Greinar þriðjudaginn 25. júlí 2000

Forsíða

25. júlí 2000 | Forsíða | 49 orð | 1 mynd

Bush velur Cheney

Heimildarmenn úr röðum forystumanna repúblikana í Bandaríkjunum sögðu í gærkvöld að George W. Bush, forsetaefni þeirra, hefði valið Dick Cheney, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem varaforsetaefni sitt í kosningunum í nóvember. Meira
25. júlí 2000 | Forsíða | 90 orð | 1 mynd

Figo seldur fyrir metfé

PORTÚGALINN Luis Figo varð dýrasti knattspyrnumaður heims í gær þegar hann undirritaði sex ára samning við Real Madrid, sem keypti hann af erkifjendunum í Barcelona fyrir andvirði 4,4 milljarða króna. Meira
25. júlí 2000 | Forsíða | 159 orð

Harðvítug átök í Grosní

UPPREISNARMENN í Tsjetsjníu hertu skæruhernað sinn í héraðinu í gær og felldu að minnsta kosti þrjá rússneska hermenn í tveimur árásum úr launsátri í höfuðstaðnum, Grosní. Meira
25. júlí 2000 | Forsíða | 109 orð

King gefur út nýja bók á Netinu

BANDARÍSKI rithöfundurinn Stephen King hóf í gær sölu á nýrri spennuhrollvekju beint til lesenda með því að setja hana á heimasíðu sína á Netinu. Verði bókinni vel tekið gæti hún reynst versta martröð hefðbundinna bókaútgefenda. Meira
25. júlí 2000 | Forsíða | 381 orð | 1 mynd

Næstu tveir dagar sagðir ráða úrslitum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti gaf til kynna að hann teldi friðarsamning milli Ísraela og Palestínumanna mögulegan með því að efna til ítarlegra samningaviðræðna í gær eftir næturlangan samningafund í fyrrinótt. Meira

Fréttir

25. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 315 orð | 1 mynd

130 námsmannaíbúðir í nýrri byggingu

TIL stendur að hefjast handa við að reisa byggingu undir námsmannaíbúðir, Stúdentagarða, á síðustu lóðinni sem Félagsstofnun stúdenta hefur til umráða. Meira
25. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 501 orð | 1 mynd

Ámælisverð vinnubrögð

LAUGAVEGSSAMTÖKIN, samtök kaupmanna og rekstraraðila við Laugaveg, hafa sent borgarstjóra og miðborgarstjórn harðorð mótmæli vegna vinnubragða Kristínar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra miðborgarinnar, við framkvæmd lokana fyrir bílaumferð um miðborgina á... Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Átján ökumenn grunaðir um ölvun

AÐFARANÓTT laugardags var fátt á ferli í miðborginni og tiltölulega rólegt. Afskipti voru höfð af manni sem braut rúðu á veitingahúsi eftir að honum hafði verið vísað þar út. Ölvun var lítil og ástandið gott og unglingar undir 16 ára aldri ekki áberandi. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

Banaslys á Langjökli

BANDARÍSK kona beið bana er hún féll af vélsleða ofan í sprungu á Langjökli í gær. Konan, sem var 65 ára gömul, var í dagsferð á jöklinum ásamt 35 manna hópi sem komið hafði með skemmtiferðaskipi til landsins. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON

LÁTINN er í Reykjavík dr. Benjamín H.J. Eiríksson hagfræðingur á nítugasta aldursári. Hann fæddist 19. október 1910, sonur Eiríks Jónssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og konu hans, Sólveigar Guðfinnu Benjamínsdóttur. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 264 orð

Besta verðlaunuð

SÉRSTÖK verðlaun féllu í skaut Baldvini Björgvinssyni og áhöfn hans á seglskútunni Bestu þegar verðlaunaafhending fyrir siglingakeppnina Skippers d'Islande fór fram í Paimpol í Frakklandi á sunnudag. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Breskir sjómenn fá bætur

ÞÚSUNDIR breskra sjómanna, sem misstu atvinnuna eftir "þorskastríðin" við Íslendinga á áttunda áratugnum, eiga nú loksins að fá bætur. Hefur Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, samþykkt að leggja fram hátt í tvo milljarða ísl. kr. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Bruni í Njörvasundi

TVEIMUR var bjargað út úr risíbúð í húsi við Njörvasund 37 aðfaranótt sunnudags en íbúðin var þá orðin full af reyk. Kviknað hafði í eldavél á jarðhæð en sú íbúð var mannlaus. Íbúi í kjallara hússins varð eldsins fyrstur var og vakti mann á efri hæð. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Cheney líklegt varaforsetaefni Bush

TALIÐ var líklegt í gær að skammt væri þar til George W. Bush, forsetaframbjóðandi repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, myndi tilkynna hver yrði varaforsetaefni hans. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð

Djass á Garðatorgi

Miðvikudaginn 26. júlí verða síðdegisdjasstónleikar á Garðatorgi 7, Garðabæ. Það er dansk-íslenski djasskvartettinn Peanut Factory sem spilar, en hann skipa Haukur Gröndal, Jesper Lövdal, Jeppe Skovbakke og Stefan Pasborg. Tónleikarnir hefjast kl.... Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 62 orð | 1 mynd

Dyngjan í nýju húsnæði

Handverksfélagið Dyngjan, sem stofnað var 1994 til að efla sölustarf mývetnskra handverkskvenna, hefur lengi skort gott húsnæði fyrir starfsemina yfir ferðamannatímann. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 370 orð

Ekki kemur til aðgerða af hálfu Fjármálaeftirlitsins

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun ekki grípa til aðgerða vegna þeirra hækkana á ökutækjatryggingum sem vátryggingafélögin tilkynntu nýverið um. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 429 orð

Ekki skjölin sem mest er saknað

OPINBER skjöl úr stjórnartíð Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara Þýzkalands, sem um helgina voru sögð hafa komið í ljós í geymslum Konrad Adenauer-stofnunarinnar, pólitískrar rannsóknastofnunar með náin tengsl við flokk Kohls, Kristilega demókrata (CDU),... Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Eldur í rútu við Vesturgötu

SLÖKKVILIÐ var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í rútu sem stóð mannlaus við Vesturgötu í Reykjavík. Var hér um að ræða rútu í eigu Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, en hún var ein þriggja sem þarna stóðu. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Embættistaka forseta Íslands fer fram 1. ágúst

EMBÆTTISTAKA forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, fer fram þriðjudaginn 1. ágúst næstkomandi en forsetinn var sjálfkjörinn þar sem ekki barst annað framboð til embættisins. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 1160 orð | 2 myndir

Erum öll að boða sömu trúna

Kristin trúfélög í heiminum skipta hundruðum og eiga sum hver í innbyrðis deilum þótt ótrúlegt kunni að virðast, samanber átök kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Hér á landi eru kristin trúfélög átján að tölu. Sigurður Ægisson sat um helgina samkirkjulegt málþing í Skálholti. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 149 orð | 1 mynd

Fagurtónleikar í Deiglunni

FAGURTÓNLEIKAR verða í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 á vegum Listasumars á Akureyri. Guðbjörg R. Tryggvadóttir syngur við undirleik Iwonu Jagla. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Guðbjörg R. Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Ferðafólk áberandi

STÓRMARKAÐIR á Akureyri fóru ekki varhluta af þeirri miklu umferð ferðamanna sem var í bænum um nýliðna helgi. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ferð í Héðinsfjörð og Hvanndali

FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyrir ferð í Héðinsfjörð og Hvanndali næstu helgi og hefst ferðin að morgni föstudags 28. júlí á Siglufirði og lýkur mánudagskvöldið 31. júlí. Fararstjóri er Valgarður Egilsson. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fimm slösuðust í alvarlegu bílslysi

KONA á sjötugsaldri var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á fjórða tímanum í gær á veginum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Fjöldamorðingi látinn laus úr Maze-fangelsi

MICHAEL Stone, norður-írski sambandssinninn sem myrti þrjá menn einn síns liðs er hann hóf árás á gesti sem viðstaddir voru útför liðsmanns Írska lýðveldishersins (IRA) í Belfast fyrir ellefu árum, var í gær sleppt úr fangelsi. Meira
25. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð | 1 mynd

Fleiri bílastæði við Háskólann í Reykjavík

FRAMKVÆMDIR standa yfir við Háskólann í Reykjavík. Þar fer nú fram undirbúnings- og jarðvegsvinna að sögn Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Símenntar við Háskólann í Reykjavík. Til stendur að fjölga bílastæðum fyrir nemendur. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Fokdýr fundur sætir gagnrýni

JAPÖNSK stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir þann gífurlega kostnað sem fylgdi fundi G-8 hópsins sem átti að ræða um það hvernig draga megi úr fátækt í heiminum. Meira
25. júlí 2000 | Landsbyggðin | 164 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við veg yfir Vatnaheiði

Stykkishólmi - Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veg yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi. Verkið var boðið út í vor og var samið við lægstbjóðanda, Suðurverk hf. Í lok júní flutti verktakinn tækin á staðinn og framkvæmdir hófust. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Fugl og skip

