HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, vísaði í gær á bug fregnum þess efnis að hann hefði sjálfur séð um að koma upp neti leynilegra bankareikninga og falinna sjóða skömmu eftir að hann var kjörinn kanslari 1982.
Meira
MISTÖK flugmanna eða bilun í hreyfli kann að hafa verið orsök þess að Airbus A320-þota flugfélagsins Gulf Air fórst í lendingu á Barein í Persaflóa í fyrrakvöld og með henni allir 143 sem um borð voru.
Meira
VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að hermönnum, lögreglu, fangavörðum, tollvörðum og skattaeftirlitsmönnum í landinu verði veitt 20% launahækkun. Pútín hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið vegna framgöngu sinnar í Kúrsk-harmleiknum.
Meira
Ættingjar sjóliðanna 118 sem fórust með rússneska kafbátnum Kúrsk er hann sökk í Barentshafi sigldu í gær á slysstaðinn. Köstuðu sumir blómum í sjóinn þar sem báturinn hvílir á hafsbotni.
Meira
JÓHANN Ólafsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, hefur sent blaðinu eftirfarandi athugasemd fyrir hönd stofnunarinnar vegna fréttarinnar "Þyrla gæslunnar er oftar notuð til sjúkraflugs" sem birtist sl.
Meira
AÐSTANDENDUR sjóliðanna 118 sem fórust með kjarnorkukafbátnum Kúrsk vörpuðu í gær blómsveigum á hafið yfir staðnum þar sem kafbáturinn sökk fyrir 12 dögum.
Meira
ÁTTA fyrirtæki og samsteypur hyggjast taka þátt í uppboði ítalska ríkisins á rekstrarleyfum í hinu væntanlega UMTS-farsímakerfi, eftir því sem talsmenn Ítalíustjórnar greindu frá. Frestur til að tilkynna þátttöku rann út á hádegi í gær að staðartíma.
Meira
FRANSKIR stjórnmálaskýrendur töldu í gær flest benda til þess að Jean-Pierre Chevenement, innanríkisráðherra Frakklands, myndi segja af sér embætti nú í vikunni.
Meira
BARNAÓPERAN Sæmi sirkusslanga, önnur sýning, föstudaginn 25. ágúst kl. 20, 3. sýning 26. ágúst kl. 14 og 4. sýning kl. 17 sama dag. Aðgangur kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri og kr. 1.200 fyrir fullorðna. Hópafsláttur (10 stk) kr. 800.
Meira
Í MINNISBLAÐI borgarlögmanns til Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa kemur fram að samkvæmt skýringum Sambands íslenskra sveitarfélaga við sveitastjórnarlög leiði seta í stjórn fyrirtækis eða félags ekki til vanhæfis sveitarstjórnarmanns sitji hann í...
Meira
TALSVERÐAR sótskemmdir urðu í fjölbýlishúsi við Lindasmára í Kópavogi í gærkvöld þegar eldur kom upp í hjólageymslu í sameigninni um kl. 20. Að sögn slökkviliðs virðist sem kveikt hafi verið í hjólbörðum, sem geymdir voru í geymslunni.
Meira
VARÐSKIPSMENN á Óðni heimsóttu útvörð Íslands, Kolbeinsey, heim á dögunum og gerðu mælingar á stærð eyjarinnar. Kom í ljós að eyjan lætur enn undan síga fyrir ágangi sjávar og er nú vart svipur hjá sjón frá því sem var fyrir rúmum áratug.
Meira
VERKLEGAR framkvæmdir við endurbyggingu á brautamótum aðalflugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli hófust á fimmtudag. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir í tvær vikur og að þeim verði lokið miðvikudaginn 6. september nk.
Meira
SÝNINGARBÍLL McLaren Mercedes-liðsins úr Formúlu 1 kappakstrinum verður til sýnis fyrir utan BOSS-verslunina í Kringlunni 8-12, föstudaginn 25. ágúst og laugardaginn 26. ágúst.
Meira
TALSMENN Egg, fyrsta breska netbankans, viðurkenndu í gær að bankinn hefði verið fórnarlamb tölvuþrjóta sem höfðu á brott með sér nokkur þúsund pund í netbankaráni fyrr á árinu.
Meira
HELGI Torfason, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir nokkuð vera um sprungur í berggrunninum í landi Grafarholts en hann segir stærstu sprunguna vera sýnilega á um tveggja kílómetra svæði.
Meira
RÁÐIST var á karlmann á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt. Þegar lögreglan fékk tilkynningu um atvikið virtist sem manninum hefði verið kastað út úr bíl og því næst gengið í skrokk á honum.
Meira
BORGARYFIRVÖLD í Beijing, höfuðborg Kína, hafa undirritað viljayfirlýsingu við Orkuveitu Reykjavíkur og Virki hf. um að fyrirtækin aðstoði Beijing-borg við lagningu hitaveitu í borginni.
Meira
SENDINEFND þingmanna úr efri deild japanska þingsins kemur hingað til lands 27. ágúst í því skyni að kynna sér þingræði á Íslandi. Þingmennirnir eru í stjórnlaganefnd japanska þingsins.
Meira
KÖFUNARLIÐ undir forystu bandarískra sérfræðinga byrjuðu í gær að kafa niður að flaki ferjunnar Estonia þar sem hún liggur á alþjóðlegu hafsvæði á botni Eystrasalts.
