Greinar sunnudaginn 16. júlí 2000

Forsíða

16. júlí 2000 | Forsíða | 358 orð

Arafat hótaði að yfirgefa fundinn

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hótaði því að yfirgefa samningaviðræður Palestínumanna og Ísraela í Camp David í Bandaríkjunum eftir að Bandaríkjastjórn kom fram með tillögur sem miðuðust að því að leysa úr deilumálum beggja aðila en hætti við... Meira
16. júlí 2000 | Forsíða | 40 orð | 1 mynd

Forsetaframbjóðandi "færður til"

ADRIAN Gray, starfsmaður kosningaskrifstofu Georges W. Bush, ríkisstjóra Texas og forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, flytur málverk af Bush á flugvellinum í Austin í Texas. Meira
16. júlí 2000 | Forsíða | 109 orð

Missti lífeyri sökum eigin andláts

LÍFEYRISGREIÐSLA til þín hefur verið stöðvuð frá 17. apríl 2000 sökum breytinga á aðstæðum þínum, breytinga sem stafa af andláti þínu." Þetta bréf náði William Reynolds aldrei að lesa því hann hafði látist áður, kominn á áttræðisaldur. Meira
16. júlí 2000 | Forsíða | 120 orð | 1 mynd

Skýstrókur verður átta manns að bana

AÐ MINNSTA kosti átta manns létu lífið og 79 meiddust á útivistarsvæði í Alberta í Kanada aðfaranótt laugardags er skýstrókur reið yfir, öllum að óvörum og olli miklum usla. Meira
16. júlí 2000 | Forsíða | 150 orð

Snjóflóðaviðvörun og bráðnandi malbik

FURÐUVEÐUR setti svip sinn á Evrópu í vikunni en í álfunni mátti líta kýr sem óðu snjóskafla í Alpahéruðum á meðan vörubílstjórum í Tyrklandi var meinað að aka um vegi þar sem ógnarhitar gerðu það að verkum að malbik bráðnaði. Meira

Fréttir

16. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 1264 orð | 2 myndir

Að vilja og vilja ekki

Í upphafi kjörtímabilsins virtist breska stjórnin ásetja sér að leiða Breta inn í Efnahags- og myntbandalag Evrópu en nú virðist afstaðan meira vera að bíða og sjá til, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún hugaði að evruhreyfingunum í Bretlandi. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð

Afföll húsbréfa hafa aukist úr 9%...

Afföll húsbréfa hafa aukist úr 9% í 14% Afföll húsbréfa hafa aukist talsvert það sem af er mánuðinum og voru afföll á nýjasta flokki húsbréfa, sem mest viðskipti eru með, 14,34% föstudaginn 7. júlí. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Afl Þverárvirkjunar aukið

ÞVERÁRVIRKJUN mun nærri því tvöfaldast að afli þegar breytingum á virkjuninni lýkur á næsta ári. Stíflan verður hækkuð um 6 m en við það tvöfaldast vatnsmagnið í Þiðriksvallavatni. Endurbæturnar á virkjuninni kosta um 200 milljónir. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 790 orð | 1 mynd

Betri árangur tónlistarnema

Sigríður Teitsdóttir fæddist 6. febrúar 1946 í Saltvík í Reykjahverfi í S-Þing. Hún lauk landsprófi 1963, prófi frá húsmæðraskólanum á Varmalandi 1965 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

BUGL fær góða gjöf

BARNA- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) barst á dögunum gjöf frá Starfsmannafélagi SPRON. Starfsmenn SPRON höfðu safnað kr. 419.000 sem afhent var stjórnendum BUGL og yfiriðjuþjálfa nýlega. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Einn slasaður og tveir bílar ónýtir eftir bílveltur

TVEIR bílar fóru út af veginum og ultu í grennd við Vík í Mýrdal í fyrrinótt. Einn maður slasaðist lítillega og báðir bílarnir eru ónýtir. Talið er að annar ökumannanna hafi sofnað við aksturinn. Skömmu eftir miðnætti valt bíll á veginum á Sólheimasandi. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð

Eiríkur Hauksson í hlutverki Ólafs konungs helga

EIRÍKUR Hauksson tónlistarmaður, sem var áberandi í tónlistarlífi á Íslandi fyrir nokkrum árum, hefur nú haslað sér völl á því sviði í Noregi. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fjöldi gesta fagnar Íslendingi í Brattahlíð

HÁTÍÐARHÖLDIN á Grænlandi vegna landafundaafmælis hófust í Brattahlíð um miðjan dag í gær með því að víkingaskipið Íslendingur kom til Brattahlíðar. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fyrstu ljósmyndir sem teknar voru á...

Fyrstu ljósmyndir sem teknar voru á Íslandi, á árinu 1845, eru á sýningu sem opnuð var um helgina í Hafnarborg. Myndirnar eru svokallaðar sólmyndir, teknar af franska ljósmyndaranum Des Cloizeaux. Meira
16. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 174 orð

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagnaði miklum...

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagnaði miklum sigri á föstudag er frumvarp stjórnarinnar um miklar skattalækkanir var samþykkt í sambandsráðinu, efri deild þýska þingsins, þótt stjórnarflokkarnir hafi þar ekki meirihluta. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

Hálf öld á milli yngsta og elsta keppanda

ÍSLANDSMEISTARI í svifflugi árið 2000 er Theodór Bl. Einarsson með 2549 stig, í öðru sæti varð Stefán Sigurðsson með 2169 stig og í þriðja sæti varð Kristján Sveinbjörnsson með 1832 stig. Íslandsmótið í svifflugi var haldið á Helluflugvelli dagana 1. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Heilsuefling á Þórshöfn

"Burt með slenið" eru einkunnarorðin hjá starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn um þessar mundir. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Hækkun um111.000 krónur á rúmu ári

REKSTRARKOSTNAÐUR bíla hefur hækkað um 22% frá apríl á síðasta ári fram til júlíbyrjunar 2000, eða um rúmar 111.000 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum FÍB sem miðast við rekstrarkostnað nýs bíls á einu ári. Forsendur eru þær að bíllinn kosti 1.350. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

