Greinar miðvikudaginn 4. október 2000

Forsíða

4. október 2000 | Forsíða | 308 orð

Áköf mótmæli í mörgum Arabalöndum

FJÓRIR Palestínumenn biðu bana á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum í gær og hafa nú 55 manns, langflestir arabar, fallið í átökum Ísraela og Palestínumanna er hófust á fimmtudag. Um þúsund manns hafa særst. Meira
4. október 2000 | Forsíða | 124 orð

Prófessor í flugvélafæði

VIÐ háskólann í Surrey í Englandi verður stofnað til nýs embættis á næstunni, prófessorsembættis í flugvélafæði. Hefur alþjóðasamband fyrirtækja í þessari grein gefið skólanum 61 milljón ísl. kr. Meira
4. október 2000 | Forsíða | 110 orð | 1 mynd

Sameiningarhátíð í Þýzkalandi

HUNDRUÐ þúsunda manna tóku í gær þátt í hátíðarhöldum í Berlín og Dresden í tilefni af tíu ára sameiningarafmæli Þýzkalands, þar á meðal þetta fólk sem naut veðurblíðunnar við ríkisþinghúsið og Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar. Meira
4. október 2000 | Forsíða | 455 orð | 1 mynd

Skipun um að handtaka verkfallsleiðtoga

ÓLJÓST er hvort Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti samþykki boð Rússa um að þeir miðli málum í deilum forsetans við stjórnarandstöðuna vegna kosninganna 24. september. Meira

Fréttir

4. október 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð

77% hlynnt hvalveiðum

NÆRFELLT 77% Íslendinga eru hlynntir því að hefja hvalveiðar á Íslandi og 60% vilja hefja hvalveiðarnar strax á þessu ári, ef marka má skoðanakönnun Gallups sem gerð var síðari hluta ágústmánaðar og í byrjun september. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

Aðalfundur VG í Reykjanesi

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjanesi heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 5. október næstkomandi á Digranesvegi 12 í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20.15. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf, s.s. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 26 orð

Afhenti trúnaðarbréf

ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendiherra afhenti 2. október Pino Arlacchi, yfirmanni Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar í... Meira
4. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 267 orð | 1 mynd

Aukningin tæplega fimm þúsund manns á 30 árum

ÍBÚUM á Akureyri hefur fjölgað um rétt tæplega fimm þúsund manns á síðustu 30 árum. 1. desember árið 1970 var íbúafjöldinn í bænum 10.755 manns en 1. desember á síðasta ári var íbúafjöldi kominn í 15.139. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð

Álit auðlinda-nefndar mikilvægt innlegg

FRIÐRIK Már Baldursson, formaður endurskoðunarnefndar sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, segir að skýrsla auðlindanefndar verði mikilvægt innlegg í störf endurskoðunarnefndarinnar. Meira
4. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 74 orð

Átak í umgengnismálum

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur falið bæjarstjóra að vinna að því að gerð verði úttekt á umgengni á lóðum við íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Garðabæ, að tillögu umhverfisnefndar bæjarins. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Átak um að stöðva sölu tóbaks til unglinga

REYKJAVÍKURBORG, tóbaksvarnarnefnd og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, VR, hafa hrundið af stað átaki til að stöðva ólöglega sölu tóbaks til barna og unglinga í Reykjavík. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Brim við ósa Blöndu

ÓVENJU mikið og þungt brim var við botn Húnaflóa í gær þrátt fyrir milt veður og rjómalogn. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Brosað í slabbi

ÞAð er nokkuð langt síðan fólk hefur þurft að ferðast um göturnar í slyddu og slabbi, en í upphafi vikunnar fengu margir tækifæri til að rifja upp hvernig skal fóta sig þegar götur og gangstéttir eru blautar og hálar. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Dregið gæti úr áhrifum Golfstraums við landið

SAMKVÆMT skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi, sem umhverfisráðherra kynnti í gær, gæti dregið úr áhrifum Golfstraumsins hér við land á næstu áratugum. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 773 orð

Dýrari olía vegna reglugerðar ESB

FORRÁÐAMENN olíufélaganna vísa þeim ásökunum hagsmunasamtaka atvinnu- og einkabílstjóra á bug að þau stundi ólöglegt verðsamráð sín á milli. Bílstjórar hafa mótmælt síðustu verðhækkunum á eldsneyti harðlega og boðað aðgerðir, fáist ekki viðunandi svör. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 690 orð

Eðlilegt að ríkið hafi arð af eignum sínum

Í ÁLITSGERÐ auðlindanefndar kemur fram að í samræmi við almenna stefnumótun sína telur nefndin að tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíðinni eðlilegrar hlutdeildar í þeim umframarði sem nýting vatnsafls í eigu þjóðarinnar skapi. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 1274 orð | 4 myndir

Forsetaheimsókn í sólríku veðri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er nú í opinberri heimsókn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Jóhanna K. Jóhannesdóttir og Þorkell Þorkelsson slógust í för með fylgdarliði forseta. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 285 orð

Framlag í sjóði ESB yrði með því hæsta sem þekktist

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gerði hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að umtalsefni í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Fulltrúar eldri borgara boðaðir til samráðs

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær efni kröfugerðar eldri borgara, sem forsvarsmenn Landssambands eldri borgara afhentu ráðherrum á mótmælafundi við Alþingi í fyrradag. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fundur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi

SAMBAND ungra framsóknarmanna heldur fund fimmtudaginn 5. október kl. 17 á Kaffi Reykjavík. Yfirskrift fundarins verður "Á að leyfa erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi?" Framsögumenn verða Einar K. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrirlestur um brjóstamyndatöku

GUÐRÚN Árnadóttir, MA í sálarfræði, verður með rabb fimmtudaginn 5. október á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Odda, stofu 201, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskriftina "Hvað hindrar konur í að mæta í brjóstamyndatöku?". Allir velkomnir. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fyrirlestur um uppruna Íslendinga

AGNAR Helgason, mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, flytur fyrirlestur miðvikudaginn 4. október sem hann nefnir: Nýjar niðurstöður um uppruna Íslendinga. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Fyrsta fartölvutryggingin

NÝLEGA var gefin út hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. fyrsta sérhæfða fartölvuvátryggingin, en það var Óðinn Valdimarsson háskólanemi sem tók við henni. Tilurð tryggingarinnar má rekja til samstarfs Nýherja hf. Meira
4. október 2000 | Landsbyggðin | 333 orð | 1 mynd

Fyrsta kjördæmisráðið stofnað

Grund, Skorradal -Á laugardaginn var, 30. september, kl. 14 var boðað til fundar í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi á Laugum í Sælingsdal. Þar var einnig fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Gefur áfram kost á sér sem forseti ASÍ

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem forseti sambandsins á þingi ASÍ sem haldið verður dagana 13.-16. nóvember næstkomandi. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gengið á slóðum gömlu eimreiðanna

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stóð fyrir gönguferð sl. miðvikudagskvöld á þeim slóðum sem önnur eimreiðanna fór um Vesturbæinn og Skildinganesmelana til efnistöku fyrir hafnargerð í Reykjavík 1913-1917. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Gengið með strönd Skerjafjarðar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, með strönd Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og með AV suður að Nesti í Fossvogi. Þaðan gengið kl. 20. Meira
4. október 2000 | Landsbyggðin | 280 orð | 1 mynd

Grunnskólanemar gróðursetja birkiplöntur

Grund- Nýlega bauð Andakílsskóli samstarfsskólum á Vesturlandi á sínar heimaslóðir. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Hagnýtt nám um fyrirtækjarekstur á Íslandi

