Greinar föstudaginn 1. september 2000

Forsíða

1. september 2000 | Forsíða | 369 orð

Áhöfnin náði ekki að bregðast við

FRANSKA flugslysaeftirlitið, BEA, birti í gær bráðabirgðaskýrslu varðandi slys Concorde-vélar Air France flugfélagsins sem kostaði 113 manns lífið er hún hrapaði skammt frá Charles de Gaulle flugvellinum í París í lok júlímánaðar. Meira
1. september 2000 | Forsíða | 92 orð | 1 mynd

Einingar minnst

Í HAFNARBORGINNI Gdansk í Póllandi var þess í gær minnst að tuttugu ár voru liðin frá stofnun Einingar, fyrsta frjálsa verkalýðsfélagsins í Austur-Evrópu. Meira
1. september 2000 | Forsíða | 236 orð

Hótar að stöðva stækkun ESB

JÖRG Haider, fylkisstjóri í Kärnten í Austurríki, lét svo ummælt í gær, að ekki yrði af neinni stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs nema með sínu samþykki. Lýsti hann sig nýjan sérfræðing Frelsisflokksins í þessum málum. Meira
1. september 2000 | Forsíða | 294 orð

Hvetur til málshöfðunnar

INDECU, stofnun sem fer með neytendavernd í Venesúela, sagði í gær bílaframleiðandann Ford og hjólbarðaframleiðandann Bridgestone/Firestone bera í sameiningu ábyrgð á dauðsföllum tengdum galla í hjólbörðum hins vinsæla Ford Explorer-jeppa. Meira
1. september 2000 | Forsíða | 138 orð | 1 mynd

Lækkun gjalda heitið

FRANSKIR fiskimenn, sem hér sjást mótmæla hækkun eldsneytiskostnaðar í sjávarútvegi, virtust í gær ætla að fá kröfum sínum framgengt er ríkisstjórnin í París bauðst til að grípa til víðtækra aðgerða sem bættu hag útvegs- og fiskimanna. Meira

Fréttir

1. september 2000 | Innlendar fréttir | 387 orð | 2 myndir

80 fermingarbörn sækja sumarnámskeið í Neskirkju

ÁTTATÍU fermingarbörn sækja nú fræðslunámskeið í Neskirkju. Sr. Örn Bárður Jónsson hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Að hans sögn er þetta nýjung í Neskirkju og láta krakkarnir vel af framtakinu. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Aldamótagarður leikskólabarna afhjúpaður

LEIKSKÓLABÖRN afhjúpuðu 13 stuðlabergsstöpla í skógarlundi neðan við Digraneskirkju síðdegis í gær. Hefur staðurinn verið nefndur Aldamótagarður, leikskólalundur í Lækjarnesi. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurbirni Sveinssyni, formanni Læknafélags Íslands: "Hr. ritstjóri. Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttaskýring sem byggði m.a. á tilvitnuðum orðum mínum. Var þar allt rétt eftir haft. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Aukið fé til uppbyggingar á ferðamannastöðum

NAUÐSYNLEGT er að leggja aukið fjármagn í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu og segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að tilbúin sé áætlun um að leggja um 400 milljónir kr. í slík verkefni á fjórum árum. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Austur-Þjóðverji í sögulegu hlutverki

"AUÐVITAÐ verð ég "Ossi" alla mína ævi," hefur verið haft eftir Wolfgang Thierse, forseta þýzka Sambandsþingsins, en "Ossi" er það heiti sem Þjóðverjar nota almennt um fyrrverandi borgara Austur-Þýzkalands. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 814 orð | 1 mynd

Áhersla Liebermans á trúna vekur deilur

Skiptar skoðanir eru um þær yfirlýsingar sem varaforsetaefni demókrata í Bandaríkjunum hefur undanfarið gefið um mikilvægi trúarinnar í lífi þjóðarinnar og einstaklinga. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar réð í gær Ásdísi Höllu Bragadóttur stjórnmálafræðing í starf bæjarstjóra Garðabæjar. Hún tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni. Ásdís Halla lauk B.A. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 323 orð | 1 mynd

Átti að sanna landreks-kenninguna

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að varðveita steinstöpul á Arnarnesi og gera lítinn garð umhverfis hann. Meira
1. september 2000 | Landsbyggðin | 440 orð | 1 mynd

Áætlanir um að gera Stykkishólm að heilsubæ

Stykkishólmi- Heita vatnið sem kemur upp úr borholu hitaveitu Stykkishólms er einstakt. Fram hefur farið rannsókn á vatninu og í ljós kom að vatnið inniheldur svipuð efni og vatnið í Baden-Baden, sem er einn frægasti heilsubaðstaður í Þýskalandi. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 449 orð

Áætlunarflug út frá Akureyri í uppnámi

JÓN KARL ÓLAFSSON, forstjóri Flugfélags Íslands, fundaði í gær með bæjarráði Akureyrar og Sigurði J. Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Bensínverð lækkar en gasolía hækkar

VERÐ á bensíni lækkar í dag um 30 aura á lítra hjá stóru olíufélögunum. Hins vegar mun verð á gasolíu hækka frá og með mánaðamótum um 2,50 kr. á lítra og verð á gasolíu til útgerðar hækkar um 2,70 kr. á lítra. Einnig mun verð á svartolíu hækka um 1. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bílvelta á Reykjanesbraut

BÍLVELTA varð á Reykjanesbraut, á Strandaheiði milli Kúagerðis og Voga laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík var þrennt í bílnum og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð

Breytingar á kjarasamningi við 18 fyrirtæki

BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir hefur gefið út og auglýst breytingar á kjarasamningi sem félagið hefur gert við 18 fyrirtæki. Mestu breytingarnar felast í launaliðnum sem hækkar umtalsvert en mest eftir tólf ára starf. Meira
1. september 2000 | Landsbyggðin | 173 orð | 1 mynd

Byggt við kavíarvinnslu Sigurðar Ágústssonar

Stykkishólmi- Unnið er að stækkun húsnæðis Kavíarverksmiðju Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Framkvæmdir hófust í sumar og er áætlað að taka húsnæðið í notkun í október. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Dagskrá í Hólagarði um bætta umferð

NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, vill vekja athygli á verkefninu Bætt umferð - Betra líf, sem Junior Chamber á Íslandi stendur fyrir á þessu ári. Meira
1. september 2000 | Miðopna | 1274 orð | 2 myndir

Dæmi um hve gott er að gera erfðarannsóknir hér

Íslenskir og erlendir vísindamenn, alls 35 talsins, hafa fundið vísbendingu á litningi 13 um nýtt gen sem talið er geta skýrt myndun brjóstakrabbameins hjá sumum fjölskyldum þar sem slíkt krabbamein er algengt. Rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil og farið fram á Íslandi, í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð

Esjuberg senn auglýst til sölu

ESJUBERG, hús Borgarbókasafns Reykjavíkur við Þingholtsstræti, verður auglýst til sölu einhvern næstu daga, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, borgarlögmanns. Borgarráð samþykkti þann 23. júní sl. að setja húsið í sölumeðferð. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Eykur samkennd íbúanna

Ingibjörg Sigurþórsdóttir fæddist í borginni Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum, 21. desember 1962. Hún er sviðsstjóri í Miðgarði, fjölskylduþjónustu í Grafarvogi - sem er tilraunaverkefni og eitt af framlögum Reykjavíkurborgar til verkefnis um reynslusveitarfélög. Ingibjörg er menntaður leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands og lauk síðar námi í stjórnun frá sama skóla. Eiginmaður Ingibjargar er Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Rittækni ehf., og þau eiga þrjú börn. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 242 orð

Fjölmargar sektir vegna hraðaksturs

ALLS höfðu 91 ökumenn verið sektaðir vegna hraðaksturs síðastliðna þrjá daga, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gærdag. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Flugmenn skora á stjórnvöld

VEGNA umræðu um útboð sjúkraflugs hafa ellefu flugmenn á Akureyri, sem starfað hafa lengi við sjúkraflug, ritað Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, bréf og skorað á stjórnvöld að miða við að notuð verði skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði. Meira
1. september 2000 | Landsbyggðin | 103 orð | 1 mynd

