Greinar miðvikudaginn 13. september 2000

Forsíða

13. september 2000 | Forsíða | 72 orð | 1 mynd

Aftakaflóð í Japan

FLÓÐ og aurskriður vegna mesta úrhellis í Japan í að minnsta kosti öld hafa orðið sjö manns að bana í þremur iðnaðarhéruðum í miðhluta landsins. Yfirvöld hvöttu í gær um 400.000 íbúa héraðanna að fara af heimilum sínum og dvelja í opinberum byggingum. Meira
13. september 2000 | Forsíða | 285 orð | 1 mynd

Blair útilokar lægri álögur á eldsneyti

MÓTMÆLAAÐGERÐIR gegn hækkandi bensínverði og háum sköttum á eldsneyti ollu gríðarlegum truflunum á umferð í Bretlandi í gær. Meira
13. september 2000 | Forsíða | 117 orð

Hafa meiri tekjur af eldisfiski en villtum fiski

ELDISFISKUR er nú í fyrsta sinn orðinn mikilvægari en villtur fiskur í útflutningi Norðmanna. Útflutningsverðmæti eldislax og regnbogasilungs var 51% af heildartekjum Norðmanna af fiskútflutningi í ágúst, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten . Meira
13. september 2000 | Forsíða | 347 orð

Umdeildum aðgerðum gegn Austurríki aflétt

FJÓRTÁN aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) afléttu í gær pólitískum einangrunaraðgerðum sem þau gripu til gegn Austurríki fyrir sjö mánuðum eftir að Frelsisflokkurinn fékk aðild að stjórn landsins. Stjórnin í Vín fagnaði þessari ákvörðun og lýsti henni sem sigri fyrir Austurríkismenn. Meira

Fréttir

13. september 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

100 ára og í fullu fjöri

ÞEIR eru 100 ára samtals, Pálmi Andrésson í Kerlingadal í Mýrdal og Benzinn hans. Pálmi er sjötugur í dag, miðvikudag, og bíllinn er þrítugur á þessu ári. Og báðir eru í fullu fjöri. Merzedes Benz-sendibifreið Pálma er gamall ísbíll frá Kjörís. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 211 orð

Athugasemd

FRAMKVÆMDASTJÓRI Landssamtaka sauðfjárbænda gerir í Morgunblaðinu í dag [þriðjudag] grófa atlögu að Baugi og verðmyndun þar með rakalausum ósannindum. Framkvæmdastjórinn heldur þar fram að álagning Baugs á frosnu lambalæri án hækils sé 108%. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 501 orð

Árangurinn almennt góður

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær skýrslu sem Pricewaterhouse Coopers vann fyrir ráðuneytið um framkvæmd reynslusveitarfélagaverkefnisins frá árinu 1995. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 895 orð | 3 myndir

Ástir samlyndra eða ósamlyndra hjóna?

Leiðandi ráðherrar halda því fram að aldrei hafi jafnhugmyndafræðilega samhent stjórn setið að völdum í Bretlandi og samstarfið sé eins og í besta hjónabandi. Sigrún Davíðsdóttir segir efni tveggja nýrra bóka sýna að slíkar fullyrðingar eru engin trygging fyrir persónulegu samlyndi. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð

Átti samtal við forsætisráðherra Japans

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hitti m.a. forsætisráðherra Japans, Yoshiro Mori, á árþúsundaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem haldin var í New York í síðustu viku. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Bílar skullu saman

TVEIR bílar skullu saman á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði um kl. 13.30 í gær. Grunur leikur á að öðrum bílnum hafi verið ekið yfir gatnamótin á móti rauðu ljósi með þessum afleiðingum. Bílstjórar og farþegi sluppu... Meira
13. september 2000 | Miðopna | 648 orð | 1 mynd

Bjó til mikilvæga nytjaplöntu úr eitraðri villijurt

Baldri Rosmund Stefansson hefur hlotnast margvíslegur heiður fyrir uppgötvanir sínar á sviði plöntufræða. Segja má að uppgötvanir hans hafi skotið stoðum undir þá ræktun í kanadískum landbúnaði sem gefur mest af sér í dag. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 712 orð | 1 mynd

Borðdama eða ráðgjafi forsetans?

Chelsea Clinton, dóttur Bandaríkjaforseta, er farið að skjóta upp við hlið föður síns við hin fjölbreytilegustu tækifæri og sýnist sitt hverjum. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að Hillary, móðir hennar, hafi í nógu að snúast í kosningabaráttu fyrir þingkosningar í New York-ríki í nóvember og Bill, faðir hennar, virðist alsæll með félagsskap dótturinnar, en ýmsir hafa gagnrýnt sífellt vaxandi hlutverk hennar. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 322 orð

Bretar vilja takmarka ákvæði um félagsleg réttindi

BREZKA stjórnin beitir sér nú af krafti gegn því að ákvæði um félagsleg og efnahagsleg réttindi verði höfð með í væntanlegri borgararéttindaskrá Evrópusambandsins (ESB). Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Breytingar "Hjá Hrafnhildi"

NÝLEGA var kvenfataverslunin "Hjá Hrafnhildi" opnuð á nýjan leik að Engjateigi 5, að undangengnum umfangsmiklum breytingum og flytur nú í mun stærra húsnæði sem nær yfir alla verslunarhæð hússins. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð | 2 myndir

Enn veiðast stórlaxar

Eins og venjulega þá tínast þeir stóru á land á haustdögum. Framan af sumri var að sjá að óvenjulítið væri af löxum af yfirþungavigt í ánum, en nú líður vart sá dagur að ekki fréttist af nýjum boltafiski. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 783 orð | 1 mynd

Erfitt en ánægjulegt

Kristinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981 og viðskiptafræðiprófi frá Viðskiptaháskólanum í Osló 1991. Hann starfaði hjá auglýsingastofunni AUK í þrjú ár, var hjá Landsbjörg í tvö ár og hefur starfað í Gallup í fjögur ár. Hann hefur verið í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í tuttugu ár, þar af sveitarforingi í tvö ár. Kristinn er kvæntur Laufeyju Gissurardóttur þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fann fíkniefni við leit í bifreið

LÖGREGLAN á Ísafirði lagði hald á tæplega átta grömm af efni sem talið er vera amfetamín og um þrjú grömm af kannabisefnum við húsleit og leit í bifreið. Einnig fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Flýtti sér í heiminn

"VIÐ höfum eiginlega verið að rifja atburðarásina upp okkar á milli síðan fæðingin átti sér stað," segir Áslaug Sveinsdóttir sem á mánudagsmorgun fæddi dóttur sem lá svo mikið á að komast í heiminn að hún beið ekki eftir sjúkrabílnum heldur... Meira
13. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 888 orð | 1 mynd

Foreldrar þurfa að bjarga sér dag frá degi

Á sumum leikskólum í Reykjavík hefur ekki enn verið hægt að taka á móti börnum sem fengu vilyrði fyrir plássi nú í haust. Birna Anna Björnsdóttir kynnti sér stöðuna á nokkrum þeirra. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

Forvarnaátak SÁÁ og Nýkaups

SÁÁ og Nýkaup hafa tekið höndum saman um fræðsluátak sem beinist að foreldrum unglinga. Efnt verður til 6 fræðslukvölda í september og október, þar sem fjallað verður um unglingsárin og vímuefnin frá ýmsum hliðum. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Framkvæmdir sagðar ganga vonum framar

VINNA við Alþjóðageimstöðina (ISS) hefur, að sögn Mark Ferring, eins þeirra sem að geimstöðvaráætluninni standa, gengið vonum framar og vinnur áhöfn geimferjunnar Atlantis nú að því hörðum höndum að gera geimstöðina íbúðarhæfa en þrír geimfarar verða í... Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við breikkun hefjast senn

BRAGI Vignir Jónsson og Arnarverk ehf. áttu lægstu tilboð í breikkun Miklubrautar, milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar, um eina akgrein. Framkvæmdir eiga að hefjast á næstunni og meginhluta þeirra á að ljúka á tveimur mánuðum. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Framkvæmdum miðar vel

FRAMKVÆMDUM í Smáralind í Kópavogi miðar vel áfram, segir Þorvaldur K. Árnason, verkstjóri Ístaks. Nú vinna um 180 manns við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar sem verður opnuð í september að ári liðnu. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 972 orð | 1 mynd

Fyrirtækjum í Eyjum gæti fækkað um eitt

Herjólfur hf. hefur sinnt ferjusiglingum í aldarfjórðung. Miðað við rekstrarkostnað sl. ára og reynslu telja forráðamenn fyrirtækisins útboðstölur Samskipa og Vegagerðarinnar óraunhæfar. Formaður samgöngunefndar tekur undir það. Björn Jóhann Björnsson ræddi við málsaðila og kynnti sér rekstur Herjólfs. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð

Gengið á milli hafnasvæða

Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, stendur hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð frá gömlu höfninni í Reykjavík með ströndinni inn á Laugarnestanga og að Skarfakletti við Sundahöfn. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 316 orð | 1 mynd

Góð þátttaka í viku símenntunar

VIKA símenntunar tókst, að mati Katrínar Dóru Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, vel og sóttu margir þá viðburði sem boðið var upp á í liðinni viku, en dagskránni lauk á laugardag með því að fjölmargir þeir sem bjóða upp... Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 630 orð | 1 mynd

Hef reynt alla skapaða hluti

"ÉG HEF reynt alla skapaða hluti," sagði Helgi Símonarson, kenndur við Þverá í Svarfaðardal, en hann er elstur núlifandi karla á Íslandi, 105 ára gamall í dag, miðvikudaginn 13. september. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Heildarúttekt á virkjun orkuauðlinda

AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, fól stjórn samtakanna að hafa nú þegar forgöngu um gerð heildarúttektar á svæðinu hvað varðar virkjun orkuauðlinda og nýtingu þeirrar orku til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Heilsudagar fyrir karlmenn í Vatnaskógi

