Greinar föstudaginn 18. ágúst 2000

Forsíða

18. ágúst 2000 | Forsíða | 153 orð | 1 mynd

Al Gore tekur við

AL Gore er ekki lengur varamaður í pólitík. Í gærkvöld, eða sl. nótt að íslenskum tíma, átti hann að taka formlega við útnefningu bandaríska Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi í kosningunum 7. nóvember nk. Meira
18. ágúst 2000 | Forsíða | 519 orð | 1 mynd

Miklar skemmdir greinast á framenda Kúrsk

ALLAR tilraunir Rússa til að bjarga kafbátnum Kúrsk hafa til þessa mistekist en rússneskir björgunarsérfræðingar og sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðust í gær vera þess fullvissir að ef áhöfn Kúrsk væri á lífi þar sem báturinn liggur á 107... Meira
18. ágúst 2000 | Forsíða | 183 orð

Nýr kviðdómur skipaður

ROBERT Ray, sérskipaður saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur skipað nýjan kviðdóm til að fara yfir sönnunargögn gegn Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, vegna sambands hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins. Meira
18. ágúst 2000 | Forsíða | 204 orð

Sex fyrirtæki fá rekstrarleyfi

UPPBOÐI þýzka ríkisins á rekstrarleyfum í hinu væntanlega UMTS-farsímakerfi lauk í gær eftir 173 umferðir á 14 uppboðsdögum. Reyndist uppboðið sannkölluð gullnáma fyrir þýzka ríkissjóðinn en þegar upp var staðið skilaði það samtals sem svarar 3. Meira
18. ágúst 2000 | Forsíða | 85 orð

Sprengingar í Ríga

AÐ MINNSTA kosti 21 maður særðist í tveimur sprengingum í Centrs-verslunarmiðstöðinni í Ríga, höfuðborg Lettlands, í gærkvöld. Meira

Fréttir

18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 36 orð

200 sprautu-fíklar með lifrarbólgu C

ÁÆTLAÐ er að um 500 virkir sprautufíklar séu á Íslandi um þessar mundir og 200 þeirra séu sýktir af lifrarbólgu C. Sjúkdómurinn er orðinn að faraldri meðal sprautufíkla. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

70 þúsund tonna skemmtiferðaskip

SJÖTÍU þúsund tonna skemmtiferðaskip, Crown Princess, lagðist að Reykjavíkurhöfn um ellefuleytið í gær. Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Aglowfundur

AGLOW, kristileg samtök kvenna, byrja nú að nýju með fundi eftir sumarfrí og verður fyrsti fundurinn að því loknu haldinn mánudagskvöldið 21. ágúst næstkomandi í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 20. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 506 orð

Alvarlegt mál að hunsa merkingar um lokanir

FJALLVEGI 88 frá hringveginum að Herðubreiðarlindum, þar sem rúta festist á miðvikudag og 14 manns voru hætt komnir, var lokað fyrir allri umferð bíla á þriðjudag og sagði Hjörleifur Ólafsson, deildarstjóri í þjónustudeild Vegagerðarinnar, í gær að það... Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð

Atlanta flýgur fyrir EL AL

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hefur tekið að sér verkefni fyrir ísraelska ríkisflugfélagið EL AL og flýgur alla virka daga, fimm sinnum í viku, í beinu flugi með farþega milli Tel Aviv og New York. Fyrsta flugið var farið 31. júlí síðastliðinn. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð

Áhrif virkjunar og álvers ekki metin saman

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar, en gerir jafnframt grein fyrir ýmsum athugasemdum og fyrirvörum í bréfi til stofnunarinnar. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

Áhöfnin kom vél skipsins í gang

NÓTA- og togveiðiskipið Jón Kjartansson SU-111 kom til hafnar á Eskifirði á tíunda tímanum í gærmorgun fyrir eigin vélarafli. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ákvörðun um að fara í ána virðist hafa verið sameiginleg

LÖGREGLAN á Húsavík yfirheyrði í gær bílstjóra rútunnar, sem hafnaði í Jökulsá á Fjöllum, leiðsögumanninn, sem var með í för og hópstjóra á vegum hinnar erlendu ferðaskrifstofu sem austurrísku ferðamennirnir keyptu ferðina í gegnum. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 37 orð

Árétting

VEGNA frétta um bilanir í GSM-símkerfi Landssímans skal áréttað að GSM-kerfi Tals hefur verið í gangi og í fullri þjónustu allan tímann. Samkvæmt upplýsingum frá Tali hefur kerfið gengið snurðulaust þau rúm tvö ár sem fyrirtækið hefur... Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð

Banaslys í Þorskafirði

BANASLYS varð innarlega í vestanverðum Þorskafirði á Barðaströnd um klukkan 15 í gær þegar fólksbíll valt út af veginum eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bílnum. Þýskir feðgar voru í bílnum sem var bílaleigubíll og lést sonurinn. Hann var sextán... Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Barnadeildin í notkun í október

NÝ BARNADEILD við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður væntanlega tekin í notkun í október næstkomandi að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra. Hann sagði í raun ekki mikið eftir af verkþáttum við hina nýju deild og skamman tíma tæki að ljúka þeim. Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 538 orð | 1 mynd

Barnaóperan Sæmi sirkusslanga fyrsta verkefnið

NORÐURÓP er vinnuheiti samstarfshóps sem stefnir að því að setja upp óperur á Akureyri og flytja þær árlega og skapa með því hefð fyrir óperuflutningi á staðnum. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Biðin löng á þaki rútunnar

FEÐGARNIR Alois og Leonhard Vutkis voru meðal þeirra ferðamanna sem lentu í slysinu við Jökulsá á fjöllum. Þeir segja að í dag sé þeim efst í huga þakklæti til allra sem stóðu að björguninni og fólkinu sem tók á móti þeim á Húsavík. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Bonsaigarðurinn í Hellisgerði vinsæll

BONSAIGARÐURINN í Hellisgerði hefur verið vel sóttur í sumar. Í júní og júlí komu til að mynda rúmlega 2.200 manns í garðinn og hefur hann vakið verulega athygli, segir í fréttatilkynningu. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Breytt dagsetning gæti fjölgað þátttakendum

REYKJAVÍKURMARAÞON fer fram á laugardaginn og verða fyrstu keppendur ræstir af stað frá Lækjargötu klukkan 12 á hádegi. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 286 orð

Danskir dagar í Stykkishólmi

DANSKIR dagar verða haldnir í Stykkishólmi 17.-20. ágúst en þetta er í 7. sinn sem þeir eru haldnir. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 1312 orð | 1 mynd

Eðli árinnar að leita úr farvegi sínum

JÖKULSÁ á Fjöllum er orðin óstýrilát í farvegi sínum og á nokkrum stöðum farin að leita úr honum. Mikið vatn hefur verið í ánni í sumar og fyrir þær sakir voru þannig aðstæður þar sem rútuslysið varð á miðvikudag að 14 manns voru hætt komnir í henni. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 550 orð | 2 myndir

Eiga hvort öðru lífið að launa

Landverðirnir Kári Kristjánsson og Elísabet S. Kristjánsdóttir komust í hann krappan með austurríska ferðafólkinu sem beið björgunar á þaki rútunnar sem festist í Jökulsá á Fjöllum í fyrradag og sýndu þeim ómældan stuðning. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Ekki annað að gera en að stinga sér í fljótið

BÍLSTJÓRI rútunnar, sem lenti í Jökulsá á Fjöllum á miðvikudag, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aldrei hefði staðið til að taka neina áhættu við árnar í Herðubreiðarlindum. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 589 orð | 1 mynd

Ekki gerð krafa um samanburð á virkjun og þjóðgarði

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar, en gerir jafnframt grein fyrir ýmsum athugasemdum og fyrirvörum í bréfi til Landsvirkjunar. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ekki ljóst hvenær verður af undirritun

AÐ SÖGN Jóns Ragnarssonar, aðaleiganda Hótels Valhallar, er ekki ljóst hvenær erlendi auðkýfingurinn sem hefur haft hug á að kaupa Valhöll kemur til landsins. Til stóð að hann kæmi til að undirrita samninga í þessari viku. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Eldur í húsi í Hafnarfirði

ELDUR kom upp í kjallara húss við Bröttukinn í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 19 í fyrrakvöld. Tæpum hálftíma síðar hafði slökkviliði tekist að ráða niðurlögum eldsins. Meira
18. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 459 orð | 1 mynd