Fýllinn misjafn

Fagradal -Um mánaðamótin ágúst og september ár hvert byrjar fýlsunginn að fljúga til sjávar en hann hefur ekki nægan kraft til að fljúga alla leið til sjávar og fellur niður á sandinn og verður þar auðveld bráð fýlaveiðimanna. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 273 orð

Grafarvogsdagurinn á morgun

GRAFARVOGSDAGURINN er nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn laugardaginn 2. september og er í ár einnig viðburður í menningarverkefninu Ljósbrot, sem er á dagskrá hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

GSM-kerfið skilar miklum hagnaði

LANDSSÍMI Íslands hf. skilaði í gær milliuppgjöri þar sem fram kemur að hagnaður á fyrri árshelmingi hafi verið 656 milljónir króna, sem er nánast sami hagnaður og á sama tímabili í fyrra. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð

Halldór Ásgrímsson ræddi stækkun NATO

FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlanda var haldinn 29. ágúst í Middelfart í Danmörku. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Hannes Hlífar sigraði í Portúgal

HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari fór með sigur af hólmi á alþjóðlegu skákmóti í Lissabon í Portúgal í gærkvöldi. Hannes fékk átta vinninga af tíu mögulegum. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Héraðshátíð framsóknarmanna í Skagafirði

HÉRAÐSHÁTÍÐ framsóknarmanna í Skagafirði verður haldin í Miðgarði, laugardaginn 2. september nk. og hefst kl. 21. Meira
1. september 2000 | Miðopna | 788 orð | 2 myndir

Hjartans mál í Hollandi

Árlegt þing evrópskra hjartasérfræðinga var haldið í Amsterdam dagana 26. - 30. ágúst. Jóhanna K. Jóhannesdóttir sótti þingið og hlustaði m.a. á fyrirlestra um hvernig nútíma lifnaðarhættir Vesturlandabúa endurspeglast í velmegunarsjúkdómum; sívaxandi holdafari, sykursýki og hjartasjúkdómum. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hlaða vörður á Síldarmannagötum

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd ætla að hlaða vörður á Síldarmannagötum dagana 2.-3. september. Síldarmannagötur eru gömul þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals um Botnsheiði. Unnið verður með heimamönnum og gist á Fitjum í Skorradal. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Hlaupahjól með hjálparmótor þarf að skrá

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vill að gefnu tilefni taka fram að hlaupahjól með hjálparmótor falla undir skilgreiningu umferðarlaga á "léttu bifhjóli". Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hópferð á flugorrustuafmæli

FYRSTA flugs félagið stendur fyrir skipulagðri hópferð á afmælisflugsýningu á Duxford flugminjasafninu helgina 8.-11. ágúst í tilefni þess að sextíu ár eru liðin síðan orrustan um Bretland, sem olli straumhvörfum í síðari heimsstyrjöldinni, var háð. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 303 orð

Hótað að taka bandarískan gísl af lífi

STJÓRNVÖLD á Filippseyjum heita því að kanna allar leiðir til að reyna að fá leystan úr haldi íslamskra skæruliða ungan Bandaríkjamann, Jeffrey Schilling, sem skæruliðar hóta nú að hálshöggva. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 567 orð | 1 mynd

Hugsanlegt að útfallsstraumur hafi kastað skipinu til

STÓRSTREYMT var þegar ferjan Baldur steytti á brimskeri um hálfa sjómílu frá Flatey í fyrrakvöld á leið frá Brjánslæk. Hugsanlegt er talið að útfallsstraumur hafi breytt stefnu ferjunnar. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Hundasýning á Tíbet-hundum

TÍBET Spanieldeild HRFÍ er 5 ára um þessar mundir. Af því tilefni stendur hún fyrir hundasýningu laugardaginn 2. september í Reiðhöll Gusts. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 163 orð

ÍR-húsið geymt í Örfirisey?

REYKJAVÍKURBORG vinnur nú að því að fá Íþróttafélag Reykjavíkur til að samþykkja að afsala sér gamla íþróttahúsinu við Túngötu. Að sögn Hjörleifs B. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi

ÍSLENSK orkufyrirtæki stóðu í gær fyrir ráðstefnu um orkumál á Íslandi á heimssýningunni í Hannover. Áttatíu gestir frá ýmsum þjóðlöndum sóttu ráðstefnuna sem þótti takast vel. Meðal gesta var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 121 orð

Jón á Reykjum heiðursborgari

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að gera Jón M. Guðmundsson á Reykjum, fyrrverandi oddvita, að heiðursborgara Mosfellsbæjar. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Kemur á óvart að nemendur skuli borga fyrir fjarnám

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það hafa komið á óvart að unglingar á Grundarfirði sem stunda fjarnám á framhaldsskólastigi þurfi að borga tugi þúsunda fyrir. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju á sunnudag, 3. september kl. 14. Komum í kirkju þennan sunnudag og biðjum fyrir gæfuríku skólastarfi. Héraðsfundur Þingeyjarprófastdæmis verður haldinn í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn á laugardag, 2. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Kjartan Jóhannsson lætur af störfum

KJARTAN Jóhannsson lét í gær af störfum sem framkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Kjartan tók við stöðu framkvæmdastjóra EFTA árið 1994 en hann var áður sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Kohl-skop á súkkulaði

FRAMLEIÐANDI grín- og hrekkjalómahluta í Þýzkalandi hefur sett þetta sérpakkaða súkkulaði á markað, tileinkað hneykslismálum Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kveikt á nýjum umferðarljósum

KVEIKT verður á nýjum umferðarljósum laugardaginn 2. september kl. 14 á gatnamótum Hofsvallagötu og Hagamels. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður á Laugaveginum 2. september og verður ýmislegt í gangi. Dansarar frá Dansskóla Auðar og Jóhanns Arnar sýna línudans, Skólalúðrasveit Kópavogs marserar niður Laugaveginn og harmonikuleikari verður á ferðinni. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Laugardagskaffi Samfylkingarinnar

FYRSTI laugardagsfundur Samfylkingarinnar í Reykjavík verður nk. laugardag á kaffihúsinu Sólon Íslandus, á mótum Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Yfirskrift fundarins er "Staða menntunar á Íslandi". Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

Lýst eftir vitnum

BIFREIÐINNI LV 584 var lagt í stæði við Bárugötu 12 laugardaginn 19. ágúst um kl. 15. Þegar eigandinn kom aftur að bifreið sinni kl. 21:15 var komin rispa með rauðri málningu á vinstra framhorn bifreiðarinnar. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 15 orð

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað...

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá "Jazzhátíð Reykjavíkur." Blaðinu verður dreift á höfuðborgarsvæðið og... Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 203 orð

Messa og útivist í Viðey

KOMANDI helgi verður hin næstsíðasta með ákveðinni dagskrá í Viðey. Áfram verður þó, að venju, hægt að biðja staðarhaldara um gönguferðir, staðarskoðun o.fl. fyrir hópa. Klaustursýningunni var lokað á fimmtudag og hestaleigan hætti um síðustu helgi. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Nemendur frá 85 löndum stunda nám við skólann

NOKKUR fjöldi Íslendinga hefur stundað nám við Macalester-háskólann, í borginni Saint Paul í Minnesota ríki í Bandaríkjunum og að sögn Jimm L. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 447 orð

Ný loftnet auka flutningsgetu

HAFNARFJARÐARBÆR undirbýr nú uppsetningu loftneta frá Skýrr við alla grunnskóla í Hafnarfirði sem tryggja munu háhraðanetsamband fyrir skólana. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er um þessar mundir að ganga frá samningum við Skýrr hf. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

@ og Steina Vasulka í Listasafninu

TVÆR ólíkar margmiðlunarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri föstudaginn 1. sep. kl. 20. Tölvusýningin @ er unnin í samvinnu ART.IS, OZ.COM og Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Olsen, Olsen

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var í þungum þönkum á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær enda mikilvægur leikur framundan gegn Íslendingum á morgun. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Opið alla helgina fyrir skólafólkið

