EMBÆTTI dýralæknis í Rúmeníu greindi frá því í gær að það væri að reyna að hefta útbreiðslu miltisbrandsveiru er hefði þegar orðið einum manni og tugum nautgripa að bana við Dónárósa. Maðurinn sem lést var bóndi og hafði borðað sýkt svínakjöt.
Meira
VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagði eftir fund sinn með Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Pyongyang í gær að N-Kóreustjórn hefði heitið því að hætta framleiðslu á langdrægum eldflaugum gegn því skilyrði að ríkinu yrði veittur aðgangur að...
Meira
BRESKA rafmagns- og gasveitufyrirtækið Powergen hefur staðfest að öryggisbrestur hafi orðið með þeim afleiðingum að upplýsingar um fjármál þúsunda viðskiptavina fyrirtækisins kunni að hafa legið á glámbekk. Breska ríkisútvarpið, BBC , greinir frá þessu.
Meira
VIÐRÆÐUR leiðtoga Palestínumanna og Ísraela stóðu enn í Camp David í Bandaríkjunum síðastliðna nótt með milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta, og var á fréttaskýrendum að skilja að einhver skriður hefði komist á viðræðurnar í gærkvöld.
Meira
AF þeim 75 Kosovo-Albönum sem komu hingað til lands í fyrra hafa 47 snúið aftur heim, að sögn Hólmfríðar Gísladóttur, deildarstjóra í alþjóðadeild Rauða krossins á Íslandi.
Meira
Húsavík - Það varð töluverð fólksfjölgun hér í bæ nýverið en því miður var það ekki til langframa, því íbúar milli 60 og 70 húsbíla höfðu aðeins næturgistingu á tjaldsvæði bæjarins og var bílum þétt lagt á svæðinu.
Meira
HEILDARTEKJUR ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins eru 10,6 milljörðum króna umfram gjöld, samanborið við 8,6 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 3,6 milljarða afgang árið 1998, að því er fram kemur í mánaðaryfirliti um fjárreiður ríkissjóðs sem...
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Hjalta Sæmundssyni, aðalvarðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, vegna ummæla Jóns Baldurssonar, yfirlæknis á slysadeild, í Morgunblaðinu 18. júlí sl. um rútuslysið á Hólsfjöllum.
Meira
MEÐALFJÖLDI atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu í júni var 1.265 eða um 1,5% af áætluðum mannafla. Atvinnuleysi er enn mest á höfuðborgarsvæðinu, en það minnkaði þar um 34% frá því í júní í fyrra. Að meðaltali voru 1.
Meira
20. júlí 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 529 orð
| 1 mynd
BORGARRÁÐ samþykkti í fyrradag nýtt deiliskipulag fyrir vesturhluta Laugardals, en markmið skipulagsins er að stuðla að frekari uppbyggingu í dalnum með áherslu á íþrótta- og tómstundastarf, en jafnframt opna dalinn fyrir almenning eins og kostur er með...
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 288 orð
| 2 myndir
PRÝÐISLAXVEIÐI hefur verið í Laxá í Kjós, einir 440 laxar voru þar komnir á land í gærdag og göngur jafnar og góðar að undanförnu, að sögn Ásgeirs Heiðars leigutaka.
Meira
MAÐUR á sjötugsaldri brenndist illa á andliti og höndum í sumarbústað í Seldal í Norðfirði í fyrrakvöld. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og í kjölfar þess með sjúkraflugi á gjörgæslu Landspítalans.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 422 orð
| 1 mynd
LAUNÞEGAR sem eiga samkvæmt nýlegum kjarasamningum kost á auknu viðbótarframlagi í lífeyrissparnað hafa farið rólega í að nýta sér þann möguleika.
Meira
BÆNDUR í Hrunamannahreppi eru farnir að taka upp kartöflur og er uppskeran bærileg. Um er að ræða fljótsprottnar hvítar kartöflur af tegundunum premiere og dore. Veruleg kartöflurækt er í Hrunamannahreppi þar sem vel lítur út með allan jarðargróður.
Meira
20. júlí 2000
| Akureyri og nágrenni
| 89 orð
| 1 mynd
DJASSKVARTETTINN Peanut Factory leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21:30. Kvartettinn var stofnaður í október árið 1999 af Hauki Gröndal, Stefan Pasborg og Jesper Løvdal.
Meira
FÓLKSBIFREIÐ var ekið á lamb skammt frá Húsavík í gær. Bifreiðin skemmdist mikið en farþegar og bílstjóri sluppu ómeiddir. Óhappið varð við Saltvík skammt sunnan Húsavíkur.
Meira
20. júlí 2000
| Erlendar fréttir
| 1007 orð
| 1 mynd
ÍSLENDINGAR geta tekið þátt í starfi svonefndrar Evrópustoðar Atlantshafsbandalagsins, NATO, ef þeir vilja, að sögn Christophs Zöpels, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands.
Meira
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að greiða farþegum félagsins bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir þegar flugvél á vegum félagsins tafðist á flugvelli í Madríd frá mánudegi fram á þriðjudag.
Meira
DAGANA 28.-30. júlí verður haldin í þriðja sinn fjölskylduhátíðin "Á Góðri Stund í Grundarfirði 2000". Fléttað verður saman skemmtun, útiveru og menningu.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
FLUGLEIÐIR afhentu Rauða krossi Íslands um 2.000 gömul einkennisföt til hjálparstarfs. Nýverið voru ný einkennisföt tekin í notkun og að frumkvæði starfsmanna var ákveðið að gefa þau gömlu til hjálparstarfs.
