænum aftur á sitt vald eftir að hersveitir grannríkisins höfðu haldið honum í tíu daga. Meira
7. júní 2000 | Forsíða | 121 orð

Viðvarandi niðursveifla

ÞORSKSTOFNINN í Barentshafi er í sögulegri lægð og fiskifræðingar sjá þess ekki nein merki að niðursveiflunni sé að ljúka. Meira
7. júní 2000 | Forsíða | 66 orð

Vikið úr Samveldinu

SAMVELDISRÍKIN viku í gær Fídjí-eyjum að hluta til úr samtökunum vegna valdaráns Georges Speights en féllu frá því að beita landið frekari þvingunum. Meira

Fréttir

7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

32 leiðsögumenn útskrifast

LEIÐSÖGUSKÓLI Íslands útskrifaði 23. maí sl. 32 leiðsögumenn. Myndin var tekin við það tækifæri en nokkrir nýju leiðsögumannanna höfðu þegar verið ráðnir til leiðsögustarfa og voru því fjarverandi. Meira
7. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 273 orð

34 sóttu um tannviðgerðastyrk

FÉLAGSMÁLARÁÐI Kópavogs bárust 34 beiðnir um aðstoð vegna tannlæknakostnaðar síðastliðin 3 ár. 33 þeirra koma frá einstæðu fólki en einn umsækjenda var giftur. 12 höfðu börn á framfæri. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

80 innbrot í sumarbústaði

RÉTT innan við 80 innbrot voru framin í sumarbústaði í umsagnardæmi lögreglunnar á Selfossi á síðasta ári. Lögreglunni berast að jafnaði margar tilkynningar um innbrot á vorin þegar eigendur vitja eigna sinna að loknum vetri. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 14 orð

AÐALFUNDUR Handknattleiksdeildar Fram verður haldinn miðvikudaginn...

AÐALFUNDUR Handknattleiksdeildar Fram verður haldinn miðvikudaginn 14. júní kl. 20 í íþróttahúsi Fram. Dagskrá... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Afhentu dælubíl

BESTA ehf. hefur í gegnum árin sérhæft sig í sölu og þjónustu á sérsmíðuðum stórvirkum vinnuvélum svo sem snjóruðningstækjum og viðhaldstækjum fyrir flugvelli, vegagerð, verktaka og bæjarfélög. Bólholt ehf. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 209 orð | 1 mynd

Aldraðir sjómenn heiðraðir

Húsavík- Dagskrá sjómannadagsins var hefðbundin og fór vel fram, hún hófst með skemmtisiglingu á Skjálfanda kl. 13 á laugardag. Að venju voru aldraðir sjómenn heiðraðir, að þessu sinni þeir Maríus Héðinsson og Gunnar Hvanndal. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 153 orð

Áfengismörk 0,2&perthou; í Noregi

SAMÞYKKT hefur verið í Óðalsþinginu, annarri deild norska Stórþingsins, að áfengismagn í blóði ökumanna megi ekki vera umfram 0,20 prómill en það þýðir í raun, að enginn getur leyft sér að taka eitt staup eða eitt bjórglas án þess að eiga á hættu að fara... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ásdís, ekki Aldís Í umfjöllun Morgunblaðsins...

Ásdís, ekki Aldís Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um hátíðahöld í tengslum við sjómannadaginn í Hafnarfirði var Ásdís Sörladóttir ranglega nefnd Aldís. Beðist er velvirðingar á mistökunum og leiðréttist þetta hér með. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð

Bátur strandaði í Tálknafirði

ÁSDÍS ÍS-55, sex tonna bátur frá Bolungarvík, strandaði um fjögurleytið í gær og barst tilkynning til lögreglu klukkan 16.05. Greiðlega gekk að ná bátnum á flot og var farið með hann í togi til Tálknafjarðar í gær. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason og Thor Vilhjálmsson heiðraðir

BIRNI Bjarnasyni menntamálaráðherra og Thor Vilhjálmssyni rithöfundi voru veitt Aurelio Peccei-verðlaunin 2000 hinn 25. maí sl. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | 3 myndir

Blanda byrjar vel

BLANDA var opnuð fyrir laxveiði á mánudaginn og er óhætt að segja að vel hafi farið af stað. Þrettán laxar lágu í valnum að kvöldi dags, en undir kvöldið fór vatn í ánni vaxandi og jafnframt skolaðist það svo mjög að erfitt var um frekari veiðiskap. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Blásið til veislu

VINDHÆÐ hefur verið veruleg í höfuðborginni undanfarna daga. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Bókhaldsskyldu mótmælt

KAUPMENN í Pakistan eru í uppreisnarhug um þessar mundir enda hefur herforingjastjórnin í landinu ákveðið að skylda þá til að færa viðskiptin til bókar og ætlar að auki að koma á 15% söluskatti. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð

Byggðastofnun á Krókinn

STJÓRN Byggðastofnunar afgreiddi á fundi, sem lauk um eittleytið í nótt, tillögu til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um að flytja stofnunina til Sauðárkróks, en þróunarskrifstofa Byggðastofnunar er þar fyrir. Kristinn H. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Deilir um erfðabreytt matvæli

NÚ þegar hneykslismálin eru að baki er deilan um erfðabreytt matvæli farin að valda klofningi í bresku konungsfjölskyldunni. Filippus drottningarmaður hefur nú blandað sér í deiluna með því að verja notkun erfðabreyttra lífvera í landbúnaði. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 252 orð

Efnið af ýmsum toga spunnið

Blönduósi -Héraðsritið Húnavaka sem gefið er út árlega af Ungmennasambandi A-Húnvetninga (USAH) er komið út í fertugasta sinn. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 773 orð | 1 mynd

Ekki sérlega váleg tíðindi

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að tillögur Hafrannsóknastofnunar byggi á því hvað sé hagkvæmt með tilliti til vaxtar og viðgangs fiskistofna. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 1074 orð

Er fólk fyrir - eða í fyrirrúmi?

VIÐ foreldrar þroskaheftra og fatlaðra barna í Reykjavík og nágrenni lýsum yfir megnri óánægju og vanþóknun á ummælum og hugmyndum félagsmálaráðherra um sambýli fatlaðra sem hann hefur sett fram á síðustu dögum. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fagna Tvípunkti

EFTIRFARANDI ályktun um bókmenntir í sjónvarpi var samþykkt á aðalfundi RSÍ: "Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, sem haldinn var í Gunnarshúsi í Reykjavík, fagnar því að íslensk sjónvarpsstöð skuli loksins hafa séð sér fært að halda úti þætti... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Farsímar eru 1% plast og 99% stærðfræði

UM 70% allra tækni- og verkfræðimenntaðra í Finnlandi starfa hjá fyrirtækinu Nokia og eykst starfsemi fyrirtækisins svo hratt að það hefur þurft að setja upp stöðvar í öðrum löndum til að anna álaginu. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fékk kranabómu í höfuðið

MAÐUR á miðjum aldri var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi eftir að hafa lent í vinnuslysi við Hótel Valhöll á Þingvöllum um kl. 17 í gær. Hafði maðurinn fengið hluta af kranabómu í höfuðið. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Filmundur með sýningar

KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur í samvinnu við 24-7 og Háskólabíó verða með sýningar á myndinni "The Duellists" fimmtudagskvöldið 8. og mánudagskvöldið 12. júní í Háskólabíói kl. 22.30 báða dagana. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Fiskeldisnámskeið á Hólum

NÝLEGA var haldið tveggja daga námskeið fyrir fiskeldismenn á Hólum um vatnsnot og endurnýtingu á vatni til fiskeldis. Meira
7. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 403 orð

Fjárveiting til að efla tónlistarnám

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 1 m.kr. til að efla starf skólahljómsveitanna fjögurra í Reykjavík og að veita 15 m.kr. til að efla starfsemi tónlistarskóla í borginni. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Fjórir tæknifræðingar heiðraðir

FJÓRIR félagar í Tæknifræðingafélagi Íslands voru sérstaklega heiðraðir á fjörtíu ára afmælishátíð félagsins, sem haldin var á Hótel Sögu sl. laugardag. Fyrir hátíðina opnaði Sturla H. Meira
7. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 96 orð | 1 mynd

Forsetinn tók þátt í hátíðarhöldunum

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var gestur sjómannadagsins á Akureyri og tók hann ásamt heitkonu sinni Dorrit Moussaief þátt í hátíðarhöldum dagsins sem fram fóru í blíðskaparveðri. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 228 orð | 1 mynd

Fóru í fjallgöngu

Skagaströnd - Skólastarfi nemenda í Höfðaskóla lauk með tveimur útivistardögum að loknum prófunum. Fyrri daginn fóru krakkarnir í langar gönguferðir og sund með kennurum sínum en seinni dagurinn var hjólreiðadagur í skólanum. Meira
7. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Frjáls afgreiðslutími talinn hafa óæskileg áhrif

Í TILLÖGUM starfshóps um vímuefnavarnir á Akureyri, sem sagt var frá í blaðinu í gær, er komið inn á opnunartíma veitingahúsa sem verið hefur frjáls síðastliðið ár. Það er skoðun starfshópsins að hverfa beri frá hinu algera frjálsræði. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fyrirlestur um erfðafræði

Miðstöð í Erfðafræði heldur fyrirlestur miðvikudaginn 7. júní, kl. 15 í kennslustofu á 3. hæð í Læknagarði. Fyrirlesari er dr. Michael W. Young prófessor við Laboratory of Genetics The Rockefeller University New York. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fölsuðu peninga í tölvum

LÖGREGLAN á Selfossi hefur haft til rannsóknar þrjú peningafölsunarmál. Í öllum tilvikum hafa unglingar á aldrinum 14-17 ára verið að verki og gert eftirlíkingar af peningaseðlum í tölvum. Frá þessu er greint í Dagskránni sem gefin er út á Selfossi. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð

Gengið til viðræðna um leigu

BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ganga til viðræðna við utanríkisráðuneytið um leigu á 69 hekturum lands, svokölluðu nikkelsvæði, til 99 ára með rétt á framlengingu til annarra 99 ára. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

Gengið út í Örfirisey

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, út í Örfirisey. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20, upp Grófina og Vesturgötuna að Ánanaustum. Þaðan er fylgt eins og kostur er gamla Grandagarðinum út í Örfirisey. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

GH ljós flytja

VERLSUNIN GH ljós flutti nýlega frá Garðatorgi 3 á Garðatorg 7. Verslunin er í nýju 300 fm eigin húsnæði sem stendur við 1600 fm yfirbyggt Garðatorg 7 í Garðabæ. GH ljós selur lampa og lampabúnað til heimila og fyrirtækja sem hafa gæðavottorð... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Grass á Bókmenntahátíð

GÜNTER Grass, þýski Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum á síðasta ári, verður einn af fjölmörgum erlendum rithöfundum sem heimsækja munu Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fer dagana 10. til 16. september í haust. Meira
7. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 212 orð | 1 mynd

Gráðugir sílamávar og móðursjúkir borgarbúar

JÓHANN Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndarfélags Íslands segir ágang sílamáva ekki ógna lífríki Tjarnarinnar. Ár hvert upphefst umræða um hina óvelkomnu gesti. Þeim er fundið það helst til foráttu að gera hjálparvana unga að bráð sinni. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hafði ekki fullnægt nauðsynlegum lagaskilyrðum

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hafði ekki fullnægt lagaskilyrðum er hann ákvað að veita Gunnari Þór Jónssyni, prófessor í læknadeild, lausn frá störfum um stundarsakir í desember 1999. Þetta er álit nefndar sem skipuð var skv. 27. gr. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 591 orð