PENNINN Eymundsson og Penninn Bókval á Akureyri hafa ákveðið að hafa allar verslanir opnar um helgina. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð

Óþolandi óvissa vegna skorts á kennurum

Stjórn SAMFOK hefur afhent Ingibjörgu sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, formanni samninganefndar félags grunnskólakennara, bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna yfirvofandi kennaraskorts í skólum í vetur. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

"Eins og að keyra á steinvegg"

ELNA Þórarinsdóttir sat í farþegasal bakborðsmegin í Baldri ásamt Baldvini E. Albertssyni eiginmanni sínum þegar ferjan rakst á sker skammt utan við Flatey í fyrrakvöld. "Mér brá rosalega. Þetta var eins og að keyra á steinvegg," sagði Elna. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 310 orð

"Lesa" hugsanir látinna

Rannsóknarlögreglumenn kunna brátt að geta haft hendur í hári morðingja með því að "lesa" hugsanir fórnarlamba þeirra, að því er bresk nefnd hefur spáð. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Rífandi gangur í Selá

"ÞAÐ er mikið af fiski og veiðin gengur ákaflega vel. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 180 orð

Rússar og Eistlendingar skiptast á brottvísunum

STJÓRNVÖLD í Eistlandi ákváðu í gær að reka úr landi tvo rússneska sendiráðsstarfsmenn fyrir njósnir. Rússar svöruðu þegar í stað með því að vísa burt tveim eistneskum sendifulltrúum fyrir sams konar sakir. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð

Sigurður Hákonarson tekur aftur við dansskóla sínum

DANSSKÓLI Sigurðar Hákonarsonar er að hefja vetrarstarfsemina, en skólinn hefur starfað í yfir 30 ár, úti á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Síðasta starfshelgin í Slakka

SUMARSTARFI Dýragarðsins í Slakka, Laugarási, Biskupstungum, lýkur nú um helgina og er síðasti starfsdagurinn á sunnudag. Opnað verður aftur 1. júní á næsta ári en aðsókn hefur verið mjög... Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 217 orð

Sjö enn í haldi

FREKARI tilraunir voru í gær gerðar til þess að fá lausa sjö hermenn sem uppreisnarmenn í Sierra Leone hafa í haldi. Fimm gíslar voru látnir lausir á miðvikudagskvöldið. Sex þeirra sem enn eru í haldi eru breskir og einn er heimamaður. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 375 orð

Sorgleg aðgerð sem einkennist af flumbrugangi

ÞÓRARINN E. Sveinsson fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri í Mjólkursamlagi KEA í tæpa tvo áratugi segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar sem gerðar verða í kjölfar sameiningar mjólkursamlaganna MSKEA og MSKÞ og félags mjólkurframleiðenda, Grana ehf. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 473 orð

Stofnendur segja víða neyðarástand

"SAMTÖK gegn fátækt" voru stofnuð í gær í Reykjavík. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Suharto mætir ekki í eigið réttarhald

SUHARTO, fyrrverandi einræðisherra Indónesíu, lét ekki sjá sig þegar söguleg réttarhöld áttu að hefjast yfir honum í Djakarta í gær. Hann er ákærður fyrir spillingu. Lét Suharto afsaka fjarveru sína með því að hann væri veikur. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Sýnir húsgagnahönnun í Valencia

ÁRNI Björn Guðjónsson, húsgagnasmíðameistari og hönnuður, sýnir á sýningunni International Furniture Fair í Valencia í september nk. og er sýningin á sjálfstæðum bás í sal 5 nr. J-117 þar sem Árni sýnir hillur og skápaveggi. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 391 orð

Um 770 milljóna hlutafjáraukning

HUGBÚNAÐAR- og hátæknifyrirtækið Netverk lauk í gær 770 millj óna króna (9,5 milljóna Bandaríkjadala) hlutafjáraukningu í samstarfi við hóp erlendra fjármálafyrirtækja. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Umhverfis jörðina á sextugsaldri

BRESKA ævintýrakonan Jennifer Murray lauk þyrluprófi fyrir sex árum. Þessa dagana er hún að ljúka annarri hnattför sinni, en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli í blíðskaparveðri á leið sinni til London í gær. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 289 orð

Umræðan að undanförnu alveg ótímabær

JÓN Bjarnason þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur í bréfi til formanns fjárlaganefndar óskað eftir fundi í nefndinni vegna umfjöllunar þingmanna í stjórnarflokkunum í fjölmiðlum um frumvarpið að undanförnu og mótmælir hann þessum... Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Umræða um orkudrykki góð fyrir foreldra

MISJAFNT er hvort varað sé við koffeininnihaldi í orkudrykkjum. Á drykknum Batterí stendur t.d. að hann sé ekki ætlaður börnum, ófrískum konum og fólki viðkvæmu fyrir koffeini. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 132 orð | 1 mynd

Útbjó minnismerki um sveitabæi í eyði í Skagafirði

TÓMAS Einarsson, sem rekur sjálfstæða múrsmiðju í Ólafsfirði, hefur lokið sínu stærsta verki hingað til og afhenti hann það síðasta föstudag. Þetta er minnisvarði um sveitabæi sem hafa farið í eyði í Skagafirði. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Vegfarendum gefst kostur á andlitsmyndum

GESTUM og gangandi gefst færi á að láta taka af sér andlitsmynd í Portrettmyndastúdíói Hrafnkels Sigurðssonar laugardaginn 2. september, gegn vægu gjaldi, en stúdíóið er að hefja starfsemi sína á neðri hæð tískuverslunarinnar Dýrið við Laugaveg 47. Meira
1. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Veiðidagar fjölskyldunnar

VEIÐIFÉLAG Fnjóskár og Stangaveiðifélagið Flúðir bjóða í sameiningu öllum börnum og barnabörnum, svo og öðrum nánum ættingjum félagsmanna, til að veiða í Fnjóská laugardaginn 2. september og sunnudaginn 3. september. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Verk Ragnars Axelssonar í Frakklandi

VERK Ragnars Axelssonar ljósmyndara hafa verið valin til sýningar á árlegri hátíð og ráðstefnu frétta- og tímaritaljósmyndara sem haldin verður í Perpignan í Frakklandi 2.-17. september. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 168 orð

Vextir hækkaðir

SEÐLABANKI Evrópu hækkaði vexti um 25 punkta, eða 0,25%, í gær og og eru þeir nú 4,50%. Þetta er í sjötta sinn frá 4. nóvember í fyrra sem bankinn hækkar vexti sína, en fyrir þá hækkun voru vextirnir 2,50%. Meira
1. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð | 1 mynd

Vélsmiðja kaupir hús RLR

VÉLSMIÐJAN Normi hf. í Garðabæ hefur keypt húsið Auðbrekku 6 þar sem Rannsóknarlögregla ríkisins og síðar embætti Ríkislögreglustjóra var til húsa. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Vöruskiptajöfnuðurinn 9,6 milljörðum kr. óhagstæðari

Í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir tæpa 12,0 milljarða króna og inn fyrir 15,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um tæpa 3,4 milljarða króna en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 2,0 milljarð á föstu gengi. Meira
1. september 2000 | Erlendar fréttir | 214 orð

Þáttur í mótmælum gegn hvalveiðum

STJÓRNVÖLD í Japan hafa lýst vonbrigðum sínum yfir því að Bandaríkjamenn skyldu ákveða að hundsa alþjóðlega ráðstefnu í Japan á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hófst í gær. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Þeir sem lengst eru komnir lesa Snorra-Eddu

Meðal gesta á þjóðardegi Íslands á Heimssýningunni í Hannover í fyrradag var hópur íslenskunemenda frá Hamborg, undir leiðsögn Lovísu Haddorp. Sigurbjörg Þrastardóttir hitti Lovísu og lærisveina hennar við íslenska skálann. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Þröstur Þórhallsson nær forystu

ÞRÖSTUR Þórhallsson vann í gær fyrstu einvígisskákina við Jón Viktor Gunnarsson um Íslandsmeistaratitillinn á skákþingi Íslands. Þeir munu tefla fjórar skákir en þeir etja kappi á ný í dag kl. 17. Fimmta umferð í kvennaflokki var tefld í gær. Meira
1. september 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Þýskt fyrirtæki kaupir TF-GRO

