"SERBÍA hefur verið frelsuð, kommúnisminn er fallinn," sagði Vojislav Kostunica, sem flestir Serbar líta á sem réttkjörinn forseta landsins, er hann ávarpaði mikinn mannfjölda, allt að milljón manna, sem hafði safnast saman í Belgrad til að...
Meira
GRÍÐARLEG spenna ríkti um hríð í Belgrad í gær er andstæðingar stjórnar Slobodans Milosevic forseta gerðu áhlaup á þinghúsið, en seint í gærkvöldi var ástandið orðið rólegra.
Meira
TUTTUGU ár eru liðin í dag, föstudaginn 6. október, frá því að gervihnattajarðstöð Símans, Skyggnir, var tekin í notkun ásamt sjálfvirkri útlandasímstöð. Þá varð fyrst mögulegt að hringja sjálfvirkt til útlanda án milligöngu talsímavarða.
Meira
Í júlí 1918 tók aftökusveit bolsévika síðasta keisarann, Nikolai II, af lífi ásamt þremur þjónum hans og lækni í kjallara í Ekaterinburg í Úralfjöllum.
Meira
STJÓRN Landssambands smábátaeigenda leggst gegn því að farin verði svokölluð fyrningarleið verði það niðurstaða Alþingis að hækka opinber gjöld hjá þeim sem fiskveiðar stunda.
Meira
Víkingaskipið Íslendingur kom til New York á hádegi í gær og var það lokaáfangi skipsins í siglingunni frá Íslandi til Ameríku sem Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans lögðu upp í 17. júní sl. Margrét Sveinbjörnsdóttir blaðamaður og Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari fylgdust með þegar nútímavíkingarnir íslensku stigu á land í South Street Seaport og var vel fagnað.
Meira
TILKYNNT var um árekstur og áflog á bílaplani við Kringluna um klukkan fjögur eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu var þar um aftanákeyrslu að ræða, en áreksturinn var ekki mjög harður.
Meira
TILBOÐSAUGLÝSINGAR fyrirtækisins BT á farsímum brjóta gegn samkeppnislögum þar sem verðupplýsingar í auglýsingunum eru bæði ófullnægjandi og villandi, að því er segir í úrskurði samkeppnisráðs.
Meira
ÞAÐ ER ekki oft að heil Dixielandhljómsveit frá höfuðborgarsvæðinu leggur land undir fót út á landsbyggðina og má því teljast til tíðinda að níu manna Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar heldur norður í land um næstu helgi.
Meira
LANGUR laugardagur verður 7. október hjá kaupmönnum á Laugavegi. Í fréttatilkynningu segir: "Í gegnum árin hafa kaupmenn á Laugavegi staðið að mörgum tónlistaruppákomum sem yljað hafa jafnt kaupmönnum, viðskiptavinum sem almenningi um hjartarætur.
Meira
ALMAR Hilmarsson, framkvæmdastjóri Ágætis hf., innflytjandi Dole-jöklasalatsins sem lá undir grun um að vera orsök salmonellufaraldurs á suðvesturhorni landsins í september sl.
Meira
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breiðholti, FB, er 25 ára um þessar mundir en skólinn tók til starfa 4. október 1975. Starfsmenn skólans, núverandi og fyrrverandi nemendur og aðrir velunnarar standa af því tilefni fyrir afmælishátíð sem hófst í fyrradag.
Meira
Hvolsvelli- Kennarar á Suðurlandi fjölmenntu á árlegt kennaraþing Kennarafélags Suðurlands og Kennarafélags Vestmannaeyja að Flúðum í Biskupstungum, en þátttakendur voru alls á fjórða hundrað.
Meira
FLUGFÉLAG Íslands er hætt beinu flugi til Húsavíkur. Reiknað er með að Flugfélagið bjóði áfram ferðir þangað í gegnum Akureyri í samstarfi við SBA og BSH. Ekki hefur verið ákveðið hvort beint flug til Húsavíkur verði tekið upp aftur næsta sumar.
Meira
Ísafirði -Á mánudag voru 40 ár liðin síðan flugstöðin á Ísafirði var opnuð. Í tilefni dagsins var boðið upp á veitingar. "Farþegum mið- og kvöldvélar Flugfélags Íslands var boðið upp á kaffi og bakkelsi.
Meira
SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa átt í viðræðum við Íslandspóst vegna fyrirhugaðra breytinga á tollafgreiðslu fyrirtækisins til landsins. Breytingarnar fela það m.a.
Meira
ÞÓTT leiðtogum Ísraels og Palestínu hafi ekki tekist á fundi sínum í París að ná sáttum um hvernig bregðast ætti við átökunum á sjálfstjórnarsvæðunum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum undanfarna viku, segja bandarískir og franskir embættismenn að...
Meira
SÆMUNDUR Rögnvaldsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur um Sögu Húsavíkur í Safnahúsinu á Húsavík á sunnudag, 8. október, kl. 15. Sæmundur hefur undanfarinn áratug unnið að ritun "Sögu Húsavíkur" en á síðustu tveimur árum hafa 2. og 3.
Meira
Leiðtogar í kosningaham komu fram á flokksþingum Verkalýðsflokksins og Íhaldsflokksins og báðir leita þeir eftir hylli hins breiða hóps kjósenda, segir Sigrún Davíðsdóttir.
Meira
Á RÁÐSTEFNU um hafís, hafískönnun og hafísþjónustu sem haldin er á Grand Hótel í Reykjavík um þessar mundir hefur m.a. komið fram að miklar framfarir hafa orðið á notkun gervihnatta við hafísrannsóknir á undanförnum árum. Að sögn dr.
Meira
LIONSKLÚBBUR Akureyrar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi standa fyrir hagyrðinga- og sönghátíð í Íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla í kvöld, föstudaginn 6. október kl. 20.30, undir yfirskriftinni "Er hláturtaugin í lagi?
Meira
Rögnvaldur Ingólfsson fæddist 4. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og prófi í dýralækningum frá dýralæknaháskólanum í Osló árið 1973.
Meira
HEIMAMAÐURINN Aðalsteinn Friðjónsson úr Íþróttafélaginu Akri, ÍFA, sigraði í 1. deild á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í boccía sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi.