Handstýrum ekki nemendum inn á einstakar brautir

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir það staðreynd, bæði hér á landi sem í öðrum löndum, að áhugi nemenda á raungreinum í grunn- og framhaldsskólum sé minni en margir kjósi. Þetta sé áhyggjuefni vegna þess hvað raungreinarnar skipti miklu máli. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Harður jarðskjálfti í Tyrklandi

AÐ MINNSTA kosti tveir menn biðu bana í hörðum jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Tyrklands í gær. Rúmlega 40 manns slösuðust í skjálftanum, þeirra á meðal nokkrir sem stukku út úr byggingum í dauðans ofboði. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir

Hefja íslenskunám þegar í stað

FJÖLSKYLDURNAR sjö, sem komu til landsins í fyrrinótt frá Júgóslavíu, héldu til Siglufjarðar í gær, en þar hafa þeim verið fundin heimili og þar munu þær dvelja. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Helsingja boðið í brauðveislu

FYRIR skömmu var á ferðinni í Vestmannaeyjum helsingi nokkur sem var svo heppinn að lenda í sannkallaðri brauðveislu á tjörninni í Herjólfsdal, eins og sjá má á myndinni. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hlutabréf í Granda hf. lækkuðu um 13,1%

UMTALSVERÐ lækkun varð á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar tillagna Hafrannsóknastofnunar um verulega skerðingu aflahámarks á næsta fiskveiðiári. Mest lækkuðu hlutabréf í Granda hf. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 1136 orð

Hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja lækka og krónan veikist

TILLÖGUR Hafrannsóknastofnunar um verulega skerðingu aflahámarks á næsta fiskveiðiári höfðu strax áhrif á verðbréfamarkaði í gær. Gengi hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði töluvert strax fyrir hádegi og íslenska krónan veiktist einnig nokkuð. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hvítasunnuferðir Útivistar

ÚTIVIST býður upp á fjölmargar styttri og lengri ferðir um hvítasunnu. Í hvítasunnuferð í Skaftafell 9.-12. júní verður farið á einkabílum. Brottför föstudagskvöldið kl. 20. Gist í svefnpokaplássi í smáhýsum að Svínafelli, skammt frá þjóðgarðinum. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að gasárás

Yoshihiro Inoue, einn af forystumönnum japanska dómsdagssafnaðarins Aum Shinri Kyo, sem sést fyrir miðju myndarinnar var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að taugagasárás í lestargöngum í Tókýó fyrir fimm árum og níu öðrum glæpum. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Jákvæð og skemmtileg samskipti

Grindavík- Skólaslit Grunnskóla Grindavíkur voru í Grindavíkurkirkju síðasta dag maímánaðar. Þessi skólaslit eru fyrir 8.-10. bekk en aðrir nemendur eru kvaddir deginum fyrr í "Heilsubælinu". Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð

Jöfnuður karla og kvenna verði tryggður

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að ríki heims kæmu sér saman um aðgerðir til að tryggja jafna lífsaðstöðu bæði karla og kvenna við upphaf 21. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Keppni í málmsuðu

MÁLMSUÐUKEPPNI var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fimmta sinn fyrir nokkru. Keppt hefur verið árlega í pinnasuðu, logsuðu og hlífðargassuðu og þarf hver keppandi að sjóða með öllum aðferðunum. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 176 orð

Kínverjar vara við vígbúnaðarkapphlaupi

KÍNVERJAR vöruðu við því í gær að nýtt vopnakapphlaup myndi hefjast ef þær breytingar, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, yrðu gerðar á sáttmálanum um bann við smíði varnarskotflauga (ABM-sáttmálanum). Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Komnir til Siglufjarðar

S'IÐDEGIS í gær komu flóttamennirnir 23 frá Bosníu hingað til Siglufjarðar í miklu blíðskaparveðri. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 204 orð

Komust á tind Mount McKinley

FIMM íslenskir fjallgöngumenn náðu á tind Mount McKinley, hæsta fjalls Norður-Ameríku, á fimmtudag í síðustu viku en hópurinn hélt á fjallið 20. maí síðastliðinn. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 91 orð

Kvenfélagskonur hittast

Bíldudalur -Konur úr öllum kvenfélögum Vestur-Barðastrandarsýslu héldu nýlega sameiginlega kvöldskemmtun á Bíldudal. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Landnáms minnst í Lónkoti

Í TILEFNI aldamótanna verður sérstök landnámsathöfn að Lónkoti í Skagafirði, hvítasunnudaginn 11. júní nk. kl. níu um kvöldið. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 279 orð

Leitað eftir aðstoð aðstandenda?

ERFIÐLEGA hefur gengið að fá sumarfólk til starfa við hjúkrunardeildir Hrafnistu í Reykjavík og hefur aðstandendum verið sent bréf um að hugsanlega verði leitað til þeirra um aðstoð. Að sögn Sveins H. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 245 orð

Lipponen áminntur fyrir brot gegn stjórnarskrá

PAAVO Lipponen forsætisráðherra Finna hefur verið áminntur fyrir brot gegn stjórnarskrá landsins. Áminninguna fékk Lipponen fyrir að taka ákvörðun um þátttöku Finna í aðgerðum ESB-ríkja gegn Austurríki í vetur. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Líkamsárás í Þorlákshöfn

LÖGREGLAN á Selfossi leitar sjónarvotta að meintri líkamsárás sem talin er hafa átt sér stað í Þorlákshöfn aðfaranótt sl. laugardags. Meira
7. júní 2000 | Miðopna | 927 orð | 1 mynd

Markaðskerfi þar sem fyrirgreiðslan ræður ríkjum - leiðin út

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá hinum miklu umbreytingum sem urðu eftir hrun kommúnismans hafa pólitískar umbætur einskorðast fullmikið við að halda frjálsar kosningar. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Maskhadov sagður hafa særst

ASLAN Maskadov, forseti útlagastjórnarinnar í Tsjetsjeníu, er sagður hafa særst í árás rússneska hersins á fimmtudag. Meira
7. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 277 orð | 1 mynd

Mikið rykmý við Mývatn

ÞRÁTT fyrir kalda veðráttu að undanförnu og jafnvel frost um nætur hefur verið óvenju mikið rykmý við vatnið en langmest hefur borið á toppflugu sem þrátt fyrir að vera stærsta mýið er meinlaust grey. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 473 orð

Minni aðsókn að vinnuskólum víðast hvar

GREINILEGA verður vart við minni aðsókn að vinnuskólum sveitarfélaga víða um land í sumar samanborið við fyrri ár og á það einkum við um elsta áraganginn sem þar fær vinnu, þá sem eru eða verða 16 ára á árinu. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð

Námskeið í Kriya Yoga

HINGAÐ til lands er væntanlegur jógi sem mun leiðbeina fólki í Kriya Yoga-hugleiðslu. Kriya Yoga er hugleiðslutækni sem var kennd í fyrsta sinn á Íslandi í sinni upprunalegu mynd vorið 1996. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð

Námskeið í sölu til erlendra ferðamanna

HALDIN verða þrjú námskeið í sölu til erlendra ferðamanna á næstunni. Samtök verslunarinnar halda námskeiðin í samvinnu við Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Global Refund á Íslandi. Haldin verða þrjú námskeið dagana 13., 14. og 15. júní nk. milli kl. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 141 orð | 1 mynd

Nemendur Egilsstaðaskóla fegra bæinn sinn

Egilsstaðir- Nemendur Egilsstaðaskóla og umhverfisráð Egilsstaðabæjar tóku höndum saman nú á vordögum til að gera fallegan bæ sinn enn fegurri. Náttúran sem nú hefur vaknað af vetrardvala og því farin að skarta sínu fegursta, naut krafta þeirra. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 781 orð | 1 mynd

Niðurstöður margra rannsókna kynntar

Runólfur Pálsson fæddist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1985. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 459 orð

Ný gögn undirstrika nauðsyn opinberrar rannsóknar

GÖGN þau í Geirfinnsmálinu sem bárust dómsmálaráðuneytinu fyrr á þessu ári, eftir að ráðuneytið hafði farið þess á leit við embætti sýslumannsins í Keflavík og ríkislögreglustjóra að þau leituðu umræddra gagna, undirstrika enn frekar nauðsyn þess að... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Plöntur vikunnar

Í VIKU hverri verður vakin athygli á nokkrum plöntutegundum í Grasagarði Reykjavíkur. Í sýningarkassa við aðalinngang Grasagarðsins eru ljósmyndir af plöntum vikunnar og sýnt hvar þær finnast í garðinum. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

"Siglingalandslið" Íslands stefnir að sigri

NOKKRIR af reyndustu siglingamönnum Íslands taka á næstunni þátt í alþjóðlegri siglingakeppni frá Paimpol í Frakklandi. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 242 orð | 1 mynd

Rannsókn á vatni í Snæfellsbæ

Hellisandur -Á skrifstofu Snæfellsbæjar á Hellissandi undirrituðu þeir Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Bjarni Reyr Kristjánsson jarðfræðingur nú nýlega styrktarsamning um rannsókn og skoðun á núverandi vatnsbólum í núverandi Snæfellsnesbæ,... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk

NÁMSKEIÐ verður haldið að Brekkubæ, Hellnum, Snæfellsbæ um hvítasunnu fyrir þá sem vilja fylgja réttu mataræði fyrir sinn blóðflokk. Námskeiðið er byggt á bókinni Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk eftir dr. Peter D'Adamo. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 319 orð

Samsæriskenning sótt of langt

BÓK Martin Allen um meintar njósnir hertogans af Windsor í þágu Þjóðverja fær aldeilis útreiðina hjá brezkum bókagagnrýnendum. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Segjast ekki kannast við manninn

ÍRANSSTJÓRN neitaði í gær algerlega að hún hefði nokkur tengsl við liðhlaupa úr írönsku leyniþjónustunni sem hefur sagt að Íran beri ábyrgð á sprengingu í bandarískri farþegaþotu árið 1988. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Sérkennileg ættleiðing

Flateyri -Lambið frá Hóli í Önundarfirði átti ekki lífvænlega framtíð þegar það leit dagsins ljós. Lítill ræfilslegur fyrirburi sem mamman vildi hvorki heyra né sjá. Meira
7. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 195 orð

Sjálfsafgreiðsla í Borgarbókasafni

Innkaupastofnun Reykjavíkur hefur ákveðið að fjárfesta í þjófavarnarbúnaði og sjálfsafgreiðsluvélum upp á 6,5 milljónir fyrir Aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þjófavarnir voru ekki til staðar á bókasöfnunum. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 271 orð

Skattamálin voru helsta umræðuefnið

FIMMTI árlegi fundur fjármálaráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins var haldinn í Tallinn dagana 1. og 2. júní. Aðild að ráðinu eiga Þýskaland, Pólland, Eystrasaltsríkin þrjú og Norðurlöndin. Geir H. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Skipuð til að gegna stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns

Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, hefur skipað Jónínu Sigþrúði Sigurðardóttur aðstoðaryfirlögregluþjón við embætti ríkislögreglustjóra. Kona hefur ekki áður verið skipuð í slíka stöðu innan lögreglunnar. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 308 orð

Slæm áhrif á efnahagslífið

SAMTÖK atvinnulífsins hafa enn sem komið er ekki lagt sjálfstætt mat á hvaða þýðingu það hefði fyrir þjóðarbúið ef farið verður að tillögum Hafrannsóknastofnunar um verulegan niðurskurð þorskaflaheimilda og fleiri mikilvægra nytjategunda. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 118 orð | 1 mynd