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, sem seld var á uppboði í fyrra, hefur verið seld úr landi. Það var félagið Sýr ehf. sem keypti þyrluna á uppboðinu fyrir um 25 milljónir. Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 2000 | Staksteinar | 330 orð | 2 myndir

Eini flokkurinn með heilsteypta stefnu í fjarskiptamálum

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar á vefsíðu sinni um Samfylkinguna og telur að hún sé eini flokkurinn með heilsteypta stefnu í fjarskiptamálum. Meira
1. september 2000 | Leiðarar | 848 orð

SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB

Í FYRRADAG hafði eitt helzta dagblað Danmerkur, Jyllandsposten, ákveðin ummæli eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra um afstöðu Íslendinga til ESB, sem vöktu nokkra athygli á Norðurlöndum. Meira

Menning

1. september 2000 | Menningarlíf | 373 orð | 1 mynd

Ávextir, dýr og kótilettur

Karin Kneffel er einn þeirra myndlistarmanna sem eiga verk á sýningunni Gangurinn 20 ára. Hún er þekkt myndlistakona í Evrópu og á sex verk á sýningunni. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 65 orð

Birtan í símaskránni

SÝNING á málverkum Huldu Vilhjálmsdóttur verður opnuð á laugardaginn kl. 15 í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þetta er fjórða einkasýning Huldu. Einnig hefur hún komið fram víðsvegar með gjörningalist sína og tekið þátt í samsýningum. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 229 orð

Bókavefur opnar á Strikinu

BÓKAVEFUR hefur verið opnaður á Strikinu og hefur Hrafn Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, verið ráðinn ritstjóri vefsins. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Deilt við dómarann

½ Leikstjóri: Anthony Waller. Handrit: Simon Burke og William Davies. Aðalhlutverk: Bill Pullman, Gabrielle Anwar og Joanne Whalley. (107 mín) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Douglas og Zeta-Jones í það heilaga

BRESKA slúðurblaðið The Sun telur sig hafa heimildir fyrir því að Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hyggist ganga í það heilaga 30. september næstkomandi. Meira
1. september 2000 | Bókmenntir | 404 orð

Downs-heilkenni

Höfundar: Göran Annerén, Iréne Johansson, Inga-Lill Kristiansson og Friðrik Sigurðsson. Útgefandi: Pjaxi ehf. í samvinnu við Félag áhugafólks um Downs-heilkenni. Prentun: Pjaxi ehf. Útgáfuár: 2000. 120 bls. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Ekkert sérstaklega gaman að bjástra við fortíðina

HREINN Friðfinnsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri óvenju annasamt hjá honum um þessar mundir, því hann er að undirbúa yfirlitssýningu um feril sinn sem opna á í Turku í Finnlandi 6. október. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Enginn byrjendabragur

½ Leikstjórn og handrit: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson, Margrét Ákadóttir, Silja Hauksdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson. (87 mín.) Ísland, 2000. Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Falskur Stormur?

EIGINKONA og dætur skipstjórans Billy Tyne sem George Clooney leikur með miklum tilþrifum í The Perfect Storm hafa höfðað mál gegn framleiðendum myndarinnar Warner-bræðrum fyrir að hafa sýnt hann í "fölsku og niðrandi ljósi". Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 726 orð | 1 mynd

Fréttir af samræðum almennings

Samstarfsverkefnið café9.net verður formlega opnað í dag í Listasafni Reykjavíkur og hefst þar með átta vikna dagskrá sem ýmsir listamenn menningarborga Evrópu koma á einn eða annan hátt að. Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður sagði Ingu Maríu Leifsdóttur frá sínum þætti í verkefninu. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 165 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Á SÍÐUSTU hádegistónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju, sem verða á morgun, laugardag, kl. 12, mun Hörður Áskelsson leika Fantasíu og fúgu í g-moll eftir J.S. Bach og Kóral nr. 3 í a-moll eftir César Franck. Þessi verk hæfa Klais-orgelinu mjög vel. Meira
1. september 2000 | Bókmenntir | 465 orð | 1 mynd

Hátíð í borg

eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Filmur, prentun, umbrot: Oddi hf. Hönnun: Elísabet A. Cochran. Arctic bækur sf. 2000. 144 bls. Meira
1. september 2000 | Myndlist | 465 orð | 1 mynd

Heimurinn okkar

Til 10. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 42 orð

Helgi Jónsson sýnir í Galleríi ash Lundi

MYNDLISTARSÝNING Helga Jónssonar verður opnuð á laugardaginn, kl. 16 í Galleríi ash Lundi, Varmahlíð. Á síðustu árum hefur hann stundað nám í ýmsum greinum myndlistar í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Sýningin er opin alla daga frá kl. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Íslenskt, já takk

SUMARSVEIFLUNNI er greinilega ekki lokið ef marka má ódvínandi vinsældir safnplötunnar "Svona er sumarið 2000". Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Kanada í blóma!

STUÐSVEITIN Kanada er í blóma þessa dagana og var að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem ber nafn hljómsveitarinnar og landsins í Norður-Ameríku. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 658 orð | 2 myndir

Kanadísk kryddblanda

Hljómsveitin Kanada með samnefnda geislaplötu. Sveitina skipa Haukur Þórðarson (gítar), Ólafur Björn Ólafsson (trommur), Ragnar Kjartanson (kynningar og slagverk), Úlfur Eldjárn (saxafónn og hljómborð) og Þorvaldur Gröndal (bassi). Öll lög samin af meðlimum Kanada. Upptöku stýrði Ólafur B.Ólafsson með aðstoð Kanada og FinnB. Tekin upp í Stúdíó Nýja Ísland og Thule Studios. Thule Musik gefur út. Lengd: 44:18, 11 lög Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Keyrslurokk

LAG Limp Bizkit, "Take A Look Around (theme from M:I 2)", er einn af augljósari sumarsmellum ársins enda er lagið samið út frá stefi sem allir aðdáendur fyrri myndarinnar og sjónvarpsþáttanna gömlu ættu að þekkja. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 450 orð | 1 mynd

Kór Langholtskirkju í frumflutningi verks í Færeyjum

KÓR Langholtskirkju tekur þátt í að frumflytja nýtt verk í Færeyjum 24. og 25. mars ásamt Havnakórnum og Sinfóníuhljómsveit Færeyja. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndir | 410 orð

Krúttlegi Kínverjinn í vestrinu

Leikstjóri: Tom Dey. Handrit: Miles Millar and Alfred Gough. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson, Roger Yuan, Xander Berkeley og Lucy Liu. Buena Vista Pictures 2000. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 389 orð | 2 myndir

Leitað í grasrótinni

Gangurinn hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af helstu galleríum Reykjavíkur. Í ár fagnar hann 20 ára afmæli og af því tilefni var haldin sýning, sem opnuð var í maí. Hún verður nú flutt um set, niður í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og verður opnuð þar í dag, stærri í sniðum. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 371 orð | 2 myndir

Listamaður frelsisins

Í LISTASAFNI Reykjavíkur, Hafnarhúsi, verður í dag opnuð sýning sem ber heitið "Jörgen Nash, Lis Zwick og Drakabygget - Frihetens værksted". Efnt var til sýningarinnar í tilefni af áttræðisafmæli Jörgens af heimabæ hans, Silkiborg. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 221 orð | 1 mynd

M-2000

LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 16 cafe9.net - tölvusamskiptanet Í dag verður opnað fyrir samband allra menningarborganna í verkefni sem verið hefur í undirbúningi í tvö ár. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Missti stjórn á mér á Lion King

JÓN Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann hefur nýverið sameinast útvarpsstöðinni X-inu ásamt félögum sínum á Radíó. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Rit Íslenskrar málnefndar 12, Hagfræðiorðasafn, er íslenskt-enskt, enskt íslenskt orðasafn um hagfræði, viðskiptafræði og skyldar greinar. Í orðasafninu eru um 6.300 íslensk og um 6. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Samleikur stórleikkvenna

Leikstjóri: Wayne Wang. Handrit: Alvin Sargent. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Natalie Portman. (109 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 264 orð

Slattelid, Hreinn og Hytönen fengu Carnegie-verðlaunin

MARI Slaattelid frá Noregi hlaut Carnegie Art-verðlaunin 2000 að upphæð 500.000 skr. Önnur verðlaun, 300.000 skr., hlaut Hreinn Friðfinnsson og þriðju verðlaun, 200.000 skr., féllu í skaut Petri Hytönen frá Finnlandi. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Velkomin aftur!

