ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína en í hálfa öld hefur gengið á ýmsu í samskiptum ríkjanna á þessum vettvangi.
Meira
STJÓRNARANDSTAÐAN í Perú krafðist þess í gær að mynduð yrði bráðabirgðastjórn og Alberto Fujimori forseti segði af sér tafarlaust vegna mútumáls yfirmanns leyniþjónustunnar, Vlademiros Montesinos, sem hefur verið áhrifamesti bandamaður forsetans síðustu...
Meira
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ætlar ekki að boða til nýrra kosninga eða segja af sér þó að aðild að evrópska myntbandalaginu verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi.
Meira
GÍFURLEGT úrfelli olli í gær og fyrrinótt mestu skriðuföllum, sem orðið hafa í Færeyjum í manna minnum. Urðu mestu skaðarnir á norðureyjunum, t.d. í Klakksvík.
Meira
ATVINNULEYSISDAGAR í ágúst sl. jafngilda því að 1.642 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Þar af eru 537 karlar og 1.105 konur.
Meira
TÍU manns hafa verið lagðir inn á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi og sex á Landspítala - háskólasjúkrahús við Hringbraut til lengri dvalar og auk þess hafa fjölmargir verið undir eftirliti yfir nótt á spítölunum vegna salmonellusýkingar.
Meira
Á FUNDI húsnæðisnefndar Akureyrarbæjar nýlega var farið yfir niðurgreiðslur á verði félagslegra íbúða við sölu á almennum markaði. Þar kom fram að kostnaður við sölu íbúðanna á síðasta ári var um 50 milljónir króna.
Meira
RÍKISSTJÓRN Hollands greindi frá því í gær að afgangur verði af fjárlögum ríkisins í ár og er það í fyrsta skipti í hálfa öld sem slíkt gerist. Stjórnin varaði þó við þenslu og sagði hættu á að hagvöxturinn gæti reynst skammvinnur.
Meira
TVEGGJA hæða fjárflutningabíll frá Vörubílum Reynis Baldurs Ingvasonar í Aðaldal sótti í gærmorgun sinn fyrsta farm úr Öngulsstaðadeild KEA í Eyjafjarðarsveit. Öllu sláturfé héðan er nú ekið til Húsavíkur þar sem slátrun er hætt á Akureyri.
Meira
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður er þessa dagana á ferð um Rússland ásamt sendinefnd Evrópuráðsþingsins til að ræða við þarlend stjórnvöld og afla gagna um ástand mannréttindamála.
Meira
LAGT var hald á 14.270 e-töflur á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrradag. Þetta er mesta magn af e-töflum sem lagt hefur verið hald á hérlendis og væri söluverðmæti taflnanna hér nálægt 50 milljónum króna, enda um að ræða a.m.k. 30.
Meira
SAMKVÆMT niðurstöðum rannsókna Evrópusambands flugfélaga, AEA, á stundvísi í millilandaflugi voru Flugleiðir þriðja stundvísasta flugfélagið í Evrópu í júlí síðastliðnum.
Meira
FLUGFÉLAG Íslands í samstarfi við Fosshótel KEA, Sérleyfisbíla Akureyrar og fleiri sem annast ferðaþjónustu á svæðinu auk Atvinnuþróunarfélags Eyjarðar hafa sett saman pakkaferð til Akureyrar á komandi vetri. Um er að ræða flug frá Reykjavík til Akureyrar, mótttöku á flugvellinum á Akureyri og gistingu á Fosshótel KEA.
Meira
STEFÁN Carlsson bæklunarskurðlæknir vísar því með öllu á bug að eitthvað óeðlilegt sé við að hann hafi, ásamt læknunum Ágústi Kárasyni og Brynjólfi Jónssyni, sent sjúklingum sem eru á biðlista eftir krossbandaaðgerðum, bréf í tilefni af því að taka á upp...
Meira
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem hafði boðað að hann myndi senda fjórtán leiðtogum Evrópusambandsríkjanna bréf og biðja þá um að lofa því að þeir stæðu ekki fyrir neinum breytingum á reglugerðum ESB sem kynnu að hafa áhrif á danska...
Meira
TALSMENN Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gordon Brown fjármálaráðherra vísuðu í gær á bug fullyrðingum um að þeir hefðu sagt fjölmiðlum ósatt um milljón punda framlag til Verkamannaflokksins.
Meira
ÚT ER komið greinasafn á ensku á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri sem ber titilinn "Community Viability, Rapid Change and Socio-Ecological Futures".
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á ársfundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins að Evrópusambandið hefði þróast frá gildistöku EES-samningsins og fengist í vaxandi mæli við viðfangsefni sem væru utan við ákvæði samningsins en vörðuðu þó...
Meira
BROTIST var inn hjá Bræðrunum Ormsson hf. í fyrrinótt. Lögreglu barst tilkynning frá Öryggismiðstöð Íslands um að útidyr hefðu verið brotnar upp.
Meira
ÞETTA trippi stóð dálítið eitt og yfirgefið í Skaftafelli þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Þótt veður hafi verið ágætt á landinu í gær er nú að nálgast sá tími ársins þegar allra veðra er von.
Meira
YFIRVÖLD á Filippseyjum sögðu í gær, að múslimsku uppreisnarmennirnir og mannræningjarnir á Jolo-eyju reyndu nú að bjarga sér á flótta, en filippseyski herinn hóf stórsókn gegn þeim fyrir fjórum dögum.
Meira
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar nafnlausra heimildarmanna í fjölmiðlum um neyslu fíkniefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar eigi ekki við rök að styðjast.
Meira
Eldur varð laus í Arnarsmára í Kópavogi í gær. Kviknaði í þurrkara í þvottahúsi í íbúð á þriðju hæð. Slökkvilið kom á vettvang um fjögurleytið og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Einhverjar reykskemmdir urðu á íbúðinni en ekki miklar.
Meira
Í KJÖLFAR sýningar heimildarmyndarinnar Bak við tjöldin í tískuheiminum , sem var á dagskrá Sjónvarps í desember, sendi Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, Eskimó models og Skóla Johns Casablancas fyrirspurnir þar sem spurt var um fjölda stúlkna sem...