Sóley Fjalarsdóttir íþróttamaður ársins

Grundarfirði- Sóley Fjalarsdóttir hefur verið kjörin Íþróttamaður ársins hjá Umf. Reyni Grundarfirði og var henni veitt viðurkenning ásjómannadaginn. Sóley er fjölhæfur íþróttamaður hvort sem er í fótbolta, sundi eða frjálsum íþróttum. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 299 orð

Starf forstjóra auglýst laust til umsóknar

SÉRSTÖK stofnun, Persónuvernd, sem hefur m.a. það verkefni að úrskurða í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um vinnslu persónuupplýsinga, tekur til starfa um næstu áramót. Meira
7. júní 2000 | Miðopna | 1905 orð | 2 myndir

Stefna að því að virkja í Villinganesi og í Grændal

Rafmagnsveitur ríkisins standa frammi fyrir breytingum með nýjum orkulögum og segir Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri að nauðsynlegt sé að fjármagna kostnað við dreifingu rafmagns í strjálbýli með öðrum hætti en gert er í dag. Hann leggur einnig áherslu á að fyrirtækinu verði gert kleift að auka eigin orkuöflun m.a. með virkjunum við Villinganes og í Grændal. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Stefnt að auknu samstarfi svæðafélaga

NOKKRAR breytingar urðu á skipan stjórnar Krabbameinsfélags Íslands á aðalfundi félagsins nýverið. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins

HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur frá upphafi verið ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtakanna hér á landi og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Sækjast í auknum mæli eftir íslenskum nemendum

DANSKIR tækniháskólar munu í síauknum mæli sækja nemendur hingað, en nokkuð er um að fulltrúar þeirra komi til Íslands og kynni fyrir íslenskum nemendum það sem skólar þeirra hafa upp á að bjóða. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Talið að fleiri látnir finnist

YFIRVÖLD á eynni Súmötru sögðu í gær a.m.k. 98 manns hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem urðu á sunnudagskvöldið. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 272 orð

Tveir meistarafyrirlestrar í véla- og iðnaðarverkfræði

LEIFUR Þór Leifsson heldur fyrirlestur fimmtudaginn 8. júní kl. 14 um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Meira
7. júní 2000 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Ulufa'alu segir af sér

BARTHOLOMEW Ulufa'alu, forsætisráðherra Salómon-eyja, sagði í gær af sér embætti til að afstýra borgarastríði á Suður-Kyrrahafseyjunum. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Ungar skríða úr eggjum

VARPer nú komið í fullan gang víðast hvar og þó nokkrar fuglategundir jafnvel komnar með unga á kreik. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 606 orð

Verðhækkanir vega ekki upp skerðingu

ÁHRIF á markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir erlendis þurfa ekki að vera neikvæð, verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á aflaheimildum við Ísland. Meira
7. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 346 orð | 1 mynd

Verulegur ávinningur hitti borinn á gæfar vatnsæðar

BORANIR eru nýhafnar á vegum Hita- og vatnsveitu Akureyrar í landi Sigtúna í Eyjafjarðarsveit og hefur jarðborinn Sleipnir verið settur þar upp í því skyni. Verktaki er Jarðboranir hf. Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð

Vilja bæta húsnæðiskerfið

Á BARÁTTUFUNDI leigjenda hinn 25. maí sl. voru eftirfarandi tillögur samþykktar til úrbóta á húsnæðiskerfinu: Í fyrsta lagi að félagslega húsnæðiskerfið verði endurreist með nauðsynlegum breytingum. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 121 orð | 1 mynd

Vinabær í heimsókn

Stokkseyri- Fyrir skömmu komu sautján 11 ára gömul börn ásamt tveimur kennurum frá bænum Aasiat á Vestur-Grænlandi í heimsókn hingað til Stokkseyrar og dvöldu hér í tvo daga en Aasiat er vinabær Selfoss. Meira
7. júní 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 77 orð | 1 mynd

Vinnusvæði fyrir þekkingariðnað

KELDNALAND, sem er í eigu ríkisins, verður skipulagt sem nýtt atvinnusvæði fyrir þekkingariðnað ef borgaryfirvöld festa kaup á landinu, en viðræður um kaup standa nú yfir. Meira
7. júní 2000 | Landsbyggðin | 104 orð | 1 mynd

Vorgleði Grunnskóla Grindavíkur

Grindavík -að er árviss viðburður hin síðari ár að kennarar, nemendur og foreldrar komi saman til að skemmta sér á laugardegi í lok skólaársins. Margt skemmtilegt var í boði, m.a. hlutavelta í umsjón 2. Meira
7. júní 2000 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar söfnuðu á dögunum...

Þessir duglegu krakkar söfnuðu á dögunum dósum og flöskum til styrktar Rauða krossi Íslands og varð afraksturinn 775 krónur. Þau heita Júlía Ingvarsdóttir, Ægir Ingvarsson og Anna... Meira
7. júní 2000 | Innlendar fréttir | 144 orð

Þokast í samkomulagsátt

VERKFALL félagsmanna í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni hefst á miðnætti í kvöld semjist ekki áður milli Sleipnismanna og atvinnurekenda. Ef til verkfalls kemur mun það ná til um 160 manns. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 2000 | Leiðarar | 618 orð

DEILT UM ELDFLAUGAVARNIR

ÁFORM Bandaríkjastjórnar um uppsetningu eldflaugavarnakerfis hafa sætt harðri gagnrýni í Evrópu. Rök Bandaríkjamanna fyrir nauðsyn slíks kerfis eru margvísleg. Meira
7. júní 2000 | Staksteinar | 368 orð | 2 myndir

Menningarverðmæti

BÆJARINS besta á Ísafirði segir í leiðara í síðustu viku að Íslendingar hafi allt fram á miðja þessa öld verið nýtnir á verðmæti, en með heimstyrjöldinni síðari hafi þar orðið breyting á, með hernámsliði Breta hafi orðið mikil breyting á. Meira

Menning

7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 206 orð | 1 mynd

101 Reykjavík rýkur á toppinn

ÞAÐ ER vafalaust létt yfir Baltasar Kormáki þessa dagana því fyrsta kvikmynd hans 101 Reykjavík hefur farið skínandi vel af stað og virðist falla landsmönnum vel í geð. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Að vera eða ekki vera Rambó

Harðhausinn Sylvester Stallone hefur látið hafa eftir sér að hann sé orðinn hundleiður á öllu bullinu í glysborginni Hollywood. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 327 orð | 6 myndir

Andlitsmyndir Gunnlaugs í laun fyrir þrif

ÞESSA dagana er hátíð í Grindavík og Illahrauni sem stendur til 17. júní. Hluti af þessari hátíð fer fram í Grindavíkurkirkju og nú var það myndlist Gunnlaugs Scheving sem var til umfjöllunar. Tilefnið var gjöf frú Sigrúnar H. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Bris á Gauknum

ÞAÐ VAR mögnuð stemmning á Undirtónakvöldinu á Gauknum um daginn þar sem Bris komu sér fyrir í horninu góða og fluttu nýtt og ferskt efni. Lítið hefur farið fyrir þeim Brismönnum síðan þeir rúlluðu upp Rokkstokkinu í fyrra. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 941 orð | 2 myndir

Erum bara að skoða tréð

Á morgun verður sýningin Telgt í tré opnuð í Listasafni Árnesinga. Hildur Hákonardóttir safnstjóri lóðsaði Eyrúnu Baldursdóttur um safnið, þar sem saman ægir fornum og nýjum trélistaverkum eftir fjölda listamanna. Meira
7. júní 2000 | Kvikmyndir | 410 orð

Fjandinn þekkir sína

Leikstjóri Roman Polanski. Handritshöfundar Enrique Urbizu, John Brownjohn og Roman Polanski, byggt á skáldsögunni El Club Dumas, e. Arturo Pérez Reverte. Tónskáld Wojciech Kilar. Kvikmyndatökustjóri Darius Khondji. Aðalleikendur Johnny Depp, Frank Langella, Lena Olin, Emmanuelle Seigner, Barbara Jefford, James Russo. Framleiðandi Canal+ Artisan. Frakkland/Spánn/Bandaríkin. Árgerð 1999. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 629 orð

Frábærir krakkar

43 norrænir barnakórar og Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu íslenska og norræna tónlist. Stjórnendur: Bernarður Wilkinson, Steen Lindholm og Jón Stefánsson. Laugardag kl. 14.00. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 402 orð | 1 mynd

Grátbrosleg fylliríssaga

A Monk Swimming, sjálfsævisaga Malachys McCourts. Harper Collins gefur út 1999. 290 síðna kilja. Kostar 1.535 kr. í Eymundsson. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Hafgúur frumfluttar

Á SJÓMANNADAGINN í Grindavík var brugðið út af vananum og strax að loknum ræðuhöldum frumfluttur Grindavíkurgjörningur sem bar heitið Hafgúur. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 554 orð | 1 mynd

Harðhausahátíð í tjaldinu

BRYAN Adams hitti sannarlega naglann á höfuðið fyrir margt löngu er hann kvað: "Það gildir einu hvert á strönd þér skolar, þar krakkar vilja rokk" (e. "everywhere you go, the kids wanna rock"). Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 367 orð | 1 mynd

Hélène Cixous heldur fyrirlestur

RITHÖFUNDURINN Hélène Cixous heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands laugardaginn 10. júní í Odda, stofu 101, kl. 15.00. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 361 orð

Kristnar höfuðdyggðir ekki ofarlega í huga þjóðarinnar

SAMKVÆMT nýrri könnun Gallups á gildismati Íslendinga sem birt er í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar eru höfuðdyggðirnar sjö sem einkennt hafa kristni ekki ofarlega í huga þjóðarinnar nú á kristnihátíðarári. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 613 orð | 2 myndir

Köttur í tómatsósu og aðrar kræsingar

Ertu orðinn hundleiður á hversdagslegri eldamennsku? Soðin ýsa, kjötsúpa og sunnudagslærið með rauðkáli og baunum fyrir löngu hætt að heilla? Jóhanna K. Jóhannesdóttir svaraði játandi og ákvað að leita á framandi og fjarlægar slóðir matargerðarlistarinnar. Meira
7. júní 2000 | Leiklist | 530 orð

Leiklist eins og hún gerist best

Höfundur: Einar Már Guðmundsson. Dönsk þýðing: Erik Skyum-Nielsen. Leikgerð: Ditte Marie Bjerg, Ryzard Taedling og Henrik Prip. Leikstjóri: Ditte Marie Bjerg. Leikari: Henrik Prip. Leikmynd: Jespers Corneliussen. Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, 3. júní. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Lífshættulegt símtal

GÚMMÍFÉSIÐ Jim Carrey hefur samþykkt að leika aðalhlutverkið í Phone Booth , nýjustu mynd Joels Schumachers, þess er gerði t.d. tvær síðustu Batman-myndir. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 722 orð | 3 myndir

Ljóðaljóð

Opið alla daga frá 11- 17 til 8. júní. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 989 orð | 1 mynd

Læsið ömmu uppi á lofti því Blóðhundarnir eru á leiðinni

The Bloodhound Gang hefur skelft siðavanda tónlistarunnendur um gjörvalla heimsbyggð. Þeir eru háværir, kjaftforir og sóðalegir eins og verstu hundspott, á stundum jafnvel svolítið hættulegir. Jóhanna K. Jóhannesdóttir beið með öndina í hálsinum eftir símtali frá einum þessara villimanna, yrði hann ljúfur eða óður? Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 104 orð

Menning og náttúruauðæfi - Grindavík

Miðvikudagur 7. júní Eldborg í Svartsengi. Kl. 17. Námur 1987-2000. Tónskáldaþing II. Mist Þorkelsdóttir. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 55 orð | 2 myndir

Miðvikudagur 7.