Meira
Ellefu ára þrautagöngu konu, sem þola mátti að sitja fimm vikur saklaus í gæsluvarðhaldi hérlendis, lauk fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í maí. Með dómsátt fékk hún formlega afsökunarbeiðni og bætur frá íslenska ríkinu. Jón Sigurðsson rekur í greininni mál konunnar, sem ekki er það fyrsta er endar fyrir Mannréttindadómstólnum og verður til þess að sýna fram á meinlega galla á íslenskum réttarfarslögum.
Meira
KRÓNAN veiktist í fyrradag gagnvart Bandaríkjadal og varð hann dýrari en hann hefur áður orðið, eða 80,90 krónur. Í lok dags hafði hann veikst aftur og lokagildi miðvikudags var 80,35 krónur.
Meira
UM HELGINA verða "fastir liðir eins og venjulega" í dagskrá Viðeyjar, gönguferð, staðarskoðun, hestaleiga og reiðhjólalán. Þetta verður síðasta helgi bæði klaustursýningarinnar og hestaleigunnar.
Meira
FORSVARSMENN rannsóknaráætlunar norrænu ráðherranefndarinnar "Norden og Europa" eða Norðurlönd og Evrópa halda kynningarfund í Reykjavík laugardaginn 26. ágúst nk. Fundurinn er í Norræna húsinu frá kl. 11 til um kl. 16 um daginn.
Meira
BÚNAÐARSAMBAND Suðurlands efnir í samvinnu við Félag kúabænda á Suðurlandi til kúasýningar laugardaginn 26. ágúst kl. 13.30 í Ölfushöllinni í Inghólfshvoli í Ölfusi.
Meira
ÞJÓNUSTUBRAUT við fjölbýlishús í Klukkubergi í Hafnarfirði, sem meðal annars er ætluð slökkviliðsbílum og sjúkraflutningabílum, virðist vera heldur þröng á kafla en það gæti orsakað að stærri björgunarbílar ættu erfitt með að komast úr götunni nema með...
Meira
ÞORSTEINN frá Hamri sækir Akureyringa heim og les eigin ljóð á síðastu bókmenntavöku listasumars 2000 sem verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 í kvöld, föstudagskvöldið 25. ágúst en það hefst kl. 20.30.
Meira
NÚ ERU síðustu forvöð að heimsækja Árbæjarsafn í sumar en húsum safnsins verður lokað 1. september. Sýningarnar sem í gangi eru: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar, Saga byggingatækninnar, Litla bílaverkstæðið og Minningar úr húsi - Laufásvegur 43.
Meira
ÞORKELL Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði og eiturefnafræði, segir það vera niðurstöðu norræns starfshóps sem rannsakað hefur málið að barnshafandi konum sem innbyrða mikið af koffíni sé frekar hætt en öðrum við fósturláti fyrir 22. viku meðgöngu.
Meira
Með aukinni vitund um mikilvægi heilbrigðs lífernis fer spurn eftir heilsutengdri ferðaþjónustu ört vaxandi. Birna Anna Björnsdóttir sat málþing þar sem fram kom að slík þjónusta gæti orðið mikil tekjulind fyrir Ísland í framtíðinni.
Meira
Í TILEFNI þess að þúsund ár eru liðin frá kristnitöku Íslendinga hafa rótarýklúbbar í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi ákveðið að koma fyrir varanlegum merkingum við forna og aflagða kirkjustaði í Reykjavíkurprófastsdæmunum.
Meira
FRÁ og með 15. september verður mögulegt fyrir símnotendur í fastanetum að flytja með sér símanúmer sín þegar þeir færa viðskipti sín frá einu símafyrirtæki til annars.
Meira
SKIPVERJAR á rannsóknarskipinu Kommander Jack, sem annast botnrannsóknir á vegum Landssímans og Føroya Tele vegna lagningar sæstrengs á milli Íslands og Færeyja, fundu undarlegt fyrirbæri á hafsbotni um 95 kílómetra austur af Dalatanga nýverið, að sögn...
Meira
Slysalaus dagur í umferðinni í Reykjavík gat ekki hafist betur í gærmorgun. Á háannatíma frá hálfátta til hálftíu var ekkert óhapp tilkynnt til lögreglunnar.
Meira
ÓLAFUR Sveinsson myndlistarmaður hefur í sumar sýnt olíu- og akrýl-málverk í Ráðhúsinu á Dalvík en sýningunni lýkur um næstu mánaðamót. Sýningin er opin á afgreiðslutíma ráðhússins.
Meira
FORSTJÓRI Landhelgisgæslunnar og tollstjórinn í Reykjavík lögðu í gær fram beiðni hjá lögreglustjóranum í Reykjavík um að fram fari lögreglurannsókn á sannleiksgildi fréttaflutnings á Skjá einum í fyrrakvöld um meint fíkniefnamisferli varðskipsmanna.
Meira
GRÆN eðla á lengd við mannshandlegg var að spóka sig í fjörugrjótinu við Eiðsgranda þegar kona gekk þar fram á hana í gærkvöld. Lögreglan var kvödd til og fór hún með dýrið á stöðina.
