Greinar föstudaginn 15. september 2000

Forsíða

15. september 2000 | Forsíða | 170 orð | 1 mynd

Aung San Suu Kyi frjáls ferða sinna

HERFORINGJASTJÓRNIN í Burma tilkynnti í gær að Aung San Suu Kyi, helsti leiðtogi lýðræðissinna í landinu, væri frjáls ferða sinna á ný, en hún var hneppt í stofufangelsi fyrir tveimur vikum. Meira
15. september 2000 | Forsíða | 275 orð | 1 mynd

Eldsneytisdeilurnar í Evrópu virðast í rénun

MÓTMÆLIN í Evrópuríkjum gegn háu verði og sköttum á eldsneyti virðast vera í rénun en flutningabílstjórar í Belgíu tilkynntu í gærkvöldi að þeir myndu aflétta aðgerðum sínum á miðnætti. Meira
15. september 2000 | Forsíða | 203 orð | 1 mynd

Hvattur til að skipta um skoðun

FORSETI Suður-Afríku, Thabo Mbeki, hefur á síðustu mánuðum legið undir ámæli fyrir að halda því fram að HIV-veiran sé ekki eina orsök alnæmis, gagnstætt því sem almennt er talið. Meira
15. september 2000 | Forsíða | 234 orð

Japanar fordæma refsiaðgerðirnar

JAPÖNSK stjórnvöld fordæmdu í gær fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn hvalveiðum Japana. Meira

Fréttir

15. september 2000 | Innlendar fréttir | 412 orð

50 manns hafa sýkst

NÆRRI 50 manns hafa veikst af salmonellusýkingu síðustu daga og líklegt er talið að allmargir til viðbótar hafi sýkst að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis. Sumir hafa þurft að leggjast á sjúkrahús. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 179 orð | 1 mynd

Amerískir dagar í Nettó og Úrvali

BARBARA Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, setti "Ameríska daga" formlega í verslun Nettó á Akureyri síðdegis í gær en þeir standa yfir í verslunum Nettó og Úrvals á Akureyri fram á sunnudag, 17. september. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd

Athafnir í stað orða

Hjördís Þorgeirsdóttir fæddist 27.12 1956 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977 og MA-prófi í félagsfræði og félagslegri stjórnun frá Edinborgarháskóla 1981 og kennsluréttindanámi við Háskóla Íslands 1989. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ávarpar barnaþing

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Nana Moskouri frá UNICEF ávarpa þátttakendur á ráðstefnu um málefni barna, Child Forum2, sem haldin verður í Tallinn í Eistlandi dagana 17. og 18. september næstkomandi. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 1103 orð | 1 mynd

Bandaríkin hefja aðgerðir gegn hvalveiðum Japana

Bill Clinton Bandaríkjaforseti gaf yfirlýsingu í vikunni, þar sem hann felur ríkisstjórninni að undirbúa refsiaðgerðir gegn Japan fyrir að brjóta bann Alþjóðahvalveiðiráðsins á veiðum á búrhval og skorureyði. Margrét Björgúlfsdóttir kynnti sér ríkjandi hvalaverndunarsjónarmið í Washington. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð

Barist gegn umferðarslysum

"SAMTAKA gegn umferðarslysum" er yfirskrift Evrópudags Rauða krossins í skyndihjálp laugardaginn 16. september. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Bikarúrslitin um helgina Undanúrslitin verða spiluð...

Bikarúrslitin um helgina Undanúrslitin verða spiluð laugardaginn 16. sept. og hefjast kl. 11, spilaðar eru fjórar12 spila lotur. Úrslitin byrja kl. 10 sunnudaginn 17. sept. og eru spilaðar fjórar 16 spila lotur. Meira
15. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 382 orð

Borga allt að 30% meira en foreldrar í öðrum skólum

FORELDRAR barna í 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla borga allt að 30% hærri daggæslugjöld en foreldrar barna í öðrum skólum. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 154 orð | 1 mynd

BT opnar nýja verslun við Glerárgötu

BT OPNAR nýja verslun á Glerárgötu 30, þar sem áður var til húsa verslunin EST, næstkomandi laugardag, 16. september. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 329 orð

Börn í umferðinni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Umferðarráði: "Nú er haustið í nánd og fyrsta skóladeginum fylgir mikil spenna og eftirvænting hjá börnum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Doktor í læknisfræði

MARGRÉT Birna Andrésdóttir varði doktorsritgerð í læknisfræði við háskólasjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi hinn 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið "Recurrence of glomerulonephritis after renal transplantation - a single-centre study". Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 550 orð

Farið fram á viðræður við fulltrúa dómsmálaráðuneytis

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir viðræðum við dómsmálaráðuneytið um fyrirkomulag skýrslutöku yfir börnum, sem orðið hafa fórnarlömb kynferðisbrota, en í bréfi sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra ritaði dómsmálaráðherra 4. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Fastur úti í miðju stórfljóti

BETUR fór en á horfðist þegar fjallabíll af gerðinni Unimog rann út í Skyndidalsá skammt frá Lónsöræfum í fyrradag, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Fékk 17,5 kg af "ruslpósti" í heilt ár

HREGGVIÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður, hefur í heilt ár safnað öllum svonefndum ruslpósti sem borist hefur í póstkassa á heimili hans. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Félagslíf ungs fólks á Höfn í brennidepli

"FÉLAGSLEGUR stuðningur við unglinga og þá sem hans þurfa geldur þess að við erum fyrsta kynslóðin sem við hann glímir," sagði Þórólfur Þórlindsson prófessor á ráðstefnu sem haldin var á Hornafirði í gær um félagsstarf unglinga. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fjallað um fjölgreindarkenningu Gardners

HAUSTÞING Kennarasambands Norðurlands vestra verður haldið í Árskóla á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 15. sept. n. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fjármagn skortir til yfirvinnu

MIKIL umsvif hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári gerir það að verkum að starfsmenn deildarinnar þurfa að draga mjög úr yfirvinnu og jafnvel hætta henni alveg ef ekki kemur til aukið fjármagn. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fjögur tonn urðuð á árinu

UM TÍU tonn af skrokkum dýra leggjast til hjá Sorpu í mánuði hverjum. Alls hafa milli 60-70 tonn þannig verið urðuð á vegum fyrirtækisins það sem af er árinu, þar af tæplega 4 tonn af gæludýrum, að sögn framkvæmdastjóra þess, Ögmundar Einarssonar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fjölskylduskemmtun Fylkis og B&L

Í TILEFNI leiks Fylkis og ÍA í Landssímadeildinni laugardaginn 16. september, býður B&L stuðningsmönnum og öðrum Árbæingum til upphitunar og fjölskylduskemmtunar fyrir leikinn. Skemmtunin hefst kl.11 og stendur til kl. 13. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 306 orð | 1 mynd

Flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. 30 ára

Grundarfirði -Nýlega var þess minnst í Grundarfirði að 30 ár eru liðin síðan Ragnar Haraldsson hóf vöruflutninga milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur, en það var fyrsti vísirinn að stórfyrirtækinu Ragnar og Ásgeir ehf. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fundu fíkniefni og gaskúta

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á miðvikudag afskipti af bifreið með þremur ungmennum innanborðs. Í bifreiðinni fundust áhöld til fíkniefnaneyslu og tóbak sem talið er að hafi verið blandað með fíkniefnum. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Gagnrýnir hugmyndir um skattalækkanir

FYRSTU sjónvarpskappræður Hillary Rodham Clinton við keppinaut sinn, repúblikanann Rick Lazio, fóru fram á miðvikudagskvöld en þau keppa um sæti öldungadeildarþingmanns fyrir New York-ríki. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Golfmót fatlaðra haldið á Korpu

SUNNUDAGINN 17. september nk. verður haldið golfmót fatlaðra á golfvelli GR að Korpu og hefst kl 11:00. Þátttökurétt eiga allir golfiðkendur sem telja sig búa við fötlun. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 289 orð

Grunuð um tugmilljóna króna fjársvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær tæplega sjötíu ára gamla konu í gæsluvarðhald til mánudagsins 25. september næstkomandi að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans en konan er grunuð um stórfelld fjársvik gagnvart nokkrum einstaklingum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Handbók í danskennslu grunnskóla komin út

KOMIN er út handbók í danskennslu fyrir 1.-4. bekk grunnskóla. Í aðalnámskrá grunnskóla, sem tók gildi 1999, er dans ein listgreina sem kenna á í grunnskólum, en í eldri námskrám var danskennsla hluti af tónmennta- og íþróttakennslu. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 32 orð

Handverk á Eyrarbakka

SUNNUDAGINN 17. sept. nk. kl. 14-18 tekur á annan tug handverksfólks þátt í sölusýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Selt verður kaffi og heitar vöfflur. Enn er hægt að bæta við nokkrum... Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Happdrætti í Radionausti

RADIONAUST stóð í liðinni viku fyrir happdrætti í tilefni viku símenntunar sem þá stóð yfir. Veglegir vinningar voru í boði og hefur nú verið dregið í happdættinu, en það gerði Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð

Haustdagskrá Sálfræðistöðvarinnar

Í HAUST heldur Sálfræðistöðin sjálfstyrkingarnámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Þessi námskeið hafa að markmiði að auka sjálfstyrk einstaklinga á vinnustað, efla sveigjanleika og öryggi í samskiptum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Hugmynd um íslenska endurhæfingarstöð

KLARA Baldursdóttir, sem búið hefur á Kanaríeyjum í áratugi, segir Íslendinga ættu að nota tækifærið til að koma upp endurhæfingarstöð á Kanaríeyjum, meðan enn er svigrúm til en Klara segir það mikið hafa verið byggt á Kanaríeyjum undanfarin ár að ekki... Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Hugsanlegt að Kruger geri tilboð

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni Verino Investment í Mónakó um undanþágu til að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum. Verino Investment gerði tilboð í Hótel Valhöll fyrir Englendinginn Howard Kruger. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Hvatt til baráttu gegn reykingum

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hvatti til þess á 50. svæðisfundi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn á þriðjudag, að ríkisstjórnir aðildarþjóðanna hertu mjög baráttuna gegn reykingum. Meira
15. september 2000 | Miðopna | 2831 orð | 1 mynd

Hver er framtíð EES-samningsins?

