KOSTNAÐUR norska ríkisins vegna svo kallaðs beingreiðslukerfis, þar sem foreldrum er boðin greiðsla fyrir að hafa börn sín heima í stað þess að senda þau á leikskóla, mun reynast töluvert meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að því er greint var frá í...
Meira
RÚSSNESK stjórnvöld hétu því í gær að Moskvubúar mundu í dag geta á ný náð útsendingum nokkurra sjónvarpsstöðva frá Ostankino-sjónvarpsturninum, sem eldur kom upp í á sunnudag, en yfirvöld telja nú víst að turninn muni ekki hrynja.
Meira
VESTRÆNU gíslarnir sex, sem múslímskir öfgamenn létu lausa fyrr í vikunni, tóku í gær þátt í móttökuathöfn sem haldin var þeim til heiðurs við Bab-el-Azizia-herskálana utan við Trípólí, höfuðborg Líbýu, áður en þeir héldu til síns heima í gærkvöldi.
Meira
TVEGGJA daga yfirheyrslur yfir fyrrverandi háttsettum embættismönnum flokks Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi hafa leitt í ljós djúpstæðan ágreining og í gær táraðist Brigitte Baumeister sem var gjaldkeri í tíð Helmuts Kohls er hann var kanslari...
Meira
FORSVARSMENN tjaldsvæða á Akureyri, á Húsabrekku og í Vaglaskógi segjast sáttir við aðsóknina í sumar og telja hana svipaða og í fyrra eða ívið betri. Sumarið á Norðurlandi hefur verið afar sólríkt og þess hafa tjaldgestir notið í ríkum mæli.
Meira
NOTKUN ólöglegra fíkniefna í Rússlandi vex með gífurlegum hraða og hefur þegar aukist um 25% miðað við síðasta ár, að því er fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá í gær. Um þrjár milljónir manna hafa neytt fíkniefna á þessu ári, og m.a.
Meira
SVO virðist sem sjóbirtingur sé aftur byrjaður að ganga á Grenlækjarsvæðinu en veiði datt þar niður um tíma eftir gott skot fyrir um hálfum mánuði. Veiðimenn, sem voru nýverið í Fitjaflóði, voru í góðum málum, t.d.
Meira
Borgararéttindaskrá Evrópusambandsins, sem unnið hefur verið að því að semja frá því í desember, verður - eftir því sem Auðunn Arnórsson kemst næst - aðeins pólitísk yfirlýsing sem langsótt væri að ætla að hefði nokkur réttaráhrif utan ESB-ríkjanna.
Meira
ÞORSTEINN Karlsson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir þjónustubraut við Klukkuberg í Hafnarfirði, sem meðal annars er ætluð slökkviliðsbílum, vera þrengri en fram kemur á samþykktum teikningum.
Meira
Borgarnesi -Búnaðarbankamótið í knattspyrnu var haldið í Borgarnesi í sjötta sinn fyrir nokkru. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt og voru að þessu sinni um 700 talsins, en mótið er fyrir 4.-7. flokk. Mikill fjöldi aðstandenda fylgdi keppendum.
Meira
JEAN-Pierre Chevenement, innanríkisráðherra Frakklands, sagði af sér embætti í gær vegna ágreinings við Lionel Jospin forsætisráðherra um stefnu frönsku stjórnarinnar í málefnum Korsíku.
Meira
Í HAUST hefur Dansskóli Jóns Péturs og Köru sitt 12. starfsár. Í vetur verður sem fyrr boðið upp á námskeið í barnadönsum, samkvæmisdönsum, gömlu dönsunum, tjútti, mambói og salsa fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Meira
Grindavík -Á dögunum var tekin í notkun ný skólabygging við Grunnskólann í Grindavík. Þetta hús er mikil viðbót enda 2000 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum. Þarna er mötuneytisaðstaða nemenda, salur, kennslustofur o.fl.
Meira
FÉLAG eldri borgara í Kópavogi efnir til fræðsluferðar um Kópavogsland fimmtudaginn 31. ágúst undir leiðsögn Árna Wang. Stoppað verður á nokkrum athyglisverðum stöðum. Boðið verður upp á kaffi í ferðinni. Fargjald er 500 kr. Mæting er við Gullsmára kl.
Meira
Fimmtudaginn 24. ágúst 2000 birtist grein eftir Hjördísi Eddu Broddadóttur og Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur. Þar var annar höfunda nafngreindur rangt undir mynd. Rétt nafn höfundar er Hjördís Edda Broddadóttir og er beðizt velvirðingar á...
Meira
VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð á Austurlandi samþykkti eftirfarandi ályktun á stjórnarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum 28. ágúst sl.: "Stjórnin fordæmir þá valdníðslu sem fram fór á aðalfundi NAUST þann 27. ágúst við Snæfellsskála.
Meira
FORSETI þýska Sambandsþingsins, Wolfgang Thierse, verður dagana 1.-3. september nk. í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis.
Meira
YOSHIHIRO Nishida, formaður stjórnlaganefndar japanska þingsins, sagði að hann væri að reyna að koma á fundi milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Yoshiros Moris, forsætisráðherra Japans, þegar þeir verða báðir í New York á sérstökum fundi 150...
Meira
Á Íslandi eru starfrækt vegleg ljósmyndasöfn sem innihalda milljónir ljósmynda. Gunnlaugur Árnason heimsótti stærstu söfnin, ræddi við safnverði og fræddist um sérstöðu hvers safns; hver tilgangur ljósmyndasafna er og hvers vegna nauðsynlegt er að varðveita ljósmyndir.
Meira
30. ágúst 2000
| Akureyri og nágrenni
| 530 orð
| 4 myndir
NOKKUR íslensk fyrirtæki og stofnanir í ferðaþjónustu héldu ásamt sendiherra Íslands í Þýskalandi, Ingimundi Sigfússyni, boð í gær á milli 18 og 20 að staðartíma, í íslenska skálanum á Heimssýningunni Expo 2000 í Hannover.
Meira
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Eiðsgranda í Reykjavík en verið er að lagfæra svæðið milli götu og grjótgarða. Til stendur að leggja göngustíga meðfram sjónum allt frá bæjarmörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness út að Mýrargötu.
Meira
HUNDAR réðust á og drápu tugi lamba og nokkrar kindur í beitarhólfi skammt austan við Hellu. Guðmundur Ómar Helgason á Lambhaga kom að fénu á mánudaginn.
Meira
30. ágúst 2000
| Akureyri og nágrenni
| 69 orð
| 2 myndir
Í VERINU í dag er birtur kvóti allra fiskiskipa á næsta fiskveiðiári. Einnig er sagt frá aflabrögðum krókabáta og japanskra túnfiskveiðiskipa við Ísland. Þá er fjallað um vaxandi skuldastöðu sjávarútvegsins í...