Ferðamenn fræðast um sveitastörfin

Holti- Ein af síðustu skipulögðum heimsóknum útlendinga að Moldnúpi var um miðjan ágúst og voru þá um 30 Hollendingar þar á ferð á vegum Ferðaskrifstofu Íslands með leiðsögumanninum Hauki Björnssyni. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Féll af hestbaki

STÚLKA sem féll af hesti í Víðidalnum, laust fyrir kl. hálfátta í gærkvöldi, var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn lögreglu féll hún fram af hestinum og hann svo á hana. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 501 orð

Flug til Egilsstaða og Hafnar kostar allt að 19 þúsund krónum

FLUGFÉLAG Íslands (FÍ) tilkynnti í gær að almenn fargjöld í innanlandsflugi félagsins hækkuðu að meðaltali um tæplega 10% frá og með 21. ágúst nk. Meginástæður hækkunarinnar eru sagðar eldsneytishækkanir og aukin skattheimta hins opinbera. Meira
18. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 639 orð | 1 mynd

Framtíð í lausu lofti

HJÓNIN Kristín Welding og Ólafur Guðvarðarson búa að Vatnsendabletti 165 ásamt dætrum sínum tveim. Annan dag jóla á síðasta ári fengu þau uppsögn á lóðarleigusamningi í hendur frá landeiganda án nokkurra skýringa. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fyrirlestur um Ingólfsfjall

BJÖRG Pétursdóttir jarðfræðingur fræðir gesti Alviðru við Sogsbrú um tilurð og mótun Ingólfsfjalls með hjálp myndbanda og skyggna laugardaginn 19. ágúst kl. 14-16. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 231 orð

Galdrasýningu á Ströndum lýkur 1. september

GALDRASÝNING á Ströndum sem var opnuð á Jónsmessunni hefur dregið að sér fjölda gesta í sumar. Það hafa 4.500 manns skoðað sýninguna og fræðst um galdramál 17. aldar á Íslandi og er óhætt að segja að sýningin hafi vakið verðskuldaða athygli. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 575 orð | 1 mynd

Gengið að kröfum ræningjans

RÁNIÐ á Rajkumar, einum ástsælasta leikara Indverja, hefur aftur náð athygli fjölmiðla, en indversk yfirvöld hafa nú gengið að nokkrum kröfum Veerappans, mannræningja Rajkumars. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 189 orð

Grettisdagur og bændadagur að Reykjum

HIN árlega Grettiskeppni verður haldin að Reykjum í Hrútafirði sunnudaginn 20. ágúst þar sem keppt verður um Grettisbikarinn. Dagurinn er einnig tileinkaður kúabændum í héraðinu. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð

Gönguferðir á Þingvöllum

Í ÞJÓÐGARÐINUM Þingvöllum hefst dagskrá helgarinnar laugardaginn 19. ágúst kl. 13 á gönguferð frá Vatnskoti en þaðan verður gengið eftir gömlum götum í Skógarkot og aftur í Vatnskot. Á leiðinni verður rætt um sögu og lífríki svæðisins. Á sama tíma, kl. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 285 orð

Gönguferð og messa í Viðey um helgina

NÚ ER hafin síðasta umferðin af raðgöngunum í Viðey. Ekki eru eftir nema fjórar útivistarhelgar í Viðey á þessu sumri. Á morgun, laugardag, verður gengið um suðaustureyna. Farið verður með Viðeyjarferðjunni kl. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Haider stingur lífverðina af

JÖRG Haider, ólátabelgur austurrískra stjórnmála og fylkisstjóri í Kärnten, er nú í vondum málum vegna hraðakstursáráttu sinnar. Lífverðir hans hafa ekki við honum. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hressir krakkar á Latabæjarleikum

Egilsstöðum -Mikið var um dýrðir á Egilsstöðum um síðastliðna helgi, þegar Latabæjarleikar fóru fram á sparkvellinum við Hótel Hérað, í strekkingsvindi og glaðasólskini. Meira
18. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 853 orð | 2 myndir

Íbúar sameinast um gagnaðgerðir

RÚMLEGA 60 íbúar og sumarbústaðaeigendur á Vatnsenda komu saman til fundar í félagsheimili hestamannafélagsins Andvara á miðvikudagskvöld til að ræða uppsagnir á lóðarleigu sem íbúar hafa fengið og tvær tillögur bæjaryfirvalda um nýtt deiliskipulag fyrir... Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Í lífshættu eftir slys

STARFSMAÐUR á trésmíðaverkstæði á Selfossi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi síðdegis í gær. Meira
18. ágúst 2000 | Miðopna | 161 orð

Komið í veg fyrir smit

HARALDUR Briem sóttvarnalæknir benti á blaðamananfundi á að talsverðra fordóma gæti í þjóðfélaginu gagnvart smituðum einstaklingum. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 867 orð | 1 mynd

Könnun á jöklum og eldfjöllum

James William Head III fæddist í Virginíu í Bandaríkjunum árið 1941. Hann lauk doktorsprófi í jarðvísindinum frá Brown University árið 1969 og hefur starfað hjá NASA og tók þá þátt í að þjálfa geimfaranna sem fóru til tunglsins á árunum 1969 til 1972. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Latabæjarleikar á Flúðum

SÍÐUSTU Latabæjarleikar sumarsins verða haldnir á Flúðum laugardaginn 19. ágúst. Þetta eru 10. leikarnir í sumar og sem fyrr verður mikið um að vera og margt í boði fyrir krakka 1-12 ára. Dagskráin á laugardaginn er eftirfarandi: Kl. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Laxá og Leirvogsá með bestu meðalveiðina

ÞRÁTT fyrir tal um aflabrest norðan heiða hafa þó veiðst um 600 laxar í Laxá á Ásum. Þótt það sé langt frá því besta sem þar hefur sést eru það þó rúmlega 4 laxar á stangardag. Laxá á Ásum er því enn besta laxveiðiá landsins. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 593 orð

Lágskattastefna sögð bæta samkeppnisstöðu

FULLYRT er í grein sem birtist í Wall Street Journal Europe hinn 10. ágúst sl. að "markaðssinnuð öfl í [íslenzku] ríkisstjórninni" vilji reyna að draga enn frekar úr skattlagningu fyrirtækja en orðið er. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

Leiðrétt

Thorsteinsen ekki Thorsteinsson Þau mistök hafa orðið í umfjöllun Morgunblaðsins um mál hótel Valhallar á Þingvöllum að Jón Thorsteinsen, sóknarprestur og ábúandi á Þingvöllum 1886-1923, hefur ranglega verið nefndur Jón Thorsteinsson. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 356 orð

Leyfa rannsóknir í Bretlandi

BRESKA ríkisstjórnin ákvað á miðvikudag að heimila klónun fósturvísa úr mönnum í rannsóknartilgangi og er ákvörðunin talin vera mikill sigur fyrir vísindamenn en að sama skapi til þess fallin að vekja upp siðferðilegar spurningar. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Lieberman lofar ameríska drauminn

JOSEPH Lieberman, varaforsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, sagði í ávarpi sínu á landsþingi flokksins á miðvikudagskvöld, að einungis hann og forsetaefnið Al Gore gætu "veitt öllum aðgang" að gnægtaborði efnahagsuppgangsins. Meira
18. ágúst 2000 | Miðopna | 821 orð | 2 myndir

Lifrarbólga C orðin að faraldri meðal sprautufíkla

LIFRARBÓLGA C er orðin að faraldri hér á landi meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig, að því er Sigurður Guðmundsson landlæknir greindi frá á blaðamannafundi í gær. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Líf og fjör í Reykjavík

REYKJAVÍK skartaði sínu fegursta í gær í ágústsól og blíðu. Höfuðborgarbúar spókuðu sig í góða veðrinu í miðborginni auk þess sem fjöldi erlendra ferðamanna setti svip á bæinn. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var utan í gráa Toyota fólksbifreið, á bifreiðastæði við verslunina Bónus í Spönginni í Grafarvogi 14. ágúst sl. kl. 13.30. Sjónarvottar að árekstrinum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 153 orð

Max eða Parpi?