Endurmenntunarstofnun HÍ býður nú í fyrsta sinn upp á tveggja vikna námskeið um grunnatriði í rekstri fyrirtækja, markaðsfræðum, stjórnun og stefnumótun. Meira
4. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 45 orð | 1 mynd

Harður árekstur

ÖKUMAÐUR fólksbíls var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um hádegisbil í gærdag eftir harðan árekstur á mótum Glerárgötu og Smáragötu. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Haustlegt í höfuðborginni

ÞAÐ er haustlegt í Reykjavík um þessar mundir og farið að fréttast af snjókomu á fjöllum. Regnhlífar geta veitt góða vörn í votviðrinu, en verða hins vegar næsta haldlitlar þegar... Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 664 orð | 1 mynd

Hið gullna jafnvægi

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og BA-prófi í stjórnmálafræði 1993. MA-prófi í vinnumarkaðsfræðum lauk hann frá Warwick-háskóla 1995. Hann hefur starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi, fræðslustjóri hjá VR og stjórnunarráðgjafi hjá Gallup, en því starfi gegnir hann í dag og er auk þess lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er kvæntur Magneu Davíðsdóttur bókasafnsfræðingi og eiga þau þrjú börn. Meira
4. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt

NÍTJÁN ára gamall maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 1013 orð | 1 mynd

Hlýnun við Ísland gæti orðið engin

Samkvæmt skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi gæti dregið úr áhrifum Golfstraumsins hér við land. Sökum óvissuþátta gæti einnig hlýnað verulega á næstu öld með bráðnun jökla, aukinni úrkomu, hlýrri sjó með aukinni þorskgengd, hærra sjávarborði og meira rennsli vatnsfalla. Skýrslan er mikilvægt innlegg í umræðuna, segir umhverfisráðherra. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Hneykslun og reiði víða um heim

DAUÐI palestínsks drengs, sem skotinn var í örmum föður síns, er orðinn táknrænn fyrir harmleikinn í Miðausturlöndum, átökin milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 448 orð

Hreinsunin boðin út í alþjóðlegu útboði

SAMÞYKKT hefur verið í ríkisstjórn, að tillögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, að ráðist verði í hreinsun olíu úr skipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Hefur verið ákveðið að veita 100 milljónir kr. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 1376 orð | 1 mynd

Hver sendi pakka og af hvaða hvötum?

Hver sendi myndband af kappræðuæfingum George W. Bush til samstarfsmanns keppinautsins, Al Gore? Er demókratískur njósnari í herbúðum repúblikana eða voru repúblikanar að reyna að leiða demókrata í gildru? Var konan sem starfar hjá fjölmiðlaráðgjafa Bush að póstleggja buxur yfirmanns síns, eða var innihald pakkans þetta alræmda myndband? Ragnhildur Sverrisdóttir segir ýmsar samsæriskenningar á lofti í Bandaríkjunum og að mörgum sé skemmt. Þó ekki forsetaframbjóðendunum. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 225 orð

Höfðað til kjósenda á miðjunni

RÆÐUMENN á landsfundi breska Íhaldsflokksins í Bournemouth í gær reyndu að höfða til kjósenda á miðjunni með því að mæla fyrir félagslegum umbótum, í bland við hefðbundin stefnumál íhaldsmanna. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð

Íslenska dyslexíufélagið í nýtt húsnæði

ÍSLENSKA dyslexíufélagið, sem verið hefur til húsa á Ránargötu 18 í húsakynnum Skógræktarfélags Íslands, er nú að flytja starfsemi sína til Heimilis og skóla á Laugavegi 7 í Reykjavík. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Íþróttamenn fái enn frekari stuðning

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hygðist í framhaldi af frábærum árangri íslenskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Sydney leggja á ráðin um það með íþróttaforystunni hvernig hægt verður að styðja enn frekar... Meira
4. október 2000 | Landsbyggðin | 250 orð | 1 mynd

Jarðhiti notaður í híbýlum á miðöldum?

Reykholt- Í kjallaratóft þess húss sem fornleifafræðingar grófu niður á í sumar, við enda Snorraganga í Reykholti, var talið að fundist hefði hveraútfelling í botni hússins, sem gæti bent til hveravirkni á staðnum. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kaffitár opnar heimasíðu

KAFFITÁR ehf., sem rekur kaffibrennslu í Njarðvík og kaffihús í Kringlunni og í Bankastræti í Reykjavík, hefur opnað heimasíðu á Netinu. Veffangið er www.kaffitar. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Leiðrétt

Stjarna féll út Vegna mistaka við vinnslu blaðsins féll út stjarna í dómi um kvikmyndina "The Straight Story" í blaðinu í gær. Hún átti að fá þrjár og hálfa stjörnu. Myndin er sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lýst eftir vitnum

UMFERÐARÓHAPP varð á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut (Bústaðabrú), föstudaginn 29. september kl. 11.07 en þar lentu í árekstri Honda-fólksbifreið og Dodge-pallbifreið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa er áreksturinn varð. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Málstofa í Miðstöð nýbúa

MÁLSTOFA verður haldin í Miðstöð nýbúa við Skeljanes fimmtudaginn 5. október kl. 20. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er staða Íslands í málefnum innflytjenda og flóttafólks í alþjóðasamhengi. Meira
4. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 93 orð | 1 mynd

Miklabraut breikkuð

FRAMKVÆMDIR við breikkun syðri akreinar Miklabrautar frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að gatnamótum Grensásvegar hófust í fyrradag. Haraldur B. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 639 orð

Munum standa vörð um niðurstöðu auðlindanefndar

SAMFYLKINGIN mun beita sér fyrir því á komandi þingi að fram fari heildarendurskoðun á lögum um viðlagatryggingu. Enn fremur vill flokkurinn gera breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt og er þar einkum horft til frestunar á söluhagnaði hlutabréfa. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Myndasýning frá Perú

NOKKRIR íslenskir fjallamenn héldu til Perú sl. sumar til að klífa tinda í Cordillera Blanca fjallgarðinum. Hópurinn náði m.a. á tind Huascarán fjallsins í 6700 m hæð, auk annarra tinda við 6000 metra múrinn. Fimmtudaginn 5. október klukkan 20. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð

Námskeið um iktsýki

HJÁ Gigtarfélagi Íslands er að hefjast nýtt námskeið um iktsýki. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið dagana 9., 16. og 23 október og byrjar það alla dagana kl. 20. Á námskeiðinu verður farið í þá þætti sem tengjast því að lifa með iktsýki. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Níunda heimsókn forsetans innanlands

OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Snæfells- og Hnappadalssýslu er, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands, níunda heimsókn hans innanlands síðan hann tók við embætti. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ný samtök stofnuð

UNDIRBÚNINGSHÓPUR um stofnun samtakanna Hollvinir Reykjavíkurflugvallar heldur kynningarfund á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 5. október kl. 18. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 623 orð | 2 myndir

Opnaði leiðina að einingu Evrópu

ÞJÓÐVERJAR minntust þess með margvíslegum hætti í gær, að rétt tíu ár voru liðin frá formlegri sameiningu þýzku ríkjanna tveggja. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Óskar eftir rannsókn Samkeppnisstofnunar

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur farið fram á það við Samkeppnisstofnun að hún fari yfir og rannsaki forsendur olíufélaganna fyrir síðustu hækkun á bensíni og olíum. Meira
4. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 280 orð

"Ófremdarástand ríkir í húsnæðismálum skólans"