Meira
RAFBÍLLINN Think, sem er tveggja manna, var sýndur hjá Ford-umboðinu, Brimborg, um síðustu helgi, en Think er norsk hönnun og framleiðsla sem Ford hefur nú yfirtekið.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR í Bretlandi segja að hætta sé á að kúariða geti borist í matvæli með því að aðrar dýrategundir eins og svín, sauðfé og kjúklingar sýkist án þess að einkenni komi í ljós, að sögn fréttavefjar BBC .
Meira
EKKI kalla á Sómala með því að benda fingri; ekki snerta túrbana Sikha án þess að biðja um leyfi og ekki spyrja Kínverja um þrímenningaglæpaklíkur.
Meira
Eru heiðursfélagar Áréttað skal að þau Hulda Valtýsdóttir, Jónas Jónsson og Markús Runólfsson voru kjörnir heiðursfélagar á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Akureyri um síðustu helgi fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu skógræktar á...
Meira
MAÐUR lést í gær af völdum alvarlegra áverka er hann hlaut þegar hann féll af hestbaki að morgni síðastliðins sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi varð slysið við Hvítárvallaveg í Borgarfirði.
Meira
MAÐURINN sem lést er hann var að vinna við rúllubaggavél í Breiðdal á sunnudaginn hét Trausti Jónsson og var frá Grænuhlíð í Fljótsdalshéraði. Hann var ábúandi á Randversstöðum. Trausti var 23 ára, ókvæntur og...
Meira
KÍNVERSKIR embættismenn hafa gert upptækar þúsundir eintaka af bók um Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna þess að þar er mynd af honum með útlægum leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, að sögn fréttavefjar BBC .
Meira
Opinber heimsókn íslensku forsætisráðherrahjónanna til Eistlands hófst í gærmorgun þegar Mart Laar forsætisráðherra Eistlands tók á móti Davíð Oddssyni í eistneska stjórnarráðinu í Tallinn, höfuðborg landsins. Guðmundur Sv. Hermannsson og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari fylgdust með heimsókninni.
Meira
ÍSLENSKA ríkisstjórnin leggur fram 12 milljónir króna á þessu ári og næstu tveimur árum til sóttvarna í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Haraldur Briem sóttvarnalæknir er í viðbragðshóp á vegum forsætisráðherra ríkjanna sem standa að Eystrasaltsráðinu.
Meira
VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands, hefur sent frá sér ályktun um komu Li Pengs til Íslands þar sem segir meðal annars: "Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1935 til þess að efla viðgang lýðræðislegrar og...
Meira
PATRICIA Nixon Cox, dóttir Richards Nixons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, neitar því að faðir sinn hafi barið eiginkonu sína og efast um að hann hafi tekið lyndisbreytandi lyf á meðan hann var forseti.
Meira
COSMIC ehf. heildverslun og Förðunarskóli No Name hafa flutt starfsemi sína í stærra húsnæði að Bolholti 6, 4. hæð, og hefur fyrirtækið jafnframt skipt um símanúmer. Útsölustaðir No Name eru nú orðnir 45 talsins um allt land.
Meira
NÝ og endurbætt heimasíða Svæðisskrifstofu Reykjaness hefur verið tekin í notkun. Á heimasíðunni er ítarleg kynning á Svæðisskrifstofunni og starfsemi hennar.
Meira
UNGLINGUR, sem fengið hafði ökuleyfi fyrir um hálfum mánuði, var stöðvaður fyrir ofsaakstur á Hnífsdalsvegi í fyrrinótt. Mældist bifreið hans á 139 km hraða en þar er hámarkshraði 70 km.
Meira
OLÍS, Olíuverzlun Íslands, hefur gerst aðili að Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtökum Íslands. Aðild Olís var samþykkt á síðasta stjórnarfundi Landverndar.
Meira
FORELDRAR íbúa á sambýlinu Einibergi í Hafnarfirði segja ástandið þar algjörlega óviðunandi vegna skorts á starfsfólki og segjast þeir óttast um öryggi og velferð barna sinna sökum þessa.
Meira
FÉLAGAR í unglingadeild Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, unglingadeildinni Von, þreyttu "bátamaraþon" sl. helgi. 11 unglingar skiptust í 70 tíma á að vera úti í stórum gúmbjörgunarbát, sem flaut í höfninni í Sanderði.
Meira
RÉTTIR voru óvenjusnemma á ferð í Reykhólasveit í ár. Heyrðist því fleygt, til skýringar, að nú væri svo komið að kaupfélagið vildi fá blessaða sauðkindina magra, svo pranga mætti henni inn á kaupendur.
Meira
Trillan Smyrill kom að landi í Grundarfirði í gær með nokkrar stórlúður sem veiddust á Breiðafirði. Ein lúðan var svo stór að hún náðist ekki um borð heldur varð að draga hana í land. Er það ekki furða, þar sem ferlíkið var 187 kg.
Meira
ÞÁTTTAKENDUR á alþjóðlegri ráðstefnu um hamfarir og neyðarviðbúnað, sem nú stendur yfir í Reykjavík, lögðu við umræður í gær áherslu nauðsyn þess að góð samvinna væri á milli fjölmiðla og yfirvalda þegar hamfarir ættu sér stað.
Meira
FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir síðustu gönguferð sumarsins laugardaginn 2. september. Farið verður upp í Reistarárskarð, upp á Kötlufjall og komið niður í Þorvaldsdal. Brottför er kl. 9 um morguninn.
Meira
MAT á skólastarfi er bundið í lög um grunnskóla og ber hverjum skóla að láta fara fram mat á starfi sínu, svokallað sjálfsmat, en jafnframt ber menntamálaráðuneytinu láta fara fram ytra mat á starfsemi skóla sem og úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla.
Meira
SKRIFSTOFA jafnréttismála í Pósthússtræti var tæmd í gær og húsgögn og annað flutt norður til Akureyrar þar sem stendur til að opna Jafnréttisstofu á föstudag. Að sögn Elsu S.
Meira
SKULDIR sjávarútvegsins voru taldar vera kringum 175 milljarðar króna um síðustu áramót en árið 1998 námu þær um 160 milljörðum. Höfðu þær þá aukist um tæplega 70 milljarða á fjórum árum.
Meira
Kristinn Haukur Skarphéðinsson fæddist 18. febrúar 1956 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976 og prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1981. Hann lauk meistaraprófi í dýravistfræði frá Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum 1993. Hann hefur starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um langt árabil. Hann er kvæntur Unni Steinu Björnsdóttur og eiga þau tvö börn.