Meira
SAMFERÐAMENN Bandaríkjamannsins Jonathans Burtons urðu honum að bana er æði rann á hann um borð í flugvél Southwest Airlines flugfélagsins á leið frá Phoenix til Salt Lake City í Bandaríkjunum og íhugar fjölskylda hans nú málsókn gegn bæði farþegum og...
Meira
BYRJAÐ var í gær að grafa fyrir undirstöðum undir bráðabirgðahúsnæði fjölskyldunnar í Borgarkoti á Skeiðum sem hefur haft tvo íbúðargáma sem svefnstað eftir sólstöðujarðskjálftann í sumar.
Meira
ÁSTRÁÐUR B. Hreiðarsson, læknir og sérfræðingur í sykursýki, segir að um 130 milljónir manna séu með sykursýki í heiminum í dag og gert sé ráð fyrir að sá fjöldi tvöfaldist á næstu tíu árum. Ástráður er nú staddur á evrópskri sykursýkiráðstefnu í Jerúsalem í Ísrael þar sem mættir eru yfir sjö þúsund læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvaðanæva úr heiminum til að ræða m.a. þróun sjúkdómsins á næstu árum.
Meira
MARGRÉT Stefánsdóttir flautuleikari og Dewitt Tipton píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. september kl. 20. Meðal verka á efnisskrá eru: Sónata í C-dúr k.
Meira
FYRSTI félagsfundur FAAS, félags aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra, verður haldinn 21. september á alþjóðadegi alzheimersjúklinga kl. 20 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 við hliðina á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Meira
FÖSTUDAGINN 22. september nk. mun norski húsgagnahönnuðurinn Peter Opsvik halda fyrirlestur um hönnun stóla og heilsuvænar lausnir sitjandi fólks.
Meira
Á MORGUN, fimmtudag, verður Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 201, Odda, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskriftina "Jafnrétti" - fyrir hverja(r)?
Meira
JANET Turner lýsingarhönnuður heldur fyrirlestur um lýsingu í verslunum fimmtudaginn 21. september kl. 16 í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs. Hún er hingað komin í boði S. Guðjónson, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Meira
Tarja Halonen, forseti Finnlands, kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær. Á blaðamannafundi sem haldinn var á Bessastöðum sagðist hún m.a. telja margt líkt með Íslendingum og Finnum. Hún notaði jafnframt tækifærið og afhenti forseta Íslands birkifræ að gjöf.
Meira
GUÐNI Helgason rafverktaki lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum sl. sunnudag áttræður að aldri. Guðni fæddist á Eyrarbakka 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Helgi Ólafsson og Sigurlína Filippusdóttir.
Meira
HÚSNÆÐISRÝMI Háskólans í Reykjavík mun tvöfaldast á næsta skólaári því hinn 1. september árið 2001 er ráðgert að taka í notkun nýja tæplega 4.000 fermetra viðbyggingu og verður skólinn þá orðinn um 8.000 fermetrar að stærð. Guðfinna S.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: "Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að koma á fót Hafréttarstofnun við Háskóla Íslands. Í tilefni þess ákváðu nokkrir vinir Hans G.
Meira
ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, tryggði sér í gærkvöld rétt til að synda í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney, synti á 1.59,80 mínútum og var það sjötti besti tíminn í sundinu.
Meira
Í VERINU í dag er m.a. greint frá gloppóttri þorskveiði út af Vestfjörðum, sagt frá viðbrögðum sjávarútvegsráðherra vegna aukins útflutnings á óunnum fiski og farið yfir stöðuna á...
Meira
KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar, KA og Ungmennafélag Akureyrar, UFA, hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða upp á íþróttaskóla í vetur fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskóla.
Meira
HAUSTBLÍÐAN í höfuðborginni síðustu daga hefur gefið íbúum tækifæri til að sinna þeim verkum sem ekki náðist fyrr í sumar. Á vegi ljósmyndara á Skólavörðustíg varð þessi kona sem komin var upp í stiga með...
Meira
NÁMSKEIÐIN verða haldin hjá Kvenfélagasambandi Íslands í september og október á Hallveigarstöðum og byrja þau öll kl. 10.00. Skráning fer fram á skrifstofu K.Í.
Meira
ÓFAGLÆRT starfsfólk sjúkrahússins á Selfossi hefur fellt nýgerðan kjarasamning við ríkið með miklum meirihluta. Allt stefnir því í verkfall 29. þessa mánaðar. Alls tóku 39 þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn og sögðu 10 já, 28 nei og einn skilaði auðu.
Meira
HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri hefur sent Árna Snævari, fréttamanni á Stöð 2, bréf vegna umkvörtunar Árna sem tengist opinberri heimsókn Li Peng, forseta þjóðþings Kína, til landsins. Í bréfinu kemur fram að hann hafi falið Jóni H. B.
Meira
Í BRÉFI Árna Snævars, fréttamanns á Stöð 2, til ríkislögreglustjóra er óskað skýringa á framkomu lögreglu í tengslum við öryggisgæslu við komu Li Peng, forseta kínverska þjóðþingsins.
Meira
STJÓRN Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum ákvað á fundi sínum í gærkvöld að óska eftir því með formlegum hætti að Vegagerðin opinberaði fyrir stjórninni þau gögn sem stuðst var við þegar kostnaðaráætlun vegna útboðs ferjusiglinga var reiknuð út.
Meira
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands, snæddu saman hádegisverð í Iðnó í gær ásamt fylgdarliði og héldu að honum loknum sameiginlegan blaðamannafund þar sem m.a.
Meira
FORELDRAHÚSIÐ hefur fengið til starfa Þórunni Finnsdóttur sálfræðing og mun hún sjá um einkaviðtöl og fjölskylduviðtöl. Einnig sér hún um Foreldrahópa fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn.
Meira
Félag íslenskra sjúkraþjálfara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn FÍSÞ harmar þau mörgu alvarlegu umferðarslys sem orðið hafa á vegum landsins á þessu ári.
Meira
Mýrdal - Skeiðflatarkirkju í Mýrdal á 100 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Af því tilefni var haldin hátíðarguðþjónusta í Skeiðflatarkirkju. Séra Óskar H.
