UM 7% aukning mældist á hagvexti í Rússlandi fyrstu sex mánuði ársins að því er Viktor Khristenkó, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra landsins, greindi frá á vikulegum fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Meira
EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, stóð í gær naumlega af sér vantrauststillögu sem borin var upp gegn stjórn hans af stærsta stjórnarandstöðuflokknum, Likud. Greiddu 50 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og jafnmargir með henni. Átta sátu hjá.
Meira
SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í gær, hefur Al Gore, forsetaefni demókrata í bandarísku kosningunum í nóvember, saxað á forskot George W. Bush, forsetaefnis repúblikana. 42% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Bush og 38% Gore.
Meira
George W. Bush, sem í gær var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, heilsar stuðningsmönnum sínum í Dayton í Ohio-ríki.
Meira
HJÓNARÁÐGJÖF er árangursríkari og ódýrari leið en lyfjameðferð til að takast á við þunglyndi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, er birtar eru í dag.
Meira
Fréttir
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 227 orð
| 1 mynd
MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Talsvert bar á ölvun aðfaranætur laugardags og sunnudags og mikið um útköll vegna hávaða í heimahúsum. Ekkert lát er á ölvunarakstri.
Meira
FRÁ föstudegi til sunnudags urðu 5 harðir árekstrar í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en alls skemmdust 9 bifreiðar í þessum árekstrum.
Meira
YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, baðst í gær afsökunar á því að formaður nefndar er annast skal endurskipulagningu efnahagslífsins skyldi hafa orðið uppvís að spillingu.
Meira
AKUREYRARBÆR hefur sagt upp samningi við Brunavarnir Eyjafjarðar um rekstur og umsjón slökkviliðsbíls á svæði Brunavarna Eyjafjarðar, með sex mánaða fyrirvara.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Ara Pál Kristinsson málfræðing í embætti forstöðumanns Íslenskrar málstöðvar til fimm ára, frá 1. september næstkomandi.
Meira
Grundarfjörður -Hátíðahöldin stóðu frá föstudegi til sunnudags og voru hundruð manna þar saman komin þegar mest var. Veður var hið fegursta, sérstaklega á föstudeginum og laugardeginum, þá skein sól í heiði og lygnt var um allan fjörðinn.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 525 orð
| 1 mynd
OLÍUFÉLÖGIN þrjú; Olíuverslun Íslands hf., Olíufélagið hf. og Skeljungur hf., hafa lækkað lítraverð á 95 og 98 oktana bensíni um 3,30 kr. vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði. Lækkunin tekur gildi frá og með deginum í dag.
Meira
STÉTTARFÉLAG flugmanna í Frakklandi hvatti til þess í gær að franska flugfélagið, Air France, framlengdi flugbann á Concorde-þotur félagsins uns gerðar hefðu verið ráðstafanir sem koma ættu í veg fyrir að harmleikurinn í París fyrir réttri viku endurtæki...
Meira
FAGURSÖNGUR sem átti að vera í Deiglunni Kaupvangsstræti 23 á vegum Listasumars á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 1. ágúst, með Sigríði Elliðadóttur fellur niður af óviðráðanlegum...
Meira
VINSTRIMAÐURINN Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela á sunnudag og fékk skýrt umboð frá kjósendum til að halda áfram "friðsamlegri byltingu" sinni næstu sex árin.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 178 orð
| 1 mynd
ÍSLENDINGAR lentu í öðru sæti í keppni norrænna strætisvagnabílstjóra í ökuleikni sem haldin var sl. laugardag. Finnar urðu Norðurlandameistarar. Keppnin var haldin á Íslandi og fór fram á athafnasvæði Strætisvagna Reykjavíkur á Kirkjusandi.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skuldajafnað vaxtabótum á móti afborgunum af gjaldföllnum íbúðalánum Íbúðalánasjóðs. Miðað er við gjalddagann 15. júní 2000 og eldri gjalddaga sem voru ógreiddir 5. júlí 2000.
Meira
1. ágúst 2000
| Akureyri og nágrenni
| 2200 orð
| 2 myndir
Verslunarmannahelgin nálgast nú óðum og líklegt að fjöldi fólks verði á faraldsfæti um þessa mestu ferðahelgi landsmanna. Margt er í boði fyrir þá sem vilja sækja skipulagðar skemmtanir og greinilegt að meiri áhersla er lögð á fjölskylduvæna skemmtun í ár en oft áður.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 146 orð
| 2 myndir
Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið telur öruggar, mun Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands hf., hafa óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu í haust.
Meira
FRÖNSK stjórnvöld hafa vísað á bug áskorun brezka utanríkisráðherrans um að ákveðin verði dagsetning fyrir inngöngu nýrra aðildarríkja í Evrópusambandið (ESB). Frakkar fara með formennsku í ESB þetta misserið.
Meira
FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, býður í dag upp á nýja þjónustu fyrir eigendur GSM síma. Nú er hægt að fá sendar fréttir af mbl.is með SMS skilaboðum. Engin sérstök kort þarf í símann. Notendur verða þó að vera í GSM áskrift hjá Landssímanum.
Meira
FUNDUR verður í dag í deilu Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins. Verkfalli var sem kunnugt er frestað til 12. ágúst og skellur því á ef ekki semst fyrir þann tíma.
Meira
1. ágúst 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 325 orð
| 2 myndir
FRAMKVÆMDIR við Grafarholt ganga að mestu samkvæmt áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar hjá gatnamálastjóra. Senn líður að því að fyrsta og öðrum áfanga ljúki. Stefnt er að því að þriðja áfanga sé lokið 1. september og hinum fjórða 1. október.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 786 orð
| 1 mynd
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir fæddist á Ísafirði 28. nóvember 1960. Hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 og fór síðan í Fachhochschule í Hamborg og var þar við nám í textílhönnun í eitt ár. Lauk síðan framhaldsnámi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992 í grafískri hönnun. Hún hefur starfað að grafiskri hönnun frá því hún lauk námi 1992 og er grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu. Kristín er gift Sigurði Stefáni Jónssyni ljósmyndara.
Meira
GÆSLUVARÐHALD yfir konu, sem úrskurðað var til 24. júlí vegna rannsóknar á láti Hallgríms Elíssonar á Leifsgötu 10, rann út í gær. Að kröfu lögreglunnar hefur gæsluvarðhald yfir henni verið framlengt til 5. september næstkomandi.