Meira
FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík veitti fjárhagsaðstoð í samtals 2.409 málum á síðasta ári, samanborið við 2.729 mál árið 1998. Fækkaði fjárhagsaðstoðarmálum um 11,7% á milli ára, samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Félagsþjónustunnar.
Meira
STARFSMENN Laxár við Krossanes hafa undanfarna daga veitt nokkrum jaðrakönum athygli en fuglarnir hafa greinilega átt nokkuð erfitt um gang. Virtist sem þeir væru haltir og valtir á fótunum.
Meira
UNGUR íslenskur lögfræðingur, Róbert R. Spanó, útskrifaðist með láði frá háskólanum í Oxford hinn 5. ágúst sl. Hann var að ljúka eins árs meistaranámi í lögfræði, þar sem hann sérhæfði sig á þeim sviðum, er varða samskipti einstaklinga og ríkisvalds.
Meira
ÁRNI Þór Sigurðsson, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, fjallar um framboðsmál fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í grein sem birt var á vefritinu Múrnum í gærkvöldi.
Meira
BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær til Egyptalands og átti fund með forseta landsins, Hosni Mubarak, og hétu þeir því að leita allra leiða til að finna lausn á deilum um frið í Mið-Austurlöndum. Þeir segja þó enga lausn vera í sjónmáli.
Meira
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar um helgina til að fara yfir drög að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001. Samþykkti þingflokkurinn fjárlagatillögur sem fjármálaráðherra lagði fyrir fundinn.
Meira
BRESK kona og tvö börn hennar féllu í Skaftafellsá um hádegið í gær þegar íshella, sem þau stóðu á, gaf sig. Þeim var bjargað úr ánni eftir nokkurt volk en konan var þá meðvitundarlaus.
Meira
UNDANÚRSLIT á skákþingi Íslands héldu áfram í gærkvöldi þegar seinni skákir voru tefldar. Þröstur Þórhallsson er kominn í úrslit en hann sigraði Jón Garðar Viðarsson og hlaut því samanlagt 1½ vinning á móti ½.
Meira
DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur tilkynnt úrslit úr hugmyndasamkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti. Valnefnd, sem falið var að meta tillögurnar, komst að þeirri niðurstöðu að engin hugmynd ein og sér bæri af hvað varðaði allt kosningaferlið.
Meira
JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir þrjá þætti í verðmyndun á íslenskum matvörumarkaði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag og telur aðra bera meiri ábyrgð á háu matvælaverði en fyrirtæki hans sjálfs og þá væntanlega aðra...
Meira
LÚÐVÍK Bergvinsson flutti erindi á fundi Áfengis- og vímuvarnarráðs þann 22. ágúst s.l., en hann er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um breytta áfengislöggjöf. Þar sagði hann m.a: "Það er trú þeirra sem þetta mál flytja að íslenskri þjóð sé ekki síður treystandi en öðrum Evrópuþjóðum til að umgangast þessa vöru og hafa svipað aðgengi að áfengi og aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við."
Meira
"Coyote Ugly". Leikstjóri: David McNally. Handrit: Gina Wendkos. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Aðalhlutverk: Piper Perabo, Adam Garcia, John Goodman, Maria Bello. Buena Vista 2000.
Meira
Í VINNUSTOFU sinni í Aðalstrætinu var Javier Gil að vinna að síðustu verkunum fyrir sýninguna. "Ég vona að þú afsakir draslið," byrjaði hann á að segja og bauð blaðamani sæti á góðum stól.
Meira
Geisladiskur Grétu Sigurjónsdóttur, Glópagull, gefinn út af henni sjálfri. Öll lög og textar eftir Grétu nema "Uppi dagsins" eftir Herdísi Hallvarðsdóttur og "Pési" eftir hljómsveitina Teppið hennar tengdamömmu.
Meira
Þing hagyrðinga eru jafnan viðburðarík enda liggur þar enginn á meiningu sinni. Uppskeran er eftir því. Pétur Blöndal innbyrti dúll, gamanmál, kvæðastemmur, söng og skanderingar á landsmóti hagyrðinga sem fram fór í höfuðborginni um helgina.
Meira
Umdeild bók vestan hafs er Kitchen Confidential eftir Anthony Bourdain. Árni Matthíasson las bók Bourdains sem minnti hann á aðra eldri, Down and Out in Paris and London eftir George Orwell.
Meira
Cryptonomicon, skáldsaga eftir Neil Stephenson. Random House gefur út í Arrow-kiljuröð sinni 2000. 918 síðna kilja. Kostaði 1.595 kr. í Máli og menningu.
Meira
RITHÖFUNDURINN Einar Már Guðmundsson og tónskáldið Tómas R. Einarsson kynna nýjan geisladisk í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18. Á diskinum les Einar Már ljóð sín við undirleik Tómasar.
Meira
Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður frumsýnt leikrit eftir smásögu Antons Tsjekhov í Barons Court-leikhúsinu í London, þar sem íslenskur leikari fer með stórt hlutverk. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Meira
MEÐAL þeirra íslenzku listamanna, sem koma fram á þjóðardegi Íslands á Heimssýningunni í Hannover er Kammersveit Reykjavíkur, sem heldur tónleika í Hannover í kvöld kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna í KonzertHaus á EXPO-svæðinu, verða eingöngu íslensk...
Meira
VERSLUNIN ACO hefur flutt í nýtt og stærra húsnæði við Skaftahlíð og af því tilefni var efnt til opnunarveislu þar sem boðið var upp á kræsileg skemmtiatriði gestum og viðskiptavinum til dægrastyttingar.
Meira
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju leika á morgun, fimmtudag, þau Knútur Örn Bjarnason á óbó og Katalin Lörincz á orgel.
Meira
MADONNA skaust beint í efsta sæti breska smáskífulistans á sunnudaginn með nýja lagið sitt "Music" og er þar með orðin fyrsta söngkonan sem átt hefur 10 topplög.
Meira
HLJÓMSVEITIN Oasis hefur nú lokið dramatískri tónleikaferð sinni sem þeir fóru í til þess að fylgja útgáfu plötunar "Standing On The Shoulder Of Giants" eftir.
Meira
Norræna/Eystrasaltskórahátíðin var haldin í bænum Skien í Noregi í sumar. Einum kór frá hverri Norðurlandaþjóð og Eystrasaltslöndunum var sérstaklega boðið til hátíðarinnar. Hljómeyki þáði boðið fyrir Íslands hönd og kynnti nýlega íslenska kóratónlist. Hildigunnur Rúnarsdóttir segir frá.