Miðvikudagur 7. júní. M-2000 Reykjavíkurhöfn, Miðbakki. Kl. 17. Fíflaskipið er þekktur fjöllistahópur sem ferðast á eldgömlu skipi um heimshöfin til að skemmta fólki. Miðaverð fyrir fullorðna er 5 kr. á kíló upp að 80 kg eða 400 kr. en 150 kr. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 382 orð

Misskipt er manna lánið

Leikstjóri og handritshöfundur Ásthildur Kjartansdóttir. Aðstoðarleikstjóri Juliann Blackmore. Tónskáld Mark Korven. Kvikmyndatökustjóri Stephen Adamcryck. Framleiðandi White Pine Pictures. Kanada 2000. Sunnudagur 4. júní. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 380 orð

Mosfellskir afmælistónar

Ýmis inn- og erlend lög. Karlakórinn Stefnir; einsöngur: Kristinn Sigmundsson; Sigurður Marteinsson, píanó. Stjórnandi: Atli Guðlaugsson, trompet. Laugardaginn 4. júní kl. 14. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 919 orð

Mozart í Prag

Tékklenska Þjóðarbrúðuleikhúsið í Prag sýndi óperuna Don Giovanni eftir Mozart. Leikstjóri: Karel Brozek. Uppfærsla: Daniel Dvorák og Jan Dvorák. Leikgerð: Daniel Dvorák og Jiri Nekvasil. Brúður: Anna Cigánová. Leikmynd: Zdenek Bauer og Daniel Dvorák. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 50 orð

Myndbandssýning í LÍ

Í TENGSLUM við sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir í Litasafni Íslands eru myndbandssýningar í sal 2, þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Íslensk og erlend myndbönd, og eru sýningar kl. 12 og kl. 15. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Myndverk á flugstöðinni á Egilsstöðum

Í FLUGSTÖÐINNI á Egilsstöðum stendur yfir sýning á myndverkum eftir Ellert Grétarsson. Hann vinnur myndir sínar með fulltingi nútímatækninnar en á sýningunni eru 24 verk sem öll eiga það sameiginlegt að vera unnin með tölvutækni. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 838 orð

Náttúra í hljómum

Tónleikaröð Tónskáldafélagsins, Listahátíðar og Reykjavíkur - menningarborgar 2000. Hamrahlíðarkórinn söng kórverk eftir Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Pál P. Pálsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Sunnudag kl. 20.30. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 422 orð | 1 mynd

Nýi nýi hluturinn

The New New Thing, bók eftir Michael Lewis. Hodder & Staughton gefur út. 288 bls. innb. Kostaði 2.500 kr. í Máli og menningu. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Orgeltónleikar í Skálholtskirkju

Í ÁR eru liðin 250 ár frá dauða meistarans J.S. Bachs og verður tónlistarflutningur í Skálholtskirkju í sumar að verulegu leyti helgaður honum. Næstu fjögur fimmtudagskvöld verða orgeltónleikar kl. 20. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 458 orð | 1 mynd

Ósveigjanleg ráðvendni

Á öðru tónskáldaþingi í Eldborg í Svartsengi við Grindavík kl. 17 í dag verða verk Mistar Þorkelsdóttur í brennidepli. Annað tónskáld, sem kemur við sögu á hátíðinni, Mark Phillips frá Bandaríkjunum, fjallar um Mist. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 136 orð

"Vorið" í Hömrum

HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans á Ísafirði heldur sumartónleika í sal skólans mánudaginn 12. júní kl. 17 undir stjórn Januszar Frach. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 361 orð

Rit

SAGA, tímarit Sögufélagsins , 38. árg. 2000, er komin út. Af því tilefni að í ár er hálf öld liðin frá því Saga hóf göngu sína er tímaritið helguð íslenskri sagnaritun á 20. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 93 orð

Rúna Gísladóttir sýnir í Listhúsinu

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Rúnu Gísladóttur í Galleríi Listhúsi, Laugardal í Reykjavík. Rúna sýnir myndir unnar með blandaðri tækni á pappír, málaðar ýmist með olíulitum eða akrýl. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 144 orð

Samsýning í Nönnukoti

NÚ stendur yfir samsýning tveggja listamanna í Nönnukoti í Hafnarfirði. Listamennirnir eru þau Ragnhild Hansen (f. 1943) og Davíð Art Sigurðsson (f. 1968). Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 76 orð

Síðustu sýningar

Þjóðleikhúsið Komdu nær Síðasta sýning á breska verðlaunaleikritinu Komdu nær verður föstudaginn 9. júní, en sýningar hafa legið niðri m.a. vegna ferðar Þjóðleikhússins með Brúðuleikhúsið til Grænlands. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 677 orð

Skeggöld, skálmöld...

Atli Heimir Sveinsson: Hlými; Sturla; Pilsaþytur; Doloroso. Hljóðritun Kammersveitar Baltnesku Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Riga ásamt karlakór og íslenzkum einleikurum undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Kynnir: Atli Heimir Sveinsson. Umsjón: Guðmundur Emilsson. Mánudaginn 5. júní kl. 17. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 311 orð

Starfsstyrkir Hagþenkis

HAGÞENKIR - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur lokið við veitingu starfsstyrkja, þóknana og fyrri úthlutun ferða- og menntunarstyrkja. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Stóra mamma valtaði næstum yfir Cruise

ÞAÐ MUNAÐI litlu að nýjasta mynd Martin Lawrence Big Momma's House hefði valtað yfir sumarsprengju Tom Cruise M:I-2 en Cruise kom sér naumlega undan og tókst að halda velli í toppsætinu. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 272 orð

Sumardagskrá Byggðasafns Hafnarfjarðar

SUMARDAGSKRÁ Byggðasafns Hafnarfjarðar er hafið en byggðasafnið er með sýningaraðstöðu á þremur stöðum í Hafnarfirði, Sívertsens-húsinu, Siggubæ og í Smiðjunni. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 862 orð

Svo bregðast krosstré...

Áskell Másson: Ymni (frumfl.). Finnur T. Stefánsson: Fiðlukonsert (1996). Þorkell Sigurbjörnsson: Þjóðhátíðarregn (frumfl.). Úlfar Haraldsson: Dual Closure (frumfl.). Haukur Tómasson: Talnamergð (frumfl.). Marta G. Halldórsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barýton; Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla; Guðni Franzson klarínett; kammersinfóníuhljómsveitarhópurinn Caput. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðvikudaginn 31. maí kl. 21:30. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 192 orð | 1 mynd

Sýnd á opnunarhátíð í Prag

ÍSLENSKA dansmyndin Örsögur úr Reykjavík eftir danshöfundana Rögnu Söru Jónsdóttur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Margréti Söru Guðjónsdóttur og kvikmyndagerðarmanninn Berg Bernburg verður sýnd á opnunarhátíð danshátíðarinnar Panec Praha sem opnar á morgun... Meira
7. júní 2000 | Myndlist | 403 orð

Tilbrigði/ sama stef

Opið alla daga frá 15-18. Til 11. júní. Aðgangur ókeypis. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 53 orð

Túba og píanó hjá Sigursveini

TVENNIR tónleikar verða í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld en hinir síðari annað kvöld, og hefjast báðir kl. 20. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 1074 orð | 1 mynd

Undursamlegt mannlíf milli hárra fjalla

Í kvöld heldur Judith Ingólfsson tónleika í Háskólabíói. Meðleikari hennar á tónleikunum er Ronald Sat píanóleikari. Þorvarður Hjálmarsson hitti Judith að máli. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Vopnahlé hjá Arnie

Arnold Schwarzegger er einn þekktasti fjöldamorðingi sögunnar, það er að segja kvikmyndasögunnar. Ekkert hefur getað staðið í vegi fyrir ofurmenninu þó heilu herirnir hafi reynt. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 41 orð | 1 mynd

Vortónleikar á Húsavík

Húsavík - Kirkjukór Húsavíkur hélt vortónleika hinn 17. maí síðastliðinn. Kórnum stjórnaði Judit György, sem jafnframt söng með kórnum og undirleikari var Aldár Rácz. Meira
7. júní 2000 | Menningarlíf | 353 orð | 1 mynd

Vortónleikar Reykjalundarkórsins

REYKJALUNDARKÓRINN heldur vortónleika sína miðvikudagskvöldið 7. júní í hátíðarsal Varmárskóla. Á tónleikunum verður flutt efnisskrá sem kórinn hefur æft í vor til undirbúnings ferðalagi til Austurríkis, sem kórinn leggur upp í 12. júní næstkomandi. Meira
7. júní 2000 | Fólk í fréttum | 607 orð | 1 mynd

Þetta reddast allt saman

Er eitthvað við danska flatlendið sem fær fólk til þess að slaka betur á? Birgir Örn Steinarsson hitti þá Halla Reynis og Þorvald Flemming sem í rólegheitunum ætla að halda útgáfutónleika á Gauk á Stöng í kvöld. Meira
7. júní 2000 | Tónlist | 509 orð

Þrumur og eldingar

Verk eftir Reger, Bach, Clérambault, Saint-Saëns, Lübeck, Mozart, Scheidt, Purcell og Franck. Heukur Guðlaugsson, Guðmundur H. Guðjónsson, orgel. Sunnudaginn 4. maí kl. 20:30. Meira

Umræðan

7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag miðvikudaginn 7. júní er fimmtugur Páll Svavarsson , mjólkursamlagsstjóri Mjólkursamlags Húnvetninga á Blönduósi. Hann verður að heiman á... Meira
7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Áfengi er heilsuspillir

OFT er minnt á skaðsemi tóbaksreykinga, en sjaldan bent á heilsutjónið og annan ófarnað af völdum áfengis. Og sumt af því fólki, sem mest fordæmir tóbakið, blessar áfengið með eigin neyslu, veitir það öðrum og vinnur að útbreiðslu þess. Meira
7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Flugnabit

Nú er sá tími ársins að fólk fer að hyggja að hvernig best er að verja sig gegn flugnabiti og þá sérstaklega móskítóbiti (mýbiti). Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Hraðagagnrýni og atvinnurógur

Á mér að þykja það leitt að hafa tekið aðra stefnu, spyr Kristinn Pálmason, en Bragi virðist hafa vænst? Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Hreyfing á meðgöngu og eftir barnsburð

Þessar kannanir gefa til kynna að mælt er eindregið með hreyfingu á meðgöngu, segir Ágústa Johnson, svo framarlega sem konur eru sér meðvitandi um hugsanlega áhættu. Meira
7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 573 orð

MIKILL áhugi er hjá mörgum landsmanna...

MIKILL áhugi er hjá mörgum landsmanna á gróðurvernd og skógrækt. Þannig hafa fjölmörg félög á þessu sviði starfað í áratugi, ekki síst skógræktarfélög, og unnið þrekvirki á tvennum vígstöðvum að mati Víkverja. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 901 orð | 1 mynd

Mjúk lending í efnahagsmálum?

Fjöregg efnahagsstefnunnar er trúverðugleiki, segir Ásgeir Jónsson, sem hættulegt er að henda á milli sín. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 320 orð | 2 myndir

Opinberar tölur um meðalráðstöfunartekjur eldri borgara eru rangar

Flestir eldri borgarar álíta að afrakstur "árs aldraðra", segir Ólafur Ólafsson, hafi að mestu verið skýrslur, fundir, lúðraþytur og söngur. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 430 orð | 2 myndir

Ólympískir hnefaleikar

Áður en greinarhöfundar birta næstu grein, segja Þorkell Magnússon og Guðmundur Arason, væri ánægjulegt ef ólympísku hnefaleikareglurnar væru hafðar í huga, þá yrði greinin líklega styttri, betri og trúverðugri. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 894 orð | 1 mynd

"Ábyrg" fiskveiðistjórn?

