Greinar sunnudaginn 1. október 2000

Forsíða

1. október 2000 | Forsíða | 192 orð | 1 mynd

Átök á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu

AÐ minnsta kosti tólf Palestínumenn biðu bana og um 300 særðust í átökum við ísraelska hermenn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu á laugardag. Meira
1. október 2000 | Forsíða | 180 orð

Frambjóðendur deila um fóstureyðingar

DEILAN um fóstureyðingar er nú komin í hámæli í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en frambjóðendur demókrata og repúblikana eru ósammála um þá ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins að leyfa sölu neyðargetnaðarvarnarpillu. Meira
1. október 2000 | Forsíða | 236 orð

Óbreytt Evrópustefna og bið á sáttum

DANSKA stjórnin hyggst ekki breyta stefnunni í Evrópumálum og hefja viðræður við talsmenn andstæðinga aðildar að evrópska myntbandalaginu þrátt fyrir að danskir kjósendur hafi hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag. Meira
1. október 2000 | Forsíða | 271 orð

Rússar tilbúnir að miðla málum

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir á laugardag að Rússar væru reiðubúnir að miðla málum milli stjórnvalda og stjórnarandstöðu í Serbíu. Bauðst hann til að senda utanríkisráðherrann Ígor Ívanov til Belgrad í þeim tilgangi. Meira

Fréttir

1. október 2000 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

100 þúsund bækur á markaði Bókavörðunnar

ÁRLEGUR haustbókamarkaður hefst hjá Bókavörðunni, Vesturgötu 17 í Reykjavík, þriðjudaginn 3. október kl. 10. Bókavarðan keypti fyrir nokkru fornbókaverslunina Bókina hf. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð

90% nýting á ferðum GO

UM 90% nýting var á ferðum flugfélagsins GO frá Bretlandi til Íslands allt tímabilið sem félagið flaug hingað í sumar. GO hóf flug til Íslands 27. maí í vor og lauk ferðum 27. september. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 1230 orð | 1 mynd

Átök um framlög og næturgesti

Barátta Hillary Clintons og Ricks Lazios í New York vegna öldungadeildarkosninganna í nóvember snýst þessa dagana aðallega um fjárframlög í kosningasjóði. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að kjósendur hafi lítinn áhuga á málinu, nema þegar það snýst um næturgesti Clintons undanfarið ár. Repúblikanar segja Clinton misnota aðstöðu sína með því að hýsa stuðningsmenn í forsetabústöðum, en Hillary segir ekkert óeðlilegt við að vinir þeirra hjóna fái að halla þar höfði á kodda. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 172 orð

Barnaklámi í fréttatíma mótmælt

NOKKRIR af yfirmönnum ríkissjónvarpsins á Ítalíu, RAI, sögðu af sér í gær eftir að sjónvarpið sýndi barnaklám, sem dreift hafði verið á Netinu, í aðalfréttatíma sínum á miðvikudagskvöld. Talið er að ellefu milljónir manna hafi horft á útsendinguna. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Breytingar með frelsi í orkumálum

SVEINBJÖRN Björnsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, segir að hvorki almenningur né þingmenn virðist hafa gert sér nægilega vel grein fyrir því að með nýjum raforkulögum verði orkuframleiðsla... Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð

Dagur hjúkrunarfræðideildar HÍ

DAGUR hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands verður haldinn mánudaginn 2. október í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu, 2. hæð, kl. 17-19 en þar verður haldinn hátíðarfundur í tilefni stofnunar hjúkrunarfræðideildar. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Fimm fá viðurkenningu fyrir landgræðslu

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra afhenti í gær landgræðsluverðlaunin í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Frábær árangur í Sydney Vala Flosadóttir,...

Frábær árangur í Sydney Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney á mánudaginn þegar hún stökk yfir 4,50 metra í stangarstökki. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fyrirlestur um efnahagsumbætur í Úganda

EMMANUEL Tumusiime-Mutebile, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti fjármála, skipulags og efnahagslegrar þróunar í Úganda, heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands mánudaginn 2. október næstkomandi. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hafði ekki gert úttekt

HERDÍS Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, segir það rangt sem kom fram í máli Regínu Höskuldsdóttir, skólastjóra Mýrarhúsaskóla, í Morgunblaðinu í fyrradag að hún hafi fyrir skömmu gert úttekt á ástandi skóla og lóðar. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 112 orð

Hermönnum fækkað

BRESKI herinn tilkynnti í gær, að héldi ástandið á Norður-Írlandi áfram að skána, yrðu 5.000 hermenn fluttir þaðan. Yrðu þá eftir um 8.000. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kennsla á erlendum hringdönsum

BOÐIÐ er upp á kennslu í erlendum hringdönsum mánudaginn 2. október. Kennt er í kjallara Vídalínskirkju í Kirkjulundi, Garðabæ, kl. 20.30. Tíminn kostar 200 kr. Hringdansir eru frá mörgum löndum. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð

Kringlan býður í leikhús í dag

KRINGLUVINIR er fjölskylduklúbbur Kringlunnar og er öllum velkomið að taka þátt og koma og horfa á skemmtilega leiksýningu. Dagskráin verður á hverjum sunnudegi í vetur kl. 13 stundvíslega í Borgarleikhúsinu. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 443 orð

Lagasetningin hvetur til fjármagnsflutninga úr landi

BREYTINGAR sem Alþingi gerði á tekjuskattslögunum 1996 og 1998 hafa stuðlað að því að fjármagn hefur flust úr landi. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Málar enn myndir

JÖRÍNA G. Jónsdóttir varð 100 ára í gær og hélt þá upp á afmæli sitt ásamt fjölskyldu og vinum. Hún er við ágæta heilsu og heyrir og sér vel og fæst enn við að mála myndir. Jörína fæddist í Blönduholti í Kjósinni og ólst þar upp. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð

Myndasýning frá Færeyjum

MYNDAKVÖLD eru fastur liður í félagsstarfi Útivistar og eru þau haldin einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fyrsta myndakvöldið er nk. mánudagskvöld, 2. október, og verður sú breyting gerð með þessu myndakvöldi að það hefst fyrr en áður eða kl. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 728 orð | 1 mynd

