Greinar sunnudaginn 10. september 2000

Forsíða

10. september 2000 | Forsíða | 190 orð

Castro ánægður með handtakið

FIDEL Castro, forseti Kúbu, sagðist í gær vera ánægður með að hafa tekið í höndina á Bill Clinton Bandaríkjaforseta á fimmtudag. Sagðist forsetinn hafa staðið í röð annarra þjóðarleiðtoga sem Clinton var að heilsa. Meira
10. september 2000 | Forsíða | 198 orð

Danska stjórnin mætir ekki til Færeyja

DANSKA ríkisstjórnin hefur nú lýst því endanlega yfir, að sér sé ekki fært að mæta til Færeyja til nýrrar samningalotu í viðræðunum um fullveldi eyjanna. Meira
10. september 2000 | Forsíða | 37 orð | 1 mynd

Gíslar úr haldi

Íslamskir skæruliðar á Filippseyjum leystu í gær úr haldi fjóra evrópska gísla. Fólkið hafði verið í haldi í 140 daga. Á myndinni sést Þjóðverjinn Marc Wallert, sem fékk frelsi í gær, með honum er embættismaður Filippseyjastjórnar, Robert... Meira
10. september 2000 | Forsíða | 392 orð | 1 mynd

Óljóst hvort um slys eða hryðjuverk var að ræða

VÖRUBÍLL, hlaðinn sprengiefni, sprakk í loft upp í borginni Urumqi í norðvesturhluta Kína á föstudag og er talið að minnst 60 hafi farist. Vitað var um rúmlega 170 manns sem slösuðust og eldtungurnar kveiktu í húsum og bílum í grennd við slysstaðinn. Meira

Fréttir

10. september 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

350 konur á námstefnu Íslandsbanka-FBA

UM 350 konur úr starfsliði Íslandsbanka-FBA sóttu námstefnu í gær sem fyrirtækið stendur fyrir í tengslum við verkefnið Auður í krafti kvenna. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Aðalfundur sagnfræðinga

AÐALFUNDUR Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 12. september nk. kl. 19.30. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Ábyrgir fyrir dauða 2 milljóna barna

EIN heitasta fregnin innan líftækninnar í dag, að margra mati, var til umræðu á fyrirlestri sem Líftæknistofa, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, RALA, og Iðntæknistofnun stóðu fyrir á föstudag. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð

Árþúsundamótaráðstefna SÞ

SAMEINUÐU þjóðirnar héldu svonefnda árþúsundamótaráðstefnu í vikunni og tóku yfir 150 þjóðarleiðtogar þátt í henni, þ.ám. Davíð Oddsson forsætisráðherra Íslands. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 773 orð | 1 mynd

Bíll með auga ekur um lagnirnar

Rögnvaldur Guðmundsson fæddist 18. september 1958 í Dalasýslu. Hann lauk prófi sem rafvélavirki frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 1977. Hann starfaði hjá Svavari Fanndal í fjögur ár og var einnig nokkuð í akstri hjá Teiti Jónassyni, en árið 1983 hóf hann rekstur fyrirtækisins Holræsahreinsunin hf. sem hann rekur enn. Rögnvaldur er kvæntur Laufeyju M. Sigurðardóttur húsmóður og eiga þau samtals fjögur börn. Meira
10. september 2000 | Erlendar fréttir | 1768 orð | 1 mynd

CNN horfir til þráðlausrar framtíðar

Minnkandi áhorf á fréttarásir CNN í Bandaríkjunum hefur valdið yfirmönnum þar á bæ miklum heilabrotum. Hörð samkeppni annarra rása hefur velt CNN úr sessi sem helstu fréttarásinni, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi enn mjög sterka stöðu á alþjóðamarkaði. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að nú hafi verið stokkað upp í stjórnendahópnum og CNN ætli sér forystuhlutverk sem fréttarás í þráðlausum heimi. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Dæmi um að börn séu utan skóla svo mánuðum skiptir

DÆMI eru um að börn sem rekin hafa verið úr skóla hafi verið utan skóla svo vikum eða mánuðum skiptir. Þetta kom fram á blaðamannafundi landssamtakanna Heimilis og skóla í gær. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Engar forsendur til að hafna framkvæmdaleyfi

BÆJARSTJÓRNIN á Siglufirði, að fenginni umsögn umhverfis- og tækninefndar bæjarins, veitti Vegagerðinni leyfi fyrir rannsóknarvinnunni í Héðinsfirði. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 475 orð

Flest lagnaefni með vottun erlendis frá

AÐILAR sem tengjast byggingariðnaði og lagnamálum telja ekki að ákvörðun byggingafulltrúa Reykjavíkur muni skapa vandræðaástand í byggingariðnaði, en hann hefur sent lagnahönnuðum, pípulagningameisturum og lagnaefnasölum bréf, þar sem fram kemur að eftir... Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fræðslunámskeið fyrir nýbúa

NÝBÚAR á Íslandi fá tækifæri til að fræðast um íslenskt samfélag á námskeiðum sem haldin verða í vetur, þátttakendum að kostnaðarlausu. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fundað í deilunni á miðvikudag

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað stjórnendur Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði og starfsmenn verksmiðjunnar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar til fundar næstkomandi miðvikudag. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrsta áfanga lýkur í september

SAMKVÆMT samningi Línu.Nets og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur átti fjarskiptatengingum við sex grunnskóla í Reykjavík að vera lokið 1. september. Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Fyrsti óopinberi landsleikurinn í krikket