HELGINA 15.-17. september efna Skógarmenn KFUM í fyrsta sinn til heilsudaga fyrir karlmenn í Vatnaskógi. Helgin er hugsuð fyrir karlmenn, 17 ára og eldri, sem vilja efla heilbrigði sitt til líkama, sálar og anda. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Hljóðmön á Kringlumýrarbraut

UNNIÐ hefur verið að því síðustu daga að leggja grasþökur á upphækkun meðfram Kringlumýrarbraut. Þarna er verið að útbúa hljóðmanir til að draga úr hávaðamengun í... Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Hundur í óskilum í Deiglunni

HLJÓMSVEITIN Hundur í óskilum heldur tónleika í Deiglunni fimmtudagskvöldið 14. september. Meira
13. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 108 orð

Hægt að tengja göngustígana í vor

BÆJARYFIRVÖLD Garðabæjar og Kópavogs geta farið að huga að tengingu göngustíga á milli sveitarfélaganna strax á næsta ári að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 249 orð

Innsiglið var rofið og kjötið á bak og burt

LÖGREGLAN á Egilsstöðum telur sig vita með nokkurri vissu hver felldi a.m.k. hluta af hreindýrunum sem felld voru í óleyfi á Jökuldalsheiði fyrir skömmu. Meira
13. september 2000 | Miðopna | 2538 orð | 1 mynd

Í flokki með þeim sem tapa

Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass kom eins og kunnugt er sem gestur á hina alþjóðlegu bókmenntahátíð sem nú stendur yfir. Áður en hann hélt af landi brott átti Fríða Björk Ingvarsdóttir við hann samtal þar sem ferðast var í tíma og rúmi sagnahefðarinnar, sögunnar og stjórnmálanna. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 369 orð

Íslensk miðlun Vestfjörðum ehf. gjaldþrota

ÍSLENSK miðlun Vestfjörðum ehf. óskaði í gær eftir gjaldþrotaskiptum í Héraðsdómi Vestfjarða. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður í fyrirtækinu, segir að eflaust hafi verið margar ástæður fyrir því hvernig komið sé. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 339 orð

Japanar gagnrýna Bandaríkjamenn

JAPANSKA stjórnin réðst í gær harkalega á Bandaríkjamenn fyrir að beita sér gegn hvalveiðum í vísindaskyni og sagði hina síðarnefndu haga sér eins og þeir réðu öllum heiminum. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | 1 mynd

Kalt og blautt

ÞEIR voru heldur kuldalegir smiðirnir frá Árfelli hf. á Dalvík, sem voru að vinna við mótauppslátt í nýbyggingu við Oddeyrarskólann á Akureyri í gær. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 162 orð | 1 mynd

Kartöfluuppskera í góðu meðallagi

KARTÖFLUBÆNDUR í Eyjafirði eru í óða önn að taka upp kartöflur sínar þessa dagana en að sögn Ólafs G. Vagnssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar er uppskeran nokkuð misjöfn en þó yfirleitt í góðu meðallagi. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð

Krefst greiðslu fyrir vatnsréttindi í Blöndu

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stefndi í vetur Landsvirkjun fyrir hönd ríkisins vegna ógreiddra gjalda fyrir vatnsréttindi á Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði. Aðalmeðferð málsins fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 174 orð

Kúariða algengari en talið var

NÝ rannsókn í Frakklandi bendir til að kúariða sé útbreiddari í landinu en talið var. Að því er fram kom í dagblaðinu Le Figaro má gera ráð fyrir að yfir 1.200 skrokkar af sýktu nautakjöti fari á markað í Frakklandi á ári hverju. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kynning á starfsemi í Gjábakka og Gullsmára

STARFSEMI í Gjábakka, Fannborg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13, sem eru félagsheimili í Kópavogi sérstaklega ætluð eldra fólki, verður kynnt dagana 13. september í Gullsmára og 14. september í Gjábakka og hefst kynningin báða dagana kl. 14. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Landsvirkjun og skátar taka höndum saman

LANDSVIRKJUN og Skátasamband Reykjavíkur hafa gert með sér samstarfssamning til fimm ára Markmið samstarfsins er að styrkja starf Landsvirkjunar að umhverfis- og útivistarmálum og efla jafnframt skátastarfið á höfuðborgarsvæðinu og við Úlfljótsvatn með... Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Langstærsti lax sumarsins

STÆRSTI lax sumarsins veiddist í Sandá í Þistilfirði á sunnudaginn er Heiðar Ingi Ágústsson dró á land tæplega 28 punda hæng, 13,7 kg, úr Efri-Þriggjalaxahyl. Tröllið tók tommulanga svarta Snældu og var Heiðar 45 mínútur að ná laxinum. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 37 orð

Leiðrétt

Rangt verð Þau leiðu mistök urðu í Fasteignablaði Morgunblaðsins í gær að í frétt á bls. 2 þar sem sagt var frá einbýlishúsinu Bollagörðum 65 misritaðist söluverð hússins. Söluverðið er 26,5 milljónir króna. Húsið er til sölu hjá... Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

LEIÐRÉTT

Vísa Káins Lesandi hringdi og benti á að rangt hefði verið farið með vísu Káins í pistlinum Hugsað upphátt , sem birtist síðastliðinn sunnudag. Rétt er vísan svona: Af langri reynslu lært ég þetta hef: að láta Drottin ráða meðan ég sef. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 982 orð | 2 myndir

Líf hans birtist honum líkt og kvikmynd

JÁKVÆÐNI er eitt mikilvægasta atriðið þegar tekist er á við afleiðingar umferðarslyss, að mati Þrastar Lýðssonar, 44 ára, en hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir um ellefu mánuðum. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lýst eftir vitnum

Um sl. helgi var þremur bifreiðum stolið úr Vogahverfinu. Um er að ræða MO-924 sem er MMC. L-300, árgerð 1993 grænn og grá að lit, DL-738 sem er Hyundai Accent, árgerð 1996 grænn að lit og IB-460 sem er Subaru 1800, árgerð 1987 blár að lit. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Metuppskera á korni í Skagafirði

KORNSKURÐUR stendur nú yfir. Uppskera er almennt góð, yfir meðallagi á Suðurlandi og afburðagóð á Norðurlandi, að sögn Jónatans Hermannssonar, sérfræðings á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 78 orð | 1 mynd

Minnismerkið vaktað

ÞEIR létu fara vel um sig kálfarnir sem hreiðrað um sig við minnismerkið um Eyvind Jónsson duggusmið við Karlsá norðan Dalvíkurbyggðar. Kálfarnir höfðu raðað sér kringum minnismerkið og var eins og þeir væru að vakta það. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 227 orð

Minnisvarði um velgerðarstarf Jósefssystra

SUNNUDAGINN 17. september kl. 11.45 verður afhjúpaður minnisvarði á lóð kaþólsku dómkirkjunnar í Landakoti um velgerðarstarf St. Jósefssystra á Íslandi. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 919 orð | 1 mynd

Mjög alvarlegum slysum hefur fjölgað frá 1998

Á AÐ giska fjórðungur legudaga á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási er vegna fólks sem hefur slasast í umferðarslysum. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Möguleikar svæðisins óþrjótandi

FERÐAÞJÓNUSTA hefur allar forsendur til að dafna og aukast frá því sem nú er í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og möguleikar svæðisins nánast óþrjótandi. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Námskeið í Feldenkrais-aðferð

NÁMSKEIÐ í Feldenkrais-aðferð verður haldið helgina 16. og 17. september í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Laugavegi 178, 4. hæð (Stekk). Leiðbeinandi er Sibyl Urbancic. Þrjár kennslustundir verða hvorn dag: kl. 10-11.30, kl. 12.- 13.30 og kl.... Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

Niðurstaðna nefndarinnar að vænta innan skamms

JÓHANNES Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður auðlindanefndar, segir að niðurstaðna nefndarinnar sé að vænta innan skamms. Hann segir nefndina gjarnan vilja skila af sér fyrir þingbyrjun, en ekki sé ljóst hvort það takist. Meira
13. september 2000 | Landsbyggðin | 160 orð | 1 mynd

Ný íbúðabyggð skipulögð í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Stykkishólmsbær hefur látið skipuleggja nýtt hverfi fyrir íbúðabyggð og nefnist það Hjallatangi. Svæðið er í útjaðri bæjarins þar sem komið er inn í bæinn. Á Hjallatanga hafa verið skipulagðar 30 lóðir. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Nýr Goðafoss til landsins

ANNAÐ af tveimur nýlegum systurskipum Eimskips kom til landsins seint í gærkvöldi. Skipið ber nafnið Goðafoss og er þegar komið í áætlun. Hitt systurskipið er væntanlegt til landsins seinnipartinn í október. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 206 orð

Nýtt landssamband ófaglærðra stofnað

VINNUHÓPUR, sem skipaður er fulltrúum Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins, hefur lokið gerð tillagna um sameiningu þessara sambanda í eitt landssamband ófaglærðra. Meira
13. september 2000 | Landsbyggðin | 139 orð | 1 mynd

Olíutankur málaður á umhverfisvænan hátt

Grímsey - Olíutankur Olíudreifingar ehf. í Grímsey var hreinsaður og málaður í vikunni sem leið. Rjómablíða hefur verið í eyjunni undanfarnar vikur og gekk vel að klára tankinn. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 263 orð

Óskar eftir svörum frá Siglufjarðarbæ

SKIPULAGSSTJÓRI, Stefán Thors, hefur sent bæjarstjórn Siglufjarðar bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um málatilbúnað vegna framkvæmda Vegagerðarinnar í Héðinsfirði. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 318 orð

Óttast um örlög flóttamanna

ÓTTAST er nú um örlög allt að 150.000 manna sem talið er að flúið hafi frá Taloqan-héraðinu í Afganistan undan stjórnarher talebana að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá í gær. Meira
13. september 2000 | Erlendar fréttir | 230 orð