Það er almennt viðurkennt að EES-samningurinn hafi þjónað vel hagsmunum Íslands. Efasemdir hafa hins vegar verið settar fram um að hann dugi til framtíðar, ekki síst vegna breytinga sem orðið hafa og eru að verða á Evrópusamstarfinu. Egill Ólafsson kannaði hvernig rekstur samningsins hefur gengið og hvaða veikleika hann hefur. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Jafnréttisstofa formlega opnuð á Akureyri

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað Jafnréttisráð, en hlutverk þess er að stuðla markvisst að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaðnum og skal ráðið gera tillögur til félagsmálaráðherra um aðgerðir á því sviði. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Kostunica eykur forskotið á Milosevic

HELZTI keppinautur Slobodans Milosevic fyrir forsetakosningarnar í Júgóslavíu, sem fram fara hinn 24. þessa mánaðar, Vojislav Kostunica, er nú siginn framúr Milosevic forseta í nýjustu skoðanakönnunum. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 64 orð | 1 mynd

Landbúnaðarnefnd á ferð um Vesturland

Stykkishólmi - Landbúnaðarnefnd Alþingis var á ferð um Vesturland fyrir skömmu. Á ferð sinni komu nefndarmenn við á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi til þess að kynna sér fjölbreytta atvinnustarfsemi á þeim bænum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 33 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð fimmtudaginn 7. september sl. Jeppar af gerðinni Mitsubishi Pajero-jeppi og Suzuki Fox rákust saman á gatnamótum Strandgötu og Linnetsstígs um kl. 9 um... Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Magnus Mills áritar bækur

ENSKI rithöfundurinn og strætisvagnabílstjórinn Magnus Mills mun árita íslenska þýðingu bókar sinnar, Taumhald á skepnum, í versluninni Penninn Eymundsson í Austurstræti í dag, föstudag 15. september, frá kl.17:30-18:00. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 178 orð

Menningartengd ferðaþjónusta

RÁÐSTEFNA um menningartengda ferðaþjónustu verður haldin nk. laugardag á Hólum í Hjaltadal. Ráðstefnan er í tengslum við Evrópuverkefnið GUIDE 2000 og er á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 1913 orð | 1 mynd

Miðlar sem eru í eigu almennings tryggja gæði og menningarlega fjölbreytni

Bob Collins, útvarpsstjóri írska ríkisútvarpsins og formaður sjónvarpsnefndar Evrópusambands ljósvaka- miðla í ríkiseigu (EBU), var gestur Ríkisútvarpsins á dögunum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 870 orð | 6 myndir

Mikið um flutninga milli Finnlands og Rússlands

Kirjálahérað Finnlands í suðausturhluta landsins liggur að Rússlandi. Fyrir utan að vera fallegt svæði sem dregur til sín ferðamenn fara þar um mikil viðskipti landanna. Jóhannes Tómasson var þar á ferð um síðustu helgi. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 371 orð | 1 mynd

Miklir orkumöguleikar á Norðurlandi

IÐNAÐARNEFND Alþingis var á ferð í Norðurlandskjördæmi eystra í gær, fimmtudag, og á miðvikudag. Nefndarmenn heimsóttu m.a. fjölmörg fyrirtæki og áttu viðræður við forsvarsmenn þeirra svo og sveitarstjórnarmenn. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 540 orð

Mótmælum gegn bensínsköttum hætt í Bretlandi

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að rúmur helmingur eldsneytisbirgðastöðva landsins hefði verið opnaður að nýju eftir að mótmælendur, sem höfðu hindrað eldsneytisdreifingu í viku, létu af aðgerðum sínum. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 1171 orð | 1 mynd

Mun veðrið í Stykkishólmi valda næsta stríði?

Örlög Íslands og Mið-Austurlanda tengjast nánari böndum en flestir gera sér grein fyrir. Magnús Þorkell Bernharðsson rekur áhrif veðurs og vatns á stjórnmál Mið-Austurlanda og það hlutverk sem veðurathuganir í Stykkishólmi gegna í því sambandi. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 877 orð

Náðu fram kröfum um fjölda vaktmanna

SAMNINGAR tókust í fyrrinótt á milli Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Loðnuvinnslunnar hf. og Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Námskeið í listmeðferð

NÁMSKEIÐ og fyrirlestrar í listmeðferð verða haldnir laugardaginn 16. september að Grand Hótel á vegum Listmeðferðarstofu Unnar Óttarsdóttur. Kennarar eru tveir þekktir fræðimenn á þessu sviði, dr. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Neanderthalmenn búa á Akureyri

NEANDERTHAL-maðurinn dó alls ekkert út fyrir þrjátíu og fimm þúsund árum eins og vísindamenn hafa fram að þessu talið. Í helli í nágrenni Akureyrar býr nefnilega ellefu manna fjölskylda og hefur það bara býsna gott, a.m.k. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð

Nefnd skipuð um fjarskiptaþjónustu

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, hefur skipað sex manna nefnd sem ætlað er að lýsa núverandi fyrirkomulagi fjarskiptaþjónustu í fjarkennslu í íslenska menntakerfinu. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Nokkrar tölur um Finnland

Landið er um 340 þúsund km² að flatarmáli. Um 65% landsins er þakið skógi. Tölur um fjölda vatna eru á reiki og eru þau talin verða 34.000 og allt upp í 188 þúsund. Meðalhæð mikils hluta landsins yfir sjó er um 152 metrar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Nýr eigandi að Salon Ritz

EIGENDASKIPTI hafa orðið að Snyrtistofunni Salon Ritz, Laugavegi 66. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Nýr skólameistari Kvennaskólans

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. nóvember 2000 að telja. Meira
15. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 308 orð

Nýtt hús við hlið Laugardalshallar

STOFNFUNDUR nýs hlutafélags um byggingu og rekstur fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Laugardal verður haldinn á næstu vikum, en það eru Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins sem standa að hinu nýja félagi. Eiríkur S. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Nýtt merki Kennarasambands Íslands

VERÐLAUN í opinni samkeppni um nýtt merki Kennarasambands Íslands voru afhent á þriðjudag og hlaut þau Stephen Fairbairns teiknari. Hann er Breti og hefur búið og starfað hér á landi í þrjátíu ár. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 122 orð | 1 mynd

Opið hús hjá Heklu í Reykjanesbæ

Í TILEFNI opnunar á nýju sölu- og þjónustuumboði Heklu í Reykjanesbæ á Njarðarbraut 13 í Njarðvík er íbúum á Reykjanesi boðið í heimsókn í nýja húsið um helgina. Sýndir verða nýjustu bílarnir frá Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsubishi og Galloper. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð

Pólitík.is hefur göngu sína

FÖSTUDAGINN 15. september, hefur göngu sína vefritið Pólitík.is. Pólitík.is er vefrit Ungra jafnaðarmanna sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar. Slóðin er politik.is. Meira
15. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 224 orð | 1 mynd

"Mikið af bílflökum og ónýtu drasli"

UMGENGNI við Örva, verndaðan vinnustað á Kársnesbraut 110 í Kópavogi, hefur verið ábótavant í nokkur ár og hefur Kristján Valdimarsson, forstöðumaður Örva, allt frá því í maí 1997 óskað eftir því að umgengnin verði bætt. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

"Veraldleg bylting" áformuð

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, hefur kynnt áform um að draga úr áhrifum strangtrúaðra gyðinga og trúarreglna á ísraelskt samfélag. Áætluninni, sem líkt hefur verið við "veraldlega byltingu", hefur verið misjafnlega tekið. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ráðherra átti viðræður um öldrunarþjónustu

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, átti fyrir skömmu fund með Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Öldrunarráðs Íslands og 1. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ráðherra hyggur á úttekt

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra upplýsti á blaðamannafundi um reynslusveitarfélög í vikunni að hann hygðist láta gera vísindalega úttekt á sameiningum sveitarfélaga undanfarinn áratug og hvernig til hefði tekist. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 158 orð

Ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness

STJÓRN Náttúrustofu Reykjaness ákvað á stjórnarfundi sem fram fór fimmtudaginn 31. ágúst sl. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ráðstefna um hafís og hafísþjónustu

