EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) krafði í gær stjórnvöld í Belgrad skýringa á fréttum um að 20 erlendum blaðamönnum hefði verið vísað frá Júgóslavíu fyrir kosningarnar í dag, sunnudag.
Meira
DANSKUR maður særðist alvarlega þegar mikil sprenging varð undir bíl hans við hótel í Árósum í gær. Talið var að um sprengjutilræði hefði verið að ræða en ekki var vitað hverjir kynnu að hafa verið að verki.
Meira
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur svipt sendiherra landsins í Ísrael, Martin S. Indyk, heimild til að nota leynilegar upplýsingar meðan meint brot hans á öryggisreglum verða rannsökuð, að sögn embættismanns í ráðuneytinu í gær.
Meira
PEDRO Solbes sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst því yfir að hann vilji að efnahagsstefna og styrkveitingar ESB verði framvegis tengdar ákveðnum umhverfisverndarskilyrðum. Holger K.
Meira
TJÓNUM af völdum sautján ára ökumanna fækkaði í fyrra hjá tryggingarfélaginu Sjóvá-Almennum og í fyrsta sinn voru það 18 ára ökumenn sem ollu mestu tjóni. Aldurshópurinn 17-20 ára varð valdur að 20% allra umferðartjóna hjá tryggingarfélaginu í fyrra.
Meira
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur eitt af sínum mánaðarlegu atkvöldum mánudaginn 25. september og hefst mótið kl. 20.00. Atkvöld hafa verið haldin í hverjum mánuði frá september 1995 og er þetta því fimm ára afmæli atkvöldanna.
Meira
JACQUES Chirac Frakklandsforseti sætti í vikunni ásökunum um misbeitingu valds er afrit af játningum Jean-Claude Mery, sem eitt sinn gegndi valdastöðu í flokki Gaullista (RPR) - flokki Chiracs, var birt í fimmtudags- og föstudagsblaði Le Monde .
Meira
FÉLAGAR í Lionsklúbbi Nesþinga á Hellissandi færðu Björgunarskólanum á Gufuskálum örnefnamynd af nágrenni staðarins að gjöf nú um síðustu mánaðamót.
Meira
BMW-bílaverksmiðjurnar hafa sýnt því áhuga að fara í samstarf við Íslendinga um nýtingu vetnis. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að ráðuneytið og Orkustofnun séu að skoða málið.
Meira
Dagbók Háskóla Íslands 25. sept.-1. okt. 2000 Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, fer á mánudag í þriggja daga opinbera heimsókn til Litháen í boði dómsmálaráðherra landsins, Gintaras Balciunas.
Meira
ÓLAFI Ólafssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík, þykja þær breytingar á kjörum ellilífeyrisþega, sem kynntar voru af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í fyrradag, ekki ganga nógu langt.
Meira
FYRIRLESTUR verður haldinn mánudaginn 25. september kl. 20.30 í kjallara Foreldrahússins að Vonarstræti 4b. Fjallað verður um samsettar fjölskyldur.
Meira
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til fundar í Odda, Háskóla Íslands, mánudaginn 25. sept. kl. 20.30. Fjallað verður um Ísland og Schengensamstarfið. Frummælandi verður Högni S. Kristjánsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.
Meira
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 26. september, kl. 13:15 mun Arnór Bergur Kristinsson halda fyrirlestur á vegum rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs við skorina.
Meira
HLUTFALL bensínskatta (vörugjalds, bensíngjalds og virðisaukaskatts) af útsöluverði á 95 oktana bensíni er nokkru lægra hér á landi en í meirihluta ríkja innan Evrópusambandsins.
Meira
HUGANLEGT er að hin umdeilda árþúsundahvelfing í Lundúnum verði rifin í byrjun næsta árs eftir að japanski fjárfestingabankinn Nomura féll frá kauptilboði sínu þar sem ekki hefðu verið veittar fullnægjandi upplýsingar um reksturinn.
Meira
JÓHANNES Gunnarsson var endurkjörinn formaður Neytendasamtakanna á aðalfundi þeirra á Grand Hótel Reykjavík í gær. Í kjöri til formanns hlaut hann 77% greiddra atkvæða, en 90 manns kusu.
Meira
Kristín Ástgeirsdóttir, fv. alþingismaður og núverandi starfsmaður UNIFEM í Kosovo, og Urður Gunnarsdóttir, fv. fjölmiðlafulltrúi ÖSE þar, segja að full ástæða sé til þess fyrir Íslendinga að láta sig þróun mála á Balkanskaga varða og leggja sitt af mörkum til uppbyggingarstarfs á þessum slóðum.
Meira
Í TILEFNI af þeirri umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu um málefni Vatnsendasvæðisins, býður áhugahópur um "Sveit í borg" til stuttrar skemmti- og kynningargöngu um svæðið nk. sunnudag, 24. september, kl. 14.
Meira
Uggi Agnarsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1949. Hann lauk stúdentsprófi 1969 frá Menntaskólanum í Reykjavík og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1976. Hann stundaði framhaldsnáms í lyf- og hjartalækningum við háskólannum í Connecticut í Bandaríkjunum.