Quick játar enn eitt morðið

SÆNSKI fjöldamorðinginn Thomas Quick hefur játað að hafa myrt hinn þriggja ára gamla sænska dreng Magnus Nork árið 1981. Fyrr í sumar var hann dæmdur fyrir að myrða tvær norskar stúlkur, Trine Hensen og Gry Storvik. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ráðstefna um málefni ungs fólks

RÁÐSTEFNA um félagslíf ungs fólks á Hornafirði verður haldin fimmtudaginn 14. september og hefst kl. 10. Margir gestir flytja framsögur á ráðstefnunni, s.s. Meira
13. september 2000 | Landsbyggðin | 237 orð | 2 myndir

Réttað í Húnaþingi vestra

Hvammstanga- Vestur-Húnvetningar smöluðu heiðarlönd sín nú fyrir helgina og í framhaldi voru réttir í Hrútafirði, Miðfirði og í Víðidal. Gangnamenn hrepptu kalsaveður, stífa norðanátt með rigningu og jafnvel slyddu. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

Rjúfa þurfti veg vegna vatnavaxta

GRÍÐARLEGT úrhelli á Patreksfirði síðdegis á mánudag varð til þess að Vegagerðin neyddist til þess að rjúfa skarð í Rauðasandsvegveg til að forða frekari vegskemmdum. Eiður B. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð

Samninganefndin með fullt umboð

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að samninganefnd ríkisins hafi fullt umboð sitt til að ganga til viðræðna við kennara og aðra hópa opinberra starfsmanna um gerð nýrra kjarasamninga. Meira
13. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 223 orð

Skrín þjónustar notendur Íslenska menntanetsins

SKRÍN ehf. á Akureyri, gerði nú nýlega tvo samninga sem báðir þykja mikilvægir áfangar í uppbyggingu félagsins, en það er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni og er að meirihluta í eigu Norðlendinga. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 334 orð

Sláturhús og fiskvinnsluhús lokuð

MATVÆLAVINNSLA er lömuð á Hólmavík eftir að kampýlóbakter fannst í vatnsbólum staðarins og íbúarnir eru hvattir til að sjóða neysluvatn. Við eftirlit Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fannst kampýlóbaktermengun í vatnsbólum á Hólmavík í fyrradag. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Slysaaldan í umferðinni í sumar hefur...

Slysaaldan í umferðinni í sumar hefur hrifsað til sín líf 21 manneskju. Þá eru ótaldir þeir sem hafa beðið varanlegan skaða á líkama og sál vegna umferðarslysa. Kristín Sigurðardóttir fékk nokkur fórnarlömb slysa til þess að lýsa reynslu sinni af því að lenda í umferðarslysi. Það er einlæg ósk þeirra að orðin sem hér fylgja verði til þess að vekja fólk enn frekar til umhugsunar og að fækka umferðarslysum. Fleiri viðtöl birtast á morgun. Meira
13. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 368 orð | 1 mynd

Starfsleyfi Litabolta ehf. endurskoðað

HEILBRIGÐISNEFND Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mun á mánudaginn taka afstöðu til starfsleyfis Litabolta ehf. en fyrirtækið fékk leyfi í sumar til að reka litaboltavöll að Lundi við Nýbýlaveg. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 162 orð

Stóraukning alvarlegra umferðarslysa sl. tvö ár

UM fjórðungur legudaga á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási er vegna fólks sem hefur slasast í umferðarslysum. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Stóri-Sunnan á ferð

EINSTÖK góðviðri hafa ríkt hér í sumar. Gróðurinn er enn í sæld, kartöflugrös og ber ófrosin með öllu. Í dag er svo Stóri-Sunnan hér á ferð og er svipur á þeim gamla. Lækir buna niður hlíðar og fossar rjúka. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Umhverfisvæn innkaup ryðja sér til rúms

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út bæklinginn Umhverfisvæn innkaup, sem unninn var í samráði við Ríkiskaup, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Útför Indriða G. Þorsteinssonar

ÚTFÖR Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar og fyrrverandi ritstjóra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup jarðsöng. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 268 orð

Vegagerðin veitir ekki upplýsingar

VEGAGERÐIN hefur neitað að afhenda Magnúsi Jónassyni, framkvæmdastjóra Herjólfs hf., útreikninga kostnaðaráætlunar sem lagðir voru til grundvallar vegna útboðs í rekstur ferjunnar Herjólfs. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Virkar ekki í nettengingum

GALLI hefur uppgötvast í íslensku útgáfunni á Windows98 stýrikerfinu frá Microsoft. Gallinn lýsir sér aðallega í því að nettengd tölvukerfi, sem styðjast við Novell- eða NT-netkerfi, geta ekki notast við hugbúnaðinn. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 697 orð | 1 mynd

Voru ekki með beltin spennt

EF María Anna Arnardóttir og Svava Sigurðardóttir hefðu spennt bílbeltin áður en þær lögðu af stað í ökuferð aðfaranótt sunnudagsins 11. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þjófar staðnir að verki

LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í hári tveggja manna sem voru staðnir að innbroti í bifreið á Smiðjuvegi í gær. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Þjófurinn áhugasamur um tarot-spil

BROTIST var inn í verslunina Aloe Vera í Ármúla aðfaranótt sl. þriðjudags. Verslunin hefur einkum á boðstólum heilsu- og nýaldarvörur af margvíslegu tagi. Hafði þjófurinn á brott með sér 27.000 kr. Meira
13. september 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Þrjú skip voru á veiðum við strenginn

LANDSSÍMINN hefur ekki lagt fram formlega kæru vegna sæstrengsins sem skorinn var í sundur 2. ágúst, en það stendur til innan skamms, ekki síst vegna fordæmisgildis, segir Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Meira

Ritstjórnargreinar

13. september 2000 | Leiðarar | 783 orð

AÐGERÐUM GEGN AUSTURRÍKI AFLÉTT

Þau fjórtán ríki Evrópusambandsins, er fyrr á árinu ákváðu að efna til sérstakra refsiaðgerða gegn Austurríki eftir að Frelsisflokkur Jörgs Haiders tók sæti í ríkisstjórnin landsins, ákváðu í gær að aflétta aðgerðunum. Meira
13. september 2000 | Staksteinar | 463 orð | 2 myndir

ESB og Ísland

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra fjallar um umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu á vefsíðu sinni. Meira

Menning

13. september 2000 | Fólk í fréttum | 268 orð | 2 myndir

Draumur í filmudós

ÓLÍKT amerískum meðbræðrum sínum þustu íslenskir kvikmyndahúsagestir í bíó um helgina sem fyrir vikið varð þriðja stærsta frumsýningarhelgi ársins að sögn Jóns Fjörnis Thoroddsen, framkvæmdastjóra Íslenska draumsins, sem er að vonum hæstánægður með... Meira
13. september 2000 | Skólar/Menntun | 800 orð | 2 myndir

Efnisgrindin smíðuð í ritunarforriti

Ritsmíðar Ritbjörg er þverfaglegt forrit. Það leiðbeinir notendum sínum á einfaldan og aðgengilegan hátt við að skipuleggja ritsmíðar og búa til efnisgrind að þeim. Guðlaug Guðmundsdóttir, annar af höfundum forritsins, kynnti Maríu Hrönn Gunnarsdóttur fyrir tölvuhrafninum Ritbjörgu. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 360 orð | 1 mynd

Ekki horfa...

"The Bitch Rules", Elizabeth Wurtzel. 117 bls. Quartet Books, London, 2000. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 148 orð

Eldjárnsfeðgar spinna með Finnum

ELDJÁRNSFEÐGARNIR Þórarinn og Kristján stilla saman listræna strengi ljóðs og gítars í dagskrá, sem nefnist "Poetry Guitar" og er í samvinnu við listamenn í café9.net í Helsinki, í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag, miðvikudag, kl. 17. Meira
13. september 2000 | Skólar/Menntun | 209 orð

Fjölbreytnin aldrei verið meiri

BOÐIÐ er upp á meira en 200 námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ í vetur og hefur fjölbreytni námskeiða aldrei verið meiri þar á bæ. Meðal nýjunga er tveggja vikna námskeið, sem heitir AtvinnuLífsinsSkóli. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 1063 orð

Framtíð og framandi tungumál í bókmenntum

Á bókmenntahátíðinni í gær báru útgefendur nokkurra landa saman bækur sínar, veltu fyrir sér framtíðarmöguleikum bókarinnar í tengslum við Netið og ræddu helstu vandamálin sem fylgja því að þýða bókmenntir fámennra þjóða. Súsanna Svavarsdóttir fylgdist með umræðunum. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 67 orð

Fyrirlestur í Odda

STOFNUN Dante Alighieri í samvinnu við Háskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestri í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30 í húsakynnum Háskólans, Odda. Ber fyrirlesturinn heitið L'avvenire del romanzo è il suo passato. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 56 orð

Fyrirlestur um goðsögnina um Baldur

DR. JOHN Lindow, prófessor í norrænum fræðum og þjóðfræðum við Kaliforníuháskólann í Berkeley, flytur opinberan fyrirlestur um goðsögnina um Baldur og túlkanir á henni í Þjóðarbókhlöðunni, á morgun, fimmtudag, fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, kl.... Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 653 orð | 2 myndir

Glæsileg djasshátíðarlok

Robin Eubanks: básúna, Chris Potter: sópran- altó- og tenórsaxófónn, Steve Nelson: víbrafónn, Lonnie Plaxico: bassi og Billy Kilson: trommur. Sunnudagskvöldið 10. september 2000. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 272 orð | 1 mynd

Greiða má atkvæði á mbl.is

EVRÓPSKA kvikmyndaakademían og mbl. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 701 orð | 1 mynd

Kem sjálfri mér á óvart

Monika Fagerholm er einn af athyglisverðustu rithöfundum Finna um þessar mundir. Hávar Sigurjónsson ræddi við hana nýkomna á bókmenntahátíð. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 811 orð | 1 mynd

Krónprinsinn sem fer sínar eigin leiðir

Það er ekki eintómur dans á rósum að vera krónprins, skrifar Sunna Ósk Logadóttir. Skyldur, hefðir og formfastir siðir eru enn ríkjandi innan konungsfjölskyldna og þegar brugðið er út af vananum fer allt í háaloft. Það er einmitt það sem gerst hefur í konungsríkinu Noregi. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 224 orð | 2 myndir

Látið leikana hefjast

HAUSTVERTÍÐIN í kvikmyndahúsunum vestanhafs fór löturhægt af stað með einni dræmustu sýningarhelgi ársins. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 115 orð | 4 myndir

Leiklist á mörkunum

LEIKLISTARHÁTÍÐ sjálfstæðra leikhúsa, "Á mörkunum", var sett formlega á föstudaginn en hún er liður í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 350 orð | 1 mynd

Lokatónleikar Radda Evrópu í kvöld

UNGMENNAKÓRINN Raddir Evrópu lauk tónleikaför sinni um Evrópu í gærkvöld með tónleikum í Grieghallen í Bergen. Tónleikaferðin, sem hófst hér í Reykjavík með tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst sl. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

M-2000

SALURINN, KÓPAVOGI KL. 20 Caput Tónlistarhópurinn CAPUT frumflytur verk eftir Atla Ingólfsson. Auk þess verða flutt verk eftir Sunleif Rasmussen Surround og Hróðmar I. Sigurbjörnsson. LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 17 cafe9. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 415 orð | 1 mynd

Nauðugur á vegi sátta?