FORELDRA- og kennarafélag Lækjarskóla tekur undir með foreldraráði skólans og lýsir stuðningi við byggingu nýs Lækjarskóla á Sólvangssvæðinu og þar með fyrirhugaða uppbyggingu við Hörðuvelli. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 458 orð

Rasmussen boðar samráð í Evrópumálum

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, rétti í gær sáttahönd til pólitískra andstæðinga sinna í Evrópumálum í stefnuræðu við setningu danska þingsins. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ráðlegra að Íslendingar ráðstafi fénu sjálfir

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að því færi fjarri að Framsóknarflokkurinn hefði breytt um afstöðu til Evrópusambandsins þó að umræða færi nú fram innan flokksins um Evrópumál. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 436 orð

Segja nefndarstarfið hafa skilað góðum árangri

Í LEIÐURUM DV og Dags í gær er farið jákvæðum orðum um niðurstöðu auðlindanefndar og hvatt til þess að stjórnvöld fari að niðurstöðu nefndarinnar. Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifar leiðara í DV undir fyrirsögninni "Þjóðarsátt og -illindi". Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 432 orð

Selja lítið af hlutabréfum fyrir erlenda aðila

FORSVARSMENN verðbréfafyrirtækjanna segja flestir að fyrirtækin séu mjög lítið í því að selja hlutabréf í eigu erlendra aðila. Þau leggja jafnframt áherslu á að fyrirtækin fari að lögum í þessu efni sem og öðrum. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 305 orð | 2 myndir

Sogið gaf eftir

VEIÐI er lokið í Soginu og var veiðin mun minni en í fyrra, eða alls 224 laxar á svæðum SVFR. Minniháttar veiði er á öðrum svæðum og því hugsanlegt að bæta við 20 löxum eða svo. Bleikjuveiði var nokkur í ánni, en samantekt talna er ekki lokið. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Spyr um frestun á tekjufærslu söluhagnaðar

ÖGMUNDUR Jónasson alþingismaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um frestun á skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um þetta mál sl. sunnudag. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð

Starfa að þróun netmála

FAGHÓPUR um netmál innan Gæðastjórnunarfélags Íslands var stofnaður sl. vor og kallast hópurinn Nethópur GSFÍ. Meira
4. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 267 orð

Söfnun hafin fyrir fjölskyldu drengsins

PRESTARNIR í Akureyrarkirkju, þau Svavar A. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 521 orð | 2 myndir

Talsverðar breytingar hjá Samfylkingunni

FÁEINAR breytingar hafa orðið á nefndaskipan í fastanefndum Alþingis en gengið var frá skipan í þær á setningarfundi þingsins síðastliðinn mánudag. Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson kemur í stað flokksbróður síns, Péturs H. Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Togari ferst við Írland

AÐ minnsta kosti fjórir sjómenn fórust og allt að ellefu var saknað eftir að spænski togarinn Arosa sökk undan vesturströnd Írlands í gær. Einum var bjargað og var ástand hans alvarlegt, að sögn írsku strandgæslunnar. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tvennar utandagskrárumræður í dag

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30. Þá fara fram tvennar utandagskrárumræður og stendur hvor um sig í hálftíma. Meira
4. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 281 orð | 1 mynd

Umhverfismál má ekki slíta úr samhengi við önnur mál

SKÝRSLA um stöðu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar var kynnt fyrir bæjarbúum í Mofellsbæ í síðustu viku. Skýrslan er hluti af verkefninu Staðardagskrá og tekur m.a. Meira
4. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 710 orð

ÚA sýknað af kröfum skipverja um skaðabætur

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknað af kröfu fyrrverandi skipverja á Harðbak EA, en hann krafðist rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur auk vaxta frá slysadegi vegna slyss sem hann varð fyrir um borð í... Meira
4. október 2000 | Erlendar fréttir | 486 orð

Veik staða Trimbles ógnar friðarsamningum

STAÐA forsætisráðherra N-Írlands, David Trimble, þykir veik um þessar mundir og á hann erfiða tíma framundan á landsfundi Sambandsflokks Ulster (UUP) sem fer fram á laugardaginn, ef marka má umfjöllun The Irish Times og The Daily Telegraph undanfarna... Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð

Vetrarstarf Félags háskólakvenna að hefjast

VETRARSTARF Félags íslenskra háskólakvenna verður með sama sniði og undanfarin ár. Tvö námskeið eru í uppsiglingu og má fyrst nefna námskeiðið Að njóta leiklistar udnir stjórn Jóns Viðars Jónssonar leikhúsfræðings sem fer af stað 2. nóvember. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Viðbúnaður vegna kennsluvélar

TIL viðbúnaðar var gripið skömmu eftir hádegi í gær er tilkynning barst frá kennsluflugvél í nágrenni Reykjavíkur að ef til vill væri ekki allt með felldu um borð. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 609 orð

Vilja aukaþing um byggðamál næsta sumar

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð leggur til að haldið verði sérstakt aukaþing Alþingis um byggðamál með það í huga að vinna að sáttum um byggðastefnu á Íslandi til framtíðar. Meira
4. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 230 orð | 3 myndir

Yfir 1.000 manns sóttu kynningardag að Varmá

FÉLAGASAMTÖK, menningar-og íþróttafélög kynntu starfsemi sína í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ á laugardaginn. Meira
4. október 2000 | Miðopna | 2606 orð | 2 myndir

Þjóðarbúskapurinn öflugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar þjóðar

Herra forseti. Góðir Íslendingar. Fræg eru þau ummæli ritsnillingsins að Íslendingar vildu helst ekki deila um neitt nema tittlingaskít. Eftir þessum orðum var tekið og þau lögð á minnið vegna þess að þau voru hnyttin og í þeim fólst sannleikskorn. Meira
4. október 2000 | Innlendar fréttir | 775 orð

Öryggisstöðlum fylgt í hvívetna

JÓN Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að öryggisstöðlum hafi verið fylgt í hvívetna þegar bilun kom upp í ATR-vél frá Flugfélagi Íslands og hún lenti á öðrum hreyflinum með 35 farþega í Reykjavík í fyrrakvöld. Meira
4. október 2000 | Landsbyggðin | 173 orð | 1 mynd

Öryggissvæði við norðurenda lengt

Tálknafirði- Um þessar mundir er unnið að lokafrágangi á öryggissvæði við Bíldudalsflugvöll. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan október. Meira

Ritstjórnargreinar

4. október 2000 | Staksteinar | 334 orð | 2 myndir

Lakasta leiðin valin í byggðamálum

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar um byggðamálin og telur að ríkisstjórnin hafi valið lökustu leiðina í þeim efnum. Meira
4. október 2000 | Leiðarar | 883 orð

TEKJUAFGANGUR OG RÍKISSKULDIR

FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ gefur vísbendingar um þróun efnahagsmála næstu misserin og þess vegna hafa margir nú vafalaust beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir birtingu þess vegna þeirrar þenslu sem ríkt hefur að undanförnu. Geir H. Meira

Menning

4. október 2000 | Menningarlíf | 161 orð | 2 myndir

Á sama tíma að ári

UM NÆSTU helgi hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Íslands á gamanleikritinu vinsæla "Á sama tíma að ári" sem sýnt var fyrir fullu húsi á yfir hundrað sýningum í Loftkastalanum árin 1996-1998. Meira
4. október 2000 | Myndlist | 284 orð | 1 mynd