ÍSLENDINGAR mæta í dag breskum mótherjum í krikket og er leikurinn fyrsti óopinberi landsleikurinn í þessari íþrótt sem háður er hér á landi. Leikurinn fer fram á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ og hefst kl. 15. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Gáfu tæki til þjálfunar

LIONSKLÚBBURINN Ægir afhenti í byrjun september tæki og áhöld til þjálfunar fín- og grófhreyfinga til barna- og unglingageðdeildarinnar við Dalbraut. Áhöldin eru að verðmæti um 180.000 kr. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð | 2 myndir

Günter Grass í heimsókn á Gljúfrasteini

ÞÝSKI rithöfundurinn Günter Grass, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári, heimsótti Auði Sveinsdóttur Laxness á heimili hennar á Gljúfrasteini í gær og skoðaði vinnustofu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Haustið sýnir klærnar

Fjallshlíðar voru víða gráar í gærmorgun enda stíf norðanátt og úrkoma í fyrrinótt og því kalt á landinu. Hoffellið í Fáskrúðsfirði var snævi prýtt þegar þessi ljósmynd var tekin norðangarranum í gærmorgun. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð

Jeppi valt í Svínadal

JEPPABIFREIÐ valt út af Vestfjarðavegi í Svínadal skömmu eftir hádegi í gær og fór nokkrar veltur. Ökumaðurinn virtist við fyrstu sýn hafa sloppið með minniháttar meiðsli en lögreglan í Búðardal telur líklegt að jeppinn sé ónýtur. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

KSÍ hafnar beiðni ÍA og ÍBV

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hafnaði í gær beiðni ÍA og ÍBV um að bikarúrslitaleik þeirra í karlaflokki yrði flýtt um einn dag. Hann fer því fram sunnudaginn 24. september eins og áður var fyrirhugað. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kæra ólöglegar hreindýraveiðar

HREINDÝRARÁÐ hefur kært til lögreglu hugsanlegar ólöglegar hreindýraveiðar á Jökuldalsheiði. Um gæti verið að ræða dráp á átta vænum hreindýrstörfum auk þess sem tveir til viðbótar voru særðir. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð

LEIGUBÍLSTJÓRAR, bændur og fleiri stéttir í...

LEIGUBÍLSTJÓRAR, bændur og fleiri stéttir í Frakklandi efndu til mikilla mótmæla í vikunni gegn sköttum á eldsneyti. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Li Peng á landinu Li Peng,...

Li Peng á landinu Li Peng, forseti kínverska þingsins, dvaldi hér á landi frá laugardegi fram á þriðjudag í opinberri heimsókn. Li Peng kom víða við í heimsókninni og heimsótti m.a. fjölskyldu í Breiðholti. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Listmunauppboð

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld, sunnudagskvöd, kl. 20. Boðin verða upp 98 verk. Verkin eru til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg sunnudag 12-17. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð

Lúterskir haldi ró sinni

SIGURÐUR Sigurðarson vígslubiskup segir ekki ástæðu til þess að lúterskir menn láti yfirlýsingu Páfagarðs, um að enska biskupakirkjan og mótmælendakirkjur séu ekki kirkjur í réttum skilningi, raska ró sinni. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Námstefna um tollaákvæði innan ESB

NÁMSTEFNA um tollaákvæði innan ESB verður haldin 14. september, kl. 08:30-17:00. Námstefnan er skipulögð af Útflutningsráði Íslands og Euro Info-skrifstofunni og verður haldin í Versölum á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýr klúbbur felli- og hjólhýsaeigenda

MEÐ auknum áhuga á ferðalögum innanlands hefur tjaldvagna- og fellihýsaeigendum á Íslandi fjölgað svo um munar. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ókeypis skákæfingar barna og unglinga

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir ókeypis barna- og unglingaæfingum í skák alla mánudaga kl. 17:15. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hellis í Þönglabakka 1, Mjódd. Meira
10. september 2000 | Erlendar fréttir | 261 orð

Rakinn til veiru í gömlu líki á Svalbarða

NORSK kona telur sig hafa smitast af alvarlegri veiru af 100-300 ára gömlu líki er hún tók þátt í fornleifauppgreftri á Svalbarða árið 1984. Frá þessu var sagt á vefsíðu norska dagblaðsins Verdens Gang . Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Rangt greint frá guðsþjónustum Engar guðsþjónustur...

Rangt greint frá guðsþjónustum Engar guðsþjónustur verða í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju í dag, sunnudag. Í Morgunblaðinu í gær sagði að í Útskálakirkju yrði guðsþjónusta klukkan 20.30 og í Hvalsneskirkju klukkan 14 og Helgistund í Garðvangi klukkan... Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 346 orð

Reiknum með að þurfa að greiða gjald

FORSVARSMENN líftæknifyrirtækisins Prokaria gera ráð fyrir að fyrirtækinu verði gert að greiða auðlindagjald fyrir nýtingu hveraörvera í íslenskri náttúru. Þetta kemur fram í viðtali við Jakob K. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Safna undirskriftum í Kringlunni

Áhugamannahópurinn um "Sveit í borg" stendur í dag, sunnudag, fyrir undirskriftasöfnun í Kringlunni gegn byggð á Vatnsendasvæðinu. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Samkeppni fyrir börn

AÐ BÚA á Norðurlöndum er viðfangsefni norrænnar teikni- og ritgerðasamkeppni fyrir nemendur 5.-10. bekkja grunnskóla, sem Norræna félagið stendur fyrir í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð

SETTUR fjármálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu...