Trimble eftir Henry McDonald. Bloomsbury gefur út. London, 2000. 326 bls. Meira
13. september 2000 | Skólar/Menntun | 135 orð

Nýjar bækur

Mál og menning hefur gefið út Dansk der du'r sem er grunnefni til dönskukennslu í framhaldsskóla. Höfundarnir, Auður Hauksdóttir og Elísabet Valtýsdóttir , eru margreyndir við gerð kennsluefnis í dönsku. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 579 orð | 3 myndir

Radiohead ógnar veldi Bítlanna

SVO virðist sem Oxford-sveitin Radiohead sé nú líklegasti kandídatinn til að ógna langvarandi veldi Bítlanna sem ástsælustu dægurtónlistarmanna sögunnar. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 59 orð

Rannsóknarkvöld í Skólabæ

FÉLAG íslenskra fræða gengst fyrir opinberum fyrirlestrum eða svonefndum rannsóknarkvöldum í Skólabæ í vetur eins og verið hefur. Fyrsta erindið er á dagskrá í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 1069 orð | 1 mynd

Samtal íss og elds

Eftir frumsýningu í Reykjavík hefur Baldur eftir Jón Leifs verið sýndur í Bergen og Helsinki. Gagnrýnendur eru á einu máli um stórfengleika verksins en hafa hrifist á ólíkan hátt. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 593 orð | 2 myndir

Slógu í gegn á silungahátíðinni

The Texas Chainsaw Orchestra Rhino Entertainment Company 1997. Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Smashing Pumpkins dreifa nýrri plötu á Netinu

SÍÐASTA plata hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins sem hún var búin að segjast ætla að gefa út fljótlega eftir væntanleg starfslok sín í nóvember er þegar komin í dreifingu á Netinu. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 568 orð

Sveiflan lifir

Jørgen Svare: klarinett, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson: gítarar og Jón Rafnsson: bassi. Fimmtudagskvöldið 7. september 2000 Meira
13. september 2000 | Fólk í fréttum | 894 orð | 4 myndir

Sætari - hamingjusamari

Að vera sætur er mikilvægast. Svo mætti ætla af auglýsingunum. Silja Björk Baldursdóttir skoðaði töfralausnir og gylliboð frá fyrri tíð og lét selja sér ýmislegt. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Tahar Ben Jelloun kemur ekki

Fransk-marokkanski rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun hefur tilkynnt stjórn Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar að hann komist því miður ekki á hátíðina að þessu sinni af persónulegum ástæðum. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Upplesturinn nýtur vinsælda

UPPLESTUR erlendra og innlendra rithöfunda í Iðnó á alþjóðlegu bókmenntahátíðinni nýtur mikilla vinsælda meðal almennings. Meira
13. september 2000 | Skólar/Menntun | 99 orð

Út er komin hjá Máli og...

Út er komin hjá Máli og menningu kennslubókin Fjölmiðlafræði eftir Lars Petersson og Åke Petterson. Bókin er ætluð framhaldsskólanemendum og fellur að markmiðum nýrrar námskrár menntamálaráðuneytisins fyrir grunnáfanga í fjölmiðlafræði. Meira
13. september 2000 | Menningarlíf | 434 orð | 1 mynd

Þrjú ný verk á örhátíð CAPUT og M-2000

CAPUT og M-2000 standa á næstu dögum fyrir tvennum tónleikum, sem saman mynda svokallaða örhátíð. Fyrri tónleikarnir verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld kl. 20.00 en hinir síðari í Norræna húsinu nk. sunnudag kl. 17.00. Meira

Umræðan

13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 13. september, verður sextug Elísabet Vilborg Jónsdóttir, Byggðarholti 9, Mosfellsbæ. Hún tekur á móti vinum og venslafólki milli kl. 17 og 19 í Kiwanishúsinu,... Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 13. september, verður áttræð Dagbjört Sigurjónsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í samkomuhúsinu Garðaholti, Garðabæ, sunnudaginn 17. september kl.... Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 13. september, verður áttræður Þorvaldur Í. Helgason, fyrrverandi verkstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík . Hann verður að heiman á... Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 15 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 13. september, verður níræður Karvel Hjartarson, fyrrverandi bóndi, Kýrunnarstöðum,... Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 677 orð | 4 myndir

Árangursstjórnun og beiting samhæfðs árangursmats

Ávinningur af því að nota samhæft árangursmat, segja Arnar Jónsson og Jón Sigurðsson, er margvíslegur. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 611 orð | 1 mynd

Dvöl - dagvist í Kópavogi

MIG langar að segja frá Dvöl í Kópavogi, sem er dagheimili í Reynihvammi 34. Dvöl er fyrir fólk sem er með slæmsku á taugum og jafnframt fyrir fólk sem er í andlegri þvingun. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Er Baugur í raun að tapa á mjólkurvörum?

Stjórnendur hjá Baugi þurfa að taka tillit til þessara mikilvægu þátta, segir Snorri Sigurðsson, og meta svo af sanngirni hvort tap sé í raun og veru á sölu mjólkurvara. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 319 orð

Er jóga fyrir mig?

Í STARFI mínu sem jógakennari lendi ég oft í því að fólk kemur að máli við mig. Flestir eru forvitnir og mörg samtöl enda á því að fólk segir: "Ég verð endilega að fara að kíkja í tíma til þín. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 260 orð | 1 mynd

Eyðibýlið Þingvellir

Í LANDI Þjóðgarðsins á Þingvöllum er að finna mörg eyðibýli. Sum eru lítið annað en örnefnin ein, önnur standa reisuleg og minna á forna tíð, eins og Gjábakki sem nú er starfsmannahús Þjóðgarðsins, og enn önnur eru einhvers staðar þarna mitt á milli,... Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 734 orð | 2 myndir

Heilbrigðismál eru kjaramál

Af hálfu launafóks hefur BSRB beitt sér af alefli, segir Ögmundur Jónasson, til varnar og sóknar velferðarþjónustunni. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Hjólreiðastígar í Garðabæ

Hér þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, segir Einar G. Sveinbjörnsson, að taka höndum saman í samráði við Vegagerðina og kippa tengingum í liðinn. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 246 orð | 1 mynd

Íhaldið skelfur

Mín skoðun er sú, að vinstri- og miðflokkar á Íslandi eigi að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni, segir Alfreð Þorsteinsson, með sama hætti og honum var gefið frí í Reykjavík. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Kolbrúnu svarað

Við undirbúning mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar, segir Friðrik Sophusson, hefur verið haft náið samráð við Skipulagsstofnun og aðra þá, sem taka þátt í gerð reglugerðarinnar með umhverfisráðuneytinu. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Nýyrðasmíði blaðamanna

ÞEGAR ég fór inn á vef Morgunblaðsins til að skila þessum pistli sá ég auglýsingu um stafsetningarreglur. Þar fann ég engar reglur um nýyrðasmíði. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Opið bréf til starfsmanna FSA vegna útboðs á líkamsræktarþjónustu

Fáið skýr svör hjá starfsmannahaldi FSA, segir Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, um það hvað því hafi gengið til með útboðinu og úrvinnslu tilboðanna. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Ráðherra gefur umboðsmanni Alþingis langt nef

Ráðherra ber við lagaflækjum og leggur að jöfnu lagalega ráðgjöf innanhússmanna sinna í ráðuneytinu og lögboðins eftirlitsaðila með stjórnsýslunni, segir Bryndís Hlöðversdóttir. Þetta eru ekki boðleg rök. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 234 orð | 1 mynd

Sigurbjörn biskup og börnin hans

ÞAÐ má með sanni segja að borið sé í bakkafullan lækinn að nefna öll þau skrif, jákvæð eða neikvæð, varðandi túlkun á þeim ummælum biskups, sem svo miklar deilur hafa vakið, svo sem vænta mátti. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 44 orð

SÓLARLJÓÐ

(1823) Sól það sagði, var á sjónhvörfum, og sneri tómlega taumum: "Margt er í moldu, margt er á foldu, margan hef eg geislum glatt". "Á eg í heimi óvini tvo, leiða lifendum; kulda og myrkri kveð eg mér ekkert vera hvimleiðara í... Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 724 orð | 1 mynd

Stafrænt sjónvarp

Stöð 1 mun hefja tilraunaútsendingar á næstunni, segir Hólmgeir Baldursson, en fyrirhuguð er dreifing sjónvarpsefnis á Faxaflóasvæðinu. Meira
13. september 2000 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Svar til Þórunnar Pálsdóttur

Sorglegt er, segir Guðrún Eyþórsdóttir, að manneskja í þessari stöðu hrapi að niðurstöðum á opinberum vettvangi án þess að reyna að kynna sér málin. Meira
13. september 2000 | Bréf til blaðsins | 470 orð

ÞAÐ er kunnara en frá þurfi...

ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að ein árangursríkasta aðferð til að selja vöru er að höfða til barna. Þess vegna beina auglýsendur í auknum mæli auglýsingum til barna og unglinga. Meira

Minningargreinar

13. september 2000 | Minningargreinar | 729 orð | 1 mynd

ÁRNI EÐVALDSSON

Árni Eðvaldsson fæddist á Seyðisfirði 11. desember 1946. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 1082 orð | 1 mynd

BJÖRN HALLDÓR HALLDÓRSSON

Björn Halldór Halldórsson fæddist á Halldórsstöðum í Seyluhreppi 29. nóvember 1943. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Gíslason frá Halldórsstöðum og Guðrún Sigurðardóttir frá Hvammi í Svartárdal. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 1833 orð | 1 mynd

GUNNAR BIRGISSON

Gunnar Birgisson fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1974. Hann lést á heimili sínu 5. september síðastliðinn. Gunnar var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1999. Foreldrar hans eru Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, f. 26.11. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 5056 orð | 1 mynd

INDRIÐI GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON

Indriði Guðmundur Þorsteinsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, fæddist í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 18. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 3. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 12. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG EFEMÍA JÓNSDÓTTIR

Ingibjörg Efemía Jónsdóttir fæddist á Brekku, Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, 16. maí 1904. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glaumbæjarkirkju 2. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 1182 orð | 1 mynd

INGI LÖVDAL

Ingibergur (Ingi) Lövdal, Hraunbæ 196, fæddist í Reykjavík 8. september 1921. Hann lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Edvard Lövdal frá Lofoten í Noregi, f. 8. apríl 1883, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 562 orð | 1 mynd

JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR

Jóhanna Ólafsdóttir fæddist í Butru í Fljótshlíð 19. júlí 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson, bóndi, f. 16.1. 1879, d. 4.8. 1918, og Ólöf Halldórsdóttir, f. 18.2. 1881, d. 29.3. 1953. Jóhönnu varð 12 barna auðið sem öll eru á lífi. Afkomendur hennar eru um 130 talsins. Útför Jóhönnu fór fram frá Kópavogskirkju 12. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 555 orð | 1 mynd

KRISTJANA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Kristjana Guðrún Jónsdóttir fyrrverandi húsfreyja að Botni í Súgandafirði, fæddist á Suðureyri 7. nóvember 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Suðureyrarkirkju 2. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

OLGA VILHELMÍNA SVEINSDÓTTIR

Olga Vilhelmína Sveinsdóttir fæddist á Læk í Önundarfirði 30. júlí 1901. Hún lést á heimili sínu 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 717 orð | 1 mynd

TRAUSTI JÓNSSON

Trausti Jónsson, bóndi á Randversstöðum í Breiðadal fæddist 7. júní 1977. Hann lést af slysförum 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 4. september. Meira  Kaupa minningabók
13. september 2000 | Minningargreinar | 1216 orð | 1 mynd

VIKTOR MAGNÚSSON

Viktor Magnússon, hjarta- og lungnavélasérfræðingur, fæddist í Jena í Þýskalandi 12. maí 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. september. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 304 orð | 1 mynd

Áframhaldandi lækkun vísitölunnar spáð

ÚRVALSVÍSITALA aðallista hækkaði um 0,18% á Verðbréfaþingi Íslands í gær og er nú 1,474 stig en á mánudag fór hún niður í lægsta gildi ársins eða í 1.472 stig. Vísitalan er nú 8,89% lægri heldur en hún var um síðustu áramót. Hæst hefur hún farið í 1. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Dímon þróar þráðlausan vef

DÍMON hugbúnaðarhús hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að viðskiptavinur þess, Zoom.co.uk, hafi opnað nýjan vef sem marki tímamót í verslun með þráðlausum samskiptatækjum á borð við farsíma og handtölvur. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 1614 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 12.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 12.9.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 385 71 103 7.870 810.223 Blálanga 86 73 82 3.159 259.739 Grálúða 160 160 160 329 52.640 Hlýri 126 100 113 5.533 626. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 484 orð | 1 mynd

Hagnaður eykst um 70% milli ára

Hagnaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis - SPRON - fyrstu sex mánuði árins 2000, að teknu tilliti til tekju- og eignaskatts, nam rúmum 104 milljónum króna samanborið við 61 milljón á sama tíma á síðasta ári. Þetta er um 70% aukning milli ára. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 562 orð

Hætt við iX kauphallarsamrunann

KAUPHÖLLIN í London, London Stock Exchange, féll í gær frá samrunaáformum sínum við kauphöllina í Frankfurt, Deutsche Boerse, undir merkjum iX til þess að geta einbeitt sér að því að verjast tilraunum sænska fyrirtækisins OM Gruppen til yfirtöku LSE. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 98 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.474,424 0,18 FTSE 100 6.555,50 -0,35 DAX í Frankfurt 7.135,75 -1,09 CAC 40 í París 6.697,80 0,34 OMX í Stokkhólmi 1.322,18 0,28 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Um 103 milljóna króna viðskipti

NÝVERIÐ hafa þrír af stjórnendum Íslandsbanka-FBA hf. selt hlutabréf í félaginu. Alls námu viðskiptin tæpum 103 milljónum króna. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 67 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 12.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 12.9.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
13. september 2000 | Viðskiptafréttir | 322 orð | 1 mynd

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2%

VÍSITALA neysluverðs var 199,5 stig miðuð við verðlag í byrjun september á þessu ári og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Á ársgrundvelli samsvarar þetta 2,4% hækkun. Meira

Fastir þættir

13. september 2000 | Viðhorf | 840 orð

Alltaf ljótt að stela

"Hann sagðist berjast fyrir framförum í vísindum, rétti einstaklinga til að njóta ávaxtanna af hugverkum sínum, sjálfstæði háskóla til rannsókna." Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 67 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarf...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarf félaganna hefst mánudaginn 18. sept 2000. Spilað verður í Þönglabakka 1 öll mánudagskvöld kl. 19.30. Spilastjóri í vetur verður Ísak Örn Sigurðsson. Upplýsingar fást hjá Ólafi í síma 557-1374. Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélagið Muninn Sandgerði Í kvöld, miðvikudaginn 13. sept., er annað kvöld af þremur í hausttvímenningnum hjá okkur. Mjög góð mæting var hjá okkur en 15 pör tóku þátt og enn má bæta við. Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 319 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

AÐEINS þrjú stig skildu á milli Ítala og Pólverja á löngum kafla um miðbik síðustu lotu úrslitaleiksins á ÓL. En í spili 122 ko must Pólverjar yfir í fyrsta sinn þegar Bocchi og Duboin fóru í slemmu þar sem vörnin átti tvo ása. Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 99 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á níu borðum fimmtudaginn 7. september að Gullsmára 13. Meðalskor 168. Efst voru: NS Ernst Backman og Þórður Jörunds. 197 Þórhallur Árnas. og Þormóður Stefáns. Meira
13. september 2000 | Dagbók | 918 orð

(II.Tím. 2, 15.)

Í dag er miðvikudagur 13. september, 257. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans. Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 953 orð | 1 mynd

Ítalar Ólympíumeistarar eftir þriggja áratuga hlé

Ólympíumótið í brids var haldið í Maastricht dagana 27. ágúst til 9. september. Ísland tók þátt í opnum flokki og endaði í 5.-8. sæti. Hægt er að lesa nánar um mótið á Netinu, t.d. á slóðinni www.bridgeolympiad.nl Meira
13. september 2000 | Fastir þættir | 93 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Staðan kom upp í bráðabanaeinvígi danska stórmeistarans Lars Schandorff (2520), svart, og finnska alþjóðlega meistarans Aleksei Holmstein (2383) í fyrstu umferð Svæðamóts Norðurlanda sem senn fer að ljúka í húsakynnum Taflfélagsins... Meira
13. september 2000 | Í dag | 379 orð

Starf eldri borgara í Grensáskirkju

STARF með eldri borgurum í Grensáskirkju hefst að nýju í dag að afloknu sumarhléi. Samverustundir eru alla miðvikudaga kl. 14. Meira

Íþróttir

13. september 2000 | Íþróttir | 243 orð

ENSKA 1.

ENSKA 1. deildarliðið B LACKBURN á í viðræðum við skoska úrvalsdeildarliði Celtic um kaup á ísraelska landsliðsmanninum Eyal Berkovich . Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 118 orð

Fimm leikmenn taka út leikbann í...

Fimm leikmenn taka út leikbann í lokaumferð efstu deildar karla í knattspyrnu næsta sunnudag. Tveir þeirra eru úr röðum Skagamanna, Alexander Högnason og Jóhannes Harðarson. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 48 orð | 2 myndir

Fram og KA sigurvegarar

KVENNALIÐ Fram og karlalið KA urðu sigurvegarar á opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Framstúlkurnar lögðu Stjörnuna í úrslitaleik, 27:24, og KA vann Aftureldingu, 23:22. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 227 orð

Gianluca Vialli, knattspyrnustjóra Chelsea, var sagt...