Meira
GANGANDI vegfarendur í Kingston-upon-Thames, einu úthverfa London, virða hér fyrir sér verk breska listamannsins David March. Verkið nefnist "Out of Order" sem útleggja má á íslensku sem "Bilun".
Meira
Lónkot í Skagafirði Höggmyndasýningu Páls á Húsafelli í risatjaldinu að Lónkoti í Skagafirði lýkur nú um mánaðamótin. Á sýningunni eru höggmyndir unnar í fjörugrjót úr Lónkotsmöl, stuðlaberg úr Staðarbjargavík við Hofsós og grjót úr nágrenni Húsafells.
Meira
"Völuspá Þórarins og Möguleikhússins ætlar að fá rífandi byrjun nú á haustmánuðum eftir góðan byr í kjölfar frumsýningar á Listahátíð í Reykjavík á vordögum," segir Sesselía Traustadóttir, markaðsstjóri Möguleikhússins.
Meira
HASARMYNDALEIKARINN Arnold Schwarzenegger brosir hér breitt eftir að hafa veitt viðtöku sérstökum heiðursverðlaunum sem kennd eru við föður Flanagan og eru fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu æskunnar.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, verður sjötugur Þorvaldur Snæbjörnsson rafvirkjameistari, Kotárgerði 18, Akureyri . Í tilefni afmælisins taka hann og eiginkona hans, Guðrún M. Kristjánsdóttir, á móti ættingjum og vinum föstudaginn 1.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, verður áttræður Svafar Helgason, Öldustíg 10, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Gunnhildur Magnúsdóttir...
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, verður áttræður Marinó Þorsteinsson, leikari, Víðilundi 20, Akureyri. Marinó verður með börnum sínum á Dalvík á...
Meira
Í GÆR laugardaginn 26. ágúst var fjallkonu Íslands nauðgað af austfirskum manneskjum sem með mjög ógeðfelldum hætti tróðu sér með ofbeldi inn í félagskap sem hefur verið að reyna að vinna að náttúruverndarmálum þar eystra.
Meira
Ennþá brennur mér í muna, meir en nokkurn skyldi gruna, að þú gafst mér undir fótinn. Fyrir sunnan Fríkirkjuna fórum við á stefnumótin. En ég var bara, eins og gengur, ástfanginn og saklaus drengur.
Meira
Þegar eru nokkur rými ónýtt í Skjóli og reyndar víðar, segja Ólafur Mixa og Sigurbjörn Björnsson. Veldur þar mestu skortur á ófaglærðu starfsfólki.
Meira
ÞAÐ er útúrsnúningur, segir Einar K. Guðfinnsson í Dagblaðinu 19. ágúst, ef hámarkshraði væri hækkaður upp í 110 km, þá þýddi það að menn færu að keyra á 120-130 km hraða.
Meira
Það er réttnefndur kapítalismi andskotans að taka lungann úr þjóðarauði landsmanna, sjávarauðlindina, segir Sverrir Hermannsson, og afhenda hana gefins örfáum útvöldum til eignar og auðsöfnunar.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað.
Meira
Í Kastljósþætti fimmtudaginn 24. ágúst sl. var umræðan helguð skólamálum og þá einkum yfirvofandi skorti á kennurum. Á meðal gesta þáttarins var borgarstjóri Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Meira
Kennarastofan á að vera staður þar sem menn meta árangur dagsins, segir Sigríður Jóhannesdóttir, og leggja sameiginlega á ráðin um næsta dag svo að börnin ,,læri meira í dag en í gær".
Meira
Ég spyr launafólk og verkalýðsforystu um allt land, segir Eiríkur Stefánsson. Eigum við að láta þessa valdníðslu yfir okkur ganga eða gæta hvert annars?
Meira
Allalgengt mun vera að jaðarálögur séu 60% eða hærri hjá láglaunafólki og fólki með miðlungstekjur, segir Hólmgeir Björnsson, en þær eru sjaldan meiri en 45,4% hjá hátekjumönnum.
Meira
VÆRI ekki hægt að koma á einhvers konar siðareglum varðandi meðferð manna og notkun á GSM-símum? Þetta eru orðin feikn útbreidd tæki og þarfaþing en þau má auðveldlega misnota eins og allt annað.
Meira
Árni Eðvaldsson fæddist á Seyðisfirði 11. desember 1946. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Gísli Sigurðsson fæddist að Kappastöðum í Fljótum í Skagafirði, sem þá var hjáleiga frá kirkjujörðinni Felli hinn 15. október 1916. Hann andaðist aðfaranótt laugardagsins 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgrímsson, f. 26.6. 1883, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Magnússon var fæddur að Hrútsholti í Eyjarhreppi 15. ágúst 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 15. ágúst síðastliðinn. 1. janúar 1943 kvæntist Guðjón eftirlifandi konu sinni Erlu Huldu Valdimarsdóttir. Börn þeirra eru Anna, Inga, Helgi Óskar, Sesselja Hulda, Steinunn Guðrún, Jenný, Guðríður, Magnús og Erla Jóna. Útför Guðjóns fór fram frá Borgarneskirkju 25. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Gottliebsdóttir fæddist í Burstabrekku í Ólafsfirði 30. ágúst 1916. Hún lést 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 11. mars. Anna Baldvina Gottliebsdóttir fæddist á Hornbrekku í Ólafsfirði 12. maí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 31. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 5. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hannes Pétur Young fæddist í Keflavík 25. apríl 1971. Hann lést 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 25. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Helga Sjöfn Fortescue fæddist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 23. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Konráð Bjarnason fæddist í Þorkelsgerði I í Selvogi 25. júlí 1915. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónsson, bóndi í Þorkelsgerði í Selvogi, og Þórunn Friðriksdóttir ljósmóðir.
MeiraKaupa minningabók
Oddný Soffía Ingvarsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og húsfreyja, fæddist á Gaulverjabæ í Flóa 17. júní 1903. Hún lést á Skógarbæ 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Reynir var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir, f. 23. júní 1894, d. 18. maí 1938, og Ludvig Carl Magnússon, f. 23. júlí 1896, d. 4. júní...
MeiraKaupa minningabók
Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1980. Hann lést í Leiru 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 22. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Jónsdóttir fæddist á Akureyri 9. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
AFKOMA SR-mjöls hf. versnaði um 126 milljónir króna á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra og fór úr 60 milljóna króna tapi í 186 milljóna króna tap í ár. Arðsemi var neikvæð um 13% á fyrri hluta þessa árs en var neikvæð um 4% á sama tímabili í...
Meira
HAGNAÐUR Hraðfrystihúss- Gunnvarar hf. fyrstu sex mánuði ársins var 41,4 milljónir króna eftir reiknaða skatta sem er svipuð afkoma og eftir sama tímabil í fyrra, en þá var hagnaður félagsins 43,6 milljónir króna.