Meira
SKATTSTJÓRINN í Reykjavík hefur birt upplýsingar um heildarniðurstöðu álagningar opinberra gjalda og greiðendur hæstu gjalda vegna álagningarársins 2000. Álagningarskrá með gjöldum einstaklinga var lögð fram í gær.
Meira
FLUGREKSTRARAÐILAR íhuga nú í ríkari mæli en áður að láta aðra um að fylgjast með viðhaldi á flugvélum sínum en fram að þessu hafa íslensk flugfélög sinnt þeirri vinnu sjálf. Fyrirtækið Flughæfni ehf.
Meira
Grund -Á heimleið frá Reykholtshátíð komu norsku konungshjónin, forseti Íslands, ásamt fylgdarliði, að Borg og áttu þar, ásamt heimafólki, ánægjulega stund í einu fegursta veðri sem komið getur í Borgarfirði. Um kl.
Meira
HINRIK Vagnsson, Bakkavegi 10, Hnífsdal, var gjaldahæstur í umdæmi Skattstjórans í Vestfjarðaumdæmi á síðasta ári. Greiddi Hinrik 7.486.943 kr. í opinber gjöld.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 366 orð
| 1 mynd
ÞESSIR dugmiklu krakkar héldu á dögunum hlutaveltu. Ágóðinn var 8.809 krónur og rann það til Rauða krossins. Krakkarnir heita Róbert Örn Guðmundsson, Þuríður Helga Ingvarsdóttir, Davíð Orri Guðmundsson, Auður Anna Jónsdóttir og Guðrún Margrét...
Meira
BORGARSKIPULAG hefur lagt fram tillögu um að afmörkuð verði lóð fyrir Ökukennarafélag Íslands í Gufunesi, þar sem ráðgert er að koma upp svæði til aksturskennslu.
Meira
ARNLJÓTI Björnssyni hefur verið veitt lausn frá störfum dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. september næstkomandi að eigin ósk, samkvæmt upplýsingum sem fengust í forsætisráðuneytinu. Arnljótur er fæddur 31. júlí 1934.
Meira
UM leið og Katzav forseta er óskað til hamingju með að hafa náð kjöri sem nýr forseti Ísraels er erfitt að óska [þinginu] Knesset til hamingju með að hafa snúið baki við hinum frambjóðandanum, Shimon Peres, einum merkasta stjórnmálaskörungi sem nú er...
Meira
BYGGINGARNEFND Kennaraháskóla Íslands ákvað að efna til samkeppni í samráði við SÍM (Samband íslenskra myndlistamanna) um listskreytingu í nýbyggingu skólans sem nú er á hönnunarstigi. Byggingin á m.a.
Meira
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um norðurströnd Heimaeyjarinnar. Farið verður með Viðeyjarferjunni í kvöld kl. 20. Gengið verður frá kirkjunni austur fyrir gamla túngarðinn, meðfram honum og yfir á norðurströndina.
Meira
HAFIST hefur verið handa við að stækka kæligeymslu Mjólkursamsölunnar við Bitruháls. Að sögn Guðmundar Kr. Guðmundssonar, hönnuðar viðbyggingarinnar, nemur stækkunin 900 fermetrum. Hann segir viðbygginguna framhald á því sem fyrir er.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 164 orð
| 1 mynd
TALSVERÐAR umferðartafir urðu á Suðurlands- og Vesturlandsvegi í nágrenni Reykjavíkur á sunnudaginn og mynduðust langar bílalestir. Umferðin gekk þó slysalaust og lítið um hraðakstur. Umferðin byrjaði að þyngjast eftir hádegi og náði hámarki um kl. 18.
Meira
Leiðbeiningarstöð heimilanna Í viðtali við Helgu Guðmundsdóttur í Mbl. sl. sunnudag var hún ranglega nefnd formaður Félags psoriasis- og exem-sjúklinga. Helga er framkvæmdastjóri félagsins.
Meira
Mývatnssveit -Fjórar björgunarsveitir voru kallaðar út á sunnudagskvöld til leitar að göngumanni sem átti að vera á Biskupaleiðinni fornu norðan Herðubreiðarfjalla.
Meira
Stykkishólmi - Unglingalúðrasveit frá bænum Skjern á vesturströnd Jótlands heimsótti Stykkishólm í síðustu viku. Hér var ferðinni mjög öflug lúðrasveit með 40 félögum á aldrinum 10-16 ára. Í fylgd með hópnum voru foreldrar.
Meira
GJÖLD lögð á einstaklinga í Reykjaneskjördæmi árið 2000 námu alls 27.626.694.732 kr. á síðasta ári, en voru 24.498.084.282 kr. árið áður. Alls eru skattgreiðendur í umdæminu 57.747 auk 1.197 barna undir 16 ára aldri, eða alls 58.944.
Meira
HINN 26. júlí sl. milli klukkan 12:30 og 16:00 var bifreiðinni TX-737, sem er Hyundai Coupe, svört, lagt í bifreiðarstæði við Borgartún 21. Varð bifreiðin fyrir tjóni á vinstri hlið.
Meira
MALARFLUTNINGABÍLL með fullan vagn af möl valt á hringtorginu við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða snemma í gærmorgun. Við óhappið dreifðist mölin um götuna og loka varð hringtorginu í a.m.k. klukkustund. Vélskófla var fengin til að moka mölinni í burtu.
Meira
FRANSKUR ferðamaður féll í skriðu í Stóra-Hamragili á Landmannalaugasvæðinu seint í gærkvöldi og meiddist á baki. Maðurinn, sem var á ferð með félaga sínum, treysti sér ekki til þess að halda áfram göngu vegna verkja í mjóbaki.
Meira
SLYS í umferðinni voru tíð í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um nýliðna helgi, ökumenn og farþegar í nokkrum óhappanna voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og eignatjón varð umtalsvert en færa þurfti ökutæki gjörónýt af vettvangi...
Meira
Norsku konungshjónin heimsóttu um helgina staði sem tengjast menningararfi Íslands og Noregs. Sigríður B. Tómasdóttir blaðamaður og ljósmyndararnir Árni Sæberg og Sigurgeir Jónasson fylgdust með.