SETTUR fjármálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn ákvæðum um útboðsskyldu þegar Reykjavík gerði samning við dótturfyrirtæki sitt, Línu.Net um ljósleiðaratengingu í grunnskóla Reykjavíkur. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sprengjuleit í sendiráði Dana

SPRENGJULEIT var gerð í danska sendiráðinu við Hverfisgötu í Reykjavík á föstudaginn eftir að lögreglu barst tilkynning um að sprengja myndi springa þar innan þriggja klukkustunda. Meira
10. september 2000 | Erlendar fréttir | 958 orð | 4 myndir

Telja sig vera örugga í sessi

Herforingjaeinræði hefur ríkt í Búrma í áratugum saman og eru ráðamenn sagðir flæktir í fíkniefnasmygl en atvinnulíf er allt á brauðfótum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru múlbundnir og blá- fátækur og kúgaður almenningur eygir litla von um að úr rætist. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Ugla í kassa

UGLA gistir nú í kassa á svölum húss í Grafarvogi en hún fannst í Borgarfirði í síðustu viku, særð á væng. Bárður Magnússon og Sigurlín Þorsteinsdóttir óku fram á ugluna á Skorradalsvegi en þau voru á leið í Borgarnes. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð

Uppselt í Herjólf á bikarúrslitadaginn

UPPSELT er fyrir bíla í Herjólf daginn sem bikarúrslitin fara fram en ÍBV mætir ÍA á Laugardalsvellinum í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu sunnudaginn 24. september. Ennþá er þó laust fyrir farþega. Meira
10. september 2000 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Vill sameiningu við Blönduós

HREPPSNEFND Engihlíðarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Blönduósbæjar um sameiningu sveitarfélaganna. Meira

Ritstjórnargreinar

10. september 2000 | Leiðarar | 2250 orð | 2 myndir

9. september

Þingmenn Vinstri-grænna hafa tekið furðulega afstöðu til útboðs á farsímarásum, ef marka má grein eftir Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Meira
10. september 2000 | Leiðarar | 305 orð

Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins

10. sept. 1970: "Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, flutti ræðu um skattamál í fyrradag á landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Í ræðu þessari kom fjármálaráðherra víða við, og hefur efni hennar vakið verulega athygli. Meira
10. september 2000 | Leiðarar | 603 orð

Skáldskapurinn flytur sannleik samtímans

BÓKMENNTAHÁTÍÐ verður sett í dag í Norræna húsinu í fimmta sinn og er óhætt að fullyrða að aldrei áður hafi jafnmargir valinkunnir rithöfundar, innlendir og erlendir, tekið þátt í slíkri samkomu hérlendis. Meira

Menning

10. september 2000 | Fólk í fréttum | 106 orð | 6 myndir

Algjör draumur

HANN VAR einkar ljúfur íslenski draumurinn í frumsýningarpartýi samnefndrar kvikmyndar sem haldið var í Gyllta sal Hótel Borgar í vikunni. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Alþjóðlega bókmenntahátíðin sett í dag

ALÞJÓÐLEGA bókmenntahátíðin 2000 verður sett í dag kl. 15 í Norræna húsinu. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 17 orð

Aukatónleikar í Salnum

AUKATÓNLEIKAR í Salnum til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni verða annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Miðasala í Salnum kl.... Meira
10. september 2000 | Tónlist | 608 orð

Á vængjum vinsælda

Lög eftir Sigfús Halldórsson og ítalskir söngvar eftir Crescenzo, Toselli, Marechiare, Donaudy, Leoncavallo, Denza, Pennino, Curtis, Mario, Rossini, Gastaldon & Arditi. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Fimmtudaginn 7. september kl. 20. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 393 orð | 1 mynd

Djass og klassík í eina sæng

NOTALEG sunnudagsstemmning mun ríkja á Hótel Borg frá kl. 15 í dag. Þar mun tvöfaldur Kvartett Reynis Sigurðssonar leika fyrir gesti, en í aðgangsverði tónleikanna eru innifaldar pönnukökur með rjóma og molasopi. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Erla Þórarinsdóttir sýnir í Hallgrímskirkju

SÝNING á verkum Erlu Þórarinsdóttur verður opnuð í Hallgrímskirkju í dag, sunnudag, kl. 12.15. Í rýmum málverkanna er ljós og tími, sá tími sem það tók að mála þau og fyrir ljósið að umbreyta silfrinu. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 523 orð | 2 myndir

Fávitarnir/Idioterne ½ Eins og við mátti...

Fávitarnir/Idioterne ½ Eins og við mátti búast nýtir sérvitringurinn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith?/Whatever Happened to Harold Smith? Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 63 orð

Hláturgas til Selfoss

FARANDSÝNINGIN Hláturgas, læknaskop frá vöggu til grafar, verður opnuð á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi, mánudaginn 11. september kl. 15. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Hættuleg áætlun

Leikstjóri: Jim Wynorski. Handrit: Steve Latshaw. Aðalhlutverk: Dean Cain, Stacy Keach, Jennifer Beals. (85 mín.) Bandaríkin. Góðar stundir, 2000. Bönnuð innan 16 ára. Meira
10. september 2000 | Myndlist | 729 orð | 1 mynd

Krosstákn

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Ókeypis aðgangur mánudaga. Til 25. september. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

M-2000

NORRÆNA HÚSIÐ KL. 15 Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík Setning hátíðarinnar þar sem Günter Grass, nóbelsverðlaunahafi verður meðal þeirra sem ávarpa gesti. IÐNÓ KL. 20. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 36 orð