DAGANA 3.-5. október nk. verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík um hafís, hafískönnun og hafísþjónustu. Tuttugu ár eru liðin síðan alþjóðleg ráðstefna um hafís var haldin á Íslandi. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ráðstefna um vefbundið nám

FÖSTUDAGINN 15. september verður haldin ráðstefna að Hótel Sögu, Sal B, um vefbundið nám og námstorg fyrirtækja. M.a verður rætt um ávinning þess í námi og endurmenntunarstarfi. Jafnframt verður fyrirtækið SkillSoft og vörur þess kynntar. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Reiknar út hvernig landslagið stýrir vindáttinni

HARALDUR Ólafsson veðurfræðingur, sem starfar við Háskóla Íslands og Veðurstofuna, vinnur um þessar mundir að rannsóknarverkefni sem felst í að reikna út hvar vindstrengir og skjól myndast í flóknu landslagi. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Safnið rekið til byggða

UM ÞESSAR mundir standa yfir göngur um allt land. Smölun hefur víðast hvar gengið þokkalega en veður hefur þó verið nokkuð vætusamt. Gangnamenn hafa því margir komið bæði blautir og þreyttir til byggða. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 165 orð | 1 mynd

Salerni sett upp við Hraunfossa

Reykholt -Þjónustusamningur hefur verið gerður á milli Ferðamálaráðs Íslands og Borgarfjarðarsveitar um rekstur og viðhald á salernisaðstöðu og göngustígum við Hraunfossa í Borgarfirði. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 186 orð | 1 mynd

Samstarf um lausnir í heilbrigðismálum

FULLTRÚAR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, fyrirtækisins doc. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Seinagangur og úrræðaleysi óþolandi

ÞAÐ er algjört skilyrði fyrir þróun fjarvinnslu á Norðurlandi eystra að svæðið búi við sömu gæði, afköst og verð í fjarskiptum eins og best gerist í landinu, segir í ályktun aðalfundar Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um... Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð

Sérfróðir dæmi um "prjónið"

HÆSTIRÉTTUR segir að héraðsdómari eigi að kalla til sérfróða meðdómendur í máli, þar sem deilt er um hvort mótorhjól hafi "prjónað" vegna stórfellds gáleysis ökumannsins. Meira
15. september 2000 | Landsbyggðin | 211 orð | 2 myndir

Sjálfsbjörg á Húsavík 40 ára

Húsavík -Sjálfsbjörg - félag fatlaðra á Húsavík minnist um þessar mundir 40 ára afmælis síns sem var fyrr á þessu ári en það er eitt af elstu Sjálfsbjargarfélögunum á landinu. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð

Skiptin koma börnum úr jafnvægi

Í FRÉTTABRÉFI Mýrarhúsaskóla eru foreldrar minntir á að skólinn geti ekki tekið ábyrgð á Pokemon-spilum sem nemendur koma með í skólann. Skólastjórinn beinir þeim tilmælum til foreldra að spilin verði helst geymd heima. Meira
15. september 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 517 orð | 1 mynd

Skoðað verði að umhverfi vatnsins haldist sem mest óbyggt

Í ATHUGASEMDUM Reykjavíkurborgar við tillögur að breyttu aðal- og deiliskipulagi við Vatnsenda er lögð áhersla á að mikilvægt sé að líta á vatnið í heild sinni og skoða þann kost að nánasta umhverfi þess haldist sem mest óbyggt, opið svæði þar sem því... Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Skógarganga í Kópavogi

ÞRIÐJA haustganga Skógræktarfélags Íslands, Garðyrkjufélags Íslands og Ferðafélags Íslands verður laugardaginn 16. september. Gangan hefst kl. 10.00 og tekur um tvo tíma. Mæting er við bifreiðaumboð Toyota - P Samúelsson Nýbýlavegi 8. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 688 orð

Skólastjórar þurfa að veita nemendum heimild

GUÐNI Olgeirsson, deildarsérfræðingur í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins, segir að foreldrar eða forráðamenn geti ekki tekið barn sitt tímabundið úr grunnskóla nema með heimild skólastjóra. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 184 orð

Skrifstofa Barnaverndar Reykjavíkur tekur til starfa

SKRIFSTOFA Barnaverndar Reykjavíkur tók formlega til starfa hinn 1. september sl. Skrifstofan mun annast og bera ábyrgð á meðferð allra barnaverndarmála, þ.e. mála sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

Stóraukinn útflutningur á óunnum fiski

ÚTFLUTNINGUR á óunnum fiski var um 23% meiri fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra en verðmætaaukningin var um 5%. Samfara þessum breytingum var minna framboð af óunnum fiski á íslenskum fiskmörkuðum. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sveigði frá kindum og valt útaf

ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar missti í fyrrinótt stjórn á bíl sínum eftir að hafa sveigt frá kindahóp sem var á þjóðveginum. Jeppinn lenti í lausamöl og valt nokkrar veltur niður um 50 m snarbrattan vegkant og hafnaði í árfarvegi Norðurár. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 138 orð

Time segir Keikó kosta 250 milljónir kr. á ári

BANDARÍSKA fréttatímaritið Time birti í síðustu viku tveggja opnu umfjöllun um hvalinn Keikó og dvöl hans í íslenzkum sjó. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð

Úðun með sveppalyfi gefur góða raun

RYÐSVEPPIR í öspum og gljávíði hafa breiðst út sunnanlands eftir að þeirra varð vart hér á landi fyrir nokkrum árum. Jóhannes Þór Ólafsson hjá meindýravörnum Suðurlands telur sig hafa fundið öfluga vörn gegn sveppasýkingunum. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 199 orð | 1 mynd

Úr síðasta veiðitúr á vegum ÚA

HÓLMADRANGUR ST 70, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til Akureyrar sl. miðvikudagsmorgun úr sinni síðustu veiðiferð á vegum félagsins. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Úthlutun úr vísindasjóði hjúkrunarfræðinga

STJÓRN vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr B-hluta vísindasjóðs 31. ágúst í húsnæði félagsins á Suðurlandsbraut 22. Að þessu sinni hlutu 15 hjúkrunarfræðingar styrki til 15 verkefna, alls að upphæð 2.950.000 kr. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

Verkfall myndi raska starfseminni

MAGNÚS Stefánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands, kveðst vonast til þess að vinnudeila ófaglærðra starfsmanna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands leysist áður en til verkfalls kemur. Þarna er um að ræða um fimmtíu starfsmenn. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Vetrardagskráin kynnt á opnu húsi

LEIKFÉLAG Akureyrar kynnir vetrardagskrá sína á laugardag, 16. september, á opnu húsi leikhússins. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Vetrarstarf hefst hjá Komið og dansið

Í HAUST hefja samtökin Komið og dansið sitt 10. starfsár. Í vetur verður boðið upp á tveggja daga námskeið undir yfirskriftinni "Lærðu létta sveiflu á tveim dögum". Námskeiðin fara fram í húseign samtakanna Danshöllinni Drafnarfelli 2. Meira
15. september 2000 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Vetrarstarfið að hefjast

BARNA- og unglingakór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarf sitt. Æfingar verða í kapellu kirkjunnar á fimmtudögum kl. 16.30 til 17.30. Kórinn kemur reglulega fram við helgihald kirkjunnar, eða um það bil einu sinni í mánuði. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 470 orð

Vilja að fram fari mat á umhverfisáhrifum

FUNDUR, sem bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu í gær til að kynna íbúum við Vatnsenda fyrirliggjandi skipulagstillögur að byggð á svæðinu, samþykkti mótatkvæðalaust tvær ályktunartillögur. Meira
15. september 2000 | Erlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Vilja rannsaka Memphis

TVEIR þingmenn í Rússlandi, Aleksei Mítrofanov og Nikolaj Bezborodov, fóru í gær fram á að stjórnvöld bæðu Bandaríkjastjórn um leyfi til að rannsaka bandaríska kjarnorkukafbátinn Memphis sem þeir sögðu að hefði verið valdur að Kúrsk-slysinu á... Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 278 orð

Virðisaukaskattur á vöruflutningi verði felldur niður

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna kom saman til fundar um síðustu helgi. Stjórnin samþykkti eftirfarandi ályktanir á fundi sínum þar sem. m.a. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 177 orð

Þrjár kvartanir bárust

TÖLVUNEFND fjallaði m.a. um formlegar kvartanir sem henni hafa borist vegna svonefndra golfkorta á fundi sínum á þriðjudag en að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra tölvunefndar, er óvíst hvenær vænta má niðurstaðna nefndarinnar í þessu máli. Meira
15. september 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þúsundir heimsókna á dag

EITT stærsta vefsetur í eigu Íslendings er einkaframtak Guðmundar Helgasonar, uboat.net. Það er efst á blaði hjá Yahoo!, AltaVista og öðrum leitarvélum ef spurt er um þýska kafbáta og kafbátahernað í heimsstyrjöldinni síðari. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2000 | Staksteinar | 322 orð | 2 myndir