ÞÝSKUR fjárhundur er nú miðpunktur forræðisdeilu í Suður-Afríku og eru DNA prófanir framkvæmdar á dýrinu til að úrskurða um það hver réttmætur eigandi hans sé. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð

Mikil fækkun í Eyjafirði og á Vesturlandi

ÚTLIT er fyrir talsverða fækkun sauðfjárbænda í haust. Í Eyjafirði er líklegt að sauðfjárbændur selji um 14% af greiðslumarki sínu til ríkisins. Sömu sögu er að segja af Vesturlandi. Margir bændur á Suðurlandi hyggjast einnig hætta sauðfjárbúskap. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 221 orð

Náttúruverndarsamtök Íslands leggja fram kæru

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa lagt fram kæru til umhverfisráðherra vegna úrskurðar skipulagstjóra um áframhaldandi kíslilgúrnám úr Mývatni og krefjast samtökin að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, en skipulagsstjóri féllst á að leyfa frekari... Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nemendamót Steinsstaðaskóla

Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Hersilíu Sveinsdóttur frá Mælifellsá sem lengst af starfsævi sinnar var skólastjóri Steinsstaðaskóla í Skagafirði. Af því tilefni ætla nemendur hennar að hittast og gleðjast á Árgarði laugardaginn 26. ágúst nk. Meira
18. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 219 orð | 1 mynd

Ný aðstaða hestamanna tekin í notkun

Hvammstanga- Um liðna helgi var formlega tekin í notkun ný aðstaða hestamanna í Kirkjuhvammi við Hvammstanga. Það er hestamannafélagið Þytur í Húnaþingi vestra sem hefur haft veg og vanda af verkinu. Meira
18. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 255 orð | 1 mynd

Nýr slökkvibíll í notkun á Hellu

Hellu -Fyrir stuttu var Brunavörnum Rangárvallasýslu afhentur nýr slökkvibíll, sem kemur til með að auka viðbragðsflýti slökkviliðsins við útköll í vestanverðri sýslunni og verður góð viðbót við annars öflugan búnað Brunavarnanna, en gert hefur verið... Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nýtt upplýsingarit um óbyggðanefnd

ÓBYGGÐANEFND hefur gefið út nýtt upplýsingarit um hlutverk og starfsemi nefndarinnar. Í ritinu er fjallað um atriði eins og hugtakið þjóðlendu, mörk þjóðlendna og eignarlanda, réttindi innan þjóðlendna, málsmeðferð, undirbúning málsaðila og málskostnað. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Óljóst hvort Tal hf. muni lækka gjaldskrána

TAL hf. hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort fyrirtækið muni lækka taxtaverð í GSM-kerfinu í kjölfar lækkunar Símans GSM, en lækkun Símans tekur gildi á mánudaginn. Meira
18. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 776 orð | 1 mynd

Pútín forseti sakaður um skeytingarleysi

HART hefur verið deilt á rússnesk stjórnvöld og sérstaklega stjórn flotans í blöðum landsins vegna seinagangs og leyndarhyggju í tengslum við Kúrsk-slysið á Barentshafi. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Rannsóknir hafnar vegna lagningar nýs sæstrengs

BOTNRANNSÓKNIR, vegna lagningar nýs sæstrengs frá Seyðisfirði til Færeyja og þaðan áfram til Skotlands, hófust í gærmorgun, en það er þýska rannsóknarskipið Kommandor Jack, sem sér um verkið, að því er fram kemur í frétt frá Símanum. Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Ráðstefna um byggðaþróun á norðlægum slóðum

BYGGÐAÞRÓUN á norðlægum slóðum er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í byrjun næsta mánaðar. Það er Nordic-Scottish University Network for Rural and Regional Development sem heldur ráðstefnuna í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð

Samráð vegna framkvæmda við Hörðuvelli

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni Guðna Reynissyni, forstöðumanni upplýsinga- og kynningarmála hjá Hafnarfjarðarbæ: "Í frétt á höfuðborgarsvæðissíðu Morgunblaðsins, fimmtudaginn 17. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð

Skorað á ökumenn að axla ábyrgð í umferðinni

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Bindindisfélags ökumanna fimmtudaginn 16. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Skotveiðimenn hvattir til að safna notuðum hylkjum

SKOTVÍS, Olís og umhverfisráðherra undirrituðu í gær nýtt umhverfisátak sem miðar að því að hvetja alla, þó helst skotveiðimenn, til að safna notuðum skothylkjum en skilja þau ekki eftir á víðavangi. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 282 orð

Starfsemin efld í Kaupmannahöfn

FLUGLEIÐIR kynntu í gær breytingar á markaðs- og sölustarfi sínu í Skandinavíu, sem miða að því að styrkja stöðu félagsins á markaðnum þar og nýta nýjustu tækni. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tjónvaldur gefi sig fram

LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri, en ekið var á ljósgráa MMC Lancer bifreið MI-702 á tímabilinu frá kl. 18 þriðjudaginn 15. ágúst til kl. 11.20 að morgni miðvikudagsins 16. ágúst sl. við Garðastræti 37, Reykjavík. Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Umsókn um næturklúbbaflokkun hafnað

EIGENDUR tveggja veitingastaða á Akureyri, Bernharð Steingrímsson á Setrinu og Einar Gunnlaugsson á Venus, hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Akureyri að veitingastaðir þeirra verði flokkaðir undir vinnuheitið "næturklúbbar" og fái vegna... Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Uppsagnir á undirmannaðri deild

UPPSAGNIR þriggja ljósmæðra sem eru í 2,97 stöðugildum á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri taka gildi í lok september og þá tekur uppsögn einnar ljósmóður gildi mánuði síðar. Meira
18. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 63 orð | 1 mynd

Vandaverk að velja póstkort

EINFALDIR hlutir eins og að velja póstkort geta vafist fyrir fólki, en margir taka sér drjúgan tíma í slíkt verkefni. Meira
18. ágúst 2000 | Miðopna | 1334 orð | 1 mynd

Verðbólgan ekki vandinn heldur afleiðing vandans

Á fundi Verslunarráðs Íslands kom meðal annars fram í máli forstjóra Þjóðhagsstofnunar, Þórðar Friðjónssonar, að verðbólguþróunin nú væri jákvæð, þ.e. að verðbólgan væri á niðurleið, og að verð á fasteignamarkaði virtist til dæmis vera að ná jafnvægi á ný eftir að fermetrinn hafi hækkað úr um 80.000 krónum í um 100.000 krónur. Haraldur Johannessen sat fundinn. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Verðlaunaljóð hengd upp

ÍBÚASAMTÖK vesturbæjar stóðu fyrir ljóðasamkeppni meðal vesturbæinga í vor með styrk frá Reykjavík menningarborg árið 2000. Aðalviðfangsefni ljóðasamkeppninnar voru: Kirkjugarðurinn, gatan mín og höfnin. Þátttaka var mjög góð en úrslit voru kynnt hinn 1. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 1198 orð | 1 mynd

Villandi mynd dregin upp af starfinu

Fólk með geðsjúkdóma er næmt á umhverfi sitt og þakklátt fyrir stuðning og meðferð, segir Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri geðdeilda Landspítala. Hún telur ekki rétta mynd hafa verið dregna upp í BA-ritgerð Guðrúnar Huldu Eyþórsdóttur út frá viðtölum hennar við lítinn hóp starfsliðs geðsviðs. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Vonast til að verða heimsmethafi í ágústlok

ROBERT Ragozzino átti viðdvöl hér á landi í júní en hann hyggst verða fyrstur manna til að fljúga umhverfis hnöttinn einn í flugvél með opnum stjórnklefa. Hann er nú staddur í Tókýó og bíður þess að fá leyfi til að fljúga yfir Rússland. Meira
18. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 342 orð | 2 myndir

Yfirlitssýning til minningar um Jón úr Vör opnuð

Patreksfirði- Það var margt ágætra gesta sem voru saman komnir í Félagsheimilinu á Patreksfirði nýlega til að taka þátt í opnun yfirlitssýningar til minningar um þorpsskáldið Jón úr Vör. Meira
18. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Þingað um tónlistina

Baldur eftir Jón Leifs verður fluttur í tvígang í Laugardalshöllinni í dag. Það er í mörg horn að líta þegar sýningar nálgast og á myndinni bera þeir Bernharður Wilkinson og Leif Segerstam saman bækur sínar um tónlistina í... Meira

Ritstjórnargreinar

18. ágúst 2000 | Leiðarar | 324 orð

Baldur í fullum skrúða

Tónlist Jóns Leifs hefur á síðustu árum verið að ná hljómgrunni með þjóðinni. Verk hans hafa verið flutt og tekin upp á geislaplötur og í dag verður Baldur fluttur í Laugardalshöll, ein viðamesta sviðsuppfærsla sem ráðist hefur verið í hér á landi. Meira
18. ágúst 2000 | Staksteinar | 584 orð | 2 myndir

Oft er grunnt á ótta Íslendinga við útlendinga ...