Meira
Í BYRJUN ágúst verður haldið hér á landi alþjóðlegt mót fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 30 ára. Mótið heitir Nordjamb 2000 og er það samnorrænt verkefni skáta. Mótið hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 8. ágúst kl.10.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 157 orð
| 2 myndir
ÍSLANDSSÍMI hefur sett upp jarðstöð sem ætlað er að auka til muna öryggi viðskiptavina fyrirtækisins. Jarðstöðin er með flutningsgetu upp á 90 megabita á sekúndu og tengist beint ljósleiðaraneti Íslandssíma.
Meira
EIMSKIP hefur ákveðið að gera umfangsmiklar breytingar á flutningakerfi félagsins í Evrópusiglingum, sem koma til framkvæmda í október næstkomandi.
Meira
1. ágúst 2000
| Akureyri og nágrenni
| 610 orð
| 1 mynd
Nýlega hefur risið 30 metra hátt mastur við Fjölnisgötu á vegum Landssímans. Mastrið er GSM-fjarskiptamastur og er að sögn Ólafs Stephensen, Landssímanum, reist til að bæta GSM-samband í Síðuhverfinu og bæta afköst GSM-kerfisins á Akureyri. Íbúar í nálægum götum telja það hins vegar hið mesta umhverfislýti.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 181 orð
| 4 myndir
GUÐNI Helgason rafvirkjameistari er hæsti greiðandi opinberra gjalda í Reykjavík. Samkvæmt álagningarskrá greiðir hann tæpar 50 milljónir króna í skatt.
Meira
AÐSKILNAÐARSTJÓRNIN í Suður-Afríku lét á sínum tíma framkvæma kynskiptiaðgerðir á samkynhneigðum mönnum sem gegndu herþjónustu og beittu hormónalyfjum, raflosti og vönun í því augnamiði að "lækna" þá.
Meira
BANDARÍSKIR repúblikanar hófu landsþing sitt í Fíladelfíu í gær og lögðu áherslu á að mýkja ásýnd flokksins með það að markmiði að auka sigurlíkur George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, í forsetakosningunum í nóvember.
Meira
KÓREURÍKIN komu sögulegri yfirlýsingu frá því fyrr á árinu í framkvæmd í gær með því að undirrita samning um að opna samstarfsskrifstofur við landamæri ríkjanna.
Meira
"ÞAÐ leikur enginn vafi á því að Snorri Sturluson hefur verið mjög mikilvægur í sjálfsmeðvitund norsku þjóðarinnar," sagði Haraldur V. Noregskonungur í ræðu sinni við formlega opnun Snorrastofu í Reykholti á laugardag.
Meira
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur nú til umfjöllunar kæru á hendur Stykkishólmsbæ vegna samninga um sorphirðu í bænum en Samkeppnisstofnun sendi ESA kæruna 17. júlí síðastliðinn.
Meira
JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINGAR segja ekki ólíklegt að jarðskjálfti af stærðinni 7 á Richter eða þar um bil muni leysast úr læðingi á næstu áratugum á austasta hluta Suðurlandsskjálftabeltisins. Er það mat þeirra Ragnars Stefánssonar, Gunnars B.
Meira
BREZKA lögreglan handtók í gær mann grunaðan um morð á hinni átta ára gömlu stúlku Söruh Payne. Leiddu fjölmiðlar að því líkur að um væri að ræða hinn 41 árs gamla Roy Whiting, en lögreglan í Sussex tók hann til yfirheyrslu fljótlega eftir hvarf Söruh 1.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 254 orð
| 2 myndir
ÞRÍR sundmenn, Kristinn Magnússon, Fylkir Þ. Sævarsson og Björn Ásgeir Guðmundsson, lögðust til sunds við bryggjuna í Viðey klukkan 16.25 síðastliðinn laugardag og þreyttu svokallað Viðeyjarsund inn til flotbryggjunnar við Ægisgarð.
Meira
SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatts og útsvars fyrir árið 2000 nemur 85,6 milljörðum króna og skiptist því sem næst jafnt milli ríkis og sveitarfélaga.
Meira
UM 51% landsmanna telur að staða kvenna samanborið við stöðu karla hafi batnað á síðustu fimm árum, samkvæmt könnun Gallup. Um 46% telja hana svipaða en næstum 3% telja hana verri en fyrir fimm árum síðan.
Meira
ÞÚSUNDIR manna upplifðu siði og menningu norrænna sæfara sem sigldu að ströndum Nýfundnalands á hátíð í Norstead sem er nýbyggður víkingabær nyrst á landinu.
Meira
RÁÐINN hefur verið nýr starfskraftur í stöðu upplýsingastjóra hjá Garðabæ, en slík staða hefur ekki verið fyrir hendi áður. Guðfinna B. Kristjánsdóttir var ráðin í starfið, en hún er 32 ára gömul og starfaði hjá upplýsinga- og kynningardeild Landssímans.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 127 orð
| 1 mynd
SIGURBJÖRN R. Sigurbjörnsson, 11 ára Vopnfirðingur, veiddi hvern þorskinn á fætur öðrum þegar börnin á leikjanámskeiði Einherja fóru í fylgd leiðbeinenda sinna niður á höfn í Vopnafirði.
Meira
VERIÐ er að undirbúa útboð á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins á húsum fyrir þá einstaklinga á Suðurlandi sem misstu húsnæði sitt í Suðurlandsskjálftunum og hafa ekki tök á að koma upp húsnæði fyrir veturinn.
Meira
Í ÞRIÐJA skiptið í sumar þurftu Strætisvagnar Reykjavíkur að fella niður ferðir vegna manneklu en á sunnudaginn voru felldar niður ferðir sjö vagna sem aka leiðir 2, 4, 8, 14, 15, 111 og 115.
Meira
VERÐI Bretland ekki fljótlega aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og haldi brezka ríkisstjórnin áfram að reka útgjaldakræfa stefnu gæti efnahagur landsins tekið bakslag og breytzt einu sinni enn í "sjúklinginn í Evrópu".
Meira
VERÐLAUNAELDHÚSIÐ Värde frá IKEA hefur verið sett upp í verslun IKEA í Holtagörðum í Reykjavík. "Värde hlaut nýlega alþjóðlegu hönnunarverðlaunin Rauða punktinn fyrir hágæða hönnun.