Meira
GUÐMUNDUR Grímsson, bifreiðastjóri hjá ferðaskrifstofunni Snælandi Grímssyni, segir að mikið álag sé á hópbifreiðastjórum landsins. Hann hefur ekið hópferðabílum í um 25 ár.
Meira
GÓÐ aðsókn hefur verið að listsýningu sem opnuð var í Laxárvirkjun um miðjan síðasta mánuð, að sögn Bjarna Más Júlíussonar, stöðvarstjóra Mývatnssvæðis.
Meira
"Ævisögur í heimspekilegu ljósi" er yfirskrift málþings sem fer fram á föstudaginn á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og Reykjavíkurakademíunnar. Þar munu tveir erlendir fyrirlesarar fjalla um heimspekilegar ævisögur.
Meira
LÖGREGLAN hyggst rannsaka hvort málverk sem boðið var til sölu hjá galleríi í Reykjavík og eignað Ásgrími Jónssyni sé falsað. Ólafur Ingi Jónsson forvörður telur að svo sé og segir að heldur klaufalega hafi verið að verki staðið í þeim efnum.
Meira
HÓPUR manna undir forystu Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands smalaði saman 170 gæsum á Flóðinu í Vatnsdal í gær til merkingar.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 239 orð
| 1 mynd
HANNYRÐABÚÐIN í Hafnarfirði hefur flutt starfsemi sína til Garðabæjar. Árið 1969 stofnuðu þær Guðlaug Berglind Björnsdóttir og Inga Magnúsdóttir Hannyrðabúðina á Reykjavíkurvegi 1 í Hafnarfirði. Árið 1971 tók Guðlaug yfir allan reksturinn.
Meira
FJÖLSKYLDAN SAMAN - notum tímann vel er heiti á forvarnaverkefni sem Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við átakið Ísland án eiturlyfja, hrindir af stað nú um helgina og standa mun fram í september.
Meira
HÓPAR ólöglegra innflytjenda frá ýmsum Afríkuríkjum streyma til Spánar á hverjum degi og reyna þeir oftar en ekki hættulega landgöngu við Gíbraltar-sund.
Meira
VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur og fylgdarskip hans lögðu af stað frá Narssaq á Grænlandi til L'Ans aux Meadows á Nýfundnalandi klukkan sex í gærmorgun.
Meira
ÍTALSKIR dagar hefjast á Ránni í Keflavík í dag fimmtudag og munu standa til 7. ágúst. Boðið verður upp á hefðbundna en jafnframt spennandi ítalska matargerðarlist eins og hún gerist best þar í landi.
Meira
Þórshöfn - Persakötturinn Mússa og eigandi hennar, Þórður Ragnar, undu sér vel í útilegu í Ásbyrgi enda komst hitastigið hátt þar í sól og blíðu. Algengt er að sjá heimilishundinn með í ferðalagi en heldur sjaldgæfara að kötturinn fari með.
Meira
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 20. júlí verður fjöruganga á Mýrum. Lagt verður af stað frá Girðisholti við Miðhús, kl. 20 (ath. taka Álftanesafleggjarann frá aðalvegi). Leiðsögumaður verður Svandís Bára Steingrímsdóttir. Fróðleg og skemmtileg ganga um fallega strönd.
Meira
UNGMENNI sem neyta kannabisefna nota gjarnan ofskynjunarsveppi meðfram annarri neyslu segir Guðbjörn Björnsson, læknir á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir sveppinn, sem vex hér á landi, innihalda virk ofskynjunarefni. "Þetta er raunverulegt vímuefni.
Meira
Nafn Andra misritaðist Nafn Andra Snæs Viðarssonar misritaðist í myndatexta í blaðinu í gær þar sem sagt var frá meistaramóti Golfklúbbs Borgarness. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira
RÚTAN, sem valt ofan í Hólsselskíl skammt norðan Grímsstaða á sunnudag, virðist hafa komið skökk inn á brúna, hægra afturhjól hennar rekist af miklu afli í brúarstólpann og rútan síðan farið af brúnni og hafnað í ánni, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á...
Meira
LÖGREGLAN á Suðurlandi mun í sumar fara í vikulegar ferðir inn á hálendið sunnanvert. Lögreglan mun í samvinnu við landverði og skálaverði veita ferðalöngum aðstoð og tryggja öryggi þeirra.
Meira
FYRRVERANDI formaður stjórnar og trúnaðarráðs Dvalarheimilis aldraðra sf. á Húsavík og prófkúruhafi félagsins hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, skilorðsbundið til þriggja ára.
Meira
MAÐUR sem var við laxveiðar í Laxá í Aðaldal fótbrotnaði á þriðjudaginn þegar hann steig ofan í gjótu. Fótur mannsins mun hafa skorðast í gjótunni en lögreglan á Húsavík telur að maðurinn hafi öklabrotnað.
Meira
FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur markaðsdögum í sumar. Eru það síðustu sunnudagar í júní, júlí og ágúst. "Eftir eru sunnudagurinn 30. júlí og sunnudagurinn 27. ágúst. Markaðurinn er opinn almenningi frá kl.
Meira
Í Geysisstofu má fá ýmsan fróðleik um mótun landsins, eld og ísa og ýmislegt fleira. Jóhannes Tómasson fór þar einn hring og ræddi við Má Sigurðsson á Geysi, hóteleiganda og hugmyndasmið.
Meira
20. júlí 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 253 orð
| 1 mynd
DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur í dag skipað Sigrúnu Jóhannesdóttur forstjóra Persónuverndar frá 1. ágúst nk. að telja. Auk Sigrúnar sótti Guðmundína Ragnarsdóttir lögfræðingur um starfið.