M-2000

NORRÆNA HÚSIÐ KL. 12 Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík Hádegisumræður þar sem Günter Grass, Slawomir Mrozek og Matthías Johannesen fjalla um bókmenntir og tjáningarfrelsi. IÐNÓ KL. 20. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 671 orð | 3 myndir

Myndarlegar mæðgur

Á haustdögum árið 1983 var Heiðdís Steinsdóttir valin Elite-stúlka ársins við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Nú sautján árum síðar er dóttir hennar Kristel Dögg handhafi sama titils. Jóhanna K. Jóhannesdóttir spjallaði við þessar myndarlegu mæðgur aðeins nokkrum dögum áður en Kristel hélt áleiðis til Sviss til þátttöku í úrslitakeppninni. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Mærin frá Orleans

Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Luc Besson og Andrew Birkin. Aðalhlutverk: Milla Jovovich, Faye Dunaway, John Malkovich. (160 mín.) Frakkland 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 578 orð | 1 mynd

Orðabók fyrir alla

Katrín Sigurðardóttir kynnir verk sitt, allnýstárlega orðabók, í café9.net í dag frá 16:00 til 18:00. Unnar Jónsson spurði hana aðeins út í verkið og aðdragandann að því. Meira
10. september 2000 | Myndlist | 744 orð | 1 mynd

"AF FJÖLLUM"

Opið frá 12 til 18 alla daga. Lokað þriðjudaga. Ókeypis aðgangur mánudaga. Til 25. september. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 406 orð | 2 myndir

Tregablandnir tónleikar

YFIRBRAGÐ tónleika Kvintetts Dave Hollands, lokatónleika Jazzhátíðar Reykjavíkur sem haldnir verða í Íslensku óperunni kl. 20.30 í kvöld, verður að öllum líkindum ólíkt því sem séð var fyrir í upphafi. Meira
10. september 2000 | Fólk í fréttum | 64 orð | 3 myndir

Viðeyjargleði

Yfirstjórn Hrafnistuheimilanna bauð starfsfólki heimilanna, ásamt mökum og börnum, úti í Viðey laugardaginn 2. september til að kveðja sumar og heilsa hausti. Meira
10. september 2000 | Menningarlíf | 68 orð

Þjóðleiðin yfir Breiðamerkurjökul

Á JÖKLASÝNINGUNNI á Hornafirði á þriðjudagskvöld mun Sigurður Björnsson á Kvískerjum flytja erindi um þjóðleiðina yfir Breiðamerkurjökul. Sigurður er fæddur á Kvískerjum í Öræfum, einn af 9 systkinum sem þar ólust upp í byrjun 20. aldar. Meira

Umræðan

10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 231 orð

0rðstír

Ekki alls fyrir löngu minntist kunningi minn á það við mig, að hann hefði heyrt í opinberri ræðu talað um að geta sér góðan orðstír. Taldi hann, að hér hefði ræðumaður mismælt sig herfilega, því að hann hefði átt að tala um orðstí í þessu sambandi. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 10. september, verður fimmtugur Bolli Thor Valdimarsson vélstjóri, Holtsgötu 30, Sandgerði. Hann er erlendis ásamt eiginkonu sinni, Helgu Herborgu Guðjónsdóttur... Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. miðvikudag 13. september, verður sextug Þórunn Jónsdóttir, Hrísrima 9, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum kl. 18 á afmælisdaginn í Veisluþjónustunni,... Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 11. september, verður níræður Jón Helgason skósmíðameistari, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Eiginkona hans var Petrónella Pétursdóttir sem lést... Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 26 orð

BASLHAGMENNIÐ

Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. VELLÍÐANIN Á daginn kafinn óðaönn í að fá að lifa. Stel af nóttu stuttri spönn stundum til að... Meira
10. september 2000 | Aðsent efni | 2164 orð | 2 myndir

ENN UM ÁL, GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDIR OG KYOTO

Það er heildarlosun heimsins sem ein skiptir máli, segir Jakob Björnsson, fyrir gróðurhúsaáhrifin. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 461 orð

Fáráðlingsháttur eða trúnaðarbrot?

ÉG LEIK golf mér til skemmtunar. Það hefi ég gert um allmörg ár, með mikilli ánægju, en takmörkuðum árangri. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 222 orð | 3 myndir

Kannast einhver við myndirnar?

Á þriðja og fjórða áratugnum ferðuðust töluvert margir útlendingar um Ísland. Meðal þeirra voru þrír ungir Þjóðverjar, Hans Kuhn, Reinhard Prinz og Bruno Schweizer. Þeir fóru gangandi og ríðandi um landið, tóku ljósmyndir og héldu dagbækur. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 397 orð

KUNNINGI Víkverja þurfti á dögunum að...