Meira
VOLKSWAGEN, stærsti bílaframleiðandi Evrópu, stefnir að því að hefja framleiðslu á næstu þremur árum á bíl sem eyðir aðeins lítra af bensíni á hundrað kílómetrum.
Meira
BJÖRK Guðmundsdóttir sem lék aðalhlutverk í kvikmyndinni "Myrkradansaranum" og samdi tónlistina við myndina segir í viðtali við Morgunblaðið að sögur sem gengu um samstarfserfiðleika hennar og Lars von Trier, leikstjóra og framleiðanda...
Meira
MÓTMÆLI gegn háu olíuverði héldu áfram í mörgum Evrópulöndum í vikunni, og gætti slíkra mótmæla einnig í löndum í öðrum heimshlutum, s.s. í Ísrael.
Meira
NOKKUR námskeið fyrir fólk í uppeldisstörfum eru í boði á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ á haustönn. Dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við HÍ, kennir á námskeiði sem hefst 29.
Meira
UM 100 hross gangnamanna voru á beit í mýrinni við Landmannalaugar í a.m.k. þrjá daga fyrir um viku en landið er friðland og þar gilda mjög strangar reglur um umgengni og óheimilt er að beita þar hestum.
Meira
FRJÁLS verslun og Fiskifélag Íslands efna til opins fundar á Grand hóteli Reykjavíkur mánudaginn 25. september kl. 15.00 - 17.00. Yfirskrift fundarins er "heimsendir".
Meira
Margt þykir benda til þess að Slobodan Milosevic hafi alls ekki í hyggju að láta af forsetaembættinu í Júgóslavíu, hver sem úrslit kosninganna verða, en í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur kemur fram að margir telji að stjórnvöld hafi undirbúið stórfelld kosningasvik. Óttast er að mikil ólga grípi um sig í landinu ef Milosevic lýsir yfir sigri.
Meira
NEBOSJA Pavkovic, yfirmaður júgóslavneska hersins, varaði í vikunni vestræn ríki við að skipta sér af kosningunum í Júgóslavíu í dag og þykir það ekki boða neitt gott fyrir stjórnarandstöðuna.
Meira
RÁÐIST var á pitsusendil við Háaleitisbraut, bak við Austurver, í Reykjavík um klukkan 2.20 í fyrrinótt og hann rændur. Sendillinn sat inni í bíl að snæðingi þegar árásarmaðurinn opnaði bíldyrnar og dró hann út úr bílnum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag íslenska ríkið til að greiða Súðavíkurhreppi fasteignaskatta frá 1. júní 1997 af þremur skólabyggingum, sjö íbúðum og tveimur geymslum í Reykjanesi í Súðavíkurhreppi.
Meira
ÞÓRÐUR Sverrisson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir að samningur Tryggingastofnunar ríkisins við sérfræðilækna gefi ekki færi á að leysa deilu lækna og stofunarinnar um greiðslu fyrir krossbandaaðgerðir.
Meira
Hvað gerist þegar ofurvenjulegt fólk hlýtur stjörnuathygli? Það verður stjörnur, eins og sjá má í metvinsælum þáttum í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem meðaljónarnir keppa um að komast af, segir Sigrún Davíðsdóttir.
Meira
SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn hóf í vikunni útsendingar á Akureyri. Stöðin er í samstarfi við Skjávarpið á Akureyri og sendir út á sömu tíðni frá kl. 19-2 en Skjávarpið nýtir senditíðnina á öðrum tíma sólarhringsins.
Meira
SNÆFELLSBÆR hefur sent öllum viðskiptavinum bæjarins bréf þar sem kynnt er það markmið bæjarins að stunda sjálfbær innkaup í anda Staðardagskrár 21.
Meira
YNGVI Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segir, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við víðtækum inngripum nokkurra stórra seðlabanka til styrkingar evrunni, að inngrip orki alltaf tvímælis.
Meira
ÖKUMAÐUR fólksbíls missti stjórn á bíl sínum á Laugarvatnsvegi í Biskupstungum um klukkan hálffimm í gærmorgun. Valt hann útaf veginum og slösuðust tveir farþegar sem í bílnum voru en ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Meira
ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að horfur séu á að ríkið kaupi 30-35 þúsund ærgildi á þessu hausti í samræmi við ákvæði samningsins sem stjórnvöld og sauðfjárbændur gerðu í fyrravetur.
Meira
NÝLEG rannsókn bendir til þess að vatnsorkuver, sem jafnan hafa verið talin umhverfisvæn orkulind, spúi gífurlegu magni gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, að því er fram kemur í frétt kanadíska blaðsins The Globe and Mail .
Meira
VIÐBÚNAÐUR var hjá slökkviliði, lögreglu og almannavörnum á Hvolsvelli í gærmorgun þegar vart varð ammoníaksleka í vélasal Sláturfélags Suðurlands í bænum. Maður á þvottastæði skammt frá húsinu varð var við fnyk og lét Neyðarlínuna vita.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að frestað verði heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Joscha Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sem standa átti dagana 11. og 12. október næstkomandi. Tóku ráðherrarnir um þetta sameiginlega ákvörðun.