Forsendur veiðiráðgjafar, segir Kristinn Pétursson, virðast aldrei standast. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 392 orð | 1 mynd

Ríkisstyrktur hrunadans

Verðbólgan verður ekki stöðvuð, segir Halldór Halldórsson, nema framsalið verði tekið af. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 326 orð

Sálmaskáldið og hinn

NÝLEGA varð ég fyrir því dularfulla slysi að rangnefna merkan fræðimann alkunnan, sem þar að auki hefur verið góðvinur minn um margra ára skeið. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 938 orð | 1 mynd

Sjálfsmynd Íslendinga

Málefni innflytjenda eru ekki aðeins mál sem snertir útlendinga, segir Toshiki Toma, heldur eru þetta mál sem varða tilveru Íslendinga eða sjálfsmynd þeirra Meira
7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 635 orð

Sjónvarpsstöðin Omega

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. júní sl. kveikti ég á sjónvarpsstöðinni Omega og voru þar Eiríkur forstjóri og Gunnar Þorsteinsson að bíða eftir Snorra í Betel, sem von bráðar kæmi til að ræða um kærur meðlima í Samtökum 78. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 927 orð | 1 mynd

Stafrænt bókasafn

Ég tel að gagnrýni sé byggð bæði á misskilningi og vanþekkingu á aðstæðum hér, segir Þorsteinn Hallgrímsson, sem hann kallar leiðréttingu við ummæli Sigrúnar Klöru Hannesdóttur. Meira
7. júní 2000 | Bréf til blaðsins | 58 orð

Stökur

Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfan náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 899 orð | 1 mynd

Um garðaúðun

Það er til einskis að úða of snemma á vorin, segir Árni Davíðsson, og peningum kastað á glæ. Meira
7. júní 2000 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Um vanda ferðaþjónustunnar

Til þess að leysa þessi vandamál er nauðsynlegt að finna vettvang, segir Björn Margeir Sigurjónsson, þar sem þeir geta komið saman sem vilja vinna að lausninni. Meira

Minningargreinar

7. júní 2000 | Minningargreinar | 1742 orð | 1 mynd

ANNA STEINDÓRSDÓTTIR

Anna Steindórsdóttir fæddist á Akureyri 13. mars 1917. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi 28. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1821 orð | 1 mynd

Árni Björnsson

Árni Björnsson fæddist á Örlygsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu 31. janúar 1921. Hann lést á Benidorm 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Guðmundsson bóndi og hreppstjóri, f. 24. nóvember 1875, d. 24. ágúst 1938, og Sigurlaug Kristjánsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1260 orð | 1 mynd

ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Kópavogi 6. febrúar 1962. Hann lést 24. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1658 orð | 1 mynd

ÁSTA JÓNSDÓTTIR

Ásta Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 374 orð | 1 mynd

BRYNDÍS ERNA GARÐARSDÓTTIR

Bryndís Erna Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1960. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. maí. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 365 orð | 1 mynd

DÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR

Dóra Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum 24. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 6. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 773 orð

EMANÚEL GUÐMUNDSSON

Emanúel Guðmundsson, sjómaður og vélstjóri, fæddist á Búðum í Staðarsveit, Snæfellsnesi, 16. júlí 1911. Hann lést á Landspítalanum 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 27. maí. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 3211 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON

Guðmundur Benediktsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 324 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÁGÚSTÍNA BERNHARÐSDÓTTIR

Guðrún Ágústína Bernharðsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal 24. október 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal 22. maí. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd

HAUKUR SIGURÐUR DANÍELSSON

Haukur Sigurður Daníelsson vélstjóri fæddist í Tröð í Súðavík 30. júní 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 3. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 6365 orð | 1 mynd

JÓN KR. GUNNARSSON

Jón Kr. Gunnarsson fæddist í Hábæ í Hafnarfirði 1. október 1929. Hann lést á heimili sínu í Bessastaðahreppi 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 892 orð | 1 mynd

MARJO KAARINA KRISTINSSON

Marjo Kaarina Kristinsson, f. Raitto, verkfræðingur, fæddist í Turku í Finnlandi 17. desember 1951. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 22. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

ÓLAFÍA BJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR

Ólafía Björg Guðmannsdóttir fæddist í Keflavík 20. febrúar 1933. Hún lést á Vífilsstöðum 25. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1608 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR

Sigríður Þóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1856 orð | 1 mynd

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Sigurður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1921.Hann lést á líknardeild Landspítalans 28.maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason, f. 29. nóvember 1877, d. 18.apríl 1952, vélstjóri í Reykjavík, og Þuríður Pétursdóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2000 | Minningargreinar | 1023 orð | 1 mynd

SOFFÍA INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

Soffía Ingibjörg Jóhannesdóttir fæddist á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi 30. nóvember 1904. Hún lést 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason og Anna Sigurðardóttir, búandi í Bakkabæ á Brimilsvöllum. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 666 orð | 1 mynd

Baugur kaupir helmingshlut í verslunum GK

BAUGUR hefur keypt helmingshlut í verslunum GK, en GK rekur tvær fataverslanir í Reykjavík og eigin hönnun og framleiðslu undir merkinu Collection Reykjavík. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 567 orð

Carlsberg tekur Orkla fram yfir Coca-Cola

SAMSTARF Carlsberg og norska fyrirtækisins Orkla um stórfyrirtækið Carlsberg Breweries A/S virðist ætla að hafa þau áhrif að Carlsberg dragi sig út úr Coca-Cola Nordic Beverages, CCNB, sem annars átti að vera kjarninn í samstarfi þeirra tveggja um... Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Eimskip kaupir 25% í frystigeymslu

EIMSKIP hefur keypt 25% hlut í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc., sem rekur frystigeymslu og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundnalandi, af Ocean Prawns Canada. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 1102 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 06.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 06.06.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 72 72 72 889 64.008 Blálanga 90 71 81 150 12.132 Djúpkarfi 48 48 48 264 12.672 Gellur 395 300 380 213 80. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Íslandsbanki-FBA kemur að erlendri lánaumsjón

ÍSLANDSBANKI-FBA og LB Kiel í Kaupmannahöfn hafa í sameiningu umsjón með fjölþjóðlegu sambankaláni fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann að upphæð 20 milljónir dollara, eða um 1,5 milljarð íslenskra króna. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 541 orð | 1 mynd

Leitað að hitaþolnum ensímum

FYRIRTÆKIÐ Íslenskar hveraörverur hefur skipt um nafn og heitir nú Prokaria ehf. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Lækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu

DOW Jones iðnaðarvísitalan lækkaði í Bandaríkjunum í gær þegar fjárfestar seldu hlutabréf í fjármálafyrirtækjum og keyptu í staðinn bréf í tæknifyrirtækjum. Það nægði þó ekki fyrir Nasdaq vísitöluna sem féll einnig. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 630 orð

Ólíklegt að jákvæð milliuppgjör hreyfi við markaðnum

GENGISLÆKKANIR og minnkandi velta hafa einkennt innlendan hlutabréfamarkað að undanförnu. Á sama tíma hafa nokkur félög verið að skila góðum þriggja mánaða uppgjörum. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
7. júní 2000 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.6.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

7. júní 2000 | Fastir þættir | 267 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll

Í ÞÆTTINUM í gær sáum við spil frá General Masters einmenningnum í Aþenu í vetur. Hér er annað úr sama móti, dálítið skondið. Meira
7. júní 2000 | Í dag | 719 orð | 1 mynd

Sameiginleg Kristnihátíð safnaða á Austurlandi

Undirbúningur fyrir sameiginlega Kristnihátíð íbúa á Austurlandi er á lokastigi en hátíðin verður haldin hvítasunnuhelgina 9.-12. júní 2000 í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði. Dagskráin hefst með TTT-móti (tíu til tólf ára) 9. júní. Meira
7. júní 2000 | Dagbók | 881 orð

(Sálm. 97,4)

Í dag er miðvikudagur 7. júní, 159. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Leiftur hans lýsa um jarðríki, jörðin sér það og nötrar. Meira
7. júní 2000 | Fastir þættir | 92 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Á sínum tíma var Garry Kasparov (2.851) gefið uppnefnið "Skrímslið með þúsund augun" af enska stórmeistaranum Anthony Miles sökum þess hversu fátt honum yfirsást á skákborðinu. Meira

Íþróttir

7. júní 2000 | Íþróttir | 189 orð

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins

"Við verðum auðvitað að eiga mjög góðan leik til að eiga möguleika á að vinna þennan leik. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 118 orð

BIKARMEISTARAR KR í knattspyrnu karla hefja...

BIKARMEISTARAR KR í knattspyrnu karla hefja bikarvörn sína með því að fara til Neskaupstaðar - mæta þar Þrótti 14. júní í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 344 orð

Draumabyrjun Blika dugði ekki

BLIKAR voru staðráðnir í að bæta leik sinn eftir hörmulegt 0:5 tap í síðustu umferð gegn Fylki. Þrátt fyrir draumabyrjun og mikla baráttu reyndist KR vera of stór biti. KR-ingar byrjuðu illa en náðu að jafna í fyrri hálfleik og fengu svo sína óskabyrjun í síðari hálfleik þar sem Sigþór Júlíusson skoraði sigurmarkið. KR-ingar vörðust svo vel það sem eftir var leiks og náðu með mikilli baráttu að halda í sigurinn. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 229 orð

Erfið rútuferð til og frá Róm

HÚN var löng og ströng ferð íslenska kvennalandsliðsins frá Íslandi til Urbino á Ítalíu þar sem leikur Ítalíu og Íslands fer fram í dag. Þegar landsliðshópurinn kom á hótelið í Urbino klukkan 23 í fyrrakvöld hafði liðið ferðast í tæpar 18 klukkustundir. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 63 orð

Eyjólfur og samherjar byrja í München

Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hans hjá Herthu Berlín byrja næsta keppnistímabil í Þýskalandi með því að sækja meistarana frá Bayern München heim á Ólympíuleikvanginn 12. ágúst. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig KR 5 4 0 1 8:4 12 Fylkir 5 3 2 0 11:4 11 Keflavík 5 3 1 1 7:9 10 ÍBV 5 2 3 0 10:3 9 Grindavík 5 2 3 0 6:2 9 ÍA 5 2 1 2 2:3 7 Fram 5 1 1 3 4:8 4 Breiðablik 5 1 0 4 7:11 3 Leiftur 5 0 2 3 3:9 2 Stjarnan 5 0 1 4 1:6... Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 149 orð

Frakkinn Said Dogga hleypur að öllum...

Frakkinn Said Dogga hleypur að öllum líkindum ekki fleiri maraþonhlaup, a.m.k. ekki á opinberum mótum í framtíðinni. Ástæðan er einföld, hann hefur svindlað í tveimur þeim síðustu sem hann hefur tekið þátt í. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 457 orð

Glæsimark hjá Gylfa

"SÆVAR varð að gefa út á mig því ég öskraði svo rosalega á hann og ég hefði orðið brjálaður hefði hann ekki gefið," sagði Gylfi Einarsson sæll og glaður eftir að hafa tryggt Fylki stigin þrjú sem í boði voru í viðureign liðsins við Fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Með 2:1 sigri eru Árbæingar einir í öðru sæti en Framarar eru sem fyrr með fjögur stig. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 104 orð

Gunnar jafnaði leikjametið

GUNNAR Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga, jafnaði í gærkvöldi leikjametið í efstu deild Íslandsmótsins. Hann lék sinn 267. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

KATRÍN Jónsdóttir kom ekki á móts...