Meira
HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 nam 122,34 milljónum króna en var 88,0 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Þetta jafngildir 39% hækkun milli ára. Rekstrartekjur jukust um sömu prósentu milli ára og námu 3.
Meira
HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins 2000 eftir skatta nam 40,6 milljónum króna samanborið við 57,2 milljónir á sama tímabili árið áður. Þetta er um 29% lækkun hagnaðar.
Meira
HLUTAFJÁREIGN áhættufjárfestingasjóðsins Talentu-Hátækni, sem stofnaður var í mars á þessu ári, hefur vaxið um 34% frá stofnun sjóðsins. Óx verðmæti safnsins um 247 milljónir króna, eða úr 728 milljónum í 975 milljónir.
Meira
AFKOMA Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrstu sex mánuði ársins var 7% verri en á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt fréttatilkynningu bankans er skýringin sú að á fyrri hluta árs 1999 var eignasala upp á 22 milljónir króna sem ekki er í reikningunum nú.
Meira
HAGNAÐUR Austurbakka hf. eftir skatta á fyrra helmingi ársins nam tæpum þrettán milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 19,4 milljónir króna og er um þriðjungs lækkun að ræða.
Meira
REKSTRARTEKJUR Guðmundar Runólfssonar hf. fyrstu sex mánuði ársins námu alls 504,6 milljónum króna og hækkuðu þær um 52,4% frá sama tímabili á síðasta ári.
Meira
RAGNAR Marteinsson þjónustustjóri Opinna kerfa hf. hefur samkvæmt tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands selt tvær milljónir króna að nafnvirði hlutafjár í Opnum kerfum hinn 25. ágúst síðastliðinn á genginu 53. Eignarhlutur Ragnars eftir söluna er 5.219.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán.
Meira
UM miðjan ágúst var haldin mikil bridshátíð í St. Eriks klúbbnum í Stokkhólmi, sem er stærsti bridsklúbbur í Evrópu. Tveir spilarar í íslenska landsliðshópnum eru búsettir í Stokkhólmi um þessar mundir, þeir Magnús E.
Meira
Í dag er miðvikudagur 30. ágúst, 243. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.
Meira
Af þessum niðurstöðum má draga að minnsta kosti þá ályktun, að varlega skuli fara í að hvetja alla til að brosa á þeim forsendum að það kosti ekkert.
Meira
Staðan kom upp á 37. minningarmóti Akiba Rúbinsteins sem lauk fyrir skömmu í Polanica Zdroj í Póllandi. Úkraínumaðurinn Vassilí Ivantsjúk (2719) hafði hvítt gegn Hvít-Rússanum Alexei Fedorov (2646). 36.Hxf7! Hxf7 37.Dd8+ Hf8 38.Dxg5 Df1 39.
Meira
ATHYGLI vakti að engin útsending var hjá útvarpi Fram frá leik liðsins gegn ÍA á Laugardalsvellinum á mánudag. Myndarlega hefur verið staðið að útsendingum útvarpsins það sem af er sumri og valinkunnir fjölmiðlamenn stýrt útsendingum.
Meira
FH-INGAR léku á als oddi í gærkvöldi er þeir sigruðu ÍR 7:0 í Breiðholti. Þeir hreinlega völtuðu yfir skaplausa ÍR-inga, gerðu nánast það sem þeir vildu og bjuggu til mörg skemmtileg mörk sem hæglega hefðu getað orðið fleiri. Með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í efstu deild að ári þrátt fyrir að eiga enn eftir tvo leiki í deildinni á þessu tímabili.
Meira
FH er á ný komið meðal þeirra bestu í knattspyrnu á Íslandi eftir fimm ára fjarveru. FH-ingar sigruðu ÍR-inga auðveldlega, 7:0, í Breiðholtinu í gær.
Meira
FJÓRIR leikmenn Leifturs voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann og verða ekki með þegar liðið mætir Fram í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu 10. september.
Meira
SPÁNVERJINN Sergio Garcia virðist hafa fundið leið til að sigra bandaríska kylfinginn Tiger Woods sem hefur verið nánast óstöðvandi það sem af er árinu. Garcia og Woods áttust við í holukeppni á mánudagskvöld og var keppnin sérhönnuð fyrir sjónvarp.
Meira
STOKE City missti niður tveggja marka forystu á síðustu sex mínútunum gegn Reading í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld og mátti sætta sig við jafntefli, 3:3, á útivelli. Stefán Þór Þórðarson skoraði eitt marka liðsins.
Meira
LARISA Peleshenko , frá Rússlandi , varpaði 21,46 metra á móti í Moskvu í fyrradag. Það er besti árangur konu í kúluvarpi á árinu. Um leið bætti hún sinn persónulega árangur utanhúss um 47 sentímetra. Fjögur af sex köstum hennar á mótinu voru yfir 21 m.
Meira
FORRÁÐAMENN Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hafa ákveðið að ganga ekki til samninga við Bandaríkjamanninn William Peters. Hann var til reynslu hjá félaginu og lék m.a. með því á Hraðmóti Vals um sl.
Meira
MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur bætt miðvallarleikmanninum Stig Tøfting, sem leikur með Hamburger í Þýskalandi, í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum á laugardaginn.
Meira
Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem mætir Dönum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardaginn.
Meira
SJÖ knattspyrnufélög sem léku í efstu deild karla árið 1998 fengu í gær samtals 12,6 milljónir króna frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hlutur hvers félags er 1,8 milljónir. Þetta eru þau félög sem léku í deildinni umrætt tímabil og unnu sér ekki þátttökurétt í Evrópukeppni en hin þrjú félögin höfðu þegar fengið hærri greiðslur vegna þátttöku sinnar í Evrópumótunum síðasta haust.
Meira
SAMKVÆMT fréttum frá Danmörku getur danska sjónvarpsstöðin, TVDanmark , ekki verið með beina sjónvarpsútsendingu frá leik Íslendinga og Dana sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag.
Meira
Forráðamenn Ólympíuleikanna í Sydney telja að eftir að tilkynnt var um að blóðprufur verði teknar á leikunum muni einhverjir íþróttamenn hætta við þátttöku.
Meira
VALSMENN fögnuðu ógurlega í leikslok í gær og eru nú nánast búnir að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu. Þeir unnu góðan sigur á Dalvíkingum norðan heiða, 4:1, en á meðan náðu helstu keppinautar þeirra í KA aðeins jafntefli gegn Sindra. Valsmenn eru nú 6 stigum á undan KA-mönnum þegar tvær umferðir eru eftir en þessi lið mætast einmitt á Akureyri í næstu umferð. Markatala Vals er 14 mörkum betri en hjá KA og því nánast útilokað að Akureyrarliðið vinni upp þann mun í tveimur leikjum.