Framsókn komin á vegasaltið

ÁGÚST Einarsson fyrrum alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið á vefsíðu sinni. Meira
15. september 2000 | Leiðarar | 836 orð

UPPLÝSINGAGJÖF HLUTAFÉLAGA

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist viðtal við Finn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands, sem ástæða er til að vekja athygli á. Í þessu viðtali fjallar hann m.a. um upplýsingagjöf á hlutabréfamarkaðnum og segir m.a. Meira

Menning

15. september 2000 | Menningarlíf | 3620 orð | 6 myndir

Að lesa og skrifa land sitt

Alþjóðlega bókastefnan, sem hófst í Gautaborg í gær, er afar fjölbreytt og umfangsmikil að vanda og er búist við miklum fjölda gesta. Kristín Bjarnadóttir segir fá stefnunni sem að hennar sögn nær frá Kóreu til Kanada með millilendingu í Svíþjóð. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Barnahjal og bleiuskipti

ÆSKUÞRÁIN virðist vera bráðsmitandi þessi síðustu misseri og hrjá annan hvern mann á stjörnuhimninum. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 1514 orð | 4 myndir

Barnaleikhús situr ekki við sama borð

Í dag frumsýnir Möguleikhúsið barnaleikritið Lómu eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Möguleikhúsið fagnar merkum áfanga í starfsemi sinni um helgina en það varð 10 ára á þessu ári og er þar með elsta starfandi sjálfstæða leikhúsið á landinu. Hávar Sigurjónsson ræddi við forsprakkana Pétur Eggerz og Bjarna Ingvarsson. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Blái hnötturinn tilnefndur til verðlauna

BÓK Andra Snæs Magnússonar, Blái hnötturinn, varð fyrir valinu hjá Börnum og bókum - Íslandsdeild IBBY til að keppa um bókmenntaverðlaun, sem veitt eru annað hvert ár til heiðurs pólska mannvininum Janusz Korczak. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Bleikhærð

EINS OG flestir unnendur nýrrar tónlistar vita núorðið er listamannsnafn söngkonunnar Pink í stíl við háralit hennar, sem er æpandi bleikur. Meira
15. september 2000 | Tónlist | 478 orð

Blæbrigði og syngjandi tónlínur

Á efnisskrá voru tvö verk: Píanókonsert eftir Brahms, sinfónía eftir Sibelíus og sem aukalög Ice-rapp eftir Atla Heimi Sveinsson og Vókalísa eftir Rachmaninov. Einleikari; Andrea Lucchesini. Stjórnandi var Rico Saccani. Fimmtudagurinn 14. september, 2000. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Breska bylgjan

FYRIR einum fimmtán árum kom út aldeilis mögnuð safnplata hér á landi sem bar heitið Breska bylgjan . Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Draumatónlist!

TÓNLISTIN úr nýjust íslensku kvikmyndinni, Íslenska draumnum, er farin að hljóma tíðum á öldum ljósvakans enda eru þar komin saman lög sem vinsældarvæn eru í meira lagi. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 204 orð | 1 mynd

Drepandi Danir

½ Leikstjóri: Lasse Spang Olsen. Handrit: Anders Thomas Jensen. Aðalhlutverk: Tomas Villum Jensen, Dejan Cukic. (91 mín.) Danmörk 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. september 2000 | Tónlist | 811 orð

Eðalborin brjálsemi

Sunleif Rasmussen: "Surrounded". Hróðmar Sigurbjörnsson: "Septett". Atli Ingólfsson: "Object of Terror". CAPUT (Kolbeinn Bjarnason (fl.), Eydís Franzdóttir (óbó), Guðni Franzson (klar.), Brjánn Ingason (fag. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Einhver í dyrunum

Í KVÖLD frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit, "Einhver í dyrunum" eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Meira
15. september 2000 | Skólar/Menntun | 105 orð | 1 mynd

Fáni friðar

Sameinuðu þjóðirnar efndu til keppni meðal barna aðildarríkjanna um friðarfána til að flagga á alþjóðafriðardegi SÞ. (sjá: http://www.un.org/Pubs/CyberSchoolBus/peaceflag/results/index.html). Vinningshafinn var Mateja Prunk, 12 ára íbúi í Slóveníu. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Fáránleiki Flóabardaga

½ Leikstjórn og handrit: David. O. Russel eftir sögu Johns Ridleys. Aðalhlutverk: George Clooney, Mark Wahlberg, Ice-Cube. (114 mín.) Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Frambærilegt handrit

Leikstjóri: Aaron Lipstadt. Aðalhlutverk: Alan Arkin og Brian Bloom. (92 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. september 2000 | Skólar/Menntun | 492 orð | 2 myndir

Heimsfriður í stundaglasi

Friðarmenning /Friðarstund nýrrar aldar í nafni Sameinuðu þjóðanna verður 19. sept. Víða um veröld verður friðurinn hugleiddur í hljóði. Gunnar Hersveinn segir frá viðburðum á alþjóðadegi friðar SÞ og áskorun um friðarmínútu íslenskra grunnskólabarna. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Heimur glæpaklíkunnar

½ Leikstjóri: Master P. Handrit: Master P. Aðalhlutverk: Gary Busey, Jeff Speakman, Snoop Dogg, Master P, C. Thomas Howell. (93 mín.) Noregur. Góðar Stundir, 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 110 orð

Hildur Margrétardóttir sýnir í Glugganum

SÝNING Hildar Margrétardóttur á málverkum af 2. ættlið með fleiru verður opnuð í dag, föstudag í Glugganum hjá Galleríi Hnossi, Skólavörðustíg 3. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 501 orð | 1 mynd

Hláturmildur hrekkjalómur

HINN LANDSKUNNI þúsundþjalasmiður Ómar Ragnarsson verður sextugur á morgun og á sunnudaginn gefst landsmönnum öllum tækifæri til þess að árna honum heilla í Broadway þar sem haldin verður ein allsherjar afmælisskemmtun honum til heiðurs. Meira
15. september 2000 | Skólar/Menntun | 61 orð

HVERS ER SIÐFRÆÐIN MEGNUG?

Málþing Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands: "Hvers er siðfræðin megnug?" verður haldið í dag 15. september kl. 15.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Dagskrá: 15.30 Jón Ólafsson, Ph.d. Meira
15. september 2000 | Bókmenntir | 422 orð

Í fótspor lærifeðranna

Tímarit um söguleg efni. 20. árgangur 1999. Ritstjórar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Óli Kári Ólason og Rósa Magnúsdóttir, 88 bls. Meira
15. september 2000 | Bókmenntir | 1022 orð

Leiðsögurit um íslenzka byggingarlist

eftir Birgit Abrecht. Mál og menning. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

List og hönnun

TILFELLI heitir sýning, sem hefur verið opnuð á Hverfisgötu 20, þar sem tengd eru saman list og hönnun. Sýningin er haldin í tilefni 25 ára afmælis Epal, sem fékk systurnar Hrafnhildi og Báru Hólmgeirsdætur til að sjá um framkvæmdina. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

M-2000

BORGARLEIKHÚSIÐ, LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Einhver í dyrunum Í vor var þetta nýja leikrit eftir Sigurð Pálsson forsýnt á litla sviði Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu en verður nú tekið til almennra sýninga. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 185 orð

Margrét litla og önnur börn á miðöldum

SÝNING fyrir börn verður opnuð í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, í dag, föstudag. Sýningin nefnist Margrét litla og önnur börn á miðöldum. Þetta er farandsýning sem gerð er af Börnenes Museum sem er hluti af danska þjóðminjasafninu. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 101 orð

Myndlistarsýning í Gerðubergi

YFIRLITSSÝNING á verkum Bjarna Þórs Þorvaldssonar, "Thor", verður opnuð í félagsstarfi Gerðubergs í dag, föstudag, kl. 14. Vinabandið leikur og syngur við opnunina. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Nýbúi og leið á því

MADONNA er orðin leið á átroðningi aðdáenda og fjölmiðla svo ekki sé talað um hvað það er erfitt að vera nýbúi í Englandi, landi gulu pressunnar. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Í leiftri daganna er eftir Agnar Þórðarson. Agnar tekur upp þráðinn frá bók sinni Í vagni tímans og heldur áfram að rekja minningar sínar, einkum frá sjöunda áratugnum. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 74 orð

Nýjar bækur

Bara sögur, skáldsaga eftir Ingo Schulze , einn af gestum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Bara sögur (Simple Stories) komu út í Þýskalandi fyrir tveimur árum .Vettvangur sögunnar er Austur-Þýskaland um og upp úr 1990. Meira
15. september 2000 | Skólar/Menntun | 337 orð

Nýjar bækur

MÁL og menning hefur sent frá sér Tölfræði með tölvum sem er ný kennslubók í tölfræði, hugsuð fyrir áfangana STÆ 314 og STÆ 414 og mætir þeim kröfum sem ný námskrá gerir fyrir þá áfanga. Meira
15. september 2000 | Myndlist | 180 orð | 1 mynd

Ofskynjanamyndir

Til 18. september. Opið virka daga frá kl. 13-18, en laugardaga frá kl. 11-16. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 102 orð