Meira
Í tilefni af því að um þessar mundir eru átta ár liðin frá því að hafnagönguhópurinn hóf gönguferðir sínar á miðvikudagskvöldum verður slegið á létta strengi og siglt á milli gamalla og nýrra hafnasvæða og skipalægjanna á Kollafirði.
Meira
INGIBJÖRG Gunnarsdóttir snyrtifræðingur hefur flutt snyrtistofu sína í húsnæði Stúdíós hár og húð, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði. Ingibjörg vinnur með franskar snyrtivörur, Ella Baché, sem einnig eru seldar á stofunni ásamt amerískum...
Meira
Enn tínast boltarnir á land, nú nýverið var t.d. dreginn 19,5 punda leginn hængur á svæðum 1-2 í Stóru Laxá og hópur sem var þá í tvo daga veiddi 6 laxa, sem var lítið miðað við hve víða var lax að sjá.
Meira
EKIÐ var á unglingsstúlku rétt eftir kl. 8 í gærmorgun við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabíl með áverka á höfði og hægri síðu. Meiðsli hennar voru þó ekki talin alvarleg.
Meira
Stella Óladóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1979 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994. Hún hefur starfað hjá bæjarskrifstofum Garðabæjar um árabil og vann hjá Tölvusamskiptum en nú er hún fjármálastjóri hjá ÍSAGA, hefur starfað þar í þrjú ár. Hún hefur tekið þátt í starfsemi Gospelsystra Reykjavíkur og er formaður þess kórs. Stella er gift Páli Halldórssyni flugvélaverkfræðingi og eiga þau tvær dætur.
Meira
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli handtók síðastliðinn sunnudag 26 ára gamlan Íslending sem var að koma frá Frankfurt með 1,1 kg af hassi. Maðurinn var í yfirheyrslum í fyrrinótt og langt fram á dag og hefur viðurkennt að vera eigandi að hassinu.
Meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur samninginn um Evrópska efnahagssvæðið ekki hafa þróast í takt við Evrópusambandið (ESB). Í samtali við Björn Inga Hrafnsson segir ráðherrann áhyggjuefni það áhuga- og þekkingarleysi á samningnum sem virðist ríkja meðal þjóða sambandsins.
Meira
STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í 3. og 4. áfanga við breikkun Miklubrautar. Um er að ræða breikkun frá Kringlumýrarbraut og að Grensásvegi. Bragi Vignir Jónsson átti lægsta tilboð í 3.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra stefna að því að kynna á næstu dögum tillögur um hvernig haga skuli skýrslutökum af ungum fórnarlömbum kynferðisbrota en ráðherrarnir áttu fund um þetta mál í gær.
Meira
Borghildur Rúnarsdóttir vann Mercedes Benz bifreið í 100 ára afmælisleik Miele. Borghildur stundar stærðfræðinám við Háskóla Ísland. Útdráttur bílsins var lokahnykkurinn á afmælisherferð Miele undir slagorðinu Miele - Benzinn í...
Meira
VEIÐIMAÐUR sem átti hlut að máli er gæsaskytta varð fyrir slysaskoti í Holta- og Landsveit í fyrrakvöld hafði samband við blaðið vegna fréttar Morgunblaðsins um atburðinn í gærmorgun.
Meira
Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, kom til Reykjavíkur árið 1941, þegar Evrópa logaði í styrjaldarátökum. Viðskiptafræðingur í borginni hefur lagt til að Reykjavíkurborg láti reisa minnismerki um þennan atburð.
Meira
Í SUMAR stóð yfir leikur í Námsmannaþjónustu SPRON. Allir félagar í Námsmannaþjónustunni, sem lögðu launin sín inn a.m.k. tvisvar í sumar, lentu sjálfkrafa í potti þar sem dregið var um 30.000 króna úttekt í versluninni Galleri Sautján.
Meira
Þórshöfn - Stefán Þorgeir Halldórsson er tólf ára sjómaður á Þórshöfn og sjómennskan er honum í blóð borin, enda ólst hann upp í Grímsey fyrstu árin.
Meira
STJÓRNVÖLD í Perú neituðu í gær fréttum um að herinn hefði handtekið yfirmann leyniþjónustu landsins, Vladimiro Montesinos, áhrifamesta bandamann Albertos Fujimoris forseta síðustu tíu árin, og ekki var vitað hvar hann héldi sig.
Meira
ÞEGAR Danir ganga að kjörborðinu á fimmtudag í næstu viku eru þeir ekki einungis að taka ákvörðun um hvort hinn sameiginlega mynt Evrópusambandsins, evran, verður tekin upp í Danmörku.
Meira
BÆJARINS besta á Ísafirði fjallar um erfiðleika sveitarfélaganna á Vestfjörðum vegna félagslega íbúðakerfisins sem reynzt hefur þeim æði þungt í skauti fjárhagslega
Meira
FÉLAG íslenskra safnmanna heldur þriggja daga ársfund sinn á höfuðborgarsvæðinu dagana 20.-22. september nk. Fundinn sækja safnamenn af öllu landinu, hlýða á fyrirlestra og ræða málefni lista- og minjasafna.
Meira
SENDIHERRA Íslands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, og útgefandi bókmenntatímaritsins die horen (stundagyðjurnar), Johann P. Tammen, héldu á dögunum samkomuna Íslenskur skáldskapur í hinu sameiginlega húsi norrænu sendiráðanna í Berlín.
Meira
FREYJUKETTIR gefa út sögur Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur á Netinu. Heimasíðan geymir nýjar edduskýringar og kynnir bókina Óðsmál sem útskýrir vísindi í heiðni.
Meira
Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa komið jafnvíða við og hann Ómar Ragnarsson. Kempan varð 60 ára sl. laugardag og af því tilefni efndu vinir hans og samferðamenn í gegnum tíðina til tveggja veislna á Broadway á sunnudaginn.
Meira
Detection by Gaslight, safn breskra glæpasagna ýmissa höfunda frá viktoríutímanum. Douglas G. Greene ritstýrir. 258 síðna kilja. Dover gefur út í Thrift Editions útgáfuröð sinni. Kostaði 175 kr. í Casa del libre í Barcelona.