Blásararnir frá Bergvík

Til 8. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 325 orð

Bróðurkærleikur

Leikstjórn og handrit: Gianni Ameilo. Tónlist: Franco Piersanti. Aðalhlutverk: Francesco Giuffrida, Enrico Lo Verso. Ítalía. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 333 orð | 5 myndir

Efnileg en ósjálfstæð söngkona

JESSICA Simpson er un og efnileg söngkona sem var að gefa út fyrstu plötuna sína núna nýlega, sem heitir Sweet Kisses . Diskurinn er ekki mjög blandaður, flest öll lögin róleg. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 327 orð | 1 mynd

Einfaldar reglur

Managing my Life, sjálfsævisaga Alex Fergusons. Hugh McIlvanney skráði. Coronet gefur út 2000. 520 síðna kilja með registri og töflum um árangur á knattspyrnusviðinu. Kostar 1.195 í Pennanum-Eymundssyni. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 849 orð | 1 mynd

Einleikur um geðhvörf

Í Kaffileikhúsinu frumsýnir Vala Þórsdóttir í kvöld frumsaminn einleik sinn, Háaloft. Hávar Sigurjónsson ræddi við Völu og Ágústu Skúladóttur leikstjóra. Meira
4. október 2000 | Kvikmyndir | 281 orð | 2 myndir

Ekki létt að vera manneskja

Leikstjórn og handrit: Roy Andersson. Aðalleikarar: Lars Nordh, Jöran Mueller, Fredrik Sjögren og Lugio Uucinia. Svíþjóð 2000. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 283 orð | 1 mynd

Er málið meðfætt?

Steven Pinker: The Language Instinct: The New Science of Language and Mind. Penguin Books, 2000. Upphafleg útgáfa 1994. 548 bls. Meira
4. október 2000 | Myndlist | 429 orð | 1 mynd

Frjálst er í fjallasal

Til 16. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Fyrsta sýningin í nýju leikhúsi, Kvikmyndaverinu

SÝNING Egg-leikhússins í samstarfi við Leikfélag Íslands á leikritinu Shopping & Fucking hefur gengið vel, að sögn aðstandenda, og hefur verið uppselt á allar sýningar í Nýlistasafninu. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 1378 orð | 1 mynd

Handaband Hallbjörns vísaði veginn

Fyrr í sumar var athyglisverð stuttmynd, Góð saman, frumsýnd í Háskólabíói. Ottó Geir Borg hitti Herbert Sveinbjörnsson, leikstjóra myndarinnar, að máli yfir rauðvíni og ostum á heimili hans. Meira
4. október 2000 | Tónlist | 818 orð

Hljómlistarlaukar framtíðar

70 ára afmælistónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Páll Ísólfsson: Hátíðarmars. Jón Nordal: Píanókonsert (1956); Tsjækovskíj: Sinfónía nr. 4 í f Op. 36. Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó; Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík u. stj. Bernharðs Wilkinson. Sunnudaginn 1. október kl. 14. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 1157 orð | 2 myndir

Hæfileikar skipta ekki máli í Hollywood

Hver var það sem flokkaði aðdáendabréf Tomma og Jenna áður en hann sló í gegn sem leikari og hvernig fengu leikstjórar barnastjörnunnar Shirley Temple hana til að gráta í tökum? Sunna Ósk Logadóttir dregur tjöldin frá og kemur upp um nokkrar af stærstu stjörnum Hollywood. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 21 orð

Ísklumpurinn Onegin

Leikstjóri: Martha Fiennes. Handrit: Michael Ignatieff og Peter Ettedgul eftir sögu Púskins. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Liv Tyler, Martin Donovan. Bretland. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 380 orð

Íslandsdagar í El Ferrol í Galisíu á Spáni

ÍSLANDSDAGAR verða haldnir í borginni El Ferrol í Galisíu á Norður-Spáni 2.-8. október. Meira
4. október 2000 | Tónlist | 736 orð

Í stórskornum stakki

Fimm sellósónötur Beethovens - í F & g Op. 5,1-2, A Op. 69 og C & D Op. 102,1-2. Sigurður Halldórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, píanó. Laugardaginn 30. september kl. 15. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 168 orð

Kókhald á áströlskum útkjálkum

Leikstjóri: Dusan Makavejev. Handritshöfundur: Frank Moorhouse. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðalleikendur: Eric Roberts, Greta Scacchi, Bill Kerr, Max Gillies. Ástralía 1985. Meira
4. október 2000 | Tónlist | 430 orð

Kórsöngur í Ými

Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björn Björnsson. Píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Upptakan fór fram á tónleikum í Ými, tónleikasal, dagana 6.-13. maí 2000. Framleiðsla: Tocano, Danmörku. Útgefandi Karlakór Reykjavíkur KKR001. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 261 orð | 1 mynd

Leifur heppni til Spánar

BRÚÐULEIKRIT Helgu Arnalds, Leifur heppni, verður sýnt í menningarborginni Santiago de Compostela á Spáni í dag og í El Ferrol á morgun og föstudag. Sýningarnar eru á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 39 orð | 1 mynd

Leirlist í Linsunni

ÞÓRA Sigurþórsdóttir er listakona mánaðarins í gleraugnaversluninni Linsunni en verslunin hefur tileinkað íslensku listafólki sýningarglugga sína í Aðalstræti og við Laugaveg á þessu menningarborgarári. Meira
4. október 2000 | Bókmenntir | 830 orð

Líf og list í Grafarvogi

Höfundar: Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Myndir eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur, Magdalenu Margréti Kjartansdóttur og Kristínu Geirsdóttur. Miðgarður. 2000 - 94 bls. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

M-2000

KAFFILEIKHÚSIÐ Háaloft - Á mörkunum Bandalag íslenskra atvinnuleikhópa frumsýnir sex ný sviðsverk um Ísland og Íslendinga á leiklistarhátíð sjálfstæðu leikhópanna í september og október og eru verkin öll eftir íslenska höfunda. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Meðmæli Bill Clintons hjálpuðu

MIKIÐ VAR að beljan bar," hefur kannski einhver af stórlöxunum í Hollywood hrópað upp yfir sig þegar tölurnar um bíóaðsókn um síðustu helgi lágu fyrir. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

MIÐVIKUDAGUR Bíóborgin Kl.

MIÐVIKUDAGUR Bíóborgin Kl. 15.40 The Straight Story Kl. 15.55 The Loss of Sexual Inn ocence Kl. 16.00 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 18.00 Buena Vista Social Club Kl. 20.00 Buena Vista Social Club, Cosi Ri devano Kl. 22. Meira
4. október 2000 | Bókmenntir | 635 orð

Morðrannsókn á myrkum tímum

Höfundur Carlo Lucarelli. Kolbrún Sveinsdóttir íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík 2000. 107 bls. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 443 orð | 1 mynd

Norrænt skart

Til 16. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 145 orð | 4 myndir

Reiðin rifjuð upp í Þjóðleikhúsinu

ÞAÐ VORU tvær kynslóðir leikara sem fögnuðu að lokinni frumsýningu á nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins á tímamótaleikverki breska leikritaskáldsins Johns Osbornes Horfðu reiður um öxl sem hann skrifaði þegar hann var einungis 25 ára gamall. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 230 orð | 1 mynd

Robbie ruplari

HÆSTIRÉTTUR í Bretlandi hefur kveðið upp þann úrskurð sinn að Robbie Williams hafi stolið lagi eftir gamla þjóðlagatrúbadúrinn Woody Guthrie. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 264 orð | 1 mynd

Sjö listakonur í Jónshúsi

SJÖ íslenskar listakonur sýna nú í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og viðhalda þar með hefð sem nær aftur til ársins 1975. Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 281 orð | 1 mynd