Gianluca Vialli, knattspyrnustjóra Chelsea, var sagt upp starfi sínu síðdegis í gær. Þetta gerðist með litlum fyrirvara og kom leikmönnum sem stuðningsmönnum félagsins í opna skjöldu. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 99 orð

Guðrún fánaberi í Sydney

GUÐRÚN Arnardóttir hlaupakona úr Ármanni nýtur þess heiðurs að vera fánaberi íslenska liðsins er það gengur inn á Ólympíuleikvanginn í Sydney á föstudag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona verður fánaberi íslenska liðsins á sumarólympíuleikum. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 336 orð

Haukar geta mætt Kiel og GOG Gudme

EF Íslandsmeisturum Hauka í handknattleik tekst að leggja portúgalska liðið ABC Braga í 2. umferð forkeppni meistaradeildarinnar í handknattleik í næsta mánuði fer liðið í C-riðil meistaradeildarinnar ásamt þýska liðinu Kiel, GOG Gudme frá Danmörku og sigurliðinu í viðureignum Minsk frá Hvíta-Rússlandi og Trieste frá Ítalíu. Dregið var á Evrópumótunum í handknattleik í gær en Haukar og ÍBV í kvennaflokki eru fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni að þessu sinni. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 99 orð

IOC segir ekki alla söguna

ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, IOC, hefur í samráði við dönsku og norsku Ólympíunefndirnar tekið þá ákvörðun að gefa ekki upp allar upplýsingar um handknattleikskonurnar Miu Hundvin og Camille Andersen. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 172 orð

Jóhann hætt-ur með KA

Handknattleiksmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson er hættur í handbolta og mun því ekki leika með KA í vetur. Jóhann, sem er hægri hornamaður, hefur leikið með KA undanfarin tíu ár og verið einn af máttarstólpum liðsins. Þar áður lék hann með Þór í þrjú ár. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 150 orð

KEFLVÍKINGURINN Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaðurinn í...

KEFLVÍKINGURINN Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaðurinn í efstu deild karla í knattspyrnu, heldur utan til Noregs í næstu viku en norska 1. deildar liðið Strömsgodset hefur boðið Guðmundi að koma út til æfinga í vikutíma með samning í huga. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 264 orð

Kristinn sleit krossband í Sviss

Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, slasaðist á æfingu í Saas-Fee í Sviss á mánudaginn og við læknisskoðun kom í ljós að fremra krossband í hægra hné hans hafði slitnað og gekkst hann undir aðgerð í gær. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 419 orð

Margrét tryggði efsta sætið

ÍSLENSKA stúlknalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri sigraði í gær Wales á Keflavíkurvelli í forkeppni Evrópumótsins. Margrét Hrafnkelsdóttir skoraði úrslitamarkið í leiknum og tryggði Íslandi þar með efsta sætið í riðlinum. Bæði Wales og Ísland unnu Moldavíu en Wales með stærri markamun og því varð íslenska liðið að vinna í gær til að tryggja efsta sætið í riðlinum. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 126 orð

MIKLAR líkur eru á að Rúnar...

MIKLAR líkur eru á að Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verði kominn til Lokeren í lok þessarar viku. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 103 orð

Smyrja bátana með skíðaáburði

KEPPENDUR í siglingum á Ólympíuleikana beita öllum ráðum til þess að gera báta sína hraðskreiðari og nú hafa norsku keppendurnir fengið hjálp frá skíðaíþróttinni. Meira
13. september 2000 | Íþróttir | 216 orð

Uppstokkun hjá Keflvíkingum

ENGIN ákvörðun hefur verið tekin um það hjá stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hver verður næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs félagsins í knattspyrnu. Meira

Úr verinu

13. september 2000 | Úr verinu | 864 orð

Aukning á fiskimjölsframleiðslu samtvinnuð vaxandi fiskeldi

Á SAMA tíma og fiskimjöl verður sífellt ódýrara í framleiðslu vakna spurningar um notkun framleiðslunnar. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 82 orð

Austurlenzkur karrífiskur

ÞAÐ er víst fyrir löngu sannað að fiskur er bæði hollur og eykur gáfur. Þess vegna er gott að borða fisk. Það er líka gott að borða hann vegna þess að fjölbreytni í matseld er nánast óendanleg. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 326 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 134 orð

Bretar kaupa mikið af mjöli

BRETAR flytja inn mikið af fiskimjöli og lýsi. Fyrstu fimm mánuði ársins fluttu þeir inn 129.300 tonn, sem er lítilsháttaraukning frá árinu áður. Fyrir mjölið þetta tímabil greiddu þeir um 41 milljón punda. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 688 orð | 1 mynd

Byggt á siðareglum FAO um ábyrgar fiskveiðar

INNAN skamms kynnir Ísland skýrslu um umhverfismerkingar á fiski hjá Evrópusambandinu. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 493 orð

Deila um veiðar á verndarsvæðinu við Svalbarða

ÓHEFT tilraunaveiði Rússa á verndarsvæðinu við Svalbarða ógnar nú fiskveiðistjórnun Norðmanna á svæðinu að mati Geirs Hønneland hjá stofnun Friðþjófs Nansens. Norska utanríkisráðuneytið telur málið sérlega flókið. Rússnesk fiskiskip hafa samkvæmt eigin fiskveiðistjórn fengið kvóta upp á 200 tonn á mánuði vegna rannsókna á verndarsvæðinu. Nú hefur fjöldi þeirra skipa, sem svokallaðar rannsóknir stunda, aukizt verulega, en það kemur fram í eftirliti strandgæzlunnar. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 232 orð

Deilur um eitrun af sjávarfangi

SAMTÖKIN "Miðstöð vísinda í þágu fólksins" komu fram fyrir skemmstu með skýrslu þar sem þau héldu því fram að sjávarfang væri meginorsök matareitrunar í heiminum. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 37 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 418 orð

Hart deilt um erfðabreytingar ´á eldislaxinum

TALSVERT er um að verið sé að breyta erfðaefni dýra sem ætluð eru til manneldis og telja margir að erfðabreyttur lax verði fyrsta slíka varan sem gæti ratað í hillur verslana. Byrjað er að ala erfðabreyttan lax í Kanada sem vex fjórum sinnum hraðar en villtur lax en þær tilraunir hafa ekki vakið hrifningu allra. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 94 orð

HINN mikli vöxtur í fiskeldinu kallar...

HINN mikli vöxtur í fiskeldinu kallar á aukna þörf fyrir fiskimjöl og lýsi, en hvorttveggja er nauðsynlegt í eldinu, einkum eldi sjávarfiska. Mjölþörf í fiskeldi á þessu ári er talin nema 2,1 milljón tonna og 2,8 milljónum tonna árið 2010. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 55 orð

Hreinlæti í fyrirrúmi

SKYLDA er að vinna eftir ákveðnum hreinlætiskerfum um borð í frystitogurum og nú hefur útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum tekið upp slíkt kerfi um borð í ísfiskbátum sínum. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 16 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 463 orð

Í lagi á línunni

STÓRU línubátarnir eru nú að byrja veiðar á hefðbundinni haustslóð úti fyrir Austurlandi. Þeir hafa verið að fá um 50 tonn á viku og var Valdimar GK að landa því magni á Djúpavogi í gær og skömmu áður hafði Kópurinn komið inn með svipaðan afla. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 343 orð

Íslendingar taka við framkvæmdum af Bretum

Í NÆR áratug hafa Bretar unnið að því að koma upp sérhæfðri rannsóknastofu í gæðaeftirliti í fiskiðnaði í Quelimane í Mósambík fyrir heimamenn. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 70 orð | 1 mynd

LÍTILL BÁTUR - STÓRT NAFN

MIKIL hugmyndaauðgi ríkir jafnan í nafngiftum á bátum á Íslandi, einkum þeim smærri. Frá Stykkishólmi er trillan Titanic notuð til að fiska í soðið. Varla er hægt að segja að hún beri nafn með rentu, því tröllaukin telst hún varla. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 286 orð

Lýsisafurðir og hreyfing draga úr áhrifum hvort annars

LÝSISAFURÐIR og hreyfing minnka hvort um sig fitu í blóði og hafa því góð áhrif á hjarta- og æðakerfi líkamans. Maður skyldi því ætla að ef maður neytti lýsisafurða og hreyfði sig fengi maður enn betri árangur en ef maður vendi sig aðeins á annað hvort en svo er ekki. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 128 orð

Mest alið af vatnakarfa

FISKELDI í heiminum eykst stöðugt. Árið 1996 skilaði það tæpum 16 milljónum tonna, áætluð framleiðsla á þessu ári er rúmlega 19 milljónir tonna og árið 2010 er framleiðslan talin geta orðið rúmlega 46 milljónir tonna. Langmest er alið af vatnakarfa. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 370 orð | 1 mynd

Nýtt hreinlætiskerfi fyrir ferskfisktogara

Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú tekið upp ákveðið hreinlætiskerfi fyrir skip sín. Skylda er að vinna eftir slíkum kerfum um borð í frystitogurum, en fyrirtækið mun vera það fyrsta sem tekur upp slíkt kerfi um borð í ísfiskbátum. Bergur-Huginn selur mikið af fiski í gámum á markaði í Englandi og Þýzkalandi og vonast framkvæmdastjórinn, Magnús Kristinsson, til þess að þetta liðki fyrir sölu á fiski af bátunum. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 126 orð

Olían dýr

OLÍUVERÐ hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði og er það farið að gera mörgum útgerðum verulega erfitt fyrir. Fyrir átján mánuðum var olíuverð til norskra fiskiskipa 0,77 norskar krónur lítrinn en nú kostar lítrinn hins vegar 2,62 norskar krónur. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 254 orð

Olía skaðleg löxum

NÝ RANNSÓKN sem birtist á dögunum sýnir að olía sem lak út í hafið við Exxon Valdez-slysið er skaðleg löxum, andstætt því sem vísindamenn olíufélaganna segja. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 166 orð | 1 mynd

"HOLLT VEÐUR EN LÍTIL VEIÐI"

ÞVÍ hefur verið fleygt að Rúna ÍS, sem hann Eyjólfur Guðmundur Ólafsson rær á, sé eina fjölveiðiskipið á Vestfjörðum. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 194 orð | 2 myndir

"Sumarið nú ekki eins gott og áður var"

HAFSÚLAN BA-741 gerir út á snurvoð frá Patreksfirði alla jafna og segir Páll Líndal Jensson, skipstjóri á Hafsúlunni, að ágætlega hafi gengið undanfarið. "Við höfum aðallega verið á þorskinum en það hefur einnig verið talsvert um skarkola líka. Veiðin í sumar hefur verið þokkaleg en gengið í sumar hefur samt ekki verið eins gott og undanfarin sumur." Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 35 orð