Meira
FJÖLBREYTT dagskrá var á hausthátíð Breiðholtsskóla í Reykjavík í gær en hún er árlegur viðburður og haldin til að bjóða alla velkomna til starfa í upphafi skólaársins.
Meira
Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður skrifaði grein um áhugavert málefni hér í Morgunblaðið í gær, föstudag, þar sem hún varpar fram þessari spurningu: Hvar er nýja hagkerfið?
Meira
FYRSTA kvikmyndasýningin á þessu hausti fyrir börn í Norræna húsinu verður í dag, sunnudag, klukkan 14. Þá verður sýnd dönsk teiknimynd sem fjallar um frumskógardýrið Húgó og vini hans. Myndin er með dönsku tali og er fyrir alla aldurshópa.
Meira
Fávitarnir / Idioterne ½ Eins og við mátti búast nýtir sérvitringurinn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened to Harold Smith?
Meira
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í hinum nýja tónleikasal Ými við Skógarhlíð nk. þriðjudagskvöld, 26. september. Efnisskráin spannar rúm 200 ár, allt frá árdögum kvintettbókmenntanna til þess allra nýjasta.
Meira
FYRIRLESTUR verður haldinn í Listaháskólanum í Laugarnesi á morgun, mánudag, kl. 15 í stofu 024. Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir kynna rekstur og stefnu galleri@hlemmur.is, í máli og myndum.
Meira
Í MIÐALDAÞORPINU Dozza, sem er rétt utan við Bologna, var um sl. helgi opnuð sýning á verkum 9 listamanna frá öllum menningarborgum Evrópu árið 2000.
Meira
MORGUNDAGURINN átti að verða stóri dagurinn í lífi Catherine Zeta Jones og Michael Douglas, því þá hugðust þau ganga í hjónaband. En Kötu finnst hún víst ekki vera orðin nógu fín í vextinum eftir barnsburðinn, og brullaupinu verður því frestað um sinn.
Meira
BIFHJÓLAMENN og -freyjur eru ekki allsendis sátt við þau háu iðgjöld sem lögð eru á fáka þeirra. Hinar leðurklæddu valkyrjur og víkingar veganna hafa því tekið hanskahuldum höndum saman og ákveðið að halda tónleika til styrktar tryggingafélögunum.
Meira
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 14 cafe9.net Gestgjafar taka á móti fólki frá kl. 14. Heimsækið cafe9.net í Hafnarhús eða á heimasíðu. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is - wap.olis.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Moby, sem hefur slegið rækilega í gegn hér á landi með plötu sinni Play, reynir þessa dagana allt sem hann mögulega getur til þess að stöðva útgáfu blárrar myndar sem ber hið opinskáa nafn Porno .
Meira
SÝNINGIN Í nágrenni - Min hembygd hefur verið opnuð í Norræna húsinu. Síðastliðinn vetur unnu nemendur í 4. bekkjum Granda- skóla í Reykjavík og Mårtensbro skola í Esbo í Finnlandi að myndlistarverkum er tengdust nánasta umhverfi síns skóla.
Meira
Í sumar var efnt til fyrsta netblaðamannafundarins innan kvikmyndaiðnaðarins. Það var Sony sem reið á vaðið en tilefnið var kynning á stórmyndinni Hollow Man og fyrir svörum urðu aðalleikarinn Kevin Bacon og leikstjórinn Paul Verhoeven. Skarphéðni Guðmundssyni gafst tækifæri á að vera "viðstaddur" þennan sögulega fund við tölvuna sína heima á Íslandi.
Meira
UNDRABÖRNIN í Sigur Rós eru nýkomin til landsins eftir að hafa þeyst vítt og breitt um Evrópu ásamt hinni andans skyldu sveit Radiohead. Hin marglofaða plata þeirra Ágætis byrjun kom svo loks út erlendis fyrir stuttu á breska merkinu FatCat.
Meira
Leikstjórn og handrit: Anthony Minghella eftir sögu Patriciu Highsmith. Aðalhlutverk: Matt Damon, Jude Law, Gwyneth Paltrow. (137 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, 24. september, heldur systir Mary Immaculata Daltún hátíðlegt í Péturskirkju á Akureyri 60 ára afmæli þess að 4. september 1940 vann hún heit sín sem systir í "Reglu miskunnseminnar". Messa verður kl.
Meira
TIL GUÐMUNDAR óperusöngvara frá ráðvilltum fyrrum nemanda. Sæll meistari og takk fyrir síðast og vonandi ertu orðinn betri í hnjánum. Mér hefur gengið alveg prýðilega sem óperusöngvari hér í útlöndum.
Meira
Eftir þrjátíu og fjögurra ára starfsemi er einfaldlega löngu kominn tími til þess, segir Ásgrímur Sverrisson, að Sjónvarpið standi sig betur en raun ber vitni, miklu betur.