SÖNGKONAN Christina Aguilera er boðin velkomin aftur á listann en hún tekur stórt stökk upp á við og endar í nítjánda sætinu. Meira
1. september 2000 | Menningarlíf | 1077 orð | 1 mynd

Vesturferðir víkinga

Á Smithsonian-safninu í Bandaríkjunum stendur nú yfir viðamikil sýning um norræna menn, menningu þeirra og landafundi í vestri. Aðstoðarsýningar- stjóri sýningarinnar, Elisabeth Ward, er nú stödd hér á landi og sagði Fríðu Björk Ingvarsdóttur frá til- drögum þessa viðamikla framtaks, en hún flytur erindi á ráðstefnunni "Vínland fyrir stafni" í Norræna húsinu í dag. Meira
1. september 2000 | Fólk í fréttum | 858 orð | 1 mynd

Ýlfur og gól mónódróna

Það er gaman að spila á gúmmiteygju. Börkur Jónsson hefur hinsvegar stigið skrefinu lengra og býr nú til sín eigin hljóðfæri. Birgir Örn Steinarsson hitti hann og Óskar Guðjónsson en þeir verða ásamt öðrum Óvæntir bólfélagar í kvöld. Meira

Umræðan

1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. september, verður sextugur Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, Hamragarði 11, Keflavík. Eiginkona hans er Guðrún Jónsdóttir, kennari. Hjónin eru stödd í Delhí á Indlandi á... Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 44 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, 1. september, verður sjötug Erla Hafliðadóttir, Brunnum 14, Patreksfirði frá Hvallátrum í Rauðasandshreppi . Eiginmaður Erlu var Kristján Jóhannesson, hann lést 1986. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. september, verður áttræður Eskhild Jóhannesson, Holtsgötu 1, Sandgerði. Hann tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 2. september frá kl. 15-17 í Samkomuhúsinu í... Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, 1. september, verður áttræður Ingólfur H. Þorleifsson, Hafnargötu 125, Bolungarvík . Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Blóði drifnar lúkur

Fjöldamorð gleymast ekki á 11 árum, segir Guðjón Ólafur Jónsson, og verða hvorki fallegri né réttlætanlegri með árunum. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 635 orð | 2 myndir

Ekki einkavæðing?

Heilbrigðisþjónusta er á Íslandi talin til samfélagslegrar þjónustu, segja Ásta Möller og Katrín Fjeldsted. Um það er almenn samstaða í þjóðfélaginu. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Fiskveiðiréttur strandbyggða

Veiðiréttindi strandveiðiflotans, segir Guðjón A. Kristjánsson, eiga að vera byggðatengd réttindi. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 973 orð | 1 mynd

Guðlaus tilvist

Jórunn er í hópi þeirra sem telja að nú sé gott lag, segir Þórsteinn Ragnarsson, að veita kirkju og kristindómi högg. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Löglegt, en siðlaust

NAUST eru ekki samtök til að ná fram málamiðlunum milli náttúruverndar og stóriðju, segir Þuríður Bachmann, það ferli liggur í mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Morgunblaðið og auðlindastefnan

Það útspil Morgunblaðsins, segir Halldór Hermannsson, að sjálfsagt sé að örfáir aðilar sölsi undir sig allar aflaheimildir fyrir eitthvert svokallað auðlindagjald er forkastanlegt. Meira
1. september 2000 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

NAUST er ekki sama og VAAUST

Innganga sextíumenninganna er ekki líkleg til að stuðla að þeim skoðanaskiptum, segir Jakob Björnsson, sem að framan eru rakin og voru yfirlýst markmið inngöngumanna. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 258 orð

"Eru hryðjuverkamenn á Austurlandi?"

ÉG þakka konunni á Ísafirði fyrir "Bréf til blaðsins" 30. ágúst sl., um árásina á náttúruverndarsamtökin á Austurlandi. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 80 orð

SJÓMAÐUR, DÁÐADRENGUR

Hann var sjómaður, dáðadrengur - en drabbari, eins og gengur - hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn, þegar síldin sást ekki lengur. Svo breiðan um herðar og háan hjá Hljómskálanum ég sá hann. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 758 orð

Slysatíðni í umferðinni

GUÐMUNDUR Snorrason hafði samband við Velvakanda og vildi hann vekja athygli á slysatíðninni í umferðinni á þessu ári. Mikið hefur verið rætt um orsakir þessara slysa. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 385 orð

Vanmáttur lögreglunnar

Í SUMAR hafa hestamenn í Víðidal og nágrenni Rauðavatns mátt þola mikla plágu sem helgast af ökumönnum vélhjóla, svokallaðra torfæruhjóla, sem böðlast áfram eftir göngu- og/eða reiðstígum án þess að huga að afleiðingum þess. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 514 orð

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf: "Víkverji...

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf: "Víkverji hefur að undanförnu verið að velta því fyrir sér hvað ráði því hvar Síminn leggur breiðband hverju sinni. Þeirri spurningu hefur m.a. Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar...

Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar ABC hjálparstarfi. Þær heita Þórhildur Elva Þórisdóttir og Hulda Pálsdóttir. Þær söfnuðu 1.340... Meira
1. september 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir drengir héldu hlutaveltu fyrir nokkru.

Þessir drengir héldu hlutaveltu fyrir nokkru. Afraksturinn var 2.598 krónur og rann hann óskiptur til Rauða krossins. Þeir heita Valgeir Erlendsson og Halldór... Meira

Minningargreinar

1. september 2000 | Minningargreinar | 4232 orð | 1 mynd

FRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Fríður Sigurðardóttir fæddist að Vatni, Haukadal, Dalasýslu 15. mars 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. ágúst síðastliðinn og var til heimilis að Fjarðarási 9, Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Jörundssonar, f. 23. júlí 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 5446 orð | 1 mynd

GUNNAR H. KRISTINSSON

Gunnar H. Kristinsson, fyrrv. hitaveitustjóri, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1930. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 27. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur Karólínu Á. Jósepsdóttur húsm., f. 26.11. 1903 á Ísafirði, d. 14.3. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 1466 orð | 1 mynd

HALLA AÐALSTEINSDÓTTIR

Halla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. janúar 1923. Hún lést á heimili sínu að morgni 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga og eiginkona hans Lára... Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 4625 orð | 1 mynd

HALLDÓR KRISTJÁNSSON

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 2. október 1910 Hann andaðist 26. ágúst síðastliðinn. Hann var yngstur fjögurra systkina. Hin eru: Ólafur Þórður, f. 1903, d. 1981, skólastjóri í Hafnarfirði; Guðmundur Ingi, f. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 860 orð | 1 mynd

KRISTÍN BJÖRG GUNNARSDÓTTIR

Kristín Björg Gunnarsdóttir fæddist á Ísafirði 10. október 1918. Hún lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Kristinsson sjómaður og vélgæslumaður, f. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 1214 orð | 1 mynd

PÁLL FRIÐFINNSSON

Páll Friðfinnsson byggingarmeistari fæddist að Skriðu í Hörgárdal, hinn 9. september 1906. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 22. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru Friðfinnur Steindór Jónsson, bóndi, f. 7. nóvember 1875, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

SIGGERÐUR BJARNADÓTTIR

Í dag, 1. september, eru 100 ár frá fæðingu ömmu minnar og nöfnu Siggerðar Bjarnadóttur frá Grímsey. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Siggerður fæddist á Hóli í Þorgeirsfirði 1. september 1900. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 1404 orð | 1 mynd