Meira
HERFORINGJASTJÓRNIN á Fílabeinsströndinni hefur lýst yfir neyðarástandi og sett útgöngubann sem gilda á um helgina þegar hæstiréttur landsins úrskurðar hverjir megi vera í kjöri í forsetakosningum sem ráðgerðar eru 22. þessa mánaðar.
Meira
HÓPUR tekjulágra ellilífeyrisþega í Reykjavík hefur undanfarna daga fengið bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík þar sem þeim er gefinn sjö daga frestur til að greiða vangoldin fasteignagjöld áður en undirbúningur nauðungarsölu hefst.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra gerði hið nýja hagkerfi að sérstöku umtalsefni í ræðu á Alþingi í gær, en þá fór fram fyrsta umræða um fjárlög 2001. Sagði hann það sína niðurstöðu að Íslendingar væru vissulega að njóta jákvæðra áhrifa þess.
Meira
VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur kom til hafnar í New York um hádegi í gær og þar með lauk tæplega fjögurra mánaða siglingu skipsins, en það lét úr höfn í Reykjavík 17. júní. Sigling Íslendings hefur vakið mikla athygli hvar sem skipið hefur komið.
Meira
JAFNRÉTTISNEFND Hafnarfjarðar úthlutaði styrkjum til jafnréttisverkefna á fundi sínum nýverið. Nefndin samþykkti að styrkja þrjú verkefni um alls 450 þúsund krónur.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að talnaleikur af því tagi sem stundaður hefur verið í tengslum við umræðu um bætur og tryggingar eldri borgara sé ekki boðlegur.
Meira
KAFFIFUNDIR Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardögum eru orðnir fastur liður í stjórnmálaumræðu höfuðborgarinnar. Þar eru tekin til umræðu og krufin ýmis mál sem telja má að veki áhuga almennings, segir í fréttatilkynningu.
Meira
MAGNÚS Hvanndal Hannesson lést af slysförum á Spáni 28. september. Magnús varð fyrir bíl á götu í Benidorm laugardaginn 23. september og var meðvitundarlaus þegar komið var með hann á sjúkrahús í þorpinu Villa Joyosa.
Meira
Stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, riðaði til falls í gær er hundruð þúsunda mótmælenda gerðu áhlaup á þinghúsið í Belgrad og höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins. Loguðu eldar í byggingunum um tíma. Lögregla og her höfðu reynt að stöðva mótmælendur á leið til borgarinnar en eftir að átökin blossuðu upp veitti lögreglan litla mótspyrnu. Gengu sumir lögreglumenn til liðs við mótmælendur.
Meira
MAGNÚS Helgason, stjórnarformaður Hörpu, lést á Landspítalanum í Fossvogi í gærmorgun eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var 83 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík 24.
Meira
MD-flugfélagið, sem tók til starfa í vor og er með höfuðstöðvar sínar hérlendis en flýgur frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð, er að ráða fleiri flugumsjónarmenn og mun félagið sjálft annast flugumsjón sem það hefur hingað til keypt af Íslandsflugi.
Meira
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælafundi í dag "gegn fjöldamorðum Ísraelshers undanfarna daga" eins og segir í fréttatilkynningu. Mótmælin fara fram föstudaginn 6. október klukkan 17.
Meira
LANDGRÆÐSLA ríkisins og Skógrækt ríkisins hafa látið gera myndband til þess að hvetja kennara landsins til að safna og sá birkifræi með nemendum sínum.
Meira
SAMEINUÐU furstadæmin, sem eru eitt af arabaríkjunum við Persaflóa, sendu í gær flugvél með 40 lækna, hjúkrunarfólk og 10 tonn af lyfjum og öðrum búnaði til Bagdad í Írak.
Meira
TVÖ námskeið verða haldin á vegum Kvenfélagssambands Íslands á næstunni. Fyrst ber að nefna námskeiðið Með meiri styrk getur þú gefið meira. Leiðbeinandi er Sigurður Þorsteinsson. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 7. október og byrjar kl. 10 f.h.
Meira
GUÐRÍÐUR Adda Ragnarsdóttir atferlisfræðingur og kennari býður í vetur upp á verkleg þjálfunarnámskeið, Morningside-kennslulíkanið I, sem hún hefur samið í þeim sértæku kennslu- og matsaðferðum sem beitt er í skólanum Morningside Academy, í Seattle í...
Meira
AKUREYRARBÆR hefur samið við Nett ehf. um rekstur netkerfis bæjarins, fjarskiptatenginga stofnana bæjarins, netþjónustu og um notendaþjónustu við starfsmenn bæjarins.
Meira
Ísafirði -Fimm ættliðir í beinan kvenlegg voru saman komnir í Sunnuholti 2 á sunnudag klukkan 2 þegar séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði, skírði þar tvíburana Jóhönnu Ósk og Ínu Guðrúnu Gísladætur.
Meira
SVO virðist sem Danir verði að láta í minni pokann hvað varðar neitunarvald innan Evrópusambandsins. Dönsk stjórnvöld hafa lagt allt kapp á að halda því og hafa notið fulltingis þjóða á borð við Svía og Breta.
Meira
"ALLT í einu sá ég bróður minn á tröppum þinghússins, hlaupandi í átt að myndavélinni, reynandi að skýla vitum sínum fyrir táragasinu," segir Boban Acimovic, forritari hjá fréttavef Morgunblaðsins.
Meira
ÁÆTLAÐ er að samanlagðar fjárfestingar Landsvirkjunar og Reyðaráls vegna Noral-verkefnisins verði allt að 30 milljarðar kr. á ári á tímabilinu 2003-2008 og að um 40% fjárfestinganna verði af innlendum uppruna.
Meira
RÁÐSTEFNA, sem haldin er að frumkvæði áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja, um áhrif fíkniefnaneyslu á líf og heilsu manna og um aðgerðir stjórnvalda til að hindra aðgengi að fíkniefnum, hófst í gærmorgun á Grand Hótel og lýkur í dag.
