UNGIR kaþólikkar halda á kertum í bænagöngu um götur Rómar í gær. Heimsmót kaþólsk´s æskulýðs nær hámarki á morgun, þegar reiknað er með að allt að 1.200 þúsund manns frá 163 þjóðlöndum verði við messu í útjaðri...
Meira
BANDARÍSKA netþjónustufyrirtækið eBay greindi frá því í gær, að það hefði stöðvað tilraunir fólks til að selja atkvæði sitt í komandi forsetakosningum á uppboðssíðu eBay. Hjá vefgáttinni Yahoo mun tilrauna til atkvæðasölu einnig hafa orðið vart.
Meira
VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti lét svo ummælt í gær að það hefði verið lítil von til þess frá upphafi að takast mætti að bjarga áhöfn kjarnorkukafbátsins Kúrsk, sem nú hefur hvílt laskaður á botni Barentshafs í viku.
Meira
AL Gore og George W. Bush, frambjóðendur demókrata og repúblíkana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 7. nóvember nk., hófu kosningaherferðir sínar í gær í kjölfar landsþings demókrata sem lauk í Los Angeles á fimmtudag.
Meira
DENNIS Ross, sérlegur samningamaður Bandaríkjastjórnar í málefnum Miðausturlanda, reyndi í gær að sannfæra leiðtoga Ísraela og Palestínumanna um nauðsyn þess að halda annan leiðtogafund þar sem friðarsamningum yrði náð.
Meira
SVR mun aka samkvæmt áætlun kvöld og helgar til miðnættis í kvöld en aukaferðir verða á leið 6 og næturvögnum vegna menningarnætur Reykjavíkur. Leið 6 mun aka samkvæmt áætlun í Vesturbæ til kl. 1.32. Næturvagnarnir hefja akstur kl. 24.30 og aka á 30 mín.
Meira
VÍSINDAMÖNNUM Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist, í samvinnu við íslenska öldrunarlækna, að kortleggja á litningi erfðavísi sem talinn er hafa umtalsverð áhrif á myndun alzheimer-sjúkdómsins. Næsta skref rannsóknanna er að einangra sjálft meingenið.
Meira
ALLS fengu tólf fyrirtæki leyfi á fimmtudag til að byrja að leita að olíu á færeyska landgrunninu suðaustan við eyjarnar, nánar til tekið á svonefndu Gullhorni.
Meira
VÉLARBILUN varð í fisvél með þeim afleiðingum að vélin sveif til jarðar við Úlfarsfell. Það varð flugmanninum, sem er á fertugsaldri, til happs að vélin hafnaði í lúpínubeði og slapp hann því ómeiddur úr hildarleiknum að sögn lögreglunnar í Reykjavík.
Meira
DAGSKRÁ í tengslum við árþúsundaverkefni Hafnarfjarðar "Krýsuvík - samspil manns og náttúru" verður á sunnudag og er það þriðji og síðasti dagskrárdagurinn í sumar. Að þessu sinni er unnið með orkuna sem þema.
Meira
JAMES Head frá Brown University flytur fyrirlestur laugardaginn 19. ágúst um nýjustu niðurstöður Marskönnunar. Heiti fyrirlestursins er: "Jöklar og eldfjöll á Mars" og verður hann fluttur í Sal 2 í Háskólabíói, kl. 14.
Meira
ALDAMÓTASKÓGAR kallast verkefni skógræktarfélaganna í landinu og Búnaðarbanka Íslands og því var formlega hrundið af stað í gær á Gaddstöðum við Hellu.
Meira
ELLERT Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, sagði í gær að hann gerði ekki athugasemdir við það að Frjálsíþróttasamband Íslands og Sundsamband Íslands greiddu ferðakostnað Þráins Hafsteinssonar og Guðmundar Harðarsonar á Ólympíuleikana í Sydney í...
Meira
Geitagerði- Í SUMAR hefur skemmtiferðaskipið Lagarfljótsormurinn bætt við lendingarstöðum á siglingu sinni um Lagarfljót. Þannig hefur hann um skeið lagt vikulega að við svokallaðan Húsatanga í Fljótsdal, gegnt Atlavík.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir göngu sunnudaginn 20. ágúst kl. 13.30 í Heiðmörk. Er það einn af dagskrárliðum í tilefni 50 ára afmælis Heiðmerkur.
Meira
GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 18-08-2000 Gengi Kaup Sala Dollari 79,7800 79,5600 80,0000 Sterlpund. 119,340 119,020 119,660 Kan. dollari 54,0800 53,9100 54,2500 Dönsk kr. 9,76800 9,74000 9,79600 Norsk kr. 9,02600 9,00000 9,05200 Sænsk kr.
Meira
VÍSINDAMÖNNUM Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist, í samvinnu við íslenska öldrunarlækna, að kortleggja á litningi erfðavísi sem tengist alzheimer-sjúkdómnum og leggur af mörkum til myndunar hans.
Meira
NÝLEGRI gjaldskrá Bílastæðasjóðs er ætlað að standa undir byggingu nýrra bílastæðahúsa fyrir tvo milljarða, auk þess sem Bílastæðasjóður glímir við skuldaklafa eftir misheppnaðar gjaldskrárbreytingar árið 1988.
Meira
ERLENDUR maður er í haldi rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík grunaður um að vera stórtækur skartgripaþjófur. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn í fyrradag.
Meira
VEIÐITÍMI fyrir grágæs og heiðargæs hefst um land allt sunnudaginn 20. ágúst og stendur fram til 15. mars í samræmi við reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.
Meira
BANASLYS varð við Dettifoss um miðjan dag í gær er ísraelsk kona á sjötugsaldri féll ofan í gljúfrið við fossinn og hafnaði á undirlendi við Jökulsá. Lögreglu var tilkynnt um atburðinn kl. 14.
Meira
KÖNNUN er hafin á möguleikum á að þróa nýjan, umhverfisvænan arftaka Concorde-þotunnar sem var farin á nálgast úreldingu nokkru áður en þota Air France fórst við París með þeim afleiðingum að 113 manns létust.
Meira
FYRIR mistök brezkra stjórnvalda hafa ekkjur og ekklar þar í landi ekki verið upplýst um löngu ákveðnar breytingar á ellilífeyrisreglum og munu mistökin valda brezka ríkissjóðnum um 13 milljarða punda aukaútgjöldum, andvirði um 1550 milljarða króna.