Mörk myndi ekki múr milli þjóðgarðs og umhverfis

Á ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð kom fram að hann þyrfti að sækja styrk til náttúru og mannlífs. Ráðstefnunni var ætlað að skýra umfang starfsins framundan. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Niðjamót

NIÐJAMÓT afkomenda Stefáns Jónssonar frá Klifstöðum, Loðmundarfirði og fyrri konu hans Ólínu Þóreyjar Ólafsdóttur frá Litlu-Hlíð, Vesturdal, Skagafirði, og seinni konu hans Halldóru Sigurðardóttur frá Helgafelli í Svarfaðardal, verður laugardaginn 4.... Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 1178 orð | 3 myndir

Ólíkar áherslur forsetaframbjóðendanna

Mörgum virðist, og ekki endilega að ósekju, sem kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snúist fremur um menn en málefni. En hvað greinir þá Gore og Bush að málefnalega? Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir gerir grein fyrir stefnu frambjóðendanna í helstu málaflokkum. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ráðist á lögreglumann í Árbæ

LÖGREGLUMAÐUR var barinn í höfuðið með vínflösku og veittir áverkar á andliti og líkama er hann reyndi að stilla til friðar á heimili í Árbæjarhverfi á föstudagskvöld. Lögreglumaðurinn fór á slysavarðstofu og þar þurfti að sauma sjö spor í höfuð hans. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ráðstefna um hafís og hafísþjónustu

ALÞJÓÐLEG ráðstefna verður haldin dagana 3.-5. október á Grand Hótel í Reykjavík um hafís, hafískönnun og hafísþjónustu. Tuttugu ár eru liðin síðan alþjóðleg ráðstefna um hafís var haldin á Íslandi. Öllum er frjálst að taka þátt í væntanlegri ráðstefnu. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á...

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn tillögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um stofnun Vatnajökuls- og Skaftafellsþjóðgarðs. Áður en þjóðgarðurinn verður formlega stofnaður þarf að skýra betur eignarhald á svæðinu. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Samningur um vísindasamstarf undirritaður

MADELEINE K. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð

Samtök hollvina Reykjavíkurflugvallar stofnuð

HÓPUR fólks sem vill beita sér fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur geti í framtíðinni áfram gegnt hlutverki sínu sem örugg og hagkvæm þjónustumiðstöð hyggst stofna með sér félagsskap, Hollvini Reykjavíkurflugvallar, í næstu viku. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 234 orð

Stjórnarandstaðan sigrar í Júgóslavíu FLEST bendir...

Stjórnarandstaðan sigrar í Júgóslavíu FLEST bendir til að stjórnarandstaðan hafi unnið sigur í kosningunum sem fram fóru í Júgóslavíu sl. sunnudag. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 366 orð

Stjórnmálahugmyndir og sagnaritun

JÓN Ólafsson heldur fyrirlestur þriðjudaginn 3. október í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Hvernig stýra ríkjandi stjórnmálahugmyndir sagnaritun?" Fundurinn hefst kl. 12. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Stórsigur á Rúmeníu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær stórsigur á landsliði Rúmeníu í seinni viðureign liðanna um sæti í styrkleikaflokki. Úrslit leiksins urðu 8:0 fyrir Ísland en fyrri leik liðanna lauk með 2:2-jafntefli í Rúmeníu. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 547 orð | 2 myndir

Telur ósætti um kostnað auðleyst

MADELEINE K. Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að neinar meiriháttar breytingar verði á varnarsamstarfi ríkjanna þótt samningar um endurskoðun þess séu framundan. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 140 orð

Útrýmingarhættan eykst

UM ÞAÐ bil 11.000 dýra- og plöntutegundir eru í verulegri útrýmingarhættu, samkvæmt ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði náttúruverndar í heiminum. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Verð á áfengi og tóbaki hækkar

VERÐ á áfengi og tóbaki hækkar hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í dag. Bjór hækkar að meðaltali um 0,14% og annað áfengi að meðaltali um 0,47%. Verð á tóbaki hækkar að meðaltali um 2,81%. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Víkkandi sjóndeildarhringur

Agla Ástbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1987 og BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992. Eftir það tók hún B.ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1996. Hún hefur starfað sem kennari við Melaskólann í Reykjavík frá 1997. Hún er fulltrúi í samninganefnd fyrir hönd grunnskólakennara. Agla er í sambúð með Haraldi Erni Jónssyni arkitekt og eiga þau tvö börn. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Vökur í KFUM og KFUK

VETRARSTARF KFUM og KFUK er hafið. Á þessum vetri verður sú nýbreytni í starfi félaganna að boðið verður upp á tvær samkomur á hverjum sunnudegi í stað einnar eins og venjan hefur verið. Hin hefðbundna sunnudagssamkoma er kl. Meira
1. október 2000 | Erlendar fréttir | 198 orð

YFIR 70 manns fórust þegar grísk...

YFIR 70 manns fórust þegar grísk ferja sökk eftir að hafa steytt á skeri við innsiglinguna að höfn eyjarinnar Paros á þriðjudagskvöld. Skerið var vel merkt á sjókortum og með vita. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Þeir fyrstu úr röðum fatlaðra komnir til Sydney

TVEIR af sex keppendum Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, sem haldið verður í Sydney 18.-29. október, komu til Sydney rétt fyrir helgina. Þetta eru frjálsíþróttamennirnir Geir Sverrisson og Einar Trausti Sveinsson. Meira
1. október 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þriggja bíla árekstur á Miklubraut

HARÐUR árekstur varð á Miklubraut rétt eftir hádegið í gær. Þrír bílar skemmdust og tvennt var flutt á slysadeild. Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið stansaði þar sem hlutur hafði dottið af kerru sem var aftan í henni. Meira