KATRÍN Jónsdóttir kom ekki á móts við íslenska landsliðshópinn fyrr en í gærkvöldi. Hún komst ekki á tilsettum tíma þar sem hún var að ljúka prófi í læknisfræði við háskólann í Ósló. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 181 orð

Leikmenn Arsenal eftirsóttir

ÍTÖLSK lið hafa augastað á leikmönnum Arsenal. Þær fréttir hafa borist að Lazio sé tilbúið að greiða fjórtán millj. punda fyrir Hollendinginn Marc Overmars, sem Arsenal keypti frá Ajax á sjö millj. punda. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 131 orð

Lið SG Waldschbach tryggði sér um...

Lið SG Waldschbach tryggði sér um helgina sæti í þýsku 3. deildinni í handknattleik. Þetta er kannski ekki ífrásögur færandi nema fyrir þær sakir að það er Íslendingur sem þjálfar og spilar með liðinu. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 542 orð | 1 mynd

Lykilatriði að halda markinu hreinu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu á fyrir höndum erfitt verkefni í dag þegar það mætir Ítölum í undankeppni Evrópumóts landsliða en leikurinn fer fram í háskólabænum Urbino og hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Ítalir hafa í gegnum tíðina átt á sterku kvennaliði að skipa og til marks um það komst Ítalía alla leið í úrslitin á síðasta Evrópumóti en tapaði fyrir Þýskalandi. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 90 orð

Mæta Svíþjóð á Skipaskaga

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, leikur vináttuleik gegn Svíþjóð á Akranesvelli þann 10. júní. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 273 orð

Náðum ekki að sýna okkar besta

Guðjón Ásmundsson fyrirliði Grindvíkinga var ekki alls kostar sáttur við frammistöðu liðsins gegn Leiftri. "Fyrri hálfleikur var mjög slakur af okkar hálfu og við náðum ekki að sýna okkar besta. Seinni hálfleikur byrjaði vel og þá fórum við að... Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

ÓLAFUR Gunnarsson, varnarmaður Stjörnunnar , meiddist...

ÓLAFUR Gunnarsson, varnarmaður Stjörnunnar , meiddist í baki seint í fyrri hálfleiknum í Keflavík og fór af velli. Tvísýnt er um hvort hann verði með í næsta leik. RÚNAR Páll Sigmundsson miðjumaður lék ekki með Stjörnunni vegna veikinda. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 102 orð

Ótrúlegur hringur hjá Japananum Maruyama

JAPANINN Shigeki Maruyama átti heldur betur góðan hring á úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska mótið í golfi í gær. Hann lék 18 holurnar á Woodmont vellinum á 58 höggum! Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Pattstaða á Skaganum

ÞRIÐJA leikinn í röð gengu leikmenn ÍA af leikvelli án þess að skora mark eftir að þeir höfðu tekið á móti Eyjamönnum á heimavelli í gærkvöldi. Gestirnir, sem skoruðu fimm mörk í síðasta leik og hafa skorað næst flest mörk í deildinni, lánaðist ekki skora heldur og segja má að pattstaða hafi ríkt upp við mörkin, því færin voru fyrir hendi, einungis vantaði að markheppni fylgdi leikmönnum. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 136 orð

"ÉG er ekki sáttur við það...

"ÉG er ekki sáttur við það að hafa bara eitt stig út úr þessum leik. Við fengum færin til þess að klára þetta en það hefur verið okkar vandamál að nýta ekki færin og það var þannig í kvöld. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 138 orð

"Hneykslaður á dómgæslunni"

Sigurður Grétarsson var mjög ósáttur við Eyjólf Ólafsson dómara í leikslok þar sem hann dæmdi jöfnunarmark Blika ógilt sökum rangstöðu. "Ég er hneykslaður á dómgæslunni. Það er verið að stela af okkur einu stigi. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 459 orð

"Töflumarkið" réði úrslitum

KEFLVÍKINGAR lyftu sér upp í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með því að sigra Stjörnuna, 1:0, í gærkvöld. Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark heimamanna og er áfram markahæstur í deildinni - hefur skorað sex af sjö mörkum Keflvíkinga á tímabilinu. Garðbæingar sitja nú einir á botni deildarinnar og gengur ekkert að skora mörk frekar en fyrri daginn. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 115 orð

"ÞETTA var hörkuleikur og framan af...

"ÞETTA var hörkuleikur og framan af honum var jafnræði með liðunum en í síðari hálfleik var bara eitt lið á vellinum," sagði Guðmundur Torfason þjálfari Fram vonsvikinn í leikslok. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

RADOMIR Antic hefur verið ráðinn þjálfari...

RADOMIR Antic hefur verið ráðinn þjálfari spænska 1. deildarliðsins Real Oviedo . Antic var á dögunum vikið úr starfi hjá Atletico Madrid en liðið féll í 2. deild undir hans stjórn. Ovideo gekk ekki sem skyldi á nýloknu tímabili en liðið hafnaði í 16. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 145 orð

Ríkharður hafnar tilboði Lokeren

RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur hafnað tilboði frá belgíska liðinu Lokeren, sem Auðun Helgason gerði samning við á dögunum. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 110 orð

Sama lið á Ítalíu og lék í Bandaríkjunum

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti byrjunarlið Íslands gegn Ítalíu eftir síðari æfinguna í gær. Logi valdi sama byrjunarliðið og náði markalausu jafntefli gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í Charlotte í síðasta mánuði. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 359 orð

Skotbakverðir Indana verða í lykilhlutverkum í...

FYRSTI leikurinn í úrrslitum NBA-deildarinnar fer fram í kvöld í Los Angeles. Shaquille O'Neal mun skora meira í úrslitunum gegn Indiana Pacers en hann gerði gegn Portland í úrslitum Vesturdeildarinnar. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 415 orð | 2 myndir

Tíðindalítið í veðurblíðunni á Ólafsfirði

LEIFTUR fékk sitt annað stig í efstu deild karla með því að gera markalaust jafntefli við Grindvíkinga á Ólafsfjarðarvelli í gær. Liðið verður því enn um sinn að bíða eftir fyrsta sigrinum en sjálfsagt hefðu fæstir talið það ósanngjarnt þótt hann hefði litið dagsins ljós í þessum leik þar sem Leiftur hafði allnokkra stöðuyfirburði. Sóknin var hins vegar of bitlaus og vissulega hefðu Grindvíkingar allt eins getað skorað úr einhverjum af fáum skyndisóknum sínum. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Við eigum það til að detta...

"ÞETTA voru ákaflega þýðingarmikil stig, en við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum svo ekki sé meira sagt," sagði Gunnar Oddsson fyrirliði Keflvíkinga eftir leikinn gegn Stjörnunni. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 81 orð

Vilja halda Guðna hjá Bolton

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sagði í gær að hann væri vongóður um að Guðni Bergsson yrði áfram hjá liðinu. "Ég er vongóður um að Guðni skrifi undir nýjan samning. Meira
7. júní 2000 | Íþróttir | 181 orð

Þetta fer að komast uppí vana...

Þetta fer að komast uppí vana að verja víti hérna á Skaganum," sagði Birkir Kristinsson markvörður ÍBV, sem varði þriðju vítaspyrnuna í röð frá Skagamönnum á Skipaskaga. Meira

Úr verinu

7. júní 2000 | Úr verinu | 740 orð

Áður kostur fátækra en nú eftirsótt ljúfmeti

EITT af því eftirsóknarverðasta við síldina er hve feit hún er. Hún geymir ekki fituna bara í lifrinni eins og er til dæmis með þorsk og ýsu, heldur um allan líkamann, ekki síst í vöðvunum. Oft er fituhlutfallið á bilinu 10 til 15% og stundum yfir 20%. Vegna þessa er síldin kjörin í alls konar verkun. Hún er að sjálfsögðu góð fersk en auk þess er hún reykt, söltuð og maríneruð. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 52 orð

Ámundi meistari

ÁTJÁN handflakarar tóku þátt í sjötta Opna Íslandsmótinu í handflökun, sem haldið var á Miðbakka Reykjavíkurhafnar sl. laugardag. Íslandsmeistari varð Ámundi S. Tómasson sem starfar hjá Sætoppi hf. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 213 orð | 1 mynd

Ámundi meistari annað árið í röð

ÁTJÁN handflakarar tóku þátt í sjötta Opna Íslandsmótinu í handflökun, sem haldið var á Miðbakka Reykjavíkurhafnar sl. laugardag. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra setti mótið og ræsti fyrsta keppendahópinn. Til mótsins var stofnað til að hefja til vegs þá verkþekkingu og verklag sem góðir handflakarar búa yfir. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 401 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 166 orð | 2 myndir

Björgvin EA fékk viðurkenningu

SJÓMANNADAGURINN í Dalvíkurbyggð var haldinn hátíðlegur og var mikið um dýrðir. Dagskráin hófst á laugardag með kappróðri og ýmsum uppákomum á hafnarsvæðinu á Dalvík. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 208 orð | 1 mynd

Endurbætur á fiskimjölsverksmiðju

Samkvæmt rekstrarleyfi Fiskimjöls og lýsi - Samherja verður að hafa reykháf upp á 35 metra. Við þessu var orðið nú í lok maí og leysti þessi nýi reykháfur tæplega þrítugan forvera sinn af hólmi. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 1943 orð | 1 mynd

Enn er skorið niður í rækjunni

Tillögur Hafrannsóknastofnunar um ráðlegan heildarafla á helztu nytjategundum okkar fela í sér nokkurn niðurskurð í flestum tegundum. Áður hefur verið gerð grein fyrir tillögum um afla af mikilvægustu tegundunum, en hér fara á eftir tillögur um aðrar tegundir. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 111 orð

Erfiðleikar í Lettlandi

SJÁVARÚTVEGUR í Lettlandi átti erfitt uppdráttar á síðasta ári vegna efnahagsörðugleika Rússa. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 25 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 62 orð

Fleiri á færi fyrir vestan

Handfærabátum fjölgar nú óðum á höfnum fyrir vestan. Hátt í 30 bátar gera nú út frá Bolungarvík en síðastliðið sumar gerðu nærri 70 handfærabátar út frá Bolungarvík. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 48 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 151 orð | 1 mynd

FUNDIR UM BÆTTA AFLAMEÐFERÐ

Sjávarútvegsráðuneytið mun á næstunni standa fyrir fræðsluherferð um bætta meðferð á afla í samræmi við tillögu nefndar sem Brynjólfur Sandholt leiddi og fjallaði um meðferð á sjávarafla. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 384 orð

Góður afli á handfærin

SJÓSÓKN var að komast í eðlilegt horf í gær eftir sjómannadagshelgina og bátarnir að tínast á miðin, einkum smábátar fyrir vestan og norðan en þar var veður með betra móti í gær. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 135 orð | 1 mynd

Hefðbundið í Sandgerði

SJÓMANNADAGURINN í Sandgerði var haldin hátíðlegur með hefðbundnu sniði að þessu sinni. Sjómannamessa var haldin í Safnaðarheimilinu, þar sem sjómenn lásu ritningarlestur og Ásgeir Hjálmarsson, skipstjóri flutti predikunarræðu. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 62 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 49 orð

Humar í smurostasósu

HUMARINN er mikið lostæti og fyrir vikið eftirsóttur um allan heim. Humarvertíð stendur nú sem hæst og er því ekki úr vegi að koma með humaruppskrift í Verinu enda auðvelt að nálgast "krabbann". Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 75 orð

INNFLUTNINGUR á fiskafurðum og fiski til...