Meira
Grund- Hin árlega kvennareið hestakvenna í Borgarfirði var farin miðvikudagskvöldið 9. ágúst sl. 45 konur komu saman við Hvanneyri og riðu upp með Andakílsá, yfir hana við Andakílsárvirkjun og þaðan að Hreppslaug.
Meira
FRÖNSK löggjöf sem kveður á um jafnt hlutfall kynjanna í kosningum hefur ekki haft áhrif sem skyldi þar eð franskar konur virðast tregar til að gegna pólitískum stöðum.
Meira
Landnámsfrúin uppnefnd Mistök urðu í grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 17. ágúst um tvo veitingastaði og eitt kaffihús í Ölfushreppi. Nafn konu Ingólfs Arnarsonar var sagt Hallgerður en það er að sjálfsögðu Hallveig.
Meira
LEITIN að konunni sem hvarf af heimili sínu í fyrrakvöld hafði ekki borið árangur seint í gærkvöld. Leit var hætt um ellefuleytið en til stóð að hefja takmarkaða leit með hundum klukkan eitt í nótt í grennd við heimili konunnar í Fossvogi.
Meira
ÞRÖSTUR Reynisson, landvörður í Vatnsfjarðarfriðlandi, hefur brugðið á það ráð að hengja upp lista með bílnúmerum þeirra sem brotið hafa af sér innan marka friðlandsins. Listinn hangir uppi í söluturni í Flókalundi. Um tíu númer eru nú á listanum.
Meira
Fljótshlíð- Minningarlundur einnar frægustu listakonu Suðurlands, Nínu Sæmundsson, verður opnaður með viðhöfn 26. ágúst nk. en hún var fædd þann sama dag árið 1892.
Meira
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, predikar við messu í stærsta manngerða helli landsins við bæinn Hella í Landsveit í dag kl. 11. Er messan liður í kristnihátíð Rangárvallaprófastsdæmis.
Meira
MIKIÐ hefur verið um skógarelda í Bandaríkjunum undanfarið og brunnu á fimmtudag eldar á 86 stöðum. Vesturríkin hafa orðið einna verst úti og hafði í gær verið tilkynnt um skógarelda í 13 ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. Skógareldur geisaði m.a.
Meira
NYTJAJURTAGARÐUR hefur verið opnaður í Grasagarði Reykjavíkur. Þetta er ný safndeild í garðinum sem er ætlað að gefa sýnishorn af þeim nytjajurtum sem hægt er að rækta hér á landi.
Meira
RANNSÓKNARDÓMARI í meintum afbrotum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, Robert Ray, hefur kallað saman nýjan rannsóknarkviðdóm til að kanna hvort ástæða sé til að ákæra forsetann þegar hann lætur af embætti í janúar nk.
Meira
UMTALSVERÐ röskun varð á starfsemi Flugfélags Íslands á miðvikudag þegar svo vildi til að þrjár vélar flugfélagsins biluðu í einu. Varð seinkun á mörgum leiðum flugfélagsins og fella varð eina ferð niður.
Meira
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, vísar því á bug að pólítískar forsendur ráði viðbrögðum fyrirtækisins við þeirri ákvörðun Reykjavíkurlistans að ganga heldur til samstarfs við fyrirtækið Línu.
Meira
RÁNSFERÐ á tannlæknastofu á Höfn á Hornafirði skilaði ekki tilætluðum árangri því þjófurinn varð að skilja pokann með þýfinu eftir þegar hann forðaði sér á hlaupum undan laganna vörðum aðfaranótt fimmtudags.
Meira
PÉTUR Pétursson þulur flytur tvö erindi á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur á menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst, þar sem rætt verður um nafnkunna Reykvíkinga og sagðar gamansögur af þeim.
Meira
STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, verður í opinberum erindagjörðum á Nýfundnalandi og Nova Scotia dagana 19.-29. ágúst næstkomandi. Heimsókn ráðherrans tengist hátíðahöldum vegna landafundanna og mun hann m.a.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort hér á landi yrði haldið uppboð á rekstrarkerfum svokallaðrar þriðju kynslóðar farsímakerfa eða UMTS-farsímakerfis, en ljóst væri af reynslunni í Þýskalandi og...
Meira
19. ágúst 2000
| Innlendar fréttir
| 1672 orð
| 2 myndir
Landbúnaðarráðuneytið hefur synjað Dýralæknastofunni í Garðabæ um leyfi til þess að reisa einangrunarstöð fyrir gæludýr. Í grein Rúnars Pálmasonar kemur fram að ráðuneytið ber því við að einungis opinberir aðilar geti rekið einangrunarstöðvar. Dýralæknastofan bendir á að allar einangrunarstöðvar í landinu eru reknar af einkaaðilum.
Meira
ÞRÍR menn úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal aðstoðuðu í gærkvöld bátinn Maron frá Grindavík, sem orðið hafði rafmagnslaus rétt undan ströndinni. Var nýr rafgeymir sóttur til Reykjavíkur og sigldu björgunarsveitarmenn út með hann.
Meira
EVRÓPUSAMBANDIÐ lýsti því yfir á fimmtudag, að það myndi héðan í frá framfylgja strangari stefnu um aðgang að skjölum í því skyni að herða á öryggi upplýsinga nú þegar sambandið vinnur að því að taka upp sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu.
Meira
GUÐMUNDUR Kr. Gíslason, gjaldkeri Skotfélags Reykjavíkur, segir að félagið missi æfingasvæði sitt á mánudag þegar vegurinn upp að Leirdal, þar sem reykvískir skotmenn hafa stundað æfingar frá 1950, verður rofinn.
Meira
ÞAÐ var líf og fjör á öldrunardeildinni á Landakoti á fimmtudag. Starfsmenn deildarinnar skipulögðu sólargleði fyrir sjúklingana í veðurblíðunni, tónlistarfólk frá menningarmiðstöðinni í Gerðubergi spilaði og kór starfsmanna söng nokkur lög fyrir fólkið.
Meira
ÞÝSKUR ferðalangur vann afrek þegar hann hjólaði á hálftíma sjö kílómetra torfæra leið að ná í hjálp eftir að hafa ásamt þýskum félaga sínum séð rútuna með austurrískum ferðamönnum fara út í Jökulsá á Fjöllum á miðvikudag.