Meira
Reykjavík European City of Culture in the Year 2000. Songs 5, 6, 8, 12, 13, 15 & 17 recorded by Sigurður R. Jónsson (Diddi fiðla). All songs mixed and mastered by Diddi fiðla. Project Manager: Jonatan Karlsson. Dreifing Skífan.
Meira
STEIDL Verlag hefur gefið út Heimsljós eftir Halldór Laxness í Þýskalandi í nýrri þýðingu prófessors Huberts Seelows samkvæmt samningi við Vöku-Helgafell.
Meira
ÍÞRÓTTAMENN framtíðarinnar hittast nú tvisvar í viku í Heilsuskóla Planet Pulse í Skipholtinu og kynna sér þá möguleika sem bjóðast ef ætlunin er að hreyfa sig reglulega.
Meira
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS Kl. 12-13 cafe9.net Gestgjafar taka á móti fólki frá kl. 12 en þá hefst KinderCargo, verkstæði þar sem börn geta unnið efni og skrifast á við jafnaldra í hinum borgunum. Milli 15.
Meira
SÖNGVASKÁLDIÐ eina og sanna, Hörður Torfason, hélt sína árlegu hausttónleika síðastliðið föstudagskvöld í Íslensku óperunni og var hvergi til sparað í viðhöfn og flottheitum frekar en fyrri daginn.
Meira
ÞÓTT HÁLF ÖLD sé liðin frá seinni heimsstyrjöldinni eru sár eftir hana ekki gróin eins og sjá má af deilum um þátttöku þýskra fyrirtækja í stríðinu og það hversu miklu fé svissneskir bankar tóku þátt í að ræna frá gyðingum á flótta frá morðsveitum...
Meira
ÉG HELD að það sé alveg óhætt að slá því föstu að á sama hátt og miður síðasti áratugur í tónlist var tími nýrómantíkur, stráka með ,,stórt" hár, naglalakk og appelsínugular grifflur á höndunum verði talað um árið 2000 í framtíðinni sem árið hans...
Meira
SÝNINGU í GUK á verkum þýska myndlistarmannsins Jürgen Witte lýkur 24. september. GUK - exhibition place er sýningarstaður með aðsetur í þremur löndum; í húsagarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi.
Meira
Leikstjóri: Roger Christian. Handrit: Corey Mandell byggt á vísindaskáldskap L. Ron Hubbards. Aðalhlutverk: John Travolta, Barry Pepper, Forest Whitaker, Kim Coates, Richard Tyson. Franchise Pictures. 2000.
Meira
90 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 20. september, verður níræð Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir. Guðlaug var gift Guðmundi Gunnlaugssyni, húsasmíðameistara, sem lést 1975. Bjuggu þau lengi á Siglufirði en fluttust til Keflavíkur 1952.
Meira
NÚ HEFUR víkingaskipið Íslendingur farið mikla frægðarför til vesturheims og áhöfnin er hin vígreifasta eftir að hafa lagt jafnvel lífið að veði.
Meira
ÞAÐ mátti heyra saumnál detta í stórum og notalegum bíósalnum í Horsens í Danmörku 3. september sl. þegar Dancer in the dark var frumsýnd í Danmörku.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Hallgrímskirkju af Samúel Ingimarssyni Bryndís Rut Stefánsdóttir og Hafsteinn Gautur Einarsson. Heimili þeirra er að Fjölnisvegi 9,...
Meira
Ég skora því á yfirstjórn sjúkrahúsanna og yfirmann þeirra - heilbrigðisráðherra, segir Andrés Ragnarsson, að hlutast til um að halda óskertri starf- semi barnadeildar- innar í Fossvogi.
Meira
Að öllu samanlögðu virðist eftirlaunafólk á Íslandi og ekki síst þeir er búa við lægstu tekjurnar, segir Ólafur Ólafsson, búa við lakari kost af hendi hins opinbera en félagar þeirra í hinum Norðurlöndunum.
Meira
Það hlýtur að flokkast undir slys eða illgirni hjá mönnum, segir Ragnar M. Magnússon, að deila einvörðungu á þjóðkirkjuna vegna kostnaðar við þessi hátíðarhöld.
Meira
Gyðja sælla drauma, gættu að barni þínu! Lokaðu andvaka auganu mínu. Bía þú og bía, unz barnið þitt sefur. Þú ein átt faðm þann, sem friðsælu gefur. Þú ert svo blíð og mjúkhent og indælt að dreyma. Svo er líka ýmislegt, sem eg vil...
Meira
RÝNIRINN fékk undarlega sendingu í blaðinu laugardaginn 16. september, vegna skrifa hans um bókina um Gest Þorgrímsson myndhöggvara, sem er eftir tvö elstu börn listamannsins, Þorgrím og Ragnheiði.
Meira
Í KVÖLD kl. 20 mun séra Paul Anderson, framkvæmdastjóri International Lutheran Renwal í St. Paul/Minneapolis, tala á samkomu Kristskirkjunnar á Bíldshöfða 10.
Meira
Harmagrátur Jakobs vegna meintrar slæmrar meðferðar á sér byggist ekki á raunveruleikanum, segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, heldur hans eigin ranghugmyndum um samskipti blaðamanna og viðmælenda.
Meira
Lífsferill vöru hefst ekki um leið og varan verður að úrgangi að lokinni mislangri notkun, segir Stefán Gíslason, ekki frekar en ævisaga okkar sjálfra hefst á grafarbakkanum.