Meira
Christoph Zöpel, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, segir í samtali við Kristján Jónsson að Bandaríkin eigi sem fyrr að vera forysturíkið í Atlantshafsbandalaginu og Evrópustoðin svonefnda muni ekki sundra bandalaginu. Hann segir að breyta eigi reglum Evrópusambandsins til að auðvelda nýjum ríkjum að laga sig að samstarfinu.
Meira
FIMMTA minningarskákmótið um Steinberg Friðfinnsson var haldið á Baugaseli í Barkárdal, fæðingarstað Steinbergs, um síðustu helgi. Alls tóku 9 keppendur þátt í mótinu en sigurvegari varð Ólafur Kristjánsson sem hlaut 12 vinninga af 16 mögulegum.
Meira
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, vann í gær mikinn sigur í tilraunum sínum til að ná undir sig miðstjórnarvaldinu í landinu. Þá samþykkti dúman, neðri deild þingsins, með góðum meirihluta breytingar á lögum um stöðu rússnesku héraðsstjóranna.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 325 orð
| 1 mynd
LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði í gærmorgun ökumann hópferðabifreiðar grunaðan um ölvun við akstur. Bílstjórinn var á ferð á Hörgárbraut, rétt fyrir norðan Akureyri, en í rútunni voru nítján farþegar.
Meira
AFRIT af samtölum milli rússnesku auðjöfranna eru nú komin inn á netið og sýnir það svo ekki verður um villst, að njósnað hefur verið um þá í langan tíma.
Meira
SKÁTASAMBAND Reykjavíkur heldur skátamót á Úlfljótsvatni um næstkomandi helgi, 21.-23. júlí. Mótið ber yfirskriftina Sólarsamba 2000 og verður sett kl. 21 á föstudagskvöldið. Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir skáta 12 ára og eldri, m.a.
Meira
LANDSMENN njóta sólar og hlýinda í mismiklum mæli þessa dagana, en íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu þó leyft sér að fletta sig klæðum að einhverju marki í gær og njóta varma sólarinnar.
Meira
ÞJÓÐERNISSINNAÐIR uppreisnarmenn á Fídjíeyjum fögnuðu því í gær að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar á eyjunum, en þeir höfðu fengið litla sem enga aðild að stjórninni.
Meira
SPRENGING varð í gær í verslunarhúsnæði í bænum Vitoria í Baskalandi og eyðilagðist byggingin verulega í þessu fjórða tilræði á sjö dögum sem rakið er til aðskilnaðarhreyfingar Baska (ETA).
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 246 orð
| 1 mynd
FORSETA Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, var í gær afhent fyrsta eintak nýrrar bókar Margrétar Guðmundsdóttir, sagnfræðings, um sögu Rauða kross Íslands.
Meira
BROTIST var inn í veitingastaðinn Hróa Hött við Hringbraut í fyrrinótt, en hann ber sama nafn og útlaginn sem forðum daga stal frá þeim ríku og gaf þeim fátæku.
Meira
20. júlí 2000
| Akureyri og nágrenni
| 388 orð
| 1 mynd
FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, auk Rússlands, hefst í lok vikunnar á eyjunni Okinawa í Japan og mun þar fjöldi málefna verða tekin fyrir, allt frá útbreiðslu alnæmis og öðrum hnattrænum ógnum til Internetsins og möguleika þess.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 190 orð
| 1 mynd
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær Cornelio Sommaruga, fráfarandi formann Alþjóðaráðs Rauða krossins, stórriddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu, við athöfn að Bessastöðum.
Meira
SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR gerðu í gær óvirka sprengju í miðborg Lundúna og sprengdu að auki upp óþekktan pakka sem vakti grunsemdir í framhaldi af sprengjufundinum.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Torfi Ólafsson er nú að vinna að sinni 10 hljómplötu. Á henni verða 20 valin lög frá 1980-2000. Platan ber heitið "Í draumi sérhvers manns" sem er heiti á ljóði Steins Steinarrs.
Meira
TÚPILAKARNIR Oddur Bjarni og Siggi Illuga halda tónleika á veitingahúsinu við Pollinn í kvöld. Þar munu þeir ásamt hljómsveitinni Til baka kynna lög af nýútkomnum geisladiski.
Meira
20. júlí 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 177 orð
| 1 mynd
ÞRÁTT fyrir að borgarráð hafi enn ekki samþykkt að setja upp umferðarljós við Hofsvallagötu og Hagamel eru framkvæmdir þar löngu hafnar og lítið á eftir að gera annað en að koma ljósunum á staurana og kveikja.
Meira
OLÍS og samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs undirrituðu í dag samning um uppgræðslu á tveimur stöðum í grennd við höfuðborgina. Um er að ræða uppgræðslu á svæðum í kringum Litlu kaffistofuna á Hellisheiði og í Lækjarbotnum.
Meira
FREMUR gott hljóð er í yfirmönnum framhaldsskólanna í landinu um komandi haust og vetur, en flestir eru sammála um að erfitt sé að fá kennara í raungreinum, einkum eðlis- og efnafræði, líffræði og stærðfræði, og mun erfiðara en áður.
Meira
20. júlí 2000
| Innlendar fréttir
| 852 orð
| 1 mynd
Björn Hafþór Guðmundsson fæddist á Stöðvarfirði 16. janúar 1947. Hann lauk landsprófi á Eiðum 1964, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1968, síldarmatsmannsprófi 1965. Réttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands lauk hann 1982.
Meira
VERSLUNIN Villeroy & Boch tók þátt í brúðkaupsleik Bylgjunnar fyrir skömmu. "Vinningshafar voru mjög lukkulegir með vinninginn en þeir fengu matar- og kaffistell fyrir 12 ásamt fylgihlutum.