Ritstjórnargreinar

1. október 2000 | Leiðarar | 430 orð

HEIMSÓKN ALBRIGHT

MEÐ heimsókn sinni hingað til lands í gær sýnir Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, okkur Íslendingum mikla vinsemd og virðingu. Meira
1. október 2000 | Leiðarar | 2430 orð | 2 myndir

REYKJAVÍKURBRÉF

Atburðarásin í kjölfar skýrslu Auðlindanefndar, sem birt var í gær, föstudag, hefur orðið mun hraðari en búast mátti við. Því valda hin óvæntu en ánægjulegu viðbrögð stjórnar Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Meira
1. október 2000 | Leiðarar | 286 orð

Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins

1. okt. 1955: "Sú þjóð er fátæk, sem engan slíkan skóla á, og því ber að þakka þeim, sem Handíðaskólann stofnuðu og hafa rekið hann síðan. Er þar Lúðvig Guðmundsson skólastjóri, fremstur í flokki. Meira

Menning

1. október 2000 | Menningarlíf | 197 orð | 1 mynd

60 sýningar á Glanna glæp

SEXTUGASTA sýning á barnaleikritinu vinsæla Glanni glæpur í Latabæ er í dag, sem gekk fyrir troðfullu húsi í Þjóðleikhúsinu allt síðasta leikár. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 243 orð | 1 mynd

Að vernda heiður hússins

Leikstjórn og handrit: Guðný Halldórsdóttir. Byggð á sögu eftir Halldór Laxness. Aðalhlutverk: Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Reine Brynjolfsson, Egill Ólafsson, o.fl. (90 mín) Ísland, 1999. Bergvík. Öllum leyfð. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Ástir kvenna

½ Leikstjórar: Jane Anderson, Martha Coolidge, Anne Heche. Handrit: Jane Anderson, Sylvia Sichel, Anne Heche. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Chloe Sevigny, Michelle Williams, Ellen DeGeneres, Sharon Stone. (90 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Brúin út í Viðey afhent

ÁTTA skáld sem öll búa í Grafarvogi hafa tekið höndum saman við Miðgarð - miðstöð fjölskylduþjónustu í hverfinu - og gefið út nýstárlega bók, Brúna út í Viðey, til að gefa öllum heimilum og vinnustöðum innan póstumdæmis 112. Meira
1. október 2000 | Kvikmyndir | 594 orð | 1 mynd

Hið góða gegn hinu illa

Leikstjóri: Hayao Miyazaki. Handrit: Neil Gaiman og Jack Fletcher. Raddir á ensku: Billly Crudup, Minnie Driver, Claire Danes, Billy Bob Thornton, Jada Pinkett og Gillian Anderson. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 402 orð | 1 mynd

Í einum grænum

"ÉG ER að fara í tónleikaferð í kringum landið," segir Kristján Kristjánsson eða KK eins og þjóðin þekkir hann. "Bara venjulega tónleikaferð en um leið er verið að nota mig til þess að kynna brunavarnir. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 1948 orð | 3 myndir

Kvikmyndin er dauð

Peter Greenaway kyssir hefðbundnar kvikmyndir bless með 8 ½ konu og bindur trúss sitt við margmiðlun. Pétur Blöndal hlustaði á andríka spá um framtíð kvikmyndagerðar. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd

M-2000

HÁSKÓLABÍÓ KL. 14 Sjötíu ára afmælistónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík fagnar 70 ára afmæli. Af því tilefni er efnt til hátíðartónleika í Háskólabíói kl. 14:00. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 486 orð | 2 myndir

Magnólía / Magnolia Mikið og magnað...

Magnólía / Magnolia Mikið og magnað snilldarverk Phils Thomas Andersons sem rökstyður með árangursríkum hætti að í lífinu séu engar tilviljanir. Tom Cruise fer fyrir hópi frábærra leikara. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 54 orð

Mánudaginn 2. október

LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 16-18 cafe9.net Gestgjafar munu kynna verkefni og hjálpa gestum við að setja inn efni. EL FERROL Á SPÁNI Íslandsdagar Frá 2. til 6. október verða Íslandsdagar í hafnarbænum El Ferrol á Spáni. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Monty Python fyndnastir

KVIKMYND Monty Python flokksins, The Life Of Brian, hefur verið valin fyndnasta mynd allra tíma af lesendum kvikmyndablaðsins Total Film Magazine . Myndin, sem er háðsdeila á upphaf kristinnar trúar, var afar umdeild á sínum tíma árið 1979. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur

Líffærameistarinn fjallar um frægan lækni og líffærameistara á Ítalíu á 16. öld og er eftir Federico Andahazi. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 74 orð

Nýjar bækur

Klór er eftir Þorstein Guðmundsson. Klór er safn smásagna sem fléttað er haganlega saman. Lýst er einum degi í lífi fólks sem allt tengist á einhvern hátt. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 149 orð | 2 myndir

Ný mynd um Barbarellu?

SAMKVÆMT kvikmyndafréttasíðunum á Netinu hafa afþreyingarrisarnir Warner Brothers og 20th Century Fox í hyggju að framleiða nýja kvikmynd um prinsessu geimmyndanna, Barbarellu. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 280 orð | 1 mynd

Óbó- og píanóverk frá þremur borgum

PETER Tompkins óbóleikari og Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum í Tíbrá-tónleikaröð Kópavogs nk. þriðjudagskvöld, 3. október, kl. 20. Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 768 orð | 3 myndir

Pablo Honey (1993) Þessi plata er...

Pablo Honey (1993) Þessi plata er sjaldgæft dæmi um að það sé ekki hægt að vera vitur eftirá. Hversu oft sem hlustað er á Pablo Honey er þar engar vísbendingar af finna um stórvirkin sem Radiohead hefur unnið síðan. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

"Óður til haustsins"

Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallarans fagna íslenskar listakonur haustinu í litum, tónum og tali annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Haustið í öllum sínum margbreytileik er þema kvöldsins. Leikkonur flytja uppáhaldsljóðin sín. Meira
1. október 2000 | Myndlist | 468 orð | 1 mynd

Sagan af hótelinu

Til 8. október. Opið þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 11 - 17. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Stoppleikhópurinn á Norðurlandi

STOPPLEIKHÓPURINN verður með barna- og unglingasýningar dagana 1.-6. október á Norðurlandi: Akureyri, Dalvík, Grenivík, Svalbarðseyri, Húsavík, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Unglingaverkið "Á-kafi" eftir Valgeir Skagfjörð verður sýnt dagana 2.-6. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Sunnudagur Bíóborgin Kl.