Meðan skipið fer sér hægt á ytri höfninni við Reykjavík stundar fuglinn fluglist sína. Dumbungur truflar ekki för því bæði fugl og skip búa yfir skynfærum sem beina þeim rétta leið þegar á þarf að... Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fyrirlestur um þróun fiska

MIÐVIKUDAGINN 26. júlí nk. mun Úlfur Árnason halda erindið Grundvallarþættir í þróun fiska og uppruni fjórfætla. Úlfur er prófessor í erfðafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er þekktur fyrir undirstöðurannsóknir á erfðum hvala og sela. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð | 2 myndir

Gamli bærinn á Reynistað í gagnið á ný

EFTIR endurbætur og lagfæringar á gamla bænum á Reynistað í Skagafirði hefur hann nú verið tekinn í notkun á ný. Var það gert við athöfn síðastliðinn sunnudag og var Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðstaddur. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Gassprenging í Þýzkalandi

ÞÝZKIR slökkviliðsmenn leita hér að fólki í rústum gistihúss í bænum Thedinghausen, skammt frá Bremen, í gær. Húsið hrundi snemma í gærmorgun, er í því varð mikil sprenging, sem að öllum líkindum er talin hafa orsakazt af gasleka. Meira
25. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 377 orð

Hafnarfjörður og Kópavogur nýta forkaupsrétt sinn

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði og Kópavogi hafa ákveðið að nýta að fullu forkaupsrétt sinn til aukningar hlutafjár í fyrirtækinu Jarðlind ehf., sem hefur það að markmiði að rannsaka og nýta jarðhita í Trölladyngju. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Heyannir á Árbæjarsafni

Um helgina var unnið við heyskap á Árbæjarsafni. Þegar ljósmyndari var þar á ferð höfðu vinnukonurnar lagt frá sér hrífurnar og voru að drekka kaffi. Þeim var fært kaffið í flösku sem geymd var í ullarsokk. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hillary sendir lögreglu þakkir

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA hefur borist bréf frá Hvíta húsinu, undirritað af Hillary Rodham Clinton, forsetafrú, þar sem hún þakkar þátt lögreglunnar í heimsókn sinni til Íslands sl. vor. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 639 orð | 2 myndir

Hrikalega erfitt...

Enn gengur vart né rekur í flestum ám norðan heiða og má heita að í sumum þeirra vanti nokkur hundruð laxa upp á aflann til að hann gæti talist "eðlilegur" eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins komst að orði. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Íslandsmet í fallhlífarstökki

ÍSLANDSMET var sett um helgina þegar Þórjón Pétursson fallhlífarstökkvari sveif í 2 mínútur og 27 sekúndur áður en hann opnaði fallhlífina. Hefur íslenskur fallhlífarstökkvari aldrei áður verið svo lengi í frjálsu falli. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Íslendingur svífur seglum þöndum

SKÚTAN Íslendingur er komin í kanadíska landhelgi og gengur sigling í átt að L'Ans aux Meadows á Nýfundnalandi mjög vel. Í gærmorgun var Íslendingur staddur um 110 sjómílur frá Belle Isle og sigldi suðvestur í átt að Nýfundnalandi. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 705 orð | 1 mynd

Í þágu mannúðar

Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1983. Hún starfaði við kennslu um tíma en hefur mest fengist við rannsóknar- og ritstörf. Hún er í sambúð með Þórarni Hjartarsyni, plötusmiði og sagnfræðingi, sem á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | 1 mynd

Jeppi skemmdist þegar hann valt

MIKIL umferð var á Akureyri og í nágrenni og fór hún að mestu vel fram að sögn lögreglunnar á Akureyri. Hins vegar varð árekstur tveggja bíla við mót Glerárgötu, Smáragötu og Grænugötu á föstudagskvöldið og valt annar bíllinn. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 470 orð

Kallaði sjálf á aðstoð í gegnum farsíma

ELÍN Hallgrímsdóttir lenti í sjálfheldu síðastliðinn sunnudag inn á Glerárdal, á leið upp á Tröllafjall. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 220 orð

Karl og kona í gæsluvarðhaldi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gærkvöldi konu um fertugt í sjö daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík en krafan var lögð fram í tengslum við rannsókn á dauða manns á Leifsgötu í fyrrinótt. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Kviknaði í stúku Valbjarnarvallar

NOKKRAR skemmdir urðu á stúku Valbjarnarvallar í Laugardal í gærkvöld eftir að eldur hafði komið upp í dýnum og auglýsingaskiltum við stúkuna. Var allt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

LEIÐRÉTT

Nafn féll niður Vegna ónákvæmni í dagskrá Bókastefnunnar í Gautaborg í haust féll nafn eins rithöfundarins niður í frásögn Morgunblaðsins. Andri Snær Magnason er meðal þeirra íslensku rithöfunda sem taka þátt í umræðufundum Bókastefnunnar. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð

Leigja belgíska vél til að anna eftirspurn

VEGNA aukinnar eftirspurnar í innanlandsflugi og bilunar í einni af Fokkervélum Flugfélags Íslands hefur félagið leigt til landsins eina Fokker 50-flugvél frá belgíska flugfélaginu VLMog mun vélin verða hér í innanlandsflugi fram yfir... Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 228 orð

Listaverk og lundaból skoðuð

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl. 20. Gangan hefst við kirkjuna kl. 20:15 Gengið verður framhjá Klausturhól, um Klifið, yfir Eiðið og síðan með suðurströnd Vestureyjar. Meira
25. júlí 2000 | Landsbyggðin | 43 orð | 1 mynd

Ljósberinn í landslaginu

Mývatnssveit - Á skrælþurru mólendi á Austurfjöllum og Hólsfjöllum kann ljósberinn allra best við sig í náttúrunni og þegar hann hefur Herðubreið til að horfa á þá líkar honum tilveran. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Lýst eftir vitnum

LAUGARDAGINN 22. júlí sl. kl. 13.27 varð harður árekstur þriggja bifreiða á Miklubraut við Grensásveg á leið austur. Þeir sem sáu þennan árekstur eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Málningu skvett á bíl

SLÖKKVILIÐ var í gærkvöldi kallað að Baldursgötu, þar sem málningu hafði verið skvett á bifreið sem stóð við götuna. Fengu slökkviliðsmenn ærinn starfa við að hreinsa bílinn og spúla síðan sóðaskapinn af götunni. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Milosevic treystir stöðu sína

BÁÐAR deildir júgóslavneska þingsins hafa samþykkt ný kosningalög, sem stjórnarandstaðan segir munu tryggja Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, völd í langan tíma. Meira
25. júlí 2000 | Miðopna | 1140 orð | 2 myndir

Norsku konungshjónin viðstödd afhendingu á Snorrastofu

Formleg afhending á Snorrastofu fer fram á Reykholtshátíð um næstu helgi. Norðmenn hafa stutt verkefnið af heilum hug allt frá því Ólafur Hákonarson Noregskonungur færði Íslendingum þjóðargjöf Norðmanna til Snorrastofu 6. september 1988. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 496 orð

Ófögur mynd af Raúl Salinas

MARÍA Bernal varð aðalumræðuefnið í Mexíkó í miðri fjárhagskreppu í landinu 1995 þegar dagblöð birtu mynd af henni í örmum Raúls Salinas, bróður fyrrverandi forseta, um borð í lystisnekkju. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

"Heimsmet" í sjóstangaveiði

Heil 27 tonn af fiski komu að landi á 10 ára afmælismóti Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness sem haldið var í Ólafsvík um síðustu helgi. Þetta mun vera mesti afli sem fengist hefur í sjóstangaveiðimóti svo vitað sé og er því um óopinbert heimsmet að ræða. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Reykjavíkurborg tekur við rekstrinum

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur átt í viðræðum við Reykjavíkurborg um að borgin flytji ræktunarstöð sína úr Laugardal í Fossvogsdalinn og stækki jafnframt aðstöðu fyrir almenning í Laugardalnum. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð

Rigning setti hlaupið úr skorðum

MIKIL rigning setti svip á fjallamaraþonið á milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem haldið var á laugardaginn. Þetta var í þriðja skipti sem keppnin er haldin. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Rökstuðningur tryggingafélaga fullnægjandi

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða vegna nýlegrar hækkunar tryggingafélaganna á ökutækjatryggingum. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Skip strandaði við Grindavík

SKIP strandaði í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn síðdegis í gær. Vel gekk að losa skipið og skemmdir eru ekki taldar miklar. Sindri GK-42, sem er um 150 tonna stálskip, tók niðri á grynningum í vestanverðri innsiglingunni. Meira
25. júlí 2000 | Landsbyggðin | 389 orð | 3 myndir

Sóknarhugur og bjartsýni í bæjarbúum

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi sínu á 50 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar sl. laugardag að hann skynjaði sóknarhug og bjartsýni í bæjarbúum þrátt fyrir að Húsavík hafi orðið fyrir miklum áföllum. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 412 orð