ÍSTAK kaupir land við Mosfell

ÍSTAK hefur fest kaup á 58 hekturum lands við Mosfell. Landið liggur milli Leirvogsár og Köldukvíslar austan Vesturlandsvegar og nær í austur að Mosfelli. Seljandi var Guðmundur Jónsson í Leirvogstungu. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Kaupþing gerir tilboð í Fóðurblönduna

KAUPÞING hf. hefur gert hluthöfum í Fóðurblöndunni hf. tilboð í hlut þeirra en það rennur út 16. ágúst. Fyrirtækið býðst til að kaupa hlutinn á genginu 2,5, en síðustu viðskipti á Verðbréfaþingi voru á verðinu 2,4. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð

Landsleikir vinsælastir hjá RÚV

ÞEIR þrír dagskrárliðir ríkissjónvarpsins sem vinsælastir voru í könnun Gallup 19. júní til 3. júlí sl. voru landsleikir á Evrópumóti landsliða í knattspyrnu. Flestir horfðu á landsleik Dana og Hollendinga, en þar nam uppsafnað áhorf 39,6 prósentum. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Leyndardómar Snæfellsjökuls

EINU sinni datt mönnum ekki í hug að klífa fjöll. Í dag láta menn sig ekki muna um að setjast upp á vélsleða og bruna upp um fjöll og firnindi. Meira
16. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 1578 orð | 3 myndir

Lifað í skugga alnæmis

Alnæmi veldur fleiri dauðsföllum en nokkur annar smitsjúkdómur og er fjórða algengasta dánarorsökin á heimsvísu. Hröð útbreiðsla veirunnar á undanförnum árum þykir fela í sér margvíslega hættu. Efnahagur þjóða kann að hrynja og heil kynslóð barna að alast upp munaðarlaus á meðan heilbrigðiskerfi kikna undan fjölda sýktra einstaklinga. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 382 orð

Lögreglan mun sinna eftirliti þegar færi gefst

EKKERT verður af sameiginlegu eftirliti lögreglunnar á Suðurlandi á hálendinu sunnan jökla í sumar. Ríkislögreglustjóri veitti í fyrra styrk til að hægt yrði að samræma og bæta eftirlitið á svæðinu. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 403 orð

Mesta magn efna sem náðst hefur í einu

ÞRÍR rúmlega tvítugir menn voru úrskurðaðir í mánaðar gæsluvarðhald að kröfu fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í gær vegna rannsóknar á innflutningi rúmlega 8 kílóa af amfetamíni í hraðsendingu hingað til lands í vikunni. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Miðborgin aðeins opin gangandi vegfarendum

ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinnar og miðborgarstjórn eru sannfærð um að lokun hluta miðborgarinnar fyrir umferð bifreiða sé jákvæð og ætla að halda henni ótrauð áfram næstu laugardaga, þrátt fyrir að ekki hafi margir verið fótgangandi þar í gær sökum veðurs í... Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Mótorhjóli stolið úr geymslu

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir upplýsingum um torfærumótorhjól sem var stolið úr geymsluhúsnæði 10. júlí sl. Mótorhjólið er af gerðinni Kawasaki og er að mestu hvítt og blátt að lit. Það er auðkennt með númerinu 3. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 15 orð

Niðjamót í Varmahlíð

NIÐJAMÓT Sigurbjargar Jóhannesdóttur og Þorsteins Jónssonar, Ólafsfirði, verður haldið dagana 28.-30. júlí nk. í Varmahlíð,... Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Norræna vatnafræðifélagið heiðrar íslenska vísindamenn

Á RÁÐSTEFNU Norræna vatnafræðifélagins í Uppsölum í Svíþjóð fyrir skemmstu voru líffræðingarnir dr. Gísli Már Gíslason, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, dr. Jón S. Ólafsson, lektor við raunvísindadeild, og dr. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Ný jarðgöng boruð við Ólafsvík

Ólafsvík - Verið er að bora jarðgöng í Ólafsvík sem liggja ofan úr Lambafelli niður að stöðvarhúsi Rjúkandavirkjunar í Ólafsvík. Einhver kynni að halda að þetta væri gabb, en svo er ekki. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ósey smíðar dráttarbát fyrir Hafnarfjarðarhöfn

ÓSEY hf. og Hafnarfjarðarhöfn undirrituðu á dögunum samning vegna nýsmíði á dráttar- og lóðsbát fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Alls bárust níu tilboð í smíði skipsins, 4 innlend og 5 erlend, og átti Ósey hf. lægsta tilboðið. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 228 orð

Óþarfur ótti við verðbólgu

JOSEPH E. Stiglitz, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans og aðalhagfræðiráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, segir að almennt talað hafi væg verðbólga ekki slæm áhrif á hagvöxt. Meira
16. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 254 orð

Samningaviðræður í Camp David EHUD Barak,...

Samningaviðræður í Camp David EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hófu á mánudag friðarviðræður sínar undir forystu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David og hvatti Clinton báða aðila til að sættast á... Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Skemmir stundum skárri fötin

LÚKAS Kárason sýnir nú í fyrsta skipti myndverk sín opinberlega í grunnskólanum á Drangsnesi í Kaldraneshreppi. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Söngskemmtun í Langholtskirkju

ÞRIÐJUDAGINN 18. júlí verður söngskemmtun í Langholtskirkju og hefst kl. 20:00. Flutt verður efnisskrá úr verkum sem slegið hafa í gegn á Broadway, enda bera tónleikarnir yfirskriftina "Salute to Broadway". Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Tveir menn slasast í sprengingu og eldsvoða í Njarðvík

SPRENGING varð og eldsvoði í Bílaréttingu Sævars Péturssonar við Fitjabakka í Njarðvík laust fyrir hádegi í gær. Tveir menn slösuðust og voru fyrst fluttir í Sjúkrahús Suðurnesja en síðan á Landspítalann við Hringbraut í Reykjavík. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Vann farandbikar í annað sinn