Meira
FYRIR RÚMU ári kom ég að Laugarvatni. Ég varð bæði hryggur og reiður þegar ég leit niðurníðslu - niðurlægingu gamla, fallega skólahússins. Það var eins og að koma að býli sem staðið hefði í eyði í áratug.
Meira
Í fréttabréfi Fornbílaklúbbs Íslands frá 6. sept. sl. er stutt grein um fyrirhugaða ferð 18 fornbílafélaga á bílasýningar í Bandaríkjunum. Í greininni segir m.a: "Er þetta stærsti hópur Íslendinga sem lagst hefur í fornbílavíking til þessa ...
Meira
Fyrir fáum dögum sagðist kunningi minn hafa lesið frásögn í DV. þar sem sagt var frá upplestri skálda og rithöfunda og komizt svo að orði: Þeir stigu á stokk í Norræna húsinu og lásu úr verkum sínum.
Meira
SVONEFND kostun á efni Ríkissjónvarpsins hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu, ekki síst eftir að Sjónvarpið fékk kostunaraðila á einstaka sjónvarpsþætti sína, eins og þá vinsælu þáttaröð Bráðavaktina.
Meira
Umferðarráð hefur í forvarnaskyni til sýnis bílflök við helstu þjóðvegi landsins. Af sömu ástæðu birta fjölmiðlar myndir með fréttum sínum af slysum.
Meira
Ef undirstöðum þjóðfélags, eins og geðheilsu og geðvernd, er ábótavant, segir Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson, getur það valdið meiriháttar afleiðingum í þjóðfélaginu öllu.
Meira
Af kæti þú hlærð ekki kátast, svo kátlegur er þinn mátinn. Þér lætur svo vel að látast, að látinn verður þú grátinn. Skyldi hann látast líka þá, ef leiðinu þínu hann stæði hjá, og fara bara í frakkann svarta, en finna ekki vitund til í...
Meira
Bergur Tómasson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 21. september.
MeiraKaupa minningabók
Elín Ólafsdóttir fæddist á Bustarfelli í Vopnafirði 3. janúar 1916. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 22. september.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Árnason innrömmunarmeistari með meiru er á birtingardegi þessarar afmælisgreinar níræður, hann er svo til jafngamall Morgunblaðinu sem ávallt hefur verið hans málgagn enda er það þjóðarsálarblað og hann sjálfur einn af þjóðarsálarspeglum...
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Jónsdóttir fæddist 1. maí 1905. Hún lést á heimili sínu 13. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvítasunnukirkjunni 21. september.
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1926. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn. Haraldur var jarðsettur frá Fossvogskirkjugarði 15. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hálfdán Ingason fæddist í Reykjavík 26. desember 1965. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 11. september. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Heiðar Ársælsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1961. Hann lést á heimili sínu Austurbraut 4, Höfn í Hornafirði aðfaranótt 17. september síðastliðins. Foreldrar hans voru Ársæll Guðjónsson, útgerðarmaður, f. á Búðum, Fáskrúðsfirði 15. janúar 1920,...
MeiraKaupa minningabók
Kristín Björg Gunnarsdóttir fæddist á Ísafirði 10. október 1918. Hún lést á Droplaugarstöðum 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 1. september. Eftirfarandi minningargrein birtist 22. september og er endurbirt vegna mistaka við vinnslu blaðsins, þar sem nafn greinarhöfundar féll niður. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum.
MeiraKaupa minningabók
Páll Guðmundsson, Unnarbraut 6, Seltjarnarnesi, fyrrverandi verkstjóri, fæddist á Ísafirði 23. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, skipstjóri, f. 22. maí 1888, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Árnason fæddist á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 14. júlí 1900. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 21. september.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjón Guðfinnsson fæddist að Árnesi í Árneshreppi í Strandasýslu 18. október 1958. Hann lést 8. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 21. september.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Pétursson fæddist í Reykjavík 19. desember 1918. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. september. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.
MeiraKaupa minningabók
SKODA verksmiðjurnar í Tékklandi eru í mikilli uppsveiflu og salan aldrei verið meiri. Fæstir hafa hingað til sett samasemmerki milli hraðskreiðra bíla og Skoda en nú þurfa þeir að endurskoða málið.
Meira
Teiknimyndasögurnar Peanuts eru vinsælar og nærri 2.600 blöð víðs vegar um heiminn birta þær reglulega. Þann 4. október næstkomandi halda myndasögurnar og hundurinn Snoopy upp á fimmtíu ára afmælið sitt.
Meira
Í tilefni af 150 ára fæðingu arkitektsins Gaudi hafa borgaryfirvöld í Barcelona ákveðið að árið 2002 verði alþjóðlegt ár Gaudis. Ráðgert er að halda upp á afmæli hans með ýmsum hætti og er verið að skipuleggja dagskrána um þessar mundir.
Meira
Jónína Ingvadóttir, markaðsfulltrúi VISA Íslands, fór fyrir nokkru ásamt fjölskyldunni í tveggja vikna frí til Krítar og gisti meðal annars á frábæru hóteli.