Meira
BILUN í brunaboða olli því að viðvörunarkerfi fór í gang í Leifsstöð rétt fyrir hádegi í gær og var beðið um að byggingin yrði rýmd. Að sögn lögreglu á Keflavíkurflugvelli voru þetta falsboð. "Þetta hefur komið nokkrum sinnum upp áður.
Meira
SEX Norðmenn og einn Íslendingur eru í áhöfn Kvitserks, sem lagði úr höfn í Noregi aðfaranótt miðvikudags, en það er 16 metra langur knörr. Víkingaskipið er væntanlegt til Vestmannaeyja fyrir lok næstu viku.
Meira
STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja Bifreiðastjórafélagið Sleipni um þrjár milljónir króna, en Sleipnir hefur sem kunnugt er átti í langri kjaradeilu við vinnuveitendur.
Meira
STJÓRN Félags leiðsögumanna sendi í gærkvöld frá sér ályktun þar sem rútuslysið við Dettifoss er harmað og aðstandendum sendar samúðarkveðjur. Jafnframt er Vegagerðin gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi við ferðamannastaði.
Meira
LÖGREGLAN stöðvaði þrjá ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur í gærmorgun. Allir voru þeir á miðjum aldri. Lögreglan segir það sé fremur sjaldgæft að svo margir séu stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur í miðri viku.
Meira
FÖSTUDAGINN 21. júlí nk., kl. 15 verður haldið málþing um ævisögur í heimspekilegu ljósi á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar og fer það fram í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð.
Meira
Vilja Íslendingar eiga það undir Poul Nyrup hvort þeir velja þjóðlegan landbúnaðarráðherra eða forseta sem er á móti vestrænu varnarsamstarfi? er spurt í Vísbendingu.
Meira
ÍSLENZK erfðagreining hf. er ekki aðeins frumkvöðull á sviði erfðarannsókna á Íslandi heldur hefur fyrirtækið rutt brautina með öðrum hætti. Vel heppnað hlutafjárútboð móðurfélags Íslenzkrar erfðagreiningar, deCode genetics Inc.
Meira
Listahátíð í Reykjavík hélt upp á þrítugsafmæli sitt með pomp og prakt fyrr í sumar. Þótti veislan vel heppnuð og þjóna markmiði hátíðarinnar, að örva, efla og undirstrika íslenska frumsköpun. Orri Páll Ormarsson ræddi við Svein Einarsson, formann framkvæmdastjórnar Listahátíðar, um nýafstaðna hátíð, markmið og hugmyndir að auknum umsvifum á sviði lista og menningar, meðal annars listahátíð á landsbyggðinni.
Meira
ÁRBÆJARSAFN: Lækjargötutríóið spilar jazz með þjóðlegu ívafi laugardag kl. 14. Lækjargötutríóið skipa þeir Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassa og Kristinn Svavarsson, saxófón.
Meira
½ Leikstjóri: Bette Gordon. Handrit: Scott Bradfield. Aðalhlutverk: Deborah Kara Unger, Eric Lloyd. (92 mín.) Bandaríkin 1998. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
KVENNASVEITIN Bangles hefur ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið undir lok níunda áratugarins. Fyrir dyrunum stendur heljarinnar tónleikaferð og ný plata.
Meira
DANSKI verðlaunaleikstjórinn umdeildi, Lars Von Trier, sem leikstýrði Björk í "Dancer In The Dark", hefur samþykkt að gera áróðursmynd sem hvetur Dani til þess að greiða atkvæði með samevrópska gjaldmiðlinum evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu sem...
Meira
Í Möguleikhúsinu fer senn að ljúka leiklistarnámskeiði fyrir 9-12 ára krakka sem staðið hefur í þrjár vikur. Þar hafa börnin unnið með flest það sem tengist hefðbundinni leikhúsuppsetningu. Þegar Eyrún Baldursdóttir leit inn voru Seifur, Atlas og Herkúles meðal persóna á sviðinu, en þær koma fyrir í leikriti sem krakkarnir hafa sjálf spunnið upp úr grískri goðafræði.
Meira
GYLFI Ægisson opnar málverkasýningu í Egilsbúð, Neskaupstað, á morgun, föstudag, kl. 18. Öll málverkin eru til sölu ásamt geisladiska- og kassettusafni af lögum sem Gylfi hefur gefið út sjálfur. Sýninguni lýkur á sunnudagskvöld kl....
Meira
Frumraun Ólafar Sigursveinsdóttur á selló, ásamt Agnieszka Bryndal á sembal og píanó en continuo rödd lék Nora Kornblueh. Flutt voru verk eftir J.S. Bach, Hindemith, Vivaldi og Schumann. Þriðjudagurinn 18. júlí, 2000.
Meira
VINSÆLDIR ástralska ofurtöffarans Russell Crowe fara ekki á milli mála. Hvar sem hann fer falla ungmeyjar í öngvit og eldri konur kikna í hnjáliðunum.
Meira
Göturiddarinn sem er að ganga hringveginn til styrktar langveikum börnum er að nálgast höfuðborgina, hægt en bítandi. Birgir Örn Steinarsson hringdi í piltinn til að fræðast um labbitúrinn.
Meira
Um síðustu helgi var boðið til sannkallaðrar tískuveislu í einum fegurstu salarkynnum Íslands, sjálfum Vatnajökli. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti fjóra íslenska hönnuði, boðsgesti sýningarinnar, og hlustaði á ótrúlega ferðasögu þeirra af ævintýrum á jökli.