INNFLUTNINGUR á fiskafurðum og fiski til Lettlands dróst saman um nálægt fjórðung á síðasta ári og nam hann alls um 25.000 tonnum. Lettar flytja mest inn frá Noregi, eða um 11.400 tonn. Það er mest ódýrari fisktegundir eins og makríll, síld og loðna. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 86 orð | 1 mynd

Í BJÖRGUNARSTÓLNUM

HÁTÍÐAHÖLDIN á sjómannadaginn í Grímsey gengu mjög vel og fengu eyjarbúar sól og blíðu allan daginn. Hátíðarhöldin hófust um hádegi og stóðu lengi fram eftir degi, en það voru félagar í björgunarsveitinni Sæþóri í Grímsey sem sáu um fjölbreytta dagskrá. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 115 orð | 1 mynd

Jón hjá Rf á Akureyri

JÓN Jóhannsson efnafræðingur hefur verið ráðinn útibússtjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri og tók hann við starfinu um miðjan síðasta mánuð. Fyrirrennari hans var Jenný Dögg Björgvinsdóttir sem er á förum til framhaldsnáms í Danmörku . Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 37 orð

Leggja til hvalveiðar

Hafrannsóknastofnun leggur til að veiddir verði alls 450 hvalir hér við land á ári. Stofnunun telur að veiðar á 250 hrefnum og 200 langreyðum stefni þessum hvalastofnum ekki í hættu, enda telja þessir stofnar tugi þúsunda hvala. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 344 orð

Leggja til veiðar á 450 hvölum

Hafrannsóknastofnun leggur til að veiddir verði alls 450 hvalir hér við land á ári. Stofnunun telur að veiðar á 250 hrefnum og 200 langreyðum stefni þessum hvalastofnum ekki í hættu, enda telja þessir stofnar tugi þúsunda hvala. Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar hér frá árinu 1989. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 114 orð

Lúðueldi í Maine

BANDARÍSKA landbúnaðarráðuneytið hefur komið á fót verkefni í Háskólanum í Maine sem felst í því að þróa aðferðir til lúðueldis. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 173 orð | 1 mynd

Mikil þátttaka í hátíðarhöldum

Sjómannadagshátíðarhöld í Neskaupstað voru með hefðbundunum hætti. Þátttaka í hátíðarhöldunum var mikil enda veður mjög gott, glaðasólskin og hiti og voru það mikil viðbrigði eftir kuldakastið sem herjað hefur á Austfirðinga eins og fleiri landsmenn undanfarna daga. Varla er hægt að tala um sjómannadagshátíðarhöld hér, heldur væri nær að tala um sjómannadagshelgi því hátíðarhöldin hefjast á föstudag og standa fram á aðfaranótt mánudags. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 298 orð | 2 myndir

Minnismerki afhjúpað

Sjómannadagurinn á Hellissandi og Rifi var haldinn hátíðlegur að mestu á hefðbundinn hátt. Hann hófst með kappróðri, koddaslag o.fl. keppnisgreinum við höfnina á Rifi á laugardag. Þar var magt um manninn í ágætis veðri. Að loknum keppnisgreinum var boðið upp á skemmtisiglingu út á Breiðafjörðinn á Saxhamri SH og björgunarskipinu Björgu og fór fjöldi fólks í þær ferðir. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 378 orð

Mjög góð karfaveiði undanfarnar vikur

Úthafskarfaveiðin hefur gengið mjög vel undanfarið og var þúsundum tonna landað nú í kringum síðustu helgi. Þetta mikla karfaframboð hefur áhrif á markaðinn og er það orðinn árviss viðburður að verð á karfa lækki í kringum sjómannadaginn. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 58 orð | 1 mynd

MOK Á GRÁLÚÐU

FRYSTITOGARINN Margrét EA fékk 494 tonn af grálúðu upp úr sjó á Hampiðjutorginu fyrir skömmu og var aflaverðmætið um 112 milljónir króna. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 135 orð | 1 mynd

ÓVENJULEG DAGSKRÁ

Sjómannadagurinn í Grindavík var þetta árið um margt ólíkur öðrum sjómannadögum. Dagskráin féll að nokkru leyti undir hátíðina "Menning og náttúruauðæfi" sem stendur dagana 4.-17.júní. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 134 orð

Reglur um humareldi

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá norska sjávarútvegsráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt nýjar reglur um hafbeit og sjókvíaeldi á krabbadýrum, skeldýrum og humri. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 124 orð

Rússar flytja mikið utan

RÚSSAR flytja út um 40% af þeim fiskafurðum, sem framleiddar eru í landinu, en útflutningur hefur dregizt saman síðustu árin. Rússar stefna að því að draga úr útflutningi á hálfunnum afurðum, en leggja áherzluna á fullunnar afurðir. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 119 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 84 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
7. júní 2000 | Úr verinu | 136 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira

Barnablað

7. júní 2000 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Ekki ég!

SUNNA Sigurðardóttir, 12 ára að verða 13, Blönduhlíð 27, 105 Reykjavík, er greinilega flinkur teiknari. Þessi mynd af alvarlegri stúlku með ljósa lokka og í rauðum kjól er órækur vitnisburður... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Ekki kenna honum um þetta

FORSETINN: Burt með þig! Veran með stafinn: Hvað, mig? Ósýnilegi karlinn: Já, hann meinar víst þig. Lego-karlinn: Ekki kenna honum um þetta. Það var ég. Höfundur: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Æsuborgum 5, 112... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 186 orð | 1 mynd

Fljúga skal flugdrekinn...

ÞEGAR vindar blása, sem er oft á Íslandi, er tilvalið að fara út á autt svæði og fljúga hátt upp í himininn með flugdrekann sinn. Ekki þarf að vera flókið mál að setja saman einn slíkan. Það sem þið gerið er eftirfarandi: 1. Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 26 orð | 1 mynd

Hvor byrjaði hvar?

FLUGMENN flugvélarinnar og þyrlunnar skilja reykslóðina eftir sig og ef þið rekið ykkur eftir slóðunum, sjáið þið hvar hvor þeirra byrjaði flugið, á byrjunarreit A eða... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Kattaraugu sem ljós í myrkri

SJÁÖLDUR katta eru galopin og víð í rökkrinu til þess að taka við sem mestu ljósmagni. Inni í augunum aftanverðum er eins konar spegilhimna, sem endurvarpar ljósgeislum. Þess vegna glóa augu katta í... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Lárétt, lóðrétt og skáhallt

RAÐIÐ táknunum fjórum í reitina þann veg að öll táknin séu í hverri röð - eins og segir í fyrirsögninni: lárétt, lóðrétt og... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Mynd af afmæli

AMMA Lára sendi þessa mynd, sem sonardóttir hennar, Soffía Lára, teiknaði. Soffía Lára er 6 ára og er þetta mynd af afmæli. Hún hefur gaman af Myndasögum Moggans og lesa amma og sonardóttir blaðið... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 39 orð | 1 mynd

Pennavinir

ÉG heiti Fjóla Kristín og er 12 ára. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 11ö13 ára. Áhugamál mín eru: skautar, góð tónlist, pennavinir, dýr o.m.fl. Óska eftir mynd með fyrsta bréfi ef hægt er. Skrifið fljótt! Fjóla K. Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 66 orð

Safnarar

ÉG safna hestalímmiðum. Síðan safna ég öllum með Tweety, Britney Spears og hálsmenum. Í staðinn get ég látið myndir úr Æskunni og Spice Girls-myndir. Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 28 orð | 2 myndir

Snubble og Marill

RAGNHILDUR Samúelsdóttir, 12 ára, Kambaseli 42, 109 Reykjavík, er greinilega ein af mörgum sem gaman hafa af Pokémon. Hún sendi myndir af Snubble og Marill. Bestu þakkir fyrir,... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Sumarið í trjánum

SÓLEY Rut Sigurðardóttir, 6 ára, Sævangi 33, 220 Hafnarfjörður, er flink að teikna og gerir mikið af því. Þessi mynd er af stelpu, sem stendur við eplatré í fullum blóma. Og himinninn er blár - en ekki... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 6 orð | 1 mynd

SVONA lítur lausnin út.

SVONA lítur lausnin út. Einfalt, ekki... Meira
7. júní 2000 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Undarleg nöfn geimvera

ÉG heiti Pétur Breki Bjarnason og á heima á Álagranda 23 í Reykjavík. Ég sendi núna aðra myndina mína. Þessi mynd er af Qui-Gon Jinn, Darth Maul og Obi-Wan Kenobi. Rétt er að taka fram að þessi mynd hefur lengi beðið birtingar... Meira

Viðskiptablað

7. júní 2000 | Netblað | 348 orð | 1 mynd

Að veiða í "Djúpu lauginni"

N ÝR sjónvarpsþáttur hefur hafið göngu sína á Skjá einum þar sem dagskrárgerðarmennirnir setja sig í hlutverk ástarguðsins Amors og leiða saman tvær leitandi persónur, og það í beinni útsendingu. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 269 orð | 1 mynd

Ágjarnar hetjur

S PILENDUR í Majesty, sem er stjórnunarleikur, taka að sér hlutverk kóngs stórs lands sem er umsetið af skrímslum og margs konar óþokkum af verstu gerð, þar á meðal galdrakörlum sem hafa vald til þess að hneppa heilu sýslurnar í álög. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 154 orð

Byggt á stafrænni tækni

Stafræn tækni gerir það að verkum að auðveldara er að dreifa og birta texta en áður á tölvutæku formi. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 125 orð

Bækur á MP3-sniði

Hljóðbækur eru þekkt fyrirbrigði en þannig getur notandi hlustað á uppáhaldssöguna sína í vasaútvarpstæki. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 143 orð | 1 mynd

Citroën boðar stórfelldar breytingar

Franski bílaframleiðandinn Citroën hyggst verða fyrsti bílaframleiðandinn til þess að setja á markað bíl, Xsara Windows CE, sem hefur yfir að ráða fullkomnu tölvu- og upplýsingakerfi, sem keyrir Microsoft Windows CE-hugbúnað. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 882 orð | 2 myndir

Eins og opin bók

Bækur höfðu tekið litlum breytingum í rúm 500 ár, eða allt frá uppfinningu Þjóðverjans Jóhanns Gensfleisch Gutenberg á lausastöfum, sem markar upphaf nútíma prentunar, þar til að bókabúðir hófu sölu bóka á Netinu fyrir fáeinum árum. Enn frekari framfarir eru fyrirsjáanlegar því fjöldaframleiðsla á útgáfu bóka á rafrænu formi er handan hornsins. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 30 orð

Eru allra meina bót

Heilsuvefir eru fjölsóttir erlendis og þeir hafa nú hafið innreið sína hér á landi. Á þeim er hægt að fá upplýsingar um sjúkdóma, lyf og ráð varðandi mataræði, hreyfingu og... Meira
7. júní 2000 | Netblað | 37 orð

Fjöldi nýrra og spennandi íslenskra þátta...