Pac-Man í Galleríi Geysi

SAMSÝNING þriggja ungra manna sem kalla sig "Pac-Man" verður opnuð á morgun, laugardag, í húsnæði Gallerís Geysis á Vesturgötu 2 kl. 16. Meira
15. september 2000 | Skólar/Menntun | 522 orð | 1 mynd

Samræður um siðfræðikennslu í skólum

Hvers er siðfræðin megnug? Á að kenna heimspekilega siðfræði í skólum? Á að kenna tiltekin lífsgildi og ákveðnar leikreglur? Eða á að kenna börnum að rökræða ólík sjónarmið og að taka sjálfstæða afstöðu. Siðfræðistofnun er með málþing í dag um áhrifamátt siðfræðinnar í skólum. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Seigur

LOKSINS, loksins fær Moby karlinn að prófa toppsætið sem hann hefur þurft að horfa upp á aðra hreiðra um sig í allt liðlangt sumarið - og jafnvel lengur en það. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 55 orð

Sinfóníutónleikar í Stykkishólmi

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er Píanókonsert nr. 1 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 1 eftir Jean Sibelius. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 400 orð | 1 mynd

Slegist um Baltasar

UNDANFARNAR vikur hefur kvikmyndahátíðin í Toronto staðið yfir en þar fer ein allra stærsta og mikilvægasta hátíðin, ekki bara í Norður-Ameríku heldur um heim allan. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 35 orð | 1 mynd

Stefan Rohner og Monika Ebner sýna á Ísafirði

SÝNING á verkum Stefans Rohners og Moniku Ebner frá Sviss hefst á morgun, laugardag, kl. 16 í Slunkaríki og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudags kl. 16-18. Sýningin stendur yfir til 8.... Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Stúlkan í vitanum

HAFNAR eru hjá Íslensku óperunni æfingar á Stúlkunni í vitanum, nýrri íslenskri óperu fyrir börn og unglinga. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Sýning á ljósmynda-ætingum

KRISTÍN Pálmadóttir opnar sýningu á ljósmyndaætingum í sýningarsal félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), á morgun, laugardag, kl. 16. Sýninguna nefnir hún "Sérkenni". Þetta er 5. Meira
15. september 2000 | Tónlist | 625 orð

Söngrödd á uppleið

Lög eftir Carissimi, Parisotti, Grieg (Haugtussa), Brahms, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Tsjækovskíj, Gluck og J. Strauss. Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran; Krystyna Cortes, píanó. Þriðjudaginn 12. september kl. 20. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 191 orð

Tvær kortasýningar í Þjóðarbókhlöðu

Í TILEFNI af alþjóðlegri ráðstefnu félags kortasafnara, IMCoS, sem stendur yfir dagana 15.-18. september í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni verða opnaðar á morgun, laugardag, kl. 11. Meira
15. september 2000 | Menningarlíf | 967 orð | 1 mynd

Þráhyggjan er hinn sameiginlegi þráður

Magnus Mills segist aldrei hafa lesið neitt í uppvexti sínum nema það sem kennararnir hans sögðu honum að lesa. Þrátt fyrir það var hann viss um að hann gæti skrifað bók. Bókin sú hefur farið sigurför um heiminn og valdið straum- hvörfum í lífi höfundarins. Fríða Björk Ingvarsdóttir spjallaði við Mills sem er gestur á bókmenntahátíð. Meira
15. september 2000 | Fólk í fréttum | 836 orð | 1 mynd

Þú ert sjáLFur Hörður

Hausttónleikar Harðar Torfasonar, söngvaskáldsins hugum- prúða, hafa verið fastur liður í menningarlífi landans í hvorki meira né minna en 24 ár. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Hörð um lífið og listina yfir hressandi morguntei. Meira

Umræðan

15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 15. september, verður sjötugur Guðbrandur Kristmundsson, Grashaga 24, Selfossi . Hann er að heiman í... Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir

20 milljarða tekjuafgangur ríkissjóðs, segir Jóhanna Sigurðardóttir, er m.a. fenginn með því að hlunnfara aldraða og öryrkja um marga milljarða króna. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 38 orð

BÁRA BLÁ

Bára blá að bjargi stígur og bjargi undir deyr. Bára blá! drynjandi að sér Dröfn þig sýgur, í djúpið væra brátt þú hnígur í Drafnar skaut og deyr. Bára blá! þín andvörp undir andi tekur minn. Bára blá! allar þínar ævistundir eru þínar dauðastundir. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Grundarkirkju Eyjafirði af sr. Hannesi Blandon Halla Berglind Arnarsdóttir og Finnur... Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 805 orð

Dýrt að fara í aðgerð á Íslandi

ÞANNIG er mál með vexti að ég hef spilað fótbolta frá blautu barnsbeini, þar til einn góðan veðurdag að ég meiddist á öðru hnénu. Sem von var leitaði ég til læknis og kom í ljós að ég hafði slitið krossbönd. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Heimsmet í ranglæti

ÞEGAR maður er búinn að vinna til 67 ára aldurs og borga skatta til ríkis og bæja, ætti að vera sjálfsagt að þá væri nóg komið af skattpíningu í 51 ár. En svo er nú aldeilis ekki. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Í veðraföllum málsins

ÉG TEK eftir því að hinir og þessir eru farnir að strá dönsku orðasambandi inn í daglegt mál sitt, og hefur þetta ágerzt stórum. Mér kemur einna fyrst í hug að kenna það Veðurstofu Íslands, því að þar er orðasambandinu beitt ótæpilega í seinni tíð. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 1336 orð | 2 myndir

Kvittað fyrir Reykjavíkurbréf

Leita beri leiða til þess, segja Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason, að hraða innleiðingu nýrrar tækni á þessu sviði og gera notkun hennar landsmönnum sem hagstæðasta. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 1099 orð

Lýðræði eða...

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, er hann var á ný settur inn í embætti. Því miður missti ég af þessari athöfn og þar með ræðu forseta. En þar þótti kveða við nýjan tón. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 228 orð

Messa í Víðidalstungukirkju

ÆSKULÝÐS- og fjölskyldumessa verður nk. sunnudag kl. 14. Fermingarbörn Melstaðarprestakalls hefja vetrarstarfið með þátttöku í messunni, og eftir messu verður stutt samverustund með þeim og foreldrum. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Mikilvægi málmsuðu fyrir íslenskan iðnað

Aðlögun málmiðnaðarins og menntastofnana að breyttu umhverfi, segir Aðalsteinn Arnbjörnsson, er ein helsta forsenda fyrir samkeppnishæfni málmiðnaðarfyrirtækja. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Nafnbreyting Samvinnuháskólans

Með breytingu á nafni Samvinnuháskólans, segir Gunnar Sveinsson, hefur skólinn misst sín einkenni í íslensku skólakerfi. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 930 orð | 1 mynd

Nýjar áherslur í Bændahöllinni

Nú eru breyttar vinnuaðferðir þessara samtaka, segir Finnur Árnason. Hvorki Özur né Snorri hafa séð ástæðu til þess að halda þessu mikilvæga sambandi við verslunina. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 364 orð | 1 mynd

Pólitískur lögfræðingur

Það er slæmt, að menn, sem gefa sig út fyrir að vera lögfræðingar, segir Alfreð Þorsteinsson, skuli blanda saman starfi sínu og pólitík með þeim hætti, sem Jón Steinar gerir. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 922 orð | 1 mynd

Rétturinn til aðgangs að opinberum störfum

Val í störf á að byggjast á hlutlægu hæfnismati, segir Margrét Heinreksdóttir. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Samband kjósenda og þingmanna

Tillögur þessar miða að því, segir Einar K. Guðfinnsson, að koma til móts við þau sjónarmið, að viðhalda beri sem mestu og bestu sambandi þingmanna og umbjóðenda þeirra. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 619 orð | 1 mynd

Skiptinemadvöl skiptir máli

FLESTA unglinga dreymir stóra drauma um framtíðina. Mig hafði lengi dreymt um að ferðast um heiminn, kynnast annarri menningu, fleira fólki og læra nýtt tungumál. Tækifærið gafst þegar ég var 18 ára. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Staðreyndir aukaatriði?

Starfsemi Landmælinga Íslands blómstrar nú sem aldrei fyrr, segir Magnús Guðmundsson. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 376 orð | 1 mynd

Stúdentadagurinn - dagur allra stúdenta

Í dag halda stúdentar, segir Þyri Steingrímsdóttir, hátíð í Háskóla Íslands. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Vinnubrögð við hæfi?

Samtök atvinnulífsins ætluðu aldrei, segir Óskar Stefánsson, að gera kjarasamning við Sleipni og því fór sem fór. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 579 orð

VÍKVERJI dagsins hefur áður kvartað yfir...

VÍKVERJI dagsins hefur áður kvartað yfir því að einhverjir (auðvitað aðrir en hann!) skuli ekki hafa stofnað miðasölufyrirtæki á Netinu en slík fyrirbæri eru velþekkt í Skandinavíu og víðar. Meira
15. september 2000 | Aðsent efni | 932 orð | 1 mynd

Það gengur betur en ekki nógu vel

,,Skæruliðataktík" er ágæt til þess að halda við tálsýn um kjarnmikla gagnrýni, segir Björn Lomborg, en á lítið skylt við lýðræðislega umræðu. Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.365 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Edda Guðrún Gísladóttir, Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Elfa Rut... Meira
15. september 2000 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu til styrktar...