Meira
ILÝA Klebanov, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og yfirmaður rannsóknarnefndar þeirrar er fer með slysið á rússneska kafbátsnum Kúrsk, hefur undanfarna tvo daga haldið fast í þá skýringu að báturinn hafi rekist á "tiltekinn þungan hlut" í...
Meira
STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ) hefur ákveðið á grundvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða aðildarsveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna í ágóðahlut í ár.
Meira
JAPANSKA lögreglan hefur fundið fimm rotnandi lík í húsi í Osaka og er fundurinn sagður tengjast búddista-helgisiðum sem 66 ára gamall karlmaður hafi staðið fyrir.
Meira
SKÁLDSAGAN AM 00 gerist í Kaupmannahöfn á fyrri hluta átjándu aldar og byggist að nokkru leyti á sögulegu efni en aðalpersónurnar eru Árni Magnússon handritasafnari, Metta kona hans og skrifari hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík.
Meira
HLUTI af svæðinu við Kringilsárrana, sem er við Brúarjökul nyrst í Vatnajökli, fer undir Hálslón komi til stíflugerðar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Neðsti hluti Kringilsár, sem rennur í Jökulsá á Dal, lendir einnig undir vatni.
Meira
UM FIMM tonn af flugeldum verða notuð í flugeldasýningu menningarnætur í kvöld en þetta er stærsta flugeldasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Flugeldunum verður skotið upp úr 7 opnum gámum sem komið verður fyrir á afgirtu svæði á hafnarbakkanum.
Meira
LISTAHÓPUR Vinnuskólans í Hafnarfirði heimsótti leikskóla bæjarins á þriðjudag og skemmti leikskólabörnunum með frumsömdu leikriti sem heitir Benni bangsi.
Meira
Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að Gore þurfi nauðsynlega að breyta áherslum í kosningabaráttunni þannig að hún snúist um málefni fremur en frambjóðendur. Kristján G. Arngrímsson fjallar um ræðu Gores á landsþingi demó- krata og viðbrögð bandarískra fjölmiðla við henni.
Meira
FEGRUNARNEFND Hafnarfjarðar veitti á fimmtudag 14 aðilum viðurkenningu fyrir fegurstu lóðir og garða í bænum og tilkynnti auk þess um val á Víðivangi sem stjörnugötu Hafnarfjarðar 2000.
Meira
Grófarhúsið við Tryggvagötu, sem hýsa mun aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, var opnað formlega í gær, á afmælisdegi Reykjavíkurborgar. Margrét Sveinbjörnsdóttir var viðstödd opnunina en þar voru einnig afhent bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, starfslaun listamanna Reykjavíkurborgar og styrkur til tónlistarhóps Reykjavíkur.
Meira
ÞESSI einmana bátur hefur að líkindum lokið sínu hlutverki en hann hímir norðan undir húsvegg skammt norðan við Dalvík. Í baksýn má sjá yfir til Hríseyjar og ekki ólíklegt að bátnum hafi verið róið á þau mið á sínum tíma en um aflabrögð er ekki...
Meira
DANSKA flutningaskipið Thor Lone, sem Eimskip hefur á leigu, varð vélarvana í fyrrinótt 3 mílur norðaustur af Garðskaga þegar stimpill brotnaði. Skipið var á leið frá Reykjavík til Færeyja þegar óhappið varð og óskaði skipstjórinn eftir aðstoð.
Meira
SVO virðist sem öryggismál fólkslyftu í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Lindargötu séu ekki sem skyldi en maður sem var þar staddur við viðgerð á lyftunni var hætt kominn þegar lyftan fór í gang á meðan hann var ofan á henni.
Meira
Ræðan sem Al Gore flutti á flokksþingi Demókrataflokksins í Los Angeles í fyrrakvöld er mjög umrædd eins og búast mátti við. Gore er í því erfiða hlutverki að vera varaforseti Bandaríkjanna í kosningabaráttu.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Leifs Segerstams flutti tóndramað BALDR eftir Jón Leifs. Söngþátt verksins sungu Scola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar og einsöngvari var Loftur Erlingsson. Finnsk-íslenskur dansflokkur undir dansstjórn Jorma Uotinen, umvafin leikmynd eftir Kristin Bredal, danstúlkaði söguna um baráttu hins góða og illa, sem birt er með átökum Loka og Baldurs hins góða. Föstudagurinn 18 ágúst, 2000.
Meira
Todmobile er með eldri og betri stuðsveitum Íslands og er enn að. Hildur Loftsdóttir hringdi í Andreu Gylfadóttur og fékk það á hreint að hún er enn þá söngkona sveitarinnar.
Meira
Hugmyndir og uppfinningar norrænna barna og unglinga um nytjahluti í nánasta umhverfi er inntak sýningarinnar Fantasi Design sem verður opnuð 2. september í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi.
Meira
Í dag er tekið forskot á Jazzhátíðina í Reykjavík með tónleikum gítarleikaranna Rune Gustafsson og Odd-Arne Jacobsen í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir eru í samvinnu við Norræna húsið og hefjast kl.16.
Meira
Faxaskáli Sunnudagur 3. September 13.30 Setning Vindhátíðar. 14.00. 12 vindstig. Dansverk eftir Láru Stefánsdóttur danshöfund og Guðna Franzson tónlistarmann. Flytjendur eru félagar úr Blásarasveit Reykjavíkur ásamt gestum.
Meira
Jazzhátíð Reykjavíkur stendur dagana 2.-10. september. Djassunnendur mega gæta sín að missa ekki af neinu því hver viðburðurinn rekur annan á hverjum degi.
Meira
LÖGREGLAN í Vancouver í Kanada þakkar 74 ára gömlum eldri borgara fyrir að hafa komið í veg fyrir tilraun til vopnaðs bankaráns. Hetjan barði grímuklæddan bankaræningjann í höfuðið og elti hann síðan uppi er hann lagði á flótta.
Meira
VALGARD Jörgensen sýnir nú í kaffistofu Múlalundar, Hátúni 10c. Myndirnar eru sextán að tölu og allar til sölu. "Þær eru af ýmsum gerðum, bæði fantasíur og landslag," segir Valgard.
Meira
AÐALFUNDUR stjórnenda og stjórnar Samtaka evrópsku menningarborganna árið 2000 (AECC), sem Reykjavík er nú í forsæti fyrir, hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og verður fram haldið á morgun, sunnudag.