Meira
Húsavík- Hvalaskoðunarvertíðinni hjá Norðursiglingu ehf. er nú lokið í bili og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi komið vel út. Að sögn Heimis Harðarsonar hjá Norðursiglingu voru farnar tæplega fimm hundruð ferðir á þremum bátum fyrirtækisins...
Meira
SILKITREFLAR (miðar sem enda á eftirtöldum númerum.) Treflar úr 100% silki og með fóðri úr hreinni nýrri ull, sérframleiddir á Ítalíu fyrir SÍBS í tilefni af þúsund ára afmæli landafunda víkinga í vesturheimi A: Svartur að grunnlit.
Meira
VESTRÆNIR stjórnmálaleiðtogar skoruðu í gær á Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, að segja af sér embætti, er gríðarlegur fjöldi stjórnarandstæðinga safnaðist til Belgrad með það að markmiði að steypa forsetanum.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að framlengja til 1. desember starfstíma sérfræðihóps sem undirbýr almenna atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Á fundi borgarráðs sl.
Meira
ÓSKAR Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, segir að félagið sé að undirbúa málshöfðun fyrir Félagsdómi til að fá viðurkenndan rétt félagins til að semja fyrir hönd bílstjóra hjá SVR sem sótt hafa um inngöngu í Sleipni.
Meira
VESTUR-íslenski kvikmyndaleikstjórinn Sturla Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriksson hjá íslensku kvikmyndasamsteypunni, hafa gert samkomulag um að gera stórmynd byggða á Bjólfskviðu . Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 840 milljónir króna.
Meira
MIKILVÆGASTI munurinn á fyrningarleiðinni og veiðigjaldsleiðinni er að hyggju Jóns Steinssonar hagfræðings sá að fyrningarleiðin er markaðslausn, sem leiðir til þess að útgerðin greiðir sitt eigið mat á verðmæti aflaheimildanna í auðlindagjald.
Meira
ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendiherra afhenti nýlega Wolfgang Hoffmann, framkvæmdastjóra skrifstofu samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (Comprehensive Nuclear Test Ban Treaty Organisation) í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem...
Meira
"VIÐ höfum afskaplega lítil samskipti haft við Júgóslavíu og erum ekki í þeirri aðstöðu, eins og flestar aðrar þjóðir í Evrópu, að vera þar með sendifulltrúa eða sendiráð.
Meira
FRAMKVÆMDIR við nýja byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni hófust í gær, en þá tók Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans-háskólasjúkrahúss fyrstu skóflustunguna. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, verður byggingin um 15.
Meira
TÖLVUMIÐSTÖÐ fatlaðra hefur opnað nýja heimasíðu undir slóðinni www.tmf.is. Þar er hægt að fræðast um þjónustu miðstöðvarinnar og fá gagnlegar upplýsingar sem tengjast málaflokknum.
Meira
ÁSTAND rjúpnastofnsins hér á landi var misjafnt eftir landshlutum, að því er könnun Náttúrufræðistofnunar Íslands frá sl. vori leiðir í ljós. Á Suðvestur-, Vestur- og Norðausturlandi voru varpstofnar undir meðallagi og í fækkun eða kyrrstöðu.
Meira
ÞAÐ var þreytulegur en ánægður bronsverðlaunahafi sem var fagnað af fjölskyldu og vinum á Kaupmannahafnarflugvelli í gær en þá sneri stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir heim frá Ólympíuleikunum í Sydney.
Meira
INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að samkvæmt íslenskum lögum beri erlendum aðilum ekki að greiða skatta af vaxtatekjum sem þeir hafa hér á landi. Skattstjórar veiti því undanþágu frá greiðslu þeirra.
Meira
SJÓVÁ-ALMENNAR mæta með veltibílinn í dag, föstdag, milli kl. 15 og 18 á bílastæðin við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Þar gefst vegfarendum kostur á að kynnast af eigin raun hversu miklu máli bílbeltin skipta í akstri og öryggi.
Meira
ÞEGAR TILBOÐ í húsið Esjuberg við Þingholtsstræti sem áður hýsti Borgarbókasafn Reykjavíkur voru opnuð í fyrradag reyndist hið hæsta vera 70 milljónir króna. Að því tilboði stendur Guðjón Már Guðjónsson ásamt fleirum.
Meira
Ísafirði -Sýning á verkum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur var opnuð á Fjórðungssjúkrahúsinu og heilsugæslunni á Ísafirði á laugardag. Listakonan kom sjálf vestur til að vera við opnunina.
Meira
FRAM kom í máli stjórnarandstæðinga á Alþingi í gær, þegar fram fór fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að þeir teldu að nota hefði mátt hluta áætlaðs tekjuafgangs af ríkissjóði til að rétta kjör þeirra sem verst stæðu í samfélaginu.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Landssambandi lögreglumanna: "Framkvæmdastjórn Landssambands lögreglumanna lýsir undrun sinni á þeim fjárveitingum til öryggis- og löggæslumála sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga...
Meira
Undirbúningur Noral-verkefnisins gengur vel og framvinda þess er í fullu samræmi við yfirlýsingar þar að lútandi, að því er kom fram á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Egil Myklebust, aðalforstjóra Norsk Hydro, í gær. Björn Ingi Hrafnsson sat fundinn og segir frá heimsókn hæstráðanda Hydro og tveggja annarra fulltrúa fyrirtækisins hingað til lands.
Meira
JOSEPH Estrada, forseti Filippseyja, kveðst vera vongóður um að her landsins takist brátt að uppræta skæruliðahreyfinguna Abu Sayyaf og bjarga fimm gíslum sem eru enn í haldi hennar.
Meira
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær mann í fangelsi fyrir að stela koníakspela úr verslun ÁTVR í Kringlunni, en maðurinn hefur ítrekað gerst brotlegur við lög. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hefði verið með pelann í vasanum er hann kom inn í ÁTVR til að kaupa...
Meira
Mest er um vert, að fjárlögin gera ráð fyrir allmyndarlegum afgangi af rekstri ríkissjóðs, en hann er áætlaður 30 milljarðar króna eða 4% af landsframleiðslu. Þetta segir í Viðskiptablaðinu.