Meira
SKIPAÐUR hefur verið 50 manna starfshópur innan Framsóknarflokksins og er honum ætlað að endurskoða afstöðu flokksins í Evrópumálum. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir óhjákvæmilegt að flokkurinn fjalli ítarlega um málið.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að fela forseta bæjarstjórar að senda bæjaryfirvöldum í Murmansk, vinabæ Akureyrar, samúðarskeyti vegna kafbátaslyssins í Barentshafi á dögunum þar sem 118 manns fórust.
Meira
EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, hvatti í gær hægrimenn í stjórnarandstöðunni til að ganga til liðs við ríkisstjórn sína og styðja áætlanir um samfélagsumbætur.
Meira
SJÓBLEIKJUVEIÐI hefur tekið kipp á silungasvæði Víðidalsár og austur á Klaustri er talsvert af sjóbirtingi gengið inn á Vatnamótin. Hafa síðustu holl veitt vel en frekar lítið er þó af mjög stórum birtingi.
Meira
25. ágúst 2000
| Akureyri og nágrenni
| 467 orð
| 1 mynd
MENNINGARNÓTT á Akureyri verður haldin næstkomandi laugardag í miðbæ Akureyrar. Það eru Miðbæjarsamtökin á Akureyri sem standa fyrir menningarnótt og njóta við það stuðnings ýmissa fyrirtækja og stofnana.
Meira
VONAST er til að framkvæmdir við nýja rúmlega 1.300 fm viðbyggingu við Þinghólsskóla í vesturbæ Kópavogs hefjist í vetur og ljúki fyrir skólaárið 2001 til 2002.
Meira
MIKILL áhugi er í Bretlandi fyrir leiðangri björgunarsveitarmanna úr breska flughernum í Skotlandi og íslenskra björgunarsveitarmanna á jökul á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar sem farinn var í vikunni, en tilgangur fararinnar var að flytja til...
Meira
SEINNI hluti fyrstu umferðar Skákþings Íslands fór fram í Félagsheimili Kópavogs í gærkvöld en nú er í fyrsta skipti leikið eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja fyrirhugaða tónleika Stórsveitar Reykjavíkur, sem áttu að vera á Ingólfstorgi á föstudaginn, inn í Ráðhús Reykjavíkur vegna slæmrar veðurspár. Leikin verður létt og aðgengileg stórsveitartónlist í anda stríðsáranna.
Meira
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa ákveðið að láta kanna möguleikana á því að bjóða út rekstur nýs fjögurra deilda leikskóla sem verið er að byggja í Ásahverfi.
Meira
MYNDRÖÐIN, sem tekin er úr myndskeiði sjónvarpsupptöku, sýnir hvernig móðir eins sjóliðanna sem fórust með Kúrsk er sprautuð niður og borin burt af öryggisvörðum eftir að hún í geðshræringu fór að hrópa ókvæðisorð að fulltrúum stjórnvalda á fundi sem...
Meira
SKRIFSTOFA lögmanns Færeyja hefur skrifað aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og beðið um að fá útskýrt hvaða reglur gildi um þátttöku þriðja aðila í samningum milli tveggja þjóða.
Meira
AÐALSKRIFSTOFA Sameinuðu þjóðanna í New York hefur brýnt það fyrir væntanlegum ræðumönnum á árþúsundamóta-leiðtogafundi SÞ (Millennium Summit), sem boðaður hefur verið í byrjun september, að hafa ávörp sín stutt.
Meira
ÞRÁTT fyrir ákafa gagnrýni samþykkti Bill Clinton Bandaríkjaforseti í vikunni að kólumbíska hernum yrði veittur 1.3 milljarður bandaríkjadala til stuðnings baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og skæruliðastarfsemi.
Meira
UMFANGSMIKIL málmvinnsla var á Hálsi í Reykholtsdal frá landnámsöld og a.m.k. fram til ársins 1000 en undanfarin ár hafa minjar um þessa vinnslu verið grafnar upp.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík stóð í gær fyrir umferðarátaki undir yfirskriftinni "slysalaus dagur". Markmiðið var að fækka óhöppum með því að hafa lögregluna sýnilegri og virkja almenning.
Meira
LOU Jiwei, fyrsti varafjármálaráðherra Kína, er í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt fylgdarliði. Ráðherrann mun m.a. eiga fund með Geir H. Haarde fjármálaráðherra og kynna sér ýmsa þætti efnahags- og ríkisfjármála.
Meira
HAKI Þór Antonsson varði 3. mars sl. doktorsritgerð sína í miðaldasögu við St. Andrews-háskóla í Skotlandi. Leiðbeinandi var Dr. Barbara E. Crawford en andmælendur voru prófessor Robert Bartlett frá St. Andrews-háskóla og prófessor emeritus Peter G.
Meira
VIÐGERÐ er lokið á CANTAT3-sæstrengnum, sem slitnaði í byrjun mánaðarins. Áhöfn franska kapalskipsins Léon Thévenin hefur gert við slitið á strengnum og jafnframt komizt fyrir deyfingu sem áður var byrjað að gæta í hluta strengsins.
Meira
RÁÐUNEYTI olíumála í Noregi hyggst leggja til að stofnað verði nýtt eignarhaldsfyrirtæki utan um eignarhlut ríkisins í Statoil þegar það verði einkavætt að hluta og nýja fyrirtækið annist jafnframt eignir ríkisins í olíu- og gaslindunum.