Skylmingaþrællinn þokkafyllstur

MAXIMUS skylmingaþræll sem ástralski þungavigtarleikarinn Russell Crowe túlkaði í myndinni Gladiator er þokkafyllsta persóna kvikmyndasögunnar samkvæmt könnun breska kvikmyndatímaritsins Empire . Meira
4. október 2000 | Fólk í fréttum | 295 orð | 1 mynd

Sprenghræðileg á toppnum

SCARY Movie er kvikmynd sem seint hefði verið valin til sýningar á kvikmyndahátíðum á borð við Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Meira
4. október 2000 | Tónlist | 501 orð | 1 mynd

Tilkomumikill sellóleikur

Sigurður Halldórsson, selló. Alfred Schnittke: Klingende Buchstaben. Hans Abrahamsen: Hymne / Storm og stille. Sveinn L. Björnsson: Ego is emptiness. Hafliði Hallgrímsson: Solitaire. Zoltán Kodály: Sónata op 8. Hljóðritun gerði Stafræna hljóðupptökufélagið í Skálholtskirkju í apríl og júní 1999. Hljóðupptaka og eftirvinnsla: Sveinn Kjartansson. Upptökustjórn: Sverrir Guðjónsson. 2000 Tvdv 001. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 565 orð

Tímarit

Tímaritið Íslenskt mál og almenn málfræði , 21. árgangur, fjallar um íslenska málfræði. Fremst í heftinu eru fáein minningarorð um dr. Sigríði Valfells málfræðing, en hún lést haustið 1998, aðeins sextíu ára að aldri. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 74 orð

Tónleikar með Herði Torfa á landsbyggðinni

HÖRÐUR Torfa heldur ferna tónleika á landsbyggðinni, eins og svo oft áður. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 122 orð

Upplestur á Súfistanum

UPPLESTRARDAGSKRÁIN Ljáðu þeim eyra hefur göngu sína á ný fimmtudaginn 5. október kl. 20 á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 156 orð

Út úr stofufangelsinu

Leikstjóri: Dusan Makavejev. Tónlist: Kornell Kovach. Aðalhlutverk: Susan Anspach, Erland Josephson, Per Oscarsson. Svíþjóð. Meira
4. október 2000 | Menningarlíf | 166 orð | 2 myndir

Zeno kortið sýnt í fyrsta sinn hér á landi

OPNUÐ hefur verið í bókasal Þjóðmenningarhússins sýning á gömlum Íslandskortum og erlendum ferðabókum frá Íslandi frá fyrri öldum. Meira
4. október 2000 | Bókmenntir | 446 orð

Zoëgaættin

Niðjatal Jóhannesar Zoëga og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur. Geir Agnar Zoëga tók saman. Mál og mynd, 2000, 541 bls. Meira

Umræðan

4. október 2000 | Aðsent efni | 987 orð | 1 mynd

Af hverju samræmd próf á yngri stigum?

Ég skora á menntamálaráðuneytið, segir Alda Baldursdóttir, að endurskoða þessi próf og sér í lagi tímalengd þeirra. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Barnaspítalinn rís

Ekki stendur til, segir Hjálmar Árnason, að fresta eða seinka á neinn hátt framkvæmdum við Barnaspítala Hringsins. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 16 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Sólbjörg Harðardóttir og Þór... Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur María Bjarnadóttir og Daði Már... Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Búum til "betri" börn

Ég hef áhyggjur af því, segir Indriði Björnsson, að kynning og fræðsla á fötlunum sé af skornum skammti og illa framsett. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Bætt þjónusta LÍN

Að frumkvæði stúdenta hefur LÍN að undanförnu stigið mikilvæg framfaraskref, segir Guðmundur Ómar Hafsteinsson, hvað þjónustumál varðar. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 1160 orð | 1 mynd

Dansinn í kringum gullkálfinn dunar

Fyrst og fremst ber að endurskoða skattkerfið, segir Halldór Þorsteinsson, og það frá rótum, og sníða af því verstu agnúana. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Heimsókn Madeleine Albright - tvískinnungsháttur íslenskra félaga

Heimsfriðnum stafar hætta af því, segir Arnþór Helgason, ef enginn er sóttur til saka að lögum vegna dauða 500.000 barna. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Hið fullkomna réttlæti

Borgaðu með bros á vör, segir Örn Gunnlaugsson, og gefðu svo ekki frekar á þér færi, nægar eru smugurnar. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Hvar getur þú leitað þér upplýsinga, neytandi góður?

Á Leiðbeiningastöðinni eru veittar upplýsingar um allt sem viðkemur heimilisstörfum, segir Hjördís Edda Broddadóttir, sem og upplýsingar um erlendar gæðakannanir á heimilistækjum. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 228 orð | 1 mynd

Hverjir eru hættulegastir?

Flest slys verða vegna þess, segir Jóhann Guðni Reynisson, að eitt andartak missir einhver einbeitinguna eða sýnir af sér gáleysi. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 768 orð | 1 mynd

Kerfisfræðingur óskast í ræstingar

KERFISFRÆÐINGUR óskast í ræstingar. Einhverjir gætu þurft að lesa þetta einu sinni í viðbót til þess að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi lesið rétt. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 104 orð

KONAN, SEM KYNDIR OFNINN MINN

Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 881 orð | 1 mynd

Mannréttindabarátta - stundum og stundum ekki

Mannréttindabrot eru alltaf ámælisverð, segir Júlíus Valdimarsson, og tilefni til þess að fólk safnist saman til mótmæla og haldi uppi mótmælum í ræðum og riti. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Ný hugsun á nýrri öld

Vissir þættir í rekstri þjóðfélagsins eru, að mati Hrafns Sæmundssonar, að molna innan frá. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 1014 orð | 1 mynd

"List" og "markaðslist"

Yfirvöldum ber menningarleg skylda, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, til að styrkja og efla listræna skynjun og hugsun í samfélaginu í heild. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 323 orð | 1 mynd

"Tekjutengingar" eru mestar á Íslandi

Það er þjóðhagslega hagkvæmt, segir Ólafur Ólafsson, að fólk njóti ávöxtunar erfiðis síns. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 827 orð | 1 mynd

Sameiginleg náttúruperla við Elliðavatn

Engum ætti að dyljast, segir Ólafur F. Magnússon, að mikilvægri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins er stefnt í hættu fyrir skammtímahagsmuni eins sveitarfélags. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 618 orð

SAUTJÁN ára aldur hefur um árabil...