KUNNINGI Víkverja þurfti á dögunum að reiða sig á þjónustu hraðflutningafyrirtækisins DHL vegna skjalasendingar frá Reykjavík til Kaliforníu í Bandaríkjunum og til baka aftur. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 356 orð | 1 mynd

Vetrarstarf KFUM & K

VETRARSTARF KFUM & KFUK er að hefjast. Almennar samkomur verða kl. 17 í vetur eins og undanfarin ár og sú fyrsta verður í dag, sunnudag. Samkomurnar verða fjölbreyttar, með vitnisburðum, góðri boðun og góðri tónlist, söng og hljóðfæraleik. Meira
10. september 2000 | Bréf til blaðsins | 679 orð | 1 mynd

Æskulýðsleiðtoginn

Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, var stefnuviti margra þúsunda ungra manna til farsæls lífs. Stefán Friðbjarnarson telur þörfina fyrir æskulýðsstarf í anda KFUM enn brýnna í dag en áður. Meira

Minningargreinar

10. september 2000 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA SIGURJÓNSDÓTTIR

Ágústa Sigurjónsdóttir fæddist að Holti í Innri-Njarðvík 16. september 1899. Hún lést að Garðvangi, Garði, 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 4. september. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 179 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BJÖRK GÍSLADÓTTIR

Guðrún Björk Gísladóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1983. Hún lést af slysförum 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 16. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1323 orð | 1 mynd

GUNNAR STEFÁNSSON

Gunnar Stefánsson bóndi fæddist að Hamri í Kollafirði, Strandasýslu, 23. apríl 1909. Hann lézt á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson bóndi, f. 17. desember 1883, d. 26. júní 1971 og Hrefna Ólafsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1654 orð | 1 mynd

HÁLFDÁN INGASON

Hálfdán Ingason fæddist í Reykjavík 26. desember 1965. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn. Hann var yngstur þriggja barna Inga Ingvarssonar, f. 22.4. 1937 í Vestmannaeyjum og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur, f. 15.5. 1943 í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1360 orð | 1 mynd

Hermann St. Björgvinsson

Hermann St. Björgvinsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1919. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahús við Hringbraut hinn 23. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 2124 orð | 1 mynd

HJÖRVAR ÓLI BJÖRGVINSSON

Hjörvar Óli Björgvinsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1936. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrea Laufey Jónsdóttir og Björgvin Jónsson bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1183 orð | 1 mynd

KRISTÍN ÞORLÁKSDÓTTIR

Kristín Þorláksdóttir frá Veigastöðum á Svalbarðsströnd fæddist í Grjótárgerði í Bárðardal, S-Þingeyjarsýslu, 3. janúar 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1498 orð | 1 mynd

PÉTUR HAMAR THORARENSEN

Pétur Hamar Thorarensen fæddist á Flateyri 28. júlí 1926. Hann lést á Landspítalanum 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Péturs voru Ragnar Daníel Thorarensen bakari, f. 31.1. 1892, d. 13.11. 1977, og Ingibjörg Thorarensen, f. 14.1. 1899, d. 12.12. 1987. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1011 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Meiðavöllum í Kelduhverfi 26. júlí 1909. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Húsavíkur 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigurgeirsson, f. á Smjörhóli í Öxarfirði, 11.12. 1884, d. á Tóvegg 19.5. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 963 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Jóhanna Aðalsteinsdóttir

Sigurbjörg Jóhanna Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 20. janúar 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni 3. september síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Aðalsteins Hjartarsonar, f. 22.9. 1889, d. 12.11. 1918 og Bjarnínu Ólafsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 1190 orð | 1 mynd

STEFÁN SIGURJÓNSSON

Stefán Sigurjónsson klæðskerameistari fæddist á Arnarbæli í Grímsnesi 10. október 1929. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásdís Stefánsdóttir, f. 21.10. 1910, og Sigurjón Stefánsson, f. 9.1. 1902. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 452 orð | 1 mynd

VIKTOR MAGNÚSSON

Viktor Magnússon, hjarta- og lungnavélasérfræðingur, var fæddur í Jena í Þýskalandi 12. maí 1944 . Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. september. Meira  Kaupa minningabók
10. september 2000 | Minningargreinar | 699 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR

Þórunn Ásgeirsdóttir fæddist á Ósi í Hrófbergshreppi í Strandasýslu 8. maí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 1. september. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

10. september 2000 | Ferðalög | 856 orð | 3 myndir

Borgin sem er falin í hrikalegu landslagi Andesfjallanna

Hálfs árs heimsreisu Ólivers Hilmarssonar og Völu Hjörleifsdóttur er nú lokið en þegar þau fóru að skoða myndirnar úr ferðinni rifjuðust upp ýmis ævintýri sem á daga þeirra dreif. Meira
10. september 2000 | Bílar | 101 orð

Börn öruggari í bílum hjá konum

NÝ rannsókn sem gerð var fyrir Ford og umferðarrannsóknastofnunina við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum leiðir í ljós að öryggi barna er mest í bílum sem er stjórnað af konum, sérstaklega eldri konum. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 121 orð | 1 mynd

Eyrarsundsbrúin stóreykur ferðamannastraum til Suður-Svíþjóðar

Fimmtungi fleiri ferðamenn heimsóttu Skán í Suður-Svíþjóð í sumar en í fyrra. Talið er að fjölgunina megi fyrst og fremst rekja til opnunar Eyrarsundsbrúarinnar þann 1. júlí síðastliðinn. Meira
10. september 2000 | Bílar | 120 orð | 1 mynd

Fyrsta sending Santa Fé uppseld

HYUNDAI hefur frumkynnt sinn fyrsta jeppling, Santa Fé, og fór kynningin fram á grísku eyjunni Krít. Meira
10. september 2000 | Bílar | 112 orð | 1 mynd

Fyrstu myndir af Mini

BMW hefur sýnt fyrstu myndirnar af framleiðslugerð nýs Mini-bíls sem fyrst var sýndur á bílasýningunni í Frankfurt sem hugmyndabíll fyrir þremur árum. Meira
10. september 2000 | Bílar | 71 orð

Hyundai Santa Fé 2,7

Lengd: 4.500 mm Breidd: 1.845 mm Hæð: 1.675 mm Hjólhaf: 2.620 mm Sporvídd: 1.540 mm Hæð undir lægsta punkt: 18,8 cm Eigin þyngd: 1.674 kg Eldsneytistankur: 65 lítrar Farangursrými: 833 lítrar Vél: 2. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 98 orð | 1 mynd

Í leit að maka?