Meira
Síðasti harðstjórinn í Evrópu er að hrekjast frá völdum. Þegar þessi forystugrein Morgunblaðsins er skrifuð um miðnætti aðfaranótt föstudags er flest sem bendir til þess, að Milosevic, forseti Júgóslavíu, sé að hrekjast frá völdum.
Meira
BRYNJA Árnadóttir opnar sýningu á pennateikningum laugardaginn 7. október kl. 17-19 í veitingahúsinu Lóuhreiðri á 2. hæð í Kjörgarði, Laugavegi 59. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veitingahúsisns frá kl. 19-18 virka daga og laugardaga kl. 10-16.
Meira
DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans mánudaginn 9. október verður helguð hinu forna ástralska frumbyggjahljóðfæri Didgeridoo eða Yidaki. Yfir fjörutíu nöfn eru til yfir þetta hljóðfæri en þessi tvö eru þekktust.
Meira
HJÁLMAR P. Pétursson bass-baríton og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð laugardaginn 7. okt. kl. 17. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Hjálmars frá Söngskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis.
Meira
FÖSTUDAGUR Bíóborgin Kl. 15.50 The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Innocence Kl. 20 The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club Kl. 22 The Straight Story Kl. 22.
Meira
GULLNAR glæður, eldri safnplatan með einum ástsælasta dægurlagasöngvara sem hér á landi hefur alið manninn er búin að vera ófáanleg um alllanga hríð.
Meira
Málverkasýning Helga Hálfdánarsonar hefur verið opnuð í Galleríi í Listhúsinu í Laugardal og stendur til 5. nóvember. Myndlistarmaðurinn Helgi Hálfdánarson er fæddur árið 1949.
Meira
KIRKJUKÓR Grensáskirkju í Reykjavík heldur í tónleikaferð til Stykkishólms sunnudaginn 8. október. Sungið verður við messu kl. 14 í Stykkishólmskirkju ásamt kirkjukór kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju heldur síðan tónleika í kirkjunni kl.
Meira
VÁ! Svakalega er hún Kylie Minogue flott núna, maður! Hún hefur kannski aldrei verið ein af mínum uppáhaldsgyðjum í gegnum tíðina en NÚNA er ég sko búinn að taka hana í sátt.
Meira
Peter Rasmussen: Blásarakvintett í F-dúr. Lars-Erik Larsson: Quattro tempi, divertimento fyrir blásarakvintetett op. 55. Carl Nielsen: Blásarakvintett op. 43. Hafliði Hallgrímsson: Intarsia fyrir blásarakvintett (fyrsta hljóðritun). Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur - Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó og englahorn), Einar Jóhannesson (klarínett), Joseph Ognibene (horn), Hafsteinn Guðmundsson (fagott). Útgáfa: Chandos CHAN 9849. Heildarlengd: 73'53. Verð: 1.799 kr.
Meira
SVO komst Ólafur Teitur Guðnason að orði í dómi sínum um Sailing To Philadelph ia er hann reyndi að lýsa tónlist þessa gamalreynda gítargoðs og fyrrverandi forsprakka Dire Straits.
Meira
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR KL. 16:00 Echo Myndlistarsýning Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur og Ingu Guðrúnar Hlöðversdóttur þar sem áhersla er lögð á samskipti Íslendinga og Hollendinga á 17. öld.
Meira
Leikstjóri Mike Figgis. Handritshöfundur Helen Cooper, byggt á samnefndu leikriti e. August Strindberg. Aðalleikendur Saffron Burrows, Peter Mullan, Maria Doyle Kennedy. Bandaríkin. Árgerð 1999.
Meira
RÚSSNESKU listamennirnir Pavlek Zadaniouk og Alex Diakov vinna hér báðir við gerð sandskúlptúrs á Virginu-ströndinni í Flórída. Skúlptúrinn nefnist "Passion" og er erfitt að segja til um hvort þar er ýjað að ástríðum eða að píslargöngu Krists.
Meira
DOMINIQUE Ambroise opnar laugardaginn 7. október kl. 15 sýningu á olíumálverkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14. Sýninguna nefnir listakonan Tilveruland. Dominique Ambroise fæddist í Frakklandi árið 1951.
Meira
GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttur píanóleikari verða með tónleika á Djúpavogi laugardaginn 7. október kl. 17 og Höfn í Hornafirði sunnudaginn 8. október kl. 15. Á efnisskrá verða m.a.
Meira
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld Lé konung eftir William Shakespeare. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við leikhússtjórann Guðjón Pedersen, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, um Lé, verkefnaval vetrarins, stefnu og framtíðarsýn.
Meira
ÞAU eru líklegast mismunandi viðbrögð manna sem heyra orðið "krá" mælt af vörum. En hverjar sem skoðanir manna eru á kráarlífinu þá er óhætt að fullyrða að hér á landi finnst hún hvergi í siðsamlegra formi en á Kringlukránni.
Meira
60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 7. október, verður sextugur Konráð E. Guðbjartsson, sjómaður, Hjallavegi 7, Flateyri. Eiginkona hans er Elínóra K. Guðmundsdóttir . Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á morgun, laugardag, frá kl....
Meira
AÐ þessu sinni ætlar Víkverji dagsins að vera svolítið frumlegur og nöldra. Hann getur ekki stillt sig um að segja frá því hvernig borgarfyrirtæki, sem annast þjónustu við alla íbúana og hefur gert áratugum saman, virðist gleyma mannasiðum.
Meira
HVAÐA ástæður ráða því þegar götum í Reykjavík er lokað fyrir umferð? Í maí sl. var lokað fyrir umferð í gegnum Áland í Fossvogshverfi, ekki bara með venjulegri merkingu heldur eru líka aukaskilti úti á miðri götu. Í a.m.k.
Meira
Leiðrétting Minningarmót um Einar Þorfinnsson Árlegt minningarmót um Einar Þorfinnsson sem Bridsfélag Selfoss stendur fyrir verður haldið í Bridshöllinni Þönglabakka laugardaginn 7. október og hefst spilamennskan kl. 10 um morguninn.
