ELIAN Gonzalez, sex ára kúbverskur drengur, fór til Havana á Kúbu í gærkvöld eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði föður hans að taka hann með sér til heimalands síns.
Meira
Í SKÝRSLU sem var lögð fyrir sérskipaða rannsóknarnefnd þýzka þingsins í gær kemur fram að á þeim vikum sem liðu milli ósigurs Kristilegra demókrata (CDU) í þingkosningunum í Þýzkalandi haustið 1998 og formlegs valdaafsals Helmuts Kohls til arftaka síns,...
Meira
STJÓRN Rússlands samþykkti í gær tíu ára efnahagsáætlun sem miðar að því að auka hagvöxtinn í landinu og treysta stöðu rússneskra fyrirtækja á heimsmarkaði. Í áætluninni er stefnt að því að hagvöxturinn verði a.m.k.
Meira
FANGI í Missouri-ríki í Bandaríkjunum var tekinn af lífi í gær með banvænni sprautu fyrir að hafa myrt mæðgin 1988. Var þetta í fyrsta sinn í Missouri sem maður er dæmdur til dauða án þess að kviðdómur kveði upp úrskurðinn.
Meira
Borgarráð samþykkti í fyrradag að hækka gjaldskrá rafmagns frá Orkuveitu Reykjavíkur um 1,7% frá 1. júlí en gjaldskráin hækkaði um 2,9% um síðustu mánaðamót. Hækkunin síðasta mánuð nemur því samtals 4,8%.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 577 orð
| 3 myndir
Síðla kvölds hinn 27. júní árið 1930 komu um 60 manns saman í Stekkjargjá á Þingvöllum til að stofna Skógræktarfélag Íslands. Þá stóð Alþingishátíðin yfir þar. Sjötíu ára afmælis félagsins var minnst í fyrrakvöld á sama tíma og sama stað.
Meira
FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti í Skagafirði hefur opinn dag laugardaginn 1. júlí nk. Veitingahús staðarins verður þá fimm ára, en árið 1995 var það opnað undir nafninu Sölva-bar.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 214 orð
| 1 mynd
196 nemendur voru útskrifaðir 23. júní sl. úr lengra námi Endurmenntunarstofnunar HÍ. Aldrei hafa fleiri útskrifast í einu frá stofnuninni og fór útskriftin fram í Háskólabíói. Útskrifað var af átta námsbrautum, þar af fjórum nýjum.
Meira
Heilbrigðisráðuneytið stefnir að því að spara um 700-800 milljónir í lyfjakostnaði á þessu ári en hlutur almennings í lyfjakostnaði hefur aukist mjög á síðustu árum. Forsvarsmenn samtaka sjúklinga gagnrýna nýlega reglugerð heilbrigðisráðherra. Nefnd eru dæmi um miklar hækkanir lyfja. Rúnar Pálmason kannaði málið.
Meira
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CNN , sem fagnar nú tuttugu ára starfsafmæli, hefur misst mikið áhorf það sem af er árinu og er það að mestu leyti rakið til þurrðar í fréttaefni og aukinnar samkeppni fréttastöðva í kapalsjónvarpi og nýrra fréttamiðla á...
Meira
Á ríkisstjórnarfundi í gærdag voru tekin fyrir nokkur mál á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar á meðal var staðfesting tvísköttunarsamnings milli Íslands og Belgíu, sem kemur í veg fyrir að fólk sé tvískattað fyrir sömu tekjurnar í löndunum tveimur.
Meira
SJÓVÁ-ALMENNAR í samstarfi við fimm bæjarfélög bjóða nú Stofnfélögum félagsins í sund í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert en alls eru Stofnfélagar, sem eru viðskiptavinir félagsins með allar tryggingarnar sínar sameinaðar, rúmlega 25.
Meira
HLJÓMSVEITIN Blúsmenn Andreu mun sjá um sveifluhitann á fyrsta Tuborgdjassi á fyrsta heita fimmtudeginum á Listasumri á Akureyri og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. í Deiglunni. Það er Jazzklúbbur Akureyrar sem stendur á bak við þessa tónleika, sem fyrr.
Meira
Í BÓKUN Reykjavíkurlista, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í vikunni í framhaldi af bókun Sjálfstæðisflokks vegna setu í stjórn Línu-Nets hf., segir að oddviti sjálfstæðismanna geti sjálfum sér um kennt hvernig farið hafi með stjórnarsætið.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað 27 ára gamlan mann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot gagnvart fjórum heyrnarlausum og heyrnarskertum stúlkum, nemendum í Vesturhlíðarskóla í Reykjavík. Fullnustu dómsins er hins vegar frestað, skv.
Meira
EIN umsókn barst um embætti prests á Raufarhöfn, frá Örnu Ýri Sigurðardóttur guðfræðingi. Umsóknarfrestur rann út um miðjan mánuð og er búist við að valnefnd komi saman í næstu viku til að fjalla um umsókn hennar.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ragnari Stefánssyni, forstöðumanni Jarðeðlilssviðs Veðurstofu Íslands: "Nokkur umræða hefur farið fram um stærðarákvarðanir jarðskjálfta undanfarið, og þá stærð á svokölluðum Richterkvarða.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 724 orð
| 1 mynd
SIGURBJÖRN Jónsson, byggingafulltrúi í Vestur-Rangárvallasýslu, sagði á fundi um áhrif Suðurlandsskjálfta á mannvirki, sem haldinn var á Selfossi í gær, að enn væri mörgum spurningum ósvarað varðandi það tjón sem orðið hefði á mannvirkjum í...