Rússar ógna stjórn veiða

ÓHEFT tilraunaveiði Rússa á verndarsvæðinu við Svalbarða ógnar nú fiskveiðistjórnun Norðmanna á svæðinu. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 138 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 108 orð | 1 mynd

Rögnvaldur heiðraður

ALÞJÓÐLEG samtök fiskihagfræðinga, The International Institute of Fisheries Economics and Trade (IIFET), heiðruðu nýverið Rögnvald Hannesson , prófessor í fiskihagfræði við Verzlunarháskólann í Bergen , fyrir framúrskarandi framlag hans í þágu... Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 53 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 247 orð

Stefnir í 10% aukningu útflutningsverðmæta

VERÐMÆTI útfluttra norskra sjávarafurða eru sífellt að aukast og samkvæmt Jan Trollvik, yfirmanni tölfræði- og greiningardeildar norska sjávarútvegsútflutningráðsins, verður verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári um 300 milljarðar íslenskra króna. Þetta er aukning um 10% frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af hærra verði á laxi sem vegur á móti lækkandi verði á öðrum tegundum og gott betur. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 141 orð

Strangar reglur í fiskeldi

NORSK yfirvöld hafa ákveðið að herða reglur um staðsetningar fiskeldisstöðva með það að markmiði að hámarka nýtingu strandlengjunnar. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 162 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 49 orð

Varúðarleið við stjórn veiða

TÆKNINEFND norrænu ráðherranefndarinnar, undir stjórn Kristjáns Þórarinssonar, stofnvistfræðings LÍÚ, leggur m.a. til að við ákvörðun á heildarafla verði byggt á hugmyndum um varúðarleiðina sem er að finna í siðareglum FAO um ábyrgar fiskveiðar. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 44 orð | 1 mynd

VEIÐIEFTIRLITIÐ AÐ STÖRFUM

Þórhallur Ottesen frá Fiskistofu við veiðieftirlit um borð í Harðbak EA 3. Þeir eru líklega oftast stærri fiskarnir sem hann skoðar en þessir tittir, en veiðieftirlitsmenn sinna mjög margþættum störfum um borð í fiskiskipum. Meira
13. september 2000 | Úr verinu | 841 orð | 2 myndir

Öflugt þróunarsamstarf Íslendinga í Mósambík

UM síðustu áramót var nýtt sjávarútvegsráðuneyti sett á laggirnar í Mósambík en áður hafði eitt ráðuneyti séð um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Meira

Barnablað

13. september 2000 | Barnablað | 31 orð

Brandarar

Á fínum veitingastað: -Svakalega dansar konan í bláa pilsinu vel. -Hún er ekki að dansa. Yfirþjónninn datt og hellti súpu yfir hana og því lætur hún svona. Sendandi: Jónas Hauksson, Túngötu 9, Hvanneyri, 311... Meira
13. september 2000 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

ÉG HEITI Berglind og er 10...

ÉG HEITI Berglind og er 10 ára. Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 9-11 ára, stelpu eða strák. Áhugamál mín eru: tónlist, dýr, teikning o.fl. Berglind Óðinsdóttir Haðalandi 14 108 Reykjavík beggao@visir. Meira
13. september 2000 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Grettir sýnir sig

VALUR Hregg-viðsson, 7 ára, Reyrengi 23, 112 Reykjavík, teiknaði mynd af hinum kostulega ketti Gretti, sem prýðir síður Myndasagna Moggans... Meira
13. september 2000 | Barnablað | 56 orð | 1 mynd

Hafsteinn í berjamó

BERJATÍMINN er í hámarki þessar vikurnar. Jóhanna Hafsteinsdóttir, 3 ára, Melhæð 1, 210 Garðabær, teiknaði mynd af karli, sem heitir Hafsteinn, þar sem hann er í berjamó. Meira
13. september 2000 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Hvaða stykki?

Lausnin: Stykki merkt þriðja bókstafnum í stafrófinu,... Meira
13. september 2000 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Hvað heitir hún?

ÞESSI velklædda og stælta stelpa heitir ......... Nú vandast málið, það koma bara punktar þegar nafnið hennar er pikkað inn á tölvuna. Meira
13. september 2000 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Kappaksturskarl

HANS Marteinn Helgason, 6 ára, Brekkubarði 2, Eskifirði, er hrifinn af kappakstri og þeim kempum sem þar þjóta á ofsalegum hraða eftir brautunum. Meira
13. september 2000 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Líkir en þó ekki líkir

HVERJIR tveir fiskanna í afla veiðimannsins eru... Meira
13. september 2000 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Mamma stolt af ungum sínum

HÚN Saga Steingrímsdóttir, 8 ára, Fitjasmára 1a, 200 Kópavogur, sendi Myndasögum Moggans þessa vel gerðu mynd af stoltri ungamömmu að fylgja ungunum sínum eftir leiðinni vandrötuðu að heilsusamlegu... Meira
13. september 2000 | Barnablað | 67 orð | 1 mynd

Pennavinir

HALLÓ! Wiebke Wegner, fædd 30. janúar 1985, sem er mikil hestakona, langar að eignast pennavin (á ensku) með sömu áhugamál. Kannski áttu sjálf(ur) hest og langar að skrifa henni. Wiebke Wegner Wewersche Str. 23 D-33178 Borchen-Alfen Þýskaland Hæ, hæ! Meira
13. september 2000 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Tveir fiskar

Ef grannt er skoðað, sést að aðeins tveirfiskanna á myndinni eru eins.... Meira

Viðskiptablað

13. september 2000 | Netblað | 152 orð

78% vefsíðna eru á ensku

Þrátt fyrir að vefsíðum af öðrum uppruna en enskum vaxi ásmegin hafa enskar síður enn tangarhald á Netinu, en talið er að þær séu nú um 78% af öllum vefsíðum sem eru um tveir milljarðar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Meira
13. september 2000 | Netblað | 122 orð

Áform Pop.com út um gluggann

Miklar vonir voru bundnar við Pop.com, www.pop.com , afþreyingarsíðu sem margir af helstu stórlöxum Hollywood studdu. Þegar skammt var í opnun síðunnar var ákveðið að hætta við og ljóst að ekkert varð af því að síðan færi á Netið. Meira
13. september 2000 | Netblað | 125 orð

ects ECTS-leikjasýningin er ein stærsta sýning...

ects ECTS-leikjasýningin er ein stærsta sýning sinnar tegundar í Evrópu og helsti vettvangur framleiðenda tölvuleikja og dreifingaraðila til þess að kynna vörur og ná til viðskiptavina. Meira
13. september 2000 | Netblað | 86 orð | 1 mynd

Efni frá Lucas Art á Game Boy

Lucas Arts og THQ hafa tilkynnt um að samstarf sem felur í sér að THQ getur gefið út Game Boy-titla sem byggist á efni út frá myndum frá Lucas Art, má þar nefna myndir með Indiana Jones, Star Wars og fleiri ævintýri. Meira
13. september 2000 | Netblað | 45 orð

Flýtilyklar í Outlook Express 5

Fá hjálp [F1] Velja öll skilaboð [Ctrl]+[A] Prenta öll skilaboð [Ctrl]+[P] Senda og fá póst [Ctrl]+[M] Eyða pósti eða [Del] Nýr póstur [Ctrl]+[N] Opna heimilsfangaskrá [Ctrl]+[Shift]+[B] Svara skilaboðum [Ctrl]+[R] Senda skilaboð áfram [Ctrl]+[F] Svara... Meira
13. september 2000 | Netblað | 684 orð | 3 myndir

Fyrirmyndir

G ALLHARÐIR kvikmyndaunnendur hafa eflaust tekið eftir því upp á síðkastið hvað stjörnurnar á hvíta tjaldinu verða æ snoppufríðari. Meira
13. september 2000 | Netblað | 26 orð

Fyrirsætur flykkjast í kvikmyndirnar.

Fyrirsætur flykkjast í kvikmyndirnar. Sóley plötusnúður tekin við Topp 20 á SkjáEinum. Ný andlit á Bráðavaktinni sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sjónvarpinu. Meira
13. september 2000 | Netblað | 607 orð | 1 mynd

Fyrirtækjavæn iPaq-vél

Eftir því sem tölvunotkun verður almennari og tölvurnar sýnilegri gerist æ meiri þörf á ódýrari, notendavænni og fallegri tölvum en undanfarin misseri hafa verið uppi ýmsar tilraunir til að mæta þessari þróun með því að hanna tölvur með nýstárlegu útliti. Gísli Árnason kynnti sér svonefnda "Legacy free-vél" sem gengur undir heitinu iPaq og er frá Compaq. Meira
13. september 2000 | Netblað | 85 orð

Galdrafár í Blair Witch

Áform eru um að búa til tölvuleik sem byggður er á hryllingsmyndinni The Blair Witch Project. Fyrsta útgáfa af þremur er væntanleg en hugmynd framleiðenda er að veita notanda leiksins samskonar sýn og myndin gerði, þ.e. Meira
13. september 2000 | Netblað | 28 orð

Heimur margmiðlunar krufinn

Á ráðstefnunni verður leitast við að veita innsýn í heim margmiðlunar. Fjölmargir fyrirlesarar, innlendir sem erlendir, verða á ráðstefnunni en hægt er að fá upplýsingar um hana á... Meira
13. september 2000 | Netblað | 411 orð | 2 myndir

Hraði og drama á vaktinni

LÆKNAR og annað starfslið Bráðavaktarinnar eru enn á vaktinni sjötta árið í röð. Meira
13. september 2000 | Netblað | 48 orð

Hvað stendur C-ið fyrir?