Meira
FRAMKVÆMDUM við E-álmu Landspítalans í Fossvogi, sem hófust fyrir þremur árum, er lokið en þeim seinkaði nokkuð og þurfti verktakafyrirtækið Háberg að greiða um 1,6 milljónir króna dagsektir.
Meira
1. ágúst 2000
| Höfuðborgarsvæðið
| 355 orð
| 1 mynd
ÍBÚAR við Skjólvang, Sævang og Vesturvang í norðurhluta Hafnarfjarðar hafa sent bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf þar sem óskað er úrbóta vegna hraðaksturs og umferðarþunga á Skjólvangi.
Meira
ÁFENGIS- og vímuvarnanefnd Akureyrar gaf út blað í maímánuði sem nefndist Án vímu. Í blaðinu var getraun sem fjölskyldur voru hvattar til að taka þátt í. Þátttakan var mjög góð og dró bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, úr réttum svörum þann 21.
Meira
1. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 1053 orð
| 9 myndir
Meðan víkingar samtímans sýndu börnum sverð sín og indjánar stilltu sér upp í myndatöku í víkingabænum Norstead á Nýfundnalandi skoðaði Einar Falur Ingólfsson bæjarrústir sæfara sem námu land á L'Anse aux Meadows fyrir 1000 árum.
Meira
MARKAÐSVERÐMÆTI deCODE er nú meira en markaðsverðmæti allra þeirra sjávarútvegsfyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands. Þetta segir í Viðskiptablaðinu.
Meira
SEGJA MÁ að síðastliðin helgi hafi verið dagar Norðmanna á Íslandi. Þeir sýndu þá í verki vinarhug sinn í garð Íslendinga og ræktarsemi við sameiginlegan menningararf þjóðanna.
Meira
½ Leikstjóri: Philip Sgriccia. Handrit: Chris Ruppenthal. Aðalhlutverk: Parker Stevenson og Krista Allen. (85 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Opnunartónleikar föstudag kl. 21 Vertavo-strengjakvartettinn lék Ítalska serenöðu eftir Hugo Wolf, Strengjakvartett nr. 6 eftir Béla Bartók og Strengjakvintett í C-dúr eftir Franz Schubert. Bryndís Halla Gylfadóttir lék með í síðastnefnda verkinu.
Meira
Leikstjóri: Fred Olen Ray. Handrit: Steve Latshaw. Aðalhlutverk: Daniel Baldwin, Fred Williamson, Hannes Janecke, Shannon Whirry. (92 mín) Bandaríkin. Háskólabíó, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára.
Meira
Gæludýrin hafa kvatt Laugaveg 30 og í þeirra stað sátu þar ungir kvikmynda-gerðarmenn er Sunnu Ósk Logadóttur bar að garði í síðustu viku til að ná tali af Hauki M. Hrafnssyni leikstjóra kvikmyndarinnar Fyrsta apríl.
Meira
Leikstjóri og handritshöfundur: Katrin Ottarsdóttir. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aðalhlutverk: Hildigunn Eyðfinnsdóttir, Sigri Mitra Gaini, Johan Dalsgaard. (90 mín) Færeyjar. Myndform, 1999. Myndin er öllum leyfð.
Meira
Fortune and Glory eftir Brian Michael Bendis. Raunasaga um samskipti höfundar við hinn harða viðskiptaheim höfundar. Gefin út af Oni Press árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI.
Meira
"Romeo Must Die". Likstjóri: Andrzej Bartowiak. Frameiðandi: Joel Silver. Aðalhlutverk: Jet Li, Aaliyah, Delroy Lindo, Henry O, Russell Wong, Isaiah Washington og Anthony Anderson.
Meira
Sólin skein á leikhúsgesti í Reykholti sem höfðu komið sér fyrir til að fylgjast með leikritingu Kristnikonungar eftir Johannes Heggland. Noregskonungur og drottning, forseti Íslands og fleiri heiðursgestir voru viðstaddir þessa sýningu sem fór fram að lokinni opnun Snorrastofu. Sigríður Tómasdóttir segir frá.
Meira
NÚ STENDUR yfir örvæntingarfull leit að tvífara Johns heitins Lennons til þess að leika aðalhlutverkið í væntanlegri mynd fyrir NBC-sjónvarpsstöðina bandarísku um Bítlagoðsögnina liðnu.
Meira
BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Ritchie er einn fjölmargra leikstjóra sem hafa komist á tiltölulega skömmum tíma í hóp hinna bestu og brunnið síðan jafnskjótt út aftur eftir að hafa skilið eftir sig nokkrar góðar myndir sem halda nafninu á lofti.
Meira
Tónlistarhátíð var haldin í Reykholti um helgina í fjórða sinn. Bergþóra Jónsdóttir fór á tónleikana og segir tónlistarhátíðina hafa verið á háu listrænu plani, og hafi hún ef til vill tekið forystu í þeim efnum hér á landi.
Meira
Leikstjóri, höfundur handrits, meðhöfundur söngtexta og hönnuður sviðsmyndar: Guðmundur Rúnar Kristjánsson, sem byggir verkið lauslega á samnefndri kvikmynd. Tónlistarstjóri og meðhöfundur söngtexta: Matthías Matthíasson.
Meira
RANDOM House, sem er ein stærsta bókaútgáfa í Bandaríkjunum, kynnti í gær fyrirhugaða útgáfu bóka á stafrænu formi. Samkvæmt vefútgáfu New York Times mun fyrirtækið gefa bækurnar út undir nafninu AtRandom og munu þær fyrstu koma út í janúar.
Meira
Leikstjóri: Bob Gosse. Handrit: Matthew Weiss. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Robin Tunney. (90 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
ÞAÐ ER margt góðra mynda á leigunum þessa dagana og má eiginlega segja að nú standi yfir vertíð verðlaunamyndanna sem tínast á leigurnar hver af annarri - þar á meðal þær sem riðu feitum hesti frá síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu.
Meira
Þjóðlagahátíð stóð á Siglufirði í liðinni viku með tónleikum, fyrirlestrum og námskeiðum. Hátíðin heppnaðist yfirleitt vonum framar, að mati Ríkarðar Arnar Pálssonar. Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, verður fimmtugur Jakob Hörður Magnússon, veitingamaður, Skildinganesi 3. Eiginkona hans er Valgerður Jóhannsdóttir . Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag frá kl....