Meira
FEGURÐARSAMKEPPNI Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum undanfarna daga um "fegurðardrottningar á torfærutröllum" skal það tekið skýrt fram að þarna var ekki um að ræða keppendur úr...
Meira
29. júní 2000
| Akureyri og nágrenni
| 463 orð
| 2 myndir
FLUGSAFNIÐ á Akureyri var opnað við hátíðlega athöfn um helgina. Það var forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem opnaði safnið, sem er staðsett í flugskýli á Akureyrarflugvelli til bráðabirgða.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 408 orð
| 3 myndir
KÖNNUN á viðhorfum foreldra sem eiga börn á leikskólum til leikskólanna í Reykjavík, sýnir að foreldrar eru yfirleitt ánægðir með starf leikskólanna og telja að börnum sínum líði þar vel.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að ekkert erindi hafi borist frá Smyril Line um hafnarframkvæmdir sem nauðsynlegar eru í Seyðisfirði til að ný ferja fyrirtækisins, Norræna, geti lagst að bryggju þar.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
Á NÆSTU vikum fær gambíski Rauði krossinn heilan gám af reiðhjólum og varahlutum í reiðhjól að verðmæti rúmar tvær milljónir króna sem reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi gaf Rauða krossi Íslands.
Meira
FLUGVALLARVEGUR lokaðist um tíma á föstudagskvöld vegna mikillar umferðar til og frá Nauthólsvík. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar í Reykjavík voru 2.500 til 3.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 117 orð
| 1 mynd
LÍTILL vafi er talinn leika á því að aukinn hiti sé á Geysissvæðinu í Haukadal í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi og í gær minnti sjálfur Geysir nokkrum sinnum á sig.
Meira
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að í heilbrigðisráðuneytinu sé unnið að gjörbreyttu fyrirkomulagi á greiðslu lyfja. Leitað sé fyrirmyndar hjá Dönum og Svíum.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu menningarmálanefndar um að Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri við Þjóðminjasafnið, verði ráðin borgarminjavörður og forstöðumaður Árbæjarsafns - Minjasafns Reykjavíkur. Átta umsóknir bárust um stöðuna.
Meira
RÚSSNESKAR herþyrlur og stórskotalið létu í gær rigna sprengikúlum yfir stöðvar skæruliða í skógi klæddum fjallshlíðum Suður-Tsjetsjníu, í grennd við bæinn Serzhen-Yurt.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að hefði sú tilraun spákaupmanna til að lækka gengi krónunnar tekist, sem gerð var sl. föstudag og mánudag, hefði það getað haft alvarlegar afleiðingar.
Meira
SENN lýkur hinum árlegu námskeiðum umferðarskóla 5 og 6 ára barna í Reykjavík. Í gær fór fram síðari hluti námskeiðs í Hagaskóla. Morgunblaðið leit inn og fylgdist með áhugasömum nemendunum.
Meira
NÁINN ráðgjafi Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, gaf í skyn í gær að Ísraelar myndu beita valdi ef Palestínumenn lýstu einhliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, líkt og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar þeirra, hefur sagst munu gera.
Meira
Í LANCHÓ í Kína er að finna elsta jarðskjálftamæli í heimi. Mælirinn er uppfinning Zhangs Hengs, kínversks jarðskjálftafræðings, og var smíðaður árið 132.
Meira
SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Langholtsprestakalli, var kjörinn nýr formaður Prestafélags Íslands til tveggja ára á aðalfundi félagsins í gær.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfum 17 hluthafa í Eignarhaldsfélaginu DB hf. um að forkaupsréttarákvæði, sem voru í samþykktum félagsins, væru enn í gildi. Hluthafarnir höfðuðu málið gegn Sveini R.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 383 orð
| 1 mynd
Nafnið misritað Í VIÐTALI við þýska þingmanninn Karl-Heinz Hornhues, sem birtist á miðopnu í gær, var nafn hans misritað. Beðist er velvirðingar á þessum...
Meira
Írska þingið átti að fara í sumarfrí næstkomandi föstudag. Nú gæti hins vegar svo farið að ríkisstjórn Berties Ahern yrði send í varanlegt frí. Davíð Logi Sigurðsson rýnir í sviptingar sem átt hafa sér stað í írskum stjórnmálum.
Meira
FÁIR virðast ætla á kristnitökuhátíð á Þingvöllum ef marka má skoðanakönnun sem fyrirtækið PriceWaterHouseCoopers gerði í júnímánuði. Könnunin fór fram símleiðis og var úrtakið 1200 manns af öllu landinu en svarhlutfall var 60%.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 154 orð
| 1 mynd
ÞRJÁTÍU manna lúðrasveit frá Hjálpræðishernum í Drammen í Noregi heimsækir Hjálpræðisherinn í Reykjavík um helgina frá fimmtudeginum 29. júní til þriðjudagsins 4. júlí. Fagnaðarsamkoma verður í Herkastalanum á fimmtudag kl. 20.
Meira
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands og Hinsegin dagar 2000 efna til málþings í Norræna húsinu laugardaginn 1. júlí nk. undir heitinu "Samkynhneigðir á aldamótum".
Meira
TÆPLEGA þrítugur karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með tæp 5 kg af hassi á mánudag, að því er kemur fram í fréttatilkynningu, sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér í gær.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 108 orð
| 1 mynd
SKIPULAG umferðar vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum miðast við það að allt að 60 þúsund manns í um 19 þúsund einkabílum verði á ferðinni hvorn dag að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, en hann er framkvæmdastjóri...
Meira
Blönduósi- Á fimmta tug barna frá Sauðárkróki og Blönduósi ásamt leiðbeinendum og foreldrum hittust fyrir skömmu á golfvelli Blöndósinga í Vatnahverfi .