EINHLEYPIR í leit að maka geta ef til vill fundið ástina í þorpinu Lisdoonvarna á Írlandi en um þesssar mundir er þar haldin árleg hátíð fyrir einhleypa. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 471 orð | 2 myndir

Ísland Þúsund ára ís um borð...

Ísland Þúsund ára ís um borð í Flugleiðavélum Nýlega hófu Flugleiðir að bjóða farþegum á Saga Class-farrými upp á þúsund ára gamlan ís úr Vatnajökli. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 423 orð | 3 myndir

Kökuneysla og bókaveisla

Bókaormar og kaffielskendur geta svalað þorsta sínum í Berlín, eigi þeir leið þar um. Sigurbjörg Þrastardóttir segir að þar sé notaleg bókakaffihús að finna eins og í fleiri góðum borgum. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 123 orð | 1 mynd

Leikjatölvur um borð í Flugleiðavélum

BYRJAÐ verður að bjóða upp á leikjatölvur um borð í flugvélum Flugleiða nú í september, á öllum áætlunarleiðum félagsins og í leiguflugi til Kanaríeyja og Bologna á Ítalíu. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 708 orð | 2 myndir

Mesta hvíldin fólgin í því að fara á sama staðinn

Séra Pálmi Matthíasson kýs að eyða fríinu sínu ár hvert í sama landi, í sama hverfi, í sama húsi og yfirleitt á sama tíma. Hann fer til Flórída með fjölskylduna. Meira
10. september 2000 | Bílar | 869 orð | 4 myndir

Mikilúðlegur en hrár fjallajeppi

TOYOTA hefur hafið innflutning á Land Cruiser 70 sem hefur verið framleiddur nánast óbreyttur í meira en fimmtán ár. Þetta er bíll sem hefur mikla burðargetu og endingu, er sterkbyggður og situr á mikilli grind. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 258 orð | 1 mynd

Mælir með kvöld-siglingu á Signu

Hulda Hauksdóttir, eigandi tískuverslunarinnar Flash, er nýkomin úr innkaupaleiðangri frá París og London. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 269 orð | 1 mynd

Nokkrar stórar hótelkeðjur hyggjast mæta þörfinni

Kaupmannahöfn er ein af tíu vinsælustu borgum í heimi þegar kemur að ráðstefnuhaldi og fundum samkvæmt upplýsingum frá ferðamálayfirvöldum í borginni. Meira
10. september 2000 | Bílar | 1274 orð | 6 myndir

Rásviss og hljóðlátur Santa Fé

Hyundai kynnir þessa dagana sportjepplinginn Santa Fé á sumarleyfiseyjunni grísku, Krít. Þangað var íslenskum blaðamönnum boðið að reynsluaka bílnum. Guðjón Guðmundsson var í þeirra hópi. Meira
10. september 2000 | Bílar | 730 orð | 3 myndir

Sá allra magnaðasti

Bíllinn kostar líklega um 13 milljónir króna, er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og bremsar sig niður á 2,6 sekúndum en er auðveldari í meðförum en Guðjón Guðmundsson hafði grunað. Meira
10. september 2000 | Bílar | 174 orð

Stöðug bílasala í Evrópu

BÍLASALA í Vestur-Evrópu var stöðug á fyrri hluta ársins, eða 1,6% meiri en á sama tíma í fyrra. Það var hins vegar afar breytileg sala milli landa. Á Írlandi jókst salan t.a.m. um 43% en dróst saman um 21% í Danmörku. Meira
10. september 2000 | Bílar | 64 orð

Toyota Land Cruiser 70

Lengd: 4.995 cm Breidd: 1.690 cm Hæð: 2. 080 cm Eigin þyngd: 2.200 kg Vél: L6, 4,2 lítrar, 8 ventlar, dísilvél. Afl: 130 hestöfl við 3.800 sn. /mín. Tog: 285 Nm við 2.200 sn. /mín. Hjólbarðar: 38 tommur. Fjöðrun framan: Gormar, heil hásing. Meira
10. september 2000 | Bílar | 211 orð | 1 mynd

Úr loftkælingu í vatnskælingu

VÉLIN í Porsche 911 Turbo er svokölluð boxaravél. Fjöldi strokka á boxaravélum er oftast fjórir en Porsche hefur þá sex. Stimplarnir ganga í láréttum strokkum, þrír andspænis hver öðrum. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 49 orð

Vefsíða um Barcelona

Ferðalangar á leið til Barcelona á Spáni ættu að kynna sér vefsíðuna www.barcelonaturisme.com . Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 251 orð | 1 mynd

Vetrarferðir frá Reykjavík

UM miðjan september mun annað tveggja skipa fyrirtækisins Sæferða ehf. á Stykkishólmi, Særún, koma til Reykjavíkur og bjóða upp á skoðunarferðir um sundin blá og veisluferðir. Meira
10. september 2000 | Ferðalög | 257 orð | 1 mynd

Vorferðir til Prag á næsta ári

HEIMSFERÐIR byrja í fyrsta skipti með vorferðir til Prag á næsta ári. "Við ætlum að fljúga allan mars og apríl og endum á sérstakri páskaferð," segir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Meira

Fastir þættir

10. september 2000 | Fastir þættir | 273 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Sv. Hermannsson

ÍSLENSKA bridslandsliðið sýndi hvað í því býr með því að komast í úrslitakeppni Ólympíumótsins í brids og leggja síðan Hollendinga í 16 liða úrslitum. Meira
10. september 2000 | Dagbók | 892 orð

(Sálmarnir 17, 15.)