LÁRUS Johnsen hlaut farandbikar annað árið í röð í meistaramóti í skák hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Keppt var í tveimur flokkum, A og B. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Vegmerkingar endurnýjaðar

UM 3000 km af veglínum á þjóðvegakerfinu eru endurnýjaðar á hverju sumri. Veglínur slitna gjarnan hratt, sérstaklega þegar snjómokstur er mikill. Eins fara nagladekk illa með línurnar. Meira
16. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Yfirmaður Atlantshafsflota NATO í kveðjuheimsókn

HAROLD W. Gehman, flotaforingi og yfirmaður Atlantshafsflota NATO, heimsótti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í fyrradag. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 2000 | Leiðarar | 2567 orð | 2 myndir

15. júlí

Sú skoðun nýtur mikils fylgis að 21. öldin verði öld erfðavísinda og líftækni. Meira
16. júlí 2000 | Leiðarar | 196 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

14. júlí 1950: "Kröfurnar um gjaldeyrisleyfi fyrir innflutningi kartaflna, kjöts og smjörs ættu ekki að heyrast. Meira
16. júlí 2000 | Leiðarar | 647 orð

HORFUR Í ALÞJÓÐLEGUM EFNAHAGSMÁLUM

VIÐ Íslendingar eigum mikið undir þróun alþjóðlegra efnahagsmála. Ef samdráttur verður í helztu viðskiptalöndum okkar getum við búizt við að hans gæti hér og stundum með mjög áþreifanlegum hætti. Meira

Menning

16. júlí 2000 | Menningarlíf | 92 orð

Beethoven, Brahms og Franck í Bláu kirkjunni

NÆSTU tónleikar í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni á Seyðisfirði verða miðvikudaginn 26. júlí kl. 20.30. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Ef þú giftist mér

KIRKJUKLUKKURNAR klingja senn hjá skötuhjúunum Jim Carrey og Renée Zellweger því brúðkaup er í nánd. Renée og Jim hafa verið ástfangin upp fyrir haus alveg síðan þau kynntust við tökur á myndinni Me, Myself and Irene í fyrrasumar. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 575 orð | 2 myndir

Fullkominn eiginmaður / An Ideal Husband...

Fullkominn eiginmaður / An Ideal Husband ½ Lipur útfærsla á skemmtilegu leikriti Oscars Wildes. Góðir leikarar og litrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar ½ Jakob lygari fjallar um tilveru gyðinga í gettói í Varsjá á valdatíma nasista. Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Hellamyndir í listasafni

UNNIÐ er að því að leggja lokahönd á nákvæmar eftirlíkingar af hinum þekktu Altamira-hellamálverkum á Norður-Spáni. Loftmyndum af vísundum er komið fyrir í "fölskum" helli nútímalistasafns. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Hótanir til hægri og vinstri

TÖLVUPÓSTUR er hratt að verða vinsælasta leið ofstækismanna til að hóta fræga fólkinu. Hjartaknúsarinn Ronan Keating úr strákasveitinni Boyzone er sá síðasti í röð heimsfrægra listamanna sem hefur fengið morðhótunarbréf í tölvupóstinum. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 387 orð | 4 myndir

Karlinn í tunglinu

ÁSTFANGNIR krabbar vilja stíga hægan og glæsilegan dans inn í tilhugalífið enda engin ástæða til að ana inn í eitthvað jafn stórkostlegt og nýtt ástarsamband. Afmælisbarn dagsins, Ginger Rogers (f. 16. júlí 1911 - d. 25. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Koss í Bláa lóninu

½ Leikstjórn og handrit: Canan Gerede. Aðalhlutverk: Mahir Gunsiray, Bennu Gerede og Baltasar Kormákur. (100 mín.) Tyrknesk/frönsk/íslensk, 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Lok, lok og læs...

YUSUF ISLAM, sem var þekktur undir nafninu Cat Stevens í fyrndinni, var vísað úr landi þegar hann reyndi að komast til Ísraels á dögunum. Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 466 orð | 1 mynd

Myndir í trú þjóðar

Sýning á nótum, textum og myndum úr íslenskum handritum stendur nú yfir í Skálholtsskóla. Pétur Pétursson fjallar hér um sýninguna sem lýkur 2. ágúst. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Ókindin skelfir enn

Það sem átti að vera fyndin og smellin auglýsing á endurútgáfu kvikmyndarinnar um ókindina Jaws hefur ekki fallið í góðan jarðveg í sólarríkinu Kaliforníu. Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 279 orð | 1 mynd

Ólöf Sigursveinsdóttir í Listasafni Sigurjóns

Á þriðjudagstónleikunum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 18. júlí klukkan 20:30 kemur fram Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og með henni leika þær Agnieszka Bryndal píanóleikari og Nora Sue Kornblueh sellóleikari. Meira
16. júlí 2000 | Myndlist | 603 orð | 1 mynd

Óratóría hafsins

Marisa Navarro Arason Roberto Legani Opið alla daga frá 14-18. Til 31. júlí. Meira
16. júlí 2000 | Tónlist | 602 orð

Persónulegur flutningur

Jörg E. Sondermann lék verk bæði eftir J.S. Bach og nokkur sem vafi er á að séu eftir Bach og einnig verk sem alls ekki eru eftir Bach en eignuð honum. Fimmtudaginn 13. júlí. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 444 orð | 3 myndir

Reykjavík-Kúlusúkk-Reykjavík

Stundum er fólki varpað inn í framandi aðstæður með ókunnugu fólki og sjónvarpsmyndavél sem fylgist með hverju fótmáli þess. Það var einmitt þetta sem Þórunn Stefánsdóttir og Kristján Óli Sigurðsson gerðu um síðustu helgi. Jóhönnu K. Jóhannesdóttur lék forvitni á að heyra hvernig fór. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Russell rokkar

SKYLMINGAKAPPINN Russell Crowe skaust eins og flugeldur upp á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í The Gladiator . En drengnum er fleira til lista lagt en að leika á hvíta tjaldinu og vera kærastinn hennar Meg Ryan, hann er líka söngvari í... Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Samsuða