Meira
Hellissandi- Listaverk Ásmundar Sveinssonar, sem jafnframt er minnisvarði, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, var afhjúpað við hátíðlega athöfn af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Laugarbrekku á Hellnum sl. sunnudag.
Meira
MÓTORHJÓL lenti utan vegar við vegamót Grafningsvegar og Þingvallavegar um tíuleytið í gærkvöld. Ökumaður hjólsins, sem er 25 ára karlmaður, var fluttur í sjúkrahús. Rannsókn á meiðslum mannsins stóð enn yfir í gærkvöld.
Meira
NÁMSKEIÐ um iðjumiðað mat hjá börnum verður haldið dagana 29. og 30. júní. Námskeiðið er haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ og fræðslunefndar Iðjuþjálfafélags Íslands.
Meira
Dr. Gunnlaugur Bjarnason stjarneðlisfræðingur kannar ásamt hópi evrópskra vísindamanna tilgátuna hvort rétt sé að gammablossar séu upprunnir á svæðum þar sem stjörnumyndun er virk.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 117 orð
| 1 mynd
TVEIR jarðskjálftar af stærðinni 3,3 og 3 riðu yfir Suðurland eftir hádegi í gær með aðeins fimm mínútna millibili og um kl. 18 kom skjálfti af stærðargráðunni 3,2.
Meira
FULLYRT er að sænsku nóbelsnefndinni verði vandi á höndum ef hún ákveður að veita verðlaunin í læknisfræði fyrir genamengiskortið en frumgerð þess var kynnt á mánudag.
Meira
Hellu - Í nýafstöðnum jarðskjálftum fór heitt vatn af stóru svæði sem Hitaveita Rangæinga þjónar. Það tók ekki nema tvo daga að koma heitu vatni á aftur til Hellu og nágrennis en örlítið lengri tíma til Hvolsvallar.
Meira
NÝR ísbrjótur bandarísku strandgæslunnar, USCGC Healy, hefur viðdvöl í Helguvík dagana 29. júní til 2. júlí. Skipið er 16.000 lestir að stærð og er í reynsluför.
Meira
VÍGÐUR var nýr golfskáli Golfklúbbsins Dalbúa laugardaginn 23. júní sl. Golfvöllurinn er í Miðdal, rétt innan við Laugarvatn. Skálinn er rúmlega 60 fm að stærð og hinn veglegasti að allri gerð.
Meira
NÝTT tjaldsvæði og útilífsmiðstöð í landi Hamra skammt norðan við Kjarnaskóg verður tekið í notkun í kvöld, fimmtudagskvöld, með því að skátamót Skátasambands Norðurlands verður sett þar, en um 300 manns taka þátt í því.
Meira
Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 30. apríl 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og BA-prófi frá Háskóla Íslands í almennum málvísindum og íslensku árið 1985. Hún hefur starfað aðallega við íslenskukennslu fyrir útlendinga við HÍ og er það hennar aðalstarf. Maður Sigríðar er Sverrir Tómasson bókmenntafræðingur sem vinnur á Stofnun Árna Magnússonar og eiga þau samtals fjögur börn, þar af tvö uppkomin.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 279 orð
| 1 mynd
Veiði hófst bæði í Hofsá og Selá í Vopnafirði á mánudagsmorgun og var fremur rólegt á árbökkunum. Þó var dálítið af laxi gengið í árnar og á hádegi þriðjudags voru komnir 5 laxar á land í Hofsá, en 4 í Selá.
Meira
SEX tilboð bárust Vegagerðinni í verkefni á Vestfjarðavegi, kafla milli Vattarness og Vaðalness á Barðaströnd. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 55,9 milljónir króna og voru tvö tilboðanna rétt undir áætluninni en hin fjögur nokkru yfir.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt dóm sem sautján hluthafar í Eignarhaldsfélaginu DB höfðuðu gegn Sveini R. Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra félagsins. Hér fer á eftir niðurstaða dómstólsins um þau atriði sem helst var deilt um í málinu.
Meira
"ÞETTA var yndisleg stund. Þær hafa aldrei sýnt mér jafnmikla ást og hlýju og núna. Ég skynjaði að þær þráðu að vera í návist minni," sagði Sophia Hansen sem í gær hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í Ankara í Tyrklandi.
Meira
TVEIR menn voru skotnir og sjö særðust er vopnaður maður réðst inn á skrifstofur FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í Bagdad í gær. Talið er að maðurinn hafi verið að mótmæla refsiaðgerðum SÞ gegn Írak.
Meira
SÖGUÞEKKINGU Bandaríkjamanna virðist vera nokkuð ábótavant samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var meðal nema í framhaldsnámi við virta bandaríska háskóla. Hátt í 80% aðspurðra hlutu D eða F í einkunn á prófi um bandaríska sögu sem fyrir þá var lagt.
Meira
NÚ standa yfir framkvæmdir við gatnamót Hofsvallagötu og Hagamels. Verið er að setja upp umferðarljós, sem tekin verða í notkun í september. Ástæða þess að ljósunum var valinn staður þarna er að þeim fylgir aukið umferðaröryggi.
Meira
ÞRÍTUGUR karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 40 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir árás á sjúkraflutningamann á Akureyri.
Meira
VERKALÝÐSHREYFINGIN , verkfallsrétturinn og verkfall Sleipnis verður umræðuefni málfundar fimmtudaginn 29. júní kl. 20 á Klapparstíg 26, 2. hæð. Ræðumenn verða félagar í Eflingu í Reykjavík og fulltrúi verkfallsmanna í Sleipni. Fyrirspurnir og umræður.