Meira
EINN þáttur í aðgerðum lögreglu á slysalausum degi var að bjóða ökumönnum upp á veltu í veltibíl Sjóvá-Almennra. Veltibílnum, sem líkir eftir bílveltu á 80 km. hraða, var komið fyrir á bílastæðinu við listaverkið Sólfar við Skúlagötu.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra minnist tónleikanna í Laugardalshöll þar sem Baldur var frumfluttur. Hann segir að sú stund verði öllum ógleymanleg, sem nutu.
Meira
Uppboðið á leyfum til þess að starfrækja svonefnda þriðju kynslóð farsíma í Bretlandi fyrir nokkrum mánuðum leiddi til þess að símafyrirtækin þar buðu þrefalt hærri upphæð í leyfin en nokkurn hafði órað fyrir og gilti þá einu hvort um var að ræða...
Meira
ÖLDUNGUR Tónlistans, "Ágætis Byrjun" með hljómsveitinni Sigur Rós, hefur verið að dóla sér á listanum í rólegheitum núna í eitt ár og þrjá mánuði. Platan kíkir nú aðeins í heimsókn aftur inn á topp tíu.
Meira
TVEIR ungir menn, þeir Óskar Karlsson og Þórir Benediktsson, græddu laglega á því að vera með umferðarreglurnar á hreinu þegar lausnir þeirra voru dregnar úr potti réttra lausna í umferðarleik dómsmálaráðuneytisins og mbl.
Meira
NÝJASTA myndband Smashing Pumpkins, við lagið "Try, Try, Try", af síðustu plötu sveitarinnar, MACHINA/The Machines of God, hefur valdið miklum deilum og þykir víst að það fáist aldrei sýnt óklippt á MTV eða öðrum aðgengilegum sjónvarpsstöðvum.
Meira
COLDPLAY er eitt efnilegasta bandið í Bretlandi og kannski mesti spútnik ársins. Parachutes er þeirra fyrsta plata og hún er ekki bara orðin platínuplata í heimalandinu með yfir 300 þúsund eintök seld.
Meira
NELLY heldur toppsæti bandaríska breiðskífulistans með Country Grammar aðra vikuna í röð og styrkir stöðu sína enn á meðal vinsælustu rappara vestra í dag.
Meira
Anna Líndal, Eggert Pétursson, Finnbogi Pétursson, Helgi Björnsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson. Til 20. september. Opið alla daga frá kl. 8-20.
Meira
BLÚSARARNIR sívinsælu KK og Magnús hafa bæði lifað og leikið ýmislegt á sínum tónlistarferlum en nú eru það tónleikaupptökur úr Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs sem heilla tónlistaráhugamenn víðsvegar um landið.
Meira
TRÍÓ Tómasar R. Einarssonar kemur fram á þrettándu og síðustu sumartónleikum veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á morgun, laugardag, kl. 16-18.
Meira
NÚ stendur yfir málverkasýning Einars Emilssonar á Hótel Kiðagili í Bárðardal og gefst gestum kostur á að virða fyrir sér 26 verk eftir listamanninn. Einar ólst upp á Seyðisfirði, en hefur búið á Dalvík um langt árabil.
Meira
Breska hljómsveitin Toploader er eitt af stóru nýju nöfnunum í bransanum í ár. Þessir drengir leika "mjúkrokk" og eru stoltir af því. Ólafur Páll Gunnarsson sá þá leika á Glastonbury-tónlistarhátíðinni fyrr í sumar og tyllti sér hjá þeim þar sem þeir áttu stund milli stríða.
Meira
"THE Role of Small States in the European Union" (Smá ríki innan Evrópusambandsins) er eftir Baldur Þórhallsson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnar nýja sýningarálmu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð og vígir Flugminjasafn Egils Ólafssonar laugardaginn 26. ágúst. Til samans mynda minjasafnið og flugminjasafnið eina safnaheild.
Meira
HRAFNKELL Orri Egilsson sellóleikari hlaut styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat þegar úthlutað var úr sjóðnum í níunda sinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær.
Meira
TÓNLISTIN úr "Romeo Must Die", nýjustu kvikmynd Jet Li, sem margir muna eftir úr Lethal Weapon 4 (en hann verður einnig með stórt hlutverk í næstu Matrix mynd), ætti að vera kærkomin eign fyrir aðdáendur hinar svokölluðu "R&B"...
Meira
NORSKI myndlistarmaðurinn Sigmund Årseth opnar málverkasýningu í MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru nær 40 myndverk, flest máluð á síðustu misserum.
Meira
" SÓL, ÉG hef sögu að segja þér ," sagði metsöluplatan Svona er sumarið 2000. "Þetta er Stopp nr.7 á Tónlistanum, og þar af sjötta vikan á toppnum. Lögin mín eru því Ennþá feikilega vinsæl.
Meira
NÚ stendur yfir sýning Sigríðar Gísladóttur í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A. Sigríður útskrifaðist frá Málaradeild MHÍ 1993 og hefur unnið að myndlist meira og minna síðan. Sigríður var gestanemi við Kúnstakademíuna í Osló 1994.
Meira
Gallerí Reykjavík Sýningu Þiðriks Helgasonar lýkur á mánudag. Þiðrik sýnir 28 olíumálverk öll unnin á þessu ári og er þetta hans fyrsta einkasýning. Sýningin er opin virka daga 10-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga 14-17. Aðgangur er ókeypis.