Meira
Við ætlum að falla með sæmd og því var sætt að sigra," sagði Hilmar Þór Hákonarson, leikmaður Skallagríms eftir 2:0 sigur á Þrótti í Borgarnesi í gærkvöldi, en Hilmar var að leika sinn 100.
Meira
Norska úrvalsdeildarliðið Viking, sem landsliðsmennirnir Ríkharður Daðason og Auðun Helgason leika með, hefur mikinn hug á að fylla skörð þeirra Ríkharðs og Auðuns með íslenskum leikmönnum en sem kunnugt er þá eru þeir Ríkharður og Auðun á förum frá...
Meira
Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, náði sínum öðrum besta árangri í sumar er hún stökk yfir 4,21 metra á móti í Växjö í Svíþjóð í gær. Hafnaði Þórey í öðru sæti.
Meira
ÞAÐ var engu líkara en Víkingar hefðu verið þjakaðir af markfælni þegar Tindastólsmenn sóttu þá heim í Víkina í gærkvöldi því þrátt fyrir mörg góð færi tókst þeim ekki að skora fyrir hlé. Stíflan brast þó eftir hlé en þá voru gestirnir komnir á skrið og unnu 2:3 eftir mikinn darraðardans. Fyrir vikið eru möguleikar Víkinga á að komast upp úr sögunni en möguleikar Tindastóls á að halda sér uppi góðir.
Meira
FISKMARKAÐUR Suðurnesja á Suðureyri hefur tekið í notkun nýtt ískrapakerfi frá Ice-Tech í Garðabæ, en kerfið býr til krapa úr hefðbundnum ís. Krapinn bætir til muna gæði fisksins og hefur fengist allt að 10 krónum hærra meðalverð fyrir fisk af markaðnum á Suðureyri en af öðrum mörkuðum á Vestfjörðum.
Meira
LAXELDI hefur verið í gífurlegum vexti undanfarin ár en á síðasta ári voru framleidd 790.000 tonn á heimsvísu sem er 15% aukning frá árinu áður. Reiknað er með því að 865.000 tonn verði alin af Atlantshafslaxi í ár og er það 9% aukning frá 1999.
Meira
ÞEGAR einn mánuður var eftir af yfirstandandi fiskveiðiári var heildarafli fiskiskipaflotans orðinn samtals 1.596.141 tonn eða 138.485 tonnum meiri afli en á sama tímabili síðasta fiskveiðiárs. Þar af höfðu aflamarksskipin borið mestan afla á land eða 1.
Meira
TALSVERT minna magn af norskum eldislaxi hefur verið flutt út í ár heldur en í fyrra. Norskir eldisbændur stefna á 6-8% vöxt á milli ára og ef af því á að verða verður sá vöxtur að nást á síðustu fjórum mánuðum þessa árs. "Markaðirnir verða ekki í neinum vandræðum með að taka á móti magninu sem fylgir þessum vexti," segir Lars Liabø hjá Kontali Analyse, vefsíðu norskra eldisbænda.
Meira
NORÐURÍS, sem framleiðir bragðefni úr sjávarfangi, er nú að hefja sérstakt markaðsátak bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækið hefur sett þrjár bragðtegundir á markað og hafa viðtökur verið góðar, meðal annars í Danmörku. Fyrirtækið selur bragðefnin til mötuneyta og veitingahúsa, en ekki í matvöruverzlunum.
Meira
Evrópskt fyrirtækjastefnumót verður haldið í Grikklandi 29. september næstkomandi og er ætlað fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskeldi. Mótið er haldið í tengslum við sýninguna Aqua Partners 2000 - 2nd International Exhibition on Fishing and Aquaculture, sem stendur frá 28. september til 1.október.
Meira
ÞESSI fallega lúða veiddist um borð í Klakk SH frá Grundarfirði þegar skipið var að veiðum í Rósagarðinum á dögunum. Lúðan vó rúmlega 100 kíló en alls veiddust fjórar slíkar í veiðiferðinni.
Meira
ÞEIR feðgar, Karl og Arnar á Grundarfirði, eru nýbúnir gera upp trillu sína, Ingibjörgu SH 72. Þessi mynd var tekin einn sólskinsdag fyrir skömmu þegar þeir höfðu sjósett bát sinn. Þeir hyggjast fara út í Melrakkaey á Ingibjörgu og veiða í...
Meira
Vistfræðingurinn Jeffrey A. Hutchings skrifaði grein í nýjasta hefti Nature um hrun og uppbyggingu fiskistofna. Hann segir í grein sinni að ofveiði og hrun fiskistofna hafi vakið athygli manna á getu fiskistofna til að ná sér að nýju eftir hrun og hversu langt sé hægt að ganga án þess að útrýma stofni.
Meira
HAGNAÐUR Sealord, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Nýja-Sjálands, jókst um 40 milljónir dala á síðasta ári, úr 500 milljónum í 540 milljónir. Phil Lough, stjórnandi hjá Sealord, segir að hagnaður af reglubundinni starfsemi sé 40% hærri heldur en á fyrra...
Meira
Hampiðjan og Netagerð Vestfjarða hafa stofnað eignarhaldsfélagið Kandís ehf., sem hefur keypt meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu Rope, Net & Twine Ltd. í St. John's á Nýfundnalandi í Kanada. R, N & T er gamalgróið fyrirtæki sem hefur verið í veiðarfæraþjónustu lengi og er virt á Nýfundnalandi. Eigendur þess voru bræðurnir David og Poul Crosbie, vel þekktir menn í viðskiptalífi landsins.
Meira
Hampiðjan og Netagerð Vestfjaða hafa stofnað eignarhaldsfélagið Kandís ehf., sem hefur keypt meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu Rope, Net & Twine Ltd. í St. John's á Nýfundnalandi í Kanada.
Meira
STOFNFUNDUR LÍF, Landssambands íslenskra fiskimanna , var haldinn í Kænunni í Hafnarfirði sl. helgi. Á fundinum var stefna í helstu baráttumálum kynnt og kosin stjórn samtakanna.
Meira
LÍKUR eru á því að þorskveiði dragist saman um 150 þúsund tonn á heimsvísu í ár samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði Noregs. Reiknað er með því að heildarþorskveiði í ár verði 1.
Meira
FISKISKIPAFLOTI landsmanna bar alls 178.496 tonna afla að landi í júlímánuði sl., en 129.274 tonn í sama mánuði síðasta árs. Mest veiddist í nót eða 90.254 tonn, nánast eingöngu loðna, sem er nærri 30 þúsund tonnum meiri nótaveiði en í júlí 1999.