Í dag er sunnudagur 10. september, 254. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. Meira
10. september 2000 | Fastir þættir | 122 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á Pentamedia stórmeistaramótinu sem lauk á Indlandi fyrir skömmu. Enn einu sinni er Bin-Sattar Reefat (2467) í aðalhlutverki enda maður næmur fyrir fléttum. Hann hafði hvítt gegn Chanda Sandipan (2446). 15.Bf6! Meira

Íþróttir

10. september 2000 | Íþróttir | 906 orð | 1 mynd

Harmleikur eða hetjustund fyrir Ferrari í Monza

MIKIÐ mæðir á Michael Schumacher, ökuþór Ferrari, í síðasta móti ársins í Formúlu-1 í Evrópu, sem fram fer um helgina hér í Monza, mekka ítalskra akstursíþrótta og einni frægustu kappakstursbraut heims. Meira

Sunnudagsblað

10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1012 orð | 1 mynd

Af langri reynslu lært ég hef

Maður verður að berjast með kjafti og klóm til að koma sínu upplýsta samþykki á framfæri, skrifar Ellert B. Schram. Og jafnharðan er það virt að vettugi. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1741 orð | 3 myndir

á stórum mótum

Íslenska landsliðið í bridge háði úrslitaleik við Pólverja til þess að komast í hóp fjögurra bestu liðanna af 74 á Ólympíumótinu í Maastrict í Hollandi. Þá höfðu þeir tryggt sér sæti sem eitt af átta bestu liðunum með sigri sínum á hollenska landsliðinu. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 716 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók Háskóla Íslands 11.-17. september 2000. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/ sam/dagbok.html. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 246 orð

Ert þú hjúkrunarfræðingur? Viltu prófa eitthvað nýtt?

Balestrand-sveitarfélagið í Noregi vantar hjúkrunarfræðinga. Ef skrifað er undir samning um 100% starf í eitt ár fá hjúkrunarfræðingar 15.000 norskar krónur í byrjunarbónusgreiðslu. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 313 orð | 2 myndir

Fluguveiði eykst í Norðurá

ÁKVEÐIÐ hefur verið að eftir 27. júní verði aðeins leyfð fluguveiði í Norðurá í Borgarfirði. Að sögn Bergs Steingrímssonar er þetta sameiginleg ákvörðun Veiðifélags Norðurár og stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 518 orð | 1 mynd

Geimstöðin Mír

SOVÉSKA og síðar rússneska geimstöðin Mír er enn á lofti og er hvað af hverju með æ hýrari há. Svarið við spurningunni af hverju hún flýgur er einfalt. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1387 orð | 6 myndir

Hvað dregur menn að Látrabjargi?

HVERT vor halda milljónir fugla til Íslandsstranda að verpa og mynda þar einar mikilfenglegustu fuglabyggðir veraldar," segir í kynningu frá ferðaskrifstofunni Joe Van Os Photosafaris, sem sérhæfir sig í skipulagningu ljósmyndaferða til margra af... Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1014 orð | 3 myndir

Klæðskerinn í Panama

Unnið er að því að kvikmynda njósnasögu Johns Le Carrés, The Tailor of Panama, í Panama undir stjórn Johns Boormans en Bond-leikarinn Pierce Brosnan fer með annað aðalhlutverkið. Arnaldur Indriðason njósnaði um Klæðskerann, Brosnan og Boorman. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 2517 orð | 9 myndir

Kulusuk - næsti nágranni í vestri

Þó að Kulusuk sé aðeins í um tveggja klukkustunda fjarlægð með flugi þá segir Bryndís Kristjánsdóttir að fyrstu áhrifin af þeim heimi sem þar við blasir séu svo gjörólík að ætla mætti að hann væri hinum megin á hnettinum. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 933 orð | 1 mynd

Lifandi hjarta háskólalífsins

Manitoba-háskóli hefur ætíð haft sérstök tengsl við Ísland. Anna G. Ólafsdóttir króaði rektorinn Emöke Szathmáry af í stuttri Íslandsheimsókn og vildi fá að vita meira um háskólann, samskiptin við Háskóla Íslands og Ísland almennt. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 557 orð | 2 myndir

Listin fyrir lystina og öfugt

Hvenær er nóg komið? Það fer eftir ýmsu og stundum er e.t.v. aldrei nóg komið. Það er oftast tilfinningalegt mat hvers og eins hvenær sé komið nóg. Það sem einum finnst nægilega saltað finnst öðrum bragðlaust. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 608 orð | 2 myndir

Lyfjaleifar í náttúrunni

Lyf geta mengað náttúruna og umhverfi okkar eftir ýmsum leiðum. Þar er einkum um að ræða lyf sem líkaminn skilur út, förgun fyrndra lyfja á ófullnægjandi hátt, notkun dýralyfja í náttúrunni (t.d. við fiskeldi í kvíum) og iðnaðarmengun. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 4011 orð | 1 mynd

Með alla burði í alþjóðlega samkeppni

LOKUÐU hlutafjárútboði í líftæknifyrirtækinu Prokaria er nú lokið og búið að tryggja reksturinn til næstu ára. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var samtals gefið út nýtt hlutafé fyrir 1,1 milljarð króna. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1911 orð | 6 myndir

Nesjamennska þeirra smáu, nesjamennska þeirra stóru

ÞAÐ er hægt að meta gildi listaverks út frá tvenns konar ólíku samhengi. Annaðhvort í ljósi þeirrar þjóðmenningar sem það er sprottið úr (litla samhenginu) eða sem hluta af yfirþjóðlegri sögu þeirrar listgreinar sem verkið tilheyrir (stóra samhenginu). Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 151 orð

"Litla stúlkan .