SIGRÚN JÓNSDÓTTIR

Sigrún Jónsdóttir fæddist á Hafrafelli 3. nóvember 1934. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, f. 19. ágúst 1901, d. 24. febrúar 1971 og Anna Runólfsdóttir, f. 8. mars 1909, d. 8. október 1983. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 772 orð | 1 mynd

TRYGGVI BERGSTEINSSON

Tryggvi Bergsteinsson fæddist að Torfastöðum í Grafningi 19. febrúar 1918. Hann lést 24. ágúst síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður María Einarsdóttir, f. 20.11. 1894 að Litla-Hálsi í Grafningi, d. 15.7. 1991. Faðir hans var Bersteinn Sveinsson, f. 6. 3. 1879 á Markarskarði í Hvolhreppi, d. 1.6. 1962. Útför Tryggva fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2000 | Minningargreinar | 1111 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR

Þórunn Ásgeirsdóttir fæddist á Ósi í Hrófbergshreppi í Strandasýslu 8. maí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Jónsson Búsk, sjómaður, f. 14. október 1866 á Þórustöðum í Önundarfirði, d. 13. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Breytingar á eignaraðild að BM Vallá

MAGNÚS Benediktsson, sonur Benedikts Magnússonar frá Vallá, stofnanda og fyrrum forstjóra BM Vallár, hefur selt Guðmundi Benediktssyni, bróður sínum, og Víglundi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra BM Vallár, hlut sinn í félaginu, en Magnús átti rúm 41% í... Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 1777 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 31.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 31.08.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 395 60 86 2.623 225.374 Blandaður afli 10 10 10 34 340 Blálanga 90 88 89 373 33.024 Gellur 495 370 433 126 54. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 1 mynd

Hagnaður af rekstrinum 376 milljónir króna

HAGNAÐUR varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga þess á fyrstu sex mánuðum þessa árs og nam hann 376 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 366 orð | 1 mynd

Helgi Jóhannsson hættir hjá Samvinnuferðum-Landsýn

Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann segir að þessi ákvörðun sé alfarið hans en að honum hafi fundist tími til kominn að breyta til. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 86 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.556,77 0,88 FTSE 100 6.672,70 0,87 DAX í Frankfurt 7.216,45 0,43 CAC 40 í París 6.625,42 -0,14 OMX í Stokkhólmi 1.336,87 1,39 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Mögulegt gagntilboð frá Frankfurt

YFIRMENN frá kauphöllunum í Frankfurt, London, Mílanó og Madrid munu hittast í dag til að ræða mögulegt gagntilboð í kauphöllina í London (LSE) í tilefni af tilboði sænska fyrirtækisins OM gruppen í LSE, að því er fram kemur í norrænu fjölmiðlunum Dagens... Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 639 orð | 1 mynd

Reynt að færa rekstur Nasco til betri vegar

SKAGSTRENDINGUR hf. var rekinn með 49 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins 2000, en á sama tímabili árið áður var 130 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Stáltak tapar 50 milljónum króna

TAP Stáltaks hf. eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins nam 50 milljónum króna. Stáltak hf. varð til við sameiningu Stálsmiðjunnar hf. og Slippstöðvarinnar hf. fyrir réttu ári og því eru ekki til samanburðarhæfar tölur frá því í fyrra. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 427 orð | 1 mynd

Tangi með 48,9 milljónir í tap

TAP af reglulegri starfsemi Tanga hf. nam 44,9 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 16,5 milljóna króna tap á sama tímabili árið áður. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Tvöföldun hagnaðar milli ára

HAGNAÐUR Íslenskra aðalverktaka hf. og dótturfélaga þess á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 81,5 milljónum króna, að teknu tilliti til reiknaðra skatta, samanborið við 40,6 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Þetta er 101% hækkun milli ára. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Tvö verslunarfyrirtæki sameinast

NATHAN & Olsen ehf. hefur keypt meirihluta í heildversluninni Ásgeir Sigurðsson ehf. Kaupin áttu sér formlega stað 28. ágúst og í tilkynningu kemur fram að kaupverð sé trúnaðarmál. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. Meira
1. september 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.8.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

1. september 2000 | Dagbók | 884 orð

(2.Tím. 3,10)

Í dag er föstudagur 1. september, 245. dagur ársins 2000. Egidíusmessa. Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 39 orð

Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarf Bridsdeildar Sjálfsbjargar hefst...

Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarf Bridsdeildar Sjálfsbjargar hefst mánudaginn 4. september næstkomandi kl. 19, með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Hátúni 12. Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ fimmtud. 24. ágúst. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Ólafur Ingvarss. - Jóhann Lútherss. 244 Auðunn Guðm. - Albert Þorsteinss. 236 Halla Ólafsd. - Margrét Margeirsd. Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 359 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SPIL dagsins er frá opnu sveitakeppninni í Stokkhólmi, þar sem íslenska sveitin vann undankeppnina en datt svo út í næstu umferð í stuttum útsláttarleik. Meira
1. september 2000 | Dagbók | 157 orð | 1 mynd

Fjölnismessa í Grafarvogskirkju

Á MORGUN, laugardaginn 2. september, verður haldin hátíð í Grafarvogi. Einn þáttur í hátíðinni er guðsþjónusta sem haldin verður í Grafarvogskirkju kl. 13. Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 68 orð

Nýir sendar settir upp

UNDANFARIN ár hafa móttökuskilyrði hjá íbúum Borgarhverfis, Víkurhverfis og Staðarhverfis fyrir sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Sýn og Bíórásina verið slæm. Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 46 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á ofurmótinu í Polanica Zdroj er lauk fyrir skömmu með sigri Borisar Gelfands. Hollenski stórmeistarinn Loek Van Wely (2643) hafði svart gegn Vassilí Ivansjúk (2719). 43...Rf3+! 44. Meira
1. september 2000 | Viðhorf | 814 orð

Sótt fram til Evrópu?

Verður hreyft við steinrunnu hugmynda- og stjórnmálakerfi? Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 703 orð

Vafaredoblið reyndist vel

Ólympíumótið í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. Íslendingar taka þátt í opnum flokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: www.bridgeolympiad.nl Meira
1. september 2000 | Fastir þættir | 714 orð | 3 myndir

Þröstur og Jón Viktor berjast um meistaratitilinn

23. ágúst-4. sept. 2000 Meira

Íþróttir

1. september 2000 | Íþróttir | 51 orð

400 miðar eftir í forsölu

MIKILL áhugi er á meðal knattspyrnuáhugamanna á landsleik Íslands og Danmerkur sem fram fer á morgun á Laugardalsvellinum kl. 18.00. Um 6.600 miðar hafa þegar verið seldir í forsölu og aðeins 400 miðar eru eftir. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 21 orð

Alþjóðarallið Samanlagður tími í mínútum á...

Alþjóðarallið Samanlagður tími í mínútum á sérleiðum gærdagsins. 1. Rúnar/Jón 28,52 2. Baldur/Geir Óskar 29,07 3. Páll Halldór/Jóhannes 29,17 4. Sigurður Bragi/Rögnvaldur 30,09 5. Hjörleifur/Páll Kári 30,34 6. Steingrímur/Karl Jóhann 31,07 7. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 103 orð

Athugasemd frá mótanefnd KSÍ "Í reglugerð...

Athugasemd frá mótanefnd KSÍ "Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er einungis kveðið á um að síðasta umferð í Landssímadeild kvenna skuli öll fara fram á sama tíma og er þá óheimilt að treysta á flug á leikdegi. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 254 orð | 2 myndir

Árni Gautur Arason kom inn í...