Meira
FULLTRÚAR netfyrirtækisins FIS, Fish Info Service, voru hér á landi á dögunum á vegum fjárfestingarfyrirtækisins Burnham International og héldu kynningarfundi fyrir fjárfesta. Bolli Héðinsson hjá Burnham segir að mikill áhugi hafi verið meðal íslenskra fjárfesta á fyrirtækinu.
Meira
SIGLINGASTOFNUN veitti nýverið Ragnari Konráðssyni , skipstjóra á Örvari SH frá Rifi , skipshöfn og Hraðfrystihúsi Hellissands hf., útgerð skipsins, innrammað viðurkenningarskjal fyrir góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu skips á undanförnum árum.
Meira
Fiskveiðar eru og verða mikilvægar í fæðuöflun fyrir heimsbyggðina. Á síðasta ári jókst framboð á fiski úr veiðum og eldi um 6 milljónir tonna og er öll sú aukning úr fiskeldi. Hjörtur Gíslason ræddi þessi mál við Grím Valdimarsson, forstöðumann fiskiðnaðarsviðs FAO í Róm, en umræðan um fiskveiðistjórnun og kröfur um upprunamerkingar og aukið heilnæmi fiskafurða verða æ háværari.
Meira
Saltfiskur er víða vinsæll matur og eldaður á óteljandi vegu og þá ræður mestu hvert er algengasta grænmetið á hverju svæði. Að þessu sinni eldum við saltfiskinn að hætti Elsassbúa í Frakklandi.
Meira
Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist um ríflega 70 milljarða á undanförnum árum og búast má við að skuldirnar aukist enn frekar á þessu ári. Viðmælendur Helga Marar Árnasonar segja skuldastöðu greinarinnar tilkomna vegna mikilla nýfjárfestinga og tekjusamdráttar á undanförnum árum og að hún sé mikið áhyggjuefni.
Meira
UM 90% af heildarfiskafla landsmanna í júlímánuði var landað óunnum, eða samtals 160.109 tonnum. Munar þar mestu um loðnu- og kolmunnaaflann sem fór til bræðslu.
Meira
ÞORSKAFLI krókabáta í sóknardagakerfi á fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka hefur aukist um rúm 800 tonn frá fiskveiðiárinu 1998/99. Ekki er útlit fyrir að margir sóknardagar falli niður ónýttir á fiskveiðiárinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist bjartsýnn á að gerðar verði breytingar á skilgreiningu sóknardags á næsta fiskveiðiári.
Meira
NÚ á tímum umræðu um hnignandi fiskistofna og ofveiði hefur þorskeldi oft verið nefnt sem hugsanleg lausn á þeim vanda sem útvegurinn stendur frammi fyrir. Skoskt fyrirtæki, Aquascot, er komið hvað lengst í þróun á þorskeldi en fyrir stundar fyrirtækið eldi á laxi, silungi og sandhverfu. Aquascot ætlar sér að verða fyrsta fyrirtækið til að ala þorsk og það yrði þá í fyrsta skipti sem tegund sem veidd hefur verið í miklu magni af breska fiskiskipaflotanum er alin í stríðeldi.
Meira
HVER er Gunn Leynó? Hann er barnaspæjari, sem býr í Setberginu í Hafnarfirði. Gunn er leyninafnið hans. Hann átti leynigleraugu sem breyttu honum, þannig að enginn þekkti hann. Hann átti líka hverfihring.
Meira
SVO spyr Pikachu, vinsæla veran úr Pokémon-spilinu/kvikmyndinni/tölvuleiknum. Mogginn berst eldsnemma á morgnana til áskrifenda nema þá helst þeirra sem þannig eru í sveit settir, að ekki eru tíðar ferðir til þeirra eða um langan veg er að fara.
Meira
HINN ferkantaði kassastrákur veifar til lesenda Myndasagna Moggans og er glaður í bragði. Hann veit sem er, að nú eru skólarnir að byrja og mörg börn að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni.
Meira
FIMMTÁN ára stelpa í Grikklandi óskar eftir íslenskum pennavinum á svipuðum aldri. Hún skrifar á ensku. Skrifið til: Anthi Zachara Mehmet Ali 4 65201 Kavala Greece Ég er 11 ára stelpa, sem langar að eignast pennavini á aldrinum 10-13 ára, bara stelpur.
Meira
HVERT er nafn hinnar vel útlítandi stúlku, sem er svo vel til höfð á meðfylgjandi mynd? Myndina gerði Laufey Magnúsdóttir, 9 ára, Smyrlahrauni 27, 220...
Meira
BÍÓRÁSIN verður með góðar myndir á dagskránni í vetur. "Við erum allan sólarhringinn í loftinu. Við sýnum 200 kvikmyndir á mánuði og höfum verið með allt frá 30 upp í 50 frumsýningar á mánuði og margar hverjar hafa ekki verið sýndar á Stöð 2.
Meira
F LESTUM er eflaust í fersku minni ástarormurinn svokallaði, ILOVEYOU-viðhengið, sem setti allt á annan endann í vor og olli tjóni sem metið er á tugmilljarða.
Meira
V ARLA hefur það farið fram hjá neinum að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000, enda hefur óhemju mikið verið um menningarviðburði ýmiss konar að segja allt árið og enn talsvert eftir.
Meira
MP3-SPILARAR eru á allra vörum og ekki er bara að hljómtækjaframleiðendur keppist um að nýta nýjar gerðir þeirra heldur eru fjölmörg fyrirtæki önnur búin að slást í hópinn, allt frá fataframleiðendum í tölvufyrirtæki.
Meira
Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur vestra í áraraðir, Survivor, kemur til Íslands og verður sýndur á Skjá einum í vetur. Bíórásin hefur upp á margt kræsilegt að bjóða fyrir kvikmyndaunnendur á næstunni og kastljósinu er beint að afþreyingarefni á erlendum stöðvum Fjölvarps og Breiðbands.
Meira
Besti skotleikur allra tíma er sagður Goldeneye sem gengur á Nintendo 64. Ingvi Matthías Árnason segist hafa fundið enn betri leik í Perfect Dark.
Meira
N ETIÐ og Vefurinn eru framúrskarandi samskiptatæki eins og sífellt fleiri nýta sér. Þannig hefur verið mikil gróska í útgáfu vefrita á árinu og fjölmörg slík nú starfandi, þar á meðal eitt sem kallast hrekkjusvin.is. Aðstandendur hrekkjusvin.
Meira
A LLIR leikjaaðdáendur muna vísast eftir MDK eða Murder Death Kill. Leikurinn kom út fyrir rúmum tveim árum og var hannaður af leikjafyrirtækinu Shiny fyrir bæði leikja- og PC tölvur.