FRELSI.IS er vefsíða, þar sem ungir menn, sem vilja láta kalla sig hægrimenn láta ljós sitt skína. Meira

Menning

18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 589 orð | 1 mynd

Aðgerðarlaus nærvera

Magnús Pálsson listamaður verður með gjörninga í Listasafni Íslands í Hafnarhúsinu á menningarnótt og segir að ekki sé alltaf ljóst hvað sé gjörningur og hvað sé leiklist. Þar sé alltaf mjótt á mununum Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 229 orð | 1 mynd

Clooney að ofmetnast?

UNDANFARIÐ hefur kvennagullið George Clooney verið á blússandi siglingu og hefur sjaldan verið heitari. En skyldi sú sorglega staðreynd eiga við rök að styðjast að hann er farinn að ofmetnast? Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1781 orð

DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR Í MIÐBORGINNI

Kl. 12 Lækjargata: Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, setur Menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon í Lækjargötu. Furðufuglar og vatnameyjar setja svip á miðbæinn. Framlag Menningarborgar. Kl. 14 Bernhöftstorfan - Torfusamtökin. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Eminem einn á báti

STORMASÖMU hjónabandi rapparaótuktarinnar Eminems virðist vera endanlega lokið þar sem hann hefur sótt um lögskilnað frá Kim eiginkonu sinni. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Enginn áhugi á Inxs

ÁSTRÖLSKU rokkararnir í Inxs hafa neyðst til þess að aflýsa tónleikaferð sinni um Nýja-Sjáland vegna dræmrar miðasölu og nú spyrja menn sig hvort sveitin eigi sér yfir höfuð viðreisnar von eftir fráfall söngvarans og framvarðarins Michael Hutchence. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Fallhlífarokk!

HLJÓMSVEITIN breska Coldplay hefur lokkað marga rokkáhugamenn að öngli sínum með sérstaklega blíðu og melódísku lagi þeirra "Yellow". Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 489 orð | 1 mynd

Fínar í Grófinni

Kvennafyrirtækin í Grófinni standa saman að fjölbreyttri og líflegri dagskrá á menningarnótt Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 809 orð | 2 myndir

Flugeldar, furðufuglar og vatnadísir

Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur verður lífleg og fjölbreytt að þessu sinni og segja má að þátttakendum í henni fjölgi með ári hverju. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra menningarnætur, um dagskrána á morgun og kynnti sér nokkra af þeim viðburðum sem í boði verða. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Franskur fjórtándi!

ÞAÐ ER franski djassraftónlistarfrömuðurinn St Germain sem á hæstu nýju plötuna á tónlistanum þessa vikuna. Platan hans Tourist sem er sú þriðja í röðinni fer beint í fjórtánda sæti listans. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Freeman og Judd enn saman í trylli

KLASSALEIKARINN Morgan Freeman og ofurpían Ashley Judd léku saman í Kiss The Girls ekki alls fyrir löngu með góðum árangri. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Gott mál

ÍTALSKÆTTAÐA vöðvafjallið Sylvester Stallone er ekki eins vitlaust og virðist við fyrstu sín. Karlinn veit að fátt jafnast á við góða menntun og því er best að byrja námið snemma. Ef grunnurinn er traustur verður húsið sterkbyggt. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 243 orð | 3 myndir

Góðir gestir víða að

ÞAÐ ætti ekki að væsa um tónelska Selfyssinga um helgina þegar hin árlega djass- og blúshátíð verður haldin í fimmta sinn á Hótel Selfossi. Hátíðin er haldin að frumkvæði Hóps áhugamanna um djass- og blústónlist og nýtur hún sívaxandi vinsælda. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Grábjörninn góði

½ Leikstjóri: Steward Raffill. Handrit: Richard Beattie. Aðalhlutverk: Bryan Brown, Daniel Clark og Richard Harris. (94 mín.) Bandaríkin 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 283 orð | 1 mynd

Halastjörnur og gullregn

ÞAÐ verður mikil dýrð í háloftunum klukkan 23.30 á laugardagskvöldið þegar formlegri dagskrá menningarnætur lýkur á hafnarbakkanum með flugeldasýningu. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 851 orð | 2 myndir

Hans tími er kominn

ÞAÐ var eftirminnilegt að hlýða á BALDR, þegar Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflutti verkið, undir stjórn Pauls Zukofskys, hér um árið. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 490 orð | 4 myndir

Keimlík en þægileg

RONAN er fyrsta sólóplata söngvarans Ronans Keatings en flestir kannast sennilega við hann úr hljómsveitinni Boyzone. Hann á víst líka heiðurinn af írsku strákasveitinni Westlife, er þar aðalsprautan bak við tjöldin. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 273 orð | 2 myndir

M-2000

MIÐBAKKI REYKJAVÍKURHAFNAR KL. 16-24 Eldur í afli Sem hluti af hátíð eldsins verða eldsmiðir að störfum á miðbakka Reykjavíkurhafnar dagana 18.-19. ágúst. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Mel C stjakar við Robbie

MEL C afrekaði það sem fæstir bjuggust við - að steypa Robbie af stalli. Meira
18. ágúst 2000 | Myndlist | 1074 orð | 3 myndir

Nýja kynslóðin í Nýló

Til 3. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Fimmtudaga og laugardaga er sýningin opin frá kl. 14-23. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 265 orð | 8 myndir

Nýstirni á tískuhimninum

FUTURICE-tískuhátíðinni lauk á laugardag með pomp og prakt. Hápunktur dagsins var samsýning fatahönnuða frá norrænu menningarborgunum þremur: Helsinki, Bergen og Reykjavík þar sem kenndi ýmissa grasa enda um marga og ólíka hönnuði að ræða. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 425 orð | 2 myndir

Ofbeldi og útskúfun

Dansleikhús með ekka sýnir ber á Menningarnótt , en verkið er unnið út frá ljóði um einelti, sem þrettán ára stúlka orti um eigin reynslu. Verkið hefur verið sýnt í skólum og vakið miklar umræður um einelti. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Osgood er eins árs

Fíllinn Osgood fagnaði eins árs afmæli sínu ásamt móður sinni Emmu á miðvikudaginn. Mæðginin búa við hin bestu kjör í í fílaverndunargarðinum Ringling Bros. and Barnum and Bailey Center sem er í Polk County í Flórída-ríki. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndir | 286 orð

Ósköp hjartnæmt

Leikstjóri: Bonnie Hunt. Handrit: Hunt og Don Lake. Aðalhlutverk: Minnie Driver, Davis Duchovny, Carroll O' Connor, Robert Loggia, Bonnie Hunt og James Belushi. MGM 2000. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Pétur Gautur með afmælisveislu

Á MENNINGARNÓTT verðamyndlistarmenn með vinnustofur opnar. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Picard kveður

GEIMFARI númer eitt í Star Trek-flotanum fer síðustu ferðina í geimgalla Jean-Luc Picard í næstu kvikmynd seríunnar. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 888 orð | 4 myndir

Raddir Evrópu hljóma í Reykholti

Senn líður að tónleikaferðalagi Radda Evrópu til menningarborganna, en það hefst með tónleikum í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst. Um þessar mundir er hópurinn staddur í Reykholti í Borgarfirði þar sem standa yfir strangar æfingar. Eyrún Baldursdóttir fór þangað og hitti fyrir glaðværan hóp. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Rappað á milli réttarhalda!

ÞRÁTT fyrir það að rapparinn Eminem eigi ekki sjö dagana sæla í einkalífinu sínu þá hefur stjarna hans á tónlistarmarkaðinum aldrei verið bjartari. Plata hans The Marshall Mathers LP. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Sónötur Beethovens á Skriðuklaustri

SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson leika tvær af sónötum Beethovens fyrir selló og píanó á Skriðuklaustri í Fljótsdal á sunnudaginn, kl. 17.30. Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Sumarið er tíminn!