Sunnudagur Bíóborgin Kl. 15.40 Cosi Ridevano, The Straight Story Kl. 15.50 The Loss of Sexual innocence Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 Cosi Ridevano Kl. 18.00 Scorn Kl. 20.00 Scorn,The Straight Story Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22. Meira
1. október 2000 | Menningarlíf | 25 orð | 1 mynd

Tveir Suðurnesjamenn

SUÐURNESJAMENNIRNIR Eiríkur Árni Sigtryggsson og Júlíus Samúelsson opna myndlistarsýningu í Félagsmiðstöðinni Árskógar, Árskógum 4, Reykjavík, á morgun, mánudag. Opið virka daga kl. 9-16.30 og laugardaga kl.... Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 1182 orð | 4 myndir

Undan OK-inu

VIÐVÖRUN: þeir sem væntu þess að Radiohead fylgdi meistaraverkinu OK Computer eftir með áþekkri plötu verða fyrir miklum vonbrigðum með Kid A . Meira
1. október 2000 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Þetta er náttúrulega bilun!

Í sumar kom út "heiðrunarplata" (e. tribute album) allra heiðrunarplatna, Pink Pig: The Whole Cure In The Mirror . Meira

Umræðan

1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

Á Vopnafirði tóku tveir piltar sig...

Á Vopnafirði tóku tveir piltar sig til og héldu hlutaveltu til styrktar MS-félagi Íslands og söfnuðu 8.500 krónum. Þeir heita Bjarki Freyr, 9 ára, og Hannes Pétur, 10... Meira
1. október 2000 | Aðsent efni | 1510 orð | 1 mynd

ER LAUSNIN FUNDIN?

Við sem við kennslu fáumst, segir Árni Hermannsson í ábendingu til menntamálaráðherra, bíðum spennt eftir því, að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á því að slík óveðursský hrannist nú upp yfir menntakerfi þjóðarinnar að fárviðri er í nánd. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Ég á þjóðkirkjuna

ÞEGAR að því kemur að Íslendingar aðskilja ríki og kirkju, verður erfiðasta málið líklega fjárhagslega hliðin. Ég hef lengi íhugað þetta og hef komist að augljósri niðurstöðu, ég á þjóðkirkjuna. Eða kannski svona 1/275.000 af henni. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 263 orð

Friðhelgir partar

SVO er að skilja á Bjarna Jónssyni í Morgunblaðinu 27. september sl. að hann telji sig frekar njóta friðhelgi gagnvart fjölmiðlum sundurlimaður en í heilu lagi. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 470 orð | 5 myndir

Kannast einhver við myndirnar?

SAMGÖNGUR milli Íslands og annarra landa tóku lengri tíma á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, þegar skip voru eini farkosturinn. Fólk hafði tíma til að kynnast og stytta sér sameiginlega stundir. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 724 orð | 1 mynd

Kirkjan á morgni og kvöldi 20. aldar

Íslendingar eru kirkjuræknir, sagði Daníel Bruun á morgni 20. aldarinnar. Stefán Friðbjarnarson veltir fyrir sér hvað hann myndi segja um íslenzka kirkju á kvöldi aldarinnar. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 104 orð

MEÐ SÓL

Þótt grúfi nótt og stjarna ei sé til sagna, mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið. Er dagur skín, ég fullvissu þeirri fagna: ég er förunautur sólar á vesturleið. Á vori sólin ekur um óravegi, og ofurljóma stafar af hennar brá. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 517 orð

Sómi Íslands?

ÞEGAR maður hugsar til þeirra orða sem eru fyrirsögn þessara skrifa og reynir að tileinka þau framámönnum þjóðarinnar reynist manni æ erfiðara að finna sannan merkisbera þeirra. Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu 4.219 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita María Sól Ingólfsdóttir, Herdís Anna Magnúsdótt ir, Bára Sif Ómarsdóttir og Ólöf... Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.350 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands, Hafnarfjarðardeild. Þau heita Pétur Már Gíslason og Þórdís Ylfa... Meira
1. október 2000 | Bréf til blaðsins | 653 orð

ÞJÓÐINNI hefur orðið tíðrætt um þau...

ÞJÓÐINNI hefur orðið tíðrætt um þau afrek sem íslenskt íþróttafólk hefur unnið á Ólympíuleikunum í Sydney. Það er enda hverri þjóð nauðsynlegt að eiga afreksfólk, hvort sem er í menningu, íþróttum, vísindum eða einhverju öðru. Meira

Minningargreinar

1. október 2000 | Minningargreinar | 545 orð | 1 mynd

ANDREA HELGADÓTTIR

Andrea Helgadóttir fæddist á Herríðarhóli í Holtum, Rangárvallasýslu, 22. nóvember 1905. Hún lést 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Andrésdóttir, f. 24.10. 1880, d. 5.5. 1953 og Helgi Skúlason, cand.theol., f. 17.6. 1867, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 6911 orð | 1 mynd

ÁSTA HANNESDÓTTIR

Ásta Hannesdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 11. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hannes Pálsson, bóndi á Undirfelli og fulltrúi í Reykjavík, f. 18. apríl 1898, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 1573 orð | 1 mynd

BÖÐVAR EGGERTSSON

Böðvar Eggertsson fæddist á Hvammstanga 15. nóvember 1912. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi hinn 19. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Þorbjörn Böðvarsson, f. 7.5. 1865, d. 17.7. 1938 og Guðfinnu Jónsdóttir, f. 5.8. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 3354 orð | 1 mynd