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu til styrktar Umsjónarfélagi einhverfa kr. 7.503. Þær heita Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Halldóra Sigríður... Meira

Minningargreinar

15. september 2000 | Minningargreinar | 3009 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA MARÍA FIGVED

Ágústa María Figved fæddist á Eskifirði 4. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Maríe Figved, f. 1873, d. 1952 og Andreas Figved, útgerðar- og verslunarmaður, f. 1871, d. 1935. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 639 orð | 1 mynd

ÁSDÍS GUÐBJÖRG JESDÓTTIR

Ásdís Guðbjörg Jesdóttir fæddist á Hóli í Vestmannaeyjum 29. ágúst 1911. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 31. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 2286 orð | 1 mynd

BERTHA KARLSDÓTTIR

Bertha Karlsdóttir var fædd í Reykjavík 16. maí 1921. Hún lést á heimili sínu í Suðurhólum 18 hinn 5. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingeborg Tengelsen frá Arendal í Noregi og Karls Markússonar bryta. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 398 orð | 1 mynd

FRIÐRIK SNORRASON WELDING

Friðrik Snorrason Welding fæddist í Reykjavík hinn 16. júní 1920. Hann andaðist hinn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snorri Friðriksson Welding og Sigríður Steingrímsdóttir, búsett á Urðarstíg 13 í Reykjavík. Friðrik var kvæntur eftirlifandi eiginkonu sinni, Auði Vigfúsdóttur frá Gimli á Hellissandi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Útför Friðriks fór fram frá Fossvogskirkju hinn 7. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

GUNNAR H. KRISTINSSON

Gunnar H. Kristinsson, fyrrv. hitaveitustjóri, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1930. Hann lést St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 565 orð | 1 mynd

Gyða Þorbjörg Jónsdóttir

Gyða Þorbjörg Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. október 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jóhannesson sjómaður og Guðrún Kristjánsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

HARALDUR PÁLSSON

Haraldur Pálsson fæddist á Ísafirði 24. apríl 1927. Hann lést á líknardeild Landspítalans 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 7. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 812 orð | 1 mynd

HELGA SJÖFN FORTESCUE

Helga Sjöfn Fortescue fæddist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 23. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 2626 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG REBEKKA JÓNSDÓTTIR

Ingibjörg fæddist á Arnarstöðum í Öxarfjarðarhreppi í N-Þingeyjarsýslu hinn 15. október 1917. Hún lést á Landakotsspítala 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Antonía Jónsdóttir frá Núpi, Berufjarðarströnd, f. 3.4. 1890, d. 1.1. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

INGUNN KJARTANSDÓTTIR

Ingunn Kjartansdóttir, húsmóðir í Flagbjarnarholti, Landsveit, fæddist í Reykjavík 24. maí 1923. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skarðskirkju, Landsveit 9. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 743 orð | 1 mynd

JÓHANNES PÉTURSSON

Jóhannes Pétursson fæddist í Skjaldar-Bjarnarvík á Ströndum 3. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 14. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 1060 orð | 1 mynd

JÓNAS INGVARSSON

Jónas Ingvarsson fæddist á Reynifelli á Rangárvöllum 27. mars 1921. Hann lést á Selfossi 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 3754 orð | 1 mynd

KRISTINN GUÐBRANDSSON

Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar hf., betur þekktur sem Kristinn í Björgun fæddist í Raknadal við Pateksfjörð hinn 13. júní árið 1922 og ólst upp á Tálknafirði. Hann lést á heimili sínu, Smárarima 108, Reykjavík, hinn 6. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 1985 orð | 1 mynd

LÁRA JÓNSDÓTTIR

Lára Jónsdóttir fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi 21. ágúst 1911. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þórólfur Jónsson, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2000 | Minningargreinar | 625 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Meiðavöllum í Kelduhverfi 26. júlí 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Húsavíkur 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi 9. september. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Búnaðarbankinn kaupir 6% hlut í i7

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur fest kaup á rúmlega 6% hlut í hugbúnaðarhúsinu i7 hugbúnaði hf. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar fyrir síma- og fjarskiptageirann og hefur á undanförnum mánuðum starfað náið með mobilestop. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Den Danske Bank íhugar að selja hlut í Berlingske Tidende

DEN Danske Bank sendi nýlega frá sér tilkynningu um að bankinn hygðist selja hluta af eða allan hluta sinn í Berlingske Tidende útgáfunni, en bankinn á 36% hlut í fyrirtækinu. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Eðalpennar stofnaðir

Stofnað hefur verið nýtt hátæknifyrirtæki, "Eðalpennar ehf.", sem sérhæfir sig í sölu á merktri auglýsinga- og gjafavöru. Eðalpennar bjóða upp á auglýsingavörur frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 349 orð | 1 mynd

Eflir hagsmunabaráttuna og auðveldar samskipti

STOFNFUNDUR starfsgreinahóps í upplýsingatækniiðnaði innan Samtaka iðnaðarins var haldinn í gær. Starfsreglur hópsins voru samþykktar á stofnfundinum auk þess sem fimm manna framkvæmdastjórn var kosin. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 1750 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 14.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 14.9.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 290 75 88 3.153 276.037 Annar flatfiskur 5 5 5 51 255 Blálanga 82 54 74 4.412 327.094 Grálúða 152 152 152 139 21. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 309 orð

Gjaldeyrisjöfnuður bankanna endurspeglar styrk krónunnar

Í NÝJU markaðsyfirliti FBA er gerð grein fyrir því að samanlagður gjaldeyrisjöfnuður aðila að millibankamarkaði endurspegli trú þeirra á styrk krónunnar og þegar þróun á gjaldeyrisjöfnuði þeirra er skoðuð sést að þeir drógu úr nettóeign sinni í krónum... Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 1055 orð

Hjálpa til við að koma frumkvöðlafyrirtækjum af stað

ÍSLENSKIR fjárfestar eru meirihlutaeigendur í nýstofnuðu fyrirtæki í Danmörku sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla á sviði netviðskipta og þráðlausra fjarskipta. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Hægrimenn andvígir tillögunni

SAMHLIÐA fjárhagsáætlun norska ríkisins, sem lögð verður fram 4. október nk., leggur ríkisstjórnin til að lagður verði 14% skattur á hagnað sem eigandi fær af hlutabréfaviðskiptum. Skattlagningin tók gildi á þriðjudag, að því er fram kemur m.a. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 368 orð

Laun greidd í samræmi við gengi hlutabréfa

YFIRMENN fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni í Osló eiga ekki að eiga hlutabréf eða valrétt á hlutabréfum í fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Þeir skulu heldur fá helming launa sinna greiddan í samræmi við gengi hlutabréfanna. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 98 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.452,759 -0,19 FTSE 100 6.555,50 1,19 DAX í Frankfurt 7.048,50 0,60 CAC 40 í París 6.637,91 1,05 OMX í Stokkhólmi 1.333,16 2,43 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Norrænu fjarskiptafyrirtækin of sein á sér

VERÐANDI forstjóri finnska fjarskiptafyrirtækisins Sonera, Kaj-Erik Relander, segir að of hægt hafi gengið í einkavæðingu og skráningu norrænu fjarskiptafyrirtækjanna á hlutabréfamarkað og þau líði fyrir að vera í eigu hins opinbera. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 312 orð | 1 mynd

Nýjar höfuðstöðvar Carnitech A/S teknar í notkun

NÝTT húsnæði Carnitech A/S, dótturfyrirtækis Marel hf., var formlega tekið í notkun í gærdag. Fjölmennt var við athöfnina en auk starfsfólks Carnitech voru m.a. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Nýr forstjóri Mobilestop

FYRIRTÆKIÐ Mobilestop hefur sent frá sér tilkynningu um að Håkan Wretsell hafi verið ráðinn forstjóri. Wretsell var áður framkvæmdastjóri hjá Ericsson, stærsta framleiðanda fjarskiptatækja í heimi. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Síminn fjárfestir í Gagarín

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur fjárfest í hönnunarfyrirtækinu Gagarín ehf. og á nú 15% hlut í fyrirtækinu eftir hlutafjáraukningu. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 76 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 14.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 14.9.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
15. september 2000 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Vörusala í gegnum Netið, stafrænt sjónvarp og síma

OPIN Miðlun hf. (OMi) og Gæðamiðlun hafa skrifað undir samning vegna smíði á Plaza, fjölverslanaumhverfi á Vefnum. Meira

Fastir þættir

15. september 2000 | Fastir þættir | 247 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Spilakvöld Bridsfélags Reykjavíkur BR verður áfram með aðalspilakvöld sitt á þriðjudagskvöldum í vetur. Fyrsta keppni félagsins að Haust-silfurstigatvímenningnum loknum er þriðjudaginn 27. september. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 284 orð

BRIDS - Umsjón: Guðmundur Páll Arnarson

ÚTSPIL gegn geimi réð því að Pólverjar glötuðu skammvinnu forskoti sínu í spili 124 í úrslitaleiknum við Ítali á ÓL. Á báðum borðum spilaði norður fjögur hjörtu, en Ítalir nutu þess að hafa lítið upplýst um spilin í sögnum. Vestur gefur; NS á hættu. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 258 orð

Hulda Gústafsdóttir ráðin til Átaksverkefnis

Stjórn Átaksverkefnis um gæðastefnu í hrossarækt hefur ráðið Huldu Gústafsdóttur til starfa. Hún mun hefja störf í byrjun nóvember næstkomandi. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 135 orð

Kappreiðum ekki sjónvarpað

KAPPREIÐAR Fáks hafa verið haldnar nú á hverjum fimmtudegi frá 17. ágúst. Þeim hefur hins vegar ekki verið sjónvarpað eins og til stóð og enginn veðbanki er í gangi. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 777 orð | 3 myndir

Liljur - III

Í SÍÐUSTU liljugrein var fjallað um liljur þær sem Einar Helgason garðyrkjumaður nefndi í bók sinni, Björkum. Ein þeirra, L. chalcedonicum, stóð þó í mér, þar sem ég fann hana hvergi í mínum bókum. Ég hefði betur athugað bókasafn Garðyrkjufélagsins. Meira
15. september 2000 | Dagbók | 680 orð

(Matteus 6, 14.)