Meira
Form úr eldi 19.08 Hátíð eldsins Þríþætt hátíð sem hófst í gær á miðbakka Reykjavíkurhafnar og víðar. Eldsmiðir verða að störfum á miðbakka Reykjavíkurhafnar í dag milli kl. 16-22.
Meira
Ein hugmynd sem fæðst hefur hér á Íslandi í tengslum við cafe9.net nefnist IVCP Interactive Video Concert Programme with homemade Controllers og er hugarsmíð Haraldar Karlssonar. IVCP byggist á notkun á gagnagrunnum, bæði hljóðum og myndum.
Meira
Frumsýning 18. ágúst 2000 Danshöfundur: Jorma Uotinen. Dansarar: Aapo Siikala, Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Hildur Óttarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Julia Gold, Katrín Á. Johnson, Katrín Ingvadóttir, Lára Stefánsdóttir, Nina Hyvarinen, Sami Saikkonen, Tónlistarflutningur: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónlist: Jón Leifs. Stjórnandi: Leif Segerstam. Kór: Schola Cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Leikmynda- og ljósahönnun: Kristin Brendal.
Meira
Íslenska poppprinsessan Magga Stína ætlar að hleypa óstöðvandi gleðistuði í fætur dansóðra gesta Kaffileikhússins á menningarnótt. Herramannahljómsveitin Hringir sér um undirspilið, hressandi rússibanareið og háskalegan polka. Hvernig hefur þú það í dag?
Meira
Á MENNINGARNÓTT verður Iðnó með opið Kaffihús frá kl. 12 á hádegi fram á nótt. Jón Gnarr verður með uppistand kl. 21, 22 og 23. DJ úr leikritinu Shopping & Fucking kl. 21.30, kl. 22.30. Kl.
Meira
"VIÐ VILJUM bikarinn í Árbæinn," söng sigursveit Músíktilrauna þetta árið, XXX Rotweilerhundar, um það leytið sem fyrsta umferð Landssímadeildarinnar var að byrja. Og viti menn, þeir gætu jafnvel fengið ósk sína uppfyllta.
Meira
Kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin 29. september til 8. október. Í tengslum við hátíðina verður haldið málþing með þemanu "Íslendingasögurnar og vestrinn".
Meira
LJÓST er að leikurinn á morgun er einn sá mikilvægasti fyrir bæði liðin en þó kannski sérstaklega fyrir liðsmenn KR úr vesturbænum sem þurfa að steypa úthverfapiltunum úr Árbæjarhverfi af toppi deildarinnar.
Meira
"Á MÖRKUNUM, sem sjálfstæðu leikhúsin standa að, er einn af stærri dagskrárliðum sem Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 á aðild að á þessum tíma.
Meira
Á morgun mætast KR og Fylkir á heimavelli vesturbæinganna. Liðin tvö eru í tveimur efstu sætum Landssímadeildarinnar og gætu úrslitin því jafnvel ráðist þar og þá. En hvað ætla stuðningsmenn liðanna að gera til þess að blása kjarki í sína menn?
Meira
Í tengslum við Evrópuverkefnið GUIDE 2000 verður haldið málþing um menningartengda ferðaþjónustu að Hólum í Hjaltadal laugardaginn 16. september 2000.
Meira
19.08 - 10.09 Íslensk grafík Ragnheiður Jónsdóttir stiklar á stóru þegar hún sýnir verk úr nokkrum myndröðum unnum á árunum 1976-1998. Einnig verða sýnd nokkur akvatintuverk unnin með nýrri tækni.
Meira
REYKJAVÍK stýrir einu viðamesta samstarfsverkefni menningarborganna árið 2000. Tíu ungmenni á aldrinum 16-23 ára hafa verið valin frá hverri borg til að syngja saman í kórnum Raddir Evrópu.
Meira
Beate Maria Friedl/Evelyn Gyrcizka/Guðrún Jónsdóttir Kolbeins/Guðrún Marinósdóttir/Hrafnhildur Sigurðardóttir/ Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir/Ingiríður Óðinsdóttir/ Jóna A. Imsland/María Valsdóttir/ Auður Vésteinsdóttir/Ólöf Einarsdóttir/ Þorbjörg Þórðardóttir/ Þuríður Dan Jónsdóttir/ Hansi Humber. Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 300 krónur í allt húsið.
Meira
"Á síðasta ári efndi Akureyrarbær til samkeppni um listaverk í tilefni aldamótanna og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu," segir Kristinn E. Hrafnsson. "Verk mitt heitir Íslandsklukka. Ég lýsi þessu verki frekar sem atburði en sem skúlptúr.
Meira
Allar þjóðir sem eiga ritmál og eru læsar hafa frá upphafi haft áhuga á sagnfræði. Þessi þjóðlega sagnfræði hefur byggst upp á ævintýrasögnum, glímutökum og steinatökum, tröllsskap hverskonar og jafnvel draugum, sbr.
Meira
GRÍNARINN góðkunni Jerry Lewis er alls ekkert unglamb lengur . Það hefur þó ekki stöðvað hann í að skuldbinda sig til að koma fram reglulega í spilavíti Orleans-hótelsins næstu 20 árin.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æskufólks, Elbe-Weser, heldur þrenna tónleika hér á landi á næstunni. Fyrstu tónleikarnir verða í í Hafnarborg, Hafnarfirði, í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Aðrir tónleikar verða sunnudagskvöld kl.
Meira
SÍÐASTI liður í bæjarhátíð Hólmara, "Dönskum dögum", verða tónleikar í Stykkishólmskirkju á sunnudag, 20. ágúst, klukkan 16, þar sem fram koma Guitar Islancio, þeir Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Þórðarson gítar og Jón Rafnsson kontrabassi.
Meira
Nú í nótt, Menningarnóttina, mun Ministry of Sound trylla landann á Café Thomsen með nokkrum af þekktustu plötusnúðum sem eru á snærum þessa kunna dansútgáfufyrirtækis.
Meira
20.08-03.09 Sumarkvöld við orgelið. Í sumar hefur Listvinafélag Hallgrímskirkju staðið fyrir tónleikaröð þar sem organistar frá öllum níu menningarborgum Evrópu árið 2000 hafa skipt með sér tónleikum á sunnudagskvöldum í Hallgrímskirkju.
Meira
NORRÆNA húsið og Jazzhátíð Reykjavíkur byrja menningarnótt í dag, laugardag, með síðdegisdagskrá í Norræna húsinu kl. 16. Boðið verður upp á djass með tveimur úr hópi kunnustu gítarleikara Norðurlanda, Rune Gustafsson og Odd-Arne Jacobsen.