ÞÆR eru nú ekki fáar sönglínurnar af plötunni Svona er Sumarið 2000 sem þjóðin hefur verið með á vörunum undanfarnar vikur. Enda er platan geysivinsæl og situr sem fastast í toppsæti Tónlistans þar sem platan hefur nú verið í fimm vikur. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 200 orð

Torfudagur

TORFUSAMTÖKIN, í samvinnu við Menningarnótt í Reykjavík, efna til Torfudags á morgun laugardag og fer hátíðin fram á Bernhöftstorfunni við Lækjargötu kl. 14. Hornaflokkur frá Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á blettinum við styttu sr. Friðriks... Meira
18. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 1384 orð | 2 myndir

Tónlist og gleði í fjóra daga

Sænska tónlistarhátíðin í Falun hefur stækkað með hverju árinu sem hún er haldin og þykir nú orðin sú virtasta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Guðni Rúnar Agnarsson hefur fylgst með henni í gegnum tíðina og gefur innsýn í hvernig er að upplifa öðruvísi hátíð en hina hefðbundnu rokkhátíð. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 50 orð

Tríó Óskars Guðjónssonar á Jómfrúnni

TÓLFTU sumartónleikar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 19. júlí, kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram tríó saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar. Með Óskari leika Eðvarð Lárusson á gítar og Matthías Hemstock á trommur. Meira
18. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1226 orð | 1 mynd

Um notkun ásláttarhljóðfæra í Baldri

NÚ þegar komið er að því að flytja Baldur Jóns Leifs er mönnum hugsanlega nokkur fróðleikur að því að skoða nánar sum þeirra slagverkstóla sem tónskáldið kýs að nota. Meira
18. ágúst 2000 | Tónlist | 996 orð

Vestfirskir sveiflukappar og sígaunadjass

Villi Valli tenórsaxófón, harmonikku og píanó, Eyþór Gunnarsson píanó, harmónikku, kongótrommur, tambúrínu og marimba, Árni Scheving víbrafón, Edvard Lárusson gítar og mandólín, Þórður Högnason bassa, Birgir Baldursson og Einar Valur Scheving trommur, Veigar Margeirsson trompet, Herdís Jónsdóttir víólu, Egill Ólafsson og Ylfa Mist Helgadóttir söngur. Hljóðritað í Reykjavík og gefið út af VVV 2000. Meira

Umræðan

18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. ágúst, verður sextugur Sverrir Ingólfsson endurskoðandi, Granaskjóli 7, Reykjavík. Í tilefni dagsins tekur hann á móti gestum í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, milli kl. 18 og 21 á... Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. ágúst, verður sextugur Þór Ingi Erlingsson offsetprentari, Réttarbakka 21, Reykjavík. Eiginkona Þórs er Margrét Sigurðardóttir útibússtjóri. Þau hjónin munu dveljast í sumarbústað sínum í Gnúpverjahreppi um... Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. ágúst, verður áttræður Gunnar Jóhannsson, Blikabraut 10, Keflavík. Hann er að heiman í... Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Mánudaginn 21. ágúst verður áttatíu og fimm ára Ögmundur Jóhannesson, Garðbraut 49, Garði. Í tilefni af afmælinu tekur hann á móti gestum í Samkomuhúsinu í Garði sunnudaginn 20. ágúst kl.... Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 19. ágúst, verður áttatíu og fimm ára Gunnar Guðjónsson bóndi, Hofstöðum, Helgafellssveit, Snæfellsnesi . Eiginkona hans er Laufey Guðmundsdóttir . Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 19. ágúst, verður níræð Jónína Steinunn Jónsdóttir (Junna frá Söndum), Kleppsvegi 62, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Guðmundur Albertsson póstfulltrúi, sem lést 1989. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Fagleg nýting á auglýsingafjármagni skiptir miklu máli

Vandamál sjónvarpsstöðvanna á sér aðrar orsakir, segir Hallur A. Baldursson, sem þær hafa meðal annars skapað sér sjálfar. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 648 orð | 2 myndir

Fjármálaráðherra vill kaupa syndaaflausn

Ef litið er til fjárlaga síðustu ára kemur í ljós hve kostnaðarsamt það hefur verið fyrir barnafjölskyldur, segir Ögmundur Jónasson, að hafa Sjálfstæðisflokkinn og samstarfsflokka hans við stjórnvölinn í landinu. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 267 orð | 1 mynd

Grunnskólar Reykjavíkur í fremstu röð

Samþykkt borgarráðs tekur af allan vafa segir Hrannar Björn Arnarsson um stórhuga uppbyggingaráform Reykjavíkurlistans í tölvu- og gagnaflutningamálum grunnskóla Reykjavíkur. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Hvert er hið raunverulega ástand heimsins?

Að því marki sem Lomborg tekst að sýna fram á gáleysislega eða ranga meðferð einhverra á tölum, segir Steingrímur J. Sigfússon í fyrri grein sinni, eða öðrum sannreynanlegum hlutum er það auðvitað þörf áminning um að vanda vinnubrögð. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 1319 orð | 1 mynd

Íslandssagan sótt til Moskvu

Hver er þáttur Alþjóðasambands kommúnista, spyr Jón Ólafsson, í uppbyggingu og gerð vinstrihreyfingarinnar hér á landi? Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 188 orð | 1 mynd

Kristur á Lækjartorgi

Samkomutjald á Lækjartorgi dagana 15. til 20 ágúst 2000. Í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli Íslendinga var ákveðið að á dagskrá Kristnitökuhátíðar Reykjavíkurprófastsdæma yrði að halda trúarlegar tjaldsamkomur í miðborg Reykjavíkur. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Opið bréf til bæjarstjórnar Garðabæjar

Sæl. Ég ferðast um á hjóli að mestu. Stundum á bíl eða strætó. Það er ekki gott að hjóla í Garðabæ. Engir almennilegir hjólavegir. Hjóla- og göngustígar þýfðir vegna frostlyftinga. Brúnir mjög háar við vegamót. Stundum endar stígur úti í buskanum. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Rætur okkar í húsum

Á laugardag verður Torfudagurinn, segir Guðjón Friðriksson, haldinn hátíðlegur til að minna á húsvernd. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð

SNÆBJÖRN

11. öld Hvatt kveða hræra Grótta hergrimmastan skerja út fyr jarðar skauti eylúðrs níu brúðir, þær er, lungs, fyr löngu líðmeldr, skipa hlíðar baugskerðir rístr barði ból, Amlóða... Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 579 orð | 1 mynd

Stórkostleg stund á kristnihátíð

ÉG og fjölskylda mín tókum þátt í kristnihátíðinni á Þingvöllum í júlí sl., báða dagana. Við vorum afar ánægð. Allt dagskrárefni var svo vandað. Uppúr stóð hátíðarmessan og þótti mér það stórkostlega stund. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Stríðsástand á þjóðvegunum

NÚNA líður varla sá dagur að ekki heyrist fréttir af umferðarslysum, sumum alvarlegum og öðrum ekki, en öll virðast þau eiga það sameiginlegt að þau verða vegna of mikils hraða, ökumenn ráða ekki við hraðann. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 1418 orð | 1 mynd

Sæta "skúbbið" hans Árna Snævarrs

Kaldastríðsáróðurinn er orðinn, segir Eiríkur Eiríksson, að óbifanlegri steinhellu í sálum þeirra. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 328 orð | 1 mynd

Umferðarráð á 42 hestafla Porsche

DAGANA 8.-11. ágúst var hópi áhugamanna um sportbíla boðið að kynna sér eiginleika, getu og öryggisbúnað Porsche-sportbíla. Meira
18. ágúst 2000 | Aðsent efni | 1069 orð | 1 mynd

Ungt fólk og ábyrgt kynlíf

Það er mikilvægt, segir Sóley S. Bender, að ungt fólk stuðli að heilbrigðu kynlífi. Meira
18. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 588 orð

VÍKVERJI kvartaði yfir því í liðinni...

VÍKVERJI kvartaði yfir því í liðinni viku að Breiðvarpið næðist ekki í götunni þar sem hann býr og Landssíminn hefði af einhverjum ástæðum ekki hug á að ráða bót á því ástandi. Meira

Minningargreinar

18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 584 orð | 1 mynd

GUNNAR VIÐAR ÁRNASON

Gunnar Viðar Árnason fæddist í Reykjavík 16. október 1977. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn eftir flugslys og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 17. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 871 orð | 1 mynd

HAUKUR BALDVINSSON

Haukur Baldvinsson fæddist á Akureyri 24. febrúar 1914. Hann lést 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svava Jónsdóttir og Baldvin Jónsson. Hann var einn sex barna þeirra hjóna. Árið 1938 kvæntist hann Vilmu Magnúsdóttur frá Ísafirði, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 248 orð

JÓHANNA ÖGMUNDSDÓTTIR

Jóhanna Ögmundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1945. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 9. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1492 orð | 1 mynd

JÓN ANDRÉSSON

Jón Andrésson fæddist á Akureyri 17. apríl 1971. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru; Andrés Jón B. Ásgeirsson, f. 23.12. 1931og Valdís Guðbjörg Jónsdóttir f. 4.8. 1929. Systkini Jóns eru; Ásgeir Ingi, f. 20.12. 1952, Guðný, f. 11.4. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 4569 orð | 1 mynd

KRISTINN HALLUR JÓNSSON

Kristinn Hallur Jónsson var fæddur í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum hinn 8. september 1912. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar frá Eyri og Solveigar Stefaníu Benjamínsdóttur frá Kambi. Þau bjuggu lengst af á Seljanesi við Ingólfsfjörð. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1070 orð | 1 mynd