Fjöldi nýrra og spennandi íslenskra þátta hefur göngu sína á SkjáEinum í sumar og verður ástin, grillið og ferðalög um landið í hávegum höfð. Popphljómsveitin S Club 7 heimsækir áskrifendur Stöðvar 2 og Pamela Anderson svarar fyrir sig. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 230 orð | 1 mynd

Frá fortíð til framtíðar

Ævintýra- og stjórnunarleikir njóta talsverðra vinsælda, hvort sem þeir gerast í fortíð eða framtíð. Hafa framleiðendur keppst við að gefa út nýjar útgáfur. Ingvi Matthías Árnason kynnti sér kosti og galla fjögurra stjórnunar- og ævintýraleikja. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 187 orð

Föt með greind

JBandaríska fyrirtækið Charmed Technology er að hanna föt sem búa yfir þeim eiginleika að veita notanda þess hlýju þegar þeim verður kalt og kæla þá þegar þeim verður heitt, að því er fram kemur á fréttavef Sky . Meira
7. júní 2000 | Netblað | 27 orð

Galdramaður vill öðlast heimsyfirráð

Í ævintýraleiknum Medievil fara þátttakendur aftur til fortíðar og taka sér hlutverk afturgöngu sem berst við argan galdramann, sem vill ná heimsyfirráðum með því að beita óvönduðum... Meira
7. júní 2000 | Netblað | 40 orð

Gnutella

Fyrirtækið sem framleiðir Gnutella-hugbúnaðinn heitir Nullsoft og framleiddi Winamp á sínum tíma, vinsælasta mp3-spilara Netsins. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 338 orð | 1 mynd

Góðu heilli fyrir heilsuvefi

Í Bandaríkjunum er talið að um 36 milljónir manns noti slíka vefi reglulega og að um 11 milljónir kaupi lyf og heilsuvörur í netverslunum. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 232 orð | 1 mynd

Haldið um stjórntaumana

M ARKMIÐ Imperium Galactica 2: Alliances, sem þarfnast minnst 233 MHz Pentium-tölvu með Windows 98, þrívíddarkort og fjögurra hraða geisladrif, er að finna nýjar plánetur og byggja þar nýlendur auk þess að verjast árásum annarra kynstofna. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 506 orð | 1 mynd

Höfundarréttur sagður fyrir borð borinn

Sú stafræna bylting sem átt hefur sér stað í tónlistarheiminum ætti að reynast hvalreki á fjörur listamanna, sem eiga þess kost að gefa út og dreifa tónlist sinni með áhrifaríkari hætti. Sá böggull fylgir skammrifi fyrir framleiðendur og höfunda að Netið er jafnframt notað til þess að dreifa tónlist frítt mörgum til armæðu. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 706 orð | 1 mynd

Hömlur á auglýsingar í tölvupósti

Búið er að setja lög á Alþingi sem veita vernd gegn beinni markaðssókn í tölvupósti. Mega fyrirtæki sem ætla að hefja beina markaðssókn með þessum hætti aðeins senda fólki tölvupóst einu sinni og verða að gefa þeim kost á að samþykkja áframhaldandi notkun á slíkri aðferð. Netverjar mæla gegn lögunum og vilja að vernd neytenda sé sjálfgefin og að auglýsingar í tölvupósti séu bannaðar nema móttakandinn hafi að fyrra bragði gefið leyfi fyrir þeim. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 89 orð

Illa fenginn hugbúnaður

Meira en hálf milljón hugbúnaðar, eða 91% þess sem er í notkun í Kína, er illa fenginn, en landið er verst sett hvað ólöglegar útgáfur af hugbúnaði varðar í Asíu. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 79 orð

Í hárgreiðslu

HÁRGREIÐSLUSTOFAN Zoo.is í Spönginni í Grafarvogi hefur farið nýja leið í að bjóða viðskiptavinum að panta hjá sér tíma en í gegnum www.zoo.is er hægt að panta klippingu og fá staðfestingu til baka í tölvupósti. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 298 orð | 1 mynd

Jar Jar Binks spillir öllu

J EDI Power Battles, sem er þrívíddar baráttuleikur fyrir Playstation og þarfnast minniskorts, á að gerast á sama tíma og The Phantom Menace. Spilendur geta valið á milli fimm Jedi riddara, Obi Wan Kenobi, Qui-Gon Jinn Mace Windu, Plo Koon og Adi Gallia. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 101 orð

Keyrt yfir tölvu

qTölvunotendur í Suður-Afríku eru óþolinmóðir þegar tölvur eru annars vegar ef marka má könnun sem gerð var þar í landi. 43% aðspurðra sögðust reiðast ef þau gætu ekki framkvæmt aðgerðir á þeim. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 941 orð | 3 myndir

Kveður við nýjan tón

Því fer fjarrri að sú alda stafrænnar tækni í hljóðritun og dreifingu tónlistar, eins og mp3-tækni, sem risið hefur hátt, hafi ekki valdið ölduróti hér á landi. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 237 orð

Lögin um dreifingu tónlistar eru skýr

Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og prófessor í höfundarétti við Háskóla Íslands, segir að lög um upptöku og dreifingu tónlistar séu skýr og engum vafa undirorpið hver réttur manna er: það sé heimilt... Meira
7. júní 2000 | Netblað | 143 orð | 1 mynd

Metallica fær á baukinn

Mörgum, ekki síst aðdáendum rokksveitarinnar Metallica, hefur ofboðið ákafi hljómsveitarmeðlima að banna notkun á Napster-hugbúnaðinum, sem leitar að tónlist á Netinu. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 81 orð

MP3

MP3 þjappar efni saman en nær engu að síður að halda fullum hljóðgæðum þess. Jafnframt er auðvelt að dreifa slíku sniði yfir Netið. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 60 orð

Napster

Napster-hugbúnaðurinn kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári og vakti strax athygli unnenda tónlistar sem og framleiðenda og margra tónlistarmanna sem vilja koma í veg fyrir að tónlist sé dreift ókeypis yfir Netið. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 166 orð | 1 mynd

Netcafe.is

Opnunartími Netcafe.is, www.netcafe.is, er opið frá 9-18 um virka daga og 10-14 á laugardögum. Hvað kostar að nota tölvuna? 300 krónur fyrir 15 mínútur, 450 krónur fyrir 30 mínútur og 700 krónur fyrir klukkutíma. Hvaða tegund af tölvu er notuð? Meira
7. júní 2000 | Netblað | 114 orð

Netkaffihús Netkaffihúsum hefur fjölgað í Reykjavík...

Netkaffihús Netkaffihúsum hefur fjölgað í Reykjavík á undanförnum mánuðum. Staðirnir bjóða aðgang að tölvum, Neti og útprentun auk þess að flest hafa yfir að ráða fjölbreyttum matseðli og úrvali af kaffi. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 169 orð | 1 mynd

Netkaffi-S24

Netkaffihúsin dafna í Reykjavík, en jafnhliða aukinni tölvu- og netvæðingu borgarbúa hefur þeim vaxið fiskur um hrygg. Staðir sem kenna sig við netkaffi eru nú orðnir fjórir að tölu í borginni. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 659 orð | 2 myndir

Pamela Anderson

P AMELA Anderson hefur verið meira í sviðsljósinu vegna hjónabandsörðugleika og lýtaaðgerða en hlutverka sinna í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Karlmenn dýrka hana, konur baktala hana en það er ýmislegt í hana spunnið. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 68 orð | 1 mynd

Raunir Stephens Kings

Áform bandaríska rithöfundarins Stephens Kings um að gefa út bókina "Riding the Bullet" einvörðungu á Netinu beið skipbrot vegna tæknilegra vandamála. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 469 orð | 1 mynd

Ruslpóstur stingur í augun

eTölvupóstur, sem sendur er í auglýsingaskyni, er af mörgum talinn auglýsingamáti framtíðar, en notkun hans til þess að kynna vöru og þjónustu hefur vaxið hröðum skrefum. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 31 orð | 1 mynd

Sala á íslenskri tónlist í gegnum...

Sala á íslenskri tónlist í gegnum Netið hefur tekið stökk á þessu ári, einkum til útflutnings. Einkum eru útlendingar hrifnir af framlagi Íslendinga til Eurovision-keppninnar sem og Sigur Rós og Björk. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 107 orð

Símasjálfsölum hríðfækkar

,Símasjálfsalar eru á undanhaldi því færri reiða sig á notkun þeirra um leið og notkun farsíma eykst. Í Bandaríkjunum eru símasjálfsalar um tvær milljónir talsins en þeim hefur fækkað um þrjú hundruð þúsund á síðustu tveimur árum. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 91 orð | 1 mynd

Sími með GPSstaðsetningartæki

Finnski farsímaframleiðandinn Benefon hefur hannað síma sem er með innbyggt GPS-staðsetningartæki. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 107 orð | 1 mynd

Sjónvarpsmynd um Kennedy yngri

SJÓNVARPSSTÖÐIN FOX hefur ráðist í að gera kvikmynd um John F. Kennedy yngri eftir bók Wendy Leigh. Kennedy lést sem kunnugt er í flugslysi fyrir ári ásamt eiginkonu sinni. Myndin mun vera nafnið Prince Charming: The John F. Kennedy Jr. Story. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 267 orð | 1 mynd

Sjö syngjandi sjónvarpsstjörnur

NÝ þáttaröð, S Club 7 á Miami, hefur hafið göngu sína á Stöð 2 og fjallar hún um unglingahljómsveitina S Club 7 sem var stofnuð árið 1998 í Bretlandi. Þar segir frá sjö tápmiklum táningum sem stofna popphljómsveit og fara í tónleikaferðlag til Miami. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 217 orð | 1 mynd

Thomsen netkaffi

Afgreiðslutími Thomsen netkaffi er opið frá 11-01 virka daga og til 21 um helgar, en þá er staðnum breytt í næturklúbb. Hvað kostar að nota tölvuna? Það kostar 500 krónur að nota tölvuna á klukkutíma. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 212 orð | 1 mynd

Top Shop

Opnunartími Netkaffihúsið í Top Shop er opið á opnunartíma verslunarinnar. Mánudaga til miðvikudaga kl. 10-19, fimmtudaga og föstudaga kl. 10-20, laugardaga og 1. sunnudag hvers mánaðar kl. 10-18. Hvað kostar að nota tölvuna? Krónur 250 fyrir 30 mínútur. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 123 orð | 1 mynd

Tori á tjaldinu

NÚ þegar sjónvarpsþættirnir Beverly Hills hafa runnið sitt skeið á enda eftir tíu ár í framleiðslu velta margir því fyrir sér hvað verði um þá leikara sem léku í þáttunum? Meira
7. júní 2000 | Netblað | 515 orð | 2 myndir

tónlist valin eftir hugarástandi

Gunnar Hafsteinsson, Jón Arnar Guðmundsson og Guðmundur Arnar Ástvaldsson, nemendur á lokaári í kerfisfræði við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hafa búið til viðbót fyrir iPulse-samskiptakerfi OZ.COM og Ericsson sem flokkar tónlist sem spiluð er í tölvu og býr til lifandi lagalista eftir hugarástandi notanda. Viðmótið, sem kallast Mudo Meter, leyfir einnig notanda að láta tónlist streyma yfir Netið og samnýta flokkun annarra notenda iPulse. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 513 orð | 2 myndir

Tónninn sleginn í tónlistarútflutningi

Sala á íslenskri tónlist í gegnum Netið hefur tekið mikið stökk á þessu ári, en pantanir koma í talsverðum mæli erlendis frá. Mestur er áhugi útlendinga á tónlist er tengist þátttöku Íslendinga í Eurovision-keppninni en efni frá hljómsveitinni Sigur Rós, Björk og Bubba Morthens er einnig vinsælt. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 266 orð | 1 mynd

Þeir sem vilja fylgjast með noti Napster

Hörður Sveinsson, 19 ára nemi í Iðnskólanum í Reykjavík, segir að hann hafi kynnst Napster-hugbúnaðinum í gegnum vini og kunningja og noti nú hugbúnaðinn óspart til þess að sækja nýja tónlist eða þau lög sem hann hefur áhuga á að eignast. Meira
7. júní 2000 | Netblað | 138 orð | 1 mynd

Ævi Páls Óskars á fjórum tungumálum

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur opnað heimasíðu, www.palloskar.is, sem er á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Gert er ráð fyrir að hann bæti við tveimur tungumálum til viðbótar: spænsku og dönsku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.