Meira
TRÍÓ Romance mun flytja verk fyrir píanó og flautur eftir Clinton, Schubert, Gaubert, Bizet, Dinicu, Liszt, Franck o.fl. á Seyðisfirði á miðvikudagskvöld, 23. ágúst, kl. 20.30. Tónleikarnir eru í tónleikaröðinni Bláa kirkjan.
Meira
Í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu opnar Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður sýningu á verkum sínum í dag kl. 16. Sýningin ber nafnið Menningarnótt 2000. Þorvarður Hjálmarsson hitti listakonuna.
Meira
Vindhátíðin er fjölbreytt dagskrá um vindinn, möguleika hans og jákvæðar hliðar. Á vindhátíðinni munu listamenn og vísindamenn gera sér mat úr vindinum og lýsa eiginleikum hans frá sem flestum hliðum.
Meira
16.08-25.08 Rauða plánetan - Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á Mars. ththor@raunvis.hi.is 18.08 Grófin Hin nýju heimkynni Borgarskjalasafns Reykjavíkur voru formlega vígð á afmælisdegi borgarinnar í gær.
Meira
SÝNINGIN "Paula Modersohn-Becker og málararnir í Worpswede", sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardag, er samvinnuverkefni Gerðarsafns í Kópavogi og Goethe-Zentrum Reykjavík.
Meira
SOLEA er þýskt djasstríó sem leggur metnað sinn í frumsamið efni sem í senn ber einkenni evrópsks nútíma og amerískrar djassarfleifðar. Tríóið skipa þeir Markus Horn píanóleikari, Lars Hansen bassaleikari og Dieter Schmigelok slagverksleikari.
Meira
60 ÁRA afmæli. Hinn 14. ágúst sl. varð sextugur Jörmundur Ingi, allsherjargoði. Hann tekur á móti gestum í félagsheimili ásatrúarmanna að Grandagarði 8, Reykjavík, í dag frá kl. 15-22.
Meira
60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 21. ágúst verður sextug Hulda Guðmundsdóttir, leiðbeinandi, Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ. Hún og sambýlismaður hennar, Örn Guðmundsson, húsasmíðameistari , taka á móti ættingjum og vinum að heimili sínu sunnudaginn 20. ágúst kl.
Meira
AUSTURLAND er ákaflega skemmtilegt heim að sækja, eins og Víkverji dagsins komst nýlega að. Hann kom þá í fyrsta sinn á lífsleiðinni á Egilsstaði og Seyðisfjörð og heillaðist upp úr strigaskónum.
Meira
Frumskilyrði allra sem vinna á geðdeildum, segir Guðmundur Sævar Sævarsson, og sjálfsagt eina ástæðan fyrir því að færir starfsmenn endast í þessu starfi er umhyggjan fyrir skjólstæðingum spítalans.
Meira
GULLBRÚÐKAUP . Í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Elke I. Gunnarsson og Guttormur Ármann Gunnarsson, ábúendur að Marteinstungu, Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Maggý Helga Jóhannsdóttir og Tómas Jónsson. Þau halda upp á daginn í brúðkaupi dótturdóttur sinnar, Hörpu Eggertsdóttur og Hákons Björns Marteinssonar, í...
Meira
Lomborg lætur hjá líða, segir Steingrímur J. Sigfússon í síðari grein sinni, að fjalla svo heitið geti um ýmis umhverfisvandamál sem á síðustu árum hafa valdið vaxandi áhyggjum.
Meira
SUNNUDAGINN 16. júlí síðastliðinn var endurbirt Morgunblaðsgrein með yfirskriftinni Ávanaefnavandinn á erindi við okkur öll . Hún er eftir barnalækni og aðstoðarlandlækni.
Meira
MIKIL umræða hefur verið um kristnihátíðina á Þingvöllum. Hún var til umfjöllunar löngu áður en hún fór fram og þá þegar voru fjölmiðlar duglegir við að finna henni allt til foráttu.
Meira
Jæja, þá hafa laun forseta Íslands verið hækkuð og þó ekki hækkuð, því sjálfur á hann alls ekki að fá meira í sinn hlut en verið hefur, aðeins að hækka sem nemur skattinum sem hann á að borga af launum sínum eins og aðrir landsmenn, ekki sýnist ástæða...
Meira
Það er mjög auðvelt í landi fámennis, segir Sigurður Þór Guðjónsson, að hræða fólk frá því að leita eftir úrlausnum sem standa því til boða um "réttlætisbrot".
Meira
Engin lausn virðist vera í aðsigi, segir Jón Bergmann Kjartansson, sennilega vegna þess að ástandið hefur enn ekki verið viðurkennt sem vandamál.
Meira
Er ekki kominn tími til að menningarlíf okkar sé fjármagnað á annan hátt, segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, en með gjöfum meðlima Sinfóníuhljómsveitar Íslands?
Meira
13. öld Eigi sér til Alda, erum vestr í haf komnir, allr þykkir mér ægir sem í eimyrju hræri; hrynja hávar bárur, haug verpa svanteigar, nú er Elliði orpinn í örðugri...
Meira
HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. minnkaði um 30% á fyrri helmingi þessa árs frá sama tíma í fyrra og var 503 milljónir króna nú en 722 milljónir þá.
Meira
ATLANTSSKIP hafa gert samstarfssamning við Fraktlausnir um afgreiðslu lausavöru. Smávörusendingar frá Bandaríkjunum verða nú afgreiddar úr 300 fm vöruhúsi Fraktlausna að Skútuvogi 12 Reykjavík.
Meira
STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hefur ákveðið á grundvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða aðildarsveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna í ágóðahlut í ár.
Meira
GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 18. ágúst Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miðdegismarkaði í Lundúnum. NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 0.9084 0.9185 0.9071 Japanskt jen 98.54 99.99 98.49 Sterlingspund 0.6084 0.6135 0.607 Sv.
Meira
HAGNAÐUR Sæplasts hf., móðurfélags og dótturfélaga, var 23 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2000. Hagnaðurinn jókst um 2 milljónir miðað við sama tímabil á síðasta ári. Rekstrartekjur Sæplasts hf.