Meira
Í Nýlistasafninu stendur yfir sýning á ljósmyndum, teikningum og málverkum eftir Gústav Geir Bollason. Landslag úti og inni við setur svip á sýninguna. Þorvarður Hjálmarsson heimsótti safnið og tók listamanninn tali.
Meira
L.UNG.A - listahátíð ungs fólks Austurlandi hófst í gær 19. júlí kl. 17.00 á Seyðisfirði. Þátttakendur eru á aldrinum 15-25 ára og koma frá Akureyri, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Höfn, Eskifirði, Egilsstöðum, Neskaupstað og Seyðisfirði.
Meira
Í kvöld og næstkomandi mánudagskvöld ætlar Filmundur að sýna enn eina perluna. Mynd vikunnar heitir Lulu on the Bridge og er eftir hinn virta bandaríska rithöfund, Paul Auster.
Meira
SIGLUFJÖRÐUR Þjóðlagahátíð Á dagskrá Þjóðlagahátíðar í dag verða fyrirlestrar í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju. Smári Ólason heldur fyrirlestur kl. 9 sem fjallar um liggjandi bassatón eða bordún í tónlist fyrr á öldum.
Meira
HLJÓMSVEITIN ÚLPA ætlar að mæta klædd eftir veðri í dag á Ingólfstorgi og spila "poppdjassrokkambient" tónsmíðar sínar. Þeir úlpuklæddu eru annars ekkert of mikið að skilgreina tónlistina, hún útskýrir sig sjálf.
Meira
LJÓSMYNDARINN Spencer Tunick sést hér við vinnu sína á Williamsburg-brúnni í Manhattan í New York á dögunum. Borgarstjórinn Rudy Giulani reyndi að koma í veg fyrir að myndatakan færi fram en allt kom fyrir ekki og Tunick fékk vilja sínum framgengt.
Meira
Gunnhildur Hauksdóttir og Sara María Skúladóttir fóru til Seyðisfjarðar í gær til að taka þátt í listahátíðinni L.ung.A sem stendur yfir fram á laugardag. Unnar Jónasson hitti þær og fékk upp úr þeim hvað væri eiginlega að gerast fyrir austan.
Meira
Listasafn Reykjavíkur SÝNINGUNNI Garðhúsabænum sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, lýkur nú um helgina. Gallerí Stöðlakot Sýningu Steinþórs Marinós Gunnarssonar lýkur á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega kl....
Meira
VIKTORÍA Guðnadóttir opnar sýningu á teikningum í Regnbogasal Samtakanna 78, Laugavegi 3, í dag, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Viktoría er fædd árið 1969. Hún lauk námi úr AKI-akademi voor beeldende kunst í Enschede í Hollandi í júní sl.
Meira
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12 koma fram tveir íslenskir tónlistarmenn, trompetleikarinn Guðmundur Hafsteinsson og organistinn Eyþór Ingi Jónsson. Á efnisskránni eru bæði verk frá barokktímabilinu og frá 20. öld.
Meira
SÖNGVARINN Paul Young, sem er þekktastur fyrir að vera önnur rödd hljómsveitarinnar Mike & The Mechanics, er látinn. Söngvarinn féll niður á heimili sínu í Altrincham í Cheshire á Englandi, 53 ára að aldri.
Meira
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN sem kennd hefur verið við séra Bjarna Þorsteinsson var formlega sett í Siglufjarðarkirkju sl. þriðjudagskvöld. Við setninguna sungu bæði karla- og kvennakór Siglufjarðar undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar.
Meira
50 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 21. júlí, verður fimmtug Gréta Ágústsdóttir, Vesturási 40, Reykjavík. Eiginmaður Grétu er Ingvar Jón Ingvarsson . Opið hús verður á heimili þeirra frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 20. júlí, er sextugur Birgir Axelsson, Hraunbæ 194 . Eiginkona hans er Steinunn Bjartmarsdóttir . Í tilefni afmælisins munu þau hjónin gleðjast með vinum og ættingjum austur í Þórsmörk að loknu Laugavegshlaupi nk.
Meira
Það þarf ekki glöggt auga til að sjá að kirkjuyfirvöld í Reykjavík hafa róið öllum árum til þess, segir Ólafur Þórisson, að losna við "óæskilega" presta og guðfræðinga.
Meira
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Guðmundur Hafsteinsson, trompet og Eyþór Ingi Jónsson, orgel. Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Fella- og Hólakirkja.
Meira
Í augum Íslendinga hefur Alþingi og hérlend stjórnvöld rétt til að taka ákvarðanir sem okkur varða, segir Jóhann M. Hauksson, en útlendingar ekki.
Meira
Jarðgöng og vegagerð um norðanverðan Tröllaskagann varða samgöngur um allt Mið-Norðurland, segir Jón Bjarnason, en einskorðast ekki við göng milli tveggja staða.
Meira
Stóð ég við Öxará árroða á fjöllin brá. Kátt tók að klingja og fast klukkan, sem áður brast, alskærum ómi sló útyfir vatn og skóg. Mín klukka, klukkan þín kallar oss heim til sín. (H.L.
Meira
VIÐ foreldrar fatlaðra barna horfum uggandi til haustsins, því nú þegar er farið að bera á manneklu á sambýlum. Við þurfum að taka okkar einstaklinga eitthvað heim um helgar, en við skiljum manna best af hverju þetta er, en það eru launin.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað.
Meira
"HEFUR þú eitthvað orðið var við Mick Jagger eða Keith Richards, meðlimi rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones, á göngu um bæinn?" Þessa óvenjulegu spurningu lagði Víkverji fyrir nokkra íbúa í Ólafsvík á dögunum.
Meira
Svartur prestur í grænu grasi, víst gæti ég talið upp rök, svo orsök breyttist í afleiðingu og afleiðing breyttist í sök. Svartur prestur í grænu grasi.