Staðfestir matið á veikleikum samningsins

"ÉG HEF nú verið að lýsa því að undanförnu að það séu allverulegir veikleikar í EES-samningnum og ég telji að þeir gallar eigi eftir að koma fram í meira mæli á næstu árum og það geti leitt til þess að þjóð eins og Noregur undirbúi aðildarumsókn. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð

Starfsmenn enn óákveðnir

STARFSMENN Byggðastofnunar í Reykjavík hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort þeir flytjast með stofnuninni til Sauðárkróks á næsta ári. Að sögn Jensínu Magnúsdóttur, formanns starfsmannafélags Byggðastofnunar, barst starfsmönnum bréf frá Kristni H. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Stórkostleg lífsreynsla

ÞAÐ er ýmislegt sem fólk tekur sér fyrir hendur í frístundum. Eitt af því óvenjulegra er tvímælalaust að ferðast hringinn í kringum Grænland. Um helgina lenti hópur fólks á Reykjavíkurflugvelli sem var einmitt að koma úr slíkri ferð. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Stækkun Kröflustöðvar kynnt

FULLTRÚAR Landsvirkjunar héldu kynningu í Hótel Reynihlíð sl. laugardag á hugmyndum að stækkun Kröflustöðvar um 40 MW. Þar var hægt að skoða frumdrög að fyrirkomulagi stækkunarinnar. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 452 orð

Telja álögur ekki í samræmi við rekstrarumfang

BÆNDUR í ferðaþjónustu segja aðstöðumun ferðaþjónustubænda gagnvart rekstri sumarhótela óeðlilega mikinn og að sumarhótelin nánast fleyti rjómann ofan af í þjónustugrein sem rekin er með tapi stóran hluta ársins utan sumartímans. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 507 orð

Telja hverfandi hættu á að lífríkið skaðist

NÍU veiðifélög við Breiðafjörð kærðu Hvurslax ehf. og Stofnfisk hf. í upphafi mánaðarins fyrir ólöglegan flutning á regnbogasilungi frá Suðurlandi vestur í Hraunsfjörð. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 430 orð | 1 mynd

Tjaldsvæðin fullsetin

ÍSLENDINGAR virðast í auknum mæli ferðast um eigið land, þá oft með tjald, tjaldvagn eða fellihýsi meðferðis og gista svo á tjaldsvæðum hringinn í kringum landið. Meira
25. júlí 2000 | Miðopna | 1326 orð | 1 mynd

Togstreita á milli verslana og kjötvinnslna um verð

Fákeppni á matvælamarkaði er þyrnir í augum bænda og kjötframleiðenda. Hafa þeir áhyggjur af vaxandi veldi stórra verslunarkeðja sem þeir segja í æ ríkara mæli stjórna allri verðlagningu upp á eigin spýtur. Valgarður Lyngdal Jónsson ræddi við nokkra kjötverkendur og forsvarsmenn verslana, sem á móti benda á einokun í röðum dreifingar- fyrirtækja landbúnaðarins. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

Tónleikar á Ingólfstorgi

TAL-tónleikar Hins hússins og Rásar 2, þeir síðustu í síðdegistónleikaröðinni, verða fimmtudaginn 27. júlí. Þar munu sveitirnar Botnleðja og Bellatrix leyfa fólki að njóta tónlistar úr smiðju sinni. Tónleikarnir verða á Ingólfstorgi og hefjast kl.... Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Uppselt í laugina

MIKILL fjöldi ferðafólks var á Akureyri um helgina og fór það alls ekki fram hjá starfsmönnum Sundlaugar Akureyrar. Meira
25. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 59 orð | 1 mynd

Veðurblíða á Akureyri

VEÐRIÐ lék við íbúa og gesti Akureyrar í gær og víða fór hitinn vel yfir 25 gráður. Þær upplýsingar fengust á lögreglustöðinni að þar hefði hitinn mælst mest tæpar 23 gráður um hádegi í gær en oft er heitara í miðbænum. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Verslunarverðlaunin afhent

Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ 2000 var tilkynnt um vinningshafa Verslunarverðlaunanna árið 2000 sem afhent eru nemendum í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands sem valið höfðu sér lokaverkefni á sviði verslunar. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Víða vöxtur í ám og lækjum á Suðurlandi

HLÝINDI og mikil úrkoma hafa valdið því að ár og lækir hafa víða vaxið að undanförnu. Heldur hefur sjatnað í ám í Þórsmörk eftir mikla vatnavexti um helgina. Hlýindi hafa valdið vexti í ám víða á hálendinu. Meira
25. júlí 2000 | Landsbyggðin | 342 orð | 1 mynd

Vígsla varnargarðs við Herðubreiðarlindir

Mývatnssveit - Það var haldið hátíðlegt á dögunum að lokið er gerð varnargarðs sem ætlað er að verja Herðubreiðarlindir fyrir ágangi Jökulsár á Fjöllum. Meira
25. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 646 orð

Vonbrigði með niðurstöður G-8 fundarins

FUNDUR G-8 hópsins svonefnda var mest áberandi ráðstefna sem haldin var á árinu, þar sem leiðtogar helstu og efnuðustu ríkja heims komu saman til þess að ræða helstu vandamál heimsbyggðarinnar. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

Þremur mönnum vísað úr landi

ÞREMUR mönnum, sem komu með ferjunni Norrænu frá Noregi, var synjað um landgönguleyfi á Seyðisfirði fyrir helgi. Mennirnir óskuðu eftir pólitísku hæli. "Því var hafnað m.a. Meira
25. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Ætla að synda saman Viðeyjarsund um helgina

FYLKIR Sævarsson og Kristinn Magnússon, sundkappar, eru nú að undirbúa sig fyrir Viðeyjarsund um helgina. Meira

Ritstjórnargreinar

25. júlí 2000 | Staksteinar | 375 orð

Fjárfest á fjármálamarkaði

Stjórnvöld hafa því miður verið tvístígandi í stefnu sinni um framtíð ríkisbankanna. Þetta segir í DV. Meira
25. júlí 2000 | Leiðarar | 792 orð

PÚTÍN OG VIÐSKIPTAJÖFRARNIR

Pútín, forseti Rússlands, er enn nokkur ráðgáta í augum Vesturlandabúa. Er markmið Pútíns að koma á eðlilegri reglu og viðunandi stjórnsemi í Rússlandi eftir að þetta volduga ríki hefur tekið fyrstu skrefin í átt til lýðræðislegra stjórnarhátta? Meira

Menning

25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 465 orð | 2 myndir

Að höggva mann og annan

Blade Of The Immortal: Blood Of A Thousand eftir Hiroaki Samura. Bókin er gefin út af Dark Horse Comics árið 1997. Hún er sú fyrsta í sex bóka seríu um ódauðlega stríðsmanninn Manji. Þær fást allar í myndasöguverslun Nexus VI á Hverfisgötu. Meira
25. júlí 2000 | Tónlist | 466 orð

Að þrautreyna styrk Klais-orgelsins

Andrzej Bialko flutti verk eftir J.S. Bach, Mendelssohn, C. Franck, Mieczyslaw Surzynski og Reger. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Básúna og píanó í aðalhlutverkum

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUNUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20:30 koma fram þær Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 1025 orð | 3 myndir

DENNIS HOPPER

ÞESSA dagana eru þrír áratugir liðnir frá því að ein tímamótamynda kvikmyndasögunnar var frumsýnd hérlendis. Þetta var Easy Rider ('69), afreksverk leikarans, hippans og leikstjórans Dennis Hopper . Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 81 orð

Djass á Sóloni

HLJÓMSVEITIN "Peanut Factory" heldur djasstónleika á Sóloni Íslandusi í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Hljómsveitin er skipuð Hauki Gröndal á altsaxófón, Jesper Løvdal á tenórsaxófón, Jeppe Skovbakke á kontrabassa og Stefan Pasborg á trommur. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 237 orð

EASY RIDER (1969) Sígild þjóðlífsskoðun og...