Í dag er föstudagur 15. september, 259. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 906 orð | 2 myndir

NORDJUNEX 2000

Dagana 27.-30. júlí sl. Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 96 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Staðan kom upp á Svæðamótinu í skák er lauk í vikunni. Svart hafði danski stórmeistarinn Sune Berg Hansen (2545) gegn nýkrýndum Íslandsmeistara, Jóni Viktori Gunnarssyni (2368). 29. ..Hxg2! 30. Kxg2 De4+ 31. Kg1 Hxf5 32. Dh3 e2 33. Meira
15. september 2000 | Viðhorf | 904 orð

Skín jörðin á sólina?

"Svo sérkennilegt sem það nú er gleymist eitt atriði oft í umræðu um hita á jörðinni, en það er sjálf sólin. Þegar breytingar á virkni sólar og hitabreytingar jarðar eru bornar saman, eru þær sláandi líkar..." Meira
15. september 2000 | Fastir þættir | 985 orð | 2 myndir

Umhyggja og ábyrgð - hesturinn kynntur grunnskólabörnum

Félag hrossabænda er um þessar mundir að hrinda af stað tilraunaverkefninu Umhyggja og ábyrgð í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Íshesta. Tilgangur verkefnisins er að kynna hestinn og hestamennskuna fyrir 10 og 14 ára nemendum nokkurra grunnskóla í Reykjavík og hvað það felur í sér að eiga hest. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Huldu G. Geirsdóttur verkefnisstjóra. Meira

Íþróttir

15. september 2000 | Íþróttir | 195 orð

Björn þjálfar Víking

Björn Bjartmarz verður nær örugglega næsti þjálfari 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Enn er hægt að fá miða

FYRIR áhugasama er rétt að geta þess að enn er hægt að fá miða á ýmsa viðburði Ólympíuleikanna í Sydney, sem verða settir í dag. Enn munu vera um 124.000 miðar á lausu á frjálsíþróttaviðburði. Flestir þeirra eru á undankeppni af ýmsu tagi sem fram fer á morgnana. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 141 orð

Fyrsta móðirin kom síðust til Sydney

MARTHA Ernstsdóttir kom síðust til Sydney af íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum. Martha kom síðastliðinn sunnudag frá San Francisco, en hún hefur undanfarið ár búið ásamt eiginmanni sínum, Jóni Oddssyni, og börnum í Bandaríkjunum. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 24 orð

HANDKNATTLEIKUR HIÐ árlega Ragnarsmót í handknattleik...

HANDKNATTLEIKUR HIÐ árlega Ragnarsmót í handknattleik hefst á Selfossi í kvöld kl. 18.15. Mótinu verður haldið áfram á morgun. Þátttökulið verða Selfoss, Haukar, ÍBV og... Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 79 orð

Kjartan áfram hjá ÍBV

KJARTAN Antonsson, leikmaður ÍBV, hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs. Kjartan, sem er 24 ára gamall, kom til ÍBV árið 1998 og hafði hinn hávaxni varnarmaður þá verið áður í herbúðum Breiðabliks. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 201 orð

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1.

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1. umferð, fyrri leikir: Lilleström - Dynamo Moskva 3:1 Zimbru (Mold.) - Hertha Berlin 1:2 Lokomotiv Moskva - Bourgas (Búlg.) 4:2 Rapid Búkarest - Liverpool 0:1 Zürich - Genk 1:2 Olimpija (Slóveníu) - Espanyol 2:1 Vorskla (Úkr. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 133 orð

Lárus lék eftir hálfs árs fjarveru

LÁRUS Orri Sigurðsson sem valinn var leikmaður ársins hjá liði sínu West Bromwich Albion í fyrra þrátt fyrir að meiðast í lok tímabilsins er að komast aftur á skrið. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 152 orð

Leitaði að bíl í sjö klukkustundir

JOHN Harding, einn þeirra bílstjóra sem komið hafa til Sydney "utan af landi" með rútu sína í þeim tilgangi að drýgja tekjurnar varð fyrir því óláni á dögunum að þurfa að leita að vagni sínum í 7 klukkustundir. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 168 orð

Margir leikmenn samningslausir

AÐ loknu Íslandsmótinu í knattspyrnu karla verða fjölmargir leikmenn með lausa samninga við sín félög. Eftir 15. október er þeim heimilt að semja við önnur félög og ganga frá félagaskiptum, og nú er sá tími ársins að renna upp þar sem leikmenn og félög fara að þreifa meira fyrir sér í þessum efnum. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 102 orð

Martha flutt í ÓL-þorpið

MARTHA Ernstsdóttir maraþonhlaupari flutti inn í ólympíuþorpið í Sydney í gær, fimmtudag, fyrst íslensku frjálsíþróttamannanna, en fyrir voru keppendurnir í sundi, skotfimi, siglingum og fimleikum. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

MARTIN Groth , fyrirliði Hamburger SV...

MARTIN Groth , fyrirliði Hamburger SV , rifbeinsbrotnaði í hinum sögulega leik gegn Juventus í meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld sem endaði 4:4. Groth verður frá keppni í fjórar vikur. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 212 orð

Óttast rok

Nokkur ótti hefur gripið um sig á meðal skipuleggjenda Ólympíuleikanna í Sydney um að veður geti orðið hið leiðinlegasta á flesta lund strax eftir helgi. Það byggja þeir á langtímaspá sem gefin var út í gær. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 49 orð

Skjern meistari meistaranna

SKJERN, lið þeirra Arons Kristjánssonar og Daða Hafþórssonar, varð um sl. helgi meistari meistaranna í handknattleik í Danmörku. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

Stórleikur Rúnars og tvö mörkgegn Rússunum

RÚNAR Kristinsson skoraði tvö mörk á fyrstu 14 mínútunum og sýndi oft snilldartakta þegar lið hans, Lilleström, sigraði Dinamo Moskva frá Rússlandi, 3:1, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í Noregi í gær. Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen voru líka í sigurliðum í gærkvöld - með Herthu Berlín og Chelsea. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 171 orð

Það var ekki í mörg horn...

Það var ekki í mörg horn að líta hjá ungu pari sem var við eftirlitsstörf á aðalbílastæði ólympíuleikvangsins í vikunni, enda fáir ennþá sem nýta sér stæðin þar sem keppni á leikunum er ekki hafin. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 151 orð

Það vekur athygli að knattspyrnudeild UMFG...

Það vekur athygli að knattspyrnudeild UMFG í Grindavík hefur nú þegar samið við flesta sína leikmenn til loka ársins 2003 og enginn af lykilmönnum liðsins er því með lausan samning í lok ársins. Meira
15. september 2000 | Íþróttir | 311 orð

Þýðingarmikill leikur á Höfn

LOKAUMFERÐIN í 1. deild karla í knattspyrnu verður leikin í kvöld. Athyglin beinist aðallega að leikjum botnliðanna en Þróttur, Sindri og Tindastóll berjast öll við að forðast fall með Skallagrími niður í 2. deildina. FH-ingar hafa þegar tryggt sér sigur í deildinni og Valsmenn fylgja þeim nær örugglega upp þó svo að KA-menn eigi mjög veika von um að skjótast upp fyrir Val í annað sætið. Meira

Úr verinu

15. september 2000 | Úr verinu | 176 orð

Smíðasamningar fyrir 2 milljarða

SKIPAMIÐLUNIN Bátar & kvóti í Reykjavík hefur fyrir hönd skipasmíðastöðva erlendis komið á samningum um smíði á fiskiskipum upp á rúma tvo milljarða króna. Meira
15. september 2000 | Úr verinu | 191 orð | 1 mynd

SVN með stærstu frysti- og kæligeymslu landsins

BYGGING stærstu kæli- og frystigeymlsu landsins er nú vel á veg komin í Neskaupstað. Það er Síldarvinnslan sem byggir geymsluna í tengslum við nýtt fiskiðjuver. Hún er í þremur hólfum, alls um 4. Meira
15. september 2000 | Úr verinu | 758 orð

Útflutningurinn jókst um 23%

FRÁ janúar til júlí í ár voru flutt út samtals 23.530 tonn af nýjum, kældum eða ísvörðum heilum fiski og er það um 22,8% meira magn en á sama tíma í fyrra þegar útflutningurinn nam samtals 19.162 tonnum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

15. SEPTEMBER VAR ÞETTA HELST . . .

Á uboat.net er víða komið við. Meðal annars er hægt að fletta upp á ákveðinni dagsetningu og lesa um helstu viðburði kafbátasögunnar tiltekinn dag í gegnum tíðina. Í dag er 15. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1415 orð | 3 myndir

AÐ FÆÐA barn er mikil lífsreynsla...