Meira
Netþjónustufyrirtæki úti á landi þurfa að greiða allt að 20 sinnum meira fyrir leigulínur Landssímans, segir Kristján L. Möller, en fyrirtækin í Reykjavík.
Meira
Unglingur sem veit fyrir víst að ökuferill hans verður tekinn til sérstakrar skoðunar eftir fyrstu tvö árin, segir Sumarliði Guðbjörnsson, hugsar væntanlega alvarlega um það.
Meira
Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 6. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 18. júlí.
MeiraKaupa minningabók
20. júlí 2000
| Minningargreinar
| 1385 orð
| 1 mynd
Bergljót Jóna Guðný Sveinsdóttir fæddist 20. apríl 1921 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Landakot 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Guðmundsdóttir, f. 17. október 1895, d. 9. janúar 1978 og Sveinn Jónsson, f. 4. ágúst 1895, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1909. Hún lést í Hafnarfirði 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 14. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigríður Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Konráð Benjamín Oddsson og Þuríður Gunnlaugsdóttir. Guðrún átti þrjú systkini sem öll eru látin.
MeiraKaupa minningabók
20. júlí 2000
| Minningargreinar
| 1689 orð
| 1 mynd
Hulda Pálína Vigfúsdóttir fæddist að Vorhúsum í Garði 20. júlí 1918 en ólst upp í Reykjavík. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi þann 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jensína Valdimarsdóttir og Vigfús Þorkelsson.
MeiraKaupa minningabók
20. júlí 2000
| Minningargreinar
| 1203 orð
| 1 mynd
Jóhanna Sigríður var fædd í Hafnarfirði 3. júlí 1925. Hún lést á Elliheimilinu Grund 7. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Katrínar Markúsdóttur, f. 29.3. 1900, d. 31.3. 1967, og Þorgeirs Sigurðssonar, f. 24.6. 1902, d. 8.6. 1972.
MeiraKaupa minningabók
20. júlí 2000
| Minningargreinar
| 1114 orð
| 1 mynd
Jónas Sigurður Konráðsson fæddist í Reykjavík hinn 4. desember 1960. Hann lést á heimili sínu hinn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Konráð Páll Ólafsson, f. 11. júlí 1936 og Ingigerður Stefanía Óskarsdóttir, f. 4. febrúar 1937.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Stefánsdóttir fæddist í Gröf í Svarfaðardal 12. nóvember 1913. Hún andaðist á Dalbæ Dalvík 7. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stefáns Arngrímssonar og Filippíu Sigurjónsdóttur í Gröf. Voru foreldrar Kristínar báðir Svarfdælingar.
MeiraKaupa minningabók
20. júlí 2000
| Minningargreinar
| 1028 orð
| 1 mynd
Sigríður Pétursdóttir Blöndal fæddist í Reykjavík 5. september 1915. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 29. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Yngvi Kjartansson fæddist á Akureyri 7. apríl 1962. Hann lést á Akureyri 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 14. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Brynjúlfsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. desember 1947. Hann lést 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. júlí.
MeiraKaupa minningabók
NÝLEGA var tekin í notkun sex herbergja viðbygging á gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum í Snæfellsbæ. Það tók tæpa tvo mánuði að koma þessari byggingu upp en frá því hafist var handa við grunninn og þar til fyrstu gestirnir fengu inni liðu 58 dagar.
Meira
HJÓNIN Ingólfur Kjartansson og Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir hafa komið upp ferðaþjónustu í samkomuhúsinu Dalbæ í Unaðsdal á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp.
Meira
HELGARGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 14, en gangan hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gengið verður framhjá Klausturhól, um Klifið, yfir Eiðið og síðan með suðurströnd Vestureyjar.
Meira
VERÐ á íslenskum tómötum hefur verið að lækka síðustu daga vegna mikils framboðs og verslunareigendur telja að verðið verði ekki lægra en það er núna.
Meira
ÞAÐ var mikið í húfi í leik Norðmanna og Ísraelsmanna í næst síðustu umferð Evrópumóts ungmenna. Sveitirnar voru í tveimur efstu sætunum og gátu nánast tryggt sér gullið með góðum sigri.
Meira
Í dag er fimmtudagur 20. júlí, 202. dagur ársins 2000. Þorláksmessa á sumri, Margrétarmessa hin.s. Orð dagsins: Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að þér allir einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists.
Meira
Staðan kom upp á Norðursjávarmótinu sem lauk fyrir stuttu í Esbjerg í Danmörku. Hvítu mönnunum stýrði danski stórmeistarinn Lars Bo Hansen (2.562) gegn Evrópumeistara unglinga frá Hollandi Dennis De Vreugt (2.511). 12. Rxc6! Vinnur a.m.k. peð. 12. ...
Meira
KR-INGURINN Andri Sigþórsson var í miklu stuði í leiknum gegn Birkirkara í gærkvöld og skoraði tvö mörk, hið síðara sérstaklega glæsilegt er hann tók boltann á bringuna og skaut viðstöðulaust yfir markvörð Birkirkara.
Meira
OPNA breska meistaramótið í golfi hefst á gamla St. Andrews-golfvellinum í dag. Mótið, sem er eitt af þeim fjóru stóru, er nú haldið í 129. sinn. Oft hefur mikið gengið á en það þarf eitthvað mikið að gerast ef tilþrifin verða meiri í ár en í fyrra þegar Frakkanum Jean Van de Velde tókst með ótrúlegum hætti að tapa niður öruggri forystu á síðustu holunni. Skotinn Paul Lawrie sigraði síðan í þriggja manna umspili, lagði de Velde og Justin Leonard.