EASY RIDER (1969) Sígild þjóðlífsskoðun og sagnfræðileg heimild um hippaspeki sjöunda áratugarins. Blómabörnin Hopper og Fonda leggja upp í ferð til að skoða Ameríku. Sú verður þeirra síðasta. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 106 orð | 3 myndir

Frumsýning með fullri reisn

Á FÖSTUDAGINN var gleði-, dans- og söngvasýningin Með fullri reisn frumsýnd í Tjarnarbíói. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 278 orð | 1 mynd

Hástökkvarinn á Grenimel

SVO VIRÐIST sem það sé engin áhætta að leigja sér spennumyndina "Double Jeopardy" með þeim Ashley Judd og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum því hún eyðir nú sinni annarri viku í toppsæti myndabandalistans. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 657 orð | 1 mynd

Hreyfingar mínar eru einar eins og götuhundar

Gagnrýnandi franska dagblaðsins Le Monde segir sólósýningu Ernu Ómarsdóttur á menningarhátíð í Avignon einn athyglisverðasta listviðburð menningarársins 2000 þar í borg. Eyrún Baldursdóttir sló á þráðinn til Ernu og fræddist um dansverkið sem er eftir belgíska listamanninn Jan Fabre. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 877 orð | 1 mynd

Í borg minnisvarðanna

Í þessum pistli segir Einar Örn Gunnarsson frá því er bókmenntahraðlestin nam staðar í rússnesku borginni Kalíníngrad. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 918 orð | 1 mynd

Í tónleikaferð með borvél og slökkvitæki

Atonal Future er hópur ungra hljóðfæraleikara og tónskálda sem er á leiðinni í tónleikaferð um landið og út fyrir það. Birgir Örn Steinarsson hitti þau Berglindi M. Tómasdóttur og Snorra Heimisson og fékk m.a. skýringu á þessu stórfurðulega nafni. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Kátir krakkar úr Bústöðum

Á DÖGUNUM sótti hópur kátra krakka sem eru á leikjanámskeiði í félagsmiðstöðinni Bústöðum Morgunblaðið heim. Af ríkulegum áhuga gafst þeim tækifæri til að skoða króka og kima Morgunblaðshússins í Kringlunni þ.á m. fréttadeildina og prentsmiðjuna. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 1445 orð | 1 mynd

Kveðið við raust

Þjóðlagahátíð var haldin á Siglufirði í síðustu viku. Hún hófst á þriðjudagskvöld og stóð með fyrirlestrum, tónleikum og námskeiðum alla vikuna og fram á helgi. Ríkarður Örn Pálsson brá sér á þjóðlagahátíð til Siglufjarðar. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 928 orð | 1 mynd

Mingus í London

Vernharður Linnet fjallar í þessari fyrri grein um tónlistarupplifun í London um miðjan mánuðinn á einum helsta djassklúbbi veraldar, Ronnie Scott's - auk upprifjunar á upplifun í sama klúbbi fyrir nær þrjátíu árum. Meira
25. júlí 2000 | Myndlist | 351 orð | 1 mynd

"Krossgötur"

Opið alla daga frá morgni til kvölds.Til 17. ágúst. Aðgangur ókeypis. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Reykholtshátíð kynnt á Súfistanum

REYKHOLTSHÁTÍÐ, sem fram fer dagana 28.-30. júlí, verður kynnt á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar á Laugaveginum, á morgun, miðvikudag, kl. 17.30. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Smashing Pumpkins til Íslands?

Á TÓNLEIKAÁÆTLUN bandarísku rokksveitarinnar Smashing Pumpkins, sem er að finna á heimasíðu um sveitina, www.spifc.org , stendur skýrum stöfum að sveitin hafi í hyggju að spila í Laugardalshöllinni 9. nóvember næstkomandi. Meira
25. júlí 2000 | Menningarlíf | 836 orð | 1 mynd

Stærsta Bach-hátíð allra tíma í fullum gangi í Leipzig

Bach-hátíðin mikla í Leipzig á 250. ártíð meistarans hófst á föstudagskvöld með opnunartónleikum í Tómasarkirkjunni. Halldór Hauksson fylgist með hátíðinni. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 128 orð | 4 myndir

Tvistur og Tangó

ÞAÐ VORU fjögur til fimm þúsund gestir og fádæma fjör í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þar sem fram fóru rammíslenskir stórtónleikar. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Veldissproti og aðrar víddir

Leikstjóri: Krishna Rao. Handrit: Krishna Rao og Ramain Rao. Aðalhlutverk: Rutger Hauer, Josh Charles. (90 mín.) Bandaríkin 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Þetta er eitthvað sem kemur fyrir

Leikstjórn og handrit: Phil Thomas Anderson. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Julianne Moore, William H. Macy. (188 mín.) Bandaríkin 1999. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 187 orð | 2 myndir

Þrír bræður á Vínbarnum

Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var formlega opnaður nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Sá heitir Vínbarinn og eru það bræðurnir Sumarliði Rúnarsson, Gunnar Páll Rúnarsson og Elvar Aðalsteinsson sem reka staðinn. Meira
25. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 109 orð | 3 myndir

Ættjarðarást í Stjörnubíói

ÞAÐ VAR vegsemd og virðing í lofti þegar forsýningargestir mættu í Stjörnubíó til sýningar á nýju stórmyndinni með Mel Gibson, The Patriot, á föstudagskvöldið. Meira

Umræðan

25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 25. júlí, verður sjötíu og fimm ára frú Kristín Jóna Guðmundsdóttir, húsmóðir, Snorrabraut 56,... Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 25. júlí, verður áttatíu og fimm ára Konráð Bjarnason, fræðimaður frá Þorkelsgerði í Selvogi, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Eiginkona hans var Guðrún I. Auðunsdóttir frá Dalsseli, en hún lést 1987. Meira
25. júlí 2000 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Athugasemd um lyfjamál frá BSRB

16. júní sl. sendi BSRB frá sér harðorð mótmæli, segir Sigurður Á. Friðþjófsson, vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði á reglugerð um hlut Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Rakel Guðmundsdóttir og Baldur Sverrir Gunnarsson. Heimili þeirra er í Efstuhlíð 15,... Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 56 orð

GUNNARSRÍMUR NÍUNDA RÍMA [UPPHAF]

Verðum herða fræðaföng fram þó nokkuð líði, Auðuns leiðum svana söng Sigmundar að níði. Þjóðin fróð á fyrri tíð frá sem letrað heyri skjaldan baldið skráði níð skömmin þótti meiri. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 119 orð

Hallgrímskirkja .

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja . Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Samverustund með litlu börnunum... Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 578 orð

Hroki og siðblinda

GESTUR í sunnudagskaffi á Rás I 28. maí sl. var Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Meira
25. júlí 2000 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Hugleiðing eftir Þingvallahátíð

Framundan er, segir Hilmar Jónsson, uppgjör um málefni kristninnar. Meira
25. júlí 2000 | Aðsent efni | 870 orð | 1 mynd

Lífsorka í Ásmundarsafni

Breytingarnar í Ásmundarsafni, segir Ásdís Ásmundsdóttir, hafa að flestra áliti tekist vel og hlotið mikið lof. Meira
25. júlí 2000 | Aðsent efni | 979 orð | 1 mynd

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Kurteisi er útgjaldalítil, segir Sigurbjörn Guðmundsson, og leggur til verklagsreglu um framkomu við fólk á biðlistum sjúkrahúsa. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 471 orð | 1 mynd

"Alveg út í hött!"

Ég hef komið til Íslands hér um bil árlega síðustu 30 árin. Alltaf er mér mjög vel tekið, og munurinn á því að vera staddur hér og í Færeyjum minnkar ár frá ári. Ég veit, að þessi þróun kemur ekki af sjálfu sér, og e.t.v. lýkur henni aldrei. Meira
25. júlí 2000 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Stefnt að verðlaunum á NM unglinga

Þetta mót verður fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið, segir Jónas Egilsson, sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 492 orð

VÍKVERJA blöskrar nú alveg sjónarspilið sem...

VÍKVERJA blöskrar nú alveg sjónarspilið sem svokallaðir hvalaverndunarsinnar geta sett á svið. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 680 orð | 1 mynd

Það þarf engan að undra

GEKK ÉG yfir sjó og land, er sagt í gamalli þulu. Mig langar til að fjalla svolítið um vegaframkvæmdir á Snæfellsnesi í seinni tíð. Það eru eins og vænta mátti sterkir andar sem svífa yfir vötnum á Snæfellsnesi. Meira
25. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu...

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 3.512 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Erna Líf Gunnarsdóttir og Arnbjörg... Meira

Minningargreinar

25. júlí 2000 | Minningargreinar | 2506 orð | 1 mynd

GUÐNI ÞÓRÐARSON

Guðni Þórðarson fæddist á Ölfusvatni í Grafningi 5. október 1914. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Gíslason bóndi og kona hans Guðbjörg Þorgeirsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2000 | Minningargreinar | 994 orð | 1 mynd

GUÐRÚN KRISTÍN SKÚLADÓTTIR WHITE

Guðrún Kristín Skúladóttir White fæddist 14. september 1951 í Keflavík. Hún lést 1. júlí síðastliðinn á heimili sínu í Bandaríkjunum. Foreldrar, Skúli Vigfússon, f. 9 des. 1909, dáinn 1. júlí 1982 og Inga Ingólfsdóttir f. 27. nóv. 1925, d. 17. ágúst... Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2000 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

JÓHANN STEFÁN GUÐMUNDSSON

Jóhann Stefán Guðmundsson fæddist að Hrólfsskála á Seltjarnarnesi 26. janúar 1921. Hann andaðist að heimili sínu hinn 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgerður S. Einarsdóttir og Guðmundur J. Jónsson. Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2000 | Minningargreinar | 1163 orð | 1 mynd

SIGRID AGNES KRISTINSSON

Sigrid Agnes Kristinsson, fædd Münch, fæddist í Hamborg 1. nóvember 1927. Hún lést á Landsspítalanum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Einarsdóttir, f. 1897, húsmóðir, d. 1968, og Alfred Ferdinandsson Münch, f. 1899, matreiðslumaður, d. Meira  Kaupa minningabók
25. júlí 2000 | Minningargreinar | 674 orð | 1 mynd