Meira
THOMSON er alþjóðafyrirtæki sem er að stórum hluta í eigu franska ríkisins í dag. Á undanförnum árum og áratugum hefur fyrirtækið keypt fjölmörg þekkt fyrirtæki úr hljómtækjaiðnaðinum og einkaleyfi á ýmisskonar tækni sem hefur náð mikilli útbreiðslu.
Meira
Stjórnarmenn Motorola segjast ful- lákveðnir í því að steypa Iridium gervihnöttunum til jarðar á næstu mánuðum og láta hnettina 66 brenna upp í lofthjúpi jarðar.
Meira
Þrívíddarskotleikir eru frekar sjaldgæfir á leikjatölvum enda erfitt að búa þá til sem og kostnaðarsamt, flestir misheppnast og leikjaframleiðendur eru orðnir frekar hræddir við þessa tegund leikja. Acclaim gaf nýlega út slíkan leik fyrir Dreamcast hannaðan af Bizarre Creations og nefnist hann Fur Fighters.
Meira
Ný leikjatölva Nintendo hefur enn hleypt spennu í samkeppnina á leikjamarkaðnum. Vélin, sem er sögð verða öflugasta leikjatölva heims kemur út á Vesturlöndum næsta sumar. Hún var kynnt í Tókýó í vikunni.
Meira
Þótt Linux-kjarninn sé aðeins einn eru gerðirnar margar sem er meðal helstu kosta stýrikerfisins. Ólíkar gerðir Linux kallast dreifingar og Árni Matthíasson kynnti sér nýja dreifingu frá Caldera.
Meira
Þýska tölvutímaritið c't tók margmiðlunardiskinn Iceland til sérstakrar umfjöllunar og tilnefndi hann sem einn þann athyglisverð- asta á sínu sviði í tölublaði sem kom út 18. ágúst sl.
Meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Revolution gaf nýlega út nýjan Play Station leik í samvinnu við Sony í Evrópu, leikurinn heitir In Cold Blood og er þrívíddar hasar/ævintýraleikur.
Meira
MINNSTI harði diskur í heimi er MicroDrive frá IBM. 360 MB gerð hans kom á markað á síðasta ári og vakti mikla athygli, enda er hann ekki nema 4 x 3,5 sm að stærð. Nú hafa tæknimenn IBM bætt um betur því væntanlegur er þrefalt rúmbetri diskur.
Meira
Viðamikið samstarf menningarborga Evro´pu hefst á morgun en þá verður opnað kaffihús í ´atta borganna samtímis og með nettengingum geta gestir sótt öll húsin samtímis og notið uppákoma sem þar fara fram. Verkefnið heitir cafe9.
Meira
www.geridtadsjalf.is Fyrirtækið Gerið það sjálf hefur opnað vef um námskeiðahald fyrir almenning í ýmsum verkum sem koma upp innan veggja heimilisins.
Meira
LINUX-VINIR bíða þess næsta óþreyjufullir að ný gerð Linux-kjarnans komi á markað enda verða í þeim kjarna ýmsar við- og endurbætur sem þörf er á ætli menn að nota stýrikerfið á stærri tölvum og undir miklu álagi. Nýja gerðin, sem kallast einfaldlega 2.
Meira
MICROSOFT hefur gengið illa að fóta sig á farsímamarkaði enda hafa allir helstu framleiðendur slíkra síma sammælst um að nota í þá hugbúnað frá Symbian, fyrirtæki sem þeir eiga í sameiningu.
Meira
Félagsskapur sem kallar sig Hrekkjusvín hrinti af stað vefriti fyrir stuttu. Yfirlýst markmið er að auka fjölbreytni veflandslagsins á Íslandi, skrifa á íslensku, skemmta sjálfum sér og öðrum.
Meira
INTEL kynnti á dögunum nýjan örgjörva sem á að leysa af hólmi Pentium III á ráðstefnu sem fyrirtækið heldur fyrir þróunaraðila í San Jose í Kaliforníu.
Meira
Besti skotleikur allra tíma hefur verið sagður Goldeneye sem er fyrir Nintendo 64. Nýr leikur kom út fyrir skemmstu, Perfect Dark, sem margir segja enn betri leik.
Meira
ÁSTARORMURINN, tölvuormur sem setti allt á annan endann á síðasta ári, hefur orðið mörgum tölvuþrjótum fyrirmynd og sífellt koma fram ný afbrigði hans.
Meira
L EIKSTJÓRINN, leikarinn og kvikmyndafrömuðurinn Woody Allen hefur nú ásamt Soon-Yi Previn, hinni 29 ára gömlu eiginkonu sinni, ættleitt annað barn þeirra hjóna en þau ættleiddu dótturina Bechet í fyrra. Allen er nú 65 ára gamall.
Meira
H VAÐ GERIST þegar nútímamaðurinn er sviptur öllum veraldlegum þægindum, er berskjaldaður dag og nótt fyrir óblíðum náttúruöflunum og þarf að treysta ókunnugum fyrir örlögum sínum?
Meira
Í UMRÆÐU um leikjatölvur hafa menn einna helst beint sjónum að því sem þeir Sega-menn og Sony hafast að, þótt Microsoft hafi slegist óvænt í hópinn fyrir stuttu með X-Box leikjatölvu sína.
Meira
Apple-fyrirtækið kynnti á dögunum næsta byltingarkennda tölvu sem kallast G4 Cube. Hönnun vélarinnar hefur vakið mikla athygli, enda er eins og tölvan sjálf svífi í gagnsæju plasthylki auk þess sem hún er minni og hljóðlátari en menn eiga að venjast.
Meira
UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið deilt um ljósleiðaratengingar í Reykjavík, en vestur í Bandaríkjunum er það mál sumra að ljósleiðarar séu tækni fortíðarinnar, þráðlaus netsamskipti séu það sem koma skal.
Meira
Það þykir mögum erfitt að komast ekki í samband við Netið þegar flogið er á milli landa. Nú hyggst Boeing-flugvélaframleiðandinn fella þráðlaust háhraðanet í flugvélar sínar til að gera mönnum kleift að vafra á Netinu í háloftunum.
Meira
SEGJA MÁ að bylting hafi orðið í tónlistarhlustun þegar Sony setti á markað fyrsta Walkman vasasegulband sitt en slík tæki fengu snemma nafnið vasadiskó hér á landi.
Meira
Mikið er á seyði í hljómtækja- og sjónvarpssmíði og framleiðendur keppast við að nýta sér nýjustu tækni til að bæta hljóm og mynd. Árni Matthíasson leit inn á sýningu Thomson í Kaupmannahöfn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.