GUÐJÓN INGI SVERRISSON

Guðjón Ingi Sverrisson prentari fæddist í Reykjavík 14. október 1953. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. september síðastliðinn. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa Ingunni Guðmundsdóttur, f. 8. september 1906, og Guðjóni E. Long, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

GUÐNI HELGASON

Guðni Helgason rafverktaki fæddist á Bergi á Eyrarbakka hinn 27. janúar 1920. Hann lést í Seattle í Bandaríkjunum hinn 17. september síðastliðinn. Foreldrar Guðna voru hjónin Helgi Ólafsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 686 orð | 1 mynd

HALLDÓR KRISTJÁNSSON

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 2. október 1910. Hann lést 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. september. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2000 | Minningargreinar | 887 orð | 1 mynd

HELGI GUÐLAUGSSON

Helgi Guðlaugsson fæddist í Gerðakoti í Ölfusi 20. mars 1906. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Guðlaugur Hannesson, f. 3. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

1. október 2000 | Bílar | 167 orð | 1 mynd

Afrakstur samrunans á Parísarsýningunni

ALÞJÓÐLEGA bílasýningin í París stendur nú yfir og er meginstefið að þessu sinni rafræn upplýsingakerfi, net-, farsíma- og gagnaflutningakerfi í bílum. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 117 orð | 1 mynd

Afsláttur í helstu listamiðstöðvar

Listamiði eða Artticket er nokkuð sem áhugamenn um menningu og listir ættu ekki að láta fara framhjá sér leggi þeir leið sína til Barcelona. Með miðann að vopni er hægt að heimsækja sex af helstu listamiðstöðvum borgarinnar á helmingsafslætti. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 261 orð | 1 mynd

Á loftskrúfubáti um Skaftá

NÝTT ferðaþjónustufyrirtæki mun hefja starfsemi á Kirkjubæjarklaustri innan skamms þar sem loftskrúfubáturinn sem nefndur hefur verið Flygill verður í öndvegi en báturinn, sem kemur frá Alaska, er fyrsti bátur sinnar tegundar hér á landi. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 210 orð | 1 mynd

DVD-tæki til láns á Saga-farrými

FARÞEGAR á Saga-farrými Flugleiða til og frá Bandaríkjunum geta á næstu mánuðum fengið lánuð DVD-tæki og diska til að stytta sér stundir meðan á fluginu stendur. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 701 orð | 3 myndir

,,Farðu með úlfalda út að borða!"

Alice Springs er ferðamannabær í hinni svokölluðu rauðu miðju Ástralíu. Það sem dregur fólk að bænum er nálægð við klettinn Ayers Rock sem er stærsti steindrangur í heimi. Margrét Þóra Einarsdóttir heimsótti Alice Springs á ferð sinni um Ástralíu. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 363 orð | 1 mynd

Forn býli í Þingvallaskógi

Á haustin er litadýrðin á Þingvöllum stórfengleg og leggur Lovísa Ásbjörnsdóttir til að farið sé í létta haustgöngu að fornum býlum í Þingvallaskógi, Hrauntúni og Skógarkoti. Meira
1. október 2000 | Bílar | 57 orð | 1 mynd

Fusion frá Renault og Nissan

Meðal þess sem getur að líta á bílasýningunni í París er þessi hugmyndabíll frá Nissan og heitir Fusion. Vísar nafnið til náins samstarfs Nissan- og Renault-fyrirtækjanna sem eru með svæði sín hlið við hlið á sýningunni. Meira
1. október 2000 | Bílar | 734 orð | 6 myndir

Hyundai Trajet í ferðalögin

TRAJET er nýr sjö manna bíll frá Hyundai og hefur umboðið, B&L, nýlega kynnt hann hérlendis. Trajet er framdrifinn, búinn tveggja lítra, 136 hestafla vél og kostar hann með fimm gíra handskiptingu 1.850.000 kr. Meira
1. október 2000 | Bílar | 161 orð

Jeep Varsity - hraðskreiði jeppinn

JEEP verður 60 ára á næsta ári. Þótt bíllinn sé fyrst og fremst bandarískur sannaði hann fyrst gildi sitt í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni. Núverandi framleiðslubílar Jeep, þ.e. Meira
1. október 2000 | Bílar | 71 orð

Kaupleigubílar fá ekki einkamerki

Það kostar 28.750 krónur að fá einkamerki og þar af renna 25.000 krónur til Umferðarráðs en 3.750 krónur er gjald fyrir framleiðslu skráningarmerkjanna. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 98 orð | 1 mynd

Lokka íslensku jólasveinarnir?

Flugleiðir nota ýmsar leiðir til að vekja athygli á Íslandi utan annatíma. Um þessar mundir eru þeir að bjóða í Bandaríkjunum ferns konar pakkaferðir til Íslands. Þar á meðal er sérstök jólaferð. Meira
1. október 2000 | Bílar | 129 orð | 1 mynd

Meira afl og hærra verð á Land Cruiser 90

NÝR Toyota Land Cruiser 90 er að koma á markað hérlendis. Bíllinn er óbreyttur í útliti en státar af nýrri vél sem skilar 38 fleiri hestöflum en eldri vélin. Meira
1. október 2000 | Bílar | 324 orð

Mikill innflutningur á notuðum bílum í Noregi

MIKILL innflutningur á notuðum fólksbílum til Noregs hefur leitt til þess að meðalaldur bíla þar hefur hækkað verulega. Innflutningur á notuðum bílum er fyrstu sjö mánuði ársins 26,5% af innflutningi nýrra bíla. Samtals voru fluttir inn 61. Meira
1. október 2000 | Bílar | 413 orð | 5 myndir

Mini Coopersmábíll BMW um allan heim

ÞAÐ féll í skaut BMW að halda einn af fjölsóttustu blaðamannafundum sem haldnir voru á fjölmiðladögum bílasýningarinnar í París síðastliðinn fimmtudag. Meira
1. október 2000 | Bílar | 95 orð

Nýr jeppi BMW smíðaður af Steyr eða Karmann

BMW mun framleiða nýjan jeppa í verksmiðjum Steyr í Graz í Austurríki eða í Karmann-verksmiðjunni í Osnabruck í Þýskalandi. Bíllinn kallast X3 og er minni en X5-jeppinn sem þegar er kominn á markað. Ráðgert er að framleiðsla hefjist 2002. Meira
1. október 2000 | Bílar | 31 orð

Punto eyðir 6 l á hundraðið

Í GREIN um Fiat Punto Sporting í síðasta blaði var ranglega sagt frá eyðslutölum bílsins. Bíllinn eyðir í blönduðum akstri tæpum sex lítrum á hverja 100 km. Beðist er velvirðingar á... Meira
1. október 2000 | Bílar | 659 orð | 6 myndir

Sex bestu bílarnir í heimi?