Meira
GENGI hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu ýmist hækkaði eða lækkaði í gær í kjölfar þess að fjárfestar sneru sér í auknum mæli að viðskiptum með hlutabréf í helstu tæknifyrirtækjum og þá aðallega í fjarskiptafyrirtækjum vegna nýafstaðins uppboðs þýska...
Meira
GENGI á hlutabréfum deCODE genetics hækkaði um 2,5 Bandaríkjadali í viðskiptum á Nasdaq í gær og var lokagengið 27,06, en hæst fór gengið í 30,50 í gærmorgun. Lokagengið í fyrradag var 24,56 Bandaríkjadalir.
Meira
ÍSLANDSBANKI-FBA hefur opnað netbanka, XY.is, sem er ætlaður fyrir ungt fólk, 12 ára og eldra. Um leið var stofnaður nýr unglingaklúbbur Íslandsbanka en í honum hafa unglingar aðgang að bankaviðskiptum í rafrænu formi.
Meira
TAP af rekstri Hans Petersen hf. var 10,3 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum ársins, en áætlun gerði ráð fyrir 3,5 milljóna króna hagnaði á sama tíma miðað við 14,9 milljóna króna hagnað árið 1999. Í tilkynningu Hans Petersen hf.
Meira
MIKIL umskipti hafa orðið á afkomu Delta hf. á þessu ári samanborið við síðasta ár. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2000 eftir skatta var 134 milljónir króna samanborið við 25 milljóna króna tap á sama tímabili á síðasta ári.
Meira
Nokkrir viðskiptavinir í Nýkaupi í Kringlunni og Bónusi á Laugavegi tóku vel í beiðni Bryndísar Sveinsdóttur um að giska á verð á nokkrum algengum matvörutegundum. Allir vissu nokkurn veginn hvað mjólkin kostaði en flestir töldu smjörið mun dýrara en það er.
Meira
Í Sparverslun fást kartöflur á 60 kr. kílóið í dag og á morgun eða meðan birgðir endast. Kartöflurnar eru frá norðlenskum framleiðanda sem er Einarsstaðir...
Meira
KOMIÐ er á markað NUMI-te hjá Kaffitári. Í fréttatilkynningu segir að um sé að ræða te sem unnið sé úr heilum teplöntublöðum og jurtate sem unnið er úr ýmsum jurtum en engum bragð- eða litarefnum er bætt í teið.
Meira
Verslanir í Kringlunni verða opnar á sunnudögum í vetur frá kl. 13 til 17. Að öðru leyti verður opið eins og verið hefur í sumar: Mánudaga til miðvikudaga frá kl. 10 til 18.30, fimmtudaga kl. 10 til 21, föstudaga frá 10 til 19 og laugardaga kl. 10 til...
Meira
HAUST- og vetrarlisti OTTO er kominn út. Í fréttatilkynningu frá umboðsaðilum segir að listinn sé nú um 1400 blaðsíður og að vöruúrvalið sé að mestu leyti tískufatnaður en einnig sé að finna húsbúnað og gjafavörur.
Meira
Ef hugað er til ferðar yfir Auðkúluheiði er sjálfsagt að byrja ferðina norðan frá, segir Jón Torfason sem skoðar heiðina með augum gamals gangnamanns og ferðalangs.
Meira
"ÞAÐ þykir ekki lengur fínt að koma út með einspil," segir Vigfús Pálsson, sem sendi þættinum þetta spil sem kom upp í netkeppni fyrir stuttu. Vigfús var í suður, en mótherjar hans unglingalandsliðsmenn frá Portúgal. Vestur gefur; allir á...
Meira
11. maí, fimmtudagur Lestarferðin frá Madríd til Zaragossa tekur rúma þrjá tíma. Þegar fjær dregur Madríd tekur við fjalllendi og þónokkuð glannaleg ferð, enda finnur maður að lestarstjórinn er önnum kafinn við að stjórna hraðanum.
Meira
Einkenni frá stoðkerfi eru ein algengasta ástæða fjarvista frá vinnu og jafnframt algeng orsök tímabundinnar og varanlegrar örorku, oftast vegna bakveiki og óþæginda í hryggsúlu. Nærri lætur að um slíkt sé að ræða í öðru hverju tilviki.
Meira
ALLIR kannast við að hafa fengið "lög á heilann". Nú kann að vera fundin skýring á þessu fyrirbrigði sem í mörgum tilfellum getur reynst afar hvimleitt. Vísindamenn telja að þeir hafi ef til vill fundið stað í heilanum þar sem tónlist, a.m.k.
Meira
Innihaldsefni: Íbúprófen. Samheitalyf: Íbúfen, Nurofen, Ibuprofen Par. Lyfjaform: Töflur: Hver tafla inniheldur 200 mg, 400 mg eða 600 mg. Notkun: Þetta er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf með svipaða verkun og acetylsalicylsýra (t.d.
Meira
BÓLGUEYÐANDI lyf sem innihalda virka efnið íbúprófen (sjá grein um Ibumetin hér til hliðar) kunna að geta seinkað eða jafnvel komið í veg fyrir sumar gerðir heilaskaða er tengjast Alzheimersjúkdómnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Meira
Umsjónarmaður vekur athygli á góðu bréfi hingað til blaðsins sem birtist 20. júlí sl. Höfundur bréfsins er Einar Ólafsson bókavörður í Kópavogi. Fyrirsögn þess er Altan, helíkopter og e-mail .
Meira
Í dag er laugardagur 19. ágúst, 232. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
Meira
Hið árlega Suðurlandsmót var haldið um síðustu helgi. Að venju var mótið tröllaukið hvað varðar þátttöku og eins og fyrr undirstrikar þetta mót þann mikla áhuga hestamanna fyrir keppni.
Meira
KONUR sem komnar eru af breytingarskeiði og hafa áhyggjur af hjartasjúkdómum ættu að neyta mikils fiskmetis. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar dregur lýsi úr magni þríglyseríðs, blóðfitu af þeirri gerð er getur leitt til hjartasjúkdóma.
Meira
Samkomutjald á Lækjartorgi dagana 15. til 20. ágúst 2000. Laugardagur 19. ágúst: Dagskrá í umsjá Frelsisins frá kl. 10.00. Dagskrá í umsjón Aðventista frá kl. 13.00. Betri borg kl. 17.00 til 20.00. Unglingasamkoma í umsjá Frelsisins og fleiri kl. 20.