Leikstjóri: Tobe Hooper. Handrit: Karl Schaechter. Aðalhlutverk: Chad Lowe, Amanda Plummer og Fay Masterson. (95 mín) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 766 orð | 1 mynd

Sannkristinn

Sú sjaldgæfa staða hefur nú risið upp á yfirborðið að plata með trúarsöngvum trónir á toppi íslenska plötusölulistans. Birgir Örn Steinarsson hringdi í Björgvin Halldórsson umsjónarmann Íslandslagaflokksins og heyrði í honum hljóðið. Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 624 orð | 4 myndir

Stórbrotin kvikmyndatónlist

HANS Zimmer er eitt af stóru nöfnunum í kvikmyndatónlistinni. Hans frægustu myndir eru sennilega The Lion King (þar samdi hann og útsetti tónlistina en Elton John samdi sönglögin), Crimson Tide, Peacemaker og The Prince Of Egypt. Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 33 orð | 1 mynd

Sumarlegur Chagall

TVÆR sumarlega klæddar stúlkur rýna hér í eitt af verkum listamannsins Marcs Chagalls í listasafninu í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Sýning á verkum Chagalsl stendur nú yfir í safninu í tilefni af 113 ára fæðingarafmæli... Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 35 orð

Sýning framlengd

SAMSÝNING Guðbjargar Lindar Jónsdóttur og Valgarðs Gunnarssonar í Listasalnum Man, Skólavörðustíg 14, hefur verið framlengd til laugardagsins 22. júlí næstkomandi. Listasalurinn Man er opinn frá kl. Meira
16. júlí 2000 | Tónlist | 724 orð

Söngur úr djúpum Ægis

Verk eftir Madetoja, Pylkänen, Crusell, Bergman, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson og Þórólf Eiríksson. Mika Orava, píanó; Mika Ryhtä, klarínett. Fimmtudaginn 13. júlí kl. 22. Meira
16. júlí 2000 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Tvær sitjandi konur og áhorfandi

MAÐUR nokkur virðir hér fyrir sér eitt málverka spænska listamannsins Pablos Picassos Tvær sitjandi konur . Meira
16. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Vinátta í skugga fortíðar

Leikstjórn og handrit: Brian Stirner. Aðalhlutverk: Harley Smith, Marcella Plunkett, Ben Roberts og Paul Williams. (92 mín.) Bretland, 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. Meira
16. júlí 2000 | Myndlist | 746 orð | 2 myndir

Ýmsar hliðar ljósmyndarinnar

Ljósmyndir. Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 6. ágúst. Meira

Umræðan

16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 16. júlí, er sextugur Guðmundur Marinósson, Hjallavegi 4, Ísafirði, skrifstofumaður hjá Skattstofu Reykjaness . Eiginkona hans er Þorgerður Einarsdóttir . Guðmundur verður að heiman á... Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 667 orð

Að lokinni kristnihátíð

ÉG ER einn þeirra þjóðfélagsþegna sem heima sátu meðan kristnihátíð var haldin á Þingvöllum. Ég naut hennar samt í ríkum mæli, þökk sé ríkissjónvarpinu. Meira
16. júlí 2000 | Aðsent efni | 1893 orð | 3 myndir

Ávanaefnavandinn á erindi við okkur öll

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir landlæknisembættið er því haldið fram, segja Björn Hjálmarsson og Matthías Halldórsson, að ólíkar stjórnarstefnur í ávana- og fíkniefnamálum, ráði litlu um heildarneyslu ólöglegra ávanaefna. Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Anna Halla Hallsdóttir og Jóhannes Eiðsson . Heimili þeirra er í Bæjargili 51,... Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 227 orð

Flá

Í Mbl. mátti eitt sinn lesa eftirfarandi málsgrein í myndatexta: "Fuglunum er troðið í selsbelgi, sem hafa verið fláðir (Leturb. hér.) þannig, að spiklagið fylgir húðinni. Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

LANDIÐ

Þegar ljósið kemur til mín gegnum myrkur langra daga og ég vakna og ég horfi yfir land mitt er það kemur og ég horfi á land mitt rísa gegnum myrkur langra daga sé það rísa landið hvíta Og það rís með opinn faðminn og ég heyri rödd þess segja Ég sem hélt... Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 814 orð

Lítil frétt á baksíðu Morgunblaðsins á...

Lítil frétt á baksíðu Morgunblaðsins á föstudaginn vakti athygli Víkverja. Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 512 orð | 1 mynd

Mannréttindabrot

STERK hefð er í minni ætt fyrir útgerð smábáta á handfæraveiðum. Sá réttur minn að sækja lífsbjörgina í sjóinn mér og mínum til framfærslu hefur ranglega verið af mér tekinn og öllum mínum afkomendum um ókomna tíð. Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 414 orð

"Ekki við fréttamenn RÚV að sakast"

HANNES Ingólfsson fer mikinn í orrahríð vegna EM og jarðskjálfta. Ég vil mótmæla því að grein mín hafi verið rætin og full af misskilningi. Meira
16. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 709 orð | 1 mynd

Sunnudagur

Sunnudagurinn er helgi- og hvíldardagur flestra kristinna manna. Stefán Friðbjarnarson staldrar við frásagnir um helgihald á sunnudegi í frumkristni. Meira

Minningargreinar

16. júlí 2000 | Minningargreinar | 988 orð | 1 mynd

ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR

Andrea Guðmundsdóttir fæddist á Berserkjahrauni í Helgafellssveit hinn 3. desember 1923. Hún lést á Vífilsstöðum hinn 3. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 13. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 2402 orð | 1 mynd

ASTRID ÞORSTEINSSON

Astrid fæddist í Visnum í Svíþjóð 13. nóvember 1908. Hún lést 1. júlí síðastliðinn. Faðir hennar var Gustav Alvar Dahl, f. 10.5. 1885, d. 28.4. 1959, vélfræðingur í Svíþjóð. Móðir hennar var Klara Maria Dahl, f. 17.9. 1883, d. 3.10. 1935. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 539 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR BÖGESKOV

Ágústa Sigurðardóttir Bögeskov fæddist í Lágu-Kotey í Meðallandi 7. ágúst 1909. Hún lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 4. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR

Ásdís Ólafsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 8. desember 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 532 orð | 1 mynd

BALDUR BRYNJAR ÞÓRISSON

Baldur Brynjar Þórisson fæddist á Akureyri 22. janúar 1926. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórey Júlíana Steinþórsdóttir, f. 6. júlí 1892, d. 7. febrúar 1981, og Þórir Jónsson, f. 14. september 1898, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Guðrún Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 29. júlí 1923. Hún lést á Landspítalanum 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 19. júní. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 488 orð | 1 mynd

HEIMIR STEINSSON

Heimir Steinsson fæddist á Seyðisfirði hinn 1. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

JÓNA ÞORFINNSDÓTTIR

Jóna Þorfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 12. september 1929. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 19. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 930 orð | 1 mynd

JÚLÍANA GÍSLADÓTTIR

Júlíana Gísladóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1956. Hún lést 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 10. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 325 orð | 1 mynd

LAILA REEHAUG

Laila Reehaug fæddist í Kaupmannahöfn 21. mars 1951. Hún lést af slysförum í Kaupmannahöfn 25. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stengaardskirkju í Kaupmannahöfn 2. júní. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd

MARGRÉT HARALDSDÓTTIR

Margrét Haraldsdóttir fæddist í Kjalarlandi í Vindhælishreppi 29. september 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 3. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 147 orð

MARÍA SÓLRÚN JÓHANNSDÓTTIR

María Sólrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 4. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 11. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 1343 orð | 1 mynd

MATTHÍAS INGIBERGSSON

Matthías Ingibergsson fæddist í Kirkjuvogi í Höfnum hinn 21. febrúar 1918. Hann lést á Landspítalanum 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 7. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 418 orð | 1 mynd

NIELS SVANE

Niels K. Svane fæddist í Reykjavík 17. maí 1918. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 11. júlí. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2000 | Minningargreinar | 1781 orð | 1 mynd

sigurður þ. tómasson

Hví skyldi beðið til skilnaðarstundar með að túlka virðingu og þökk? Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

16. júlí 2000 | Bílar | 119 orð

20% söluaukning Hyundai

SALA og útflutningur Hyundai-bíla hefur aukist um 20% frá því í júní í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur Hyundai selt 731.848 bíla en 599.000 á sama tímabili í fyrra. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 62 orð | 1 mynd

420 hestafla Premium

NÝTT módel bættist við í Premium línu Renault nýlega. Þetta er Premium 420 dCi sem er með nýrri 11 lítra, 420 hestafla einbunudísilvél, en þetta er í fyrsta sinn sem innsprautunarbúnaði af þeirri gerð er komið fyrir í stórri vörubílavél. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 89 orð | 1 mynd

Bandarískir ferðamenn flykkjast til Evrópu

Búast má við að um 12 milljónir Bandaríkjamanna heimsæki Evrópu í ár samkvæmt upplýsingum frá Evrópsku ferðamálasamtökunum en það þýðir að 450.000 fleiri bandarískir ferðamenn heimsækja Evrópu en í fyrra. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 282 orð | 1 mynd

Biti í miðborg Óslóar

Í miðborg Óslóar leynist staður sem vert er að finna þegar hungrið sverfur að. María Hrönn Gunnarsdóttir segir að þar fáist dýrðarinnar kræsingar fyrir þá sem eru orðnir leiðir á aðalréttum ferðamannsins, pizzum, hamborgurum, frönskum kartöflum, pylsum og vondu kaffi. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 238 orð

DaimlerChrysler kaupir 10% í Hyundai

HYUNDAI og DaimlerChrysler hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér bindingu eigin fjár DaimlerChrysler í Hyundai Motors, sameiginlegt boð í bílaframleiðandann Daewoo Motors og þróunarvinnu við ódýra meðalstóra fólksbíla. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 822 orð | 3 myndir

Eins og saumnál á risastóru safni

Byggingarnar, menningin, tungumálið, fólkið, maturinn og fötin, allt á þetta sinn þátt að gera Róm að uppáhaldsborg Hrafnhildar Völu Grímsdóttur. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 270 orð | 2 myndir

Evrópa Bestu baðstrendur í Evrópu Bestu...

Evrópa Bestu baðstrendur í Evrópu Bestu baðstrendurnar í sumar eru á Grikklandi, Frakklandi, Spáni og Danmörku að sögn umhverfissamtakanna Bláa fánans. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 239 orð | 1 mynd

Ferð með Síberíuhraðlestinni

Séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir er ekki starfandi prestur um þessar mundir heldur í ýmsum lausaverkefnum. Hún er að fara í langþráða lestarferð til Mongólíu, Rússlands og Kína með Síberíuhraðlestinni. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 228 orð | 1 mynd

Flestir þjófnaðir eiga sér stað á Spáni, Frakklandi og Ítalíu

ÞJÓFNAÐIR eru langalgengasta orsökin fyrir tjónatilkynningum hjá íslenskum ferðamönnum í útlöndum að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, forstöðumanns tjónasviðs hjá Sjóvá. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 205 orð | 2 myndir

Ford Escape á markaðinn

MIKLAR breytingar hafa orðið á einu ári hjá Ford. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 264 orð | 2 myndir

Ford hyggst auka arðsemi Land Rover

FORD, sem keypti Land Rover af BMW í maí fyrir 2.850 milljónir sterlingspunda, varð lögformlegur eigandi fyrirtækisins fyrir réttri viku. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 28 orð | 1 mynd

Frjáls fjarskipti kaupir Volvo

Brimborg afhenti nýlega Halló Frjálsum fjarskiptum hf. þrjár Volvo S40 Silverline bifreiðar fyrir tækni- og söludeildir fyrirtækisins. Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri hjá Brimborg, afhenti Guðlaugi Magnússyni, sölustjóra Halló,... Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 108 orð | 2 myndir