Meira
ÞJÁLFARI danska liðsins Bröndby, Åge Hareide, og aðstoðarmaður hans, Lars Olsen, fylgdust með KR-ingum gegn Birkirkara í Laugardalnum í gærkvöld og spjölluðu mikið saman meðan á leiknum stóð, enda mætir KR Bröndby úti miðvikudaginn 26. júlí í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram hér á landi viku síðar.
Meira
TVEIR leikir fara fram í efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld en þeir voru báðir færðir til vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópumótum félagsliða. ÍBV tekur á móti ÍA og Leiftur á móti Keflavík.
Meira
KR-ingar sækja danska félagið Bröndby heim til Kaupmannahafnar næsta miðvikudag en þá leika félögin fyrri leik sinn í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sá síðari verður á Laugardalsvelli viku síðar.
Meira
Níu leikmenn frá Breiðabliki eru í 16 manna hópi sem Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari 21 árs landsliðs kvenna í knattpsyrnu, hefur valið fyrir Norðurlandamótið sem hefst í Þýskalandi 28. júlí. Nota má tvo eldri leikmenn í keppninni og það eru Margrét R.
Meira
NOKKRAR breytingar hafa verið gerðar á St. Andrews og þá aðalega á hinum illræmdu sandglompum vallarins. Tiger Woods lék æfingahring á þriðjudag ásamt þeim Mark O'Meara og Mark Calcavecchia og hafði Woods á orði að glompurnar væru erfiðar viðureignar.
Meira
OPNA breska meistaramótið var fyrst haldið fyrir 129 árum og á þessum tíma hafa 19 Bandaríkjamenn sigrað 32 sinnum, sigruðu til dæmis á árunum 1995-1998. OFTAST hefur verið leikið á St. Andrews, 26 sinnum.
Meira
PÉTUR Pétursson þjálfari KR sagði við Morgunblaðið í fyrrakvöld að lykilatriði í sigri gegn Birkirkara væri að skora snemma í leiknum. Það gekk eftir enda skoraði David Winnie eftir aðeins stundarfjórðung. "Mér fannst það vera stórt atriði að skora á fyrstu fimmtán mínútunum og það gekk upp," sagði Pétur.
Meira
JACK Nicklaus eða "Gullbjörninn" er mættur til leiks á Opna breska meistaramótinu. Þetta verður líklega í síðasta skiptið sem Nicklaus tekur þátt í elsta golfmóti veraldar sem var fyrst haldið árið 1860 í Prestwick á vesturströnd Skotlands.
Meira
STOKE City hefur hug á að semja við danska miðjumanninn Henrik Risom, sem var til reynslu hjá þeim í Íslandsförinni og spilaði alla þrjá leikina.
Meira
ÞAÐ var dönsk stemmning á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar KR vann auðveldan sigur á Birkirkara frá Möltu, 4:1. Löngu fyrir leikslok var ljóst að KR færi áfram í 2. umferð í forkeppni meistaradeildar Evrópu og myndi mæta þar danska liðinu Bröndby.
Meira
ÞORBERGUR Hauksson, starfsmaður Eskifjarðarhafnar, segir að það sé mjög miður ef olíuverð á Íslandi fæli fiskiskip frá því að landa hérna. "Þetta er mjög slæmt mál. Ef skip hætta að landa hér er það auðvitað tekjumissir fyrir höfnina.
Meira
ICELAND Seafood Corporation, dótturfélag SÍF hf. í Bandaríkjunum, og bandaríska fiskiréttakeðjan Arthur Treacher's undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aukið samstarf fyrirtækjanna.
Meira
ÍSLENSKI hlutabréfasjóðurinn hf. skilaði 507 milljóna króna hagnaði á síðasta reikningsári, 1. maí 1999 til 30. apríl 2000, samanborið við 116 milljónir króna árið á undan, samkvæmt upplýsingum frá Landsbréfum hf., en þau sjá um daglegan rekstur...
Meira
Þórður Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1987, Cand. oecon. frá HÍ 1992 af endurskoðunarsviði og mastersprófi í rekstrarhagfræði frá Edinborgarháskóla árið 1998. Þórður er einnig löggiltur verðbréfamiðlari. Hann hefur starfað hjá Lánasýslu ríkisins frá árinu 1992. Hann tók við starfi forstjóra Lánasýslunnar í byrjun maí sl. Kona Þórðar er Kolbrún Kristjánsdóttir ljósmyndari og eiga þau eina dóttur, Önnu Lind átta ára.
Meira
EFTA-dómstóllinn hefur veitt ráðgefandi álit í tilefni af beiðni héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem varðar túlkun á ákvæðum EES-samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsan flutning á fjármagni.
Meira
Á myndinni er sýnt hlutabréfaverð á fjórum mörkuðum, á Íslandi (vísitala aðallista Verðbréfaþings Íslands, 47 fyrirtæki), í Bandaríkjunum (S&P500, 500 öflugustu fyrirtæki á markaði þar) og síðan í Evrópu (Evrópuvísitala Morgan Stanleys, samtals 547...
Meira
STJÓRNENDUR Debenhams-verslunarkeðjunnar hafa tilkynnt að þeir stefni að því að opna ellefu nýjar verslanir á Bretlandi á næstu fjórum árum og er talið að um fjögur þúsund ný störf skapist á tímabilinu.
Meira
REKSTUR SÍF-samstæðunnar hefur ekki gengið í samræmi við rekstraráætlun samstæðunnar fyrir fyrri helming ársins og verður tap á rekstri samstæðunnar á því tímabili.