Meira
Svartur á leik. STAÐAN kom upp í Proclient mótinu í Olomouc, Tékklandi, er lauk fyrir stuttu. Vladimír Talla (2401) frá Tékklandi stýrði svörtu mönnunum gegn Þjóðverjanum Markúsi Held (2183). 29...b6! 30. Dxb6 He1+ 31. Hxe1 Dxe1+ 32. Kh2 Hf1 33.
Meira
LÆKNAR í Bandaríkjunum segja að söguleg handarágræðsla sem framkvæmd var þar vestra fyrir rúmu ári hafi tekist vel. Handar-þeginn hafi nú um 40% not af ágræddu höndinni samanborið við þau sem hann ella hefði. Getur hann m.a.
Meira
Spurning: Getur stöðugt sjónvarpsgláp verið skaðlegt fyrir börn og unglinga? Er líklegt að þau taki upp hegðun sem þau sjá t.d. í ofbeldis- og hasarmyndum?
Meira
"Bandaríkjamenn virðast núna vera komnir á leiðarenda og þegar þeir horfa um öxl líkar þeim alls ekki allt sem þeir sjá. Þeir segja vitleysuna fyrir löngu komna út í öfgar og nær að einbeita sér að því að skólakerfið styðji bæði við stráka og stelpur, sem þurfi mismunandi áherslur, enda séu kynin alls ekki eins. Þetta þætti mörgum litlar fréttir."
Meira
GUÐRÚN Arnardóttir hafnaði í gærkvöldi í þriðja sæti í 400 m grindahlaupi á "gullmóti" Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Mónakó. Guðrún hljóp á öðrum besta tíma sínum frá upphafi eða 54,49 sekúndum en hún setti Íslandsmet í greininni er hún hljóp á tímanum 54,37 sek. í Lundúnum þann 5. ágúst. Irina Privalova sigraði á tímanum 54,06 sek. og Tatyana Tereshchuk hafnaði í öðru sæti á 54,27 sek.
Meira
EF marka má kosningu á enska fréttavefnum Soccernet eru kaup Chelsea á Eiði Smára Guðjohnsen talin vera bestu kaup úrvalsdeildarliðs á leikmanni frá neðri deildarliðum á Englandi fyrir þessa leiktíð. Af þeim 5.
Meira
HERMANN Hreiðarsson skrifaði í gær undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Ipswich Town. Gengið var frá kaupunum í gærmorgun en kvöldið áður hafði Hermann gengist undir ítarlega læknisrannsókn hjá félaginu.
Meira
HERMANN Hreiðarsson verður í lykilhlutverki í vörn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Ef litið er yfir fyrstu tvo mánuði keppnistímabilsins má sjá að margir skæðir sóknarmenn eiga eftir að kynnast varnarmanninum sterka frá Vestmanneyjum.
Meira
"ÞAÐ má alls ekki vanmeta íslenska landsliðið, það er álíka sterkt og það danska," sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, í samtali við dagblaðið BT á föstudag. "Íslendingar eiga nokkra framúrskarandi og hættulega knattspyrnumenn," segir Olsen enn fremur og minnir á að Ísland hafi m.a. gert jafntefli við heimsmeistara Frakka og unnið Rússa í undankeppni Evrópumótsins.
Meira
Í tilefni af ýmsum niðrandi ummælum um dómara og störf þeirra sem birst hafa í fjölmiðlum í sumar og höfð eftir aðilum innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, þykir stjórn þess tímabært að spyrna við fótum og að þeir sem láta slíkt eftir sér hafa...
Meira
Á FUNDI framkvæmdastjórnar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, á fimmtudag fékk Lovísa Einarsdóttir viðurkenningu Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, fyrir framúrskarandi starf til eflingar þátttöku stúlkna og kvenna í íþróttum á Íslandi (The Women...
Meira
PÉTUR Már Sigurðsson , körfuknattleiksmaður sem leikið hefur með KFÍ á Ísafirði undanfarin ár, hefur ákveðið að spila með Val á næstu leiktíð. Í tilefni af leik KR og Fylkis á morgun verður útvarp KR með útsendingu frá klukkan 9 til 21.
Meira
VALSMENN skutust á topp 1. deildar karla í gær þegar þeir lögðu ÍR að velli í Breiðholtinu, 2:3. Valsmenn réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og náðu þriggja marka forystu, en ÍR-ingar komu sterkir til baka í síðari hálfleik og náðu að gera harða atlögu að a.m.k. öðru stiginu. Þeir uppskáru það þó ekki og sitja enn í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig eins og Víkingur og KA, sem eiga leik til góða á ÍR.
Meira
Í HUGUM margra er aðeins augnablik síðan Bradford var að berjast fyrir sæti sínu í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og í dag hefst knattspyrnuvertíðin. Það gleður eflaust marga að þrír íslenskir leikmenn verða í eldlínunni í vetur með liðum sínum en það eru þeir Hermann Hreiðarsson, Ipswich, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea og Arnar Gunnlaugsson, Leicester.
Meira
SAMHERJI hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í Íslandslaxi hf. í Grindavík og 85% hlutafjár í Víkurlaxi ehf. í Eyjafirði. Fjárfesting Samherja í þessum félögum nemur samtals um 215 milljónum króna.
Meira
ENN hefur engrar geislunar orðið vart frá kafbátnum Kursk sem sökk í Barentshafi í upphafi vikunnar. Í Barentshafi eru afar gjöful fiskimið og uppeldisstöðvar fiska.
Meira
VERÐ á þorskaflamarki á Kvótaþingi Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og er nú komið niður fyrir 100 krónur í fyrsta sinn í nærri heilt ár.
Meira
Nú er árið sem var svo langt undan, og átti að vera boðberi nýrra tíma, skyndilega skollið á og upprunnið. Innan fárra vikna verður það árið sem er að líða. Ég man vel hversu óralangt árið 2000 var í burtu þegar ég var barn á sjöunda áratugnum.
Meira
Ó, vornótt blíð, sem vekur allt að nýju af vetrarblundi löngum og gróðri skrýðir jörð. Nú ilmar brum og anga moldarbörð er andar suðrið milt í birtu og hlýju. Sumarnótt mig fyrrum tældi á tálar. Ég týndi mér hjá þér. Hve þá leið stundin fljótt.