Fyrsta flugið til Rómar og Barcelona

Í vikunni var í fyrsta skipti flogið beint með leiguflugi til Rómar og einnig til Barcelona á vegum ferðaskrifstofunnar Terra Nova. Flogið verður vikulega í allt sumar með skandinavíska flugfélaginu Sterling. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 190 orð | 1 mynd

Fyrsti Scénic 4x4 kominn til landsins

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hafa fengið fyrsta Renault Scénic-bílinn með sítengdu fjórhjóladrifi. Bíllinn er mun hærri og verklegri allur en hin hefðbundna gerð Scénic og kemur á 16 tommu álfelgum í staðalbúnaði. Hæð undir lægsta punkt er 18,3 sm. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 222 orð | 1 mynd

Hagnaður af hótelrekstri til innfæddra

ÞEGAR Chittaranjan-höllinni í Mysore á Indlandi var breytt í glæsihótel voru þrjú meginatriði höfð að leiðarljósi, hótelið átti að vera fallegt, umhverfisvænt og koma samfélaginu í kring til góða. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 634 orð | 3 myndir

Hestaástríða við Héraðsflóa

Fagurblá húsaþyrping rann saman við fjallablámann þegar Anna G. Ólafsdóttir renndi að ysta bæ við Héraðsflóa einn júlímorgun fyrir skömmu. Í Húsey reka Örn Þorleifsson og Laufey Ólafsdóttir farfuglaheimili með áherslu á hestamennsku. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 463 orð | 2 myndir

Hvenær er hann smíðaður?

Porsche 356 varð á vegi Guðjóns Guðmundssonar og hann verður ekki í rónni fyrr en hann veit fyrir víst af hvaða árgerð bíllinn er. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 74 orð

Hækkar bílverð í haust?

MIÐAÐ við þróun á gengi krónunnar að undanförnu búast menn í bílgreininni við því að óumflýjanlegt verði að hækka bílverð í haust. Bent er á að dollarinn hafi t.a.m. hækkað úr 76 kr. fyrir fáeinum dögum í tæpar 80 kr. og evran er úr 73 kr. í tæpar 75. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 80 orð | 1 mynd

í haust

RÆSIR hf. hefur hafið uppbyggingu varahlutalagers fyrir Chrysler, en með sameiningu Daimler Benz og Chrysler í DaimlerChrysler færðist umboð fyrir Chrysler-bifreiðar yfir til Ræsis. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 17 orð | 1 mynd

Júlli grís tekur á móti gestum

Júlli grís er enginn venjulegur heimalningur. Hann er munaðarlaus selskópur sem tekur á móti ferðamönnum í Húsey. Bls. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 950 orð | 4 myndir

Landkrabbar á mjóbáti

Landfestar voru leystar í dagrenningu, sólin var rétt að koma upp, aðeins fuglasöngurinn rauf kyrrðina og báturinn liðaðist ljúflega af stað á meðan börnin sváfu. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir sigldi með fjölskyldunni á mjóbáti um vatnavegi Englands. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 192 orð | 1 mynd

Með lúxusfleyi til Íslands

Í HAUST eiga Íslendingar þess kost að ferðast með skemmtiferðaskipinu Seabourn Pride, systurskipi lúxusskipsins úr myndinni Speed 2, frá London til Íslands. Alls eru 150 manns í áhöfn og rúm fyrir rúmlega tvö hundruð farþega. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 333 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að fara vel yfir samninga

HÆGT er að leigja bílaleigubíla víðs vegar um heim bæði í gegnum söluskrifstofur hér á landi og í gegnum Netið. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 57 orð

Patrol Elegance í hnotskurn

Vél: 3,0 lítrar, fjórir strokkar, 16 ventlar, 158 hestöfl. Tengjanlegt aldrif, læsing á afturdrifi. Vökvastýri, veltistýri. Fjórir líknarbelgir. Fjarstýrðar samlæsingar. Þjófavörn. Loftkæling með hitastýringu. Sóllúga. Hemlalæsivörn. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 634 orð | 5 myndir

Patrol með ívið öflugri vél

NISSAN Patrol-jeppinn er nú búinn öflugri dísilvél en áður eða þriggja lítra og 158 hestafla forþjöppuvél sem gerir bílinn talsvert skemmtilegri í meðförum en eldri gerðir. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 429 orð | 1 mynd

"Njála kveikir enn í fólki"

BRENNU-NJÁLSSAGA er miðpunkturinn í starfsemi Sögusetursins á Hvolsvelli enda sögusvið Njálu í næsta nágrenni að sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar rithöfundar og forstöðumanns Sögusetursins. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 9 orð

Siglt á mjóbáti

Fjölskyldan leigði sér mjóbát og sigldi um vatnav egi Englands. bls. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 315 orð | 2 myndir

Sjálfboðaliðar laga göngustíg við Dynjanda

Um miðjan júní kom hópur sjálfboðaliða saman til að laga göngustíg við fossinn Dynjanda í Arnarfirði en fossinn og umhverfi hans var friðlýst árið 1981. "Í gangi er sérstakt þróunarverkefni að gera göngustíga og umhverfið aðgengilegra. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 46 orð | 1 mynd

Söluhæstu bílarnir í Evrópu

EINUNGIS þýskir og franskir bílar eru á lista yfir tíu mest seldu bílana í Evrópu fyrstu fimm mánuði ársins. Meira
16. júlí 2000 | Bílar | 112 orð

Toyota býður Mika Salo samning

TOYOTA hefur staðfest þátttöku sína í Formúlu 1-kappakstrinum árið 2002. Þróun á vélum og bifreiðum hefur gengið mjög vel og munu aksturstilraunir með fyrstu F1-bifreið Toyota hefjast vorið 2001. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 437 orð | 2 myndir

Vatnavegirnir voru lífæð iðnbyltingarinnar

Vatnavegir Mið-Englands voru þjóðvegir 19du aldar og lífæð iðnbyltingarinnar. Meira
16. júlí 2000 | Ferðalög | 17 orð

Ætlar að ferðast með Síberíuhraðlestinni

Hvert ertu að fara? Ragnheiður Erla Bjarnadóttir ætlar að fara með Síberíuhraðlestinni til Mongolíu, Rússlands og Kína. Bls. Meira

Fastir þættir

16. júlí 2000 | Fastir þættir | 342 orð

BRIDS - Umsjón: Guðmundur Páll Arnarson.