Meira
FLOKKSRÁÐ Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kom saman til fundar á Lýsuhóli dagana 23.-24. júní sl. Sumarferð flokksins var farin í beinu framhaldi af fundinum, að þessu sinni í Flatey á Breiðafirði.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Hofsvallagötu við apótekið Lyf og heilsu 22.6. kl. 13:36. Þarna varð árekstur tveggja bifreiða, rauðri Nissan Sunny og grænni Alfa Romeo.
Meira
Hvammstanga - Nú í júní var opnuð áfengisverslun á Hvammstanga. Versluninni var valinn staður í byggingarvöruverslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, en fjórir aðilar höfðu boðið aðstöðu fyrir verslunina.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Landsambandi íslenskra akstursfélaga: "Fimmtudaginn 22. júní hélt Jeppaklúbbur Reykjavíkur, ásamt Torfærusambandi Íslands og ISAK.
Meira
Hellu - Síðastliðið sunnudagskvöld fjölmenntu íbúar í Rangárþingi til samverustundar í Odda með sóknarpresti sínum og biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Sr.
Meira
29. júní 2000
| Innlendar fréttir
| 346 orð
| 1 mynd
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhenti í gær föður Martin, stofnanda og leiðtoga Social Action Movement-samtakanna í Indlandi 30 milljónir króna til að leysa börn úr skuldaánauð.
Meira
EIGENDUR Arkarinnar hans Nóa, einkarekins leikskóla í Vesturbænum, hafa tekið þá ákvörðun að loka skólanum frá og með 1. september. Foreldrum barna við leikskólann barst tilkynning þess efnis hinn 29. maí síðastliðinn.
Meira
ÖÐRU hverju verða atburðir í sögu vísinda og tækni sem allir sjá að marka skil og eiga eftir að hafa áhrif á líf manna um ókomna framtíð. Fyrsta tunglferðin 1969, beislun kjarnorkunnar 1945 og afstæðiskenning Einsteins 1905 eru dæmi um slíkar viðmiðanir.
Meira
ÁGÚST Einarsson fyrrverandi alþingismaður segir á vefsíðu sinni að Íslendingar eigi að læra af mistökum. Þegar jarðskjálftinn 17. júní reið yfir hafi Ríkisútvarpið brugðizt algerlega og óljósar fréttir hafi verið frá Veðurstofu og Almannavörnum.
Meira
Um þessar mundir sýnir Ragnar Gestsson í Gallerí@Hlemmur.is verk sem hann kallar "Vinnubelti og staðarkort". Unnar Jónasson spurði hann nokkurra spurninga um sýninguna og lífið í Þýskalandi þar sem hann býr.
Meira
½ Leikstjóri: Peter Hyams. Handrit: Andrew W. Marlowe. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Gabriel Byrne og Robin Tunney. (121 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Í útkimum Hafnarfjarðarhrauns leynast ýmsir óvenjulegir hlutir. Meðal þeirra er sýningarrýmið Ljósaklif og sýningin sem þar stendur nú yfir. Þó að staðurinn sé úr alfaraleið er vel þess virði að leggja á sig ferðalag þangað til að virða fyrir sér sérstæð verk Halldórs Ásgeirssonar myndlistarmanns. Inga María Leifsdóttir gerði það og heillaðist af staðnum og verkunum í hrauninu.
Meira
Snyrtivöruframleiðandinn Ron Perelman ætlar að kvænast leikkonunni Ellen Barkin sem lék hina skemmtilegu móður í myndinni Drop Dead Gorgeous á síðasta ári.
Meira
Hayward galleríið í London hýsti á dögunum Sonic Boom, eina stærstu hljóðlistarsýningu sem haldin hefur verið á Englandi. Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn David Toop valdi hóp myndlistar-og tónlistarmanna sem vinna með samband hljóðs og rýmis eða þess sjáanlega til að taka þátt. Darri Lorenzen heimsótti galleríið og varð margs vísari.
Meira
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir og Valgarð Gunnarsson opna samsýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg 14, á laugardag. Þau hafa hvort um sig haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og utanlands.
Meira
UM 1700 ungmenni, þátttakendur á norræna menningar- og æskumótinu í Reykjavík, fóru í kynnisferð um Suðurland á sunnudag og enduðu ferðina á Selfossi með menningarkvöldvöku á íþróttavellinum.
Meira
LEIKARINN Mel Gibson var mættur á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Patriot eða Föðurlandsvinurinn, í Los Angeles í gær. Í myndinni leikur Gibson enn eina hetjuna, mann sem berst í frelsisstríði Bandaríkjanna.
Meira
ÞÓRÓLFUR Stefánsson leikur verk á gítar eftir Barrios, Tarrega, Brouwer o.fl. í Sauðárkrókskirkju á sunnudag, kl. 21. Þórólfur útskrifaðist úr Tónlistarskóla Sigursveins árið 1987.
Meira
SJÖTTI áfangi farandsýningarinnar Hláturgas, læknaskop frá vöggu til grafar, verður opnaður á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 30. júní kl. 15, en sýningin kemur frá Heilbrigðisstofnun Egilsstaða.
Meira
Leikstjóri: John Schlesinger. Handrit: Thomas Ropelewski. Aðalhlutverk: Madonna, Rupert Everett, Neil Patrick Harris, Benjamin Bratt, Lynn Redgrave, Joseph Sommer. 2000.
Meira
ÞAÐ HEFUR lítið heyrst af Nágrannastelpunni Kylie Minogue síðan hún grét sig í svefn með Tears on my pillow-smellnum fyrir tíu árum. En ástralska, álfslega fegurðardrottningin er seig og hefur nú stigið úr sjálfskipaðri útlegðinni sem sigurvegari.