Meira
Guðjón Sigurður Jónatansson fæddist í Ólafsvík hinn 29. október 1920. Hann lést á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónatan Jónatansson sjómaður, f. 4.8.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Jóhannesdóttir fæddist í Hvammsdalskoti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 7. ágúst 1934. Hún andaðist í Vífilsstaðaspítala 8. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Í dag eru liðin 130 ár frá fæðingu Jónasar Kristjánssonar læknis, brautryðjanda náttúrulækningastefnunnar og helsta hvatamanns að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands, en það var að hans frumkvæði sem Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, áður Heilsuhæli NLFÍ, tók til starfa í júlí 1955. Jónas Kristjánsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Lára Rögnvaldsdóttir fæddist í Ólafsdal í Dalasýslu 30. október 1935. Hún lést á heimili sínu 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Rögnvaldur Guðmundsson, f. 13. mars 1898, d. 24. desember 1986 og Sigríður Guðjónsdóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
María Ester Þórðardóttir var fædd í Reykjavík hinn 1. desember 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Ásmundur Jóhannsson, f. 24. nóvember 1906, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Kaup Marel hf. á danska fyrirtækinu Carnitech A/S eru af hinu góða fyrir bæði fyrirtækin að mati forsvarsmanna þeirra. Sigríður B. Tómasdóttir var viðstödd formlega opnun nýs húsnæðis Carnitech A/S í síðustu viku og komst að því að mikill hugur er í þeim sem hlut eiga að máli.
Meira
HLUTABRÉF í Norðurljósum hf. eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins til sölu hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Donaldson, Lufkin & Jenrette, sem er með skrifstofur í 14 borgum í Bandaríkjunum og 11 skrifstofur í Evrópu, S-Ameríku og Asíu.
Meira
ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn, IMF, spáir því að hagvöxtur verði 4% á Íslandi á þessu ári og 2,1% á því næsta. Áður hafði sjóðurinn spáð því að hagvöxturinn yrði 4,7% árið 2000 og 3,5% árið 2001.
Meira
NORSKA ríkissjónvarpið, NRK, mun krefjast þess að eigendur tölva sem notaðar eru til að horfa á sjónvarpsútsendingar greiði fyrir leyfi eins og sjónvarpseigendur. Forsvarsmenn upplýsingatæknifélaga segja það ekki koma til greina.
Meira
SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 106,6 stig í ágúst síðastliðnum og var óbreytt frá júlí. Á sama tíma lækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,7%.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt fram uppkast að tillögu þess efnis að samruna America Online (AOL) og Time Warner verði hafnað, segir í grein í The Wall Street Journal .
Meira
Bridsfélagið Muninn Sandgerði Miðvikudaginn 20. sept. er lokakvöldið af þremur í hausttvímenningnum hjá okkur. Þáttakan hefur verið góð og enn má bæta við. Úrslit frá síðasta kvöldi urðu sem hér segir: Heiðar Sigurj.s. - Daníel M. Sigurðss.
Meira
FEBK Gullsmára Bridsdeild Félags eldri borgara Kópavogi í Gullsmára spilaði tvímenning á tíu borðum mánudaginn 18. september. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Jón Andréss. - Guðmundur Á Guðm. 187 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd.
Meira
HELSTU keppinautar Íslands í D-riðli á ÓL í Maastricht voru sveitir Nýja-Sjálands, Suður-Afríku og Kína. Þessar þjóðir enduðu í 5.-7. sæti og rétt misstu því af lestarmiðanum inn í 16 liða úrslit.
Meira
Í dag er miðvikudagur 20. september, 264. dagur ársins 2000. Imbrudagar. Orð dagsins. Minnist orðanna sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, mun þeir líka varðveita yðar.
Meira
Sveit Hlyns Garðarssonar stóð sig mjög vel í bikarkeppni Bridssambandsins sem lauk um helgina. Sveitin spilaði úrslitaleikinn við Subarusveitina en tapaði með nokkrum mun.
Meira
STAÐAN kom upp á milli stórmeistaranna Julian Hodgson (2640), svart, og Colin McNab (2416) á alþjóðlegu skákmóti sem lauk í London fyrir skömmu. 25...Rxd3! 26.Bd2 Ill nauðsyn þar sem 26.Hxd3 Hxd3 27.Dxd3 gekk ekki upp sökum 27...Dxe1. 26...Dc5 27.
Meira
ARNAR Gunnlaugsson skoraði þrennu með varaliði Leicester í fyrrakvöld í 6:2 sigri gegn Arsenal. Arnar er að ná sér eftir uppskurð á nára í sumar og miðað við þessa frammistöðu gegn Arsenal ættu möguleikar hans að aukast að komast í aðalliðið.
Meira
Ástralska kvennalandsliðið í handknattleik hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum á Ólympíuleikunum enda kannski ekki nema von þar sem auglýst var eftir liðsmönnum í liðið í dagblöðunum.
Meira
ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við norska meistaraliðið Rosenborg um þrjú og hálft ár.
Meira
JAFNAN er nokkur hópur tiginna og þekktra gesta á meðal áhorfenda að sundkeppninni á Ólympíuleikunum enda þykir keppnin eitt helsta atriði leikanna.
Meira
BANDARÍSKA draumaliðið í körfuknattleik er komið á ferðina á Ólympíuleikunum í Sydney. Kínverjar voru fyrstu fórnarlömb liðsins - þeir máttu þola tap, 119:79. Ray Allen var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 21 stig og Vince Carter kom næstur með 16 stig.
Meira
BANDARÍSKA körfuknattleikskonan Teresa Edwards, 35 ára, er komin í hóp 17 landa sinna sem hafa tekið þátt í fimm Ólympíuleikum á íþróttaferlinum.
Meira
LEIKMENN Barcelona fóru enga frægðarferð til Ístanbúl í Tyrklandi í gær, þar sem þeir máttu þola stórtap fyrir Besiktas, liðinu sem Eyjólfur Sverrisson var Tyrklandsmeistari með, 3:0. Þrátt fyrir að leikmenn Barcelona hafi stjórnað leiknum að mestu, náðu þeir ekki að ógna marki Besiktas.
Meira
ENN er verið að ráða bílstjóra til þess að aka rútum um ólympíusvæðið til þess að flytja hina ýmsu hópa vítt og breitt. Margir bílstjórar hafa gefist upp og hætt og einnig hefur komið í ljós að of fáir eru í umferð á ákveðnum leiðum.
Meira
"ÉG tel að það geti hjálpað en ég held því fram einnig að Eydís og Lára Hrund séu ekki langt frá sínu besta þótt undirbúningur þeirra hafi ekki verið eins langur," sagði Brian Marshall landsliðsþjálfari í sundi aðspurður hvort Íslandsmet Arnar...