Meira
FÉLAGSSTARF eldri borgara í Neskirkju hefst nú á laugardaginn með dagskrá sem nefnist "Börn náttúrunnar og við" en svo verður boðið upp á kaffi og helgistund í lokin eins og venja er. Félagsstarfið hefst kl. 14 og lýkur um kl. 16.
Meira
Mikilvægt er fyrir viðskiptavini, segir Ósk Harrýs Vilhjálmsdóttir, að leita til snyrtifræðinga sem hlotið hafa viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og iðnfræðslulöggjafarinnar.
Meira
Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænublæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný.
Meira
ÁHUGI Íslendinga á kristindómnum er afar takmarkaður. Það skal heldur engan undra: þessari hefð var meir eða minna neytt upp á okkur með sverði. Ég segi hefð af því að meira er kristindómurinn ekki flestum Íslendingum.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað.
Meira
Vissulega ómar allt bæjarfélagið þegar haldin er útisamkoma af þessari stærðargráðu, segir Karl Tómasson, en hver getur ekki sætt sig við það í þrjár klst. tvisvar á ári.
Meira
AÐ HAUSTI hefur fjárlagafrumvarpið verið lagt fram að venju. Margt vekur athygli, margt því miður óvenju slæmt. Víða á að spara eins og í málefnum sjúkra og aldraðra, í löggæslu, menntamálum og vegagerð svo eitthvað sé tínt til.
Meira
Með löggjöfinni koma fyrirtæki og stofnanir til með að vita betur en áður hvar þau standa, segir Hjörtur Hjartarson, og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra um meðferð persónu-upplýsinga á evrópska efnahagssvæðinu.
Meira
Því ákvað Röskva, segja Dagný Jónsdóttir og Sigríður María Tómasdóttir, að hafa frumkvæði að ráðstefnu þar sem vandlega væri farið ofan í saumana á rannsóknum við HÍ.
Meira
Erla Árnadóttir fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Hún lést á Landakotsspítala 28. spetember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16.7 1893, d. 4.10. 1932, og Árni J. Hafstað, f. 23.5. 1883, d. 22.6.
MeiraKaupa minningabók
Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 22. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Helga Símonardóttir Melsteð fæddist á Þingvöllum 22. maí 1914. Hún lést í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sveinsdóttir, f. 7.12. 1885, á Torfastöðum í Grafningi, d. 29.4.
MeiraKaupa minningabók
Hulda Dagmar Gunnarsdóttir verslunarmaður, Gautlandi 11, fæddist í Reykjavík 8. maí 1912. Hún lést á Vífilsstöðum 30. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Eiríksson fæddist að Sölvanesi, Fremribyggð, Lýtingsstaðahreppi, 5. mars 1911. Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Seli 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Guðmundsson, f. 1853, d. 1927, bóndi í Sölvanesi, og Jórunn Guðnadóttir,...
MeiraKaupa minningabók
Magnús Ágústsson fæddist í Reykjavík 9. september 1926. Hann lést á heimili sínu, Dvergabakka 24, 30. september síðastliðinn. Hann var sonur Ágústar Ingvars Magnússonar, verkstjóra í Haga í Reykjavík, f. 9.8. 1891, d. 20.12.
MeiraKaupa minningabók
Valur Fannar Marteinsson gullsmiður fæddist í Reykjavík 24. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi 1. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Vilhjálmur Hólmar Böðvarsson fæddist 6. september 2000. Hann lést 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helena Guðmundsdóttir, f. 31.10. 1960, og Böðvar Sigurðsson, f. 19.9. 1958. Systkini Vilhjálms; Guðmundur Freyr, f. 31.10. 1991, og Þóra Regína, f. 1.11. 1994. Útför Vilhjálms fór fram frá Garðakirkju 19. september.
MeiraKaupa minningabók
NÝTT hlutafé í Kaupþingi hf., að nafnvirði allt að 180 milljónir króna, hefur verið auglýst til sölu í útboði á genginu 10,25. Heildarhlutafé félagsins að útboðinu loknu verður allt að 968,6 milljónir króna að nafnvirði.
Meira
ENN eitt bandarískt stórfyrirtæki hefur nú sent frá sér afkomuviðvörun, en Xerox-ljósritunarvélaframleiðandinn tilkynnti í vikunni að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði ekki í samræmi við væntingar. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 18% í kjölfarið.
Meira
BÍLAFRAMLEIÐANDINN Daewoo í Kóreu kennir nú Ford um minni tekjur í september en áætlað hafði verið. Ford hætti nýlega við að kaupa Daewoo. Sala í september í ár var um 16% minni en í september í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC .
Meira
HÆTT hefur verið við samruna bresku plötuútgáfunnar EMI og útgáfuhluta Time Warner í Bandaríkjunum vegna athugasemda samkeppnisyfirvalda í Evrópu, að því er m.a. kemur fram á fréttavef BBC.
Meira
FINNSKA málmiðnaðarfyrirtækið Outokumpu hefur tilkynnt um fyrirhuguð kaup á norska sinkvinnslufyrirtækinu Norzink fyrir sem samsvarar 15 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Outokumpu segir í samtali við ft.
Meira
ÞRÁTT fyrir að í norska fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir auknum framlögum til vísindarannsókna, finnst sumum ekki nóg að gert, að því er Dagens næringsliv bendir á.
Meira
GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans stóð því sem næst í stað í september og nam 35,2 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 424 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).
Meira
MEÐAL fyrirlesara á málþingi AGORA, Sýnir morgundagsins - Bringing Visions of the Future to the Present, verður Udayan Gupta, en hann er höfundur bókarinnar "Done Deals: Venture Capitalists Tell Their Stories", sem Harvard Business School Press...
Meira
GENGI hlutabréfa í netfyrirtækinu Letsbuyit hefur lækkað um 34% frá því bréf fyrirtækisins voru skráð á Neuer Markt hlutabréfamarkaðinn í Þýskalandi, að því er fram kemur á sænska viðskiptavefnum e24. Hópur íslenskra fjárfesta á hlut í Letsbuyit.