Meira
FYRIRTÆKJARISINN Warner Brothers sem framleiðir dægrastyttingu af færibandi hefur nú gefið út fréttatilkynningu þess efnis að nú séu tvær nýjar kvikmyndir um Leðurblökumanninn í vinnslu.
Meira
30 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 26. ágúst, verður þrítugur Sigurjón Marteinn Jónsson, Lyngbergi 35, Hafnarfirði . Af því tilefni býður hann fjölskyldu og vinum að þiggja veitingar í Sjónarhóli, Kaplakrika, milli kl. 17 og...
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 25. ágúst, er fimmtug Kristín Hlíf Andrésdóttir, Hlégerði 12, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Jökull E. Sigurðsson .
Meira
50 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 26. ágúst, verður fimmtugur Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri Lindaskóla. Eiginkona hans er Dýrleif Egilsdóttir. Í tilefni dagsins taka þau á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 20.30-23 í Smáranum í...
Meira
60 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 27. ágúst, verður sextugur Ingjaldur Ásvaldsson bifvélavirkjameistari, Garðatorgi 7, Garðabæ. Eiginkona hans er Þóra Einarsdóttir.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 25 ágúst verður sjötug Ástríður (Ásta) Guðmundsdóttir, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi. Eiginmaður hennar er Stefán Eiríksson, fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri, Keflavíkurflugvelli .
Meira
75 og 60 ÁRA afmæli. Systurnar Soffía Sigurjónsdóttir, Ugluhólum 8, sem verður 75 ára 7. september og Þóranna Erla Sigurjónsdóttir, Bleikjukvísl 16, sem varð 60 ára 1. ágúst sl., munu taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 26. ágúst kl. 19.
Meira
95 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 25. ágúst, verður níutíu og fimm ára Björg E. Jónsdóttir, Álftamýri 16, Reykjavík . Hún tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarsal Háteigskirkju í dag kl....
Meira
Þrátt fyrir þessa hörmulegu atburði, segir Jón Kristjánsson, má ekki leggja árar í bát, en tala hvar sem því verður við komið fyrir bættri umferðarmenningu.
Meira
Þær umræður sem átt hafa sér stað um birtingamál auglýsinga á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga, segir Friðrik Eysteinsson, voru löngu orðnar tímabærar.
Meira
Reykjavíkurflugvöllur var, er og verður varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, segir Guðbrandur Jónsson, og þær flugvélar sem nota Keflavíkurflugvöll sem aðalflugvöll.
Meira
HÉRAÐSFUNDUR Húnavatnsprófastsdæmis verður haldinn á sunnudag, 27. ágúst, og hefst með messu á Melstað í Miðfirði kl. 11 árdegis. Altarisganga verður. Einnig verður í lok messunnar flutt yfirlitsskýrsla um störf í prófastsdæminu á liðnu starfsári, en sr.
Meira
Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu' ekki að bráð? Þá berast lætur lífs með straumi, og lystisemdum sleppir taumi, - hvað hjálpar, nema herrans náð?
Meira
Stjórnmálamenn þurfa að líta á heildarmyndina, segir Davíð Ingason, í stað þess að einblína á einstaka kostnaðarliði og fjargviðrast yfir hækkun þeirra.
Meira
Það þarf að endurskoða forgangsröðun yfirvalda, hækka laun ríkisstarfsmanna og reyna einu sinni, segir Þórunn Þorleifsdóttir, að standa við gefin loforð um málefni og sjálfsagðan rétt fatlaðra.
Meira
KÆRA Sigurðar Þórs Guðjónssonar, rithöfundar á hendur herra Sigurbirni Einarssyni biskupi hefur vakið mikla athygli og að siðanefnd presta skyldi veita biskupi ofanígjöf!
Meira
ÉG las í Velvakanda í vikunni pistil eftir kennara um einelti. Ég er ekki sammála þessum kennara, sem segir að börn sem bíti frá sér lendi síður í einelti.
Meira
Þátttaka Framsóknarflokksins í R-listasamkrulli vinstrimanna í Reykjavík, stór-skaðar, segir Guðmundur Jónas Kristjánsson, bæði ímynd flokksins og fylgi.
Meira
Áslaug Jónsdóttir fæddist á Tröð í Súðavíkurhreppi hinn 10. desember 1919. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benjamín Jón Kristóbertsson, f. 21. janúar 1892, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Helgason fæddist á Forsæti í Vestur-Landeyjum hinn 29. maí 1930. Hann andaðist á heimili sínu Vallarbraut 4 á Hvolsvelli 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Bjarnason, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959 og María Jónsdóttir, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Gyða Þorsteinsdóttir fæddist í Sælingsdal í Dölum 2. apríl 1942. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 28. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hannes Pétur Young fæddist í Keflavík 25. apríl 1971. Hann lést 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Steinunn Guðnadóttir, f. 4. júní 1949 og Neville Young frá Nottingham í Englandi, f. 17. maí 1945. Bróðir Hannesar er Tómas Viktor, f.