Á hverju ári velur enska bílablaðið Autocar 100 bestu nýju bílana. Þetta er eins og gefur að skilja langur listi en hér verður gripið niður í flokkun tímaritsins og sagt frá þeim bílum sem höfnuðu í sex efstu sætunum. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 679 orð

Sérkennileg afþreying víða um heim

Ostarúllur Á hverju ári koma íbúar Cheltenham í Englandi saman á Cooper's Hill, sem er falleg hæð í héraðinu. Þetta hafa þeir gert allar götur síðan fyrir tíma Rómverja. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 493 orð | 2 myndir

Síðasti vígdrekinn til sýnis á Thames

Beitiskipið Belfast veitti þýska orustuskipinu Scharnhorst náðarhöggið norðaustur af Íslandi grimma vetrarnótt fyrir hálfri öld. Nú á HMS Belfast náðuga daga í London og forvitnum er leyft að skoða innviði skipsins. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 197 orð | 1 mynd

Svíþjóð Ólíkar kröfur kynjanna Könnun um...

Svíþjóð Ólíkar kröfur kynjanna Könnun um kröfur fólks til hótela sýnir að þær eru misjafnar eftir kynjum. Meira
1. október 2000 | Bílar | 59 orð

Trajet GLS í hnotskurn

Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 136 hestöfl. Snúningsvægi 183 Nm v. 4.600 snúninga. Framdrifinn. Fimm gíra handskipting. Vökvastýri, veltistýri. Læsivarðir hemlar. Þjófavörn. Þriggja punkta belti í aftursætum. Rafdrifnar rúður. Meira
1. október 2000 | Bílar | 91 orð

Tækjabúnaður truflar ökumennina

ÖKUTÆKI, sem búin eru alls kyns tæknibúnaði, eins og bílsímum og leiðsögukerfi, eru hættuvaldar í umferðinni, að því er bandarísk stjórnvöld segja. Aukinn búnaður í bílum, þ.m.t. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 464 orð | 1 mynd

Úr fábrotnu fjallaþorpi í Tyrklandi

Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og eiginmaður hennar, Sverrir Jónsson, eru nýkomin frá Danmörku og Suður-Tyrklandi. Ferðin var farin í tilefni af því að Rannveig varð sextug og síðan eiga þau hjónin fjörutíu ára brúðkaupsafmæli um þessar mundir. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 58 orð | 1 mynd

Veggjaldið lækkað

ÁKVEÐIÐ hefur verið að lækka áskrift að veggjaldi yfir Eyrarsundsbrúna í 125 danskar krónur eða um 1.240 íslenskar krónur í stað 230 danskra króna fyrir ferðina. Lækkunin tekur þó ekki gildi fyrr en 21. október. Meira
1. október 2000 | Ferðalög | 1060 orð | 4 myndir

Þeir einfaldlega ganga af göflunum

"ÞETTA var alveg ótrúleg lífsreynsla," segir Stefanía Kristín Bjarnadóttir sem fyrir fáeinum árum var skiptinemi í Ivrea á Ítalíu og tók þátt í sérkennilegum og harðvítugum appelsínubardaga; rétt eins og aðrir bæjarbúar. Meira

Fastir þættir

1. október 2000 | Fastir þættir | 119 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 21. september. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Birgir Sigurðss. - Alfreð Kristjánss. 258 Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. Meira
1. október 2000 | Fastir þættir | 97 orð

Bridsfélag Suðurnesja Síðasta mánudag lauk þriggja...

Bridsfélag Suðurnesja Síðasta mánudag lauk þriggja kvölda tvímenningi þar sem 2 bestu giltu til verðlauna. Úrslit kvöldsins: Gísli Ísleifss. - Hafsteinn Ögmundss. 64,4 Þröstur Þorlákss. - Heiðar Sigurjónss. 58,3 Karl G. Karlss.- Gunnlaugur Sævarss. Meira
1. október 2000 | Fastir þættir | 280 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 26. september byrjaði 3 kvölda Haust-Monrad Barómeter tvímenningskeppni. 30 pör spila 18 umferðir með 5 spilum á milli para. Meira
1. október 2000 | Fastir þættir | 369 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EDDIE Kantar og Marshall Miles spiluðu saman sem ungir menn, en báðir eru þekktir bridshöfundar í Bandaríkjunum. Hér er spil úr einni bóka Marshalls, sem Kantar hefur ekki kunnað við að nota, enda sjálfur í lykilhlutverki. Meira
1. október 2000 | Í dag | 370 orð | 1 mynd

Kvöldmessa í Hallgrímskirkju

FYRSTA kvöldmessa vetrarins verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. október kl. 20. Kvöldmessan er með mjög einföldu sniði þar sem lögð er áhersla á kyrrð, tilbeiðslu og góða tónlist. Meira
1. október 2000 | Dagbók | 643 orð

(Orðskv. 11, 27.)