Meira
NÝ kynslóð Fiat Punto kom á markað í fyrra á 100 ára afmæli Fiat. Fyrst var hann settur á markað 1993 og hefur verið einn af söluhæstu bílum í sínum stærðarflokki í Evrópu síðan.
Meira
MIKIL umfjöllun var í rafrænni útgáfu Detroit News á dögunum um vetnistilraunina á Íslandi. Þar segir að Ísland búi sig nú undir að nota vatn til að breyta reykspúandi strætisvögnum, fólksbílum, flutningabílum og skipum í vetnisknúin farartæki 21.
Meira
BANDARÍSKA lággjaldaflugfélagið JetBlue Airways hóf nýlega að bjóða farþegum sínum að velja á milli tuttugu og fjögurra beinna gervihnattarása í nýjustu flugvél félagsins Airbus A320.
Meira
OPEL-bílaframleiðandinn verður sýnilegur þegar maraþonhlaup karla og kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney verður þreytt í dag og 1. október nk. Undanfari hlaupsins verður Opel Zafira HydroGen1, sem er vetnisknúinn tilraunabíll Opel.
Meira
Á vefnum www.discovericeland.is , sem er í eigu Bókunarmiðstöðvar Íslands, er hægt að bóka beint og fá staðfesta gistingu, bílaleigubíla og ýmiskonar afþreyingu hér á landi.
Meira
Fyrirtækið Arctic Trucks, sem var stofnað hér á landi 1997 og er í eigu P. Samúelssonar hf., færði út kvíarnar til Noregs fyrir ári og hóf rekstur þar með góðum árangri. Fyrirtækið hyggur á enn frekari landvinninga í framtíðinni og hefur þegar hafið undirbúning við að koma breyttum fjórhjóladrifsbílum inn á Svíþjóðarmarkað. Valur B. Jónatansson heimsótti fyrirtækið í Noregi, prófaði bílana og komst að því að þar eru stórhugamenn við stjórnvölinn.
Meira
Í TILEFNI af grein í síðasta bílablaði, þar sem fjallað var um rannsóknir bandarískra vísindamanna þar sem fram kom að útblástur frá bílum sem knúnir eru með jarðgasi sé hættulegri en áður var talið, er rétt að taka fram að þarna var ekki fjallað um...
Meira
Verslunarmannahelgin var að nálgast og Lovísa Ásbjörnsdóttir fann fyrir einhverjum útilegufiðringi. Hún hafði um tvennt að velja, annaðhvort að taka hreingerningaræði á heimilinu og ganga frá ókláruðum verkefnum eða skella sér í göngu.
Meira
TILSKIPUN Evrópusambandsins um aðgengi almennings að upplýsingum um eldsneytisnotkun og magn koltvísýrings í útblæstri tekur gildi 18. janúar á næsta ári og er við það miðað að tilskipunin taki gildi á sama tíma á evrópska efnahagssvæðinu, þ.e.
Meira
Nýfundnaland Skoðunarferð um minjar víkingabyggðar Ferðaskrifstofan Vestfjarðarleið verður með tvær ferðir í haust til St. John's á Nýfundnalandi. Fyrri ferðin verður farin þann 26.október og komið verður til baka þann 29.
Meira
Þriðja kynslóð af Opel Corsa var kynnt í Hollandi fyrir skömmu. Forverar þessa bíls hafa átt mikilli velgengni að fagna en þessi nýi bíll hefur fengið mikla andlitslyftingu.
Meira
Ný og endurbætt útfærsla af Opel Corsa, var kynnt fjölmiðlafólki fyrir skömmu. Þessi snyrtilegi smábíll er væntanlegur á íslenskan markað næsta vor. Guðlaug Sigurðardóttir tók forskot á sæluna og fékk að reyna gripinn í Hollandi.
Meira
Frá Seattle á norðvesturströnd Bandaríkjanna til Vancouver, höfuðborgar Bresku Kólumbíu í Kanada, er ekki nema um tveggja tíma akstur, þ.e. sé maður svo heppinn að sleppa við langa bið við landamærin. Hanna Katrín Friðriksson naut þar þriggja góðra daga miðsumars.
Meira
BÍLINN allan heim - enga varahluti á hálendinu, var yfirskrift á hreinsunarátaki sem Ferðamálaráð Íslands ásamt styrktaraðilum gekkst fyrir í lok ágúst og byrjun september. Verkefninu er nú formlega lokið.
Meira
Verið hefur á reiki hvort notkun geislaspilara, fartölva, lófatölva og leikjatölva sé leyfileg um borð í flugvélum. Þýska flugfélagið Lufthansa hefur nú gefið út yfirlýsingu um að áðurnefnd tæki séu hættulaus.
Meira
SUBARU í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hefja framleiðslu á ST/X bílnum sem sýndur var sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Los Angeles í janúar á þessu ári.
Meira
Í litlu húsasundi í Mayfair-hverfi í London reka nafntogaðir menn veitingastað fyrir nafntogaða gesti. Sigurbjörg Þrastardóttir settist inn og sannreyndi að staðurinn er líka fyrir þá sem enginn þekkir.