Meira
Höfundur: Alan Shearman. Þýðing: Sigurbjörn Aðalsteinsson. Leikstjóri: Þröstur Leó Gunnarsson. Samkomuhúsið á Akureyri, Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga 23. júní 2000.
Meira
JÓHANNES Dagsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi ash, Lundi, Varmahlíð í Skagafirði, á laugardag, kl. 14. Jóhannes var í fornámi við Myndlistaskólann á Akureyri 1995-1996 og tók eitt ár í fagurlistadeild 1996-1997.
Meira
Leikstjóri: Marc Levin. Handrit: Marc Levin, Danny Hoch og Garth Belcon. Aðalhlutverk: Danny Hoch, Dash Mihok. (92 mín.) Bandaríkin 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Kuran kompaní heldur tónleika á Sóloni Íslandusi miðvikudaginn 5. júlí kl. 21. Kuran kompaní er nýstofnaður tónlistarhópur sem í eru Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari og ýmsir aðrir, eftir því hvert tilefnið er.
Meira
LOKATÓNLEIKAR orgeltónleikaraðar í Skálholtskirkju sem borið hefur nafnið Fimm fimmtudagar í júní verða í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikaröðin er helguð minningu J.S. Bach á 250 ára dánarafmæli hans.
Meira
VEGAS KL. 21 Big Band Brútal Viðburður Óvæntra bólfélaga er að þessu sinni frá Big Band Brútal sem spinnur "live soundtrack" við teiknimyndir Hugleiks Dagssonar.
Meira
GULA pressan í Bretlandi er mjög upptekin af orðrómi um að samband foreldranna tilvonandi, Michaels Douglas og Catherine Zeta-Jones, sé í uppnámi vegna ýmissa atriða í kaupmála sem þau hugðust gera sín á milli.
Meira
FYRSTU tónleikar tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju verða sunnudagskvöld, kl. 20. Einnig verða fyrstu hádegistónleikarnir á laugardag, kl. 12. Á báðum tónleikunum leikur Karstein Askeland, orgelleikari frá Björgvin í Noregi.
Meira
Meðal gesta á menningar- og listahátíðinni sem haldin var í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið á dögunum var bandaríska tónskáldið William Harper. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti hann að máli að hátíðinni lokinni en hann var þá að leggja af stað í ferð á söguslóðir Eyrbyggju.
Meira
Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handrit: Toby Emmerich. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Jim Caviezel, Andre Braugher, Elisabeth Mitchell. New Line Cinema. 2000.
Meira
ENN TEKST aðstandendum Tilraunaeldhússins að lokka saman í bólið óvænta listamenn. Nú hefur Hugleikur Dagsson fengist til að smeygja sér undir sængina með heilli hljómsveit og það hvorki meira né minna en Big Band Brútal.
Meira
Dans stöðumælanna er heiti á nýjum geisladisk sem inniheldur tónlist eftir Ingva Þór Kormáksson sem hann hefur samið við ljóð íslenskra nútímaskálda sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Meira
NACHO Duato, lengst til hægri á myndinni, sem er dansari og framkvæmdastjóri spænska dansflokksins kemur hér fram ásamt dönsurum flokksins í nýlegu verki sínu "Ofrenda de Somras", sem útleggja má sem "Fórn skugganna".
Meira
Ritið Guðfræði Marteins Lúthers eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson er komið út. Þorvarður Hjálmarsson ræddi við höfundinn, sem segir að færa megi gild rök fyrir því að greiningin á milli lögmáls og fagnaðarerindis sé túlkunarlykill evangelískrar guðfræði.
Meira
TIL AÐ hafa nóg að gera allan ársins hring reyna leikarar sjónvarpsþátta að fiska bitastæð hlutverk í kvikmyndum séu þau á lausu yfir sumarmánuðina.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 29. júní, verður fimmtug Hulda Fríða Ingadóttir, Stóragerði 32, Reykjavík . Sigurbjörn Þorleifsson varð einnig fimmtugur 6. febrúar sl. og er því samanlagður aldur þeirra 100 ár.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag 29. júní, er áttræð Rannveig Löve, kennari, Vogatungu 9, Kópavogi . Eiginmaður hennar var Guðmundur Löve, frkvstj. Öryrkjabandalags Íslands, sem lést árið 1978. Í tilefni þess tekur Rannveig á móti gestum frá kl.
Meira
80 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 30. júní, er áttræð Sigríður Hjálmarsdóttir, Steinshólum v/Kleppsveg. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í sal SVR við Kirkjusand frá kl. 17 á morgun, föstudag. Í tilefni afmælisins afþakkar Sigríður...
Meira
Niðurstaða þessarar reynslu er því sú, segir Gunnlaugur Júlíusson, að það séu ekki allir jafnir fyrir gildandi skattalögum, vinnubrögð skattayfirvalda handahófskennd.
Meira
Í bæklingi sem gefinn hefur verið út um kristnihátíð og borinn í hvert hús er sagt frá "iðrunargöngu" á Þingvöllum laugardaginn 1. júlí. Hún á víst að vera syndajátning og "undirbúningur fyrir gönguna til guðs borðs" daginn eftir.
Meira
Þótt grúfi nótt og stjarna ei sé til sagna, mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið. Er dagur skín, ég fullvissu þeirri fagna: ég er förunautur sólar á vesturleið. Á vori sólin ekur um óravegi, og ofurljóma stafar af hennar brá.