Meira
"ÞETTA var mjög gott, árangurinn hefur batnað stig af stigi og mér fannst ég eiga þessar framfarir inni," sagði Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður eftir að hafa bætt veulega Íslandsmet sitt í 200 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Sydney í gær. Jakob synti á 2.17,86 mínútum, varð í 25. sæti af 47 keppendum. Jakob átti gamla metið sjálfur, 2.18,44 en það setti hann í Greve í Danmörku í janúar sl. þegar hann náði upphaflegum lágmörkum Sundsambands Íslands.
Meira
IAN Thorpe, hetju Ástrala í sundkeppni Ólympíuleikanna, var ekki hleypt inn í ólympíuþorpið þar sem hann býr á meðan leikarnir standa yfir, kvöldið sem hann vann tvenn gullverðlaun í sundkeppni leikanna.
Meira
JAKOB Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 200 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Sydney, synti á 2.17,86 mín., en Jakob, sem er að stinga sér til sunds hér á myndinni til hliðar, átti sjálfur gamla metið, 2.18,44 mín. Jakob Jóhann varð í 25.
Meira
ÁÐUR en Ólympíuleikarnir hófust var tilkynnt að um reyklausa leika yrði að ræða og því yrðu reykingar mjög takmarkaðar og bannaðar víðast hvar, a.m.k. hvarvetna innandyra, enda setja áströlsk lög mjög strangar skorður við reykingum.
Meira
ÞAÐ þarf að kasta yfir 64 metra í undankeppni kringlukasts karla á sunnudaginn til þess að tryggja sér öruggt sæti í úrslitum, sem verða daginn eftir.
Meira
MARION Jones fær ekki að hlaupa fjórða sprettinn fyrir bandarísku kvennasveitina í 4x400 m hlaupi á síðasta keppnisdegi leikanna. Jones , sem hefur í hyggju að vinna fimm gullverðlaun í Sydney, á að taka þriðja sprett sveitarinnar.
Meira
FIMMTÁN keppendur í hópi Jamaíka sem tekur þátt í Ólympíuleikunum hafa hótað að hætta við að keppa eftir að ólympíunefnd Jamaíka ákvað að setja Peta-Gaye Dowdie út úr þriggja manna sveit þjóðarinnar sem tekur þátt í 100 m hlaupi kvenna og setja í hennar...
Meira
ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður enska knattspyrnufélagsins Brentford, var á dögunum útnefndur fyrsti "leikmaður mánaðarins" á tímabilinu af dagblaðinu The Cronicle sem fylgist sérstaklega með gengi félagsins í ensku 2. deildarkeppninni.
Meira
EFTIR góða fyrstu 50 metramissti Ríkarður Ríkarðsson dampinn á síðari 50 metrunum er hann tók þátt í 100 m skriðsundi á Ólympíuleikunum í Sydney í gær. Ríkarður varð 58. af 71 sundmanni sem tók þátt í sundinu og fékk tímann 52,85 sekúndur. Það er 43/100 úr sekúndu lakari tími en hann á best og nokkuð frá 9 ára gömlu Íslandsmeti Magnúsar Más Ólafssonar en það er 51,62.
Meira
RÚMENSKUR kraftlyftingamaður keppti á Ólympíuleikunum í gær, stuttu eftir að Alþjóða ólympíunefndin sagði að rúmenska liðið gæti ekki greitt sér leið aftur inn í keppnina.
Meira
RÚNAR Alexandersson fimleikamaður bíður spenntur þessa dagana eftir því að kærasta hans fæði barn þeirra. Ef áætlanir ganga eftir er reiknað með því að það komi í heiminn 26. september. Rúnar býr um þessar mundir í Svíþjóð og kærasta hans Helena er...
Meira
RÚNAR Steingrímsson knattspyrnudómari fékk blómvönd frá fulltrúa Knattspyrnusambands Íslands í kveðjuskyni að loknum leik Fram og Breiðabliks á laugardag.
Meira
ÞAÐ er í senn kunnuglegt og nærri því hversdagslegt að tala um að þessi eða hinn sé fremsti íþróttamaður sögunnar. Þegar afrek eru rifjuð upp af ýmsu tilefni s.s.
Meira
ÞRÁTT fyrir lítinn svefn nóttina áður gerði hollenski strákurinn Pieter van den Hoogenband sér lítið fyrir í gærmorgun og setti nýtt heimsmet í undanrásum 100 metra skriðsunds karla í Sydney.
Meira
Á fundi aganefndar KSÍ í gær voru 14 leikmenn úrskurðaðir í leikbann. Sex þeirra koma úr liði Dalvíkinga, þeir Emil J. Einarsson, Garðar Níelsson, Hermann Albertsson, Ólafur Ingi Steinarsson, Þórhallur S. Jónsson og Þórir Áskelsson.
Meira
ÞJÁLFARAR og forráðamenn liðanna í efstu deild karla í knattspyrnu spáðu fyrir um röð liðanna fyrir mótið í vor. Tvennt gekk eftir í þessari spá. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar og Stjarnan féll í 1. deildina. Spáin fyrir mótið leit svona út: 1. KR 2.
Meira
Ljóst er að það gæti farið svo að Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir þurfi að setja Íslandsmet í stangarstökki kvenna til þess að tryggja sér sæti í úrslitum stangarstökks kvenna en undanúrslit fara fram á laugardaginn, fyrsta keppnisdag...
Meira
VEIGAR Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, lék með varaliði Stoke City í fyrrakvöld þegar það gerði jafntefli, 0:0, við Sheffield United . Veigar Páll er til reynslu hjá Stoke þessa dagana ásamt George Clegg, leikmanni Man.
Meira
WANDERLY Luxemburgo , þjálfari brasilíska landsliðsins í karlaflokki, sætir mikilli gagnrýni vegna slakrar frammistöðu hans manna á Ólympíuleikunum .
Meira
ÞAÐ var glatt á hjalla hjá áströlskum júdómönnum þegar Maria Pekli vann bronsverðlaun í 57 kg flokki kvenna á mánudaginn, en þetta voru fyrstu verðlaun Ástrala í júdókeppni Ólympíuleika í 36 ár.