Happagripir, árituð meðgöngubönd, bambusstangir og ýmsir sérkennilegir siðir koma við sögu í spjalli Huldu Þóru Sveinsdóttur við Ragnheiði Þengilsdóttur, sem gekk með og átti son sinn í Tókýó í fyrra. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1035 orð | 2 myndir

krukkum

Einn algengasti frasinn í fegurðarfræðum nútímans er "ótímabær öldrun húðarinnar". Snyrtivöruframleiðendur hafa tekið höndum saman við lyfjaframleiðendur til þess að sporna við þessum ósköpum og helst snúa þróuninni við með því að bjóða háþróuð yngingarlyf í krukkum. Hanna Katrín Friðriksson hellti sér í lestur greina um kraftaverkakremin. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 253 orð | 1 mynd

Kyrrsetjið mennina!

ÍSLENDINGAR tóku fyrst þátt í Ólympíuleikunum í London árið 1908 og það var söguleg þátttaka. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 902 orð | 3 myndir

Nýr flötur á gömlu námi

GUÐRÚN Angantýsdóttir stærðfræðikennari er meðstjórnandi í félaginu Flötur, samtök stærðfræðikennara, sem standa með miklum myndarbrag að stærðfræðideginum þann 27. september næstkomandi. Félagið var stofnað 3. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 639 orð | 2 myndir

Ólympíuleikanna

Hvað eiga franskur barón og fimm hringir, dr. Helgi Pjeturss og hlaupaóður Havanabúi sameiginlegt? Kristín Elfa Guðnadóttir gefur fúslega svarið: Ólympíuleikana. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 532 orð | 2 myndir

Rökkubbar gáfu tóninn

Í LEIKSKÓLANUM Nóaborg vinnur Anna Margrét Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Frá árinu 1999 hefur hún unnið að viðamiklu þróunarverkefni í stærðfræði í leikskólum sem ber heitið "Stærðfræði - leikur". Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 725 orð | 1 mynd

Skrifstofulíf

Hinn nafnlausi, almenni starfsmaður stórfyrirtækis er hetja eða andhetja nýrrar bylgju skemmtiefnis. Sigurbjörg Þrastardóttir segir að firring undirmannsins geti í alvöru verið fyndin. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 457 orð | 1 mynd

Skringilegasta maraþonhlaup sögunnar

KÚBVERJINN og blaðberinn Felix Carvajal var ákveðinn í að komast á Ólympíuleikana í St. Louis 1904. En Carvajal var auralaus og engin ólympíunefnd studdi við bakið á honum. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 0 orð | 3 myndir

Varanleg förðun með húðflúri

húðflúri Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 174 orð | 3 myndir

ÞAÐ er ógerlegt að vera stærðfræðingur...

Stærðfræðin á undir högg að sækja miðað við árangur barna í samræmdum prófum. Tölur segja þó ekki alla söguna. Kristín Elfa Guðnadóttir lagði saman tvo og tvo og fékk út að í grasrótinni er fjöldi fólks sem vill veg stærðfræðinnar sem mestan og er ekkert á leiðinni að gefast upp. Meira
15. september 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 2544 orð | 3 myndir

þýska kafbáta

Ásamt fámennri, erlendri áhöfn á uboat.net tekur Guðmundur Helgason á móti sex þúsund gestum á dag. Valgerður Þ. Jónsdóttir fór um borð. Meira

Ýmis aukablöð

15. september 2000 | Kvikmyndablað | 418 orð | 3 myndir

Baltimore - sögur Barrys Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn...

Baltimore - sögur Barrys Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Barry Levinson er frá borginni Baltimore og hefur notað hana sem sögusvið í tveimur myndum sínum. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 403 orð | 2 myndir

Baráttan um Jörðina

/Stjörnubíó og Háskólabíó frumsýna geimtryllinn Battlefield Earth með John Travolta í aðalhlutverki. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 57 orð

Cusack í High Fidelity

Bíóhöllin, Kringlubíó og Bíóborgin frumsýna nýjustu myndina með John Cusack sem heitir High Fidelity og er byggð á samnefndri bók eftir Nick Hornby . Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 69 orð

Dagbók Huldumannsins

UM næstu helgi verður frumsýnd hérlendis nýjasta mynd leikstjórans Pauls Verhoeven , Hollow Man eða Huldumaðurinn og fjallar um vísindamann sem tekst að gera sjálfan sig ósýnilegan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 385 orð | 1 mynd

Ferðalag til bjargar ástinni

/Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna gamanmyndina Road Trip. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 279 orð | 3 myndir

Friðrik Þór semur við Zoetrope

SAMNINGUR milli Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og Zoetrope, fyrirtækis Francis Ford Coppola , um samframleiðslu bíómyndar Hals Hartleys Monster var undirritaður um síðustu helgi. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 49 orð | 1 mynd

Furðulegt ferðalag

Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna bandarísku gamanmyndina Road Trip . Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 2313 orð | 5 myndir

Gleði og raunir hulduleikarans

Um næstu helgi verður frumsýnd hér á landi nýjasta kvikmynd leikstjórans Paul Verhoven, Huldumaðurinn (The Hollow Man). Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 515 orð | 2 myndir

Goldman gleymir engu

Which Lies Did I Tell? Eftir William Goldman Pantheon Books. New York, 2000. 486 bls. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 380 orð | 2 myndir

Hetjur himingeimsins

/Regnboginn, Sam bíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku teiknimyndina Titan A.E. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð

Huldumaðurinn fer víða

Bandaríska spennumyndin Huldumaðurinn eða Hollow Man verður frumsýnd í Sambíóunum Álfabakka og Nýja bíói Keflavík, auk Stjörnubíós, Laugarásbíós og Borgarbíós á Akureyri hinn 22. september, en tvö fyrstnefndu bíóin vantaði í frétt í síðasta Bíóblaði. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 103 orð

Ísland er orðið kvikmyndaver

ÞAÐ er í nógu að snúast fyrir starfsfólk íslenska kvikmyndaiðnaðarins þessa dagana. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 418 orð | 1 mynd

Lífið er tónlist

/Bíóhöllin, Kringlubíó og Bíóborgin frumsýna rómantísku gamanmyndina High Fidelity með John Cusack í aðalhlutverki í leikstjórn Stephen Frears. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 568 orð | 1 mynd

Norrænir sagnameistarar

INGA Björk Sólnes heillaðist fyrst barnung í bíó af sænsku myndunum um Línu langsokk og hún sá Tónaflóð með Julie Andrews átta sinnum. En hún ákvað þó ekki sjö ára að fara út í kvikmyndagerð. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 54 orð | 1 mynd

Sturla gestur á kvikmyndahátíð

Vestur-íslenski leikstjórinn Sturla Gunnarsson hefur bæst í hóp gesta Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst 29. september. Sturla mun m.a. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 1379 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

NÝJAR MYNDIR HIGH FIDELITY Bíóhöllin kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10 - 12:20. Aukasýningar föstudag kl. 12:20, laugardag/sunnudag 1:45. Bíóborgin kl. 5:50 - 8 - 10:10. Kringlubíó kl. 8 - 10:10. Aukasýningar föstudag 12:20. BATTLEFIELD EARTH Háskólabíó kl. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 65 orð

Titan A.E.

Regnboginn, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag bandarísku teiknimyndina Titan A.E . eftir Don Bluth og Gary Oldman . Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 52 orð

Travolta í framtíðinni

Í dag verður geimtryllirinn Battlefield Earth með John Travolta í aðalhlutverki frumsýndur í Stjörnubíói og Háskólabíói . Myndin er byggð á sögu vísindaskáldskaparhöfundarins og stofnanda vísindakirkjunnar L. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 383 orð

Út úr myrkrinu

Selma heitir aðalkarakterinn í "Dancer in the Dark" og einhvers staðar mun nafnið þýða "falleg sjón" sem vísar til aðaldramans í myndinni, blindunnar, sem ógnar Selmu og syni hennar. Það var þó ekki falleg sjón sem blasti við lesendum dagblaðanna sl. föstudagsmorgun, daginn sem kvikmyndin var frumsýnd í dönskum kvikmyndahúsum. Meira
15. september 2000 | Kvikmyndablað | 529 orð

Ærsl, óþekkt og uppistand

HÆGT en örugglega hefur hagur þeldökkra leikara farið vaxandi í kvikmyndaiðnaðinum. Ekki síst meðal gamanleikara og nú er svo komið að þeir eiga stóra hlutdeild í þeim hópi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.