Meira
DJASSHELG lofgjörð, ljóð og fyrirlestrar verða í Skálholti um næstu helgi, 26. og 27. ágúst, og hefst dagskráin í Skálholtskirkju kl. 13.30 laugardaginn 26. ágúst með fyrirlestri Sigvalda Tveit sem hann nefnir Djass og guðsþjónusta. Kl. 14.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1180 orð
| 4 myndir
Tími - fresta flugi þínu er yfirskrift viðamikillar sýningar á verkum þekktra erlendra og íslenskra listamanna sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. HÁVAR SIGURJÓNSSON kynnti sér sýninguna í fylgd Eiríks Þorlákssonar og Ágústu Kristófersdóttur.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 2220 orð
| 6 myndir
Stafafell er ein af stærstu jörðum landsins og meginhluti þess er jafnframt eitt mikilfenglegasta fjalllendi landsins. Þar hefur nú verið skipulagt friðland og með nýjum brúm verða til einstök skilyrði fyrir göngufólk sem fjölgar frá ári til árs.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1268 orð
| 1 mynd
ÞAÐ VAR laust upp úr hádegi að tengdamamma hringdi í mig og tjáði mér að hún væri í standandi vandræðum, aldrei þessu vant. Einhver ótukt hafði hent steini í hægri afturlöppina á Sæmundi og hann gat naumast tyllt í hana.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 148 orð
| 1 mynd
Í HALLGRÍMSKIRKJU verður opnuð sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu í dag, laugardag, kl. 18. Sýningin hefur yfirskriftina Í ljósi dýrðar og gefur að líta þverskurð af verkum hennar, en list Sigrúnar spannar yfir 50 ára tímabil.
Meira
Með guðspjalls óð án efa í ótal sálum býrð. Þín gæfa var að gefa Guði einum dýrð. Í ár og aldir hljómar þitt alheims tónamál. Þinn óður þegar ómar þar ertu af lífi og sál. Hið sama segja megum um sjálfan Jesú Krist.
Meira
Margar sögur fara af teiknum í náttúru landsins og mörg þeirra hefur borið upp á stórar stundir í sögu þess. Þessa mynd tók Björk Magnúsdóttir á nýafstaðinni kristnihátíð á Þingvöllum og kallar hana "Kristur á kristnihátíð".
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 402 orð
| 3 myndir
Gerðarsafn í Kópavogi hefur opnað sýningu á málverkum, teikningum og leikmyndum Sigfúsar Halldórssonar. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR kynnti sér sögu Sigfúsar og ræddi við Guðbjörgu Kristjáns- dóttur, forstöðumann safnsins, um tónskáldið og listmálarann sem á svo sterkar rætur í Íslendingum.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1319 orð
| 3 myndir
ÚTIVIST hefur frá upphafi haft áhuga á ferðum um landsvæði það sem nú er Skaftárhreppur. Má sem dæmi um þann áhuga nefna göngu á Lómagnúp á fyrstu árum félagsins og byggingu salernis á tjaldstæði við Núpsstaðarskóga.
Meira
Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur er haldin í dag, laugardag, og munu söfn, gallerí, kirkjur, verslanir, veitingastaðir, bankar og önnur fyrirtæki í miðborginni hafa opið fram eftir kvöldi og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Meira
MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning. Sýningin verður opin til 31. ágúst frá kl. 13-17 alla daga. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Til 1. nóv.
Meira
James Sharpe: Instruments of Darkness. Witchcraft in England. 1550-1750 . Penguin Books 1997. Óttinn við illviljuð yfirnáttúruleg öfl var einn þáttur mennskrar meðvitundar svo langt sem heimildir vitna.
Meira
Ekki láta mig rugla þig í ríminu sagðirðu og réðst inn í líf mitt og ég reyndi en ég verð ekki bara fundin líkamlega þegar tími gefst þegar veður leyfir mig er líka að finna andlega félagslega tilfinningalega í gleði sársauka vanmætti styrk.
Meira
er ein af stærstu jörðum landsins og í fjalllendi hennar hefur verið skipulagt friðland. Í Stafafelli hafa búskaparhættir breytzt mikið og nú er rekin þar umfangsmikil ferðamannaþjónusta með...
Meira
Sighvatsson var heillum horfinn eftir Apavatnsförina, sem batt enda á uppgang Sturlunga. Gissur Þorvaldsson hafði að engu eiða sína við Sturlu og örlög skildu svo með þeim í...
Meira
TÉKKNESKI orgelleikarinn Jaroslav Túma leikur á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju í dag, kl. 12, og hann er fulltrúi menningarborgarinnar Prag á tónleikum Sumarkvölds við orgelið annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.
Meira
ræður ríkjum á alþjóðlegri sýningu, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í dag, á degi menningarnætur Reykjavíkur. Tími - fresta flugi þínu heitir þessi...
Meira
voru stofnuð í desember 1972 og börðust fyrir því að Bernhöftstorfan yrði ekki látin víkja fyrir stjórnarráðsbyggingu. Á Menningarnótt Reykjavíkur gangast samtökin fyrir...
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 1914 orð
| 6 myndir
HÚSVERNDUN á Íslandi er ekki gamalt fyrirbæri. Ekki eru nema tæp fimmtíu ár síðan fyrst var farið að ræða um friðun húsa hér á landi, ef undan eru skildar þær fáu merku byggingar sem til voru, svo sem kirkjur og nokkur söguleg hús.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 429 orð
| 2 myndir
Í þorpinu Worpswede í Þýskalandi var starfandi listamannanýlenda um síðustu aldamót. Þekktust þeirra myndlistarmanna sem þar störfuðu er Paula Modersohn-Becker og er nú opnuð sýning á teikningum og grafíkverkum hennar, auk fimm annarra málara úr nýlendunni, í Gerðarsafni.
Meira
19. ágúst 2000
| Menningarblað/Lesbók
| 748 orð
| 2 myndir
Pólski listamaðurinn Roman Opalka, sem á verk á sýningunni Tími - fresta flugi þínu, hefur helgað sig því verkefni að skrá tölur á striga allt frá í byrjun ferils síns á sjötta áratugnum. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Opalka um hina sérstæðu listsköpun hans, viðhorf til lífsins og um hugmyndirnar að baki list hans sem hann útlistar af óslökkvandi ástríðu.
Meira
Hér er risin heilög kirkja hún skal alla gleðja og styrkja, vígð sem Drottins dýrðar lind, dregur hjörtun burt frá synd. Þúsund ára - formið forna fegurð vekur endurborna. Noregs - gjöfin göfug enn, gleður alla kristna menn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.