SAUTJÁN ára aldur hefur um árabil verið bílprófsaldur á Íslandi, næstum því svo lengi sem elstu menn muna, að því er Víkverji hyggur. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Símenntun - ævimenntun

Fólk þarf að átta sig á, segir Arna Jakobína Björnsdóttir, hvað það þýðir að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með símenntun. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 808 orð | 2 myndir

Staðreyndir um ávaxtasýrukrem

Það eru útfjólubláir geislar sólarinnar sem valda ótímabærri öldrun húðarinnar, segja Stefana Karlsdóttir og Ólafur Kr. Ólafsson. Ekki vörur með ávaxtasýrum! Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Svar við grein Óðins Sigþórssonar

Grein Óðins, segir Jónatan Þórðarson, er lýsandi fyrir lítinn skilning andstæðinga laxeldis á umhverfismálum. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 469 orð

Sölumenn svartra skýrslna

NÝLEGA las ég bókina "Hið sanna ástand heimsins" eftir danska tölfræðilektorinn Björn Lomborg sem Fiskifélagsútgáfan kom á framfæri hérlendis. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

Tetra-kerfi á Íslandi

Sameining Stiklu og Irju hefði, að mati Eiríks Bragasonar, að líkindum getað flýtt uppbyggingu heildræns öryggiskerfis fyrir allt landið. Meira
4. október 2000 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Um einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar

Sjúkdómar eiga sér fjölþættar orsakir, segir Guðm. Helgi Þórðarson, og ef grannt er skoðað eigum við þar öll sameiginlega sök. Meira
4. október 2000 | Bréf til blaðsins | 359 orð | 1 mynd

Þakkir frá forstöðumanni Ástjarnar

Kæru vinir! Nú þegar 54. Meira

Minningargreinar

4. október 2000 | Minningargreinar | 1201 orð | 1 mynd

ELÍN ÓLAFSDÓTTIR

Elín Ólafsdóttir fæddist á Burstafelli í Vopnafirði 3. janúar 1916. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 22. september. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 521 orð | 1 mynd

GUNNAR GUNNARSSON

Gunnar Gunnarsson fæddist í Syðra-Vallholti, Vallhólma, í Skagafirði 28. mars 1926. Hann lést 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 30. september. Jarðsett var í Víðimýrarkirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 687 orð | 1 mynd

HALLDÓR EYJÓLFSSON

Halldór Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 9. mars 1924. Hann lést á heimili sínu 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. september. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

HALLDÓR JÚLÍUS MAGNÚSSON

Halldór Júlíus Magnússon bifreiðastjóri fæddist í Reykjavík 4. júlí 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 30. september. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 2339 orð | 1 mynd

HULDA AUÐUR KRISTINSDÓTTIR

Hulda Auður Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1932. Hún lést 24. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 30. september. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

HULDA HELGADÓTTIR

Hulda Helgadóttir fæddist á Stöðvarfirði 7. september 1915. Hún lést á Landakotsspítala 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddný Þóra Magnúsdóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1891, d. 19. maí 1983, og Helgi Ólason, sjómaður, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 1132 orð | 1 mynd

JÓN AÐALSTEINN KJARTANSSON

Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðárkróki 10. apríl 1963. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra 30. september. Meira  Kaupa minningabók
4. október 2000 | Minningargreinar | 195 orð | 1 mynd

SIGRÚN ARNARDÓTTIR

Sigrún Arnardóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 21. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 29. september. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 1454 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 3.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 3.10.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 415 60 111 2.873 318.380 Blálanga 94 86 88 2.742 241.415 Djúpkarfi 73 56 62 25.800 1.602.180 Gellur 460 300 414 90 37. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 670 orð | 2 myndir

GoPro Group hlýtur alþjóðlegar viðurkenningar frá IBM/Lotus

ÍSLENSKA fyrirtækið GoPro Group hlaut í lok síðustu viku hin eftirsóttu Lotus Beacon-verðlaun fyrir tvær hugbúnaðarlausnir á alþjóðlegu hugbúnaðarsýningunni Lotusphere í Berlín, en hugbúnaðarlausnir upplýsingatæknifyrirtækjanna Hugvits hf. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 293 orð

Kaupþing gagnrýnir kynningu fjárlagafrumvarpsins

Í MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær var gerð athugasemd við að fjárlögin skyldu á mánudag hafa verið kynnt fjölmiðlum áður en þau voru kynnt á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ): "Athygli vakti í gær að fjárlögin komu fyrst fyrir sjónir markaðsaðila á... Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 87 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.488,729 -1,20 FTSE 100 6.345 0,96 DAX í Frankfurt 6..862,26 0,94 CAC 40 í París 6.400,43 0,81 OMX í Stokkhólmi 1.243,52 0,77 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 1311 orð

Sjávarútvegsfyrirtækin þurfa að vera stærri og öflugri

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA segist fagna umræðu um hvort breyta eigi lögum um takmarkanir á eignaraðild erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi enda eðlilegt að lagaumhverfi og reglugerðir af þessu tagi væru í sífelldri endurskoðun. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 495 orð | 1 mynd

Útrás fyrirtækisins hafin

ÍSLANDSSÍMI og færeyska fjarskiptafyrirtækið TeleTænasten tilkynntu í gær um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis í Færeyjum, TeleF. Meira
4. október 2000 | Viðskiptafréttir | 79 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 3.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 3.10.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

4. október 2000 | Fastir þættir | 352 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Öryggisspilamennska er góðra gjalda verð þegar henni verður við komið, en aukið öryggi í einum lit má ekki greiða með því að taka áhættu í öðrum lit. Þú ert í suður: Austur gefur; NS á hættu. Meira
4. október 2000 | Dagbók | 669 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og... Meira
4. október 2000 | Dagbók | 821 orð

(Job. 22, 27.)

Í dag er miðvikudagur 4. október, 278. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Biðjir þú til hans, bænheyrir hann þig, og heit þín munt þú greiða. Meira
4. október 2000 | Fastir þættir | 801 orð | 3 myndir

Laukarabb - túlipanar

HVER árstíð hefur sín sérkenni, sína töfra. Við látum heillast hvert á sinn hátt. Meira
4. október 2000 | Fastir þættir | 74 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Staðan kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga sem haldið var á Netinu fyrir skömmu. Finninn Jyrki Kytoniemi (2293) hafði hvítt gegn Norðmanninum Stig Gabrielsen (2303). 29.Rxc6! Með þessu hrynur svarta staðan til grunna. Framhaldið varð:... Meira
4. október 2000 | Viðhorf | 849 orð

Þefur af braski

"Verður að telja öruggt að einhver hópur sjálfstætt starfandi einstaklinga muni breyta formi rekstrar síns í því skyni að lækka skattgreiðslur sínar með því að taka fé út úr félögunum í formi arðs að svo miklu leyti sem eigið fé félags leyfir slíkt." Úr umsögn skattrannsóknastjóra vorið 1996 vegna frumvarps um fjármagnstekjuskatt. Meira

Íþróttir

4. október 2000 | Íþróttir | 394 orð

Baráttusigur Eyjamanna

EYJAMENN tóku á móti KA í annarri umferð Íslandsmótsins í handbolta í gærkvöldi. Leikurinn var ágætis skemmtun á köflum en ljóst er að haustbragur er á liðunum og þau ennþá að stilla saman strengi. En það voru Eyjamenn sem báru sigurorð af KA-mönnum, 23:20. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 57 orð

Egill til Utrecht

EGILL Atlason, knattspyrnumaður úr KR, fer til reynslu hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Utrecht síðar í þessum mánuði. Egill, sem er 18 ára, fer með unglingalandsliðinu til Póllands í næstu viku og áformað er að hann fari þaðan beint til Hollands. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 79 orð

Gerðardómur með mál Andra og KR-inga

EKKI er komin niðurstaða í máli Andra Sigþórssonar, knattspyrnumanns úr KR og KR-inga vegna væntanlegra félagaskipta Andra í austurríska liðið Salzburg. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 6 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Vestmannaeyjar:ÍBV - FH 20 Framhús:Fram - Haukar 20. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 254 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - KA 23:20 Íslandsmótið,...