ÞAÐ er alltaf sama gamla sagan: Þegar illa er meldað þarf að spila vel. Norður fékk mörg tækifæri til að stýra spilinu í þrjú grönd, en valdi að setja makker í þyngra spil - fimm tígla. Vestur gefur; AV á hættu. Meira
16. júlí 2000 | Dagbók | 880 orð

(Matt. 6,20.)

Í dag er sunnudagur 16. júlí, 198. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Meira
16. júlí 2000 | Í dag | 401 orð | 1 mynd

Síðasta sumarmessan í Laugarneskirkju

ÞAÐ hefur verið gott og gaman að messa á sunnudagskvöldum í sumar, en nú líður að sumarfríi Laugarneskirkju um leið og vinir okkar og nágrannar í Ássókn opna sínar kirkjudyr að afloknu leyfi samkvæmt áralangri samstarfshefð safnaðanna tveggja. Meira
16. júlí 2000 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Sigurvegari svæðamótsins í Jerevan, armenski stórmeistarinn Smbat Lputian (2.605) stýrði svörtu mönnunum í stöðunni gegn georgíska kollega sínum Georgi Kacheishvili (2.554). 23. ... He1+! 24. Hd1 Hvítur verður mátaður ef hann þiggur hrókinn: 24. Meira

Sunnudagsblað

16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1697 orð | 3 myndir

Alþingi götunnar við þjóðveginn

Stefán Þormar Guðmundsson fæddist í Vík í Mýrdal 25. mars árið 1946. Að loknu gagnfræðaprófi frá Skógaskóla var hann einn vetur á lýðháskóla í Danmörku og seinna lauk hann prófi frá Bankamannaskólanum. Stefán var starfsmaður Búnaðarbankans í 27 ár og gegndi meðal annars stöðu útibússtjóra í Vík í Mýrdal. Hann tók við starfi innheimtustjóra Olís árið 1988 og starfaði þar fram til ársins 1993 er hann tók við rekstri Litlu kaffistofunnar ásamt konu sinni Jónu Gunnarsdóttur. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 259 orð | 1 mynd

Blúsbræður

Höfðingjarnir Kristján "KK" Kristjánsson og Magnús Eiríksson hafa gert nokkuð af því að leiða saman hljómhesta sína á undanförnum árum og í sameiningu hafa þeir gefið út tvær hljóðversskífur. Hestunum var svo rækilega brynnt hinn 19. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 613 orð | 1 mynd

Bréf sem aldrei birtist

Fyrir tæpum tíu árum varð greinarhöfundi lítið eitt misboðið í samskiptum sínum við Morgunblaðið, settist niður og ritaði ritstjórum blaðsins svolítið kvörtunarbréf. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 3069 orð | 8 myndir

Dagur í lífi ráðherra

STURLA var í opinberum erindagjörðum og lagði að baki ómældan fjölda kílómetra á þjóðvegum landsins svo ekki sé minnst á öll símtölin sem áttu sér stað í ráðherrabílnum. Tilefnið var opinber heimsókn ferðamálaráðherra Nýfundnalands, Charles J. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 981 orð | 4 myndir

Dýralæknisbústað breytt í glæsihótel

ÞAÐ hefur ekki verið um auðugan garð að gresja í gistihúsaflórunni í Eyjafjallahreppunum vestri og eystri. Vissulega hafa ferðamenn átt gott skjól á Edduhótelunum og hjá bændum sem bjóða gistingu heima hjá sér. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 436 orð | 2 myndir

Eftirköstin af Utangarðsmönnum

Í Bandaríkjunum voru það Ramones. Í Bretlandi voru það Sex Pistols. Hér á landi voru það Utangarðsmenn. Þrátt fyrir að stöku sveitir hafi verið búnar að gæla við nýjasta, og hiklaust róttækasta form rokksins til þessa, pönkið, voru það Utangarðsmenn sem keyrðu það hvað miskunnarlausast inn í vitund landsmanna og voru þeir óskoraðir leiðtogar íslensku pönksenunnar í þann stutta tíma sem sveitin starfaði. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 251 orð

Erlendir hermenn í íslenskum björgunarskóla

Í TENGSLUM við flotaheimsókn NATO síðustu daga kom upp sú hugmynd að gefa hermönnunum kost á að fá nasasjón af rústabjörgun með það fyrir augum að gera þá hæfari til þess að koma til aðstoðar þar sem náttúruhamfarir hafa orðið. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2444 orð | 1 mynd

Fegrunaraðgerð ekkert feimnismál

Æ fleiri fegrunaraðgerðir eru gerðar hér á landi og eru brjóstastækkanir og lagfæringar á augnlokum meðal þeirra vinsælustu. Í grein Örnu Schram kemur m.a. fram að dæmi séu um að stúlkur yngri en átján ára fari í brjóstastækkanir með samþykki og jafnvel þrýstingi foreldra. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 339 orð

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Geðhjálp auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 607 orð | 10 myndir

goðsagnir

Líflegar listflugssyrpur, hrífandi fylkingarflug og ögrandi bardagaatriði einkenndu flugsýninguna Flying Legends , sem haldin var dagana 8. og 9. júlí. Íslendingarnir fóru út á vegum Fyrsta flugs félagsins en alls komu um 35. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1032 orð | 4 myndir

Grín, spenna og svolítil ást

Jackie Chan, Wayans-bræður, Travolta, Tim Roth, Jennifer Lopez, Lisa Kudrow, Keanu Reeves og Gene Hackman. Arnaldur Indriðason heldur áfram að kynna helstu sumarmyndirnar, sem brátt koma hingað í bíóin frá Hollywood. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1236 orð | 1 mynd

Gromsarar

Ekki held ég að hægt sé að segja að ég hafi verið sérlega ættrækinn um ævina. Ekki það að mér líki ekki vel við ættingja mína nema síður sé. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1814 orð | 4 myndir

Harry Jamieson veiðistangasmiður býr í Nethybridge,...