Meira
Velgengni Íslendinga í efnahagsmálum núna á sér rætur á stöðnunarskeiðinu frá 1987 til 1992. Á þeim tíma fór íslenskt atvinnulíf í gegnum gagngera endurhæfingu sem leiddi til miklu sterkari samkeppnisstöðu þjóðarinnar en fyrr.
Meira
"Karl Marx hafði rétt fyrir sér. Það eru verkamennirnir sem stjórna því sem hefur mest áhrif á framleiðsluferlinu; það er heili mannsins." Þetta er meginboðskapur nýrrar bókar, Funky Business, skrifuð af tveimur óhefðbundnum sænskum hagfræðingum. Túlkunin í dag er reyndar aðeins öðruvísi, þó hugvitið hafi líklegast aldrei verið jafn dýrmætt og nú.
Meira
Hans Petersen tók við Ilford umboðinu þann 1. júlí síðastliðinn. Ilford fyrirtækið framleiðir svart-hvítar ljósmyndavörur, svo sem filmur, pappír og efni, sem eru vel þekkt hér á landi meðal áhuga- og atvinnumanna í ljósmyndun.
Meira
STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segist telja að kaup Landsbanka Íslands á breska fjárfestingarbankanum The Heritable and General hafi engin áhrif á mögulega sameiningu íslenskra banka. "Kaupin styrkja Landsbankann að mínu mati.
Meira
SINDRABERG á Ísafirði framleiðir frosið sushi undir vörumerkinu Icesushi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð samningum við breskt dreifingarfyrirtæki sem hefur 80% hlutdeild á veisluþjónustu- og veitingahúsamarkaði á Bretlandi.
Meira
ÍSLANDSSÍMI hefur samið við líftæknifyrirtækið Urði Verðandi Skuld (UVS) um yfirtöku allrar fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Þá hefur Íslandssími samið við Ölgerðina Egil Skallagrímsson um alhliða viðskipti um gagnaflutninga.
Meira
Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 75,77000 75,56000 75,98000 Sterlpund. 113,90000 113,60000 114,20000 Kan. dollari 51,56000 51,39000 51,73000 Dönsk kr. 9,78500 9,75700 9,81300 Norsk kr. 8,81900 8,79400 8,84400 Sænsk kr.
Meira
SAMKVÆMT niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Póstinn nýlega, voru 73 prósent aðspurða mjög ánægð með þá þjónustu Póstsins að koma pökkum heim til viðtakenda og 20 prósent aðspurðra sögðust vera frekar ánægð.
Meira
SALA á dönskum vindmyllum hefur sexfaldast á síðustu fimm árum að því er kemur fram í nýrri grein í Politiken . Á síðasta ári jukust sölutekjur af vindmyllum í Danmörku um 60% eða úr 77 milljörðum íslenskra króna í 125 milljarða króna.
Meira
HAGNAÐUR Microsoft á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 2,41 milljörðum dala eða 191 milljarði íslenskra króna og er þetta 9,4% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.
Meira
TALSMENN Intel hafa kynnt hagnað félagsins á öðrum fjórðungi ársins og nemur hann 3,5 milljörðum dala eða liðlega 277 milljörðum íslenskra króna þegar frá hefur verið dreginn kostnaður vegna yfirtöku á öðrum fyrirtækjum.
Meira
JAPANSKI bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur ákveðið að biðjast afsökunar á því að hafa stungið undir stól um 500.000 kvörtunum frá viðskiptavinum en kvartanirnar komu í ljós við rannsókn fulltrúa frá japanska samgönguráðuneytinu.
Meira
Netverk hefur skrifað undir endursölusamning við portúgalska fyrirtækið 77SAT, sem er þjónustufyrirtæki á sviði rafeinda- og samskiptabúnaðar fyrir sjávarútveg og fjarskiptaiðnaðinn í Portúgal.
Meira
Birgir Guðbjörnsson hefur hafið störf á tæknideild Halló Frjálsra fjarskipta hf. Birgir starfaði í tölvudeild Flugleiða, mæla- og rafeindaverkstæði Ísals og radíódeild Landssímans. Birgir er 47 ára, loftskeytamaður, símvirki og rafeindavirkjameistari.
Meira
Kristmundur Birgisson hefur verið ráðinn vefari hjá Gagnvirkri Miðlun. Hann lauk námi í NTV kerfisfræði og forritun í maí 2000 og starfaði áður sem tæknimaður við Internetþjónustu Nýherja.
Meira
Árni Geir Pálsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastóri viðskiptaþróunar hjá SH hf. sem er eignarhaldsfélag samsteypunnar. Árni er fæddur árið 1963 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1989.
Meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London hækkaði um 13 stig, eða 0,2%, og lokaði í 6463,5 stigum. DAX hlutabréfavísitalan í Frankfurt lækkaði um 0,54% og lokaði í 7.366,57 stigum. Neuer Markt vísitalan Nemax 50 lækkaði um 1,31% og fór í 6.252,64 stig.
Meira
Síminn hefur tekið í notkun nýjar greiðslukortavélar (posa) frá Smartkortum ehf. sem leysa munu af hólmi eldri greiðslukortavélar. Vélarnar eru framleiddar af franska fyrirtækinu Ingenico.
Meira
Sögulegir tímar ÓHÆTT er að segja að það ríki enginn sumardoði í íslensku viðskipta- og fjármálalífi. Það höfum við svo sannarlega fengið að upplifa síðustu daga og vikur.
Meira
STEFJA hf. hefur í samvinnu við danskan samstarfsaðila á sviði þráðlausra fjarskiptalausna, Realtime, undirritað samning við stærsta farsímafyrirtæki Danmerkur, TeleDanmark. Stefja selur lausnir sínar undir nafninu TrackWell.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.