Í dag er sunnudagur 1. október, 275. dagur ársins 2000. Remigíusmessa. Orð dagsins: Sá sem leitar góðs, stundar það, sem velþóknanlegt er, en sá sem sækist eftir illu, verður fyrir því. Meira
1. október 2000 | Fastir þættir | 109 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga sem haldið var á Netinu fyrir skömmu. Hannes Hlífar Stefánsson (2556) hafði hvítt í stöðunni gegn Færeyingnum Flóvin Þór Næs (2271). 25.b4! Meira
1. október 2000 | Dagbók | 87 orð

Skilafrestur minningargreina

Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Meira

Íþróttir

1. október 2000 | Íþróttir | 81 orð

35. verðlaun Otteys

MERLENE Ottey vann í gær sín 35. verðlaun á stórmóti í frjálsíþróttum þegar hún var í silfursveit Jamaíku í 4x100 m boðhlaupi. Ottey, sem varð fertug í vor, er nú að taka þátt í sínum sjöttu Ólympíuleikum og líklega þeim síðustu. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 203 orð

Gleðskapur spillir einbeitingu

ÁSTRALSKI maraþonhlauparinn Lee Troop ber sig aumlega þessa dagana og segist eiga afar erfitt með að einbeita sér og búa sig undir keppni í maraþonhlaupi á sunnudaginn. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 78 orð

Hattestad

Ólympíumeistari í spjótkasti kvenna. Fædd: 18. apríl 1966 í Ósló, Noregi. Helstu afrek: Hefur tvívegis orðið heimsmeistari, 1993 og 1997. Hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 66 orð

Jelena Jelesina

Ólympíumeistari í hástökki kvenna. Fædd: 5. apríl 1970 í Chelyabins, Rússlandi. Helstu afrek: Vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu árin 1991 og 1993. Stökk 2,01 metra árið 1999 sem var besti árangur hennar í níu ár. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 261 orð

Kamerúnar unnu sín fyrstu gullverðlaun á...

Kamerúnar unnu sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum frá upphafi þegar karlalið þeirra í knattspyrnu sigraði Spánverja í úrslitaleik. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 11 orð | 1 mynd

KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kamerún -...

KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kamerún - Spánn 5:3(2:2) Jafnt eftir venjulegan leiktíma. Kamerún sigrar eftir... Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 13 orð | 1 mynd

KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Rússland -...

KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Rússland - Svíþjóð 28:26 Leikur um bronsverðlaun: Spánn - Júgóslavía 26:22 Leikur um 5. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

KONUR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Bandaríkin -...

KONUR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Bandaríkin - Ástralía 76:54 Leikur um bronsverðlaun: Brasilía - Suður-Kórea 84:73 KARLAR Leikur um 5. sæti: Ítalía - Júgóslavía 69:59 Leikur 7. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 8 orð | 1 mynd

KONUR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kúba -...

KONUR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kúba - Rússland 3:2 Leikur um bronsverðlaun: Brasilía - Bandaríkin... Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

KONUR Úrslit í 1500 metra hlaupi:...

KONUR Úrslit í 1500 metra hlaupi: Nouria Merah-Benida (Alsír) 4.05,10 Violeta Szekely (Rúmenía) 4.05,15 Gabriela Szabo (Rúmenía) 4.05,27 Kutre Dulecha (Eþíópía) 4.05,33 Lidia Chojecka (Pólland) 4.06,42 Anna Jakubczak (Pólland) 4. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 75 orð

Maraþon var ekki nóg

TEGLA Loroupe, hlaupari frá Kenýa, lét sér ekki nægja að keppa í maraþonhlaupi kvenna, eins og mörgum hefði þótt nóg, heldur tók hún einnig þátt í 10.000 metra hlaupi. Loroupe náði sér ekki á strik í maraþonhlaupinu og kom í mark þrettánda. Varð hún 5. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 44 orð

Merah-Benida

Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi kvenna. Fædd: 19. október 1970 í Alsír. Helstu afrek: Hefur unnið öll 1500 metra hlaup á þessu ári. Varð í öðru sæti bæði í 800 og 1500 metra hlaupi á Afríkuleikunum árið 1999. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 51 orð

Millon Wolde

Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla. Fæddur: 17. mars 1979 í Eþíópíu. Helstu afrek: Sigraði í 5000 metra hlaupi á heimsmeistaramóti unglinga árið 1998. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 262 orð

Svíar náðu ekki gullinu

RÚSSAR vörðu ólympíumeistaratitil sinn í handknattleik karla þegar þeir lögðu Svía í úrslitaleik, 28:26. Svíar höfðu eins marks forystu í leikhléi, 14:13, en Rússar voru sterkari í síðari hálfleiknum, náðu mest fjögurra marka forskoti sem Svíum tókst ekki að vinna upp. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 400 orð

Trine gerði út um keppnina strax...

Eftir að hafa verið einn allra fremsti spjótkastari heims í rúmlega hálfan annan áratug tókst Trine Hattestad loks að verða ólympíumeistari. Nú var loks komið að norsku spjótkastdrottningunni að sýna hvað í henni bjó, en hún keppti fyrst á Ólympíuleikum árið 1984. Meira
1. október 2000 | Íþróttir | 708 orð

Þrjú gull og tvö brons hjá Jones

FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNIN var í sviðljósinu á Ólympíuleikunum í Sydney í gær en keppt var til úrslita í síðustu greinunum nema maraþonhlaupinu sem þreytt verður í dag. Helstu tíðindin urðu þau að bandaríska stúlkan Marian Jones bætti tvennum verðlaunum í safn sitt, gullpeningi í 4x400 metra boðhlaupinu og bronspeningi í 4x100 metra boðhlaupinu. Norska stúlkan Trina Hattestad kastaði lengst allra í spjótkastinu og Eþíópíumenn voru sigursælir í hlaupagreinunum. Meira

Sunnudagsblað

1. október 2000 | Sunnudagsblað | 363 orð | 1 mynd

Ástmögur kvenna

FÆSTIR rapparar ná að lifa lengur í vitund manna en sem nemur einni eða tveimur skífum. Svo er þróunin ör og mikið um að vera að nýjar stefnur þurrka út allt það sem áður var. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 100 orð

Á þessu ári hefur metýlering í...