MOHAMED JÓSEF DAGHLAS

Mohamed Jósef Daghlas fæddist í Jórdaníu 20. ágúst 1971. Hann lést af slysförum 7. ágúst síðastliðinn. Hann var þriðji í röðinni af níu systkinum, þar af sex bræður og þrjár systur. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 2846 orð | 1 mynd

ÓLÖF INGVARSDÓTTIR

Ólöf Ingvarsdóttir fæddist á Ísafirði 5. október 1912. Hún lést á Landakotsspítala hinn 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Gunnlaugsson, vélstjóri frá Akranesi, f. 24. nóvember 1875, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 4188 orð | 1 mynd

RAGNAR ÞORGRÍMSSON

Ragnar Þorgrímsson fæddist í Reykjavík 3. desember 1908. Hann lést að hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 10 ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir kennd við Laugarnes. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

TRAUSTI MARINÓSSON

Trausti Marinósson fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1939. Hann lést á Landspítalaum 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2000 | Minningargreinar | 3411 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON

Þórður Þorsteinsson fæddist á Grund í Svínadal 27. júní 1913 og dó á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 27. júlí 1871, d. 24. feb. 1951, og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Grund, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 284 orð | 1 mynd

40% veltuaukningu spáð í ár

HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaverslunar Íslands hf. nam 32 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en var um 37 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 376 orð | 1 mynd

537 milljóna króna bakfærsla tekjuskatts

TAP Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins nam 1.197 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 595 milljónir króna, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Tap félagsins fyrir skatta nemur 1. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 1231 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.08.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Annar afli 96 81 87 120 10.470 Lúða 620 620 620 9 5.580 Skarkoli 170 170 170 100 17.000 Ýsa 240 108 180 4.550 817. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Landsbank-inn selur í Básafelli

KRISTJÁN Guðmundsson hf. hefur keypt öll hlutabréf Landsbankans-Fjárfestingar hf. í Básafelli hf. að nafnverði 173.735.971 krónur. Hinir seldu hlutir nema 22,90% af heildarhlutafé Básafells hf. Eignarhlutur Krisjáns Guðmundssonar hf. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 465 orð | 1 mynd

Mjög léleg afkoma rækjuvinnslu

Þormóður rammi-Sæberg hf. var rekinn með rúmlega 20 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Hagnaður sama tímabils í fyrra nam tæplega 183 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins á fyrri helmingi yfirstandandi árs námu 2. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 886 orð | 1 mynd

Mun minni hagnaður hjá Marel

HAGNAÐUR Marels hf. og dótturfélaga eftir skatta var 98 milljónir króna eftir fyrstu sex mánuði ársins 2000 samanborið við 225 milljónir fyrir sama tímabil árið áður. Í tilkynningu frá Marel hf. segir að afkoman á fyrri helmingi ársins 2000 sé... Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Samþykkt að afskrá Fóðurblönduna

Eignarhaldsfélagið GB fóður hefur tryggt sér yfirráð yfir um 96,7% af heildarhlutafé Fóðurblöndunnar hf. Tilboðsfrestur yfirtökutilboðs til hluthafa Fóðurblöndunnar rann út 14. ágúst sl. og samþykktu alls um 13,3% hluthafa tilboðið. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Símafyrirtæki leiða lækkanir

HLUTABRÉF lækkuðu á helstu hlutabréfamörkuðum Evrópu í gær. Helsta skýringin er lækkun á gengi símafyrirtækja sem tóku þátt í útboði í þriðju kynslóð farsíma í Þýskalandi og lauk í dag. Námu heildartilboðin 50,5 milljörðum evra eða um 3. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
18. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.8.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 340 orð | 2 myndir

Adam frá Meðalfelli felldur ásamt móður sinni

Stóðhesturinn kunni Adam frá Meðalfelli var fyrr í vikunni felldur tuttugu og eins vetra gamall ásamt móður sinni Vordísi frá Sandhólaferju og voru þau grafin saman. Meira
18. ágúst 2000 | Viðhorf | 820 orð

Arftakar og lýðræði

"Nútímavæðing" stjórnmálalífsins er forsenda þess að virkt lýðræði komi í stað arfleifðar Jónasar frá Hriflu. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 259 orð

Brennureið og töðugjöld á Kaldármelum

Brennureið og töðugjöld verða haldin á Kaldármelum laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Ásdís Haraldsdóttir spjallaði við Bjarna Frey hjá Útilífsmiðstöðinni í Húsafelli sem skipuleggur brennureiðina og ætlar auk þess að standa fyrir Hestaþingi í Borgarnesi kvöldið áður. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 262 orð

BRIDS - Umsjón: Guðmundur Páll Arnarson

Nokkrir brids- og veiðifélagar af Suðurnesjum áttu saman góða stund í Stóru-Laxá fyrir skömmu og sóttu þangað fjóra væna fiska og eina furðuskepnu í slemmulíki. Meira
18. ágúst 2000 | Dagbók | 844 orð

(Lúk.11.23.)

Í dag er föstudagur 18. ágúst, 231. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 70 orð

Mótahald hestamanna enn í fullum gangi

Þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á sumar er mótahald hestamanna enn í fullum gangi. Nú stendur yfir síðsumarsýning á kynbótahrossum á Gaddstaðaflötum við Hellu og lýkur henni á morgun, laugardag. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 105 orð

Nr.

Nr. Skákmaður Land Titill Elo-stig 1 Ulf Andersson Svíþj. SM 2641 2 Curt Hansen Danm. SM 2613 3 Simen Agdestein Nor. SM 2590 4 Peter Heine Nielsen Danm. SM 2578 5 Helgi Áss Grétarss. SM 2563 6 Hannes H. Stefánss. SM 2557 7 Evgenij Agrest Svíþj. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 289 orð

Nýtt félagssvæði Þyts í Kirkjuhvammi

Félagar í Þyti í Vestur-Húnavatnssýslu höfðu ástæðu til að fagna um síðustu helgi þegar þeir héldu upp á 50 ára afmæli félagsins og tóku á þeim tímamótum formlega í notkun nýtt félagssvæði í Kirkjuhvammi við Hvammstanga og hafa þar með flutt aðalvettvang... Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 139 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í Mipap mótinu í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði tékkneska skákkonan Lenka Ptacníková (2232) gegn stöllu sinni frá Spáni, Moniku Calzettu (2282). 38. Rf5! Dxe3 39. Rxe3 Bf3 40. Rxc4 Bxd1 41. Hxd1 bxc4 42. b5 Re6 43. Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 449 orð | 2 myndir

Stjörnum prýtt svæðismót Norðurlanda

5.-14. sept. 2000 Meira
18. ágúst 2000 | Fastir þættir | 245 orð

Veðreiðar Fáks hefjast á ný

Fyrstu kappreiðar hestamannafélagsins Fáks fóru fram í Víðidal í gær. Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að sjónvarpa þeim í þetta sinn og ekki hægt að veðja á hestana af þeim sökum. Meira

Íþróttir

18. ágúst 2000 | Íþróttir | 426 orð | 1 mynd

Bjarni fer með Fylki á fornar slóðir

DREGIÐ var til undanúrslita í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki í gær. Niðurstaða dráttarins varð sú að ÍBV og Fylkir eigast við í Vestmannaeyjum og ÍA fær 1. deildarlið FH í heimsókn. Leikur ÍBV og Fylkis fer fram þriðjudaginn 5. september klukkan 17.30 og daginn eftir hinn 6. september klukkan 17 leika ÍA og FH. Sigurvegararnir í þessum leikjum eigast svo við í úrslitaleik á Laugardalsvellinum hinn 24. september. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 127 orð

Bjartsýni ríkir hjá Róberti

HANDBOLTAKAPPINN Róbert Sighvatsson gat ekki hafið tímabilið með liði sínu Bayer Dormagen í þýsku deildinni í gærkvöldi er liðið beið lægri hlut gegn Kiel 32:16 á útivelli. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Brentford græðir á sölu Hermanns

BRENTFORD, liðið sem Hermann Hreiðarsson lék með áður en hann gekk í raðir Wimbledon, hlýtur góðan ávinning af sölu hans til Ipswich. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 209 orð

Engin viðbótarsæti

Eftir sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Svíum í fyrrakvöld er byrjuð að magnast upp stemmning fyrir leik Íslendinga og Dana sem fram fer á Laugadalsvellinum laugardaginn 2. september. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 829 orð | 1 mynd

Evrópumeistararnir of stór biti

EVRÓPUMEISTARAR Þjóðverja áttu ekki í neinum vandræðum með að innbyrða öruggan 6:0 sigur á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, en liðin mættust í riðlakeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli í gærkvöld. Þjóðverjarnir voru mörgum styrkleikaflokkum betri en íslenska liðið og yfirburðir þeirra komu fram á öllum sviðum knattspyrnunnar; í hraða, leikskilningi, leikskipulagi, líkamsburðum og leikgleði, enda uppskar þýska liðið líkt og það sáði og öruggur sigur þeirra í riðlinum var tryggður. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 16 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Þýskaland 6 5 1 0 27:5 16 Ítalía 6 2 3 1 6:7 9 Úkraína 5 0 2 3 3:12 2 Ísland 5 0 2 3 2:14... Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 223 orð

Framtíð Hauks Inga Guðnasonar knattspyrnumanns er...