Meira
Með öllu er ósanngjarnt og meiðandi að kenna kristindóminum um myrkur miðalda, segir Jakob Ágúst Hjálmarsson, ef menn tuttugustu aldar þykjast hafa efni á að kalla aðrar aldir myrkar.
Meira
ÞESSI kona var í námi í Munchen 1953 og bjó í kastala sem er innréttaður sem íbúðir. Þetta var málað 1954 af konu sem heitir Anna Marie Tripps í Munster Eifel. Baróninn þar hefur áhuga á að frétta af henni og hafa samband við hana.
Meira
Þeir sem lagt hafa á sig ómælda vinnu til að undirbúa hátíðina , segir Margrét Bóasdóttir, eiga skilið að við þiggjum boðið og njótum þess sem fram er borið.
Meira
Minningargreinar
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 1830 orð
| 1 mynd
Bjarni Viðar Magnússon, forstjóri Íslensku umboðssölunnar, fæddist á Akureyri 8. september 1924. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt 17. júní síðastliðins og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 26. júní.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 1898 orð
| 1 mynd
Björk Dúadóttir fæddist á Akureyri 1. apríl 1951. Hún lést í bílslysi 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Valdimarsdóttir, f. 11.9. 1925, og Dúi Björnsson, f. 6.1. 1923. Þau skildu.
MeiraKaupa minningabók
Dagbjört Stefánsdóttir var fædd í Hvammi í Hjaltadal 29. maí 1910. Hún lést 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Soffía Jónsdóttir, f. 20. desember 1874, sem var af Reiðhólsætt í Fljótum í Skagafirði, og Stefán Sigurgeirsson, f. 26.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 1347 orð
| 1 mynd
Guðni Ebeneser Árnason fæddist að Látrum í Aðalvík 27. september 1927. Hann lést á heimili sínu, Krosshömrum 19a, Reykjavík, 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Jasína Guðleifsdóttir, f. 7. júlí 1894, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 2109 orð
| 1 mynd
Hannes Ingvi Kristjánsson fæddist að Grund á Vatnsleysuströnd 26. júlí 1919. Hann lést 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórdís Símonardóttir, f. 23. september 1894, d. 23. mars 1991 og Kristján Hannesson, f. 10. júlí 1882, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 1685 orð
| 1 mynd
Hulda Guðmundsdóttir fæddist í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 7. maí 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Eggertsson, sjómaður, f. 30. október 1870, d. 30.
MeiraKaupa minningabók
Ragnhildur Ketilsdóttir fæddist að Gerði í Suðursveit í A-Skaftafellssýslu hinn 23. maí 1906. Hún lést í Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 31. maí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 3168 orð
| 1 mynd
Steinunn Árnadóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1951. Hún andaðist á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karólína Stefánsdóttir húsmóðir og Árni Guðmundsson bakarameistari. Þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
29. júní 2000
| Minningargreinar
| 3532 orð
| 1 mynd
Þórður Eiríksson fæddist í Reykjavík hinn 21. apríl 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans hinn 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufheiður Jensdóttir, fædd í Bakkabúð í Fróðárhreppi hinn 5.10.1917, d. 17.2.
MeiraKaupa minningabók
Fagradal - Bændurnir í Dyrhólahverfi, Guðjón Þorsteinsson frá Litlu-Hólum og Þorsteinn Gunnarsson frá Vatnsgarðshólum, stóðu fyrir skoðunarferð um Dyrhólaey í tilefni af opnun hennar nú í lok júní og sögðu frá því starfi sem hefur verið unnið þar síðan...
Meira
B. MAGNÚSSON hefur sett á markað RiboForce HP fæðubótarefni frá fyrirtækinu EAS. Í fréttatilkynningu segir að efnið sé samsetning af kreatíni, ríbósa og táríni sem sett er í freyðandi blöndu.
Meira
Drangsnesi - Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði var opnað með kaffihlaðborði hinn 17. júní sl. Það er árvisst að Laugarhóll bjóði upp á kaffihlaðborð 17. júní en í ár var tilefnið ekki bara að sumarstarfið er hafið.
Meira
Í Evrópu hafa orðið banaslys af völdum sundhringja. Markaðsgæsludeild löggildingarstofu vill vara við mögulegri hættu á notkun slíkra sundhringja sem eru með götum fyrir fætur barna.
Meira
Undanfarna mánuði hafa lífrænt ræktaðar matvörur náð fótfestu á breska matvörumarkaðnum og taka þær undir sig æ meira pláss í hillum stórmarkaðanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir komst að því að það sem áður þóttu dyntir sérviskufullra kaupenda er nú orðið að útbreiddum lífsstíl.
Meira
Blönduósi - Rekstur hótels á Blönduósi hefur ekki verið samfelldur undanfarna mánuði en að sögn Sæmundar Gunnarssonar hótelstjóra hefur hótelið starfað af og til síðan í apríl, allt eftir því hvernig pantanir hafa verið.
Meira
Á MARKAÐ er komið skyr með melónum og ástaraldinum. Í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að skyrið komi í 500 og 200 gramma umbúðum. Fyrir voru á markaðnum hreint MS-skyr og MS-skyr með...
Meira
Skemmtiferðaskipið Explorer kom í Ósvör í Bolungarvík nýlega og voru farþegar þess ferjaðir með slöngubátum í land til að skoða þessa elstu verstöð Íslands. Þess má geta að skemmtiferðaskipið heimsótti Ósvör einnig síðasta sumar.
Meira
Sex hjörtu er sennilega nóg á spilin lagt, en segjum að lesandinn sé staddur í alslemmu - í sjö hjörtum. Útspilið er tromp... Norður &spade; Á974 &heart; KD9 ⋄ D3 &klubs; Á1098 Suður &spade;D2 &heart;ÁG732 ⋄ÁKG42 &klubs;6 ...