Meira
NÝHERJI hf. og Information Management ehf. (IM) hafa ákveðið að rifta samkomulagi því sem fólst í viljayfirlýsingu aðilanna og undirritað var 1. september síðastliðinn.
Meira
OLÍUFÉLAGIÐ Agip í Noregi hefur fundið stóra olíulind í Barentshafi. Um er að ræða meðalstóra lind á norskan mælikvarða en stóra á alþjóðlegan mælikvarða, að því er fram kemur í Dagens næringsliv.
Meira
BANKARÁÐ Landsbankans hefur samþykkt nýtt skipurit fyrir bankann, sem þegar hefur tekið gildi. Nýja skipulagið felur í sér að starfsemi bankans er skipt í þrjú afmörkuð tekjusvið, en þrjú stoðsvið veita þjónustu þvert á tekjusviðin.
Meira
MEÐ samruna sænsk-enska fyrirtækisins Avesta Sheffield og stálframleiðsluhluta finnska fyrirtækisins Outokumpu verður til næststærsta stálframleiðslufyrirtæki heims. Dagens industri og ft.com greina frá þessu.
Meira
FULLTRÚAR Frjálsa fjárfestingarbankans hf. undirrituðu á dögunum 20 milljón dollara sambankalánssamning sem Íslandsbanki-FBA og LB Kiel í Kaupmannahöfn höfðu umsjón með. Undirritunin fór fram í Kaupmannahöfn.
Meira
HAFINN er undirbúningur að því að koma á fót samskiptavettvangi olíufyrirtækja á Netinu. TietoEnator er upplýsingatæknifyrirtæki sem starfar á Norðurlöndunum og hefur gert samning við m.a.
Meira
SÆNSKI viðskiptafréttavefurinn E24 heldur því fram að stjórn Telia reyni að komast hjá því að borga skatt í Svíþjóð með því að selja hlut sinn í útgáfufélaginu Eniro um dótturfyrirtæki skráð í Hollandi þar sem slík viðskipti eru skattfrjáls.
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept.
Meira
NETVERND er nafn á nýrri tryggingu sem Vátryggingafélag Íslands býður fyrirtækjum, en með henni geta fyrirtæki tryggt sig gegn hugsanlegum áföllum af rafrænum viðskiptum eða öðrum samskiptum um Netið.
Meira
10. FLOKKUR 2000 ÚTDRÁTTUR 5. OKTÓBER Kr. 1.000.000 41786 Kr. 100.000 4666, 31405, 40470, 46549, 52952 Kr. 50.000 699, 28691, 35185, 39243, 49988 Aukavinningar Kr. 75.
Meira
LÍTUM á vanda suðurs. Hann opnar á grandi (15-17 HP) og makker hans sýnir spaða með yfirfærslu, en býður síðan upp á þrjú grönd: Suður gefur; allir á hættu.
Meira
Töluvert hefur verið spurst fyrir um námskeiðið Fóðrun og hirðing sem áætlað var að bjóða upp á í fjarkennslu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri eftir áramót.
Meira
VERIÐ er að leggja síðustu hönd á vinnslu myndbanda um Landsmótið 2000 þessa dagana og er búist við að þau verði komin á markað um miðja næstu viku. Alls er um fjórar myndir að ræða. Í fyrsta lagi er mynd sem fjallar um landsmótið í heild.
Meira
Í dag er föstudagur 6. október, 280. dagur ársins 2000. Fídesmessa og Eldadagur. Orð dagsins: Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum.
Meira
Með samskiptum lögreglu og einstakra fjölmiðla í opinberri heimsókn Li Peng vöknuðu aftur upp spurningar um rétt fjölmiðla til aðgangs að fréttaviðburðum. Arna Schram greinir hér frá umræðum um þessi mál sem fram komu á Pressukvöldi BÍ fyrir skömmu.
Meira
Bandaríska dagblaðið The New York Times birti tvívegis í sömu vikunni greinar þar sem fjallað var um fréttaflutning þess af máli kínversk-bandaríska vísindamannsins Wen Ho Lee. Karl Blöndal fjallar um ásakanir á hendur stórblaðinu.
Meira
Þeir sem enn hafa ekki drifið sig í stóðréttir þetta haustið hafa enn tækifæri til þess því á morgun, laugardag, verður réttað í Víðidalstungurétt. Rekið verður til réttar kl. 10 og stendur mikið til.
Meira
Svartur á leik. Staðan kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga sem haldið var á Netinu fyrir skömmu. Svart hafði Janne Mertanen (2169) gegn Davíð Ólafssyni (2275). 26...Rg3+! 27. Dxg3 Dxg3 28.
Meira
ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari og Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði landsliðsins, voru strax teknir í sjónvarpsviðtöl er þeir mættu á æfingu í gærmorgun.
Meira
Grindvíkingar gengu frá ráðningu á þjálfara fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Milan Stefán Jankovic skrifaði undir nýjan tveggja ára samning en hann hefur verið hjá félaginu sem leikmaður og þjálfari síðastliðin níu ár.
Meira
HINN gamalreyndi leikmaður KR og nú leikmaður KFÍ á Ísafirði, Guðni Guðnason, hefur tekið áskorun Karls Jónssonar þjálfara KFÍ um að leika með liðinu í fyrstu umferð Kjörísbikarkeppninnar gegn Þór Akureyri.
Meira
Helgi Sigurðsson og Auðun Helgason æfðu ekki með landsliðinu í gær. Sigurjón Sigurðsson, læknir liðsins, fyrirskipaði þeim hvíld til að þeir næðu að jafna sig eftir sprautur, sem þeir fengu í fyrrakvöld, Auðun í ökkla, en Helgi í nára.
Meira
Þetta var hárrétt ákvörðun. Þar sem landsliðshópurinn átti erfiðan og þreytandi dag á miðvikudag, sem allur fór í ferðalög hingað til Prag, var rétt að bæta ekki við rútuferðum.
Meira
Eyjamenn eiga í viðræðum við Njál Eiðsson um að hann taki við þjálfun karlaliðs félagsins í knattspyrnu fyrir næsta tímabil. Vestmannaeyingar voru komnir í viðræður við Júgóslavann Zeljko Sanduvic og Heimi Hallgrímsson.