Meira
NÝLEGAR rannsóknir benda til þess að þreyttum ökumönnum sé hættara við að lenda í umferðarslysum en þeim sem hafa fengið sér neðan í því. Frá þessu er greint í breska dagblaðinu Guardian .
Meira
Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 19.september hófst vetararstarfið hjá félaginu. Var spilaður tvímenningur á Eskifirði með þátttöku 10 para, þrjú spil milli para og urðu úrslit þessi: Jónas Jónss. - Bjarni Kristjánss.
Meira
Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á átta borðum fimmtudaginn 21. september sl. Miðlungur 126. Beztum árangri náðu: NS Kristinn Guðmundss. -Karl Gunnarss. 168 Sigurður Jóhannss.- Kristján Guðm.s. 140 Helga Ámundad.
Meira
Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ, fimmtudaginn 14. september sl. Meðalskor 216 stig. N/S Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálss. 255 Baldur Árnas. - Alfreð Kristjánss. 242 Hilmar Valdimarss, - Magnús Jósefs.
Meira
Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 18. sept. var spiluð önnur umferð af þremur í hausttvímenningi. Þessir höfðu best: Karl Einarsson - Björn Dúason 60,9 Birkir Jónsson - Svala Pálsdóttir 55,9 Karl G. Karlsson - Gunnl. Sævarss. 54,5 Kristján Kristjánss.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Stóralaugadalskirkju, Tálknafirði af sr. Sveini Valgeirssyni Kristrún Aðalbjörg Guðjónsdóttir og Guðlaugur Jónsson . Heimili þeirra er að Túngötu 31,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Braga Skúlasyni Hanna Ragnarsdóttir og Kristinn Guðlaugsson. Heimili þeirra er í Hátúni 5a,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hafdís Hallgrímsdóttir og Lárus Wöhler. Heimili þeirra er í Björtuhlíð 25,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Helgi Sturlaugsson. Heimili þeirra er í Furugrund 68,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Svanhildur Ólafsdóttir og Magnús Arnar Einarsson . Heimili þeirra er að Hólmgarði 9,...
Meira
Í dag er sunnudagur 24. september, 268. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska.
Meira
Hvítur á leik. AFTUR er gripið niður í einvígi skákkvennanna Xu Yuhua (2505), hvítt, og Piu Cramling (2484) á heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Shenyang í Kína. 23.Hxg7! 23.
Meira
SÉRHVERT fag, sama hvaða nafni það nefnist, hefur á að skipa fagorðum sem eru lýsandi fyrir sérstöðu fagsins á einn eða annan hátt. Fagorð þessi geta til dæmis náð yfir hluti eins og verkfæri eða hugtök eða athafnir sem tengjast faginu.
Meira
"ÞAÐ var fyrst og fremst alveg ákaflega gaman að stökkva á vellinum í kvöld, stemmningin var rosalega góð," sagði Vala Flosadóttir stangarstökkvari ákaflega glöð í bragði og hafði líka ástæðu til eftir að hún hafði tryggt sér sæti í úrslitum...
Meira
Alfreð Karl Alfreðsson náði sér ágætlega á strik á síðari keppnisdegi leirdúfuskotfiminnar og færði sig upp úr neðsta sætinu og lauk þátttöku sinni í 47. sæti af 49 þátttakendum.
Meira
Ástralinn Grant Hackett batt enda á átta ára ólympíusigurgöngu landa síns Kieren Perkins í 1500 m skriðsundi á síðasta degi sundsins á Ólympíuleikunum í gær.
Meira
Badminton Tvíliðaleikur kvenna: Ge Fei/Gu Jun, Kína sigruðu Huang Nanyan/Yang Wei, Kína: 15-5 og 15-5 Þriðju urðu: Gao Ling/Qin Yiyuan Einliðaleikur karla: Ji Xinpeng, Kína sigraði Hendrawan, Indónesíu: 15-4 og 15-13.
Meira
Borðtennis Tvíliðaleikur karla: Wang Liqin/Yan Sen, Kína sigruðu Kong Linghui/Liu Guoliang, Kína: 22-20, 17-21, 21-19, 21-18. Í þriðja sæti urðu: Patrick Chila/Jean-Philippe Gatien,...
Meira
MAURICE Greene frá Bandaríkjunum stóð fyllilega undir væntingum sem fljótasti maður heims þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi karla í Sydney í gærmorgun. Greene hljóp á 9,87 sekúndum, 1/100 úr sekúndu frá besta árangri sínum á árinu, og sigur hans var aldrei í hættu. Æfingafélagi hans og besti vinur, Ato Boldon frá Trínidad varð annar á 9,99 sekúndum og Obedele Thompson frá Barbados náði bronsinu á 10,04 sekúndum.
Meira
MARION Jones vann einn sætasta sigur sem unninn hefur verið í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikum þegar hún kom í mark 37/100 úr sekúndu á undan næsta keppenda í úrslitum á Ólympíuleikvanginum í Sydney.
Meira
KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Manchester Utd - Chelsea 3:3 Paul Scholes 14. Teddy Sheringham 37., David Beckham 39. - Jimmy Floyd Hasselbaink 8., Tore Andre Flo 45., 70. - 67.568 . 3.