"Litla stúlkan ... sem hjá okkur hefur dvalið í 7 ár og er á framfæri er nú farin að þurfa og gjöra meiri kröfur til lífsins en þegar hún var 4 ára bæði hvað föt og skófatnað snertir. Því flestum mun kunnugt hvað það hefur stigið á þessum árum. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 176 orð | 1 mynd

Rapprokk með boðskap

BANDARÍSKT rokk er í mikilli uppsveiflu og skífur hverrar sveitarinnar af annarri berast hingað til lands nú um stundir. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 322 orð | 1 mynd

Reynt að hafa meðlag með hverju barni sem lægst

GUÐMUNDUR Jónsson, lektor í sagnfræði, segir að rannsókn Njarðar Sigurðssonar varpi athyglisverðu ljósi á aðstæður efnalítils fólks hér á landi fyrr á öldinni. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1283 orð | 2 myndir

Saga sem að mestu er enn ósögð

ÞETTA var mjög skemmtilegt rannsóknarverkefni og um leið spennandi," segir Njörður Sigurðsson, 26 ára gamall Hvergerðingur, sem sl. vor útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 163 orð

Samskip flytja frá Hull til Immingham

SAMSKIP í Bretlandi hafa flutt skrifstofu sína frá Hull til Immingham. Á mánudag hefst starfsemi í húsnæði rétt við höfnina og þar með hafa Samskip sameinað skrifstofu- og vöruhúsarekstur sinn í Bretlandi. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 3931 orð | 4 myndir

Sjálfvirk kúabú - aukin samkeppnishæfni

Grundvallarbreytingar eru að verða á kúabúskap og mjólkurframleiðslu hér á landi. Búum er að fækka og þau stækka stöðugt. Víða hefur verið tekin upp sjálfvirkni við fóðrun og mjaltir sem leitt hefur til vinnusparnaðar fyrir bændur og sveigjanlegs vinnutíma og má tala um byltingu í þessum efnum. Hildur Einarsdóttir kynnti sér þróunina sem hefur það meðal annars að markmiði að auka gæði mjólkurafurðanna og lækka verð til neytenda. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1732 orð | 7 myndir

Sólríka Sahara

ÞAÐ var glampandi sól og steikjandi hiti þegar appelsínuguli trukkurinn sem ég var farþegi í keyrði framhjá stríðsminjasafninu í El Alamein við strendur Miðjarðarhafsins. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 1987 orð | 3 myndir

Staðsetningin er ekki vandamál

Það er alltaf athyglisvert að hnjóta um fyrirtæki í örum vexti úti á landsbyggðinni, ekki síst í byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna skorts á atvinnutækifærum og fólksflótta á mölina í beinu framhaldi. Í Vík í Mýrdal er eitt slíkt fyrirtæki, BVT ehf. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 256 orð | 1 mynd

Toshiba-dagar standa yfir hjá HT&H

TOSHIBA-dagar standa yfir hjá HT&H frá 8. september til næstu mánaðamóta og verður m.a. sérstakt kynningartilboð á stafrænum Toshiba-ljósritunarvélum. HT&H, sem sérhæfir sig í heildarlausnum á tölvu- og tækjabúnaði, er nýtt dótturfélag Heimilistækja en áður var þessi rekstur sérstök deild innan Heimilistækja. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 260 orð | 1 mynd

Tónleikaskífa með Low

MÖRGUM eru enn minnisstæðir tónleikar bandarísku rokksveitarinnar Low hér á landi fyrir tæpu ári. Þá hitaði Low upp fyrir Sigur Rós og lék lög af breiðskífunni Secret Name. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 307 orð | 1 mynd

Úlpa á plast

ENDURNÝJUN í íslensku rokki hefur ekki verið ýkja hröð undanfarin misseri. Á þessu ári hafa þó nýjar sveitir látið á sér kræla, sumar gefið út sjálfar en aðrar komist á samning, nú síðast rokksveitin Úlpa. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 53 orð | 1 mynd

Vísindamaðurinn

NAFN: Njörður Sigurðsson, f. 1974.FORELDRAR: Sigurður Einar Magnússon vélsmiður, f. 1933 og Borghildur Traustadóttir húsmóðir, f. 1941.MAKI: Kolbrún Vilhjálmsdóttir kennaranemi, f. 1976.BARN: Daníel Njarðarson, f. 1999. Meira
10. september 2000 | Sunnudagsblað | 513 orð | 2 myndir

Þríleikur De La Soul

DE LA SOUL rappflokkurinn er löngu goðsagnakenndur og þá ekki bara fyrir það að vera skipaður afbragðsspunamönnum, heldur ekki síst fyrir það hversu áhrifamikil sveitin hefur verið, allt frá því fyrsta breiðskífan setti allt á annan endann fyrir ellefu... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.