YNGVI KJARTANSSON

Yngvi Kjartansson fæddist á Akureyri 7. apríl 1962. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 14. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Eimskip hækkar flutningsgjöld um 4,9%

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að hækka innflutningsgjöld um 4,9%, að sögn Þórðar Sverrissonar, framkvæmdastjóra flutningasviðs félagsins. Hann segir ástæðuna vera hækkanir á olíuverði og ýmsum erlendum kostnaði, eins og skipa- og gámakostnaði. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 1356 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 24.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 24.07.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 100 5 85 1.010 85.422 Blálanga 80 66 71 761 54.384 Grálúða 170 170 170 270 45.900 Hlýri 160 50 115 3.422 394. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Fyrirvari var gerður um staðfestingu embættisins

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki greina á um við ríkisskattstjóra að embættinu beri að staðfesta samninga um kauprétt starfsmanna. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Gengi bréfa Deutsche Telekom hríðlækkar

GENGI hlutabréfa á flestum mörkuðum í Evrópu hækkaði í gær. CAC-40 vísitalan í París hækkaði um 0,6% í 6.502,57 stig og hækkaði gengi bréfa í Renault um 4,8% og gengi bréfa Peugeot hækkaði einnig eða um 3,5%. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 286 orð | 1 mynd

HSC selur bókunarkerfi til Ferðaþjónustu bænda

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hospitality Solution Center (HSC hf.) hefur gert samning við Ferðaþjónustu bænda um kaup þess síðarnefnda á upplýsingakerfinu Cenium Travel. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 312 orð

Íslenska eitt af tungumálum sem boðið er upp á

Netis, íslenska fyrirtækið sem sett hefur á laggirnar rafrænan viðskiptavettvang fyrir fyrirtæki (B2B), stendur nú fyrir þýðingu á alþjóðlegu flokkunarkerfi Sameinuðu þjóðanna fyrir vörur og þjónustu. Kerfið kallast UN/SPSC (www.unspsc. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 489 orð | 1 mynd

Komast loksins inn á Bandaríkjamarkað

DEUTSCHE Telekom hefur tilkynnt að samningar hafi tekist um kaup fyrirtækisins á bandaríska farsímafyrirtækinu VoiceStream og er kaupverðið 55,7 milljarðar dala eða 4.383 milljarðar íslenskra króna. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 1480 orð | 1 mynd

Of langt gengið á sumum sviðum

Stjórnendur fjármálafyrirtækjanna virðast almennt fagna birtingu draga Fjármálaeftirlitsins að leiðbeiningum um verklagsreglur fyrirtækjanna. Skiptar skoðanir eru hins vegar meðal þeirra um innihaldið. Nokkur fyrirtækjanna gera ráð fyrir að endurbættar verklagsreglur liggi fyrir í haust. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Reykjavík fjórða dýrasta borg Evrópu

LÁGT gengi evrunnar hefur orðið til þess að framfærslukostnaður í þeim Evrópusambandslöndum sem hafa tekið upp evruna hefur lækkað hlutfallslega gagnvart öðrum löndum og nú kostar til að mynda svipað mikið að lifa í München og í Kaíró segir í nýrri grein... Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Sæplast kaupir Atlantic

SKRIFAÐ hefur verið undir endanlegt samkomulag um kaup Sæplasts á Atlantic Island ehf. Er Sæplast eina íslenska fyrirtækið í trollkúluframleiðslu eftir samruna félaganna. Sæplast hf. hefur greitt eigendum Atlantic Island ehf. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
25. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 76 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.7.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

25. júlí 2000 | Neytendur | 582 orð | 1 mynd

Hætti að auglýsa ruslfæði í barnatímum

BRESK verslunarkeðja hefur ákveðið að banna að auglýsingar á óhollum matvörum keðjunnar séu sýndar í barnatíma í sjónvarpi. Meira
25. júlí 2000 | Neytendur | 47 orð | 1 mynd

Samlokur fyrir 10-11

NÚ hafa 10-11-verslanirnar hafið sölu á svokölluðum Piccadilly-samlokum og -langbrauðum. Samlokurnar eru flokkaðar sem sælkeravörur. Í boði eru fimm tegundir af samlokum, t.d. með humus og tveimur tegundum af kjúklingabringu. Meira

Fastir þættir

25. júlí 2000 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sparisjóður Keflavíkur vann sveit Samvinnuferða/Landsýnar Óvæntustu úrslitin í annarri umferð bikarkeppni Bridssambandsins er án efa sigur Sparisjóðs Keflavíkur á sterkri sveit Samvinnuferða/Landsýnar. Leikurinn var spilaður sl. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 291 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í leik Rússa og Ítala á EM ungmenna voru spiluð þrjú grönd í suður á báðum borðum. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 61 orð

Dregið í þriðju umferð í Bikarkeppni...

Dregið í þriðju umferð í Bikarkeppni Bridssambandsins Dregið hefir verið í þriðju umferð í Bikarkeppninni og spila eftirtaldar sveitir saman: 1. Eskey - Skeljungur 2. Stóra-Laxá - Sparisjóður Keflavíkur 3. Norðurís - Subaru-sveitin 4. Meira
25. júlí 2000 | Dagbók | 649 orð

(Sálm. 27. 2.)

Í dag er 25. júlí, 207. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Heyr þú á grátbeiðni mína, er ég hrópa til þín, er ég lyfti höndum mínum til Hins allrahelgasta í musteri þínu. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 80 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik Staðan kom upp 2.4. á svæðamóti sem haldið var í Sao Paulo í Brasílíu og lauk í júní. Hvítt hafði alþjóðlegi meistarinn Eduardo Limp (2420) gegn landa sínum stórmeistaranum Gilberto Milos (2620) frá Brasilíu. 19. hxg6! axb3 19... Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 181 orð

Sumarbridge 2000 Úrslit síðustu kvölda í...

Sumarbridge 2000 Úrslit síðustu kvölda í Sumarbrids má sjá hér á eftir: Fimmtudagur 20.7. 2000. 20 pör. Meðalskor 210. N-S Jóna Magnúsd. - Jóhanna Sigurjónsd. 255 Hafþór Kristjánsson - Haraldur Ingas. 247 Birkir Jónsson - Valdimar Sveinss. 245 A-V Guðm. Meira
25. júlí 2000 | Viðhorf | 952 orð

Tvöföld sjálfsmynd

Það getur ekki verið satt að allt sé æðislegt, að við búum í besta heimi allra heima. Gagnrýnin athugun er nauðsynleg því hún kennir að enginn er fullkominn. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 541 orð

Úrslit

A-Flokkur Sleipnis 1. Flauta frá Dalbæ, eig.: Ari B. Thorarenssen, kn.: Brynjar J. Stefánsson, 8,33/8,50 2. Ófeigur frá Tóftum, eig.: Bjarkar Snorrason, kn.: Sigurður Matthíasson, 8,17/8,33 3. Skemill frá Selfossi, eig.: Skemilsfélagið, kn.: Brynjar J. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 675 orð | 3 myndir

Viðsnúningur í veðri og einkunnum

Þeir tveir dagar sem sameiginlegt mót Sleipnis og Smára í Árnessýslu á Murneyri stóð yfir voru ólíkir eins og svart og hvítt. Skýfall var allan laugardaginn en blíðuveður með hlýrri austangolu og glampandi sól á sunnudegi og valdi Valdimar Kristinsson betri daginn til að fylgjast með mótinu og festa á filmu. Meira
25. júlí 2000 | Fastir þættir | 238 orð

Vignir klár með landsliðið fyrir Norðurlandamótið

engið hefur verið frá vali íslenska landsliðsins sem keppa mun á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Seljord í Noregi. Það er landsliðseinvaldurinn Vignir Jónasson sem valið hefur liðið en honum til aðstoðar á mótsstað verður Olil Amble. Meira

Íþróttir

25. júlí 2000 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

1975 Á næst síðasta degi ársins...

Tiger Woods er aðeins 24 ára gamall og stuttur ferill hans er afar athyglisverður. Hér verður stiklað á helstu afrekum hans til þessa á litríkum ferli hans. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 474 orð

Að sumu leyti legg ég meira...

GUÐRÚN Arnardóttir hljóp geysilega vel á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Hún sigraði í 100 og 200 m hlaupi ásamt 100 og 400 m grindahlaupi. Silja Úlfarsdóttir veitti henni hörkukeppni í 100 og 200 metra sprettum og því var spennandi að fylgjast með. "Maður fær meira út úr sér þegar það er keppni. Það er ákveðin spenna að hlaupa gegn Silju," sagði Guðrún. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 99 orð

Armstrong vann Tour de France

BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong sigraði annað árið í röð á Tour de France-hjólreiðakeppninni. Þjóðverjinn Jan Ullrich varð annar rúmum sex mínútum á eftir Armstrong og þriðji varð Erik Zabel frá Þýskalandi. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 390 orð | 2 myndir

Birgir Leifur vann en Örn fær stigin

FJÓRÐA stigamót GSÍ í Toyota mótaröðinni var haldið um helgina á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni sigraði í karlaflokki og í kvennaflokki lék Herborg Arnarsdóttir úr GR best allra og sigraði. Örn Ævar Hjartarson úr GS fær þó öll stigin í karlaflokki því atvinnumenn telja ekki í þeirri keppni. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 258 orð

Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, var að...

Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, var að vonum ánægður í leikslok: "Sem betur fer gekk þetta upp hjá okkur í dag og sigurinn alveg lífsnauðsynlegur fyrir okkur því annars hefðum við setið eftir í neðri hlutanum. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

BJARKI Gunnlaugsson tryggði Preston sigur á...

BJARKI Gunnlaugsson tryggði Preston sigur á skoska 1. deildarliðinu Falkirk , 1:0, í æfingaleik í Skotlandi um helgina. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 56 orð

Bjarnólfur með tilboð frá Carlisle

BJARNÓLFUR Lárusson hefur fengið tilboð frá enska 3. deildarliðinu Carlisle. Bjarnólfur æfði með liðinu á dögunum. Tvö lið úr 2. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 270 orð

Blikar fögnuðu í Eyjum

EYJASTÚLKUR tóku á móti Breiðablik í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Veður hafði töluverð áhrif á leikinn og áttu leikmenn beggja liða í vandræðum að hemja boltann á köflum. En þrátt fyrir válynd veður í Eyjum þá var leikið til þrautar og uppskáru Blikastúlkur sigur á annars sprækum Eyjastúlkum - lokatölur leiksins, 1:0. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 125 orð

Bröndby lá heima gegn AGF

BRÖNDBY, mótherjar KR í forkeppni meistaradeildarinnar á morgun, fengu skell á heimavelli í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Bröndby tapaði þá á heimavelli, 1:2, fyrir AGF, sem ekki var spáð góðu gengi á nýhöfnu tímabili. Ólafur H. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 117 orð

Danir með hugann við Hamburger

DANSKIR fjölmiðlar gera greinilega ráð fyrir því að KR-ingar verði liði Bröndby ekki mikil fyrirstaða á morgun. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 122 orð

Eiður lék með Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í búningi Chelsea á laugardaginn. Chelsea vann þá utandeildaliðið Kingstonian, 3:1, í hefðbundnum opnunarleik á undirbúningstímabilinu. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 193 orð

Erfitt að vera fyrirliði

ÞAÐ getur stundum verið erfitt að vera fyrirliði, sérstaklega þegar maður er bara í 6. flokki og er nýbyrjaður að læra reglurnar. Það fékk hún að reyna ein hnátan á mótinu. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 209 orð

Erum betri en áður

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður FH í 3. flokki, vakti mikla athygli áhorfenda á mótinu, sérstaklega í leik FH og Breiðabliks um efsta sætið í riðlinum. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 582 orð

Eyjamenn á siglingu

EYJAMENN tóku á móti Skagamönnum á laugardaginn var í leik sem fara átti fram í 14. umferð mótsins en var flýtt sökum þátttöku beggja liða í Evrópukeppni. Leikurinn var bráðfjörugur lengstum og má segja að fyrri hálfleikur hafi verið Skagamanna en sá síðari Eyjamanna. Eina mark leiksins skoraði ÍBV um miðbik síðari hálfleiks. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

EYJAMENN léku sinn 29.

EYJAMENN léku sinn 29. heimaleik í deildinni í röð án þess að tapa. Það var í júní 1997 sem Eyjamenn töpuðu síðast á Hásteinsvelli á móti KR í 7. umferð deildarinnar, 1:2. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 374 orð | 1 mynd

Ég er mjög sáttur við árangurinn...

TUGÞRAUTARMAÐURINN Jón Arnar Magnússon stóðst þá prófraun að komast heill í gegnum meistaramót Íslands um helgina. Hann gerði gott betur og sigraði í öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í og undirbúningur hans fyrir Ólympíuleikana er þar með á réttri braut. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 222 orð | 2 myndir

Fjórði flokkur Breiðabliks stóð sig frábærlega...

Fjórði flokkur Breiðabliks stóð sig frábærlega á mótinu. Flokkurinn sigraði í keppni A og B liða, auk þess að lenda í þriðja sæti í 4-B. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Fylkir 11 6 4 1 25:10 22 Grindavík 11 5 4 2 14:8 19 KR 11 5 3 3 15:10 18 ÍBV 11 4 5 2 15:9 17 Fram 11 4 3 4 14:14 15 ÍA 11 4 3 4 9:9 15 Keflavík 11 4 3 4 12:18 15 Breiðablik 10 4 0 6 13:17 12 Leiftur 10 1 4 5 11:23 7... Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 35 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig FH 10 6 4 0 22:8 22 Valur 10 6 3 1 23:10 21 Víkingur 10 5 3 2 26:19 18 ÍR 10 5 2 3 18:13 17 Dalvík 10 4 2 4 23:19 14 KA 10 4 2 4 15:14 14 Þróttur R. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 47 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Rosenborg 16 11 4 1 37:14 37 Brann 14 8 3 3 34:23 27 Viking 14 8 2 4 31:21 26 Odd Grenl. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 36 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Þór Ak. 10 10 0 0 36:6 30 KS 10 6 1 3 16:12 19 Afturelding 10 5 3 2 20:13 18 Víðir 10 5 2 3 15:12 17 KÍB 9 5 0 4 17:17 15 Leiknir R. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 28 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Breiðablik 9 7 1 1 40:7 22 KR 10 7 1 2 41:9 22 Stjarnan 9 6 2 1 23:9 20 ÍBV 9 3 5 1 19:11 14 Valur 9 4 1 4 28:13 13 ÍA 10 2 3 5 11:33 9 FH 9 0 2 7 8:54 2 Þór/KA 9 0 1 8 6:40... Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 462 orð | 1 mynd

Fylkir valtaði yfir Leiftur

FYLKISMENN létu ekki setja sig út af laginu þótt þeir hafi tapað fyrsta leik sínum í deildinni í tíundu umferðinni því í þeirri elleftu kjöldrógu þeir Leiftursmenn í Ólafsfirði með sjö mörkum gegn einu og ætla síður en svo að gefa toppsætið eftir. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 381 orð

Færin nýtt

FRAM sigraði lið Grindavíkur í fyrsta sinn í gær í leik í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Grindvíkingar hafa haft ágætis tak á liði Fram á undanförnum árum. Í fimm viðureignum höfðu Grindvíkingar farið með sigur af hólmi og fjórum sinnum höfðu liðin gert jafntefli. Markatalan var 19:9 Grindvíkingum í hag en Safamýrarliðinu tókst með ágætri baráttu að snúa við blaðinu á Laugardalsvellinum í gær þegar þeir lögðu lið Grindavíkur með þremur mörkum gegn einu. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

Góður og sann-gjarn sigur

"ÞETTA var bæði góður og sanngjarn sigur og ég get ekki annað en hælt mínum mönnum fyrir góða frammistöðu í leiknum," sagði Páll Guðlaugsson þjálfari Keflvíkinga. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 392 orð

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var ekki...

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var ekki upplitsdjarfur í leikslok. "Við ætluðum okkur að fara í bikarúrslitaleikinn. Við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir leikinn og ætluðum að selja okkur dýrt en það bara gekk ekki í dag, svo einfalt er það. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 319 orð

Heldur Häkkinen sínum stigum en McLaren ekki?

KOMA mun í ljós í dag hvort sigur Mika Häkkinens í austurríska kappakstrinum verður staðfestur eða hvort hann verður dæmdur úr leik og félagi hans hjá McLaren flyst í fyrsta sætið í staðinn. Dómarar keppninnar í A1-Ring í Austurríki leggjast í dag yfir skýrslur og gögn vegna skoðunar á tölvukassa úr bíl Häkkinens en í ljós kom er hann kom á mark að innsigli vantaði í kassann. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Hringnum lokað í Ástralíu

GUÐRÚN Arnardóttir mun á Ólympíuleikunum í Sydney loka hringnum á keppnisferðalagi sínu um heiminn. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 218 orð

Johnson hættur að keppa í 200 m hlaupi

MICHAEL Johnson og Maurice Greene neyddust báðir til að hætta keppni á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Lengi hafði verið beðið eftir rimmu félaganna í 200 m hlaupi. Eftir aðeins um 50 metra hneig Johnson niður með eymsli í lærvöðva. Johnson, hefur ákveðið að hann muni aldrei framar keppa í 200 metra hlaupi. Ákvörðun Johnsons kemur í kjölfar meiðslanna. Hann segist hlakka meira til Ólympíuleikana í Sydney eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 154 orð