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, er sjötugur Sæmundur Guðmundsson, Ekrusmára 1, lögregluvarðstjóri í Kópavogi, frá Kvígindisfirði A-Barðastrandarsýslu. Sæmundur dvelst á Kvígindisfirði á...
Meira
75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, verður 75 ára Sigurbjörg Schram Kristjánsdóttir, Bláhömrum 2. Af því tilefni býður hún til veislu í húsnæði Næturgalans, Smiðjuvegi 14, Kópavogi, í dag kl....
Meira
Vorið í dalnum opnar hægt sín augu, yljar á ný með vinarbrosi ljúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur.
Meira
Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja . Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Samverustund með litlu börnunum kl.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað.
Meira
það er von að þeir sem stóðu að kristnihátíðinni séu sælir og glaðir að loknum herlegheitunum. Það minnsta sem hægt er að ætlast til er að þeir sem fremstir fóru séu glaðir og kátir.
Meira
ÉG hef lesið mest af því sem sagt er um Bach og hans stórkostlegu tónverk í Morgunblaðinu í dag. Þakkir til Páls Ísólfssonar fyrir það að kynna Bach fyrir Íslendingum á sínum tíma.
Meira
ÖFLUG þátttaka Íslendinga í hátíðarhöldunum vegna afmælis landafunda og kristni á Grænlandi hafa áreiðanlega styrkt samband landanna tveggja. Það kom fram í ræðum manna við hátíðarhöldin og það fann Víkverji sem var á Grænlandi þessa daga.
Meira
Gestur Pálsson fæddist í Mýrarkoti á Álftanesi 5. nóvember 1911. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Páll Stefánsson, sjómaður í Mýrarkoti og Hjallakoti á Álftanesi og síðar í Reykjavík, f. 26.
MeiraKaupa minningabók
Hjálmfríður Lilja Jóhannsdóttir fæddist á Gjögri í Árneshreppi, 22. nóvember 1913. Hún lést 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Karl Hjálmarsson og Ragnheiður Benjamínsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
1. ágúst 2000
| Minningargreinar
| 3179 orð
| 1 mynd
Laufey Guðný Kristinsdóttir fæddist í Skarði í Landsveit, Rangárvallasýslu 31. desember 1930. Hún lést á Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
1. ágúst 2000
| Minningargreinar
| 1484 orð
| 1 mynd
Valtýr Jónsson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi í Skagafirði 10. desember 1924. Hann lést á Landspítalanum miðvikudaginn 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jósafatsdóttir og Jón Jónsson, bæði ættuð úr Skagafirði.
MeiraKaupa minningabók
TAP af rekstri Amazon.com á öðrum fjórðungi ársins nam 115,7 millljónum dala eða rétt liðlega níu milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Amazon.com féllu um 14,2% eftir að uppgjörið var birt. Tapið nú er 32% meira en á sama tímabili í fyrra.
Meira
HAGNAÐUR Volkswagen, sem er stærsti bílaframleiðandinn í Evrópu, á fyrri helmingi ársins nam 641 milljón evra eftir skatta eða 46,6 milljörðum íslenskra króna og jókst hagnaðurinn um 48% miðað við fyrstu sex mánuðina í fyrra.
Meira
UPPBOÐ á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma hófst í Þýskalandi í gær. Þýski farsímamarkaðurinn er sá stærsti í Evrópu. Í landinu búa um 80 milljónir manna og var fjöldi GSM símnotenda um síðustu áramót um 23,5 milljónir.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Þorbjarnar hf. í Grindavík eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 var 84 milljónir króna, sem svarar til 6,8% af tekjum, samanborið við 187 milljónir fyrir sama tímabil á síðasta ári, sem var 16,2% af tekjum.
Meira
NASDAQ-vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um rúm 100 stig í gær, eða um 2,8%, og endaði í 3.767,05 stigum, er fjárfestar keyptu hlutabréf í tæknifyrirtækjum eftir mikla sölu á þeim síðastliðnar tvær vikur. Dow Jones hækkaði um 10,81 stig, eða 0,1%, í 10.
Meira
METHAGNAÐUR varð af rekstri BMW-verksmiðjanna fyrstu sex mánuði ársins þrátt fyrir verulegt tap af rekstri Rover-verksmiðjanna í Bretlandi, en sem kunnugt er seldi BMW þær fyrir tíu pund í maí í vor.
Meira
1. ágúst 2000
| Viðskiptafréttir
| 1006 orð
| 1 mynd
Áætlanir Airbus um framleiðslu á nýrri risaþotu, A3XX sem mun verða stærsta farþegaþota heims, hafa nú fengið byr undir báða vængi eftir að fyrirtækinu bárust pantanir á 22 þotum nýverið. Þar með hefur verið hreyft við veldi Boeing fyrirtækisins á risaþotumarkaðnum og hyggst það svara samkeppninni með stærri Boeing vélum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur fylgst með málinu í Bretlandi.
Meira
ÍSLENSK miðlun (ÍM), sem er með úthringi- og símsvörunarþjónustu, er auk stórrar stöðvar í Reykjavík með fjarvinnslustöðvar á nokkrum stöðum á landsbyggðinni.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán.
Meira
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var óhagstæður um 18,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins en var 10,7 milljarðar fyrstu sex mánuðina í fyrra, miðað við gengi hvors árs. Á föstu gengi reynist hallinn vera um 8,2 milljörðum meiri en í fyrra.
Meira
ÖLLU hestafólki er nauðsynlegt að nota hjálm því það getur skipt sköpum ef slys verður. Hjá Árvekni, átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga, vilja menn minna hestafólk á að nota reiðhjálma undantekningarlaust.
Meira
Kexverksmiðjan Frón hefur hafið sölu á fíkjusultu frá St. Dalfour. Í fréttatilkynningu segir að sultan sé unnin úr ávöxtum og að engum sykri, litar- eða rotvarnarefnum sé bætt í hana. Fyrir eru á markaðnum tólf tegundir af sultu frá sama framleiðanda.