Meira
Kjörísbikarinn í körfuknattleik 16-liða úrslit, fyrri leikir: Skallagrímur - Hamar 71:63 Sigmar Egilsson 26, Alexander Ermolinski 12, Warren Peeble 12 - Chris Dade 17, Hjalti J. Pálsson 15, Ægir H. Jónsson 10.
Meira
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki mæta Íþróttafélagi stúdenta í úrslitaleik um titilinn Meistari meistaranna í körfuknattleik á sunnudaginn.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna mæta Pirin Blagoevgrad frá Búlgaríu í 1. umferð EHF-bikarsins um helgina. Báðir leikirnir fara fram í Vestmannaeyjum, á morgun og sunnudag, og hefjast klukkan 14. Þetta er frumraun Eyjakvenna í Evrópukeppni.
Meira
SEXTÁN leikmenn norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, sem Pétur Hafliði Marteinsson og Marel Jóhann Baldvinsson leika með, eru væntanlegir til Íslands í stutta óvissuferð í byrjun nóvember.
Meira
SIGURÐUR Þórir Þorsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Aftureldingar í knattspyrnu. Sigurður hefur þjálfað yngri flokka um árabil, mest hjá Fylki .
Meira
ÍSLENSKU Ólympíufararnir komu til landsins gær og var vel tekið á móti þeim eins og sjá má á myndunum. Krakkar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar biðu eftir hetjunni sinni, Erni Arnarsyni og klöppuðu vel og lengi fyrir honum þegar hann birtist.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson var síðasti leikmaðurinn sem kom til Prag - fljúgandi frá Kanaríeyjum seint á miðvikudagskvöldið. Þórður sagði að það væri alltaf jafn gaman að hitta strákana í landsliðinu, en nú væri lengra að fara fyrir hann en oft áður. Þórður lék með Bochum í Þýskalandi og Genk í Belgíu, áður en hann gerðist leikmaður með Las Palmas. "Ég kann mjög vel við mig hjá Las Palmas, en hefði viljað leika meira en ég hef gert að undanförnu."
Meira
RÍKHARÐUR Daðason skoraði tvö mörk fyrir Víking í Noregi sl. helgi. Það fer að styttast í það að hann haldi frá Noregi til Englands og gerist leikmaður með Stoke. Er hugur hans kominn þangað? "Nei, ekki ennþá.
Meira
Í OPINBERRI heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til Nýfundnalands og Nova Scotia í síðustu viku opnaði hún formlega tvö fyrirtæki á sviði sjávarútvegs.
Meira
FORSETI Íslands, herra Ól afur Ragnar Grímsson, setti Alþingi mánudaginn 2. október. Í ávarpi sínu lagði forsetinn til að breyta þingsköpum til að erlendir þjóðhöfðingjar gætu ávarpað Alþingi á sérstökum þingfundi. Slíkt tíðkast víða um lönd.
Meira
Í samfélögum þar sem ellin nýtur virðingar er hún sveipuð dulúð þess sem lætur ekki allt uppi og aldraðir sitja einir við viskubrunn torsóttrar reynslu aldanna. Þegar minnið þrýtur verður lífið næðingssamt en "hjartað býr enn í helli sínum", hvað sem öðru líður. Kristín Elfa Guðnadóttir ræddi við Jón Snædal öldrunarlækni um lífið eftir alzheimergreiningu og tók saman ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir aðstandendur.
Meira
DANIR höfnuðu evrunni, sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu, í atkvæðagreiðslu. Danska krónan verður því áfram gjaldmiðill. Ráðamenn í Danmörku studdu aðild að mynt-bandalaginu, en þjóðin hafnaði henni.
Meira
EF þér væri rænt á hrottalegan hátt, bundið fyrir augun á þér, fötin rifin af þér, keyrt með þig í hraðskreiðu farartæki langar leiðir og þér svo hent út einhvers staðar á dimmum og auðum stað sem þú þekktir ekki, ef eina lífsmarkið á staðnum væri...
Meira
FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra, skammstafað FAAS, var stofnað árið 1985. Félagið heldur fræðslufundi yfir vetrarmánuðina og býður upp á nærhópa fyrir aðstandendur sem leiddir eru af djákna félagsins.
Meira
GREINING á alzheimer-sjúkdómnum er meingölluð," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi FAAS hinn 21. september síðastliðinn.
Meira
6. október 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 396 orð
| 2 myndir
FYRIRTÆKIÐ Guðlaugur A. Magnússon var stofnað árið 1924 af gullsmiðnum Guðlaugi. Eftir framhaldsnám í silfursmíði í Danmörku í kringum 1936 hóf hann framleiðslu á silfurborðbúnaði sem fyrirtækið framleiðir enn þá.
Meira
ÁR TÍSKUJÖFRANNA renna jafnan upp í móti enda eru þeir gjarnir á að bera á borð fyrir konur fatnað sem lítið á skylt við daglegan veruleika, svo sem náttúrulegt holdafar, hversdagsamstur og haustlægðir.
Meira
FÁIR tískuhönnuðir velta fyrir sér áhrifum pizzu-sósu og bráðnandi íspinna á sköpunarverk sín, nema kannski Stefano Cavalleri sem ásamt konu sinni hannar föt á börn.
Meira
Deigið 2 egg 200 g smjör 400 g hveiti sletta af vatni og salti Deigið verður að vera frekar þétt í sér. Hnoðið og fletjið þunnt út, hnoðið saman aftur og endurtakið þetta nokkrum sinnum. Stingið út kringlóttar lófastórar kökur úr deiginu.
Meira
6. október 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 986 orð
| 4 myndir
Smæð skartgripafyrirtækja er dragbítur á þróun í skartgripagerð, segir Þorbergur Halldórsson gullsmiður, sem nýlega tók þátt í einni stærstu skartgripasýningu á Norðurlöndum ásamt þremur kollegum sínum. Sveinn Guðjónsson spurðist fyrir um árangur af sýningunni og framtíðarhorfur í greininni.