Árni Gautur Arason kom inn í byrjunarlið Íslands í sigurleiknum gegn Svíum á dögunum. Hann stóð vel fyrir sínu enda með gífurlega reynslu úr liði sínu Rosenborg í Noregi. Hann er nú tilbúinn fyrir átökin gegn Dönum á laugardag. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 102 orð

Byrja með fjóra í vörn

DANSKA liðið æfði á Laugardalsvelli í gær og fjórir leikmenn frá danska félagsliðinu Lyngby fylltu upp í þær stöður sem upp á vantaði þegar stillt var upp í tvö 11 manna lið. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 447 orð | 1 mynd

Feðgarnir hafa forystu

Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza eru efstir eftir fyrsta daginn í alþjóðarallinu sem nú stendur yfir. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 70 orð

Félagi Helga nýr Olsen

DANSKA dagblaðið Ekstra Bladed er talað um að René Henriksen verði hinn nýi Morten Olsen og þjóni hlutverki herforingjans í liðinu. Olsen, sem nú er þjálfari liðsins lék sjálfur lykilhlutverk sem leiðtogi landsliðsins á níunda áratugnum. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 28 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Breiðablik 13 11 1 1 58:9 34 KR 13 10 1 2 72:9 31 Stjarnan 13 9 2 2 34:21 29 ÍBV 13 5 5 3 34:16 20 Valur 13 5 2 6 40:18 17 ÍA 13 2 4 7 14:45 10 Þór/KA 13 1 1 11 12:76 4 FH 13 0 2 11 12:82... Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 36 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Þór Ak. 17 16 1 0 55:12 49 KS 17 9 4 4 25:19 31 Afturelding 17 8 4 5 32:28 28 Selfoss 17 8 3 6 45:25 27 Víðir 17 8 3 6 27:21 27 Leiknir R. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 83 orð

Gassi kominn úr fríi

GUÐMUNDUR R. Jónsson eða "Gassi" eins og flestir þekkja hann, liðsstjóri íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er kominn til starfa að nýju en hann hefur þurft að halda sig frá liðinu í síðustu leikjum vegna veikinda. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 477 orð

Góður stuðningur getur skipt sköpum

EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, leikur sinn 55. landsleik annað kvöld þegar Íslendingar mæta Dönum á Laugardalsvellinum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Eyjólfur, sem hélt upp á 32 ára afmæli sitt á dögunum, hefur verið í leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu hin síðari ár og persónuleiki hans innan sem utan vallar, kraftur og baráttugleði hafa hjálpað mikið til í velgengni íslenska landsliðsins undanfarin misseri. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 421 orð

Guðmundi sagt upp

GUÐMUNDI Torfasyni var í gær sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs Fram í efstu deild. Í fréttatilkynningu frá Fram - fótboltafélagi Reykjavíkur hf., kom það fram að á fundi stjórnar var einróma samþykkt að segja upp samningi félagsins við Guðmund. Var um leið ákveðið að fela Pétri Ormslev formanni leikmannaráðs að stjórna æfingum og leikjum liðsins það sem eftir lifir Íslandsmóts. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 232 orð

Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára landsliðsins...

Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára landsliðsins í knattspyrnu, kortlagði leik danska A-landsliðsins í leik gegn Færeyingum á Norðurlandamótinu fyrr í þessum mánuði, en Guðni var á meðal áhorfenda í Þórshöfn þar sem Danir höfðu betur, 2:0. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 360 orð

Hefur trú á sigri gegn Dönum

"ÉG er mjög bjartsýnn. Það er búið að vera góður uppgangur hjá okkur og hópurinn er mjög sterkur í dag svo ég hef mikla trú á því að við vinnum Dani. Ég sé enga ástæðu fyrir því að við ættum ekki að geta gert þetta, ég hef mikla trú á hópnum og því sem við erum að gera svo ég er mjög bjartsýnn á að við vinnum leikinn," sagði Þórður Guðjónsson sem mættur var á Hótel Loftleiðir í gær til undirbúnings fyrir leik Íslands og Dana sem fram fer á laugardag. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 140 orð

Ispwich og Stoke fylgjast með Guðmundi

Guðmundur Viðar Mete, leikmaður íslenska U-21 árs landsliðsins og sænska 1. deildarliðsins Malmö, er mjög eftirsóttur en hann er til skoðunar hjá nokkrum erlendum félögum. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 122 orð

Ísland í 16. sæti á HM landsliða í golfi

ÍSLENSKA karlaliðið lék í gær fyrsta hringinn á heimsmeistaramóti landsliða áhugamanna í Berlín og er í 16. sæti að honum loknum. Örn Ævar Hjartarson náði bestum árangri Íslendinganna, lék á pari, eða 72 höggum. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 20 orð

KNATTSPYRNA Landssímadeild kvenna: (Efsta deild kvenna)...

KNATTSPYRNA Landssímadeild kvenna: (Efsta deild kvenna) ÍBV - Stjarnan 2:3 Elva Dögg Grímsdóttir 20., Samantha Britton 36. - Erna Sigurðardóttir 24., Freydís Bjarnadóttir 57., Lovísa... Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 21 orð

KNATTSPYRNA Undankeppni HM 21 árs liða:...

KNATTSPYRNA Undankeppni HM 21 árs liða: Kaplakriki: Ísland - Danmörk 18 Það er ókeypis aðgangur á leikinn. 1. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNUKONAN Sigfríður Sophusdóttir hefur tekið fram...

KNATTSPYRNUKONAN Sigfríður Sophusdóttir hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Blikum árið 1997. Sigfríður stóð í marki Breiðabliks gegn Þór/KA í fyrrakvöld en aðalmarkvörður liðsins, Þóra Helgadóttir, er farin til náms í Bandaríkjunum. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 80 orð

Kristinn Jakobsson dæmir í Riga og Brugge

KRISTINN Jakobsson knattspyrnudómari dæmir tvo leiki erlendis á næstunni, í Riga í Lettlandi og Brugge í Belgíu. Á morgun dæmir hann leik Lettlands og Skotland í Evrópukeppni 21 árs landsliða í Riga og fimmtudaginn 14. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 86 orð

Kristján kominn í 4. umferð

Kristján Helgason, atvinnumaður í snóker, sigraði í gær John Read 5-3 í þriðju umferð á úrtökumóti opna breska meistaramótsins. Kristján sigraði áður Tony Knowles í 2. umferð, 5-0. Hann mætir Alfie Burden í fjórðu umferð hinn 7. september. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Leikaðferð ekki gefin upp

DANSKA landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og á sama tíma gafst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara. Morten Olsen og Michael Laudrup eru þjálfarar liðsins og sá fyrrnefndi vildi lítið segja þegar hann var spurður um hvaða leikaðferð danska liðið myndi nota gegn Íslendingum. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 41 orð

Léttir - Afturelding 3:0 Engilbert Friðfinnsson,...

Léttir - Afturelding 3:0 Engilbert Friðfinnsson, Óskar Þór Ingólfsson, Þórir Örn Ingólfsson. Selfoss - KÍB 7:1 Kjartan Helgason 3, Guðjón Þorvarðarson, Sigurður Þorvarðarson, Brynjólfur Bjarnason, Goran Nikolic - Guðbjörn Flosason. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 384 orð

Metnaður í ungmennaliðinu

UNGMENNALANDSLIÐ Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í dag gegn Dönum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 18 í Kaplakrika. Liðið lagði Svía í vináttuleik þann 16. Meira
1. september 2000 | Íþróttir | 91 orð

Ríkharður mætir Schmeichel í þriðja sinn

Ríkharður Daðason verður nær örugglega í fremstu víglínu þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum á Laugardalsvellinum á morgun. Meira

Úr verinu

1. september 2000 | Úr verinu | 232 orð

14 nemendur frá 11 löndum

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna verður settur í þriðja sinn í dag. Athöfnin verður í sal á 1. hæð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu og hefst kl. 17. Meira
1. september 2000 | Úr verinu | 341 orð

7.300 fyrir tonnið

NÓTASKIPIÐ Júpiter ÞH frá Þórshöfn fékk um 400 tonn af síld í norskri lögsögu á miðvikudag og landaði aflanum í Vedde í morgun. Nú eru rúmlega 15.000 tonn eru eftir af kvóta Íslendinga í norsk-íslensku síldinni. Meira
1. september 2000 | Úr verinu | 98 orð | 1 mynd

Hvalur sprengdur

SPRENGJUDEILD Landhelgisgæslunnar sprengdi fyrr í vikunni dauðan hval sem var á reki í Faxaflóa. Um var að ræða 8 metra langa hrefnu en að sögn Kristjáns Þ. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1902 orð | 4 myndir