Framtíð Hauks Inga Guðnasonar knattspyrnumanns er enn óráðin. Til stóð að hann gengi til liðs við hollenska úrvalsdeildarliðið Groningen en vegna meiðsla Hauks og kaups Groningen á tveimur nýjum framherjum er óvíst hvort Haukur fer til Hollands. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 430 orð

Guðrún hækkar

Guðrún Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni, hækkar á styrkleikalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, sem gefinn var út í vikunni. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 521 orð

Höfum áður risið upp

"ÞAÐ er ekki hægt að vera ánægður með leikinn, sérstaklega þegar skipulag liðsins hrynur eftir fjórar mínútur og þar með eru öll áform farin sem lýsir sér einna best í því að leikmenn voru ekki komnir í gang, ekki tilbúnir í verkefnið og höfðu ekki trú á því sem þeir voru að gera. Meðan það er getum við ekki búist við góðum úrslitum," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna, eftir leikinn við Þjóðverja í gær. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 92 orð

Hörkuleikir hjá Þórði og Las Palmas

KEPPNI í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu hefst 10. september. Nýliðar Las Palmas, með Þórð Guðjónsson innanborðs, eiga heimaleik í fyrstu umferð. Taka þeir á móti Alavés en mæta Real Oviedo á útivelli í 2. umferð. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

JULIAN Duranona skoraði 6 mörk er...

JULIAN Duranona skoraði 6 mörk er lið hans Nettelstedt vann Bad Schwartau , 30:27, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 52 orð

Króati til Valsmanna

Vals liðið í körfuknattleik gengur frá samningi við Króatann Drazen Jozic á næstu dögum. Jozic er bakvörður sem leikið hefur með bandaríska háskólaliðinu Maine-Fort Kent þar sem hann skoraði að meðaltali 13,8 stig og átti 9,1 stoðsendingu. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

MANCHESTER United lagði granna sína í...

MANCHESTER United lagði granna sína í Manchester City , 2:0, í ágóðaleik sem haldin var fyrir Denis Irwin . 45.000 áhorfendur sáu Teddy Sheringham og og Andy Cole skora mörkin fyrir United. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Nicklaus og Woods leika saman

PGA-meistaramótið í golfi hófst í gær á Valhalla-golfvellinum í Louisville í Bandaríkjunum en það er fjórða og jafnframt síðasta stórmótið sem haldið er í ár. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 111 orð

Norðurlandamót á tveggja ára fresti

Á FUNDI formanna knattspyrnusambanda Norðurlanda á dögunum kom fram vilji til að halda áfram með Norðurlandamót í karlaflokki og jafnframt að hleypa af stokkunum sams konar keppni fyrir kvenfólkið. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 151 orð

Páll aðstoðar Leiftur

PÁLL Guðlaugsson, fyrrverandi þjálfari Keflvíkinga, ætlar að hjálpa fyrrverandi lærisveinum sínum í Leiftri í það sem eftir Íslandsmótsins. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 348 orð

UEFA vill fá reglur

Formnaður Knattspyrnusambands Evrópu, Lennart Johansson, sagði í gær að stórslys myndi fyrr en síðar gerast ef félögin héldu áfram að kaupa leikmenn á þvílíkar upphæðir og gert hefur verið að undanförnu. Meira
18. ágúst 2000 | Íþróttir | 117 orð

Víkingur fær liðsstyrk

KVENNALIÐ Víkings í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil, en Guðbjörg Guðmannsdóttir hornamaður, sem leikið hefur með ÍBV undanfarin ár, og Guðrún Hólmgeirsdóttir, hornamaður úr FH, hafa ákveðið að leika með Víkingi í vetur. Meira

Úr verinu

18. ágúst 2000 | Úr verinu | 429 orð | 1 mynd

Áætlun um framleiðslu allt að 1000 tonna af barra á ári

FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Máki hf. var stofnað árið 1993. Meira
18. ágúst 2000 | Úr verinu | 556 orð

"Áhætta íslenskra laxastofna af fiskeldi engin"

STANGVEIÐIMENN hafa undanfarið gangrýnt tilraunakvíeldi í sjó sem hafið er í Vogum á vegum Silungs ehf., nú síðast í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 77 orð

1.

1. Sigurður Árni gengur beint úr vinnustofunni í stofuna en ekki er hægt að loka á milli. Kanínan stökk ekki inn um gluggann heldur er hún uppstoppuð. 2. Sigurður Árni bjó í Frakklandi í um áratug en hann er einnig með vinnustofu í París. 3. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 89 orð

1.

1. Sólu finnst gott að búa og vinna á sama stað en hún segir að starf ljósmyndarans sé þess eðlis að hann sé hvort sem er alltaf í vinnunni. 2. Ljósmyndagræjurnar hennar Sólu rúmast vel í íbúðinni en áður hefur rýmið nýst m.a. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 501 orð | 2 myndir

Aftur á toppinn?

Futurice hefur hleypt nýju lífi í íslenska tískuheiminn en í framhaldi af samnefndri sýningu um síðustu helgi hefur Topshop valið Aftur til að hanna fatalínu fyrir TS Reykjavík. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði málið. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 970 orð | 4 myndir

Aftur á æskuslóðum

FYRIR þremur árum festu Sólrún Jónsdóttir ljósmyndari, sem er oftast kölluð Sóla, og Ingrid Jónsdóttir leikkona kaup á 140 fermetra hæð í Súðarvoginum. Lofthæðin er þrír metrar og rýmið er opið og bjart. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 25 orð

Algengi ofnæmis virðist fara vaxandi í...

Algengi ofnæmis virðist fara vaxandi í vestrænum iðnríkjum Undirrót of- næmis er enn aðeins þekkt að hluta Um er að ræða fjölgena sjúkdóm þar sem umhverfisþættir eru greinilegir... Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 182 orð | 1 mynd

AUSTAN við Sæbrautina í Reykjavík leynist...

Ljósmyndarinn Sólrún Jónsdóttir og myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson eiga það sameiginlegt að búa og vinna á sama stað. Inga Rún Sigurðardóttir leit í heimsókn og spjallaði við þau um kosti og galla þess að búa í óhefðbundnu húsnæði. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1255 orð | 5 myndir

Betra er að róa en reka undan

Hafið bláa hafið heillar marga en ekki þora allir að takast á við það. Líney Sigurðardóttir talaði við Eyþór Atla Jónsson sem hræðist ekki sjóinn en hann hefur stundað sjóböð í átján ár. Ræðarinn Ármann Kojic Jónsson kýs heldur að þjóta áfram á árabát en að bleyta sig. Inga Rún Sigurðardóttir spjallaði við hann um kappróður á Íslandi. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 33 orð | 1 mynd

Frjóofnæmi

Frjóofnæmi er líklega næstalgengasta ofnæmið. Vegna skógleysis er grasfrjóaofnæmi miklu algengara hérlendis en birkifrjóaofnæmi. Upplýsingar um frjótölur er hægt að nálgast á eftirtöldum stöðum: síðu 169 í textavarpi RÚV vedur.is heilsuvef Lyfju á visir. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð | 1 mynd

Fyrsta dýfan getur verið "smásjokk"

Þórshöfn-Við Langanesið er hvorki ylströnd né hvítur sandur - öldurnar eru oft úfnar og sandurinn svartur. Samt sem áður eru þarna fínar baðstrendur og um ágæti þeirra veit Eyþór Atli Jónsson manna best. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 30 orð | 1 mynd

Fæðuofnæmi

Algengir ofnæmisvakar í fæðu eru mjólk, egg, fiskur, skelfiskur, hnetur, möndlur, jarðhnetur, baunir og sojaafurðir. Af þessum eru mjólk og egg langalgengustu ofnæmisvakarnir. Fæðuofnæmi er miklu fátíðara en kattar- og... Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1051 orð | 4 myndir