Á þessu ári hefur metýlering í erfðamengi mannsins verið eitt heitasta rannsóknarsviðið. Sá eiginleiki metýleringar að geta hindrað tjáningu gena hefur líka vakið miklar vonir. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 454 orð | 2 myndir

Beðið eftir Radiohead

EKKI REKUR menn minni til að breiðskífu hafi verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu síðustu ár og plötu Radiohead sem kemur út á morgun. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1143 orð | 4 myndir

Bræður í bíómyndum

Bandarísku bíóbræðurnir Joel og Ethan Coen hafa sent frá sér nýja mynd sem heitir O Brother, Where Art Thou? með George Clooney í aðalhlutverki. Arnaldur Indriðason skoðaði feril Coen-bræðra og um hvað nýja myndin þeirra fjallar. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1242 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 2.-8. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 2319 orð | 1 mynd

Ekki þess virði að gera málamiðlanir

Heimildarmyndin um ungu stúlkuna Brandon Teena sem lifði eins og karlmaður og var á endanum myrt af vinum sínum, hefur unnið til fjölda verðlauna og vakti mikla athygli þegar hún var sýnd hér á kvikmyndahátíð. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við þær Grétu Ólafs og Susan Muska sem fórnuðu öllum kreditkortunum sínum og langsímalínunni til þess að geta gert myndina. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1498 orð | 2 myndir

Er rusl í erfðamengjum okkar?

ÉG HEF lengi verið heillaður af vísindum og var ákveðinn í að koma að rannsóknum með einum eða öðrum hætti, jafnvel áður en ég innritaðist í læknadeildina," segir Hans Tómas Björnsson, sjötta árs nemi við læknadeild Háskólans, en rannsókn hans á... Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 3469 orð | 11 myndir

FYRSTU kynni mín af Víetnam voru...

FYRSTU kynni mín af Víetnam voru á sjöunda áratugnum og má þakka þau þeim rammíslenska sið að hlusta á útvarpsfréttir á matmálstímum. Jón Múli og aðrir þulir röktu gang stríðsins í þessu landi þar sem sprengjum rigndi og barist var upp á líf og dauða. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 2010 orð | 9 myndir

Hraðferð um Vestfirði

Í júlílok fór Leifur Sveinsson í ferð um sunnanverða Vestfirði þar sem hann m.a. heimsótti safnið á Hnjóti. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 832 orð | 1 mynd

Hugmyndin um mylluhjólið enn í fullu gildi

HILMAR Haraldsson vélfræðingur, vélvirkjameistari og áhugamaður um vatnsvélasmíði telur að mögulegt sé virkja mjög víða í sveitum landsins, eða á að minnsta kosti 1.500 stöðum. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 2951 orð | 2 myndir

Leið úr sjálfheldu

EFTIR annasamt starf háskólarektors var Sveinbirni boðið að stýra vinnu við Rammaáætlun um nýtingu vatns afls og jarðvarma vorið 1999. Hann stóðst ekki mátið, enda hvort tveggja í senn raunvísindamaður og náttúruunnandi. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1695 orð | 2 myndir

Læknirinn

"Ég er fæddur í litlu þorpi í Norður-Noregi, sem heitir Misvær og er í Salten. Það er um 60 km frá Bodø, og er rétt norðan við heimskautsbauginn," segir Brodersen, þegar hann er spurður um ætt og uppruna. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 3420 orð | 2 myndir

Lögin stuðla að því að fjármagnið fari úr landi

Á síðustu árum hafa margir nýtt sér heimild skattalaga til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum. Stór hluti af þessum söluhagnaði er ávaxtaður erlendis í eignarhaldsfélögum þar sem skattaumhverfið er hagstæðara en hér á landi. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1760 orð | 3 myndir

MEÐ Allt milli himins og jarðar

Aðalbjörg Reynisdóttir er fædd 16. október 1948 í Reykjavík. Hún varð gagnfræðingur frá Hlíðadalsskóla 1964 og fór eftir það til náms í Antvosskov-lýðháskólanum í Slagelse í Danmörku. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 800 orð | 3 myndir

"Búrgund" í Bandaríkjunum

Þegar bandarísk vín ber á góma dettur líklega flestum kalifornísk vín fyrst í hug. Vínrækt má hins vegar finna í flestum ríkjum Bandaríkjanna og vín frá Oregon á vesturströndinni hafa vakið verulega athygli. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um víngerð frá nágrannaríki Kaliforníu í norðri en þar dafna þrúgur Búrgundarhéraðs betur en víðast hvar annars staðar. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 441 orð | 1 mynd

RANNSÓKNIN MARKVERT INNLEGG SEM ÞURFTI AÐ GERA

JÓN Jóhannes Jónsson, dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskólans, hefur verið leiðbeinandi við rannsóknir Hans Tómasar í um tvö ár. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 430 orð | 1 mynd

Siglt milli skers og báru

Bandarísku rokksveitinni Everclear hefur jafnan tekist að sigla milli skers og báru með það að senda frá sér tónlist sem eitthvað er spunnið í og söluvænleg á sama tíma. Miklu ráða þar um textar söngspíru sveitarinnar og leiðtoga sem átt hefur heldur dapra ævi. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 2810 orð | 7 myndir

SKEIÐAÐ Á SKELJUM

Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Svo kvað Einar karlinn Ben. og hafði nokkuð til síns máls. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Vísindamaðurinn

NAFN: Hans Tómas Björnsson, f. 1975.FORELDRAR: Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, f. 1952 og Lára G. Hansdóttir, hæstarréttarlögmaður, f. 1951.MAKI: Lotta María Ellingsen, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, f. 1978. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 1549 orð

Það eru komnir

ÞENNAN morgun var fremur dimmt yfir Höfn og nágrenni, lágskýjað og gekk á með skúrum. En eftir að búið var að hlaða nauðsynlegum tækjum í skott bifreiðarinnar, s.s. myndbandsupptökuvél, sjónaukum o.þ.h. græjum, var haldið af stað og ekið í austurátt. Meira
1. október 2000 | Sunnudagsblað | 326 orð | 1 mynd

Þögnin hljómar

EITT frægasta atriði tónlistarkvikmyndasögunnar er þegar bassaleikari hljómsveitarinnar þekktu Spinal Tap fær félaga sína til að flytja tónverk eftir sig. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.