Áhugamál upp á

Sigríður Valdimarsdóttir, sem hefur stundað stangveiðar í áratugi, sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur nokkrar veiðisögur og líka svolítið af sjálfri sér. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 125 orð

Drekaraunir Kalla

KALLI Bjarna, seinheppna hetjan úr Smáfólkinu, hefði ekki slegið hendinni á móti því að fá að fylgjast með flugdrekamóti og kannski fá svolitla tilsögn í leiðinni, en sem kunnugt er á Kalli sér fjögur markmið í lífinu; að geta sparkað í boltann sem Lísa... Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 724 orð | 8 myndir

Ekki bara fyrir adrenalínfíkla

HRÓLFUR Hreiðarsson er 21 árs gamall verðandi húsasmiður sem vinnur myrkranna á milli við smíðar ásamt því að vera að ljúka námi. Hann finnur sér þó alltaf tíma til að sinna aðaláhugamáli sínu, sem er kraftdrekaflug. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 393 orð | 1 mynd

Flugdrekar á vindhátíð

VINDHÁTÍÐ verður haldin í Reykjavík dagana 3.-9. september næstkomandi, á þaki Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 820 orð | 3 myndir

flugdrekinn

Drekaflug er vinsælt víða erlendis og getur verið allt í senn, íþrótt, list og leikur. Kristín Elfa Guðnadóttir fór á flug og hitti fyrir dreka sem dansa, berjast, gleðja augað og lyfta eigendum sínum í hæstu hæðir. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 553 orð | 6 myndir

Frá hönnuðum í hillurnar

FYRIR hálfu ári síðan ákvað tískuheimurinn hverju við skyldum klæðast í haust og vetur. Í febrúar og mars sýndu helstu hönnuðir heims fatalínur sínar fyrir haustið og veturinn sem eru í vændum. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 790 orð | 5 myndir

Gleðibanki glyslífsins

Hvað er líklegt til að verða áberandi í kvöldverðarboðunum, á kaffihúsinu og skrifstofunni í haust og vetur? Inga Rún Sigurðardóttir kannaði málið með aðstoð nýjustu tískublaðanna en helstu tískuhönnuðir heims hafa mikil áhrif á hvað kemur í fataverslanir hérlendis. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1129 orð | 2 myndir

gleymt að reka mig"

Þegar komið er inn í bókaverslun er ekki nóg að hillurnar séu merktar eftir efnisflokkum. Það verður að vera hægt að spyrja til vegar. Sigurbjörg Þrastardóttir kom inn í leit að dagbók afgreiðslukonu og fékk aðstoð hjá söguhetjunni sjálfri. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 982 orð | 5 myndir

sál

Viðgerðir á fiðlum og öðrum strengjahljóðfærum ásamt gítarsmíði segir Rúnar Sigurðsson fara ágætlega saman við blómasölu. Bergljót Friðriksdóttir heimsótti hann á verkstæðið í rauða blómaskúrnum á horni Hringbrautar og Birkimels. Meira
1. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 528 orð | 1 mynd

Ævafornt áhugamál

FLUGDREKI hefur sig á loft og svífur tignarlega með marglitt skott. Lítill drengur fylgist stoltur með drekanum sínum hækka flugið, en er um leið hálfuggandi, skyldi hann hrapa? Meira

Ýmis aukablöð

1. september 2000 | Kvikmyndablað | 289 orð | 3 myndir

Á fjórða tug mynda sýndur á hátíðinni

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Reykjavík verður sett þann 29. september og stendur til 8. október. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 428 orð | 1 mynd

Dálaglegt dulargervi

Regnboginn, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna gamanmyndina Big Momma's House með Martin Lawrence. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 323 orð

Eftirréttir eyðimerkurinnar

KVIKMYNDATÖKUVÉLIN liggur í sandinum á afskekktri strönd. Áhorfandinn sér kyrrláta strandlengjuna. Í fjarska kemur mannvera í augsýn sem gengur hægum skrefum eftir sjávarsíðunni. Þegar hún nálgast linsu vélarinnar sér bíógesturinn að þetta er engin venjuleg vera heldur leikarinn Ewan McGregor sem nýtur einverunnar á ströndinni. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 50 orð

Fantasían og geðklofinn

FRÉTTARITARAR Bíóblaðsins í helstu kvikmyndaborgum heims eiga sinn fasta sess í blaðinu. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 421 orð | 1 mynd

Fiðlukennari í Harlem

Stjörnubíó sýnir nýjustu mynd Meryl Streep, Music of the Heart, sem Wes Craven leikstýrir. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 339 orð | 3 myndir

Fólk

Potente á þönum Hin snaggaralega þýska leikkona Franka Potente , hlaupagikkurinn sem heillaði áhorfendur í Hlauptu, Lola, hlauptu , er búin að fá vinnu í Draumaverksmiðjunni. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 2227 orð | 5 myndir

Hofsós og heimurinn

Jim Stark segist vera farandkvikmyndaframleiðandi. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 93 orð

Hofsós og heimurinn

BANDARÍSKI kvikmyndaframleiðandinn Jim Stark hefur víða látið að sér kveða í óháðri kvikmyndagerð utan Hollywood-veldisins. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 49 orð

Lögga í dulargervi

Regnboginn, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag bandarísku gamanmyndina Big Momma's House með Martin Lawrence í aðalhlutverki. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 418 orð | 1 mynd

Margt býr í myrkrinu

Háskólabíó sýnir geimtryllinn Pitch Black í leikstjórn David Twohy með Radha Mitchell og Cole Hauser. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 565 orð | 1 mynd

Mikið vill meira

WOODY Allen er ekki endilega sá maður sem fyrst kemur í hugann þegar nefnt er hugtakið "hófstilling"; hann á það til að sökkva í æðibunugang, stundum smekklaus, sjálfhverfur orðhákur ekki síður en frjósamur listamaður. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 1207 orð

NÝJAR MYNDIR PITCH BLACK Háskólabíó kl.

NÝJAR MYNDIR PITCH BLACK Háskólabíó kl. 6, 8 og 10:15. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 3 WHERE THE HEART IS Háskólabíó kl. 5:30, 8 og 10:10. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 3 BIG MOMMA'S HOUSE Bíóhöllin kl. 5:50, 8 og 10:10. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 51 orð | 1 mynd

Portman í Háskólabíói

Háskólabíó frumsýnir í dag bandarísku gamanmyndina Where the Heart Is með Natalie Portman í einu aðalhlutverkanna. Hún leikur unga stúlku sem eignast barn í stórmarkaði og vekur mikla athygli en líf hennar tekur miklum breytingum eftir það. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 50 orð

Sólmyrkvi

Háskólabíó frumsýnir í dag geimtryllinn Pitch Black eða Svartamyrkur. Leikstjóri er David N. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 60 orð | 1 mynd

Streep í Stjörnubíói

Stjörnubíó frumsýnir dramatísku myndina Music of the Heart með Meryl Streep í aðalhlutverki. Myndin er að nokkru byggð á sönnum atburðum en Streep leikur tónlistarkennara sem fer að kenna tónlist í East Harlem þegar eiginmaðurinn fer frá henni. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 388 orð | 1 mynd

Stúlkan í stórmarkaðinum

Háskólabíó frumsýnir bandarísku myndina Where the Heart Is með Natalie Portman í aðalhlutverki. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 336 orð | 1 mynd

Vandmeðfarið efni

NÝ bresk kvikmynd var frumsýnd hér í Lundúnum fyrir skömmu. Hún nefnist Some Voices og hefur hlotið gífurlegt lof gagnrýnenda, bæði fyrir framúrskarandi leik og óhefðbundið söguefni sem tekist er á við á frumlegan hátt. Meira
1. september 2000 | Kvikmyndablað | 557 orð | 1 mynd

Þrjúbíó, kakó og kanelsnúðar

Það var ekkert sjónvarp á æskuheimili Halls Helgasonar. Hallur kynntist því töfraveröld kvikmyndanna í rétta umhverfinu, bíósalnum, sem býður upp á "svo miklu sterkari og dýpri upplifun en sjónvarpsskjárinn". Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.