Meira
MANCHESTER United og Chelsea skildu jöfn, 3:3, í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á Old Trafford í Manchester snemma í gær.
Meira
Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna. Fædd: 12. október 1975 í Los Angeles í Bandaríkjunum. Helstu afrek : Heimsmeistari í 100 m hlaupi 1997. Árið 1998 vann hún 34 mót í hlaupum og langstökki.
Meira
Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla. Fæddur: 23. júlí 1974 í Kansas í Bandaríkjunum. Helstu afrek: Setti heimsmet í júní 1999 þegar hann hljóp á 9,79 sekúndum. Sama ár varð hann fyrstur manna til að verða heimsmeistari í bæði 100 og 200 m hlaupum.
Meira
Keppni er nú rúmlega hálfnuð í siglingum á laser-kænum, sex umferðum er lokið af ellefu og er Hafsteinn Ægir Geirsson neðstur af 43 keppendum. Hefur hann 237 stig brúttó en 197 nettó.
Meira
ÓLYMPÍULEIKARNIR Í SYDNEY Frjálsar íþróttir 100 metra hlaup kvenna: Marion Jones (Bandaríkjunum) 10,75 Ekaterini Thanou (Grikklandi) 11,12 Tanya Lawrence (Jamaíka) 11,18 Merlene Ottey (Jamaíka) 11.
Meira
STEVE Redgrave varð í gær sigursælasti ræðari Ólympíuleikanna og sigursælasti Breti á Ólympíuleikum er hann vann sitt fimmta gull í róðri á fjögurra manna bátum.
Meira
Sund KARLAR 4x100 m fjórsund: Bandaríkin 3.33,73 Lenny Krayzelburg, Ed Moses, Ian Crocker og Gary Hall Jr. Heimsmet Ástralía 3.35,27 Þýskaland 3.35,88 Holland 3.37,53 Ungverjaland 3.39,09 Kanada 3.39,88 Frakkland 3.40,02 Bretland 3:40.
Meira
Ólympíumeistari í spjótkasti karla. Fæddur: 16. júní 1966 í Mlada Bolesvav í gömlu Tékkóslóvakíu. Helstu afrek : Ólympíumeistari 1992, 1996 og 2000. Heimsmeistari 1993 og 1995.
Meira
Jan Zelezny frá Tékklandi varð í gær Ólympíumeistari í spjótkasti karla þriðja skiptið í röð. Zelezny kastaði 90,17 metra í þriðja kasti og það var meira en keppinautar hans réðu við.
Meira
Íslandsmeistarar ÍBV í handbolta kvenna tóku á móti bikarmeisturum Vals í meistara meistara-keppni KSÍ í Eyjum í fyrrakvöld. Skemmst er frá því að segja að Eyjastúlkur unnu nokkuð létt, 17:13.
Meira
NÚ kunna menn að reka upp stór augu er þeir sjá fyrirsögnina. En hún er rétt. Aðeins er það spurning hvað beint það verður gert. Mönnum verður svo við að þeir hugsa sem svo að líffræðilegri tækni séu engin takmörk sett lengur.
Meira
ÓSKAÐ er eftir tveimur sérhæfðum starfsmönnum til starfa 12-14 tíma á viku við alþjóðlega athyglismeðferð, t.d. nema í sálarfræði eða manneskju með BA-próf í sálarfræði.
Meira
Frá því að kvikmyndin Myrkradansarinn hlaut Gullpálmann á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor hefur Björk Guðmundsdóttir haft í nógu að snúast við að kynna myndina og tónlistina í henni. Auk þess vinnur hún að gerð nýrrar plötu sem kemur út í apríl á næsta ári. Guðrún Hálfdánardóttir hitti Björk að máli í New York.
Meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur virkilega fengið að finna fyrir því hvað það þýðir að ganga í gegnum mögur ár. Þau eru nú orðin sex og segist hún því eiga eitt eftir. En það er enga uppgjöf að heyra á henni og hér segir hún Súsönnu Svavarsdóttur frá harkalegri lífsreynslu sinni á síðustu árum og þeirri framtíð sem hún er nú þegar byrjuð að byggja upp.
Meira
BÚIÐ á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur lengi verið í hópi afurðahæstu sauðfjárbúa landsins og síðustu tíu árin hefur það oftar en ekki verið í efsta sæti samkvæmt skýrslum sauðfjárræktarfélaganna.
Meira
KRISTBJÖRG Lóa Árnadóttir kom fyrst að Skjaldfönn vorið 1997. Hún var leikskólastjóri í Reykjavík en réð sig sem ráðskonu að Skjaldfönn um sumarið. "Þetta hafði verið strembinn vetur og mér fannst ég ekki hafa neinn tíma fyrir börnin mín.
Meira
Í Hollywood hafa kafbátamyndir löngum þótt vinsælt efni en sú nýjasta er U-571 og gerist í síðari heimsstyrjöldinni. Arnaldur Indriðason kynnti sér nokkrar kafbátamyndir frá stríðsárunum og segir stuttlega frá þeim ásamt þeirri nýjustu.