Meira
Þjóðverjar eru líklegir til afreka í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum. Keppni í E-riðli lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Þjóðverjar sigruðu Svía 1:0 og Brasilía sigraði Ástrala 2:1.
Meira
FÁAR íþróttagreinar eru Áströlum meira hugfólgnar en sundíþróttin, þjóðin er vel synd og sundlaugar eru vítt og breitt auk þess sem mikið er synt sjónum. "Við erum eyland og 95 prósent þjóðarinnar búa í innan við tíu mínútna fjarlægð frá sjó. Því höfum við stundum hent gaman að því að vegna þessa ættum við að eiga bestu sundmenn heims," segir ástralski sundþjálfarinn Paul Talbot.
Meira
ÖRN Arnarson synti frábærlega í undanrásum 200 m baksunds karla á Ólympíuleikunum, sem fram fóru um niðnætti sl. nótt að íslenskum tíma. Hann setti glæsilegt Íslandsmet, 1.59,80 mínútur en gamla metið átti hann sjálfur, 2.01,13, sett á Evrópumeistaramóti unglinga í Moskvu í fyrrasumar. Árangur Arnar var einnig Norðurlandamet, en gamla metið átti Finninn Janni Sievinen, sett í maí 1996 - 2.00,70 mín.
Meira
Í 1. kafla sjómannalaganna nr. 35/1985 segir í 1. grein að lögin gildi um alla sjómenn á íslenskum skipum. Hins vegar hefur verið bent á að sjómenn á bátum undir 12 brúttórúmlestum sitji ekki alltaf við sama borð og hefur m.a. verið bent á 36. gr.
Meira
MAKRÍLVEIÐAR Norðmanna eru nú í fullum gangi og hafa veiðarnar gengið vel síðan í byrjun ágúst. Þröngt er orðið um kvóta en þrátt fyrir það er enn fjöldi skipa við veiðar. Veiðin hefur verið góð það sem af er og hafa gæði fisksins verið góð. Þrátt fyrir það hefur ríkt nokkur óvissa um verð.
Meira
Örvar Marteinsson á Glað BA 226 innbyrti þessa stórlúðu nú í september. Ferlíkið fékk hann suðvestur af Bjargtöngum, en hún vó 110 kíló og var um tveir metrar að lengd. Lúðunni landaði Örvar í...
Meira
JÓNA Eðvalds SF frá Höfn í Hornafirði er eina skipið sem byrjað er á síldveiðum fyrir austan að þessu sinni en skipið hefur landað samtals um 400 tonnum hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn í þremur túrum.
Meira
JÓNA Eðvalds SF frá Höfn í Hornafirði byrjaði í síldinni í liðinni viku og hefur verið eina skipið á síldarmiðunum fyrir austan en fleiri eru að gera sig klára.
Meira
SÍÐAN í september í fyrra hefur Hafrannsóknastofnun verið tilkynnt um veiði á fimm flundrum hér við land en þessi fiskur hefur ekki veiðst fyrr við Ísland, svo vitað sé.
Meira
FRÁ 1998 hefur svonefnt ferðamannafrystihús verið rekið hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og segir Ásbjörn Björgvinsson hjá Hvalamiðstöðinni að Fiskiðjusamlagið skapi sér jákvæða og góða ímynd fyrir vörur sínar með þessu framtaki.
Meira
Sjómenn á bátum undir 12 brúttólestum sitja ekki við sama borð og aðrir sjómenn að því leyti að þeir hafa enga kjarasamninga. Steinþór Guðbjartsson fékk að heyra að óskað hefur verið eftir aðstoð Sjómannasambands Íslands í þessu sambandi og stefnir það að því að útbúa samning og leggja hann fyrir ársþingið í október.
Meira
ÚT ER komið ritið Lax og silungur eftir Harald Inga Haraldsson, en það fjallar um matargerðarlist og veiðigleði. Í ritinu eru sameinaðir þrír þættir, stangveiði, matargerð og myndlist, en mikið af teikningum og myndum eftir höfundinn prýða ritið.
Meira
SJÓFRYSTING hefur aukizt stöðugt síðasta áratuginn, reyndar dróst hún nokkuð saman á síðasta ári. Árið 1998 voru fryst 194.000 tonn alls, en aðeins 169.000 tonn á síðasta ári.
Meira
AFLI útlendinga á Íslandsmiðum dróst saman árið 1998 miðað við árið áður. Þá varð aflinn rúmlega 60.000 tonn en nærri 100.000 tonn árið 1997. Árið 1993 varð þessi afli aðeins um 9.000 tonn og er það hið minnsta í nærri tvo áratugi.
Meira
INNFLUTNINGUR á fiski til vinnslu hér á landi dróst saman um nærri helming eða 45% á síðasta ári. Þá nam innflutningurinn samtals 119.000 tonnum. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt var verðmæti innflutts hráefnis nánast það sama og árið áður eða ríflega 4 milljarðar króna. Rækja er fyrirferðarmest í þessum innflutningi, bæði frá Noregi og af skipum á Flæmska hattinum.
Meira
RÚNAR Þór Stefánsson hefur verið ráðinn nýr útgerðarstjóri Granda hf. frá og með 1. október 2000. Hann tekur við af Sigurbirni Svavarssyni sem lætur af störfum nk. mánaðarmót. "Ég er uppalinn við sjó, hef unnið fyrir margar útgerðir, séð um viðgerðir og skipin og annað því um líkt og er því vanur því að vinna með útgerðarmönnum," segir Rúnar Þór sem hefur stjórnað eigin fyrirtæki í áratug.
Meira
SNORRI Snorrason , sem nefndur hefur verið frumkvöðull úthafsrækjuveiða við Ísland , segir að ekki sé hægt að bera saman rækjuveiðar nú og þegar hann byrjaði á þeim fyrir um 30 árum. Kvótinn á úthafsrækjunni er 20.
Meira
NORÐMENN óttast nú vaxandi samkeppni frá Kína á sviði sjávarútvegs. Talið er líklegt að Kínverjar setji upp risastór frystihús til að vinna fisk í með afar ódýru vinnuafli.