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - KA 23:20 Íslandsmótið, 1. deild karla, frestaður leikur úr 1. umferð, Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 3. október 2000. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 5:5, 7:6, 8:8, 11:8, 12:10 , 16:10, 16:13, 20:14, 20:17, 22:18,... Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 906 orð | 2 myndir

Heill þér, Títus tæklari

MIKLIR menn hafa borið nafnið Títus. Þeirra frægastur er Títus Vespasíanus Ágústus keisari Rómaveldis 79-81 eftir Krist. Hann var vaskur maður og vinsæll og hlaut viðurnefnið "yndi mannkyns". Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Heppinn að vinna Kristján

STEVE Davis, hinn sexfaldi heimsmeistari í snóker, kvaðst hafa verið mjög heppinn að sigra Kristján Helgason í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni opna breska meistaramótsins í snóker, en þeir áttust við Plymouth í fyrrakvöld. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 228 orð

Ísland í þriðja sæti á ÓL

Ísland varð í þriðja sæti þeirra þjóða sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum, ef miðað er við fólksfjölda. Þetta kemur fram í úttekt dagblaðsins The Sydney Morning Herald í gær . Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 113 orð

Lippi ráðlagði brottrekstur

MARCELLO Lippi var í gær sagt upp störfum sem þjálfara knattspyrnuliðs Inter Milano á Ítalíu eftir rúmlega eitt ár í starfi. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

MAGNÚS Pálsson verður áfram þjálfari meistaraflokks...

MAGNÚS Pálsson verður áfram þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR . Magnús gerði tveggja ára samning í fyrra sem var endurskoðaður á dögunum og ákveðið var að hann yrði áfram við stjórnvölin hjá félaginu. MARGRÉT Ólafsdóttir og Þóra B. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 90 orð

Nokkur lið skoða Tryggva

Tryggvi Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni segir í samtali við norska blaðið Nordlys í gær að hann sé ákveðinn í reyna að komast að hjá öðru félagi fyrir næsta tímabil. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 123 orð

Páll þjálfar Leiftur

PÁLL Guðlaugsson verður næsti þjálfari 1. deildarliðs Leifturs í knattspyrnu en liðið féll sem kunnugt er úr efstu deild á nýliðnu tímabili. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 508 orð | 1 mynd

Slakir Keflvíkingar, enn slakari Haukar

KEFLVÍKINGAR unnu frekar auðveldan sigur á Haukum í leik liðanna í Keflavík sem fram fór í gærkvöldi og þrátt fyrir að heimamenn hafi oft leikið betur voru yfirburðir þeirra miklir gegn afspyrnuslöku liði Hauka. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 225 orð

Sverrir sagði að öll íslensku félögin...

ÍSLENSK knattspyrnufélög hafa tekið upp aukið samstarf um að halda niðri rekstrarkostnaði sínum og ætla að snúa bökum saman í samskiptum sínum við erlend félög. Formenn félaga í efstu deild karla komu saman um síðustu helgi til að ræða þessi mál og að sögn Sverris Haukssonar úr Breiðabliki, sem er formaður samtaka félaga í efstu deild, var þar um mjög gagnlegan fund að ræða. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 177 orð

Söluaðferð KSÍ var ámælisverð

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að Knattspyrnusambandi Íslands hafi verið óheimilt að selja saman miða á tvo landsleiki, gegn Danmörku og Norður-Írlandi, á þann hátt að skilyrði fyrir kaupum á miða á fyrri leikinn í forsölu hafi verið að um leið væri keyptur miði á þann síðari. Neytendasamtökin kvörtuðu yfir þessari tilhögun KSÍ til samkeppnisráðs. Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

VALA Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki kvenna...

VALA Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum, kemur ekki til Íslands ásamt íslenska liðinu frá Sydney á morgun, fimmtudag. Þess í stað hélt Vala til Svíþjóðar þar sem hún ætlar að vera í viku áður en hún kemur til... Meira
4. október 2000 | Íþróttir | 182 orð

Þórey Edda til Bandaríkjanna

ÞÓREY Edda Elísdóttir stangarstökkvari hefur fengið inni í háskóla í Pocatello í Idaho-ríki í Bandaríkjunum og hyggst hefja nám í umhverfisverkfræði við skólann strax í upphafi næsta árs. Meira

Úr verinu

4. október 2000 | Úr verinu | 48 orð

Aðalfundur SF

AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn föstudaginn 6. október í Skíðaskálanum í Hveradölum. Árni M. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 446 orð

Aflaverðmætið um 70 milljónir

ÞÓRSHAMAR GK er eina íslenska síldarskipið sem enn er að veiðum í norsku landhelginni við Norður-Noreg. Björg Jónsdóttir ÞH og Gullberg VE eru á heimleið en Júpiter ÞH og Þorsteinn EA hættu veiðunum áður. Íslendingum var heimilt að veiða 8.700 lestir utan 12 mílna landhelgi Noregs og hefur kvótanum nánast verið náð. Skipin lönduðu í Noregi nema eftir síðasta túr. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 84 orð | 1 mynd

Á FULLU Í SÍLDARVINNSLUNNI

MIKIÐ hefur verið að gera í síldinni hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað síðan vinnsla hófst þar 25. september. Tekið hefur verið á móti um 2.000 tonnum og hefur megnið verið fryst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 380 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 173 orð | 5 myndir

Breytingar hjá SH á Spáni

STARFSEMI dótturfyrirtækis SH á Spáni , Icelandic Iberica , hefur vaxið hratt á þeim fáu árum, sem það hefur starfað. Starfsmenn eru í dag 20 talsins, þar af sex Íslendingar. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 13 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 24 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 1230 orð

Fyrirtaka í Vestmannaeyjum

MÁL fyrrverandi skipverja á Ófeigi VE á hendur Stíganda ehf. í Vestmannaeyjum, útgerð skipsins, verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Suðurlands í Vestmannaeyjum á föstudag og gera má ráð fyrir að aðalmeðferð verði innan fárra vikna. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 587 orð

Gott verð og vaxandi spurn eftir humri vestanhafs

HUMARVEIÐIN við norðaustanverð Bandaríkin og við Kanada hefur gengið vel á síðustu árum þótt við ýmsan vanda sé að glíma í þeirri grein sem öðrum. Sem dæmi um það má nefna, að markaðurinn er ekki enn búinn að jafna sig á offramboðinu um þúsaldamótin sl. og fiskveiðiyfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast grípa til nýrra verndaraðgerða enda telja þau humarstofninn að sumu leyti ofveiddan. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 10 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 2087 orð | 1 mynd

Hærra verð og meiri verðmæti

Mikið af fiski fer jafnan óunnið úr landi til vinnslu og sölu erlendis, í flestum tilfellum á uppboðsmörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi. Margir fulltrúar fiskvinnslunnar vilja fá að bjóða í þennan fisk áður en hann er fluttur út. Hjörtur Gíslason ræddi þessi mál við starfsmenn Tross í Sandgerði, en þeir vilja að þessi fiskur fari allur á markað og útlendingar geti komið hingað til að bjóða í fiskinn. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 861 orð | 1 mynd

Hættur smáfiskaverndar

Eftir árangursleysi við endurreisn fiskistofna víða um heim, skrifar Sveinbjörn Jónsson, ættu allir fiskifræðingar að vera farnir að átta sig á veikleikum vaxtakenningarinnar. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 95 orð

INNFLUTNINGUR Breta á ýsu var alls...