MeiraKaupa minningabók
Íris Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1937. Hún lést á heimili sínu föstudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Björn Vigfússon, f. 19.2. 1902, d. 29.04.1985, og Áslaug Sigurðardóttir, f. 27.12, 1908, d. 25.1. 1991.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur fæddist í Reykjavík 8. maí 1930 og ólst þar upp í vesturbænum. Hann lést á heimili sínu að Hávallagötu 17 hinn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Helgason, f. 14.1. 1903, d. 1.10.
MeiraKaupa minningabók
Sævar Norbert Larsen var fæddur á Selfossi 17. janúar 1946. Hann lést í Portúgal þann 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frederik Larsen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995 og Margrét Guðnadóttir, f. 25. júní 1916. Bræður Sævars eru Hafsteinn,...
MeiraKaupa minningabók
Þóra Þorsteinsdóttir fæddist á Grund í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu 19. september 1908. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4. desember 1842, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
KIOSK Magazine hefur þá ánægju að tilkynna að Degasoft hefur hlotið verðlaun tímaritsins fyrir besta hugbúnað fyrir skjástanda (kioska). Hugbúnaður Degasoft, Kudos 5.0, hefur að okkar mati gefið skjástandahugbúnaði algerlega nýja og óþekkta vídd. Kudos...
Meira
Í júní fór fram í Berlín sýningin KioskCom. Íslenska fyrirtækið Degasoft tók þátt í þessari sýningu og var hugbúnaður fyrirtækisins valinn sá besti af sýningarhöldurum. Hugbúnaðurinn hlaut sömu viðurkenningu í Chicago á kioskcom-retail mánuði síðar og nú hefur fagtímaritið Kiosk Magazine valið Kudos hugbúnað ársins fyrir kioska. Arnór Gísli Ólafsson hitti þá Halldór Sigurjónsson og Tómas Gunnarsson, þróunar- og tæknistjóra hjá Degasoft.
Meira
LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.551,415 0,43 FTSE 100 í London 6.557,00 -0,14 XETRA DAX í Frankfurt 7.230,26 -0,03 CAC 40 í París 6.461,93 -0,61 OMX í Stokkhólmi 1.
Meira
SAMSKIP-RUSSIA GmbH hafa tekið við umboði fyrir DAL-Transport í Rússlandi en DAL-Transport er alþjóðlegt skipa- og flutningafélag og er hluti af Deutsch-Africa-Linien Gmb. Að sögn Guðmundar P.
Meira
REKSTRARHAGNAÐUR Samherja hf. fyrstu sex mánuði ársins 2000 nam 379 milljónum króna, samanborið við 200 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra, sem er 90% hækkun á milli ára.
Meira
Á VIÐSKIPTAVEF Morgunblaðsins er nú í boði sú þjónustu að lesendur geta skoðað þau kort sem birtast í Morgunblaðinu um milliuppgjör félaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán.
Meira
SUM varnarspil ganga út á að taka þá slagi sem til falla strax. Enskumælandi bridshöfundar nota gjarnan orðasambandið "cash-out situations" þegar þeir eru að fjalla um varnarþrautir af þessum toga.
Meira
Áhugi á menntun á sviði hestamennsku hefur greinilega aukist á undanförnum árum og námsframboð verður sífellt fjölbreyttara. Ásdís Haraldsdóttir hafði samband við nokkra aðila sem bjóða upp á slíkt nám og komst m.a. að því að nokkrir hafa hliðsjón af tillögum um stigskipt nám sem kynnt var á ársþingi LH á síðasta ári.
Meira
Í dag er föstudagur 25. ágúst, 238. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska.
Meira
MÁLÞINGI um íslenska hestinn, sem halda átti í Hótel Borgarnesi í dag, föstudag, hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. Málþingið átti að halda í tengslum við brennureið og töðugjöld á Kaldármelum.
Meira
Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og leikmaður spænska félagsins Las Palmas á Kanaríeyjum hefur verið orðaður við þýska liðið Borussia Dortmund að undanförnu og á þriðjudag mættust liðin í æfingaleik.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi er í 29.-30. sæti ásamt Filippseyingum á heimsmeistaramóti landsliða sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Íslenska sveitin hefur leikið hringina tvo á 311 höggum.
Meira
EYJAMENN riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts í síðari leik liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu í gær. Leiknum, sem fram fór í Edinborg, lauk með öruggum sigri heimamanna, 3:0, og Hearts vann því samanlagt, 5:0.
Meira
FH-ingar geta tryggt sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld en þá fer fram 15. umferð 1. deildarinnar. Vinni FH leik sinn á heimavelli gegn Skallagrími og tapi KA fyrir ÍR á Akureyri eru FH-ingar komnir upp.
Meira
FRANSKI landsliðsmaðurinn Sylvain Wiltord er á leið til Arsenal en forráðamenn Arsenal og Bordeaux hafa náð samkomulagi um kaupverðið. Talið er að Arsenal greiði nálægt 1,3 milljörðum króna fyrir hinn 26 ára gamla Wiltord .
Meira
Samkvæmt frétt netmiðilsins onefootball í gær hefur skoska úrvalsdeildarliðið Hearts áhuga á að fá Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson, markahæsta leikmann Íslandsmótsins, til liðs við sig.
Meira
ÍSLENDINGARNIR þrír í liði Lilleström komu allir við sögu í gærkvöldi er liðið vann Glentoran frá Norður-Írlandi. Lilleström vann fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópukeppni bikarhafa, 3:0.