Harry Jamieson veiðistangasmiður býr í Nethybridge, litlu þorpi á bökkum Spey, einnar frægustu laxveiðiár Skotlands. Um lóðina rennur lítill lækur á leið út í Spey. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1892 orð | 7 myndir

Heimsborgarar á hjara veraldar

Flekkefjord er örlítill, ótrúlega fallegur, lygn og friðsæll innfjörður úr Dalsfjord, á vesturströnd Noregs. Þar er smáþorpið Flekke og rétt hjá stendur Haugland, sem hýsir alþjóðlegan menntaskóla, RCN-UWC, þar sem 200 ungmenni frá 85 þjóðlöndum verja saman tveimur árum úr lífi sínu, í blíðu og stríðu. Agnes Bragadóttir komst að því að vináttuböndin sem ungmennin hnýta á þessum tveimur árum eru undursterk. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 315 orð | 1 mynd

Hljómlist eður svartigaldur?

Þungarokkið hefur alla tíð verið unglingum á öllum aldri hugleikið. Form þess eru ótal mörg, t.d. naut dauðarokksafbrigðið ómældra vinsælda á fyrri hluta síðasta áratugar. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 4577 orð | 1 mynd

Hófleg verðbólga ekki áhyggjuefni

Joseph E. Stiglitz lét nýlega af störfum sem aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans eftir að gustað hafði um hann í því starfi. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 180 orð

Hvernig selja á vörur til ESB

Útflutningsráð Íslands heldur námstefnu þann 14. september næstkomandi um tollaákvæði innan Evrópusambandsins (ESB), að því er segir í júlíhefti Útherja frá Útflutningsráði. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 3180 orð | 8 myndir

illi

HINN 11. ágúst árið 1962 fæddist í Moskvu drengur sem ekki þætti í frásögur færandi nema vegna þess að hann er af íslenskum ættum og er ofviti eða "sjení" eins og meistari Þórbergur Þórðarson hefði komist að orði. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 938 orð

Lífið í Halepa

Halepa var einu sinni fína hverfið í Hania. Í dag er hverfið blanda af ríkmannlegum villum og lágreistum húsum, sem minna einna helst á hús í fjallaþorpi. Hlín Agnarsdóttir segir hér frá hverfinu sínu. Þar ríkir þorpsstemmning eins og svo víða annars staðar í stærri bæjum og borgum Krítar. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1303 orð | 5 myndir

Ólíkur uppruni - líkar áherslur

PETI Varga, 19 ára brosmildur Ungverji, hefur fengið skólastyrk til þess að nema við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann verður fyrstur fyrir svörum: "Ég á vin sem var við nám í UWC. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 651 orð

"Reykjavíkurrúnturinn" og kaffidrykkja í miðbæ Reykjavíkur

Ýmsar tilraunir eru nú gerðar til þess að hleypa lífi og fjöri í mannlíf í miðborg Reykjavíkur. Pétur Pétursson segir það vekja athygli gamalla Reykvíkinga að þrátt fyrir kostnaðarsamar tiltektir og fjölmennar samkomur hefir hvergi verið minnst á eina markverðustu "stofnun" bæjarins, "Reykjavíkurrúntinn". Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 529 orð

"Yngra fólk í fegrunaraðgerðir "

OTTÓ Guðjónsson lýtalæknir hefur starfað við lýtaskurðlækningar í Bandaríkjunum í átta ár og rekur vinsæla lýtaskurðlækningastofu á Long Island í Bandaríkjunum ásamt ellefu öðrum lýtaskurðlæknum. Heitir stofan Long Island Plastic Surgical Group. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 145 orð

RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa fært Landgræðslunni að...

RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa fært Landgræðslunni að gjöf 2.000 rafmagnsstaura sem fyrirtækið hættir að nota á næstu þremur árum. Staurarnir verða notaðir í girðingar og fleiri verkefni við uppgræðslu landsins. Raflínukerfi RARIK er um 8. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 111 orð

Ráðstefna um hamfaraflóð

Alþjóðleg vatnafræðiráðstefna um hamfaraflóð sem ber heitið The Extremes of the extremes verður haldin hér dagana 17. til 19. júlí. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 8.30. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 185 orð | 1 mynd

Samstarfssamningur milli Skýrr hf. og Element ehf.

SKÝRR hf. og Element ehf. á Sauðárkróki hafa undirritað samstarfssamning um KerfisLeigu á Navision Financials- viðskiptahugbúnaði. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 452 orð

Tannlæknar bjóða fallegra bros

TANNSKEMMDIR og tannpína er ekki það eina sem dregur fólk til tannlækna því að á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fólk leiti til tannlækna í þeim tilgangi einum að bæta eða fegra útlit tannanna. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 211 orð | 1 mynd

þeytir lúðurinn

Hljómsveitin Trompet gaf út sína fyrstu plötu fyrir stuttu, samnefnda sveitinni. Lítið fór fyrir útgáfunni en hljómsveitin hefur verið starfandi í um tvö ár og hefur haldið sig mestmegnis inni í skúr, eins og ungsveita er siður. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1768 orð | 5 myndir

Ævintýri á Atlantshafi

Áhöfn skútunnar Bestu sigldi hraðbyri frá Reykjavík til Paimpol í seinni hluta siglingakeppninnar Skippers d'Islande og þarf að leita allt aftur til ársins 1985 til að finna sambærilegan árangur í siglingum. Ingvar Á. Þórisson lýsir ævintýri á Atlantshafi þar sem hann ásamt öðrum skipverjum Bestu komst í hann krappan, en upplifði einnig ósvikna gleði þegar komið var í mark í Paimpol, borg Íslendinganna. Meira
16. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 335 orð

Öllum leiðist tiltekt

ANDRÚMSLOFTIÐ gerist vart alþjóðlegra en það er í RCNUWC. Hið opinbera mál er enska og öll kennsla fer fram á ensku, en maður getur á ferð sinni um skólann átt von á því að heyra nánast hvaða tungumál sem er. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.