Meira
Viðskiptavinur skóverslunarinnar Gallerí 17 í Kringlunni sagðist hafa keypt skó fyrir útsölurnar á 3900 krónur, nú væru þeir seldir á 3500 krónur en verðmerktir eins og þeir hafi verið á 4900 krónur fyrir útsöluna. Hver er skýringin á þessu?
Meira
KOMNAR eru á markað tvær tegundir af Big Rice-rískökum frá Granko. Í fréttatilkynningu frá Kexverksmiðjunni Frón segir að önnur tegundin sé án salts en hin sé fjölkorna. Rískökurnar eru seldar í 200 gramma...
Meira
ÍSGEL hefur sett á markað gelpoka sem hægt er að nota sem kæli- og hitagjafa. Í fréttatilkynningu segir að þetta séu margnota sjúkrapokar og að þá megi hita í heitu vatni eða örbylgjuofni og kæla í ísskáp.
Meira
Sumarbrids 2000 Úrslit síðustu kvölda í Sumarbridge 2000 má sjá hér á eftir (efstu pör): Mánudagur 24.7. Vilhjálmur Sig. jr. - Ísak Örn Sigurðss. 185 Páll Þórsson - Ómar Olgeirsson 184 Eggert Bergsson - Þórður Ingólfss.
Meira
TILGANGUR hindrunarsagna er auðvitað sá að gera andstæðingunum erfitt um vik að koma spilum sínum á framfæri. En stundum hafa þeir ekkert til málanna að leggja og það er makker sem situr í súpunni.
Meira
Sögulegu Íslandsmóti sem haldið var á Melgerðismelum í Eyjafirði lauk síðla dags á sunnudag. Það var einkum spennandi keppni og róstur utan vallar sem settu svip sinn á mótið. Mörg ágreinings- og álitamál komu upp á mótinu og líklegt að hestamenn séu búnir að reisa sér hurðarás um öxl hvað flóknum reglum viðkemur. Valdimar Kristinsson brá sér á "Melana" og fylgdist með úrslitum í góðu veðri.
Meira
STAÐAN kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem fram fór dagana 21.-29. júlí síðastliðinn. Sigurvegari mótsins 1998, tékkneski alþjóðlegi meistarinn Milan Zurek (2435), hafði hvítt gegn landa sínum Lúkasi Cernousek (2259). 19....
Meira
"Þetta leit kannski ekki sérlega vel út eftir forkeppnina en mér sýndist þó smá von eftir að ég hafði rætt við dómarana og þeir tjáð mér að ég hefði riðið hægatöltið full varlega í forkeppninni.
Meira
Meistaraflokkur Tölt 1. Sveinn Ragnarsson, Fáki, á Hring frá Húsey, 7,47/8,37. 2. Egill Þórarinsson, Svaða, á Blæju frá Hólum, 8,20/8,31. 3. Hans M. Kjerúlf, Freyfaxa, á Laufa frá Kollaleiru, 7,80/7,80. 4.
Meira
ÁRANGUR Ragnhildar Sigurðardóttur á laugardaginn, þegar hún lék völlinn á parinu er nýtt vallarmet af bláum teigum. Vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar af hvítum teigum hélt hins vegar en hann lék völlinn einu sinni á 64 höggum.
Meira
BREIÐABLIK hefur fengið Ásmund Arnarsson til liðs við sig frá Fram. Blikar borguðu í gær upp leikmannasamning Ásmundar hjá Fram. Ásmundur er 28 ára sóknarleikmaður og kemur hann í stað Marels J. Baldvinssonar í leikmannahóp...
Meira
RUBENS Barrichello, ökuþór hjá Ferrari, fagnaði sigri í Hockenheimkappakstrinum á sunnudaginn. Í öðru sæti var Mika Häkkinen og þriðji David Coulthard. Þetta er jómfrúrsigur Barrichellos í Formúlunni en kappaksturinn var sá 124. í röðinni frá því hann hóf keppni í Formúlu-1. Sigurinn er ótrúlegur sakir þess að hann hóf keppni í 18. sæti og tryggði sig ekki inn í keppnina fyrr en á 11. stundu í tímatökunum í gær.
Meira
BRÖNDBY, mótherji KR í forkeppni meistaradeildar Evrópu, olli miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn OB á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.
Meira
KEFLVÍKINGAR skoruðu ekki mark í Grindavík í nágrannaslagnum í fyrrakvöld - frekar en önnur lið sem sótt hafa Grindvíkinga heim í efstu deild í sumar. En þeir urðu hins vegar fyrstir til að fara þaðan með stig.
Meira
FYLKISMENN gefa ekkert eftir í toppbaráttu Landssímadeildarinnar og halda fast í toppsætið, eru með fjögurra stiga forskot á KR sem er í öðru sæti. Í gær sigruðu þeir Stjörnuna 5:1 í Árbænum.
Meira
ÞAÐ ríkti mikil spenna á golfvellinum í Eyjum á laugardaginn þegar stúlkurnar voru að ljúka leik. Vitað var að staðan var mjög jöfn og spurningin hvort það yrðu Íslendingar, Norðmenn eða Svíar sem myndu fagna sigri.
Meira
ÞAÐ vakti athygli í leik Breiðabliks og að Garðar Örn Hinriksson dómari leiksins gaf fjórum leikmönnum Leifturs gult spjald fyrir þær sakir að mótmæla vítaspyrnudómi á 55. mínútu leiksins.
Meira
GUÐNI Bergsson var rekinn af velli eftir aðeins 24 mínútna leik þegar lið hans, Bolton, beið lægri hlut, 1:0, fyrir Ólympíulandsliði Bandaríkjanna í knattspyrnu í Indianapolis á sunnudaginn. Guðni sparkaði í mótherja með þessum afleiðingum.
Meira
KNATTSPYRNUMAÐURINN Gylfi Einarsson skifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Fylki. Fyrstu deildar liðið Lyn í Noregi var á höttunum eftir Gylfa en hann kaus að vera heldur áfram hjá Fylki.
Meira
SKOR stúlknanna á NM í Eyjum kom á óvart, það er að segja hversu hátt það var. Völlurinn var eins góður og hann getur orðið, veðrið sömuleiðis og því hefði mátt vænta betra skors.