Meira
EINN íslenskur dómari verður verður á meðal þeirra sem dæma keppni í fimleikum á Ólympíuleikunum í Sydney er hefjast eftir miðjan næst mánuð. Það er Björn Magnús Tómasson úr Ármanni.
Meira
ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur samþykkt að krikket sé viðurkennd íþrótt hér á landi, en nokkrir áhugamenn um íþróttina hér á landi fóru þess formlega á leit við ÍSÍ á dögunum.
Meira
LEIFUR Grímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarfélags KR . Hann tekur við starfinu af Magnúsi Orra Schram sem gegnt hefur því frá stofnun rekstrarfélagsins í febrúar í fyrra. Magnús Orri er á leið til starfa hjá Landssímanum .
Meira
WATFORD, lið Jóhanns B. Guðmundssonar og Heiðars Helgusonar í 1. deildinni á Englandi, gerði í á þriðjudaginn markalaust jafntefli við 3. deildar liðið Cheltenham Town í deildarbikarkeppninni.
Meira
ENSKI knattspyrnudómarinn, Graham Poll hefur viðurkennt að það hafi verið mistök hjá honum að reka hinn þýska leikmann Liverpool, Dietmar Hamann, af velli í leik Arsenal og Liverpool á mánudag.
Meira
NORSKA landsliðið í knattspyrnu hefur verið í sviðsljósinu eftir dapurt gengi á EM fyrr í sumar og eftir tap þess gegn Finnum á dögunum. Þá lét forseti norska knattspyrnusambandsins, Per Ravn Omdal, óánægju sína í ljós.
Meira
SIR Alex Ferguson hefur lengstum gagnrýnt dómara í Englandi fyrir lélega dómgæslu. Í gær sýndi hann breytt viðhorf er hann sagðist vorkenna dómurum.
Meira
STEINGRÍMUR Jóhannesson, markahæsti leikmaður ÍBV, meiddist á ökkla í viðureign ÍBV og Hearts í gærkvöldi. Hann varð að fara af leikvelli á 83. mínútu og Eyjamenn léku því manni færri það sem eftir lifði leiksins því Kristinn R.
Meira
ÞRÁTT fyrir góðan leik urðu leikmenn ÍA að sætta sig við tap á móti Gent, 3:2, í síðari viðureign liðanna í forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu sem fram fór í Belgíu í gær. Belgarnir höfðu einnig betur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli, 3:0, og unnu því samanlagt, 6:2..
Meira
UNDIRBÚNINGUR íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Frakklandi seinni hluta janúar á næsta ári hefst í næstu viku. Landsliðið æfir þá hér á landi í vikutíma og leikur nokkra æfingaleiki gegn liðum úr 1. deildinni. Upphaflega stóð til að landsliðið færi í æfingabúðir til Þýskalands og léki gegn liðum úr þýsku úrvalsdeildinni en að sögn Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara var hætt við það.
Meira
FLUTNINGUR á aflahlutdeildum aflamarksskipa í þorski á fiskveiðiárinu sem senn rennur sitt skeið á enda jókst lítillega frá fiskveiðiárinu 1998/99.
Meira
Bolungarvík - Nýtt línuveiðiskip, Þorlákur ÍS 15, kom til heimahafnar í Bolungarvík um sl. helgi. Skipið er smíðað í Pólandi en eigandi þess er útgerðafyrirtækið Dýri hf., sem er í eigu bræðranna Finnboga og Flosa Jakobssona.
Meira
LAUGARDAGINN 26. ágúst n.k. verður haldinn formlegur stofnfundur LÍF, Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Kænunni við bátahöfnina í Hafnarfirði og hefst hann kl. 15:30.
Meira
Í FYRSTU voru allar smáskífur gefnar út á sjö tommu vínyl. Endurhljóðblandanir á lögum urðu þó sífellt flóknari og gæði sjö tommunnar reyndust ekki nógu mikil. Eftir því sem rákirnar í plötunni liggja þéttar saman verða hljómgæðin verri og upptakan...
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 775 orð
| 6 myndir
Í BYRJUN ágúst lagði danshópurinn Sporið í langþráða ferð til Bandaríkjanna og Kanada. Megintilgangur ferðarinnar var að kynna íslenska þjóðdansa í Vesturheimi.
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 19 orð
| 8 myndir
Á diskótímabilinu fjölgaði næturklúbbum og plötusnúðnum óx ásmegin. Inga Rún Sigurðardóttir kynnti sér tímabilið og sögu plötusnúðsins og spjallaði við Margeir Ingólfsson um líf og starf plötusnúðs.
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 444 orð
| 4 myndir
MARLENE Dietrich, Greta Garbo, Picasso, Madonna og Muammar Gaddafi eru einungis fá nöfn dregin af handahófi úr hatti aðdáenda alpahúfunnar, þessa látlausa og sígilda höfuðbúnaðar sem einnig gengur undir nöfnunum "spanjóla" og...
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1610 orð
| 5 myndir
Að vita allt. Mikið væri það dásamlegt. Draumurinn um fullkomna þekkingu hefur fylgt manninum lengi og aldrei virtist þessi hugarsýn jafnnálægt því að verða að veruleika eins og á upplýsingaöldinni. Kristín Elfa Guðnadóttir tókst á hendur ferðalag um lendur fróðleiksins.