Góður andi í hverfinu

RÖÐ tilviljana varð til þess að Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður fann húsnæði í Súðarvoginum. "Ég var búinn að leita að hentugu húsnæði í tvö ár. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1593 orð | 3 myndir

Hættur hreinlætis

Ofnæmi færist sífellt í vöxt í vestrænum samfélögum og annars staðar þar sem lífshættir Vesturlanda hafa verið teknir upp. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 20 orð | 1 mynd

Kattarofnæmi

Langalgengasti ofnæmisvakinn er köttur. Kattarofnæmi veldur töluverðum usla hjá börnum því að ofnæmisvakinn berst inn í skólana með nemendum og... Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 467 orð | 1 mynd

sem slær öll met

Á HVERJU sumri fyllist loftið í almenningsgörðum um allan heim af fljúgandi furðuhlutum. Þar eru á ferð flatir diskar, flugdrekar og þeytispjöld hvers konar, sum væskilsleg en önnur vænlegri til árangurs. Töfrar flugsins heilla jafnt unga sem aldna. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 712 orð | 1 mynd

strákar

Þótt flestir kannist við anorexíu (lystarstol) hafa fæstir heyrt minnst á bigorexíu. Kristín Elfa Guðnadóttir bretti upp ermar og leitaði skýringa á þessu lítt þekkta fyrirbæri. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 440 orð | 3 myndir

Til hamingju, Reykjavík!

Í DAG á Reykjavík 214 ára afmæli og hægt að segja með sanni að borgin sé eldri en "elstu menn" muna. Meira
18. ágúst 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 459 orð | 4 myndir

Tónlist úr tekki og leðri

ÚTVARPSTÆKI geta verið tískufyrirbrigði eins og aðrir hlutir, ekki síst ef þau eru framleidd í mörgum litum með margs konar áferð. Meira

Ýmis aukablöð

18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 512 orð

Af bráðavakt í brimrótið

SÁ óvenjulegi viðburður er að gerast í Hollywood að sjónvarpsleikarinn George Clooney er á góðri leið með að tryggja sig í sessi í kvikmyndaheiminum. Slíkt er mun fágætara en flestir ætla. Clooney hefur gengið best af starfsbræðrum sínum. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 31 orð

Ást og íþróttir

Bíóborgin frumsýnir myndina Ást og körfubolti - "Love and Basketball " sem fjallar um ástamál og íþróttametnað þeldökkra, bandarískra ungmenna. Með aðalhlutverk fara Omar Epps og Sanaa Lathann , undir stjórn nýliðans Ginu Prince-Blythewood... Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 369 orð | 1 mynd

Átök ills og góðs

Regnboginn, Laugarásbíó, Bíóhöllin, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri, frumsýna X-Men. Leikstjóri er Bryan Singer. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 42 orð | 1 mynd

Barneignargrín

Háskólabíó frumsýnir í dag bresku gamanmyndina Barn í vændum - "Maybe Baby ". Fyrstu kvikmynd Bens Elton , sem er frægur sviðs- og sjónvarpsleikari sem m.a. kom grínleikaranum Rowan Atkinson á kortið (fer með aukahlutverk hér). Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 461 orð | 1 mynd

Blessað barnalánið

Háskólabíó frumsýnir gamanmyndina Barn í vændum - Maybe Baby, með Hugh Laurie, Joely Richardson og Rowan Atkinson. Leikstjóri og handritshöfundur Ben Elton. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 45 orð

Christie og Mirren

DJARFAR og leitandi í verkefnavali, leik og lífinu sjálfu. Svona mætti lýsa bresku leikkonunum Julie Christie og Helen Mirren , sem væntanlegar eru til Íslands í næsta mánuði til að leika í bíómynd Hals Hartley , Monster eða Skrímsli. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 603 orð | 1 mynd

Evrópu - Hollywood stríðið

Í tengslum við kvikmyndahátíðina í Locarno á dögunum var efnt til umræðna um stöðu og möguleika evrópskrar kvikmyndagerðar gagnvart ofurveldi Hollywood-risanna. Páll Kristinn Pálsson forvitnaðist um hvað þar kom fram hjá íslensku þátttakendunum, Þorfinni Ómarssyni og Birni Sigurðssyni. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 41 orð

Hetjur og bófar framtíðar

Bíóhöllin, Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík , frumsýna nýjustu mynd Bryans Singer ( The Usual Suspects ) x-Men, vísindaskáldsögulegt ævintýri um hina eilífu baráttu góðs og ills. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 412 orð | 2 myndir

Jude Law í A.I. Kubricks

BRESKI leikarinn Jude Law er á leið til Bandaríkjanna á næstunni til þess að leika aðalhlutverkið í ólokinni kvikmynd eftir hinn ódauðlega breska leikstjóra Stanley Kubrick sem nefnist A.I. Law , sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Talented Mr. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 1484 orð | 6 myndir

Júlía og Helena djarfar og leitandi

Tvær af virtustu leikkonum Bretlands, Julie Christie og Helen Mirren, eru væntanlegar hingað til lands til að leika í bandarísk-íslensku bíómyndinni Monster eftir Hal Hartley. Þegar Árni Þórarinsson leit yfir feril þeirra komst hann að því að þær eiga ýmislegt sameiginlegt fyrir utan þjóðernið. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 566 orð | 2 myndir

Maður á mann

Bíóborgin frumsýnir myndina Ást og körfubolti - "Love and Basketball". Með aðalhlutverk fara Omar Epps og Sanaa Lathann, undir stjórn nýliðans Ginu Prince-Blythewood. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 1141 orð | 3 myndir

Marr í skápnum

Hommar voru of atkvæðamiklir í leikhús- og bókmenntaheiminum í Evrópu þegar líða tók á tuttugustu öldina til að þeim væri haldið niðri til lengdar þrátt fyrir fordóma og villimennsku. Meiri íhaldssemi gætti hins vegar í kvikmyndaheiminum, skrifar Jónas Knútsson í fyrri grein sinni um samkynhneigð karla í kvikmyndasögunni. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 420 orð

Marsbúar ráðast á jörðina

Það brimar allt af lífi hjá ungum kvikmyndagerðarmönnum í Berlín. Þeir sitja fyrir manni á torgum og spyrja spurninga sem eru liður í skólaverkefnum þeirra og ekki skortir hugmyndaflugið. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 1197 orð

NÝJAR MYNDIR: X-MEN Regnboginn : Alla...

NÝJAR MYNDIR: X-MEN Regnboginn : Alla daga kl. 4 - 5:45 - 8 - 10:15. Aukasýning föstudag kl. 0:30. Laugardag/sunnudag kl. 2. Bíóhöllin : Alla daga kl. 4 - 5:50 - 8 - 10:10. Aukasýning föstudag kl. 12:20. Laugardag/sunnudag kl. 1:50. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 300 orð | 1 mynd

Ný mynd frá Ritchie

Einn mest umtalaði leikstjóri Bretlands um þessar mundir er Guy Ritchie, sem gerði meðal annars myndina Lock, Stock and Two Smoking Barrels frá árinu 1998 og hlaut fádæma vinsældir víða um heim. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 519 orð | 1 mynd

Sanngirni og samkynhneigð

UM þessar mundir er mikið umleikis hjá samkynhneigðu fólki. Hátíðahöld hvers konar, úti og inni, hljómleikar, dansleikir og fjöldagöngur. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 335 orð | 1 mynd

Sex milljarða ævintýramynd tekin að hluta hérlendis

BANDARÍSKA ævintýramyndin Tomb Raider sem byggð er á vinsælum tölvuleikjum um hetjuna Löru Croft verður að hluta til tekin hérlendis fyrri hluta næsta mánaðar. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 55 orð

Skápurinn opnast í hálfa gátt

Réttindabarátta samkynhneigðra sótti hægt og bítandi í sig veðrið eftir því sem leið á síðustu öld. Sama gilti um túlkun kvikmyndahöfunda á samkynhneigð. Í kvikmyndum voru samkynhneigðir í besta falli hafðir upp á grín, lengi vel. Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 50 orð | 1 mynd

Tígrar og bangsar

Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja Bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík , frumsýna í dag bresku teiknimyndina Tumi tígur - The Tiger Movie . Myndin er frumraun leikstjórans, Jun Falkenstein . Meira
18. ágúst 2000 | Kvikmyndablað | 413 orð | 2 myndir

Tumi Bangsímon og félagar

Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna fjölskyldumyndina Tumi tígur - "The Tigger Movie". Leikstjóri er Jun Falkenstein en Jakob Þór Einarsson stýrir íslensku talsetningunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.