Meira
ÞORSTEINN Hallgrímsson lék best íslensku strákanna á Norðurlandamótinu, en sumum fannst val hans í liðið orka tvímælis. Þorsteinn lét þá gagrýni sem vind um eyru þjóta og var sá eini sem lék af eðlilegri getu alla þrjá hringina. Raunar lék Ólafur Már Sigurðsson einnig ágætlega en aðrir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit.
Meira
Norðurlandamótið í körfuknattleik karla eða Polar Cup hefst í dag í Reykjanesbæ og fara allir leikir mótsins fram í íþróttahúsinu í Keflavík. Liðin sem taka þátt eru landslið Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og tvö lið koma frá Íslandi.
Meira
TVEIR keppendur sem skráðir voru til leiks í tugþrautarkeppninni í Talence, Aleksandr Jurkov, Úkraínu, og Tékkinn Jiri Ryba, hrukku úr skaptinu á síðustu stundu.
Meira
STAFFAN Johannsson landsliðsþjálfari Íslands stjórnaði liðunum í fyrsta sinn á móti. Þegar hann tók við landsliðsþjálfara starfinu í janúar sagðist hann stefna að sigri í báðum flokkum. Hann segist þokkalega sáttur við annað sætið hjá stúlkunum en mjög ósáttur við árangur karlalandsliðsins.
Meira
KR sigraði ÍA í Frostaskjóli 1:0 í fjörugum leik á sunnudagskvöld þar sem bæði lið fengu sæg af marktækifærum sem flest fóru í súginn. Sjálfsmark Kára Steins Reynissonar réði því úrslitum í þessum afar mikilvæga leik í toppslag deildarinnar. KR heldur sig í toppbaráttunni með 21 stig á meðan ÍA situr eftir um miðja deild með 18 stig ásamt því að vera búið að leika einum leik meira en flest önnur lið.
Meira
Kristján Finnbogason var góður í marki KR í leiknum gegn ÍA. "Sigurinn var sætur og það skiptir miklu máli fyrir KR að hafa náð í þrjú stig og við erum því áfram í toppbaráttunni og þar ætlum við okkur að vera.
Meira
LIÐ Breiðabliks sýndi hvað í því býr gegn slöku liði Leifturs frá Ólafsfirði á Kópavogsvellinum á sunnudaginn og sigruðu heimamenn með fimm mörkum gegn engu. Fyrri leikur liðanna á Ólafsfirði endaði með 6:2 sigri Breiðabliks og var það jafnframt fyrsti sigur Breiðabliks á liði Leifturs í efstu deild. Kópavogsliðið hefur því skorað ellefu mörk í leikjum sínum gegn Leiftri í sumar og er það rúmlega helmingurinn af alls nítján mörkum liðsins.
Meira
Mér er alveg sama hvað ég geri mörg mörk, bara ef við vinnum þá skiptir ekki máli hvað maður skorar mikið," sagði Steingrímur Jóhannesson sem gerði þrjú marka ÍBV á móti Fram. "Svona getum við leikið á heimavelli.
Meira
EISTLENDINGURINN Erki Nool setti mótsmet í 400 m hlaupi í síðustu keppnisgrein fyrri keppnisdagsins í Talence. Nool hljóp á 46,95 sekúndum og bætti sex ára gamalt mótsmet Svíans Henriks Dagards, það var 47,25.
Meira
HOLLENSKI sóknarmaðurinn Maikel Renfurm, sem lék sinn fyrsta leik með KR á sunnudaginn gegn ÍA, hefur gert samning við KR sem gildir út leiktímabilið og verður Renfurm leigður frá hollenska félaginu NEC Nijmegen. .
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði á sunnudag Noreg 2:1. Ísland hefur í fyrri tíð leikið fjórum sinnum gegn Noregi og tapað þrisvar og gert eitt jafntefli.
Meira
SILJA Úlafsrsdóttir, hlaupakona úr FH, náði góðum árangri á Norðurlandamóti unglinga í frjálsíþróttum sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Hún varð önnur í 200 og 400 metra hlaupi og þriðja í 100 metra hlaupi og krækti sér því í þrjá verðlaunapeninga.
Meira
STEFÁN Þór Þórðarson skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja þegar Stoke City vann auðveldan sigur á landsliði Manar, 5:1, í leik um þriðja sætið á æfingamóti þar um helgina.
Meira
"ÉG fann lítillega fyrir eins og smáskoti í ilinni undir lok hástökkskeppninnar og að keppni lokinni leit læknir á það og fann smábólgu, bar á hana krem og vafði um," sagði Jón Arnar Magnússon aðspurður um meiðslin sem urðu þess valdandi að...
Meira
"NÚ langar mig til að gráta," var það fyrsta sem Ragnhildur Sigurðardóttir sagði þegar hún hafði lokið leik og talið var að Norðmenn hefðu sigur þrátt fyrir að liðin væru jöfn. "Það er auðvitað svekkjandi að ná ekki markmiðinu - gullinu, og það er ef til vill ennþá meira svekkjandi af því það munaði svo sáralitlu. Við náðum samt öðru sæti og það er það besta sem við höfum gert þannig að maður ætti að vera þokkalega sáttur," sagði Ragnhildur.
Meira
HEIMSMETHAFINN og heimsmeistarinn í tugþraut, Tékkinn Tomas Dvorák, sýndi í Talence um helgina að hann verður ekki auðunninn, jafnvel þótt hann gangi ekki heill til skógar vegna hnémeiðsla.
Meira
Við vissum að við værum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með að ná í stig hérna í Grindavík í fyrsta skipti síðan 1995," sagði Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga.
Meira
KARLALANDSLIÐIÐ í golfi olli miklum vonbrigðum á Norðurlandamótinu. Menn höfðu gert sér vonir um góðan árangur en þess í stað endaði sveitin í fimmta og neðsta sæti, fjórum höggum á eftir Norðmönnum og tuttugu höggum á eftir Svíum sem urðu Norðurlandameistarar. Alls ekki sá árangur sem búist hafði verið við og í raun er aðeins einn leikmaður landsliðsins, Þorsteinn Hallgrímsson, sem lék af þeirri getu sem ætlast verður til af landsliðsmönnum.
Meira
EYJAMENN fundur heldur betur taktinn er þeir tóku á móti Fram á Hásteinsvelli á sunnudaginn. Gestirnir fundu sig hins vegar aldrei gegn eldsprækum heimamönnum og þegar flautað var til leiksloka í blíðunni í Eyjum höfðu heimamenn gert sex mörk en gestirnir eitt.