INNFLUTNINGUR Breta á ýsu var alls um 20.906 tonn á fyrri helmingi ársins, borið saman við 22.471 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutningsins var alls 5,3 milljarðar króna sem er lítils háttar aukning. Mest kom af ýsunni frá Noregi, alls um 6. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 86 orð

Koli í hvítvínssósu

KOLINN er einn af betri matfiskum sem finnast hér við land en ekki er langt síðan landinn fór að leggja sér þennan bragðgóða fisk til munns. Í dag er boðið upp á spennandi en einfaldan kolarétt í hvítvínssósu. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 164 orð

Kostnaðurinn helsta hindrunin

KOLMUNNAVEIÐAR hafa gengið ágætlega undanfarnar vikur en í gær voru sex íslenskir bátar að veiðum við miðlínuna milli Færeyja og Íslands auk þess sem tveir voru innan færeysku landhelgarinnar. Hólmaborg SU landaði um 1. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 57 orð

Kvótanum nær náð

ÞÓRSHAMAR GK er eina íslenska síldarskipið sem enn er að veiðum í norsku landhelginni. Björg Jónsdóttir ÞH og Gullberg VE eru á heimleið en Júpiter ÞH og Þorsteinn EA hættu veiðunum áður. Íslendingum var heimilt að veiða 8. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 663 orð | 4 myndir

Landkönnun á hafsbotni

HAFRANNSÓKNIR - Landkönnun á hafsbotni við Ísland er hafin. Ljóst er að fjölgeislamælirinn býður upp á nýja og spennandi möguleika í kortlagningu hafsbotnsins umhverfis Ísland. Guðrún Helgadóttir segir að sjófarendur og fiskimenn njóti í framtíðinni góðs af gleggri upplýsingum um landslagið á hafsbotni. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 123 orð

Meira af þorskinum

BRETAR fluttu inn alls um 63.375 tonn af þorski á fyrstu sex mánuðum ársins sem er ríflega 30% aukning frá sama tíma síðasta árs þegar innflutningurinn nam 48.156 tonnum. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 236 orð

Meira landað af Rússafiski en í fyrra

RÚSSNESK skip hafa landað alls 12.071 tonns afla hérlendis það sem af er þessu ári. Það er töluvert meiri afli en Rússar lönduðu hér á öllu síðasta ári, en þá lönduðu þeir um 9.861 tonni, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Tölurnar miðast við landað magn afurða og er afli rússneskra skipa sem flutningaskip hafa landað á Íslandi meðtalinn. Fiskistofustjóri segir vandlega fylgst með löndunum rússneskra skipa hérlendis og vísar á bug ásökunum um að rússnesk skip landi hér framhjá vigt. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 135 orð

Minni afli í ágúst

HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa var í ágúst sl. alls um 57.526 tonn, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Það er töluvert minni afli en í sama mánuði ársins 1999 þegar aflinn var orðinn 70.178 tonn og munar þar mest um minni kolmunnaafla. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 167 orð

Norðmenn í vandræðum

NORSKIR fiskframleiðendur eiga í nokkrum erfiðleikum með að uppfylla kröfur um gæði og hreinlæti við framleiðslu sína. Um er að ræða kröfur sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu og varða innflutning til landa innan Evrópusambandsins. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 57 orð

Nýtt félag á Bíldudal

FRYSTIHÚSIÐ á Bíldudal var afhent nýjum eiganda á laugardag, Þórði kakala ehf. Þrír aðilar standa að Þórði kakala ehf. Það eru Þórður Jónsson ehf., sem er fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki á Bíldudal, Kná ehf. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 179 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 47 orð

Sex bátar á kolmunna

KOLMUNNAVEIÐAR hafa gengið ágætlega undanfarnar vikur en í gær voru sex íslenskir bátar að veiðum við miðlínuna milli Færeyja og Íslands auk þess sem tveir voru innan færeysku landhelginnar. Hólmaborg SU landaði um 1. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 42 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 142 orð

Sjávarútvegsrisi í uppsjávarfiski

TVEIR stærstu kaupendur og útflytjendur uppsjávarfisks í Noregi, Domstein og Global Fish, eiga nú í viðræðum um stofnun nýs fyrirtækis. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 53 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 156 orð

Skipulagsbreytingar hjá SÍF hf. á Íslandi

Á STARFSMANNAFUNDI SÍF hf. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 166 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 88 orð | 1 mynd

VÆNN LÍNUÞORSKUR

ÞEIR eru orðnir fremur sjaldséðir golþorskarnir en þessi myndarlegi þorskur tók línuna hjá þeim Sigurði Sævarssyni og Guðjóni Sigurðssyni á Manna GK frá Grindavík fyrir skömmu. Ferlíkið vó 24 kíló og er væntanlega 15 til 16 ára gamalt. Meira
4. október 2000 | Úr verinu | 406 orð | 2 myndir

Þórður kakali ehf. kaupir frystihús á Bíldudal

Frystihúsið á Bíldudal var afhent nýjum eiganda á laugardag. Íslandsbanki - FBA eignaðist húsið eftir gjaldþrot Rauðfelds og selur það nú Þórði kakala ehf. Þrír aðilar standa að Þórði kakala ehf. Það eru Þórður Jónsson ehf. Meira

Barnablað

4. október 2000 | Barnablað | 16 orð

Athugið!

ALLIR, sem senda efni til MyndasagnaMoggans, eiga að merkja allt efni með: nafni, aldri, heimilisfangi og póstfangi. Meira
4. október 2000 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

HAUKUR Einarsson, 8 áraReykvíkingur,gerði mynd afbúlduleitu...

HAUKUR Einarsson, 8 áraReykvíkingur,gerði mynd afbúlduleitu Pokémon-verunni Oddish,sem hefur strítt og gisið... Meira
4. október 2000 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Hver er þetta?

NÚ ER illt í efni. Umsjónarmann Myndasagna Moggans skortir þekkingu til þess að skera úr um hver hún er, þessi tónelska vera á myndinni hennar Petru K. Frantz, 9 ára, Hlégerði 8, 200 Kópavogur. Ef til vill vitið þið svarið. P.S. Meira
4. október 2000 | Barnablað | 73 orð | 1 mynd

Pennavinir

HÆ, hæ! Ég heiti Rósa María og mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 10-12 ára. Ég er 11 ára. Áhugamál mín eru: dýr, Land og synir, Britney Spears, Friends o.m.fl. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Rósa M. Meira
4. október 2000 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Stubbarnir fjórir

EVA Björg Bjarnadóttir, sem er að verða 5 ára, sendi þessa mynd af Teletubbies, eða Stubbunum, sem hún heldur mikið upp á, Tinky Winky, Dipsy, Laa Laa og... Meira
4. október 2000 | Barnablað | 35 orð | 1 mynd

TIL þess að flækja málið ekki um of skal upplýst, að það eru 11 atriði á myndinni, sem eitthvað er athugavert við. T.d. getur ve

Lausnin: Í sem stystu máli: jólasveinninn, strúturinn, músin í hreiðrinu, páfagaukurinn við fuglahúsið, kindin með kýrhornin, halinn á broddgeltinum, konan í barnavagninum, maðurinn með ryksuguna, blómið á trjástofninum, hundurinn með gleraugun, vantar á... Meira
4. október 2000 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Upp til stjarnanna

KRISTÍN Hafsteinsdóttir, 11 ára, Drafnarstíg 5a, 101 Reykjavík, sendi þessa skemmtilegu mynd af fíl, sem svífur til... Meira
4. október 2000 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Vandalaust að þekkja þá

HÓLMFRÍÐUR Hafsteinsdóttir, 7 ára, Drafnarstíg 5a, 101 Reykjavík, er höfundur myndarinnar af Pokémon-verunum... Meira
4. október 2000 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Vinsæll hundur

HANN Scooby-Doo, draugaspæjarinn úr samnefndri teiknimyndaseríu, er vinsæll hjá mörgu barninu. Höfundur myndar: Breki Berg Guðmundsson, 8 ára,Jörundarholti 2b,... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.