Meira
Í dag er fimmtudagur 29. júní, 181. dagur ársins 2000. Pétursmessa og Páls. Orð dagsins: En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.
Meira
Svartur á leik. Staðan kom upp á hollenska meistaramótinu á milli alþjóðlegu meistaranna Manuel Bosboom (2461), hvítt, og Dennis De Vreugt (2498). 31...Rhf4+! 32.gxf4 Rxf4+ 33.Kg3 Re2+ 34.Kg2 Rf4+ 35.Kg3 Re2+ 36.Kg2 gxh3+ 37.
Meira
HEIMSMEISTARAR Frakka leika til úrslita á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Portúgal á Baldvins-leikvangi í Brussel. Í úrslitaleiknum á sunnudaginn mæta Frakkar annað hvort Hollendingum eða Ítölum en þjóðirnar mætast í dag.
Meira
Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem náð hefur samningum við spænska félagið Las Palmas um þriggja ára samning fór ekki til Kanaríeyja í gær eins og til stóð.
Meira
GUÐMUNDUR Mete , knattspyrnumaðurinn efnilegi hjá Malmö FF í Svíþjóð , var valinn maður leiksins hjá tveimur dagblöðum, Arbedet og Kvällposten , eftir frammistöðu sína í sigri liðsins á Brage á mánudagskvöldið.
Meira
ZINEDINE Zidane tryggði Frökkum sæti í úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu með því að skora svokallað "gullmark" á 117. mínútu úr vítaspyrnu, lokatölur voru 2:1. Vítaspyrnan var umdeild og mótmæltu Portúgalar henni svo ákaflega að tveir þeirra fengu rauða spjaldið. Dómur Gunter Benko var réttur, e.t.v. strangur, en greinilegt var að Abel Xavier, varnarmaður Portúgal, fékk knöttinn í vinstri hönd sína eftir að Sylvain Wiltord hafði skotið að markinu.
Meira
KR-völlur, leikur úr 10. umferð sem er flýtt vegna Evrópuleikja KR, fimmtudaginn 29. júní kl. 20. Dómari : Jóhannes Valgeirsson. Aðstoðardómarar : Einar Örn Daníelsson, Marinó Þorsteinsson.
Meira
DINO Zoff, þjálfari Ítala, hefur til þessa notað þriggja manna vörn og fjögurra manna vörn það sem af er Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Líklegt er talið að Zoff taki enga áhættu gegn sókndjörfum Hollendingum í dag og megináhersla verði lögð á varnarleik í 4-4-2 leikaðferð Ítala. Líklega tekur Luigi Di Biagio stöðu Antonio Conti sem hægri miðjumaður.
Meira
Ríkharður Daðason og Tryggvi Guðmundsson voru á skotskónum í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Tryggvi skoraði þrennu fyrir Tromsö sem vann öruggan sigur á 2. deildarliði Alta, 4:1, og Ríkharður kom liði Viking til bjargar gegn...
Meira
RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Lilleström í Noregi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann vonaðist eftir því að fá tilboð í hendurnar í dag frá belgíska liðinu Lokeren og í framhaldinu myndi hann ákveða hvort...
Meira
STUÐNINGSMENN Stoke hafa nú keypt yfir 5.000 ársmiða á heimaleiki næsta keppnistímabils, sem hefst eftir 6 vikur með heimaleik við Wycombe Wanderers.
Meira
AGANEFND KSÍ úrskurðaði þrjá leikmenn úr efstu deild karla í leikbann á fundi sínum í gær. Valur Fannar Gíslason, Fram, fékk eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og tekur hann bannið út í bikarleik gegn Grindavík í næstu viku.
Meira
AFLI Rússa var samtals 1,71 milljón tonna fyrstu fimm mánuði ársins og er um 11% samdrátt að ræða frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum rússneska sjávarútvegsráðuneytisins.
Meira
BRÆLA var á loðnumiðunum um 55 mílur norðaustur af Langanesi í fyrrinótt og gær en reyndar lagaðist veðrið eftir því sem leið á daginn. Súlan EA kom á miðin um klukkan þrjú í fyrrinótt og var þá talsverð bræla.
Meira
FISKELDI hefur aukist gríðarlega um alla Norður-Kóreu og er nú svo komið að eldisstöðvar sem hafa verið reistar eða endurbættar á síðustu fimm mánuðum taka undir sig 3.
Meira
STJÓRNVÖLD í Úganda og Kenýa eru vongóð um að banni á fiskafurðum þeirra á markaðssvæði Evrópubandalagsins verði fljótlega aflétt og gera þau sér vonir um að það gerist jafnvel í júlíbyrjun.
Meira
Árlegur ráðherrafundur Evreka, rannsóknarsamstarfs Evrópuríkjanna, var haldinn síðastliðinn föstudag í Hannover í Þýskalandi. Á fundinum voru 164 verkefni samþykkt. Þar af voru þrjú íslensk og hafa þau aldrei verið fleiri. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við fulltrúa Íslands á fundinum og forsvarsmenn íslensku verkefnanna.
Meira
SAMSTARFSVERKEFNI finnskra og íslenskra lækna og fyrirtækja sem miðar að því að þróa nýja og fullkomnari leið til að greina frumeindir svefns (microstructure) og skilgreina í nýtt flokkunarkerfi er meðal þeirra verkefna sem samþykkt voru á...