Meira
6. október 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 332 orð
| 3 myndir
ÉG sýndi þrjár skartgripalínur á sýningunni í Vejle, tvær nýjar og eina sem ég var búin að vinna með í lengri tíma. Hlutirnir voru úr silfri og 18 karata gulli, " sagði Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður hjá Aurum.
Meira
MADELEINE ALBRIGHT , utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna, kom hingað í opinbera heimsókn til að ræða við íslenska ráðamenn. Á næsta ári verða liðin fimmtíu ár frá því varnar-samningur milli ríkjanna var gerður.
Meira
6. október 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1711 orð
| 6 myndir
Þjóðlegir réttir frá ýmsum löndum verða á boðstólum fyrir gesti að lokinni ráðstefnu um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Valgerður Þ. Jónsdóttir hlustaði á íslenska útlendinga frá Króatíu, Skotlandi, Kasakstan, Filippseyjum og Spáni bera saman kokkabækur sínar.
Meira
6. október 2000
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1398 orð
| 1 mynd
Lúðrasveit fatlaðra frá Noregi lék í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Dagskráin var fjölbreytt, lög frá öllum Norðurlöndum. Íslenska lagið var Ríðum ríðum (Á Sprengisandi ) eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsens.
Meira
Allt frá því að Stanley Kubrick afhjúpaði listaverkið 2001: A Space Odyssey, í myrkum bíósölum ársins 1968, hafa menn beðið komu þessa ártals með lotningu, dulúð og kvíða. Sæbjörn Valdimarsson kannaði hvað framtíðin ber í skauti sér
Meira
STANLEY Kubrick gerði árið 2001 ódauðlegt í kvikmyndasögunni með mynd sinni 2001: A Space Oddyssey . En hvað ber þetta sögufræga ár í skauti fyrir kvikmyndirnar, loksins þegar það gengur í garð?
Meira
Það hefur gustað talsvert um Mel Gibson í sumar eftir að hann fór með aðalhlutverkið í The Patriot eða Frelsishetjunni. Í ár eru liðin 20 frá því leikarinn ástralski vakti fyrst athygli í tryllinum Mad Max og af því tilefni skoðaði Arnaldur Indriðason hvað Gibson hefur verið að bauka á þeim tíma og fjallar um myndir hans.
Meira
Í dag frumsýna Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frönsku gamanmyndina Ástríkur og Steinríkur gegn Sesari en myndin er byggð á vinsælum bókaflokki um Ástrík og félaga.
Meira
NÝJASTA frumsýningarmyndin í Bretlandi hefur unnið hug og hjarta áhorfenda þrátt fyrir lítinn tilkostnað við gerð hennar og hafa margir gerst svo djarfir að nefna hana bestu bresku myndina frá upphafi kvikmyndagerðar. Hún nefnist Billy Elliot og er frumraun leikstjórans Stephens Daldrys á hvíta tjaldinu.
Meira
VESTUR-íslenski kvikmyndaleikstjórinn Sturla Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriksson hjá Íslensku kvikmyndasamsteypunni, hafa gert samkomulag um gerð stórmyndar, byggðri á Bjólfskviðu , sem verður dýrasta íslenska samframleiðslan til þessa.
Meira
Laugarásbíó og Háskólabíó frumsýna þann 13. október spennumyndina Glataðar sálir eða Lost Souls með Winona Ryder og Ben Chaplin í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Janusz Kaminski .
Meira
Matthew McConaughey , sem fer með aðalhlutverkið í kafbátamyndinni U-571 , var gulldrengurinn í Hollywood fyrir nokkrum árum. Eftir að hann lék lögfræðinginn knáa í lagatryllinum A Time to Kill árið 1996 varð hann frægur á einni nóttu.
Meira
Thomas Vinterberg leikstýrði Festen og sló í gegn á heimsmælikvarða fyrir þremur árum. Síðan hefur hann unnið handrit að nýrrri mynd sem á að heita "It's All About Love", tekin upp á ensku. Hann hafði fengið þær upplýsingar í vor hjá dönsku kvikmyndastofnuninni að þaðan mundi hann fá um 10 milljónir dkr. til framleiðslunnar. En allt í einu gerðist dálítið skrítið.
Meira
Bandaríska stríðsmyndin U - 571 verður frumsýnd í fimm bíóum í dag, Bíóhöllinni, Kringlubíói, Bíóborginni, Nýja bíói Akureyri og Nýja bíói Keflavík.
Meira
Sambíóin Álfabakka, Bíóborgin og Nýja bíó í Keflavík frumsýna þann 27. október myndina Space Cowboys með fjórum rosknum kempum kvikmyndanna, Clint Eastwood , sem jafnframt leikstýrir, James Garner, Donald Sutherland og Tommy Lee Jones .
Meira
ÁSTRALSKI leikarinn Mel Gibson er nú í hópi eftirsóttustu kvikmyndaleikara samtímans og þeirra hæst launuðu, sannkölluð stjarna, en hefur auk vörpulegs útlits ótvíræða leikhæfileika, bæði til gamans og alvöru.
Meira
EINN af gestum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, norski leikstjórinn Hans Petter Moland , sem kynna átti mynd sína, Aberdeen , hér um helgina, boðaði forföll í vikunni. Hann mun ekki hafa átt heimangengt af fjölskylduástæðum.
Meira
TIL viðbótar við þá dagskrá Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem birtist í síðustu viku, verða sýningar á mynd Peters Greenaway , 8 ½ kona , sem hér segir: Sunnudaginn 8. október í Háskólabíói kl. 17.30, á sama stað á þriðjudag kl. 22.00 og á fimmtudag kl.
Meira
TÉKKNESK verksmiðjustúlka, innflytjandi í Bandaríkjunum, reynir að safna sparifé til að kosta læknisaðgerð fyrir ungan son sinn, sem er haldinn sama augnsjúkdómi og hún. Eymd og myrkur hversdagsins flýr hún inn í heim dans- og söngvamynda.
Meira
Dagana 16. og 19. nóvember næstkomandi verða þrjár klassískar þöglar kvikmyndir sýndar við lifandi undirleik í aðalsal Háskólabíós. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við Oddnýju Sen sem hefur umsjón með sýningunum.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.