Meira
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur farið hækkandi á ný síðustu vikur og sl. föstudag var hún orðin 6,10% á húsbréfum til 25 ára en 5,97% á húsbréfum til 40 ára.
Meira
HJÁ Fasteignasölunni Miðborg er til sölu fallegt einbýlishús sem hægt er að nýta sem tvær íbúðir og stendur við Neðstaberg 2 í Reykjavík. Húsið er 305 fm á tveimur hæðum, þar af er bílskúr 27,7 fm og er hann fokheldur.
Meira
Áður fyrr var oftast gert ráð fyrir sérstökum borðkróki í eldhúsinu. Nú er sá hluti stofunnar, sem næstur er eldhúsinu, oft notaður í þessu skyni. Bjarni Ólafsson fjallar um þær breytingar, sem orðið hafa á eldhúsinu.
Meira
VIÐ Neðstaberg 18 í Víðidal er gullfallegt hús á tveimur hæðum til sölu. Húsið stendur innst í botnlanga við Elliðaárdalinn, byggt 1983 og teiknað af Valdísi Bjarnadóttur. Húsið er í sölu hjá Fasteignasölunni Þingholti. Ásett verð er 28 millj. kr.
Meira
Í Kambaseli 57 er til sölu skemmtilegt raðhús, einkar hentugt fyrir barnafjölskyldu. Húsið stendur nærri grunnskóla og stutt er í alla þjónustu. Húsið sem er til sölu hjá Fasteignasölunni Valhöll, er á tveimur hæðum og alls 210 fm.
Meira
ÞAÐ eru til ýmsar leiðir til að halda svölum og veröndum hreinum, þótt við höldum pottaplöntum þar. Safnið einfaldlega fjörusteinum og raðið þeim í pottana, búið til mynstur úr þeim, eða málið þá til að gera pottinn skrautlegri.
Meira
Toppurinn Innflutningur ehf., sem hefur aðsetur að Grófinni 8 í Reykjanesbæ, tók nýverið við umboðssölu á stálgrindarhúsum frá American Steelbuildings L.L.C., sem er söluaðili fyrir marga af stærri stálframleiðendum Bandaríkjanna.
Meira
HJÁ Fasteignasölunni Höfða er til sölu glæsilegt einbýlishús við Hvassaberg 14 í Hafnarfirði. Húsið er á einni hæð, alls 217 fm, með tvöföldum bílskúr, sem er 47 fm. Húsið teiknaði Kjartan Sveinsson. Það var byggt 1985.
Meira
ÞUNN og gegnsæ efni eru oft notuð í útstillingar í sýningarbásum og verslunum til þess að gefa yfirbragð léttleika og mýktar. Þau bylgjast oft og falla á aðlaðandi hátt án þess að skyggja á húsgögn og lausa muni.
Meira
SENN líður að hausti og þær eru að lengjast næturnar björtu sem fylla suma orku - svo mikilli að þeir reyna að teyga hverja stund sem gefst til þess að fylla líf sitt ljósi - og veitir ekki af, ef síðastliðinn vetur er hafður í huga.
Meira
NÚ er unnið að því að gera upp tvö af elztu húsum Vopnafjarðar, en þau eru verzlunarhúsin Kaupangur og Framtíðin. Þessi hús eiga sér merka sögu á Vopnafirði og húsið Kaupangur er talið hafa gildi fyrir landið allt sem byggingarlist.
Meira
VITASTÍGUR 18a er fallegt og skemmtilega staðsett hús sem stendur inni í eignarlóð uppi við Skólavörðuholtið. Húsið, sem var byggt 1925 er í sölu hjá Fasteignamarkaðinum. Ásett verð er 16,5 millj. kr. en áhvílandi um 6 millj. kr.
Meira
SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir.
Meira
Skuldajöfnun vaxtabóta á móti gjaldföllnum afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs var fyrst framkvæmd á síðasta ári. Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og mark- aðsmála Íbúðalánasjóðs, fjallar hér um skuldajöfnunina og segir, að hún eigi ekki að koma á óvart við álagningu opinberra gjalda á þessu ári.
Meira
Á undanförnum árum hefur sumarhúsum landsmanna fjölgað ört, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Í dag gæti fjöldi sumarhúsa verið orðinn á tólfta þúsund.
Meira
FYRIR þá sem eru laghentir og eiga sér draum um timburhús í miðborginni, ætti Njálsgata 28 að vera skemmtilegur kostur. Húsið, sem var byggt árið 1905, er 118 fm að stærð og stendur á eignarlóð. Það er til sölu hjá fasteignasölunni Ásbyrgi.
Meira
VAXTABÓTUM er nú skuldajafnað á móti gjaldföllnum afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs. Í þættinum Markaðurinn fjallar Hallur Magnússson um vaxtabætur. Skuldajöfnunin er miðuð við gjaldfallnar afborganir með gjalddaga 15.
Meira
Verið er að gera við tvö af elstu húsum Vopnafjarðar, verslunarhúsin Kaupang og Framtíðina. Húsin eiga sér merka sögu á Vopnafirði og húsið Kaup- angur er talið hafa gildi fyrir landið allt sem byggingarlist. Þar er hugmyndin að minnast vesturfaranna frá Vopnafirði og nágrannabyggðum. Helgi Bjarnason kynnti sér framkvæmdirnar.
Meira
VAXANDI velmegun Íslendinga má ekki síst sjá af þrennu: Bílaeign, utanlandsferðum og sumarbústaðaeign, segir Jón Rúnar Sveinsson í grein, þar sem hann fjallar um sumarhús.
Meira
SAMKOMULAG hefur náðst á milli Haraldar Böðvarssonar hf. og ASMAR-skipasmíðastöðvarinnar í Chile um að nýtt nótaskip fyrirtækisins, Ingunn AK 150, verði lengt um 7,20 metra. Verður skipið eftir breytingu 72,90 metra langt og 12,60 metra breitt.
Meira
FJÖGUR japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn sl. laugardag í rannsóknaleiðangur, en tilgangur ferðar þeirra er að veiða um 160 hvali í vísindaskyni.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.