Meira
FJÁRFESTINGARSJÓÐURINN Talenta-Hátækni hefur keypt um 2,3% hlut í fjarskiptafyrirtækinu Línu.Neti hf., fyrir um 77 milljónir króna. Nafnverð hlutarins er 7,3 milljónir en útgefið hlutafé í Línu.Nets hf.
Meira
UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hf. hefur gert samning við bandarískt matvælaframleiðslufyrirtæki, "Dietz and Watson", um framleiðslu á umbúðum fyrir eina af kjötvörum fyrirtækisins.
Meira
HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Stjörnu-Oddi er í samstarfi við norska fyrirtækið Simrad um gerð staðsetningarkerfis fyrir sjávardýr. Á fundinum var verkefnið samþykkt sem Evreka-verkefni og er stjórn verkefnisins í höndum Stjörnu-Odda.
Meira
HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., FISK, fyrstu átta mánuði rekstrarársins, þ.e. frá september 1999 til apríl 2000, er 210 milljónir króna. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra FISK, skýrist hagnaðurinn aðallega af lægri...
Meira
Hagnaður Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. fyrstu átta mánuði rekstrarársins er 210 milljónir króna. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra FISK, skýrist hagnaðurinn aðallega af lægri fjármagnskostnaði.
Meira
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands í síðustu viku voru 601 milljón króna í 477 viðskiptum. Gengi hlutabréfa í 24 félögum á VÞÍ hækkaði en lækkaði í 16 félögum.
Meira
SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa nú yfir um kaup Thermo Plus Europe á Íslandi hf. á kælitækjaframleiðandanum Refrigeration Masseau & Sons Inc., sem aðsetur hefur á Prince Edward-eyju í Kanada. Yfirstjórn fyrirtækisins verður á Íslandi.
Meira
Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 77,22000 77,01000 77,43000 Sterlpund. 116,08000 115,77000 116,39000 Kan. dollari 52,09000 51,92000 52,26000 Dönsk kr. 9,75000 9,72200 9,77800 Norsk kr. 8,88000 8,85400 8,90600 Sænsk kr.
Meira
Tölvudeild Landssíma Íslands hefur tekið í notkun nýjan gagnageymslumiðlara frá IBM sem sjá mun um að hýsa stærstan hluta tölvugagna Landssímans á miðlægan hátt.
Meira
Elfa Ýr Gylfadóttir er fædd árið 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1991 og BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og prófi í hagnýtri fjölmiðlun árið 1995.
Meira
KAFFIBRENNSLA Akureyrar hf. og Kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaaber hf. hafa stofnað nýtt hlutafélag í kaffiframleiðslu. Félagið mun taka formlega til starfa 1. júlí.
Meira
FULLTRÚAR frá stórri verslunarkeðju í Texas í Bandaríkjunum voru staddir hér á landi nýlega til að fylgjast með framleiðslu á fyrstu öskjum sem framleiddar voru fyrir þá hérlendis.
Meira
SAMNORRÆNT verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra ferðaþjónustu á norðlægum slóðum er eitt þriggja verkefna sem Íslendingar eiga aðild að af þeim sem samþykkt voru á ráðherrafundinum í Hannover.
Meira
FTSE 100-hlutabréfavísitalan í London lækkaði um eitt prósent og endaði í 6.315,5 stigum. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á fjarskipta- og olíufyrirtækjum, en viðskipti á heildina litið voru ekki mikil.
Meira
Sl. laugardag birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að afkoma flutningastarfsemi Eimskipafélags Íslands væri talsvert lakari en gert hefði verið ráð fyrir á fyrri helmingi þessa árs.
Meira
Ingi Gunnar Jóhannsson er Íslendingum að góðu kunnur fyrir þátttöku sína í forkeppni Evrópusöngvakeppninnar á árum áður. Nú stundar fyrirtæki hans, Hugarflug ehf., Íslandskynningar með áður óþekktum hætti.
Meira
HLUTABRÉF C-deildar Talentu Luxembourg Holding S.A. (Talentu-Hátækni) verða skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands á morgun, föstudaginn 30. júní, en skráð hlutafé Talentu-Hátækni er kr. 1.148.000.000 að nafnvirði og hluthafar eru nú 561 talsins.
Meira
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ákveðið að taka tilboðum Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. í hlutverk viðskiptavaka með húsbréf og húsnæðisbréf fyrir tímabilið 1. júlí 2000 til 30. júní 2001, en tilboð bárust frá 5 aðilum. Búnaðarbanki Íslands hf.
Meira
Flutningsmiðlunarfyrirtækin TVG-Zimsen hf. og Koninklijke Frans Maas Groep N.V. hafa gengið frá samstarfssamningi. Samningurinn felur í sér að TVG-Zimsen mun nýta víðtækt þjónustunet og framleiðsluskerfi Frans Maas í Evrópu.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán.
Meira
Viðræðurstanda nú yfir um kaup Thermo Plus Europe á Íslandi hf. á kælitækjafram- leiðandanum Refrigeration Masseau & Sons Inc., sem aðsetur hefur á Prince Edwardeyju í Kanada. Yfirstjórn fyrirtækisins verður á Íslandi.
Meira
X18 hefur í samstarfi við Ax hugbúnaðarhús tekið í notkun Axapta heildarviðskiptakerfi.Viðskiptahugbúnaður X18, sem vistaður er hjá Kerfisleigu Skýrr, er viðskiptalausn þar sem rafræn viðskipti og hefðbundin viðskipti renna saman í...
Meira
Vátryggingafélag Íslands og Dímon-hugbúnaðarhús hafa hafið þróunarsamstarf um þráðlausa tryggingasölu og hefur WAP-vefur VÍS jafnframt verið opnaður.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.