Kastaði lengst þrátt fyrir meiðsli

SPJÓTKASTARINN Jón Ásgrímsson kastaði 64 metra slétta á meistaramóti Íslands um helgina þrátt fyrir að vera með slitin krossbönd í vinstra hné. Besti árangur Jóns er 72,78 metrar og er hann eitt mesta efni í greininni síðan Einar Vilhjálmsson keppti. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 565 orð | 1 mynd

Keflvíkingar með KR-inga í spennitreyju

ÞAÐ er ljóst að Keflvíkingar eru með KR-inga í spennitreyju þessa dagana - í þremur viðureignum í sumar hafa Keflvíkingar fagnað sigri, unnið tvo leiki í meistarabaráttunni og sendu bikarmeistarana út úr bikarkeppninni. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 246 orð

Komum dýrvitlausir í næsta leik

Alexander Högnason, fyrirliði Skagamanna, var ekki sáttur að afloknum leik: "Við verðum að nýta sénsana til þess að vinna leiki, það er alveg ljóst. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 159 orð

Luis Figo seldur á metupphæð

REAL Madrid keypti í gær portúgalska knattspyrnumanninn Luis Figo frá Barcelona fyrir tæpa 4,5 milljarða íslenskra króna. Figo er þar með orðinn dýrasti leikmaður allra tíma. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Með bullandi sjálfstraust

Fjalar Þorgeirsson var öryggið uppmálað í marki Framara í gær er þeir sigruðu Grindavík 3:1. "Við erum frekar ánægðir. Við vorum að finna mennina inná miðjunni sem hefur ekki tekist. Daði og Kristófer voru að koma miklu betur inní leikinn. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Miklar framfarir

SAUTJÁNDA Gull- og silfurmót Breiðabliks í knattspyrnu stúlkna var haldið í Kópavogsdal um helgina. Mótið var sett við hátíðlega athöfn á fimmtudag en á föstudagsmorgun hófst keppni í öllum flokkum. Keppni lauk um miðjan dag á sunnudag, þá voru afhent verðlaun og haldin grillveisla fyrir alla þátttakendur, sem voru áttahundruð talsins. Breiðablik vann til flestra verðlauna á mótinu en fast á hæla heimamanna komu stelpurnar frá Vestmannaeyjum. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

Mögnuð markvarsla Árna Gauts

ÁRNI Gautur Arason sá til þess að Rosenborg héldi tíu stiga forskoti sínu á Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn, 1:1, í toppslag deildarinnar í Bergen á sunnudaginn. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Reynir að vera bjartsýn

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari hefur átt við hvimleið meiðsli að stríða í fæti. Hún mætti þó bjartsýn til leiks á meistaramótinu og hafnaði í öðru sæti á eftir Völu Flosadóttur er hún stökk auðveldlega yfir 3,60 metra. Hvernig ertu af meiðslunum? Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 232 orð

Scott Ramsey hefur verið einn af...

Scott Ramsey hefur verið einn af lykilmönnunum í velgengni Grindavíkurliðsins í sumar. Hann komst nálægt því að skora í gær, var vinnusamur og átti ágætar sendingar gegn Fram í 3:1 tapleik. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

SILJA Úlfarsdóttir er 19 ára og...

SILJA Úlfarsdóttir er 19 ára og stórefnilegur hlaupari. Hún sigraði í 400 m hlaupi á meistaramótinu ásamt því að hafna í öðru sæti í bæði 100 og 200 m hlaupi. Að auki leiddi hún sveit sína, FH, til sigurs í bæði 4x100 og 4x400 m boðhlaupi. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 119 orð

Skemmtilegt að spila í rigningu

SUNNA Valsdóttir úr KA og Bergdís Bjarnadóttir úr 5-A í Val voru ágætlega sáttar við árangur sinna liða á mótinu. Bæði þessi lið urðu efst í sínum riðlum ásamt Breiðabliki og KR og fóru þessi lið í úrslitariðil um fjögur efstu sætin í 5-A. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 193 orð

Stabæk vill Marel

NORSKA félagið Stabæk hefur gert Breiðabliki tilboð í sóknarmanninn Marel Jóhann Baldvinsson. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Norðmennirnir tilbúnir að greiða 30-40 milljónir króna fyrir Marel. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 190 orð

Stoke var sterkari aðilinn og gat...

STEFÁN Þ. Þórðarson var ekki lengi að slá í gegn hjá aðdáendum Stoke City. Í fyrsta leiknum á heimavelli félagsins, Britannia Stadium, á laugardaginn, gegn Liverpool, skoraði hann sigurmark Stoke, 1:0, með glæsilegu skoti, beint úr aukaspyrnu. Hvorki fleiri né færri en 16 þúsund áhorfendur mættu á leikinn sem endurspeglar stóraukinn áhuga fyrir Íslendingaliðinu í borginni. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 308 orð

Sverrir Sverrisson, leikmaður Fylkis, haltraði um...

Sverrir Sverrisson, leikmaður Fylkis, haltraði um eftir leikinn en var engu að síður með bros á vör. "Það gekk bara allt upp í þessum leik, nánast ekki hægt að orða það öðruvísi. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 571 orð | 1 mynd

Tiger Woods sló aldrei úr glompu

BANDARÍKJAMAÐURINN Tiger Woods sigraði með miklum yfirburðum á 129. Opna breska meistaramótinu. Leikið var á gamla St. Andrews-golfvellinum í Skotlandi og bætti Woods einnig mótsmet Nick Faldos á 72 holum um eitt högg. Tiger Woods lauk leik á 19 höggum undir pari vallarins eða á 269 höggum og var það átta höggum minna en skor þeirra sem næstir komu. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 439 orð

Tiger Woods slær öll met

ÞEGAR Tiger Woods gekk yfir hina sögufrægu Swilken-steinbrú, sem er á 18. holu gamla St. Andrews golfvallarins, var hann aðeins örfáum skrefum frá því að ljúka við að skrifa nafn sitt á spjöld golfsögunnar. Aðeins tveimur dögum áður hafði Jack Nicklaus gengið í síðasta sinn yfir "Swilken" sem keppandi á Opna breska meistaramótinu og það var því vel við hæfi að á sama augnabliki var Tiger Woods að hefja leik á fyrsta teig. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 289 orð

Valur í úrslitaleik í Gautaborg

ÍSLENSK kvennalið voru í sviðsljósinu á hinu geysifjölmenna knattspyrnumóti barna og unglinga í Gautaborg, Gothia Cup, sem lauk þar um helgina. Valsstúlkur í 2. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 120 orð

Vantaði herslumuninn

MAGNÚS Aron Hallgrímsson vann Íslandsmeistaratitilinn í kringlukasti á meistaramótinu um helgina með því að kasta kringlunni 58,60 metra sem var þó einum sentímetra styttra en gesturinn Einar Kristian Tveitå. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 223 orð

Veðurhamur kom í veg fyrir met

JÓN Arnar Magnússon náði sannkölluðu risastökki er hann flaug 8,01 metra í langstökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Stökkið hefði undir venjulegum kringumstæðum verið nýtt Íslandsmet en sökum þess að meðvindur var of mikill var metið ekki skráð gilt. Þeir 150 keppendur sem þátt tóku í meistaramótinu börðust við veðurhaminn sem hamlaði því að nokkur ný met yrðu sett þessa helgina þrátt fyrir ágæta tilburði. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 97 orð

Þormóður með 200 leiki

ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, lék sinn 200. leik í efstu deild í fyrrakvöld þegar lið hans mætti Keflavík. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Þrátt fyrir að vera aðeins 17...

Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall er hlauparinn Björgvin Víkingsson kominn í landsliðið í frjálsum íþróttum. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 70 orð

Þrenna Sverris

SVERRIR Sverrisson var annar leikmaður Fylkis til að skora þrjú mörk í leik í efstu deild karla. Kristinn Tómasson vann það afrek 1996 er hann skoraði þrjú mörk í Grindavík, þar sem Fylkir vann 4:2. Það tók Kristin 84 mín. Meira
25. júlí 2000 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Þær voru hressar, frænkurnar Sigrún María...

Þær voru hressar, frænkurnar Sigrún María Jörundsdóttir og Oddný Sigurbergsdóttir, en þær leika báðar með 6. flokki Stjörnunnar. Þær voru að mæta á mótið í annað sinn og voru mjög ánægðar með mótið. Meira

Fasteignablað

25. júlí 2000 | Fasteignablað | 1171 orð | 4 myndir

Bjartsýni einkennir markaðinn

Það hefur dregið úr verðhækkunum og spennan á markaðnum hefur aðeins rénað, segir Ólafur B. Blöndal, eigandi nýstofnaðrar fasteignasölu, Fasteign.is. Magnús Sigurðsson ræddi við Ólaf, sem þegar er kominn með fjölda eigna á söluskrá. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 140 orð | 1 mynd

BJARTSÝNI einkennir markaðinn," segir Ólafur B.