Meira
SILUNGUR er herramannsmatur, sérstaklega bleikjan, sem nýtur mikilla vinsæla, bæði hér á landi og erlendis. Með vaxandi fiskeldi er alltaf hægt að ná í nýja bleikju og ekki þarf að reiða sig á veiðarnar.
Meira
UNDANFARIN ár hefur svokallað ferðamannafrystihús verið rekið hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Ferðamannafrystihúsið var fyrst rekið sumarið 1998 en þá sá Fiskiðjusamlag Húsavíkur um reksturinn. Hvalamiðstöðin á Húsavík tók síðan við rekstrinum 1999 og hefur því rekið ferðamannafrystihúsið undanfarin tvö sumur. Ferðamannafrystihúsið er með þeim hætti að ferðamönnum, innlendum sem erlendum, er boðið upp á sýnisferðir í frystihús Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
Meira
EINAR Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. í Hnífsdal, segir að þorskveiðarnar hafi verið gloppóttar að undanförnu. "Ekki er lengur hægt að ganga að því sem vísu eins og var að sækja skammtinn einu sinni í viku og mæta hérna alltaf á mánudögum," segir hann. Í þessu sambandi nefnir hann að Páll Pálsson ÍS hafi ekki náð skammtinum sínum í næst síðasta túr. "Það er ekkert launungarmál að það hefur verið erfiðara að ná í þorskinn nú en áður."
Meira
Hafrannsóknir - Töluvert er af síli hér við land, sandsíli, marsíli og trönusíli. Þessi síli eru ekki veidd þrátt fyrir verulega stofnstærð en þau eru mikilvægur hlekkur í vistkerfi hafsins. Valur Bogason, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum, skýrir hér frá rannsóknum á sílinu.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að í ráðuneytinu sé verið að skoða útflutning á óunnum fiski ofan í kjölinn. Að hans mati ætti verðið að ráða, íslenskir fiskverkendur ættu að fá fiskinn væru þeir tilbúnir að borga sama verð eða hærra en aðrir, en til stendur að komast til botns í málinu sem fyrst.
Meira
ÚTFLUTNINGUR á óunnum fiski var um 23% meiri fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og verðmætaaukningin var um 5%. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fylgst með þróun mála allt þetta ár og segir Árni M.
Meira
ÚTGERÐIR sem hafa fram að þessu stundað togveiðar í Alaskaflóa og Beringshafi sjá fram á gífurlegt fjárhagslegt tjón ef banni á togveiðum, vegna hættu sem þær skapa sæljónum, verður viðhaldið eða bannsvæðið stækkað.
Meira
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var milljón tonnum af ansjósum landað í Chile en það er 27,1% minna en á sama tíma í fyrra. Tæp 600 þúsund tonn höfðu borist á land af makríl og var það aukning um 11,2% frá því í fyrra.
Meira
CHANSEY #113 (Pokémon að sjálfsögðu) er teiknaður af Jóhanni Turchi, 9 ára, Bergstaðastræti 15, 101 Reykjavík. Húfan eða kappinn á kollinum er með velþekktu tákni, merki Rauða...
Meira
SAGA Steingrímsdóttir, 8 ára, Fitjasmára 1a, 200 Kópavogur, er höfundur brosmildrar myndar af Pokémon-verum og blómum, sem geta ekki annað en brosað mót lífgjafa sínum (og okkar að sjálfsögðu) -...
Meira
STÖNG með munn og augu, sem stendur upp úr jörðinni, Diglett. Enn eitt furðufyrirbærið úr Pokémon, hvað annað. Sendandi Oktavía Jóhannsdóttir, 7 ára, Hólmasundi 16, 104...
Meira
TRÝNI Drowzee úr Pokémon, með stuttum rana, minnir á tapíra, dýr náskylt nashyrningum, sem lifa í Suður-Asíu og sunnanverðri Ameríku. Sindri Már Guðmundsson, Jakaseli 11, 109 Reykjavík, er höfundur...
Meira
HÉR kemur enn ein Pokémon-myndin. Þessi er frá Kristni Inga Guðmundssyni. Hann er 6 ára og er nýbyrjaður í Flataskóla í Garðabæ. Kristinn er mikill aðdáandi Myndasagna Moggans og hefur mjög gaman af að leysa þrautirnar, sem þar eru birtar. Kveðjur f.h.
Meira
SIGRÚN Elsa, 9 ára, sendi mynd af Pokémon Míjáð (?). Ekki var meiri upplýsingar að hafa um höfundinn og er rétt að minna ykkur á, krakkar, að merkja allt efni sem þið sendið Myndasögum Moggans með: nafni , aldri , heimilisfangi og...
Meira
ÞESSA mynd sendi Sigurður Kr. Ingimarsson, Selbraut 70, 170 Seltjarnarnes, af Pikachu, sem er, eins og mjög margir ættu að vera farnir að átta sig á, vera úr hinum vinsæla...
Meira
ÉG HEITI Sunna Gylfadótir og á heima á Norðurbraut 5 á Skagaströnd. Mér þætti mjög gaman ef þið mynduð vilja birta þessa mynd. Hún er af Hitmonchan og Eevee, sem eru Pokémon-verur eins og þið vitið örugglega. Aths.
Meira
ÉG safna ÖLLUM myndum af Porsche og flottum BMW-um. Ég get látið ALLT, ég á ALLT frá tónlistarhópum yfir í einsöngvara. Ég vil helst losna við þetta allt, ég á yfir 100 myndir ... af ÖLLUM. PLÍS! Hjálpið mér...
Meira
HVER kemst fyrstur til tunglsins? Hver þátttakandi hefur peð og kastað er teningi. Fyrst þarf einn að koma upp á teningnum og þá er farið á þann reit, síðan koll af kolli.
Meira
JÓN Jónsson hafði heppnina með sér, hann vann stóra vinninginnn í happdrættinu. En það fylgir bögull skammrifi, hann þarf að velja um vinninginn. Í pokunum fjórum á myndinni eru mismunandi peningaupphæðir. Í poka A eru 2.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.