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 139 orð
| 1 mynd
Íslenskur fjölfræðingur Magnús Stephensen (1762-1833) konferenzráð og landstjóri frá 1801 var einn helsti boðberi upplýsingarstefnunnar á Íslandi.
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 242 orð
| 1 mynd
ÉG á bágt með gang, en geng nú samt. Þetta er hins vegar allt annað líf síðan ég fékk mér rafskutluna. Nú fer ég á staði sem mér hefði aldrei dottið í hug að heimsækja gangandi," sagði Gunnlaugur Jónsson þegar Daglegt líf hitti hann í Laugardalnum.
Meira
FERILL Margeirs Ingólfssonar sem plötusnúðs er orðinn langur. Hann byrjaði að spila fimmtán ára gamall í grunnskóla. Stuttu síðar var hann farinn að spila á Hótel Borg, þá sextán ára.
Meira
25. ágúst 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 800 orð
| 2 myndir
ÁRIÐ 1999 bárust hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins 16.200 umsóknir um styrki til hjálpartækjakaupa, sem er 12,5% aukning frá árinu áður.
Meira
Bandaríska gamanmyndin Coyote Ugly er frumsýnd í alls fimm kvikmyndahúsum í dag en hún er með Maria Bello í aðalhlutverki og segir frá fjörinu á barnum Coyote Ugly á Manhattan þar sem einungis vinna konur.
Meira
Það er erfitt að gera því almennileg skil í fáeinum orðum en áttundi áratugur tuttugustu aldarinnar er hin eina og sanna gullöld Hollywood - kvikmyndanna.
Meira
HANN fór langleiðina með að stela Die Hard frá sjálfum ofurharðhausnum Bruce Willis . Þó var hann illmennið en Willis hetjan. Alan Rickman varð heimsfrægur á einni nóttu, svo sópaði að honum í einni bestu hasarmynd allra tíma.
Meira
FRANCIS Ford Coppola , sem nú er að ganga til samstarfs um framleiðslu bíómyndar á Íslandi, er mistækur snillingur sem á að baki nokkrar af helstu myndum kvikmyndasögunnar á seinni hluta síðustu aldar.
Meira
DANCER In the Dark , kvikmynd Lars von Trier með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverkinu, verður frumsýnd á Íslandi föstudaginn 22. september og hugsanlega forsýnd helgina áður. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Sambíóunum Álfabakka og á Akureyri.
Meira
Hollywood bæði sannaði og afsannaði kenninguna um ameríska drauminn þegar ráðið var í aðalkvenhlutverkið í Simone, nýjustu mynd Andrew Niccol (Gattaca). Simone er ung kona sem kemur til Hollywood og verður fræg næstum umsvifalaust. Ekkert nýtt við þetta þema. A Star is Born (1937/54), All About Eve (1950), The Barefoot Contessa (1954).
Meira
Skífan frumsýnir hinn 1. september bandarísku gamanmyndina Big Momma's House með Martin Lawrence í aðalhlutverki. Hann leikur FBI -lögreglumann en atvikin haga því svo til að hann verður að dulbúast sem eldri kona og lendir í miklum vandamálum vegna...
Meira
LAUGARÁSBÍÓ, Bíóborgin, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag gamanvestrann Shanghai Noon með Jackie Chan og Owen Wilson í aðalhlutverkum.
Meira
SÍMASTAURAR í víkingamyndum, armbandsúr á kúrekum villta vestursins, flugvélar á himni yfir sveitasælu frá 19. öld. Flest höfum við séð slík dæmi um slysaskot í kvikmyndum, mannlegu mistökin svokölluðu.
Meira
Glöggir áhorfendur hafa löngum verið naskir á að reka augun í hina fjölbreytilegustu smíðagalla og annað sem miður fer í kvikmyndagerð. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að mistök eiga sér ekkert síður stað í fokdýrum stórmyndum en ódýrum smámyndum.
Meira
Paltrow og Affleck í Bounce "Ég var mjög stressaður þegar ég hitti þau," er haft eftir leikstjóra rómantísku gamanmyndarinnar Bounce , Don Roos , þegar hann talar um fyrsta fund hans og leikaranna Gwyneth Paltrow og Ben Affleck , sem fara með...
Meira
Á fyrri hluta áttunda áratugarins var kvikmyndamönnum frjálst að yrkja um hómósexúalisma eins og þá lysti. Óskert skáldaleyfi eitt sér dugði hins vegar ekki til. Myndir um homma urðu að skila arði til að þessar sögur yrðu gjaldgengar í Hollywood, skrifar Jónas Knútsson í seinni hluta greinar sinnar um samkynhneigð karla í kvikmyndasögunni.
Meira
"Slip hestene løs" er nafnið á nýrri kvikmynd eftir Erik Clausen sem nýlega var frumsýnd í Danmörku og er þetta orðatiltæki sótt til Karen Blixen, sem sagði oft: "Sleppið hestunum lausum og skiljið vagninn eftir."
Meira
Á morgun hefst alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Haugasundi í Noregi, en ásamt Gautaborgarhátíðinni sem haldin er í febrúarmánuði er hún helsti vettvangur fyrir kynningu og sölu á norrænum kvikmyndum, bæði innan og utan Norðurlanda.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.