BJARTSÝNI einkennir markaðinn," segir Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Fasteign.is, sem er nýtekin til starfa og hefur aðsetur í Borgartúni 22 í Reykjavík. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Borð Parzinger frá 1957

Þetta fallega mahóníborð hannaði hinn þekkti húsgagnahönnuður Tommi Parsinger, sem fæddist 1903 og dó 1981. Hann rak lengi búð í New York þar sem hann seldi húsgögn sín sem þóttu sérdeilis falleg og vel... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Bólstrað sófaborð

Sófaborðið hér á myndinni er í meira lagi sérkennilegt, það er bólstrað og með köflóttu áklæði. Kannski mætti gera upp illa farin borð með þessum... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Digrar stoðir

Hér má sjá digrar burðarstoðir sem ekkert er verið að fela. Á milli stoða er fest plata sem mynd er hengd á og hillur eru fyrir neðan, skemmtileg tilbreyting frá því... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 984 orð | 1 mynd

EIGENDASKIPTI

Meginreglan er sú, að sá kostnaður sem verður til fyrir afhendingardag eignar fellur á seljanda, segir Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Verði kostnaðurinn til eftir afhendingardag eignar er það kaupanda að bera kostnaðinn. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 508 orð | 2 myndir

Gagnvarið timbur og sólpallar

Gagnvarið timbur er ekki skaðlegt umhverfinu, segir Magnús Þórðarson byggingameistari, sem telur gagnvarið timbur hreina himnasendingu í okkar votviðrasömu veðráttu. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 43 orð | 1 mynd

Gluggatjöld við hæfi?

Að vísu er nokkur ofrausn að kalla þessar gardínur gluggatjöld, svo efnislitlar sem þær eru - hins vegar eru þær sérkennilega hannaðar og með fullu tilliti til hins óvenjulega glugga. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 185 orð | 1 mynd

Gott einbýlishús í Kinnunum

Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu einbýlishús í Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt 1959, og er húsið á tveimur hæðum. Alls er húsið 235,4 fermetrar. Bílskúr er steinsteyptur frá 1984 og er 35 fermetrar. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 260 orð | 1 mynd

Gott einbýlishús við Hléskóga

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú í sölu einbýlishús í Hléskógum 21. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1975. Húsið er alls að flatarmáli 257 m², þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 40 m² að stærð. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 84 orð | 1 mynd

Gott hús með fallegum garði við Bjargartanga

Fasteignamiðlunin Berg er með í einkasölu einbýlishús á Bjargartanga 15. Þetta er steinhús, byggt 1978 og er á einni hæð. Alls er húsið 170 fm auk 35 fm bílskúrs og 30 fm sólstofu. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Gömul gríma

Sumir hafa gaman af að hengja upp á veggi grímur ýmiss skonar, þessi er frá því um 1840 og er frá... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Hillusamstæða

Hin þekkta Montana-hillusamstæða er teiknuð af Peter J. Lassen og hentar vel t.d. í... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 241 orð | 3 myndir

Hægist um hjá Íbúðalánasjóði

Dregið hefur úr lánsumsóknum, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Í júnílok voru þær orðnar færri en á sama tíma í fyrra. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 286 orð

Hæst verð á litlum íbúðum í Kópavogi

ÞAÐ getur verið fróðlegt að bera saman íbúðaverð í hinum ýmsu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Lampinn Elvis

Til þess að ná fram þessari sérkennilegu áferð skermsins á lampanum Elvis er notað sérstaklega pressað plast. Hönnuður lampans er Charles... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 573 orð | 1 mynd

Látið ekki ágreining fara fyrir dómstóla

Það eru til ýmsar leiðir til til að leysa ágreining út af lögnum við húsakaup, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Dómstólaleiðin hefur í för með sér mikinn kostnað. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 1077 orð | 4 myndir

Nánast viðhaldsfrítt

Innflutt hús sem koma tilbúin í "einum pakka" njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi. Í Reykjanesbæ hafa félagarnir Hjörtur Eiríksson og Ólafur Eyjólfsson reist sér gríðarmikil hús frá Kanada og segja Súsönnu Svavarsdóttur frá helstu kostunum - ekki síst þeim fjárhagslegu. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Notalegir litir

Það er eitthvað notalegt við þetta litasamspil - viðarlitinn, mosagræna veggina og arinflísar og svo ryðbrúnt teppið. Ekki spillir jurtin við gluggann sem sýnist vera einhvers konar... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 732 orð | 3 myndir

Ný glæsibygging rís við Laugaveg

Mikill styrr hefur staðið um fyrirhugaða nýbyggingu á Laugavegi 53b. Nú er öllum deilum lokið. Magnús Sigurðsson kynnti sér bygginguna, sem mun setja mikinn svip á umhverfi sitt. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 39 orð

SELJANDI skal kynna kaupanda reikninga húsfélagsins...

SELJANDI skal kynna kaupanda reikninga húsfélagsins og stöðuna gagnvart hússjóði, segir Elísabet Sigurðardóttir í þættinum Hús og lög, en þar fjallar hún um eigendaskipti á íbúðum í fjöleignarhúsum. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 1192 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Sígild eða nýtískuleg?

Ljósakrónan Way Fair er með halógenlýsingu, hún er sígild að sjá en hönnuðurinn nýtir möguleika halógenperunnar við hönnun... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Súkkulaðibolli

UM 1870 sýndu bollar greinilega, t.d. með hæðinni, fyrir hvaða vökva þeir voru ætlaðir. Þessi bolli er hár og er ætlaður fyrir heitt... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Tekanna úr keramik

Tekönnur úr keramik eru skemmtilega nútímalegar á borði. Þessa hér gerði norski listamaðurinn Bente von... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Teketill frá Den kongelige Porcelainsfabrik

Á miðri 16. öld lærðu Evrópumenn að þekkja te og tekatla í gegnum höndlun við hið fjarlæga austur. Þessi teketill er frá Konunglegu dönsku postulínsverksmiðjunni, en skreytingin var gerð... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Uppáhaldsstóllinn!

Garda-stóll Morten Göttlers var í ár á húsgagnasýningunni í Bella Center kjörinn einn af átta uppáhaldsstólum áhorfenda. Hann er úr gegnheillu beyki eða... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 118 orð | 1 mynd

Útsýnisíbúð við Álfaheiði

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú í sölu tveggja til þriggja herbergja 70,8 m² íbúð á efstu hæð í fjölbýli í þriggja íbúða stigagangi á Álfaheiði 8 í Kópavogi. Húsið er nýlegt, byggt 1987, og steinsteypt. Lóðin er góð og vel frá gengin. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 928 orð

Vanþróaður leigumarkaður

Það er ekki síst mikilvægt að leigusalar sem starfa á frjálsum markaði nái að koma betur undir sig fótunum, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Þeir þurfa að geta boðið upp á leiguhúsnæði sem höfðar til breiðari tekjuhópa en hingað til hefur sést. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Venjulegur vasi verður mósaíkvasi

Það er hreint ekki svo erfitt að gera venjulegan vasa að mósaíkvasa. Notaður er venjulegur vasi og glerbrot úr diskum eða flísum, jafnvel glerbrot. Það þarf líka einhvers konar sement til að grópa glerbrotin í og svo... Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 46 orð

VIÐ Bakkaveg í Reykjanesbæ standa tvö...

VIÐ Bakkaveg í Reykjanesbæ standa tvö áberandi íbúðarhús hlið við hlið. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 86 orð | 1 mynd

Þægilegt einbýlishús á einni hæð

HJÁ fasteignasölunni Lundi er til sölu einbýlishús í Gerðhömrum 16 í Grafarvogi. Þetta er steinhús, byggt 1987 og er á einni hæð. Það er um 200 m² að meðtöldum rúmgóðum jeppabílskúr. Meira
25. júlí 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Ö-stóllinn

Ö-stóllinn er hönnun Torben Skov, hann er með bólstruðu baki og sæti, klæddur leðri, líka á örmum. Grindin er úr krómuðu... Meira

Úr verinu

25. júlí 2000 | Úr verinu | 60 orð | 1 mynd

Mokveiða ufsann

Grindavík - Það er ekki slæmt í lok kvótaársins að standa í mokveiði en það gera Grindavíkurpeyjar þessa dagana. Aflinn er ufsatittir og mikið af þeim. Aron Ómarsson og Kjartan Sigurðsson voru að veiða saman og komnir í tæpa tvö hundruð ufsa á sjö tímum. Meira
25. júlí 2000 | Úr verinu | 253 orð

Tilkynntu sig ekki í símakrók

ÓÐINN, varðskip Landhelgisgæslunnar, hafði afskipti af þremur handfærabátum sem voru að veiðum norður af Hornbjargi í fyrrakvöld. Bátarnir, sem skráðir eru í svokallað sóknardagakerfi, eru grunaðir um að hafa ekki tilkynnt sig í símakrók Fiskistofu. Meira
25. júlí 2000 | Úr verinu | 312 orð

Vill breytingar á fiskveiðistjórn

NÝVERIÐ birtist grein eftir Garðar Björgvinsson í tímaritinu Seawind, en það er málgagn kanadísku umhverfisverndarsamtakanna Rödd hafsins. Í grein sinni, sem nefnist Framtíð Íslands: Sjálfbærar veiðar í 1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.