Margir hafa takið eftir að fjarskiptafyrirtækið Íslandssími, www.islandssimi.is , hefur einkennt auglýngar sínar með bókstafnum c en stafurinn er alþjóðlegt tákn fyrir ljóshraða eða mesta mögulega hraða. Meira
13. september 2000 | Netblað | 184 orð

Hættuleg SMS-skilaboð

Komið hefur í ljós að nokkrar gerðir af Nokia-farsímum eiga það til að bila þegar þeir fá send SMS-skilaboð. Villan lýsir sér þannig að lyklaborð símana frýs og starfsemi þess lamast. Meira
13. september 2000 | Netblað | 92 orð

Íslensku vefverðlaunin

Ákveðið hefur verið að afhenda Íslensku vefverðlaunin í næsta mánuði. Fyrirtækið Vefsýn stendur að undirbúningi verðlaunaafhendingarinnar, þar sem markmiðið er að stuðla að markvissari heimasíðugerð hér á landi. Meira
13. september 2000 | Netblað | 521 orð

Konur blása til sóknar

Því er spáð að sala á Netinu nái nýjum hæðum á næstu mánuðum, en einkum er horft til sölu fyrir jólin. Er jafnvel talið að salan muni nánast tvöfaldast á einu ári. Gartner Group er eitt þeirra fyrirtækja sem mælir notkun á Netinu víða um heim. Meira
13. september 2000 | Netblað | 117 orð

Leikir með lykt

Tölvuleikir eru sífellt að verða raunverulegri. Svo gæti farið að einnig yrði hægt að þefa af leikjunum. Í tölvuleikjunum gæti lyktin verið af einhverju jafn ógeðfelldu og uppvakningum eða rotnandi holdi. Meira
13. september 2000 | Netblað | 2953 orð | 5 myndir

Líflegur leikjamarkaður

Mikil spenna er hlaupin í leikjatölvumarkaðinn og nokkrar nýjar tölvur væntanlegar. Árni Matthíasson brá sér á leikjasýningu í Lundúnum og skoðaði XBox, Gamecube og PlayStation 2. Meira
13. september 2000 | Netblað | 280 orð | 1 mynd

Lærðu á Outlook Express 5

1 Svara öllum: Smellið hér [Reply to all] til þess að svara öllum þeim sem eru skráðir á póstinum sem notandi hefur fengið. 2 Svara höfundi: Hér [Reply to author] er hægt að svara tölvupósti sem notandi fær. Meira
13. september 2000 | Netblað | 37 orð

Með kosti lófatölvunnar á lofti

Ericsson hefur vakið athygli fyrir nýja gerð farsíma sem um leið er nokkurs konar lófatölva. Síminn, sem er með WAP, SMS og tækni til að taka á móti símbréfum, er nýlega kominn á markað hér á landi. Meira
13. september 2000 | Netblað | 106 orð

Meira af njósnurum

Hitmaker-tölvuleikjaframleiðandinn er að hanna framhald af hinum vinsæla PlayStation-leik Virtua Cop. Meira
13. september 2000 | Netblað | 161 orð

Microsoft TV í bígerð

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið ætlar sér að koma fyrir tæki sem tekur við sjónvarpssendingum í næsta stýrikerfi sem kemur á markað frá því. Meira
13. september 2000 | Netblað | 241 orð | 1 mynd

Miklu meira en farsími

Beðið hefur verið með talsverðri eftirvæntingu eftir nýrri tegund Ericsson-farsíma, sem er ætlað að sameina kosti lófatölva og farsíma [smartphone]. Nýi síminn, R380s, er þeim kostum búinn að auðvelda alla netnotkun og hefur ýmsa af þeim eiginleikum sem lófatölvur hafa yfir að ráða. Síminn er nýlega kominn í sölu hér á landi. Meira
13. september 2000 | Netblað | 257 orð | 1 mynd

MP3-spilarinn kominn í úrið

FRAMLEIÐENDUR raftækja keppast við að aðlaga tæki sín breyttum tíðaranda. Þegar hefur sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson framleitt MP3-spilara fyrir nýrri gerðir farsíma frá fyrirtækinu. Meira
13. september 2000 | Netblað | 136 orð

Netblöð enn með tiltölulega fáa lesendur

Enn virðist nokkuð í land að dagblöð á Netinu auki umsvif sín og skili eigendum sínum hagnaði, að því er fram kemur í nýrri könnun. Segir að netblöð í Bandaríkjunum og í Kanada muni sýna hagnað að fimm árum liðnum en ekki fyrr. Meira
13. september 2000 | Netblað | 128 orð

NFL 2K1 á Netinu

Sega hefur gefið út nýja útgáfu af ruðningsleiknum NFL 2K1 fyrir Dreamcast. Hægt er að leika leikinn í gegnum Netið á SegaNet, sem fyrirtækið hefur nýlega greint frá að sé vel á veg komið, en prófanir hafa farið fram á síðunni um skeið. Meira
13. september 2000 | Netblað | 33 orð

Nintendo hefur framleitt Game Boy Advance,...

Nintendo hefur framleitt Game Boy Advance, sem er ætlað að leysa Game Boy color af hólmi. Nýja tölvan er í raun jafnoki Super nintendo, þó hún sé ekki nema 1/8 af stærð hennar. Meira
13. september 2000 | Netblað | 153 orð | 1 mynd

Nokia-sími fyrir SMS-aðdáendur

Finnski farsímarisinn, Nokia, hefur sett á markað síma sem ber heitið 3310 og er arftaki 3210. Meira
13. september 2000 | Netblað | 560 orð | 1 mynd

Ný gerð Game Boy kynnt

Nintendo kynnti á dögunum nýja leikjatölvu sem leysa á hina vinsælu Game Boy-leikjatölvu af hólmi. Ingvi Matthías Árnason spáir í nýju tölvuna, sem hefur yfir að ráða margvíslegum nýjungum og er væntanleg á markað eftir áramót. Meira
13. september 2000 | Netblað | 276 orð

Nýir og nýlegir vefir

www.klikk.is Á þessum vef segir frá því að hægt sé að fá Psion-handtölvur á tilboði, hugbúnað, leiki og lausnir fyrir lófatölvur. Þá er hægt að fá lista yfir þær vörur sem fást hjá Klikk. www.islenskidraumurinn.com. Meira
13. september 2000 | Netblað | 186 orð | 1 mynd

Nýjasta tískulöggan

POPPSTJARNAN og leikkonan síbreytilega, Cher, hefur ákveðið að snúa aftur til róta sinna - sjónvarpsins. Meira
13. september 2000 | Netblað | 107 orð | 1 mynd

Ofurmennið snýr aftur

Þ að lítur út fyrir að aðdáendur teiknimyndahetjunnar ofurmannsins geti tekið gleði sína því DC Comics, Infogrames og Warner Bros-fyrirtækið hafa tekið höndum saman um að búa til tölvuleik sem byggist á teiknimyndablöðunum og -myndunum, sem eru... Meira
13. september 2000 | Netblað | 528 orð | 1 mynd

Ómissandi leikur

Wipeout-leikirnir frá Psygnosis hafa lengi verið taldir með bestu kappakstursleikjum allra tíma. Nýlega gaf Psygnosis út endurbætta útgáfu af þeim nýjasta í seríunni, Wipeout þrjú, og pökkuðu öllu því besta úr öllum leikjunum í einn pakka. Útkoman ber heitið Wipeout 3: Special Edition og er gerð fyrir Playstation-leikjatölvurnar. Meira
13. september 2000 | Netblað | 271 orð

Slökkt á farsímum í skólunum

Farsímavæðing meðal ungra notenda í Bandaríkjunum er komin á flug. Símar hafa hrapað í verði á undanförnum mánuðum og er svo komið að 20% unglinga þar í landi eiga farsíma, þar af 24% stúlkna og 15% drengja. Meira
13. september 2000 | Netblað | 400 orð | 1 mynd

Sóley á toppnum

PLÖTUSNÚÐUR, fyrirsæta, námsmaður og nú síðast þáttastjórnandi í sjónvarpi. Þessi langi verkefnalisti er hluti af daglegu lífi orkuboltans glaðlega, Sóleyjar Kristjánsdóttur. Meira
13. september 2000 | Netblað | 627 orð | 2 myndir

S öguþráður leiksins er svo lélegur...

Eftir því sem slagsmálaleikir þróast verður sífellt erfiðara fyrir hönnuði að búa til eitthvað nýtt. Oftast er svarið fleiri hreyfingar og mikið af földum búningum fyrir karaktera, faldir karakterar eða góður sögðuþráður. Tecmo hélt nýlega áfram sína eigin leið í leikjahönnun sem er nokkuð frábrugðin þeirri hefðbundu. Hér verður fjallað um kosti og galla nýjasta leiks fyrirtækisins, Dead Or Alive tvö fyrir Dreamcast. Meira
13. september 2000 | Netblað | 59 orð

Tetris í Palm OS

Pocket Express hefur tilkynnt að að það hafi gefið út afþreyingarpakka; safn af sígildum leikjum fyrir Palm OS-stýrikerfið sem ætlað er fyrir lófatölvur. Meira
13. september 2000 | Netblað | 69 orð

Tölvuþrjótar snúa sér til Ástralíu

Komið hefur í ljós að tölvuþrjótar reyndu að brjótast í 20 skipti inn í háleynilegar tölvur ástralska varnarmálaráðuneytisins á tiltölulega skömmum tíma. Í kjölfarið hefur ráðuneytið varið meira en 36 milljörðum ísl. Meira
13. september 2000 | Netblað | 62 orð

Vinsæll sjónvarpsþáttur fyrir PC

SouthPeak Interactive-tölvuleikjaframleiðandinn hefur búið til PC-leik sem byggir á vinsælum sjónvarpsþætti frá sjöunda áratugnum og nefnist The Duke of Hazzard. Leikurinn er einnig fáanlegur fyrir PlayStation og hefur þegar vakið athygli. Meira
13. september 2000 | Netblað | 212 orð | 1 mynd

Þráðlaus leikjasprenging í vændum

Talið er að miklar breytingar muni verða í þráðlausum tölvuleikjum á næstu árum, ekki síst í ljósi þess að bandbreiddarnotkun fyrir farsíma vex hröðum skrefum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.