Meira
Krabbamein í eistum eru algengustu illkynja æxlin sem greinast í ungum karlmönnum á Íslandi. Með nýjungum í krabbameinslyfjameðferð hefur tekist að bæta lífshorfur þessara sjúklinga verulega og nú eru þessi mein meðal þeirra krabbameina sem mestar líkur eru á að lækna. Læknarnir Tómas Guðbjartsson, Kjartan Magnússon, Sigurður Björnsson og Guðmundur Vikar Einarsson rita um rannsókn á þessum sjúkdómi.
Meira
"Ég er ekki bitur, enda lifi ég góðu lífi. Hvað vinnuna varðar hefur mér alla tíð verið sýndur einstakur skilningur á Grund. Með því móti hef ég getað stundað vinnu og séð fyrir mér sjálf eins og hver annar.
Meira
HAUSTIÐ er nú gengið í garð og sumarið hefur kvatt enn einu sinni. Flestir Íslendingar kveðja sumarið með talsverðri eftirsjá og um þá tilfinningu vitna margir sönglagatextar, t.d. eftirfarandi lína úr laginu Söknuður, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng svo fallega: "Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt."
Meira
Ættfræði er snemma getið í bókmenntum okkar Íslendinga, því í fyrstu málfræðiritgerð Snorra-Eddu, sem talin er frá miðri 12. öld, er hún nefnd meðal þess sem þá hefur verið ritað á íslensku.
Meira
Fjölmargar merkilegar rokksveitir hafa komið fram vestan hafs á undanförnum árum og tengjast oftar en ekki. Í kringum bandarísku útgáfuna Thrill Jockey er þannig mikil og mögnuð klíka tónlistarmanna sem áður hefur verið getið hér. Þar á meðal er ein rokksveit almögnuð sem væntanleg er hingað til lands í byrjun næsta mánaðar. Fyrir stuttu kom út fimmta hljóðversskífa sveitarinnar, Red Line, sem þykir mikið afbragð líkt og aðrar plötur Trans Am.
Meira
BÆNDURNIR í Hafnardal í Ísafjarðardjúpi hafa náð góðum árangri í ræktun fjárstofns síns. Eru hrútar þaðan orðnir eftirsóttir til kynbóta. Reynir Stefánsson og Ólöf Jónsdóttir í Hafnardal hafa stundað markvissa ræktun fjárstofns síns í nokkur ár.
Meira
TEYMI hf. hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík annars vegar og Tækniskóla Íslands hins vegar. Teymi lætur skólunum í té Oracle-hugbúnað og kennsluefni sem skólarnir hyggjast nota við kennslu í gagnagrunnsfræðum.
Meira
FÉLAGARNIR í rokksveitinni mögnuðu Rage Against the Machine hyggja á útgáfu tónleikaskífu í haust. Til þess að taka þá skífu upp héldu þeir tvenna tónleika á heimaslóðum sem seldust upp á skömmum tíma.
Meira
Trans Am - 1996 Fyrsta skífan er upp full með gamansemi og nöpru háði. Mest ber á rokkinu en platan er að stórum hluta spiluð af fingrum fram inn á band.
Meira
Landssamtök áhugafólks um flogaveiki (Lauf) efna til opinnar fjölskylduhátíðar á degi flogaveikra í dag. Dagskráin verður tileinkuð alþjóðlegu átaki gegn flogaveiki undir yfirskriftinni Flogaveiki út úr skugganum.
Meira
Fálkinn er einn tígulegasti fugl Íslands og var konungsgersemi fyrr á öldum. Daníel Bergmann ljósmyndari fékk leyfi til að fylgjast með valshreiðri norður í landi.
Meira
"Fjölskylda mín hefur reynst mér ómetanleg í veikindunum og í tengslum við uppskurðinn úti í Bandaríkjunum. Meira að segja 10 ára gamall sonur minn hefur sýnt ótrúlegan styrk. Þegar ég fékk síðasta kastið vorum við í mat hjá foreldrum mínum.
Meira
Fréttir um arðsemi og uppgang í fiskeldi hafa verið áberandi hér á landi síðustu misseri rétt eins og stöðug varnaðarorð stangaveiðimanna sem óttast sambýlið við eldisstöðvar og erlenda eldislaxastofna. Veiðiréttareigendur hugsa einnig sitt og Guðmundur Guðjónsson ræddi nýverið við Óðinn Sigþórsson formann Landssambands veiðifélaga.
Meira
Alltof margt fólk gefur sér ekki tíma til að kynnast þeirri persónu, sem næst því stendur, skrifar Ellert B. Schram, heldur er rokið til í fússi og fýlu, þegar hið minnsta bregður út af og skilnaðir eru orðnir eins og útsölurnar.
Meira
Ríkissjónvarpið sýndi nýverið þátt um Þingholtin, húsagerð og ýmsan fróðleik um íbúa hverfisins. Pétur Pétursson ritar um A. Obenhaupt, sem meðal annars reisti Esjuberg og stundaði kaupsýslu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.